Entries by Ómar

Karmelklaustrið í Hafnarfirði

Eftirfarandi frásögn er úrdráttur úr Riti krossins eftir systir Veroniku sem var karmelnunna í Hafnarfirði, síðar Hollandi: Hugmynd að klaustrinu vaknaði 1929. Sögu Karmelklaustursins á Íslandi má rekja til ársins 1929. Á því ári voru haldin hér á landi mikil hátíðarhöld vegna vígsludómkirkju Krists konungs á Landakoti. Montforteprestar önnuðust trúboð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi á […]

Reykjanesskaginn – einstök útivistarperla

Nútíminn hefur vaxandi áhuga á umhverfi og umhverfisvernd, útivist og ódýrri heilsueflingu, ekki síst nú á tímum hækkandi eldsneytisverðs og kröfu um ráðdeild. En hvað með söguna, varðveislu og nýtingu hinna áþreifanlegu minja? Á Reykjanesskaganum býr yfir helmingur Íslendinga, á einu fjölbreyttasta útivistarsvæði landsins, en jafnframt því vannýttasta. Á svæðinu er mikill fjöldi sögulegra minja er […]

Hettuvegur – Smérbrekkustígur

Gengið var um forna stíga, götur og vegi á Sveifluhálsi. Allmörg örnefni eru tengd þessum leiðum yfir og eftir hálsinum. Til nýjunga verður hins vegar að teljast nýlega merktur og stikaður Hettuvegur frá Ketilsstíg inn á Smérbrekkustíg og Krýsuvíkurleið um Rauðuskriðu. Ekki er vitað til þess að þessi leið hafi verið farin áður en hún  […]

Reykjanes – jarðfræði

Reykjanesskaginn er yngsti hluti Íslands en mjög eldbrunninn; um 2.000 ferkm að flatarmáli. 5-6 eldstöðvakerfi eru talin vera á skaganum eftir því hvort Hengilskerfið er talið með eða ekki.  Hér er það ekki talið með því landfræðilega er miðja Hengilskerfisins fyrir utan Reykjanesskagann og að auki er Hengillinn mjög ólíkur öðrum eldstöðvakerfum á skaganum. Þessi […]

Garðar og Garðastekkur

Skv. Örnefnaskrá 1964 lá Garðagata „frá Garðahliði norður holtið hjá Prestahól í Stekkinn„, þ.e. Garðastekk og við hana hefur Götuhóll eða Göthóll e.t.v. verið kenndur, „klapparhóll litlu norðar en Prestahóll, rétt við Garðagötu“. Framhald virðist vera af götunni um 100 m norðan við stekkinn, á móts við núverandi Garðaholtsveg, en þar liggur skv. Fornleifakönnun 1999 […]

Fjárskjól á Reykjanesskaga.

Fjárskjól eru fjölmörg á Reykjanesskaganum (u.þ.b. 85 talsins). Um er að ræða leifar fyrri búskaparhátta þegar féð var önnur af tveimur stoðum samfélagsins. Hin var útræðið. Enn má sjá minjar fjárskjólanna, sem flestum hverjum var komið fyrir í náttúrulegum hraunskútum, -hellum og/eða -rásum, þar sem vænta mátti skjóls fyrir fé, allt eftir árstíðum sem og […]

„Hraunið“ – falin skógræktarperla í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar.

Kristbjörg Ágústsdóttir skrifaði um skógræktina í Brunntorfum (Brundtorfum/Brunatorfum) í Skógræktarritið árið 2012: „Um miðbik síðustu aldar hófu fjórir menn að gróðursetja tré í hrjóstrugu hrauni suður af Hafnarfirði. Skógrækt ríkisins átti landið en taldi ekki miklar líkur á því að þar gæti risið skógur. Í dag er þarna stór og mikill sjálfbær skógur, sambland náttúrulegs […]

Landvinningar á Reykjanesi.

Í Þjóðviljanum helgina 23.-24. ágúst 1980 var viðtal við Björn Þorsteinsson undir fyrirsögninni „Landvinningar á Reykjanesi“ um unaðsreiti og löglausan sauðfjárbúskap: „Reykjanesskaginn hefur jafnan búið yfir mestu aðdráttarafli allra héraða á Íslandi. Björn Þorsteinsson prófessor hefur um áratugaskeið stundað skógrækt í Straumsheiðinni ásamt nokkrum öðrum áhugamönnum um landgræðslu. Þar heitir í Straumsseli. Björn telur Reykjanesskagann […]

Brennisteinsminjar í Krýsuvík

FERLIR hefur um árabil upplýst um mögulegar minjar brennisteinsnáms í Krýsuvík með vísan til skráðra heimilda um slíkt allt frá því á 18. öld. Svörun viðkomandi stofnana eða einstaklinga hefur hingað til engin verið. Í óvæntri umfjöllun um löngu fyrrum uppljóstrun um efnið í Grindavík mátti lesa eftirfarandi;  „Þetta kemur mér mjög á óvart og […]

Reykjanesstrandið mikla og Jamestown.

Í Ægi árið 1930 er m.a. fjallað um „Reykjanesstrandið mikla“ utan við Valahnúksmöl á Reykjanesi og „Stóra strand“ Jamestown við Hvalvík utan við Ósa, gegnt Höfnum: „Hr. hreppstjóri Ólafur Ketilsson á Óslandi í Höfnum: hefur sent »Ægi« ágæta grein um skipströnd þar syðra. Með því hér er um langt mál að ræða, en rúm í […]