Færslur

Hafnarfjörður 1554

Í Sjómannadagsblaðinu 1992 eru greinar um tilurð, upphaf og þróunar byggðar í Hafnarfirði, m.a. undir fyrirsögninni „Miklar hamfarir og erfið fæðing“:

Sjómannadagsblaðið 1992„Það var ekki lítið, sem gekk á fyrir máttarvöldunum að búa til Hafnarfjörð. Í sinni eigin sköpun gekk það svo til fyrir hólmanum, sem fékk nafnið Ísland að á einu sínu aldursstigi var yfir honum blágrýtishella, sem síðan lagðist yfir ís, og ísinn bráðnaði og hólminn varð blómum skreyttur, og enn kom ísinn og lagðist yfir blómin, en ísinn átti sér svarinn óvin. Hann var eldurinn, sem braust um undir blágrýtishellunum og ísnum eins og tröll í fjötrum, og tók að sprengja helluna og bræða ísinn og þá tók hraunið að renna og hraunin kólnuðu í gjallhrúgur og hraunið rann í sjó fram og það tóku að myndast skagar útúr hólmanum og víkur inn í hann.
Allt gekk þetta með miklum seinagangi, því að í þennan tíma var ekki til mannskepnan, sem sífellt er að flýta sér og mælir allan tíma í hænufetum, sem hún kallar ár. Hún gefur og öllu sín nöfn, þessi mannskepna. Og þegar gjallhringarnir kólnuðu og urðu blágrýtis- og móbergshrúgur kallaði hún þau fjöll, og eitt fjallið nefndi hún Vífilsfell, en skagann, sem runnið hafði fram úr því fjalli eða þeim fjallaklasa og storknaði í hraunhellu, var gefið nafnið Romshvalanes, og hefur það nafn trúlega tekið til þess skaga alls, sem nú er nefndur Reykjanesskagi.
Vífilfell var heitið eftir fóthvötum náunga, sem bjó á Vífilsstöðum. Sá hafði hlaupið eftir endilangri suðurströnd hólmans í leit að framtíðar búsetursstað fyrir sinn húsbónda. Kannski vilja Hafnfirðingar sem minnst um þennan mann tala. Það var nefnilega hann sem fann Reykjavík. Vífill var svo fótfrár, að þegar hann vildi róa til fiskjar, hljóp hann frá bústað sínum uppá þetta fjall að gá til veðurs áður en hann reri. Hann rann þetta sem hind á sléttum velli, þó á 700 metra bratta væri að sækja og spottinn 10 km. eða svo í loftlínu. Síðan hljóp hann til skips að róa eða heim í rúm til kellu sinnar aftur. Margt barnið hefur orðið til um aldirnar, þegar menn hættu við að róa.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður skömmu fyrir 1900 – mynd í eigu Byggðasafns Hafnarfjarðar.

Í fyrrgreindum gauragangi í jarðskorpunni hafði Hafnarfjörður myndast, af Hvaleyrarhöfða á annan veginn, en Álftanesinu á hinn veginn, og varð hin mesta völundarsmíð af firði.
Menn vita að vísu hvernig nafnið Hvaleyri varð til. Þeirri eyri gaf nafn hinn fyrsti fiskimaður hólmans, svo ákafur til veiðanna, að hann gætti ekki að afla heyja, og festist þessi veiðiáhugi með þeim, sem fylgdu í fótspor þessa náunga. Hann hafði í hrakningum rekizt inn á hinn skjólgóða fjörð og fundið þar hval rekinn á eyri, sem hann gaf þá nafnið Hvaleyri. En þótt vitað sé gerla, hvernig nafnið Hvaleyri er tilkomið veit enginn hver gaf firðinum nafnið Hafnarfjörður, en fjörðurinn ber nafn sitt með sóma, hann er lífhöfn í öllum veðrum með góðri skipgengri rennu inná öruggt skipalægi. Það mun áreiðanlega rétt, sem séra Árni Helgason segir að nafngiftin hefir upphaflega átt við fjörðinn milli Hraunsness og Melshöfða.
Það er ólíklegt að víkin eða reyndar bara vogurinn milli Hvaleyrarhöfða og Skerseyrar hefði verið kölluð fjörður, á tíma íslenzku nafngiftarinnar. Það hefur gerzt hið sama með Hafnarfjörð og ísafjörð. Kaupstaðir tóku nöfn sín af fjörðum, sem þeir stóðu við. Fjarðarnafnið festist á þessum vog, þar sem kaupstaðurinn reis. Sigurður Skúlason segir að „gamlar skoðanir séu lítils virði í þessu efni“. Það er undarleg ályktun.

Hvaleyri

Hvaleyrarbærinn 1772 (settur í nútíma samhengi). Varða til minningar um Flóka Valgarðsson, þess er elst er getið, í forgrunni.

