Seljadalur

Í „Lögbók konungs, Lagabætis, handa Íslendingum eður Jónsbók hin forna, lögtekin á alþingi 1281„, útg. 1856, er m.a. fjallað um þegnskylduvinnu og landsleigu. Í síðarnefnda dálknum eru ákvæði um „sætr“ eða selstöður, einkum aðgengi bænda að slíkum nytjastöðum:

1. Um þegnskyldu við konung ok skattgjald

Jónsbók

Jónsbók hin forna.

Í nafni várs herra Jesú Christi, þess sem vár er vernd ok varðveizla, líf ok heilsa, skulum vér konungi várum, eðr hans lögligum umboðsmanni, eigi synja slíkrar þegnskyldu, sem vör höfum honum játað: at hverr sá bóndi er skyldr at gjalda skatt ok þingfararkaup, er hann á fyri sjálfan sik ok hvert skuldahjón sitt, kú eðr kúgildi, skip eðr nót, ok skal hann eiga um fram eik, uxa eðr hross, ok alla bús búhluti, sem þat bú má eigi þarfnast. En skylduhjú hans eru þeir menn allir, sem hann á at skyldu fram at færa, ok þeir verkamenn, sem þar þurfa at skyldu fyri at vinna. En þetta eru alls 20 álnir, af hverjum bónda. Skal konungr taka 10 álnir, en aðrar 10 álnir sá sem kongr skipar sýslu, með slíkri afgreiðslu, sem lögbók váttar, af þeim 10 álnum, sem þingfararkaup heitir.
(R. R. H. K. Svá skal ok hverr maðr gjalda skatt einhleypr, karl ebr kona, þó at hann sé búlaus, ef hann á 10 hundruð fyri sjálfan sik skuldlaust ok hundrað fyri hvern ómaga sinn, ok eitt hundrað um fram).
ÍsólfsskáliEn eigi skal meira gjaldast en einar 20 álnir, þar sem bóndi eðr húsfreyja andast frá, ok halda feðgin, systkyn eðr mæðgin, eðr aðrir arfar, saman þeim bóndi, hvárt sem er meiri eðr minni. En sá sem í burt fer með sinn hlut, gjaldi sem fyr váttar. En hverr sem þetta geldr eigi forfallalaust, áðr menn ríða til þing, sekr 6 aurum við konung. Skal þetta fé greiðast í vaðmálum, ok í allri skinna vöru, í ullu ok húðum, ok gjaldi þar sem hann hefr heimili átt fyri næstu fardaga, þó at hann færi heimili sitt á annan stað.
(H. B. E. K. Sá skal skatt gjalda, sem búnað reisir, en eigi sá er bregðr búi, ef hann hefr rninna fé en 10 hundruð, skuldlaust ok ómagalaust).

42. Um sætr ok selfarir

Villingavatn

Villingavan – Gamlasel odan Gamlaselsgils.

Hvervetna þar sem sætr eru til bæja manna, þá skulu menn fara með búfé sitt yfir annars land til sætra, ok hafi fornar götur, ef til eru, ok hafi í togi laus hross, ef yfir eng er að fara. En ef keldr eru á leið hans, þá má hann gjöra þar brúar yfir, ok vinna þann áverka á jörðu hins. Menn skulu fara úr húshaga með fé sitt, þá tveir mánuðir eru af sumri, utan þeim þyki öllum annat hentara, er burtfærslu eigu. En ef einhverr sitr lengr niðri, þá skal sá er at telr fyrirbjóða honum þar setu.
Nú sitr hinn heima eigi at síðr, þá skal hann stefna honum héraðsþing fyri grasrán ok þrásetu.

Dalssel

Dalssel í Fagradal.

Þá eiga þingmenn at dæma konungi hálfa mörk fyrir grasrán, en grönnum hans hálfa mörk fyri grasverð, þeim er gras missa. Nú skal hann æsta svá marga bændr liðs, sem hann þarf at færa fé hins úr haga (húshaga) sínum. Sekr er sá hverr 2 aurum við konung er eigi fer, ef hann er til krafðr. Slíkt hit sama liggr við, ef maðr fer heim í húshaga fyrir tvímánað.

43. Um almennings vegu
Nú skal til sætra á fjöll upp vera merki, sem at fornu fari hefr verit. Ok færa sætr eigi úr stað, utan hann færi engum manni til skaða. Ok svá skulu þeir hit sama sætrum halda. Engi maðr skal setja sætr sitt við annars land eðr haga, þar sem eigi hefr at fornu verit. Þar skal mæta horn horni ok hófr hófi.

44. Um þjóðgötur

Straumsselsstígur

Straumselsstígur vestari -(Gjáselsstígur/Fornaselsstígur).

Þjóðgata ok sætrgata, ok allir rekstrar skulu vera sem at fornu fari hafa legit, utan færa má götu ef vill sem fyr segir. Nú skal þjóðgata vera 5 álna breið. En ef hann spillir víðar akri eðr eng, þá skal hann bæta sem 6 skynsamir menn meta, skaða þann, ok landnám með. Nú rænir maðr annan mann þjóðgötu, þá skal hann gjalda konungi hálfa mörk, ok svá fyri handrán, en þeim fullrétti eptir dómi er ræntr var. (R. B. E. K. Skylt er bændum at gjöra vegu færa um þver héruð ok endilöng, þar sem mestr er almanna vegr, eptir ráð i lögmanns ok sýslumanns. Sekr er hverr eyri, er eigi vill gjöra, ok leggist þat til vegabóta. Nú brýtr maðr brú af þjóðgötu eðr sætrgötu, gjöri aptr aðra brú jafngóða sem áðr var, ok bæti þeim mörk er brú átti.
Ef maðr rænir annan mann sætrgötu eðr rekstri, þeim sem at fornu fari hefr verit, bæti konungi hálfri mörk fyri vegarán, ok hafi hinn þó götu sem áðr.

52. Um almenninga

Selsvellir

Selsvellir – rétt.

Svá skulu almenningar vera sem at fornu hafa verit, bæði hit efra ok hit ytra. En ef menn skilr á, ok kallar annarr sér almenning eðr afrétt, þá festi sá lög fyri, er sér kallar, ok stefni þing, þar er menn eiga því máli að skipta, ok skeri upp þingboð fyri fimmt. En ef hann gjörir eigi svá, þá er ónýt lögfesta hans at því sinni. En á þingi skulu þeir nefna 12 bændr hina skynsömustu, 6 hverr þeirra, í þinghá þeirri, ok hafa þá 2 af þeim 12 at bera megi ok sverja, hvárt sú afrétt er hans eign eðr almenningr.

Almenningur

Í Almenningi ofan Straums.

En af því þingi leggi sá fimmtarstefnu, er sér kallar þá jörð, ok njóti þar vitnis þess, er á þingi var nefnt. Ef fimmt ber á helgan dag, þá sé fimmtarstefna hinn næsta rúmhelgan dag eptir, ok færi þar þá vitni fram at jafnfullu sem á fimmtarstefnu. En svá skal þann eið sverja, at því skýtr hann til guðs, at þat hefr hann sér eldri skynsama menn heyrt segja, at þar skilr mark millum eignar bónda ok almennings, eðr afréttar, ok eigi veit ek annat sannara fyri guði í þessu máli. En síðan sé sett fimmtarstefna, ok dæmist þá hverjum þat sem hafa skal.

Heimild:
-Lögbók konungs, Lagabætis, handa Íslendingum eður Jónsbók hin forna, lögtekin á alþingi 1281, Akureyri 1856, bls. 28-29, 151-152 ofg 162-163.

Laufhöfðavarða

Laufhöfðavarða á Laufhöfða við Gjásel.

Hjálmagjá

Í skráningu „Menningarminja í Grindavíkurkaupstað“ árið 2001 er getið um helstu nafngreindar gjár miðsvæðis í bænum og nágrenni, þ.e. í Járngerðarstaðahverfi.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir.

125 hdr. 1847, óviss 1703. Eign Skálholtsstaðar. „Selstöðu hefur jörðin og brúkar þar sem heitir Baðsvellir…Hjáleigur: Vallarhús, Lambhús, Kvíhús, Hrafnshús, Akurhús, Gjáhús, Krosshús, Garðhús, Hlaðhús.
Búðir til forna: Gullekra (tómthús), Krubba (tómthús) og Litlu Gjáhús.“ JÁM III, 15. 1803: Hjáleiga: Nyrðra Garðshorn, 1847: Hjáleigur eru: Kvíhús, Rafnshús, Akurhús, Krosshús, Hóll, Lángi, Gjáhús, Garðhús og Vallhús. JJ, 84. Stundum talað um Járngerðarstaðahverfi.
1703: „Heimræði er árið um kríng og lendíng í betra lagi…Engjar öngvar.“JÁM III, 16. „Jörðin nær frá sjó og upp til fjalls eins og önnur býli hér.“

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – garðhlið.

1840: „Eigi er fagurt á Járngerðarstöðum, því þó þar ei sé ýkja illa húsað, þá stendur bærinn og allt hverfi þetta nema Krosshús niður í dæld eða dalverpi, og er þaðan hvergi víðsýnt.- Þýfð hafa tún verið á Járngerðarstöðum, en eru mikið sléttuð í seinni tíð af bóndanum Þórði sál. Einarssyni og þar núverandi bónda sgr. Einari Jónssyni. Hafa og nokkrir hjáleigubændurnir í seinni tíð þessa jarðarbót eftir þeim upp tekið. – Bæði í túninu og utantúns eru djúpar vatnsgjár, í hverjar sjór fellur að í og út; í sumum þeirra er oft veiddur áll, og mætti þó mikið meira veiða, ef atorka væri og rækt við höfð.

Grindavík

Grindavík – Silfra.

Það hafa Járngerðarstaðir til landkosta fram yfir Stað og Húsatóttir og meiri en nokkurt annað býli í þessari sókn, að fyrst er þar nóg vatn í gjám þessum handa fénaðinum, og svo í öðrum smá stöðutjörnum, eins og líka þar er grasgefnast utantúns, þó eigi megi hagar heita. Mætti þó halda þar fáum skepnum heima á sumardag, hvað ekki má heita mögulegt á Stað og Húsatóttum.“

Silfra – þjóðsaga
„…og haldið er til heiðarinnar. Skammt fyrir ofan þorpið er gjáin Silfra.“, segir í örnefnaskrá AG. „Er sagt, að í henni sé fólgin kista full af silfurpeningum.“

Í öllum upptöldum gjám og svo í dalnum og Vatnsstæði var fram um aldamót töluvert af ál, en heldur var hann smár, stærstur í Silfru. Þó var hún lengst frá sjó. Þó var ég ekki viss um Stamphólsgjá, að áll væri þar. Um álaveiðar okkar strákanna á ég uppskrifað.

Grindavík

Nautagjá; „Hún er í útjaðri á túninu Drumbar og kemur þar í stað girðingar. Allt vatn í þvotta og handa kúm var tekið úr Nautagjá, og þar voru líka þvottar þvegnir… Kýr voru fjarska oft reknar til vatns í Nautagjá á vetrum, ef gott var, og þannig látnar bera vatnið sjálfar. Þessi vegalengd mun hafa
verið nær eitt hundrað faðmar eftir túninu og gæti hugsazt, að nafn gjárinnar væri frá þessu komið í fyrstunni, að nautpeningur var þar oft við drykk.“ Magnúsargjá er framhald Nautagjár, nær Vatnsstæðinu.

Allar gjár stefna eins, frá norðaustri til suðvesturs. Í raun og veru má rekja þessa gjá alla leið ofan úr Hópsheiði og gegn um allt: Krosshúsagjá, Gjáhúsagjá, Vallarhúsagjá og Flúðagjá, þetta er allt í sömu stefnu, þó höft séu heil á milli og endar út í sjó vestast á Flúðum.

Nautagjá
„Nautagjá. Hún er í útjaðri á túninu Drumbar og kemur þar í stað girðingar á svo sem 20 faðma lengd.“, segir í athugasemdum við örnefnaskrá.
„Allt vatn í þvotta og handa kúm var tekið úr Nautagjá, og þar voru líka þvottar þvegnir…Kýr voru fjarska oft reknar til vatns í Nautagjá á vetrum, ef gott var, og þannig látnar bera vatnið sjálfar. þessi vegalengd mun hafa verið nær eitt hundrað faðmar eftir túninu Drumbar, og gæti hugsazt, að nafn gjárinnar væri frá þessu komið í fyrstunni, að nautpeningur var þar oft við drykk.“

Nautagjá er í útjaðri á túninu Drumbar og kemur þar í stað girðingar á svo sem 20 faðma lengd. Ekki er hún breið, en þó stökkva hvorki menn né skepnur yfir hana. Öll talin er hún ekki lengri en 40-50 faðmar, og í hanni [svo] er hylur á einum stað nærri norðurenda. Hylji köllum við þar, sem ekki sést í botn, en þeir eru mjög misdjúpir. Í hana kemur Ræsirinn, það er rás úr Vatnsstæðinu. Stundum kom fyrir, að skepnur syntu þar inn á túnið, þegar þær sáu þar grængresið fyrir innan, en úthagar voru litlir.

Magnúsargjá – þvottastaður

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – uppdráttur ÓSÁ eftir Guðjóni í Vík.

„Magnúsargjá var í raun og veru sama sprungan [og Nautagjá]. Hún var í sömu stefnu og svo sem 15 faðmar á milli endanna.“, segir í athugasemdir við örnefnaskrá.
„Allt vatn í þvotta og handa kúm var tekið úr Nautagjá, og þar voru líka þvottar þvegnir, en ull í Magnúsargjá.“
Magnúsargjá var í raun og veru sama sprungan. Hún var í sömu stefnu og svo sem 15 faðmar á milli endanna. (Allar gjár stefna frá norðaustri til suðvesturs.) Á þeirri leið var þó opin „gjóta“ með vatni í; þó var hún nafnlaus. Magnúsargjá var öll fremur grunn. Þar var enginn hylur, og á einum stað mátti stökkva yfir hana. Þar var hún svo sem einn og hálfur metri. Ég tel, að þessar gjár báðar hafi verið svo sem eitt hundrað og þrjátíu faðmar enda á milli, að meðtöldum þeim föðmum, sem á milli þeirra voru.

Kettlingapyttur (Kattargjá)

Grindavík

Grindavík – gjár.

Kettlingapyttur var þarna svo sem fimmtán faðma vestur af Magnúsargjá. Þar voru nokkrar gjótur með vatni í, og sú stærsta og dýpsta var Kettlingapyttur. Það nafn kom af því, að þar var öllum kettlingum drekkt. Pytturinn var vel djúpur. Oft voru þessi litlu dýr, blind, nýfædd, sett í lítinn poka og svo bundinn stór steinn við. Það þótti hreinlega gengið að verki þá. En aldrei var hvolpum drekkt þarna. Þeim var oftast drekkt í sjó, í Litlubótarpyttinn. Ekki vissi ég, hvernig á því stóð, en svona var þetta, þegar eg var að alast upp um aldamótin 1900, og varð ég stundum að framkvæma þetta eins og hvað annað, sem þurfti að gera. Þó fannst mér það alltaf óskemmtilegt.

Stamphólsgjá

Grindavík

Grindavík – Stamhólsgjá; loftmynd 1954.

„Beint vestur af bænum Hópi austan við veginn er hraunhóll, sem heitir Stamphóll, og gjá inn með hrauninu á Járngerðarstöðum, austur með veginum, heitir Stamphólsgjá. Austar er Gjáhólsgjá…Austan við [Gjáhóls]gjána er Gjáhóll…Þar austur af er stór hóll, sem heitir Langhóll. Álfarnir sem þar bjuggu, sóttu kirkju í Álfakirkjuna…“, segir í örnefnaskrá AG.

Bjarnagjá

„Fyrir vestan Markhól er Hvalvík… Vestan Hvalvíkurkletta er Jónsbás, u.þ.b. 80 m breiður… Vestan Jónsbáss er hár malarkampur, sem kallaður er Stekkjartúnskampur.“, segir í örnefnaskrá.
„Tóftabrunnur er fast vestan við gamla veginn, vestan við Bjarnagjá. Þá er Stekkjartúnsbarð og vestan við það Stekkjartún, sem er upp af Jónsbás og Stekkjartúnskampi…

Grindavík

Grindavík – Bjarnagjá.

Ofan við Stekkjartún er Stakibrunnur.“, segir í örnefnaskrá.

