Járnöld

Eftirfarandi er kynning á doktorsritgerð Völu Garðarsdóttur í fornleifafræði, Norræn járnaldarmenning og sérkenni Íslands. Kynningin birtist í riti fornleifafræðinema, Eldjárni, árið 2008. Hér er efnið sett fram í tengslum við umfjöllun og vettvangsskoðun að Mosfelli, en þar er að finna minjar, sem ekki hefur verið hægt að skilgreina sem eðlilegar og augljósar.

Forsíða

„Doktorsverkefnið er fólgið í samanburðar-rannsókn á fornleifafræði-legum vitnisburði um norræn samfélög víkingaaldar innan núverandi Norðurlanda. Lýsa má markmiðum verkefnisins með eftirfarandi rannsóknar-spurningum:
1. Hvaða helstu minjaflokkar finnast á hverju landsvæði fyrir sig (s.s. búsetuminjar, grafir, steinsetningar, rúnasteinar, o.sv.fr.)?
2. Hvaða tegundir norrænna minja hafa til þessa ekki fundist á Íslandi?
3. Hvers vegna er munur á því hvaða norrænu minjar finnast innan Íslands og Skandinavíu?
Ritgerðin mun annars vegar samanstanda af almennri umfjöllun um helstu minjaflokka, s.s. byggingar, grafir og gripi, sem þekktir eru frá víkingaöld á Norðurlöndum. Hinsvegar mun hún taka mið af sérstakri rannsókn á efnisflokkum frá umræddu tímabili sem hafa til þessa ekki verið skoðaðir með samanburði. Safnað verður fornleifafræðilegum heimildum um áðurnefnda minjaflokka og ítarleg samantekt gerð um þá. Upplýsingar um íslenska efnið er nokkuð vel aðgengilegt í útgefnum ritum um grafir og fornbæi, en einnig í nýlegum skráningar og uppgraftarskýrslum. Á hinum Norðurlöndunum er unnt að afla upplýsinga um efnisflokkana með sama hætti, en einnig að nokkru leyti í gegnum þar til gerða gagnagrunna sem aðgengilegir eru á netinu. Um leið verða tilgreindir þeir minjaflokkar sem þekktir eru innan svæðisins alls en staðfest að ekki hafi fundist hér á landi. Tekinn verður til umfjöllunar sá samanburður sem þegar hefur verið gerður og athugað hvaða ályktanir hafa til þessa verið dregnar af sýnilegum mun á minjum Íslands og Norðurlanda.
svíþjóðReynt verður að skilgreina norræna menningu út frá fornleifunum en um leið skoðað hvort víkingar hafi verið einsleitur hópur í líkingu við þjóðir nútímans með sameiginlegan bakgrunn, minni, átrúnað og siði.
Verkefnið er viðleitni til þess að skoða afrakstur íslenskra fornleifarannsókna í norrænu ljósi, í þeim tilgangi að kanna hvort og þá að hvaða leyti norræn menning á Íslandi var frábrugðin þeirri sem greina má innan skandinavísku landanna. Reynt verður að greina hvort mismunurinn hafi verið mótaður af umhverfi, t.d. aðgengilegum efnivið, veðráttu og öðrum ytri lífsskilyrðum, fremur en vegna áhrifa frá menningarstraumum úr öðrum áttum, nema hvorttveggja sé. Einn af þeim minjaflokkum sem um verður fjallað eru steinsettningar. Þær hafa hingað til ekki verið taldar í hópi þeirra norrænu minja sem finnast hér á Íslandi en eru stór hluti af sýnilegum mannvirkjum norrænna manna í Skandinavíu og á Suðureyjum. Hefur þessi minjaflokkur átt hug minn allan undafarin ár og tel ég að slíkar steinsettningar séu til hér á Íslandi. Hefur þessi flokkur verið lítið rannsakaður hérlendis og er ástæðan fyrir því ekki augljós. Undanfarin misseri hef ég einbeitt mér að því að rannsaka hinar meintu steinsettningar sem fundist hafa með hjálp góðra manna og kvenna á víð og dreif um landið. Liggja nokkrar undir grun sem heiðinna manna verk. Erfitt er að segja hvers eðlis þessar steinsettningar eru að svo stöddu. Innan fornleifafræðinnar hérlendis hefur verið deilt um það hvort þetta séu steinsettningar yfirhöfuð og um upphaf þeirra og aldur. 

Skán

Er því rannsóknar tilefnið enn brýnna, að mínu viti. Í Skandinavíu og á Bretlandseyjum eru slíkar steinsettningar ekki óalgengar og finnast oftast í samhengi við grafhauga og samkomustaði frá brons- og járnaldarsamfélögum. Sumar steinsettningarnar hafa verið túlkaðar sem ákveðin fyrirbæri sem nýtt voru til þess að reikna út sólstöður og árstíðir, sbr. Ales Stenar á Skáni í Svíþjóð, en aðrar hafa beinlínis verið nýttar sem blótstaðir og sem grafir, sbr. Ånundshaug í Vesterås í Svíþjóð og allnokkrar á Gotlandi, Skáni og Öland.
SelvogurEru þessar steinsettningar aðallega þrennskonar, þ.e. bátalaga, sporöskjulaga og hringlaga (þó eru til önnur form). Sumar standa einar en aðrar virðast vera tengdar á einn eða fleiri hátt. Stærð steinsettninganna er mjög misjöfn allt frá nokkrum metrum að lengd og breidd upp í tugi metra. Sú stærsta sem hefur fundist í Evrópu er á Orkneyjum og er um 110 metra löng. Sú minnsta er um 2 metrar að lengd. Þær eiga þó flestar sameiginlegt að vera nálægt sjó og vísa austur-vestur. Þær steinsettningar sem hafa verið aldursgreindar í Skandinavíu og á Suðureyjum eru frá 3000 f.Kr.-1050 e.Kr. Það gefur því auga leið að þessi siður er mjög langlífur og hefur vafalaust þjónað misjöfnu hlutverkinu í gegnum tíðina, mann af manni, kynslóð eftir kynslóð. Slík mannvirki hljóta því að endurspegla mannlega hegðun, hugsun og sköpun.
Þó er óhætt að segja að þessi siður falli niður í kjölfar siðaskipta til kristinnar trúar og sé því rammheiðinn siður. Þær steinsettningar hér á landi sem ég er nú þegar að rannsaka eru staðsettar í Mosfellsdal (forsíðumyndin), í Selvogi á Reykjanesi, í Arnarfirði og á Hala í Suðursveit. Vitað er af fleirum en þær bíða fram á sumar til frekari rannsókna.“

Heimild:
-Eldjárn – Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands – 1. tbl. 3. árg. 2008.

Mosfell

Mosfell – bátslag.

Aðalstræti

Fyrir nokkru sendu 14 þjóðkunnir menn bæjarráði, borgarstjórn, forsætisráðherra og forseta sameinaðs alþingis ávarp um friðhelgi á bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar.
larus-1Nú er það svo að fáir vita með hokkurri vissu hvar bæjarstæðið er, og hafa komið fram margar tilgátur um það mál. Blaðið hefur nú snúið sér til Lárusar Sigurbjörnssonar skjala-. og minjavarðar Reykjavíkurbæjar, og spurt hann um álít hans á málinu. Lárus hefur sem kunnugt er mikinn áhuga fyrir máli þessu, og hefur viðað að sér miklum fróðleik um allt, er viðkemur staðsetningu á bæjarstæðinu. Fyrsta spurning okkar er þessi:
— Hvar telur þú að bær Ingólfs hafi staðið?
— Mín skoðun á málinu er sú, að bærinn hafi staðið þar sem n ú eru gatnamói Kirkjustrætis og Suðurgötu. Mörg allsterk rök liggja til grundvallar þessari skoðun minni.
— Hver eru helztu rökin?
— Þegar grafið var fyrir Steindórsprenti fannst haugur, sem ég tel að hafi verið haugur frá bæ Íngólfs. En í haug þessum fundust m.a. geirfuglabein og svínabein. Annað er svo það, að staðurinn hefur margt til síns ágætis hvað snertir veðursæld, þarna hefur verið harður tjarnarbakkinn til að byggja á, og kaldavermsl til að sækja vatnið í hefur verið skammt frá bænum. Til er safn sagna frá 1860, sem Sigurður Guðmundsson listmálari hefur safnað. Safn þetta samanstendur af sögnum um hvar bær Ingólfs hafi stáðið. Ein sögnin er höfð eftir gamlalli konu, sem var vinnukona í Viðey. Segir hún að bær Ingólfs hafi verið þar sem gamla klúbbhúsið var, og seinna var útbygging byggð 1914 við hús Hjálpræðishersins.
Mikllar líkur eru fyrir að þessar skoðanir mínar fáist sannaðar eða afsannaðar áður en langt um líður, því innan skamms á að byrja að grafa grunn á fyrrnefndu horni fyrir nýju húsi.
— Er nokkuð fleira, sem þér finnst benda í þá átt, að þarna hafi bærinn verið?
larus-2— Já, það mætti kannski benda á, að eftir líkani, sem ég hef látið gera eftir hugmyndinni, kemur ljóslega fram sú götuskipan, sem er í nágrenni bæjarstæðisins, og hefði getað orðið til eftir staðsetningu húsanna.
— E r nokkuð fleira, sem þú vilt taka fram í þessu sambandi?
— Já, ég vil minnast á það, að þó að skoðanir mínar á þessu máli séu aðrar en þeirra, sem telja að bærinn hafi staðið þar, sem nú eru Uppsalir, er ekki þarmeð sagt, að ég hafi nokkuð á móti friðhelgun bæjarstæðisins. —
Þvert á móti. Þetta eru aðeins mínar skoðanir á málinu. Við þökkum Lárusi svörin.
Myndin af líkaninu sýnir, hvernig Lárus hefur hugsað sér að byggingarnar hafi staðið. No. 1 er skáli. No. 2 eru útihús. No. 3 er eldhús. No. 4 er gamli kirkjugarðurinn. No. 5 er smiðja. Á myndinni sést hvernig afstaða Túngötu og Aðalstrætis er við hugmynd Lárusar.

Heimild:
-Alþýðublaðið 26. febrúar 1960, bls. 7.