Nafninu bregður fyrir í Hauksbókarhandriti um 1300 í sambandi við nafngift Flóka á Hvaleyri, en síðan ekki fyrr en í annálum á 15du öld.
Heitið „Fjörðurinn“ er síðara tíma heiti á Hafnarfirði í máli manna, og einkum bæjarbúa sjálfra og Reykvíkinga, og líklega eru engir landsmenn í vafa um um við hvað sé átt þegar sagt er að maður eigi heima í „Firðinum“, það á enginn fjörður nema Hafnarfjörður. Líkt og það tók tímann að búa til Hafnarfjörð, reyndust seint búnir til Gaflarar, enda umhugsunarefni.
Átti yfirleitt að búa til Krata. Það varð að ráði til jafnvægis í náttúrunni. Það er bókstaflega ekkert vitað, hvort í þessum forláta firði var nokkur sála búsett svo öldum skipti.
Hvaleyri er, sem fyrr er lýst, nefnd í Landnámu, og því nafni bregður fyrir, segir Sigurður Skúlason í sinni Hafnarfjarðarsögu, þrisvar sinnum á 14du öld, og þá fyrst árið 1343 í sambandi við skipsskaða. „Kristínarsúðin“ er sögð hafa brotnað við eyrina. Þar næst í kirkjugerningi 1391 og 1394 er sagt í annál að norskt skip hafi tekið þar land af hafi.
Nú er það ekki að efa að skipaferðir hafa verið um fjörðinn frá fyrstu tíð landnáms og eitthvert fólk þó nafnlaust sé, bollokað með rolluskjátur, lagt net í Hvaleyrartjörn og dorgað í firðinum fyrir fisk, en það er ekki svo mjög undarlegt að við fjörðinn festist engin byggð, sem sögur fari af fyrr en það verður að útlendingar gera garðinn frægan.
Fjörðurinn var einangraður, umkringdur hraunkarganum illum yfirferðar og engar búsældarlegar sveitir á næstu grösum og því um langan veg og torfæran að sækja kaupstefnur, ef skip hefði komið af hafi með varning, siglingamenn hylltust til að taka hafnir þar sem þeir lágu fyrir fjölmennum sveitum. Þá hefur og verið svo fámennt við fjörðinn að ekki hefur verið leitað þangað í liðsafnaði og hetjur ekki riðið þar um héruð til mannvíga.
Hafnarfjörður - HvaleyriÞað urðu sem sé útlendingar, sem leystu Hafnarfjörð úr álögum einangrunar og færðu staðinn inní landsöguna. Útlendingar hafa alla tíð verið hrifnir af þessarri höfn og komið mikið við sögu staðarins. Þegar útlendingum verður leyft að landa hér afla, væri það ekki undrunarefni að þeir sæktu mikið til Hafnarfjarðar.
Það er um það löng saga í Sögu Hafnarfjarðar hinni fyrri, þegar Ríkharður hinn enski valdi sér Hafnarfjörð fyrstur manna svo sögur fari af sem verzlunarstað 1412, en einmitt það ár hófust siglingar Breta hingað til kaupskapar og fiskveiða.
„Sumarið 1415 var mikil erlend sigling til Hafnarfjarðar. Þangað sigldi þá knör sá, er Árni Ólafsson Skálholtsbiskup hafði látið gera erlendis og komið síðan á út hingað. En þetta sumar er einnig sagt, að 6 skip frá Englandi hafi legið í Hafnarfirði. Gæti það bent til þess, að staðurinn hafi þá þegar verið orðinn miðstöð enskra siglinga hér við land.
Skipverjar á einu þessarra ensku skipa rændu nokkurri skreið bæði á Romshvalanesi og í Vestmannaeyjum og var slíkt ekki eindæma um Englendinga, sem hingað komu á þessum tíma. Með einu þessarra skipa sigldi Vigfús Ívarsson, fyrrverandi hriðstjóri til Englands.“ Vigfús sigldi með fullt skip skreiðar en skreiðarverð var þá hátt í Englandi.
HafnarfjörðurEn Englendingum reyndist ekki lengi friðsamt í Hafnarfirði. Bæði Hansakaupmenn og Hollendingar tóku að leita eftir bækistöð uppúr 1471. Stríðið um Hafnarfjörð stóð þá mest milli Þjóðverja og Englendinga og fóru Englendingar mjög halloka í þeim viðskiptum, en létu sig þó ekki, þeirri þjóð er ósýnt en að láta sig, og héldu Englendingar áfram að auka sókn sína hingað til lands og voru fjölmennir víða sunnanlands og vestan allt norður í Jökulfirði og suður í Vestmannaeyjar. Og ekki hefur Þjóðverjum tekizt að hrekja þá með öllu úr Firðinum fyrr en kom fram undir 1520. Eftir það sátu Þjóðverjarnir að höfninni og bjuggu vel um sig á Óseyri. Alls sóttu Þjóðverjar á 39 hafnir hér við land og er af því mikil saga hversu valdamiklir þeir voru orðnir á 16. öldinni og jafnvel svo að þeir létu orðið til sín taka störf og samþykktir Alþingis. Allt framferði Þjóðverjanna féll landsmönnum miklu betur en Englendinga og miklu betra skipulag var á verzlunarháttum, og var Hafnarfjörður þeirra aðal bækistöð, og þar fastir kaupmenn, sem reistu hús myndarleg og kirkju. Veldi Hamborgara stóð með miklum blóma allt til 1543 að Danakonungur lét gera upptæka alla þýzka fiskibáta 40-50 skip, sem gengu frá Suðurnesjum og aðrar eignir Þjóðverja þar.
Veldi Hamborgara fór að hnigna eftir þetta og með Einokun 1602, misstu Þjóðverjar verzlunarleyfi sitt (1603) í Hafnarfirði. En ekki var að fullu slitið sambandi Hamborgara og Hafnafjarðar fyrr en á þriðja tug 17du aldar.“
HafnarfjörðurÍ framhaldinu tók danska einokunarverslunin við frá 1602-1787. Sigurður Skúlason, skrásetjari, kveður Konungsverzlun með þessum orðum:
„Með þessum hætti varð Hafnarfjörður mesta fiskihöfn Íslands í lok
einokunartímabilsins. Hafngæði og lega fjarðarins gerðu hann enn á ný að þýðingarmestu verzlunar- og fiskistöð landsins. Á uppdrætti af firðinum, sem gerður var um þessar mundir, sjást auk verzlunarhúsanna í Akurgerði, verzlunarhúsið á Langeyri, íbúðarhús stýrimanna og geymsluhús (Fiske Jagternes Huus) á Hvaleyri. Í Hvaleyrartjörn lágu fiskijaktirnar að vetrarlagi, en aðalsaltfiskverkunin fór fram á Langeyri, norðan fjarðarins. Þar lögðust fiskihúkkorturnar fyrir akkerum, meðan skipað var upp úr þeim, en ekki máttu þær liggja utar en svo, að Keili bæri beint yfir Hvaleyrarhöfða, vegna grýtts sjávarbotns.
HafnarfjörðurÞegar kóngur hafði tapað í fimm árin, 1781-86 á Íslandsverzlun sinni ákvað hann að tapa ekki meiru. Honum þótti nú flest fullreynt um þessa Íslandsverzlun og sá þann kostinn vænstan að gefa hana frjálsa. Ekki tókst þó vel til um byrjunina fyrir Hafnarfjörð sem verzlunarstað.
Þann 6. júní 1787 var auglýst með tilskipun að verzlunin væri gefin frjáls við alla þegna Danakonungs, en um haustið (17. nóv.) var einnig gefin út tilskipun um kaupstaði í landinu, og fengu þá nokkrir verzlunarstaðir kaupstaðarréttindi, og urðu höfuðverzlunarstaðir í verzlunarumdæmum eða kaupsviðum og hétu þetta „autoseraðir útliggjarastaðir“. Þeir voru: Reykjavík, Vestmannaeyjar, Eskifjörður, Eyjafjörður, Ísafjörður og Grundarfjörður.
Hafnarfjörður varð þarna útundan. Hann var aðeins „autoriseraður höndlunarstaður“ í umdæmi Reykjavíkur, en kaupsvið Reykjavíkur ákveðið Gullbringu- og Kjósarsýsla og Borgarfjarðar- og Mýrasýsla vestur að Hítará.
Með þessari tilskipan var það staðfest af stjórnarvöldum að Reykjavík skyldi sitja yfir hlut Hafnarfjarðar sem verzlunarstaður.
Það átti ekki af Hafnarfirði að ganga, að ráðamenn hefðu litla trú á staðnum sem framtíðar verzlunarstað.
HafnarfjörðurÁrið 1850 hafði danska innanríkisráðuneytið spurzt fyrir um það hjá stiftamtmanninum hvort Hafnarfjörður ætti að telja til þeirra hafna, sem væru hentugar til að vera meiriháttar verzlunarstaðir, þar sem kaupskip gætu lagzt svo, að vörum yrði skipað upp.
Stiftamtmaðurinn snéri sér til sýslumanns Gullbringu- og Kjósarsýslu og fól honum að gefa svarið.
í stuttu máli sagt taldi sýslumaður allt úr um Hafnarfjörð, sem gerlegt væri að byggja upp sem stóra verzlunarhöfn. Byggingarsvæðið í Hafnarfirði væri orðið svo þröngt að eins og sakir stæðu væri naumast hægt að reisa þar sæmileg verzlunarhús, hvað þá heldur mörg. Verzlanir þær, sem fyrir eru á staðnum geti ekki látið neitt af sínum lóðum. Ekki sé hægt að knýja Knudtzon stórkaupmann til að láta neitt af sínu landi, sem hann eigi með fullum rétti og samkvæmt eldri ályktun. (Hér mun átt við Akurgerði, eða landið vestan við fjörðinn). Hamarskot mátti heita fullbyggt, þar stæðu tvær verzlanir og búið að úthluta lóð fyrir þriðju verzlunina. í Hamarskotslandi sé því ekki lengur um neina verzlunarlóð að ræða sem geti náð til sjávar, svo sem sjálfgert sé að verði að vera.
Bjarni SívertsenÍ Ófriðarstaðalandi sé óbyggð landræma meðfram sjónum, að vísu mætti reisa þar nokkrar byggingar eða tvær verzlanir, en slíkt yrði kostnaðarsamt, þar sem landið væri lágt, og verja yrði húsin fyrir sjógangi og ofan við þessa landræmu væri mýri. Loks er það að norðan við verzlunarstaðinn nái hraunið „svo gersamlega niður að sjó, að þar er ekki um neinar byggingarlóðir að ræða“.
Lausakaupmönnum var loks bannað að verzla í Firðinum, en það var um seinan fyrir Hafnarfjarðarkaupmanninn. Hann fór á hausinn í sama mund.
Á rústum þessa þrotabús Hafnarfjarðarverzlunarinnar reisti Bjarni Sívertsen verzlun sína, og í sama mund (1797) verzlun í Reykjavík, reisti þar verzlunarhús sem nefnt var Sívertsenshús. Þar var prestaskólinn síðar til húsa.
Árið 1804 keypti Bjarni bæði Hvaleyri og Akurgerði og 1816 keypti hann Ófriðarstaði og átti þá orðið verzlunarlóðirnar við fjörðinn nema Flensborg.
KnudtzonÁrið 1835 keypti Peter Christian Kudtzon, stórkaupmaður í Kaupmannahöfn allar fasteignir af dánarbúi Bjarna Sívertsen í Akurgerðislandi á uppboði í Kaupmannahöfn
fyrir 3900 rd. í reiðu silfri.
Árið 1869 fluttist Þorsteinn Egilsson til Hafnarfjarðar og settist að í húsi Matthíasar J. Matthisen, kaupmanns, sem hann hafði reist á Hamarskotsmöl fyrstur manna á því verzlunarsvæði 1841.
Þarna hóf svo Þorsteinn verzlun sína. Hann komst í samband við Norsk-íslenzka Verzlunarfélagið, sem sjálfur Jón Sigurðsson hafði átt aðild að í félagi við norska Íslandsvini. Þorsteinn brá sér til Björgvinjar, og hafði þá orðið að fá lánað fyrir farinu, ekki var auður í garði hjá kaupmanninum, og hann kom upp aftur sem verzlunarstjóri hins nýstofnaða félags í Reykjavík. Hann kom á skonnortu hlaðinni vörum sem sigldi eftir skamma dvöl út aftur og einnig hlaðin vörum og sigldi þá úr fiskhöfninni Hafnarfirði.
Þorsteinn EgilssonSegir nú ekki af þessu félagi annað, en það reisti sér hurðarás um öxl með kaupum á gufuskipi, og ýms dýr mistök urðu í rekstri skipsins og félagið lagði upp laupana 1873. Þá réðst Þorsteinn hið sama ár til verzlunarfélags Álftaness og Vatnsleysustrandarhrepps. Það félag hætti eftir aflaleysisárið 1776.
Samtímamaður Þorsteins í Hafnarfirði var maður, sem þekktur er í landssögunni, sem einn af merkustu mönnum síns tíma, Þórarinn Böðvarsson, sem fyrst var prestur í Vatnsfirði, en síðar í Görðum frá 1868 til dauðadags 1895. Hann var prófastur í Kjalarnesþingi í 21 ár og alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu í 23 ár. Séra Þórarinn kom víða við í félags- og framkvæmdasögu Hafnarfjarðar á sinni tíð og var einnig frumkvöðull þar í útgerð. Segja mætti að engin ráð væru nema séra Þórarinn kæmi þar til.
Áður hefur það verið rakið hér í sögunni, að þrisvar sinnum kom það til að stjórnvöld gerðu uppá milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, og héldu fram hag Reykjavíkur og mestu máli skipti í þeim hlutaskiptum að Innréttingarnar voru settar niður í Reykjavík 1752.
August FlygenringÁgúst Flygenring kemur til sögunnar í Firðinum sem skipstjóri. Hann kom til Hafnarfjarðar 1888 til að taka við skipstjórn á litlum kútter, Svend, sem séra Þórarinn átti og var með hann í 8 ár. Þá fer Ágúst til Noregs að kaupa stærra skip fyrir Þórarinn og keypti þá kútterinn Himalaya 1892, og var skipstjóri á því skipi til ársins 1900, að hann hætti skipstjórn og hóf útgerð og verzlun.
Einar Þorgilsson varð aftur á móti fyrstur manna til að bregðast við í verzlunarmálinu, þegar verzlanirnar, Knudtzonaverzlun og Linnetsverzlun voru að hætta rekstri.
Einar stofnaði þá 1895 Pöntunarfélag í Firðinum og veitti því forstöðu í tíu ár, en sjálfur byrjaði hann að verzla á Óseyri, sem hann hafði keypt árið 1900.
Einar ÞorgilssonÁrið 1897 varð Einar hreppstjóri Garðahrepps og þar með Hafnfirðinga og gekkst þá fyrir stofnun útgerðarfélags, þilskipafélags Garðhverfinga, til kaupa á kútter, svo að segja má að Einar brigði hart við, þegar hann sá hvað var að gerast í Reykjavík.
Rétt sem jarlarnir tveir og Pétur J. Thorsteinsson hafa snúið þróuninni í Hafnarfirði við og fólk fór á á ný að flytjast í þennan stað, reis hvert stórfyrirtæki útlendra manna af öðru á staðnum, Brydeverzlun hóf 1902 kútteraútgerð frá Hafnarfirði með fjórum kútterum, þá næst skaut sér inn Íslendingurinn Sigfús Sveinsson með 3 kúttera jafnt og hann reisti fiskverkunarstöðina Svendborg.

Falck konsúll, Norðmaður frá Stavanger kom með tvo litla togara, Atlas og Albatross 1903^4 og það var hann, sem með útgerð þeirra skipa frá Hafnarfirði hóf síldveiðar með herpinót fyrstur manna hér við land og er það ekki lítill atburður í íslenzku fiskveiðisögunni. Enn er að nefna Norðmanninn H.W. Friis, en hann hóf útgerð lóðabáta, og þeir urðu einir fimm um skeið. Og 1904 keypti Ágúst Flygenring gufubátinn Leslie og gerði hann fyrstur Íslendinga út til veiða með herpinót fyrir Norðurlandi.

Coot

Coot.

Þá er það næst að telja að hinn jarlinn, Einar Þorgilsson, tók að gera út frá Hafnarfirði fyrsta íslenzka togarann sem kom til landsins 6. marz 1905, og tæpum tveimur árum áður en fyrsti togarinn, Jón forseti kom til Reykjavíkur. Coot-útgerðin í Hafnarfirði var hins vegar fyrsta togaraútgerðartilraunin, sem lánaðist hérlendis.
Báðir ráku jarlarnir jafnt þessu kútteraútgerð sína 3-4 kúttera hvor og juku fiskkaup sín. Menn í nærliggjandi plássum allt suður til Keflavíkur tóku að verzla við þá og verzlanir þeirra urðu þær stærstu í bænum.
Báðir munu jarlarnir hafa lánað mönnum efni til húsbygginga og gerðu fólki kleyft að koma sér upp ódýrum timburhúsum, járnklæddum, sem kostuðu fyrir fyrri heimsstyrjöldina 700-1200 krónur. Fólk greiddi þessi lán með vinnu sinni.“

Heimild:
-Sjómannadagsblaðið, 1. tbl. 01.06.1992, Miklar hamfarir og erfið fæðing – Hafnarfjörður, bls. 59-61.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 2018. Hér má sjá (gul lína) strandlínuna árið 1903.

Leiðarendi

Á bílastæði við hellirinn Leiðarenda við Bláfjallaveg er skilti. Á því stendur:

Jarðfræði

Leiðarendi

Leiðarendi – op.

Hraunhellirinn Leiðarendi er í þjóðlendu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkur innan Reykjanesfólkvangs. Auk þess njóta hraunhellar sérstakrar verndar samkvæmt náttúrverndarlögum (61, gr. laga nr. 60/2013) og allir dropsteinar í hellum landsins eru friðlýstir.

Hraunhellar myndast þegar kvika rennur í hraunrás undir yfirborði, sem síðan nær að tæmast áður en kvikan storknar. Leiðarendi myndaðist í hraungosi úr Stórabolla í grindarskörðum fyrir um 2000 árum. Yfir það hraun rann svo yngra hraun fyrir rúmlega 1000 árum sem kennt er við gígin Tvíbolla. Það hraun hefur náð að brjóta sér leið inn í hellinn á nokkrum stöðum. Leiðarendi er um það bil 900 metra langur, með fjölda viðkvæmra hraunmyndana eins og dropsteina, hraunstráa og hraunsepa, ásamt litríkum útfellingum.

Leiðarendi

Leiðarendi – dropsteinn.

Dropsteinar, hraunstrá og hraunsepar í hellum myndast við kónun hraunsins og eru fullmótuð fljótlega eftir að hraunið myndast. Þau halda ekki áfram að vaxa og t.d. dropsteinar í kalkhellum erlendis. Því er allt rask á þeim varanlegt.

Hraunin tvö við Leiðarenda nefnast eldra og yngra Hellnahraun þegar nær dregur byggð. Þau mynduðu Hvaleyrarvatn og Ástjörn sem eru hraunstífluð vötn.

Umgengisreglur

Leiðarendi

Leiðarendi – uppdráttur ÓSÁ.