Baðstofa

„Norðaustur af Tóftatúni er Baðstofa, mikil gjá 18 faðma djúp, þar af er dýpt vatnsins í botni hennar 9 faðmar.“, segir í örnefnaskrá. „

Húsatóftir

Grindavík – Baðstofa.

Í Baðstofu var oft sótt vatn, er brunnar spilltust í stórflóðum. Þótti vatn þar mjög gott. Svo sagði Lárus Pálsson hómópati, að hann tæki hvergi vatn í meðul annars staðar en í Baðstofu. Sögn er um, að Staðarprestar hafi
fengið að sækja vatn í Baðsofu gegn því, að Húsatóftarbændur fengju að taka söl í landi Staðar.“, segir í örnefnaskrá.

Klifgjá
„Gamli vegurinn frá Grindavík liggur austan við túnið á Húsatóftum, og liggur hann um Klifgjá vestast í jaðri hennar. Þar er svokallað Klif snarbratt niður í gjána. Er það hálfgert einstigi og illt yfirferðar með klyfjahesta.“, segir í örnefnaskrá.
„Syðsti vegurinn, sem bæði kallast Staðar- og Tóttavegur, liggur til norðurs, mjög krókótt, fyrir sunnan Þórðarfell, en þó fram með því að norðanverðu, milli þess og Súlna og Stapafells, og kemur á Járngerðarstaðaveginn á landamerkjum Njarð- og Grindvíkinga, fyrir norðan Stapafell, efst í svonefndri Njarðvíkurheiði.“, segir í sóknarlýsingu.

Hjálmagjá

Húsatóftir

Húsatóftir – örnefni og minjar; ÓSÁ.

„Vestast (efst) í túni Húsatófta byrjar gjá, grasi gróin í botninn…Gjá þessi heitir Hjálmagjá.“, segir í örnefnaskrá. „Haft var eftir gömlu fólki, að það hefði oft séð hamrana upplýsta með dýrlegum ljóshjálmum, sem báru mjög af lýsiskollum í mannheimi…Sást þá oft huldufólkið úr Hjálmagjá leika þar listir sínar á skautum í tunglsljósinu [þ.e.a.s. í lægð í Húsatóftatúni sem kallaðist Dans og þar mynduðust góð svell í frosthörkum á vetrum].“, segir í örnefnaskrá.

Draugagjá

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

„Sandgjá, svört og dimm. liggur þvert yfir Hvirflana [á merkjum Staðar og Húsatófta]. Hún er kölluð Draugagjá. Nú er hún orðin nær full af sandi.“ segir í örnefnalýsingu.

Gjár og sprungur hafa verið þekktar í Grindavík frá því búseta hófst þar, enda eru þær um 2000 ára eða eldri samkvæmt rannsóknum. Mest er um þær vestantil í bænum og suðvestast (í Járngerðarstaðahverfi). Þekktust er líklega Stamphólsgjáin og gjárnar Silfra, Magnúsargjá og Nautagjá. Merki um Hópssprungu og Strandhólssprungu voru líka þekkt í
norðanverðum bænum fyrir 10. nóvember. Samfara uppbyggingu bæjarins hefur verið fyllt upp í gjár og sprungur og í sumum tilfellum byggt ofan á þeim.

Heimildir:
-Menningarminjar í Grindavíkurkaupstað, Svæðisskráning, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2001.
-https://www.almannavarnir.is/wp-content/uploads/2025/03/Jardkonnun-Grindavik-Lokaskyrsla-ID-456140.pdf
-Járngerðarstaðir – Athugasemdir skráðar af Sæmundi Tómassyni, er hann hafði lesið yfir endurskoðaða örnefnaskrá Járngerðarstaða.

Grindavík

Grindavík – Vatnsstæðið; gjár (loftmynd frá 1954).

Reykjavík

Í Öskjuhlíð, við göngustíg austan við Háskólahús Reykjavíkur, er skilti með fyrirsögninni „Stríðsminjar í Öskjuhlíð og við Nauthólsvík„. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Reykjavík

Öskjuhlíð – upplýsingaskilti.

„Í Öskjuhlíð og við Nauthólsvík eru ýmsar minjar frá síðari heimstyrjöldinni, 1939-1945. Bretar hernámu Ísland voruið 1940, ekki síst til að koma sér upp aðstöðu fyrir flughernað og lögðu Reykjavíkurflugvöll á árunum 1940-1942. Frá flugvellinum voru sendar sprengjuflugvélar til verndar skipalestum Bandamanna sem fluttu vopm og vistir frá Ameríku til bretlands. þeim stóð mikil ógn af þýskum kafbátum. meðal minja á þessu svæði eru eftirtaldar:

a. Dúfnahús. Enn mótar fyrir grunni þess sem var um 20×30 m að stærð. Það var tveggja hæða og geymdi fjölda fugla. Flugmennirnir tóku meðs ér dúfnakassa í öll flug. Ef þeim hlekktist á slepptu þeir dúfunum með upplýsingum um hvar þeir væru niðurkomnir.

Reykjavík

Öskjuhlíð – malarvegur.

b. Malarvegir. Setuliðið lagði malarvegi um Öskjuhlíðina. Að norðvestanverðu lágu þeir meðal annars að rafstöðinni og geymunum. Að sunnanverðu lágu vegir að sprengjubyrgjum flugvallarins, 12-14 talsins, sem náðu allt inn undir Fossvogskapellu. Skömmu áður en herflugvélaranar lögðu af stað í leiðangra var komið með sprengurnar á sérstökum vögnum og þær hífðar um borð.

Reykjavík

Öskjuhlíð – skotgröf.

c. Skotgrafir. Þær voru oftast hlaðnar úr strigapokum sem fúnuðu fljótt og hurfu. En sumar voru úr varanlegra efni og er ein þeirra hér skammt frá, hlaðin úr grjóti og torfi, að mestu horfin undir gróður. Svipuð skotgröf er norðvestan megin í hlíðinni, skamt neðan við eldneytisgryfjurnar, um 25 m löng og hefur verið sprengt fyrir henni að hluta.

d. Niðurgarfnir vatnstankað. tankarnir voru aðallega hugsaðir fyrir brunavarnir og voru hér og þar í öskjuhlíð og við rætur hennar. Sumir vatnstankanna voru eftir stríðið gerðir að kartöflugeymslum.“

Reykjavík

Reykjavíkurflugvöllur og nágrenni 1942.

Víkursel

Getið er um Víkursel í heimildum, sjá meðfylgjandi neðangreint. Skv. þeim átti sel þetta, frá fyrsta norrænu byggðinni hér á landi, þ.e. í Reykja[r]vík að hafa verið í Öskjuhlíð.

Reykjavík

Öskjuhlíð – minjar.

Staðsetningin verður, bæði að teknu tilliti til fjarlægðar frá bæ og aðstæðna (í skjóli fyrir austanáttinni), hlýtur að hafa þykið hentug á þeim tíma. Í nokkrum misvísandi fornleifaskráningum á svæðinu hafa leifar selsins, þrátt fyrir fyrirliggjandi upplýsingar um sel og selstöðmannvirki frá fyrri tíð, ýmist verið staðsettar vestast í hlíðinni eða miðsvæðis í henni vestanverðri. Á síðarnefnda svæðinu hafa jafnframt verið staðsettir tveir stekkir, m.a. Skildingarnesstekkur (gæti hafa verið heimasel frá samnefndum bæ), stakur stekkur og nálæg fjárborg (væntanlega nátthagi frá selinu).

Í núverandi skógi, skammt vestan nefndra tófta eru greinilegar selsminjar líkt og sjá má á fyrrum umfjöllunum FERLIRs um Víkursel (sjá neðangreint).

Víkursel

Víkursel í Öskjuhlíð.

Allar vangaveltur um efnið eru jafnan vel þegnar, en stundum þarf að staldra við og gaumgæfa aðstæður að teknu tilliti til fyrrum búskaparhátta. Ljóst er að fyrrum herminjar hafa að einhverju leiti villt skráningaraðilum sýn þegar kemur að samhengi hlutanna, en þó ekki að öllu leiti.

Í Öskjuhlíð eru fjölmargar minjar, flestar frá hernámsárunum, en einnig frá fyrrum nálægrar búsetu sem og selsminjanna. Leifar margra skotgrafa má enn sjá í suðvesturhlíðum Öskjuhlíðar, um 160 m norðaustan við Háskólann í Reykjavík. „Þar eru nokkrar skotgrafir sem liggja í sveig 25 m norðvestan við gamlan herveg sem lá að sprengigeymslunum og er nú notaður sem gangstígur. Fast við hann er stekkur og um 28 m norðan við skotgröf er fjárborg“. Stundum mætti ætla, með teknu tiliti til aðstæðna, að um fornar minjar væri um að ræða.

Reykjavík

Öskjuhlíð – leifar Rockfort Camp.

Í vestanverðri Öskjuhlíðinni var lítill kampur, geymsla fyrir skotfæri, er nefndist Rockfort Camp. Enn má sjá leifar hans í hlíðinni.

Í fornleifaskrá um „Göngustíg í Öskjuhlíð“ frá árinu 2020 má lesa eftirfarandi: „Um selstöðu greinir Jarðabók Árna og Páls: „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel; þar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn; (Jarðabók, III.bindi, s. 262).
Elín Þórðardóttir minnist á sel það sem faðir hennar hefði átt sunnan undir Öskjuhlíð „sem faðir minn sagði stæði í Reykjavíkurlandi; (Ö.Skild.1).

Reykjavík

Öskjuhlíð – meint Víkursel skv. fornleifaskráningu.

Eftir máldaga kirkjunnar, er Oddgeir biskup setti árið 1379, átti Reykjavíkurkirkja Víkurholt, með skóg og selstöðu. Þessi hlunnindi eru ekki nefnd í Wilchinsmáldaga 1397. Samkvæmt Oddgeirsmáldaga má ætla að Víkurholt sé sama örnefnið og Öskjuhlíð því að ótrúlegt er að sel hafi verið í Skólavörðuholti. Þess vegna getur fullyrðing Georgs Ólafssonar um Víkurholt, sem hið sama og Skólavörðuholt, ekki staðist. Ekki er unnt að segja nákvæmlega til um hvar selið hefur verið en líkur benda til að það hafi verið norðaustan við Nauthól og Seljamýrin því verið fram undan til (Ö.Skild 1). Rústin er í skógajaðri austan við göngustíg.

Reykjavík

Öskjuhlíð – meintar leifar sels.

Selið er um 11×6 m (NNV-SSA). Veggir úr torfi, breidd veggja er um 1,5 – 2,0 m og 0,3 – 0,5 m hæð. Gólf er niðurgrafið. Fornleifarnar eru ógreinilegar og ekki hægt með vissu að skera úr hvort um sel sé að ræða. En það sem styrkir þá tilgátu er: 1) Lækjarspræna rennur við fornleifarnar A – verða. 2) Nánasta umhverfi mjög gott beitiland. Inni í fornleifunum vaxa 6 grenitré. Ekki er ósennilegt að í nánasta umhverfi fornleifarinnar séu fleiri fornleifar.“

Hér að framan er í fornleifaskrá lýst meintum leifum Víkursels. Auk þess segir um eldri byggð í Öskjuhlíð: „Vitað er að í Öskjuhlíð voru áður fyrr beitilönd Víkur og Skildinganess, en auk þess var þar Víkursel.“

Öskjuhlíð

Í Öskjuhlíð.

Í „Fornleifaskrá, Borgarhluti 3 – Hlíðar, Reykjavík 2024“ er getið um endurtekningu á framangreindu Víkurseli, sbr.: „Neðarlega í suðvesturhlíðum Öskjuhlíðar er tóft sem talin er hafa verið Víkursel. Um 70 m norðaustur af Háskólanum í Reykjavík og um 20 m austur af gangstígnum Bæjarleið, sem liggur norður-suður með vestanverðri Öskjuhlíð. Norðaustan við tóftina er lækjarfarvegur. Suðaustan við er rás sem sést vel á gömlum loftmyndum, sennilega eftir herinn, sem hefur raskað suðurgafli.

Víkursel

Víkursel í Öskjuhlíð.

Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel; þar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn.“ Undirhlíðar voru í Öskjuhlíð að sunnan- og vestanverðu. Í lýsingu Reykjavíkur og Seltjarnarness segir: „En Seljamýri var kennd við sel frá Hlíðarhúsum, sem var undir Öskjuhlíð.“ Hlíðarhús var hjáleiga frá Vík en var orðin sjálfstæð jörð um 1600. Síðasta selráðskonan í Öskjuhlíð var Elín Þórðardóttir, Sighvatssonar úr Hlíðarhúsum, og segir í örnefnalýsingu frá selinu sem faðir hennar sagði að stæði í Reykjavíkurlandi: „Sel hafði faðir minn og allir hans forfeður vestan og sunnan undir Öskjuhlíð.“
Lýsing: Jarðlæg sporöskjulaga tóft. Inngangur er ekki greinilegur, gæti hafa verið á suðausturgafli sem hefur raskast vegna rásar sem liggur um 15 m suður af henni. Veggjahæð 20 𝑥𝑥 50 cm.

Víkursel

Skotgrafir í Öskjuhlíð.

Í „Fornleifaskráningu lóðar Háskóla Reykjavíkur í Öskjuhlíð – Nauthóll, Reykjavík 2006“ segir um Skildingarnesstekk: „Stekkurinn er í Öskjuhlíð um 3 m vestan við miðjustíginn þar sem hann beygir fyrir stóra klöpp. Undir hamri í skógrækt (barrtré). Lóðréttur klettastallur er á einn veginn og leifar af hlöðnum vegg fyrir framan. Nafnið Skildinganesstekkur virðist vera munnmæli. Stekkurinn er mældur inn á kort frá 1933.24. Stekkurinn er 6×3,5 m (N-S). A-veggurinn er hamar en aðrir veggir eru um 0,3-0,4 m háir og 0,7-1,0 m breiðir. Eru veggirnir úr 0,3-0,7 m stórum steinum auk stærri jarðfastra steina. Í N-hlutanum vottar fyrir þvervegg sem afmarkar lambakróna. Engar dyr eru sjáanlegar en líklegast hafa þær verið gengt lambakrónni í S-hlutanum. Veggir hafa verið endurbættir í seinni tíð.“

Reykjavík

Öskjuhlíð – stekkur.

Um hinn stekkinn í Öskjuhlíðinni segir: „Í Öskjuhlíð vestanverðri er stekkur, neðan við miðjustíg suðaustan við Skildinganesstekk, í skógarjaðri. Stekkurinn er 8×8 m og liggur N – S. Veggir úr grjóti, 1,0-1,3 m breiðir og allt að 1,0 m háir (að innanverðu). A-hlutinn er meira og minna hamar, en aðrir hlutar hlaðnir úr 0,3 – 0,7 m stóru grjóti. Dyr eru í vestur. Grjótveggur liggur úr A-V vegg (N-S) 0,5 – 0,7 m breiður og 0,2 – 0,4 m hár. Við norðurenda garðsins er 1–2 m stór steinn, sem liggur dálítið frá vegg að innanverðu. Um 9 m NV af stekknum eru nokkrar holur sem vafalaust hafa tilheyrt hernum á sínum tíma. Í námundann við þessar holur eru fleiri mannvirki sem tilheyrt hafa hernum og er um 10 rústir að ræða. Rústin gæti hugsanlega hafa verið notuð af hernum og breyst eitthvað í því sambandi.“

Reykjavík

Öskjuhlíð – fjárborg.

Um fjárborgina segir: „Í Öskjuhlíð að vestanverðu. Um 6 m norður af malarstíg í stórgrýttu landi og skógrækt, fjárborgin er merkt inn á kort frá 1933. Fjárborgin er um 5,5×5 m. Veggir úr grjóti um 0,5-1,0 m á breidd og 0,3 – 1,3 m á hæð. Hluti veggjanna er stórt jarðfast grjót en á milli hefur verið hlaðið minna grjóti.“

Um Víkusel segir: „Um selstöðu greinir Jarðabók Árna og Páls: „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel; þar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn.“ „Elín Þórðardóttir minnist á sel það sem faðir hennar hefði átt sunnan undir Öskjuhlíð“ sem faðir minn sagði stæði í Reykjavíkurlandi.“

Reykjavík

Öskjuhlíð – fjárborg.

