Kjós

Í Degi, Íslendingaþáttum, árið 1998, er fjallað um „Morðóðan og ófróman bónda á Frossá í Kjós.

Morðóður og ófrómur bóndi á Frossá

Reynivallaháls

Kjós.

Axlar-Björn er einn frægasti morðingi Íslandssögunnar. Oxl í Breiðuvík á Snæfellsnesi var í alfaraleið og urðu ferðamenn fegnir að fá gistingu í bænum. Björn réði þeim þá bana og rændi þeim verðmætum sem þeir höfðu meðferðis.
Sagt er að 19 manns hafi verið vegnir í rúmum Axlarbónda, sem tekinn var, dæmdur og höggvinn fyrir ódæði sín. En Axlar-Björn var ekki sá eini sem lagðist á ferðamenn með þessum hætti. Magnús Sighvatsson, sem bjó á Fossá í Kjós á árabilinu 1729-1770, var sterklega grunaður um að myrða og ræna ferðamenn sem leið áttu um hlöð hans.
Örnefnið Dauðsmannsbrekka á Reynivallahálsi í Kjós dregur nafn sitt af þeim atburði að þar hafi maður verið myrtur og sögn er til um að þar hafi Magnús á Fossá átt hlut að máli. Magnús var ættaður af þessum slóðum. Faðir hans Sighvatur Halldórsson var frá Meðalfelli, en móðir hans Kristín Erlingsdóttir frá Esjubergi á Kjalarnesi. Var Magnús fæddur á Hurðarbaki í Kjós árið 1704.

Morð í Dauðsmannsbrekku

Kjós

Kjós – Dauðsmannsbrekka of Fossá.

Magnús Sighvatsson var forn í skapi og talinn fjölkunnugur. Hann var illa þokkaður meðal nábúa sinna og þorðu fáir á hann að leita. Honum er svo lýst, að hann hafi verið mikill og sterkur og illur viðureignar ef því var að skipta. Þessa lýsingu á Magnúsi skráði Jósafat ættfræðingur Jónasson, en hann ritaði eftir sögnum á Hvalfjarðarströnd. Hann var vel efnum búinn og héldu sumir að auður hans væri miður vel fenginn.
Sagt er að maður nokkur norðlenskur hafi verið sendur suður í Reykjavík, sumir segja suður að Bessastöðum á Álftanesi, og hafði hann allmikla peninga meðferðis. Maður þessi gisti á Fossá hjá Magnúsi á suðurleið og er ekki annars getið en að allvel hafi farið á með þeim meðan heimafólk vissi til. Snemma morguns lagði ferðamaður af stað eins og leið lá yfir hálsinn suður af Fossá, en er hann var skammt kominn verður hann þess var, að tveir menn veita honum eftirför. Þekkir hann þar Magnús bónda á Fossá og Eyjólf son hans. Man hann þá eftir að hafa heyrt ýmsar misjafnar sögur af Magnúsi og kemur í hug að hér muni ekki allt með felldu.

Kjós

Kjós – Reynivallaháls.

Leitar hann nú undan suður á hálsinn, en þeir á eftir og létta eigi fyrr en þeir ná honum í brekku einni þar í hálsinum, skammt frá veginum er liggur niður frá Fossá suður að Reynivöllum. Taka þeir feðgar þegar til hans og biðja hann að afhanda sér peninga þá er hann hafði meðferðis. Norðlendingurinn tekur því fjarri og réðust þeir feðgar þá þegar á hann, og var viðureigna þeirra bæði hörð og löng, því Norðlendingurinn hafði krafta í kögglum. Er svo skýrt frá að Magnús hafi látið Eyjólf son sinn ganga aftan að manninum og hafi Eyjólfur lagt hnífi milli herða honum, meðan Magnús glímdi við hann að framan.
Er það haft eftir manni er Guðmundur hét og bjó á Hálsi í Kjós, og reið þar skammt frá þeim suður yfir hálsinn þennan sama dag, og að hann hafi séð viðureign þeirra, en treystist ekki til að hjálpa þeim ókunna manni, þótt hann sæi dauða hans þegar vísan. Er jafnvel sagt að Norðlendingurinn hafi kallað til Guðmundar og beðið hann hjálpar, en Guðmundur sá það síðast til, að þeir feðgar höfðu kominn manninum á hné og mæddi hann þá mjög blóðrás, svo að vörn hans var á þrotum. Þeir feðgar veittu honum þá þegar tilræði með hnífnum.

Sönnunargögn skorti

KjósEn það er af Guðmundi að segja að hann tók svo nærri sér að geta ekki bjargað manninum, að hann lagðist þegar í rúmið þegar hann kom heim og varð hann aldrei síðan samur og áður á meðan hann lifði. Einkum sótti á hann sinnisveiki og ætluðu menn að orsökin var að hann skyldi hlaupast frá þegar voðaverkið var framið.
Þegar sama dag og morðið var framið var mannsins leitað og fannst hann eftir tilvísun Guðmundar í brekku þeirri, er síðan er kölluð Dauðsmannsbrekka.
Aldrei sannaðist þetta verk til fulls upp á Magnús, enda er sagt að ekki hafi verið gerður að því neinn reki. Guðmundur vildi og mjög lítið um þetta tala og aldrei gat hann þess í votta viðurvist, og er sagt að bæði hann og aðrir nábúar hans, er líka höfðu grun um hver valdið hafi, hafi dulið það mest fyrir ótta sakir, því þeir vissu að Magnús var bæði fjölkunnugur og í öllu hinn versti viðureignar.
Guðmundur sá er hér er fjallað um var Þórðarson. Hann var fæddur 1725 og dó 1798. Hann bjó á Neðra-Hálsi og þótti merkisbóndi. Hann var faðir Lofts hreppstjóra á Hálsi og Þorsteins stúdents í Laxnesi í Mosfellssveit. Fjölmenn ætt er komin frá Guðmundi.

Prestur marinn til dauða

Kjós

Kjós – Svínaskarð.

Margar eru fleiri sagnirnar um Magnús á Fossá og þótti hann jafnan hinn mesti misindismaður og menn þóttust vissir um að hann hefði oftar orðið ferðamönnum að fjörtjóni.
Einar Torfason var prestur á Reynivöllum 1747 -1758. Hann dó snögglega í Svínaskarði er hann reið á eftir lest sinni og sonur hans fór með yfir skarðið nokkru fyrr. Fannst Einar þar fallinn af hestinum og marinn til dauða, með annan fótinn fastan í ístaðinum. Hugðu flestir að dauða hans hafi borið að af manna völdum og var Magnús á Fossá grunaður um verknaðinn, því menn þóttust áður vita að óvild var á milli þeirra, en hvað þeim hafi orðið að sundurþykkju er ekki frá greint.

Féll á eigin bragði

Kjós

Á Reynivallahálsi.

Þess er getið að maður nokkur var sendur úr Borgarfirði suður til Reykjavíkur og var erindi hans að sækja peninga til einhvers í Reykjavík. Það var um vetur og var hjarn yfir allt. Maður þessi gisti á Fossá hjá Magnúsi bónda og var honum vel tekið, svo að hann þóttist hvergi á leið sinni hafa fengið jafngóðar viðtektir og var Magnús honum þó ókunnur með öllu.
Að morgni er Borgfirðingurinn fer af stað fylgir Magnús honum á veg og verður þeim allhjaldrjúgt, og kemur þar niður tal þeirra, að Magnús spyr ferðamann um erindi hans til Reykjavíkur. Borgfirðingurinn grunaði ekki að brögð væru í tafli og segir honum allt hið ljósasta um erindi sín. Áður en þeir kveðjast býður Magnús honum að koma við hjá sér á bakaleið og segir sér forvitni á fréttum að sunnan. Heitir hinn þessu og heldur síðan sína leið.
Ekki er sagt af ferðum hans fyrr en hann hefur lokið erindum sínum og fer hann þá sömu leið til baka og gistir á bæ einum í Mosfellssveit. Bóndi spyr hann hvort hann hafi komið að Fossá til Magnúsar og segir Borgfirðingurinn honum allt um samtal þeirra, því að hann var kunnugur bónda. Bóndi varð hljóður við og ráðleggur sendimanni að fara aðra leið, þar sem Magnús verði hans ekki var og segir honum að ef Magnús nái fundi hans, muni tvísýnt um hvort hann komist heill á leiðarenda.

Kjós

Kjós – Fossá og Reynivallaháls.

Borgfirðingurinn féllst á ráð hans og fer þó yfir Reynivallaháls, en nokkuð frá almannavegi, eða að minnssta kosti annan veg en hann hafði áður farið og ætlar ekki að koma við á Fossá. Magnús fær grun af þessari ætlun hans og hefur spurn af för hans og situr fyrir honum, þar sem honum þótti líklegast að leið hans mundi liggja og þar hittast þeir á Reynivallahálsi. Magnús spyr sendimann þegar, hvers vegna hann hafi ætlað að forðast bæ sinn. En hinn segist hafa álitið þessa leið beinni, enda hafi hann verið búinn að vera lengur á ferðinni en hann hafi búist við. Hafi hann og frétt að Magnús væri ekki heima. Magnús gefur þessu engan gaum og ræðst þegar á manninn og segist ekki munu láta hann fara án þess að hafa gefið honum ráðningu fyrir að hafa brugðið loforði sínu og skuli hann ekki gera það fleirum. Hinn tekur sterklega á móti og kveðst vilja fara ferða sinna óhindraður af Magnúsi, þar sem hann hafi ekkert til saka unnið. Glíma þeir ekki lengi áður en þar kennir aflsmunar, svo að Magnús varð að bíða lægri hlut í viðskiptum þeirra, og gekk hinn svo frá Magnúsi, að hann komst nauðulega heim til sín, lagðist og dó skömmu síðar. Hörmuðu hann fár er hann þekktu.
Ýmsar sögur eru um að Magnús hafi gengið aftur og gert skráveifur og að illa hafi hann legið kyrr í kirkjugarðinum á Reynivöllum. En [þær] draugasögur verða ekki tíundaðar hér.

Illmennska í arf

Kjós

Kjós.

Magnús á Fossá var enn á lífi 1772 en dáinn er hann fyrir 1780. Kona hans hét Þuríður Magnúsdóttir og var hún enn á lífi 1780. Þau áttu mörg börn en mestar sögur fara af Eyjólfi syni þeirra, sem var líkur föður sínum í flestu, gáfaður og vel að sér sem hann, en hið mesta illmenni og ekki frómur. Eyjólfur bjó á Fossá fyrstu búskaparár sín eftir lát föður síns. Þá grunaði menn að hann væri valdur að hvarfi nokkurra kinda sem hurfu frá einum eða fleiri nágrönnum hans. Hann frétti að gera ætti þjófaleit á bænum. Lét hann hið stolna fé þá í gryfju eina dimma er var undir baðstofugólfi á Fossá, og var ekki hægt að sjá það nema taka upp gólffjalirnar. Til þess að ekki heyrðist jarmur kindanna, tók hann það ráð að skera úr þeim tungurnar. Má af því marka innræti hans og hefur honum þar svipað til föður síns. Þó að hið stolna fé fyndist ekki að þessu sinni hjá Eyjólfi, höfðu menn þó stöðugt grun á honum, enda komst síðar upp, að grunurinn var ekki ástæðulaus og er sagt að Eyjólfur hafi verið dæmdur fyrir sauðaþjófnað.

Heimild:
-Dagur – Íslendingaþættir; Morðóður og ófrómur bóndi á Frossá, 29.08.1998, bls. 1-2.

Gíslagata

Dys í Dauðsmannsbrekku á Reynivallahálsi.

Vörðuhólmi

Í Vísi 1925 er sagt frá landamerkjadeilu Stafnnesinga og eigenda Kirkjuvogs.

„Frá Hæstarétti í gær.

Vísir

Vísir 1925.

Þar var sótt og varið málið: „Eigendur Stafnness eigendum Kirkjuvogs. Mál þetta er risið út af ágreiningi um landamerki milli jarðanna Stafnness og Kirkjuvogs á Miðnesi, og er svo vaxið, sem nú skal greina“.
Árið 1884 var landamerkjaskrá Stafnness rituð og staðfest, lögum samkvæmt, og virðist þá enginn ágreiningur hafa orðið um landamerki jarðarinnar; þau eru sögð „hin sömu, sem verið hafa frá ómunatíð“, og síðan lýst í skránni.
Árið 1922 var svo komið, að ágreiningur var orðinn um landamerki milli Stafnness og Kirkjuvogs. Málsaðiljar áttu þá sáttafund með sér (10. apríl), og gerðu svolátandi sætt: „Landamerki á milli Stafnneshverfis og Kirkjuvogsjarða séu eins og þau eru ákveðin í landamerkjaskrá fyrir Stafnnes, frá 4. desbr. 1884, að viðbættri línu úr svonefndri „Gömlu þúfu“ á Háaleiti í Beinhól, og verða þá landamerkin þannig: „Úr svonefndri „Gömlu þúfu“ á Háaleiti í „Beinhól“, sem liggur fyrir botni Djúpavogs, úr „Beinhól“ í Djúpavog, þaðan beina línu í ós austanundir „Vörðuhólma“, þaðan sunnanundir „Selskeri“ og „Hestakletti“ og þaðan á sjó út.“
Ekki höfðu aðiljar sjálfir gengið á merkin, þá er þeir gerðu sætt þessa, en munu hafa treyst því, að þar væri um ekkert að villast. En brátt kom það í ljós, að eigendur jarðanna urðu ekki á eitt sáttir um, hvar þeir staðir væri sumir, sem getið er í merkjaskránni. Eigandi Stafnness leitaði þess vegna til sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu, og beiddist þess, að kvatt yrði til annars sáttafundar með eigendum jarðanna, og var hann haldinn 10. desember 1922.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur og nágrenni – uppdráttur ÓSÁ.

Sáttatilraun varð árangurslaus og málinu síðan vísað til landamerkjadóms, og sátu hann þeir Sigurgeir Guðmundsson hreppstjóri í Narfakoti og Þorsteinn Þorsteinsson, kaupm. í Keflavík, ásamt formanni dómsins, sýslumanni Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Dómur þeirra var á þessa leið: „Landamerki á milli Stafnnesjarða í Miðneshreppi annars vegar og Kirkjuvogsjarða í Hafnahreppi hins vegar skulu vera þau, er hér greinir: Úr Gömlu þúfu á Háaleiti í „Beinhól“, sem liggur fyrir botni Djúpavogs, úr Beinhól í miðjan Djúpavogsbotn við stórstraumsflóðmál, hvar varanlegt merki skal sett, auðkennt L.M. Þaðan bein lína um ósinn í vörðu þá, er stendur á suðurenda Vörðuhólma, er skal rauðkennd L.M. með varanlegu millimerki, er sett skal á Illaklif, einnig auðkennt L.M. – Frá Vörðuhólma sunnan um Selsker og; Hestaklett á sjó út.
Málskostnaður, samtals kr. 253.00, greiðist að helmingi af eigendum Stafnnestorfunnar, en að helmingi af eigendum Kirkjuvogstorfunnar.
Dóminum, að því er dæmdan málskostnað og setning landamerkja snertir, ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans, undir aðför að lögum.“
Eigendur Stafnness skulu dómi þessum til Hæstaréttar og sótti Jón Ásbjörnsson málið. Krafðist hann þess a hinn áfrýjaði dómur yrði feldur úr gildi og merkjadómurinn skyldaður til þess að taka málið upp að nýju. Einkanlega lagði hann áherslu á það, að samkvæmt dómi þessum hefði landspilda nokkur, norðan Djúpavogs, gengið undan Stafnnesi. Segja munnmæli, að þar hafi áður staðið bærinn Kirkjuvogur (sem sjá má á uppdrætti herforingjaráðsins), en J.A. færði fram vottorð fyrir því, að land þetta hefði um langan aldur legið undir Stafnnes.
Verjandi var Sveinn Björnsson og krafðist hann þess, að dómurinn yrði staðfestur, og áfrýjandi dæmdur til að greiða allan málskostnað. Taldi hann Stafnnesinga enga heimild hafa til þessa áðurnefnda lands, samkvæmt sjálfu landamerkjabréfinu.

Stafnes

Úrskurðuð landamerki Stafnness og Kirkjuvogs. Kort herforingjaráðsins.

— En að öðru leyti er ekki kostur að skýra frá deilum þeirra hæstaréttarmálaflutningsmannanna, svo að ókunnugir hafi þess full not, nema birta jafnframt uppdrátt af þrætulandinu, en Vísir hefir hann ekki á takteinum, og lýkur hér frá þessu máli að segja.“

Heimild:
-Vísir, 6. tbl. 08.01.1925, Frá Hæstarétti – landamerki Kirkjuvogs og Stafness, dómur, bls. 2.

Vörðuhólmi

Vörðuhólmi – LM-merki.

Grímshóll

Í „Huldufólkssögum – úrvali úr þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar“ segir m.a. af Grímshól.

Grímshóll

Grímshóll

Á Grímshól.

Það hefir lengi verið siður í Rangárvallasýslu, að menn hafa farið þaðan til sjóróðra eitthvað suður. En einu sinni bar svo við, að unglingsmaður nokkur, Grímur að nafni, ætlaði suður í Leiru til sjóróðra. Grímur var fyrirvinna hjá móður sinni, en faðir hana var dáinn. Grímur fór nú með öðrum Rangvellingum suður, en er þeir koma suður undir Vogastapa, bar svo við, sem oft má verða, að reiðgjörð slitnaði á hesti Gríms, svo að hann varð að staldra við til að bæta gjörðina. Grímur var aftastur í lestinni, og tóku því samferðamenn hans ekki eftir því, að hann stóð við; hjeldu þeir þá áfram og bar leiti á milli. En er Grímur var einn orðinn, kom að honum maður. Sá maður falar Grím til að róa hjá sjer um vertíðina, en Grímur skorast undan og kvaðst vera ráðinn hjá manni í Leirunni, og segir honum, hver sá sje. Spyr Grímur manninn, hvar hann eigi heima, en hann sagði, að bærinn væri þar skamt frá þeim. Leggur hann þá fast mjög að Grími, og segir að aflabrögð hans rauni eigi verða minni hjá sjer en Leirumanninum, sem hann sje ráðinn hjá. Og hvernig sem þeim hafa nú farist orð á milli, þá fór Grímur með hinum ókunna manni.

Stapinn

Tóftir undir Vogastapa.

Komu þeir brátt að snotrum bæ, vel bygðum. Maðurinn spurði Grím, hvað hann ætlaði að gera við hestinn. Grímur kvaðst hafa ætlað að senda hann heim aftur, þótt hann helst hefði viljað hafa hann þar hjá sjer til lokanna, til þess að geta flutt eitthvað á honum með sjer heim til móður sinnar. Maðurinn segist þá skulu sjá eitthvað fyrir hestinum, og tók við honum; en Grímur vissi ekki um hann framar að sinni. Nú byrjar vertíðin, og róa þeir Grímur tveir á báti, og hlóðu í hvert skifti. En er að landi kom, var Grími sagt að ganga heim og hvíla sig, og vissi hann því aldrei hvað um fiskinn varð, eða hvað mikið þeir höfðu fengið í hlut, enda grenslaðist hann eftir hvorugu.
Undi hann sjer mjög vel, og fanst honum tíminn stuttur, og ekki vissi hann heldur, hvað á hann leið. Ekki lagði hann mat á borð með sjer. Einhvern dag, er þeir eru á sjó, bóndi og Grímur, spyr bóndi hann, hvort hanu viti, hvað nú sje liðið á vertíðina, eða hvað mikið þeir sjeu búnir að fiska. Grímur neitti því. Þá segir bóndi honum, að lokadagurinn sje á morgun, og ef við fáum eins og vant er í dag á bátinn okkar, þá höfum við fengið tíu hundruð til hlutar; en sá, sem þú varst ráðinn hjá, hefir fengið hálft fjórða hundrað. Spyr hann þá Grím, hvort hann vilji ekki vera kyrr hja sjer, eða hvort hann þurfi nauðsynlega að fara heim um lokin.
Grímur segist mega til að fara heim. En er þeir höfðu fengið á bátinn, halda þeir að landi; og daginn eftir býst Grímur til heimferðar. Bóndi spyr Grím, hvað hann vilji helst hafa á hestinum austur, og segist Grímur ætla að flytja kvistinn og höfuðin.

Stapagata

Gengin Stapagatan um Reiðskarð.

Bóndi spyr, hvort móðir hans þarfi ekki korns. Grímur segist ekki geta hugsað til að hafa það með sjer í það skifti. Bóndi segir, að á lestunum skuli hann koma með 10 hesta með reiðingi, og geti hann þá hvort sem hann heldar vilji, fengið á þá hjá sjer, eða lagt fiskinn inn hjá öðrum. En er Grímur ætlaði á stað, fær bóndi honum tilbúna bagga á tvo hesta, og voru annað kornbaggar, en annað fiskabaggar, og segir hann skuli eigi þá. Grímur segist ekki geta flutt nema aðra baggana. Bóndi segist skulu ljá honum hest og fær honum brúnan hest. Grímur tók og sinn hest, og var hann svellspikaður. Fer nú Grímur á stað, og hittir samferðamenn sína; þeir voru þá á heimleið líka, Þeir spurðu, hvar hann hefði verið um veturinn, en hann sagði þeim óglögt frá öllu. Þegar heim kom, sagði hann móður sinni alt sem farið hafði. Líður svo fram á lestir; þá býst Grímur heiman með tíu reiðingshesta í lest. Margir voru þeir saman, Rangvellingar. En er suður eftir kemur, dregst Grímur aftur úr, og missa þeir hans, svo þeir vissu ekki, hvert hann fór, samferðamennirnir. Halda þeir svo leiðar sinnar. Kemur nú Grímur til formanns síns; tók hann vel móti honum, og ljet hann fá nauðsynjar allar, er hann þurfti, og miklu meira en hann hafði ætlað. En er Grímur var albúinn til burtfarar, spyr bóndi, hvort hann þurfi eigi peninga við.

Stapinn

Stapinn – flugmynd.

Grímur segir, að svo sje, en hann muni vera búinn að fá fyrir hlutinn  sinn, og því hafi hann ekki nefnt það. Bóndi fær honum þá 40 spesíur. Bóndi spyr Grím, hvort hann hafi sagt nokkurum, hvar hann hafi verið. Engum, nema móður minni einni, segir Grímur. »Jæja, segir bóndi, »jeg vissi það, að þú hafðir sagt frá því; þess vegna hefir það komist á loft. En nú eru þorskhöfuðin þín«, segir bóndi. »Þau verðurðu að sækja seinna«. Grímur játti því. Skilja þeir síðan með kærleikum. Fer Grímur heim, og undruðust menn mjög afla hans. Seinna fór hann skreiðarferð og sótti þorskhöfuðin; bar ekki til tíðinda í þeirri ferð, nema að bóndi falar Grím til að róa hjá sjer aðra vertíðina til, og var Grímur fús á það. Segir ekki af því meir, nema aflabrögð og aðgerðir fóru að öllu eins og fyr. Þessu fór fram nokkurar vertíðir. En einu sinni spyr formaður Gríms hann að, hvort hann mundi ekki vilja fara til sín, þegar móðir hans væri önduð, og eiga dóttur sína. Grímur þekti stúlkuna og fjell hún vel í geð, svo hann þá þegar boð bónda. Líða nú enn nokkur ár, þangað til móðir Gríms deyr. Sjá þá nábúarnir, að ferðasnið er á Grími. Bjóst hann nú hið skjótasta til burtferðar og selur alt það, sem hann gat ekki með sjer flutt. Heldur hann nú suður, en enginn vissi upp á víst, hvert hann fór, nema hvað samferðamenn hans komust næst, að hann mundi hafa farið að hól þeim, sem er á Vogastapa fyrir ofan Reiðskarð. Hóll þessi er æði-stór með vörðu á, og er hann kallaður Grímshóll síðan.
Aldrei varð neitt vart við Grím eftir þetta, hvorki á Raugárvöllum nje í veiðistöðunum syðra.

Heimildir:
-Huldufólkssögur – úrval úr þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar, Ísafoldarprentsmiðja 1920, bls. 86-89.

Stapinn

Fjárskjól í Vogastapa.

Gálgaklettar

Í Melkorku árið 1954 birtist grein eftir Guðrúnu Sveinsdóttur undir fyrirsögninni „Gönguför um Gálgahraun“.

Melkorka„Á Álftanesi við Arnarnesvog er Gálgahraun. Fram við sjóinn, beint á móti BessastöÖum gnæfa Gálgaklettar. Við klettaræturnar þekur grasið gömul tóftarbrot. Í klettaskorum vex ljónslöpp, tófugras, burkni, þursaskegg o. fl. Efst uppi situr svartbakur, einn síns liðs, en annars er hér urmull fugla í sandbleytunni og smátjörnunum, sem útfirið hefur skilið eftir. Á milli grasigróinna sandlbala, vaða stelkar og sendlingar, en í þangbendunni, sem öldurnar hafa skolað langt upp á land, gösla rifnar og óhreinar rolluskjátur með lömbin sín. Smáfuglár þjóta á milli klettanna, sem endur fyrir löng báru uppi líkami ógæfusamra vesalinga, sem mannanna réttlæti dæmdi til lífláts á þessum stað. Við erum þrjár á ferð, frú Unnur Skúladóttir, Signý, bróðurdóttir hennar, 11 ára gömul, og sú er þetta ritar.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Við nemum staðar og fáum okkur sæti í brekkunni, að vestanverðu við stóra klettinn. Landslagið er sérkennilegt og víður sjóndeildarhringurinn. Hér er friðsælt, við njótum veðurblíðunnar og finnum hve staðurinn er laus við ömurleg áhrif þess, sem hér hefur áður gerzt. Hinzta hvíla hinna ógæfusömu, sem fengu ekki að bera beinin í kristinna manna reit, hefur áreiðanlega hlotið sína vígslu, sem hrakið hefur á brolt allt óhreint og helgað staðinn.
Gömul frásögn hermir, að einu sinni sat lítil stúlka undir Gálgaklettum. Var hún þá, sem í leiðslu, hrifin upp í ljóshvolf vítt og undrafagurt. Að eyrum hennar bárust tónar, fegurri en mannlegt eyra má heyra og var sem bylgjur hinna fögru tóna bæru með sér blikandi litskrúð. Loftið var þrungið angan blóma og hreinleika ópilltrar náttúru. Svo sterk voru áhrifin af þessari óviðjafnanlegu fegurð, að hún minntist þess ekki, kvort hún hafði séð fólk á þessum stað, en samt fannst henni sem þarna hefði farið fram einhver helgiathöfn. Þegar hún kom aftur til sjálfrar sín, þar sem hún sat í brekkunni, flutti hún með sér þessa vísu:
Æðra ljós, sem lyftir sál
lífið að mér rétti.
Mig vermir eilíft andans bál
undir Gálgakletti.