-Leiðsögumenn eða fararstjórar skulu útvega sér leiðbeiningar um umgengisreglur hjá Hafnarfjarðarbæ áður en farið ermeð hópa inní hellinn.
-Hámarksstærð hópa eru 8 manns á hvern leiðsögumann.
-Ekki má snerta hraunstrá, dropsteina eða viðkvæmt hellaslím á veggjum og í lofti.
-Fararstjórar bera ábyrgð á að útvega nauðsynlegan búnað eins og hjálma og ljós.
-Ekki má kveikja eld inni í hellinum.
-Öll neysla matar og/eða drykkja er bönnuð.
-Landvörður er starfandi í fólkvanginu og brot á þessum reglum verða kærð til lögreglu.

Leiðarendi

Leiðarendi – texti á skilti.

Straumur

Í Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021 fyrir Hvaleyri og Straum segir:

„Hvaleyri

Hvaleyri

Hvaleyri fyrrum – tilgáta (bærinn er frá 1777).

Hvaleyri er ein af elstu bújörðum í Hafnarfirði og sýndi fornleifarannsókn, sem Dr. Bjarni F. Einarsson gerði árið 2005, að þar væru minjar sem hægt var að segja með 95% öryggi að væru frá tímabilinu 780-980 (líklega voru minjarnar frá því um 900) og að landnámsbýli megi finna á Hvaleyri eða Hvaleyrarholtinu.

Hvaleyri

Hvaleyri 1772 – Joseph Banks.

Elstu heimildir um Hvaleyri er að finna í Hausbók Landnámu en þar segir frá því að Hrafna Flóki hafi fundið hval á eyri einni og kallað hana Hvaleyri. Í Jarteinabók var Teitur bóndi
sagður búa á Hvaleyri 1300-132511 og árið 1395 var Hvaleyri eign Viðeyjarklausturs og var leiga til klaustursins 4 hndr.12 Þá sagði í vitnisburði Hafliða Gizurarsonar um landeign og landamerki Hvaleyrar við Hafnarfjörð frá 1448 að á Hvaleyri hafi verið kirkja.

Hvaleyri

Hvaleyri í dag – 2021.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 sagði að á Hvaleyri hafi verið hálfkirkja og embættað þaðan þrisvar á ári. Þá var jörðin í konungseign og jarðadýrleikinn óviss þar sem jörðin tíundaðist engum. Þá var landskuldin eitt hundruð sem greiddist með sex vættum fiska í kaupstað, sem áður greiddist til Bessastaða. Til forna hafði landskuld verið greidd í fríðu með einum hundraðasta. Jörðin átti selstöðu þar sem hét Hvaleyrarsel, þar voru hagar sæmilegir og vatnsból gott. Hrísrif var nokkurt á jörðinni en þegar Jarðabókin var skrifuð var það að mestu eytt en að öðru leyti hafði jörðin hrísrif til eldiviðar í almenningnum og til kolagerðar.

Hvaleyri

Hvaleyri 1942. Hermannvirki áberandi.

Torfrista og stunga var í lakasta lagi og nærri ónýt en lyngrif, fjörugrastekja og rekavon var nokkur. Jörðin gat nýtt bæði hrognkels- og skelfiskfjöru og heimræði var allt árið um kring og lending góð og gengu skip ábúenda eftir hentugleikum. Þá var sagt að túnin spilltust af sandágangi, engar engjar fylgdu jörðinni og vatnsból var ekki gott en það þraut bæði vetur og sumar. Þá var hjáleigan Hvaleyrarkot, sem var byggð eftir að hafa verið í eyði svo lengi sem menn mundu, aftur komin í eyðu fyrir þrem árum, þ.e. árið 1700.

Hvaleyri

Hvaleyri – uppdráttur.

Árið 1730 voru Hvaleyrartún stórskemmd af grasmaðki og einnig herjuðu sandfor og fugl á þau. Mikill lausamosi var í túninu og hélt það áfram að skemmast, árið 1751 varð að slá tveimur vættum og einu kúgildi af afgjaldi jarðarinnar hvort sem það hefur eingöngu verið landskemmdunum að kenna.
Á árunum 1754-1757 bjó enginn á Hvaleyri og var líklegt að það var ein ástæða þess að bæjarhús og tún spilltust.16 Í Jarðatali Johnsens frá 1847 segir í skýringum að árið 1803 séu á Hvaleyri fjórar byggðar hjáleigur: Bindindi, Lönd, Lásastaðir og Ásgautsstaðir. Í jarðatalinu fær Hvaleyri númerið 168, þar segir að jörðin hafi verið í bændaeign, dýrleikinn var 20 hundruð, landskuldin var 0,100, kúgildin voru 2 og eigandinn var einn.

Hvaleyri

Hvaleyri – skotbyrgi.

Árið 1815 keypti Bjarni riddari Sívertsen jörðina af konungi og síðan keypti Jón Illugason snikkari jörðina árið 1834 af dánarbúi Bjarna. Jón Illugason seldi svo jörðina til Jóns Hjartarsonar í Miðengi í Árnessýslu og við andlát Jóns tók ekkja hans, Þórunn Sveinsdóttir, við Hvaleyri. Þórunn gaf svo Sigríði frændkonu manns síns mestan hluta jarðarinnar árið 1868.
Jörðin var svo seld séra Þórarni Böðvarssyni í Görðum árið 1870 og gaf hann jörðina til stofnunar alþýðu- og gagnfræðiskólans Flensborg í Hafnarfirði árið 1881.
Árið 1940 kom breski herinn til landsins og reisti kampa víða í Hafnarfirði og var einn við Hvaleyrartjörn, hét hann West end. Þar var herinn með skotbyrgi og loftvarnarbyssur. Á loftmyndum frá þeim tíma má vel sjá hversu umfangsmikil starfsemi Breta var á Hvaleyri.

Hvaleyri

Hvaleyri 1972.

Vitað er með vissu hvar síðasti Hvaleyrarbærinn stóð en hann var rifinn í kringum 1970 og líkur eru taldar að hann hafi verið nokkurvegin á sama svæði í gegnum aldirnar.
Þó er ekki hægt að staðsetja hvar kirkjan með kirkjugarði hefur staðið og ekki hægt að sjá það í landinu í dag. Í heimildum segir að kirkjan hafi staðið norður af Hvaleyrarbænum án þess að það sé staðfært eitthvað nánar. Hvaleyrarkirkju var fyrst getið 1444-1481 en hugsanlega gæti hún verið mun eldri. Aðeins eru varðveittar tvær lýsingar af kirkjunni og gripum hennar: í eldri lýsingunni frá 1625-1634 var kirkjan sögð í fjórum stafgólfum, sem þýðir að hún var á bilinu 5,7 – 6,8m að lengd og 2,85–3,4m að breidd.
Hvaleyrarbænum og svæðinu í kring var lýst í Örnefnalýsingu Hafnarfjarðarlands:

Hvaleyri

Hvaleyri – Hvaleyrarbærinn. Baðhús h.m.

„Hvaleyrarbærinn stóð í miðju Hvaleyrartúni, rétt norðan við byggingu fjóss og hlöðu er þar var reist 1916. Bærinn stóð þar á hrygg er lá sunnan úr holtinu. Hvaleyrartraðir lágu í suður frá bænum að Hvaleyrartúngarði. Túngarðurinn lá austan eða neðan frá tjörn vestur og niður undi sand og norðvestur í Hvaleyrarkletta. Traðargarðurinn eystri og vestri lágu meðfram tröðunum. Sunnan frá Traðarhliði lá þríhyrnd túnskák norður að Brunngötunni er nefndist Pétursvöllur með Pétursvallagarði. Suðurvöllur er utan hans og sunnan. Hestasteinninn stóð á hlaðinu. Hvaleyrarfjárhúsin stóðu hjá Bæjarhólnum nyrðri. Bæjarhólarnir voru gamlir öskuhaugar. Sandbrekknatún lá niður frá Túngarðinum vestri og skiptis í Sandbrekknatúnið syðra og nyrðra. Kirkjugarðurinn var norður frá bænum til hliðar við fjárhúsin.“

Hvaleyri

Hvaleyri – örnefni.

Guðmundur Guðmundsson smiður sem bjó í Vesturkoti á Hvaleyri fann þar heila mannsbeinagrind með föður sínum þegar hann var unglingspiltur í kringum 1890. Þar fannst einnig krítarpípa, greiðugarður, spónn úr tini og ryðguð hnífbredda. Beinin voru svo grafin aftur ofar í túninu.23 30 árum seinna, eða um 1925, fundust aftur mannabein á Hvaleyri af Magnúsi Benjamínssyni bónda í Hjörskoti á Hvaleyri. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður rannsakaði beinin og taldi sennilegt að þetta væru bein sjórekinna manna sem fundist hefðu á Hvaleyri. Matthías taldi að ekki væri þörf á því að varðveita beinin á Þjóðminjasafninu en þau voru grafin í kirkjugarði Hafnarfjarðar.

Hvaleyri

Hvaleyri – túnakort 1908.

Árið 1967 var golfklúbburinn Keilir stofnaður og sama sumar var golfvöllurinn á Hvaleyri opnaður og hefur starfað allar götur síðan. Íbúðarhúsið í Vesturkoti var gert að klúbbhúsi Golfklúbbsins strax í upphafi og var að til ársins 1992 þegar nýr golfskáli Keilismanna var tekinn í notkun. Sama ár var leyfi fengið til að kveikja í klúbbhúsinu í Vesturkoti og slökkvilið Hafnarfjarðar nýtti sér það til æfingar. Í dag er ekkert eftir af þeim húsum sem stóðu í Vesturkoti.

Hvaleyri

Hvaleyri – leifar skotbyrgis.

Mikið hefur verið átt við landslagið á Hvaleyri vegna golfvallarins, það hefur verið sléttað og átt við það vegna ýmissa framkvæmda og flest ummerki um byggðina sem áður var horfin. Þessvegna verður að sýna fyllstu varúð við allar framkvæmdir sem þar eiga sér stað en stutt getur verið niður á fornminjar.
Enn sjást þó nokkur ummerki um byggðina, túngarðar og útihúsatóftir, og veita þessar minjar góða, en brotakennda, sýn á hvernig lífshættir voru á Hvaleyri á fyrri öldum.
Ummerki eftir breska herinn, ýmis skotbyrgi og skotgrafir, flokkast undir stríðsminjar og eru enn vel sjáanlegar, t.d. er uppistandandi þvottahús frá stríðsárunum mjög áberandi í landslaginu, og ætti að varðveita þessar minjar.

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Á Hvaleyrarhöfða er að finna stóran stein og nokkrar klappir með áletrunum, bæði rúnir og latínustafir, sem voru friðlýstar árið 1938.25 Jónas Hallgrímsson var líklega fyrstur til að rannsaka klappirnar árið 1841 og vildi hann eigna Hrafna-Flóka og skipshöfn hans elstu risturnar í klöppunum og hefur stærsti steinninn verið kallaður Flókasteinn (2202-7) síðan.
Kristian Kålund minntist á Hvaleyri í drögum að staðsögulýsingu Íslands árið 1877 og sagði þar að hægt væri að lesa ártölin 1628 og 1777. Kålund sagði einnig að „almennt sé haldið að verslunarmenn, sjómenn og aðrir, sem leið hafi átt þar hjá, hafi gert risturnar.“27 Sigurður Skúlason minntist einnig á steinana í Saga Hafnarfjarðar og sagði hann steinana vera fjóra talsins. Á fletinum á Flókastein sá hann ártölin 1657 (á þrem stöðum), 1673, 1681, 1697 og 1781, auk þess að sjá töluna 87 sem gæti annaðhvort þá verið 1687 eða 1787.

Hvaleyri

Leifar Fjarðarkletts GK 210 í Hvaleyrarfjöru.

Á hliðum steinsins sá hann einnig þessi ártöl: 1678, 1681, 1707 og 1723, auk þess stóð þar A 81, A 91 og 17C. Leiddi hann að líkum að þar var verið að meina Anno 1681, Anno 1691 og 1700.28 Ómögulegt er að segja hversu gamlar risturnar á klöppunum eru með vissu en líklegt þykir að ártölin sem rist hafa verið á þær á þeim árum.
Eitt flak var skráð á vettvagni við vestanverðan Hvaleyrarhöfða. Líklega er þetta flak Fjarðarkletts GK 210. Skipið var smíðað í Svíþjóð 1946 úr eik og hét fyrst Ágúst Þórarinsson SH 25. 1953 keypti Fiskaklettur H/f skipið og nefndiþað Fjarðarklett. Eldur kviknaði í skipinu skammt út af Eldey árið 1967 og skemmdist skipið mikið við það en sökk ekki, eftir það lá skipið lengi í höfn í Hafnarfirði og endaði svo daga sína með því að það var brennt út af Hvaleyri og rak þaðan í land. Árið 1970 var skipið talið ónýtt og tekið af skrá.
Samkvæmt 3. grein laga um menningarminjar teljast skip og bátar frá því fyrir 1950 sem fornminjar.

