Entries by Ómar

Róið frá Klöpp – Ágúst Lárusson

Eftirfarandi frásögn Ágústs Lárussonar var lesin í Útvarpinu, “Man ég það sem löngu leið” (rás 1) 4. júní 2023 – á fæðingadegi Árna Guðmundssonar frá Klöpp í Grindavík (var áður á dagskrá 19. febrúar 1985). Ágúst Lárusson var frá Kötluholti við Hólm, kenndur við afa sinn. Þorsteinn Matthíasson les frásögnina, sem hann skrásetti. Ágúst fæddist […]

Grindavíkurskipið

Grindvíkingar hafa í seinni tíð verið duglegir að farga fortíð sinni á áramótabrennum. Má þar t.d. nefna gömlu árabátanna eftir að notkun þeirra var hætt. Nú hafa nokkrir samviskubitnir afkomendur, “Hollvinir áttæringsins, látið smíða endurgerð af gömlum tírónum áttæringi með Grindavíkurlagi að tilstuðlan bátasmiða frá Reykhólum og komið honum fyrir utan Kvikuna (fyrrum Saltfiskssetursins) í […]

Teigur – Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir

Í skýrslu um “Húsakönnun í Þorkötlustaðahverfi: Verndarsvæði í byggð” frá árinu 2018 eru teknar saman upplýsingar um hús í hverfinu. Um sambyggðu húsin Klöpp og Teig segir: “Teigur var byggt 1934. Fyrstu eigendur voru Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir. Um er að ræða metnaðarfullt steinsteypuhús frá fyrri hluta 20. aldar. Það er lítið breytt og […]

Smiðjur

“Fornmenn lögðu einnig mikla stund á smíðar, og mun lítið hafa verið flutt af smíði til landsins í fornöld, nema helst vopn og ef til vill skrautgripir. Járnið unnu fornmenn sjálfir úr mýrarmálmi, og var nefnt rauði og rauðablástr. Dró Rauða-Björn nafn sitt af því, að hann blés fyrstur mann rauða á Íslandi. Skallagrímur var […]

Þorbjarnarstaðir – örnefni

Hér verður vitnað í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um Þorbjarnarstaði í Hraunum og nágrenni. Hún var upphaflega skráð af Gísla á sjöunda áratugnum eftir Ástvaldi Þorkelssyni frá Þorbjarnarstöðum, Gísla Guðjónssyni frá Hlíð, Magnúsi Guðjónssyni frá Stóra-Lambhaga og Gústaf Brynjólfssyni frá Eyðikoti. Einnig studdist hann við gömul landamerkjabréf.    3. júní 1978 fóru sr. Bjarni Sigurðsson og […]

Mannvirki, mannskapur, mannlíf og verklag í seljum

Selstöðvar voru tímabundnar nytjastöðvar frá einstökum bæjum. Á Reykjanesskaganum má enn sjá leifar af yfir 400 slíkum. Mannvirki í seljum á Reykjanesskaganum, auk húsanna, eru hlaðnir stekkir og kvíar, nálægar réttir, fjárskjól með hleðslum fyrir og í, hlaðnar fjárborgir eða –byrgi, manngerðir brunnar og vatnsstæði, hlaðnir nátthagar og vörður, ýmist við selgöturnar eða selin sjálf. […]

Búahellir

Í Kjalnesingasögu segir frá Búa, sem hélt til í helli í Laugargnípu. Í viðræðum við Harald Jónsson í Varmadal fékkst staðfest að hellirinn væri til, nefndur Búahellir. Hellirinn er ofarlega í Búa (Laugargnípu) og erfitt að komast upp í hann. Sjálfur hafi hann einu sinni reynt að klifra þangað upp en í upphafi skal endirinn […]

Lambafellsklofi – Trölladyngja – Sog – Sogasel – Höskuldarvellir

Gengið var um Lambafellsklofa og Trölladyngju. Lambafellsklofi er stundum nefndur Lambagjá í Lambafelli. Um er að ræða sprungu, sem myndast hefur eftir misgengi um mitt fellið. Gjáin er nokkuð há og gaman að ganga um hana. Gengið er inn í gjána að norðanverðu og síðan liggur leiðin upp á við í suðurendanum. Ofar má sjá […]

Ketilsstígur – Hrauntungustígur

Gengið var um Ketilsstíg frá Seltúni, yfir Sveifluháls með norðanverðu Arnarvatni, niður Ketilinn, eftir Móhálsadal, austur fyrir Hrútafell, niður í Hrúthólma ofan við Mávahlíðar, austur fyrir Mávahlíðahnúka, um Sauðabrekkur vestan Hrútargjárdyngju og niður í Brunntorfur þar sem endað var við gamalt fjárskjól frá Þorbjarnastöðum. Í leiðinni var komið við í hraunæð vestan Hrútargjár og kíkt […]

Herkampar við Hólm og Geitháls

Í nágrenni við Hólm og Geitháls ofan Reykjavíkur voru nokkur braggahverfi á stríðsárunum, s.s. Camp Swansea, Camp Phinney, Geitháls Dump, Camp Aberdeen, Camp Buller, Camp Columbus Dump, Camp White Heather, Camp Arnold, Camp Clapham og Camp Omskeyri, auk Camp Tinker í Rauðhólum. Enn í dag má sjá ummerki eftir veru hermanna á þessum slóðum þótt […]