Færslur

Ásfjall

Þegar farið er yfir Fornleifaskráningar fyrir Hafnarfjörð er ljóst að þar er margt miskráð eða jafnvel rangt.

Ásfjall

Ásfjall – meint fjárborg.

Tökum dæmi: Í Fornleifaskráningunni fyrir Ásland má lesa eftirfarandi um skráða fjárborg í norðurhlíðum Ásfjalls, skammt ofan húsa nr. 8-10 við Brekkuás. Þar segir m.a.;
Sérheiti: Borgin.
Tegund: Hleðsla.
Hlutverk: Fjárborg.
Hættumat: Engin hætta.
Ástand: Illgreinanleg/hrunin.
Aldur: 1550-1900.
Lengd: 17.2m.
Breidd: 14.4m.

Ásfjall

Ásfjall – meint fjárborg.

Vegghæð: 0 – 0.4m.
Breidd veggja: 1.2m.
Lýsing: Fjárborgin er hrunin. Ytra lag hennar er enn greinanlegt en er ógreinilegra innan í henni. Inngangur hefur að öllum líkindum verið í NV horni. Veggjahæð er frá 0 – 0.4m og veggjabreidd þar sem hún er greinanleg er að jafnaði um 1.2m.
Heimildir: Katrín Gunnarsdóttir. (2005). Fornleifaskráning í landi Áss Hafnarfirði. Hafnarfjörður: Byggðasafn Hafnarfjarðar.
Örnefnaskrá – Ás.

Ásfjall

Ásfjall – uppdráttur úr fornleifaskráningunni 2005.

Í tilvísaðri Fornleifaskráningu í landi Áss, Hafnarfirði, árið 2005 er getið um “Borgina”; “Fjárborgin er miðja vegu milli hesthúshverfis við Kaldárselsveg og nýrar íbúðabyggðar” og vísað í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Ás. Gísli minnist hins vegar ekkert á þessa “fjárborg” í sinni lýsingu, ekki frekar en hin skotbyrgin 6 á fjallinu.

Þegar “Borgin” er skoðuð er augljóst að um herminjar er að ræða. Hleðslunum er hrófað upp án röðunar og innan þeirra eru hlaðin skjól. Ekkert gras er í eða við fjárborgina, sem er jú sterk vísbending. Mannvirkinu svipar mjög til skotbyrgisins á Flóðahjalla þarna skammt norðar. Hlutverk þess hefur auðsýnilega átt að vera varðstöð gegn mögulegri ógn úr norðri.

Mikilvægt er að skrá fornleifar og ekki síður að skráningin sé rétt.

Ásfjall

Ásfjall – meint fjárborg.

Kaldársel

Hafnarfjörður á einkar fallega og fjölbreytilega landskosti.

Hafnarfjörður

Vitinn við Vitastíg.

Í bænum sjálfum eru bæði sögulegir staðir og minjar, sem varðveittar hafa verið, bæði meðvitað og ómeðvitað. Má í því sambandi nefna letursteinana á Hvaleyrarhöfða, garðana ofan við Langeyri, fiskireitinn uppi á Hrauni, stekkinn í Stekkjarhrauni, fjárskjólið utan í Gráhellu í Gráhelluhrauni og fjárborgina á Höfða við Kaldársel. Hins vegar er fjölmargt, sem ganga þarf í, segja frá á aðgengilegum stað, kortleggja og merkja síðan á vettvangi. Að hluta til hefur það verið gert í Hraununum við Straum, en óvíða annars staðar. Í hrauninu ofan við Hraunbæina eru nokkur sel, s.s. Fornasel, Gjásel, Straumssel, Óttarstaðasel, Lónakotssel og Brennisel með tilheyrandi mannvirkjum, hlöðnum fjárhellum, stekkjum, kvíum, gerðum og nátthögum. Stígar liggja að öllum þessarra mannvirkja og þau eru í mjög stuttu og aðgengilegu göngufæri frá byggð. Þannig er ekki nema u.þ.b. 20 mínútna gangur í Straumssel. Með Óttarstaðaselsstíg eru t.d. nokkur mjög falleg fjárskjól, en öll ómerkt. Við Hvaleyrarvatn er Hvaleyrarsel og í Kaldárseli var Kaldársel. Enn má sjá móta fyrir tóttum selsins.

Stórhöfði

Stórhöfði – fjárskjól.

Mannvirki eru allt í kringum Hvaleyrarvatn og svo er einnig um Kaldársel, s.s. fjárborgin, fjárhellarnir, nátthaginn og gerðin. Gamla vatnsleiðslan er dæmi um mannvirki, sem áhugavert er að skoða.
Þá eru hellarnir nálægt Helgadal ekki síðri, s.s. 90 metra hellirinn, 100 metra hellirinn, Fosshellir og Rauðshellir. Mikið er gengið um svæðið nálægt Valahnjúkum, s.s. í Valaból, og um Helgafell. Á því svæði eru einnig mjög áhugaverðar jarðmyndanir, ekki síst sunnan Helgafells.

Kaldársel

Kaldársel – fjárhellir.

Gvendarsel er í Gvendarselshæð, en gígarnir utan í hæðinni eru líklega með áhuguverðustu skoðunarstöðum áhugafólks um jarðfræði. Fallegur fjárhellir er í Óbrennishólum, en hann mun væntanlega fljótlega hverfa undir malarnámið verði ekkert að gert. Mikilvægt er að merkja gömlu Selvogsgötuna frá tilteknum upphafsstað, s.s. í Lækjarbotnum við gömlu stífluna. Svæðið norðan og sunnan Sléttuhlíðar býður upp á mikla möguleika, en þar eru m.a. Kershellir, Hvatshellir, Ketshellir og fjárhellar Setbergssels og Hamarkotssels. Við Krýsuvíkurveginn er stutt í Hrauntunguna, en þar er fallega hlaðið fjárskjól í jarðfalli, og Þorbjarnarstaðafjárborgina. Sveifluhálsinn er útivistarmöguleiki út af fyrir sig, sem ástæða er að mæla með. Margir þekkja möguleikana í kringum Kleifarvatn og Hveradal.

Seltún

Seltúnsselið sést á þessari mynd Sigfúsar Eymundssonar frá 1884 – myndin er tekin frá Lambafelli að Seltúni.

Þar var sel frá Krýsuvík. Þá er orðið aðkallandi að merkja staði í Krýsuvík, s.s gömlu bæina í kringum Bæjarfellið, t.d. Snorrakot, Norðurkot, Læk, Litla-Nýjabæ, Stóra-Nýjabæ, Suðurkot, Arnarfell, og niður við Selöldu. Arngrímshellir er í Krýsuvíkurhrauni, en frá honum er sagt í þjóðsögunni um Grákollu. Þar skammt frá er Bálkahellir og Krýsuvíkurhellir neðar. Dysjar Herdísar og Krýsu eru undir Stóru-Eldborg og dys Ögmundar er í Ögmundarhrauni. Minjarnar í Húshólma og Óbrennishólma eru líklega með þeim merkilegustu hérlendis. Í Húshóma má sjá leifar eftir fornan skála, gömlu Krýsuvíkurkirkju, gamals bæjar, forns garðs, sjóbúð, stekk og gerði, sem hraunið hefur runnið að. Í Óbrennishólma eru tvær fjárborgir, líklega með þeim elstu á landinu, auk garðlags, sem hraunið hefur runnið að, og leifar af fornum garði.

Krýsuvíkurheiði

Athvarf í Krýsuvíkurheiði.

Undir Selöldu eru tóttir Krýsuvíkursels og bæjanna Eyri og Fitja. Í Strákum er hlaðið fjárhús. Á Krýsuvíkurheiði er Jónsbúð og fallega hlaðið sæluhús sunnan í henni. Fjárborg er vestan í Borgarholti og Hafliðastekkur utan í Bæjarfelli. Gestsstaðir eru líklega næst elstur bæja í Krýsuvík, utan Kaldrana. Merkja þarf tóttir Gestsstaða, sem eru undir hæðunum sunnan við Krýsuvíkurskóla. Aukþess er forn tótt utan í Sveifluhálsi nokkru sunnar.

Kaldrani

Kaldrani í Krýsuvík.