Straumur

Straumur

Straumur – túnakort 1919.

Straumur er ein af svonefndum Hraunjörðum, en það eru þær jarðir sem eru innan staðarmarka Hafnarfjarðar suðvestur af kaupstaðnum. Þessar jarðir voru í eigu Viðeyjarklausturs og urðu því konungsjarðir með siðaskiptunum 1550. Konungsjarðirnar voru síðan seldar á árunum 1836-1839.
Jarðarinnar var getið í fógetareikningum frá 1547-1548 og þar sagði: „Item met Ström j legeko. xij for. Landskyldt iij vetter fiske. ij lege vj förenger smör dt. oc ij landskyldt iij vetter fiske dt. Thet er jc xxx fiske.“

Straumssel

Straumsel – hús skógavarðar.

Næst var jarðarinnar getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703. Þar segir að jarðardýrleikinn sé óviss, að jörðin var í konungseign og að ábúandi var Hans Ólafsson. Kúgildin voru þrjú og landskuldin var 75 álnir. Jörðin átti selstöð sem hét Straumsel en þar voru hagar slæmir og vandræði af vatnsskorti þegar það voru þurrkar. Torfrista og stunga voru í skárra lagi og jörðin notaði skóg í almenningi til kolagerðar og eldiviðar. Heimræði var allt árið í kring, lending góð og skip ábúendans réru eftir hentugleika. Lambhúsgerði var þá eyðihjáleiga á jörðinni sem hafði verið í eyði eins lengi og menn mundu og var ekki talið að þar yrði búið aftur vegna þess að bóndinn á Straumi gat ekki komið túninu þar í lag án þess að það kæmi niður á hans eigin túni.
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 var jörðin sögð í bændaeign, dýrleikinn var 12½ , landskuldin 0.75, tvö kúgildi, einn ábúandi og var hann eigandi jarðarinnar.
Samkvæmt Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar voru landmerki fyrir jörðina Straum:

Markhella

Markhella – áletrun.

Landamerki milli Straums og Óttarsstaða byrja við sjó á Vatnaskersklöpp yfir miðjan Markhól og þaðan beint í Stóra-Nónhól í Gvendarbrunn frá Gvendarbrunni í Mjósundsvörðu, frá Mjósundsvörðu í Klofaklett suður og upp af Steinhúsi.
Á Klofaklett er klappað Ótta Str. og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og upp af Eyjólfshól, á þennan Markastein er klappað Ótta Str. Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi [Markhellu].
Á hina hliðina milli Straums og Þorbjarnarstað byrja landamerkin við sjó á Pjetursbyrgi á neðsta hólmanum, og þaðan beint í svonefnda Tóu, úr Tóu beint í Vestari-Tobbukletta yfir miðjum Jónshöfða og í vörðu vestarlega á há Hafurbjarnarholtinu og þaðan beina stefnu mitt á milli Stóra-Steins og Fjárskjólskletts í vörðu á há Fremstahöfða og þaðan hina sömu beinu stefnu þar til að Krýsivíkurland tekur við (Undirritað í Straumi 31. maí 1890).“

FERLIR saknar minja og heimilda í skráningunni, annarra en getið er um í tilvitnuðum og sumum hverjum gölluðum eldri skýrslum Byggðasafns Hafnarfjarðar um fornleifar í Hafnarfirði.

Heimild:
Fornleifaskrá Hafnarfjarðar IV; Hvaleyri og Straumur, 2021; – Fornleifaskra-Hafnarfjardar-IV-Hvaleyri-2021.pdf (byggdasafnid.is)

Straumsvík

Straumsvík 1965. Á myndinni sjást m.a. Litli- og Stóri-Lambhagi sem og tjarnirnar.

Hamarskot

Í Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2020 segir frá Suðurbæ:

„Hamarskot

Hamarskot

Hamarskot fyrrum – tilgáta.

Elsta heimild um Hamarskot er frá 1565 en það skjal segir frá byggingu jarða Garðakirkju á Álftanesi, þar segir að Hamarskot sé „bygt fyrer iij vætter fiska. Vallarslätt. Med jördunne j kugillde“.
Í annarri heimild frá 1579 segir að jörðin hafi fyrir allöngu verið komin í eign Garðakirkju.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 segir um Hamarskot að jarðadýrleiki sé óviss því að jörðin tíundast engum. Jörðin var þá enn í eigu Garðakirkju og ábúandinn var Jón Arason. Landskuldin var lx álnir sem borgaðist með iii vættum fiska. Heimilismenn voru sex og kvikfénaður var tvær kýr og einn kálfur. Hamarskot átti selstöðu nærri Sléttahlíð sem kallaðist Hamarskotsel. Torfrista og stunga lök og lítil, lyngrif var nokkurt og móskurður til eldiviðar var slæmur. Engar engjar fylgdu jörðinni.

Hamarskot

Hamarskot – uppdráttur 1925.

Hamarskot var að einhverju leiti sama jörð og konungsjörðin Akurgerði sem var seld 1804, þá í eyði. Kaupstaðurinn í Hafnarfirði mun hafa byggst í landi Akurgerðis en þar var ekki aflað til heys 1803 vegna þess að verslunarhúsin stóðu í slægjulandinu.
Í jarðatali Johnsens frá 1803 fékk jörðin númerið 172, þar segir að jörðin sé í Garðakirkjueign, landskuldin sé 0,4, kúgildið sé eitt og einn leiguliði. 1854 var jörðin kirkjujörð hjá Görðum og var landskuldin 40 álnir, 1 kúgildi og leigur þar af 20 pd. smjörs.
Til eru úttektir á húsakosti Hamarskots frá 1818, 1822 og 1823. Sigurður Skúlason tók saman úttektina frá 1818 og lýsir húsakostinum svona:

Hamarskot

Hamarskot – tilgáta.

„Af húsum eru hér talin: Baðstofa, búr, eldhús, göng milli baðstofu og bæjardyra og fjós.
Baðstofan var í þrem stafgólfum, rúmar 8 álnir á lengd og 3 ½ alin á breidd. Hún var með „tilhlýðilegri grind, 4 sperrum, þar af eitt höggsperra, þremur bitum, syllum, stöfum hvar af 4 eru hálfir og standa á moldarþrepi.“ Baðstofan var léleg, því sagt er, að veggir og þak hennar sé fallið. Fyrir henni var hurð á hjörum.
Búrið var einnig hrörlegt. Það hafði við síðustu úttekt verið í þrem stafgólfum, en skyldi nú stytt um eitt stafgólf. Var áætlað að það mundi gera sig sjálft upp að viðnum, en það væri minnkað þetta mikið. Hefir eftir því að dæma nálega þriðjungurinn af viðnum í búrinu verið ónýtur af fúa. Fyrir framan var standþil og hurð á hjörum.
Eldhúsið var tvö stafgólf á lengd, stæðilegt að viðum og veggjum, en þakið var rotið og moldrunnið.
Bæjargöngin voru 5 faðma löng, þar af 2 faðmar undir grind, hitt með þrem sperrum og bitum, er stóðu á veggjum. Fyrir framan þau var þil með hurð á hjörum. Göngin voru vel upp gerð að viðum og veggjum.
Fjós fyrir tvær kýr átti að fylgja jörðinni, en það var fallið að viðum, og stóðu ekki uppi nema veggirnir.17 Fleiri húsa er ekki getið á jörðina 1818.
Húsakosturinn í Hamarskoti hrörnaði mikið á næstu árum og 1823 var t.a.m. búið að stytta baðstofuna um 1 alin og veggirnir í henni allir fallnir að innan.
Sigurður Þorláksson fluttist að Hamarskoti 1897 og lýsti kotinu í bók sinni Gamlar Minningar:
„Hamarskot var torfbær, veggir hlaðnir úr torfi og grjóti og torf þak, timbur stafnar, og 1 gluggi á hvorum. Baðstofan var þrjú stafgólf að stærð eð 9 álnir, með skarsúð og timburgólfi, dyragangur og eldhús þar innanaf með hlóðum, svo var geymsluhús þar við fyrir eldivið annað slíkt. Í baðstofunni voru 5 rúm, svo var þar smá eldavél kamína eins og það var kallað. Fyrir framan suðurgablinn var kálgarður, 150 fermetrar að stærð og var það nægilegt fyrir heimilið, suðvestur af garðinum var brunnur með ágætu neitsluvatni […].“
Samkvæmt manntölum var búið á Hamarskoti fram til ársins 190621 og þegar Magnús Jónsson skrifaði bók sína Bær í byrjun aldar árið 1967 voru „löngu horfin öll ummerki um hvar þetta kot stóð“.
Bærinn mun hafa staðið á svipuðum stað og nú er norðurendi Brekkugötu, en eftir að hann var rifinn stóð um árabil fjós þar sem suðurálma Flensborgarskólans er, en það er líklega húsið sem sést á uppdrætti Jóns Víðis af Hafnarfirði frá 1925-26.
Í fasteignamati Hafnarfjarðar frá 1918 var jörðinni og húsakosti lýst svona:
„Gripa og heygeymsluhús. Eigandi: Árni Björnsson prófastur í Görðum.
Stærð á húsinu 6,50 x 4,40m. Hæð 1,50m með risi, bygt úr torfi og grjóti. Þak: járn á langböndum notað til heygeymslu. Gripahúsastærð: 6,50m x 3,80m, hæð 2m. Með vatnshallaþaki bygt úr torfi og grjóti, einn veggur og þak úr timbri járnvarið.
Virðing: 1. Heygeymsluhús og gripahús Kr. 700,00. Samtals Kr. 700,00.
Hamarskotstún. Eigandi: Kirkjujarðarsjóður leigir eignina afgjaldið gengur til Sóknarprestsins á Görðum. Stærð lóðarinnar er e.9 dagsláttur. Öll girt með grjótgarði og við á stólpanum. Ræktuð í tún og notuð til matjurta. Gefur af sér í meðal ári 70 töðu og 8 af jarðávexti.“
Ekki er til túnakort af Hamarskoti.
Það voru 14 minjar skráðar á landi Hamarskots en þar af tengjast þrjár eiginlegum búskapi að Hamarkskoti, það eru útihús (2541-8), (2541-12) og (2541-13). Líklega eru þetta sömu tóftir og minnst var á í handritinu Hús og bæir í Hafnarfirði en þar var sagt að „tættur voru ofarlega í túninu og hygg ég að þær hafi verið útihús, en engin gripahús voru uppistandandi þegar við komum í kotið.“

Hamarinn

Hamarinn.

