Eyrarbakki

Minnisvarði um drukknaða frá Eyrarbakka

Eyrarbakki

Eyrarbakki – minnismerki um drukknaða sjómenn.

Til minningar um sjómenn sem farist hafa frá Eyrarbakka.
Á stallinum stendur: Björgunarsv. Björg.

Verkið er eftir Vigfús Jónsson og stendur þar sem verslunarhús og pakkhús stóðu áður nálægt gatnamótum Hafnarbrúar og Nesbrúar.

B. Hafrún ÁR 28
Hafrún ÁR 28
Til minningar um skipverja á vb. Hafrúnu ÁR 28 sem fórst 2. mars 1976.

Ágúst Ólafsson
f. 12. nóv. 1949

Guðmundur E. Sigursteinsson
f. 18. nóv. 1957

Haraldur Jónsson
f. 3. apríl 1955

Eyrarbakki

Eyrarbakki – minnismerki um b. Hafrúnu, ÁR 28.

Ingibjörg Guðlaugsdóttir
f. 6. júlí 1937

Jakob Zóphóníasson
f. 24. febr. 1931

Júlíus Rafn Stefánsson
f. 25. febr. 1955

Karl Valdimar Eiðsson
f. 5. júní 1943

Þórður Þórisson
f. 11. des. 1943

Hugrún ÁR Eyrarbakki
Lát akker falla ég er í höfn.
Ég er hjá frelsara mínum.
Far vel, þú æðandi dimma Dröfn.
Vor Drottinn bregst ekki sínum.

Eyrarbakki

Eyrarbakki – minnismerki um b. Hafrúnu, ÁR 28.

Á meðan akker í Ægi falla
ég alla vinina heyri kalla
sem fyrri urðu hingað heim.

H.A. Tandberg. Þýð. Vald. V. Snævar

Minnisvarðinn stendur í kirkjugarðinum á Eyrarbakka.

Rafstöð á Eyrarbakka
Til minningar um rafstöðina á Eyrarbakka 1919-1947.
Kasthjól af síðasta rafal rafstöðvarinnar.

Verkið stendur við aðalgötuna í gegnum þorpið.

Eyrarbakki

Eyrarbakki – minnismerki um rafstöðina á Eyrarbakka 1919-1947.

Stokkseyri

Páll Ísólfsson tónskáld (1893-1974)

Stokkseyri

Stokkseyri – Páll Ísólfsson; minnismerki.

Páll Ísólfsson (12. október 1893 – 23. nóvember 1974) var íslenskt tónskáld, orgelleikari, píanóleikari, hljómsveitarstjóri og söngstjóri. Páll gegndi fjölda starfa og var einn helsti forystumaðurinn í íslenskum tónlistarmálum á 20. öld.

Páll fæddist á Stokkseyri. Til Reykjavíkur kom hann árið 1908 og lærði tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni. Hann lærði á orgel hjá Karl Straube í Leipzig (1913-18). Páll fór síðan til Parísar til frekara náms árið 1925 og nam þar hjá Joseph Bonnet. Að því loknu hóf Páll störf við tónlist á Íslandi. Hann varð forystumaður í íslensku tónlistarlífi um áratugi og orgelsnillingur. Páll var stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur frá 1924-1936 og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík 1930 til 1957. Hann var organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík 1926-1939 og síðan við dómkirkjuna í Reykjavík frá 1939-1967.
Trúlega er -Brennið þið vitar- þekktasta lag Páls Ísólfssonar. Það lag er í Alþingishátíðarkantögu Páls frá árinu 1930.

Stokkseyri

Stokkseyri – minnismerki um drukknaða sjómenn frá Stokkseyri.

Minnismerkið er á auðri lóð á milli húsa nr. 5 og 7 við Hásteinsveg á Stokkseyri. Við fótstall þess er steinn: „Páll Ísólfsson – tónskáld – 1893-1974“.

Minnisvarði um drukknaða sjómenn frá Stokkseyri

Minnisvarðann teiknaði Elfar Þórðarson. Hann afhjúpaði Forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir á Sjómannadaginn, 5. júní 1998. Á hann er letrað: „Minnisvarði um drukknaða sjómenn frá Stokkseyri“.

Minnisvarðinn stendur á Kirkjutorgi við Stokkseyrarkirkju.

Ragnar Jónsson (1904-1984)

Minnisvarðinn „Kría“ er um Ragnar Jónsson í Smára eftir Sigurjón Ólafsson.

Minnisvarðinn stendur í trjálundi við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar.

Stokkseyri

Stokkseyri – minnismerki um Ragnar í Smára.

Eyrarbakki

Nálægt gatnamótum Hafnarbrúar og Nesbrúar á Eyrarbakka er skilti: „Hús dönsku verslunarinnar„. Á því er eftirfarandi texti:

Eyrarbakki

Eyrarbakki – skilti.

„Verslunarhús dönsku verslunarinnar stóðu á þessu svæði frá því seint á 17. öld þar til þau voru rifin vorið 1950. Þetta var þyrping átta húsa umhverfis húsagarð, byggð og endurbyggð á löngum tíma frá því 1755-1896. Talið að elstu uppistandandi húsin hafi verið byggð á fyrri hluta 19. aldar. Byggingar voru fleiri og meiri á Eyrarbakka en á öðrum verslunarstöðum landsins. Bryggja var fram undan húsunum og var hún tekin upp á vetrum.

Eyrarbakki

Eyrarbakki – skilti.

Umdæmi Eyrarbakkaverslunarinnar var víðáttumest og fjölmennast af öllum verslunarumdæmum landsins. Það spannaði þrjár sýslur; Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skafatfellssýslu. ar bjuggu 20% þjóðarinnar árið 1703. Auk þess var Eyrarbakki verslunarhöfn Skálholtsstaðar sem var um aldir höfuðstaður Suðurlands.