Aðalstræti

Skálar í Aðalstræti.

Kárastaðir

Um selstöðu Kárastaða segir: „Selstöðu á jörðin í sínu landi, hefur þó ei brúkuð verið í lánga tíma.“
Um Kárastaðaselselstöðu Skálabrekku segir: „Selstöðu á jörðin í sínu landi, sem þó hefur ei um lánga tíma brúkuð verið.“ Báðar þessar selstöður eru í Selgili, en bara sitthvoru gilinu.
Byrjað var á seinni leitum að Kárastaðaseli í Selgili undir Selfjalli ofan við Brúsastaði. Í leiðinni upp frá bænum varforn hlautsteinn utan í einni stórtóftinni skoðaður á ný sem og sagðar tóftir af Hofi, sem vera eiga  skv. Friðlýsingarskrá frá 1990 óljósar „suðaustanvert“ við núverandi íbúðarhús að Brúsastöðum en eru, skv. upplýsingum Ragnars Lundborgar Jónssonar, bónda, norðanvert við húsið. Þar mótar fyrir óreglulegum garði. Megintóftin, og sennilegust bæjartóft, er norðvestan við núverandi íbúðarhús. Við hana er hlautsteinninn með manngerðri skál höggna í stöpullaga stein. Skammt frá er friðlýstur garður.
Varða er á hæðinni, Djúpugrófarholts, enn norðvestar. Gamli akvegurinn sem og gamla þjóðleiðin liggur nokkuð norðan vörðunnar. Svo er að sjá sem vörður séu á hæðinni er liggur ofan láglendisins milli Brúsastaða og Kárastaða.
Varða á Djúpugrófarholti - Brúsastaðir neðarÍ fyrri ferð FERLIRs um þetta svæði kom í ljós að Selgilið var ranglega merkt á landakort. Þar er Náttmálagil, en í ljós kom að Selgilið er á milli og í gegnum næsta hæðardrag norðan við vörðuðu hæðina, ofan vegarins. Um gilið rennur ónafngreind áin. Vestan hennar er miklir mýrarflákar. Suðaustast í þeim, ofan við þar sem á rennur í á, eru fornar og næstum jarðlægar seltættur Kárastaðasels. Selstígurinn liggur vestur með hæðunum með stefnu í gil norðaustan Kárastaðabæjarins. Rétt sést móta fyrir tveimur rýmum og svo virðist sem hluti selsins, sennilega stekkurinn sé á bakkanum ofan við ármótin. Selstígurinn frá Kárastöðum liggur þarna úr selinu niður að bænum, milli Kárastaðahlíðar að vestanverðu og Djúpugrófarholts að austanverðu.
Að sögn Ragnars bónda heitir áin er kemur að vestan Eyrarlækur, en hann hefði aldrei heyrt neitt nafn á ánni er kemur úr Náttmálagili þótt hann væri vatnsmeiri öllu jafna. Hann staðfesti staðsetninguna á Selgilinu. Aðspurður um stífuna ofan Náttmálagils sagði hann hana hafa verið gerða til að veita á engjarnar. Þau hefðu verið slegin í kringum tjörnina fyrrum. Um Virkjunina í Öxarárgilinu sagði hann hana vera frá árnu 1928 (eða byrjun árs 1929) og hefði hún verið með fyrstu virkjunum á landsbyggðinni á sínum tíma. Hún Stiflanhafi ekki verið lengi í notkun, en rafmagn úr henni hafi verið tengt niður í Valhöll. Þar rak Jón Guðmundsson, kenndur við Brúsastaði, þekktur maður í sinni tíð, veitinga- og gistiaðastöðu. Það hefur verið mikið afrek að reisa staura og leiða rafmagn frá stöðvarhúsinu niður á Þingvelli á þessum tíma en hótelið hefur þá væntanlega verið spikk og span á Alþingishátíðinni sumarið 1930.
Jón Guðmundsson, bóndi á Brúsastöðum, keypti Hótel Valhöll árið 1919. Þá stóð hótelið hinum megin ár við það sem seinna varð, á svokölluðum Köstulum. Hann dreif í að raflýsa hótelið árið 1927 (sjá frétt í Vísi 3.8. 1927, s. 3), sem þótti mikill munur en “olíumótor framleiðir rafmagnið til bráðabirgða” segir í fréttinni. Jafnframt því að raflýsa hótelið hafði Jón komið upp miðstöðvarhitun og lagt vatn í hótelið. Þetta hefur því verið talsvert lúxushótel á þeim tímum þótt húsakostur hafi verið af vanefnum, frá upphafi. Árið 1929 var Hótel Valhöll rifin og flutt hinum megin ár, þar sem hótelið stóð síðan, allt til þess það brann sumarið 2009.
Ofan Skálabrekku er Seldalur og ofan hans Selgil. Nú átti að láta reyna á það hvor þarna væri komin enn ein kortavillan. Gengið var upp frá ofanverðri Skálabrekku með stefnu á Selgilið, sem er áberandi í hæðunum ofan hæðar næst ofan bæjarins, skammt norðan við gSkálabrekkuselamla þjóðveginn. Gilið sést vel og um það rennur lækur er greinist í tvennt neðan við það. Hann sameinast Móakotslæk skammt suðvestar. Framræstir mýrarflákar eru austan og sunnan við gilið, en neðan við það eru lyngmóar líkt og verið hefur um langa hríð á þessu svæði. Beint neðan við gilið er Skálabrekkusel; fallegar tóftir á tveimur stöðum. Efri tóftin er tvírýma, innra rýmið minna. Líklega eru þarna baðstofa og eldhús. Skammt suðaustar er hin tóftin, líklega stekkur. Þessi tóft er vel gróin og næstum jarðlæg. Í efri tóftinni sjást hins vegar hleðslur, um 80 cm háar er hafa haldið sér vel. Annars er vel gróið í kringum selið, þ.e. lyng og kjarrsprotar. Skjólgott er í gilbrekkunum beggja vegna.
Þessar tóftir eru líkar þeim er sjá má í Kleifarseli í Jórukleif í Grafningi og alls ekki svo ólíkar tóftunum í Nýjaseli og Gamlaseli í Grafningi, þótt þau hljóti að vera allmiklu eldri.
Framundan er leita að Heiðarbæjarseli.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Kárastaði og Brúsastaði.
-Vísi 3.8. 1927, bls. 3

Kárastaðir

Kárastaðir.

Hlíðarborg

Undir Hlíðarfjalli eru tvær samliggjadi tóftir. Munnmæli herma að þar hafi um tíma verið athvarf og/eða mannabústaður.
Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1956 segir m.a.: „Í fardögum árið 1850, fluttu ung hjón búferlum á jörðina Efri-Mörk á Síðu. Þessi hjón voru: Ísleifur Guðmundsson frá Ystabæli undir Eyjafjöllum og Ragnheiður Jónsdóttir frá Hlíð í Skaftártungu.
hlidarkot-1Ekki kemur hér við sögu annað heimilisfólk þessara hjóna, en sonur þeirra er Guðmundur hét, hann var þá fjögurra mánaða gamall er þau fluttu að Efri-Mörk, fæddur 17. jan. (1850).
Það mun snemma hafa komið í ljós, að drengurinn vildi vera sjálfráður ferða sinna. Því ungur var hann, er svo bar við einn góðan veðurdag, að hann hvarf frá bænum, og leit var gerð að honum. En meðan á leitinni stóð, breyttist veður, til hins verra. Þann árangur bar þó leitin, að drengurinn fannst á svonefndu Borgarholti. Þar hafði hann fengið afdrep undir skjólgarði, og er það sem svarar 10 mínútna gang austur frá bænum.
Alloft mun Ísleifur hafa skipt um bústað, en ekki verður það rakið hér. Árið 1858, þegar Guðmundur var 8 ára, þá flutti Ísleifur alfarið af Síðunni, og þá alla leið til Krýsuvíkur, en nokkuru síðar að Hlíð í Selvogi.
Ekki verður hér meira sagt af foreldrum Guðmundar Ísleifssonar, en hjá þeim dvaldi hann í Hlíð í nokkur ár. Svo þegar hann hafði þroska til, þá réðist hann til vandalausra sem vinnumaður. Fyrst var hann hjá Selvogsprestinum um þriggja ára skeið. Þá réðist hann í kaupmannshúsið á Eyrarbakka.
hlidarkot-2Eftir skamma dvöl þar, fór hann að eiga með sig sjálfur. Og þá kvæntist hann Sigríði Þorleifsdóttur á Stóru-Háeyri. Þar settist hann svo að, og þar hófst vegur hans og gengi, eins og flestu eldra fólki á Suðurland; er kunnugt.
Ekki verður saga Guðmundar Ísleifssonar — eða Guðmundar á Háeyri, sem hann var jafnan nefndur — rakin hér frekar.“
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Hlíð segir m.a. um framangreindar tóftir: „Stekkatúnsbrekkur voru brekkur í fjallinu vestan við Háhamar, og þar hafði verið Stekkur og Stekkatún“. Minjarnar eru líklega frá því um miðja 19. öld.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 23. sept. 1956, bls. 546.

-Örnefnalýsing fyrir Hlíð. ÖÍ.

Hlíð

Hlíð, bæjarminjar.

