FERLIR hefur leitað uppi alla staði á Reykjanesskaga, fyrrum landnámi Ingólfs, þar sem flugslys í seinni heimsstyrjöldinni áttu sér stað. Sérhvert atvik hefur verið skráð nákvæmlega með von um að hægt verði að varðveita þar með sögu þessara atburða.

Reykjavíkurflugvöllur – yfirlit.
Flugslysasagan er hluti af sögu sem þarf að vernda. Ekki síður ber að varðveita þær minjar sem segja sögu sérhvers atviks á vettvangi.
Áður hefur verið fjallað um einstaka staði á svæðinu en hér er sagt frá þeim tilvikum er urðu á og við Reykjavíkurflugvöll. Á flugvellinum voru 33 tilvik skráð á stríðsárunum, auk 10 annarra í nágrenni vallarins sem og enn fjær. Bæði er því getið um þau tilvik er flugvélar fórust á nefndum tíma innan eða utan strandar, hvort sem er á vegum bandamanna sem og óvinanna.
Hafa ber í huga að efnið er fyrst og fremst byggt á skráðum heimildum og sett fram til fróðleiks því nánast engar minjar eru til í dag er staðfesta tilvist þeirra.
1. Hudson, Reykjavíkurflugvöllur 29. október 1943.

Hudson.
Lockheed Hudson Mk IIIA RAF. Atvikið: Hudson FK768 var í æfingaflugi. Í flugtaki hættir flugmaðurinn við og vélin fór fram af flugbrautinni. Þar féll hjólabúnaður vélarinnar saman og kvikknaði í vélinni. Vélinn var dæmd ónýt. Áhöfnin, Flugstjórinn McCannel og áhöfnin slapp.
2. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 6. janúar 1942.
Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: 6. janúar 1942, Thayer, Robert N. var í æfingaflugi á S/N 41-7998. Flugvélin rakst hastarlega í flugbrautina í lendingu og skemmdist talsvert. Gert var við flugvélina í Reykjavík. Þegar USAAF 33. orustuflugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Þegar stríðinu lauk var S/N 41-7997 ein af þessum þremur flugvélum skráð á Íslandi. Einkennisstafir hennar eru TF-KAU. 22. nóvember 2015 var TF-KAU enn skráð á Íslandi. Ekki er vitað um afdrif hinnar Stearman vélarinnar.
Áhöfnin, Thayer, Robert N slapp án meiðsla.
3. Ventura, Reykjavíkurflugvöllur 22. apríl 1944.

Ventura.
Lockheed Ventura L-18 RAF. Atvikið: Ventura AE806 fór í loftið kl. 10:51 á Reykjavíkurflugvelli. 5 mínutum síðar bilar annar hreyfill vélarinnar og kviknar í honum. Nauðlending var reynd en vélin brotlenti á flugvellinum. Áhöfnin, fjögra manna fórst og eru flugliðar jarðsettir í Fossvogskirkjugarði; K.W. Norfolk, N.G. Hickmott, T.C. Hosken og J.A. Banks.
4. Hudson V9056, Reykjavíkurflugvöllur 30. júlí 1941.
Lockheed Hudson RAF. Atvikið: Í lendingu á Reykjavíkurflugvelli gaf sig aðal hjólabúnaður vélarinnar. Vegna mikilla skemmda á vélinni var hún dæmd ónýt.
Áhöfnin, France-Cohen og áhöfn hans slapp. Flugsveitin notaði Lockheed Hudson vélar á Íslandi frá 1. mars til 19. desember 1943.
5. Whitley, Reykjavíkflugvöllur 27. september 1941.

Whitley.
Armstrong Withworth A.W 38 RAF. Atvikið: Whitley Z6735 WL F var að koma tilbaka úr kafbátaleytarflugi. Í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli bilaði annar hreyfillinn. Hvass hliðarvindur var og vélin steyptist í jörðina áður en hún náði inná flugbrautina. Kvikknaði í vélinn og hún gjöreyðilagðist. Áhöfnin, Davis og áhöfn hans slapp með minniháttar meiðsl. Flugsveitin notaði Whitley flugvélar á Íslandi frá 12. september 1941 til 18. ágúst 1942.
6. B-25 Mitchell, Reykjavíkurflugvöllur 25. nóvember 1943.
B-25 Mitchell II RAF. Atvikið: Nauðlending með hjólin uppi eftir að eldur kom upp í hreyfli í flugtaki. Flugvélin eyðilagðist. Áhöfnin, Flugmennirnir tveir með minniháttar meiðsl; Włodzimierz Klisz, K. H. L. Houghton, J. R. Steel og E. St. Arnaud.
7. P-39 Bell Airacobra. Reykjavíkurflugvöllur 6. janúar 1943.