Eyrarbakki

Eyrarbakki – skilti um „Síðasta flaggmanninn“.

Á lokaskeiði verslunarrekstrar í húsunum gengu þau undir heitinu Vesturbúðin. Það var til aðgreiningar frá annarri verslun í þorpinu, Austurbúðinni. Hóllinn sem húsin stóðu á gengur undir heitinu Vesturbúðarhóllinn. Skarðið sem brotthvarf húsanna myndaði í byggðamunstur þorpsins hefur verið líkt við sár. Niðurrif húsanna var eitt stærsta menningarslys á landinu á 20. öld.“

Skammt frá skiltinu um „Hús dönsku verslunarinnar“ er skilti um „Síðasta flaggmanninn“ á Eyrarbakka. Á því stendur:

„Kristinn Gunnarsson, síðasti flaggmaðurinn, er hér að störfum. Brimflögg voru í notkun á Eyrarbakka fram yfir 1960. Þau voru notuð til að vara sjófarendur við ef sundin versnuðu snögglega eða urðu ófær og var þá flaggað frá.

Brimflöggin voru þrjú. Flaggað var hvítu ef allt var í lagi, rauð flaggi ef það var varasamt en svörtu flaggi ef sundin urðu ófær.“

Eyrarbakki

Eyrarbakki – Hús dönsku verslunarinnar; skilti.

Lambton

Ýmsar herminjar eru í landi Sólvalla og Reykjalundar í Mosfellsbæ. Raunar er aðeins einn braggi enn þá uppistandandi en auk hans má sjá 31 vel varðveitta braggagrunna, bílagryfju, vatnsból og veg.

Limbton

Camp Limbton í Mosfellsbæ.

Braggarnir tilheyrðu Camp Lambton Park sem var eitt fjölmargra braggahverfa sem komið var upp í Mosfellssveit fljótlega eftir komu hersins til Íslands árið 1940. Að norðvestan rann Camp Lambton Park saman við Camp Clayton Park og voru samtals 144 braggar í þessum tveimur hverfum þegar mest var. Þarna höfðu fyrst Kanadamenn og síðan Bandaríkjamenn aðsetur. Í þeim hluta Camp Lambton Park sem hefur varðveist voru liðsforingjabúðirnar.
Auk braggahverfa til íbúðar risu á nokkrum stöðum braggasjúkrahús. Eitt þeirra var Álafoss Hospital, staðsett skammt frá Camp Lambton Park og Camp Clayton Park. Þegar spítalinn hóf starfsemi voru þar 250 sjúkrarúm en í neyðartilvikum var hægt að taka við allt að 550 sjúklingum. Starfsmenn voru tæplega 200. Spítalinn var staðsettur þar sem Reykjalundur er nú og er því horfinn en minjar í nágrenninu minna á hann.

Limbton

Camp Lambton í Mosfellsbæ – uppdráttur af braggahverfinu.

Stapagata

Í Sunnudagsblaði Tímans árið 1964 er m.a. fjallað um „Mannvirki og minjar vestan Voga„:

kristjanstangi-221

Minjar á Kristjánstanga.

Kristjánstangi gengur út í miðja Vogavík. Þar stóð salthús í eina tíð.
Hólmbúðir eru forn verstöð undir Stapa. Hólminn er nes, sem gengur út í Vogavík gegnt Vogabæjum. Þar eru rústir af fornum fiskbyrgjum, grjótgörðum (fiskgörðum), „anleggs-húsum“ Knudtzons gróssera reistum á 4. tug síðustu aldar, og þurrabúð, sem stofnuð var þar 1830. „Ánlegg“ nefndust salt- og fisktökuhús stórkaupmanna, gróssera á 19. öld. Talið er, að hér hafi verið gerðir út 18 til 20 bátai, þegar bezt lét á síðustu öld. Um 1900 lagðist Hólminn í eyði um skeið, unz Haraldur Böðvarsson hóf þar útgerð 8 lesta báts. Mjór er mikils vísir. Þetta var upphafið að útgerð Haralds Böðvarssonar á Akranesi, en í Hólmanum starfaði hann aðeins í þrjú ár.
Þurrabúðir stóðu á strandræmunni undir berginu, og urðu sumar að grasbýlunum um það er lauk.
Brekka, reist árið 1848, hélzt í byggð fram um 1930. en þá flutti síðasti búandinn þaðan og reisti sér hús í Vogum. Það er fyrsta „þurrabúðin“ sem rís þar í hverfinu á þessari öld.

Stapi

Stapabúð og Hólmabúð undir Stapa.

Stapabúð, reist 1872. Þar var búið til 1896, og hefur búðin hangið uppi að nokkru til skamms tíma.
Kerlingabúðir voru nokkru utar.
Um Reiðskarð lágu forun reiðgöturnar upp Stapann.
Kvennagönguskarð er utar, liggur um grasigróna brekku.
Brekkuskarð er utan við Hólm og Rauðastígur nokkru utar.
Mölvík er undan Grímshóli. Þar var uppgripanetaveiði, og þar tíndi Jón Daníelsson töfrasteina mönnum til fiskisældar.
Strákar heita þrjár vörður, gömul mið nær Njarðvíkum.

Kópa

Kópa – Stapakot.

Kópa er vík við bergshalann, ytri enda Stapans hjá Stapakoti í Innri-Njarðvík. Fiskimiðin eyðilögð.— Hernám Englendinga. Hinn blómlegi útvegur við Vogastapa hlaut snögg endalok árið 1894.
„Þá komu togararnir hér, fóru á grynnstu mið og sópuðu á burt öllu lifandi úr sjónum, svo að fjöldi manna varð að flýja úr beztu veiðistöð þessa lands, sem var við sunnanverðan Faxaflóa allt að Garðskaga.“

Heimild:
-Tíminn Sunnudagsblað 20. sept. 1964, bls. 883.

