Hafnarfjörður

“Um aldamótin 1900 byggði framfærsla flestra sem bjuggu í námunda Hafnfijarðar á sjósókn og búskap. Allt framundir seinustu áratugi 18. aldar reru menn til fiskjar á opnum bátum, en Bjarni Sívertsen hafði gert út þilskip frá Hafnarfirði á velmektarárum sínum rétt eftir 1800 en hann lést 1833. Um 1860 bjuggu 343 menn við Hafnarfjörð og fór fjölgandi því 1884 var íbúatalan komin upp í 450 manns, þegar með voru taldir þeir sem bjuggu á bújörðum í Álftaneshreppi. Á kaupstaðarlóðunum við Hafnarfjörð bjuggu þá 200 manns sem störfuðu að mestu við verslun, enda voru reknar fimm verslanir í Hafnarfirði; fjórar innlendar og ein í eign útlends manns. Það var Knudtzons verslun.

Akurgerði

Sveitaverslun var mikil við Hafnarfjörð eins og hún hafði verið stunduð um langt árabil. Bændur og búalið austan úr Selvogi, Ölfusi og Flóanum áttu einkum viðskipti við hafnfirska kaupmenn að ógleymdum Álftnesingum. Aðal samgönguæð sveitafólksins var Selvogsgatan, sem liggur yfir Selvogsheiði við Heiðina há, um Grindaskörð, með Setbergshlíð, um Öldur og norður í fjarðarbotninn, þar sem verslanirnar fimm stóðu í röðum á malarkömpunum.

Fjárkláði geisaði á landinu um miðja 19. öld og var fé skorið niður haustið 1875 svo sauðlaust var í suðurhreppum Gullbringusýslu. Þegar aflaleysi bæt

tist við lá við miklu hallæri í Álftaneshreppi, sem annarsstaðar við Faxaflóa. Ástandið var mun betra í sveitum landsins; á Vestfjörðum, Norðurlandi og Suðurlandi. Landsstjórnin veitti lán til þeirra sem áttu allt sitt undir fisknum og 1877 var efnt til almennra samskota í öðrum héruðum og landsfjórðungum til hjálpar þeim sem bjargþrota voru.

HrísburðurÁgangur franskra fiskimanna hér á Faxaflóa þótti með öllu óþolandi þegar hallæri þetta gekk yfir eins og lesa má í Þjóðólfi 23. apríl 1877. Þar segir m.a.: „Óðar en fiskur leitar úr djúpi upp á grunnmiðin, safnast þeir með tugum skipa á sjálfa þá bletti, þar sem net vor liggja, draga netin í hnúta, hindra aflabrögðin, skemma netin eða glata þeim með öllu.”

Brennisteinn-221Í þessari ótíð kom skoski efnafræðingurinn W.G. Spence Paterson líkt og frelsandi engill, er hann hóf brennisteins-útflutning frá Hafnarfirði 1878. Bróðir hans Thomas George Paterson hafði tekið námurnar í Brennisteinsfjöllum og Krýsuvík á leigu til 50 ára og fengu margir Hafnfirðingar vinnu við námagröft og flutning brennisteinsins.  Greidd var 1 króna fyrir hestburðinn af brennisteini sem fluttur var frá Grindaskörðum að vöruhúsi bræðranna við Hamarskotsmöl. Þetta útflutningsævintýri tók skyndilegan enda 1885, þegar íslenskur brennisteinn varð að lúta í lægra haldi fyrir ó

dýrari brennisteini frá auðugum námum á Sikiley.

Á sama tíma varð fiskbrestur við Faxaflóa og allt vestur til Ísafjarðardjúps og jafnvel norðvestanlands. Hæsti hlutur yfir vetrarvertíðina gerði samtals 200 fiska, mestmegnis ýsu og smáseiði, segir í fréttum árið 1884. Betur fiskaðist sumsstaðar á Austfjörðum og tóku margir sig upp og fluttu þangað. Þótti þetta skjóta nokkuð skökku við þar sem norðlenskir, austfirskir og sunnlenskir vinnumenn og bændasynir höfðu sótt sjóróðra í vestöðvarnar við Faxaflóa um aldaskeið – en nú var öldin önnur.

vegagerd-221Í Hafnarfirði og öðrum þorpum við Faxaflóa bjuggu tómthúsmenn í þurrabúðum sínum og gátu ekki treyst á sjálfsþurftar-búskap eins og til sveita. Þeir lifðu á því sem sjórinn gaf. Atvinnan var stopul og ótrygg og leituðu margir austur eða norður í sveitirnar eftir atvinnu. Á sumrin var kaupavinnan trygg en á vetrum var haldið í verið. Um aldamótin 1900 var kaupamannskaup 12 krónur um vikuna eins og sagt var, sem greiða mátti í 2 fjórðungum smjörs, eða vættarkind, en svo kallaðist tveggja vetra sauður eða geld ær. Þegar fiskvinnu var að hafa gaf hún 12 og ½ eyri um tímann. Fátækt var landlæg í þorpinu Hafnarfirði, enda mátti segja að atvinnulaust hafi verið alla vetur, þó stundum væri hægt að snapa sér vinnu við kolauppskipun.