„Eftir máldaga kirkjunnar, er Oddgeir biskup setti árið 1379, átti Reykjavíkurkirkja Víkurholt, með skóg og selstöðu.“
Rústin er í skógarjaðri austan við malbikaðan göngustíg. Selið er um 11×6 m (NNV-SSA). Veggir úr torfi, breidd veggja er um 1,5-2,0 m og 0,3-0,5 m hæð. Gólf er niðurgrafið. Fornleifarnar eru ógreinilegar og ekki hægt með vissu að skera úr hvort um sel sé að ræða. Nánasta umhverfi er mjög gott beitiland. Inni í fornleifunum vaxa sex grenitré. Ekki er ósennilegt að í nánasta umhverfi fornleifarinnar séu fleiri fornleifar.“

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð.

Í ljósi framangreindrar fornleifaskráningar verður, að teknu tilliti til sýnilegra minja á vettvangi Öskjuhlíðarinnar, að Víkursel hafi ekki verið á nefndum stað heldur svolítið austar  og ofar í hlíðinni. Þar eru og a.m.k. leifar tveggja stekkja, auk þess sem lækjarfarvegur hefur runnið þar skammt frá. Tóft sú er vísað er til í skráningunni ber ekki með sér að hafa verið seltóft heldur miklu frekar útihús og þá væntanlega frá Skildinganesi eða jafnvel Nauthóli.

Sjá meira um Víkursel HÉR, HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.

Heimildir:
-Göngustígur í Öskjuhlíð – Fornleifaskrá, Reykjavík 2020.
-Fornleifaskrá, Borgarhluti 3 – Hlíðar, Reykjavík 2024.
-Fornleifaskráning lóðar Háskóla Reykjavíkur í Öskjuhlíð – Nauthóll, Reykjavík 2006.

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð – meint seltóft skv. fornleifaskráningu.

Grindavík

Í Bæjarbótinni, bæjarblaði Grindvíkinga, árið 1984 er m.a. „Frásagnir úr Grindavík„, byggðar á minningum Guðmundu Ólafsdóttur í Brimnesi:

Guðmunda Ólafsdóttir

Guðmunda Ólafsdóttir (1901-1984).

„Þessi frásögn var skráð veturinn 1981 eftir Guðmundu Ólafsdóttur. Guðmunda var fædd í Júlíusarhúsi í Grindavík þann 18. maí 1901 og upplifði svo sannarlega tímana tvenna eins og frásagnir hennar bera með sér. Munda í Brimnesi var alþýðukona og lýsir hér á lipran hátt striti og störfum fólksins, gleði þess og sorgum. Hún leiðir okkur inn í hugarheim aldamótakynslóðarinnar og minnir okkur á að þrátt fyrir alla velsæld nútímans, íslenska velferðarþjóðfélagsins, er ótrúlega skammur tími liðinn frá neyðarbaráttu alþýðunnar fyrir því að halda sinni mannlegu reisn, að hafa húsaskjól og því að geta klætt og satt ungviðið. Strit og fórnir þessa fólks lögðu grunninn að velferð nútímans. Ólafía Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur hitti Mundu oft að máli. Hún hreifst af fasi og frásögn gömlu konunnar og til að forða merku lífshlaupi frá gleymsku skráði hún frásögnina niður. Henni verður það seint fullþakkað.
Munda eignaðist sex börn. Þar af fimm með eiginmanni sínum, Sverri Sigurðssyni. Eina dóttur átti hún fyrir hjónaband. Nú skipta afkomendur hennar tugum. Munda lést 1984.

Grindavík

Grindavík – Brimnes.

„Þegar ég kom að Brimnesi til Guðmundu sat hún og prjónaði í ákafa. „Ég er að furða mig á því að engum skuli koma til hugar að hafa keppni í prjóni í öllum þessum keppnilátum nú til dags“, sagði hún og dró ekki af sér.
Ég bað hana að segja mér eitthvað frá gamla tímanum, því ég vissi að hún var bæði fróð og minnug og vildi gjarnan tala um liðna tíð.

Stórflóð
„Ég man fyrst eftir mér hálfs þriðja árs. Þá gerði mikil flóð í Grindavík og sjórinn fór yfir mannhæðar háan garð sem var fyrir framan bæinn til að verjast sjógangi.

Þá átti ég heima í Akurhúsum, syðst í Grindavík, næst sjónum. Mér þótti einkennilegt að vakna og sjá sjóinn allt í kringum bæinn, hann fossaði yfir túnið og bærinn stóð upp úr eins og sker.

Grindavík

Pálshús – Húsið var byggt á lóðinni eftir flóðin 1925. En þá flaut Akurhús í heilu lagi upp eftir túninu. Valgerður og Páll (íbúar Akurhúss) byggðu þá timburhús ofar í bænum sem hefur gengið undir nafninu Pálshús.

Þá bjó í Rafnshúsum Margrét, kennd við Járngerðarstaði (amma Tómasar Þorvaldssonar á Gnúpi). Rafnshús stóðu hærra en Akurhús, svo flóðið náði ekki þangað. Margrét lét sækja mig og flytja til Rafnshúsa. Mér er minnisstætt að túngarðurinn þar stóð eins og rönd upp úr sjónum.
Í næsta stórflóði, 20 árum síðar, náði flóðið hærra upp, eða alla leið upp að Sæbóli, en seig síðan niður að Akurhúsum, þar stóð bærinn marandi upp úr sjónum eins og eyðisker en slapp þó óskemmdur. Þegar þetta var, var ég búsett í Hafnarfirði og nýir ábúendur í Akurhúsum (eystri bænum) en Páll föðurbróðir minn bjó ennþá í vestari bænum. Sjórinn flæddi upp að Silfru, sem er gjá vestan við bæinn Hlíð. Í gjánni var þveginn þvottur við hlóðarelda.
Þá flæddi sjórinn inn í bæinn að Hliði og spriklandi keilur lágu á víð og dreif í göngunum þegar flóðinu slotaði og langt upp í þorp lá fiskurinn, sem menn gripu og báru til bæjar. Það var óþarft að róa til fiskjar þann daginn.“

Fyrstu kynni mín af dauðanum

Grindavík

Grindavík – fjaran í Stórubót.

„Þegar ég var á fimmta ári var ég ásamt eldri og stærri krökkum að leik út í Bót, sem er sandeyri í vesturhverfinu, Staðarhverfi. Þá komu krakkarnir auga á einhverja þúst á klöpp einni skammt undan landi og pexuðu um hvort það væri selur eða kind. „Ég ætla að vaða og bara gá að því“, sagði ég og setti mig út í sjóinn með uppbrett pils og náði út að klöppinni án þess að fara í kaf. Sá ég þá að þetta var hvorki selur né kind heldur sjórekið lík óskaddað, sjóhatturinn af, en bundinn undir kverkina og annar skórinn af. Ég kallaði til krakkanna og sagði þeim að þetta væri maður. Þeir ráku upp ógurlegt öskur og stukku til bæja eins og skotið væri af byssu. Þá greip hræðslan mig, þar sem ég var ein úti á skerinu hjá líkinu. Í langan tíma á eftir var beygur í mér. Þessi maður hafði farist á vertíðinni um veturinn. Á heimleiðinni mætti ég mönnum sem fluttu líkið til bæjar.
Þrátt fyrir beyginn setti ég af og til í mig kjark og gægðist inn um gluggann þar sem líkið stóð uppi, þvi ég þráði að sjá manninn standa upp og ganga. Í raun og veru vissi ég ekki við hvað ég var hrædd, því dauðinn var mér óþekkt hugtak.“

Kirkjuferð

Grindavík

Grindavík – Staður 1927.

„Þegar ég var á sjötta ári fór ég vestur í Staðarhverfi í fylgd með fólki sem var að fara í kirkju. Þegar við komum í dalinn neðan við Tóftir hnaut einn hesturinn og maðurinn fram af. Hesturinn datt niður dauður, en maðurinn slapp ómeiddur og allir komust til kirkju. Þá var guðræknin meiri en hún er nú. Sérstaklega varð breyting á með aukinni tækni, rafmagni, útvarpi, vélbátum og öðru slíku sem nútímanum fylgir! Ég varð svo um tíma í Staðarhverfi hjá vinum mínum; ég átti marga vini í þá daga.“

Reimleikar
„Ég hef verið 5 eða 6 ára þegar foreldrar mínir, Ólafur Magnússon og Kristín Snorradóttir, fluttu úr Grindavík út á Vatnsleysuströnd. Móðir mín var þar uppalin og langaði alltaf að vera þar. Við ílengdumst þó ekki nema 2 ár, en fluttum þá aftur í Grindavík og bjuggum hér æ síðan.

Garðbær

Garðbær á Vatnsleysuströnd – áður Fagurhóll.

Mamma gat ekki lagt það á pabba, sem þá stundaði sjó frá Grindavík, að verða að ganga á milli til að komast heim. Hann vildi ekki róa nema frá Grindavík, þar þekkti hann allt svo vel.
Fyrsti bærinn sem við bjuggum í á Ströndinni hét Fagurhóll. Hann var byggður úr rekavið úr skipum sem fórust við ströndina, en veggir voru hlaðnir upp úr torfi og grjóti. Mennirnir sem fórust virtust fylgja fjölunum. Móðir mín, sem var skyggn, sá þrjá og fjóra sitja á hlóðarsteinunum, hvergi annars staðar. En við krakkarnir sáum aldrei neitt.
Eitt kvöldið heyrði ég mikinn hávaða, eins og dreginn væri hrossskrokkur eftir baðstofuþekjunni. Kettinum var þeytt inn um lokaðan gluggann og glerbrotin flugu um alla baðstofuna. Pabbi fór út en sá engan mann. En kötturinn var hræddur eins og hann sæi eða skynjaði eitthvað hulið mannlegri skynjun.“

Lífsháski

Garðbær

Fagurhóll – útihúsatóft.

„Annað atvik kom fyrir mig meðan við vorum á Fagurhóli, sem ég gleymi aldrei. Við systurnar, Guðlaug og ég, vorum sendar um hádegisbilið eftir pabba, sem þá var heima og var við beitningu. Ég man að við vorum báðar með fallegar svuntur. Í grenndinni var hlandfor og auðvitað þurfti ég að detta ofan í hana. Ég man að ég var að undra mig yfir litlum manni, sem stóð uppi á háu húsi. Ég var að hugsa um hvernig svona lítill maður gat komist upp á svona stórt hús; gáði ekki að mér og steyptist í forina, sem var 2 — 3 metrar á dýpt. Þrisvar náði ég að grípa í grastó, en missti alltaf takið.

Auðnar

Auðnar á Vatnsleysuströnd.

Ég beitti allri lífs- og sálarorku til að gefast ekki upp og náði taki á steinnibbu sem stóð út úr veggnum. Systir mín stóð gólandi uppi á veggnum og gat enga björg mér veitt, en kallaði á mömmu í angist sinni. Ég fann hvernig takið á nibbunni smá linaðist; vitin voru full af for og meðvitundin var að smá fjara út. Þá fann ég skyndilega að ég var dregin snarlega upp úr. Maður, sem átti leið þarna framhjá, heyrði neyðaróp systur minnar og brá skjótt við. Hann var síðan alltaf kallaður lífgjafi minn. Þessi maður var sonur bóndans á Auðnum.
Eftir þessa svaðilför lá ég fárveik í eina viku en komst þó til fullrar heilsu.“

Í skóla lífsins

Breiðagerði

Breiðagerði – bæjarhóll.

„Frá Fagurhóli fluttum við vegna reimleika. Við fluttum að Breiðagerði, sem var tvíbýli, torfbær, eins og flestir bæir í þá tíð. Það voru bara höfðingjarnir sem bjuggu í timburhúsum. Stærstu og mestu húsin á Ströndinni voru Auðnir, sem síðar varð landsímastöð, og Landakot. Þar bjó Guðmundur hreppstjóri og útgerðarbóndi. Hann átti dóttur, Björgu að nafni, en hana eignaðist hann áður en hann gifti sig og ólst hún upp hjá föður sínum. Hún var góð og falleg stúlka, sem ég hændist að. Hún var ævinlega fallega klædd og allt snyrtilegt í kringum hana. Ég laðaðist að þessum tveimur heimilum.

Breiðagerði

Breiðagerði – bæjarhóll.

Þar sá ég svo margt sem mér geðjaðist að. Hreinlæti, snyrtimennsku, reglusemi, glaðlyndi og hógværð. Heimasæturnar á báðum bæjum urðu mér kærastar og til fyrirmyndar, sérstaklega Björg. Ég var komin í skóla lífsins.
Sumarið sem ég var sex ára var mér komið fyrir í Bergskoti. Ég man að þar voru týnd grös til að lita úr band. Margt dreif á dagana; einu sinni kviknaði í svuntunni minni. Sennilega hef ég brennst eitthvað, en ég man bara eftir svuntunni.
Eftir tveggja ára veru á Ströndinni fluttum við aftur til Grindavíkur.“

Við flytjum aftur til Grindavíkur

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir 1890 – mynd gerð af Bjarna Sæmundssyni.

„Við settumst að í miðbænum á Járngerðarstöðum, norðurenda. Þar fæddist Jórunn systir mín, sem er yngst. Ég man að ég vaknaði við hljóðin í mömmu þegar hún var að fæða og varð þá vör við að kisa var búin að gjóta ofan á bringuna á mér og kettlingarnir skríðandi um mig alla. Mér fannst þetta ekkert tiltökumál, ég var svo mikill kattavinur og hefur sjálfsagt fundist ofur eðlilegt að mamma og kisa væru að fæða samtímis.
Þó að mömmu hafi leiðst í Grindavík vorum við samt komin þangað aftur og enn bjuggum við í torfbæ. Í sambýli við okkur, í suðurenda bæjarins, bjuggu móðir og systir Bjarna Sæmundssonar vísindamanns. Bjarni var þá löngu farinn að heiman til náms og bjó í Reykjavík. Dóttir hans, Anna, dvaldi oft hjá ömmu sinni. Hún varð góð vinkona mín og um hana hefur mér þótt vænst af öllum mínum vinkonum og hélst það meðan báðar lifðu.“

Sérstæðir menn

Grindavík

Grindavík – Gjáhús og nágrenni. Sjá má einnig Akurhús og Rafnshús.

„Ekki vorum við lengi á Járngerðarstöðum, því Jórunn fékk kíghósta og hóstaði og grét á nóttunni; svo mikið að báðar hljóðhimnur sprungu. Bærinn var hljóðbær og mamma fékk veður af því að gráturinn og hóstinn truflaði næturró sambýlisfólksins og flutti burt þess vegna. Við settumst að í Gjáhúsum, sem var torfbær, skammt frá Víkurbænum. Þar var þríbýli og búið í öllum bæjunum. Við systkinin vorum orðin fjögur, auk þess gerði mamma gustukaverk á ekkjumanni og einstæðingi sem Magnús hét og tók hann í fæði og þjónustu. Hann varð þunglyndur af konumissinum og leið illa. Hann lagðist oft upp í rúm á kvöldin og tautaði í sífellu: „þeir drápu hana, þeir drápu hana“. Konan hans dó á sjúkrahúsi í Reykjavík úr krabbameini. Ég man að okkur krökkunum þótti þetta taut mannsins ákaflega furðulegt. Seinna fékk þessi maður ráðskonu, sem annaðist hann.

Símon Dalaskáld

Símon Dalaskáld.

Fyrsta eða annan veturinn í Gjáhúsum kom Símon Dalaskáld í heimsókn til Grindavíkur. Hann var kominn einn daginn, gangandi alla leið að norðan. Hann var hár og herðabreiður, forneskjulegur, með rautt skegg niður á bringu. Með loðhúfu á höfði og poka á baki gekk hann milli bæjanna. Ég man lítið af kveðskap hans. Símon var nokkurs konar förumaður, hann flakkaði hér um nokkra daga en fór síðan á sama hátt og hann kom, til Krýsuvíkur að ég held. Þessi persóna festist mér mjög í minni.
Í Vík bjuggu Júlíus Einarsson og Vilborg Brynjólfsdóttir, dóttir Brynjólfs prests á Stað í Staðarhverfi. Ég man að hún var svo falleg að mér fannst ég alltaf sjá engil þegar ég mætti henni. Hún dó ung, líklega úr berklum. Júlíus var bróðir Einars kaupmanns Einarssonar. Hann var drykkfelldur mjög og illur viðureignar og ofstopafenginn við vín. Þegar mamma gekk með mig var hún verbúðarráðskona hjá honum. Hann var formaður og hafði marga menn í veri. Þá var hann trúlofaður Vilborgu.

