Í frétt RÚV [18.11.2009] var m.a. fjallað um áætlanir sem hafa verið uppi um fimm ára skeið að gera Þríhnúkagíg aðgengilegan ferðamönnum þannig að þeir fái að upplifa eigin smæð. Gríðarstór gíghvelfingin er u.þ.b. 3500 ára gömul. 

ÞríhnúkagígurHugmyndir eru uppi um að gera um 300 metra löng göng inn í gíginn þar sem áhorfendur gætu staðið á útsýnispalli er hengi uppi í nokkurs konar kóngulóarvef.
Sjá fréttina HÉR.

Um undirbúninginn og fyrirhugaðar áætlanir um framangreinda nýtingu á Þríhnúkagíg má einnig lesa HÉR og HÉR. Tekið skal fram að skiptar skoðanir eru á framkomnum hugmyndum því hér er um að ræða einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu og ber því að fara varlega í að valda röskun á því.

Þríhnúkahellir

Sigið í Þríhnúkahelli.