Stapabúð

Stapabúð.

Þorlákshöfn

Hér rifjar Páll Sigurðsson upp „Útræði í Herdísarvík í Selvogi„. Frásögnin birtist í Morgunblaðinu árið 2000:

herdisarvik-930

Herdísarvík – sjóbúðir.

„Útræði var mikið frá Herdísarvík, enda fengsæl fiskimið steinsnar frá landi að kalla má, og sóttu þangað margir tugir manna víða að, einkum frá Suðurlandi en einnig úr nágrenninu. Lágu útróðrarmennirnir við í verbúðum, meðan á vertíð stóð, eins og venja var. Eru enn sjáanlegar miklar minjar um sjávarútveg og ýmis önnur umsvif í Herdísarvík fyrr á tíð. Innsti hluti víkurinnar sjálfrar, er liggur að kambi þeim, sem er milli tjarnarinnar og sjávar, nefnist Bót, en austast í henni var Vörin, þar sem útróðraskipin voru fyrrum dregin á land. Milli vertíða voru þau geymd þar nærri, í svokallaðri Skiparétt, þar sem hlaðnir grjótveggir héldu að þeim. Fyrir ofan Vörina stóðu margar sjóbúðir og má enn sjá glöggar tóttir sumra þeirra. Vitað er um nöfn margra búðanna, svo sem Landeyingabúð, Fljótshlíðingabúð, Símonarbúð, Bjarnabúð, Gíslabúð og Halldórsbúð, en það efni þarfnast þó nánari athugunar.

Herdísarvík

Herdísarvík – Langsum og Þversum í Austurtúninu.

Nær Herdísarvíkurbænum voru síðan m.a. Ólabúð og Hryggjabúð og að síðustu Krýsuvíkurbúð heim undir bænum, en frá höfuðbólinu Krýsuvík voru löngum gerð út tvö skip í Herdísarvík – en þar að auki var verstöðin að Selatöngum í landi Krýsuvíkur (rétt við vesturmörk þeirrar jarðar). Afla þeim, sem á land barst í Vörinni, var skipt á Skiptivellinum rétt ofan hennar. Enn má sjá mikla garða, er hlaðnir hafa verið í hrauninu austan og norðaustan Gerðistúnsins, þar sem fiskur var fyrrum þurrkaður eftir að hafa áður legið í „kös“ sem kallað var. Má ætla að samanlagt séu garðarnir nokkrir kílómetrar að lengd.

herdisarvik 931

Herdísarvík – eldri bærinn.

Á svonefndum Básum austan Vararinnar (og niður undan Gerðistúni) var einnig gömul lendingarvör, sem kallaðist Skökk. Róið var með fornu lagi frá Herdísarvík fram á þriðja tug þeirrar aldar, sem nýliðin er. Ljóst er, að landið hið næsta Herdísarvíkurbæ hefur löngum legið undir ágangi sjávar, og fyrrum stóð mikill sjóvarnargarður, handhlaðinn úr stórgrýti, á kambinum milli Tjarnar og sjávar, en hann hrundi eftir að byggð var þar af lögð. Hefur sjór síðan valdið stórtjóni á túninu norðan Tjarnarinnar og virðist hafa komið fyrir lítið þótt vinnuvél ýtti upp nýjum garði fyrir fáum misserum; sá garður er nú einnig að hverfa. Að sumu leyti má rekja spjöllin til þess að landið sígur á þessum slóðum eins og víðar á Suð-Vesturlandi.
HerdísarvíkGamli bærinn í Herdísarvík stóð við vesturenda Herdísarvíkurtjarnar. Var hann löngum vel húsaður, m.a. baðstofa stór og góð, alþiljuð, og vandað stofuhús – og valinn rekaviður úr fjörunni að sjálfsögðu notaður í allt tréverk. Hið næsta bænum voru síðan ýmis útihús, sum þeirra einnig vönduð timburhús. Bærinn stóð lágt og varð því stundum fyrir ágangi sjávar í aftakaveðrum af suðri með hásævi, þegar Tjörnina fyllti og sjór gekk einnig upp frá henni. Bærinn var rifinn að hluta til árið 1934, eftir að nýtt íbúðarhús hafði verið reist, en þó má enn greina ummerki hans, undir klöppinni Skyggni. Vatnshólmi nefnist lítill hólmi í Tjörninni fram undan gamla bæjarstæðinu. Þar var tekið allt vatn til daglegrar neyslu, en það bullar þar upp um tjarnarbotninn fast við hólmann.“

Heimild:
-Morgunblaðið 15. janúar 2000, bls. 34-35.

Herdísarvík

Herdísarvík – gamli bærinn.

Ölfus

Að Hjalla í Ölfusi er Ólafskirkja, kennd við Ólaf helga Noregskonung.
Núverandi kirkja er byggð 1928. Hjalli-2Talið er að kirkja hafi staðið á Hjalla í Ölfusi frá um 1000, trúlega alltaf á sama staðnum, nema e.t.v. í upphafi. Hjalli í Ölfusi kemur mjög við sögu kristnitökunnar því að þar bjuggu þeir feðgar Þóroddur Eyvindsson goði og Skafti Þóroddsson lögsögumaður.
Ofan Hjalla stöðvaðist kristnitökuhraunið. Þá komst Hjalli aftur í fréttir sögunnar þegar síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, leitaði þar skjóls hjá systur sinni árið 1541. Gafst hann upp fyrir dönskum hermönnum gegn því að fá að fara frjáls maður. Þeir handtóku hann hins vegar og fluttu um borð í skip áleiðis til Kaupmannahafnar. En biskupinn aldni hlaut samt sitt frelsi því að hann dó í hafi.
Þegar svæðið ofan við Þóroddsstaði var skoðað kom m.a. í ljós hringlaga gerði. Að sögn bóndans hafði svæðið allt verið sléttað út fyrir allnokkru og því erfitt að gera sér grein fyrir gamla bæjarstæðinu af einhverjum áreiðanleik.