Grindavík

Grindavík – Frá vinstri: Halldór Laxness (1902-1998) rithöfundur, Júlíus Einarsson (1874-1948) frá Grindavík, Einar G. Einarsson (1872-1954) kaupmaður í Garðhúsum í Grindavík og Sigurður Skúlason (1903-1987) mag.art. í Reykjavík. Myndin er tekin í Grindavík á þeim tíma þegar Halldór var að rita Sölku Völku eða á árunum 1929 til 1930.

Viku fyrir lokin varð hann illa drukkinn og æðisgenginn. Vildi hann þá heimsækja Vilborgu að Stað, en hún þoldi ekki að sjá hann drukkinn. Það vissi mamma og hún var svo góðviljuð að hún vildi ekki að upp úr slitnaði hjá þeim. Því fékk hún sjómennina til að halda aftur af Júlíusi. Hann var þá búinn að brjóta allt og bramla í verbúðinni og hafði náð í haglabyssu og skaut á móður mína, því hann reiddist henni ofsalega fyrir að hefta för hans að Stað. Skotið fór fyrir ofan höfuð hennar, svo hana sakaði ekki, enda mun hann aðeins hafa ætlað að hræða hana. Viku síðar fæddist ég svo, heilbrigð og rétt sköpuð.“

Hjá vandalausum
„Mamma var hörkukona til allra verka, þótt hún væri lítil og grönn, og gerði miklar kröfur til sjálfrar sín. Hún ólst upp hjá vandalausum, því foreldrum hennar var stíað sundur. Þau áttu heima á Ströndinni sumarið sem Álfrún amma gekk með móður mína. Hún fór í kaupavinnu og um haustið kom hún aftur til fólksins sem hún hafði verið hjá á Ströndinni. Þar var sumarkaupið tekið af henni og henni vísað burt og fyrir utan túngarðinn tók hún léttasóttina, en stúlka nokkur kom þar að og tók hana heim til sín. Hjá henni fékk hún að vera þar til hún komst á fætur eftir barnsburðinn.

Árni Þorsteinsson

Árni Thorsteinsson (1851-1919).

Mamma var tekin frá henni eftir tvær nætur og ólst upp hjá vandalausum við harðan kost. Rétt áður en hún fermdist lagðist fósturmóðir hennar banaleguna.
Fátækt var mikil á heimilinu. Mamma gekk þá til spurninga hjá prestinum. Var hún send með bréf til hans, þess efnis að ekki yrði hægt að ferma hana vegna heimilisástæðna. Presturinn á Kálfatjörn hét Árni Thorsteinsen og var góðmenni.
Hann tjáði konu sinni vandræðin og sagði: „Nú er illt í efni góða mín, það er verið að skrifa mér að ekki sé hægt að ferma eitt barnið. Hún hefur ekkert til að vera í. Vilt þú ekki lána henni skautbúninginn þinn?“ „Það gengur alls ekki“, sagði maddaman, „hann er of stór, en vinnukonan á skautbúning sem mundi passa henni og ég skal nefna þetta við hana.“ Og það varð úr að mamma var fermd í skautbúningi vinnukonunnar og eftir það dvaldi hún á prestssetrinu í tvö ár.

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðir – örnefna og minjakort – ÓSÁ.

Faðir hennar var þar einnig og var hann í miklum dáleikum hjá presti.
Á prestssetrinu var mömmu innrættur sá trúarandi og trúaralvara, sem átti sterkust ítök í henni æ síðan, auk þess sem hún lærði margt verklegt sem kom henni að góðum notum. Það var trúin sem var siguraflið í lífsbaráttunni og hennar sterki sjálfsbjargarvilji sem efldist í baráttunni við fátækt og sjúkdóma, en hún var krampaveik og sleit í köstunum sterkustu bönd, en það fór af henni eftir að hún eignaðist fyrsta barnið, en fátækir voru foreldrar mínir lengst af.“

Hörkukarl
„Fjórða húsið frá Gjáhúsum hét Skemman. Þar bjó ekkja, Sigríður að nafni, ásamt tveimur sonum sínum, Þorgeiri og Karli.

Grindavík

Gjáhús – grunnur.

Þorgeir var mikið eldri og var eiginlega húsbóndinn á heimilinu. Hann þótti strangur við bróður sinn og mér er það minnisstætt að hann notaði hnútakaðal til að tyfta hann til þegar honum þótti strákur ódæll, en móður sinni var hann umhyggjusamur og góður sonur. Þorgeir dó í sjávarháska miklum sem hér varð. Þann dag fóru öll Grindavíkurskipin á sjó i blíðskaparveðri um morguninn, samtals um 80 manns. Þegar leið á daginn gerði aftakaveður og minnstu munaði að allir færust, en svo gæfulega vildi til að skúta, sem var hér við ströndina, bjargaði öllum mönnunum og enginn fórst nema Þorgeir. Það var talið að hjartað hafi sprungið er hann var að binda bátinn sinn við skútuna. Karl bróðir hans var með honum og það síðasta sem hann sagði var: „Hugsaðu vel um hana mömmu, Kalli“. Svo var takið fast hjá Þorgeiri á kaðlinum, sem hann var að binda með bátinn, að þrjá menn þurfti til að losa það.
Ég var látin sofa hjá ekkjunni eftir þetta slys, henni til hugarhægðar, því þær þekktust vel mamma og hún. Þessi kona var ein af þeim sem dóu úr spænsku veikinni þegar hún geisaði hér.“

Við flytjum í nýtt hús

Grindavík

Hæðarendi.

„Nú fór smám saman að vænkast hagur okkar. Foreldrar mínir voru eljumanneskjur og börðust harðri baráttu fyrir lífinu, gegn fátækt, sulti og lélegum húsakosti. Við fluttum nú í veglegasta heimilið sem við höfðum haft til þessa. Sá bær var kallaður Hæðarendi og var fyrsta timburhúsið sem við bjuggum í. Pabbi hafði fengið þurrabúðarlán, sem var greitt á 20 árum, til að festa kaup á húsinu. Þetta þótti okkur ríkmannlegt heimili. Þar var eldhús og tvö góð herbergi til að sofa í og góðir gluggar svo að bjart var inni. Í eldhúsinu var kolakynt eldavél, en áður höfðum við búið við hlóðareldstæði. Frá eldavélinni gengu leirrör, sem lágu inn í strompinn. Á þeim þurrkaði mamma sokkana okkar og vettlingana, áður hafði hún oft þurrkað þá á lærunum á sér.

Grindavík

Grindavík – Rafnshús.

Með allri vesturhliðinni var skúr. í norðurenda hans var geymdur matur, en eldiviður í suðurendanum. Fyrir austan húsið var skepnuhús, en pabbi hafði keypt bæði hest og kú. Auk þess var þarna hænsnakofi og allmargar hænur. Túnblettur var kringum bæinn og þar var heyjað fyrir skepnurnar. Fyrir framan bæinn voru tveir kálgarðar. Pabbi lét sér mjög annt um þá og fékk oft góða uppskeru, bæði gulrófur og kartöflur. Veggir garðanna voru hlaðnir úr grjóti. Á sumrin, þegar pabbi fór ásamt öðrum þurrabúðarmönnum til fiskróðra austur á land, önnuðumst við krakkarnir garðinn ásamt mömmu.“

Furðuleg sjálfsbjargarviðleitni

Grindavík

Grindavík – Garðar.

„Atvik kom fyrir í þessum garði sem mér verður lengi minnisstætt og líklega er fáheyrt. Pabbi var heima þá, en þurfti að bregða sér eitthvað frá. Hann var ekki enn farinn austur á land eins og siður var þegar vertíð lauk hér í Grindavík. Áður en hann fór bað hann mömmu lengst allra orða að gá vel að garðinum, að engar skepnur kæmust inn í hann, því hann var nýbúinn að setja niður útsæðiskartöflur. Mamma lofaði því, en þegar pabbi kom aftur heim um kvöldið, kemur hann þjótandi inn og spyr með angist hvað hafi komið fyrir garðinn; hvaða skepnur hafi komist inn? „Það hafa engar skepnur komist inn í garðinn“, svaraði mamma. „Nú, það er skrýtið, það er öllu umturnað í garðinum og búið að taka allt útsæðið, sem ég setti niður.“ „Jæja“, svaraði mamma, „þá er best að þú athugir hvort ekki er hægt að rekja slóðina eitthvert.“

Grindavík

Grindavík – Barnaskólinn.

Pabbi fer nú út og athugar öll vegsummerki og ekki var um að villast, slóðina mátti rekja til kotbæjar þar nálægt, sem Garðar hét. Fjölskyldan þar var þekkt fyrir gripdeildir og ófrómleika. Krakkarnir voru iðulega sendir út til að stela og í þetta sinn lágu spírurnar af kartöflunum alla leið heim í hlað á Görðum. Pabbi hefur engin umsvif, en snaraðist inn gustmikill mjög. Húsfreyjan, stór og mikil, sat á rúmi sínu og spann í ákafa.
„Það er félegt að sjá hvað þú lætur krakkana þína hafast að“, segir pabbi reiðilega. „Hvar er útsæðið mitt?“ „Það er ekkert útsæði hér“ segir kerling og breiðir úr pilsunum. En pabbi gekk að rúmbálknum og gægðist undir hann. Og viti menn; þar voru útsæðiskartöflurnar, öllum kyrfilega raðað í kassa undir rúmið. Pabbi þrífur nú kassann og varð fátt um kveðjur. Ekki hafði hann brjóst í sér til að kæra atferli þeirra í Görðum, þetta voru svo miklir vesalingar. En útsæðið setti hann aftur niður í garðinn og fékk sæmilega uppskeru um haustið, þó ekki eins góða og oft áður.“

Dulrænt samband

Grindavík

Nautagjá; „Hún er í útjaðri á túninu Drumbar og kemur þar í stað girðingar. Allt vatn í þvotta og handa kúm var tekið úr Nautagjá, og þar voru líka þvottar þvegnir… Kýr voru fjarska oft reknar til vatns í Nautagjá á vetrum, ef gott var, og þannig látnar bera vatnið sjálfar. Þessi vegalengd mun hafa
verið nær eitt hundrað faðmar eftir túninu og gæti hugsazt, að nafn gjárinnar væri frá þessu komið í fyrstunni, að nautpeningur var þar oft við drykk.“

„Annað atvik kom fyrir í þessum garði sem ég man vel. Ég var úti og var að reyta arfa. Sölskin var og blíðuveður. Ég var þá farin að syngja allt í einu og það var sálmur, en ekkert vissi ég um það sjálf. Mér þótti ég líka vera stödd úti í kirkju. Mamma kemur út og segir: „Hvað, ertu bara farin að syngja sálm við arfatínsluna?“ „Hvað, ég er ekkert að syngja“, sagði ég. „Ég held þú ættir að fara inn að leggja þig“, segir mamma. Ég gerði það og var þá aftur komin í kirkjuna og farin að syngja sama sálminn og áður. Seinna kom í ljós að þetta var sálmurinn sem sunginn var yfir Valgerði á Járngerðarstöðum, systur Bjarna Sæmundssonar, en hún hafði drukknað í gjá vestan við Járngerðarstaði, svokallaðri Nautagjá, einmitt á sama tíma og ég sofnaði í garðinum. Hún hefur líklega hugsað til mömmu á dauðastundinni, en þær voru góðar vinkonur.“

Járngerðarstaðaheimilið

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir.

„Ég var alltaf af og til á Járngerðarstöðum hjá Margréti og börnum hennar. Jórunn dóttir hennar hafði verið í Reykjavík og lært að sauma fatnað. Hún saumaði á mig kjól með pífum og leggingum, það var fallegur kjóll. Líka saumaði hún skólatöskuna mina, sem ég gekk með allan þann tíma sem ég gekk í barnaskóla. Taskan var saumuð úr hvítum segldúk og brydduð með bláum bryddingum. Ég var afar hreykin af henni og enginn krakki átti fallegri tösku en ég. Þegar ég komst á legg var ég stundum lánuð að Járngerðarstöðum, lengri eða skemmri tíma. Margrét var stillt kona og prúð í framgöngu. Hún var þá orðin ekkja og elsti sonur hennar, Guðlaugur, stóð fyrir heimilinu. Hann þótti fastheldinn og sparsamur. „Þetta er nú meira sápubruðlið“, sagði hann iðulega þegar ég var að þvo mér um hendurnar eftir að hafa mokað flórinn.

Jángerðarstaðir

Nágrenni Jángerðarstaða. Gamli bæjarkjarninn.

Eitt sinn er ég hafði lokið diskaþvotti og bar diskabunkann í fanginu og ætlaði að koma þeim fyrir þar sem þeir áttu að vera, í innra eldhúsinu, datt ég um háan þröskuld og braut alla diskana. Þá varð ég hrædd, en Margrét sagði ekki orð heldur safnaði brotunum saman í svuntu sína og fleygði þeim síðan ofan í djúpa gjá. Ég veit ekki hvernig hún hefur getað sansað son sinn, en seinna fór hann til Keflavíkur og keypti diska í stað þeirra sem brotnuðu.
Eiríkur, sonur Margrétar, átti vanda til að fá máttleysisköst þegar minnst varði og þurfti ég oft að draga hann áfram. Þetta eltist þó af honum.
GrindavíkÉg var hjá Margréti þegar Jórunn dóttir hennar fæddi fyrsta barnið. Það var um hásumar í blíðskaparveðri. Fiskurinn lá fannhvítur til þerris á reitunum og heyið útbreitt á túnunum. Allir voru önnum kafnir við störfin þegar Jórunn veiktist. Þótti illt að taka mann úr fiskvinnunni til að sækja ljósmóðurina, en hún bjó þá austur í Þórkötlustaðahverfi, um þriggja kortera gang frá Járngerðarstöðum. Margrét kallaði því á mig og bað mig að hlaupa austur í hverfi og biðja ljósmóðurina að koma. Hún gaf mér höfuðklút svo að ég yrði fljótari að hlaupa, en það hefði hún ekki þurft, ég var meira en fús til fararinnar. „Vertu nú fljót Munda mín“, sagði hún. Ég lét ekki segja mér það tvisvar, en þaut af stað eins og fugl flygi. Alls staðar flaug ég fram hjá önnum köfnu fólki. Það var bæði verið að þurrka fisk og hey í steikjandi sólarhitanum. Ekki þorði ég að kasta mæðinni fyrr en ég var komin að Eyvindarstöðum. Þegar ég hafði fundið ljósmóðurina og borið upp erindið sneri ég við sömu leið og hvíldi mig í Melbæ eftir hlaupin.
Ekki var ljósmóðirin lengi að bregða við, lét söðla hest og hleypti af stað með tösku sína meðferðis. Hún tók á móti barninu og allt gekk vel.“

Skipsstrand

Grindavík

Grindavík – ströndin.

„Eitt haustkvöld, skömmu fyrir vertíð, var ég frammi í eldhúsinu á Járngerðarstöðum. Það var hlóðareldhús, sem var grafið inn í hól. Ég var þar að strokka smjör. Kolsvarta myrkur var úti og hríðarbylur. Fólkið var allt við vinnu í baðstofunni. Konurnar prjónuðu, kembdu og spunnu og bjuggu undir að setja í vefstólinn og karlarnir voru líka við handverk. Kennarinn, Tómas Snorrason, sem þar var þá til húsa, las sögu fyrir fólkið, sem hlustaði með athygli.
Allt í einu heyri ég hátt lúðraflaut og fer inn dimm göngin inn í baðstofuna og segi við fólkið: „Það er verið að blása í lúður.“ „Hvaða vitleysa stelpa, það er enginn að blása í lúður“, sagði fólkið. Ég fór aftur að strokka, en heyrði þá enn blásið í lúðurinn og þrisvar heyrði ég blásið. Ég fer þá inn til fólksins og segi: „Mér er sama hvað þið segið, það er verið að blása í lúður, það er eins og þegar eimpípa er að blása.“ Tómas stendur þá upp og segir: „Kannski ég fari út og athugi þetta.“ Allt fólkið fór þá fram göngin og þegar Tómas opnaði bæjarhurðina sáum við stórt bál fyrir utan Sölvhól.

