Entries by

Reykjaneskagi – P.E. Kristian Kålund

Kristian Kaalund eða Kristian Kålund, fullu nafni Peter Erasmus Kristian Kaalund (19. ágúst 1844 – 4. júlí 1919) var danskur textafræðingur, lengst af bókavörður við Árnasafn (Den Arnamagnæanske Samling) í Kaupmannahöfn. Kristian Kaalund fæddist í Søllested á Lálandi. Foreldrar hans voru Caspar Ernst Kaalund (1806–1853), sóknarprestur í Søllested, og kona hans Anna Helene Riedewaldt (1817–1888). […]

Gos á Reykjanesskaga – sagan fram að þessu

Það hefur varla farið framhjá nokkrum að öflug og stöðug jarðskjálftarhrina hefur gengið yfir sunnanverðan Reykjanesskagann að undanförnu (skrifað 5. mars 2021). Í Fréttablaðinu 04.03.2021 (í gær) mátti lesa eftirfarandi: Gosspenna á Reykjanesskaga Óróapúls og kvikuhlaup á Reykjanesskaganum í gær bentu til að von væri á eldgosi á svæðinu á næstu dögum. Jarðeðlisfræðingur sem Fréttablaðið […]

Trölladyngja og nágrenni – Þorvaldur Thoroddsen

Í Andvara 1884 er hluti Ferðabókar Þorvaldar Thoroddsonar þar sem segir frá „Ferðum á Suðurlandi sumarið 1883“. En fyrst svolítið um höfundinn: „Þorvaldur Thoroddsen er fyrsti Íslendingurinn sem lagði jarðfræði fyrir sig í námi og starfi. Hann varð heimsfrægur fyrir rannsóknir sínar á jarðrænni gerð Íslands og þeim ferlum sem þar eru virk. Hann er […]

Eldfjöllin – Árni Óla

Árni Óla skrifaði um „Heiðina og Eldfjöllin“ umleikis Keili í bók sinni „Strönd og Vogar“. „Vatnsleysuströnd hefir ekki af mörgum fjöllum að státa, en þau eru þeim mun merkilegri. Þar er Keilir og þar er Vesturháls eða Trölladyngjur, einhverjar merkustu eldstöðvar hér á landi. Guðmundur G. Bárðarson jarðfræðingur, sem manna mest hefir rannsakað Reykjanesskaga, taldi […]

Keilir og nágrenni – Sesselja Guðmundsdóttir

Sesselja Guðmundsdóttir skrifar um Keili og nágrenni í bók hennar um „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins)“. Rétt er að rifja upp að gefnum ástæðum, nú þegar það allt virðist vera að fara á hvolf, a.m.k. skv. umfjöllun fjölmiðla að undanförnu, þrátt fyrir aðrar slíkar þar í gegnum aldirnar. Starfsfólk Veðurstofunnar virðist hafa fengið […]

Örnefni með ströndinni frá Básendum suður um Ósabotna og Hafnir og allt suður að Skarfasetri á Reykjanesi – Jón Thorarenssen

Í Faxa 1984 fjallar Jón Thorarenssen um „Örnefni með ströndinni frá Básendum suður um Ósabotna og Hafnir og allt suður að Skarfasetri á Reykjanesi“. „Árbók Ferðafélags Íslands 1984 er helguð Reykjanesskaganum vestan Selvogsgötu og mun þá átt við Selvogsgötu í Hafnarfirði. Áður fyrr höfðu Selvogsbúar mikil verslunarviðskipti í Hafnarfirði og munu hafa komið af Selvogsheiði […]

Gálgahraun og Eskineseyrar – Ólafur Þorvaldsson

Í Lesbók Morgunblaðsins 1952 fjallar Ólafur Þorvaldsson um „Gálgahraun og Eskineseyrar“. „Í LESBÓK Morgunblaðsins, 31. tbl., skrifar Árni Óla blaðamaður grein, sem hann nefnir Gálgahraun. Greinin er hin fróðlegasta, svo sem vænta mátti úr þeirri átt. Þar lýsir höfundur vel og glögglega þessum afvikna stað, Gálgahrauni, legu þess, margbreyttri náttúrusmíð, gróðri og fuglalífi. Einnig rekur […]

Gamlar leiðir

Upphafið Götur mynduðust hér á landi allt frá fyrstu fótatíð manna og búfénaðar. Enn í dag er stundum erfitt að greina á milli hvaða götur voru notaðar af hverjum, hvenær og í hvaða tilgangi.  Sumar götur, sem áður voru gengnar, eru nú horfnar, margar má enn greina og enn aðrar hafa verið endurheimtar. Á löngu tímabili […]

Vetrarferð – Sigurður Greipsson

Í Skinnfaxa 1931 segir Sigurður Greipsson frá „Vetraferð“ hans og félaga hans frá Biskupstungum til Reykjavíkur. „Það hefði varla talizt frásagnarvert fyrir tveimur áratugum, að ungir, frískir menn færu gangandi austan úr Biskupstungum, um Mosfellsheiði til Reykjavikur, þótt um hávetur væri. Þá var það venja, að flestir karlmenn, sem gátu komizt að heiman um lengri […]

Ferðasaga í Selvog – Sigrún Gísladóttir

Í Emblu, 1. tbl. 01.01.1946, er Ferðasaga Sigrúnar Gísladóttur frá Reykjavík í Selvog: „Þegar ég var telpa austur á Eyrarbakka, heyrði ég oft sjómenn tala um, að þeir ætluðu áð skreppa út í Vog, það er Selvog, rétt eins og við börnin skruppum milli liúsa. Hafði ég því á tilfinningunni, að þetta væri afar auðvelt. […]