Entries by Ómar

Landnám á Reykjanessskaga

Hér verður fjallað um „Landnám á Reykjanessskaga“ út frá upplýsingum teknum saman af Óbyggðanefnd árið 2004 vegna úrskurðar nefndarinnar í málum Grindavíkur og Vatnsleysustrandar. Landnámabók getur ýmissa manna, sem námu land á þessu svæði. Fyrstur landnámsmanna var Ingólfur Arnarson: „En Ingólfr nam land milli Ölfusár ok Hvalfjarðar fyrir útan Brynjudalsá, milli ok Öxarár, ok öll […]

Aukinn áhugi á verndun Reykjanesskagans…

Reykjanesskaginn býr yfir einstakri fjölbreytni og fegurð, sem nauðsynlegt er að varðveita í nútíð og framtíð. Þrátt fyrir næsta nágrenni við þéttbýlasta svæði landsins, býður svæðið ferðamanninum upp á töfra öræfakyrrðar. Á það ekki síst við dalina norður af Ísólfsskála, hálsana er ganga þvert á skagann, hverasvæðin í Krýsuvík, ósnert Brennisteinsfjöllin fjölmarga hraunhella sem og […]

Breiðagerði á Vatnsleysuströnd

Breiðagerði var bær á Vatnsleysutrönd. FERLIR knúði dyra á Breiðagerði 17, bústað Hólmgríms Rósenbergssonar, f: 1956 í Ormalóni á Sléttu. Gengið var í framhaldinu um bæjarstæði Breiðagerðis, en minjum á svæðinu hefur mikið verið raskað á tiltölulega skömmum tíma. T.d. hirtu starfsmenn Voga gamla bátaspilið ofan Breiðagerðisvarar og fleira í tiltekt fyrir nokkrum árum. Afraksturinn […]

Löggarðar

Leó M. Jónsson í Höfnum vakti athygli á eftirfarandi varðandi garðleifar og löggarða: „Ég var að skoða betur hleðslurnar (garðaleifarnar) við Kirkjuhöfn og Sandhöfn í sumar en þær eru að miklu leyti sokknar í sand. Var að pæla í því hvað menn hefðu haft sem viðmið við þessar hleðslur því það vekur athygli manns að […]

Dómhringir á Álftanesi

„Í Fornleifaskráninu fyrir Garðahverfi er m.a. getið tveggja dómhringja; á Hausastöðum og við Garða. Um dómhringinn á Hausastöðum segir: „Í Fornleifaskýrslu séra Markúsar Magnússonar árið 1820 segir: „Dómhringar (afmörkuð svæði þar sem dómar voru kveðnir upp). Merki sjást til eins slíks á jörð Garðakirkju, Hausastöðum, gömlum þingstað; hann er kringlóttur, um 30 faðmar að ummáli, en […]

Sagnakvöld II – Útgerð og útvegsmenn fyrrum á Vatnsleysuströnd

Eftirfarandi er úr erindi Viktors Guðmundssonar, leiðsögumanns, á sagnakvöldi í Kálfatjarnarkirkju þann 19. janúar 2006. „Um miðja 19. öld breyttist útgerð í Vogum og á Vatnsleysuströnd. Áður höfðu þar nær eingöngu verið smáfleytur, tveggja manna för en nú koma stærri skip, sexæringar og áttæringar til sögunar. Þeir sem eignuðust þessi skip fóru að græða á […]

Hausastaðir – Hausastaðaskóli

Jörðin Hausastaðir liggur á sjávarbakkanum yst eða vestast í Garðahreppi, þar sem Álftanesið hefur sig út í flóann. Þar er af leiðandi land mót suðri, lágur ás til norðurs, og inn til norðausturs hæðardrög og holt, en til vesturs opinn flóinn, og sér suður um ströndina allt til Garðskaga. Þar var útræði. Þessi staður var […]

Hausastaðaskóli I

„Í Fornleifaskráningu Garðahverfis má sjá eftirfarandi upplýsingar um Hausastaðaskóla á Álftanesi (Garðahreppi): „Skv. Örnefnaskrá 1964 (A163/B156) og Örnefnalýsingu 1976 (bls. 10) stóð Hausastaðaskóli eða Thorkiliisjóðsskólinn áður í Húsagarði (190-4) í austanverðu Hausastaðatúni. Fyrir andlát sitt 1759 gaf Jón Þorkelsson Thorchillius, skólameistari í Skálholti, eigur sínar til skólahalds í Kjalarnesþingi. Skóli var ekki stofnaður strax en […]

Runki (Runólfur Runólfsson)

Í bókinni „Miðillinn Hafsteinn Björnsson“ fjallar Elínborg Lárusdóttir um aðkomu Runólfs Runólfssonar (Runka). Þar segir m.a.: „Veturinn 1937-1938 hefir Hafsteinn fasta fundi hjá Einari H. Kvaran. Vera tók þá að birtast. Þegar spurt er, hver þarna sé, er svarað: Eg heiti Jón Jónsson eða Maður Mannsson, eða ykkur varðar andskotann ekkert um, hvað ég heiti. […]

Runki og Steini

Fyrr á öldum varð fólk úti milli bæja á Miðnesi og Miðnesheiði. Fræg er sagan af Runólfi Runólfssyni húsmanni úr Klapparkoti er í þá tíð nefndist Kólga. Hann varð úti milli Landakots í Sandgerðishverfi og heimilis síns í Flankastaðahverfi aðfaranótt 17. október 1879. Hafði Runólfur komið að Landakoti skömmu fyrir hátt á heimleið úr Keflavík. […]