Einnig er á Hamarskotshamri ummerki eftir grjótnámu en grjótið úr honum var nýtt í kjallara og undirhleðslur eldri húsa í bænum og við hafnarframkvæmdir. Einn þeirra sem unnu við það að kljúfa grjót úr Hamrinum var Jón Jónsson, faðir Emils Jónssonar fyrrum alþingismanns og ráðherra, og segir í minningargrein um Emil að „Lyftitæki voru engin, en Jón var „þrautseigur við grjótverkið og vann að því myrkranna á milli““.
Hamarskotshamar í Hafnarfirði var friðlýstur árið 1984 sem náttúruvætti og í friðlýsingunni segir að „Varðveita skal jarðmyndanir og lífríki svæðisins í núverandi mynd.
Hverskonar mannvirkjagerð eða jarðrask sem breytt getur útliti eða eðli svæðisins eru óheimil, nema komi til séstakt leyfi [Umhverfisstofnunar]. Þó er bæjarstjórn heimilt, í samræmi við skipulag Hamarssvæðisins og í samráði við [Náttúruvernd Ríkisins], að planta þar trjágróðri, leggja gangstíga og setja upp bekki og annan búnað í þágu útivistar á svæðinu.“
Þær minjar sem er að finna á Hamrinum njóta því verndar samkvæmt friðlýsingunni, en eru þó ekki friðlýstar sjálfar.
Þrjár þjóðsögur voru skráðar á landi Hamarskots, þær eru draugur, dvergasteinn við Hafnarfjarðarkirkju og álfasögur við Hamarskotshamar. Sagan um drauginn hljómar svona: „Fram undir 1910 hafðist við á Öldunum og í börðunum útburður. Var barn borið út í tjarnir neðan Setbergs og færðist upp þangað. Heyrðist oft til útburðarins og var fyrirboði um illviðri af sunnan og suðaustan.“
Kirkjugarður Hafnarfjarðar er nú á því svæði sem nefnist Öldurnar. Dvergasteinninn við Hafnarfjarðarkirkju fékk að vera í friði þegar kirkjan var reist árið 1914, enda boðaði það mikla ógæfa að skemma hann.
Fjölmargar álfasögur tengjast Hamarskotshamri, einu helsta kennileiti Hafnarfjarðarbæjar. Þar er sögð stærsta álfabyggðin í bænum og innan í Hamrinum á að vera álfahöll með glæstum sölum.
Reykdalsstífla eða Hörðuvallastífla, var tekin í notkun árið 1906 og var í eigu Jóhannesar Reykdals. Hann reisti fyrstu almenningsrafveitu Íslands árið 1904 og var rafstöðin við Austurgötu í Hafnarfirði. Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að reisa Reykdalsstíflu og nýja rafstöð skammt frá. Vegna slyss sem varð við stífluna árið 2014 var lónið við stífluna tæmt og gerðar nokkrar breytingar á yfirfalli stíflunnar til að koma í veg fyrir að atvikið gæti endurtekið sig.

Jófríðarstaðir / Ófriðarstaðir

Jófríðarstaðir

Jófríðarstaðor á fyrri hluta 20. aldar.

Nafn jarðarinnar Jófríðarstaða hefur orðið fyrir afbökun en jörðin hét áður Ófriðarstaðir og kom nafnið Jófríðarstaðir fyrst fram í prestakallsbók Garðakirkju árið 1869. Breytingin hefur annaðhvort verið leiðréttingartilraun eða að mönnum hafi þótt Ófriðarstaðanafnið óviðfelldið, sbr. máltækið „að vera á Ófriðarstöðum“. Ein útskýringin er að þjóðsaga myndaðist um að á bænum hafi búið kona sem hét Ófríður en nafninu breytt í Jófríðarstaði. Mögulega hefur nafnið verið kennt við einhvern ófrið en eina heimildin um orrustu sem á að hafa átt sér þarna stað fyrr á öldum er að finna í ritgerð Jóns Guðmundssonar lærða „Um ættir og slekti“ sem hann skrifaði 1688. Þar segir að forfaðir Jóns, Magnús Auðunarson ríki, hafi fallið á Ófriðarstöðum „í því engelska Hafnarfjarðarstríði fyrir svik landsmanna“. Það á að hafa verið nokkru eftir miðja 15. öld.33 Sigurður Skúlason skýrir nafnið svona: „Mér þykir einna sennilegast, að nafnið Ófriðarstaðir tákni stað, þar sem allra veðra er von, sbr. bæjarnafnið Alviðra. Húsin á Ófriðarstöðum standa hátt; þar er vart skjól í nokkurri átt. Þetta er því tilfinningarlegra, þar sem veðursældin í Hafnarfirði er við brugðið, og oft er lyngt niðri við fjörðinn, þótt hvasst sé uppi á Ófriðarstöðum“.

Jófríðarstaðir

Jófríðarstaðir fyrrum – tilgáta.

Fyrsta heimildin um Ófriðarstaði er frá 1541, en þá nefnir Gizur biskup Einarsson nafn jarðarinnar í ráðsmannabréfi handa síra Oddi Halldórssyni.35 Svo var minnst á jörðina 1563 en þá höfðu Páll Stígsson höfuðsmaður fyrir hönd Danakonungs og Gísli Jónsson biskups vegna Skálholtskirkju makaskipti á nokkrum jörðum og konungur eignaðist Ófriðarstaði ásamt öðrum jörðum í Gullbringusýslu. Jörðin var þá metin á 10 hdnr. Jarðeignir konungs voru svo skráðar í jarðabók frá tímabilinu 1583-1616, en þar segir að landskuld af Ófriðarstöðum sé fjórar vættir af fiski og þrjú leigukúgildi fylgi jörðinni. Árið 1639 var jörðin metin hálfu þriðja hundrað hærra en árið 1583, eða 12 ½ hdnr., og landskuld hennar var þá 150 fiskar, en það var 10 fiskum minna en landskuldin var talin í jarðabókinni frá 1583-1616. Jörðin hefur þá verið metin hærra en kúgildistalan var sú sama. Árið 1693 var dýrleiki jarðarinnar 12 ½ hdnr. en leigukúgildin ekki nema tvö því eitt þeirra hafði verið flutt að Straumi og landskuldin var 150 fiskar. Þremur árum síðar var allt við það sama.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir um Ófriðarstaði að jarðadýrleiki sé óviss og að jörðin hafi verið í eigu konungs. Leigukúgildin voru ennþá tvö og landskuldin var lxxv álnir. Hún greiddist með iii vættum og vi fjórðungum fiska í kaupstað, en áður heim til Bessastaða. Kvikfénaður var þrjár kýr, einn kálfur, níu ær, fimm sauðir veturgamlir, átta lömb og tvö hross. Heimilismenn voru níu. Jörðin átti selstöðu í heimalandi, þar voru hagar sæmilegir, en vatnsskortur mikill, og til forna mun bóndinn hafa neyðst til þess að færa selið að eða í Ásland, og fyrir það halda sumir að Áss hafi fengið skipastöðu í landi Ófriðarstaða. Þá var heimræði allan ársins hring og lendingin góð, skip ábúendans gengu eftir hentugleikum.
Árið 1804 keypti Bjarni Sívertsen jörðina og var hún þá 9 hdnr. og 36 álnir39 og í Jarðatali Johnsen frá 1847 fékk jörðin númerið 170 og er 12 ⅓ hdnr., landskuldin 0.75, kúgildi tvö og einn eigandi.
Búlandi Jófríðarstaða var skipt í hálflendur 1885, Jófríðarstaði I og II, og var jörðunum og húsakostinum lýst í Fasteignamati Hafnarfjarðar frá 1918:
Eigandi: Elín Jónsdóttir ekkja notar eignina sjálf. Eignirnar:
1. Íbúðarhús stærð 6,80 x 6,50m hæð 2,6m með risi. Byggt úr timbri og járnvarið. Því er skipt í: 3 herbergi og eldhús, þiljað panel.
Inngönguskúr stærð 1,60 x 2,65 hæð 3m með vatn

shallaþaki byggður úr sama efni og húsið.
2. Útihús: Heyhlaða er tekur e. 180 hesta af töðu. Bás fyrir 2 nautgripi. Fjárhús fyrir er 140 fjár og hesthús fyrir 3 hross. Byggður úr torfi og grjóti þök úr timbri og járnvarið að mestu.
3. Jörðin (hálflendan) 4,8 ½ H: Túnið í allgóðri rækt gefur af sér 70 hesta af töðu. Girt með grjóti og við, matjurtagarðar gefa af sér 6 tunnur. Tekjur af byggingarlóðum er 200kr á ári.
Virðing:
1. Íbúðarhús m/viðbygg. Kr. 3500,00
2. Útihúsin Kr. 900,00
3. Jörðin Kr. 12000.00
Samtals Kr. 16400.00

Jófríðarstaðir

Jófriðarstaðir – Þóruklöpp.

Ekki er til túnakort af Jófríðarstöðum.
Kaþólska trúboðið í Hafnarfirði eignaðist svo jörðina 1924.
Í örnefnalýsingu er bæjarstæði Ófriðarstaða lýst:
„Ófriðarstaðabær stóð í svolitlum slakka austur af Ófriðarstaðahól. Vestan bæjarins stóð Ófriðarstaðahúsið, eftir að það var reist, og tvíbýlt varð á jörðinni 1885. Ófriðarstaðatún var
allstórt, umgirt Ófriðarstaðatúngörðum. Austurtúngarður lá suðaustan og austan að túninu, norðurtúngarður bak við bæinn og vestur fyrir hól, en vesturtúngarður ofan frá hól niður að Ófriðarstaðalæk, sem rann niður með öllu Suðurtúninu. Á Ófriðarstaðahól var mikil huldufólkstrú, og klettum og klöppum í kringum hann. Brekkan suður og niður frá hólnum nefndist
Kinn, allt niður að Suðurtröðum, sem enn sér merki, því traðagarðana sér enn. […] Utan austurtúngarðs var ræktun, nefndist Nýjatún. Sagnir voru uppi um, að þar hafi verið kofi, sem Skáld-Rósa átti að hafa búið í, nefndist Rósukofi. Frá bæ norður lágu Norðurtraðir í norðurtraðahlið. Ásgatan lá frá traðarhliðinu suður með austurgarði að Ási, en frá hliðinu lá Ófriðarstaðastígur niður í kaupstaðinn.“

Tvær þjóðsögur voru skráðar á landi Ófriðarstaða og tengist önnur þeirraÞóruklöpp (2541-1) við Þórukot, sem stóð í nokkurnvegin þar sem leikskóli stendur í dag, sem dregur nafn sitt af síðasta ábúanda kotsins. Sagan segir að hún hafi selt St. Jósefssystrum jörðina undir spítalann með því skilyrði að ekki yrði hróflað við klöppinni sem er í bakgarði spítalans. Þóra mun hafa sagt við nunnurnar að „í klöppinni byggi álfkona sem hafði verið góður nágranni alla tíð“ og hafa nunnurnar virt þessa ósk hennar þar sem mannvirkin voru reist allt í kring um klöppina án þess að hróflað væri við henni. Túngarður tengist einnig Þórukoti og sést á uppdrætti af St. Jósefsspítala frá 1926.

Hin þjóðsagan tengist Jófríðarstaðahól, en hún segir frá manni sem klauf stein á hólnum til þess að nýta í kjallara á húsi sem hann byggði á árunum 1912-14. Þetta mun hann hafa gert þrátt fyrir að hafa heyrt sögur af álfabústaði í hólnum. Eftir þetta elti ógæfa manninn og á dóttir hans að hafa látist skömmu síðar.

FERLIR saknar minja og heimilda í skráningunni, annarra en getið er um í tilvitnuðum og sumum hverjum gölluðum eldri skýrslum Byggðasafns Hafnarfjarðar um fornleifar í Hafnarfirði.

Heimild:
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar III, Suðurbær, 2020; – Fornleifaskra-Hafnarfjardar-III-Sudurbaer-2020.pdf (byggdasafnid.is)

Beitarhúsaháls

Beitarhús við fyrrum selstöðu Jófríðarstaða í Beitarhúsahálsi.

Kaðlakriki

Í Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021 segir m.a. af Kaplakrika:

„Garðar

Kaplakriki

Kaðlakriki – álfaborg.

Skráningarsvæðið er innan lands Garða en nær þó einungis inn á örlítinn hluta þess, þannig hér á eftir verður stiklað á stóru.
Fyrstu heimildir um Garða eru frá árinu 1307 en það var skjal um rétt til rekafjöru í landi Garða: „ad stadur j Gördum a Alftanese ætte allan vidreka og hvalreka fra Ranganiogre ig (i) Leitu kvenna bása ad kalftiorninga fiouru.“
1367 var staðurinn metinn á 16 hndr. og átti kirkjan þá allt heimalandið.

Kaplakriki

Kaplakriki 1958 – loftmynd.