Hjalli-3

Skógarmannavegur, Skógargata eða Suðurferðagata.

Um hlaðið á Þóroddsstöðum liggur Suðurferðagata um 8 km að þjóðvegi 1 á Hellisheiði. Leiðin er svo kölluð vegna þess að hún var flutningaleið til Reykjavíkur og frá. Hún var einnig nefnd Skógargata, því að þar fóru Hjallamenn í Grafning til hrísrifs. Frá Þóroddsstaðahlaði þarf að stefna fyrst vestar en í meginstefnu, yfir gaddavír og að vörðubroti (N63°7´55 / V21°16´42). Hér er beygt til hægri, farið yfir Hvanngil ofan gljúfra, og stefnt milli Fremra- og Efra-Háleitis. Norðan Háaleita er best að fylgja vesturbrún Þurárbrunans, sem rann um Krists burð, og þvert yfir hann (beygja við N64°00´06 / V21°16´55) þar sem hann er mjóstur, á móts við miðja Hverahlíð. Þá er stutt að Lofti, þar sem einn farvegur Hengladalsár rann undir þjóðveg 1 (við 40 km steininn).
Skógarmannavegur, Skógargata eða Suðurferðagata sameinaðist leiðinni Milli hrauns og hlíðar í Fremstadal undir Svínahlíð. Lá þaðan um Smjörþýfi að Þurá.

Suðurferðagata

Suðurferðagata.

Úr Hjallasókn austanverðri var fjölfarin leið á Hellisheiði. Heitir hún Suðurferðagata. Hún liggur milli Háaleita, hjá Hlíðarhorni, og þaðan austur á þjóðveginn rétt fyrir vestan loftið, hjá 40-km steininum. Ennfremur lá gata inn með Hverahlíðinni að Einbúa, og frá honum norður á þjóðveginn, austan við Láguhlíð.
Leiðin var farin þar til vagnfær leið var rudd af þjóðveginum fyrir neðan Kamba út í Hjallasókn. Það mun hafa verið upp úr 1910.
Leiðin er víða sýnileg undir Hverahlíð norðan Skálafells og eins austan við fjallið. Um er að ræða u.þ.b. 30 cm rásir í grasigrónu landi. Rásirnar liggja víða nokkrar samsíða og eru sumsstaðar allt að 30 til 40 cm djúpar.
Leiðin er ágætis dæmi um veg frá síðustu öldum þar sem hún er sýnileg. Hún er ekki uppbyggð eða rudd en hefur myndast við troðning hesta og manna.

Heimildir:
-Morgunblaðið, 14. nóvember 1998, bls. 72.
-Eiríkur Einarsson. Örnefnaskrá. Hellisheiði. Örnefnastofnun.
-Örnefnaskrá. Örnefnalýsing Þóroddsstaða. Örnefnastofnun.
-Hengill og umhverfi – Fornleifaskráning 2008, Kristinn Magnússon.

Hjallakirkja

Í Hjallakirkju.

Ostagerð

Í Búnaðarritinu árið 1915 er m.a. fjallað um ostagerð til forna:
„Sögur feðra vorra bera ljóslega með sér, að mikið hafi verið um ostagerð í fornöld, enda leiðir það af sjálfu sér, þar sem kvikfjárrækt var þá margfalt meiri hér á landi en nú. Víða er getið um sel og selstöður í fornsögunum, og í seljunum var gert smjör, skyr og ostur úr mjólkinni. í „Gullöld Íslendinga“ (J. J.) segir:
ostur-1„Ostar voru hversdags fæða í fornöld, og voru þeir gerðir í sérstökum mótum (ostakista), misjöfnum að stærð“. Engum blandast hugur um, að forfeður vorir höfðu mikla ostagerð, en hitt vita menn eigi, hvernig osturinn var gerður. Hinn norski gerlfræðingur dr. 0. J. Olsen Sop hefur komist að þeirri niðurstöðu, að Norðmenn og Íslendingar hafi einungis gert einskonar súrost í fornöld. Hann telur líklegt, að mjólkinni hafi verið safnað í stór keröld; þar hafi hún súrnað, og við súrinn eða gerðina hafi mjólkin skilist þannig, að draflinn settist á botn kersins, smjörið eða rjóminn flaut ofan á, og drykkurinn var á millum laga.

Ostur

Ostageymsla.