Silungapollur

„Það er gaman að fylgjast með einstöku starfi ykkar og áhuga á fornum vegum og öðru sem lítur að gamalli byggð.
holmsa-21Foreldrar mínir áttu sumarbústað skammt neðan Silungapolls sem við systkin erfðum við lát þeirra á síðasta ári, nánar tiltekið við ármótin þar sem Hólmsáin rennur í Suðurána. Þar hefur maður margar stundirnar rölt. Þar má finna gamlar reiðgötur bæði í gegn um hraunið og einnig götur klappaðar í berg. Sömuleiðis eru þarna leifar af hlöðnu byrgi sem gæti verið annað tvegga, gamalt, eða hugsanlega frá stríðinu en þarna í kring voru töluverð umsvif breta (Geitháls) og var m.a. grafin “skotgröf” við Hólmsána sem nú er að mestu gróin en ég man eftir hvar var.
Holmsa-22Einnig má sjá að aðeins eitt vað er á suðuránni Suðuryfir ána allt frá Silungapolli að ármótum, rétt við ármótin og hefur greinilega verið notað. Ég sé að á korti frá ykkur á vefnum að reiðgata er merkt nánast eftir þjóðveginum en sjá má reiðgötur, mjög skýrar, við sumarbústaðinn, einnig götur yfir hraunið við austurenda Siglungapolls og sömuleiðir götu norðurfyrir hraunið, sunnan Gunnarshólma. Síður vildi ég að þessar götur gleymdust alveg og því sný ég mér til þin hvort ég mætti sýna þér eða hópnum þessi djásn næsta sumar.
Veiðisvæði Veiðifélags Elliðavatns nær yfir Elliðavatn, Helluvatn og árnar þar ofar. Lang mest veiði er í Elliðavatni austanverðu og Helluvatni. Þar renna í vötnin ár og lækir og þar eru líka víða uppsprettur undir vatnsborði sem draga að sér fisk. Fyrir framann Bæinn Elliðavatn er Állinn, en það er gamli árfarvegurinn. Árið 1924 var gerð stífla við Elliðavatn, við það hækkaði yfirborðið um 1 meter og flatarmál þess tvöfaldaðist. Mest allar Elliðavatnsengjarnar fóru undir vatn. Elliðavatn er Ellidavatn-21mjög frjósamt vatn og framleiðslugeta þess mikil. Það er algengt að í slíkum vötnum verði fiskur ekki mjög gamall enda þarf hver hrygna ekki að hrygna oft til þess að viðhalda stofninum. Samkvæmt athugnum sem gerðar hafa verið þá er fiskur vel haldinn og ekki ber á ofsettningu í vatninu, þó er umhugsunarefni að hlutfall urriða í rannsóknum sem gerðar hafa verið hefur stór aukist. Fyrir um 15 árum var urriði um 20-25 % í afla en er kominn í um 80 % í dag. Hér er átt við afla í net við rannsóknir og veiðar sem Veiðifélag Elliðavatns hefur staðið fyrir. Það má velta fram þeirri spurningu hvort minkandi laxagengd hafi þau áhrif að urriði nái að leggja undir sig hrygningarstöðvar hans í Hólmsá og Suðurá og þess vegna fjölgi honum svona og þá í framhaldi af því, hvernig skildi laxinum ganga að komast yfir þessar hrygningarstöðvar aftur ef honum fer fjölgandi.“ –
Gunnar Ólafsson.

Silungapollur-21

Silungapollur.

Gamli Þingvallavegur

Hjörtur Björnsson segir frá „Örnefnum á Mosfellsheiði“ í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1937;

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði-kort 1908.

„Síðan hinn nýi vegur yfir Mosfellsheiði var lagður, fyrir Alþingishátíðina 1930, má svo heita, að ferðir um gamla veginn, sem lagður var nokkru fyrir síðustu aldamót, hafi lagzt niður. Vilja örnefni týnast og falla í gleymsku á þeim leiðum, sem nú eru sjaldfarnar eða þotið er um í bíl, þótt áður væru þær fjölfarnar, bæði af gangandi mönnum og ríðandi, og þá oft með langar og seinfærar lestir baggahesta, og síðar kerrur. — Þá var oft nægur tími fyrir ferðamanninn að virða fyrir sér það, sem fyrir augun bar, og þekkja nöfn á áningastöðum og kennileitum.
Vil jeg nú leitast við að telja upp örnefni meðfram gamla Mosfellsheiðarveginum, frá Almannagjá að Geithálsi, þar sem hann sameinast Hellisheiðarveginum. Þó má þar án efa einhverju við bæta, því að ekki geri jeg ráð fyrir, að jeg þekki þau örnefni öll, enda munu skiptar skoðanir um sum þeirra.

Þingvellir

Þingvellir – Almannagjá.

Þegar komið er upp úr Almannagjá og farið „suður“ — en svo er alltaf að orði komizt um ofanverða Árnessýslu, þegar farið er yfir Mosfellsheiði, þó að vegurinn liggi til vesturs og jafnvel norðvesturs — þá liggur vegurinn litlu vestar yfir Breiðabala; lága, en breiða upphækkun í hrauninu. Vestan við Breiðabala er „afleggjari“; liggur hann til hægri handar beint upp hraunið í malargryfjurmiklar sunnan-í Stórhöfða, sem er á milli Brúsastaða og Kárastaða. Var „afleggjari“ þessi lagður litlu fyrir síðustu aldamót, um líkt leyti og aðalvegurinn var gerður, til aðflutninga á ofaníburði. Dálítið neðan við túnið á Kárastöðum liggur vegurinn yfir Árfar. Er það allbreiður, en grunnur, farvegur, sem oftast er þur á sumrum. Nafnið kemur af því, að stundum í leysingum stíflast Öxará af krapi og íshröngli fyrir innan Brúsastaði og flæðir þá vestur hraunið, sunnan undir Stórhöfða, og hefur myndað sjer þar farveg greinilegan; sameinast hún svo lækjarseytlum, er koma úr giljunum fyrir ofan Kárastaði, og rennur svo niður hraunið út í Þingvallavatn.

Árfarið

Árfarið.

Þegar yfir Árfarið er komið, tekur við Kárastaðamýri vestur í Borgarskarð, sem oftast í seinni tíð er nefnt Kárastaðaskarð, því að þar sjest fyrst heim að Kárastöðum, þegar komið er austur af heiðinni. Í Borgarskarði var fyr fjárborg, og þar talið, að Mosfellsheiði byrji. Vestan til heitir skarðið Borgardalur, en Borgardalsbrekkur, lyngbrekkur miklar á hægri hönd, en til vinstri er Skálabrekkuás. Milli ássins og vegarins er lítil valllendisflöt og heitir Norðlingaflöt. Er þá komið í Bæjardal; hann er kenndur við bæinn að Skálabrekku, sem stendur sunnan undir honum, en sjest ekki af veginum. Bæjardalur takmarkast að suðvestan af Skálabrekkuás, en að norðvestan Lyngás. Liggur vegurinn eftir endilöngum dalnum, unz hann þrýtur, og er þá farið yfir Móakotsá. Það er lítil árspræna, sem oftast er þur í þurkasumrum; kennd er hún við eyðibýlið Móakot, sem stendur á árbakkanum niður undir Þingvallavatni. Var Móakot byggt um 50 ára skeið á síðustu öld. Vestan við Móakotsá er farið yfir hæð eina litla, Spýtuás, og taka þá bráðlega við lágar og lyngi grónar hæðir, er Þrísteinaholt heita. Liggur vegurinn milli þeirra og yfir Torfdalslæk, og því næst norðan undir Gíslahóli, sem venjulega er nefndur Gíslhóll. Austan undir Gíslahóli liggur rudd braut til vinstri af aðalveginum niður að Heiðarbæ og svo áfram suður Grafning.

Vilborgarkelda

Vilborgarkelda – kort.

Skömmu áður en komið er að steininum, er sýnir 40 km. vegalengd frá Reykjavík, er farið yfir litla valllendisflöt, er Harðivöllur heitir. Nokkru vestar er Ferðamannahorn, þar sem bugur verður á veginum á hæðarbrún ekki mikilli; er þá skammt að Þorgerðarflöt, sem er allstór flöt til vinstri handar. Gegnt Þorgerðarflöt eru mýradrög allmikil, er heita Vilborgarkelda. Sagt er, að keldan beri nafn af konu nokkurri, er fórst þar voveiflega, og þótti hún síðan vera þar á sveimi, er skyggja tók, og gera ferðamönnum glettingar. „Í Keldunni“, eins og oftast var komizt að orði, var mjög tíður áningastaður, og lágu langferðamenn þar oft með lestir sínar, enda er þar haglendi fyrst, svo teljandi sje, austan aðalheiðarinnar.

Þrívörður

Þrívörður – austasta varðan.

Örskammt vestan við Vilborgarkeldu og Þorgerðarflöt skiptast leiðir, og liggur nýi vegurinn, sem lagður var 1928—9, þar vestur heiðina, sunnan undir Litla-Sauðafelli og niður í Mosfellsdal. Þegar komið er fram hjá vegamótunum, er farið yfir Þórðargil, lítið gildrag, og Þórðargilsmela. Á þeim er varða, þrír steinar miklir, hver ofan á öðrum; er hún af sumum nefnd Berserkjavarða. Þaðan er nokkur spölur að Þrívörðum. Þar er land hæðótt og eru Þrívarðnalautir á milli þeirra, en vegurinn liggur yfir Þrívarðnahrygg vestur heiðina. Nokkuð sunnan við veginn á Þrívarðnahrygg sjer í tjarnir nokkrar, er Klofningatjarnir heita.
Mosfellsheiði
Frá Rauðkuhóli er æði spölur, unz vegurinn liggur norðan undir allstórum og mörgum klappahólum, er heita Borgarhólar. Telja jarðfræðingar Mosfellsheiði gamalt hraun, og að Borgarhólar sjeu uppvörp þess, og hafi síðan jökull gengið þar yfir og sorfið. Enda sjást víða jökulruðningar miklir og ísrákir á klöppum um heiðina. Frá Borgarhólum liggja götutroðningar, sæmilega glöggir, niður með Grímmannsfelli (Grímarsfelli) austanverðu, niður hjá Bringum og niður í Mosfellsdal.
Hallar nú upp á melkoll nokkurn, Háamel, sem stundum er líka nefndur Alda. Þar liggur vegurinn hæst, og er þaðan útsýni mikið og fagurt í björtu veðri. Til austurs sjest þar austurhluti Þingvallasveitar og fjöllin þar umhverfis og allt inn á Langjökul, en Skjaldbreið fyrir miðju, og sýnist þá engu minni en frá Þingvöllum, þó að miklu muni á fjarlægðinni. Til suðvesturs sjest um Suðurnes og meðfram Reykjanessfjallgarði endilöngum og á haf út, um sunnanverðan Faxaflóa.

Heuðarblómið

Heiðarblómið í Moldarbrekkum.