Flestir aka framhjá tóttum Kaldrana, án þess að veita þeim gaum, en þær liggja undir hæðinni austan við gatnamótin að Hverahlíð. Fjölmargir stígar og gamlar þjóðleiðir liggja um þetta svæði, s.s. Drumbsdalavegur yfir að Vigdísarvöllum, Sveifluvegur, Hettuvegur og Ketilsstígur, Vatnshlíðarstígur um Hvammahraun og Austurvegur um Deildarháls að Herdísarvík. Þá eru leiðir um Almenninga ekki síðri, auk Markhelluhóls og Búðarvatnsstæðisins. Í Sauðarbrekkum eru mjög fallegir gjallgígar og er einn þeirra holur að innan. Hann hefur að öllum líkindum verið notaður sem íverustaður um tíma. Ofar, á Hrútardyngjusvæðinu, eru á annan tug langra manngengna hraunhella, sem eru sértaklega fallegir, en vandmeðfarnir.

Alfaraleið

Alfaraleiðin við gatnamót Lónakotsselsstígs.

Að sumu þarf að gera gangskör að, s.s. að finna og merkja Góðholu og Kaldadý, vegna upphafs vatnsveituframkvæmda í bænum. Hingað til hefur skógrækt þótt merkisfyrirbæri og óþarfi er að gera lítið úr henni. En hins vegar er mikilvægt að gæta þess að skógræktin skemmi ekki minjar og gönguleiðir, eins og farið er að bera á. Þá þarf að huga að merkilegum svæðum, en sum þeirra hafa verið skemmd að undanförnu. Nýjasta dæmið er Alliansreiturinn við Hrafnistu. Honum var mokað á brott á hluta úr degi fyrir skömmu. Vert er að minnast Hraunsréttarinnar, sem var fjarlægð á svo til einum degi. Svo var einnig með eystri fjárborgina í Kaldárseli. Hrauntungusel er í jaðri iðnaðarsvæðisins við Molduhraun. Búið er að moka hluta að því í burtu, en eftir stendur hluti tóttar utan í Hádegishól.

Alfararleiðin á milli Innesja og Útnesja var með þeim fjölfarnari á öldum áður. Hún er sæmilega vörðuð í dag frá Þorbjarnarstöðum og vestur um Hvassahraun (Rjúpnadalshraun) og ennþá vel greinileg. Hins vegar er með hana eins og svo margt annað. Tiltölulega fáir vita um tilvist hennar. Svo er einnig með veginn undir járnbrautina, sem stóð til að leggja yfir Garðahraun. Gamla þjóðleiðin um Engidal á bak við Fjarðarkaup er einnig að glatast, en hún er enn vel greinileg.
Hafnarfjörður hefur alla burði til að gera sögu sína, minjar og möguleika opinbera bæjarbúum og öðru áhugasömu fólki.

Rauðshellir

Í Rauðshelli.

https://ferlir.is/hafnarfjordur-2/https://ferlir.is/hafnarfjordur-verslun-og-utgerd/

Ás

Hvalsnesleið

Þeir eru ekki margir núlifandi er hafa fengið tækifæri til að skoða fornleifarnar innan girðingar varnarsvæðis Keflavíkurflugvallar.

Sigurður Eiríksson

Ómar og Sigurður við Dauðsmannsvörðu í Miðnesheiði.

Að beiðni Stefáns Gunnars Thors hjá VSÓ ehf. fyrir hönd Isavía tóku skýrsluhöfundar, Ragnheiður Traustadóttir og Ómar Smári Ármannsson, að sér fornleifaskráningu á Miðnesheiði innan girðingar Keflavíkurflugvallar vegna aðalskipulags flugvallarins árið 2014.
Á hinu skráða svæði er að finna fornar leiðir, vörður, byrgi, fjárborgir, selstöðu og fjöldann allan af ummerkjum um veru hersins á stríðsárunum auk yngri byrgja frá hernum. Heiðin hafði verið nýtt sem beitiland í gegnum aldirnar, leiðir hafa legið þar í gegn og auk þess skipt sköpun fyrir mið sjómanna áður en nýtísku staðsetningartæki leystu þau af hólmi.

Hvalenesleið

Hvalsnesleið – varða.

Skýrsluhöfundar töldu auk þess nauðsynlegt að skrá minjar að hluta til utan við girðinguna til að gæta samhengis, enda skiptir máli að skoða minjaheildir sem slíkar. Eins reyndist það nauðsynlegt til að rekja aðrar götur á heiðinni: Hvalsnesveg/Melabergsgötur, Stafnesleið yfir heiðina framhjá Háaleiti til Keflavíkur, Fuglavíkurleið og Gömlu Fuglavíkurleiðina.

Svæðið er ekki aðgengilegt fyrir almenning og voru fornleifarnar skráðar í fylgd öryggisvarða.

Hvalsnesleið

Hvalsnesleið – vörður.

Ómar Smári hafði áður fengi nokkrum sinnum leyfi til að fara inn fyrir varnagirðinguna og skoða svæðið vegna fornleifa, m.a. í fylgd með Sigurði Eiríkssyni frá Norðurkoti sem er fæddur og uppalinn í Fuglavíkurhverfi. Sigurður er manna fróðastur um örnefni og fornleifar á svæðinu. Auk þess veitti Jón Ben Guðjónsson frá Stafnesi gagnlegar upplýsingar.
Þeim og öðrum, sem veittu aðstoð við gerð þessarar fornleifaskráningar, er þökkuð aðstoðin.
Með skýrslunni fylgir fornleifaskrá og stafrænn hnitagrunnur.

Sjá skýrsluna HÉR.

Hvalsnesleið

Vörður við Hvalsnesleið – Ási.

Staðarhverfi

Grindavík hefur upp á fjölmargt að bjóða. Sagan er svo til við hvert fótmál og minjar allsstaðar. Saga jarðfræðinnar (tiltölulega ný, en síendurtekin landssköpun) er hvergi eins áberandi og í nágrenni Grindavíkur og útivistar- og gönguleiðir eru þær fjölbreyttustu á öllu landinu.

Grindavík

Grindavík – brim.

Má í því sambandi nefna að vestanverðu Junkaragerðið ofan við Stórubót, Gerðisréttina, Virkið, Staðarbótina, Staðarbótarflórgólfið, Stóra-Gerði, Kóngsklöppina, Staðarbrunninn, fiskibyrgin ofan við Húsatóttir og “Tyrkjabyrgin” við Sundv. Miðsvæðis bendir í dag ekkert á þyrnirunnan, Einarsverslunina eða gröftinn í gegnum eiðið inn í Hópið. Að austanverðu eru minjarnar í Þórkötlustaðanesinu og fiskigarðarnir, þurrkgarðarnir í Slokahrauni, dysin ofan við Hraun, Gamlibrunnur, kapellan frá því um 1400, Húshellir sá sem Grindvíkingar ætluðu að flýja í ef Tyrkirnir kæmu aftur, Hraunsvörina o.fl.

Hraunssel

Hraunssel.

Að norðanverðu eru merkar minjar vegagerðarinnar, s.s. við Hesthúsabrekkuna, steinbyrgin við Bláalónsafleggjarann, í Arnarsetri, sunnan Selsvalla og víðar, Innra-Njarðvíkurselið við Seltjörn ásamt hlöðnum mannvirkjum, uppgerður Skipsstígurinn að hluta á bak við Lágafell o.fl. o.fl. Þá eru ótaldir Gálgaklettarnir og Þjófagjáin í Þorbjarnarfelli, Hópsselið utan í Selshálsi, Baðsvallaselið í hraunkantinum á Baðsvöllum og jafnvel Hraunselið utan í Núpshlíðarhálsi. Selið er merkilegt fyrir það að það var síðasta selið, sem aflagt var í Grindavík, eða árið 1914.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Þá eru í landi Grindavíkur ýmsir aðrir merkilegir staðir, s.s. Selatangar, sem eru heimur út af fyrir sig, með sjóbúðum, þurrkbyrgjum, viðveruhellum, Smíðahelli, 5 hlöðnum refagildrum og hlöðnu fjárskjóli.

Óbrennishólmi

Óbrennishólmi – fjárborg/virki.

Að ekki sé talað um Óbrennishólma með tveimur fjárborgum, líklega þeim elstu á landinu, hlöðnum garði, sem Ögmundarhraun rann að um 1150, leifar af fornum garði o.fl. Húshólmi er með, auk tótta gömlu Krýsuvíkurkirkju, tóttir gamla bæjarins, forns skála, sem hraunið stöðvaðist við, miklar garðhleðslur, sjúbúð, fjárborg, stekk, selsstíg og gerðis utan í hraunkantinum. Utan í Borgarhól er gömul fjárborg skammt frá veginum. Ofan við Selöldu eru tóttir Fitja, fjárhúss á Strákum, tóttir bæjarins Eyri og tóttir Krýsuvíkursels. Utar á heiðinni er Jónsbúð og fallega hlaðið hús. Í Krýsuvíkurhrauni er m.a. Arngrímshellir, en hans er getið í þjóðsögunni af Grákollu. Þá eru dysjar Herdísar og Krýsu þar ofar, auk fjölmargra annarra mannvirkja. Ofan Ögmundarhrauns eru rúningsrétt í Stóra-Hamradal, fallega hlaðinn fjárhellir sunnan Vigdísarvalla, auk Vigdísarvallabæjarins.