Nú vitum vér, að ostarnir voru gerðir í mótum, og er því líklegt, að rjóminn hafl verið veiddur ofan af drykknum, draflinn því næst verið veiddur upp úr honum og látinn í mót. Af fornsögum vorum verður því miður ekki séð, hvernig ostar voru gerðir til forna, en allar líkur eru til þess, að vér höfum tekið ostagerðina í arf af Norðmönnum, og þess vegna hafi ostar hér á landi verið gerðir líkt og í Noregi. Í Noregi eru enn gerðir hinir svonefndu gamalostar; það eru einskonar súrostar, og dr. Sop álítur, að þessir ostar hafi verið gerðir til forna bæði hér og í Noregi. Ennfremur telur hann líklegt, að vér höfum týnt niður þessari ostagerð skömmu eftir að vér komumst undir Dani; og ekki er ósennilegt, að súrostagerðin hafi einmitt dáið út á því tímabili. Ferðasaga Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar ber það með sér, að ostagerð hér á landi hafi að mestu leyti verið fallin í gleymsku og þá um miðja átjándu öld. Þó er þess getið í ferðasögunni, að einstöku búkonur á Austurlandi geri allgóða osta, sem ekki eru seigir og harðir, eins og íslenzkir ostar séu venjulega.
skyr-1Ég vil geta þess, að margar núlifandi gamlar konur vita, hvernig súrostur var gerður ; auðvitað segja flestar þeirra, að þær hafi tekið sagnirnar að erfðum. En sagnirnar benda til, að þessi íslenzka súrostagerð sé náskild gamalostagerðinni í Noregi. Íslenzkur súrostur var alment gerður þannig: Samfenginni mjólk eða undanrennu var safnað í kerald og látin súrna; svo var mjólkin hituð, en þá skildist draflinn og mysan. Draflinn var látinn í ostamót, sem fóðrað var innan með líndúk. Þegar búið var að þjappa draflanum í mótið, var bundið lok á það, og mótið með öllu saman seytt í mysu nokkrar klukkustundir. Að svo búnu var osturinn tekinn úr mótinu og látinn þorna á hjalllofti í nokkur dægur, og loks látinn brjóta sig í búrinu. Á haustin voru ostarnir stöku sinnum fluttir upp til fjalla og látnir liggja vetrarlangt í fönn. Ostarnir voru þá hafðir í skjóðum, og þær í vatnsheldum ílátum. Í íslenzkum fornbréfum og öðrum ritum sést, að ostar voru fyr og siðar látnir upp í opinber gjöld, og má af því ráða, að ætíð hafl verið nokkuð um ostagerð hér á landi.

Ostur

Tilbúnir ostar.

Menn þykjast vita með vissu, að lyfjaostagerð á Norðurlöndum sé mikið yngri en súrostageiðin. Það lítið sem vér Íslendingar kunnum í lyfjaostagerð er líklegt að vér höfum lært af Dönum; en hve langt er síðan að byrjað var að gera lyfjaosta hér á landi, er erfitt að segja um. Árið 1780 kom út bæklingur um smjörgerð og osta, eftir Ólavíus sekretera. í þessum bækling er aðallega getið um lyfjaostagerð, og það má þar skilja á mörgu, að höfundi hafi verið kunnugt um, að íslenzkar konur kynnu nokkuð til með hana. Þremur eða fjórum árum síðar ritar Björn Halldórsson prófastur „Arnbjörgu“. Hann minnist þar mjög lítið á ostagerð, en vísar til bæklings Ólavíusar sekretera, og telur illa ráðið, hve íslenzkar húsfreyjur hafi hagnýtt sér lítið þennan ostagerðarritling. Mér vitanlega er þetta alt og sumt, sem ritað hefir verið um ostagerð á íslenzka tungu alt fram að síðustu aldamótum.“
Í Tímariti kaupfjelaga og samvinnufélaga árið 1912 segir m.a. um súrost: „
Og á borðum bæði ríkra og fátækra er ætíð súr rjómi eða súr mjólk, til þess að bæta aðra rjetti. Þar að auki er sjerkennilegur súrostur, hjá fátæklingum úr áfum, hjá hinum ríkari úr samfenginni mjólk eða rjóma. Þessi súrostur er alveg hið sama og skyrið hjá forfeðrum okkar og nú hjá Íslendingum. Hann er borðaður í öllum máltíðum sjerstakur eða blandaður í aðra rjetti.“

Heimild:
-Búnaðarrit, 29. árg. 1915, 2. tbl., bls. 81-83.
-Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga, 6. árg. 1912, 2. tbl., bls. 101.

Ostagerð

Ostagerð.

Þorramatur

Samkvæmt Sögu daganna eftir Árna Björnsson er mánaðarheitið „Þorr“ ævagamalt, kunnugt allar götur frá 12. öld. Þorri er oft persónugerður í sögum frá miðöldum og birtist þá ýmist sem harður og grimmur eða umhyggjusamur tilsjónarmaður bænda sem vill hafa gætur á heyjaforða þeirra.
BrennivínBetra hefur þótt að taka vel á móti Þorra og veita honum vel í mat og drykk, jafnvel skemmta með sögum, söng og tafli og skyldu konur við hann stjana. Annars var næsta víst að Þorri mundi hefna sín grimmilega.
Máski húsbændur hafi verkað sem einhvers konar fulltrúar Þorra ef hann sást ekki sjálfur því víst er að fyrsti dagur þorrahefur verið tileinkaður húsbændum og hvort tveggja til að þeim hafi verið veitt sérstaklega í mat eða að þeir hafi þá átt að gera venju fremur vel við sitt fólk. Bóndadagsheitið er þó tiltölulega ungt, elsta dæmi á prenti um þetta heiti er úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar.
Og hin svonefndu þorrablót í nútíðarmerkingu eru enn yngri; þau eiga rót að rekja til matar- og drykkjuveislna mennta- og embættismanna á síðari hluta 19. aldar. Þorrablótin voru því í upphafi þéttbýlisfyrirbæri en bárust brátt út í sveitirnar.

Þorramatur á fati

Svið.

Um miðja 20. öld hófu ýmis átthagasamtök að endurverkja þorrablótin og í hönd fór sannkölluð gullöld Þorrans sem enn stendur. Í raun væri meiri ástæða til að halda önnur tímamót hátíðlegri, en segja má með sanni að Þorrinn njóti Brennivínsins öðru fremur. Landsmenn hafa gjarnan, því miður, í seinni tíð, laðast að vitleysunni, einkum þessum görótta, en áhrifaríka, drykk. Fátæklingarnir krækju sjálfa sig sjálfviljuga á öngulinn fyrir slíkan kroppayl, minni bændur þóttu menn með mönnum á slíkum mannamótum, stærri bændur litu af kjánskap á það sem vott um yfirburði að geta haldið slíkar samkundur og höfðingjar nýttu sér þær sjálfum sér til framdráttar. Flestir létu til leiðast og tóku þátt í fánýtingunni.