Esja

Esjan.

Þarna sátum við og virtum fyrir okkur umhverfið fjær og nær. Regnskúrirnar í Esjunni færðust lengra í vesturátt, en Snæfellsnesið og jökullinn voru enn umvafin skærri birtu og bláma, og andspænis okkur litum við höfuðbólið Bessastaði.
„Sjáðu nú Signý min, þarna á Bessastöðum fæddist hann pabbi þinn,“ sagði Unnur, „og þar var hún Unnur frænka þín heimasæta,“ bætti ég við. „Finnst þér ekki einkennilegt að horfa héðan heim að þeim stað, sem geymir svo margar minningar æskuáranna, þar sem þú þekkir hvern krók og kima inni og hverja þúfu úti fyrir?“ spurði ég Unni.
„Jú víst er það einkennilegt, ég átti þar heima í 9 ár. Ég man það eins og það hefði skeð í gær, þegar ég kom fyrst að Bessastöðum.“
Náttúran og sólskinið var hið sama og á sólskinsdögum æskuáranna, þegar Unnur var heimasæta á Bessastöðum. Það hlaut að vera hið ákjósanlegasta tækifæri til að fá að skoða í myndabók minninganna hjá henni. Það bar margt á góma þennan dag, atburðir alda og ára, og eilífðarinnar, sem geymir allt í fórum sínum. Svo fáum við kannske einbverntíma seinna að skoða og skilja allt, sem okkur langar til. Þegar ég kom heim, fannst mér samt, að það mundi ekki skaða að rissa á blað til minnis frásögn Unnar þennan dag, og nú vill Melkorka skrá þessar minningar. Frú Unnur er elzt af börnum Skúla Thoroddsen alþingsmanns og konu hans frú Theodóru, sem er nýlega látin í hárri elli. Þau voru bæð þjóðkunn og ætt þeirra og uppruna er óþarft að rekja hér. Þau eignuðust 13 börn og var heimili þeirra jafnan umfangsmikið. Það kom sér því vel, að þar voru tvær atkvæðakonur að verki, húsfreyjan sjálf og Guðbjörg Jafetsdóttir. Guðbjörg var dóttir Jafets Einarssonar gullsmiðs í Reykjavík. Jafet var bróðir Ingibjargar konu Jóns Sigurðssonar forseta. BessastaðirGuðbjörg ólzt að meslu leyti upp í Reykjavík, en var um tíma í Njarðvíkum hjá Ingveldi systur sinni, konu Ásbjarnar Ólafssonar. Guðbjörg var mjög glæsileg kona og vel gefin til munns og handa. Á milli tvítugs og þrítugs kcmur hún á heimili séra Guðmundar á Breiðabólsstað og Katrínar konu hans. Theodóru dóttur þeirra, sem er 9 árum yngri en Guðbjörg, þykir mikill fengur að því að fá á heimilið Reykjavíkurstúlkuna, sem les og talar reiprennandi dönsku, og ber með sér nýjan og hressandi andblæ frá umheiminum. Árið 1884 giftist Theodóra, 21 árs að aldri, og fer þá Guðbjörg á undan til Ísafjarðar, til þess að setja heimilið á laggirnar. Ætlað er, að hún verð ungu hjónunum til aðstoðar fyrst í stað, en þegar von er á fyrsta barninu, finnst öllum nauðsynlegt að hún hafi hönd í bagga með fæðingu þess og fyrstu skrefum. Þegar þar að kemur er Guðbjörg orðin nátengd heimilinu, og með hverju barni verða böndin sterkari. Guðbjörg lézt á heimili Katrínar Thoroddsen læknis árið 1944, 90 ára að aldri.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja.

Vorið 1899 fór Guðbjörg fóstra okkar suður á Álftanes með bræður mína tvo, Þorvald og Skúla, sem þá voru 7 og 9 ára. Fenginn var ráðsmaður, áður bóndi, frá Ísafjarðardjúpi, Gunnar Sigurðsson að nafni, og tvær vinnukonur. Svo var hafinn búskapur á Bessastöðum. Þar var fyrir blindur maður, sem Ólafur hét, virðist hann hafa fylgt staðnum. Ólafur var skýr og greindur maður og afburða vel að sér í fornum fræðum. Síðan var fenginn fjósamaður, Guðmundur að nafni, ættaður sunnan með sjó, og svo drengur til snúninga. Auk þess fólk af bæjunum í kring, til aðstoðar þegar þörf gerðist.
Um haustið bættumst við Guðmundur bróðir minn í hópinn. „Thyra“ gamla lá fyrir landi og bátur flutti okkur upp að Fischersbryggju. Þar var saman komið múgur og margmenni og mest áberandi í þeim hóp voru skólapiltarnir með fínu húfurnar sínar. Guðbjörg var þar komin til þess að taka á móti okkur og hún fór með okkur, fyrst til fröken Kristínar Thorlacius, sem lengi var hjá Jóni Árnasyni þjóðsagnaritara, en Katrín kona hans var ömmusystir okkar.
Seinna kom Katrín Magnússon, kona Guðmundar prófessors, til sögunnar, en hún var dóttir Skúla Sívertsen í Hrappsey, sem var ömmubróðir okkar. Katrín fór út með okkur til þess að skoða bæinn. Benti hún okkur á allt hið markverðasta og okkur þótti, sem von var, mikið til koma. Einhvern næstu daga var svo gengið suður Mela, suður í Skerjafjörð og þaðan róið úr Þormóðsstaðavör beint í Skansinn inn tjörnina. Nú vorum við komin heim að Bessastöðum. Ég sá, að þar var ákaflega fallegt, en ég saknaði fjallanna. Heima á Ísafirði voru þau svo nálægt okkur, en hérna voru þau óralangt í burtu.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Ég reyndi að hugga mig við Esjuna og Jökulinn. Eitt sinn í svartasta skammdeginu, um jólaleytið, kom ég út og sá sólina. Ég hafði aldrei áður séð sólina um þetta leyti árs, ég stóð hugfangin, eins og kraftaverk hefði gerzt fyrir augum mínum, mér lá við gráti. Þá fann ég það fyrst, að ég gat sætt mig við að sakna fjallanna minna.
Að Grími Thomsen látnum hafði lítið verið hirt um húsið. Það var að mestu í sama horfi þegar við komum þangað. Mér fannst mikið til um, hversu veglegt anddyrið var, stofurnar stórar, hátt til lofts, þykkir veggir og djúpar gluggakisturnar. Uppi á loftinu var þó enn merkilegra. Þar voru 4 herbergi, 2 sitt í hvorum enda, en geimur þar á milli. Þetta var áður svefnloft skólapilta og enn mátti sjá hvar verið höfðu lokrekkjur þeirra. Guðbjörg svaf með okkur börnin í svokölluðu Amtmannssonalofti, í austurenda hússins, en úr gluggunum blöstu við Gálgaklettar, þess vegna urðu þeir mér fljótt að umhugsunarefni. Á kvöldin þegar ég fór upp að hátta, hugsaði ég oft um hverjir hefðu sofið þarna í lokrekkjunum á loftinu og ég lék mér að því að skipa þeim hverjum á sinn stað. Það voru afar mínir, bæði Jón Thoroddsen og séra Guðmundur á Kvennabrekku, og svo Jónas Hallgrímsson og fleiri Fjölnismenn og fjöldinn allur af öðrum þjóðkunnum mönnum. Þrátt fyrir alla þessa heiðursmenn, fann ég oft til myrkfælni á loftinu, en sú tilfinning fékk byr í báða vængi, því að margir töldu sig sjá og heyra sitt af hverju, sem ekki þoldi dagsins ljós né hæfði heilbrigðu lífi. Einna helzt var það Ólafur gamli, sem varð var við ýmislegt „óhreint“ á sveimi kringum staðinn og alltaf áskildi hann sér að ganga síðastur frá bakdyrunum á kvöldin. Þar hrækti hann, fussaði og sveiaði, svo að ekkert óhreint kæmist inn.

Laugavegur

Laugavegur 32.

Um haustið var ráðinn til okkar heimiliskennari. Björn Jensson yfirkennari hafði verið beðinn að útvega gáfaðan og duglegan pilt til þeirra starfa. Fyrir valinu varð Björn Líndal, sem síðar varð lögfræðingur og alþingismaður. Hann kenndi okkur tvo næstu vetur, en las auk þess sjálfur undir 5. og 6. bekk. Smiðir úr Reykjavík voru fengnir til þess að vinna að nauðsynlegum umbótum og breytingum. Sveinn Jónsson, stofnandi Völundar, sá um smíðina. Þá var byggður kvistur, þvert í gegnum húsið að sunnan og norðanverðu, kirkjan var dubbuð upp að utan og innan, en allt var það gert í samræmi við það sem áður hafði verið. Á þessum árum, 1899—1901, var hafin smíði á húsi, sem ætlað var undir prentsmiðju Þjóðviljans, sem þá hafði verið gefinn út á Ísafirði. Það hús stóð niður við Bessastaðatjörn, á sjávarbakkanum. Seinna var það flutt til Reykjavíkur og stendur nú innarlega við Laugaveginn nr. 32.
Sumarið 1900 kom móðir mín snöggva ferð með systur mínar, Katrínu og Kristínu. Þær urðu eftir hjá okkur, svo þá vorum við orðin 6 systkinin á Bessastöðum. Foreldrar mínir voru enn einn vetur á ísafirði, en fluttu svo alfarin þaðan til okkar með yngstu systkinin, sem þá voru Jón, Ragnhildur og Bolli, sem þá var 7 vikna. Það var vorið 1901.
Að vestan komu tveir prentarar. Var annar þeirra Jón Baldvinsson, sem síðar varð kunnur stjórnmálamaður, en hinn var Einar Sigurðsson frá Seli. Auk þeirra var einn lærlingur. Uppi á prentsmiðjuloftinu, sem oft var kallað Glymjandi, varð nokkurskonar latínuskóli. Þar lásu, auk bræðra minna, Jakob Smári og Sigurður Sigurðsson, síðar sýslumaður Skagfirðinga. Heimiliskennari var öll þau ár sem við vorum á Bessastöðum, og var það alltaf einhver duglegur latínuskólapiltur.
Þegar í upphafi var gestkvæmt og glaðværð mikil á Bessastaðaheimilinu, en eins og nærri má geta dró ekki úr því við komu foreldra minna. Hvorugt voru þau hneigð fyrir búsýslu, en þá hlið önnuðust þau enn sem fyrr Guðbjörg fóstra okkar og Gunnar Sigurðsson, auk fjölda vinnuhjúa.
Faðir minn var stopull við heimilið. Hann rak enn um nokkurt árabil verzlun á Ísafirði og um þingtímann dvaldizt hann að mestu í Reykjavík. Ritstjóri Þjóðviljans var hann frá 1887 til æviloka.
Heima á Bessastöðum sat hann löngum inni á skrifstofu sinni og oft sat móðir mín þar hjá honum. Sjaldan held ég að hann hafi látið blaðagrein eða annað af því tagi frá sér fara, svo að hún hafi ekki fylgzt með gangi málanna. Foreldrar mínir voru að mörgu leyti kynlegar andstæður að eðlisfari, en áttu þó svo óvenju vel saman, líklega fyrst og fremst vegna þess, að hugur þeirra stefndi að sama marki, að tímanlegri farsæld og menningarþroska í landinu, sem einungis gat dafnað hjá þjóð, sem var frjáls og óháð erlendu valdi. Á stjórnmálasviðinu var faðir minn einbeittur og gat verið harður í horn að taka, en í daglegu lífi voru þau bæði mannvinir, sem máttu ekkert aumt sjá. Þá var hans megin hlýjan og mildin, en hennar eðli var að ganga rösklega að verki með að rétta hjálparhönd, enda hafði hún þar frjálsar hendur.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Hér er eitt lítið dæmi um hjálpsemi hennar: Móðir mín var eitt sinn stödd niður við höfnina. Þar var skip að fara í strandferð og stóð þar veikluleg og illa klædd kona með börn sín og farangur. Einhvernveginn fær móðir mín vitneskju um, að það eigi að flytja konu þessa sveitarflutningi. Það var kalt í veðri, og móðir mín gerir sér lítið fyrir, tekur af sér hlýja og góða sjalið sitt og vefur utan um konuna. Svo kom hún heim með mun lélegri flík, sem hún hafði fengið í næstu búð handa sjálfri sér.
Á Bessastöðum voru menn árrisulir. Þar var unnið af kappi að hverju sem var, búsýslu, heimilisstörfum, lestri, ritstörfum, prentiðn o. s. frv. Þó að mamma tæki ekki mikinn þátt í búsýslunni, hafði hún nóg að gera við að sinna gestum, innlendum og erlendum, og við að vaka yfir velferð barnanna og heimilisins á ýmsa vegu, en þegar pabbi kvaddi hana til aðstoðar og samfylgdar við sig, þá yfirgaf hún allt annað á augabragði og fylgdi honum hvert sem vera skyldi. Eins og nærri má geta var oft glatt á hjalla þar sem var saman komið svo margt fólk í blóma aldurs síns, og alltaf bættist við álitlegur hópur gesta og gangandi. Stundum var slegið upp dansi í forstofunni, en annars skemmtu menn sér við tafl og spil. Sérstaklega var teflt mylla, refskák og kotra. Síðast en ekki sízt var til skemmtunar allskonar fróðleikur, sögur, söngur, ljóðalestur og kveðist á og látið fjúka í kviðlingum, því að bæði voru menn heima fyrir, sem gátu látið til sín taka í þeim efnum og margir þeirra gesta, sem að garði komu, voru heldur ekki í neinum vandræðum með að koma saman vísu, eins og t. d. Þorsteinn Erlingsson, Lárus Sigurjónsson, Jónas Guðlaugsson, Jóhann Gunnar og Guðmundur Kamban og margir fleiri, þótt eigi hafi þeir allir orðið þjóðkunnir á því sviði.
Af þeim mönnum, sem þegar hafa verið nefndir, má sjá að þessi staður hefur á ýmsum tímum haft að geyma marga af mætustu mönnum þjóðarinnar. Geta menn því gert sér í hugarlund, að það eru ljúfar minningar, að hafa átt sín beztu æskuár í hópi nokkurra þeirra og á þessum merka stað.
Frásögn þessi var rituð í ágústmánuði árið 1951. Birt með leyfi frú Unnar Skúladóttur.“

Heimild:
-Melkorka, 10. árg., 2. tbl. 1954, Guðrún Sveinsdóttir, Gönguför í Gálgakletta, bls. 39-43.

Bessastðir

Bessastaðir.

Þorvaldur Thoroddesn

Í „Landfræðisögu Íslands  er fjallað um „Hugmyndir manna um Ísland, náttúrskoðun þess og rannsóknir, fyrr og síðar; Höfndurinn  er Þorvaldur Thoroddsen. Í ritinu eru m.a. skýrðar „Frásagnir  fyrrum um landnám Íslands“.

Sagnir um Thule

Þorvaldur Thoroddsen

Rit Þorvaldar.

Ekki eru neinar líkur til þess, að mannabyggð hafi verið á Íslandi, fyrr en Írar komu hingað á 8. öld; ekki hafa hér fundizt nein mannvirki eða menjar frá eldri tunum. Um allt meginland Evrópu og Ameríku hafa fundizt leifar eptir steinaldaþjóðir á mjög lágu menningarstigi, og rannsóknir vísindanna benda til þess að villi þjóðir hafi búið í Norðurálfunni þegar á ísöldinni eða jafnvel áður. Ísland hefir eflaust verið orðið frálaust frá öðrum löndum, löngu fyrr en Norðurálfan byggðist af mennskum mönnum, og þjóðflokkar þeir, sem lifað hafa á steinöldinni og löngu seinna, voru eigi svo langt komnir að þeir hefðu skip, sem gæti þolað stórsjói í úthöfum; smábátar illa gerðir komust að eins fram með ströndum og hættu sér ekki út ár úmsjó; jafnvel Fönikíumenn þorðu ekki lengi fram eptir að sigla svo langt á haf út, að þeir misstu sjónar á landinu. Kartverjar, Grikkir og Rómverjar áttu seinna mikil hafskip og fóru langar sjóferðir; en starfsvið þeirra lá miklu sunnar, og var því ekki undarlegt, þó þeir ekki þekktu jafn fjarlægt land eins og Ísland er, en Norðurlandabúar hafa á þeim dögum eigi verið orðnir þeir sjógarpar, sem þeir seinna urðu.
Mikið hefir verið ritað og rætt um það, hvort fornþjóðirnar suðrænu hafi þekkt Ísland eða ekki; en allar rannsóknir fræðimanna virðast benda til þess, að hvorki Grikkir né Rómverjar hafi þekkt Ísland; að minnsta kosti er engin söguleg vissa fyrir því. Sumir hafa haldið, að nafnið Thule, sem svo opt kemur fyrir í fornum bókum, eigi við Ísland, en það er mjög ólíklegt, að svo sé; allur þorri rómverskra rithöfunda hefir alls ekki vitað með vissu, hvað þeir sjálfir meintu með þessu nafni, en hafa nefnt svo ýms lönd, sem voru þeim ókunn langt í norðri.

Þorvaldur Thoroddsen

Ritsafn Þorvaldar.

Ég ætla þó hér að fara nokkrum orðum um þetta efni, af því svo margir hafa fengizt við það, og margir hafa haldið þeirri skoðun fram, jafnvel fram á vora daga, að Thule væri Ísland.
Hinn gríski landfræðingur Strabó getur í landafræði sinni um Thule, en tekir það þó óvíst, hvar það land sé og hvernig því sé háttað. (Strabó fæddist í Amaseia við Pontus um 63 árum f. Kr., fór til Rómaborgar árið 29 f, Kr., og dó þar gamall, líklega á dögum Tiberíusar keisara.) Strabó ber annan mann fyrir öllu því, sem hann segir um Thule; þessi maður var Pyþeas frá Massilíu; hann var uppi á dögum Alexanders hins mikla. Massilía var grísk borg á Frakklandsströndu, þar sem nú heitir Marseille; það var mikil borg og auðug og rak verzlun víða um strendur Miðjarðarhafsins.

Thule

Thule.

Fönikíumenn og Kartverjar stofnuðu snemma á öldum nýlendur hér og hvar fram með Miðjarðarhafinu og áttu verzlun við þarlendar þjóðir; fóru þeir verzlunarferðir með ströndum fram langt norður eptir; þeir sóttu silfur til Spánar, tin til Bretlands og raf norðan úr Eystrasalti. Raf notuðu þeir til skrauts, en tin var í þá daga mjög nauðsynlegur málmur, því það var notað í eirblending, sem menn gerðu úr vopn og verkfæri. Fönikíumenn leyndu landafundum sínum, og því vita hinir elztu fræðimenn Grikkja því nær ekkert um lönd og höf fyrir vestan og norðan Njörvasund; Heródót nefnir að eins Tineyjar, Kassiterides; svo óljós er hin fyrsta hugmynd um Bretland.
Grikkir fóru snemma að keppa við Kartverja og leita norður með ströndum, og hafa líklega komizt allt norður í Eystrasalt; gamlir grískir peningar (frá 5. og 6. öld f. Kr.) hafa fundizt þar sumstaðar í jörðu, og bendir það á mjög fornar samgöngur milli landanna. Massilía byggðist 600 árum fyrir Krists burð, og varð snemma forkólfur grískrar verzlunar og nýlendustofnana þar vestra; þaðan byggðust nýlendur með ströndum Frakklands og Spánar. Í Massilíu blómgvuðust listir og vísindi langt fram eptir öldum, að því er rómverskir rithöfundar segja.

Thule

Thule?

Lítið vita menn um norðurferðir Fönikíumanna og Grikkja, því í þá daga var leturgjörð fátíð, enda eru mörg af hinum eldri ritum fyrir löngu týnd. Pyþeas sá, sem fyrr var getið, fór langferðir norður til Bretlauds, til Thule og með ströndum Evrópu til Raf-landsins, sem líklega hefir verið við Eystrasalt; Pyþeas hefir líklega verið á ferðum einhvern tíma á árunum 330—20; hann ritaði bækur um ferðir sínar og athuganir, en þær eru nú týndar. (Brotum úr ritum Pyþeasar hefir verið safnað saman, og þau gefin út í einni heild af Arwedson í Uppsölum 1824 og Schniekel í Merseburg 1848.) Fornir landfræðingar tóku ýmsa kafla úr ritura Pyþeasar í sínar bækur; það eru því allt sundurlausar smágrein[a]r, sem nú eru til, flestar umsnúnar og afvega færðar, og ekki gott að geta í eyðurnar.
Strabó og aðrir landfræðingar til forna lögðu ekki mikinn trúnað á ferðasögur Pyþeasar, en þó hæla þeir honum fyrir kunnáttu í mælingarfræði og stjörnulist. Pyþeas hefir verið mikill vísindamaður, eptir því sem þá gerðist. Það sést á ritbrotum þeim, sem eptir Pyþeas liggja, að hann hefir í mörgu skarað fram úr samtíðarmönnum sínum; hann ákvað stöðu himinspólsins, mældi sólarhæð með sólspjaldi og ákvað með því breiddarstig Massilíuborgar furðu vel og nákvæmlega. Pyþeas var hinn fyrsti, sem sýndi fram á, að flóð og fjara kæmu af áhrifum tunglsins; hann getur líka um flóðhæðina við Bretlandsstrendur, en gerir hana ofmikla; Grikkjum hefir þótt undarlegt, að sjá hinn mikla mismun á flóði og fjöru í úthafinu, af því þeir voru ekki vanir slíku í Miðjarðarhafinu. Af köflunum úr ritum Pyþeasar, sem eru í landafræði Strabós, sést vel, að Pyþeas hefir haft vitneskju um norðlægari lönd en Grikkir almennt þekktu í þá daga, en ekki er allskostar gott að vita, hvernig hin upprunalega ferðasaga Pyþeasar hefir verið. Strabó hefir að ölum líkindum ekki sjálfur þekkt rit Pyþeasar, en fer eptir frásögn Polybíusar sagnaritara, svo að margt getur verið aflögu fært á svo langri leið, þegar hver segir frá með sínum eigin orðum. Ég set hér hið helzta, er Strabó segir um Thule, því rit hans er heimildarrit fyrir ótal eldri og yngri höfunda. Helztu kaflarnir eru þetta: »Pyþeas segir, að Thule sé sex daga sigling frá Bretlandi til norðurs, nálægt hinu frosna hafi«. (Strabonis Geographiica. Ed. C. Miiller et F. Dúbner. Parisiis 1853. 4to lib. I. c. 4. § 2.)
»Pyþeas kveðst hafa farið gangandi um allt Bretland, og segir hann, að ummál þessarar eyjar sé meira en 40 þúsund skeiðrúm: bætir hann auk þess við um Thule
og þá staði, að þar sé hvorki jörð né haf né lopt út af fyrir sig, en sambland af þessu öllu, líkt hafslunga; segir hann, að jörð, haf og allt sveimi í þessu eins og í lausu lopti, og það sé eins og fjötur, til þess að halda öllu saman; þar sé hvorki hægt að fara yfir gangandi né á skipi og segist hann sjálfur hafa séð, að það væri líkt lunga; en hitt segir hann eptir því, sem hann hefir heyrt.
Þetta segir Pyþeas, og bætir því við, að hann hafi þaðan farið aptur um strönd Európu frá Gades allt til Tanais.
Polybius segir, að einmitt það sé ótrúlegt, hvernig einstakur maður og fátækur skyldi geta farið svo mikla fjarlægð á sjó og landi«. (8. st, lib. II. c. 4, § 1-2.)

Thule

Ímynd Thule.

Þessa undarlegu frásögu hafa menn átt bágt með að skilja, og hafa haft alls konar getgátur um það, hvernig ætti að skilja orðið hafslunga í þessu sambandi; sumir hafa haldið, að Pyþeas hafi séð sjóinn fullan af marglyttum eðu öðrum líkum kvikindum, af því að orðið hefir þess konar merking hjá ýmsum fornum höfundum; sumir ætla, að hann hafi séð sjóinn vera að frjósa (S. Nilsson: Nagra Commentarier till Pytheas’ fragmenter om Thule. (Physiographiska Síillskapets tidskrift. Lund 1837—38 L, hls. 44—53). Til forna höfðu menn langt niður eptir öldum mjög undarlegar hugmyndir um hið nyrzta haf á endimörkum jarðar og kölluðu það mare pigrum, m. concretuui, m. congelatum, m. coagu- latum o. fl., sbr. K. MiiUenhof: Deutsche Altertumskunde. Berlin 1870, L, bls. 410—426.) o. s. frv. Líklegast er hér verið að tala um einhvern hugsaðan óskapnað náttúrunnar, sem menn til forna ætluðu að væri á endimörkum jarðarinnar, þar sem allar höfuðskepnur rugluðust saman. Seinna segir Strabó enn frá Thule hér um bil á þessa leið: «Pyþeas frá Massilíu segir, að það sé yzt í heiminum, sem er í kringum Thule, sem er nyrzt af hinum brezku löndum; þar er sumarhvarfbaugur hinn sami og heimsskautsbaugur; hjá öðrum fæ eg ekki að vita, hvort Thule er ey, eða hvort allt þangað er byggilegt, þar sem sumarhvarfbaugur verður heimskautsbaugur; en eg ætla að norðurtakmörk hinnar byggðu jarðar séu miklu sunnar; þeir sem nú rannsaka, geta ekki til nefnt neitt hinu megin við Ierne (Írlind), sem liggur nærri Bretlandi til norðurs, og segja, að þar séu alvilltir menn, er búa illa sökum kulda; þar held eg því, að eigi að setja takmörkin«. (Strabó, 2, bók, 5. kap. § 8.)
»Miklu óglöggari er frásögnin um Thule — sökum fjarlægðarinnar, því menn segja hún sé nyrzt af öllum löndum, sem nefnd eru; að Pyþeas hafi sagt það ósatt, er hann hefir sagt um Thule og aðra staði þar, er auðséð á því, að hann segir flest ósatt um þá staði, sem kunnugir eru, svo það er bert, eins og á undan er sagt, að hann hefir skrökvað meira um það, sem fjarlægara er; en hvað snertir stjörnufræði og tölvísi, þá mætti álíta, að honum eigi hafi farizt óheppilega, þar sem hann segir, að »þeir, sem nálægt kuldabeltinu búa, hafi sumpart alls enga ræktaða ávexti né alidýr, sumpart líði þeir skort á þessu, en að þeir lifi á hirse-korni og öðru kálmeti, ávöxtum og rótum; þar fæst korn og hunang og úr því gjöra þeir drykk, en kornið þreskja þeir í stórum húsum, þegar þeir hafa fært kornöxin þangað, með því að þeir hafa ekki bjarta sólskinsdaga, því láfagarðar verða þeim ónýtir sökum sólarleysis og rigninga«. (Strabó, 4. bók, 5. kap. § 5.)
Á þessari lýsingu er það auðséð, að ekki er átt við Ísland heldur, eru það einhver norðlæg lönd, en þó sunnar en Ísland, enda tekur Pyþeas það sjálfur fram að Thule sé ein af hinum brezku eyjum, og mundi hann varla hafa sagt það um jafn fjalægt land eins og Ísland er. Hirse-kornið, sem nefnt er, hefir líklega verið hafrar, og hunang notuðu bæði Keltar og Germanir mjög snemma til mjaðargerðar. Pyþeas hefir tekið eptir því, hvernig alidýr og ræktaðir ávextir hverfa, eptir því sem nær dregur kuldabeltinu. Öll lýsingin á einkarvel við. norðurhluta Skotlands og eyjarnar þar norður af; kornyrkja hefir þar allt af verið örðug viðfangs, þar eru sól- skinsdagar fáir, sífelld þoka og rigning og hráslagalegt loptslag.