Sunnan undir Háamel var eitt sumar — eða tvö — fyrir rúmum 20 árum lítill veitingaskúr, er danskur maður átti og nefndi Heiðarhlóm. Sjást þess nú nálega engin merki, að þar hafi mannabústaður verið. Þar suðvestur af taka við sljettir melar, Borgarhólamelar, og hallar úr því nokkuð jafnt niður í byggð í Mosfellssveit. Heita þar Seljadalsbrúnir, löng leið og heldur tilbreytingalítil.
Er þá Grímmannsfeli allfjarri til hægri handar, en Efri-Seljadalur milli þess og heiðarinnar. Við suðurenda Efri-Seljadals eru hólar nokkrir, og heitir þar Þrengslin, en sunnan við þau tekur við Neðri-Seljadalur. Verður þar undirlendi meira og dalhvilftin öll grynnri. Þar sunnarlega er Silungatjörn og Silungatjarnarmýri. í Seljadölum er graslendi mikið og var þar tíður áningarstaður ferðamanna fyrrum, enda lá vegurinn um þá áður en akbrautin var lögð. Lítið sjest af veginum ofan í dalina fyr en komið er niður á móts við Silungatjörn.

Seljadalur

Seljadalur – brú.

Þegar alllangt kemur niður eftir Seljadalsbrúnum, verða fyrir tvö lautardrög til vmstri við veginn: Efri-Hrossadalur, og litlu neðar Neðri-Hrossadalur, og enn neðar sömu megin Helgutjörn — grunnur tjarnarpollur, sem venjulega þornar upp á sumrum. Þá er til hægri handar Eiríkshóll, einstakur klappahóll, flatur að ofan, að öðru leyti en því, að fuglaþúfa hreykir sjer á honum miðjum. Litlu neðar, en lengra frá veginum, er Vörðuhóladalur, daldrag, sem lítið ber á. Tekur nú vegurinn að verða krókóttur, en hefur verið bugðulítill ofan frá Háamel, og er nú bráðlega komið að Krókatjörn, sem er við veginn til hægri. Gengur að norðan út í hana langur tangi, er skiptir henni nærri í tvennt, og er hún því af sumum nefnd Gleraugnatjörn (það mun vera þýðing á örnefni, sem nokkrir danskir menn gáfu tjörninni fyrir 20—30 árum. M.Þ.).

Djúpidalur

Djúpidalur.

Mjög litlu neðar, hinu megin við veginn, er Djúpidalur, alldjúp kvos, er áður var klædd valllendisgróðri, en hefur í seinni tíð blásið upp og jetizt af vatni. Sumarið 1907 var þar búinn morgunverður Friðriki konungi VIII. og fylgdarliði hans, er hann reið til Þingvalla og Geysis. Móts við og fyrir neðan Djúpadal er vegurinn enn krókóttari en áður, og heita þar Krókar niður að Miðdalsmýri. Liggur vegurinn yfir hana þvera og Miðdalslæk, sem rennur eftir henni, en bærinn Miðdalur stendur í halla kippkorn norðar. Þegar kemur yfir Miðdalsmýri, er vegurinn yfir háls einn lágan, en allbreiðan, og stóðu norðar á honum fjárhús frá Miðdal. Litlu sunnar, til vinstri handar, er tjörn ein lítil, er Heiðartjörn heitir, og er þá örskammt ofan af hálsinum niður að Lynghólsmýri, og er Lynghóll norðvestan við hana. Var Lynghólsmýri einn af fyrstu blettunum, sem girtur var með gaddavír meðfram veginum, og þótti sumum ferðamönnum súrt í broti, að missa jafn góðan áningastað. Þegar komið er fram hjá mýrinni, er enn dálítil tjörn við veginn til vinstri, er Sólheimatjörn heitir, og spölkorn vestar Hofmannaflöt, allstórar valllendisflatir til hægri við veginn.

Geitháls

Geitháls 1907-1940.

Þaðan er svo mjög skammt að Geithálsi, þar sem vegurinn sameinast Suðurlandsbrautinni. Hefur þá verið fylgt veginum austan frá Almannagjá, sem er 35—40 km. leið, og skýrt frá örnefnum eftir því, sem föng voru á.“ – Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 01.01.1937, Örnefni á Mosfellsheiði – Hjörtur Björnsson, bls. 164-167.

Þingvallavegur

Þingvallavegurinn – ræsi og varða framundan.

Íslendingar

Magnús Már Lárusson fjallar um Hafnarfjörð í jólablaði Alþýðublaðs Hafnarfjarðar 1960 undir fyrirsögninni „Enn úr firðinum„:

Magnús Már Lárusson

Magnús Már Lárusson.

Árið 1957 skrifaði prófessor Magnús Már Lárusson grein í þetta blað, er hann nefndi „Sitthvað um Fjörðinn“. Í þessari grein komu fram athyglisverðar upplýsingar um sögu Hafnarfjarðar. Vakti greinin verðskuldaða athygli. Nú hefur þessi glöggi vísindamaður enn á ný skrifað grein fyrir þetta blað. Er hún ekki ómerkari en sú fyrri og varpar nýju ljósi á sögu Hafnarfjarðar og nágrennis. Rannsóknir og athugasemdir Magnúsar kollvarpa ýmsum fyrri hugmyndum manna og leiðréttir hann misskilning sem jafnvel fræðimenn hafa byggt á til þessa. Þá víkur prófessorinn enn að leit sinni og annarra að landnámsjörðinni Skúlastöðum, fullyrðir ekki en leggur á borðið nýjar athuganir og skýringar, sem vekja menn til umhugsunar um þetta merkilega rannsóknarefni.
Elzta saga byggðar á Reykjanesskaga er harla óljós og gloppótt. Heimildir eru fáar og stangast iðulega á. Náttúruhamfarir, eldgos og landbrot hafa geisað án þess að setja teljandi spor í heimildir. Og örnefni hafa týnzt eða breytzt.
Hér skal ekki drepið á nema örfáa þætti, sem ef til vill gætu verið til fróðleiks. Hins vegar er varla mögulegt að gera þeim full skil á þessum vettvangi. Áður hefur hér verið bent á þann möguleika, að upphaflegt heiti Ófriðarstaða, sent ranglega nefnast nú Jófríðarstaðir, hafi e.t.v. verið Unnólfsstaðir. Jörð með því nafni kemur fyrir í skrá frá Viðeyjarklaustri 1395, DI iii 597. Leiga er talin þar 3 merkur, og er það landskuld. Fyrir 1400 er almennast, að landskuld er full lögleiga eða 10% aí andvirði þess, sem leigt er. Dýrleiki Unnólfsstaða þessara er þá 12 hundruð, sem er býsna nærri dýrleika Ófriðarstaða síðar á öldum. Í sömu skrá er og Hvaleyri talin klausturjörð og er landskuld af henni talin 4 hundruð. Þá er dýrleikinn með sama reikningi og að ofan 40 hundruð.

Jófríðarstaðir

Jófríðarstaðir fyrrum – tilgáta.

Í síðari tíma heimildum er hún talin 20 hundruð. Gætu menn þá spurt, hvernig á þessum mismun standi. Hér kemur a. m. k. tvennt til greina. Annars vegar er sú einfalda staðreynd, að ein afleiðing af mannfalli Svarta dauða var sú, að jarðir fengust ekki byggðar nema með lækkaðri landskuld og er þá höluðreglan, að hún er felld til helmings eða ofan í 5%. Er það þegar staðreynd um miðja 15. öld á Norðurlandi og helzt svo þar og á Suðurlandi fram eltir öldum, þótt landskuld í Vestfjörðum og á Austurlandi víðast hvar væri 81/3%.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður á 18. öld. Hvaleyri fjær.

Klaustur- og kirkjujarðir tíunduðust yfirleitt ekki. Týndist þá hið forna hundraðsmat víða niður. En þegar farið var að gera jarðabækur fullkomnar á s.l. 17. aldar, var dýrleikinn reiknaður upp úr landskuldinni með því að tuttugfalda hana. Jarðabók Kleins fylgir sérstök tafla, sem notuð hefur verið til þess að setja dýrleikatölu á jarðir þær, sem eigi höfðu tíundazt. Á 17. öld var landskuld af Hvaleyri 1 hundrað frítt, sem samkvæmt þessum reikningi gerir 20 hundruð. Af þessu ætti þá að vera ljóst, að dýrleikinn hefur ekki valdið breytingunni, heldur er það landskuldin, sem hefur lækkað vegna fólksfæðar m. a. — Hins vegar ber að nefna eitt mjög mikilvægt atriði. Samkvæmt vitnisburði Steinmóðs ábóta í Viðey, sennilegast frá því um 1475, er kirkjan á Hvaleyri talin eiga töluverðan hluta at Hvaleyrarlandi, sjá DI iv 751. Er sá hluti það mikill, að vel hefði mátt nema hálfum dýrleikanum. En þar sem kirkjan missti í raun stöðu sína sem hálfkirkja eftir siðbót, má vera að kirkjuhlutinn í jörðinni hali gleymzt. Þess eru dæmi til. Nefna má t.d. Saxhól yzt á Snæfellsnesi.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1880-1890. Hér má sjá Hvaleyrarlónið, Grandann og nágrenni.

Þegar þessir tveir möguleikar eru grandskoðaðir, verður nýtt uppi á teningnum. Fyrri upphæðin er reiknuð sem 10% af 40 hundruðum, hin sem 5% af 20 hundruðum. Seinni landskuldin er helmingur þess, sem full lögleiga mundi nema, j.e. 2 hundruð. En 1395 er landskuldin helmingi meiri eða 4 hundruð. Dýrleikinn sem afgjaldsmælir er þá helmingi meiri. Þá verður spurningin sú, hvort kirkjan hafi verið reist eftir 1395 og til hennar verið lögð 20 hundruð. Það kann að vera svo, en virðist fremur ósennilegt. Kirkjan hefði þá varla fengið svo mikið af landi. Það virðist fremur vera svo, að hún hljóti að vera eldri. Dýrleikamunurinn hlýtur að stafa frá öðru, sem varla getur annað verið en rýrnun í gæðum. Og má þar fyrst benda á, að síðan á landnámsöld hefur stöðugt landbrot átt sér stað, sem einkum ætti að ganga nærri jörð eins og Hvaleyri, þar sem túnstæðið er á nesi fram í sjó. Vitað er með vissu, að verzlunarstaðinn varð að flytja um miðja 17. öld norður yfir fjörðinn í Akurgerði vegna landbrots. Það ætti að sýna hugsanlegan möguleika þess, að Hvaleyri sjált hefði þá orðið fyrir hnjaski.