Margrét Tómasdóttir

Margrét Tómasdóttir (1835-1876).

„Guð varðveiti okkur,“ sagði Tómas „það er strandað skip og þeir hafa kveikt eld á dekkinu. Þá var enginn viti í nesinu og engar slysavarnir hér og því ekkert hægt að gera til bjargar um nóttina fyrir hríðinni og veðurofsanum. Strax og birti um morguninn var farið að bjarga mönnunum.
Tvisvar höfðu þeir reynt að senda jullu í land, en þær fórust í brimrótinu. Skipstjórinn reyndi þá ekki að senda fleiri. Um morguninn þegar ég var að kafa snjóinn í skólann, sá ég að verið var að leiða fyrsta manninn heim að Járngerðarstöðum. Þegar ég kom aftur úr skólanum var orðið fullt af enskum skipbrotsmönnum, um 20 manns. Fötin þeirra voru skoluð í gjá og þurrkuð í hjallinum. Heimasæturnar, Stefanía og Jórunn, þjónuðu þeim og hjúkruðu. Matur var keyptur og hlynnt að þeim eins og framast var hægt.
Þeir voru á Járngerðarstöðum í viku tíma. Þá voru þeir sendir til Reykjavíkur og síðan með skipi til Englands. Nema tveir, sem urðu eftir fram yfir jarðarför þriggja sem fórust, en það voru kokkurinn og tveir hásetar. Tómas Snorrason var enskumælandi og sagði að kokkurinn hefði búið með aldraðri móður sinni. Ég vorkenndi henni og þótti átakanlegt þegar kisturnar voru fluttar í kirkjugarðinn.

Tómas Snorrason

Tómas Snorrason (1872-1949).

En oft var glatt á hjalla á Járngerðarstöðum meðan skipbrotsmennirnir voru þar. Þetta voru allt prúðir og glaðir menn.
Tveir voru ungir, þeir voru kurteisir og glaðir. Ég lærði orð og orð í ensku. Ég var 11 ára og þótti dálítið tómlegt eftir að þeir fóru burtu. Skipið þeirra hét Waronell. Öllu var bjargað af því, þar á meðal heilmiklu af kolum. Ég man eftir hreppsstjóranum með hreppsstjórahúfuna þegar aksjónin var haldin. Seinna varð annað skipsstrand, franskur togari Cap Fagnet strandaði á Hraunsfjöru, þá var ég gift og farin að búa. Þá var Eiríkur sonur Margrétar orðinn formaður. Slysavarnarfélag hafði verið stofnað og þeir voru búnir að fá línubyssu, til að skjóta línu um borð. Öllum mönnunum, 38 að tölu, var bjargað, en þetta var fyrsta strandið eftir stofnun slysavarnafélagsins. “

Garðhús

Grindavík

Grindavík – Garðhús.

„Þegar ég var 12 ára var Garðhúsaheimilið byggt og stendur það enn í dag. Það þótti vegleg höll í þá tíð. Einar kaupmaður og Ólafía bjuggu þar og hjá þeim bjó aldraður faðir Einars, sem þau önnuðust á meðan hann lifði.
Einar kaupmaður og Ólafía voru höfðingjar, vinsæl og vel látin og ótaldar voru góðgerðir þeirra við fátækt fólk. Fáum þótti tiltökumál þó velgengni þeirra væri góð, aldarandinn var þá þannig. En sumum óx þó í augum veldi kaupmannsins, en alþýða manna virti hann og þau hjón bæði, enda voru þau góðgerðasöm við fátæklinga.“
Hér lýkur frásögn Mundu í Brimnesi. Maðurinn með ljáinn kom í veg fyrir frekari skráningu endurminninga hennar, en hún lést á vordögum 1983.“ – Skráð hefur Ólafía Sveinsdóttir

Heimild:
-Bæjarbót, 6. tbl. 01.12.1984, Frásagnir úr Grindavík, skráðar eftir Mundu í Brimnesi, bls. 12-13.
Grindavík

Þorbjarnarfell

Í Bæjarbótinni, bæjarblaði Grindvíkinga, árið 1982 er m.a. fjallað um „Skógræktarfélag Grindavíkur“ á 25 ára afmæli þess:

Ingibjörg Jónsdóttir

Ingibjörg Jónsdóttir (1879-1969).

„Nú var leitað til landeigenda í Grindavík, Ekki veit ég annað en henni væri þar vel tekið, og landið var henni gefið, myndarlegt svæði á einum fallegasta stað í nágrenni Grindavíkur.
Ingibjörg gaf því nafnið „Selskógur”. Nafnið er dregið af gömlum seltætlum sem þar eru, því svo undarlegt sem það virðist í dag, þá höfðu Grindvíkingar þar „í Seli”, fyrir eina tíð, en hvað langt er síðan veit ég ekki.
Í maí 1957 var svo hafist handa. Sett var upp bráðabirgðagirðing og gróðursettar 1200 plöntur, greni, birki og fura.
Margir unnu að þessari fyrstu gróðursetningu, konur, karlar og börn undir stjórn manna frá Skógrækt ríkisins. Það var hátíðleg stund þegar Ingibjörg gróðursetti fyrstu birkiplöntuna og hafði yfir eftirfarandi erindi úr kvæði eftir Jónas Hallgrímsson:

„Veit þá enginn að eyjan hvíta
á sér enn vor ef fólkið þorir
Guði að treysta, hlekki hrista,
hlýða réttu, góðs að bíða?

Fagur er dalur og fyllist skógi
og frjálsir menn, þegar aldir renna.
Skáldið hnígur og margir í moldu
með honum búa,- en þessu trúið”.

Selskógur - BaðsvellirHríslan hennar Ingibjargar lifir enn, að vísu hefur hún aldrei orðið stór. Birkið virðist ekki dafna jafnvel í Selskógi og grenið.
Síðar um sumarið var svo allt svæðið girt með myndarlegri girðinu. Það voru menn frá Skógrækt ríkisins sem unnu það verk fljótt og vel, og stendur sú girðing enn.
Þann 14. nóvember sama ár var svo félagið formlega stofnað, og var stofnfundurinn haldinn að Garðhúsum.
Ingibjörg boðaði til fundarins þau Einar Kr. Einarsson skólastjóra, Svavar Árnason oddvita og þrjár konur frá Kvenfélagi Grindavíkur, þær Auði Einarsdóttur, Ingibjörgu Elíasdóttur og Fjólu Jóelsdóttur. Hún hafði áður beðið ofangreint fólk að sitja í fyrstu stjórn félagsins. Ingibjörg hafði þá samið lög fyrir félagið og notið til þess stuðnings æðstu manna hjá Skógrækt ríkisins.

Baðsvellir

Baðsvellir (Selskógur) ofan Þorbjarnar í Grindavík.

Félagið skyldi vera aðili að Skógræktarfélagi Suðurnesja, er þá var starfandi. Með því tryggði hún félaginu plöntukaup á vægu verði frá Skógrækt ríkisins. Þá hafði hún fengið loforð um fjárhagslegan stuðning frá Grindavíkurhreppi í formi fasts framlags ár hvert og hefur svo haldist til þessa dags.
Stjórn Skóræktarfélags Grindavíkur skyldi vera svo skipuð: Skólastjóri barnaskólans og oddviti Grindavíkurhrepps á hverjum tíma og þrjár konur frá Kvenfélagi Grindavíkur, en meðlimir félagsins að öðru leyti allir íbúar í hreppnum.

Garðhús

Garðhús.

Með því að skipa þannig stjórn hugðist Ingibjörg tryggja best framtíð félagsins, þ.e.a.s. skólastjóri myndi fá börn og unglinga sér til aðstoðar við gróðursetningu. Oddviti sjá um að hreppurinn stæði við sín loforð, og konur úr kvenfélaginu sæu um að kvenfélagið yrði virkur þátttakandi í skógræktinni.
Í stórum dráttum hefur þetta haldist í sama formi s.l. 25 ár, en margt hefur breyst í Grindavík á þessum árum sem hvorki Ingibjörg né aðrir hafa séð fyrir.
Grindavík er orðin bær, og í stað hreppsnefndar komin bæjarstjórn, og hefur þá forseti bæjarstjórnar komið í stað oddvita í stjórn skógræktarinnar. Eftir að Einar Kr.Einarsson lét af skólastjórn varð það nokkurskonar „kvöð” á nýjum skólastjóra að taka sæti í stjórninni.

Svavar Árnason

Svavar Árnason.

Og þótt segja megi að það hafi komið þeim nokkuð á óvart hafa þeir tekið því vel, og enginn skorast undan þessu „auka embætti”. Svavar Árnason hefur lengst af verið formaður stjórnar, eða öll þau ár sem hann var oddviti og einnig meðan hann var forseti bæjarstjórnar. Núverandi formaður er Gunnlaugur Dan skólastjóri, með honum í stjórn eru Ólína Ragnarsdóttir forseti bæjarstjórnar, Helga Emilsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir og Fjóla Jóelsdóttir, kosnar af Kvenfélagi Grindavíkur.
Nú mun láta nærri að búið sé að gróðursetja í Selskógi 21-22 þúsund plöntur mest var gróðursett fyrstu árin. Það voru margir sem þar lögðu hönd að verki, en þó mest börn og unglingar undir öruggri stjórn Einars Kr. skólastjóra. Einnig var mikið unnið við aðhlynningu á plöntunum, áburðargjöf o.þ.h..

Baðsvellir

Baðsvallasel í Selskógi.

Á fundi sem nýlega var haldinn í stjórn Skógræktarfélags Grindavíkur kom til tals að líklega væru margir íbúar Grindavíkur sem lítið vissu um þetta félag, hvernig það starfaði, og hvað það hefði gert á þeim 25 árum sem liðin eru síðan það var stofnað og gróðursettar voru fyrstu trjáplönturnar á vegum þess.
Það kom í minn hlut að reyna að bæta úr þessu, þótti sanngjarnt þar sem ég er sú eina í núverandi stjórn sem hef verið með frá byrjun.
Að þetta félag var stofnað var algerlega verk Ingibjargar Jónsdóttur frá Garðhúsum, oft kölluð Ingibjörg kennari, var hér barnakennari í mörg ár. Hún er áreiðanlega minnisstæð öllum eldri Grindvíkingum.

Grindavík

Selskógur – minnismerki; Ingibjörg Jónsdóttir.

Ingibjörg var ættuð úr gróðursælum sveitum Árnessýslu og hefur sjálfsagt runnið til rifja grjótið og gróðurleysið á Reykjanesskaganum, og ekki fundist vanþörf á að bæta þar um. Ingibjörg var mikill náttúruunnandi og hafði lifandi áhuga á öllu er til framfara horfði.
Þegar Ingibjörg varð sextug stofnaði Kvenfélag Grindavíkur sjóð til heiðurs henni. Sjóðnum mátti hún ráðstafa að eigin vild og þegar henni hentaði. Síðar ákvað hún svo að sjóðnum skyldi varið til skógæktar í Grindavík.
Því er ekki að neita að margir höfðu nú litla trú á því fyrirtæki, en þegar Ingibjörg ákvað að hrinda einhverju í framkvæmd var ekki margt sem stöðvaði hana. Fyrst var að fá hentugt land undir skógræktina, og konur úr kvenfélaginu, sem sáu um það. Við sem unnum þar höfðum af því ánægju og eigum þaðan góðar minningar.

Baðsvellir

Baðsvellir – seltóft.

En skógræktin hefur líka orðið fyrir talsverðum áföllum, vorhret hafa valdið tjóni og fyrir fjórum árum herjaði sníkjudýr á grenið, svokölluð „grenilús” og olli miklum skaða, en það er nú á réttri leið aftur. Einnig hefur komið í ljós að plönturnar þrífast mjög misjafnlega á svæðinu, best þar sem skjólið er mest.
Þetta er saga skóræktarinnar í Selskógi í stórum dráttum, en margt er þar ósagt. Við í stjórn skógræktarfélagsins viljum hvetja Grindvíkinga til að nota þennan fallega og friðsæla stað til útivistar. Enn er þar margt óunnið, og margt hægt að gera til að láta drauminn hennar Ingibjargar rætast um „fagran dal, er fyllist skógi”. Og munið að við eigum öll þennan stað.“ – Fjóla Jóelsdóttir

Heimild:
-Bæjarbót. 3. tbl. 01.07.1982, Skógræktarfélag Grindavíkur 25 ára. bls. 2.

Þorbjörn

Þorbjarnarfell – Selskógur.

Grindavík

Í Bæjarbótinni, bæjarblaði Grindvíkinga, árið 1984 er m.a. „Rætt við þrjá gamla sjómenn“ undir fyrirsögninni „Þá höfðum við skiptivöll„:

Grindavík

Grindavík – hluti gamla bæjarins við Járngerðarstaði.

„Sjómannadagurinn er framundan, þá eru sjómenn í landi og skemmta sér við leiki og annað er tengist starfi þeirra. Þegar litið er niður að höfn og horft yfir öll þessi fullkomnu skip með yfirhlaðnar brýr og tækjum og „allt nauðsynlegt“, þá vaknar spurningin: Hvernig fóru menn að hérna áður fyrr? Blaðið leitaði til þriggja eldri sjómanna hér í bæ og bað þá að segja svolítið frá fyrri tíð.

Hjalti Þórhannesson:
Hjalti ÞórhannessonHvernig var niðursetningu bátsins háttað og hvernig var hann útbúinn ?
„Þessi bátar voru venjulega tjargaðir að utan og innan. Það voru notaðir hlunnar sem settir voru undir bátinn og alveg niður í sjávarmál, til þess að þetta gengi betur þá var lýsið borið á hlunnana.
Síðan voru þeir teknir saman og geymdir þar til komið var úr róðri. Þá var hlunnunum komið fyrir aftur og báturinn dreginn á hliðinni upp í naust.
Búnaður voru auðvitað árarnar, seglin, „framsegl, aftursegl og fokka“ og það sem þeim fylgdi og ekki má ég nú gleyma austurstroginu. Veiðarfæri voru þá helst net og undir vorið, kring um páska, voru reynd grásleppunet.“
Hvernig var því háttað þegar menn komu um borð í skipið?
„Formaðurinn var í austursrúminu þá röðuðu menn sér í miðrúm og framrúm. Það var ekki flakkað á milli rúma á skipi, ó nei menn voru í sínu rúmi til vertíðaloka.
Ég var alla tíð ráðinn upp á kaup, á þessum árum var það um 30 krónur fyrir vertíðina. Fyrsta vertíðin mín hér var þegar ég var 15 ára.“

Þorleifur Þorleifsson:
Þorleifur ÞorleifssonVilt þú lýsa fyrir lesendum hvernig menn útbjuggust þegar þeir fóru í róður?
„Fyrst var farið í föðurlandið síðan í skinnklæðin, venjulega hafði maður gúmmískó á fótum.
Skinnklæðin voru buxur, stakkur og því fylgdi sjóhattur.“
Vildu menn ekki blotna í þessum klœðum og þegar þau þornuðu vildu þau ekki verða hörð? Höfðuð þið mat með ykkur?
„Skinnklæðin voru vatnsheld allavega minnist ég þess ekki að hafa blotnað vegna þeirra. Aftur á móti gátu þau orðið dálítið óþjál. Lýsi var notað til að mýkja þau.
Mat höfðum við aldrei með okkur á þessum árum.“
Hvað var helst geymt í sjóbúðinni? „Í sjóbúðinni voru geymdar árarnar og annað það sem lauslegt fylgdi skipinu.
Einnig voru geymd þarna veiðarfæri ýmiskonar svo sem lína, handfæri og hampnetin.“

Árni Guðmundsson:

Árni Guðmundsson

Árni Guðmundsson.

Hvernig var aðstaða báta við Hópið þegar þú manst fyrst eftir því?
„Nú aðstaðan var sú að þeir lentu í vör niður undan pakkhúsunum, þetta voru tvær varir sem lent var í og voru kallaðar Norðurvör og Suðurvör. Öllu betra held ég að hafi verið að lenda í Norðurvörinni. Annars er ég ekki svo kunnugur þarna, ég held ég hafi lent einu sinni í Suðurvörinni, vegna brims urðum við að hleypa undan suður í Hafnir og komumst síðan í Suðurvör.“
Svo var náttúrlega heilmikil útgerð úr Þórkötlustaðahverfinu? Hvar var lent?
„Já það gengu héðan 9 skip það voru 10 ræðinga, 8 og sexmannaför. Það var Buðlungu vör og út í Þórkötlustaðanesi sem var frekar vond lending og mæddi mikið á skiphaldsmönnum sem kallaðir voru. Það voru alltaf tveir sem héldu skipunum meðan seilað var. Það var líka reynt að lenda með fiskinn en oft ekki hægt vegna brims, við kölluðum það lág þegar brimsog var við landið og þá var seilað útá lóni sem sker myndar þarna.

