Entries by Ómar

Ræningjastígur – sel – Ræningjadys

Í Gráskinnu segir af “Tyrkjum á leið vestur með landi, utarlega á móts við Krýsuvíkurberg, í svonefndri Hælsvík. Þar upp af er stígur, nefndur Ræningjastígur, en nokkru vestar eru seltættur gamlar”. Tyrkir lágu í logni á víkinni. Þrír af þeim drápu tvo kvenmenn, er þeir gengu á land, en þær voru í selinu. En á […]

Kútter Esther bjargaði 38 sjómönnum úr Grindavík

Þann 24. mars 1916 varð mörgum Grindvíkingum eftirminnilegur. Þann dag réru öll skip, 24 að tölu, til fiskjar, flest með 11 mönnum á. Grindvíkingar kölluðu fleytur sínar skip. Flest skipin voru tírónir áttæringar, þ.e. þar var búið að bæta við þóftu á skipið og gátu þá tíu menn setið undir árum og formaurinn sat aftur […]

Giftusamleg björgun – Kútter Fríða

Laugardaginn 11. mars 1911 voru sjö opnir róðrabátar á sjó frá Grindavík. Alls voru 58 manns um borð, blómi manna í fámennu byggðarlagi. Flestir bátanna voru áttæringar en nokkrir með 10-12 í áhöfn. Veðrið í grindavík var gott þegar bátarnir fóru í róður en veðurútlit ótryggt. Því réru þeir í styttra lagi þennan dag. Á […]

Reykjanes(skaga)fólkvangur – fortíð, nútíð og framtíð?

Reykjanesfólkvangur hefur verið með kennitöluna 581280-0419 og póstfang að Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík í tæplega hálfa öld. Fulltrúar Reykjavíkur áttu á sínum tíma frumkvæði að stofnun fólkvangsins. Nú virðist ætla að verða breyting þar á. Þann 19. apríl 2024 birtist frétt í Fjarðarfréttum undir fyrirsögninni; “Sveitarfélög á leið út úr samstarfi um Reykjanesfólkvang“. Þar segir […]

Reykjanesfólkvangur – Auðlind við bæjarmörkin

Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor í líffræði við Kennaraháskóla Íslands og formaður stjórnar Reykjanesfólkvangs 2002-20, skrifaði grein í Náttúrufræðinginn árið 2006 undir yfirskriftinni “Reykjanesfólkvangur – Auðlind við bæjarmörkin”: “Reykjanesfólkvangur var auglýstur sem friðland þegar hann var stofnaður fyrir rúmum 30 árum. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að taka frá land þar sem landsmenn, og þá einkum […]

Kálfatjörn og nágrenni í fylgd Ólafs Erlendssonar

Farið var í fylgd Ólafs Erlendssonar, 87 ára, um Kálfatjarnarland. Ólafur er fæddur í Tíðargerði, sem er skammt vestan við túngarðinn á Kálfatjörn, en ólst upp á Kálfatjörn og þar bjó systir hans, Herdísi, til 78 ára aldurs, eða þangað til íbúðarhúsið brann fyrir nokkrum árum. Ólafur sagðist vel muna eftir Flekkuvíkurselinu. Þangað hefði hann […]

Selvogur

Farið var í Selvoginn. Gengið var að flaki vélbátsins Varðar sem liggur í stórgrýtisurð skammt fyrir austan Selvogsvita. Bátinn rak upp í brimi árið 1956 og fórust allir sem um borð voru, fimm menn. Flakið er illa farið en stefnishlutinn, með lúkarnum, er eftir og nokkuð þarna frá er afturdekkið, skreytt með ryðguðu dráttarspili. Þátttakendur […]

Búrfellshraun – aldur II

Á Vísindavef HÍ var spurt: “Hvaðan kemur hraunið sem liggur yfir Hafnarfirði og að hluta til Garðabæ, og kom það allt úr sama gosi?” Svarið var: “Fyrir um 8000 árum varð eldgos sem myndaði eldborgina Búrfell fyrir sunnan Hafnarfjörð og þaðan runnu í því gosi hraunin sem sýnd eru á meðfylgjandi korti. Í heild sinni […]

Vindheimar, Blómsturvellir, Dalbær og Hamrar við Húsatóftir

Í bókinni “Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók“, sem gefin var út árið 1975, skrifuð af Gísla Brynjólfssyni, má lesa eftirfarandi um horfnu þurrabúðirnar í landi Húsatófta; Vindheima, Blómsturvalla, Dalbæjar og Hamra: Vindheimar Það var árið 1911, að Árni Jónsson á Húsatóftum seldi Magnúsi syni sínum í hendur þriðjunginn af sínum patri í Tóftum. Á einum […]

Helgafell við Kaldárbotna

Eftirfarandi grein birtist í Mbl 4. febrúar árið 2001. “Helgafell í landi Hafnarfjarðar lætur frekar lítið yfir sér, en upp á það eru nokkrar skemmtilegar gönguleiðir. Útsýnið af því kom einnig Regínu Hreinsdóttur á óvart. VIÐ hefjum gönguna við vatnsból Hafnfirðinga í Kaldárbotnum. Nokkrar skemmtilegar uppgönguleiðir eru á Helgafellið bæði að sunnan- og norðanverðu. Auðveldast […]