Hvaleyri

Hvaleyri – túnakort 1908.

Séu fógetareikningar frá miðri 16. öld athugaðir, þá sést, að þá þegar er rýrnun þessi komin fram. Þar segir 1547—48, að með Hvaleyri standi 2 leigukýr, 6 ær og 4 kirkjukúgildi, en landskuld er kúgildi, frítt hundrað, og tunna mjöls og leigur (af 3 kúgildum) eru 6 1 jcirðungar smjörs. 1552 er greidd tunna bjórs í stað mjöls, sjá DI xii 114, 140, 154, 174 og 400. Samkvæmt kaupsetningu 1546 er mjöltunna sama virði og bjórtunna, þ. e. 30 fiska, DI xi 518-19, sbr. ix 583—4. Samkvæmt kaupabálki 6 í Jónsbók verður að telja fiskinn hér 2 álnir innanlands til útlausnar, því 3 vættir mjölvægs matar er hundrað, en í tunnu er þá 240 merkur eða 11/2 vætt og er því verðið 60 álnir. 1509 er bjór- eða mjöltunna talin 40 álnir til landskuldar í kauptíð. DI viii 268. Landskuldin er þá að álnatali 180, en sé hún reiknuð 1 /20, þá er Hvaleyri að hundraðstali 30 hundruð um þær mundir. Það er þá auðséð, að hnignunin er að eiga sér stað. Þess má geta hér, að Þorbjarnarstaðir í Hraunum eru í eyði 1395.

Hvaleyri

Hvaleyri fyrrum. Bærinn á seinni hluta 18. aldar. Varða til minningar um Flóka Valgarðsson, þess er elst er getið, í forgrunni.

Máldagi Hvaleyrarkirkju áðurnefndur nefnir Nýjahraun, en í landamerkjaskrá frá 7. júní 1890 segir skilmerkilega, að Nýjahraun nefnist Kapelluhraun neðst. Gæti verið fróðlegt að rifja upp það, sem vitað verður úr heimildum um Nýjahraun þetta. Í Flateyjarannál segir við árið 1343, að skipið Katrínarsúðina braut við Nýjahraun. Skálholtsannáll segir við sama ár, að Katrínarsúðina, er lét úr höfn í Hvalfirði, braut fyrir utan Hafnarfjörð og drukknuðu 23 menn, en Gottskálksannáll segir, að Katrínarsúðina braut fyrir Hvaleyri 1343 og drukknuðu þar 4 menn og 20. Sennilega var þetta skip Snorra nokkurs, sbr. annálsbrot og lögmannsannál, þótt Flateyjarannáll tilgreini skipstapa hans 1342. Hér er þá skip, sem ferst við Nýjahraun eða fyrir utan Hafnarfjörð eða fyrir Hvaleyri. Staðsetningin er þá allsæmileg. Skipstapinn hefur orðið út af enda Kapelluhrauns. Hins vegar má gjarnan minnast þess, að í gömlum heimildum, t. d. sóknalýsingu síra Árna í Görðum 1842, er Hafnarfjörður talinn ná milli Melshöfða að norðan og Hraunsness að sunnan. Sé það haft í huga verða heimildirnar enn skiljanlegri.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

Enn getur Nýjahrauns í Kjalnesinga sögu, kap. 2 og 17, og er þar talið suðurtakmark Bryndælagoðorðs, en Botnsá í Hvalfirði norðurtakmarkið. Saga þessi er frá 14. öld, en erfitt er að segja með vissu, hvort frekar eigi að setja hana til upphafs aldarinnar eða miðju hennar. Sem söguleg heimild er hún slæm. Nú verður spurningin þessi, hversu nýtt Nýjahraun er á 14. öld og ennfremur hver eru takmörk þess. Heitið sjálft ber með sér, að það hljóti að hafa runnið eftir að landið byggðist. Heiti eins og Óbrynnishólar bendir til hins sama. Um tímann er erfiðara að fullyrða. Allar líkur benda þó fremur til tíma fyrir 14. öld, og er vitað, að eldgos hafi verið mikil á Reykjanesskaganum um miðja 12. öld. Sennilegast er Nýjahraun frá þeim tíma rétt eins og Ögmundarhraun í Krýsuvík. Bezt er að skoða víðáttu þess á Jarðfræðikorti Guðmundar Kjartanssonar, blað 3. Þar sést, hvernig hraunið hefur ollið upp úr gossprungum meðfram Undirhlíðum og er það breiðast þar. Mjókkar það svo og fellur til hafs og er suðurkantur þess í Straumi. Breidd þess þar er rúml. 1/2 km. Ástæða nokkur er fyrir því að virða fyrir sér hraun þetta. Það kann að hafa runnið yfir byggt land að einhverju leyti og þá sennilegast niðri hjá Straumi. Þar kann að hafa verið eitthvert dalverpi lítilfjörlegt, og áreiðanlega hefur þar verið vatn til drykkjar rétt eins og nú.

Árni Helgason

Árni Helgason.

Í sóknarlýsingu sinni segir síra Árni í Görðum um eyðijarðir, að hann viti ekki um neina, „nema það skyldu vera Skúlastaðir, sem mælt er hafi verið jörð áður fyrr meir, og hvar af skuli finnast minjar upp í hrauni, suður frá Hvaleyri.“ Það er sorglegt að hann skuli ekki tilgreina staðsetninguna skilmerkilegar. En leyfilegt væri að láta sér detta í hug Kapelluhraun, því „suður“ er hér um slóðir oftast notað í merkingunni „útsuður“. Ennfremur má benda á Almenningana sunnan við Kapelluhraun. Af heimildum sést að margir bæir eiga þar beit, skóg o. 11., sem á verður drepið síðar. Þetta hefur upphaflega verið mjög sæmilegt land og er enn ekki verulega farið að blása. Þessir Almenningar koma samt skringilega fyrir sjónir. Það er eins og eftirstöðvar af jörð séu þar eftir, sem orðið hafa almenningseign, en ekki að þeir séu óskipt sameignarland.
Nú kynni einhver að benda á svonefnt Skúlatún, sem Brynjúlfur Jónsson túlkaði sem Skúlastaðatún í Árbók fornleifafélagsins 1903. Menn kynnu að halda, að síra Árni ætti við það. En það er varla svo, því er hann ræðir um selstöður, segist hann ekki vita nema það, að Garðar eigi selstöðu í því svokallaða Kirkjulandi, sem liggur fyrir ofan byggðina, frá Elliðavatns- og Vatnsendalandi, suður að Krýsuvíkurlandi og upp undir fjöllin, og hafði verið haft í seli þar til 1832, en aðrir í sókninni höfðu ekki notað selstöðu um hálfa öld fyrir 1842. Svæði þetta er stórt mjög, en Jarðabók Árna Magnússonar segir, að staðurinn í Görðum eigi selstöður, þar sem heitir við Kaldá, og eru þar bæði hagar og vatnsból gott. Í öllum máldögum Garða er svæði þetta nefnt: Afrétt í Múlaún, t. d. DI iv 108, vi 123, xv 638, og var síra Árna þetta kunnugt, enda er pláss þetta í Garðalandi.

Brynjúlfur Jónsson

Brynjúlfur Jónsson.

Örnefni í kringum Hafnarfjörð og í honum sjálfum hafa orðið fyrir töluverðu hnjaski innfluttra manna. Ófriðarstaðir verða Jófríðarstaðir, Steinhes verður Steinhús, Klelrakkagil verður Markrakagil, öfugt, svo örfá dæmi séu tekin. Skúlatún er vafalaust afbökun úr Múlatúni. Leitin að Skúlastöðum hefur sennilega verið áköf, meðan lærðir menn bjuggu á Álftanesi og skólinn var starfræktur á Bessastöðum. Þeir hafa vitað, að Skúlastaðir eru eingöngu nefndir í Landnámu. Þeir kunna að hafa stuðlað að nýrri nafngift. Eltirtektarvert er, að Árni Magnússon nefnir m.a. eftir sögn gamals manns, að bær hafi staðið í Lönguhlíð. Virðist bæjarheitið nefnt, því maðurinn ruglar svo sögnunni saman við skriðuhlaupið á Lönguhlíð í Hörgárdal 1389. Sbr. Ssí 2: I, 2 bls. 60.
Sé lýsing Brynjólfs frá Minna-Núpi í Árbók fornleifafélagsins 1908 athuguð, þá er hún ekki sannberandi um, að þar hafi býli verið. Enda eigi heldur lýsing Þorvalds Thoroddsen í Ferðabók I. Tilgátan, sem hér hefur verið drepið á, er eigi heldur svo sennileg – Kapelluhraun og þá Nýjahraun liggur á eldra hrauni. Eftir aðalínum að dæma hefur þó legið kvos í landsuður frá henni og myndað dalverpi rúmlega 1 km á breidd, en 3 km inn frá sjó. Pláss hefði verið þar, hefði jarðvegur verið nægur á hinu eldra hrauni. Landnámsjarðarinnar er eðlilegast að leita við sjóinn, því fiskiföng hafa laðað frumbýlinginn.

Ólafur Lárusson

Ólafur Lárusson.

Prófessor Ólafur Lárusson hefur bent á ákvæði í elzta máldaga Bessastaða, sem gæti bent til, að annað hvort Sveinbjörn Ásmundsson á 12. öld eða afi hans Sveinbjörn Ólafsson á 11. öld hafi átt Bessastaði, en þeir voru í beinan karllegg af Ásbirni Özurarsyni landnámsmanni á Skúlastöðum, en landnám hans náði frá Hraunsholtslæk suður að Hvassahrauni, þ. e. Afstapahrauni.
Sjálfur hef ég á þessum vettvangi bent á Garða. Nú má í því sambandi benda á annað. Sonur Sveinbjarnar Ásmundssonar var Styrkár, en hans getur í sambandi við Viðeyjarklaustur, sem hann gaf rekapart.
Er þess getið í máldaga, er varðveitzt hefur í afskrift frá því um 1598, er Oddur biskup Einarsson lét gera og er prentað eftir henni í DI i 507. En eins og textinn er þar lesinn og prentaður, er hann mjög villandi. Þó virðist hann eiga við Krýsuvík að nokkru. Það er í máldögum reyndar að finna orðalagið til marks við Beðstæðinga (eða Bessstæðinga), DI ii 361, sem hefur verið skilið sem Bessastaðamenn. Gæti það þá enn stuðlað að því að binda Bessastaði við ættmenn Ásbjarnar á Skúlastöðum. Og hafa menn þá í því sambandi blínt á ofarnefndan máldaga og tengt Styrkár við Bessastaði og gjört ráð fyrir, að reki Styrkárs væri sanmi og fjórðungsreki Viðeyjar í Krýsuvík.