Þorri

Hvalspik.

Þorri er eitt af gömlu íslensku mánaðarheitunum. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar og hefst á bóndadegi á föstudegi í 13. viku vetrar, sem getur verið á bilinu 19. – 26. janúar. Þorranum lýkur á þorraþræl sem er laugardagurinn fyrir konudag og tekur þá góa við.
Í íslenskri Orðsifjabók segir að orðið þorri (miðsvetrarmánuður) sé oftast tengt sögninni að þverra en einnig að það sé hugsanlega skylt lýsingarorðinu þurr. Orðið á sér samsvörun í öðrum norrænum tungum, svo sem færeysku, torri, og nýnorsku torre.

Þorri

Baggar.

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um vetrarmánuðinn þorra er frá seinni hluta 17. aldar. Eins og fyrr segir er þorri fjórði mánuður vetrar og hefst í janúar og er langt fram í febrúar er góa byrjar. Veður eru oft válynd á þessum tíma og hafa þessir mánuðir reynst mörgum erfiðir einkum fyrr á öldum er farið var að ganga á matarforðann og kuldar voru miklir. Máltækið að þreyja þorrann og góuna, er merkir að þola tímabundna erfiðleika, tengist einmitt því að lifa af þessa vetrarmánuði en er einmánuður tók við af góu var stutt í sumarmánuðina. Kristján Jónsson lýsir þorranum, og þeirri tíð er menn máttu þola í þeim mánuði, vel í ljóði sínu Þorraþræll (Nú er frost á Fróni).

Þorri

Laufabrauð.

Forníslenskt tímatal var reiknað í vikum og misserum. Sumarmánuðurnir eru: harpa, skerpla, sólmánuður, heyannir, tvímánuður, haustmánuður. Vetrarmánuðurnir eru: gormánuður, ýlir, mörsugur, þorri, góa, einmánuður, sbr. Mörsugur/Jólmánuður/Hrútmánuður (22. desember-20. janúar), Þorri (21. janúar-19. febrúar), Góa (20. febrúar-20. mars), Einmánuður (21. mars- 19. apríl), Harpa/Gaukmánuður/Sáðtíð (20. apríl-19. maí), Skerpla/Eggtíð/Stekktíð (20. maí-18. júní), Sólmánuður/Selmánuður (19. júní-22. júlí), Miðsumar/Heyannir (23. júlí-21. ágúst), Tvímánuður (22. ágúst-20. september), Haustmánuður/Kornskurðarmánuður (21. september-20. október), Gormánuður (21. október-19. nóvember) og Ýlir/Frermánuður (20. nóvember-19. desember).

Þorri

Hákarl.

Þorrinn er fjórði mánuður vetrar, veturinn er þá hálfnaður. Hann hefst í þrettándu viku vetrar með bóndadegi. Sagan segir að á bóndadegi hafi húsbóndinn átt að bjóða þorra velkominn eða fagna þorra með því að fara fyrstur á fætur allra manna þennan dag. Síðan átti bóndinn að fara út í skyrtunni einni saman, vera bæði berlæraður og berfættur, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana á eftir sér á öðrum fæti. Hoppa svo í kringum allan bæinn og bjóða þorra velkominn.
Áður fyrr var lífsbaráttan á Íslandi miklu harðari en hún er í dag. Húsin voru köld og matur af skornum skammti. Þorrinn gat reynst mönnum erfiður sérstaklega ef hey voru lítil því þá var hætta á að fóður dygði ekki fyrir dýrin út veturinn en skepnurnar voru undirstaðan fyrir öllu lífi fólksins.

Þorri

Harðfiskur.

Kristján Jónsson (1842–1869) orti hið þekkta kvæði Þorraþrællinn 1866. Næstum allir Íslendingar kunna ljóðið Nú er frost á Fróni og hafa oft sungið það. Kristján samdi líka stökuna sem margir þekkja og hefst á Yfir kaldan eyðisand.

Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt ég sveima.
Nú er horfið Norðurland,
nú á ég hvergi heima.

Þorraþrællinn 1866 er mjög myndrænt kvæði. Ef til vill er svolítið erfitt að skilja það. Hver er t.d. þessi Kári í jötunmóð eða hvítleit hringaskorðan? Gaman er að kynnast kvæðinu dálítið betur og átta sig á lýsingum Kristjáns. Sem betur fer svífur þorri loks á braut og brátt styttist í vorið.

Þorri

Blóðmör og lifrapylsa.

Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð.
Kveður kuldaljóð
Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil.
Hlær við hríðarbyl
hamragil.

Mararbára blá
brotnar þung og há
unnar steinum á
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn.
Harmar hlutinn sinn
hásetinn.

Þorri

Flatkaka með hangiketi.

Horfir á heyjaforðann
hryggur búandinn:
„Minnkar stabbinn minn,
magnast harðindin. –
Nú er hann enn á norðan,
næðir kuldaél
yfir móa og mel,
myrkt sem hel.“
Bóndans býli á
björtum þeytir snjá.
Hjúin döpur hjá
honum sitja þá.
Hvítleit hringaskorðan
huggar manninn trautt:
Brátt er búrið autt,
búið snautt.

Þorri

Svið.

Þögull Þorri heyrir
þetta harmakvein,
en gefur grið ei nein,
glíkur hörðum stein,
engri skepnu eirir,
alla fjær og nær
kuldaklónum slær
og kalt við hlær:
„Bóndi minn, þitt bú
betur stunda þú.
Hugarhrelling sú,
er hart þér þjakar nú,
þá mun hverfa, en fleiri
höpp þér falla í skaut.
Senn er sigruð þraut,
ég svíf á braut.“

Þorri

Súrmatur.

