Entries by Ómar

Stóru-Vogar – skilti

Við Stóru-Voga í Vogum, milli Sæmundarnefs og Eyrarkotsbakka, er upplýsingaskilti. Á skiltinu er eftirfarandi texti: Fornt höfuðbýli Höfuðbýlið Stóru-Vogar mun hafa verið landnámsjörð Kvíguvogar. Þar var hálfkirkja, líklega fram til siðaskipta. Ekert sést til hennar í dag en mannabein sem fundust í bæjarhólnum að vestanverðu þykja benda til þess að þar hafi staðið kirkja og […]

Undir Vogastapa – skilti

Í Vogum, ofan við innri Vogavíkina, er upplýsingaskilti um Hólmabúðir og Gullkistuna. Á því má lesa eftirfarandi texta: Hólmabúðir og Gullkistan Í Hólmanum hefur eflaust verið veiðistöð um margar aldir en saga þeirrar útgerðar er glötuð. Frá um 1830 þekkja menn hins vegar söguna þegar verstöðin Hólmabúðir rísa. Þá risu hin svokölluðu “anleggshús” sem menn […]

Rölt að rústum á Reykjanesskaga – Sigurður Bogi Sævarsson

Í Morgunblaðið 19. ágúst 2021 skrifar Sigurður Bogi Sævarsson um “Rölt að rústum á Reykjanesskaga“: “Minjar! Hrundar borgir og veröld sem var. Yfirgefnir staðir við Straumsvík og víðar segja miklar sögur. Kapella við Straumsvík, Staðarborg á Vatnsleysuströnd og Selatangar vestan við Grindavík. Þrír staðir suður með sjó eru hér til frásagnar, minjar frá fyrri tíð […]

Hafnir – skilti

Við kirkjugarðsvegg Kirkjuvosgkirkju að vestanverðu er skilti. Á því er Höfnum og kirkjum byggðalagsins þar lýst í máli og myndum: Hafnir Elstu ritheimild um byggð í Höfnum er að finna í landnámu þar sem greint er frá því að Ingólfur Arnarson hafi gefið Herjólfi Bárðarsyni, frænda sínum og fóstbróður, land á milli Vágs og reykjaness. […]

Hellanöfn síðustu ára – tilurð nafngifta – Björn Hróarsson

Í Lesbók Morgunblaðsins 1990 fjallar Björn Hróarsson um “Hellanöfn síðustu ára – tilurð nafngifta”: Á síðustu árum hefur hellafræði skotið rótum á Íslandi. Íslendingar hafa eignast sína fyrstu hellafræðinga og til er Hellarannsóknafélag Íslands. Þessi áhugi hefur leitt til þess að fundist hafa fjölmargir nýir hellar og mörg ný hellanöfn litið dagsins ljós. Hellanöfn síðustu […]

Kvika og hraun

Á Vísindavef HÍ er fjallað um myndun kviku og mótun hrauns: “Bergkvika (kvika, bergbráð, bráð – e. magma) er blanda af bráðnu bergi og gufum, sem ættuð er úr iðrum jarðar. Við storknun kvikunnar skiljast gosgufurnar úr henni, en við storknun bráðarinnar verður til storkuberg. (Þorleifur Einarsson: Jarðfræði). Í einfölduðu máli þá notum við orðið […]

Tóftin á Flóðahjalla – Þorkell Jóhannsson og Óttar Kjartansson

Í Morgunblaðinu, blaði B, 2002, fjalla Þorkell Jóhannsson og Óttar Kjartansson um “Tóftina á Flóðahjalla og horfna tíð í Urriðakoti“: “Ný tegund tófta hér á landi eru leifar mannvirkja vegna hernáms Íslands 1940 og síðari dvalar hers í landinu. Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson kynntu sér tóft þessarar gerðar sem er í Setbergslandi, á Flóðahjalla, […]

Þjófnaður á verðandi fornminjum?…

Hér á eftir, líkt og svo margsinnis fyrrum,  verður fjallað um meintan “þjófnað” á tilteknum minningarmörkum stríðsáranna á Reykjanesskaga. Fjallað verður sérstaklega um einn staðinn af öðrum fjölmörgum, og það að gefnu tilefni. Lög um minjavernd árið 2012 virðast hafa verið samþykkt af mikilli skammsýni. Am.k. var ekki í þeim hugað að mikilvægum fornleifum framtíðarinnar. […]

Þingvallaför 1907 – Dr. Louis Westerna Sambon

Í Eimreiðinni árið 1922 er grein eftir Dr. Louis Westerna Sambon um Þingvallaför hans: Dr. Louis Westenra Sambon fæddist á Ítalíu (1871?), af frönskum, ítölskum, enskum og dönskum ættum. Faðir hans var franskur í föðurætt, en ítalskur í móðurætt. Móðir hans var ensk, skyld skáldinu Charles Dickens og komin af hinum fræga danska siglingamanni, Vitus […]

Ásfjall, hernámið – skotbyrgi

Í dagrenningu föstudaginn 10. maí árið 1940 hélt bresk flotadeild inn á Sundin við Reykjavík. Flotadeildin samanstóð af fjórum skipum, beitiskipunum Berwick og Glasgow, og tundurspillunum Fortune og Fearless. Um borð í skipunum voru hundruð breskra hermanna, gráir fyrir járnum, tilbúnir til að hernema Ísland. Þetta átti eftir að verða einn örlagaríkasti dagur í sögu […]