Það leit ekki vel út með atvinnu í Hafnarfirði í upphafi 20. aldar. Menn óttuðust frekari hallæri, fiskleysi og atvinnuskort. Á veturna stóðu menn undir göflum og höfðu lítið annað við að vera en að ræða málin eða slúðra, eins og það var kallað, á meðan konurnar sinntu heimilisstörfum og öðrum nauðsynjaverkum. Erlendum ferðamönnum sem lögðu til landsins þótti þetta sérkennilegt háttalag og til er teikning eins þeirra frá seinni hluta 18. aldar sem sýnir menn híma undir húsgafli. Á þessum tíma varð til Gaflara nafngiftin sem hefur verið haldið á lofti í Hafnarfirði.

Coot-221Það varð talsverður viðsnúningur þegar breskur maður Mr. Ward hóf að gera út botnvörpuskip til fiskveiða frá Hafnarfirði vorið 1899. Hann leigði land við strandlengjuna norðan Hafnarfjarðar til að verka aflann, en þar áttu fleiri breskir þegnar eftir að starfa að fiskverkun. Í fyrstu veiðiferð sinni, sem tók rúma tvo sólarhringa, fékk botnvörpuskip Wards ágætan afla sem samanstóð af þorski og ýsu og töldust vera 7000 fiskar samtals. Til samanburðar má rifja það upp að árið 1884 var hluturinn eftir vetrarvertíðina 200 fiskar á mann. Þetta var því margfaldur vertíðarhlutur eftir aðeins tvo sólarhringa.

Fyrsti íslenski togarinn Coot, kom til Hafnarfjarðar árið 1905. Með tilkomu mótorskipa og togskipa jókst þörfin á vandaðri hafskipabryggju í Hafnarfirði, sem smíðuð 1913 og var talin sú fyrsta á landinu, þó fyrir væri bryggja í Viðey. Þegar Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1. júní 1908 var atvinnulífið í örum vexti. Fyrst og fremst var byggt á fiskveiðum, fiskverkun, verslun og þjónustu við sjávarútveginn.  

Það má geta þess að Hafnfirðingar þurftu sáralítið að sækja til Reykjavíkur eða annarra byggðalaga á þessum tíma nema brýn nauðsyn bæri til. Hinsvegar áttu reykvísk ungmenni stundum leið til Hafnarfjarðar til að sækja skemmtanir í Gúttó og margir sóttu sér aukna menntun í Flensborgarskóla. Alþingi veitti gagnfræðaskólanum Flensborg fjárstyrk 1892 til að koma upp kennslumenntunarvísi, en Kennaraskólinn í Reykjavík tók við þessari kennslu haustið 1908.

thorgardsdysLeiðin milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur var löngum illfær. Fara þurfti eftir krókóttum og dimmum hraunvegi þegar komið var nær Hafnarfirði og torfærur voru ekki minni yfir Arnarnesmýri þó farið væri með sjónum. Lækir á leiðinni gátu verið erfiðir farartálmar þegar vöxtur hljóp í þá. Árið 1892 ritaði Jón Þórarinsson skólastjóri Flensborgarskóla blaðagrein og kvartaði yfir því að ekki væri komin brú á Fossvogslæk. Nokkrum árum áður hafði Kópavogslækur verið brúaður eftir að þrír unglingar drukknuðu í honum að vetrarlagi. Það kom einnig fyrir að menn urðu úti í vetrarveðrum á þessari leið því þar voru aðeins þrír bæir Kópavogur, Arnarnes og Hraunsholt. 

Þrátt fyrir einangrun Hafnarfjarðar vegna erfiðra samgangna var bærinn með nokkuð alþjóðlegu sniði. Samgöngur á sjó voru mun greiðari og danska var töluð daglega í verslunum og á sunnudögum var töluð danska eða norska á betri heimilum. Sagan segir að stundum hafi málið sem fólk í Hafnarfirði talaði verið hálfgerður blendingur. Kerling ein sem þóttist vera að tala dönsku varð mjög móðguð þegar henni var sagt að þetta væri ekki danska heldur hafnfirska.

Hafnarfjordur-221Nokkrir Hafnfirðingar kunnu hrafl í ensku og forframaðir menn sem starfað höfðu á hollenskum, þýskum, enskum og norskum kaupskipum gátu bjargað sér á fleiri málum. Erlendir útgerðarmenn gerðu út frá Hafnarfirði allt til ársins 1929 og því nauðsynlegt að kunna eitthvað fyrir sér í málum þeirra. Þegar bílaöldin gekk í garð var einangrun bæjarins endanlega rofin og hægt að skjótast yfir hálsa til Reykjavíkur þegar fólki sýndist. Þá styttist leiðin til Reykjavíkur, en þrátt fyrir miklar framfarir í vegamálum er leiðin frá Reykjavík til Hafnarfjarðar alltaf jafn löng og virðist ekkert styttast.

Þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi voru íbúarnir orðnir 1469 talsins og þá hófst fyrir alvöru uppbygging bæjarins í hrauninu. Útgerð stóð með miklum blóma eftir að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar tók til starfa 1930. Fiskvinnsla og útgerð áttu mikinn þátt í vexti byggðarinnar allt þar til Bæjarútgerðin var lögð niður og skipin seld. Nokkur útgerðarfyrirtæki voru starfrækt um tíma eftir það en það fjaraði undan þeim.”

Heimild:
-Jónatan Garðarson.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður fyrrum.