Entries by Ómar

Í Gálgahrauni – Árni Óla

Maður var hengdur í Gálgaklettum “í Garðahrauni” árið 1664 skv. heimildum. Sennilega er þetta elsta heimildin um örnefnið “Garðahraun”, sem síðar, þ.e. nyrsti hluti þess, var nefnt “Gálgahraun“. Gefum Árna Óla orðið: “Í þessu trjálausa landi var ekki hægt að hengja menn upp hvar sem var. En hér hafði þó náttúran látið hugvitsömum réttvísinnar þjónum […]

Í Gálgahrauni

Árni Óla skrifaði frásögn um ferð hans um Gálgahraun í Lesbók Morgunblaðsins árið 1952: “Meðfram öllum hinum nýju bílvegum á Íslandi eru sett upp merki til viðvörunar, svo að fólk fari sér ekki að voða með ógætilegum akstri, þar sem eru hættulegar beygjur, brekkur, eða einhverjar torfærur. Öðru vísi var þetta áður fyr. Þá voru […]

Borgarkot

Borgarkot er á Vatnsleysuströnd, austan Litlabæjar og Bakka, milli Réttartanga og Keilisness. Tóftir kotsins eru á sjávarbakkanum, en sjórinn er smám saman að draga þær til sín. Hlaðinn vörslugarður, jarðlægur, er landmegin við tóftirnar. Gerði er við hann austanverðan. Austan við tóftirnar er stór hlaðinn krossgarður, sem minkaveiðimenn hafa rutt um koll, en þarna með […]

Lambafellshraun (Leitarhraun) – 4 op

Spáð var mikilli vætu, en FERLIR hafði náð að semja um þokkalegt veður á svæðinu. Einn FERLIRsfélagi, sem var að skoða leiðir nálægt Ólafsskarðsvegi nýlega, hafði rekist á fjögur op, sem skoða þurfti niður í. Undirniðrið var áður ókannað. Gengið var ásamt félögum úr HERFÍ frá mælimastrinu við Þrengslaveginn um Lambafellshraun (Leitarhraun) til að skoða […]

Vífilstaðasel – Vatnsendaborg

Gengið var upp Vífilstaðahlíð eftir línuveginum. Eftir að hafa skoðað selið, sem er austan við veginn, var litið á hlaðinn stekk upp á klapparholti norðan við það. Stekkurinn er dæmigerður fyrir slíkt selsmannvirki, tvískiptur. Tóftir selsins hvíla í kvos, í skjóli fyrir austanáttinni. Einnig dæmigerð fyrir sel á Reykjanesskaganum. Þá var haldið niður að Grunnuvötnum […]

Fornleifar innan Keflavíkurflugvallar (varnarsvæðisins)

Þeir eru ekki margir núlifandi er hafa fengið tækifæri til að skoða fornleifarnar innan girðingar varnarsvæðis Keflavíkurflugvallar. Að beiðni Stefáns Gunnars Thors hjá VSÓ ehf. fyrir hönd Isavía tóku skýrsluhöfundar, Ragnheiður Traustadóttir og Ómar Smári Ármannsson, að sér fornleifaskráningu á Miðnesheiði innan girðingar Keflavíkurflugvallar vegna aðalskipulags flugvallarins árið 2014. Á hinu skráða svæði er að […]

Grindavík – áhugaverðir staðir

Áhugasömum og leitandi er hér með upplýstar um helsta ágæti Grindavíkur. Bærinn hefur upp á fjölmargt að bjóða. Sagan er svo til við hvert fótmál og minjar allsstaðar. Saga jarðfræðinnar (tiltölulega nýleg landssköpun) er hvergi eins áberandi og útivistar- og gönguleiðir með þeim fjölbreyttustu á öllu landinu. Áhugaverðir staðir eru allt umhverfis og í bænum. […]

Hjallhólaskúti – Strokkamelar – Gráhelluhellir – Tóur – Gvendarborg – Vatnaborg

Gengið var um Hvassahraunsland, að Hjallhólum, Hjallahólsskúti var skoðaður, og síðan haldið suður yfir Reykjanesbrautina, yfir á Strokkamela, skoðuð hraundrýli, sem þar eru, og litið niður í brugghelli. Þaðan var haldið yfir Gráhelluhraunið, gengið vestur um það að Gráhelluhelli og síðan upp Þráinsskjaldarhraun að Gvendarborg. Síðan var gengið spölkorn til baka yfir á Rauðhólsstíg og […]

,

Fyrsta FERLIRsferðin… Helgafell…

Tilgangur Ferðahóps rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík (FERLIR) var að stuðla að, undirbúa og skipuleggja sjálfbærar hollferðir starfsmanna á fæti um helgar um sumar (þ.e.a.s. þeirra sem ekki voru á helgarvöktum) – hlutaðeigendum að kostnaðarlausu. Þátttakendur gátu einnig verið aðstandendur í boði starfsfólks (konur og börn) og í vissum tilvikum skjólstæðingar, auk útvalinna lögfræðinga. (Þeir, sem […]

,

FERLIRshúfur

Frá upphafi hafa þeir þátttakendur FERLIRs, sem lokið hafa a.m.k. fimm ferðum áfallalítið eða sýnt af sér sérstaka hæfni, áræðni eða fundvísi geta hugsanlega fengið FERLIRshúfu því til staðfestingar. Húfan hefur merkingu og á sér uppruna. Hún hefur þann eiginleika að aðlagast höfði viðkomandi. Í henni eru varnir og bjargir er bæði verja eigandann fyrir […]