Bessastaðir

Bessastaðir 1789.

Nú vill svo til, að textinn er ranglesinn, en aðeins eitt orð. Í máldaganum stendur og til hægðarauka fyrir lesendur fært til nútímastafsetningar: „Styrkár Sveinbjarnarson galt staðnum hvalreka meðal Hraunnesstjarna og Kolbeinsskora, hina fjórðu hverju vætt, og hval, hvort sem er meiri eða minni. En sá maður, er býr í Krýsuvík skal skyldur að festa hvalinn, svo að ei taki sær út og gera orð til Viðeyjar fyrir þriðju sól.“
Í fornbréfasafninu stendur í hval. í máldagabókinni stendur fyrir og löng z. í landamerkjaskrá Steingríms biskups Jónssonar og með hans hendi í Lbs. 112 4to bls. 166 er lesið og eins og ég geri. Að sá lestur er réttur er tiltölulega auðvelt að sýna fram á í skjölum tveim frá 1497, sem varðveitzt hafa í Bessastaðabók, skrifaðri um 1570, er að finna vitnisburði um reka Viðeyjarklausturs.

Stapinn

Stapinn – flugmynd.

Segir þar skýrt, að vitnin hafi heyrt lesinn máldaga þess efnis, að kirkja og klaustur í Viðey ætti hina fjórðu hverju vætt í öllum hvalreka utan frá Kolbeinsskor og inn að Hraunnesstjörnum eður vötnum, hvar sem á land kæmi á þessu takmarki, er liggur fyrir Strönd í Kálfatjarnarkirkjusókn. Eitt vitnið hafði verið 29 vetur í Hraunum og annað alizt þar upp; þriðja vitnið hafði verið 46 vetur í klaustursins vernd, en 15 vetur heimilisfastur í Viðey, en búið annars á klaustursins jörðu og verið formaður á skipum þess. Sjá D1 vii 337-38.
Takmark þetta er reyndar hreppsmörk Vatnsleysustrandarhrepps, Kolbeinsskorir heita nú Ytri- og Innri-Skor í Stapanum. Einkennilegt er, að reki þessi skuli ekki koma fram í skránum D ii 245-48. Texti máldagans, eins og hann liggur fyrir, er spilltur. Er ekki hægt að segja með neinni vissu, hvort Styrkár hafi gefið rekann, sem Viðeyjarklaustur átti óefanlega í Krýsuvík. En hitt liggur ljóst fyrir, að Styrkár Sveinbjarnarson hafi átt Vatnsleysuströndina alla eða a. m. k. rekann fyrir henni.

Skúlatún

Skúlatún. Helgafell fjær.

Þá er komið í annað landnám en Ásbjarnar á Skúlastöðum. Hér var landnámskona Steinunn hin gamla, er keypti Romshvalanes allt fyrir utan Hvassahraun af Ingólfi Arnarsyni, en gaf Eyvindi frænda sínum land milli Hvassahrauns og Kvíguvogabjarga, sem nú nefnast Vogastapi. Athugasemd þessi styrkir, að Styrkár Sveinbjarnarson hafi haft mikilla hagsmuna að gæta suður með sjó og gerir það líklegt, að Sveinbjörn Styrkársson af Rosmhvalanesi, er féll í Bæjarbardaga 1237, hafi getað verið sonur Styrkárs. Enn fremur styrkir hún skoðun Ólafs prófessors Lárussonar, að Hafur-Björn, sonur Styrkárs, hafi komizt að Nesi við Seltjörn með kvonlangi sínu, sjá Landnám Ingólfs, II., bls. 48-51.

Almenningur

Almenningur í Hraunum – herforingjakort 1903.

Áður er minnzt á Almenningana. Nú er ástæða til að benda á eftirtektarvert atriði í sambandi við þá. Í Jarðabók Árna Magnússonar er svo greint um þá, að „það, sem Suðurnesjamenn kalla Almenning, tekur til suður við Hvassahraunsland og Trölladyngjur. Gengur svo norður eftir fyrir ofan lönd allra Hraunbæjanna og endast svo norðan til, þar sem hann mætir Ásslandi, svo sem við taglið á Kapelluhrauni. Þá kemur Garðastaðarland og selstaða.“ Sé svo jarðabókin grandskoðuð, þá kemur í ljós, að jarðirnar í Grindavíkur-, þó ekki Krýsuvík, Rosmhvalaness- og Vatnsleysustrandarhreppum, auk Hraunabæjanna og Hvaleyrar, Áss og Ófriðarstaða
eiga hrísrif til kolagjörðar og eldiviðar í Almenningum. — Það er furða, að nokkur hrísla skuli vera eftir. — Hafnirnar eiga þar ekki ítök fremur en Krýsuvík.
Það, sem eftirtektarvert er, getur verið tilviljun. Fyrst má benda á, að meðal þessara landssvæða er hluti úr landnámi Ásbjarnar Özurarsonar, bróðursonar Ingólfs, land Steinunnar hinnar gömlu allt, frændkonu Ingólfs, og land það, er fyrsti Hafur-Björn var uppi á, en það er Grindavík.

Hafur-Bjarnastaðir

Hafur-Bjarnastaðir á Rosmhvalanesi.

Styrkár Sveinbjarnarson virðist hafa staðfestu suður með sjó, en eigi á Álftanesi og sonur hans hét Hafur-Björn. Gæti það bent til þess, að erfðir og tengdir höfðu orkað að því að tengja framangreind svæði saman að þessu leyti, er Almenningunum við kemur. Hafur-Birnir þessir tveir eru hinir einu þekktu með því nafni frá þjóðveldisöld. Enn fremur eru Hafurbjarnarstaðir á Rosmhvalanesi þeir einu með því nafni á landinu og reyndar Viðeyjarklaustursjörð 1398.
Hvernig sem þessu er varið, þá er eitt ljóst, að jarðirnar við sunnanverðan Hafnarfjörð eiga samleið með Suðurnesjum, en jarðirnar norðan við hana þar engra hagsmuna að gæta, nema Garðar, er eiga lönd með Undirhlíðum. Og liggja skilin um Hamarinn. – Magnús Már Lárusson

Framhald er undir fyrirsögninni „Sitthvað um Fjörðinn„.

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 24.12.1960, Enn úr firðinum – Magnús Már Lárusson, bls. 4-5.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – örnefnakort.

Kálfatjörn

Úr fundargerðarbók sóknarnefndar Kálfatjarnarkirkju 1. mars árið 2014:
kalfatjorn-legsteinn„Á síðasta sóknarnefndarfundi barst mér í hendur áhugavert bréf frá Bryndísi Rafnsdóttur.
Þar er tíundað um elsta legstein Kálfatjarnarkirkjugarðs.
Þessi steinn er á vinstri hönd, liggjandi þegar gengið er upp tröppur Kálfatjarnarkirkju.
Kirkja hefur verið á Kálfatjörn allt frá upphafi. Hún kemur fyrir í kirknatali Páls biskups frá 1200 og var hún Péturskirkja í kaþólskri tíð.

Það sem á eftir kemur er ritað af Bryndísi Rafnsdóttur fyrrverandi kirkjugarðsverði.

„Hér undir hvílir greftrað ærlegt guðsbarn Eyjólfur Jónsson lögréttumaður.
Hans vegferðardagar voru 58 ár sofnaði Guði 14 september 1669.

Þér eruð gengnir til fjallsins Síon og til borgar Guðs lifanda.
Til himneskra Jerúsalem.
Heb=Hér er 1.Z

Þetta er skrifað orðrétt eftir Gunnari Erlendssyni bónda frá Kálfatjörn.
Um letur á elsta legsteini í kirkjugarðinum við Kálfatjarnarkirkju.
Honum var mikið í mun að ég skrifaði þetta upp, svo við mæltum okkur
mót eitt siðdegi í nóvember 1995.
Daginn eftir verður Gunnar bráðkvaddur á túninu við hlið kirkjunnar á Kálfatjörn.“

Kálfatjörn 1920

Kálfatjörn 1920.

 

Andrews

Andrews Theater opnaði 1959 og starfaði allan þann tíma sem herinn var með aðstöðu á Íslandi. Andrews Theater er nefnt eftir Frank M. Andrew hershöfðinga sem var yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna í Evrópu.
Frank M. Andrew hershöfðingi fórst í flugslysi á Reykjanesi 3. maí 1943. Andrews hershöfðingi var að koma með Andrews-2herflugvél frá Bretlandi ásamt 14 öðrum háttsettum mönnum í hernum þegar flugvélin lenti í dimmviðri og rakst á Fagradalsfjall á Reykjanesi og mölbrotnaði. Af þeim 15 mönnum sem voru í vélinni lifði  einungis einn slysið af,  George Eisel liðþjálfi. Auk Andrews hershöfðinga létust í þessu sorglega flugslysi háttsettir liðsforingjar í starfsliði hans og biskup meþodistakirkjunnar í Ameríku og flugliðar í áhöfn flugvélarinnar. Útför þeirra 14 sem fórust í flugslysinu var gerð frá Dómskirkjunni í Reykjavík og Landakotskirkju 8. maí. Embættismenn Bandaríkjanna og æðstu menn hersins á Íslandi báru kistu Andrews hershöfðinga úr kirkju. Kisturnar voru sveipaðar fána Bandaríkjanna og var ekið með þær í kirkjugarðinn í Fossvogi. Í Fossvogi voru viðhafðir hernaðarlegir útfararsiðir með trumbuslætti og viðhafnarskotum. Viðstaddir jarðarförina fyrir hönd Íslands voru Sveinn Björnsson ríkisstjóri, ráðherrar Íslands og biskup þjóðkirkjunnar.
Á stríðsárunum voru alls 202 Bandaríkjamenn jarðsettir í grafreiti þeirra í Fossvogskirkjugarði. Bein þeirra voru síðar flutt heim til Bandaríkjanna en liðsmenn annarra styrjaldarþjóða hvíla enn í sérstökum hermannagrafreitum í garðinum.