Skipsstígur

Skipsstígur – vagnvegur.

Á öllu þessu svæði eru fjölmargar gönguleiðir, bæði fornar og nýjar. Má í því sambandi nefna Prestastíginn frá Höfnum, Skipsstíginn frá Njarðvíkum, Sandakraveginn yfir að Skála, Drumbsdalaveginn yfir á Krýsuvík, Skógfellaveginn frá Vogum o.fl. Þá eru svæðin sunnan Vigdísarvalla mjög fýsileg, s.s. Bleikingsdalur og hraunið ofanvert, auk svæðisins í kringum Lat. Í hrauninu undir honum er fallega hlaðið sæluhús. Fagradalsfjallið hefur upp á fjölmargt að bjóða. Þar er mjög fallegt umhverfi inni í og utan með fjallinu. Gígurinn nyrst í því er einstakur, auk þess sem útsýni yfir Merardali, Þráinsskjöld og upp á Selsvelli er hvergi fallegra í góðu veðri.

Geldingadalur

Geldingadalur fyrir gosið 2021.

Í Geldingadal á Ísólfur á Skála að hafa verið dysjaður. Sunnan Borgarfjalls er t.d. Borgarhraunsborgin, gamalt mannvirki frá Viðeyjarklaustri, auk hleðslna utan í hraunköntum. Þar er og fallega hlaðin Borgarhraunsréttin utan í hraunkanti. Uppi við Nautshóla, í Fagradal, er Dalssel, eitt seljanna frá Grindavík, a.m.k. um tíma. Jarðfræðiskoðun er hvegi betri en í Eldvörpum, í Arnarsetri, á Núpshlíðarenda, í gígum Ögmundarhrauns og sunnan við Stóra-Skógfell.
Framangreint er sett fram til að minna á hið fjölbreytilega umhverfi, er einungis brot af því sem Grindvíkingar hafið að bjóða fólki. Þrátt fyrir það hefur einungis verið lögð áhersla á lítið brot af öðru, s.s. Bláa lónið, Saltfiskssafn og hvalaskoðun. Það á að sjálfsögðu einnig rétt á sér, en ekki má gleyma hinu, sem skiptir, þegar á heildina er litið, ekki minna máli ef vel er á haldið. Grindavík hefur upp á allt að bjóða, sem áhugasamt útivistarfólk sækist eftir.

Stóri-Hamradalur

Rétt í Stóra-Hamradal.

https://ferlir.is/grindavik-innsiglingin/https://ferlir.is/grindavikurvegir/

https://ferlir.is/hof-i-grindavik/https://ferlir.is/fram-af-grindavikurslod-gisli-brynjolfsson/

https://ferlir.is/grindavik-tyrkjaranid-2/https://

ferlir.is/grindavikurstridid-undanfari/

Bessastaðir

Sú hugmynd hefur komið fram að nýta megi fornleifar í þágu þjóðarinnar – á þann hátt, sem flestir gætu verið sammála um. Hugmyndin gengur út á það að peningar fáist fyrir verðmæti, sem þegar eru til eða verða til með tímanum.
FornleifarÞar sem svo lítill áhugi er yfirleitt á gildi fornleifanna meðal almennings, og jafnvel ráðamanna, væri ekki úr vegi að reyna að gera verðmæti úr því sem þó er til, a.m.k. þessa stundina, og gera þannig tilraun til að efla áhuga þeirra sömu á efninu og samræma um leið tvennt; annars vegar varðveislu og nýtingu og hins vegar eyðingu gegn gjaldi. Flestir ættu að geta samþykkt það – a.m.k. miðað við núverandi stöðu. Reynslan hefur jú sýnt að peningar eru það sem málið snýst um – þegar upp er staðið. Mikið af fornleifum hafa farið forgörðum í gegnum tíðina, án þess að nokkur hafi sagt nokkurn skapaðan hlut – eða gjald komið fyrir.
Stjórnmálamenn reikna gildi hlutanna út frá hagnaði, eða kostnaði, eftir hvernig á það er litið. Áhuginn vex í réttu hlutfalli við mögulegan arð, eða minni kostnað. Ef gerð yrði gangskör í því að koma núverandi fornleifum í verð myndi skapast svigrúm til að leita að öðrum – til að selja. Þannig myndi vinnast a.m.k. tvennt; annars vegar peningar, sem hingað til hefur vantað, og hins vegar myndu “nýjar” og áður óþekktar fornleifar finnast, en hingað til hefur ólaunað áhugafólk fundið flestar “óhefðbundnar” fornleifar, sem merkilegar geta talist hér á landi.
Fornleifar Þetta fyrirkomulag kallar á nýja hugsun – nýja nálgun á viðfangsefninu – ódýrari nálgun en áður hefur þekkst. Núverandi stofnanir yrðu með því óþarfar. Það myndi spara umtalsverða opinbera fjármuni. Auk þess myndi verkið verða boðið út og meginsöluandvirði minjanna renna i ríkissjóð. Sem sagt; ekki bara útgjaldasparnaður heldur og tekjumyndun. Hvaða þingmaður gæti mælt gegn slíkum rökum?
Verktakar, sem fengju úthlutað einstökum framkvæmdum, s.s. vegagerð, virkjunum eða byggingu annarra mannvirkja, ættu kost á að kaupa fornleifar á framkvæmdarsvæðunum og ráðstafa þeim að vild (eins og reyndar er gert er í dag), en andvirðið myndi renna í ríkissjóð. Þannig myndi vinnast a.m.k. tvennt; annars vegar getur ekkert komið í veg fyrir framgang framkvæmda og hins vegar gætu fornleifar á svæðinu orðið til þess að verktakinn þyrfti sjálfur að taka þátt í kostnaði við framkvæmdina. Einungis það myndi auk alls þess, sem að framan greinir, draga úr útgjöldum ríkissjóðs og fela í sér aukin sparnað. Hvaða alþingismaður gæti mælt gegn slíku?
Hvers virði eru þá, ef tekið er mið af öllu framangreindu, hinir huglægu þættir fornleifanna – áþreifanlegu tengsl Fornleifarnútímamannsins við fortíðina, í aurum talið? Svar stjórnmálmannsins ætti ekki að þurfa að verða erfitt: “EINSKIS VIRÐI”.

Að vísu hefur allnokkrum óarðbærum fjármunum verið sóað í að grafa upp minjar, sem vitað er hverjar eru. Hvers vegna ekki að nýta frekar féð í að finna “nýjar” minjar, sem hægt er að gera úr einhver verðmæti? Og hvers vegna ætti að varðveita þekktar fornminjar með miklum opinberu tilkostnaði? Og það á tímum hraðþróun alþjóðavæðingar þegar fæstir innfæddir og engir aðfluttir hafa áhuga á hinum gleymdu leifum eða gömlum minjum hvors sem er! Og hverjir eru þá eftir? Örfáir meðvirkir og einstaka fræðimaður – og nokkrir ferðamenn, sem vantar myndefni. Þessir fáu ættu þó varla að koma í veg fyrir að framangreind hugmynd næði fram að ganga. Myndefnið verður til staðar eftir sem áður – í eigu einkaðila.
Örfáir menn – og konur – hafa lagt mikla áherslu á mikilvægt gildi fornleifanna, einkum vegna þess að þær sýna við hvaða ólýsanlegu aðstæður forfeður og -mæður vorar þurftu fyrrum að takast á við til að koma okkur, nútímafólkinu, til manns. Hugsjónin er eitt (og einskis virði) – verðmætamatið annað (og enn norkkurs virði). Nú er því rétti tíminn til að selja “hlutabréfin” í fornleifunum.
Að sjálfsögðu er hér um að ræða frumlega framsetningu, en öllu gamni fylgir jú einhver alvara – einkum ef tekið er mið af núverandi stöðu þessara mála.

Dómhringur

Dómhringur.

Húshólmi

Til hvers er verið að grafa og hvaða merkingu hafa heimildir fornleifafræðinnar? Hvernig getur einstakur gripur sagt sögu? Hefur orðið þróun aðferða við uppgröft og úrvinnslu á langri leið? Er til kenning í íslenskri fornleifafræði?

Þingvellir

Búðartóft á Þingvöllum.