Bell.
Bell Airacobra P-39D. Atvikið: S/N 40-3002 hlektist á í flugtaki og minniháttar skemmdir urðu á vélinni. Áhöfnin, Clyde A. sakaði ekki.
8. Ventura, Reykjavíkurflugvöllur 5. september 1943.
PV-1 Ventura, BUNO USAAF. Atvikið: Ventura BUNO 33100 var að fara í kafbátaleitarflug. Í flugtakinu kom upp eldur í vélinnu og hún hrapaði, skemmdist mikið og var dæmd ónýt. Áhöfnin, slapp án meiðsla; Duke, George M., Pinkerton, Ralph M., McGory, Arthur W. og Gaska, Matthew. Flugsveitin notaði PV-1 Ventura vélar á Íslandi frá 23. ágúst 1943 til 18. desember 1943 undir stjórn FAW 7 (Fleet Air Wing 7).
9. Whitley, Reykjavíkurflugvöllur 15. mars 1942.

Whitley.
Armstrong Whitworth Whitley Mk VII RAF. Atvikið: Flugvél, Whitley WL J hóf sig til flugs á Reykjavíkurflugvelli Kl. 10:51. Vinstri hreyfillinn bilaði i flugtakinu, flugvélin fór út af brautinni og stöðvaðist á skotfærageymslu. Flugvélin eyðilagðist af mikilli sprengingu og eldhafi. Áhöfnin, allir fórust og eru jarðsettir í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík; C Harrison †, J H Hackett †, J G Turner †, L S Collins †, G H F Mc Clay †, J W F Allan† og F Ryan †. Flugsveitin starfaði á Íslandi frá 12. september 1941 með hléum til 18. ágúst 1942.
10. Albatross, Reykjavíkurflugvöllur 7. apríl 1942.
De Havilland DH.91 Albatross. Atvikið: RAF 271 Flugsveit flaug reglubundið póstflug og byrgða flug milli Englands og Íslands. DH.91 C/N 6801 sem bar nafnið „Franklin“ var í lendingu í Reykjavík þegar lendingarbúnaður lagðist saman og „Franklin“ var dæmd ónýt. Áhöfnin, slapp ómeidd.

Albatross.
Aðeins 7 Albatross DH91 voru smíðaðar. Tvær tilraunaútgáfur sem voru útbúnar sem póstfluttningavélar og svo fimm sem farþegavélar fyrir 22 farþega. Farþegaútgáfan var tekin í notkun 2. janúar 1939. Þegar stríðið skall á var öllum 7 Albatross vélunum flogið til Whitchurch flugvallar í Bristol. Þaðan flugu þær á milli Shannon og Lissabon. Í september 1940 voru póstfluttningavélarnar teknar yfir af RAF í flugsveit nr. 271 og notaðar í póstfluttninga milli Prestwich og Reykjavíkur. Báðar eyðilögðust í óhöppum í Reykjavík.
Af hinum fimm er það að segja að ein eyðilagðist við nauðlendingu í Pucklechurch í Glosterskíri í október 1940 og önnur í loftárás Þjóðverja í desember sama ár. Næstu þrjú árin voru hinar notaðar við farþegafluttninga. 1943 hrapaði ein nálagt Shannon flugvelli og hinum tveimar var fljótlega eftir það lagt vegna skorts á varahlutum.
11. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 15. mars 1943.

Warhawk.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: S/N 41-13345 magalendti á Reykjavíkurflugvelli og laskaðist mikið, eftir nánari skoðun var flugvélin dæmd ónýt. Áhöfnin, Carrier, Clyde A. flugmaður slapp ómeiddur. Flugsveitin notaði P-40 flugvélar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.
12. B-24 Liberator, Reykjavíkurflugvöllur 18. júní 1943.
Consolidated B24 Liberator USAF. Atvikið: Hjólastellið féll saman í lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin var rifin og notuð í varahluti. Áhöfnin, 9 flugliðar sluppu óslasaðir. RAF 120 Squadron var staðsett á Íslandi frá 4. september 1942 til 23. mars 1944. 20. apríl 1943 réðist AM919 á kafbát U-258 og sökkti honum. 28. apríl 1943 réðist AM919 á kafbát U-304 og sökkti honum.
13. Hudson, Reykjavíkurflugvöllur 28. maí 1943.

