Entries by Ómar

Kaldárssel – skilti

Við affall Kaldár í Kaldárbotnum er skilti; „Kaldárssel í 100 ár (1925-2025)„. Á því er eftirfarandi upplýsingar: „Sumarbúðirnar í Kaldárseli eiga sér fallega sögu sem spannar rúma öld. Eftir messu í Bessastaðakirkju á annan hvítasunnudag 1921 var haldinn KFUM-fundur þar sem stofnaður var sumarbústaðarsjóður. Félagsmenn úr Hafnarfirði lögðu þá fram 100 krónur í sjóðinn og […]

Ófeigskirkja nýtur vafans – Ragnheiður Traustadóttir

Ragnheiður Traustadóttir skrifaði grein í Árbók Hins íslenska forleifafélags árið 2010 undir fyrirsögninni „Ófeigskirkja nýtur vafans„. Á þeim tíma var fyrirhuguð lagnings nýs Álftanesvegar í gegnum Garðahraun, sem ranglega var af sumum nefnt „Gálgahraun“. Gálgahraun er norðan Garðahrauns, utan framkvæmdarsvæðisins. Eitt af því sem andstæðingar vegarlagningarinnar bentu m.a. á að nefndur meintur álfasteinsstandur, „Ófeigskirkja“, myndi […]

Ari fróði Þorgilsson og Íslendingabók – Halldór Hermannsson

Halldór Hermannsson (1931-2009) skrifaði í Skírni árið 1948 um „Ara Þorgilsson fróða“ og Íslendingabók: „Einn merkasti maður, sem Ísland hefur alið, er Ari Þorgilsson. Ari fæddist, líklega á Helgafelli, árið 1067 (eða 1068) og lést árið 9. nóvember 1148. Hann var vel ættaður. Langafi hans var Þorkell Eyjólfsson og langamma Guðrún Ósvífursdóttir, sem fræg er […]

Ísland hefur enga forsögu – Kristján Eldjárn

Í Tímariti Máls og menningar árið 1966 er viðtal við Kristján Eldjárn, þáverandi þjóðminjavörð, undir fyrirsögninni „Ísland hefur enga forsögu„: „Kristján Eldjárn er löngu þjóðkunnur. Hann fæddist 6. des. 1916 að Tjöm í Svarfaðardal, lauk stúdentsprófi á Akureyri 1936, stundaði nám í fornleifafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn 1936—39, kenndi við Menntaskólann á Akureyri 1939—41, lauk […]

Íslenskar fornleifar: Fórnarlömb sagnahyggjunnar? – Bjarni F. Einarsson

Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur, skrifaði grein í Skírni árið 1994 undir yfirskriftinni „Íslenskar fornleifar – Fórnarlömb sagnahyggjunnar?„: „Frá því að Íslendingar fóru að gefa fornleifum gaum að einhverju marki í lok síðustu aldar og í byrjun þessarar, hafa þeir jafnan talið að þær væru bæði fáar og fátæklegar og harla ómerkilegar fyrir vitneskju okkar um […]

Hvað er stekkjarvegur langur? – Orri Vésteinsson

Í Archaeologia Islandica 1998 spyr Orri Vésteinsson m.a. um „Hvað er stekkjarvegur langur?„: „Allt frá því fyrir 1980 hefur töluverð umræða verið um það meðal fornleifafræðinga og safnamanna að nauðsynlegt sé að gera gangskör að því að skrá fornleifar á Íslandi. Skráningin snýst fyrst og fremst um að þær upplýsingar sem safnað er hafi eitthvert […]

Landamerki

Í fornum lögum og ritum um Landamerki og Landamerkjabækur er kveðið á mikilvægi bæði staðfestingar slíkra merkja sem og skrár um mögulegar tilfærslur þeirra. Skylt var við sölu fyrrum að ganga á merki um land, skóga, engjar, reka, veiði og afrétti, ef til væru, og öll auðæfi (þ.e. ítök eða gæði), sem landinu ætti að […]

Gamlar skógræktargirðingar í óskilum

Í „Lögum um skógrækt“ 1955 er m.a. fjallað um girðingar tengdri skógrækt. Í lögunum er því miður meiri áhersla lögð á skyldur en ábendingar til hlutaðeigandi, s.s. v/ skyldur vegfarenda, bann við aðgengi o.s.frv. Í 17. gr. segir: “ Komist sauðfé eða geitfé inn á skógræktarsvæði, sem girt er löggirðingu, má umsjónarmaður skógræktarsvæðisins taka féð […]

Um gildi fornleifa og ritheimilda? – Helgi Þorláksson

Helgi Þorláksson skrifaði grein í tímaritið Sögu árið 2013 undir yfirskriftinni „Deila um gildi fornleifa og ritheimilda?„. Greinin sem slík er lítt merkileg þrátt fyrir tilefnið, en þess merkilegri þrátt fyrir vangavelturnar um öll merkilegheitin þar sem léttvæg álitamál sagnfræðinnar og fornleifafræðinnar mætast á prentsvertunni. Sumir sagnfornfræðingar eru viðkvæmari en aðrir þegar að gagnrýni kemur: […]

Munað og gleymt – Varðveisla landamerkja á Reykjanesi

Í B.A.-ritgerð Bryndísar Súsönnu Þórhallsdóttur, „Munað og gleymt – Varðveisla landamerkja á Reykjanesi“ í fornleifafræði frá árinu 2021 segir m.a. um efnið [hafa ber í huga að hér er verið að fjalla um landamerkri á vestanverðum Reykjanesskaga, en ekki á Reykjanesinu sem slíku, enda er það einungis smábleðill á fyrrum landamerkjum Hafnahrepps og Grindavíkur]: Saga […]