Svarið að augljóst: Líkt og í fornleifafræði þeirra landa, sem öllu jöfnu er miðað við, hefur íslensk fornleifafræði engu minni sess, þegar til ”heimanmundar” er litið. Hér á landi hafa orðið til ”einstakir” áfangar fornleifafræðinnar og má þá nefna bæði gjóskulaga- og frjókornarannsóknirnar. Líklegt er að ófyrirséð tímamótakenningasmíð í fornleifafræði verði þróuð enn frekar hér á landi á næstu árum og áratugum. Til að auka líkur á skjótari þroska mætti vel hugsa til breytilegri afbrigða, s.s. með því að snúa við sönnunarbyrðinni, sem jafnan hefur hvílt of þungt á fræðigreinininni. Sagnfræðin er mun ”opnari” og umburðarlyndari í dag en hún var fyrir einungis nokkrum árum. Hvers vegna ekki að opna fornleifafræðigreinina fyrir nýjum ”þolanlegum” hugmyndum (ideas) og reyna að laða þær fram í stað þess, kannski með fljótfærni, að ”slá” þær jafnóðum út af laginu. Nýjar hugmyndir og kenningar þurfa svigrúm og ”þolinmæði”. Án þeirra, eða áræði ”hugmyndasmíðanna”, verður engin þróun.Án kenningar er fornleifafræðin einungis magn gagna (upplýsinga). Án aðferða er enginn skipulagsmynd eða samhengi í beitingunni. Kenning og aðferð fara saman sem frumstig ástæðna þegar gera á eitthvað í fornleifafræði þegar framkvæmdin sjálf skipar annað sætið. Áður fyrr var hún í fyrsta sæti, en í ljósi reynslu, þróunar og möguleika verður ekki hjá því komist að nýta sér hvorutveggja, ekki síst þegar litið er til nýrra möguleika í túlkun gagna, bæði eldri sem og á vettvangi nýrri uppgrafta. Bæði markmið og hlutlægni fornleifafræðinnar hafa breyst líkt og tilgangur mannfræðinnar hefur þroskast með tímanum.

FornleifarNafn Ians Hodders er í hugum margra fornleifafræðinga nátengt síðvirknishyggju og rannsóknir í aðferðarfræði fornleifafræðinnar, einkum á dreifingu fornleifa (gripa, staða) með aðferðum rúmfræði og tölfræði. Hann samdi eitt fyrsta ritið (Reading the Past, 1986) sem kom út um kennilega fornleifafræði, en þar gerir Hodder grein fyrir kennilegum nálgunum á fornleifafræði og setur fram gagnrýni á virknishyggjuna. Ennþá er þó sú skoðun algeng meðal fornleifafræðinga að kenningar séu bæði óþarfi og tímasóun.
Á seinni árum hefur Hodder lagt áherslu á tækifærin sem nútímafjölmiðlar, einkum og sér í lagi Internetið – opna fyrir miðlun fornfræðilegra upplýsinga, og hvaða áhrif bættur aðgangur almennings – ekki síst í þróunarlöndum – hefur og mun hafa á það hvernig upplýsingar eru túlkaðar. Þegar internetið er skoðað í dag má ljóst vera að fornleifafræðin er farin að tileinka sér það í mun ríkari mæli en áður til að vekja athygli á viðfangsefnum og fræðum þeim er að henni lúta. Einstakar fræðastofnanir og einstakir fornleifafræðingar nýta netið til að koma upplýsingum um sig og skrif sín á framfæri. Má þar nefna til sögunnar Ian Hodder. Hins vegar en netið enn vannýttur möguleiki sem tengslanet milli fræðigreinarinnar og almennings. Þó má segja að hafi verið gerð svolitlar tilraunir til þess hér á landi, sbr. vefsíður Þjóðminjasafnsins og Fornleifastofnunar Íslands . Þá má benda á tilraunir áhugafólks um fornleifastaði á afmörkuðu svæði landsins .
Ef litið er yfir þróun kennilegrar fornleifafræði síðustu árin er ástæða til bjartsýni við upphaf nýrrar þúsaldar. Fornleifafræðingar eru nú, meir en nokkru sinni fyrr, meðvitaðir um að kenningar eru forsenda gagnasöfnunar, greiningar og röðunar. Eins eru menn meðvitaðri nú en áður um allar þær ólíku kennilegu nálganir sem mögulegt er að beita. Og því skyldi ekki slíkt og hið sama gilda hér á landi?

FornleifarMargir telja Binford einn helsta áhrifavald í fornleifafræði síðustu hálfa öldina. Í bókinni In Pursuit of the Past, fjallar Lewis Binford (f. 1930) m.a. um kenningar og hugmyndir í fornleifafræði. Hans framlag til “Nýju fornleifafræðinnar” (New Archaeology) breytti fræðigreininni og þróun vísindalegra forsenda hennar, hvort sem um var að ræða uppgrefti eða túlkun gagna. Bókin var fyrst gefin út fyrir tveimur áratugum, en var síðast endurútgefin árið 2002. Binford skýrir hugmyndir sínar fyrir nemendum og almennum lesendum sem og skilning hans á fortíð mannsins. Í gegnum bókarina spyr Binford spurninga um gamlar hugmyndir og leggur fram nýjar kenningar, byggðar á samanburðafornleifafræðilegum og mannfræðilegum (comparative archaeological and ethnographic) rannsóknum í Norður-Ameríku, Evrópu, Suður-Afríku og Ástralíu.
En líkt og Hodder leggur Binford, eins og svo margir aðrir, einungis fram kenningar um meginatriði, en aðrar ”kenningar” um smáatriði eða nánari túlkun byggja að mestu á hugmyndum (ideas), tillögum (proposals) eða ályktanunum (suggestions). Hodder leggur áherslu á það, í annars sérfræðilegum skrifum sínum, að vera sannfærandi fremur en fræðandi. Hugmyndir hans og ”kenningar” bera keim af því. Svo er reyndar um aðra fornleifafræðinga. Meðan t.d. Hodder leggur áherslu á innri þætti (internal) samfélaga og samfélagsmótunar (cultural) leggur Binford áherslu á hina ytri (external) og sögulegu (historial) áhrifaþætti hennar.

Fornleifar

“Fornleifafræðin hefur gengið í gegnum miklar kennilegar hræringar undangegna hálfa öld og sjá má í þeim umbrotum þroskaferil fræðigreinar, sem er sífellt að bæta við sig nýjum aðferðum og hugmyndum. Stærstu stökkin flelast annars vegar í virknishyggju sjöunda áratugarins þegar fornleifafræðin gleypti í heilu lagi aðferðir félagsvísinda og umhverfisvísinda og bætti þeim í sitt áhaldasafn og hins vegar í síðvirknishyggju níunda áratugarins þegar afstæðishyggja og túlkunarhyggja bættust við. Með aðferðum virknishyggju var fornleifafræðin ekki lengur einskorðuð við að lýsa einkennum horfinna samfélaga heldur gat hún í fyrsta skipti sett fram rökstuddar hugmyndir um skipulag slíkra samfélaga – um stjórnskipun þeirra, félags- og hagkerfi. Það er ótrúlegt vísindaspekilegt stökk þegar haft er í huga að heimildirnar sem slíkar hugmyndir byggja á eru lítið annað en ósjálegir haugar af leirkerabrotum, afhöggum steináhaldasmiða og múrsteinshrúgur. Með aðferðum síðvirknishyggjunnar er fornleifafræðin farin að takast á við þá þætti mannlegs samfélags sem menn hefðu síst ætlað að hægt væri að að spá í út frá úrgangi hversdagslífs venjulegs fólks; hugmyndafræði, fagurfræði, tilfinningar og hvatir – þætti sem hafa ekki síður áhrif á hegðun og ákvarðanir mannanna en umhverfi og efnahagur.
Mikilvægasta framlagið til fræðilegrar umræðu innan sívirknishyggjunnar hefur sennilega verið frá femeniskri fornleifafræði og kynjafornleifafræði sem hafa verið undir miklum áhrifum frá öðrum greinum. Femenísk fornleifafræði hefur skýr pólitísk viðmið og kappkostar að vinna á karllægum hugsunarhætti í greininni, einkum hinni vestrænu hugmynd um verkaskiptingu kynjanna.

Þessi síðari bylting í fornleifafræði er ennþá í gangi í þeim skilningi að aðeins hefur verið sýnt fram á möguleikana. Enn hafa ekki komið fram sannfærandi samfélagslýsingar sem byggja á þessum grunni. Þær liggja hins vegar í loftinu og er óhætt að segja að það séu spennandi tímar í fornleifafræði.”