Lockheed Hudson.
Hudson Mk IIIA USAF. Atvikið: Hudson FK742 var að leggja í ferjuflug til Englands. Í flugtaki kemur upp bilun og kviknar í vélinni á flugbrautinni. Áhöfnin og farþegar, 6 menn létust í slysinu. Þeir eru allir jarðsettir í Fossvogskirkjugarði; J B Taylor, G E Hay, A F Laviry, De Woodfield, L C Medhurst og W Tunney sem var á leið heim til að heimsækja veikan föður sinn.
14. Hudson, FK738, Reykjavíkurflugvöllur 30. desember 1941.
Lockheed Hudson Mk II RAF. Atvikið: Í lendingu á Reykjavíkurflugvelli rakst vængur vélarinnar á fluttningabíl. Gert var við skemmdirnar. Áhöfninslapp ómeidd.
Flugsveitin notaði Lockheed Hudson flugvélar á Íslandi frá apríl 1941 með hléum fram í janúar 1944.
15. P-39 Airacobra, Reykjavíkflugvöllur 18. nóvember 1942.

Bell.
Bell P-39D Airacobra USAAF. Atvikið: Flugvélin P-39 S/N 41-6835 nauðlendir á Reykjavíkurflugvelli þegar eldur kemur upp í hreyflinum. Í P-39 flugvélum er hreyfillinn staðsettur aftan við sæti flugmannsins og tengist loftskrúfan með öxli sem liggur undir sæti flugmannsins. Nefhjól vélarinnar gaf sig og olli verulegum skemmdum á flugvélinni sem var dæmd ónýt. Áhöfnin, Redman, Harold W. flugmann sakaði ekki.
16. B-24 Liberator, Reykjavíkurflugvöllur 9. janúar 1943.

B-24.
B-24 Liberator GR RAF. Atvikið: Flugvélin s/n AM921 var í farþegaflutningum frá Reykjavík. Stuttu eftir flugtak kveiknaði eldur í hreyfli # 3. Flugvélin sneri við til Reykjavíkur og í lendingu datt hreyfill #3 niður og skemmdi hægra hjólastellið. Hjólastellið féll saman og flugvélin stöðvaðist á malarbing. Í skrokk vélarinnar framan við vængina logaði eldur. Flugvélin eyðilagðist. Áhöfnin † er jarðsett í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Flutsveitin notaði Liberator flugvélar á Íslandi frá 4. september 1942 til 23. mars 1944. 8. deseber 1941 sökti AM921 kafbátnum U-254, 18. október 1942 gerði AM921 árás á kafbátinn U-258 og 8. desember 1942 sökti AM921 kafbátnum U-611.
17. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur (3) 16. janúar 1942.

Warhawk.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: P 40 Reykjavík. Óhapp í flugtaki, vélin eyðilagðist. Áhöfnin, Myers, Robert W. slapp.
18. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur (2) 5. janúar 1942.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Óhapp í lendingu, flugvélin skall í jörðina. Skemmdir minniháttar. Áhöfnin, Trabucco, Thomas F. slapp.
19. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 5. janúar 1942.
P-40 Warhawk. Atvikið: Óhapp í lendingu, vélin skall í jörðina og eyðilagðist. Áhöfnin, Steeves, Jerome I. slapp.
20. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 1. febrúar 1944.
Curtiss P-40K Warhawk USAAF. Atvikið: Óhapp í lendingu, minniháttar skemmdir á flugvélinni. (Gert var við vélina í Reykjavík). Vélin var send til USA 5. september 1944 og dæmd ónýt 28. nóvember 1944. Áhöfnin, Scettler, John D., slapp ómeidd. Flugsveitin notaði P-40 flugvélar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.
21. Ventura, Reykjavíkurflugvöllur 2. október 1943.

Ventura.
Lockheed PV-1 Ventura USAAF. Atvikið: BUNO 36487 var í flugtaki í æfingaflug. Vélinni hlektist á. Nákvæmari upplýsingar ekki til staðar. Áhöfnin slapp án meiðsla; Streeper, Harold P. Warnagris, T.W. Duenn, S.D. Wood og T. Ragan. Flugsveitin notaði PV-1 Ventura vélar á Íslandi frá 23. ágúst 1943 til 18. desember 1943 undir stjórn FAW 7 (Fleet Air Wing 7).
22. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 30. apríl 1942.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: William B. Reed flugmaður var að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Vélin varð fyrir minniháttar skemmdum í lendingu. Gert var við vélina. Áhöfnin, William B. Reed flugm., slapp ómeiddur. Flugsveitin notaði P-40 vélar frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945
23. P-39 Airacobra. Reykjavíkurflugvöllur 12. ágúst 1942.

