Trölladyngja er eitt af formfegurri fjöllum Reykjanesskagans. Í rauninni er hún „síamstvíburi“ TrolladyngjaGrænudyngju, en þær hafa gjarnan saman verið nefndar einu nafni Dyngjur. Á landakortum er Trölladyngja sögð vera hæst 275 m y.s. og Grænadyngja 393 m.y.s. Einig mætti vel halda því fram að Dyngjurnar væru „símastvíburar“ Núpshlíðarhálss, en þær eru nyrsti hluti hans. Á millum eru Sogin, sundurgrafið háhitasvæði. Háhitinn hefur sett mikinn svip á suðurhlíðar Dyngnanna þar sem litadýrðin er mikil. Í Trölldyngju hefur fundist silfurberg. Út úr Grænudyngju til norðausturs gengur Dyngjuháls eða Dyngjurani. Skemmdir hafa verið unnar við rætur Trölladyngju. Hingað til hefur jarðýtustjórinn ráðið ferðinni í þeim efnum. Nú er lagt til að honum verði leiðbeint miðað við þær ákvarðanir, sem aðrir hafa tekið og hlotið hafa sáttarviðurkenningu.

Sjá meira undir Fróðleikur.