Í svonefndum Básum eru nokkrir rekabásar; austast eru Sölvabásar á Staðarbergi, Hrófabásar ofan við Brimketilinn, tvær ónefndar ofan við Sandvík, ein ofan við Háleyjar og eihaleyjar-toft-2014-2n, sú vestasta, ofan Krossavíkur (austan Krossavíkurbjargs). Auk búðarinnar/- nytjastaðarins utan í Háleyjarbungu má sjá leifar af föllnu húsi ofan rekabássins í Krossavíkum. Telja má líklegt að þar hafi verið nytjaaðstaða fyrrum. Það er staðurinn, sem Helgi Gam. telur líklegast að svonefndur Garðabás gæti hafa verið forðum.

Sjá meira undir Fróðleikur.