Entries by Ómar

Ölfus – Bæir og nokkrar merkar minjar II

Í „Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla III“ má m.a. lesa eftirfarandi um bæi, s.s. Núpa, Eystri-Þurá, Ytri-Þurá, Þóroddsstaði, Riftún, Bakka, Hjalla, Læk, Bjarnastaði, Þorgrímsstaði, Krók og Gerðakot, og nokkra merka staði í ofanverðu Ölfusi: Núpar (býli) “Jarðardýrleiki xxx og so tíundast fjórum tíundum.” JÁM II, 420. 30 hdr. 1847. JJ, 75. Landnáma: „Álfur […]

Ölfus – Bæir og nokkrar merkar minjar I

Í „Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla I“ má m.a. lesa eftirfarandi um bæi, s.s. Efri- og Ytri-Grímslæk, Breiðbólstað, Vindheima, Litlaland, Hlíðarenda, Nes, Bjarnastaði, Þorkelsstaði, Eimu, Strönd, Vogsósa, Hlíð og Stakkavík, og nokkra merka staði í Selvogi og neðanverðu Ölfusi ofan Þorlákshafnar: Efri-Grímslækur (býli) 1847: Bændaeign, 5 hdr. JJ, 76. 1542: Getið í kaupbréfi. […]

Garðahverfi – bæir og nokkrar merkar minjar

Í Fornleifaskráningu Garðahverfis 2002 má m.a. lesa eftirfarandi um bæi, s.s. Háteig, Hlíð, Hlíðarbúð, Garða, Garðhús, Garðabúð, Óskarsbúð, Pálshús, Dysjar, Dysjakot, Katrínarkot, Hausastaði, Hausastaðakot, Krók, Krókskot, Götu, Holt, Móakot, Höll, Hól og nokkrar merkar minjar: Garðahverfi Örnefnaskrá frá 1864 segir: “ Garðaland: Svo var í eina tíð allt land Garðastaða kallað. Bæði það sem var […]

Álftanes – Bæir og nokkrir merkir staðir

Í Fornleifaskráningu á Álftanesi, á Miðsvæði og Suðurnesi og á Norðursvæði er getið um bæi og merkar minjar. Hér á eftir er þeirra helstu getið. Skógtjörn (býli) Jörðin Skógtjörn er fyrst nefnd í Þórðar sögu kakala í Sturlungu: ,,Gaf Þórður til staðarins í Skálaholti Skógtjörn á Álftanesi fyrir sál föður síns og móður.“ Þetta á […]

Landnám Ingólfs

Í ritinu „Landnám Ingólfs – Nýtt safn til sögu þess“, I. bindi, skrifar Björn Þorsteinsson m.a. eftirfarandi um Landnám Ingólfs. Ritun Landnámu Ari fróði setti saman Íslendingabók snemma á 12. öld, en hún er höfuðritheimild um atburði hér norður frá fyrir 1100; „Ísland byggðist fyrst úr Noregi á dögum Haralds hins hárfagra Hálfdánarsonar hins svarta […]

Grindarvík – merkar minjar

Árið 2001 var gerð svæðaskráning um „Menningarminjar í Grindavíkurkaupsstað“. Hér er getið um sumt það, sem fram kemur í skýrslunni um gömlu bæina og merkar minjar. Krýsuvík Kirkjustaður. Samkvæmt Landnámu nam Þórir haustmyrkr Selvog og Krýsuvík. ÍF I, 392-393. 1275; Krýsuvík og Skálholt eiga hálfan allan reka undir fuglabergi í landi Strandakirkju í Selvogi. 1284: […]

Járngerðarstaðahverfi – bæir og nokkrar merkar minjar

Árið 2001 var gerð fornleifaskráning um, „Járngerðarstaði og hjáleigur“. Hér er getið um sumt það, sem fram kemur í skýrslunni um gömlu bæina og merkar minjar. Járngerðarstaðir Landnámsmenn í Grindavíkurhreppi voru tveir: Molda-Gnúpur Hrólfsson, er nam Grindavík, og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson, er nam Selvog og Krýsuvík. Gnúpur þessi fór til Íslands fyrir víga sakir og […]

Staðarhverfi – bæir og nokkrar merkar minjar

Árið 199 var gerð rannsóknar skýrsla um „Fornleifar Staðarhverfi“. Hér er getið um sumt það, sem fram kemur í skýrslunni um gömlu bæina og merkar minjar. Staður Árið 1964 fór Staður með öllu í eyði og þar með Staðarhverfið. Elsta heimild sem varðveist hefur um húsakost á Stað, er „Reikningur kirkjunnar og Staðarins í Grindavík“, […]

Þórkötlustaðahverfi – bæir og nokkrar merkar minjar

Árið 2018 var gerð skýrsla um „fornleifar í Þórkötlustaðahverfi – verndarsvæði í byggð“. Hér er getið um sumt það, sem fram kemur í skýrslunni um gömlu bæina og merkar minjar. Þorkötlustaðir Um 1270 er Þórkötlustaða getið í rekaskrá Skálholtsstaðar þar sem Þórkötlustaðir eiga fjórðung af hvalreka milli Valagnúpa og Rangagjögurs á móti Staðastöðum, Járngerðarstöðum og […]

Kjós – byggðasaga

Í „Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III“ frá árinu 2012 er m.a. fjallað um „Byggðasögu Kjósarhrepps“. Byggðasaga Kjósarhrepps Kjósarhreppur er í sunnanverðum Hvalfirði. Hreppurinn nær frá Miðdalsá og norðurhlíðum Esju í suðri, að suðurbakka Botnsár í Botnsdal í Hvalfjarðarbotni, Hvalfells og Hvalvatns í norðri. Að austan marka svo fjöllin Hlíðar, Kjölur, Leggjabrjótur og Botnssúlur skil á milli […]