Thule

Ímynd Thules fyrrum,

Grískir landfræðingar höfðu framan af sára litla þekkingu um norðurlönd; þekkingin jókst fyrst að nokkrum mun eptir að Rómaríki var orðið voldugt og víðlent. Fyrir daga Pyþeasar vissu grískir rithöfundar svo að segja ekkert um vestur- og norðurströnd Evrópu, og þó hafði þá mjög margt verið ritað um landafræði og sögu landanna við Miðjarðarhafið. Herodót og aðrir af hinum elztu rithöfundum vissu eins og fyrr var getið ekkert um löndin fyrir utan og norðan Njörvasund, nema að þaðan kæmi tin og raf, og Aristoteles og samtíða menn hans austur á Grikklandi voru litlu fróðari. Eptir ferðir Pyþeasar er það auðséð á mörgum fornritum, að þekkingin er orðin töluvert meiri; nú þekkja menn Bretland og Írland og vita nokkurn veginn, hvernig legu og lögun þeirra landa er varið; menn vita nú, að jörðin er byggileg miklu lengra til norðurs en menn áður héldu, þekkja ýms sérstök nöfn á þjóðum, löndum og höfum, og vita hvaðan rafið kom. Af þessu sést, að ferð Pyþeasar hefir verið til mikilla framfara og þýðingarmikil í þekkingarsögu mannanna. Hinn mikli stjörnuspekingur og hindfræðingur Claiidius Ptolemœus, sem var uppi á miðri 2. öld eptir Kristsburð, nefnir Thule, og segir, að hún sé fyrir norðan Orkneyjar, og að þar sé lengstur dagur 20 stundir; Ptolemæus ákveður legu landanna með breiddar- og lengdarstigum, hann segir, að nyrzti hluti Thule sé á 63° 15′, miðhlutinn á 63°, syðsti hlutinn á 62° 40′. Pomponíus Mela talar einnig um Thule; hann ritar hér um bil á þessa leið: (Pomponii Melae de situ orbis, libri III. Lipsiæ 1831. lib. 3., cap. 6. Pomponius Mela var uppi um miðja 1. öld e. Kr.; hann var ættaður frá Spáni og ritaði landafræði sína á dögum Claudíusar keisara eða á dögum Caligúlu; menn vita fátt um æfi hans.) »Thule er beint á móti ströndum Belca, og er hún fræg í grískum og latneskum kvæðum; þar eru næturnar stuttar, af því sólin kemur upp til þess að síga fjarri til viðar, en á vetrum eru þær dimmar eins og annarstaðar; á sumrum eru þær bjartar, af því sólin á þeim tíma kemur hærra á lopt, og þó hún eigi sjáist sjálf, þá upplýsir hún þó hið næsta með nálægum ljóma. Um sólstöður eru engar nætur, af því þá verður sólin augljósari og sýnir eigi að eins birtu sína, heldur og líka mestan hluta af sjálfri sér«. Á öðrum stað segir Mela, að Skyþar heiti einu nafni Belcar; sýnir þetta, að hann hugsar sér Thule mjög austarlega, enda var það skoðun manna í þá daga, að norðurhluti Európu tæki fljótt að dragast til austurs og að Svartahaf og Kaspiskahaf vœri flóar, er stæðu í sambandi við norðurhafið; fornir landfræðingar láta því opt Thule og önnur norðurlönd vera mjög austarlega.

Thule

Ímynd Thule.

Þessu næst kemur Plinius til sögunnar. Hann getur víða um Thule í náttúrusögu sinni; hann ber Pyþeas fyrir því, að þar sé dagurinn 6 mánaða langur og nóttin sé jafn löng, og að frá Bretlandi sé sex daga sigling norður til Thule. (C. Plini seeiindi naturalis historia, rec. J. Sillig. Hamburgi et Gothæ 1851. Vol. I., 2. bók, 74. kap., bls. 177.) Á öðrum stað segir Pliniiis, að Thule sé nyrzt af öllu sem um sé talað; þar sé um sólstöður engin nótt, þegar sól er í krabbamerki; en enginn dagur um vetrarsólstöður (S. st.. bls. 320.), hann getur þess og (S. st., vol. I., 4. bók, IG. kap., bls. 320-21.) að ýmsir rithöfundar nefni aðrar norrænar eyjar t. d. Scandia, Dumna, Bergos og Nerigon (Þessi nöfn eru mjög efasöm og mismunandi í handritunum; í sumum góðum handritum er Vergos fyrir Bergos og fyrir Nerigon er sumstaðar Verigon, sumstaðar Berricen.), sem sé stærst af öllum; frá Nerigon segir hann sé siglt til Thule og að eins dags sigling sé frá Thule til hins frosna hafs, sem sumir kalli »mare Croniura«. Á 3. öld ritar Solinus um Thule og fer mest eptir því, sem Plinius segir; Soliiius segir, að Thule sé yzt af hinum brezku eyjum; þar sé nærri engin nótt um sumarsólstöður, en mjög stuttur dagur um vetrarsólhvörf; hann segir og, að frá Orkneyjum sé 5 daga og 5 nátta sigling til Thule; þar sé mikið af ávöxtum, og þeir sem þar búi lifi á vorin innan um fénaðinn á grasi, en seinna á mjólk; til vetranna safni þeir saman trjáávöxtum; hann segir og, að hinum megin við Thule sé frosið haf (»Sed Thj’le larga et diutina pomona copiosa est. Qui illic habitant, principio veris inter pecudes pabulis vivunt, deinde lacte. In hiemem compercunt arborum fructus. Utuntur feminis vulgo, certum matrimonium nulli. Ultra Thylen pigrum et concretum mare«. C. Julii Solini Polyhistor. Biponti 1794, 8vo, cap. 22. Cajus Julius Solinus lifði á 3. öld; hann ritaibi »collectanea rerum memorabilium; sú bók var stytt og dregin saman á 6. öld og síðan kölluð Polyhistor. Rit Solinusar er a mestu leyti samsnap úr öðrum rithöfundum, einkum Pliníusi. Mommsen hefir gefið út Solinus í Berlíu 1864, með athugasemdum.) Solinus var átrúnaðargoð lærðra manna á miðöldunum og flestir rit- höfundar á þeim tímum taka frásögnina um Thule úr riti hans; líklega hafa ekki menn eins almennt þekkt hina eldri rithöfunda.

Thule

Ímynd Thules.

Á dögum Claudíusar keisara (41 — 54 e. Kr.) fengu Rómverjar fótfestu á Bretlandi, en áttu þar í sífelldum ófriði um mörg ár, uns Julius Agricola (d. 94) tókst að friða landið, sefa uppreisnir, og sigra Breta og Skota í mörgum orustum. Um þá daga fengu suðurþjóðirnar miklu meiri og betri vitneskju um Bretland og löndin þar í kring, þó ekki sje mikið af því fært í letur. Tacitiis, hinn frægi sagnaritari, var tengdasonur Agricolu og hefir ritað æfisögu hans. Tacitus segir ýmislegt frá Bretlandi. Meðal annars segir hann, að þá hafi fyrst rómverskur floti siglt í kring um Bretland og hafi menn þá fyrst séð, að land þetta var eyja. Tacitus segir enn fremur, að Rómverjar hafi þá fundið Orkneyjar (Líklega voru þó Orkneyjar áður kunnar; Pomponius Mela lýsir þeim þannig (III., G): »Triginta sunt Orcades angustis inter se ductæ spatiis«. Eusebíus (264 e. Kr.) og Orosíus (415 e. Kr.), segja, aí) Rómverjar haíi unnið Orkneyjar á dögum Claudíusar keisara) og lagt þær undir sig, og að þeir hafi séð Thule í fjarska, en snjór og vetur gekk þá í garð; segir Tacitus, að sjórinn þar sje þungur og mjög örðugt að róa, og að vindarnir þar geti því varla reist neina báru. Þessi Thule, sem Tacitus talar um, getur ekki verið annað en Hjaltland. Hugmyndin um þungt og þétt, letilegt myrkrahaf í norðrinu kemur fram hvað eptir annað hjá fornum rithöfundum; kalla þeir haf þetta ýmsum nöfnum, og segja um það ýmsar bábyljur. Lýsing Tacitusar á sjóferðinni er annars ekkert ólíkleg; það var von þó Rómverjum þætti þungt að róa norður undir Hjaltlandi; það veit hver, sem þar hefir farið, hve þungt vestanfallið er þar í sjónum og hve örðug úthafskvikan opt getur verið jafnvel fyrir gufuskip.
Það er auðsjeð á því, sem vér hér að framan höfum tilfært úr ýmsum höfundum, að þeir vita ekkert um Thule annað en það, sem Pyþeas hefir sagt og hefir hver tekið frásögn hans eptir öðrum, langt niður eptir öldum; Tacitus er hinn eini, sem byggir frásögn sína á öðrum grundvelli. Fjölda margir aðrir fornir rithöfundar nefna Thule bæði í óbundinni ræðu og í kvæðum; Thule er hjá þeim ekkert annað en hin norðlægustu endimörk jarðarinnar, eða eitthvað ókunnugt, fjarlægt töfraland, yzt úti í hafsauga. Hér á ekki við að telja upp alla þessa rithöfunda; ég hefi hér aðeins sett hinar eldri og merkari frásagnir um Thule, til þess menn geti sjeð, hvað það er, sem lærðir menn eru að deila um, þar sem um Thule er að ræða.
Þegar fram líða stundir, verða frásagnirnar um Thule enn þá ruglingslegri. Af hinum seinni fornhöfundum segir Prokopius einna mest frá Thule; hann segir að Thule sé tíu sinnum stærri en Bretland og liggi miklu norðar; hann segir og margt skringilegt frá íbúum þar og siðum þeirra; hann segir, að þar búi 13 þjóðir og séu helztar þeirra Skithifinoi og Gauthoi; lýsing hans sýnist helzt eiga við Noreg eða Skandinavíu alla. (De bello Gothico, lib. 11., kap. 15.) Prokopius var nafnfrægur sagnaritari á 6. öld og hefir ritað um styrjaldirnar við Vandali, Grotha o.fl.; hann var ættaður frá Cesarea“ í Palestína.

Thule

Thule?

Hinn fyrsti, sem segir, að Thule sé Ísland, er hinn írski munkur Diculius, sem ritaði landafræðisbók sína um 825, og hafði hann hjá írskum klerkum fengið vitneskju um stórt eyland í norðri, sem eptir lýsingu hans auðsjáanlega er Ísland. Dicuilus kallar eyju þessa Thule, af því hann hefir haft fyrir sjer frásagnir Solinusar og annara fornra höfunda. Frá því Ísland byggðist, er það algengt fram eptir öldum, að það er kallað Thule, þó einstöku menn telji Thule annarstaðar, eins og t. d. Henricus Huntendunensis, sem segir, að Thule sé yzt af Orkneyjum. (Heniicus Huntenduuensis var fæddur í lok 11. aldar og lif?>i fram j’íir miílja 12. öld; hann telur eyjar kring um Bretland og segir- svo: »Habet autem a septentrione, unde oceano iníinito patet, Orcades insulas novem, de quarum ultima Thule dictum est« : »tibi serviat ultima Thule«. Momxmenta historica Britannica 1848, foL, I, bls. 691.) Eptir að Ísland byggðist af Norðmönnum, trúðu Íslendingar sjálfir, að Ísland væri land það, sem fornir höfundar kalla Thule; þess vegna stendur í byrjuninni á Landnámu: »Í aldafarsbók þeirri, er Beda prestr heilagr gerði, er getið eylands þess, er Tíli heitir, ok á bókum er sagt, at liggi VI dægra sigling í norðr frá Bretlandi; þar sagði hann eigi koma dag á vetr, ok eigi nótt á sumur, þá er dagr er sem lengstr. Til þess ætla vitrir menn þat haft, at ísland sé Tili kallat, at þat er víða á landinu, er sól skín um nætr, þá er dagr er sem lengstr, en þat er víða um daga, er sól sér eigi, þá er nótt er sem lengst. En Beda prestr andaðist deexxxv árum eptir holdgan dróttins vors, at því er ritat er, ok meir en hundraði ára fyrr en Ísland byggðist af Noregi«. Höfundurinn að þessum kafla Landnámu hefir líklega ekki þekkt neinn annan höfund, er ritar um Thule, heldur en Beda prest, en Beda prestur tekur orðrétta kafla úr Solinusi og Pliniusi. Hinir seinni grísk-rómversku rithöfundar og elztu landfræðingar miðaldanna, eins og t. d. Dionysips Perigetes, Orosius, Isidorus Hispalensis, Priscianus, Gregorius Turonensis o.fl. taka orðrétt kaflana um Thule úr fornritunum og bæta engu nýju við; þó Thule sé mjög víða nefnd, er þó lítið eða ekkert að græða á því, sem um hana hefir verið ritað á miðöldunum.
Adam frá Bremen, sem var uppi á elleftu öld, talar um Thule og lýsir henni líkt og Solinus, en ber þó Beda prest fyrir frásögninni. Adam þessi þekkti töluvert til Íslands, sem síðar mun verða frásagt, og hann bætir því við: »þessi ey Thule er nú kölluð Ísland«; svo gerir nú hver höfundur fram af öðrum, að kalla Ísland Thule, og er óþarfi að nafngreina þá, enda eru þeir mjög margir.
Það er auðséð að lærðir menn hafa fegins hendi gripið Ísland, þegar það var orðið kunnugt, til þess að geta smellt á það Thule-nafninu, sem þeir voru í vandræðum með, og fram eptir öllu eru nú frásagnir hinna fornu höfunda lítið rannsakaðar; fæstum dettur í hug að efast um að Ísland sé Thule. Arngrímur Jónsson lærði verður einna fyrstur til að sanna, að lýsingar hinna fornu höfunda á Thule eigi ekki við Ísland; í riti sínu »Crymogœa« 1610 segir hann að Thule geti ekki verið Ísland, enda hafi þar engin stöðug byggð verið fyrr en 874. Nokkru seinna reis Pontamis, danskur sagnaritari, upp á móti Arngrími, tekur hann í bók sína marga kafla úr fornum höfundum og reynir með því að sanna, að ekkert annað land en Ísland geti verið Thule; leggur hann einkum áherslu á staðinn hjá Pliniusi, þar sem hann nefnir Nerigon; hann heldur því einnig fram að Ísland muni hafa verið byggt áður en Norðmenn settust hér að 874 og ber fyrir sig bréf og páfabullur eldri, sem nefna Ísland, en þær eru eflaust falsaðar. (Sbr. íslenzkt fornbréfasafn I., bls. 14—18.) Þá reis Arngrímur upp aptur öndverður á móti, skoðaði nákvæmlega heimildarit Pontanusar og tætti sundur sannanir hans og færði með miklum lærdómi ljós rök fyrir því, að Thule gæti ekki verið Ísland. (Arngrímur Jónsson : Speciinen Islandiæ bistoricum et magna ex parte chorograpbicum. Amstelodami 1643. 4to, bls. 89—171.) Nokkru seinna kom þó fram annar Íslendingur, sem var á máli Pontanusar og ritaði allangt um þetta efni; það var Þórður Þorláksson, sem seinna varð biskup í Skálholti (f. 1697); telur hann fyrst upp marga höfunda, sem nefna Ísland og segja að það sé Thule og svo þá sem á móti hafa mælt; því næst heldur hann því sjálfur fastlega fram, að Ísland sé Thule eptir breiddarstigum þeim, sem fornir höfundar nefna, eptir fjarlægðinni frá Bretlandi og eptir dagslengdinni.- (Theodorus Thorlacius: Dissertatio cborograpbico-bistorica de Islandia. Editio tertia. „Wittebergæ 1690. 4to, Tbesis I. § 8—18. (1. útg. 1666). Seinna hafa enn ýmsir haldið því fram, að Ísland væri Thule og það jafnvel fram á vora daga t. d. Bessel og Burton, (W.Bessel: Pyþeas von Massilia. Göttingen 185S. R. Burton: Ultima Tbule or a Summer in Iceland. London 1875, Vol. I. sbr. Vivien de St. Maiiin. Histoire de la géograpbie. Paris 1873.) en það má heita fullsannað, að svo er ekki. Karl Milllenhoff heldur, að Thule hafi verið ein af Hjaltlandseyjum og eru ýmsir aðrir á hans máli (K. Mulleuhoff: Deutsche Altertumskunde. Berlin 1870, I. Ziegler: Eeise des Pytheas. Dresden 1861.), aptur á móti ætlar Keyser, Sv. Nilsson og Brenner, að Thule sé Noregur eða Skandínavia; (Keyser: Norges Historie. Kristiania 1866, I., bls. 3B. S. Nilsson: Skandinaviska Nordens Urinvånare. 2. Upl., II. Broncealdereu. Stockholm 1862—64. Oscar Brenner: Nord- und Mittel-Evropa in den Schriften der Alten. Múnchen 1877. bls, 29—34, 91 —101. G. M. Redslob: Thule. Leipzig 1855.).
Malte Brun hélt að Thule væri Jótland (Thy), Rudbeck að Thule væri Svíþjóð o.s.frv. Af seinni mönnum hefir Mullenhoff ritað einna mest og bezt um Pyþeas og um þekkingu fornþjóðanna á norðurhluta Európu; ritgjörðir og bækur vísindamanna um þetta mál skipta hundruðum. Þó nú mörg af ritum þessum hafi mjög aukið þekkingu manna á sögu rannsóknanna og landfræðinnar, þá er það þó enn með öllu óvíst, hvaða land það var, sem Pyþeas kallaði Thule, enda má oss Íslendingum standa á sama, úr því, það er ekki hægt að finna fullnægjandi líkur fyrir því að Thule sé sama og Ísland. Aðalfjöldi fornra höfunda kallar það allt Thule, sem er ókunugt í norðri; seinna héldu Rómverjar að Hjaltland eða einhver af Orkneyjum væri Thule, og á 6. og 7. öld hafa sumir rithöfundar sett þetta nafn á Noreg eða Skandínavíu.
Líklega geta menn aldrei ráðið gátuna um ferðir Pyþeasar til Thule, af því frumritin eru glötuð og ritbrotin, sem til eru hjá öðrum höfundum, eru eflaust umsnúin og aflöguð.

Fornar sagnir um Ísland áður en það fannst.

Kringlumýri

Kringlumýri ofan Krýsuvíkur – með elstu mannvistarleifum á Íslandi.

Fornar sagnir um Ísland áður en það fannst hjá ýmsum miðaldahöfundum er getið um Ísland og það sett í samband við viðburði, er gerzt hafa löngu áður en landið fannst; sést það berlega, að slíkt eru skröksagnir eða ýkjur seinni manna, og sanna þær alls ekki neitt samband við landið á þeim tíma, sem tilfærður er. Arthúr konungur, höfðingi Sílúra á Bretlandi, er nafnfræg hetja í gömlum riddarasögum og rímum; þó hafa margir efazt um, hvort hann hefir nokkurn tíma verið til; hann á að hafa dáið úr sárum árið 542 e.Kr. Í gömlum enskum bókum er opt talað um orrustur hans og sigurvinninga; þar er sagt að hann hafi lagt undir sig Norðurlönd og eyjar margar, og er þar talið Ísland og Grænland. Galfried af Monmouth segir fyrstur nokkuð til muna um Arthúr konung og samkvæmar ritum hans eu frásagnirnar í Bretasögum. Þegar Arthúr konungr hafði barið á Söxum og lagt undir sig England og Skotland, er mælt hann hafi farið herferð til Írlands, og síðan lagt undir sig Orkneyjar og Hjaltland og Suðureyjar, og síðan Danmörk, Noreg, Færeyjar og Gotland, og lagði svo skatt á öll þessi lönd. Síðan lagði Arthúr undir sig Frakkland, og líkaði Rómverjum það stórilla og sögðu honum stríð á hendur; bauð hann út miklu liði og voru með honum margir kappar og konungar úr skattlöndum hans; meðal þeirra er talinn »Malvasíus Tíle-konungr (þat heitir nú Ísland)«. Einn af konungum þeim, sem komu á eptir Arthúr, Malgó að nafni, »lagði undir sig allt Bretland ok Skotland, Írland, Ísland, Orkneyjar, Danmörk ok Gotland, ok voru þessi lönd öll honum skattgild, en karlmenn þýddust hann en eigi konur ok því varð guð honum reiðr«. (Bretasögur í Annaler for nordisk Oldkyndighed 1849. bls. 94, 104, 126.). Það sér hver maður, að frásagnir þessar eru eintómar ýkjur, tilbúnar löngu eptir þann tíma, sem um er rætt, og verður því ekkert á þeira byggt. Þess er og getið í gömlum bókum, að Kentigern biskup í Glasgow, sem var uppi á 6. öld, hafi sent kristniboða til Orkneyja, Noregs og Íslands; en þetta er jafn ótrúlegt eins og fleira, sem sagt er um þenna biskup. Sögurnar um Sunnifu hina helgu, að hún hafi farið frá Íslandi til Noregs til þess að boða þar kristni á 4. öld, hafa einnig víð jafnlítið að styðjast. (K. Maurer : Die Bekehrung des uorwegischen Stammes zum Christentliume. Miinchen 1855. I, bls. 8—9.) Í fjölda mörgum fornkvæðum og rímum er getið um Ísland og Íslendinga, án þess að nokkur fótur sé fyrir því, og eru slíkt ekki annað en skáldaykjur, enda tóku rímnaskáldin fram á vora daga það ekki nærri sér, þó landaskipunin væri eigi sem réttust, í »Rosmers«-kvœði er t. d. sagt frá því, að Íslands konungur byggir skip; Rosmer stígur í haf ok lætur alla konungsmenn sökkva til botns og drukkna nema Alvar konungsson; hann kemst af og í hús risans til Hellelille. Hann er þar í 8 ár; þá er Hellelille með barni hans. (Svend Griindtvig: Danmarks gamle Folkeviser. II, hls. 72-88.) Í öðru kvæði er sagt frá því að Burmand risi fréttir, að Íslands konungr eigi fagra dóttur og biður hennar sér til handa og vill hafa hálft ríkið í heimamund; Gloríant dóttir konungs er lofuð Karli keisara og vill ekki þýðast risann og biður Olgeir danska að hjálpa sér; hann fer á móti Burmand risa og leggur hann að velli. (S. st. I, bls. 391—96. Þar er víðar getið um Ísland, t. d. I. Us. 160, 369, 380, o.s.frv.) í færeysku fornkvæði er Friðfróði látinn sigla til Íslands, og þorir þá Íslands konungur ekki annað en bjóða honum skatt til friðar sér o.s.frv. Margs konar aðrar ýkjur um Ísland má finna hér og hvar í gömlum útlendum riddarasögum, rímum og kvæðum, og yrði hér oflangt að eltast við slíkt; þó Ísland sé sumstaðar í þess konar sögum sett í samband við viðburði, sem gerðust löngu áður en landið fannst, þá er það þó þýðingarlaust; því kvæðin og sögurnar eru löngu seinna til orðnar.
Nokkur ágreiningur um fund Íslands hefir fyrrum orðið meðal fræðimanna út úr nokkrura gömlum páfabréfum. Þegar erkibiskupsstóll var stofnaður í Hamborg 835, þá er Ísland nefnt í páfabréfinu og hafi sumir af því viljað ráða, að Ísland hafi verið albyggt og kristið, áður en Norðmenn námu þar land; en hér liggur í augum uppi, að eitthvað hlýtur að vera ranghermt, því landið er nefnt því nafni, er það síðar fékk (Ísland); það er því víst engum efa bundið, að nöfnunum Ísland og Grænland hefir síðar verið skotið inn í páfabréfið, og öll líkindi til, að Brimabiskupar hafi gert það, eptir að Ísland varð kristið, til þess að geta talið þetta land sem önnur norræn lönd undir biskupsstólinn. Halda sumir Aðalbert erkibiskup (1043—1072), er vígði Ísleif Gissurarson til biskups, hafi skotið nöfnunum inn í bréfið og ef til vill í 4 önnur brjef, sem seinna voru útgefin. Seinna spunnust ýmsar sagnir út af þessu, og í munkaritum og kvæðum er Anskar hinum helga talið það til gildis, að hann hafi kristnað öll Xorðurlönd og þar með líka Ísland og Grænland. (Íslenzkt fornbréfasafn I, bls. 1 —44. i?. Burton: Ultima Thale I, bls. 79-87.) Pontanus studdist við þessi páfabréf í ritdeilu sinni móti Arngrími lærða, en Arngrímur áleit, að bréfin mundu vera fölsuð, og á sama máli hafa flestir hinir merkari fræðimenn verið, t.d. K. Maurer, Finnur biskup Jónsson (Historia ecclesiastica Islandiæ I, bls. 219—20. A“, Maurer: Bekehrung etc. I, bls. 23—24.) og Jón Sigurðsson. Sumir hafa haldið, að nöfnin í frumritinu hafi mislesizt og ritararnir hafi aflagað önnur nöfn og gert úr þeim Ísland og Grænland. (I. R. Forster: Gescliiclite der Entdeckungen und Schifffahrten im Norden. Frankfurt an der Oder 1784, bls. 109—110.)
Hinn alkunni stjórnmálagarpur Gladstone hefir allmikið fengizt við fornfræði og í ritum um Homer hefir hann komizt að þeirri skoplegu niðurstöðu, að Ísland sé eyjan Ogygia, þar sem Oddyssevs dvaldi hjá Kalypso. (Sbr. Ólafur Davíðsson: Ísland og Íslendingar. Tímarit bókmf. 1887, bls. 107.)

