Entries by Ómar

Gengu fram á óþekktar minjar – Óli Kristján Ármannsson

Í Fréttablaðinu árið 2012 er umfjöllun;  “Gengu fram á óþekktar minjar“, eftir  Óla Kristján Ármannsson. Fjallað er um minjar í og við Eldvörp ofan Grindavíkur. “Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, fornleifafræðingur og áhugamaður um náttúru og menjar á Reykjanesi, telur að mannvistarleyfar í Eldvarpahrauni við Grindavík kunni að vera enn eldri en talið er. Í félagi […]

Aldargömul Íslandslýsing

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1954 má lesa eftirfarandi um hraunin við Herdísarvík og Krýsuvík undir fyrirsögninni “Aldargömul Íslandslýsing“. “Hinn 25. ág. 1838 skrifaði Jónas Hallgrímsson stjórn Bókmenntafjelagsins í kaupmannahöfn og stakk upp á því að fjelagið kysi nefnd manna til þess “að safna öllum fáanlegum skýrslum, fornum og nýjum, sem lýsi Íslandi eða einstökum hjeruðum […]

Úr sögu Arnarhóls – Árni Óla

Arni Óla skrifar í Lesbók Morgunblaðsins árið 1958 um “Úr sögu Arnarhóls“: “Nú er byrjað að grafa upp gömlu traðirnar í Arnarhólstúni. Er því ekki úr vegi að rifja upp gamlar minningar frá þessum stað. Arnarhóls er fyrst getið í Landnámu, ekki sem jarðar, heldur sem örnefnis. Ingólfur Arnarson varpaði öndvegissúlum sínum fyrir borð, er […]

Öskjuhlíð – margþætt útivistarperla

Í Morgunblaðinu árið 1997 er fjallað um “Öskjuhlíð – margþætta útivistarperlu“: Öskjuhlíðin er ein meginprýði Reykjavíkur, en samt mun staðreynd að tvö orð munu öðrum fremur koma upp í huga margra er nafnið ber á góma: Perlan og ólifnaður. Það er mikil einföldun, því Öskjuhlíðin er ein glæsilegasta útivistarperla höfuðborgarbúa, auk þess að vera lifandi […]

Trölladyngjur – Ólafur Jónsson

Ólafur Jónsson skrifaði um “Trölladyngjur” í Náttúrufræðinginn árið 1941. Trölladyngjur eru tvær á landinu, önnur norðan Vatnajökuls og hin ofan Vatnsleysustrandar. Hér er grein Ólafs lítillega stytt: “Íslenzkir annálar og árbækur geta 6 sinnum eldgosa í Trölladyngjum, en þar sem fjöll með þessu nafni eru tvö á landi hér, annað í Ódáðahrauni, hitt á Reykjanesskaga, […]

Klofasteinn – Klofningssteinar – Kaupmannsklettur

Eftirfarandi umfjöllun er dæmi um hversu litla virðingu nútímafólkið ber fyrir fortíðinni. Á einum mannsaldri hafa sögulegar minjar verið nánast afmáðar, ýmist vegna vanþekkingar og/eða hugsunarleysis: Í “Fornleifaskrá Kópavogs – Endurskoðuð”, skráð af Bjarna F. Einarssyni 2019 segir m.a. um landamerkjasteininn Klofastein: Klofasteinn vestri “Vestan í malarstíg, um 14 m N af Fossvogslæk. Innan skógræktargirðingar […]

Búrfell – Sigurður Sigurðsson

Búrfell eru 39 talsins, nokkuð há stapafjöll með klettum ofantil. En hvers vegna heita öll þessi fjöll á landinu “Búrfell”? Búrfell landsins eru mörg og finnast um allt land. Að auki eru fjölmörg örnefni dregin af því, nefna má ár, dali, flóa, drög, heiðar, hraun, hyrnur, hálsa og margt fleira. Einnig bera níu bæir nafnið. […]

Sel í fornum ritum

Í “Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fórnu og nýju“, er kafli eftir Finn Jónsson undir yfirskriftinni “Bæjarnöfn á Íslandi”. Þar fjallar hann m.a. um hugtökin “sel” og “stekk“: “sel merkir sumardvalarstað, helst á heiðum eða við fjöll uppi, þar sem ær og kýr eru hafðar á beit og með málnytuna farið, eins […]

Plöntum, vökvum rein við rein… – Garðar Þorsteinsson

Hörður Zóphaníasson tók viðtal við formann Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er birtist í Alþýðublaði Hafnarfjarðar, jólablaðinu, árið 1964 undir fyrrisögninni “Plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann“: “Jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar hafði hug á að kynna fyrir lesendum sínum Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og heimsótti því formann félagsins, séra Garðar Þorsteinsson, og lagði fyrir hann ýmsar spurningar um skógræktarstarfið. […]

Ögmundar- og Katlahraun – Aðrar dimmuborgir

Í Dagblaðinu Vísir, helgarblaði árið 1983 er fjallað um Ögmundar- og Katlahraun undir fyrirsögninni “Aðrar dimmuborgir” og undirsögninni “svipast um á skrítnum slóðum í Ögmundarhrauni við Grindavík“. “Suðurhluti Reykjanesskaga er ekki í alfaraleið. Þjóðbrautin liggur tugi kílómetra frá, og því hefur svo verið lengi að fáir ferðamenn hafa lagt leið sína til þessa landshluta. Það […]