P-39.
P-39 Airacobra S/N 40-3021 USAAF. Atvikið: Vélarbilun í flugtaki á Reykjavíkurflugvellir. Bilunin reyndist ekki alvarleg og var gert við vélina. Áhöfnin, flugmaðurinn John H. Walker slapp. Flugsveitin starfaði á Íslandi frá byrjun árs 1942 fram að 18. mars 1944.
24. P-39 Bell Airacobra, Reykjavíkflugvöllur 7. júlí 1942.
P-39 Airacobra USAAF. Atvikið: Flugvélin gjöreyðilagist í lendingu. Samkvæmt óstaðfestum upplýingum þá gaf sig hjólabúnaður vélarinnar. Áhöfnin, Leroy G. Dickson, slapp lítið meiddur. P-39 Airacobra flugvélar voru í notkun á Íslandi frá snemma árs 1942 til 18. mars 1944.
25. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 16. apríl 1942.

Stearman.
Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: 16. april 1942, Noel, Dana E. var í æfingaflugi á S/N 41-7998. Flugvélin rakst hastarlega í flugbrautina í lendingu og skemmdist talsvert. Gert var við flugvélina í Reykjavík. Þegar USAAF 33. flugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Þegar stríðinu lauk var S/N 41-7997 ein af þessum þremur flugvélum skráð á Íslandi. Einkennisstafir hennar eru TF-KAU. 22. nóvember 2015 var TF-KAU enn skráð á Íslandi. Ekki er vitað um afdrif hinnar Stearman vélarinnar. Áhöfnin, Noel Dana E. slapp án meiðsla.
26. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 12. apríl 1943.

Stearman.
Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: G S Curtis Jr. var í æfingarflugi á Reykjavíkurflugvelli. Í flugtaki rakst vélin harkalega í brautina og skemmdist nokkuð. Gert var við vélina í Reykjavík. Þegar USAAF 33. flugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Þegar stríðinu lauk var S/N 41-7997 ein af þessum þremur flugvélum skráð á Íslandi. Einkennisstafir hennar eru TF-KAU. 22. nóvember 2015 var TF-KAU enn skráð á Íslandi. Áhöfnin, Curtis, G S Jr. slapp án meiðsla.
27. B-24 Liberator, Reykjavíkurflugvöllur 22. júní 1942.
B-24A Liberator USAAF. Atvikið: Ferjuflug frá Bolling, Washington DC til Reykjavíkur. Vélinni hlektist á í lendingu í Reykjavík (machanical failure). Vélin eyðilagðist. Áhöfnin, Tilton, John G. og áhöfn hans slapp án meiðsla.
28. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 20. mars 1943.

Stearman.
Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: James P. Mills var í æfingaflugi. Í flugtaki rakst vélin harkalega í flugbrautina og skemmdist mikið. Flugvélin var dæmd ónýt. Þegar USAAF 33. flugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Áhöfnin, Mills James P., slapp á meiðsla.
29. Douglas Boston, Reykjavíkurflugvöllur 7. nóvember 1944.
Douglas Boston (Havoc) RAF. Atvikið: Í ferjuflugi frá Canada til Englands hlektist BZ549 á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin kom of hratt inn í aðflugi að flugvellinum og var komin vel inn á brautina þegar hún brotlenti. Flugmaðurinn hafði fengið fyrirmæli um að nýta brautina sem best en fór ekki eftir þeim. Áhöfnin, Kenneth David Clarson, lést. Peter Ronald Maitland slasaðist. Clarson er jarðaður í Fossvogskirkjugarði.
30. C-47 Skytrain, Reykjavíkjavíkurflugvöllur 13. desember 1942.

