Tómas Þorvaldsson var börnum sínum góður faðir og mikill vinur vina sinna.
Tómasi var eðlislægt að Tómasbregðast jákvætt við bónum fólks, ekki síst þess er minna mátti sín. Þannig kom hann mörgum Grindvíkingnum til aðstoðar þegar mest á reyndi. Sá er þetta ritar minnist Todda, allt frá því að hann ók honum lífakstur árið 1959, illa slösuðum eftir bílslys, í aftursæti drossíunnar um harðtenntan Grindavíkurveginn og krókóttan Keflavíkurveginn að anddyri Landspítalans, og allt til þeirra daga er sá hinn sami naut fylgda Todda um umdæmið þar sem hann miðlaði af ómetanlegri þekkingu sinni um menningu, minjar og sögu Grindavíkur. Nú, eftir fráfall hans, hafa þau verðmæti margfaldast að andlegu verðgildi, þökk sé honum. Sumt hefur verið skráð og annað geymt, en engu gleymt.

Sjá meira undir Fróðleikur.