Kastið

Á slysstað í Kastinu.

 

Selkot

Selkot er innan við Stíflisdal. Kjálká rennur framhjá kotinu.
Miklu mun austar er Selfjall. Milli þess og Tóftir í SelkotiBúrfellshálsar er grösugur dalur. Innst í honum er Selfjall að sunnanverðu. Niður með því er Selgil. Örnefnin eru væntanlega ekki komin af engu. Sonur bóndans á Brúsastöðum hélt að tóft væri þarna við litla tjörn, en hann hafði ekki velt því fyrir sér hvaða tilgangi hún hafði þjónað. Að austanverðu, ofan við bæinn, heitir gilið Náttmálagil. Í gilinu eru leifar af gamalli rafstöð frá árinu 1928. Enn má sjá tréstokkinn í hlíðinni. Neðan við gilið rennur Öxará. Undir því, skammt frá bæjarhól Brúsastaða, eru fornar tóftir Hofs og blótsteinn hjá. Ofar eru aðrir fallegir dalir, s.s. Búrfellsdalur, Kjálkárdalur og Hrossadalur. Suðaustan þeirra voru Grímastaðir, sem nefndir eru í fornsögu. Þær hafa ekki verið staðsettar. Örnefnin gáfu von um áður óþekktar tóftir. Stefnan var þó fyrst tekin á Selkot.
Í Selkoti eru nú einungis tóftir því íbúðarhúsið var jafnað við jörðu á sjöunda ártug síðustu aldar. Enn má þó sjá hlaðna garða; túngarðurinn er heillegur að norðanverðu, en austur og vesturgarðurinn er að mestu skokknir í mýrina. Að sunnan varnaði áin aðgengi að heimatúninu. Tóftaleifar eru vestan við túngarðinn sem og norðvestan hans, sennilega útihús.
Garður við SelkotSelkot í Nyrðradal Þingvallasveit er eitt dæmi um hin mörgu fjallbýli, sem nú eru fallin í auðn. Þetta býli á ekki ýkjalanga sögu. Það var fyrst byggt árið 1830. Maður sá er byggði þar fyrst bæ og bjó þar lengst var Sigurður Þorkelsson. Hann var fæddur á Heiðarbæ Þingvallasveit 13. apríl 1800. Foreldrar hans hétu Þorkell Loftsson og Salvör Ögmundsdóttir. Sigurður ólst upp á Heiðarbæ með foreldrum sínum. Hann kvæntist Ingveldi Einarsdóttir frá Stíflisdal. Þau fluttust á krossmessu 1830 á eyðimóa þar sem ekki stóð steinn yfir steini og enginn íverukofi var til – ekkert nema fornar selrústir – og höfðu með sér nokkra mánaða gamalt barn, en konan vanfær að næsta barni. Búpeningur Sigurðar ein kýr, sem honum var að hálfu gefin um vorið, sex ær, tveir sauð tvævetrir, sex gemlingar, tvær hryssur og eitt tryppi tvævett. Allir dauðir munir voru léttingstrúss á grannri meri, en eign umfram þetta ein króna í peningum. Hjónin lágu í tjaldi fyrsta sumarið meðan þau voru að koma sér upp bæ.
HLegsteinn við Selkotér kemur fram að Selkot hafi byggst upp úr selstöðu. Sigurður var frá Heiðarbæ og Ingveldur frá Stíflisdal. Land undir býlið fékk hann frá mági sínum í Stíflisdal og heimild til beitar á ofurlítinn landskika hjá Þingvallaprest. Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu Stíflisdals: „Selstöðu á jörðin í Nyrðradal…, en er þó ekki brúkuð nje hefur verið það menn til muna“.
Þegar á fyrsta ári búskaparins tóku þau hjón á heimili sitt þyngsta sveitarómaga hreppsins, holdsveikan mann sem hafður var á bæjunum til skiptis, og gerðu öll hreppskil sem aðrir. Þau guldu í landskuld á fyrsta ári tuttugu álnir en síðan árlega þrjátíu álnir upp frá því. Þau Sigurður og Ingveldur eignuðust þrettán börn og komu upp níu eða tíu. Með frábærum dugnaði, iðjusemi og nýtni komst Sigurður í dágóð efni og náði meðalbúskap 1855 enda þótt túnrækt hans yrði hvað eftir annað fyrir hnekki af völdum kals og fannalaga og tvívegis missti hann sauðfjárstofn sinn, í annað skiptið 50 kindur en hitt 70 – mun ofviðri hafa grandað fénu, hrakið það í ána eða vatnið.
Árið 1855 fékkst orðið tveggja kúa fóður af túninu í Selkoti í meðalári. Matjurtagarður var þar þá og túngarður 130 faðma langur. Allt þetta höfðu þau hjón og börn þeirra unnið með eigin höndum því ekki var neitt vinnufólk nema stundum eina vinnukonu og einn vinnumann síðustu árin.
Sigurði er þannig lýst að hann hafi verið meira en meðalmaður á allan vöxt og höfðinglegur ásýndum, allvel greindur og viðræðugóður. Snemma ævinnar fór sjón hans  að daprast og um 1860 er hann orðinn nær alblindur. Hann bjó blindur í nærri þrjá áratugi og vann verk sín eins og sjándi. Meðal annars smíðaði hann öll áhöld sín og amboð, hlóð úr heyjum og rakaði gærur. Búskaparlag var með fornum háttum: Sækja sem minnst til annarra, hjálpa sér sjálfur og gjalda hverjum sitt á réttum tíma, ástunda réttvísi og heiðarleik í öllum greinum.
Selkot fyrrumÓþarft er að geta þess að engan opinberan stuðning fékk Sigurður til að koma upp nýbýlinu. Nýbýlin sem byggð voru í Þingvallasveitinni fengust ekki einu sinni viðurkennd, því ekki hafði verið til þeirra fyrirtækja boðað eins og hin gömlu nýbýlalög eða tilskipanir kváðu á um. Sigurður Þorkelsson andaðist í Selkoti 12. desember árið 1895 og var þá fullra 95 ára gamall.
Síðasti bóndinn í Selkoti var Sveinn Abel Ingvarsson (1887-1975). Hann var fæddur í Miðdal í Laugardal árið 1887 og stundaði búskap í Selkoti frá 1937 til 1953. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans hét Helga Pálsdóttir. Hún andaðist árið 1949. Seinni konan hét Ragnhildur Lýðsdóttir. Hún dó árið 1953. Þær eru báðar jarðaðar í Selkoti, sem og Sveinn, honum til sitt hvorrar handar.
Forn varða - Selfjall fjærEftir að Sveinn hafði misst báðar konur sínar gafst hann upp á að búa í Selkoti. Hann flutti í eitt ár að Kárastöðum, en síðan bjó hann þrjú ár einn í Stíflisdal. Árið 1957 flutti hann aftur að Kárastöðum. Þegar Sveinn eitt sinn var spurður að því, hvers vegna hann hefði látið jarða konur sínar í Selkoti og hvers vegna hann óskaði sjálfur að liggja þar, svaraði hann: „Það er eitthvað við þennan dal…maður vill helst vera kyrr.“ En hvernig er nafnið Stíflisdalur til komið? Í örnefnalýsingu yfir Selkot stendur einfaldlega að stífli merki stöðuvatn og má jafna því við Vatnsdal.
Í bókinni Sunnlenskar byggðir, 3. bindi, bls. 234, er yfirlit yfir ábúendur í Selkoti frá upphafi.
Gamlar götur liggja þarna um þetta landssvæði. Hefur aðalleiðin, Selkotsvegur, verið lagaður til og er nú ein helsta reiðgatan þessa leið til Þingvalla. Örn H. Bjarnason segir m.a. í lýsingum sínum „Gamlar götur-Selkotsvegur“: „Í Selkoti er ekkert eftir af þessu gamla fjallakoti í Nyrðridal annað en fáeinar grjóthleðslur. Samt var hér auðugt mannlíf um árabil. Aðeins austar var býlið Melkot og fyrir Stífla ofan Náttmálaskarðssvartadauða (1402) var búið í Hólkoti, en sá bær stóð sunnan við Kjálkaá, norðanundir Hádegisholti. Melkot var fyrir austan Stóragil og var það í byggð í stuttan tíma í kringum aldamótin 1900. Framan við Selkot rennur Kjálkaá. Innst tekur við svonefnt Gljúfur. Upp með því liggja reiðgötur austur á Þingvöll. Fyrir framan Gljúfrið er Kirkjuflöt, en þar áði fólkið frá Fellsenda, Stíflisdal og Selkoti, Dalbæjunum svonefndu, þegar farið var í Þingvallakirkju. Langur kirkjuvegur hefur það verið.
Á Teignum svonefnda meðfram Kjálkaá var engjastykki, sem spilltist mjög af umferð ríðandi manna. Sjálf er Kjálkaá alla jafna meinleysisleg, en í vatnavöxtum á vorin getur hún sýnt á sér klærnar og á vetrum lokaðist bærinn gjörsamlega inni milli ófærra lækja og áa. Þetta segir í örnefnalýsingu höfð eftir Bjarna Jónssyni, beyki. Þar segir: „Selkot lá mjög afskekkt. Vegir voru erfiðir, ófærir á vetrum. Ár og lækir lokuðu bæinn af á alla vegu á vetrum og í leysingum. Þjrár leiðir lágu frá bænum. Leiðin til Reykjavíkur lá suður yfir Kjálkaá á tveimur vöðum, yfir Hugsanlegt sel undir SelfjalliGrjótá, og síðan aftur yfir Kjálkaá og suðvestur að Sigurðarhól í Stíflisdalslandi. Síðan lá hún vestur yfir Mosfellsheiði. Guðný (dóttir Jóns Bjarnasonar ábúanda í Selkoti 1918-1936) kveðst þekkja þessa leið var aldrei kölluð annað en Heiði þ.e. að fara austur yfir Heiði, frá Selkoti að Kárastöðum, Brúsastöðum og Þingvöllum. Leiðin lá til austurs eða suðausturs frá Selkoti. Þar voru reiðgötur, en faðir Kristrúnar (önnur dóttir Jóns) lagði þar veg eins og þeir voru í þá daga síðustu árin, sem hann var í Selkoti.“
