Úr Ægi 1918: „Hvað sem nú þessari stjórnarráðsauglýsingu viðvíkur, um að kveikja ekki frá 1. apríl, Sandgerdisviti-2þá vildi eg skýra frá því, að eftir henni var alls ekki neitt farið, þegar þannig stóð á og vitaverði eða öðrum var kunnugt um, að bátar væru úti fyrir og þyrftu að leita hafnar i Sandgerði, þegar dagsljósið fór að hylja innsiglingarmerkin. Er það því allsendis tilhæfulaust, að vitavörður hafi nokkurntíma skorast undan því að kveikja þegar þess hefir gerst þörf.“
Sandgerðisviti var byggður 1908, en hækkaður 1944.

Sjá meira undir Fróðleikur.