Grindavík

Grindavík – seilað í Norðurvör.

Svo voru seilarnar bundnar saman settur belgur á og 60 faðma langt færi og jafnvel lengra bundið við belginn. Síðan var það gefið út eftir því sem róið var í land. Seilarnar voru teknar að landi þar sem best var að bera þær upp á skiptivöll. Á tíræðing var skipt í 14 hluta og var það sett í 7 köst þrír hlutar fóru til bátsins þeir voru fyrir veiðarfærum, beitu og sá þriðji til skipsins. Þá voru 11 hlutar eftir til formanns og skipverja.“
Að lokum Árni, hvenær byrjaðir þú til sjós?
„Ég byrjaði til sjós 14 ára gamall á áttræðing sem Guðmundur á Skála átti. Var það fyrsta vertíðin sem hann gerði það skip út.“ – Lúðvík P. Jóelsson.

Heimild:
-Bæjarbót, 3. tbl. 01.06.1984, Þá höfðum við skiptivöll, rætt við þrjá gamla sjómenn, bls. 8.
Þórkötlustaðanes

Reykjanesfólkvangur

Í Bæjarbótinni, bæjarblaði Grindvíkinga, árið 1982 er m.a.a fjallað um „Reykjanesfólkvang„:

Selalda

Selalda.

„Með vaxandi þéttbýli í surðvesturhorni landsins hefur þörf fyrir útivistarsvæði í nágrenni þess farið stöðugt vaxandi. Þessari þörf hefur verið mætt með friðlýsingu svæða og stofnun fólkvanga, þar sem fólk getur notið hvíldar og afþreyingar úti í óspilltri náttúrunni.
Eitt þessara svæða er Reykjanesfólkvangur. Hann var formlega stofnaður 1. des. 1975 með aðild Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Garðabæjar, Seltjarnarness, Keflavíkur, Narðvíkur, Grindavíkur og Selvogs. Þetta er mikið landssvæði um 30.000 ha. og nær frá Krýsuvíkurbjargi að Heiðmörk, og er að mestum hluta í Grindavíkurhreppi.
Það var þó ekki fyrr en 1979 sem fólksvanginum var sett stjórn.

Seltún

Seltún.

Fjárframlög til framkvæmda fara eftir íbúatölu ofangreindra sveitarfélaga og hefur því Reykjavík átt þar mestan hlut og í raun ráðið ferðinni. Ýmislegt hefur verið gert þessi þrjú ár til að opna svæðið almenningi og var byrjað á að fullgera veginn gegnum Móhálsdalinn, þannig að nú er vel bílfært frá Krýsuvíkurvegi um Vatnsskarð suður á Isólfsskálaveg. Einnig er unnið að úttekt á gróðurfari og gerð jarðfræði-, landslags-, og mannvistarkorta. Einnig er í undirbúningi söfnun örnefna, Verk þessi eru unnin af háskólanemum sem hluti af námi þeirra, og hefur þjóðhátíðarsjóður styrkt þetta starf ásamt fleiri aðilum.

Arnarvatn

Arnarvatn á Sveifluhálsi.

Þá hefur verið gefinn út kynningarbæklingur og er í undirbúningi merking þeirra gönguleiða sem þar eru kynntar. Hafa nokkur merki verið sett upp nú þegar. Þá verður nú í sumar unnið að hreinsun og skipulagningu göngustíga á hverasvæðinu við Seltún, í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ. Fleira er á dagskrá en framkvæmdahraði ræðst að sjálfsögðu af fjárframlögum hverju sinni.
Eins og að líkum lætur er margt að sjá og skoða á svo stóru landssvæði. Það virðist hafa verið trú manna að á Reykjanesskaga væri ekkert að sjá nema mosaþembur og auðnir. En því fer fjarri.

Lönguhlíðahorn

Mosi undir Lönguhlíðahorni.

Í fólkvanginum er mjög fjölbreytt landslag, má þar sjá fjallavötn og formfagra gígi, litskrúðug hverasvæði, hella, lyngbrekkur, skógarkjarr og fuglabjarg.
Landmótun er þarna enn svo ný, að rekja má jarðfræðisöguna frá gíg til gígs um hraunbreiður og gróðurlendi, þótt menn séu ef til vill misskyggnir á slíkt.
Mannvistarleifar finnast einnig víða, bæjar og seljarústir sem bera glöggt vitni um mannlíf á þessum slóðum á liðnum öldum. Fróðlegt er að ganga um Selatanga og bera saman aðbúnað vermanna fyrr og nú.

Hraunssel

Hraunssel.

Of langt mál yrði að telja upp alla þá forvitnilegu staði sem á Reykjanesfólkvangi er að finna. Allir sem þangað leggja leið sína ættu að geta fundirð eitthvað við sitt hæfi. Það þarf ekki að fara langt. Eysteinn Jónsson sá mikli náttúruunnandi sagði eitt sinn er hann var þarna á gangi að ef þessi staður væri fyrir norðan væri þarna krökt af sunnlendingum.
Vegfarandi góður, þú sem leggur leið þína um fólkvanginn. Gakktu um landið með virðingu fyrir öllu sem þar lifír, bæði dýralífi og gróðri. Gættu þess að sporgöngumenn þínir finni landið jafn ósnortið og þú. Farðu varlega um bjargbrúnir og hverasvæði og mundu að oft hylur þykkur mosi djúpar hraungjótur.
Góða ferð.“ – H.G.

Heimild:
-Bæjarbót, 2. tbl. 01.05.1982, Reykjanesfólkvangur, bls. 9.

Mosi

Mosahraun á Reykjanesskaga.

Reykjavíkurflugvöllur

FERLIR hefur leitað uppi alla staði á Reykjanesskaga, fyrrum landnámi Ingólfs, þar sem flugslys í seinni heimsstyrjöldinni áttu sér stað. Sérhvert atvik hefur verið skráð nákvæmlega með von um að hægt verði að varðveita þar með sögu þessara atburða.

Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur – yfirlit.

Flugslysasagan er hluti af sögu sem þarf að vernda. Ekki síður ber að varðveita þær minjar sem segja sögu sérhvers atviks á vettvangi.
Áður hefur verið fjallað um einstaka staði á svæðinu en hér er sagt frá þeim tilvikum er urðu á og við Reykjavíkurflugvöll. Á flugvellinum voru 33 tilvik skráð á stríðsárunum, auk 10 annarra í nágrenni vallarins sem og enn fjær. Bæði er því getið um þau tilvik er flugvélar fórust á nefndum tíma innan eða utan strandar, hvort sem er á vegum bandamanna sem og óvinanna.
Hafa ber í huga að efnið er fyrst og fremst byggt á skráðum heimildum og sett fram til fróðleiks því nánast engar minjar eru til í dag er staðfesta tilvist þeirra.

1. Hudson, Reykjavíkurflugvöllur 29. október 1943.

Reykjavíkurfligvöllur

Hudson.

Lockheed Hudson Mk IIIA RAF. Atvikið: Hudson FK768 var í æfingaflugi. Í flugtaki hættir flugmaðurinn við og vélin fór fram af flugbrautinni. Þar féll hjólabúnaður vélarinnar saman og kvikknaði í vélinni. Vélinn var dæmd ónýt. Áhöfnin, Flugstjórinn McCannel og áhöfnin slapp.

2. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 6. janúar 1942.
Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: 6. janúar 1942, Thayer, Robert N. var í æfingaflugi á S/N 41-7998. Flugvélin rakst hastarlega í flugbrautina í lendingu og skemmdist talsvert. Gert var við flugvélina í Reykjavík. Þegar USAAF 33. orustuflugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Þegar stríðinu lauk var S/N 41-7997 ein af þessum þremur flugvélum skráð á Íslandi. Einkennisstafir hennar eru TF-KAU. 22. nóvember 2015 var TF-KAU enn skráð á Íslandi. Ekki er vitað um afdrif hinnar Stearman vélarinnar.
Áhöfnin, Thayer, Robert N slapp án meiðsla.

3. Ventura, Reykjavíkurflugvöllur 22. apríl 1944.

Reykjavíkurflugvöllur

Ventura.

Lockheed Ventura L-18 RAF. Atvikið: Ventura AE806 fór í loftið kl. 10:51 á Reykjavíkurflugvelli. 5 mínutum síðar bilar annar hreyfill vélarinnar og kviknar í honum. Nauðlending var reynd en vélin brotlenti á flugvellinum. Áhöfnin, fjögra manna fórst og eru flugliðar jarðsettir í Fossvogskirkjugarði; K.W. Norfolk, N.G. Hickmott, T.C. Hosken og J.A. Banks.

4. Hudson V9056, Reykjavíkurflugvöllur 30. júlí 1941.
Lockheed Hudson RAF. Atvikið: Í lendingu á Reykjavíkurflugvelli gaf sig aðal hjólabúnaður vélarinnar. Vegna mikilla skemmda á vélinni var hún dæmd ónýt.
Áhöfnin, France-Cohen og áhöfn hans slapp. Flugsveitin notaði Lockheed Hudson vélar á Íslandi frá 1. mars til 19. desember 1943.

5. Whitley, Reykjavíkflugvöllur 27. september 1941.

Reykjavíkurflugvöllur

Whitley.

Armstrong Withworth A.W 38 RAF. Atvikið: Whitley Z6735 WL F var að koma tilbaka úr kafbátaleytarflugi. Í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli bilaði annar hreyfillinn. Hvass hliðarvindur var og vélin steyptist í jörðina áður en hún náði inná flugbrautina. Kvikknaði í vélinn og hún gjöreyðilagðist. Áhöfnin, Davis og áhöfn hans slapp með minniháttar meiðsl. Flugsveitin notaði Whitley flugvélar á Íslandi frá 12. september 1941 til 18. ágúst 1942.

6. B-25 Mitchell, Reykjavíkurflugvöllur 25. nóvember 1943.
B-25 Mitchell II RAF. Atvikið: Nauðlending með hjólin uppi eftir að eldur kom upp í hreyfli í flugtaki. Flugvélin eyðilagðist. Áhöfnin, Flugmennirnir tveir með minniháttar meiðsl; Włodzimierz Klisz, K. H. L. Houghton, J. R. Steel og E. St. Arnaud.

7. P-39 Bell Airacobra. Reykjavíkurflugvöllur 6. janúar 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Bell.

Bell Airacobra P-39D. Atvikið: S/N 40-3002 hlektist á í flugtaki og minniháttar skemmdir urðu á vélinni. Áhöfnin, Clyde A. sakaði ekki.

8. Ventura, Reykjavíkurflugvöllur 5. september 1943.
PV-1 Ventura, BUNO USAAF. Atvikið: Ventura BUNO 33100 var að fara í kafbátaleitarflug. Í flugtakinu kom upp eldur í vélinnu og hún hrapaði, skemmdist mikið og var dæmd ónýt. Áhöfnin, slapp án meiðsla; Duke, George M., Pinkerton, Ralph M., McGory, Arthur W. og Gaska, Matthew. Flugsveitin notaði PV-1 Ventura vélar á Íslandi frá 23. ágúst 1943 til 18. desember 1943 undir stjórn FAW 7 (Fleet Air Wing 7).

9. Whitley, Reykjavíkurflugvöllur 15. mars 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Whitley.

Armstrong Whitworth Whitley Mk VII RAF. Atvikið: Flugvél, Whitley WL J hóf sig til flugs á Reykjavíkurflugvelli Kl. 10:51. Vinstri hreyfillinn bilaði i flugtakinu, flugvélin fór út af brautinni og stöðvaðist á skotfærageymslu. Flugvélin eyðilagðist af mikilli sprengingu og eldhafi. Áhöfnin, allir fórust og eru jarðsettir í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík; C Harrison †, J H Hackett †, J G Turner †, L S Collins †, G H F Mc Clay †, J W F Allan† og F Ryan †. Flugsveitin starfaði á Íslandi frá 12. september 1941 með hléum til 18. ágúst 1942.

10. Albatross, Reykjavíkurflugvöllur 7. apríl 1942.
De Havilland DH.91 Albatross. Atvikið: RAF 271 Flugsveit flaug reglubundið póstflug og byrgða flug milli Englands og Íslands. DH.91 C/N 6801 sem bar nafnið „Franklin“ var í lendingu í Reykjavík þegar lendingarbúnaður lagðist saman og „Franklin“ var dæmd ónýt. Áhöfnin, slapp ómeidd.

Reykjavíkurflugvöllur

Albatross.

Aðeins 7 Albatross DH91 voru smíðaðar. Tvær tilraunaútgáfur sem voru útbúnar sem póstfluttningavélar og svo fimm sem farþegavélar fyrir 22 farþega. Farþegaútgáfan var tekin í notkun 2. janúar 1939. Þegar stríðið skall á var öllum 7 Albatross vélunum flogið til Whitchurch flugvallar í Bristol. Þaðan flugu þær á milli Shannon og Lissabon. Í september 1940 voru póstfluttningavélarnar teknar yfir af RAF í flugsveit nr. 271 og notaðar í póstfluttninga milli Prestwich og Reykjavíkur. Báðar eyðilögðust í óhöppum í Reykjavík.
Af hinum fimm er það að segja að ein eyðilagðist við nauðlendingu í Pucklechurch í Glosterskíri í október 1940 og önnur í loftárás Þjóðverja í desember sama ár. Næstu þrjú árin voru hinar notaðar við farþegafluttninga. 1943 hrapaði ein nálagt Shannon flugvelli og hinum tveimar var fljótlega eftir það lagt vegna skorts á varahlutum.

11. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 15. mars 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Warhawk.

P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: S/N 41-13345 magalendti á Reykjavíkurflugvelli og laskaðist mikið, eftir nánari skoðun var flugvélin dæmd ónýt. Áhöfnin, Carrier, Clyde A. flugmaður slapp ómeiddur. Flugsveitin notaði P-40 flugvélar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.

12. B-24 Liberator, Reykjavíkurflugvöllur 18. júní 1943.
Consolidated B24 Liberator USAF. Atvikið: Hjólastellið féll saman í lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin var rifin og notuð í varahluti. Áhöfnin, 9 flugliðar sluppu óslasaðir. RAF 120 Squadron var staðsett á Íslandi frá 4. september 1942 til 23. mars 1944. 20. apríl 1943 réðist AM919 á kafbát U-258 og sökkti honum. 28. apríl 1943 réðist AM919 á kafbát U-304 og sökkti honum.

13. Hudson, Reykjavíkurflugvöllur 28. maí 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Lockheed Hudson.

Hudson Mk IIIA USAF. Atvikið: Hudson FK742 var að leggja í ferjuflug til Englands. Í flugtaki kemur upp bilun og kviknar í vélinni á flugbrautinni. Áhöfnin og farþegar, 6 menn létust í slysinu. Þeir eru allir jarðsettir í Fossvogskirkjugarði; J B Taylor, G E Hay, A F Laviry, De Woodfield, L C Medhurst og W Tunney sem var á leið heim til að heimsækja veikan föður sinn.

14. Hudson, FK738, Reykjavíkurflugvöllur 30. desember 1941.
Lockheed Hudson Mk II RAF. Atvikið: Í lendingu á Reykjavíkurflugvelli rakst vængur vélarinnar á fluttningabíl. Gert var við skemmdirnar. Áhöfninslapp ómeidd.
Flugsveitin notaði Lockheed Hudson flugvélar á Íslandi frá apríl 1941 með hléum fram í janúar 1944.

15. P-39 Airacobra, Reykjavíkflugvöllur 18. nóvember 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Bell.

Bell P-39D Airacobra USAAF. Atvikið: Flugvélin P-39 S/N 41-6835 nauðlendir á Reykjavíkurflugvelli þegar eldur kemur upp í hreyflinum. Í P-39 flugvélum er hreyfillinn staðsettur aftan við sæti flugmannsins og tengist loftskrúfan með öxli sem liggur undir sæti flugmannsins. Nefhjól vélarinnar gaf sig og olli verulegum skemmdum á flugvélinni sem var dæmd ónýt. Áhöfnin, Redman, Harold W. flugmann sakaði ekki.