Írar finna Ísland

Fornagata

Lestargata.

Eins og kunnugt er, voru hér Írar þegar Norðmenn komu fyrst til landsins. Ari fróði segir í Íslendingabók (íslendingabók, 1. kap. ísl. sögur I, bls. 4.) »þá voru her menn cristnir, þeir es Norþmenn calla Papa, en þeir fóro síþan á braut, af því at þeir vildo eigi vesa her viþ heiþna menn, oc léto eptir bæer irscar oc bjöllor oc bagla; af því mátti scilja, at þeir voru menn írscir«. Landnáma bætir vi5 um bjöllurnar og baglana, (Landnáma, proL, bls. 24. Fornmannasögur I, bls. 233, XI
bls. 410. Theodorici Monacbi historia de antiquitate regum norwagiensium, cap. III. Monumenta bistorica Norvegiæ, udgivne ved G. Storm. Kristiania 18b0, bls. 8—9.) »þat fanst í Papey austr ok í Papýli, (Papýli vita menn eigi með vissu, bvar hefir verið, Dr. Kálund heldur, að héraðið Síða bafi borið það nafn (Hist.-topogr. Beskrivelse af Island II, bls. 276 og 314); aðrir halda, ab Papýli hali verið í Suðursveit (Oddsens Landaskipunarfræði II. 1822, bls 304. Safn til sögu Íslands II, bls. 451 og 475.) er ok þess getit í bókum enskum, at í þann tíma var farit milli landanna«. Síðar segir um Kirkjubæ á Síðu (Ldn. IV. 11). »Þar höfðu áðr setit Papar, oc eigi máttu þar heiðnir menn búa«. Írar þeir er hinir fyrstu landnámsmenn kölluðu Papa, hafa eflaust verið klerkar eða munkar frá Írlandi, er höfðu leitað í einveru norður í höfum. Það sést líka á riti Dicuils munks, sem skrifað er 825, að Írar hafa fyrstir fundið Ísland. Dicuilus segir í riti sínu fyrst frá Thule og talar um hvað Solinus hafi sagt um þetta land og bætir því næst við: »Nú eru þrír tigir ára síðan, að klerkar, sem dvalið höfðu á þessari eyju frá því í byrjun febrúarmáuaðar til byrjunar ágústmánaðar, sögðu mér, að um sumarsólstöður og um næstu daga undan og eptir þá hyrfi sólin, er hún gengur til viðar eins og bak við dálítinn hól, svo að engin dimma varð um sjálfa þessa stuttu stund, hvað sem menn vilja gjöra t.d. tína lýsnar úr skyrtunni, þá má gjöra það eins og sól væri á lopti; ef þeir hefðu komið upp á há fjöll þar á eynni, mundi sólin líklega aldrei hafa horfið þeim. Mitt um þessa stuttu stund er miðnætti á jörðunni miðri, það er því ætlun mín, að sólin sjáist aptur á móti um skemmsta tíma í Thule um vetrarsólstöður eða nokkrum dögum undan og eptir, en þá er miðdegi á miðri jörðunni. Þeim hefir skjátlazt, er skrifað hafa, að sjór væri frosinn kringum eyna og að einlægur dagur án nætur væri frá vor- jafndægrum til haustjafndægra og aptur á móti samanhangandi nótt frá haustjafndægrum til vorjafndægra, því klerkar þessir komu þangað sjóleið um þann tíma, þegar mikill kuldi er vanur að vera og dvöldu þar, og voru, þá ávallt dagar og nætur á víxl nema um sólstöðurnar, en þegar þeir sigldu þaðan norður á við eina dagleið, hittu þeir frosinn sjó«. (Dicvilus. Liber de mensura orbis terræ. Berolini 1870, bls. 41—43.) Því næst segir Dicuilus frá eyjaklasa, sem liggur tveggja daga sigling fyrir norðan Bretland og eru það líklega Færeyjar. Eyjar þessar eru allar litlar segir hann, og þröng sund á milli, og hafa þar búið í nærri hundrað ár einsetumenn frá Skotlandi, en þeir hafa orðið að flýja fyrir norskum víkingum, (Hammershaimb segir, að í í jöllunum við Hvalbö séu margir hellar og gjótur; þar duldust Færeyingar á fyrri tímum fyrir árásum víkinga, og hengdu svart vaðmál fyrir hellismunnana ; þar eru líka sagnir um, að frumbyggjar Færeyja hafi dulizt í hellum þessum, þegar Norðmenn námu þar land, og dáið þar út. Antíqvarísk Tidskrift 1846-48, bls, 261.) segir hann að þar sé ótölulegur grúi af sauðfé og alls konar sjófuglum. Af frásögn Dicuils er það auðséð að einsetumenn írskir hafa fundið Ísland líklega einhvern tíma á 8. öld, úr því Dicuilus hefir talað við klerka, sem þar höfðu verið um árið 795. Á Írlandi og Skotlandi hefir ekki verið friðsamt í þá daga þegar víkingahóparnir austan um haf alltaf voru að gera strandhögg, brenndu borgir og þorp, kirkjur og klaustur, drápu fólkið og rændu fénu; guðhræddir einsetumenn urðu að leita lengra og lengra burtu til þess að geta verið í friði.

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma – minjar um forna búsetu.

Í latnesku riti um sögu Noregs, sem ritað hefir verið á Orkneyjum á miðri 13. öld, er þess getið, að þar hafi búið Piktar og Papar, er Norðmenn námu þar land; um Papana segir höfundurinn meðal annars: »Papar voru þeir kallaðir af því þeir klæddust hvítum klæðum eins og klerkar. -Þess vegna eru allir klerkar á tevtonska tungu kallaðir Papar. Ennþá heitir ein eyja Papey eptir þeim«. (Breve Crouicon Norvegiæ. Symbolæ ad historiam antiquio- rem rerum Norvegicarum. Ed. P. A. Munch. Christiania, 1850, bls. 6 og 88) Allmörg örnefni á Orkneyjum og Hjaltlandseyjum benda á Papana. Í Orkneyjum eru tvær Papeyjar, Papey meiri og Papey minni (Papa-Westray og Papa Stronsay) og á tveim stöðum heitir þar Papýli, á Hrossey (Mainland) og á Rögnvaldsey (South Ronaldsay). Við Hjaltland eru líka tvær Papeyjar, Stóra Papey (Papa Stour) og Litla Papey (Papa Little) o.s.frv. (P. A. Munch: Geograíiske Oplysninger om Orknöerne (Annaler for nordisk Oldkjrndighed 1852, bls. 51-58).) Af þessu sézt, að klerkar frá Írlandi mjög snemma hafa sest að á eyjum þessura og má svo rekja feril þeirra um Suðureyjar, Orkneyjar, Hjaltland, Færeyjar og alla leið til Íslands. Hinir fyrstu íbúar, sem menn hafa sögur af á Orkneyjum, voru Piktar, og tóku þeir snemma við kristni, sagt er að Cormac hafi boðað þar kristni á 5. öld. Piktar héldu Orkneyjum fram á níundu öld, (Nennius: Historia Britonum, cap. 5. (Monumenta historica Britanuica 1848 I, bls. 56). Nennius segir, að Piktar hafi lagt undir sig Orkneyjar í fyrndinni og búi þar enn. Nennius lifði fram yfir miðja 9. öld.) en þá urðu bæði lærðir og leikir að stökkva úr landi fyrir ofríki hinna norrænu víkinga. Munkaflokkar frá Írlandi settust víða að á eyjum og útskerjum við strendur Skotlands á 8. og 9. öld, og finnast mjög víða merki eptir þá; (Á Orkneyjum eru mörg merki um hina eldri kristni og klerka þessa, sbr, Joseph Anderson: Introduction to The Orkneyinga Saga. Edinburgh 1878, bls. 11-21. f>ar hala meDal annars fundizt sjerstaklega lagaðar bjöllur, eins og þær, sem voru notaðarí hinni elztu kristni; eru þær líklega eptir Papana og ef til vill líkar bjöllum þeim sem fornmenn fundu hjer á landi. Mynd af þess konar bjöllu, er hjá Anderson á s. st., bls. 14. Þessir elztu keltnesku klerkar og einsetumenn hafa snemma verið kallaðir Culdees (guðsmenn) af keltnesku orðunum cule = socius, de = dei; var nafn það brúkað um keltneska munka, hvort þeir voru í klaustrum eða einsetumenn. Worsaae talar um menjar eptir Pikta á Orkneyium og Hjaltlandsevjum; þar eru kastalarústir (pictish towers) o.m.fl. Minder om de danske og Nordmændene í England, Skotland og Írland,bls. 230.) seinna settust þeir að á eyðieyjum og lifðu einsetumannalífi, fjarri róstum og ofríki víkinganna, sem þá fóru að koma í stórhópum að austan, einkum eptir það, að Haraldur hárfagri fór að brjóta undir sig Noreg. Hinir fornu Keltar á Írlandi og Skotlandi voru yfir höfuð að tala mjög gefnir fyrir sjóferðir og allt af á sífelldu flakki; það eru jafnvel nokkrar líkur til þess, að þeir hafi fundið Vesturheim fyrr en allir aðrir Norðurálfumenn, þó það sé með öllu ósannað enn. (Í Vita S. Galli II, 47 (Pertz: Monum. German. historica II, bls. 30) er sagt um þessa flakkaranáttúru Kelta frá Skotlandi og Írlandi: »Nuper quoque de natione Scotorum. quibus consuetudo peregrinandi iam paene in naturam conversa est, quidam advenientesí o.s.frv., sbr. Alexander v. Humbolclt: Kritische Untersuchungen iiber die historische Entwickelung der geographischen Kenntnisse von der neuen Welt. Berlin 1852. III, bls. 197.) sem fornmenn fundu hjer á landi. Mynd af þess konar bjöllu, er hjá Anderson á s. st., bls. 14. Þessir elztu keltnesku klerkar og einsetumenn hafa snemma verið kallaðir Culdees (gubsmenn) af keltnesku orðunum cule = socius, de = dei; var nafn það brúkab um keltneska munka, hvort þeir voru í klaustrum eða einsetu- menn. Worsaae talar um menjar eptir Pikta á Orkneyium og Hjaltlandsevjum; þar eru kastalarústir (pictish towers) o. m. fl. Minder om de danske og Nordmændene í England, Skotland og Írland, bls. 230.)“

Heimild:
-Landfræðisaga Íslands – Hugmyndir manna um Ísland, náttúrskoðun þess og rannsóknir, fyrr og síðar – Þorvaldur Thoroddsen, Ísafoldarprentsmiðja 1892-96, bls. 1-20.

Thule

Prins Valinat á Thule.

Húshólmi

Í Dagur-Tíminn 1996 er fjallað um „Frumbyggja Íslands – Krýsana“. Þar er og m.a. skrif um höfundinn; „Skugga“, Jockum M. Eggertsson.

Uppruni Skugga og ferill

Hugmyndir um búsetu á Íslandi fyrir daga Ingólfs Arnarsonar eru mörgum hugleiknar og eru víða til. Meðal þeirra sem sett hafa fram kenningar um efnið er Jochum M. Eggertsson, sem tók sér höfundarnafnið Skuggi.

Jochum M. Eggertsson

Jochum M. Eggertsson.

Hér á síðunni er leitast við að gefa nokkra hugmynd um kenningar hans um Krýsa, sem vöktu talsverða athygli á sínum tíma, en hafa nú fallið í skuggann fyrir enn öðrum kenningum, sumum miklu ótrúlegri, en margir taka samt sem góðar og gildar.
Jochum M. Eggertsson fæddist á Ísafirði 1896, sonur Eggerts Jochumssonar, bróður Matthíasar skálds og Einars trúmálahöfundar og margra fleiri systkina. Móðir hans var seinni kona Eggerts, Guðrún Kristjánsdóttir frá Gullbringu.
Eggert faðir hans var um tíma skrifari hjá Jóni Þ. Thoroddsen, sýslumanni og rithöfundi, sem þá sat í Haga á Barðaströnd. Annars var hann vitavörður á Naustum, gegnt Ísafirði, en var lengstum ævinnar heimiliskennari hér og þar um Vestfirði og síðar á Ísafirði við barnaskólann. Skáldmæltur, fjölfróður og ritfær, en gaf lítið út. Jochum kallaði sjálfan sig Skugga og gaf út bækur undir því heiti. Hann varð búfræðingur frá Hvanneyri, fór síðan til Norðurlanda ungur maður og lærði ostagerð og fleiri hagnýt fræði. Heimkominn snéri hann sér þó ekki að sérgrein sinni, heldur skriftum, afar fjölbreyttum. Þýddi hundruð ljóða eftir þekkta erlenda höfunda, gaf út Galdraskræðu um hvíta- og svartagaldur, ritaði Syndir guðanna 1-3, magnað ádeilurit um samtíð sína, samdi fyrsta kvikmyndahandrit á íslensku, þýddi Rubayat Ómars Khajjam og gaf út kenningar sínar um margvísleg efni. Þar á meðal um landnám Krýsa, sem leita verður uppi í fleiri bókum, því svo virðist sem nokkuð skorti á skipulag í framsetningu Skugga. Alls eru útgefin rit hans um 30 talsins.
Skóga í Þorskafirði keypti Jochum 1950 og stundaði þar skógrækt og víðfeðmar hugsanir. Síðustu árin gekk hann til liðs við Baháisöfnuðinn og arfleiddi hann að Skógum. Þar ólst faðir hans upp ásamt systkinum sínum, þar á meðal Matthías skáld Jochumsson.
Jochum Magnús Eggertsson (1896-1966) var einn af fyrstu bahá’íunum á Íslandi.  Jochum má telja til frumkvöðla skógræktar á Íslandi. Hann arfleiddi íslenska bahá’í samfélagið að landinu eftir sinn dag.
Jochum var rithöfundur og skáld. Hann skrifaði jafnan undir höfundarnafninu Skuggi.

Í Vikunni 1963 er grein um Skugga; „Krýsar, Nýjar kenningar um landnám Íslands, Var Ingólfur Arnarsson gabbaður til Reykjavíkur.“ Þar segir m.a.:

Jochum M. Eggertsson

JOCKUM EGGERTSSON (SKUGGI) ER ALLRA HÉRLENDRA MANNA FRÓÐASTUR UM GALDRALETUR FRÁ FORNRITÍÐ. HANN HEFUR KOMIST YFIR GALDRASKRIF, SEM SEGJA FRÁ KRÝSUM, SEM BJUGGU í KRÝSAVÍK OG NÁGRENNI ÁÐUR EN LANDNÁMSMENN KOMU. ÞAR SEGIR EINNIG FRÁ ÞVÍ, AÐ ÞEIR SKRÁÐU SÍÐAR ÍSLENDINGASÖGUR, EN KOMUST í ANDSTÖÐU VIÐ KIRKJUVALDIÐ OG VAR NÁLEGA EYTT MEÐ AÐFÖR ÁRIÐ 1054.

ÞEIR SÁU FYRIR LANDNÁMIÐ OG KOMU VÍKINGA. ÞEIR FUNDU SÚLUR INGÓLFS FYRIR SUNNAN LAND OG FLUTTU ÞÆR Á DRAUGI VESTUR FYRIR HEIÐI. ÞEIM LEIST VEL Á INGÓLF OG HELGUÐU HONUM ÞAÐ LAND ER HANN LYSTI.

Skuggi

Brísingarmen Freyju.

„Fyrir skömmu síðan bárust mér í hendur bækur nokkrar sjaldséðar, en að sama skapi merkilegar. Þær eru skrifaðar af Jochum Eggertssyni, skáldi og fræðimanni. Hann er einn af þeim sjaldséðu ágætismönnum, sem troða ekki hefðbundnar slóðir, heldur ryðja nýjum skoðunum rúm í samfélagi mannanna. Hann hefur varið miklum hluta ævi sinnar til rannsókna á íslenzkum bókmenntum, rúnaletri og náttúru landsins. Það sem ég geri hér að umtalsefni er þáttur Papanna, sem bjuggu að Krýsavík, í sköpun fornsagnanna samkvæmt þeim heimildum, sem koma fram í einu ritverki Jochums er hann nefnir „Skammir“. Jochum Eggertsson hefur ferðazt mikið um Vestfirði og víða um landið og hefur komizt yfir gömul handrit og handritaafrit, sem hann telur fjalla um frumlandnám Austmanna og einnig um dvöl Vestmannanna eða Papanna, sem hingað voru komnir miklu fyrr. Aðalheimildarritið er Gullbringa eða Gullskinna, sem gengið hefur undir ýmsum nöfnum á undangengnum rúmum 900 árum síðan hún var færð í letur af Kolskeggi Ýrberasyni frá Krýsavík, má þar meðal annars nefna Gráskinna, Rauðskinna og ýms önnur nöfn, sem yið galdra eru tengd. Eigendur bókarinnar eða handhafar þóttu og jafnan fjölkunnugir, að undanteknum biskupum þeim er fyrst varðveittu hana að Skálholti eftir víg Kolskeggs Ýrberasonar árið 1054. í galdrakveri, sem er í einkaeign, afrituðu eftir skinnbókarslitri frá 13. öld stendur eftirfarandi málsgrein með „brimrúnum“, opnuðum með dverglykli, III. skerðingar, og hér færð til nútímamáls.

Skuggi

Landnámsmenn“ nálgast landið.

„Kolskeggur Krýs orti Hávamál, var heiðinn sagður, fordæmdur af helgum mönnum og kirkjustoðum. Hans nafni var útskúfað. Kristinn mun þó Kolskeggur verið hafa. Mestur var hann kunnáttumaður; lifði eftir þann tíma er upp var tekinn Christum og sankti Maríá. (þ. e. kristni lögtekin) aflífaður áður en Ísleifur vígðist.
Stórvitur var Kolskeggur og langglygginn, hans sporningar ógengilegir. Marga hluti hann fullfurðulega gerði, svo sem af litum, letur og stafi, að eigi kunni fölna eður aflýsast. Af kunnáttu (sinni) sauð hann efni saman af jurtum og dýrum og svo af steinum og málmi; rauð á skinn og gerði af bækur að eigi kunni granda feyskja, vatn eður eldur. Þá bók (eina) hafði hann fullkomna, þá hann aflézt, þar á öll hin fornustu fræði, og svo vitur að biskupar og fróðustu klerkar fá eigi af numið. Sú bókin segir um alla landsbygging og sköpun og skifting jarðarinnar, nafngiftir og örnefni og áttvísi, frá Krýsum og Vestmönnum og landvættum þeirra, þá Austmönnum öllum, þeirra áttum og uppákomu. Helgir menn vilja eigi þessa bókina upp taka vegna villu og galdurs. Nú er þessi bókin Kolskeggs sögð undir Skálholtsbiskup og afturreirð, að eigi uppljúkist. Snorri (Sturluson í Reykholti) fékk hana eigi léða eður keypta þó margleitaði til með miklum fjármunum. Þessi Krýsabókin Kolskeggs vitra, hefur Arinbjörn prestur mér sagt, að héti Gullbringa eður Gullskinna.

Öndvegissúlur Ingólfs.

Skuggi

Flutningur öndveigissúlna Ingólfs vestur fyrir land.

Í Gullbringu skýtur nokkuð öðru við í frásögnum af landnáminu heldur en kemur fram í síðari tíma afritum á Landnámabókum. Í Landnámabók þeirri, sem Guðni Jónsson sá um til prentunar segir: „Þá Ingólfur sá Ísland, skaut hann fyrir borð öndvegissúlum sínum til heilla. Hann mælti svá fyrir, at hann skyldi þar byggja, er súlurnar kæmi á land.“ Í næsta kafla segir: „Þau misseri fundu þeir Vífill ok Karli öndvegissúlur hans við Arnarhvál fyrir neðan Heiði.“

Fornagata

Fornagata (Hellugatan) við Krýsuvík.

Enda þótt Ingólfur Arnarson yrði fyrstur norrænna víkinga til að staðfesta ráð sitt á þessu landi, verður þó, sannleikanum samkvæmt, varla hægt að kalla hann landnámsmann í þessa orðs fyllstu merkingu. Suðvesturströnd landsins var löngu numin af Vestmönnum og margar kynslóðir lifað og dáið í „Landnámi Ingólfs“ á undan honum. Hér var fyrir friðsamt fólk og vopnlaust, en úrval af mannkostum. Hér voru fyrir framsýnir menn og vitrir, er sáu þann kostinn vænstan, að taka þeim víkingum, er setjast vildu að, með opnum ömrum, gera þá að höfðingjum sínum og allan veg þeirra sem virðulegastan.
SkuggiAllt Norðurlandið ásamt Vestfjörðum og Austfjörðum var enn óbyggt, er norrænir víkingar komu hér fyrst, þá landshluti höfðu Vestmenn að vísu kannað fyrir löngu síðan, en töldu þá lakari að gæðum og lítt byggilega. Víkingar fengu því venjulega með sér Vestmenn, er voru landinu kunnir, er þeir hugðu til könnunarferða og voru þessir Vestmenn venjulega þaulkunnugir siglingamenn og jafnframt trúnaðarmenn Krýsa.
Frumlandnáma segir frá ferðum Ingólfs Arnarsonar og staðfestu hans í Reykjavík, á allt annan hátt en núverandi gerð. Þeir Vífill Kormáksson og Karli Njálsson, systursonur Vífils, voru EKKI ÞRÆLAR Ingólfs, heldur leiðsögumenn hans og trúnaðarmenn Krýsa. Vífill var siglingagarpur mikill. Og þegar Ingólfur kom hingað til lands könnunarferðina, áður en hann afréð að setjast hér að, þá fylgdu þeir honum út, Vífill og Karli, að ráðum Krýsa. Ingólfur dvaldi vetrarlangt við suðurströndina og ræddi við þá, er fyrirmenn voru innbyggjanna, og sögðu þeir honum allt landið betra suður en norður. Krýsar voru forvitrir menn og framsýnir og sáu fyrir þjóðflutninginn og það los, er komið var á víkinga í Noregi. Þeim leizt Ingólfur gæfusamlegur og höfðu þegar ákveðið að setja hann yfir bezta landshlutann og allt það land, er hann fýsti.
Vífill og Karli fóru svo út með Ingólfi og komu með honum aftur til landnámsins. Þeir Hjörleifur höfðu samflot lengst af, en er nálgaðist suðurströndina, skildi með þeim. Ingólfur varpaði þá öndvegissúlunum. Vindar og straumar stóðu vestur með landi og hrakti Hjörleif langt vestur í haf, en þeir Vífill kunnu betur til segla og vissu af ágætri höfn sem beir náðu (Ingólfshöfða).
Vífill og Karli fóru svo út með Ingólfi og komu með honum aftur til landnámsins. Þeir Hjörleifur höfðu samflot lengst af, en er nálgaðist suðurströndina, skildi með þeim. Ingólfur varpaði þá öndvegissúlunum. Vindar og straumar stóðu vestur með landi og hrakti Hjörleif langt vestur í haf, en þeir Vífill kunnu betur til segla og vissu af ágætri höfn sem beir náðu (Ingólfshöfða).
Vífill var kunnur suðurströnd landsins allri og þekkti þar voga alla og svo vötnin. Fóru þeir Karli jafnan tveir saman vestur með landi og höfðu fengið drauga stytting úr drómetar, þ. e. úlfalda, af Krýsum og svo prjám (léttur skinnbátur).

Hjörleifshöfði

Hellir í Hjörleifshöfða.

Þá er Ingólfur hafði verið að Hjörleifshöfða einn vetur, en þangað fluttist hann með farangur sinn og skip eftir víg Hjörleifs, fundu þeir Vífill aðra súlu hans að landi komna en hina hvergi. Þar voru fyrir opnir sandar. Færðu þeir súlu þá vestan allra vatna, vestur fyrir Ölvésósa, festu við armtré og reistu upp og jarteinuðu Kristikross. Þeir voru menn kristnir. En þá Ingólfur frétti af þeim, að fundið hefðu þeir aðra súlu hans, en hina hvergi, þá líkaði honum stórum illa tiltektir. Hélt hann þá skipum sínum vestur með landi og inn í ósa og kallaði Arnarbæli, þar, er hann lagðist með skip sín. Reisti Ingólfur skála að Arnarbæli, en aðrir af liði hans höfðu skipin að skjóli. Voru þá með Ingólfi konur þeirra Hjörleifs, svo og skip hans. Ingólfur gekk á fellið, hvaðan bezt varð séð af. Honum leizt landið gott, bæði gnóglegt og fagurt. Þar heitir síðan Ingólfsfell og er Ingólfur heygður þar á fellinu. En þar, sem heitir að Reykjum bjó Ingólfur vé og setti þar völvur tvær og fretti. Þar voru vötn heit og svo jörðin um kring. Lét Ingólfur búa þar til gerði og færa niður sæði og melti þar kornið og hafði þar ölhitu. Heitti hann á Æsi, þá Óðinn og Frey. Vötn voru heit, að eigi þurfti að elda. Er þar Ölvé kallað og vötn þar við kennd. En það er af þeim Vífli að segja, að þeir hlupu á prjám og létu í haf tveir saman. Lintu þeir eigi fyrr en þeir tóku Suðureyjar. Þar var þá fyrir frændfólk þeirra Ingólfs og svo Vífils. Sagði Vífill þeim Herjúlfi og Steinúði innilega um för þeirra Ingólfs og svo um andlát Hjörleifs. Lofaði Vífill landið mjög og bað Steinúði og svo Herjúlf upp að koma og hafa land með Ingólfi. Þau höfðu þá bæði kristni tekið. Varð það að ráði. En þeir Vífill létu aftur í haf það sama sumar og komu að landi við Krýsavík. En Krýsar höfðu þá séð allt fyrir. Tóku þeir þá súlu Ingólfs og færðu á draugi og fluttu á landi vestur fyrir Reykjanes og allt þangað er heitir Reykjavík og reistu upp á hóli einum og gáfu nafnið Arnarhvoll, en það land átti Vífill.