Heimildir:
-Leskaflar í íslenskri fornleifafræði, Fornleifastofnun Íslands, Sagnfræðiskor HÍ, Adolf Friðriksson, haust 2003.
-Umfjöllunar um nýja framsetningu um “Gamla sáttmála” í Fréttablaðinu þann 2. nóv. 2005 þar sem sagnfræðingar við H.Í segja skoðun sýna á nýframkominni véfenganlegri kenningu um ritun og tilgangi hans.
-www.saa.org/
-www.stanford.edu/dept/anthroCASA/people/faculty/hodder.html
-www.natmus.is/thjodminjar/fornleifar/
-http://www.instarch.is/
-Kennileg fornleifafræði, Ian Hodder, Orri Vésteinsson og Uggi Ævarsson þýddu, Ritið, Tímarit hugsvísindastofnunar Háskóla Íslands, 2004, bls. 195-211.
-Lewis R. Binford: In Pursuit of the Past, California News, 2002, 260 bls.
-Kennileg fornleifafræði, Ian Hodder, Orri Vésteinsson og Uggi Ævarsson þýddu, Ritið, Tímarit hugsvísindastofnunar Háskóla Íslands, 2004, bls. 206.
-Orri Vésteinsson, Staða íslenskrar fornleifafræði, Ritið, Tímarit hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, 2004, bls. 65-66.

Landnámssýning

Landnámssýningin í Aðalstræti – skáli.

Gálgahraun

Nokkuð hefur verið skifað um áætlað landnám hér á landi, hvort sem um er að ræða út frá rituðum heimildum eða nærtækari vísindaaðferðum, s.s. gjóskulagarannsóknum eða geislakolsgreiningum. Páll Theódórsson, Vilhálmur Örn Vilhjálmsson, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, Karl Grönvold og Ingrid Olson hafa m.a. fjallað um þetta viðfangefni út frá viðkomandi fræðigreinum.

Húshólmi

Skáli í Húshólma.

Árný lýsir aldursgreiningum með geislakoli, nálgunum og leiðréttingum, s.s. trjáaldursgreiningu, sjávar- og samsætuleiðréttingum. Sjávarleiðréttingin lýtur t.a.m. að leiðréttingum upp á ein 400 ár. Aðferðin sjálf er tiltölulega einföld, en margs ber að varast, hvort sem er við öflun sýna og meðferð þeirra. Þá ber að hafa margt í huga er leitt getur til skekkjumarka. Hér verður aðferðinni ekki lýst enda auðvelt að nálgast gögn um hana í neðangreindum heimildum.
Páll segir í grein sinni að “þótt grundvallaratriði aðferðarinnar séu einföld er af sögulegum ástæðum nær ávallt farin nokkuð flókin leið til að útskýra hvernig aldur sýnir er fundinn af geislavirkni kolefnisins.” Vísindin sem slík eru ekki markmið fornleifafræðinnar heldur menningarsagan. En varpa má ljósi á söguna með aðstoð vísindanna.

Landnámslagið

Landnámslagið (Settlement).

Öll lífræn efni taka til sín kolefni úr andrúmsloftinu. Þegar þau deyja byrjar kolefnið að dvína. Helmingunartími þess er um 5700 ár. Þannig er hægt með varfærni og ákveðnum aðferðum að mæla áætlaðan aldur lífvera s.l. 200 til 50.000 ár og jafnvel lengur. Þótt hægt sé að greina aldur allra lífvera er öruggast að aldursgreina bein af húsdýrum og mönnum.
Tvö öskulög hafa einkum verið notuð í fornleifarannsóknum, svokallað landnámslag, sem samkvæmt C14 greiningum er talið vera frá um 890, og öskulagið H-1 eða H-1104 úr gosi í Heklu. Rannsóknir á borkjörnum í Grænlandsjökli gefa gos til kynna á þeim tíma, en einnig árið 871 (sem virðist vera hið eiginlega landnámslag). Ef það er rétt gæti þar verið komin skýringin á öskulaginu yfir mannvirkjum í Húshólma í Ögmundarhrauni, sem haf skv. því verið reist um og eftir 871.

Óbrennishólmi

Virki eða fjárborg í Óbrennishólma.

Páll telur að “vísbendingin um landnám snemma á áttundu öld sé orðin svo sterk að íslenskir fræðimenn komist ekki hjá því að taka hana alvarlega.” Tekur hann m.a. mið af uppgötvunum á aldri landnámslagsins að tilstuðlan gjóskulagafræðinnar, árhringjagreiningar, geislakolsgreiningar og frjókornarannsókna.
Ingrid Olson segir að “út fá þeirri þekkingu sem við búum við nú á dögum er mögulegt að álykta að hin hefðbundna tímasetning á landnáminu sé rétt, en líklegra er þó að upphaf landnámsins sé eldra.” Sýni, sem tekin voru við uppgröft í miðbæ Reykjavíkur og í Vestmannaeyjum, bentu við geislakolsmælingu til þess að væru eldri en sögulegar heimildir um landnám gefa til kynna.

Gjóskusnið

Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.

Þannig virtist landnámslagið vera yfir mannvistarleifum á þessum stöðum er aftur gæfu til kynna að landnám hafi veirð hafið hér á landi nokkuð fyrir árið 870, eða nokkru áður en “hið skráða” landnám gefur til kynna. Spurningin er bara “hversu löngu” áður? “Landnámið greinist yfirleitt eldra en söguleg hefð (874) segir til um. Ef horft er á stöðuna ein og hún lítur út í ljósi þeirrar þekkingar sem við búum yfir í dag um C14 aldurgreiningar, getur landnám mjög líklega hafa hafist einhvern tímann frá lokum 8. aldar og fram til loka 9. aldar. Nákvæmari tímasetning út frá C14 aldurgreiningum er ekki möguleg miðað við núverandi aðstæður.”
Perlur Karl Grönvold segir að “eldgossins, sem myndaði landnámslagið er hvergi getið í heimildum og því hefur nokkuð verið litið til geislakolsgreininga. Landnámslagið er auðþekkt öskulag sem fallið hefur rétt um landnám en er hvergi getið í heimildum og kemur geislakol þar nokkuð við sögu. En enginn vafi er hins vegar á því hvar lagið liggur í hinum afstæða öskulagatímaskala. Sigurður Þórarinsson fann þetta öskulag fyrst við rannsóknir sínar í Þjórsárdal en á Suðrvesturlandi er það tiltölulega auðþekkjanlegt vegna þess að það er tvílitt, hvítt og svart (dökktvígrænleitt), og kallaði Sigurður það upphaflega VII a og b. Í Grænlandsísnum reyndust vera vera tveir greinilegir leiðnitoppar, annar við 871 og hinn við 898. Það var hins vegar aldrei haldið fram sem vissa að annar þeirra ætti við landnámslagið heldur bent á það sem möguleika.”

Landnámsöskulagið

Dökka lagið með ljósum botni þar fyrir neðan er Landnámsöskulagið. Ofan þess má m.a. sjá Miðaldaöskulagið.

Vilhjálmur segir að “allmargar niðurstöður, sem fengist hafa við kolefnisaldursgreiningar á sýnum á Íslandi benda til þess að landnám hafi hafist fyrr en hingað til hefur verið haldið.” og jafnframt að “löngu áður en niðurstöður sumra kolefnisaldursgreininga gátu bent til landnáms fyrir þann tíma, sem ritaðar heimildir segja til um, höfðu verið settar fram kenningar um fasta búsetu fyrir tíma hefðbundins landnáms. Hingað til hafa ekki fundist neinar fornminjar við rannsóknir eða á söfnum, sem geta bent til keltneskrar eða norrænar búsetu, miklu ledri en frá þeim tíma sem ritaðar heimildir segja til um. Fornleifarannsóknir, fornminjar og aldursgreiningar á Íslandi geta þó á núverandi stigi bent til eldra landnáms á Íslandi en hins norræna í lok 9 aldar.”

Af framangreindu má sjá að með frekari rannsóknum má vænta óvæntra tíðinda er varpað geta með meiri nákvæmni en áður á landnám hér á landi.
uppgröftur Í ljósi alls þessa skýrist sú varfærni þegar komist er að orði í eftirfarandi kynningu um fornleifarnar í Aðalstræti í miðborg Reykjavíkur: “Sagan segir að Ingólfur hafi valið sér Reykjavík til búsetu eftir tilvísun guðanna vegna þess að öndvegissúlur hans rak þar á land. Líklegra er þó að Reykjavík hafi verið valin vegna ótvíræðra landkosta. Þar má nefna milda veðráttu, gott skipalægi, nægt undirlendi, rekafjörur, mýrar til rauðablásturs og mótekju, heitt vatn í jörðu, gjöful fiskimið, eggver og selalátur í eyjum, ágætt beitiland, akureyjar og laxveiði í ám. Landnámsmennirnir þurftu ekki síst að treysta á veiðiskap sér til lífsviðurværis og er staðurinn sem Ingólfur kaus sér heppilegur frá því sjónarmiði.” Hér er ekkert minnst á “hið fyrsta landnám” í Reykjavík, enda óljóst að svo hafi verið ef tekið er mið af vísindalegum niðurstöðum.