16. B-24 Liberator, Reykjavíkurflugvöllur 9. janúar 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

B-24.

B-24 Liberator GR RAF. Atvikið: Flugvélin s/n AM921 var í farþegaflutningum frá Reykjavík. Stuttu eftir flugtak kveiknaði eldur í hreyfli # 3. Flugvélin sneri við til Reykjavíkur og í lendingu datt hreyfill #3 niður og skemmdi hægra hjólastellið. Hjólastellið féll saman og flugvélin stöðvaðist á malarbing. Í skrokk vélarinnar framan við vængina logaði eldur. Flugvélin eyðilagðist. Áhöfnin † er jarðsett í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Flutsveitin notaði Liberator flugvélar á Íslandi frá 4. september 1942 til 23. mars 1944. 8. deseber 1941 sökti AM921 kafbátnum U-254, 18. október 1942 gerði AM921 árás á kafbátinn U-258 og 8. desember 1942 sökti AM921 kafbátnum U-611.

17. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur (3) 16. janúar 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Warhawk.

P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: P 40 Reykjavík. Óhapp í flugtaki, vélin eyðilagðist. Áhöfnin, Myers, Robert W. slapp.

18. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur (2) 5. janúar 1942.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Óhapp í lendingu, flugvélin skall í jörðina. Skemmdir minniháttar. Áhöfnin, Trabucco, Thomas F. slapp.

19. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 5. janúar 1942.
P-40 Warhawk. Atvikið: Óhapp í lendingu, vélin skall í jörðina og eyðilagðist. Áhöfnin, Steeves, Jerome I. slapp.

20. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 1. febrúar 1944.
Curtiss P-40K Warhawk USAAF. Atvikið: Óhapp í lendingu, minniháttar skemmdir á flugvélinni. (Gert var við vélina í Reykjavík). Vélin var send til USA 5. september 1944 og dæmd ónýt 28. nóvember 1944. Áhöfnin, Scettler, John D., slapp ómeidd. Flugsveitin notaði P-40 flugvélar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.

21. Ventura, Reykjavíkurflugvöllur 2. október 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Ventura.

Lockheed PV-1 Ventura USAAF. Atvikið: BUNO 36487 var í flugtaki í æfingaflug. Vélinni hlektist á. Nákvæmari upplýsingar ekki til staðar. Áhöfnin slapp án meiðsla; Streeper, Harold P. Warnagris, T.W. Duenn, S.D. Wood og T. Ragan. Flugsveitin notaði PV-1 Ventura vélar á Íslandi frá 23. ágúst 1943 til 18. desember 1943 undir stjórn FAW 7 (Fleet Air Wing 7).

22. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 30. apríl 1942.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: William B. Reed flugmaður var að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Vélin varð fyrir minniháttar skemmdum í lendingu. Gert var við vélina. Áhöfnin, William B. Reed flugm., slapp ómeiddur. Flugsveitin notaði P-40 vélar frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945

23. P-39 Airacobra. Reykjavíkurflugvöllur 12. ágúst 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

P-39.

P-39 Airacobra S/N 40-3021 USAAF. Atvikið: Vélarbilun í flugtaki á Reykjavíkurflugvellir. Bilunin reyndist ekki alvarleg og var gert við vélina. Áhöfnin, flugmaðurinn John H. Walker slapp. Flugsveitin starfaði á Íslandi frá byrjun árs 1942 fram að 18. mars 1944.

24. P-39 Bell Airacobra, Reykjavíkflugvöllur 7. júlí 1942.
P-39 Airacobra USAAF. Atvikið: Flugvélin gjöreyðilagist í lendingu. Samkvæmt óstaðfestum upplýingum þá gaf sig hjólabúnaður vélarinnar. Áhöfnin, Leroy G. Dickson, slapp lítið meiddur. P-39 Airacobra flugvélar voru í notkun á Íslandi frá snemma árs 1942 til 18. mars 1944.

25. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 16. apríl 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Stearman.

Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: 16. april 1942, Noel, Dana E. var í æfingaflugi á S/N 41-7998. Flugvélin rakst hastarlega í flugbrautina í lendingu og skemmdist talsvert. Gert var við flugvélina í Reykjavík. Þegar USAAF 33. flugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Þegar stríðinu lauk var S/N 41-7997 ein af þessum þremur flugvélum skráð á Íslandi. Einkennisstafir hennar eru TF-KAU. 22. nóvember 2015 var TF-KAU enn skráð á Íslandi. Ekki er vitað um afdrif hinnar Stearman vélarinnar. Áhöfnin, Noel Dana E. slapp án meiðsla.

26. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 12. apríl 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Stearman.

Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: G S Curtis Jr. var í æfingarflugi á Reykjavíkurflugvelli. Í flugtaki rakst vélin harkalega í brautina og skemmdist nokkuð. Gert var við vélina í Reykjavík. Þegar USAAF 33. flugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Þegar stríðinu lauk var S/N 41-7997 ein af þessum þremur flugvélum skráð á Íslandi. Einkennisstafir hennar eru TF-KAU. 22. nóvember 2015 var TF-KAU enn skráð á Íslandi. Áhöfnin, Curtis, G S Jr. slapp án meiðsla.

27. B-24 Liberator, Reykjavíkurflugvöllur 22. júní 1942.
B-24A Liberator USAAF. Atvikið: Ferjuflug frá Bolling, Washington DC til Reykjavíkur. Vélinni hlektist á í lendingu í Reykjavík (machanical failure). Vélin eyðilagðist. Áhöfnin, Tilton, John G. og áhöfn hans slapp án meiðsla.

28. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 20. mars 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Stearman.

Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: James P. Mills var í æfingaflugi. Í flugtaki rakst vélin harkalega í flugbrautina og skemmdist mikið. Flugvélin var dæmd ónýt. Þegar USAAF 33. flugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Áhöfnin, Mills James P., slapp á meiðsla.

29. Douglas Boston, Reykjavíkurflugvöllur 7. nóvember 1944.
Douglas Boston (Havoc) RAF. Atvikið: Í ferjuflugi frá Canada til Englands hlektist BZ549 á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin kom of hratt inn í aðflugi að flugvellinum og var komin vel inn á brautina þegar hún brotlenti. Flugmaðurinn hafði fengið fyrirmæli um að nýta brautina sem best en fór ekki eftir þeim. Áhöfnin, Kenneth David Clarson, lést. Peter Ronald Maitland slasaðist. Clarson er jarðaður í Fossvogskirkjugarði.

30. C-47 Skytrain, Reykjavíkjavíkurflugvöllur 13. desember 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Skytrain.

C 47 Skytrain Dakota USAAF. Atvikið: Flugvélin s/n 41-18514 var í ferjuflugi frá USA til UK með viðkomu í Reykjavík til að taka eldsneyti. Í lendingunni rakst nef flugvélarinnar í flugbrautina og skemmdist lítillega. Áhöfnin, Mandt, William F. og áhöfn hans slapp án áverka.

31. Albatross, Reykjavíkurflugvöllur 11. ágúst 1941.
De Havilland DH.91 Albatross RAF. Atvikið: Flugvélin AX903 (kölluð Faraday) var í vörufluttningum milli Ayr í Skotlandi og Reykjavíkur. 200 mílur suður-austur af Kaldaðarnesflugvelli kom áhöfnin auga á þýskan kafbát. Staðsetning kafbátsins var send til Reykjavíkur. Flugvélin lenti í Reykjavík kl. 20:17. Þegar verið var að færa vélina á flughlað brotnar hægri hjólabúnaður og vélin rekst á Fairy Battle L5547 sem stóð við flugbrautina. AX903 skemmdist mjög mikið og var dæmd ónýt. Fairy Battle L5547 skemmdist lítið og var gert við hana í Reykjavík. Áhöfnin slapp ómeidd.

Reykjavíkurflugvöllur

Albatross.

Aðeins 7 Albatross DH91 voru smíðaðar. Tvær tilraunaútgáfur sem voru útbúnar sem póstfluttningavélar og svo fimm sem farþegavélar fyrir 22 farþega. Farþegaútgáfan var tekin í notkun 2. janúar 1939. Þegar stríðið skall á var öllum 7 Albatross vélunum flogið til Whitchurch flugvallar í Bristol. Þaðan flugu þær á milli Shannon og Lissabon. Í september 1940 voru póstfluttningavélarnar teknar yfir af RAF í flugsveit nr. 271 og notaðar í póstfluttninga milli Prestwich og Reykjavíkur. Báðar eyðilögðust í óhöppum í Reykjavík.
Af hinum fimm er það að segja að ein eyðilagðist við nauðlendingu í Pucklechurch í Glosterskíri í október 1940 og önnur í loftárás Þjóðverja í desember sama ár. Næstu þrjú árin voru hinar notaðar við farþegafluttninga. 1943 hrapaði ein nálagt Shannon flugvelli og hinum tveimar var fljótlega eftir það lagt vegna skorts á varahlutum.

32. B-24 Liberator, Reykjavíkflugvöllur 28. apríl 1944.

Reykjavíkurflugvöllur

B-24.

B-24 Liberator III RAF. Atvikið: Í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli sveigði vélin og lenti á atvinnutæki. Vélin skemmdist mikið og var dæmd ónýt. Áhöfnin bjargaðist.
RAF flugsveit 86 starfaði á Íslandi frá 24. mars 1944 fram í júlí 1944.

33. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 30. ágúst 1941.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Dane E. Novel flugmaður var að koma til baka til Reykjavíkur úr æfingaflugi. Í lendingunni fór hann útaf norður brautarendanum á norður/suður brautinni. Eldur kviknaði í flugvélinni og skemmdist hún verulega og var hún dæmd ónýt. Áhöfnin, Dane E. Novel, slasaðist ekki alvarlega. P-40 Flugvélar voru notaðar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945

Í sjó í Skerjafirði:

Short Sunderland hrapaði í sjó í Skerjafirði, Reykjavík, 10. júlí 1941.

Reykjavíkurflugvöllur

Sunderland.

Short Sunderland Mk1 RAF. Atvikið: Flugvélin var að koma úr eftirlitsflugi og sigldi að bólfæri þegar hún rakst á sker sem ekki sást ofansjávar. Kjölur vélarinnar skemmdist mikið og keyrði flugstjórinn vélina uppí land á fullu afli. Gert var við vélina í Reykjavík af viðgeðarflokki sem kom frá framleiðandanum, Short Brothers Ltd. í Belfast á Norður Írlandi. Flugvélin hafði gælunafnið Ferdinand. Áhöfnin slapp án meiðsla. Flugsveitin notaði 10 Short Sunderland flugbáta í Reykjavík frá 5. apríl 1941 til 13. júlí 1941.

Catalina hafnaði í sjó í Skerjafirði, Reykjavík, 9. desember 1941.
PBY-5A Catalina USN. Atvikið: Nokkrar Catalina flugvélar voru við bólfæri á Skerjafirði þegar suðvestan stormur skall á. Festingar Catalina 73-P-1 slituðu og vélina rak að landi. Á rekinu rakst vélina á annan flugbát 73-P-8. 73-P-1 sökk um 30m frá landi, dæmd ónýt. Skemmdir á Catalina 73-P-8 voru minniháttar. Áhöfnin; vélin var mannlaus. VP-73 Squadron starfaði á Íslandi frá 9. ágúst 1941 fram í október 1942.

Northrop, atvik í flugbátahöfn, Fossvogi, 22. október 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Northrop.

Northrop N-3PB RAF. Atvikið: Sjóflugvélin var að koma úr flutningaflugi og hlekktist á í lendingu á Fossvogi og sökk. Áhöfnin, 3 norskir flugliðar björguðust. Flugsveitin notaði Northrop N-3PB á Íslandi frá 19. maí 1941 til 24. janúar 1943. 12 norskir flugliðar fórust á Íslandi á þessu tímabili og 11 flugvélar eyðilögðust.

Short Sunderland, skemmdist á Skerjafirði, Reykjavík, 10. júlí 1941.
Short Sunderland Mk1 RAF. Atvikið: Flugvélin lá við bólfæri og verið var að setja á hana eldsneyti þegar kviknar í henni og hún brennur og sekkur í Skerjafirði. Gjörónýt. Áhöfnin, engin áhöfn um borð. Flugsveitin notaði 10 Short Sunderland flugbátra í Reykjavík frá 5. apríl 1941 til 13. júlí 1941.

Catalina, hrapaði utan flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli 13. janúar 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Catalina.

Catalina PBY-5A USN. Atvikið: Flugbáturinn hrapaði á flugbrautina stuttu eftir flugtak. Miklar skemmdir urðu á skrokk og vinstri væng vélarinnar. Ekki var hægt að framkvæma varanlegar viðgerðir í Reykjavík né viðgerðir til flugs til USA til meiriháttar viðgerða. Beiðni kom um heimild til að taka flugvélina af flugskrá og taka úr henni öll nýtanleg tæki og búnað. Auk þess var ákveðið að senda væng og skrokk til US með skipi. Áhöfnin slapp án meiðsla. USN VP84 flugsveit notaði PBY-5A flugbáta á Íslandi frá 2. október 1942 til 1. september 1943. Flugsveitin sökkti 6 þýskum kafbátum.

Mosquito, hrapaði utan Reykjavíkurflugvallar 26. apríl 1945.

Reykjavíkurflugvöllur

De Havilland.

De Havilland, DH 98 Mosquito FB Mk 26 RAF. Atvikið: Mosquito KA153, frá Hq Ferry Command RAF (No 45 Atlantic Transport Group), var í ferjuflugi til Englands um Ísland. Af óþekktum ástæðum hrapaði flugvélin rétt áður en hún náði inn á flugbraut um 2 km. frá miðbæ Reykjavíkur. Vélin gjöreyðilagðist. Áhöfnin, F W Clarke fórst.

B-25 Mitchell hrapaði við Flyðrugranda, Reykjavík, 18. desember 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

B-25.

B-25 Mitchell II RAF. Atvikið: B-25 Mitchell var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar annar hreyfillinn bilaði og flugvélin snerist til jarðar 2 mílur norðvestur frá Reykjavíkurflugvelli. 25. Júní 1976 var verktkafyrirtæki að byggja nokkur 4 hæða íbúðahús á svæðinu (Flyðrugranda 2 -10). Starfsmenn fundu leifar af flugvél á ca. 2 Metra dýpi í mjög blautu mýrlendi. Nokkrir hlutir úr flugvélinni fundust og fóru til geymslu. Þessir hlutir voru loftskrúfa, hluti af framhluta skrokks válarinnar og vélbyssa. Þessir munir eru allir týndir. Áhöfnin, W.V. Walker, M.H. Ramsey, og A.P. Cann fórust allir í slysinu og eru jarðsettir í Fossvogskirkjugarði, Reykjavík.

B-25 Mitchell hrapaði 50 mílur vestur af Reykjavík 8. nóvember 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

B-25.

B-25 Mitchell II RAF. Atvikið: Flugvélin var í ferjuflugi frá Goose Bay til Englands með viðkomu í Reykjavík. Í Englandi átti hún að starfa með DUTCH No. 320 Squadron. Á leiðinni kom upp eldur í flugvélinni og hrapaði hún í hafið 50 mílur vestur af Reykjavík. Áhöfnin, Gay Thomas Record, Canada, flugstjóri, Frederick Avery Beyer, F/O RAAF siglingafræðingur og Owen Geraint Davies, breskur loftskeytamaður, fórust.

P-39 Airacobra hrapaði í Sogamýri, Reykjavík, 18. ágúst 1942.
P-39D Bell Airacobra USAAF. Atvikið: Eldur kom upp í flugvél Lt. Harold L Cobb sem neyddist til að stökkva í fallhlíf úr flugvélinni skammt frá Camp Handley Ridge. Lt. Cobb kom niður nálægt Camp Byton. Flugvélin hrapaði á svæði sem nú er leikvöllur austan við Réttarholtsskóla. Áhöfnin, Lt. Harold L Cobb, komst lífs af. Flugsveitin notaði P-39 flugvélar á Íslandi frá því snemma árs 1942 fram til 9. júní 1945.

P-40 Warhawk hrapaði í sjó norðvestur af Gróttu 24. nóvember 1941.

Reykjavíkurflugvöllur

P-40.

