Entries by Ómar

Hafnarfjörður – ágæti

Hafnarfjörður á einkar fallega og fjölbreytilega landskosti. Í bænum sjálfum eru bæði sögulegir staðir og minjar, sem varðveittar hafa verið, bæði meðvitað og ómeðvitað. Má í því sambandi nefna letursteinana á Hvaleyrarhöfða, garðana ofan við Langeyri, fiskireitinn uppi á Hrauni, stekkinn í Stekkjarhrauni, fjárskjólið utan í Gráhellu í Gráhelluhrauni og fjárborgina á Höfða við Kaldársel. […]

Hafnarfjörður – upphaf og verslun

Hafnarfjörður skerst inn úr sunnaverðum Faxaflóa, og eru takmörk fjarðarins Hvaleyrarhöfði að sunnan, en Bali eða Dysjar að norðan. Hafnarfjarðar er fyrst getið í Hauksbókartexta Landnámu, en þar segir svo um brottför Hrafna-Flóka og förunauta hans frá Íslandi: “Þeim beit eigi fyrir Reykjanes, og sleit frá þeim bátinn og á Herjólf, – hann kom í […]

Setbergsholt – Urriðakot – Lambatangi – refagildra

Gengið var yfir Setbergsholtið og um norðanvert Urriðavatn. Gamli Setbergsbærin er vestan í holtinu. Enn má sjá tóftir hans og garða. Burstirnar hafa snúið á móti vestri, niður að Hamarskotslæk með útsýni yfir Hafnarfjörð. Hlöðnu vörslugarðanir standa margir hverjir enn þrátt fyrir umsvifin á golfvelli Setbergsmanna. Komið var við á Galdraprestshól, en hóllinn stendur fast […]

Fagradalsfjall

Gengið var vestur Drykkjarsteinsdal norðan Slögu, upp Brattháls undir Lyngbrekkum og beygt áleiðis til norðurs austan hans. Þaðan var gangið upp á Langahrygg og skoðað flugvélaflak, sem þar er efst í öxlinni. Gengið var áfram til norðurs að Stóra-Hrút, haldið til vesturs sunnan hans, í átt að Geldingadal. Horft var niður í dalinn og síðan […]

Hvaleyri – Hvaleyrarhöfði – Sveinskot – Vesturkot

Gengið var um Hvaleyri við Hafnarfjörð, út á Hvaleyrarhöfða og staðnæmst við Flókaklöpp. Þá var gengið að þeim stöðum á höfðanum þar sem gömlu kotin höfðu staðið. Sveinskot var á túninu ofan við Herjólfshöfn, Halldórskot skammt norðvestar og Vesturkot vestar. Golfklúbburinn Keilir fékk síðasta íbúðarhúsið að Vesturkoti undir golfskálann fyrst eftir að byrjað var á […]

Hafnarfjörður raflýstur – Jóhannes Reykdal

Fyrsta rafstöðin til rafmagnsframleiðslu fyrir bæjarfélag var reist í Hafnarfirði. Í fyrstu var einungis um ljósarafmagn að ræða. Sá, sem stöðina reisti, var Jóhannes Jóhannesson Reykdal og var hún reist við Hörðuvelli í Hafnarfirði. Jóhannes reisti rafstöðina einn og óstuddur og sá um rekstur hennar til ársins 1909 þegar Hafnafjarðarbær keypti rafstöðina og bætti við […]

Jóhannes Reykdal – Frumkvöðullinn sem lýsti upp Hafnarfjörð

Eftirfarandi umfjöllun um brautryðjandann Jóhannes Reykdal er eftir Albert J. Kristinsson: “Jóhannes Reykdal varð goðsögn í lifanda lífi. Hann fæddist að Vallakoti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 18. janúar árið 1874. Tvítugur að aldri hóf hann trésmíðanám hjá Snorra Jónssyni trésmíðameistara á Akureyri og fjórum árum síðar silgdi hann til Kaupmannahafnar til frekara trésmíðanáms.Eftir þriggja ára […]

Helgafell – Valahnúkar – Húsfell – Búrfell

Farin var fjögurra fjalla för ofan Hafnarfjarðar. Lagt var stað frá Kaldárseli og gengin S-slóðin á Helgafell. Þetta er langeinfaldasta og þægilegasta gönguleiðin á fellið, sem æ fleirum virðist vera orðin kunn. Haldið var niður að að norðanverðu og gengið að tröllunum þremur á Valahnúk. Þau böðuðu sig í sólinni og ekki var laust við […]

Hausastaðir – Hausastaðaskóli

Jörðin Hausastaðir liggur á sjávarbakkanum yst eða vestast í Garðahreppi, þar sem Álftanesið hefur sig út í flóann. Þar er afleíðandi land mót suðri, lágur ás til norðurs, og inn til norðausturs hæðardrög og holt, en til vesturs opinn flóinn, og sér suður um ströndina allt til Garðskaga. Þar var útræði. Þessi staður var valinn […]

Dýrtíðarvinnan 1918

Gísli Sigurðsson ritaði eftirfarandi grein um vegagerð í nágrenni Hafnarfjarðar í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar 1966: “Árið 1918 gekk í garð með almennu atvinnuleysi hér í Hafnarfirði og eins í Reykjavík. Hverjir það voru, sem forgöngu höfðu í því, að leitað var til ríkisstjórnar um atvinnumál, veit ég ekki, en tel þó, að það hafi verið […]