Hafnir

Hafnir – fornaldarskáli frá því fyrir norrænt landnám.

Svo virðist sem nefndur Ingólfur, sem hampað hefur verið sem “hinum fyrsta landnámsmanni” og settist að í Reykjavík, hafi komið á eftir ýmsum öðrum, sem hér höfðu dvalið um allnokkurt skeið, enda virðist það bæði staðfest af ýmsum örnefnum sem og þeim minjum, sem einn á eftir að skoða, ekki síst á Reykjanesskaganum og á sunnanverðum Austfjörðum. Alla jafna hafa fornleifar verið rannskaðar á stöðum með sögulegar skírskotanir. Ef horft yrði framhjá skráðum heimildum og einungis tekið mið af þeim minjum, sem vitað er um og þekktar eru af staðkunnugum um land allt, er ekki ólíklegt að ýmislegt gæti komið þar fram er varpað gæti ljósi á upphafið og tilurð þess – með aðstöð vísindalegra möguleika.

Heimildir:
-Páll Theódórsson. 1997. Aldur landnáms og geislakolsgreiningar. Skírnir, 171. 92-109.
-Páll Theódórsson. 1992. Aldursgreining með geislakoli. Takmarkanir og möguleikar. Árbók hins íslenska fornleifafélags. 59-75.
-Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. 1990. Kolefnisaldursgreiningar og íslensk fornleifafræði. Árbók fornleifafélagsins. 35-70.
-Árný Erla Sveinbjörnsdóttir. 1996. Aldursgreiningar með geislakoli. Um landnám Íslands (ritstj. Guðrún Ása Grímsdóttir). Vísindafélag Íslendinga. Ráðstefnurit V. Bls. 59-75.
-Ingrid Olson og Erla Vilmundardóttir. 2000. Landnám Íslands og C14 aldursgreiningar. Skírnir, 174. 119-149.
-Karl Grönvold. 1995. Öskulagatímatalið, geislakol, ískjarnar og aldur fornleifa. Nokkrar athugasemdir við skrif Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar. Árbók hins íslenska fornleifafélags. 163-184.

Einihlíðar

“Landnámsmaður” í Einihlíðum.

Húsatóttir

Gengið var með Jórmundi Kristinssyni, 75 ára, um Húsatóptir og m.a. leitað að fyrrum brugghelli við Tóptirnar, sem munnmælasagnir hafa verið til um.

Húsatóttir

Baðstofa.

Jórmundur bjó hjá foreldum í eystri bænum að Húsatóptum. Hreppsstjórinn bjó þá í vestari bænum uns hann var fluttur niður fyrir bæina, í hús það sem nú hýsir golfskála Grindvíkinga. Jórmundur sagðist ekki muna eftir því hvernig gamli bærinn hafi litið út, en sennilega hafi hann verið úr torfi og grjóti, eins og hús voru fyrrum. Hús það, sem hann bjó í hafi verið á þeim stað, sem núverandi hús er.
Jórmundur sagði vatn hafa jafnan verið sótt í brunninn neðan við nýja húsið á Húsatóptum (golfskálann), en það hafi yfirleitt verið með saltbragði. Þá hafi faðir hans grafið niður í gjá skammt suðaustan við hús þeirra og þá komist níður í ferskt vatn. Op er niður í gjána, sem gengur í gegnum hraunhól. Í dag er þar nokkurt drasl, en sjávarfalla gætir í gjánni. Ferska vatnið flýtur ofan á saltvatninu svo bæði auðvelt og nærtækt hefur verið að nálgast þarna vatn.
Jórmundur sagði að vitað hafi verið að víða hafi verið bruggað í Grindavík og nágrenni fyrrum. M.a. voru einhverjir við þá iðju í Jónshelli (Gaujahelli) þegar jarðskjálfti reið yfir. Lokaðist hellirinn og þeir þar inni. Voru mennirnir orðnir úrkula vonar um að komast út er annar jarðskjálfti opnaði hellinn á ný. Sagnir eru og til um brugghelli við Húsatóptir og samsvarar lýsingin á honum framangreindum brunni í hraunhólnum.
Margar sprungur eru beggja vegna Húsatópta. Stærsta gjáin og jafnframt sú dýpsta, Baðstofa, er austan við túnin. Í henni er mikið ferskt vatn, um 12 °C. Fiskeldisstöðin á Tóptum sækir vatn sitt þangað. Sprungurnar eru í misgengi, sem m.a. nær í gegnum Þorbjörn. Á einum stað austan og ofan við Baðstofu hefur gjáin fyllst af grjóti og sandi svo ganga má í gegnum hana. Er hún nokkurs konar minni útgáfa að Almannagjá á Þingvöllum.

Húsatóttir

Refagildra.

Baðstofa er um 18 faðma djúp, þar af er dýpt vatnsins í botni hennar um 9 faðmar. Í gjána var oft sótt vatn, er brunnar spilltust í stórflóðum. Þótti vatn þar mjög gott. Svo sagði Lárus Pálsson hómapat, að hann tæki hvergi vatn í meðul annars staðar en í Baðstofu. Sögn er um, að Staðarprestur hafi fengið að sækja vatn í Baðstofu gegn því, að Húsatóptarbændur fengju að taka söl í landi Staðar. Gjáin er mjög djúp niður á vatnsborðið, en ekki nema um 3 m breið. Mikill gróður er í henni víða. Brú liggur yfir gjána þar sem vatni er dælt úr henni, en vatnið er bæði notað til vökvunar á golfvellinum og í fiskeldinu sunnan vegarins, sem fyrr sagði. Gegnumstreymi er á vatninu í gjánni. Skammt ofan gjárinnar er hlaðin refagildra. Hún er fallin saman að hluta, en vel má greina útlínur hennar og byggingarlag. Nú er vitað um 25 slíkar refagildrur á Reykjanesskaganum. Væri í rauninni hægt að gera þær virkar með skömmum fyrirvara ef einhver hyggðist á refaveiðar. Þessar gildrur falla mjög vel inn í landslagið og eiga ókunnugur jafnan erfitt með að greina þær frá því.
Nokkur hlaðin fiskbyrgi eru vestan við Húsatóptir, ofan við megingjárbarminn. Eitt þeirra er enn nokkuð heillegt. Þrjár ástæður munu hafa verið fyrir staðsetningu byrgjanna, þ.e. lofta þurfti vel um fiskinn, þau voru fjarri flugunni og einnig hæfilega langt frá alfaraleið.

Húsatóttir

Fiskibyrgi.

Hjálmagjá er norðvestast (efst) í túni Húsatópta, grasi gróin í botninn. Haft var eftir gömlu fólki, að það hefði oft séð hamrana upplýsa með dýrlegum ljóshjálmum, sem bárum mjög af lýsiskolum í mannheimi. Sást þá oft huldufólkið úr Hjálmagjá leika listir sínar á skautum í tungsljósinu (þ.e.a.s. í lægð í Húsatóptatúni, sem kallast Dans, og þar mynduðust góð svell í frosthörkum á vetrum), segir í örnefnaskrá.
Sunnan við Dans (sem er norðaustast í túninu) er Kvíalág og Fjósskák sunnan hennar. Næst er Harðhaus. Hann er ósleginn túnpartur um 120 m norður af bænum, fast utan golfvallarins. Þar hraktist aldrei hey. Í óþurrkatíð var Harðhaus sleginn til að fá þurrkt. Fjósaskák og Harðhaus náðu alveg heim að gamla bænum. Harðhaus fékk nafn sitt er bóndi á Tóptum reyndi að slétta hann líkt og aðrar skákir, en fékk þá þrálátt mein í annan fótinn. Lét bóndi þá af túnsléttunni í hólnum og varð hann aldrei sleginn. Talið var að huldufólk hefðist við í hólnum.

Húsatóttir

Tóft á Húsatóttum.