Arnarhóll

Arnarhóll.

Það mun hafa vafizt fyrir mörgum að trúa því að hlutur, sem settur er í haf suð-austur af Íslandi ræki vestur með ströndinni fyrir Reykjanestangann og upp á fjörur þar sem landkostir voru beztir. Hitt er mikið líklegra að öndvegissúlurnar hafi rekið einhversstaðar upp á suðurströndina og verið hreinlega fluttar á þann stað sem Reykjavíkurborg stendur nú á.
Krýsar helguðu Ingólfi svo mikið land, er hann lysti og settu hann yfir það allt og voru þá þar eftir í hvor annars vernd og forsjá og svo hans afkomendur. Krýsar einir höfðu alla ströndina frá Reykjanesi til Ölvésósa og öll fjöll þar yfir. Þar heitir Arnarnes, og víkin Arnarnesvík, er þeir Ingólfur geymdu skipa sinna. Vífill fór utan á skipum Ingólfs, er eigi fór heill af holund, er hann ungur hlaut í orrustu og deyddi hann ógamlan 49 ára eða árið 899.

Krýsar

Kringlumýri

Kringlumýri – hinir fornu Gestsstaðir?

Kolskeggur vitri þ. e. kölski samkv. þjóðtrúnni var 5. liður frá Vífli Kormákssyni, þeim er með Ingólfi var, en þó ekki í beinan karllegg, því Vífill átti engan son, en 4 dætur, sem upp komust.
Kolskeggi var veitt það bezta uppeldi og sú hæsta menntun, semhugsanleg var. Kolskeggur var í frændsemi við þá Njálssonu á Bergþórshvoli og í búð með þeim á Þingvelli þegar rætt var um vígsmálin, vorið á undan Njálsbrennu. Hann segist hafa verið 16 ára þá um haustið, er brennan var framin. Ætti þá Njálsbrenna að hafa gerzt haustið 1012.
Segir Kolskeggur að það hafi verið í annað sinn er hann hafi komiðá Lögberg á Alþingi, en var þá búinn að vera nokkra vetur í klausturskóla á eynni Iona á Suðureyjum.
Árið eftir Njálsbrennu fór Kolskeggur til Suðureyja aftur og þaðantil Skotlands og Englands. Eftir það fór hann til Frakklands og varí Svartaskóla næstu árin. Síðan hélt hann til Miklagarðs, Grikklands, Egyptalands og Jórsala. Um Danmörk, Garðaríki, Bjarmaland og Norðurveg fór hann á heimleiðinni. Er hann kom úr þessum mikluleiðöngrum af Austurvegi, lét hann þó ekki staðar numið, heldur brá sér til Vesturheims, til Grænlands og Vínlands og var þar á skipi, er hann stýrði sjálfur. Var hann tvö ár í þeim leiðangri. En að því loknu hóf hann margra ára ferðalag um Ísland, þvert og endilangt. Var hann þá að afla sér gagna og staðfæra ýmislegt viðkomandi frumlandnámu og fornsögu. Árið 1044 hafði hann fullgert frumlandnámu sína („Gullbringu“, „Gullskinnu“) og tekur þá til óspilltra málanna að skrá fornsagnirnar, fornkvæðin, konungasögur o. m. fl. jafnframt því sem hann stjórnaði stórum skóla og stórbúi í Gömlu-Krýsavík og hafði yfirumsjón með öllum ritstörfunum og samræmdi þau, bæði í Krýsavík og Vífilsstöðum. Allar voru sögurnar settar saman úr fjölda þátta og skiptu þeir hundruðum. Ætt og uppruni og lífshlaup hvers einastalandnámsmanns og afkomenda þeirra allt fram til 1030, var skráð í þáttum og svo vísur, sem ortar höfðu verið um atburðina. Allt var þetta skráð á papyrus og biblos, og því allt sem nokkurs konar uppköst, en tilætlunin að koma öllu á kodex (bókfell, skinn), þegar fullsamið væri og fullkarrað og til þess hafði Kolskeggur mikinn útbúnað síðustu misserin, en entist ekki aldur til að koma því í verk.

Húshólmi

Húshólmi (Gamla-Krýsuvík) – tilgáta.

Sigrún, móðir Kolskeggs, stóð fyrir búi með honum í Gömlu Krýsavík og sýndi hann móður sinni jafnan slíka kurteisi og virðingu, sem væri hún konungborin. Hún er sögð hafa bjargað öllum handritunumog komið þeim í jarðhýsi eitt um leynigöng, neðanjarðar, en látið sjálf lífið í reyknum og svælunni og fundist dauð í þessum undirgangi, löngu síðar; því þeir, sem að sóttu létu sér ekki nægja minna, en brenna staðinn til kaldra kola, áður en frá var horfið. En þessari miklu dáð þessarar stórbrotnu konu var þó ekki meira á lofti haldið en það, að hún var, að minningum verka sinna, kölluð: „Sigrún kelling“, eða „Krýsa kelling, sú er í svælunni kafnaði“.
Helztu samstarfsmenn Kolskeggs vitra, voru fyrst og fremst fyrirrennari hans, meistarinn Ioan „inn gamli“ Kjarualarson, höfundur Völuspár og Land-Erna-Sögu, þríleiksins mikla, sem var afmáður eftir að norræna höfðingja-, kirkju- og konungsvaldið náði tókum og yfirráðum.
Ioan „inn gamli“ var sagður hafa legið dag og nótt við arineld, er vaktaður var, að aldrei kulnaði. Hann neytti engrar fæðu utan lítið eitt fuglaeggja og sýrðrar mjólkur, en drakk jurtaseyði. Engum manni veitti hann áheyrn eða viðtal nema Kolskeggi einum og var enginn viðstaddur samræður þeirra. Þjóna sína ávarpaði hann aldrei, en gaf allt til kynna með táknum og merkjum. Hann mun hafa verið orðinn mjög gamall, er hann orti Völuspá, og var þá enn í gömlu Krýsavík.
En þeir Krýsar og aðalrithöfundar, sem næstir gengu Kolskeggi voru þeir Grímur Hrafnsson og Rymskati Asklaugarson. Grímur Hrafnsson tók saman Egils-Sögu Skallagrímssonar og fleiri sögur og þætti og orti skáldkvæði. Hann var fæddur árið 999, af Mýramannaætt, laungetinn. Var ungur tekinn í fóstur af Krýsum og naut þar kennslu og menntunar. Það var Grímur þessi, er reit fræðimikil með tánum fóta sinna, að Bæ í Borgarfirði, eftir að hann hafði verið fluttur þangað og búið að tunguskera hann og handhöggva. Rymskati Asklaugarson var sagður mesta hamhleypa til ritstarfa og efnilegasta skáld allra þeirra yngri krýsostómasa (gullmunna). Réðst ungur á kaupskip Krýsa og í siglingar með kaupmönnum þeirra. Fór uppkominn í skóla til þeirra Krýsa og reyndist afburðamaður aðnámsþroska og gáfum. Hann var örlagatrúarmaður meiri en Grímur Hrafnsson, draumamaður mikill og dulspakur, Rymskati setti saman Grettis-sögu, Gísla-sögu Súrssonar, Fóstbræðrasögu, Snorra-sögu goða (þ.e. Eyrbyggju), Kormáks-sögu, Vatnsdælu, Heiðarvíga-sögu, Hallfreðar-sögu o.fl. auk fjölda þátta og lausavísna, er hann orti fyrir munn persónanna, bæði í sínar sögur og hinna. Rymskati ferðaðist mest allra um sögusvæðin, ræddi við aðstandendur söguhetjanna og aðra fróða og minnuga, er séð höfðu eða heyrt frásagt, staðhæfði efnið, safnaði vísum, er ortar höfðu verið um atburðina eða orti þær sjálfur eftir munnlegri umsögn. Rymskati var sá, er valdist til að flytja þeim „Bandamönnum“ Ófeigs-sögu bragðakarls (nú Bandamannasaga), en var þá þegar tunguskorinn. Hann var ekki fluttur að Bæ í Borgarfirði með þeim Grími Hrafnssyni og öðrum limlestingum, er af lifðu aðförina, haustið 1054. Hann var hafður í haldi einn sér annars staðar og geymdur vendilega. En árið 1056, undir eins á fyrsta stjórnarári Ísleifs biskups í Skálholti, var hann fluttur þangað og handhöggvinn. En biskup þorði samt sem áður ekki að eiga hann yfir höfði sér, og var hann þar skamma stund í gæzlu, en síðan líflátinn.

Húshólmi

Húshólmi (Gamla-Krýsuvík) – tilgáta.

Gamla Krýsavík var, all-löngu fyrir landnám norrænna manna eða austmanna: þ. e. Dan-þjóðflutningakvíslarinnar, orðin höfuðstöð Iona-þjóðflutningakvíslarinnar, er voru sægarpar og siglinga og af austrænum uppruna eins og Dan-kvíslin (víkingarnir), aðeins stórum mun lengra komnir í vísindum, menningu og siðgæði. Lærðu mennirnir voru nefndir „Papar“, þ. e. feður, og skiptust á tvær deildir: Jóna og Kristjóna. Jónarnir skoðuðu Krist sem guðmenni, er hægt væri að líkjast og urðu umræðilega vitrir og máttugir. Kristjónar trúðu, aftur á móti, eingöngu á Krist sem guð, hafinn yfir allt mannlegt, sem aðeins væri hægt að elska og tilbiðja í auðmýkt og lotningu. Þeir urðu ofsatrúarmenn og ofstækisfullir og liggur fátt eftir þá af viti. Jónarnir tileinkuðu sér lífsskoðun Jóhannesar frá Antiochia er nefndur var Krýsostómas-gullmunnur. Þeir voru því kallaðir Krýsar og af þeim dregur Krýsavík nafn, því þar var höfuðbækistöð krýsostómosa, og búinn að vera það full 200 ár, áður en Ingólfur Arnarson kom hér að landi. Gamla Krýsavík var, fyrir miðja elleftu öld, eða þar til Krýsar voru drepnir, eitthvað mesta menntasetur veraldarinnar. Kristjónar hötuðu Jóna og Krýsa og skoðuðu þá sem heiðingja og andskota, en urðu að vera upp á þá komnir, því þá skorti alla þekkingu og manndáð til að geta bjargazt án þeirra. Heiðnum mönnum (Ásatrúar) og Krýsum kom, aftur á móti ágætlega saman, svo fremi, að ekki væri viðhöfð mannblót eða annað ódæði.
Vestmannaþjóðflutningakvíslin (þ. e. Jónar, Krýsar) voru því löngu búnir að kanna allt landið, skipa niður landvættum og gefa því nafn (Þýli) áður en austmannaþjóðflutningakvíslin: (Danirnir, víkingarnir) tóku að hefja hér landnám. Og það voru fleiri en einsetumenn, er hér höfðu aðsetur. Flestir „Papanna“ voru fæddir hér á landi. Eins og hverjum skynbærum manni ætti að vera augljóst hafa ekki fornkvæði vor og fornsögur, konungasögur, ættartölur og frumlandnámssögur gert sig sjálfar, ort sig og skráð, heldur stendur þar afar harðsnúin, glöggskyggn, lærð, þrautþjálfuð og raunvísindalega skipulögð starfsemi bak við. Hvorki Ari prestur Þorgilsson fróði né Snorri Sturluson eiga þar frumkvæðið enda þótt Snorri endursemdi með vissu Heimskringlu og Egilssögu Skallagrímssonar.
Það voru íslenzkir krýsostómasar-gyllinmynnar, er hér á á landi höfðu starfsemi sína og aðalbækistöð, löngu á undan landnámi norrænna víkinga og allt fram yfir miðja elleftu öld, er starfsemi þeirra stóð með mestum blóma, að þeir voru líflátnir og eignir þeirra lagðar undir eigna- og kirkjuvaldið. Fyrsti biskupsstóll landsins, Skálholtsstóll, var þá stofnaður og lagður undir hann mikill hluti af hinu svokallaða „Landnámi Ingólfs“ auk margra stóreigna annarra, er allt var eign Krýsa. Meðal annars áttu þeir 9 hafskip (kaupskip) í förum, er þeir voru líflátnir, og sigldu skip þeirra til Grænlands, Vínlands (er þá var kölluð Albania), suður til Miðjarðarhafslanda og allt til Egyptalands og inn í Nílarósa. Út fluttu þeir íslenzka og grænlenzka grávöru og margt annað, þar á meðal hinar afar dýrmætu og eftirsóttu rostungaog náhvalatennur. Krýsar fluttu inn á skipum sínum margs konar varning og meðal annars fluttu þeir hingað inn bæði arabiska hesta og úlfalda. Gengu stórar úlfaldalestir undir klyfjum að og frá aðalbækistöð þeirra, Gömlu-Krýsavík. Þeir lánuðu og úlfalda langleiðir til skreiðarflutninga. Krýsar höfðu eingöngu tvíkryppuúlfalda og voru þeir kallaðir „drógir“ og „draugar“, íslenzkun af heitinu „drómetar“. Draugalestirnar hafa verið ærið ferlegar undir skreiðarflutningi, enda eimdi eftir af því í þjóðtrúnni í margar aldir jafnvel fram í okkar tíma hafa Draugalestir sést á Krýsavíkurvegi.

Endalok Krýsa

Hallmundarhraun

Hallmundarhraun.

Krýsar voru nokkurskonar kristnir heiðingjar, örlagatrúar, frelisunnandi stjórnleysingjar, óháðir ríki og kirkju. Þeir urðu svo voldugir hér á landi, undir stjórn Kolskeggs, og andlegir yfirburðir þeirra svo stórkostlegir, að víkingahöfðingja- og kirkjuvaldið nötraði og riðaði. Þeir voru að verða ríki í ríkinu og átökin jukust með kristinni og sameinuðu kirkjuvaldi, svo að hlaut að skríða til skarar. Þeir voru engum háðir nema sjálfum sér og því enn hættulegri höfðingjavaldinu og áttu auk þess mikinn kaupskipastól og bezta hérað landsins með ágætustu veiðistöðvunum. Það var löngu farið að slást í kekki milli kristnivaldsins og Krýsa, þegar höfðingjar loks sendu Kolskeggi úrslitakosti vorið 1054. En Kolskeggur svaraði með „Ófeigs sögu bragðakarls“ (Bandamannasögu), er hann reit með latínuletri og sendi einn lærisvein sinn með hana til að „staðfæra“ hana og færa hana hlutaðeigendum. En þeir svöruðu Kolskeggi með því að skera úr sendimanni tunguna og höggva af honum hægri höndina, en gerðu sendimenn á fund Kolskeggs og kváðu honum sæmra að rita níð sitt og rógburð á því letri er þeir læsu sjálfir og skildu. Kolskeggur reit þá söguna í annað sinn, og „þá á málrúnum, og gerði það á tveim dægrum, en sendimenn biðu á meðan.

Skuggi

Kolskeggur verst landvinngamönnum við Straum.

Eftir það skáru Bandamenn herör, söfnuðu liði um flest héruð landsins og fóru að Kolskeggi og þeim Krýsum, haustið 1054, með tvö þúsund vopnaðra manna. Ioan Kjarvalarson „inn gamli“ var brenndur inni á Vífilsstöðum og margt manna með honum. Kolskeggur hafði víggirt Krýsavík og hafði þar harðsnúið lið, sem þó var ofurefli borið. En Kolskeggur slapp þó undan þar, á Brimfaxa, miklum hesti, hvítum af arabisku kyni og náðist ekki fyrr en í Straumrandahrauni, sunnan Hafnarfjarðar eftir að hafa sloppið gegnum mörg umsátur.
Þar festist hestur hans í hrauni og brotnaði fóturinn, „inn vinstri afturfótur“, og sat hann þar fastur, en var þó svo sár af spjótalögum, að iðrin lágu úti.
Kolskeggur hraut af hesti sínum og kom niður standandi. Hesturinn var móður og blés mjög og þeyttist blóðgufa og froða úr vitum hans. Kolskeggur hafði aldrei annað vopna en rýting einn lítinn, gullrekinn, við belti sér, dró hann úr slíðrum, og varð það jafnsnemma að þeir þustu að, er eftir sóttu, og kom þá spjót eitt fljúgandi og stefndi á Kolskegg. Kolskeggur tók spjótið á lofti og lagði hest sinn í brjóstið, er mjög reisti höfuð til lofts, barðist um og prjónaði. En Kolskeggur mælti: „Sækja sóknhvattar sveitir háleitan“. Féll þá hesturinn dauður og Kolskeggur jafnsnemma, því að þá stóðu á honum mörg vopn. Hjuggu þeir þar höfuð af Kolskeggi og alla útlimi og stungu augun úr höfðinu og skáru úr tunguna; settu síðan höfuðið á stengur og svo útlimi. Lágu bein Kolskeggs og hestsins þar við reiðgöturnar næstu árin.

Kapella

Kapellan ofan Straums.

En er ferðamönnum öllum og vegfarendum stóð ógn og fordæming af þessum slóðum var svo fyrirskipað af hinum fyrsta biskupi í Skálholti, Ísleifi Gizurarsyni, að kapella skyldi reist á þessum stað yfir beinum Kolskeggs og þeirra félaga. Sést enn móta fyrir allri lögun kapellunnar, þó nýtt hraun hafi á hana runnið yfir hið gamla bungumyndaða helluhraun, sem undir var.
Krýsar voru ekki allir drepnir er aðförin var gerð að þeim hauslið 1054. Sumum var gefið líf að nafninu til, en voru ýmist blindaðir, tunguskornir eða handhöggnir, og síðan fluttir að Bæ í Borgarfirði, en þar áttu Krýsar mikið land og gengu nokkur kaupskip þeirra jafnan í Hvítá. Var svo látið heita að með þessu tiltæki hefði „munkaregla“ stofnuð verið að Bæ í Borgarfirði. Þrír Krýsar komust þó undan ómeiddir og lögðust í óbyggðir, lágu í Hallmundarhrauni og Arnarvatnsheiði næstu missiri, en komust þá í skip með írskum kaupmönnum og af landi brott.

Um lærisveina Kolskeggs

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Gunnhildur.

Kolskeggur vitri hafði ritara sína og lærisveina í tveim flokkum. Var annar flokkurinn (helmingur liðsins) á Vífilsstöðum undir forustu Ioans Kiarualarsonar „inns gamla“, en hinn í Krýsavík undir forustu Kolskeggs sjálfs. En yfirumsjón með báðum stöðunum hafði Kolskeggur. Alls voru hinir lærðu Krýsar og nemar þeirra 26 talsins, 13 í hverjum stað. Kolskeggur og allir lærðir Krýsar fóru ávallt hvítklæddir. Sagður er Kolskeggur hafa átt 12 hvíta hesta, mikla fáka, blendinga af arabisku og norrænu kyn og báru allir Faxanöfn. Hafði Kolskeggur sex þeirra á Vífilsstöðum en sex í Krýsavík og skipti jafnan um, er hann reið í milli. Hundar tveir, hvítir og stórir, eltu hann og runnu með honum hvert er hann fór.

Dýralíf á dögum Kolskeggs

Sæskrímsli

Sæskrímsli utan við Reykjanes.

All fróðleg er frásögn Kolskeggs um dýralíf hér á landi, fyrir og eftir landnám norrænna manna. Hann segir, að enn sé mikið af villtum geitfénaði í fjöllum og skógum, einkum í Reykjanesfjallgarði og enn verði vart villisvína, sem norrænir menn hafa ekki flutt inn og hann veit engan uppruna að. Segist hvergi hafa séð þau á ferðum sínum utanlands. Þau temjist ekki og séu skæð viðureignar. Um það er sagt eitthvað á þessa leið: „Áður runnu dýr þessi í stærri og minni flokkum frá skógi og í fjörur og svo ill viðskiptis að víggirða varð nokkra bæi á Suðurnesjum fyrir ásókn þeirra. Þau voru eigi stórvaxin, en höfðu vígtennur eða skögultennur í kvofti og beittu þeim sem vopni.“
Kolskeggur gaf fyrstur Íslendingum stafróf, (latneska stafrófið). Kolskeggur orti Hávamál og reit sjálfur hina miklu bók: Brenna“, (Þrísögn. Gunnars, Höskuldar og Njálssaga).
Auk þess er Kolskeggur sagður hafa ritað með eigin hendi: Laxdælu, Gunnlaugssögu, Hrafnkelssögu og Ófeigssögu (Bandamannasögu), er var síðust ritverka hans og kostaði hann lífið.
Eins og gefur að skilja hefur lítið sem ekkert varðveizt óbreytt af ritum Krýsa. Fornsögurnar, Íslendingasögurnar og fornkvæðin voru flestar endurritaðar og endursamdar um daga Snorra Sturlusonar, fyrir og eftir lok þjóðveldisins. En margt var þá þegar glatað eða affært og margt hefur misfarizt síðan.
Frásagnir af Krýsum hafa varðveitzt í gegn um aldirnar á mörgum tugum stafrófa af „galdrarúnum“. Jochum Eggertssyni hefur tekizt að finna lykla að og ráða nær 30 tegundir af dulrúnum af nær 100 stafrófum er hann hefur í sínum fórum auk allmargra „kerfa“ af málrúnum, „viðkenndum“ og „óviðkenndum“. Mun Jochum vera fróðastur allra núlifandi Íslendinga í þýðingu galdrarúna svonefndra. Það mun sennilega vera algjörlega ókannað mál, hvað Papar á Írlandi og Suðureyjum hafa ritað um Ísland og Íslendinga til forna og vissulega verðugt rannsóknarefni, og vissulega stendur íslenzka þjóðin í mikilli þakkarskuld við þá menn, sem leggja fram annan eins skerf og Jochum Eggertsson hefur gert á þýðingu fornra rúna.“ – Þór Baldurs.

Í Degi-Tímanum 1996 er fjallað um „Frumbyggja Íslands, Krýsana“.
„Gullbringa“ var rituð 100 árum á undan Landnámu, að sögn Jochums Eggertssonar. Í henni er mikill fróðleikur um hverjir námu Ísland og um menningarafrek Krýsa, sem voru búnir að búa á Íslandi í hundruð ára áður en Norðmenn komu til landsins. Um þá miklu sögu er hægt að fræðast í galdraskræðum og leynibókum. „Bók sjómanna“ dró Jochum úr jörðu fimmtudaginn 6. október 1938 og voru þá 27 blöð heil. Engum vildi Jochum sýna þessi gögn né þau galdrakver, sem hann þóttist rýna í og lesa úr allt aðra Íslendingasögu en almennt er talin vera í gildi.
Um Ara fróða fer hann háðulegum orðum og segir hann aðeins hafa verið vesælt peð biskupa og alinn upp sem fugl í búri af þeim. Hann segir um hin frægu orð Landnámu, að hafa skuli það heldur sem sannara reynist, að þau séu einhver siðspilltustu orð og sannleikanum fjandsamlegustu sem nokkru
sinni hafi skráð verið.

Launhelgar Egyptalands

Hellugata

Helllugata (Fornagata) við Krýsuvík.

Eðlilega þurfti Jochum að gera Ara fróða Þorgilsson og skrif hans ómerk til að koma að sinni „Frumlandnámu“.
Í stuttu máli er kenningin sú, að Krýsar hafi numið hér land mörgum mannsöldrum á undan Norðmönnum og er Krýsuvík við þá kennd. Þeir bjuggu á gósenlandinu Krýsuvík, sem var drjúgur hluti Reykjanesskagans. Allt var þar skógi vaxið, gnægð flskjar í sjó og dýralíf fjölskrúðugt. Þeir þurftu ekki á meira landi að halda.
Krýsar voru upprunnir úr launhelgum Egyptalands, gáfaðir og mennilegir með afbrigðum. Höfundur Krýsakenningar gefur þeim heitið gullmunnar. Þeir dreifðust víða og voru afbragð annarra hvar sem þeir fóru. Meðal gullmunna má nefna Lao Tse og Jesú frá Nasaret, og má sjá að mannval var gott meðal þeirra.
Kolskeggur vitri, eða Kölski, var einnig Krýsi og var hann höfuðpaur íslensku nýlendunnar þegar aðkomnir landnemar gengu milli bols og höfuðs Krýsanna árið 1054. Síðar reyndu þeir að leyna ódæðisverkum sínum með sögufölsunum.

Stærðfræði og landnám
Öll helstu bókmenntaafrek fornaldarinnar eignar Skuggi Krýsum. Völuspá, Hávamál, Njála og Egils saga eru samdar af nafnkenndum Krýsum, svo að eitt- og guð er í mannssálinni. Ef hvað sé nefnt. pelikani ætti sér guð, væri hann Gullmunnakerfið er fremur pelíkani, segir Jochum, og hina vísindastarfsemi en trúarbrögð djúpvitru Krýsa skapar hann auðvitað í eigin mynd, enda flestir afburðamenn af þeim komnir.
Ábendingar pýramídafræðinnar til Íslands eru vel kunnar og á okkar dögum eru uppi miklar kenningar um stærðfræðilega útreikninga á landnámi og byggð. Kenningar Jochums Eggertssonar um örlagabendingar frá Keopspýramídanum ti Íslands eru því alls ekki einstakar. En satt best að segja virðast þær byggjast eingöngu á hugmyndaflugi fremur en stærðfræðiþekkingu.

Flóttinn til Sóleyjar
Leið gullmunna til Íslands kortleggur Skuggi á þessa leið í bók sinni „Brísingamen Freyju“: Á 5.-6. öld eftir Krist var aðal gullmunnastarfsemin með aðsetri á eynni Iona í gríska Eyjahafinu, en fluttist svo vegna uppreisna, óeirða og ágengni sjóræningja vestur á bóginn og var sett niður á Suðureyjaklasanum (nú Hebrideseyjar), sem þá töldust til Írlands (er nú kallað Skotland).
Allt var þetta gert samkvæmt örlagabendingum Keopsmerkisins í Egyptalandi, því gullmunnarnir þekktu alla leyndardóma, stærðfræðiútreikninga og örlagabendingar Khúfusar, sem fólgnar eru í pýramídanum mikla. En laust eftir aldamótin 700, þegar norrænir víkingar, er þá og síðar voru yfirleitt nefndir Danir, tóku að herja og ræna vestur á bóginn frá aðalbækistöð sinni á meginlandinu, er enn heitir Normandí í Frakklandi, var höfuðbækistöðin flutt norður til þessa óbyggða eylands, er nú heitir fsland — en hét þá Þúla eða Þýli, sem merkir Sóley, síðar Thule eftir að þ-ið hvarf úr engilsaxnesku stafrófi — og sett niður eftir bendingum Keopsmerkisins, sem enn heitir Krýsavík undir Gullbringum, er Gullbringusúsann (sýslan) ber enn í dag. Víkin við sjóinn, Gamla Krýsavík, er síðan kennd við Chrýsiana, eða gullmunnanna, og ber enn þeirra nafn, þótt nafn höfuðbólsins, Víkurinnar, flyttist síðar, eða nálægt 1340, sakir eldsumbrota, hraunrennslis og eyðileggingar alla leið upp í dalinn milli Gullbringnanna, en það er enn í dag eina óbrunna svæðið á öllu Reykjanesinu.