Þess má geta að frá Skálabrekku og upp að Selkoti og Stíflisdal eru gamlar götur, sem liggja um Skálabrekkusökk og upp á milli Hádegisholta. Eins lágu götur frá Heiðarbæ um Vestra-Hádegisholt. Um þessa heiði var mikil umferð hér áður fyrr, sérstaklega í sambandi við réttir á haustin.
Svona rís landið ef við gefum okkur tíma til að skoða það nánar. Þarna eru m.a. eyktarmörk séð frá Selkoti. Austarlega á Hryggnum svonefnda fyrir norðvestan Einbúa eru Dagmálahólar. Þegar sólin er þar yfir er klukkan nákvæmlega 9. Börnin í Selkoti fengu ekki úr í fermingargjöf, en náttúran sá til þess að þau vissu alltaf nokkurn veginn hvað klukkan var. Dalholtin voru líka eyktarmörk. Þau sýndu Brúsastaðir - Hofnón. Fyrir ofan og vestan bæ var svo Miðaftansvarða.
Í jarðabók Árna og Eggerts er ekki minnst á byggð þarna í Nyrðridal, en á þessum slóðum er mikið um örnefni sem hafa sennilega orðið til á seinni tímum. „Þarna er Bjarnabrekka sem Brúsastaðafólkið sló. Torfmýri er fyrir sunnan Dalholtin niðri undir Kjálkaá. Þar var torf rist. Á árbakkanum rétt vestan við bæinn var mótekja. Líf fólksins fyrrum í dalnum endurspeglast í þessum örnefnum.“
Á gömlum herforingjaráðskortum frá því rétt eftir aldamótin 1900 er sýnd leið hjá Selkoti, en hversu fjölfarin hún hefur verið í gegnum aldirnar er erfitt að fullyrða nokkuð um. Björn Gunnlaugsson sem teiknar sitt kort fyrir miðja nítjándu öld gerir ekki ráð fyrir leið þarna. Af því má marka, að hann hafi ekki litið á þetta sem fjölfarinn ferðamannaveg.
Sennilega hafa skálholtsbiskupar farið Selkotsveg á leið sinni til Maríuhafnar, en hún var skammt fyrir vestan þar sem Laxá í Kjós rennur til sjávar. Sú höfn var notuð á 14. öld og tóku biskupar þar land þegar þeir komu frá útlöndum og þaðan sigldu þeir gjarnan. Önnur höfn var við Leiruvog fyrir neðan heiði.? Þó má vel vera að þeir hafi farið frá Þingvöllum í Vilborgarkeldu, en það var þekktur áningarstaður á krossgötum austarlega á Mosfellsheiði. Þaðan svo Þrengslaleið niður með Laxá. Vilborgarkeldu er víða getið m.a. í Blótsteinn við HofFerðabók Sveins Pálssonar og Harðar sögu og Hólmverja, 11. kafla.
Sveinn minnist líka á Stíflisdal. Þann 8. október 1792 fer hann um Nyrðridal. Hann er að koma frá Þingvöllum yfir Kjósarheiði á leið að Meðalfelli í Kjós. Í Ferðabók sinni segir hann: „Kjósarheiði er örstutt en þeim mun verri yfirferðar vegna ótræðisflóa og keldna. Komið er niður í Stíflisdal, sem er fallegt, grösugt dalverpi. Einn bær er þar samnefndur í dalnum.“ Engar teljandi torfærur eru á þessari leið í dag.
Jafnframt bætir Örn við: „Ég trúi því að við eigum eftir að endurreisa Prestsvörðu, Brandsvörðu, Stóruvörðu og Miðaftansvörðu. Aftur mun lágfóta smjúga um Skollhóla. Teigurinn og Bjarnabrekka verða slegin á ný og einir mun vaxa á Einiberjaflöt. Kannski munu þeir á Þingvöllum nýta aftur slægjuítak á Neðri-Kjálkum.“
Í dag er Selkotsvegur ein fjölfarnasta reiðleið landsins.
Haldið var upp með gili austast í dalnum [Stíflisdal] og stefnan tekin á Selfjall eftir Kjósarheiðinni. Miklir mýrarflákar eru á þessari leið, en útsýnið bæði fagurt og mikið til Þingvallafjallanna. Á leiðinni eru þrír mosavaxnir melhólar. Á þeim fremsta er grón varða, greinilega mjög gömul. Friðlýstur garður við BrúsastaðiHestagata liggur þar hjá. Mýrartjörn er ofan við Selfjallið. Efst í giliu er gömul stífla úr torfi, rofin. Líklega þjónaði hún þeim tilgangi, líkt og annars staðar, að hleypa vatni yfir ofanverðar engjarnar á veturnar svo þær kæmu betur undan vorinu. Neðar í gilinu er gömul rafstöð; inntak, fúin tréstokkur og rafstöðvarhús. Vestan þess er unnin gata í sneiðing. Framhald á henni sést sunnan gilárinnar
Í örnefnaslýsingu fyrir Brúsastaði segir um hugsanlegar tóftir við Selfjall: „Hvergi eru rústir sjáanlegar í Selfjalli, og engar sagnir eru um sel þar. Tjörn er þar, kölluð Nautatjörn, ekki er vitað hvers vegna“ Í örnefnalýsingu fyrir Kárastaði segir hins vegar: „Vestur af Selgilinu er Einiberjahæð, og þar er einnig Einiberjaskarð og Einiberjaflöt.“ Og í svörum við spurningum Örnefnastofnunar kemur fram að „Selgil er á milli Selfjalls og Einiberjahæðar. Í því eru vallgrónar tóftir.“ þetta skrifaði Guðbjörn Einarsson frá Kárastöðum árið 1981.
Skammt vestan við gilið, á vesturbakkanum, mótar fyrir jarðlægum tóftum. Síðar, þegar tal var haft af Garðari Jónssyni bónda á Brúsastöðum, sagðist hann vita til þess að fornar seltóftir hafi átt að vera þarna á þessum slóðum, en erfitt væri að koma auga á þær. Líklega eru þær svolítið vestar en hér er lagt til. Af framangreindu má sjá að Selgil er ranglega merkt á landakort. Það er neðan við suðvestanvert Selfjall, sbr. nafnið Einiberjaflöt, sem þar er.
Grímastadar er getið í Harðarsögu Hólmverja, en ekki er vitað hvar tóftir bæjarins gætu verið. Í Jarðabókinni 1703 segir: „Grimastader heitir hjer eitt örnefni, sem meinast bygt hafa verið fyrir stóru pláguna, en aldrei eftir hana; sjer hjer sumstaðar til garðaleifa og rústa, sem meinast verið hafi bæði túngarður og veggleifar, og vita elstu menn ekkert framar hjer um að segja. Á flötum nokkrum skammt fyrir neðan þessa Grímastaði er annað örnefni, kallað af sumum Bárukot, en af sumum Þverspirna, nokkrir hafa kallað þetta örnefni Fótakefli.“
Bóndinn á Brúsastöðum kvaðst mikið hafa leitað að hugsanlegu bæjarstæði Grímastaða. Hann taldi sig nú vita hvar hann væri að finna, undir hlíðunum langleiðina að Ármannsfelli. Ætlunin er að skoða svæðið með honum fljótlega. Unnin gata ofan BrúsastaðaGönguleiðin frá Langastíg um Leggjabrjót liggur um Kerlingarhraun og yfir smálæk sem kenndur er við Grímsgil. Einhversstaðar nálægt þessari litlu sprænu er talið að býlið Grímsstaðir hafi staðið, þótt engar sjáist þar rústir nú. Í Harðarsögu segir, að Grímur litli hafi keypt land „suður frá Kluptum, er hann kallaði á Grímsstöðum“. Sonur Gríms hét Geir. Grímur ól upp Hörð Grímkelsson, fóstbróður Geirs. Samkvæmt sögunni áttu þeir kappar sín bernskuspor á þessum slóðum. FERLIRsfélögum var bent á tóftir Hofs, sem og fornan blótstein, að talið er, utan í hólnum. Skv. Friðlýsingaskránni frá 1990 kemur eftirfarandi fram um Brúsastaði: „1. Leifar af svo nefndri hoftóft í túninu fyrir suðaustan bæinn. 2. Girðing forn með tóft í, vestan við bæinn
. Sbr. Árb. 1880: 21; Árb. 1895: 21. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.“ Framangreindur steinn er utan í stórri tóft vestan við bæinn. Að sjá virðist þar vera um að ræða signingastein úr kaþólskum sið, sem víða má sjá í fornum tóftum á Reykjanesskaganum. Hafa þeir verið nýttir sem hestaskálar í seinni tíð, en síðan aflagst með bæjunum og liggja nú hlutverkalausir, afskiptir og engum til gagns. Hoftóftin er hins vegar norðan við bæinn, að sögn Ragnars bónda, sem benti á hana.
Um selstöðu Brúsastaða segir: „Selstöðu á jörðin í sínu landi, sem ekki hefur um 60 ára tíð brúkuð verið.“ Um selstöðu Kárastaða segir: „Selstöðu á jörðin í sínu landi, hefur þó ei brúkuð verið í lánga tíma.“ Um selstöðu Skálabrekku segir: „Selstöðu á jörðin í sínu landi, sem þó hefur ei um lánga tíma brúkuð verið.“ Um selstöðu frá Heiðarbæ segir: „Selstöðu góða á jörðin í sínu landi.“
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.847.is/index0.php?pistill_id=39&valmynd=3
-http://brusar.homestead.com/Selkot.html
-Úr bókinni Verkamenn í víngarði… Guðm. Daníelsson.
-Sunnlenskar byggðir III, bls. 134.

Þingvallavegur

Þingvallavegur ofan Brúsastaða.