Í skjali frá 1558 var sagt að kirkjujörðin Hlíð var lögð til Bessastaða en Garðar fengu Vífilstaði í staðinn.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 var sagt að Garðar væru kirkjustaður í eigu kirkjunnar. Þá var sagt að jarðadýrleiki hafi verið óviss allt til ársins 1697 en þá var staðarins getið og var hann metinn af sex mönnum sem valdir voru til matsins af prófastinum á Kjalarnesþingi og sýslumanninum í Gullbringusýslu eftir tilmælum frá amtmanninum. Staðurinn var þá virtur að 60 hndr. að dýrleika. Ábúandinn var þá Sr. Ólafur Pétursson prófastur í Kjalarnesþingi, landskuld var engin og höfðu fyrrnefndir sexmenningar áætlað að leiga fyrir jörðina væri tveir hundruðustu. Kirkjan átti 20 kúgildi, þar af voru sum þeirra í leiguburði á kirkjunnar jörðum og líka á hjáleigum í kringum staðinn.
Garðar voru með selstöðu í Kaldárseli, þar voru bæði hagar og vatnsból mjög góð. Móskurður til eldiviðar var nægur en ef þurrt var fór hann og var erfiður. Heimræði var allt árið og lending góð. Róðrar voru fengsælir þegar fisk var að fá í Hafnarfirði.
Í Jarðabók Johnsens frá 1847 fékk jörðin númerið 185 og var kirkjujörð. Dýrleikinn var 40, landskuld 2 og kúgildi 1.
Árið 1912 gaf Jens Pálsson, prófastur í Görðum, Hafnarfjarðarbæ kost á að kaupa nokkuð af því landi sem bærinn stóð á með beitarlandi fyrir 52.000 kr. og heimilaði Alþingi þessi landakaup með lögum þann 22. október sama ár. Landstjórninni veittist heimild til að selja Hafnarfjarðarkaupstaði land Garðakirkju sunnan og vestan þessara marka:

Hádegisvarða

Hádegisvarða.

1. Bein lína úr Balaklöpp við vesturenda Skerseyrarmalar í veg inn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur þar sem hann fer að fara lækkandi ofan af norðurbrún hraunsins.
2. Þaðan bein lína í Hádegishól, hádegismark frá Hraunholti, nálægt í hásuður frá bænum spölkorn frá hraunjaðrinum.
3. Úr Hádegishól bein lína í Miðaftanshól sem er gamalt miðaftansmark miðað frá Vífilsstöðum; þá tekur við:
4. Urriðakotsland; þá
5. Setbergsland allt til Lækjarbotna og loks
6. Selvogsmanna- eða Grindaskarðsvegur.

Garðahevrfi

Engidalsvegur aftan Fjarðarkaupa.

Árið 1927 skoraði bæjarstjórn Hafnarfjarðar á þingmenn Gullbringu- og Kjósarsýslu að flytja frumvarp á næsta Alþingi um að Hafnarfjarðarkaupstaður fengi það land sem Garðakirkja ætti í miðjum bænum. Alþingi samþykkti söluna 1928 og bærinn keypti landið árið 1930 fyrir 12.000 kr.
Ekki er vitað með vissu hvað sagan um álfaklettinn við Fjarðarhraun er gömul en það birtist frétt í Fjarðarpóstinum þann 20. ágúst 1992 sem hét „Meintir álfar fá grið“. Þar var tekið fram að Vegagerð ríkisins hafi ákveðið að leyfa klettaborginni að standa, a.m.k. á meðan hún truflaði ekki umferð um Fjarðarhraunið. Einnig var fjallað um álfaklettaborgina í bók Bryndísar Björgvinsdóttur og Svölu Ragnarsdóttur og þar var einnig tekið fram að ekki væri vitað hve gömul þessi álfasaga væri.
Landamerkjavarðan er horfin en hún mun hafa staðið á því svæði sem er aftan við verslun Fjarðarkaupa.“

FERLIR saknar minja og heimilda í skráningunni, annarra en getið er um í tilvitnuðum og sumum hverjum gölluðum eldri skýrslum Byggðasafns Hafnarfjarðar um fornleifar í Hafnarfirði.

Heimild:
Fornleifaskrá Hafnarfjarðar VI; Kaplakriki, 2021; – Fornleifaskra-Hafnarfjardar-VI-Kaplakriki-2021.pdf (byggdasafnid.is)

Hafnnarfjörður

Hafnarfjörður – örnefni.

Markhóll

Í Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021 segir m.a. um Straum, Óttarsstaði og Lónakot:

„Straumur

Straumur

Straumur.

Straumur var ein af svonefndum Hraunjörðum en það voru þær jarðir sem voru innan staðarmarka Hafnarfjarðar suðvestur af kaupstaðnum. Þessar jarðir voru í eigu Viðeyjarklausturs og urðu því konungsjarðir með siðaskiptunum 1550. Konungsjarðirnar voru síðan seldar á árunum 1836-1839.10
Jarðarinnar var fyrst getið í fógetareikningum frá 1547-1548 og þar sagði: „Item met Ström j legeko. xij for. Landskyldt iij vetter fiske. ij lege vj förenger smör dt. oc ij landskyldt iij vetter fiske dt. Thet er jc xxx fiske.“

Straumur

Straumur – túnakort 1919.

Næst var jarðarinnar getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703. Þar segir að jarðardýrleikinn sé óviss, að jörðin var í konungseign og að ábúandi var Hans Ólafsson. Kúgildin voru þrjú og landskuldin var 75 álnir. Jörðin átti selstöð sem hét Straumsel en þar voru hagar slæmir og vandræði af vatnsskorti þegar það voru þurrkar. Torfrista og stunga voru í skárra lagi og jörðin notaði skóg í almenningi til kolagerðar og eldiviðar. Heimræði var allt árið í kring, lending góð og skip ábúendans réru eftir hentugleika. Lambhúsgerði var þá eyðihjáleiga á jörðinni sem hafði verið í eyði eins lengi og menn mundu og var ekki talið að þar yrði búið aftur vegna þess að bóndinn á Straumi gat ekki komið túninu þar í lag án þess að það kæmi niður á hans eigin túni.
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 var jörðin sögð í bændaeign, dýrleikinn var 12 ½ , landskuldin 0.75, tvö kúgildi, einn ábúandi og var hann eigandi jarðarinnar.
Samkvæmt Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar voru landmerki fyrir jörðina Straum:

Steinhes

Steinhes – (Steinhús).

Landamerki milli Straums og Óttarsstaða byrja við sjó á Vatnaskersklöpp yfir miðjan Markhól og þaðan beint í Stóra-Nónhól í Gvendarbrunn frá Gvendarbrunni í Mjósundsvörðu, frá Mjósundsvörðu í Klofaklett suður og upp af Steinhúsi.
Á Klofaklett er klappað Ótta Str. og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og upp af Eyjólfshól, á þennan Markastein er klappað Ótta Str. Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi.
Á hina hliðina milli Straums og Þorbjarnarstað byrja landamerkin við sjó á Pjetursbyrgi á neðsta hólmanum, og þaðan beint í svonefnda Tóu, úr Tóu beint í Vestari-Tobbukletta yfir miðjum Jónshöfða og í vörðu vestarlega á há-Hafurbjarnarholtinu og þaðan beina stefnu mitt á milli Stóra-Steins og Fjárskjólskletts í vörðu á há-Fremstahöfða og þaðan hina sömu beinu stefnu þar til að Krýsivíkurland tekur við (Undirritað í Straumi 31. maí 1890)“.
Norðan við Straum stóðu tvær þurrabúðir, Þýskabúð og Jónsbúð.

Þýskabúð

Þýskabúð

Þýskabúð.

Þýskabúð var hjáleiga frá Straumi og dró nafn sitt af því að þýskir kaupmenn munu hafa reist kaupbúðir á tanganum við Straumsvík og verslað þar á 14. og 15. öld.
Engar minjar um þær búðir sjást þó á svæðinu í dag.
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tók viðtal við Pál Hannesson, þáverandi eiganda Þýskubúða árið 1993:

Þýskabúð

Þýskabúð.

„Þýskubúð: Síðasti ábúandi Þýskubúðar hét Guðmundur (Björgúlfsson); hann átti allan Straum. Húsið var byggt 1915? (1910?), síðar innréttað og lagfært.
Tjörvi nokkur Guðmundsson bjó í Þýskubúð 1911-1912 [Innskot í texta frá SÁM: Skv. Manntalsvef Þjóðskjalasafns bjó Guðmundur Tjörfi Guðmundsson í Þýskubúð miklu fyrr(m.t. 1890 og 1901; Leigandi í Straumi í mt. 1910). J.H.].
Áður en Tjörvi var þarna byggði Björn, kallaður „þýski“ (Þýski Björn), [hús þar sem Þjóðverjar versluðu á 14. og 15. öld].
Það sem fylgir húsinu er baðstofa 11×16 álnir með steinsteyptum kjallara: frambær 6×6 álnir, líka steyptur kjallari.
Tún 2 dagsláttur (heyfang 20 hestar?); matjurtagarður.

Þýskabúð

Tóft við Þýskubúð.

Fiskimið út af Straumi: Í beina línu á Helgafell og miðja fjörumölina við tangan hjá Bala, ca. miðja víkina. (Á Bala átti bústað Loftur Bj[arnason] í hvalnum).
Þær minjar sem sjást á yfirborði við Þýskubúð eru allar seinni tíma og eru í samhengi við steypta húsið (2367-122) sem enn stendur að hluta. Í kringum húsið er að finna ýmis garðlög og matjurtagarða, naust og útihús, sem og gerði og brunn. Túngarðurinn er frekar illa farinn en hann hefur einnig virkað sem varnargarður við sjóinn og er hann þar að mestu kaffærður í fjörugrýti.

Jónsbúð

Jónsbúð

Jónsbúð – tilgáta ÓSÁ.

Jónsbúð var tæpum 200m norðan við Þýskubúð, sunnan við Jónsbúðartjörn, sem hefur verið vatnsból Jónsbúðar, og Markhól (2367-159) sem er sprunginn hraunhóll sem virkaði sem náttúruleg landamörk Straums og Óttarsstaða. Minjarnar við Jónsbúð eru mjög heillegar en þær hafa alveg sloppið við seinni tíma rask.
Árið 1999 gerði Fornleifafræðistofan, undir stjórn Bjarna F. Einarssonar, þrjár prufuholur í bæjartóftir Jónsbúðar og var markmið rannsóknarinnar að freista þess að ná að aldursgreina tóftina og að sjá í hvað hólfin voru notuð. Ekki fundust nægileg gögn til aldursgreiningar en rannsóknin leiddi í ljós að vestur hólfið var fjós og þaðan var gengið inn í baðstofu en algengt var að nota hita frá skepnum til þess að verma híbýli.

Jónsbúð

Jónsbúð – túnakort 1919.

Á túnakorti frá 1919 var sagt að kálgarðar væru 180m2 og að tún Jónsbúðar væru holótt og slétt, þau stæðu á klettanefi við sjó, vestur frá Jónsbúð og voru 0,2 teigar.
Jónsbúðar var ekki getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns en vert er að minnast á að ekki var alltaf minnst á þurrabúðir jarða þó að enginn vafi sé á að þær hafi verið til staðar.
Í manntali frá 1910 var minnst á Jónsbúð sem þurrabúð í landi Straums og þar bjó hann Gunnar Jónsson, sjómaður, Sigríður Hannesdóttir kona hans og Sigríður dóttir þeirra. Þau munu hafa komið til Jónsbúðar frá Meðalholti í Flóa 1882.
Í bókinni „Forðum gengin spor“ var tekið viðtal við Jón Magnússon í Skuld í Hafnarfirði:
„Síðan færum við okkur inn að Straumsvík en þar voru tvö kot, Jónsbúð og Þýskubúð. Þar voru Jón í Jónsbúð og Gunnar í Þýskubúð. Þessi kot voru búin að vera um tíma í eyði áður en þessir menn komu þangað. Þeir voru orðnir fullorðnir þegar þeir komu að þessum kotum og ég man eftir þeim en ég kynntist þeim mjög lítið. Þeir voru með nokkar kindur.“

Jónsbúð

Jónsbúð – brunnur.

