Stapinn

Eftir að Vogunum sleppti var gengið upp á Stapann um Reiðskarð. Efst í því má sjá vegabætur frá Á leið1904. Þar liðast gamla gatan tvískipt uns hún sameinast á ný. Kvennagönguskarðsleiðin kemur inn á hana ofan brúnar. Gatan er augljós upp að Grímshól, þaðan verður hún vandséðari í móanum, en sést þó. Lúpína er sums staðar í götunni sem og annar lággróður. Gullkollurinn, einkennisblóm Reykjanesskagans, blómstrar sem aldrei fyrr á Stapanum. Ofan við Innri-Skoru fer gatan undir gamla Keflavíkurveginn frá 1912. Skammt vestar sést

gatan vel þar sem hún liggur svo til beint upp brekkuna vestan Innri-Skor. Eftir það er tiltölulega auðvelt að fylgja henni. Á smá kafla rofnar hún vegna seinni tíma ræktunar og vegagerðar að fyrrum ruslahaugum er voru undir brún bjargsins frá stríðsárunum og fram á fyrri hluta sjöunda áratugar 20. aldar.

Sjá meira undir Lýsingar.