Vellauðugir og vitrir

Húshólmi

Húshólmi (Gamla-Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Fyrir eyðilegginguna var Krýsavík blómlegasta svæði landsins og víða vaxið stórskógi. Í Krýsavík var eftir þetta höfuðbækistöð Krýsanna og síðasta skipulagða starfsemi þeirra í veröldinni, starfandi vitandi vits og í vaxandi gengi allt til haustsins 1054, er gerð var fullnaðaraðför að þeim og þeir ýmist fangaðir eða drepnir. Það var Kolskeggur vitri (Kölski) er þá var aðalforystumaður Krýsa. Undir hans stjórn tók starfsemin öll þeirri stökkþróun, er einsdæmi er, hvar sem leitað er í veraldarsögunni.
Auðugir voru Krýsar sem vænta má: Krýsar áttu mestallt þetta svokallaða „landnám Ingólfs“, er þeir voru drepnir, og miklar eignir aðrar í löndum og lausum aurum, því þeir voru vellauðugir. Meðal annars voru níu hafskip af þeim tekin, en kaupskip þeirra sigldu mest til Suðurlanda og voru aðalviðskipti þeirra við Marseille í Frakklandi, en fóru þó stundum allt til Egyptalands og inn í Niflarósa. Aðalviðskiptastæði þeirra hér og skipalægi voru í Ölvésá við Arnarbæli og Hvítá í Borgarfirði.
Fyrsti biskupsstóllinn á Íslandi, Skálholtsstóll, var stofnaður af reytum þeirra skömmu eftir aðförina, eða nánar sagt árið 1056.

Leiðbeindu Norðmönnum

Hellugata

Forn gata við Krýsuvík.

Nokkrar frásagnir eru á víð og dreif í skrifum Skugga um hvernig Krýsar tóku norsku landnámsmönnunum og leiðbeindu þeim og aðstoðuðu við að taka sér bólfestu. Skýring er á þeim viðtökum: „Ungúlf Arnarson, fyrsta norræna landnámsmanninn, eða fyrsta „Danann“, settu þeir til höfðingja yfir „allan og einasta“ byggða hluta landsins, og gerðu allan veg hans sem virðulegastan „til þess eins að þar yrði ekki síðar á leitað með ránum og hernaði“.
En kirkjan og annað erlent áhrifavald hafði horn í síðu Krýsa, sem voru sannkristnari er páfinn í Róm og konungur ránkristninnar, Ólafur digri, að áliti Skugga. Eigi að síður börðust þeir á móti kristninni á sína andlegu vísu og gerðu Ásadýrkun allt til vegs og sóma. Rétt er að reyna ekki að velta of mikið fyrir sér hvernig þetta kemur heim og saman, en í hugarheimi Skugga er kirkja og kristni ekki endilega hið sama og létt fer hann með að gera Jesúm Krist að Krýsa, hvað sem kenningum guðfræðinnar líður.

Kristnir heiðingjar
Skuggi segir Krýsa hafa verið nokkurs konar kristna heiðingja, örlagatrúar, frelsisunnandi stjórnleysingja, óháða ríki og kirkju. Þeir urðu svo voldugir undir stjórn Kolskeggs, eða Kölska, og yfirburðir þeirra svo miklir að víkingahöfðingja- og kirkjuveldið nötraði og riðaði.
Þar kom að ráðist var að Krýsum, en þeir voru þá orðnir ríki í ríkinu. Höfðingjaveldið safnaði saman tvö þúsund manna liði og fór að Krýsum. Ion Kjarvalsson, sem orðinn var 200 ára gamall, var brenndur inni á Vífilsstöðum og Kolskeggur var ofurliði borinn í Krýsavík, þar sem hann varðist með vösku liði. Hann slapp þó undan á Brimfaxa sínum, arabískum gæðingi, og náðist síðan fyrir sunnan Hafnarfjörð, eftir að hafa sloppið gegnum mörg umsátur. Þar fótbrotnaði hesturinn í hrauni og þar var Kolskeggur veginn eftir vasklega framgöngu. Lík hans var smánað og steglt á stengur. Þar lét Ísleifur biskup Gissurarson síðar reisa kapellu og er hraunið síðan við hana kennt og heitir Kapelluhraun.
Ekki var guðshúsið reist Kölska til heiðurs, heldur vegna þess að þarna var felldur heiðingi, galdraskratti og holdi klæddur djöfull. Áttu vegfarendur að biðjast þarna fyrir.
Ekki voru allir Krýsar drepnir, en þeir sem lifðu voru ofsóttir og illa með þá farið. Samt kváðu hinir bestu menn á Íslandi vera af þeim komnir.
Eftir fall Krýsa varð alger kyrrstaða í hinu forna menningarstarfi, segir Skuggi, og lágu öll ritstörf niðri þar til loks að Ari fróði var orðinn svo ritfær, sextugur að aldri, að biskupar gerðu tilraun með að láta hann gera bók, og þykir höfundi Brísingamens Freyju og fleiri ævintýralegra athugana lítið til koma.

Furðudýr á fjöllum og í sjó

Skrímsli

Skrímsli.

Það land sem Krýsar byggðu var land ævintýra og hefur Skuggi eftirfarandi lýsingu frá Kolskeggi: Hann segir að enn sé mikið af villtum geitfénaði í fjöllum og skógum, einkum í Reykjanesfjallgarði, og að enn verði vart villisvína, sem norrænir menn hafi ekki flutt inn og hann veit engan uppruna að. Segist hvergi hafa séð þau á ferðum sínum utanlands. Þau temjast ekki og séu skæð viðureignar. Um það er sagt eitthvað á þessa leið: „Áður runnu dýr þessi í stærri og minni flokkum frá skógi og í fjörur og svo ill viðskiptis að víggirða varð nokkra bæi á Suðurnesjum fyrir ásókn þeirra. Þau voru eigi stórvaxin, en höfðu vígtennur eða skögultennur í hvofti og beitu þeim sem vopni.“
Þá segir að Krýsar hafi ferðast með ströndum fram og jafnvel yfir höfin í skinnbátum, sem kallaðir voru „briamar“. Það er sama og Brjánn, Brjánslækur og ættarnafnið Briem er þaðan dregið. Brian (bátur) er algengt mannsnafn á Írlandi.
Skinnbátana gerðu Krýsar af húðum sædýrs af spendýrakyni, er þeir nefndu þangkú, hafmær eða sírenu, en Austmenn nefndu skrumsl (skrýmsli). Segir Kolskeggur mikið af þessum dýrum hafa verið við landið, en þau séu horfin á hans dögum og harmar það mjög.
Dýrið var búið öllum þeim kostum sem voru mönnum gagnlegri til flestra hluta en nokkurt annað dýr sem í sjónum býr. Dýrið var svo gæft að það kunni ekki að hræðast og hafðist við á grunnsævi við sker og flúðir og lifði eingöngu af þangi og fjörugróðri. Dýr þetta hafði tvenn húðlög og var hvítt fitulag, betri en öll önnur feiti, milli húðlaganna. Ytri húðin var miklu þykkari og ekki ósvipuð trjáberki, en seig og óslítandi. Var þessi ytri húð tekin af dýrinu í heilu lagi og réð stærð dýrsins bátsstærðinni. Var baklína dýrsins höfð fyrir kjöllínu bátsins, en sporðurinn, er látinn var fylgja, gerði stýrið.
Skuggi lýsti ágæti þessa farartækis í löngu máli, sem hafði yfirburði fram yfir aðra þekkta báta eða skip.
Fleiri dýr koma við sögu, því Krýsar fluttu með sér arabíska hesta til landsins og úlfalda notuðu þeir til að flytja varning á landi.

Kellingar varðveita bókmenntir
Faðir Kolskeggs hins vitra var Úrban Colombos, sem var ráðsmaður flota Krýsa og sat hann á Vífilsstöðum. Móðirin hét Sigrún og var 14 ára gömul ambátt, þegar hún ól sveininn, en faðirinn var þá orðinn aldraður. Sigrún var afbragð annarra kvenna að mannkostum og atgjörvi og var aldrei við karlmann kennd eftír að hún ól Kölska. Varð hún mikil virðingarmanneskja og stóð fyrir búi í Gömlu Krýsavík. Þegar aðförin var gerð að Krýsum, var hún sögð hafa bjargað öllum handritunum og þar með norrænni menningararfleifð. Hún kom þeim í jarðhýsi eitt um leynigöng, neðanjarðar, en lét sjálf lífið í reyk og svælu er bærinn var brenndur af innrásarmönnum. Fannst hún dauð löngu síðar í undirganginum. En þessari miklu dáð hinnar stórbrotnu konu var þó ekki meira á lofti haldið en svo, að hún var í minningum verka sinna kölluð: „Sigrún kelling“ eða „Krýsa kelling, sú er í svælunni kafnaði“, skrifar Skuggi af mikilli foragt.
Hér má minna á að annar höfundur lætur kellingu varðveita bókmenntalegan dýrgrip í frægu skáldverki. Það er þegar móðir Jóns Hreggviðssonar dregur blöð úr sjálfri Skáldu upp úr bosi sínu á Rein. Hvar Skálda er núna niðurkomin veit enginn og ekki annað um það sem í henni stóð, en ævintýralegar sögur, sem voru fremur draumsýnir en sagnfræði, eða jafnvel skáldskapur. Enginn spyr um sannfræði þeirrar sögu, en á sínum tíma var heimtað að Skuggi legði fram gömul skinnhandrit og rúnir til að sanna sinn skáldskap, annars væri hann ómerkur.
En Jochum Eggertssyni var sama. Hann þurfti ekki að sanna sitt mál fyrir öðrum en sjálfum sér. Töflur þær og skinnpjötlur, sem hann segist hafa fróðleik sinn úr, eru hvergi finnanlegar og ekki til nema í hans eigin hugarheimi. Þær eru draumar sveitapiltsins að vestan um fagurt mannlíf í landi þar sem lífsbaráttan var ljúf og andlega lífið nærri fullkomnun.“ -OÓ tók saman.

Krýsa og Herdís

Kerlingadalur

Dysjar Herdísar og Krýsu í Kerlingardal.

„Fleiri sagnir eru til um landnám Krýsuvfkur og hvernig örnefnið er til komið. Hér fer á eftir útgáfa Brynjúlfs Jónssonar: Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefur verið seint á landnámstíð, því að fjölbyggt hefur verið orðið syðra eftir þeirri sögu, að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall. Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í skarð það, sem farið er úr Grindavík upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík. Það er naumast annað en getgáta að Krýsa og Herdís hafi verið dætur Þóris haustmyrkurs. Þó hefur það verið sagt.
Krýsa bjó í Krýsuvík, en Herdís í Herdísarvík. Þær deildu um landamerki milli sín. Vildi Krýsa eiga Geitahlíð alla og væru landamerki í stóran stein, er stendur í hrauninu fyrir austan hlíðarhornið. Herdís vildi eiga út á Deildarháls. Hann er nokkuð vestar en undir miðri Geitahlíð og hefur spúið eldi, því í honum er gígur ekki alllítill og úr honum hefur runnið hraun það, er Klofningur heitir eða Klofningar. Þar hittust þær og deildu þar til báðar heittust (höfðu í heitingum), og eru dysjar þeirra á hrygg nokkrum undir hlíðinni skammt fyrir austan hálsinn.

Herdísarvíkurtjörn

Herdísarvíkurtjörn.

Má geta til að Herdís hafi gengið þangað undan, því henni veitti miður, þó hvorug hefði vel. Þangað til hafði verið veiði mikil í Kleifarvatni í Krýsuvíkurlandi og tjörnin í Herdísarvík stararflóð og silungapollur í miðjunni. Herdís mælti svo um, að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða loðsilungur óætur. Þá lagði Krýsa það á, að tjörnin í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn, en allur silungur skyldi verða að hornsílum. Það skyldi og fylgja, að tvær skipshafnir skyldu í henni drukkna.
Þetta gekk allt eftir. Bærinn í Herdísarvík stóð áður undir Búrkletti, en tjörnin gróf undan honum grundvöllinn, svo hann varð að flytja úr stað, og einn vetur sem oftar var tjörnin lögð með ís. Þá komu sjómenn með skipum (þau voru tvö) og gengu tjörnina, en ísinn brast og allir drukknuðu. Og enn er varast að ganga hana, þó hún sé lögð. Svo fór um landamerkin sem Krýsa vildi, og heitir nú kletturinn Sýslusteinn.
Skammt fyrir austan Kerlingar (dys Krýsu og. Herdísar) eru tveir steinar, sem líka hafa verið nefndir Sýslusteinar, en eru auðsjáanlega hrapaðir úr hlíðinni á seinni tímum.“

Sjá meira HÉR.

Heimildir:
-Dagur-Tíminn, 200. tbl.- Íslendingaþættir, 19.10.1996, Frumbyggjar Íslands, Krýsanir, bls. 4.
-Vikan, 36. tbl. 05.09.1963, Krýsar, Nýjar kenningar um landnám Íslands, Var Ingólfur Arnarsson gabbaður til Reykjavíkur, Þór Baldurs tók saman, bls. 6-9 og 36-37.
-Dagur-Tíminn, 200. tbl.- Íslendingaþættir, 19.10.1996, Frumbyggjar Íslands, Krýsanir, bls. 4-5.
-http://hreinberg.is/?p=1277

Kringlumýri

Kringlumýri ofan Krýsuvíkur – með elstu mannvistarleifum á Íslandi.

Garðakirkja

Í Lesbók Morgunblaðsins 1955 fjallar Árni Óla um Garðakirkju á Álftanesi, sem „bráðum fer að rísa úr rústum“:

Garðakirkja

„Garðar á Álftanesi eru ekki taldir með landnámsjörðum, en þó mun hafa verið sett byggð þar þegar á landnámsöld. Jörðin er í landnámi Ásbjarnar Özzurarsonar, bróðursonar Ingólfs Arnarsonar, og eftir því sem næst verður komizt, hét sá Þjóstarr, er þar bjó fyrstur. Hann var kvæntur Iðunni dóttur Molda-Gnúps, landnámsmanns í Grindavík, og er talið að þau hafi átt þrjá sonu. Einn þeirra var Þorkell, er fór einhver fyrstur manna hér á landi alla leið suður til Miklagarðs, dvaldist þar nokkur ár og var „handgenginrt Garðskonunginum.“
Annar sonur Þjóstars var Þormóður, er bjó að GarðakirkjaGörðum eftir föður sinn. Hann var kvæntur Þuríði dóttur Avangurs hins írska, er fyrstur byggði að Botni í Hvalfirði, og smíðaði sér haffært skip úr skógi þeim er þar var þá. Getið er tveggja barna þeirra Þormóðar, Barkar er átti Hallvöru dóttur Odda Ýrarsonar, og Jórunnar. — Landnáma segir frá því, að þeir Illugi rauði og Hólm-Starri hafi haft skifti á jörðum, konum og lausafé. Sigríður kona Illuga hengdi sig þá í hofinu á Hofstöðum í Reykholtsdal, „því að hún vildi ekki mannakaupið“. Ekki er getið um konu Starra, en líklega hefur hann tekið hana aftur þegar þannig fór um Sigríði, því að upp úr þessu fekk Illugi Jórunnar frá Görðum.

Garðakirkja

Garðakirkja 1960.

Um þessar mundir bjó i Vælugerði í Flóa sá maður er Öra hét. Svo er sagt að eftir ráðum Marðar gígju hafi hann orðið sekur þannig að hann skyldi falla óheilagur fyrir sonum Önundar bílds, nema í Vælugerði og örskotshelgi við landeign sína. Einu sinni rak Örn naut úr landi sínu og var þá veginn, og heldu allir að hann hefði fallið óheilagur. En Þorleifur neisti bróðir hans, keypti að Þormóði Þjóstarssyni í Görðum, er þá var nýkominn út á Eyrarbakka, að hann helgaði Örn. „Þormóður skaut þá skot svo langt af handboga, að fall Arnar varð í örskotshelgi hans“.
Má á þessu sjá, að Þormóður hefur verið íþróttamaður og nafnkunnur bogmaður. Synir Þjóstars hafa því þegar gert garðinn frægan, þótt ekki fari af þeim neinar sögur. Og allt frá þeim tíma hafa Garðar verið merkur staður. Kirkja hefur sennilega verið reist þar skömmu eftir kristnitöku. Var hún helguð Pétri postula og er til skrá um presta þar síðan 1284. Þar var í gamla kirkjugarðinum svonefndur „vökumaður“. Var það trú hér á landi um eitt skeið, að sá, sem fyrstur væri grafinn í kirkjugarði, rotnaði ekki, heldur héldi stöðugt vörð um garðinn. Segir sagan, að eitt sinn er verið var að taka gröf í útnorðurhorni kirkjugarðsins, áður en hann væri færður inn“, þá var komið niður á rauðklæddan mann, órotinn, og skipaði prestur að byrgja gröfina þegar. Þetta hefur átt að vera einhver fornmaður í litklæðum, og hann vakir enn yfir kirkjunni, sem nú er líka utangarðs.
GarðakirkjaTorfkirkja var í Görðum öld fram af öld. En um miðja fyrri öld er komin þar timburkirkia. Hún entist illa og var orðin óhæf til messugerðar 1878. Þá var Þórarinn Böðvarsson prestur að Görðum. Hann vildi að söfnuðurinn tæki að sér kirkjuna og flytti hana til Hafnarfjarðar, en þar var þá meginhluti safnaðarins. Sóknarnefndin mun ekki hafa trevst sér til bessa, og varð það því úr, að ný kirkja var reist að Görðum og var hún hlaðin úr steini. Þvkir mér líklegt að notað hafi verið kalk úr Esjunni til þess að líma griótið saman. Var kalkbrennslan í Reykjavík þá í fullum gangi, og þeir munu hafa verið vel kunnugir Egill Egilsen forstjóri kalkbrennslunnar og séra Þórarinn Böðvarsson. Kirkja þessi var reist árið 1879. Þótti hún merkilegt hús.
Þegar kom fram yfir aldamótin var farið að tala um það í fullri alvöru að reisa nýja kirkju í Hafnarfirði, og var séra Jens Pálsson því mjög fvlgjandi. Hann átti þá 2500 kr hjá kirkjunni, en bauðst til þess að láta þá skuld falla niður, ef söfnuðurinn vildi taka kirkjuna að sér og reisa nýtt guðshús í Hafnarfirði. Varð það svo úr, að með samningi gerðum 6. marz 1910, afhenti hann sóknarnefnd Garðakirkju til umsjónar og fjárhalds, og með þessum samningi gaf hann eftir skuld kirkjunnar við sig.

Garðakirkja

Garðakirkja – kertastjakar, nú í vörslu Þjóðminjasafnsins.

Eigi varð þó úr því þá þegar að farið væri að reisa kirkju í Hafnarfirði. En það sem reið baggamuninn í því efni var stofnun fríkirkjusafnaðar í Hafnarfirði veturinn 1913, og að hafin var bygging fríkirkju þar þegar á sama ári. Þá vildi þjóðkirkjusöfnuðurinn ekki láta sitt eftir liggja og reisti þar kirkju árið eftir. Var þá ákveðið að leggja Garðakirkiu niður og flvtja gripi hennar í nýju kirkjuna.
Þykir rétt að birta hér skrá yfir þá gripi, er Hafnarfjarðarkirkja fekk hjá Garðakirkju: Altaristafla (olíumálverk af upprisu Krists), harmoníum, skírnarfontur úr nýsilfri á tréfæti, tvö sálmanúmeraspjöld með tölum, 16 kerta ljósahjálmur úr látúni, 8 kerta ljósahiálmur kominn frá dómkirkiunni í Reykjavík, 6 kerta ljósahjálmur, 4 kerta glertalnahjálmur, tvær þríarmaðar ljósliljur úr látúni, 9 þríarmaðar ljósaliliur frá dómkirkjunni í Reykjavík, þrennir altarisstjakar og fvlgdu þeim tvö kertahvlki úr piátri, kirkjukaleikur úr silfri með patínu úr sama efni, oblátudósir úr nýsilfri, lítill þjónustukaleikur úr nýsilfri með tréhylki, lítill gamall þjónustukaleikur úr tini o. fl. Auk þessa voru öll altarisklæði, gömul og ný, og ennfremur graftól.
Inni í kirkjunni að Görðum voru 8 minningarspjöld á veggjum. Þau voru ekki flutt til Hafnarfjarðar, heldur í Þjóðminjasafnið og eru nú geymd þar. (Á safninu er einnig fjöldi gripa frá Garðakirkju).
Seinasta guðsþjónusta var haldin í Garðakirkju 23. sunnudag eftir trinitatis 1914 (15. nóvember), en þjóðkirkjuna nýju í Hafnarfirði vígði Þórhallur Bjarnarson biskup 20. desember sama ár. Kom nú til orða að selja Garðakirkju til þess að afla fjár vegna kirkjubyggingarinnar, en það fórst þó fyrir. Stóð nú Garðakirkja auð og hrörnaði óðum, svo að blöskraði öllum þeim, sem báru hlýjan hug til hennar. Og árið 1916 bundust 10 menn samtökum um að bjarga kirkjunni. Það voru þeir: Ágúst Flygenring kaupmaður, Carl Proopé kaupmaður, Chr. Zimsen umboðsmaður, Einar Þorgilsson kaupmaður, Gunnar Egilsson skipamiðlari, Jes Zimsen kaupmaður, Jón Einarsson verkstjóri, dr. Jón Þorkelsson, Sigurgeir Gíslason verkstjóri og Þórarinn Egilsson útgerðarmaður. Eru þeir nú allir látnir, nema hinn síðastnefndi. Einhver viðgerð fór nú fram á gömlu kirkjunni, en dugði lítt.
Tímans tönn gnagaði viði kirkjunnar jafnt og þétt, þótt lítið bæri á. Seinast var svo komið, að menn óttuðust að turninn mundi hrynja. Þá var hann rifinn, þakið tekið af og allt rifið úr kirkjunni innan veggja. Síðan hefur steintóttin staðið þarna gnapandi um langa hríð, en hún hefur látið furðu lítið á sjá. Vindar hafa gnauðað á henni, regnið hefur lamið hana, frost og snjór hafa kreist hana köldum greipum, en hún stóðst allt þetta. Má á því sjá hve vel hefur verið gengið frá veggjunum. Eru þeir og snilldar vel hlaðnir, og skyldi steinninn hafa verið límdur með kalki úr Esjunni, þá þarf engan að undra þótt kirkjurústin hafi staðið af sér öll veðraáhlaup um mörg ár, því að það kalk hefur reynzt óbilandi. Sama sumarið og Garðakirkja var reist, var reist steinhús í Reykjavík og límt með Esjukalki. Það stendur enn í Lækjargötu og sér ekki nein ellimörk á því, enda þótt það sé 75 ára gamalt. Eins hefði kirkjan getað staðið enn hnarreist og tíguleg, ef henni hefði verið sómi sýndur.

Garðakirkja

Garðakirkja fyrrum.

Þótt marga tæki það sárt hvernig fór um Garðakirkju, þá var eins og örlög hennar væri orpin þögn og hyldist í einhverri móðu. Það var engu líkara en að Hverfisdraugarnir sem séra Guðlaugur Þorgeirsson í Görðum, setti niður í Stíflishólum á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Garða fyrir tvö hundruð árum, hefði losnað og villtu nú mönnum sýn hálfu meir en þeir höfðu áður gert. Það var eins og aðalsöfnuðurinn, sem nú átti heima í Hafnarfirði, gæti ekki séð út að Görðum. En öldruðu fólki úr Garðahverfinu, sem fór til kirkju inn í Hafnarfjörð, vöknaði jafnan um augu er það gekk fram hjá rústum Garðakirkju.
Nú er niðurlægingar tímabil gömlu Garðakirkjunnar senn á enda. Hún verður bráðum færð í sinn fyrra búning.
Árið 1053 var Kvenfélag Garðahrepps stofnað, og á stofnfundi þess var þegar rætt um, að eitt af því sem félagið ætti að beitast fyrir, væri að reisa Garðakirkju úr rústum. Síðan hafa 60 samhuga konur unnið að þessu í kyrrþey.
Og þar sem konurnar leggjast á sveif, á við gamla vísan: Fram skal ganga haukur núna hvort hann vill eður ei. Hér mun og svo fara. Það er eins og sérstök blessun hafi fylgt þessu máli. Fjöldi manna, sem ber hlýjan hug til Garðakirkju, en hafði gleymt henni, hefur nú vaknað við, er konurnar voru komnar á stað, og ýmist lagt fram fé, eða lofað fé til viðreisnar kirkjunni. Aðrir munu á eftir koma. Og sóknarnefndin hefur þegar afhent félaginu kirkjurústina til eignar. Konurnar hafa fengið sérfróða menn til þess að athuga veggina til þess að ganga úr skugga um, að þeir sé enn svo sterkir að forsvaranlegt sé að byggja ofan á þá. Og veggirnir hafa staðizt prófið.
Verður nú brátt hafizt handa um að gera við veggina og koma þaki á kirkjuna. Er það ætlan Kvenfélagsins að gera kirkjuna aftur sem allra líkasta því er hún var áður, meðan hún var ein af snotrustu og merkilegustu kirkjum landsins. En þegar því er lokið er það annarra en Kvenfélagsins að ákveða hvort hún skuli gerð að sóknarkirkju aftur.
Margar minningar eru bundnar við Garða, og sú ekki sízt, að þar fæddist Jón biskup Vídalín árið 1666. Finnst mönnum ekki eðlilegt að kirkja ætti að vera einmitt á þeim stað, þar sem áhrifamesti kennimaður Íslands fæddist?
Garðakirkja var upphaflega helguð Pétri postula, þeim mikla kennimanni frumkristninnar. Nú þegar hún rís af grunni aftur, þá mætti hún vel heita Vídalínskirkja.“ -Á.Ó.