Og hvað er svo þorramatur? Áður en ísskápurinn kom til sögunnar urðu forfeður okkar að geyma mat á annan hátt en í kæli. Nú á dögum köllum við mat sem verkaður er með gömlum matvinnsluaðferðum þorramat því við neytum hans einkum á þorranum. Það eru samt ekki nema um 50 ár síðan að við hófum þorramatinn til vegs og virðingar á ný. Þorramaturinn hefur verið súrsaður, reyktur, kæstur eða þurrkaður. Hér eru nokkur dæmi um vinsælan þorramat.

Þorri

Þorramatur.

Hákarlinn er fyrst kasaður eða kæstur. Þegar matur er kæstur þá er hann látinn gerjast og byrja að rotna. Með þessu fæst fram sterkt bragð sem sumt fólk er sólgið í. Skatan sem margir borða á Þorláksmessu er kæst og henni fylgir sterk lykt. Nú á tímum er hákarlinum staflað í plastkör þar sem hann gerjast. Hákarlinn er síðan hengdur upp í hjall og látið lofta um hann. 

Flestir hafa prófað að borða svið. Hausar kindanna eru sviðnir þ.e. allt hár er brennt af þeim. Þeir eru síðan þvegnir og soðnir. Sviðasultan er gerð á þann hátt að soðið kjötið er skafið af beinunum, sett í form og pressað. Hlaup er sett í formið og síðan er þetta látið kólna.

Þorramatur

Þorramatur.

Hrútspungar eru í raun rangnefni því í dag snæða menn einungis eistun. Í gamla daga voru þau hins vegar geymd í pungunum sem höfðu verið rakaðir, sviðnir eða skafnir. Oft var einhverju feitmeti troðið ofan í punginn því eistun eru fitusnauð. Síðan var saumað fyrir og pungarnir soðnir, sett á þá farg, súrsaðir og skornir í sneiðar. Mynstrið er hringlaga og voru þeir oft kallaðir gleraugnapylsur.

Þorri

Þorrabakki.

Bringur kindanna eru nú til dags hlutaðar í tvennt, soðnar og settar í mysu.
Í hefðbundnum lundaböggum er lundunum innan úr hryggjum kindanna vafið inn í hreinsaða ristla og þindin saumuð utan um. Þetta var soðið, farg sett á og sett í súr. Í dag eru síðurnar af kindinni notaðar í baggana og þeir því feitari fyrir vikið.
Allir þekkja hangikjöt. Hangikjötið er borðað allt árið um kring en þó einkum á jólunum. Hangikjötið er verkað á þann hátt að fyrst er útbúinn saltpækill sem kjötið er látið liggja í. Að því loknu er kjötið reykt í reykhúsi. Það er hengt upp og reykur af hrossataði, birki og ýmsu öðru er látið leika um kjötið.

Þorri

Þorrabakki.

Lifrarpylsa er að mestu búin til úr kindalifur og rúgmjöli. Söxuðum mör skepnunnar er blandað út í. Þessi grautur er svo settur í keppi, sem sniðnir hafa verið úr vömb kindarinnar, og soðinn. Lifrarpylsa er oftast nú á dögum snædd soðin en stundum er hún sett í súr eins og hún var geymd í gamla daga.
Bóðmörinn er gerður úr kindablóði og mjöli og mör settur út í eins og nafnið bendir til. Grauturinn er svo settur í keppi eins og lifrarpylsan saumað fyrir og hann svo soðinn. Í gamla daga var blóðmörinn settur í súr til geymslu en þannig er hann enn í dag algengur í þorramat. Hann er líka snæddur nýr eða steiktur á pönnu.
...þurkaður...Kviðvöðvar kindarinnar eru soðnir í stutta stund og síðan settir undir farg og pressaðir. Því næst er vöðvunum komið fyrir í grisju og þeir hengdir upp og reyktir í reykhúsi.
Ein elsta geymsluaðferð sem þekkist er þurrkun matvæla og hafa Íslendingar notað hana mikið,
sérstaklega þegar skortur var á salti og eldiviði. Hver kannast ekki við harðfisk sem er þurrkaður fiskur, oftast ýsa og steinbítur?
Þegar matur er kæstur þá er hann látinn gerjast og byrja að rotna. Með þessu fæst fram sterkt bragð sem sumt fólk er sólgið í. Skatan sem margir borða á Þorláksmessu er kæst og henni fylgir sterk lykt.

Þorri

Þorradiskur.

Ýmis matvæli má geyma langtímum saman með því að leggja þau í súr. Mysa sem féll til við skyrgerð á sumrin var farin að gerjast á haustin og var þá kölluð sýra sem fólk drakk eða notaði sem súr. Þegar sýran gengur inn í matinn drepur hún sýkla sem þar eru auk þess að mýkja hann. Nú á dögum er matur lagður í súr fyrir þorrann, því í þorramat þykir ómissandi að hafa súrt slátur, hrútspunga o.fl.
Reyking er vinnsluaðferð sem notuð er til að bragðbæta matvæli og auka geymsluþol þeirra.
Áður fyrr var notaður mór og sauðatað auk birkis, víðis, einis, lyngs og trjáspóna við reykinguna. Hangikjötið sem mörgum finnst ómissandi um jólin er dæmi um reyktan mat.
...eða reykturSalt eykur geymsluþol og dregur fram bragð matarins. Með söltun er vökvinn dreginn úr hráefninu að nokkru leyti og eftir standa bragðefnin. Þegar saltið gengur inn í matinn drepur það sýkla sem þar eru. Þær tvær aðferðir sem notaðar eru heita pækilsöltun og þurrsöltun. Við pækilsöltun er maturinn lagður í saltpækil sem er látinn fljóta yfir matinn. Síðan er maturinn geymdur í ákveðinn tíma. Við þurrsöltun er maturinn hulinn salti og látinn liggja í ákveðinn tíma.
Mest hefur þó í seinni tíð verið saltað af kinda- og lambakjöti og hefur það alltaf verið borðað soðið, á síðari árum oftast með baunasúpu eða annarri súpu, eða þá kartöflum og öðru grænmeti. Kartöflurnar eru gjarnan í uppstúf eða stappaðar og af grænmeti eru gulrófur og gulrætur algengastar.

