Entries by Ómar

Þorbjörn – Þjófagjá – Lágafell – Illahraun – Svartsengi

Gengið var vegslóðann upp á Þorbjörn (Þorbjarnarfell). Þegar upp var komið mátti sjá leifar af byggingum hernámsliðsins í Seinni heimsstyrjöldunni; Camp Vail. Grunnar og sökklar húsa, götur og stígar eru í aðalgígnum. Gengið var suður með eystra missgenginu og beygt til vesturs áður en komið var að hæðinni. Hliðinni var fylgt áfram til vesturs, yfir […]

Fljóðahjalli og nágrenni

Í Morgunblaðinu árið 2002 birtist grein undir fyrirsögninni „Tóftin á Flóðahjalla og horfin tíð í Urriðakoti“. Greinin var skrifuð af Þorkeli Jóhannessyni og Óttari Kjartanssyni. Hér birtist hluti hennar: „Ný tegund tófta hér á landi er leifar mannvirkja vegna hernáms Íslands 1940 og síðari dvalar hers í landinu. Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson kynntu sér […]

Lambafellshraun (Leitarhraun) – 4 op

Spáð var mikilli vætu, en FERLIR hafði náð að semja um þokkalegt veður á svæðinu. Einn FERLIRsfélagi, sem var að skoða leiðir nálægt Ólafsskarðsvegi nýlega, hafði rekist á fjögur op, sem skoða þurfti niður í. Undirniðrið var ókannað. Gengið var ásamt félögum úr HERFÍ frá mælimastrinu við Þrengslaveginn um Lambafellshraun (Leitarhraun) til að skoða þetta […]

Úr Ferðabók Eggerts og Bjarna

Hér kemur svolítil, en forvitnileg lýsing, úr Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um Reykjanesið 1752-1757: -Sunnan við Reykjanes er Grindavíkurhöfn, en Bátsandar, sem farmenn kalla Bátssanda, fyrir norðan. -Sagt er að nykur sé í ýmsum stöðuvötnum. En þetta er allt of alvanalegt, og höfum við áður skýrt skoðun okkar á því efni. -Grænavatn er […]

Grindavík – áhugaverðir staðir

Áhugasömum og leitandi er hér með upplýstar um helsta ágæti Grindavíkur. Bærinn hefur upp á fjölmargt að bjóða. Sagan er svo til við hvert fótmál og minjar allsstaðar. Saga jarðfræðinnar (tiltölulega nýleg landssköpun) er hvergi eins áberandi og útivistar- og gönguleiðir með þeim fjölbreyttustu á öllu landinu. Áhugaverðir staðir eru allt umhverfis og í bænum. […]

Reykjanesviti – staðsetning?

„Vangaveltur hafa verið um nafn fellsins sem núverandi Reykjanesviti stendur á: -1752-7. Ferðabók Eggerts og Bjarna: “ . . . en þrjú lítil leirfjöll skera sig þó mjög úr umhverfinu. Þau heita Hverhólmar, Írafell og Vatnsfell. Í því er dálítið vatn í dýjaveitum, sem safnast þar saman af snjó- og regnvatni, . . . „ […]

Grindavíkurstríðið 1532 – I. hluti

Eftirfarandi lýsing var hraðskrifuð upp á námskeiði er Jón Böðvarsson hélt um Grindavíkurstríðið í Saltfisksetrinu í Grindavík. Hún er birt með fyrirvara – hugasanlega er þörf á einhverri leiðréttingu – eftir er að bera hana saman við skriflegar heimildir, s.s. í „Ensku öldinni“og „Tíu þorskastríð“, sbr. innihald texta: “Grindavíkurstríðið” I. hluti – 3. mars 2004. […]

,

Fyrsta FERLIRsferðin… Helgafell…

Tilgangur Ferðahóps rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík (FERLIR) var að stuðla að, undirbúa og skipuleggja sjálfbærar hollferðir starfsmanna á fæti um helgar í sumar (þ.e.a.s. þeirra sem ekki eru á helgarvöktum) – þeim að kostnaðarlausu. Þátttakendur gátu einnig verið aðstandendur í boði þeirra (konur og börn) og í vissum tilvikum skjólstæðingar, auk útvalinna lögfræðinga og yfirmanna. […]

Sögur af Selatöngum og nágrenni

Selatangar á suðurströnd Reykjanesskagans, hin forna verstöð Krýsuvíkurbænda, Ísólfsskálabænda og Skálholtsdómkirkju hafa gefið af sér ýmiss ævintýri, skrímsla- og draugasögur sem og sagnir af álfum og tröllum. Hér hefur verið gerð samantekt fyrir þá/þær, sem bæði hafa gaman af sögnum og vilja til að gæða landslagið lífi. Sumar sögurnar eru til í ýmsum myndum, en […]

Gunnuhver – Höyer

Skoðaður var Gunnuhver á Reykjanesi sem og næsta nágrenni. Hverasvæðið er litskrúðugt og mikilfenglegt, en varasamt og síbreytilegt. Við hverasvæðið eru m.a. nokkrar tóftir og grunnur húss. Margir kannast við söguna af Gunnu Önundardóttur er hverinn er nefndur eftir. Hún segir af Guðrúnu og viðureign hennar við Vilhjálm á Kirkjubóli á Suðurnesjum. Á dögum hans […]