Skytrain.
C 47 Skytrain Dakota USAAF. Atvikið: Flugvélin s/n 41-18514 var í ferjuflugi frá USA til UK með viðkomu í Reykjavík til að taka eldsneyti. Í lendingunni rakst nef flugvélarinnar í flugbrautina og skemmdist lítillega. Áhöfnin, Mandt, William F. og áhöfn hans slapp án áverka.
31. Albatross, Reykjavíkurflugvöllur 11. ágúst 1941.
De Havilland DH.91 Albatross RAF. Atvikið: Flugvélin AX903 (kölluð Faraday) var í vörufluttningum milli Ayr í Skotlandi og Reykjavíkur. 200 mílur suður-austur af Kaldaðarnesflugvelli kom áhöfnin auga á þýskan kafbát. Staðsetning kafbátsins var send til Reykjavíkur. Flugvélin lenti í Reykjavík kl. 20:17. Þegar verið var að færa vélina á flughlað brotnar hægri hjólabúnaður og vélin rekst á Fairy Battle L5547 sem stóð við flugbrautina. AX903 skemmdist mjög mikið og var dæmd ónýt. Fairy Battle L5547 skemmdist lítið og var gert við hana í Reykjavík. Áhöfnin slapp ómeidd.

Albatross.
Aðeins 7 Albatross DH91 voru smíðaðar. Tvær tilraunaútgáfur sem voru útbúnar sem póstfluttningavélar og svo fimm sem farþegavélar fyrir 22 farþega. Farþegaútgáfan var tekin í notkun 2. janúar 1939. Þegar stríðið skall á var öllum 7 Albatross vélunum flogið til Whitchurch flugvallar í Bristol. Þaðan flugu þær á milli Shannon og Lissabon. Í september 1940 voru póstfluttningavélarnar teknar yfir af RAF í flugsveit nr. 271 og notaðar í póstfluttninga milli Prestwich og Reykjavíkur. Báðar eyðilögðust í óhöppum í Reykjavík.
Af hinum fimm er það að segja að ein eyðilagðist við nauðlendingu í Pucklechurch í Glosterskíri í október 1940 og önnur í loftárás Þjóðverja í desember sama ár. Næstu þrjú árin voru hinar notaðar við farþegafluttninga. 1943 hrapaði ein nálagt Shannon flugvelli og hinum tveimar var fljótlega eftir það lagt vegna skorts á varahlutum.
32. B-24 Liberator, Reykjavíkflugvöllur 28. apríl 1944.

B-24.
B-24 Liberator III RAF. Atvikið: Í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli sveigði vélin og lenti á atvinnutæki. Vélin skemmdist mikið og var dæmd ónýt. Áhöfnin bjargaðist.
RAF flugsveit 86 starfaði á Íslandi frá 24. mars 1944 fram í júlí 1944.
33. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 30. ágúst 1941.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Dane E. Novel flugmaður var að koma til baka til Reykjavíkur úr æfingaflugi. Í lendingunni fór hann útaf norður brautarendanum á norður/suður brautinni. Eldur kviknaði í flugvélinni og skemmdist hún verulega og var hún dæmd ónýt. Áhöfnin, Dane E. Novel, slasaðist ekki alvarlega. P-40 Flugvélar voru notaðar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945
Í sjó í Skerjafirði:
Short Sunderland hrapaði í sjó í Skerjafirði, Reykjavík, 10. júlí 1941.

Sunderland.
Short Sunderland Mk1 RAF. Atvikið: Flugvélin var að koma úr eftirlitsflugi og sigldi að bólfæri þegar hún rakst á sker sem ekki sást ofansjávar. Kjölur vélarinnar skemmdist mikið og keyrði flugstjórinn vélina uppí land á fullu afli. Gert var við vélina í Reykjavík af viðgeðarflokki sem kom frá framleiðandanum, Short Brothers Ltd. í Belfast á Norður Írlandi. Flugvélin hafði gælunafnið Ferdinand. Áhöfnin slapp án meiðsla. Flugsveitin notaði 10 Short Sunderland flugbáta í Reykjavík frá 5. apríl 1941 til 13. júlí 1941.
Catalina hafnaði í sjó í Skerjafirði, Reykjavík, 9. desember 1941.
PBY-5A Catalina USN. Atvikið: Nokkrar Catalina flugvélar voru við bólfæri á Skerjafirði þegar suðvestan stormur skall á. Festingar Catalina 73-P-1 slituðu og vélina rak að landi. Á rekinu rakst vélina á annan flugbát 73-P-8. 73-P-1 sökk um 30m frá landi, dæmd ónýt. Skemmdir á Catalina 73-P-8 voru minniháttar. Áhöfnin; vélin var mannlaus. VP-73 Squadron starfaði á Íslandi frá 9. ágúst 1941 fram í október 1942.
Northrop, atvik í flugbátahöfn, Fossvogi, 22. október 1942.

