Gestahúsið við Garðhús er að öllum líkindum að uppruna elsta húsið í Grindavík, frá því um 1882.
GestahusEftir að það hafði verið gert upp að hluta var það flutt frá Garðhúsum yfir á svonefndan sjómannareit í hjarta bæjarins og betrumbætt þar. Það hýsti um tíma upplýsingamiðstöð bæjarins, en er nú handverkshús.
Flagghúsið er eitt af elstu húsum Grindavíkur, talið vera byggt árið 1890. Það stóð að efni til einnig við Garðhús,e n var flutt á núverandi stað ofan við Norðurvör. Í dag er þetta hús upphaf skipulagðrar byggðar í Grindavík, enda öll húsnúmer frá þessu húsi talin. Flagghúsið hefur m.a. verið íbúðarhús, verbúð, samkomustaður, beituskúr, pakkhús, salthús, veiðafærageymsla og netaloft. Auk þess er þarna sögusvið nóbelsverðlaunaskáldsins og leiksvið kvikmyndarinnar „Sölku Völku”. Húsið var gert upp fyrir nokkrum misserum.
FlaggGömlu Grindavíkurhúsin eru nú bæði mörg og margvísleg, sum byggð af vanefnum. Þegar gengið er um gamla bæjarhluta, hvort sem er í Þórkötlustaðarhverfi eða Járngerðarstaðahverfi, má berja húsin augum. Flest voru þau byggð úr timbri í byrjun 20. aldar. Mörg þeirra hefur síðustu ár skort samfellt viðhald líkt og sjá má. Mikilvægt er nú, í ljósi tilboðs núverandi ríkisstjórnar, að bretta duglega upp ermar og nýta tilboð um skattaafslátt til endurbóta húseigna svo endurheimta megi duglega hina gömlu mynd þess tíma er þau voru byggð. Með góðum samtakamætti gæti Grindavík orðið til fyrirmyndar í þeim efnum á landsvísu.

Grindavík

Grindavík.