Í skýrslu sinni velti Bjarni því upp að Jón þessi í Jónsbúð gæti hafa verið síðasti íbúi Jónsbúðar en að búðin hafi greinilega ekki verið kennd við hann. Hann sagði einnig að líklegt væri að búðin hafi borið ýmiss nöfn í gegnum árin, stundum eftir ábúendum og stundum eitthvað annað, en dæmi um það eru vel þekkt. Hann sagði einnig að Jónsbúð hafi ekki verið lengi í eyði áður en Jón byggði upp kotið, en algengt var að kot og smábýli hafi verið í eyði í smá tíma á milli íbúa.
Bæjarstæði Jónsbúðar er mjög heillegt og eru bæjarrústirnar vel greinanlegar sem og matjurtagarðurinn áfastur þeim. Rétt framan við bæjarrústirnar er vörslugarður en hann hefur verið til þess að beina búfénaðnum inn í fjósið. Fast NV við bæjarrústina er hjallur og túngarður umhverfis túnið. Útihús er áfast vestur hlið túngarðsins og er mögulega fjárhús sbr. viðtalið við Jón Magnússon.
Það er brunnur í Jónsbúðartjörn norðan við bæjarrústirnar og lághlaðin brú að honum en vatnsstaða tjarnarinar stjórnast af sjávarföllum.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir vestari

Óttarsstaðir efri.

Óttarsstaðir er jörð í hinum svonefndu Hraunum í landi Hafnarfjarðar. Þær jarðir sem eru innan staðarmarka Hafnarfjarðar suðvestur af kaupstaðnum voru nefndar áður einu nafni Hraunjarðir. Þetta voru jarðirnar Stóri Lambhagi, Þorbjarnarstaðir, Straumur, Óttarsstaðir, Lónakot og Svínakot. Jörðin Hvassahraun var ein af Hraunjörðunum en hún var í Vatnsleysuhreppi. Þessar jarðir voru allar í eigu Viðeyjarklausturs og urðu því konungsjarðir með siðaskiptunum 1550.
Konungsjarðirnar voru síðan seldar á árunum 1837-1839.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir – túnakort 1919.

Elsta heimild um Óttarsstaði er frá 1379 í vitnisburði Kára Þorgilssonar og tveggja annara manna um máldaga og reka kirkjunnar í Viðey frá Koleinsskor og inn að Hraunnessvötnum í millum Hvassahrauns og Óttarsstaða. Þar segir: „Svo felldann vittnisburd bervm vier kare þorgilsson, jon oddzson oc olafur kodransson, at vier hofvm heyrt lesinn maldagann j videy advr en kirkiann brann, oc firnefndur olafur kodransson las hann sialfur, at kirkiann j videy ætti fiordv hvoria vætt vr hval hvar m land kæme fra kolbeinsskor oc in at hravnnes vottvm j millvm hvassaravns oc ottastada nema kæme æ kalfatiarnar reka þeim frateknvm j millvm markkeltz oc nyia garda. hier epter villivm vier sveria ef þvrfa þycker. anno domini Պ iijc. lxxix ar.“
Einnig er sagt frá Óttarsstöðum í bréfi frá 9. september 1447 en það var bréf um jarðaskipti Einars Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey fyrir hönd klaustursins. Einar mun hafa keypt jarðir í Húnaþingi og selt jarðir á Vatnsleysuströnd til Viðeyjarklausturs og 10/100 í Óttarsstöðum.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir eystri.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 var sagt að jarðardýrleiki Óttarsstaða hafi verið óviss og að jörðin var í konungseign. Landskuldin var 500 álnir sem greiddist með sex vættum og tveimur fjórðungum fiska í kaupstað síðan leigan var hafin en áður greiddist hún til Bessastaða. Ábúandinn, Guðmundur Guðmundsson, lagði við til húsabóta. Kúgildi jarðarinnar voru þrjú og greiddust leigur í smjöri heim til Bessastaða eða með fiski í kaupstað, ábúandinn uppyngdi kúgildin sjálfur. Útigangur var í betra lagi, ef ekki var um hörkuvetur að ræða, kvikfénaður var fimm kýr og einn hestur. Túnið gat fóðrað fimm kýr en hafði verið í órækt og var úr sér gengið. Heimilismenn voru átta og sóttu þeir sér skóg til kolagerðar og eldiviðar í almenning greiðslulaust. Lyngrif var nýtanlegt, aðallega til eldkveikju, lítil rekavon, sölvafjaran nægði heimilisfólki og hrognkelstekja í lónum var vel nýtt. Heimræði var á Óttarsstöðum árið um kring og var lendingin í meðallagi. Jörðin átti tvær selstöður, eina í almenningi og voru hagar þar góðir en gat orðið vatnslaust á þurrum sumrum, hina í Lónakotslandi á móts við uppsátrið sem Lónakotsmenn fengu að nota í landi Óttarsstaða. Búfénaður fórst oft í gjám í hrauninu, sérstaklega á veturna þegar snjór lá yfir hrauninu. Torfstunga var svo gott sem engin til heyja, þaks og húsa. Tvær hjáleigur voru á Óttarsstöðum, báðar ónafngreindar í Jarðabókinni. Önnur var um sextíu ára gömul þegar Jarðabókin var skrifuð en hin eldri en elstu menn mundu.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir eystri – meintur kirkjugarður fremst.

Í Jarðatali Johnsen frá 1847 fékk jörðin númerið 163, Óttarsstaðakot 164, og var jörðin í bændaeign, dýrleikinn var 20 ⅙, landskuldin 1,5, kúgildin 3 og ábúendur 1 eigandi að jörð og 1 leiguliði.
Á túnakorti af Óttarsstöðum og Óttarsstaðakoti frá 1917 var sagt að tún væru holótt og grýtt, þó að miklu slétt og sléttuð. Túnin voru samtals 5,4 teigar og kálgarðar voru samtals 2650m2.
Í örnefnaskrá Óttarsstaða var gerð ítarleg lýsing á bæjarstæðinu:

Straumur

Óttarsstaðir/Straumur – örnefni og minjar. Uppdráttur ÓSÁ.

„Löngum var tvíbýli á Óttarsstöðum. Voru býlin nefndi Efri-Óttarsstaðir eða Vesturbær og Neðri-Óttarsstaði eða Austurbær. [í dag eru bæirnir helst þekktir sem Óttarsstaðir-Vestri og Óttarsstaðir-Eystri]. Bæirnir stóðu á Bæjarhól, nokkuð vestarlega í túninu. Vesturbærinn stendur ennþá, en Austurbærinn var rifinn fyrir aldamót. Var þá byggt nýtt hús nokkru austar og neðar í túninu, en gömlu bæjartóftirnar notaðar fyrir fjós og hlöðu. Túnið á Óttarsstöðum var allstórt og var því deilt milli bæjanna í Vesturbæjartún og Austurbæjartún. Kringum öll túnin var hlaðinn tvístæður túngarður, feiknamannvirki.
[…] Rétt austur af húsinu, sem nú er á Neðri-Óttarsstöðum, var Eyðikotið [Óttarsstaðakot], þurrabúð frá Óttarsstöðum. Það fór í eyði fyrir 30-40 árum, en bærinn stendur enn og er notaður sem sumarbústaður.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir eystri – eldhús.

Niður við Óttarsstaðavörina var önnur hjáleiga eða þurrabúð, nefnd Kolbeinskot. Kot þetta fór í eyði rétt eftir aldamót. […] Vestur af Eyðikotinu var djúpt jarðfall, Eyðikotsker eða Kerið. Neðst í því var hlaðinn brunnur, og var vatnið jafnan tekið þar. Alltaf fylltist þetta af snjó á veturna. Hleðslan í brunninum sést enn. Frá Kerinu lá Brunnstígurinn heim til bæjar. Eyðikotinu tilheyrði sérstök vör, Eyðikotsvör, og lá svokölluð Sjávargata frá kotinu að henni.
[…] Skammt frá Eyðikotinu, til hægri handar, þegar vestur var farið, var hóll sem hét Litlakofahóll. Vestan í honum var kofi, sem kallaður var Litlikofi eða Tótukofi. Þórunn nokkur, systir konunnar á Óttarsstöðum, hafði kindur í þessum kofa. […] Rétt norður af Neðri Óttarsstöðum er lágur rani. Á endanum á honum er smátúnblettur með grjóthleðslu í kring. Er þetta nefnt Rúnugerði […] Rétt austur af Rúnugerði er nokkuð stór hóll, sem kallaður var Fiskhóll. Uppi á þeim hól hafa verið breiðir grjótgarðar, sem enn sést vel móta fyrir, og þar hefur verið þurrkaður fiskur í gamla daga. […] Lengra vestur í túninu og nær sjónum voru fjárhús. Nefndist það efra Torfhús, en það neðra Langbakkahús. Langbakkahús var rifið, svo að veggir einir stóðu eftir, en þeir fóru alveg í stórflóði, líklega 1957.
Rétt fyrir ofan sjávarkampinn var hlið á vesturtúngarðinum, nefnt Fjárhlið, því að féð rann þar í gegn. Rétt fyrir sunnan hliðið var feiknamikið fjárgerði. Þaðan lá götuslóði frá báðum bæjum. […]Smiðjubali var rétt austur af kálgarðinum á Efri-Óttarsstöðum. Þar á að hafa verið smiðja.
Brunnurinn á Efri-Óttarsstöðum var alveg í horninu á kálgarðinum, smáspöl frá bænum. Þangað lá gata, sem kölluð var Brunngata. Í gamla daga var þetta hlaðin steinstétt, en er nú gróin upp.
[…]Í túninu á Neðri-Óttarsstöðum, alveg við mörkin, var kofi, upphaflega smiðja, seinna hesthús. Rétt austur af tóftinni eru þúfur miklar, og töldu menn, að þar væru leiði.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir 1950.

Skúli Magnússon landfógeti sagði í Chorographica Islandica að á Óttarsstöðum ætluðu sumir að hafði verið bænhús og í Örnefnalýsingu sagði að „Rétt norðan við Álfakirkju eða Stólpa var talið að verið hafi Kapella. Óttarsstaðakapella. Jafnvel Kirkja og austan eru þúfur miklar, nefnast Kirkjugarður.“
Ekki finnast aðrar heimildir um kirkju eða kapellu á Óttarsstöðum og er frásögn Skúla sú eina sem til er.
Árið 1966 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að nýta sér forkaupsrétt á öllum lóðum og fasteignum í Hafnarfirði vestan Krýsuvíkurvegar og var jörðin Óttarsstaðir þar á meðal.
Óttarsstaðir hafa að mestu sloppið við allar nútíma framkvæmdir og þar er að finna nánast ósnert menningarlandslag. Vegna þessa er svæðið frekar vinsælt útivistarsvæði í dag.

Lónakot

Lónakot

Lónakot – túnakort 1917.

Lónakot er jörð í hinum svonefndu Hraunum í landi Hafnarfjarðar. Þær jarðir sem eru innan staðarmarka Hafnarfjarðar suðvestur af kaupstaðnum voru nefndar áður einu nafni Hraunjarðir. Þetta voru jarðirnar Stóri Lambhagi, Þorbjarnarstaðir, Straumur, Óttarsstaðir, Lónakot og Svínakot. Jörðin Hvassahraun var ein af Hraunjörðunum en hún var í Vatnsleysuhreppi. Þessar jarðir voru allar í eigu Viðeyjarklausturs og urðu því konungsjarðir með siðaskiptunum 1550. Konungsjarðirnar voru síðan seldar á árunum 1837-1839.
Elsta heimildin um Lónakot er í fógetareikningum frá 1547-1548 en þar sagði: „Item met Lonakot en legeko. landskyld iij vetter fiske oc ij lege en vet fiske dt. oc ij landskyldt iij vether fiske dt. thet er jc lxxx fiske.“ Lónakot kom fram í öllum fógetareikningum frá 1547 til 1553.