Northrop.
Northrop N-3PB RAF. Atvikið: Sjóflugvélin var að koma úr flutningaflugi og hlekktist á í lendingu á Fossvogi og sökk. Áhöfnin, 3 norskir flugliðar björguðust. Flugsveitin notaði Northrop N-3PB á Íslandi frá 19. maí 1941 til 24. janúar 1943. 12 norskir flugliðar fórust á Íslandi á þessu tímabili og 11 flugvélar eyðilögðust.
Short Sunderland, skemmdist á Skerjafirði, Reykjavík, 10. júlí 1941.
Short Sunderland Mk1 RAF. Atvikið: Flugvélin lá við bólfæri og verið var að setja á hana eldsneyti þegar kviknar í henni og hún brennur og sekkur í Skerjafirði. Gjörónýt. Áhöfnin, engin áhöfn um borð. Flugsveitin notaði 10 Short Sunderland flugbátra í Reykjavík frá 5. apríl 1941 til 13. júlí 1941.
Catalina, hrapaði utan flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli 13. janúar 1943.

Catalina.
Catalina PBY-5A USN. Atvikið: Flugbáturinn hrapaði á flugbrautina stuttu eftir flugtak. Miklar skemmdir urðu á skrokk og vinstri væng vélarinnar. Ekki var hægt að framkvæma varanlegar viðgerðir í Reykjavík né viðgerðir til flugs til USA til meiriháttar viðgerða. Beiðni kom um heimild til að taka flugvélina af flugskrá og taka úr henni öll nýtanleg tæki og búnað. Auk þess var ákveðið að senda væng og skrokk til US með skipi. Áhöfnin slapp án meiðsla. USN VP84 flugsveit notaði PBY-5A flugbáta á Íslandi frá 2. október 1942 til 1. september 1943. Flugsveitin sökkti 6 þýskum kafbátum.
Mosquito, hrapaði utan Reykjavíkurflugvallar 26. apríl 1945.

De Havilland.
De Havilland, DH 98 Mosquito FB Mk 26 RAF. Atvikið: Mosquito KA153, frá Hq Ferry Command RAF (No 45 Atlantic Transport Group), var í ferjuflugi til Englands um Ísland. Af óþekktum ástæðum hrapaði flugvélin rétt áður en hún náði inn á flugbraut um 2 km. frá miðbæ Reykjavíkur. Vélin gjöreyðilagðist. Áhöfnin, F W Clarke fórst.
B-25 Mitchell hrapaði við Flyðrugranda, Reykjavík, 18. desember 1943.

B-25.
B-25 Mitchell II RAF. Atvikið: B-25 Mitchell var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar annar hreyfillinn bilaði og flugvélin snerist til jarðar 2 mílur norðvestur frá Reykjavíkurflugvelli. 25. Júní 1976 var verktkafyrirtæki að byggja nokkur 4 hæða íbúðahús á svæðinu (Flyðrugranda 2 -10). Starfsmenn fundu leifar af flugvél á ca. 2 Metra dýpi í mjög blautu mýrlendi. Nokkrir hlutir úr flugvélinni fundust og fóru til geymslu. Þessir hlutir voru loftskrúfa, hluti af framhluta skrokks válarinnar og vélbyssa. Þessir munir eru allir týndir. Áhöfnin, W.V. Walker, M.H. Ramsey, og A.P. Cann fórust allir í slysinu og eru jarðsettir í Fossvogskirkjugarði, Reykjavík.
B-25 Mitchell hrapaði 50 mílur vestur af Reykjavík 8. nóvember 1943.

B-25.
B-25 Mitchell II RAF. Atvikið: Flugvélin var í ferjuflugi frá Goose Bay til Englands með viðkomu í Reykjavík. Í Englandi átti hún að starfa með DUTCH No. 320 Squadron. Á leiðinni kom upp eldur í flugvélinni og hrapaði hún í hafið 50 mílur vestur af Reykjavík. Áhöfnin, Gay Thomas Record, Canada, flugstjóri, Frederick Avery Beyer, F/O RAAF siglingafræðingur og Owen Geraint Davies, breskur loftskeytamaður, fórust.
P-39 Airacobra hrapaði í Sogamýri, Reykjavík, 18. ágúst 1942.
P-39D Bell Airacobra USAAF. Atvikið: Eldur kom upp í flugvél Lt. Harold L Cobb sem neyddist til að stökkva í fallhlíf úr flugvélinni skammt frá Camp Handley Ridge. Lt. Cobb kom niður nálægt Camp Byton. Flugvélin hrapaði á svæði sem nú er leikvöllur austan við Réttarholtsskóla. Áhöfnin, Lt. Harold L Cobb, komst lífs af. Flugsveitin notaði P-39 flugvélar á Íslandi frá því snemma árs 1942 fram til 9. júní 1945.
P-40 Warhawk hrapaði í sjó norðvestur af Gróttu 24. nóvember 1941.

