Hvalsnesleið

Þeir eru ekki margir núlifandi er hafa fengið tækifæri til að skoða fornleifarnar innan girðingar varnarsvæðis Keflavíkurflugvallar.

Sigurður Eiríksson

Ómar og Sigurður við Dauðsmannsvörðu í Miðnesheiði.

Að beiðni Stefáns Gunnars Thors hjá VSÓ ehf. fyrir hönd Isavía tóku skýrsluhöfundar, Ragnheiður Traustadóttir og Ómar Smári Ármannsson, að sér fornleifaskráningu á Miðnesheiði innan girðingar Keflavíkurflugvallar vegna aðalskipulags flugvallarins árið 2014.
Á hinu skráða svæði er að finna fornar leiðir, vörður, byrgi, fjárborgir, selstöðu og fjöldann allan af ummerkjum um veru hersins á stríðsárunum auk yngri byrgja frá hernum. Heiðin hafði verið nýtt sem beitiland í gegnum aldirnar, leiðir hafa legið þar í gegn og auk þess skipt sköpun fyrir mið sjómanna áður en nýtísku staðsetningartæki leystu þau af hólmi.

Hvalenesleið

Hvalsnesleið – varða.

Skýrsluhöfundar töldu auk þess nauðsynlegt að skrá minjar að hluta til utan við girðinguna til að gæta samhengis, enda skiptir máli að skoða minjaheildir sem slíkar. Eins reyndist það nauðsynlegt til að rekja aðrar götur á heiðinni: Hvalsnesveg/Melabergsgötur, Stafnesleið yfir heiðina framhjá Háaleiti til Keflavíkur, Fuglavíkurleið og Gömlu Fuglavíkurleiðina.

Svæðið er ekki aðgengilegt fyrir almenning og voru fornleifarnar skráðar í fylgd öryggisvarða.

Hvalsnesleið

Hvalsnesleið – vörður.

Ómar Smári hafði áður fengi nokkrum sinnum leyfi til að fara inn fyrir varnagirðinguna og skoða svæðið vegna fornleifa, m.a. í fylgd með Sigurði Eiríkssyni frá Norðurkoti sem er fæddur og uppalinn í Fuglavíkurhverfi. Sigurður er manna fróðastur um örnefni og fornleifar á svæðinu. Auk þess veitti Jón Ben Guðjónsson frá Stafnesi gagnlegar upplýsingar.
Þeim og öðrum, sem veittu aðstoð við gerð þessarar fornleifaskráningar, er þökkuð aðstoðin.
Með skýrslunni fylgir fornleifaskrá og stafrænn hnitagrunnur.

Sjá skýrsluna HÉR.

Hvalsnesleið

Vörður við Hvalsnesleið – Ási.