Þorri

Þorradiskur.

Sumstaðar var borðaður grjónagrautur með saltkjöti. Neysla á saltkjöti hefur minnkað töluvert á síðari árum og margir borða það vart nema einu sinni á ári, þ.e. á sprengidaginn.
Það var ekki fyrr en á átjándu öld sem Íslendingar fóru fyrst að salta fisk og þá í litlum mæli og eingöngu til útflutnings. Saltfiskur var framan af alls ekki hafður til matar innan lands. Á Íslandi þekktu menn til skamms tíma varla annað en soðinn saltfisk með kartöflum og e.t.v. gulrófum og þá oftast með hamsatólg eða floti út á. Yfirleitt er um þorsk að ræða, þótt ýmsar aðrar fisktegundir séu seldar saltaðar, þá er fiskurinn flattur og sólþurrkaður eða húsþurrkaður.

Heimildir m.a.:
-http://www.namsgagnastofnun.is
-Fréttablaðið 21. jan. 05.
-Íslensk orðabók. 3ja útg. 2002.
-Ásgeir Blöndal Magnússon: Íslensk orðsifjabók. 1989.
-Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.

Svið

Svið.

Selsvellir

Gengið var norður með vestanverðum Núpshlíðarhálsi og upp í Hraunssel neðan við Þrengslin.

Hraunssel

Hraunssel – stekkur.

Eftir að hafa skoðað selstóftirnar var gengið á hálsinn og honum fylgt niður að gígaröð syðst á honum austanverðum. Um er að ræða mjög fallega gíga, myndarlegar hraunæðar og hrauntraðir í hlíðinni neðanverðri. Vestan undir sunnanverðu Núpshlíðarhorni var, að sögn Jóns Jónssonar, jarðfræðings, einn fallegasti hraungígur landsins, en hann hefur nú að miklum hluta verið notaður sem ofaníburður í þjóðveginn.
Suður lægðina austan Méltunnuklifs, hefur tunga úr Leggjabrjótshrauni runnið vestur um skarð á milli Sandfells og Höfða og suður með honum að vestan. Slóði liggur nú þvert yfir Leggjabrjótshraunið og áfram upp með Núpshlíðinni, inn á Selsvelli og áfram niður á Höskuldarvelli suðvestan Trölladyngju.

Hraunssel

Hraunsselsstígur.

Gamlar vörður eru við slóðann yfir hraunið svo líklega hefur hann verið gerður ofan í eldri götu, sem þarna var, enda liggur gata þarna áfram upp á hálsinn við Línkrók, í móbergsskarð á honum og síðan í sneiðingum niður hann að austanverðu. Gatan sést síðan á ný sunnan Djúpavatnsleiðar skammt ofan við gatnamót Ísólfsskálavegar.
Gömul gata er á köflum grópuð í hraunið á þessari leið. Litlu norðar er Hraunsel en þar var sel frá Hrauni í Grindavík. Hér sér greinilega til tófta sem eru nú minnisvarði um löngu liðna búskaparhætti. Eftir að hafa skoðað stekkina í hrauninu norðan selsins, sem eru þrjár heillegar tóttir undir Núpshlíðarhálsinum, kom í ljós ein tótt, greinilega elst þeirra, neðar og á milli tóftana og stekksins. Sunnan við þennan hlaðna stekk var annar mun eldri. Selsstígur liggur frá selinu að suðurhlíð Hraunssels-Vatnsfells. Hraunsselið er síðasta selið, sem lengst var brúkað á Reykjanesi, eða allt til ársins 1914.

Leggjabrjótshraun

Gígur ofan Höfða – Leggjabrjótshraunsskapari.

Ofan við Hraunsselið eru Þrengslin, sem fyrr sagði. Neðan við Hraunsselið að sunnanverður heita einnig Þrengsli. Frá Hraunseli liggur leiðin eftir gamalli götu á milli hrauns og hlíðar norður með Núpshlíðarhálsi að vestan. Þegar komið er norður fyrir Þrengsli er fljótlega komið á Selsvelli, u.þ.b. 20 mín. ofar.
Selsvellir eru allmikið gróðurlendi sem myndast hefur með framburði lækja úr hálsinum.
Vellirnir eru eins og vin í eyðimörk, og hér var eftirsótt beitiland fyrir búfé. Selsvellir tilheyrðu Stað í Grindavík og notuðu Staðarprestar og hjáleigubændur þeirra selstöðuna. Um miðja nítjándu öld höfðu hér 6 bændur í seli ásamt prestinum á Stað og átti hver sitt selhús. Samtals voru þá um 500 fjár og 30 nautgripir á Selsvöllum.

Höfði

Hrauntröð við Höfða.

Núpshlíðarhálsinn er vel gróinn ofan við Hraunssel. Haldið var niður hálsinn og kíkt á hraungígana syðst á honum austanverðum. Þeir eru hver öðrum fallegri. Flestir eru opnir til suðausturs og hefur hraunið, sem rann undan hallanum og niður hlíðina, skilið eftir sig fallegar hraunæðar og traðir.
Moshóll var loks skoðaður niður undan suðvesturhorni hálsins. Jón Jónsson sagði hann merkilegan, ekki síst fyrir það að hægt væri að sjá í honum þversnið af gígrás.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild m.a.:
-http://www.utivist.is/utivist/greinar/

Hraunssel

Hraunssel – uppdráttur ÓSÁ.