P-40.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: John G. Patterson var í eftrilitsflugi norðvestur af Gróttu þegar eldur kviknar í hreyfli vélarinnar og hann er neyddur til að nauðlenda á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin verður fyrir minniháttar skemmdum og gert var við hana á Rekjavíkurflugvelli. Áhöfnin, John G Patterson slapp óslasaður. USAAF 33. flugsveit notaði P-40 frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945
P-40 Warhawk hrapaði í sjó ½ mílu nv. af Reykjavík, í Faxaflóa 29. april 1942.
Curtiss P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Óþekktur íslenskur sjómaður bjargaði Lt. Champlain eftir nauðlendingu á sjó. Ástæðan fyrir nauðlendingu var hreyfilbilun og eldur í framhluta flugvélarinnar. Sjómaðurinn var eftir atvikið kallaður „Champlain´s´Hero.“ Lt. Champlain fékk afar slæm brunasár. Hann var sendur með flugvél á Walter Read sjúkrahúsið í Washington D.C. Frásögnin af brunasárum hans og lækningu þeirra var skráð í „Janúar hefti Readers Digest Magazine“ Lt. Chaplain var seinna hækkaður í tign. Lt. Chaplain giftist íslenskri stúlku Aróru Björnsdóttir frá Reykjavík. Þau bjuggu í San Diego Ca. og eignuðust 2 börn. (Áróra var fædd 17. maí 1922 og lést 7. júlí 2019). Áhöfnin, Lieutenant Chaplain, Daniel D, slapp lifandi. P-40 flugvélar voru notaðar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.
P-40 Warhawk féll í sjó vestur af Hafnarfirði, Faxaflóa, 17. apríl 1942.

P-40.
Curtiss P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Íslenskur sjómaður, Tryggvi Gunnarsson varð vitni að hrapinu. Flugvélin fór í sjóinn og sökk samstundis. Tryggvi miðaði staðinn nákvæmlega og var lík flugmannsins slætt upp ásamt flugvél. Ástæða slysins er ekki kunn. Flugvöllur nr. 2 var í byggingu í Keflavík og var opinberlega nefndur „Patterson Field“. Áhöfnin, flugmaðurinn John G Patterson lést. Flugsveitin notaði P-40 vélar á Íslandi frá 6. ágúst til 9. júní 1945.
P-40 Warhawk hrapaði í sjó vestur af Reykjavík 30. október 1943.

P-40 Warhawk.
P-40K, Warhawk USAAF. Atvikið: Flugvélin hrapaði í sjóinn 5 mílur vestur af Reykjavíkurflugvelli. Ástæðu flugsins er ekki getið. Ástæðu hrapsins er ekki getið.
Áhöfnin, Vanvig, Richard J, flugmaður, fórst í slysinu.
Fw 200 Condor fór í sjóinn norðvestur af Gróttu, Faxaflóa, 14. ágúst 1942.
Focke Wulf Fw 200 C-4 Condor. Atvikið: Að morgni 14. ágúst 1942 kom Ofw. Fritz Kuhn flugstjóri á Fw-200 Conder vél upp að suðurströnd Íslands austan við Vík.

Condor.
Kl. 0921 kemur vélin fyrst fram á radar RAF Vík, Fraser CHL. Í fyrstu er hún álitin (friendly aircraft) vinveitt vél þar sem von var á vélum á svæðinu.
Þegar leið á vaknaði grunur um að hér væri óvinavél á ferðinni þar sem hún fylgdi ekki venjulegri aðflugsstefnu að Reykavíkurflugvelli. Kl. 1000 tilkynnir Northrop vél frá 330 flugsveit að um óvinveitta Condor vél sé að ræða. Sem fljúgi í grennd við skipalest 30 mílur suður af Grindavík.