Rofabarð

Á Íslandi höfðu landnemar þegar eftir landnámið veruleg áhrif á gróðurfarið. Þeir gengu hart fram, hjuggu skóg til húsbygginga og eyddu hrísi til eldiviðs og skepnufóðurs. Það auðveldaði roföflunum, vatni, vindi og veðri, að vinna á og móta landið. Kólnandi veðurfar kallaði á viðbrögð fólks. Það varð að færa bæi sína neðar á landið, nær ströndinni, en hafði áfram útstöðvar á ytri mörkum landsvæðis síns, sbr. selin.

Einir

Einisrót.

Stöðug eldgos, um 20 að meðaltali á öld, jarðskjálftar, jöklar, hafís, landsig og sjávarflóð hafa haft áhrif á búsetu landsmanna og kallað á viðbrögð þeirra varðandi húsagerð úr einhæfu efni; torfi og grjóti.
Nútíminn hefur fætt af sér nýjar fræðigreinar. Ein þeirra er fornleifafræðin. Hún tekur, ein fræðigreina, á því viðfangsefni að reyna að “lesa” forsöguna, þ.e. út frá þeim staðreyndum er felast í “frásögn” minjanna, með góðum stuðningi annarra fræðigreina, þ.á.m. textafræðigreina. Fornleifafræðin getur og hefur gefið nútímafólki hugmyndir um hvernig aðstæður og búseta manna voru frá upphafi hér á landi. Það eru mikilvægar upplýsingar því “framtíðin byggist á fortíðinni”, þ.e. upplifun, reynslu og viðbrögðum forfeðranna.

Gjóskusnið

Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.

Ýmsar aðferðir við aldurgreiningu minja hafa verið notaðar í gegnum tíðina, s.s. flokkun og greining fornmuna (týpología), en á undanförnum áratugum hefur komið fram ný tækni er gefur enn meiri og betri möguleika á slíku (C14, argon. luminocene, pollen, trjáhringagreining o.fl.). Rannsóknaraðferðum hefur fleygt fram og ávallt eru að fást betri og betri upplýsingar um forsöguna og tilgátukenningar hafa náð að þróast. En þrátt fyrir alla tækni og hugmyndir manna um fortíðina skiptir máli að vanda vel til allra verka og koma síðan þeirri fyrirliggjandi vitneskju á framfæri við áhugasamt nútímafólk.

Nútíminn

Nútíminn 2023.

Nútímafólk býr í upphituðum húsum allt árið um kring og hefur almennt ekki miklar áhyggjur af mögulegri umhverfisröskun þrátt fyrir miklar framkvæmdir er augljóslega gætu leitt af sér engu minni áhrif í þeim efnum en gerðir landnámsmanna höfðu á fyrstu áratugum landnámsins. Fornleifafræðin hefur ekki áhyggjur af því – hennar er að fást við hið liðna, en ómeðvitandi er fræðigreinin þó að fást við viðfangsefni, sem fólk ætti að geta nýtt sér til framtíðar.

Rofabarð

Rofabarð.

Handrit

Eftirfarandi er úr grein Orra Vésteinssonar er birtist í Lesbók MBL laugardaginn 3. mars árið 2001:

Stakkavíkursel

Í Stakkavíkurseli eldra.

“ÖLLUM fornleifum fylgir sá kostur að þær eru áþreifanlegar og ótvíræðar að vissu marki. Rituð heimild getur verið tilbúin eða ýkt, en sverð er sverð og spjót er spjót, hvorki meira né minna,” sagði Kristján Eldjárn í lokaorðum rannsóknar sinnar á íslenskum kumlum og haugfé árið 1956. Það er ekki laust við að það hlakki aðeins í Kristjáni, og í þessum orðum má sjá yfirlýsingu um að fornleifar séu – vegna áþreifanleika þeirra – betri heimildir um fortíðina en ritheimildir. Kristján átti að vísu aðeins við að spjót og sverð frá víkingaöld væru betri heimildir um spjót og sverð frá víkingaöld heldur en ritheimildir frá miðöldum sem geta um slík vopn. Gripurinn er betri heimild um sjálfan sig en lýsing á honum. Sjálfur taldi Kristján að fornleifar gætu ekki orðið undirstaða sjálfstæðrar söguritunar – þær gætu aldrei orðið annað en hjálpargögn til nánari útskýringar sagnfræðilegum álitamálum.

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur.

En til hvers grafa menn þá eftir fornleifum og hætta lungum sínum við að handfjalla þær á rykugum söfnum? Hvað er vert að vita um sverð og spjót víkingaaldar annað en það sem fram kemur í ritheimildum: að þau voru til og notuð til að drepa menn? Þurfum við gripinn sjálfan til að skilja það?
Menn hafa fyrir löngu komist að því að af fornleifum er hægt að draga ályktanir um ýmislegt annað en þær sjálfar. Það er að segja sverð er ekki bara sverð það er líka afurð ákveðinnar tækni, járnvinnslu og járnsmíða, það er verslunarvara og það getur falið í sér tákn um hugmyndafræði, stéttaskiptingu eða áhuga á ofbeldi til dæmis. Eitt stakt sverð getur gefið okkur ýmislegt til kynna um þessi atriði en mörg sverð frá löngum tíma og stóru svæði eru heimildasafn sem felur í sér möguleikann á sjálfstæðri söguritun.

Herdísarvík

Herdísarvík – stoðhola í elstu bæjartóftinni.

Á 19. öld áttuðu menn sig á því að í fornleifum væru faldar heimildir um liðna tíð og vildu sporna við því að þær væru bræddar niður af fjárplógsmönnum eða að þær yrðu arinskart smekklausra minjagripasafnara sem ekkert skynbragð báru á íslenska sögu eða menningu. Heimildagildi fornleifa má telja að hafi verið álitið tvennslags á 19. öld. Annars vegar var mikill áhugi á fornleifum sem höfðu verið eign eða á einhvern hátt tengdust frægum einstaklingum – margir vildu finna öxina Rimmugígi, einn fann steininn sem Ingjaldsfíflið var bundið við og skyr Bergþóru var rannsakað af færustu efnafræðingum Kaupmannahafnarháskóla. Þessi áhugi er auðvitað enn við lýði og er skemmst að minnast leitar að höfuðbeinum Egils Skallagrímssonar. Okkur finnst líka sjálfsagt að geta skoðað skrifpúlt Jóns Sigurðssonar á Þjóðminjasafninu. Ef við leiðum hugann að því þá er auðvitað ólíklegt að það að geta horft á og jafnvel stolist til að snerta þetta skrifpúlt auki skilning okkar á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga eða kjörum íslenskra fræðimanna í Kaupmannahöfn á 19. öld. Gildi skrifpúltsins er fyrst og fremst tilfinningalegt – það færir okkur nær sögupersónunni og tíma hans og er jafnframt tákn fyrir heilmikla sögu sem sögð er á bókum og skiptir okkur máli.

Kristján Eldjárn

Kristján Eldjárn.

Hin hliðin á heimildagildi fornleifa sem þróaðist á 19. öld var af sama meiði en snerist ekki um einstaklinga eða atburði heldur um meira abstrakt hugmyndir, um þjóðfélagsskipan, efnahagsástand, verslunarsambönd og þess háttar.
Fyrir Kristjáni Eldjárn var haugfé ekki heimild um einstaklinginn sem átti það heldur um tímasetningu landnáms og kristnitöku. Það var jafnframt tákn fyrir ákveðið tækni- og menningarstig, um heiðni og víkingaöld, og skýr vísbending um þjóðerni landnámsmanna. Um miðja 20. öld hafði akademísk fornleifafræði þróast frá einfaldri þróunarhyggju þar sem forngripum var raðað í tímaröð til að sýna fram á framþróun mannsins frá apa til séntilmanns, í átt að því sem kalla má menningarfornleifafræði. Menn höfðu komist að því að mannskepnan hafði ekki þróast í takt um alla jörð, heldur voru einstakir hópar mislangt á veg komnir á mismunandi tímum. Fornleifafræðingar fóru þá að leggja áherslu á að skilgreina þessa hópa, safn gripa með ákveðin einkenni sem finnast á sama svæði á sama tímabili, og túlkuðu slík söfn sem mismunandi þjóðir eða samfélög.

Eldaskáli

Langhús – eldaskáli.

