Selatangar

Talsverður trjáreki er þarna og notuðu vermenn rekaviðinn óspart til smíða í landlegum, sem munu hafa verið nokkuð algengar, vegna þess hvað brimasamt er við lendingarstaðinn.
selatangar-994En fjaran og trjárekinn er líka mikið dundursefni flestum þeim sem nú heimsækja staðinn.
Minjarnar, sem nú sjást á Selatöngum eru frá 19. öld því stórflóð og óveður í janúar 1799 eyddi verbúðunum, sem þar voru fyrir. Síðast var róið frá Selatöngum í byrjun 20. aldar og þá frá Ísólfsskála. Tangarnir voru eftir það nytjaðir frá sama bæ, bæði til þaratöku og reka.

Sjá meira undir Frásagnir.