Focke-Wulf Condor.
Staðfesting á að hér væri Fw-200 Condor vél á ferðinni kom ma. frá fleiri radarstöðvum og sjónarvottum. Kl. 1030 kemur fram á radar flugvél 30 mílur vestur af Keflavík (Reykjanesskaga) á norður leið. Vélin beigir síðan til austurs og er um 10 mílur norður af Skagaflös. Radar og eftirlitsstöðvar upplýstu flugstjórn í Reykjavík um Condor vélina. Weltman major var í stjórnstöðinni og rauk út í P-38 Lighting orrustuvél. Á sama tíma eru á flugi Lt. Elza E. Shahan á P-38 vél og Joseph D. Shaffer á P-40. Þeim eru send skilaboð um Conder vélina og stefnu hennar. Weltman kemur fyrstur auga á Condor vélina sem skyndilega breytir um stefnu til austurs. Á fullri ferð spennir Weltman byssur vélar sinnar og þýsku skytturnar eru líka tilbúnar. Weltman nálgast Condorinn og hleypir af, þýsku skytturnar svara. Innan fárra mínútna hitta þýsku skytturnar P-38 vélina og laska vélbyssurnar og svo annan hreyfilinn. Weltman verður að hverfa frá og lendir í Reykjavík. Um þetta leyti, kl. um 1115 hafa Shahan á P-38 og Shaffer á P-40 komð auga á Condor vélina. Þeir gerðu árás og laska einn hreyfil Condorsins.

Condor.
Shahan fer í svo kallaðan „chandelle“ sveig og kemur sér í gott færi við Condorinn, hleypir af byssum vélarinnar og hittir sprengjuhólfin á Condornum. Hann hafði hugsað sér að fljúga undir vélina, en Condorinn springur í tætlur og hann neyðist til að fljúga í gegnum brakið. Fw-200 Condorvélin hrapaði í sjóinn 5 mílur norðvestur af Gróttu. Þetta er talin fyrsti sigurinn í loftbaradaga hjá Bandaríska flughernum í Evrópu í Seinni-heimsstyrjöldinni. Shaffer og Shahan var báðum eignaður sigurinn og voru síðar heiðraðir fyrir afrekið. Einning var P-38 vél Weltmans major fyrsta bandaríska flugvélin sem varð fyrir skotárás þýskrar vélar í Stríðinu. Áhöfnin fórst öll; Fritz Köhn, Philipp Haisch, Ottmar Ebener, Wolfgang Schulze, Artur Wohlleben, Albert Winkelmann og Gunner.
Hudson fór í sjóinn austur af Grindavík 22. nóvember 1943.

Hudson.
Hudson Mk.I UK RAF. Atvikið: Flugvélin hrapaði í sjóinn 9 mílur austur af Grindavík. Vélin var í æfingum með notkun eldflauga. Ástæðu fyrir hrapinu er ekki getið. Áhöfnin, 5 menn vélarinnar fórst. Lík tveggja áhafnarmeðlima fundust nokkrum dögum síðar, R.L. Forrester og D. MacMillan. Flugsveitin starfaði á Íslandi frá 12. apríl 1941 fram í janúar 1944.
B-24 Liberator fór í sjóinn suður af Selvogi 7. febrúar 1945.
B-24M Liberator USAAF. Atvikið: S/N 44-50535 var í ferjuflugi frá Bandaríkjunum til Englands. Vélin fór í loftið í Keflavík kl. 11:15. Tveir bændur á Nesjum voru við vinnu úti við er þeir sáu stóra flugvél koma úr vesturátt og flaug út á sjó en hrapaði í sjóinn um 2 mílur frá landi. Stjórnstöð hersins í Reykjavík var látin vita og stuttu síðar leituðu nokkrar flugvélar svæðið án árangurs. Áhöfnin, David G Koch og áhöfn hans fórust í slysinu. B-24M útgáfan var síðast útgáfan af Liberator vélinni. Samtals voru 19.256 vélar smíðaðar og 2.593 flugu aðeins frá verksmiðju til niðurrifs.
Junkers Ju 88 hrapaði í sjóinn í Hvalfirði, Faxaflóa, 27. október 1942.

Junkers Ju 88.
Junkers Ju 88 D-5, A6+RH 430001Junkers Ju 88. Atvikið: Flugvélin var í myndatöku og njósnaflugi yfir Íslandi. Af ástæðum sem ekki eru kunnar nauðlenti flugvélin á sjó í Hvalfirði og sökk. Nánari staðsetning er óþekkt. Áhöfnin, 3 menn, létust allir; Gerhard Skuballa †, Uwe Gåoddecke † og Herbert Fischer †.
Meira verður fjallað um flugvélaflök á Meeks- og Pattersonflugvelli.
Sjá meira um flugvélaflök utan flugvalla á Reykjanesskaga HÉR. Einnig innan flugvalla I HÉR.
Heimildir:
-https://www.stridsminjar.is/is/
-Friðþór Eydal.

Reykjavíkurflugvöllur.