Entries by

Hvaleyri – sögulegt yfirlit

 Í „Fornleifaskráning í landi Hvaleyrar, 2005“ segir m.a. um sögu Hvaleyrar: „Hér er stiklað á stóru í sögu Hvaleyrar. Heimildir um nafnið Hvaleyri er að finna allt frá Hauksbók Landnámu frá því að Hrafna-Flóki fann hval á eyri einni og kallaði það Hvaleyri. Í Landnámu er síðan sagt frá að bróðursonur Ingólfs hafi numið land […]

Grindavík – Svavar Árnason

Í Faxa 1977 fjallar Svavar Árnason um Grindavík undir yfirskriftinni „Landkostir rýrir en stutt á fengsæl fiskimið“. „Alþingi veitti Grindavík kaupstaðarréttindi með lögum nr. 18, 10. apríl 1974. Grindavíkurkaupstaður er því með alira yngstu kaupstöðum landsins. Saga hans er að vonum ærið stutt og naumast annálsverð enn sem komið er, en Grindavíkurhreppur, sem er eðliiegur […]

Hafnarfjarðarhöfn fyrrum

Byggð í Hafnarfirði varð til í kringum sjósókn, verslun og siglingar, enda þótti skipalægi sérlega gott í firðinum alla tíð. Bærinn varð snemma á öldum einn helsti verslunar- og hafnarbær landsins og á tímabili var Hafnarfjörður aðal verslunarhöfn á landinu. Byggðin stóð við sjóinn og mestallt mannlíf í bænum byggðist á virkni í kringum höfnina. […]

Krýsuvíkurkirkja – sagan

Talið er að bændakirkja hafi risið í Krýsuvík á fyrstu áratugum eftir kristnitöku. Er hún því samkvæmt heimildum ein elsta bændakirkja landsins, en bændakirkja er kirkja, sem taldist eign bónda, þ.e. bóndi eða einhver einstaklingur átti a.m.k. helming jarðarinnar, sem kirkjan stóð á, og fékk tekjur kirkjunnar, en annaðist viðhald hennar og rekstur. Hann var […]

Flekaskil og flekamót

Samkvæmt jarðfræðikenningum þá þrýstast Evrasíu- og Norður- Ameríkuflekarnir hvor frá öðrum á Reykjanesi. Plötuskilin afmarkast af gosreinum, gjám og gígaröðum sem liggja frá Reykjanesi og norðaustur um land. Segja má að Reykjaneshryggurinn (Mið-Atlantshafshryggurinn) „gangi“ á land á Reykjanesi en með honum liggja skil þessara tveggja fleka. Ísland skiptist þannig milli tveggja jarðskorpufleka. Austurhluti landsins tilheyrir […]

Möttull jarðar

Möttull jarðar og möttulstrókurinn sá, sem Ísland byggir tilvist sína á, hlýtur að vera okkur Íslendingum sérstaklega áhugaverður. Við, sem eintaklingar, erum lítilmótlegir andspænis mikilfengleikanum. Á Vísindavef HÍ má lesa eftirfarandi um möttul jarðar: Spurningin var: „Hvað viðheldur þeim mikla hita sem er í möttli jarðar í gegnum alla jarðsöguna og hvaðan kemur allt það […]

Dyngjur

Í Wikipedia er fjallað um dyngjur: Dyngja er breitt, aflíðandi og keilulaga eldfjall sem myndast í langvinnu eldgosi á hringlaga gosopi. Dyngjugos eru svo kölluð flæðigos þar sem hraunið er þunnfljótandi og flæðir langar leiðir. Eldvirkni í dyngjum getur varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Útlit fjallsins Dyngjur eru auðþekktar, þær líkjast skál eða […]

Forn eldvörp í Selhrauni – Jón Jónsson

Í Náttúrufræðingnum 1965 má lesa um „Forn eldvörp í Selhrauni“ eftir Jón Jónsson, jarðfræðing. „Ekki alllangt sunnan við Straum í Garðahreppi og skammt vestan við Kapelluhraun eru forn eldvörp. Þar hefur Vegagerð ríkisins tekið rauðamöl til ofaníburðar í vegi, og það er mest þeirri starfsemi að þakka, að hægt er nú að fullyrða að hér […]

Ás – letursteinn

Letursteinn er við bæinn Ás ofan Hafnarfjarðar, fyrrum Garðahreppi. Steinninn er við fyrrum brunninn í bæjarlæknum skammt sunnan við bæjarstæðið. Þar við er nú hlaðin bogadregin steinbrú. Á letursteininn eru höggnar tvær myndir af ásum og sveigður kross ofar. Á tvær hliðar hans er höggvið rúnaletur, óskiljanlengt. FERLIR hefur reynt að leita uppruna steinsins. Hann […]

Fagradalsfjall og Slaga – Jón Jónsson

Í Morgunblaðinu 1991 fjallar Jón Jónsson, jarðfræðingur m.a. um Fagradalsfjall og Slögu ofan Ísólfsskála. „Næstkomandi sunnudag verður farinn þriðji áfangi raðgöngu Ferðafélagsins um gosbeltið suðvestanlands. Brottför verður frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin, kl. 10.30 og 13. Hér á eftir er stiklað á stóru í jarðfræði þess svæðis sem farið verður um. Sé gengið frá Bláa lóninu austur […]