Entries by Ómar

Feluskátar

Skátafélag var stofnað í Hafnarfirði þann 22. febrúar 1925. Starfsemin hafði því varað í eitt hundrað ár þann 22. febrúar s.l. Hreyfingin hefur allan þennan tíma átt dygga og trausta félaga og gott forystufólk hér í Hafnarfirði og víðar. Góður félagsskapur, þroskandi uppeldi, útivist, ríkur skilningur og þekking á umhverfi og samfélaginu hafa einkennt skátastarfið. […]

Heimur Íslendingasagnanna opnast – Vala Garðarsdóttir

Í Fréttatímanum 2012 er viðtal við fornleifafræðinginn Völu Garðarsdóttur undir fyrirsögninn „Heimur Íslendingasagnanna opnast með tenginu við fornminjar„. Vissulega er vík á milli fornleifafræðinnar og sagnanna sjálfra en það er gaman að velta þessari tengingu fyrir sér segir Vala Garðarsdóttir sem eyðir dögunum í að grafa eftir fornleifum en Íslendingasögurnar eru henni þó jafnan ofarlega […]

Fornminjar eyðilagðar í Hamranesi – Guðni Gíslason

Guðni Gíslason skrifaði í Fjarðarfréttir 2023 um „Fornminjar eyðilagðar í Hamranesi“ í Hafnarfirði. Minjaverði hafði verið bent á að minjarnar væru ekki á minjakorti og Minjastofnun var með málið í skoðun. Í ritstjórnarpisli í inngangi umfjöllunarinnar segir hann m.a. um þátt bæjaryfirvalda í Hafnarfirði: „Greinilegt er að taka þarf til í meðferð skipulagsmála í Hafnarfirði. […]

Vanræksla varðar refsingu

Í Morgunblaðinu 2012 var viðtal við Ómar Smára Ármannsson um jarðrask það er fylgdi borunarframkvæmdum HS-orku á Reykjanesskaganum þar sem hvorki væri tekið tillit til umhverfissjónarmiða né minjaverndar. Viðtalið er að mörgu leyti merkilegt, ekki síst í ljósi þess að síðan það var tekið fyrir 13 árum hefur HS-orka hafið borun í Krýsuvík þar sem […]

Selflatir og Ingveldarsel

FERLIRsfélagar óku frá Villingavatni að Grafningsrétt á Selflötum. Á flötunum eru leifar sels frá Úlfljótsvatni. Þegar það var skoðað var augljóst að um dæmigerða selstöðu á Reykjanesskaganum var um að ræða; þrjú rými með baðstofu, búri og eldhúsi, auk vestanverðum stekks. Selið er greinilega byggt upp úr eldri selstöðu eða jafnvel selstöðum. Selsstígurinn sést enn […]

Kaldárssel – skilti

Við affall Kaldár í Kaldárbotnum er skilti; „Kaldárssel í 100 ár (1925-2025)„. Á því er eftirfarandi upplýsingar: „Sumarbúðirnar í Kaldárseli eiga sér fallega sögu sem spannar rúma öld. Eftir messu í Bessastaðakirkju á annan hvítasunnudag 1921 var haldinn KFUM-fundur þar sem stofnaður var sumarbústaðarsjóður. Félagsmenn úr Hafnarfirði lögðu þá fram 100 krónur í sjóðinn og […]

Ófeigskirkja nýtur vafans – Ragnheiður Traustadóttir

Ragnheiður Traustadóttir skrifaði grein í Árbók Hins íslenska forleifafélags árið 2010 undir fyrirsögninni „Ófeigskirkja nýtur vafans„. Á þeim tíma var fyrirhuguð lagnings nýs Álftanesvegar í gegnum Garðahraun, sem ranglega var af sumum nefnt „Gálgahraun“. Gálgahraun er norðan Garðahrauns, utan framkvæmdarsvæðisins. Eitt af því sem andstæðingar vegarlagningarinnar bentu m.a. á að nefndur meintur álfasteinsstandur, „Ófeigskirkja“, myndi […]

Ari fróði Þorgilsson og Íslendingabók – Halldór Hermannsson

Halldór Hermannsson (1931-2009) skrifaði í Skírni árið 1948 um „Ara Þorgilsson fróða“ og Íslendingabók: „Einn merkasti maður, sem Ísland hefur alið, er Ari Þorgilsson. Ari fæddist, líklega á Helgafelli, árið 1067 (eða 1068) og lést árið 9. nóvember 1148. Hann var vel ættaður. Langafi hans var Þorkell Eyjólfsson og langamma Guðrún Ósvífursdóttir, sem fræg er […]

Ísland hefur enga forsögu – Kristján Eldjárn

Í Tímariti Máls og menningar árið 1966 er viðtal við Kristján Eldjárn, þáverandi þjóðminjavörð, undir fyrirsögninni „Ísland hefur enga forsögu„: „Kristján Eldjárn er löngu þjóðkunnur. Hann fæddist 6. des. 1916 að Tjöm í Svarfaðardal, lauk stúdentsprófi á Akureyri 1936, stundaði nám í fornleifafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn 1936—39, kenndi við Menntaskólann á Akureyri 1939—41, lauk […]

Íslenskar fornleifar: Fórnarlömb sagnahyggjunnar? – Bjarni F. Einarsson

Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur, skrifaði grein í Skírni árið 1994 undir yfirskriftinni „Íslenskar fornleifar – Fórnarlömb sagnahyggjunnar?„: „Frá því að Íslendingar fóru að gefa fornleifum gaum að einhverju marki í lok síðustu aldar og í byrjun þessarar, hafa þeir jafnan talið að þær væru bæði fáar og fátæklegar og harla ómerkilegar fyrir vitneskju okkar um […]