Fornleifafræði sem fæst eingöngu við að sanna eða afsanna það sem fram kemur í ritheimildum getur aldrei orðið mjög frjó. Hún verður í besta falli myndskreyting, uppfyllingar- og ítarefni sem gerir söguritið skemmtilegra, hjálpar lesandanum að sjóngera fortíðina en breytir í raun litlu um skilning hans á henni. Það er hins vegar á þessu plani sem fjölmiðlar fjalla um fornleifafundi og í huga almennings er það þetta sem fornleifafræðingar gera – þeir finna bæ Ingólfs og atgeir Gunnars og virðist engan hneyksla þótt tugum milljóna sé eytt í slík verkefni. Nú stendur yfir uppgröftur við Aðalstræti í Reykjavík og þar hafa meðal annars verið grafnar fram leifar Innréttingahúsa frá seinni hluta 18. aldar. Ein fyrsta fréttin sem greindi frá þessum uppgrefti nú í janúar fjallaði að stórum hluta um stétt sem verið hefur í húsaporti milli þriggja samtengdra Innréttingahúsa. Það sem blaðamanninum fannst merkilegt var að stéttin skyldi vera þarna – það dugði honum, og sennilega lesendum hans, að fundist hefði mannvirki sem hægt er að benda á og segja: “svona var umhorfs á Innréttingatímanum í Reykjavík – þarna gæti Skúli Magnússon hafa gengið um. Á sama plani væri svo sagnfræðingurinn sem tæki ljósmynd af stéttinni og setti hana í bók sína um sögu Innréttinganna til að brjóta upp textann eins og það er kallað.

Höggstokkur

Höggstokkur 1830.

Fyrir fornleifafræðing hefur stéttin í Aðalstræti 14 svipað gildi og einhver tiltekin setning úr miðri Íslendingasögu. Setningin ein og sér er takmörkuð heimild – af henni má kannski draga einhvern lærdóm eða fá innsýn inn í miðaldaheiminn en gildi hennar liggur fyrst og fremst í því að vera hluti af heild.
Þetta snýst því að hluta til um mælikvarða – það sem gestur sér eða er mest áberandi í fornleifauppgrefti er ekki endilega hinar merkingarbæru einingar sem fornleifafræðingurinn fæst við. Fyrir honum er uppgröfturinn allur eins og bók – og ekki frekar en að sagnfræðingur getur tjáð sig af mikilli speki um heimildirnar sem hann fæst við fyrr en hann er búinn að lesa þær þá getur fornleifafræðingurinn oft lítið sagt sem heyrir til stórtíðinda í fortíðarbransanum fyrr en hann hefur lokið við uppgröft sinn.

Málmleitartæki

Fornleifafræðingar nota málmleitartæki.

Um og upp úr 1960 uppgötvuðu fornleifafræðingar að til væru aðrar hliðar á fortíðinni en þær sem ritheimildir segja frá. Þá átti sér stað heilmikið uppgjör við menningarfornleifafræði eins og þá sem Kristján Eldjárn er fulltrúi fyrir og ungir og reiðir fornleifafræðingar – einkum í Bandaríkjunum – höfnuðu hinni sagnfræðilegu orðræðu fornleifafræðinnar og vildu byggja sér sjálfstæða orðræðu. Þessi stefna, sem kölluð er Nýja fornleifafræðin eða prósessúal fornleifafræði, sótti styrk sinn til tölfræði, félagsvísinda og landafræði. Listfræðilegum aðferðum og unun góðra gripa var kastað fyrir róða og í stað þess var hafist handa við að búa til lýsingar á horfnum samfélögum sem byggðust á mælingum, vegalengdum, fjölda eða þyngd gripa og innbyrðis afstöðu þeirra. Það er einföldun, en segja má að samhengi fornleifanna, bygginga eða gripa, hafi fengið merkingu þar sem áður var aðeins spáð í þær sem einstaklinga. Þessar nálganir hafa reynst frjóar og skilningur manna á forsögulegum samfélögum hefur aukist gríðarlega.

Gangabær

Gangabær.

Og lesendum þarf ekki að koma á óvart að þar sem til varð prósessúal fornleifafræði þá er nú komin póst-prósessúal fornleifafræði, en hún hafnar kerfisáráttu og talnagleði forvera sinna og leggur áherslu á túlkun og hinar huglægu breytur í mannlegu samfélagi.
Lítil merki hafa sést um þessa þróun á Íslandi, enda hefur ekki verið sama þörf á nýjum aðferðum hér þar sem við höfum þegar ágæta mynd af fortíð lands og þjóðar byggða á ritheimildum. Íslenskir fornleifafræðingar hafa fyrst og fremst fengist við að finna svör við sagnfræðilegum spurningum, fylla út í hina sagnfræðilegu mynd og framleiða myndefni. Þeir hafa sýnt furðulega lítinn áhuga á að búa til sjálfstæða orðræðu um fyrstu tvær aldir Íslandssögunnar – sem þó er forsögulegur tími og nokkuð ljóst að aðrar heimildir en fornleifar eru ekki líklegar til að bæta við þekkingu okkar um hann – og ekki sýnt minnstu tilhneigingu til að búa til sjálfstæða orðræðu fornleifafræði hins sögulega tímabils eftir 1100.

Torfbær

Torfbær.

Meðal hefðbundinna verkefna íslenskra fornleifafræðinga er að velta fyrir sér þróun íslenska torfbæjarins. Það er að segja hvað olli því að íveruhús manna breyttust smátt og smátt frá einföldum skálabyggingum til gangabæja með mörgum litlum herbergjum? Það er nokkuð samdóma álit þeirra sem um þetta hafa fjallað að í þessari þróun megi sjá merki um hnignun, einkum í hinum síðari stigum hennar, og hafa menn jafnvel reynt að tengja þessa þróun við hag þjóðfélagsins á sviðum eins og verslun og sjálfstæði; stór og einföld hús eru þá á tímum sjálfstæðis og frjálsrar verslunar en húsin minnka og skiptast meira niður eftir því sem stjórn landsins og verslun við það kemst meira og meira í hendur útlendinga. Ástæðurnar fyrir þessari þróun húsagerðar sem helst hafa verið nefndar eru annars vegar kólnandi veðurfar á síðmiðöldum og fram yfir 1800 og hins vegar þverrandi aðgangur að góðu byggingarefni. Meiningin er þá sú að menn vildu hafa byggt sér stóra og einfalda skála en bara gátu það ekki vegna ytri aðstæðna og urðu að láta sér nægja þrönga torfkofa í staðinn. Síðan hefur það farið eftir því hvort menn eru hallari undir vistræðilegar eða efnahagslegar skýringar á harmsögu þjóðarinnar hvora orsökina menn telja mikilvægari.

Bæjarhús

Einföld bæjarhús.

Fyrsta viðbragð prósessúal fornleifafræðings við slíkum hugmyndum væri að spyrja hvort þær ættu í raun við rök að styðjast. Hann myndi fara með reglustiku og mæla út flatarmál allra þessara bæja frá mismunandi tímum. Hann myndi þá komast að því að stórir gangabæir frá því eftir siðaskipti eru síst minni að flatarmáli en hinir stóru skálar landnámsaldar. Rýmið er raunar í mörgum tilvikum mun meira í gangabæjunum – því er bara skipt meira niður. Prósessúal fornleifafræðingurinn er hallur undir félagsfræðilegan þankagang og myndi í framhaldi af þessu spyrja hvort ekki væri nær að líta á þessa þróun sem merki um ákveðna aukningu lífsgæða. Það er snyrtilegra og skipulegra að aðgreina rými fyrir geymslu, svefn, eldamennsku, vinnu og gestamóttöku en að hafa þetta allt í einu herbergi – innan um húsdýrin jafnvel.

Hofstaðir

Garðabær – Hofsstaðir fyrrum…

Póst-prósessúal fornleifafræðingurinn gæti hugsað sér að líta á þessa þróun táknrænt. Til dæmis þannig að samfélagið hafi verið flóknara á 16. öld en á þeirri 10. og að það endurspeglist í því hvernig menn raða niður híbýlum sínum. Hann gæti hins vegar líka bent á að viðtekinn heimilishiti er afstæður, hann er menningarleg breyta. Það hlýtur að hafa verið kalt í stóru skálunum á Hofstöðum, Skallakoti eða Ísleifsstöðum og breytir litlu þótt það hafi verið einni gráðunni heitara að meðaltali á landnámsöld. Kannski fóru menn að gera auknar kröfur um meiri hita á heimilum, kröfur um aukin þægindi – og gætu þær hafa verið alveg óháðar hitasveiflum í náttúrunni – sem leiddu til þess að híbýlum var breytt þannig að þau héldu betur hita. Það má jafnvel túlka þetta sem tákn um velmegun – áherslur á lífsþægindi af þessu tagi koma yfirleitt ekki upp á yfirborðið nema í samfélögum þar sem afkoman er trygg og menn öruggir um sinn hag.”

-Lesbók – laugardaginn 3. mars, 2001
-Orri Vésteinsson

Handrit

Handrit.