Valaból, sunnan við Hafnarfjörð, hefur á stundum verið nefnt fyrsta Farfuglaheimilið á Íslandi. MúsarhellirFljótlega eftir að Bandalag íslenskra farfugla var stofnað árið 1939 var hafist handa við að leita að hellisskútum sem unnt væri að nota sem gististaði. Fyrstur fyrir valinu varð Músarhellir við Valahnúka, sunnan við Hafnarfjörð. Fékk staðurinn snemma nafnið Valaból og hefur hann verið þekktur undir því nafni æ síðan. Engar öruggar heimildir finnast um það hvers vegna hellirinn fékk nafnið Músarhellir. Tvær tilgátur hafa einkum verið í gangi og eru báðar sennilegar.
Hellirinn var mikið notaður sem náttstaður gangnamanna fram undir 1900. Hann hefur þó tekið breytingum í áranna rás. Umhverfi hans, „vin í eyðimörkinni“ ber natni mannsins glögg merki.

Eina opinbera staðfestingin á landnámi Farfugla í Valabóli er að finna í fundargerðarbók Bæjarráðs Hafnarfjarðar frá 13. júlí…

Sjá meira undir Fróðleikur.