P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: John G. Patterson var í eftrilitsflugi norðvestur af Gróttu þegar eldur kviknar í hreyfli vélarinnar og hann er neyddur til að nauðlenda á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin verður fyrir minniháttar skemmdum og gert var við hana á Rekjavíkurflugvelli. Áhöfnin, John G Patterson slapp óslasaður. USAAF 33. flugsveit notaði P-40 frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945

P-40 Warhawk hrapaði í sjó ½ mílu nv. af Reykjavík, í Faxaflóa 29. april 1942.
Curtiss P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Óþekktur íslenskur sjómaður bjargaði Lt. Champlain eftir nauðlendingu á sjó. Ástæðan fyrir nauðlendingu var hreyfilbilun og eldur í framhluta flugvélarinnar. Sjómaðurinn var eftir atvikið kallaður „Champlain´s´Hero.“ Lt. Champlain fékk afar slæm brunasár. Hann var sendur með flugvél á Walter Read sjúkrahúsið í Washington D.C. Frásögnin af brunasárum hans og lækningu þeirra var skráð í „Janúar hefti Readers Digest Magazine“ Lt. Chaplain var seinna hækkaður í tign. Lt. Chaplain giftist íslenskri stúlku Aróru Björnsdóttir frá Reykjavík. Þau bjuggu í San Diego Ca. og eignuðust 2 börn. (Áróra var fædd 17. maí 1922 og lést 7. júlí 2019). Áhöfnin, Lieutenant Chaplain, Daniel D, slapp lifandi. P-40 flugvélar voru notaðar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.

P-40 Warhawk féll í sjó vestur af Hafnarfirði, Faxaflóa, 17. apríl 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

P-40.

Curtiss P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Íslenskur sjómaður, Tryggvi Gunnarsson varð vitni að hrapinu. Flugvélin fór í sjóinn og sökk samstundis. Tryggvi miðaði staðinn nákvæmlega og var lík flugmannsins slætt upp ásamt flugvél. Ástæða slysins er ekki kunn. Flugvöllur nr. 2 var í byggingu í Keflavík og var opinberlega nefndur „Patterson Field“. Áhöfnin, flugmaðurinn John G Patterson lést. Flugsveitin notaði P-40 vélar á Íslandi frá 6. ágúst til 9. júní 1945.

P-40 Warhawk hrapaði í sjó vestur af Reykjavík 30. október 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

P-40 Warhawk.

P-40K, Warhawk USAAF. Atvikið: Flugvélin hrapaði í sjóinn 5 mílur vestur af Reykjavíkurflugvelli. Ástæðu flugsins er ekki getið. Ástæðu hrapsins er ekki getið.
Áhöfnin, Vanvig, Richard J, flugmaður, fórst í slysinu.

Fw 200 Condor fór í sjóinn norðvestur af Gróttu, Faxaflóa, 14. ágúst 1942.

Focke Wulf Fw 200 C-4 Condor. Atvikið: Að morgni 14. ágúst 1942 kom Ofw. Fritz Kuhn flugstjóri á Fw-200 Conder vél upp að suðurströnd Íslands austan við Vík.

Reykjavíkurflugvöllur

Condor.

Kl. 0921 kemur vélin fyrst fram á radar RAF Vík, Fraser CHL. Í fyrstu er hún álitin (friendly aircraft) vinveitt vél þar sem von var á vélum á svæðinu.

Þegar leið á vaknaði grunur um að hér væri óvinavél á ferðinni þar sem hún fylgdi ekki venjulegri aðflugsstefnu að Reykavíkurflugvelli. Kl. 1000 tilkynnir Northrop vél frá 330 flugsveit að um óvinveitta Condor vél sé að ræða. Sem fljúgi í grennd við skipalest 30 mílur suður af Grindavík.

Reykjavíkurflugvöllur

Focke-Wulf Condor.

Staðfesting á að hér væri Fw-200 Condor vél á ferðinni kom ma. frá fleiri radarstöðvum og sjónarvottum. Kl. 1030 kemur fram á radar flugvél 30 mílur vestur af Keflavík (Reykjanesskaga) á norður leið. Vélin beigir síðan til austurs og er um 10 mílur norður af Skagaflös. Radar og eftirlitsstöðvar upplýstu flugstjórn í Reykjavík um Condor vélina. Weltman major var í stjórnstöðinni og rauk út í P-38 Lighting orrustuvél. Á sama tíma eru á flugi Lt. Elza E. Shahan á P-38 vél og Joseph D. Shaffer á P-40. Þeim eru send skilaboð um Conder vélina og stefnu hennar. Weltman kemur fyrstur auga á Condor vélina sem skyndilega breytir um stefnu til austurs. Á fullri ferð spennir Weltman byssur vélar sinnar og þýsku skytturnar eru líka tilbúnar. Weltman nálgast Condorinn og hleypir af, þýsku skytturnar svara. Innan fárra mínútna hitta þýsku skytturnar P-38 vélina og laska vélbyssurnar og svo annan hreyfilinn. Weltman verður að hverfa frá og lendir í Reykjavík. Um þetta leyti, kl. um 1115 hafa Shahan á P-38 og Shaffer á P-40 komð auga á Condor vélina. Þeir gerðu árás og laska einn hreyfil Condorsins.

Reykjavíkurflugvöllur

Condor.

Shahan fer í svo kallaðan „chandelle“ sveig og kemur sér í gott færi við Condorinn, hleypir af byssum vélarinnar og hittir sprengjuhólfin á Condornum. Hann hafði hugsað sér að fljúga undir vélina, en Condorinn springur í tætlur og hann neyðist til að fljúga í gegnum brakið. Fw-200 Condorvélin hrapaði í sjóinn 5 mílur norðvestur af Gróttu. Þetta er talin fyrsti sigurinn í loftbaradaga hjá Bandaríska flughernum í Evrópu í Seinni-heimsstyrjöldinni. Shaffer og Shahan var báðum eignaður sigurinn og voru síðar heiðraðir fyrir afrekið. Einning var P-38 vél Weltmans major fyrsta bandaríska flugvélin sem varð fyrir skotárás þýskrar vélar í Stríðinu. Áhöfnin fórst öll; Fritz Köhn, Philipp Haisch, Ottmar Ebener, Wolfgang Schulze, Artur Wohlleben, Albert Winkelmann og Gunner.

Hudson fór í sjóinn austur af Grindavík 22. nóvember 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Hudson.

Hudson Mk.I UK RAF. Atvikið: Flugvélin hrapaði í sjóinn 9 mílur austur af Grindavík. Vélin var í æfingum með notkun eldflauga. Ástæðu fyrir hrapinu er ekki getið. Áhöfnin, 5 menn vélarinnar fórst. Lík tveggja áhafnarmeðlima fundust nokkrum dögum síðar, R.L. Forrester og D. MacMillan. Flugsveitin starfaði á Íslandi frá 12. apríl 1941 fram í janúar 1944.

B-24 Liberator fór í sjóinn suður af Selvogi 7. febrúar 1945.
B-24M Liberator USAAF. Atvikið: S/N 44-50535 var í ferjuflugi frá Bandaríkjunum til Englands. Vélin fór í loftið í Keflavík kl. 11:15. Tveir bændur á Nesjum voru við vinnu úti við er þeir sáu stóra flugvél koma úr vesturátt og flaug út á sjó en hrapaði í sjóinn um 2 mílur frá landi. Stjórnstöð hersins í Reykjavík var látin vita og stuttu síðar leituðu nokkrar flugvélar svæðið án árangurs. Áhöfnin, David G Koch og áhöfn hans fórust í slysinu. B-24M útgáfan var síðast útgáfan af Liberator vélinni. Samtals voru 19.256 vélar smíðaðar og 2.593 flugu aðeins frá verksmiðju til niðurrifs.

Junkers Ju 88 hrapaði í sjóinn í Hvalfirði, Faxaflóa, 27. október 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Junkers Ju 88.

Junkers Ju 88 D-5, A6+RH 430001Junkers Ju 88. Atvikið: Flugvélin var í myndatöku og njósnaflugi yfir Íslandi. Af ástæðum sem ekki eru kunnar nauðlenti flugvélin á sjó í Hvalfirði og sökk. Nánari staðsetning er óþekkt. Áhöfnin, 3 menn, létust allir; Gerhard Skuballa †, Uwe Gåoddecke † og Herbert Fischer †.

Meira verður fjallað um flugvélaflök á Meeks- og Pattersonflugvelli.

Sjá meira um flugvélaflök utan flugvalla á Reykjanesskaga HÉR. Einnig innan flugvalla I HÉR.

Heimildir:
-https://www.stridsminjar.is/is/
-Friðþór Eydal.

Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur.

Patterson

FERLIR hefur leitað uppi alla staði á Reykjanesskaga, fyrrum landnámi Ingólfs, þar sem flugslys í seinni heimsstyrjöldinni áttu sér stað. Sérhvert atvik hefur verið skráð nákvæmlega með von um að hægt verði að varðveita þar með sögu þessara atburða.

Pattersen-flugvöllur

Patterson-flugvöllur – yfirlit.

Flugslysasagan er hluti af sögu sem þarf að vernda. Ekki síður ber að varðveita þær minjar sem segja sögu sérhvers atviks á vettvangi.
Áður hefur verið fjallað um einstaka staði á svæðinu en hér er sagt frá þeim tilvikum er urðu á og við Pattersonflugvelli (Keflavíkurflugveli) á Suðurnesjum. Á flugvellinum voru 6 tilvik skráð á stríðsárunum. Þá er getið um tvö tilvik er flugvélar fórust á þeim tíma utan vallar. Þá er getið um tvö slys á Garðaskagaflugvelli og nágrenni.
Hafa ber í huga að efnið er fyrst og fremst byggt á skráðum heimildum og sett fram til fróðleiks því nánast engar minjar eru til í dag er staðfesta tilvist þeirra.
Patterson:

1. P-38 Lightning, Patterson flugvöllur. 1. febrúar 1944.

Patterson-flugvöllur

P-38.

P-38F Lightning USAF. Atvikið: Flugvélin nauðlenti með hjólin uppi og gjör eyðilagðist í eldi. Áhöfnin, Clayton P Hackman Jr. slapp.

2. P-40 Warhawk, Pattersonflugvöllur 11. janúar 1943.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Flugvélin magalenti á Pattersonflugvelli. Ekki miklar skemmdir og gert var við vélina. Áhöfnin, Johnnsey Frederick R. flugmaður slapp. Flugsveitin notaði P-40 flugvélar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.

3. Stinson Vigilant, Patterson flugvöllur. 22. apríl 1944.

Patterson-flugvöllur

Stinson.

L1A Stinson Vigilant USAAF. Atvikið: Vélinni hlektist á í lendingu. Skemmdist mikið og var dæmd ónýt. Áhöfnin, Lt. Archer, Max M. slapp. Stinson Vigilant vélar höfðu ýmis hlutverk í Seinni-heimsstyrjöldinni ss. að draga svifflugur, eftirlit, leit og björgun og fluttningar. Á Íslandi voru þær mest notaðar af yfirmönnum í ferðum milli flugvalla.

4. UC-45E Expeditor, Patterson flugvöllur. 25. janúar 1944.

Patterson-flugvöllur

Expeditor.

UC 45 Exspeditor Beechcraft USAAF. Atvikið: Af óþekktum ástæðum hrapaði vélin stuttu eftir flugtak. Heimildir segja að vélin hafi hrapað nálægt Camp Baker en er óstaðfest. Vélin skemmdist mikið. Áhöfnin, Clair William A. flugmaður og farþegar komust lífs af. Eftir viðgerð og breytingar í Model 18 í mars 1947 var vélin seld Flugfélagi Íslands. 25. septeber sama ár hlektist vélinni á í flugtaki í Vestmannaeyjum, áhöfn og farþegar sluppu ómeidd.

5. P-47 Thunderbolt, Patterson flugvöllur. 11. júní 1944.

Patterson-flugvöllur

P-47.

Republic Thunderbolt P-47D. Atvikið: Nauðlending með hjólin uppi. Vélarbilun, flugvélin mikið skemmd. Áhöfnin, Martin, Clifford F. slapp. Flugvélin bar nafnið „Big Bastard“. Flugsveitin notaði P-47 vélar á Íslandi frá 1944 til 1945.

6. Douglas Boston, Patterson flugvöllur. 12. maí 1944.
Havoc (Boston) A20J. Atvikið: Flugvélinni hlektist á í lendingu á Patterson flugvelli og gjör eyðilagðist. Vélin var í ferjuflugi frá Bandaríkjunum til Englands. Áhöfnin, Stanley J Kulac og áhöfn hans slapp. Í áhöfn A20 Havoc voru 3.

Auk þess skammt austan við flugvöllinn:

Catalina hrapaði við Vogshóll skammt autan við flugvöllin, í Njarðvíkurheiði. 27. desember 1942.

Patterson-flugvöllur

Catalina 27. des 1942.

PBY-5A Catalina, Buno. Atvikið: 15 mínútum eftir flugtak í kafbátaleitarleiðangur flaug flugbáturinn inn í haglél og storm og hrapaði. Atvikið átti sér stað í myrkri en ágætu tunglsljósi. Vísbendingar eru um að flugmaðurinn hafi lent í ofsafengnu veðri og reynt að komast út úr storminum í blindflugi. Hann missti hæð þar til hann hrapaði. Fyrir flugtak var hann spurður að því hvernig hann ætlaði að bregðast við storminum sem var á flugleið hans. Lt. Luce svaraði: „Ég mun fljúga í gegnum storminn“. Áhöfnin fórst öll, Harvey H. Luce †, Donald A. Helms †, Glenn S. Nelson †, Wilfred A. Burri †, Willard P. Kantz †, Chester A. Eichelberger †, James L. Bryan †, Brack W. Goode † og William G. Hammond †. Flugsveitin starfaði á Íslandi frá 2. október 1942 til 1. september 1943. Flugsveitin sökkti 6 þýskum kafbátum.

P-47 Thunderbolt hrapi við Vogshól í Njarðvíkurheiði. 8. júlí 1944.

Patterson-flugvöllur

Thunderbolt 8. júlí 1944.

P-47 Thunderbolt. Atvikið: Latham flugmaður var í flugataki á leið í eftirlitsflug á Faxaflóa. Í flugtakinu reyndist hreyfill vélarinnar ekki skila fullu afli og kviknaði í honum. Stuttu eftir flugtak stökk flugmaðurinn út í fallhlíf og kom niður heill á húfi. Flugvélin kom niður skammt frá Vogshól. Latham flugmaður lenti í svipuðu atviki þann 13. júní sama ár við Húsatóftir. Áhöfnin, Latham, Thomas J. slapp.

Whitley, Garðskagaflugvöllur, Reykjanesi 7. mars 1942.
Armstrong Whitworth Whitley RAF. Atvikið: Witley Mk VII var í æfingaflugi á Grðskagaflugvelli þegar hún verður fyrir hnjaski í lendingu. Gert var við flugvélina á Garðskagaflugvelli og henni flogið til Reykjavíkur nokkrum dögum seinna. Áhöfnin, upplýsingar ekki fyrir hendi. Flugsveitin starfaði á Íslandi 12. september 1941 til 18. ágúst 1942 með hléum.

Hudson, hrapi í sjó norður af Garðskaga, Faxaflóa 24. júní 1942.

Patterson-flugvöllur

Hudson.

Lockheed Hudson Mk III USAF. Atvikið: Hudson UA X var á eftirlitsflugi yfir Faxaflóa þegar annar hreyfillinn bilar. Ulrichson flugmaður neiddist til að nauðlenda og fimm úr áhöfninni komust um borð í gúmmíbát. Hudson flugvélin sökk skömmu eftir nauðlendinguna. Hudson UA M fór frá Kaldaðarnesi í leit að björgunarbátnum. John Graham flugmaður á UAM fann björgunarbátinn og leiðbeindi herskipi að honum. Áhöfnin, 5 menn, komust af. Hudson flugvélar voru notaðar frá Kaldaðarnesi og Reykjavík frá maí 1941 til janúar 1944.

Meira verður fjallað um flugvélaflök á Reykjavíkurflugvelli – sjá Flugvélaflök á stríðsárunum – flugvellir III.

Sjá meira um flugvélaflök utan flugvalla á Reykjanesskaga HÉR. Einnig innan flugvalla III HÉR.

Heimildir:
-https://www.stridsminjar.is/is/
-Friðþór Eydal.

Patterson-flugvöllur

Patterson-flugvöllur 1958.