Í Fálkanum 1961 fjallar Sv.S um „Nútíma krossfara á Álftanesi“ og endurbyggingu Garðakirkju:
Garðakirkja„Fálkinn heimsækir hóp erlendra sjáffboðaliða sem vinna í sumar vii að byggja upp Garðakirkju á Álftanesi.
Þeir, sem að undanförnu hafa átt leið fram Garðaholtið, hafa vafalaust tekið eftir framkvæmdum, sem nú eru hafnar við hina gömlu Garðakirkju. Þarna vinnur flokkur fólks frá fjórum löndum, og flest er fólkið komið langt að. Og þau sem þarna vinna, gera það ekki vegna vonarinnar um jarðneskan auð. Allt eru þetta sjálfboðaliðar, en fá húsaskjól og mat í samkomuhúsinu á Garðaholti.
Þegar við fórum þarna suðureftir fyrir nokkrum dögum, var heldur kalt í veðri, en vinnufólkið stóð snöggklætt við mokstur og akstur og það ríkti áhugi og starfsgleði. Stúlkurnar voru í meirihluta. Þær kepptust við að moka möl í hjólbörur, sem piltarnir óku, og í því að okkur bar að kom Hermann Ragnars danskennari, með fullar hjólbörur á fleygiferð, ók upp mjóan planka inn í kirkjuna og kom að vörmu spori með tómar börurnar út aftur. Meðan mokað var í börurnar hans, notuðum við tímann til spjalls.

Garðakirkja

Bragi Benediktsson.

—Hér vinnum við tuttugu og níu að viðgerð á kirkjunni, sagði Hermann, og þetta er fólk úr ýmsum áttum, fimmtán Bandaríkjamenn, sex Englendingar, einn frá Kanada, og svo erum við sjö Íslendingar.
— Hver kostar ferðir fólksins hingað?
— Hver og einn kostar sig sjálfur og margir eru komnir langt að. Bandaríkjafólkið hafði t. d. ekki sézt fyrr en í New York. Sama er að segja um Bretana. Þeir þekktust ekki fyrr en í ferðinni. Við, sem hér erum, búum öll í samkomuhúsinu hér á Garðaholti meðan á þessu stendur. Dagurinn er skipulagður, vinna og hvíldarstundir og alls vinnum við sjö tíma á dag. Fólkið, sem hér vinnur, er allt mótmælendatrúar, og ekki í neinum sértrúarflokki þar utan. Mér virðist það gera sér far um að fara eftir boðskap kristinnar trúar og hafa mjög heilbrigðar skoðanir.
Það er glatt og kátt, eins og æskufólki er lagið, og syngur og dansar á kvöldvökunum, sem við höfum öðru hverju.
Þetta sagði Hermann, og þá voru hjólbörurnar orðnar fullar og ekki til setu boðið. Ein stúlkanna, sem mokaði í hjá honum, er kona prests, sem gegnir líku starfi hjá æskulýðsráði kirkjusamtaka vestan hafs, og séra Bragi Friðriksson hér. Þetta var broshýr ung kona, frú Bash að nafni. Þau hjónin búa í Minneapolis. Þau ferðast mikið, sagði hún, og í fyrrasumar var maðurinn hennar lengst af í Noregi með vinnuflokk. Hún sagðist hafa mjög gaman af að dvelja hér og vinna við gömlu kirkjuna, — margháttað samstarf og svo hafði hún farið niður í Hafnarfjörð 17. júní, á þjóðhátíðina.
— Ég hélt, að landið væri allt hraun og grjót, því þegar við komum af flugvellinum, fórum við yfir svo hrjóstrugt land. En svo er þetta allt öðruvísi, og ég er hrifin af landinu.
GarðakirkjaLengra varð samtalið við prestsfrúna ekki, því að hár og grannur Breti, Richard að nafni, kom með sínar hjólbörur tómar, og stúlkurnar tóku til við moksturinn.
— Hvernig komuð þið Bretarnir hingað til lands?
— Við komum með skipi, Gullfossi. Uss, það var ljóta ferðalagið. Maður gubbaði allan tímann.
— Þú ert kannske ekki laus við sjóriðuna ennþá?
— Ég var alveg voðalega veikur. Hugsaðu þér það, að þegar við sáum Ísland rísa úr sæ, þá ruggaði það, – eða svo fannst mér.
— Eru nokkrar svona kirkjur í þínu heimalandi?
— Það held ég ekki, sagði Richard og varð hugsi. Það er annars skrítið hvernig þið byggið hús hérna á Íslandi, allt úr steinsteypu. Hvers vegna gerið þið það?
— Úr hverju ættum við annars að byggja?
— Úr múrsteini, auðvitað.
— Það er ekki nógu sterkt, og hús eins og þið byggið í Englandi, eru köld.
— Hvernig datt þér annars í hug að fara til Íslands í fríinu?
— Ég hef lesið dálítið um Ísland. Las t. d. stríðssögu Churchills og sitthvað í blöðum og tímaritum.
GarðakirkjaVið vesturgafl Garðakirkju var hópur manna að grafa. Þar á að byggja turn, og undir honum á að vera kyndiklefi.
Þar stóð Gary með skóflu í hönd og kunni auðsjáanlega tökin á því, sem hann var að gera.
— Ég á heima í Norður-Dakota, pabbi er bóndi og ég vinn alltaf heima á sumrin, milli þess sem ég er í skóla.
Gary vissi talsvert um Ísland áður en hann kom, og hafði m. a. gert tilraun til að hitta Richard Beck áður en hann lagði upp í ferðina. Eftir að hafa unnið um tíma við Garðakirkju, ætlaði Gary ásamt okkrum öðrum úr hópnum, til Norðurlanda, þar sem hann á ættingja, og það sama er að segja um Georg Engdahl frá Spokane í Washington ríki. Þeir eru báðir um tvítugt og þykir gaman að ferðinni.
— Ég bjóst við að eiga í erfiðleikum með að sofna á kvöldin í allri þessari birtu, sagði George, en svo er maður þreyttur eftir dagsverkið og þetta gengur bara vel. Þetta er annars undarlegt, að líta út klukkan ellefu á kvöldin, og það er næstum því sólskin. Það er varla að maður trúi sínum eigin augum.
GarðakirkjaUppi á vinnupalli við suðurhlið kirkjunnar sátu fjórar stúlkur og losuðu gamla og lausa múrhúðun. Ragna Jónsdóttir sat á endanum og hamraði svo, að grjótið flaug í allar áttir.
— Þú ert þó ekki að brjóta niður kirkjuna?
— Hún verður bara betri á eftir.
— Er gaman að vinna hérna?
— Já, mér finnst það alveg stórfínt. Maður æfist svo vel í enskunni innan um alla þessa útlendinga. Þetta er líka gott fólk og góður andi.
— Ert þú í skóla?
— Já, í verknáminu.
— Hvað ertu gömul?
— Sextán, rétt bráðum.
— Hefurðu ekki reynt að kenna þeim íslenzku?
— Jú, þau geta sagt allt nema rababari!
Næst Rögnu sat Jane, átján ára, frá London.
— Ert þú lofthrædd þarna uppi?
— Ekkert að ráði. Þetta er ekki svo hátt.
— Komst þú með Gullfossi?
— Já, og var sjóveik.
— Hvað ætlið þið frá Englandi að vera hér lengi?
— Vitum það ekki nákvæmlega, líklega mánuð.
Og svo kom röðin að Myrna Hall. Hún er frá Seattle á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna, 23 ára og barnakennari að atvinnu.
— Þú ert kannske til í að hætta kennslunni og leggja fyrir þig byggingavinnu eftir þetta?
— Þetta er ágætt, en ég fer varla í það heima.
— Ætlar þú áfram til Norðurlanda?
— Já, auðvitað. Ég á fullt þar af frændfólki. Pabbi er sænskur og mamma norsk.
GarðakirkjaVið austurgaflinn voru nokkrra stúlkur að vinna. Þær hreinsuðu mosann, sem vaxið hafði upp á vegginn.
Rosin, nítján ára, frá Suður-Wales í Englandi, sagðist ekkert hafa verið sjóveik á Gullfossi, enda þetta ekki hennar fyrsta sjóferð. Rosin hefur ferðazt víða með foreldrum sínum, m. a. verið á Ítalíu, Hollandi og Frakklandi. Hún sagðist vera ákveðin í að fara norður, og þá helzt að Mývatni.
Ekki sagðist hún hafa vitað mikið um Ísland áður en hún kom hingað, en þó hafði verið mikið skrifað um landið meðan stóð á „Þorskastríðinu“.
— Ég hef alltaf verið löt að læra landafræði í skólanum, það er miklu betri landafræði að ferðast og sjá þetta sjálf, heldur en að lesa leiðinlegar bækur.
Sally Timmel frá Oconomowac í Wisconsin var næst Rosin í slagnum við mosann.
— Hvað þýðir nafnið á bænum þínum?
— Það veit ég ekki, þetta er Indíánamál.
— Hvenær datt þér í hug að fara til Íslands?
— Ég var ákveðin í að komast til Evrópu, og því þá ekki að byrja á Íslandi. Ég ætla að ferðast hérna um og mig langar til að sjá hverina.
— Þú hefur auðvitað haldið að við byggjum hér í snjóhúsum og kirkjan, sem þú ætlaðir að vinna við, væri úr ís?
— Nei, svo slæmt var það ekki, sagði Sally og hló við.
Rétt í þessu kom piltur hlaupandi ofan frá samkomuhúsinu, og mér datt í hug, að hann hefði sofnað eftir matinn og orðið of seinn. Það kom hins vegar í ljós, að Bob hafði verið í uppvaskinu.
— Er gaman að vinna í eldhúsinu?
— Nei, miklu betra að vinna úti.
– Verður þú lengi hér á landi?
— Nei, ekki mjög lengi. Ég er í skóla og verð að fara heim og nota síðari hluta skólafrísins til að vinna fyrir peningum til vetrarins.
Bob hafði, eins og fleiri, heyrt um Mývatn og um heitu gjána, þar sem maður getur farið niður í jörðina og synt í volgu vatninu. Hann sagðist iðka sund og knattleik í frístundunum og að sér þætti mjög gaman að vera hér í þessum vinnuflokki.
Séra Bragi Friðriksson, sem stjórnar framkvæmdum við Garðakirkju, sagði frá tildrögum þess, að þessi útlendu ungmenni komu hingað til uppbyggingarstarfsins.
GarðakirkjaBragi sagðist hafa kynnzt starfsemi æskulýðsráða vestan hafs og hafa kynnzt nokkrum framámönnum mótmælendasafnaða í Bandaríkjunum og Kanada. Nú væri hafið margháttað samstarf í þessum efnum milli stofnana beggja megin hafsins og koma Bandaríkjamannanna og eins Bretanna, væri einn þáttur þess.
Séra Bragi sagði, að vinnan við kirkjuna gengi mjög vel og þetta væri úrvalsfólk. Þá sagði hann, að auk þessara sex Breta, væru hér nokkrir aðrir, sem ynnu sumarlangt, m. a. tveir við skátaskólann á Úlfrjótsvatni og einn við drengjabúðirnar í Reykholti.
Áður en langt líður, verður lagður nýr vegur að Garðakirkju. Hún mun nú á ný komast til þess vegs og virðingar, sem hún naut fram til ársins 1912, en þá var Hafnarfjarðarkirkja vígð, og eftir það var Garðakirkja lítið notuð.
Fyrir nokkru síðan var ekki annað fyrirsjáanlegt, en að þessi gamla kirkja yrði eyðileggingunni að bráð.
Er ég kvaddi þennan alþjóðlega vinnuflokk og hélt á braut, hljómuðu hamarshöggin og glaðværir hlátrar fólksins.
Hér áður fyrr fóru krossferðariddarar um lönd, brennandi og drepandi. Hér voru hins vegar krossfarar, sem komnir voru um langan veg til að byggja upp.“ – Sv. S.

Í Morgunblaðinu 22. mars 1966 er sagt frá endurvígslu Garðakirkju undir fyrirsögninni: „Meistara Jóns minnzt um land allt á sunnudag – Garðakirkja á Álftanesi endurvígð í tilefni þriggja aldar minningar hans.
Garðakirkja„Meistara Jóns Vídalíns var minnzt með guðsþjónustu í öllum kirkjum landsins sl. sunnudag, en 300 ár eru liðin frá fæðingu hins mikla kennimanns og ræðuskörungs. Þá var minningarathöfn í hátíðasal Háskólans síðar um daginn. Flutti dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor þar erindi um Vidalin og guðfræðistúdentar sungu undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar. Kl. 9 um kvöldið var haldin hátíð í Skálholtskirkju, sem helguð var minningu Vídalins. Biskup Íslands, hr. Sigurbjörn Einarsson, endurvígði Garðakirkju á Álftanesi þennan dag í tilefni þriggja aldar minningar meistarans.
Mikið fjölmenni var við endurvígslu Garðakirkju á Álftanesi. Voru þar viðstaddir éllefu prestar Kjalarnessprófastsdæmis, auk fyrrverandi biskups, Ásmundar Guðmundssonar. Gengu prestar og biskupar í skrúðgöngu til kirkjunnar ásamt sóknarnefnd. Vígsluvottar voru sr. Garðar Þorsteinsson sóknarpresturinn, sr. Björn Jónsson úr Keflavík, sr. Kristinn Stefánsson og sr. Bjarni Sigurðsson Mosfelli. Fyrir altari þjónuðu biskupinn og sr. Garðar Þorsteinsson. Eftir vígsluathöfnina hélt formaður sóknarnefndar, Óttar Proppé, ræðu í félagsheimili sveitarinnar á Garðaholti, og rakti bygginga sögu kirkjunnar.
Garðakirkja á Álftanesi var byggð árið 1879, að tilhlutan sr. Þórarins Böðvarssonar. Var hún þá með veglegustu kirkjum á landinu. Árið 1914 var hún síðan lögð niður og stóð ónotuð og vanrækt í 52 ár.
Garðkirkja[Árið] 1953 hóf kvenfélag sveitarinnar endurbyggingu og viðreisn kirkjunnar og 1960 var sérstök sókn mynduð þarna að nýju og leit sóknarnefndin á það, sem höfuðverkefni sitt að endurreisa kirkjuna. Arkitekt við endurbygginguna var Ragnar Emilsson og kirkjusmiður Sigurlinni Pétursson. Ragnar Emilsson arkitekt teiknaði einnig altari, skírnarfont og predikunarstól og smíðaði þau Friðgeir Kristjánsson Selfossi, en Ríkarður Jónsson myndhöggvari skar þau út. Er predikunarstóllinn helgaður minningu meistara Jón Vídalíns og setning úr einni ræðu hans skorinn í hann.
Á hátíðinni í Skálholtskirkju flutti dr. Steingrímur J. Þorsteinsson erindi um Jón Vídalín. Biskupinn las upp úr verkum hans og dr. Róbert A. Ottósson stjórnaði söng Skálholtskórsins og guðfræðistúdenta, forsöngvari var Kristinn Hallsson. Þá var almennur söngur og bænagjörð, sem sóknarpresturinn í Skálholti, sr. Guðmundur Ó. Ólafsson, annaðist.
Þess má geta, að dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor, flutti í útvarp erindi í tveimur hlutum um líf og starf meistara Jóns. Fyrri hlutinn var fluttur á sunnudagskvöld og nefndist Ævi og Athafnir. Seinni hlutinn var fluttur í gærkvöldi, og nefndist Kennimaðurinn.“

Sjá meira um Garðakirkju HÉR.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 34. tbl 25.09.1955, Árni Óla, Garðakirkja á Álftanesi fer bráðum að rísa úr rústum, bls. 519-521.
-Fálkinn, Nútíma krossfarar á Álftanesi, Endurbygging Garðakirkju, 26. tbl 05.07.1961, bls. 6-9.
-Morgunblaðið 22. mars 1966, Garðakirkja endurvígð, bls. 21.

Garðakirkja

Garðakirkja 2021.

Almenningur

Ofan við Garða-Hraunabæina vestan Hafnarfjarðar er svonefndur Almenningur. En hvað er „Almenningur“?
Tilefnið að skrifum þessum er að Hafnarfjarðarbær hefur skipað starfshóp bæjarfulltrúa um gerð reiðleiða um Almenning. Þarna fer Hafnarfjarðarbær villu vega, líkt og svo oft áður, þegar kemur að minjum og minjasvæðum. Fæstir fulltrúar bæjarins hafa stigið þarna niður fæti. Hafnarfjarðarbær hefur nánast aldrei leitað leiðsagnar þeirra er gerst þekkja ofanvert bæjarlandið. Á svæðinu má finna fjölmarga forna stíga og leiðir, sem fyrrum voru notaðir af bæði fótgangandi og ríðandi.

Í Náttúrufræðingnum 1998 fjallar Jónatan Garðarsson um „Útivistarperluna í Hraunum“ og getur um „Almenninga„.

Jónatan Garðarsson

Jónatan Garðarsson.

„Almenningar, sunnan við bæina og selin í Hraunum, voru skrýddir trjágróðri í eina tíð. Þar hefur allt verið kjarri vaxið fram eftir öldum en hrístekja til eldiviðar, ásamt sauðfjárbeit, hefur eytt skóglendinu. Þetta landsvæði mætti varðveita og hlúa frekar að þeim gróðri sem þar vex.
Einhvern tíma hefur hann verið gróskumikill og getur vel orðið það aftur. Í landi Hvassahrauns eru t.d. örnefnin Skógarhóll og Skógarnef, sem gefa til kynna mikinn kjarrgróður fyrrum, og í Undirhlíðum má finna kennileitið Stóriskógahvammur sem vísar til að þar hafi stórviður einhvern tíma vaxið.
Í Jarðabókinni 1703 má lesa um ástand gróðurs í Gullbringu- og Kjósarsýslu á þeim tíma. Látum þær lýsingar verða okkur til umhugsunar. Þar segir að í Álftaneshreppi hafi verið 27 konungsjarðir og áttu bændur að skila 48 hríshestum heim til Bessastaða og stundum meira. Flestum var vísað á skóg í Almenningum. Allar jarðirnar og hjáleigur þeirra höfðu rétt til kolagerðar í Almenningum. Um skóg er getið á nokkrum jörðum.“

Lónakot:
„Skógur hefur til forna verið, og er það nú meira rifhrís, það brúkarjörðin til kolgjörðar og eldiviðar, og jafnvel til að fóðra nautpening um vetur.“

Óttarsstaðir:
„Skóg til kolgjörðar og eldiviðar sækir ábúandi í almenning betalingslaust, hver sá eyddur er, sem skamt sýnist að bíða.“

Straumur:
„Skóg til kolgjörðar og eldiviðartaks brúkar jörðin í almenningum, líka er stundum hrís gefið nautpeningi.“

Þorbjarnarstaðir:
„Skóg hefir jörðin átt, en nú má það valla kalla nema rifhrís, það hefur hún so bjarglega mikið, að það er bæði brúkað til kolgjörðar og eldiviðar, og so til að fæða pening á í heyskorti. Aldrei ljá það búendur til annara, og eru þetta þau skógarpláts, sem almenningar eru kölluð.“

Í Tímariti lögfræðinga 1998 skrifar prófessor Þorgeir Örlygsson um Almenninga undir fyrirsögninni „Hver á kvótann?

Þorgeir örlygsson

Þorgeir Örlygsson, prófessor.

„Menn hefur greint á um það, hvar almenningar eru hér á landi og hvernig eignarrétti að þeim er háttað, en í sjálfu sér er ekki ágreiningur um, að þeir geti verið til, enda gerir löggjöf ótvírætt ráð fyrir tilvist þeirra og hefur lengi gert. Eru menn og almennt sammála um, að almenningar séu landsvæði, sem enginn getur talið til einstaklingsbundins eignarréttar yfir, þótt ekki sé útilokað, að menn kunni að eiga þar ákveðin og afmörkuð réttindi.
Í síðari tíma löggjöf og fræðiviðhorfum hefur helst verið við það miðað, að almenningar séu tiltekin svæði á þurrlendi og á hafsvæðum úti fyrir ströndum landsins og auk þess sérstakur hluti stöðuvatna, þ.e. svæði utan netlaga. Hafa þessi svæði verið nefnd almenningar frá fornu fari.
Almenningar hafa samkvæmt þessu bæði verið til inni á óbyggðum og út við hafið, þ.e. almenningar hið efra og hið ytra. Í bæði Grágás og Jónsbók var að finna ákvæði um almenninga. Við lögtöku Jónsbókar 1281 varð ekki breyting á meginreglunni um almenninga, sbr. þau orð 52. kaptítula Landsleigubálks: Svo skulu almenningar vera sem að fornu hafa verið, bœði hið efra og hið ytra. Í norskum rétti voru svipuð ákvæði um almenninga. Þar sagði t.d. í NL 3-12-1: Saa skal Alminding være, saasom den haver vœret af gammel Tid, baade det 0verste og det yderste.
Því er mismunandi háttað í löggjöf, hvaða heimildir eru fyrir hendi varðandi nýtingu almenninga og hverjir eiga þær heimildir. I gildandi ákvæðum íslenskra laga, sem varða meðferð tiltekinna réttinda í almenningum, er yfirleitt út frá því gengið, að landsmenn allir njóti þeirra réttinda, þótt frá því kunni að vera ákveðnar undantekningar í einstökum og afmörkuðum tilvikum.

Straumssel

Straumssel og nágrenni – uppdráttur ÓsÁ.

Hafalmenningur er það svæði sjávar við strendur landsins, sem tekur við utan netlaga, en netlög eru sjávarbelti, sem nær 115 metra út frá stórstraumsfjörumáli landareignar. Um hafalmenninga er það að segja, að frá upphafi íslandsbyggðar og allt fram yfir miðja þessa öld hefur sú meginregla verið viðurkennd, að hafið utan netlaga væri almenningur, þar sem öllum væri heimil veiði. Reglan kemur fram í Grágás, Landabrigðaþætti Konungsbókar: Menn eigu allir að veiða fyrir utan netlög að ósekju og í Landabrigðisþætti Staðarhólsbókar: Allir menn eigu að veiða fyrir utan netlag að ósekju ef vilja. Í Jónsbók er reglan í 61. kapítula Landsleigubálks, rekabálki, 2. kap.: Allir menn eigu að veiða fyrir utan netlög at ósekju. Er ákvæði þetta enn tekið upp í íslenska lagasafnið, nú síðast í útgáfuna 1995.
Um réttarstöðu íslenska rfkisins gagnvart landsvæðum, sem enginn getur talið til einstaklingseignarréttinda yfir, hvort heldur sem eru afréttareignir eða almenningar, er það að segja, að sú stefna hefur verið mótuð af dómstólum, að íslenska ríkið sé ekki eigandi þessara landsvæða, nema það færi fram eignarheimildir fyrir eignatilkalli sínu. Er framangreint annars vegar staðfest í Landmannaafréttardóminum síðari, sbr. H 1981 1584 og í Mývatnsbotnsmálinu, sbr. H1981182. Samkvæmt þessum dómum nýtur ríkið engrar sérstöðu umfram aðra, sem gera tilkall til einstaklingseignarréttar yfir tilteknum hlutum eða verðmætum. Ríkið verður eins og hver annar að færa fram skilríki eða heimildir fyrir eignatilkalli sínu.“

Í Sögu 2008 reynir Sveinbjörn Rafnsson að skilgreina „Almenninga“ í grein sinni um „Hvað er Landnámabók?„.

Lónakotssel

Lónakotssel.

„Almenningar og afréttir í Jónsbók. Lengja má í þessum þræði og skoða ákvæði Jónsbókar: „Svo skulu almenningar vera sem að fornu hafa verið, bæði hið efra og hið ytra.“ Íslendingar héldu sínum íslensku lögum í samræmi við sáttmála við Noregskonunga á síðari hluta 13. aldar og konungur hafði því ekki rétt til almenninga á Íslandi eins og í Noregi.
Landsfjórðungarnir voru ekki lagðir niður með tilkomu nýrrar lög bókar á 13. öld; þeir haldast m.a. sem dómssögur og umsýslusvæði um landeignir í Jónsbók.
Það er einnig ljóst að fjórðungsmönnum hefur verið í lófa lagið sem eigendum almenninga að skipta þeim á milli sín, þar sem þess var talin þörf, í svokallaða afrétti. Í Grágás og Jónsbók er afréttur skilgreindur svo: „Það er afréttur er tveir menn eiga saman eða fleiri, hversu mikið land sem hver þeirra á í.“ Samkvæmt Grágás og Jónsbók hefur því almenningur verið í sameign allra fjórðungsmanna, þ.e. landeigenda eða lögbýla innan fjórðungs, en afréttur verið í sameign tiltekinna landeigenda eða lögbýla innan fjórðungs. Þetta skýrir til fullnustu stöðu og legu afrétta í Sunnlendingafjórðungi. Bæði í Grágás og Jónsbók eru almenningar og afréttir gjarna spyrtir saman enda er um að ræða land sem verið hefur í sameign margra manna og fylgt ákveðnum jörðum innan fjórðungs. Í ákvæðum Grágásar um að telja fé í afrétt eru eigendur afréttar kallaðir landeigendur.

Tobburétt

Landvættur í Almenningum í Hraunum.

Það er í fullu samræmi við ákvæði Grágásar um að hver maður eigi gróður á sínu landi. Það sýnir líka að mönnum hefur verið heimilt að ráðstafa eign sinni og greina hana í það sem ofan á landi er og landið sjálft, sbr. skógarítök, skógartóft, beitarítök, reka o.s.frv., enda mörg forn dæmi varðveitt um slíkt í frásögnum og skjölum. Slíkur ítakaréttur hefur ekki falið í sér eign á landi heldur afnotaeign og hafa menn hér á landi hugsað líkt í lögum og búrekstri og menn gerðu í nágrannalöndunum á miðöldum, um dominium directum, beina eign, og dominium utile, afnotaeign, enda samfélagsgerðin ekki ósvipuð. Deiluefni gat komið upp um það hvar væru mörk bújarðar annars vegar og afréttar eða almennings hins vegar. Um þetta er fjallað í 52. kap. Landsleigubálks Jónsbókar.

Almenningur

Í Almenningum í Hraunum.

