Entries by

Vífilsfell

Þeir Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson fjölluðu um Vífilsfell í Fréttablaðinu árið 2020 undir fyrirsögninni „Gáð til veðurs á Vífilsfelli„: „Eitt tignarlegasta fjall í nágrenni Reykjavíkur er Vífilsfell (655 m) en margir líta á það sem nyrsta hnjúk Bláfjalla. Fjallsins er getið í Landnámu þar sem sagt er frá Vífli, sem ásamt Karla var […]

Selfoss – sérstæðir hraunbollar

Á skilti neðan við brúna yfir Ölfusá að sunnanverðu má lesa um „Sérstæða hraunbolla“: „Á syðri bakka Ölfusár, nálægt stöplum brúarinnar, eru sérstæðar jarðmyndanir. Þetta eru hringlaga hraunbollar, um 1-2 metrar í þvermál og nálægt hálfum metra á dýpt. Hér er líklega um að ræða fara eftir stórar grasfylltar loftbólur sem stigu upp í bráðnu […]

Jóra í Jórukleyf – Þjóðsögur Jóns Árnasonar

Í „Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum“ er safnað hefir Jón Árnason og gefin voru út í Leipzig 1862 segir af „Jóru í Jórukleyf“: Jóra í Jórukleyf – (Eptir sögn manna í Árnessýslu og Gullbringusýslu) „Jórun hét stúlka ein; hún var bóndadóttir einhverstaðar úr Sandvíkurhrepp í Flóanum; úng var hún og efnileg, en heldur þókti hún skapstór. […]

Hengill; fjallbáknið við Hellisheiði – Þorsteinn Jósepsson

Í Vísi 1966 fjallar Þorsteinn Jósepsson um „Hengil – fjallbáknið við Hellisheiði“: „Um það bil 30 kílómetra í austur frá Reykjavík rís fjallsbákn mikið upp frá Hellisheiði og svæðunum þar í kring. Það heitir Hengill, en Henglafjöll er oft einu nafni nefndur fjallaklasinn sem umlykur það, að meira eða minna leyti á þrjá vegu. Hæsta […]

Jarðsaga Íslands í boði Náttúrufræðistofnunar Íslands

Vefsíða Náttúrufræðistofnunar Íslands lýsir jarðsögunni með eftirfarandi hætti: „Jörðin myndaðist ásamt öðrum reikistjörnum sólkerfisins fyrir um 4,6 milljörðum ára. Ystu lög jarðar mynda fleka sem reka til og frá. Á úthafshryggjum þar sem flekar reka hver frá öðrum myndast ný úthafsskorpa og við eyjaboga eyðist hún. Í fellingafjöllum krumpast skorpan saman og lyftist. Fjöllin rofna […]

Ásláksstaðahverfi á Vatnsleysuströnd

Í bókinni „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi“ lýsir Guðmundur Björgvin Jónsson (1913-1998) Ásláksstaðahverfi: Atlagerði (rústir) Atlagerði er í landi Ásláksstaða sem er móðurjörð þessa hverfis. Bærinn markaði upphaf Gerðistanga, en á þeim tanga stendur Gerðistangaviti, sem áður hét Atlagerðisviti. Vestan við Gerðistanga er Álasund eða Álfasund. Um þessar nafngiftir hefur verið meiningarmunur, en Narfakotsbræður, sem […]

Hlíð í Selvogi – minjar

Í Örnefnalýsingu fyrir Hlíð (höfundur ónafngreindur) segir m.a.: „Hlíð var fyrr góðbýli og landnámsjörð í Selvogi. Var hún um aldaraðir eign Strandarkirkju og er það enn. Jörðin hefur verið í eyði nú um 60 ára skeið. Þar eru nú rústir einar. Bærinn stóð á Bæjarhól eða lágum hrygg, er lá fram í Hlíðarvatn. Hlíðartún er […]

Þingvellir; Hrafnabjörg og Litla-Hrauntún

Hér á eftir verður fjallað um meint bæjarstaði Hrafnabjarga og Litla-Hrauntúns í Þingvallahrauni. Ýmsar fræðilegar skýringar hafa komið fram á hvorutveggja í gegnum tíðina, bæði frá sjálfskipuðum lærðum með skírskotun til „fræðigreina“ sem og bara forvitnum um landsins hagi í gegnum tíðina. Að þessu sinni lögðu FERLIRsfélagar land undir fót frá Sleðaási, skoðuðu selsminjar Litla-Hrauntúns […]

Konungskoman 1907 – Örn H. Bjarnason

Björn H. Bjarnason fjallar í hugi.is um gamlar götur og komu Friðriks VIII Danakonungs hingað til lands árið 1907: Inngangur „Í byrjun ágúst árið 1907 hefði verið vandalaust að feta sig slóð Friðriks 8. og 200 manna fylgdarliðs hans. Fyrst var riðið á Þingvöll, svo austur að Laugarvatni, að Geysi og Gullfossi, yfir Hvítá á […]

„Þú skalt Stafur heita og nesið Stafnes“

Í Faxa 1993 er sagt frá gamalli sögn um Stafnes undir fyrirsögninni „Þú skalt Stafur heita og nesið Stafnes“: „Mælt er, að til forna hafi verið 24 hjáleigur og tómthús á Stafnesstorfunni. Taldi Jón Jónsson hreppstjóri frá Fuglavík, sem síðast bjó í Glaumbæ við Stafnes, mjög glöggur maður og fróður um margt, upp 14 af […]