Menn áttu að reyna að lögfesta sinn málstað, en ef ágreiningur varð skyldi málið koma til dóms. Þarna er eign á afrétti jafngild eign á bújörð. Samkvæmt 54. kap. Landsleigubálks Jónsbókar gat maður er næstur bjó afrétti gert eigendum afréttar stefnu til garðlags á mörkum bújarðarinnar og afréttarins. Svo segir um það: „Þeir skulu gera garð að jarðarmagni, svo sem hver þeirra á afrétt til, svo að þeir geri hálfan, en sá hálfan er garðlags beiddi, og svo haldi hvorir síðan.“ Hér kemur það glöggt fram að afréttur er full eign engu síður en bújörðin sem næst er afréttinum.
Óbyggðanefnd telur að frumstofnun eignarréttar hér á landi hafi farið fram með landnámi, hefð og lögum, sbr. löggjöf um nýbýli og þjóðlendur. Þessi kennisetning (doktrin) hefur ýmsa annmarka og kemur ekki að öllu leyti heim við sögulegar heimildir. Hún er varla rökheld við nánari skoðun, eins og komið hefur fram í máli greinarhöfundar hér á undan þótt því sé alls ekki stefnt gegn henni sérstaklega.
Hér hefur meðal annars komið fram að höfundar Landnámu og Grágásarlaga hafa alls ekki talið allt land á Íslandi numið í öndverðu. Hið ónumda land er almenningar samkvæmt Grágás. Almenningar voru að fornu eign fjórðungsmanna samkvæmt Grágás og mun það líklega vera ein af ástæðum þess að Landnáma er fjórðungaskipt. Almenningar voru eign allra fjórðungsmanna, afréttir voru eign tiltekinna fjórðungsmanna, tveggja eða fleiri, samkvæmt Grágás og svo skal áfram vera samkvæmt Jónsbók. Eðlilegast er að líta svo á samkvæmt þessum sögulegu heimildum, Landnámu, Grágás og Jónsbók, að allt landið sé talið í eign landsmanna, hvergi sé einskismannsland á Íslandi eða land án landsdrottins. Almenningar og afréttir voru taldir eignarlönd í lögum og lögbókum þótt ónumin væru.
Að þýða „landnám“ eins og það birtist í Landnámu og fornum ritum háðum henni beint sem rómarréttarlega „occupatio“ að klassískum hætti virðist vera tímaskekkja (anakrónismi). Það væri rangtúlkun á Landnámu og raunar einnig íslensku miðaldasamfélagi.“

Í Búnaðarriti 1973 er greinargerð um svonefnda „Almenninga„.

Almenningur

Fjárskjól í Almenningi í Hraunum.

„Íslendingar eru um það einir þjóða í Evrópu, að þeir eiga skráðar heimildir um landnám, og þær heimildir eru skráðar eftir að landnámi lauk. Frásagnir af því máttu auðveldlega hafa geymzt rétt í minni manna. Landnámsmenn námu ýmist mjög stór landsvæði, er þeir síðar úthlutuðu öðrum að miklu leyti, eða minni svæði, er þeir nýttu sjálfir. Svo er að sjá, að ekkert land hafi verið látið ónumið eða óhelgað. Þess er getið á tveim stöðum í Landnámabók, að spildur voru ónumdar á milli landnámsjarða, en þær voru báðar bráðlega helgaðar og lagðar til hofa. Heiðar og fjöll hafa ekki verið undanskilin. Ingólfur Arnarson nemur alla spilduna milli sjávar að sunnan og vestan og Brynjudalsár og Öxarár að norðan og Ölfusár að austan, jafnt gróið land sem fjöll og firnindi.
Fjalllendi virðast sem sagt hafa verið látin fylgja þeim jörðum, sem næst þeim lágu, og svo er mjög víða enn, þótt víða hafi þau nú verið seld sem afréttarlönd. Sumir vilja telja, að öðru máli kunni að gegna um miðhálendi Íslands vegna þess, að þar eru stór svæði lítt gróin. Þessi kenning er mjög hæpin. Gróður hefur víða minnkað stórum frá því, er var, og eru til margar sannanir um það (t.d. á Kili, landið sunnan Sprengisands og miklu víðar). Þetta land var þá nytjað, og einatt þurfti þar smölunar við. Efalaust hafa menn mjög snemma bundizt samtökum um nýtingu lands og smölun, og framkvæmt þær eftir fyrirmælum goða og síðar hreppstjórnarmanna.
Það er fullvíst, að sveitarfélög og upprekstrarfélög hafa ávallt talið, að afréttarlönd, er þau hafa nytjað frá fornu fari, hafi verið og séu óskoruð eign þeirra (nema þar, sem einstaka jarðir eða kirkjur áttu ítök, sem oftast voru veiðiítök), þótt ekki séu kaup- eða afsalsbréf til nú. Í fornum ritum eða skjölum finnst hvergi, hvar sem leitað er, nokkur heimild um það, að ríkið eða þjóðarheildin hafi átt afrétt eða heiðalönd. Mönnum var auðvitað heimil ferð um afrétt eins og annað land, og beit og jafnvel veiði, á meðan á ferð stóð. Hreppar, eftir að þeir voru myndaðir, sem trúlega hefur gerzt skömmu eftir, að landnámi lauk, og upprekstrarfélög geta hafa eignazt afréttarlönd löngu áður en farið var að færa gerninga í letur eða á skrá, og engin áslæða var fyrir menn til bréfagerða um það síðar, því að enginn vefengdi rétt þeirra, og ekki þurftu þeir að svara sjálfum sér.
Nær alltaf er vitað, að notaréttur sveitar- eða upprekstrarfélaga er ævagamall. En því fer víðs fjarri, að það afsanni eignarrétt á landi, þótt ekki séu nú til aðrar heimildir frá fyrri tímum en um beitarnot af afréttinum.

Almenningur

Vörðukort af Almenningi í Hraunum.

Eignarrétti lands var oftast ekki unnt að viðhalda með öðrum hætti en þeim, að eigendur nytjuðu það á þann hátt, sem möguleikar voru til. Sum þessara nota voru að mestu bundin við árstíðir, eins og til dæmis not afréttarlands. Þar var naumast um önnur not að ræða en beit og grasatekju og sums staðar veiði, sem oft var þó einungis nýtt á sumardag sakir fjarlægðar frá byggð.
Nýir atvinnuhættir og gerbreytt tækni veldur því, að nú er unnt að nýta land á margan hátt, sem áður var ógerlegt. Má um það nefna að sjálfsögðu fjölda dæma, t. d. virkjun vatna og notkun sands og malarnáma. Þessi þróun getur ekki valdið því, að ríkið eignist gœði lands og jarðar jafnótt og möguleiki skapast til að nota þau. Fáir eða engir halda því heldur fram, þegar um land í einkaeigu er að ræða, en hví skyldi gegna öðru máli um land sveitarfélaga?

Óttarsstaðasel

Í Óttarsstaðaseli í Hraunum. Liður í Ratleik Hafnarfjarðar.

Löggjöf vor gerir ráð fyrir því á nokkrum stöðum, að til séu almenningar. Nefndar athugasemdir, er fylgja frumvarpi til námulaga, virðast gera ráð fyrir, að þeir séu eign þjóðarheildarinnar. Öll rök hníga að því, að sú kenning sé alröng, og ríkið (eða konungur fyrr á tímum) hafi aldrei átt almenninga. Almenningar, sem oftar en hitt hafa verið við sjó og tengdir við hlunnindi, hafa ef til vill stöku sinnum verið eign f jórðungsmanna (sbr. Grágás), en oftast eign eða afnotaland fárra jarða eða eins hrepps. Þannig er enn um Almenning í Biskupstungum, að hann er eign Haukadalsjarða. Almenningur í Þjórsárdal var skógarítak nokkurra hreppa og Skálholtsstóls.
Almenningur suður frá Öxnadalsheiði var afréttur jarða í Öxnadal með ítaksrétti einnar jarðar þar, og þannig má telja fjölda dæma. Mörg þau svæði, er bera heiti af almenningi, eru og hafa verið um óratíma eign einstakra jarða. Efalaust hafa almenningar þessir verið hluti af landi jarða, en verið dæmdir af mönnum fyrir sakferli. Finnast frásagnir um slíka refsidóma bæði í Íslendingabók og Landnámu og Sturlungu. Þess munu og finnast dæmi, að í hallæri hafi mönnum verið tildæmdur almenningur (hlunnindaalmenningur) til að geta bjargað sér frá því að lenda á vergangi, en, eins og fyrr er sagt, örlar hvergi á því í fornum lögum eða skrám, að ríkið (þjóðarheildin) eigi almenning.
Vill Búnaðarþing því sterklega vara við þeirri ásælni, sem orðið hefur vart bæði með flutningi frumvarpa á Alþingi í ýmsum myndum og með málarekstri gegn sveitarfélögum, að ríkið eigi almenninga og drjúgan hluta afréttarlanda.“

Sjá meira um Almenning í Hraunum HÉR.

Heimildir:
-Tímarit lögfræðinga, 1. tbl. 01.02.1998, Þorgeir Örlygsson, prófessor, Hver á kvótann?, bls. 35-36.
-Saga, 2. tbl. 2008, Sveinbjörn Rafnsson, Hvað er Landnámabók?, bls. 189-196.
-Búnaðarrit, 1. tbl. 01.01.1973, bls. 193-194.
-Náttúrufræðingurinn, 3.-4. tbl. 01.05.1998, Jónatan Garðarsson, Útivistarperlan í Hraunum, bls. 168-169.

Almenningur

Almenningur í Hraunum – herforingjakort 1903.

Steðji

Á Vísindavef Háskóla Íslands er m.a. fjallað um Kjós og nokkra staði þar innan marka í svörum við spurningum þess efnis. Taka ber þó svörunum með hæfilegum fyrirvara.

Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?
Upprunlega hljóðaði spurningin svona:

Kjósarhreppur

Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós. Spurningin er hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?
Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir nú ‘kvos, dalur eða dæld’ (Íslensk orðabók, 778; Ásgeir Blöndal Magnússon, 468).
Í Troms og víðar í Norður-Noregi merkir orðið kjos ‘þröngur dalur’ eða ‘laut’ (Norsk stadnamnleksikon, 183).
Auk Kjósar í Kjósarsýslu og í Skaftafellssýslu kemur nafnliðurinn meðal annars fyrir í örnefnum á Snæfellsnesi, í Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu (Íslandsatlas).

Heimildir:
-Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
-Íslandsatlas. Fimmta prentun endurskoðuð. Reykjavík 2015.
-Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri: Mörður Árnason. 3. prentun. Reykjavík 2005.
-Norsk stadnamnleksikon. Jørn Sandnes og Ola Stemshaug (útg.). Oslo 1976.

Af hverju heitir Írafell í Kjós þessu nafni og hvað er sá bær gamall?
Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 (Íslenskt fornbréfasafn XII:107 og víðar).

Írafell

Írafell.

Í 18. aldar heimildum er getið um Írafell á Reykjanesi í Gullbringusýslu en það er ekki þekkt nú. Auk þess eru nefnd þrjú Írafell á Snæfellsnesi: eitt á Hellisvöllum (Hellnum) í Breiðuvíkurhreppi (nú slétt flöt, samkvæmt örnefnalýsingu), annað í Helgafellssveit og það þriðja suðvestur af Drápuhlíðarfjalli.
Í Skagafirði er bær sem oft er nefndur Írafell en samkvæmt Landnámabók og fleiri heimildum er upphaflega nafn hans Ýrarfell (Byggðasaga Skagafjarðar III (2004), bls. 410 og áfram).
Ekki er vitað hve gamalt bæjarnafnið Írafell í Kjós er né heldur hvort það er kennt við þá Íra sem taldir eru hafa verið hér við upphaf landnáms eða Íra sem hingað komu í verslunarerindum á 15. öld. Hermann Pálsson fjallaði um Íra-örnefni í grein í Skírni 1953 (bls. 105-111) en hann ræðir ekki Írafell sérstaklega.

Írafellssel II

Írafellssel II – uppdráttur ÓSÁ.

Helgi Guðmundsson fjallar um örnefni kennd við Íra, Breta og Pétta1 í bók sinni, Um haf innan (1997, bls. 198-199). Þar nefnir hann meðal annars að á Katanesi í Skotlandi sé fjall með keltnesku nafni, Cnoc an Eireannaich, sem merki ‘Írafell’, en hann telur annars óvíst hvernig eigi að túlka örnefni þau á Íslandi sem kennd séu við erlendar þjóðir (199).
Péttar (e. Picts) voru þjóðflokkur, sem var ef til vill ekki keltneskur að uppruna en bjó á Bretlandseyjum og átti í sífelldum útistöðum við Rómverja. Á níundu öld eða svo runnu þeir saman við Skota.

Hvernig myndaðist Meðalfellsvatn í Kjós?
Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir sem ná niður fyrir grunnvatnsflöt eða myndast þar sem einhver þröskuldur girðir fyrir vatnsrennsli á yfirborði eða grunnvatnsrennsli. Jöklar hafa leikið stórt hlutverk við myndun stöðuvatna á Íslandi og má skipta jökulmynduðum vötnum í nokkra flokka. Nánar er fjallað um myndun stöðuvatna í svari við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? og um jökulrof í svari við spurningunni Hvað er jökulrof? Hvernig verður jökulrof og landmótun jökla á Íslandi?

Meðalfellsvatn

Við Meðalfellsvatn í Kjós.

Langflest íslensk stöðuvötn í jökulsorfnum dældum. Dældirnar hafa myndast þegar ísaldarjökullinn heflaði landið, misdjúpt eftir þykkt jökulsins á hverjum stað og styrk undirlagsins. Eftir stóð mishæðótt landslag með dældum sem fylltust af vatni.
Að öllum líkindum er Meðalfellsvatn í Kjós dæmi um stöðuvatn í jökulsorfinni dæld og þá myndast eins og hér hefur verið lýst.
Meðalfellsvatn er 2 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi vatnsins er tæplega 19 m og meðaldýpi er 4,4 m. Dýpsti hluti þess er í því austanverðu en meginhluti þess er tiltölulega grunnur (2 – 4 m). Vatnasvið Meðalfellsvatns er um 39 km2 . Í það sunnanvert renna smáárnar Flekkudalsá með upptök í Flekkudal í norðanverðri Esju og Sandsá með upptök í norðanverðum Móskarðshnjúkum. Úr Meðalfellsvatni norðvestanverðu fellur áin Bugða sem rennur í Laxá.
Í Meðalfellsvatni er töluvert af bleikju og einnig er þar að finna urriða. Auk þess veiðast í vatninu nokkrir laxar árleg.

Heimildir:
-Flokkun vatna á Kjósarsvæði – Meðalfellsvatn. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis og Háskólasetrið í Hveragerði. 2004.
-Meðalfellsvatn á NAT Norðurferðir. Sótt 6. 3. 2008.

Hvernig myndaðist Esjan?
Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbeltinu sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Í Esju, á svæðinu frá Hvalfirði og austur fyrir Skálafell í Kjalarneshreppi, var eldvirknin stöðug í rúmlega eina milljón ára frá því fyrir um 2,8 milljón árum. Á þessum tíma voru að minnsta kosti 10 jökulskeið með hlýskeiðum á milli.
EsjaEsjan myndaðist vestan til í gosbeltinu og ýttist smám saman frá því til vesturs. Rekhraðinn til vesturs frá flekaskilunum, sem nú liggja um Þingvallasveit, hefur um milljónir ára verið um einn cm á ári, enda stendur heima að vesturendi Esju er um 30 km norðvestan við vestustu virku sprungurnar (gjárnar) á Þingvöllum og í Hengli. Á sama tíma og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós var að myndast vestan til í gosbeltinu var berggrunnurinn undir Selfossi og Hreppum að myndast austan til í því. Auðvelt er að fá nútímasamlíkingu á Reykjanesskaga með því að hugsa sér að berggrunnurinn undir Reykjavík sé að myndast í Trölladyngju og Sveifluhálsi vestan við Kleifarvatn, og berggrunnurinn undir Selfossi framtíðarinnar sé að myndast í eldstöðvum milli Kleifarvatns og Herdísarvíkur.
EsjaFyrir tæpum þremur milljón árum var vestasti hluti Esju í vesturjaðri virka gosbeltisins (sem nú liggur um Þingvallasveit). Þetta virka gosbelti teygði sig til norðausturs meðfram Hvalfirði en til suðvesturs yfir Sundin og Vesturbæinn. Á þeim tíma voru þó hvorki Sundin né Hvalfjörður til. Samfellt fjalllendi náði frá hálendinu og miklu lengra í sjó fram en nes og eyjar við innanverðan Faxaflóa nú. Þá var stórt eldfjall í Sundunum, en gjástykki teygðust til norðurs um Kjós og suður yfir Mela. Margt bendir til að stór askja hafi myndast í þessari megineldstöð, Kjalarneseldstöðinni, og mikill fjöldi innskota myndaðist í henni. Stærstu innskotin má nú sjá á yfirborði í Viðey, yst á Kjalarnesi og milli Skrauthóla og Mógilsár.
Gosvirknin færðist smám saman austar, Kjalarnesmegineldstöðin þokaðist til vesturs út úr gosbeltinu en gosvirknin varð mest þar sem Kistufell í Esju er nú. Þá fengu jarðlögin neðst í Kistufelli sinn mikla halla. En ekki leið á löngu þar til gosvirknin var komin austur fyrir Grafardal. Þar myndaðist stórt og myndarlegt eldfjall, Stardalsmegineldstöðin. Í þeirri eldstöð myndaðist askja álíka stór og Kröfluaskjan. Í henni safnaðist vatn, svipað og síðar gerðist í Öskju í Dyngjufjöllum, en askjan fylltist síðan af gosefnum. Þunnfljótandi hraunlög runnu langt vestur úr virka gosbeltinu og mynduðu hinn reglulega hraunlagabunka, sem nú myndar topp Esjunnar allt frá Skálafelli vestur undir Hvalfjörð. Æviskeiði megineldstöðvarinnar í Stardal lauk með líparítgosum undir jökli á bogasprungum umhverfis öskjuna. Glæsilegustu menjar þeirra eldsumbrota eru Móskarðshnúkar, en aldursgreiningar benda til að líparítið í þeim sé um 1,8 milljón ára gamalt.
Eldvirkni færðist enn til austurs, eða öllu heldur megineldstöðina rak vestur úr gosbeltinu og upphleðslu jarðlaga lauk í Esju, Kjós og byggðum hluta Mosfellssveitar. Samfellt fjalllendi náði frá Akrafjalli og Skarðsheiði austur yfir Esju og fellin í Mosfellssveit. Yfir Sundunum og Reykjavík lá meira en þúsund metra þykkur stafli af hraunlögum og móbergi.
Í rúmlega milljón ár eftir að Móskarðshnúkar mynduðust skófu ísaldarjöklar fjalllendið og skáru út það landslag, sem við sjáum í dag. Ekki er vitað um eldvirkni á svæðinu þennan tíma. EsjaEkki er heldur vitað um fjölda jökulskeiða á þessu tímabili, en margt bendir til að jökulskeið gangi yfir Ísland á um hundrað þúsund ára fresti.
Fyrir þrjú til fimm hundruð þúsund árum varð eldgos undir jökli í Mosfellssveit og þá myndaðist Mosfell. Þá voru dalir Esju svipaðir og í dag og fellin í Mosfellssveit einnig. Á næstu hlýskeiðum runnu þunnfljótandi hraun úr grágrýtisdyngjum í jaðri virka gosbeltisins vestur yfir hið rofna land, þöktu mikið af láglendinu og runnu í sjó fram. Hraunstraumarnir runnu milli Mosfells og Esju, milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar, en einkum þó vestur yfir láglendið sunnan Úlfarsfells. Þessi grágrýtishraun mynda Brimnes á Kjalarnesi, yfirborð eyjanna á Sundunum svo og flest klapparholt á höfuðborgarsvæðinu svo sem Grafarholt, Breiðholt, Öskjuhlíð, Valhúsahæð, Digranesháls, Hamarinn í Hafnarfirði og Hvaleyrarholt. Upptök grágrýtishraunanna eru fæst þekkt, en meðal þeirra hafa þó verið Borgarhólar, Lyklafell og Eiturhóll á Mosfellsheiði.
Nánari upplýsingar er að finna í Árbók Ferðafélags Íslands 1985 í grein eftir Ingvar Birgi Friðleifsson. „Jarðsaga Esju og nágrennis“, bls. 141-172.

Hvað þýðir nafnið Esja?
Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið sé að skýringu á nafninu. Þar bjó Örlygur Hrappsson sem kom til landsins frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi.

Esja

Esja – örnefni.

Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi. Fjallsnafnið er þar ekki nefnt.
Vegna þessara sagna hefur sú tilgáta komið fram (W. Craigie) að nafnið Esja sé af keltneskum uppruna, dregið af Ésa eða Essa (sjá Hermann Pálsson: Keltar á Íslandi. Reykjavík 1996:170).
Flestir hafna þó þessari skýringu og telja að kvenmannsnafnið sé til orðið á eftir bæjarnafninu og fjallsheitinu. Helgi Guðmundsson (Um haf innan 1997:193-94) hefur bent á að í Lewis (Ljóðhúsum) í Suðureyjum séu varðveitt norræn örnefni í gelísku sem komi heim og saman við röð örnefna frá Akranesi og suður í Kollafjörð. Meðal þeirra er Esjufjall. Hugsanlega hafa örnefnin verið gefin um sama leyti á báðum stöðum og flust með norrænum mönnum vestur á bóginn.
Líklegasta skýringin á Esja er því sú að um norrænt nafn sé að ræða. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu. Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’, sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni ‘smiðjuafl’ og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse ‘smiðjuafl’. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar’. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.

Hver er uppruni örnefnisins Skálafell og gæti verið að upphaflega hafi það heitið Skálarfell eða Skaflafjell?
Fyrirspyrjandi nefnir ekki hvaða fell hann á við en Skálafell eru tvö í nágrenni Reykjavíkur:
Austan Esju, inn af Mosfellsdal í Kjósarsýslu (774 m).
Upp af Hellisheiði, suðaustur af Hveradölum (574 m).

Skálafell

Skálafell – Stardalur fremst.

Landnámabók segir að Ingólfur Arnarson hafi látið gera skála á Skálafelli (Íslenzk fornrit I, 45) og mun þá átt við Skálafell sunnan Hellisheiðar. Hins vegar segir Kristian Kålund í sögustaðalýsingu sinni að sagnir séu um að Ingólfur hafi haft skála (fjárskála) á Skálafelli austan Esju (Kålund I, 43). Jónas Magnússon í Stardal segir í örnefnaskrá að fellið í Kjós „ætti betur við söguna af Ingólfi Arnarsyni en Skálafell upp af Kömbum, því að Þingvallavatn blasir við af þessu felli.“
Líklega er nafnið á fjallinu austan Esju upphaflega *Skálarfell, af áberandi skál í fjallinu. Þó er önnur skál minni í austurenda fjallsins og gæti því nafnið hafa verið Skálafell í upphafi, segir Egill J. Stardal, sonur Jónasar í Stardal í Árbók Ferðafélagsins 1985, 122-123.
Ekki er líklegt að upphaflega nafnið hafi verið Skaflafjell eða Skavlfjell. Þórhallur Vilmundarson segir að Skálafell sunnan Hellisheiðar minni á húsburst séð úr Ölfusi og gæti því verið líkingarnafn (Grímnir I, 128).

Heimildir:
-Ferðafélag Íslands. Árbók 1985. Rvk. 1985.
-Grímnir I. Rvk. 1980.
-Kristian Kålund. Íslenzkir sögustaðir I. Sunnlendingafjórðungur. Íslenzk þýðing: Haraldur Matthíasson. Rvk. 1984.
-Landnámabók. Íslenzk fornrit. I. Rvk. 1968.

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/search/?q=Kj%C3%B3s

Skálafell

Tóft í Skálafelli.

Bláfjöll

Í Sveitarstjórnarmál 1980 fjallar Kristján Benediktsson um „Bláfjallafólkvang“.

Bláfjallafólkvangur

Bláfjallafólkvangur – kort.

„Hinn 31. janúar 1973 samþykkti náttúruverndarráð stofnun fólkvangsins, og með auglýsingu í Stjórnartíðindum tveimur mánuðum síðar má segja, að hann hafi verið orðinn að raunveruleika. Þau sveitarfélög, sem í upphafi stóðu að Bláfjallafólkvangi, voru Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes og Selvogur. Síðar bættust í hópinn Hafnarfjörður, Garðabær og Keflavík.
Meðfylgjandi uppdráttur sýnir vel legu Bláfjallafólkvangs og veginn á skíðasvæðin, sem tengist Austurveginum víð Sandskeið. Austurhornið er Vífilfell. Þaðan liggur línan eftir háhrygg fjallgarðsins í Kerlingahnúk á Heiðinni há. Hæsti punkturinn á fjallshryggnum er Hákollur, 702 metrar, og er hann beint upp af Kóngsgili. Frá Kerlingahnúk liggja mörkin um Litla-Kóngsfell, Stóra-Bolla og í Heiðmerkurgirðinguna við Kolhól.
Síðan eru mörkin um Heiðmerkurgirðingu að punkti, sem skerst af línu, sem dregin er milli Stríps og Stóra-Kóngsfells. Síðan liggja mörkin um Sandfell, norðvestur af Rjúpnadölum, í koll Vífilfells.

Bláfjöll

Bláfjöll – Drottning.

Innan Bláfjallafólkvangs er mikið um hraun og eldstöðvar margar. Víða í hraununum eru op og hellar og vissara að fara með gát um þau svæði og fylgja merktum gönguleiðum. Eldborg er friðlýst náttúruvætti rétt við veginn. Hún er falleg eldstöð, sem mikið hraun hefur komið frá. Vegurinn frá brekkubrúninni norðan Rauðuhnúka og upp á skíðaslóðirnar liggur mestan part á Eldborgarhrauni.
Skammt frá Eldborginni eru tvö fell, Stóra-Kóngsfell (596 m), þar sem fjallkóngar skipta leitum, og Drottningarfell, sem bæði er lægra og minna um sig. Hvergi hef ég séð nákvæma stærðarmælingu af Bláfjallafólkvangi. Ekki mun fjarri lagi að áætla, að hann sé 70—80 km2.“

Heimild:
-Sveitarstjórnarmál 01.02.1980, Bláfjallafólkvangur, Kristján Benediktsson, bls. 7-8.

Bláfjöll

Gengið um Bláfjallasvæðið.