Lónakot

Lónakot – bærinn.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 var sagt að jarðardýrleiki Lónakots sé óviss, því jörðin tíundaðist engum, og jörðin var í konungseign. Landskuldin var xl álnir sem voru borgaðar með átta tunnum af kolum heim til Bessastaða allt til þess að Andres Ívarsson varð umboðsmaður á Bessastöðum, þá kvartaði ábúandinn, Sigurður Oddleifsson, um að skógurinn í almenninginum væri svo foreyddur að hann treysti sér ekki að safna kolviði til landskuldargjaldsins. Eftir það var landskuldin greidd með tveim vættum fiska í kaupstað. Kvikfénaður var tvær kýr, tvær kvígur mylkar, ein tvívetra, hin þrívetra, tólf ær, fimm sauðir veturgamlir, sjö lömb, einn hestur og eitt hross. Túnin gátu fóðrað þrjár kýr og heimilismenn voru fimm. Jörðin átti selstöðu í eigin landi, Lónakotssel, og voru hagar þar góðir en stórt mein af vatnsskorti þegar það var þurrkur. Jörðin notaði rifhrís til kolagerðar og eldiviðar og jafnvel til að fóðra nautgripi um vetur, torfrista og stunga var í lakasta lagi og varla nýtanleg, lyngrif var nokkurt og var notað til eldiviðar og stundum til að fóðra sauðfé í heyskorti. Fjörugrastekja var nægileg heimilismönnum, rekavon var lítil, sölvafjaran hjálpleg, hrognkelsfjaran gagnleg en skelfiskfjara naumleg og erfiðissöm til beitu. Ekki var heimræði á Lónakoti því engin almenninleg lending var á jörðinni og hafði ábúandinn skipsuppsátur á Óttarsstöðum.

Lónakot

Lónakot – minjar.

Í Jarðatali J. Johnsen frá 1847 fékk Lónakot númerið 162 og var í bændaeign. Dýrleiki jarðarinnar var 10, landskuld var 0,4, kúgildið 1 og ábúendur einn eigandi.
Á túnakorti af Lónakoti frá 1917 töldust túnin vera 0,9 teigar (sléttir) og kálgarðarnir voru 500 m2. Þar kom einnig fram að sjór og sandur gekk yfir lágan tún-/varnargarðinn á stórflóðum.
Í örnefnaskrá Lónakots, sem Gísli Sigurðsson skráði, var sagt að Lónakot hafi verið í eyði síðan um 1930. Í skránni er einnig ítarleg lýsing á bæjarstæðinu og svæðinu í kring: „Lónakotsbærinn stóð á Bæjarhólnum, sem var sprunginn klettur, því sem næst í miðju Lónakotstúni, sem skiptist í Austurtún, Norðurtún og Vesturtún, öðru nafni Seltún. Túnið lá innan Lónakotstúngarðs, en hann skiptist aftur á móti í suðurtúngarð með suðurtúngarðshliði, en þessi hluti túngarðsins lá um nyrztu hólma og granda Lónakotsvatnagarða, sem eru hólmar og lón í suðsuðaustur frá bænum, með fersku vatni jafnarðarlegast. Austurtúngarður lá á austurkanti túnsins frá einu lónanna um Krumfót, sem er klapparhóll, er einnig nefnist Vökhóll og Sönghóll. […] Sunnanvert við Krumfót var syðra túngarðshliðið, en norðan Krumfótar var nyrðra túngarðshliðið. Garðurinn lá frá Krumfæti út að Norðurfjárhúsi, en frá því lá norðurtúngarðurinn eða sjóvarnargarðurinn á sjávarbakkanum, vestur eftir með norðurtúngarðshliði, sem var vestarlega á garðinum og þar rétt hjá tóft, Hliðsbyrgið.

Lónakot

Lónakot – Norðurfjárhúsið.

Á vesturkant túnsins var vesturtúngarður eða Seltúnsgarður. […] Suðurtjörnin lá aftur á móti sunnan við Bæjarhólinn og þar í brunnurinn, en frá bænum lá Brunnstígurinn niður á Brunnstéttina, sem lá út í tjörnina að brunninum, sem var niðurgrafinn í mjúkan leirbotninn. Lónakotsvatnagarðar, hólmarnir og lónin suðsuðaustur frá Lónakoti, voru einnig nefndir Vatnagarðar eingöngu, Lónin, Lónakotslón, Hólmarnir, Lónakotshólmar, og syðst í Vatnagörðum er Vatnagarðahelli eða Vatnagarðafjárskjól, sem eiginlega liggur í landi Óttarsstaða, og nokkrar tjarnanna.
Þegar haldið var suður út af suðurtúngarðshliði, var þar við Lónakotsselsstíginn, sem seinna varð Lónakotsvegur, alldjúp gjóta, sem nú er fyllt með grjóti, Yrðlingabyrgi. Þar ól Hallgrímur Grímsson, bóndi í Lónakoti um aldamótin 1900, upp tófuyrðlinga. Byrgið er um 30 metra frá túngarðshliðinu. Suður frá því er svo Lónakotsréttin. Austur þar frá, á vinstri hönd við Lónakotsstíginn, er þúfnakargi með fjárhúskofa og kallast hér Kotið, einnig Dys í Koti.

Lónakot

Lónakot – Dys í Koti.

Austar þar var Kotagerði, fjárgerði. Allt lá þetta vestan hólma Vatnagarðanna. Sagnir voru um, að upphaflega hafi Lónakotsbærinn staðið þarna. Umhverfis þennan þúfnakarga var Kotagarðurinn, hlaðinn, einfaldur grjótgarður. Nokkru lengra upp í hrauninu var Hádegishæð, eyktarmark frá Lónakoti.“
Árið 1966 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að nýta sér forkaupsrétt á öllum lóðum og fasteignum í Hafnarfirði vestan Krýsuvíkurvegar og var jörðin Lónakot þar á meðal.
Flestar þær fornleifar sem skráðar voru á jörð Lónakots tengjast bænum og landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Helst ber að nefna bæjarrústirnar sjálfar sem eru mjög heillegar. Í bæjarrústunum eru sjö hólf, þar af er nyrsta hólfið niðurgrafin hlaða og næst syðsta að öllum líkindum eldhús eða baðstofa, þar er að finna leifar af steyptum reykháf.

Lónakot

Lónakot – brunnur.

Túnið við Lónakot hefur fengið að kenna á ágangi sjávar og liggur fjöldinn allur sjóbörðum steinum yfir því og varnargarðurinn er horfinn að miklu leyti. Útihúsin eru þó nokkuð heilleg og er þar kannski helst að nefna Norðurfjárhúsið, sem er í norður enda túnsins, og Yrðlingabyrgið, sem er u.þ.b. 100m SV við bæjarrústirnar en þar ól Hallgrímur Grímsson, bóndi í Lónakoti um aldamótin 1900, upp tófuyrðlinga fyrir feldinn.“

FERLIR saknar minja og heimilda í skráningunni, annarra en getið er um í tilvitnuðum og sumum hverjum gölluðum eldri skýrslum Byggðasafns Hafnarfjarðar um fornleifar í Hafnarfirði.

Heimild:
Fornleifaskrá Hafnarfjarðar V; Straumur, Óttarsstaðir og Lónakot, 2021; – Fornleifaskra-Hafnarfjardar-V-Straumur-Ottarsstadir-og-Lonakot-2021.pdf (byggdasafnid.is)

Vatnagarðahellir

Vatnagarðahellir.

Hafnarfjörður

Í Fornleifaskrá Hafnarfjarðar II árið 2021 segir eftirfarandi um Miðbæ og Hraun:

„Miðbær Hafnarfjarðar er gróflega innan þess landsvæðis sem áður var Akurgerði. Nafn jarðarinnar bendir til þess að einhverntímann hafi verið reynt við akuryrkju á henni en undir hraunbrúninni við fjörðinn var mikil veðursæld og skjól fyrir norðanátt. Engar heimildir eru þó til fyrir þessari akuryrkju fyrir utan nafn jarðarinnar.

Hanarfjörður 1882

Hafnarfjörður 1882.

Fram til 1677 var Akurgerði hjáleiga frá Görðum á Álftanesi en það ár eignaðist Hans Nansen, Hafnarfjarðarkaupmaður, jörðina í makaskiptum fyrir hálfa Rauðakollsstaði í Eyjahreppi í Hnappadalssýslu. Við eignaskiptin fluttist verslunarstaðurinn, sem hafði verið í Hvaleyrarlandi, til Akurgerðis og eftir þau voru þar einungis þurrabúðir og eignarráð landsins í höndum
Hafnarfjarðarkaupmanna og saga jarðarinnar er þá í raun saga verslunarstaðarins.

Akurgerði

Akurgerði og klettar ofan þess.

Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 var sagt að Akurgerði hafi verið eign Garðakirkju til forna og hjáleiga í Garðalandi. Hafnarfjarðarkaupmaður hafði þar eignarráð og að dýrleiki gömlu hjáleigunnar hafi verið óviss, þar sem hún stóð í óskiptu landi og tíundaðist ekki. Þar bjuggu Guðmundur Þórðarson og Þorleifur Sveinsson og greiddur þeir enga húsaleigu en voru í staðin skyldir til handarvika sem kaupmaðurinn þurfti á sumri og eftirliggjarinn á vetri. Þeir viðhéldu búðinni með styrk kaupmanna og héldu engan kvikfénað vegna þess að þar gat enginn kvikfénaður fóðrast, því túnstæðið var allt farið undir byggingar.
Í sýslu- og sóknalýsingum sagði séra Árni Helgason að „Enginn veit nú, hvað mikið land Akurgerði fylgdi, og þingsvitni, sem tekið var nálægt 1790, gat engu orkað, það hefir dankað sona, að kaupmenn, sem eiga Akurgerði, eigna sér ströndina frá Fiskakletti og inn að Hamarskotslæk, og prestar í Görðum hafa ei ákært. Á þessu petti eru nú þrjú höndulráðssetur, grossera Knutzons, Thomsens og Linnets. Bæði Thomsen og Linnet betala þeim fyrstnefnda eiganda lóðatoll.
Auk þessara höfuðbýla eru á sömu lóð meir en 20 tómthús og fleiri en ein familie í sumum. Enginn sem býr í þessum höndlunarstað, hefir grasnyt. Tómthúsin fjölga og nöfnin breytast, þegar nýir íbúar koma.“

Hraunin

Kaldársel

Kaldársel – tilgáta ÓSÁ.

Hraunahverfið í Hafnarfirði er á því svæði sem áður var í eigu Garða. Fyrstu heimildir um Garða eru frá árinu 1307 en það er skjal um rétt til rekafjöru í landi Garða:
1307 „ad stadur j Gördum a Alftanese ætte allan vidreka og hvalreka fra Ranganiogre ig (i) Leitu kvenna bása ad kalftiorninga fiouru.“
1367 var staðurinn metinn á 16 hndr. og átti kirkjan þá allt heimalandið. Í skjali frá 1558 var sagt að kirkjujörðin Hlíð var lögð til Bessastaða, en Garðar fengu í staðinn Vífilstaði.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 var sagt að Garðar væru kirkjustaður í eigu kirkjunnar. Þá var sagt að jarðadýrleiki hafi verið óviss allt til ársins 1697 en þá var staðarins getið og var hann metinn af sex mönnum sem valdir voru til matsins af prófastinum á Kjalarnesþingi og sýslumanninum í Gullbringusýslu eftir tilmælum frá amtmanninum.
Staðurinn var þá virtur að 60 hndr. að dýrleika. Ábúandinn var þá Sr. Ólafur Pétursson prófastur í Kjalarnesþingi, landskuld var engin og höfðu fyrrnefndir sexmenningar áætlað að leiga fyrir jörðina væri tveir hundruðustu. Kirkjan átti 20 kúgildi, þar af voru sum þeirra í leiguburði á kirkjunnar jörðum og líka á hjáleigum í kringum staðinn. Garðar voru með selstöðu í Kaldárseli, þar voru bæði hagar og vatnsból góð. Móskurður til eldiviðar var nægur en ef þurrt var fór hann og var erfiður. Heimræði var allt árið og lending góð. Róðrar voru fengsælir þegar fisk var að fá í Hafnarfirði.
Í Jarðabók Johnsens frá 1847 fékk jörðin númerið 185 og var kirkjujörð. Dýrleikinn var 40, landskuld 2 og kúgildi 1.
Árið 1912 gaf Jens Pálsson, prófastur í Görðum, Hafnarfjarðarbæ kost á að kaupa nokkuð af því landi sem bærinn stóð á með beitarlandi fyrir 52.000 kr. og heimilaði Alþingi þessi landakaup með lögum þann 22. október sama ár. Landsstjórninni veittist heimild til að selja Hafnarfjarðarkaupstaði land Garðakirkju sunnan og vestan þessara marka:
1. Bein lína úr Balaklöpp við vesturenda Skerseyrarmalar í veg inn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur þar sem hann fer að fara lækkandi ofan af norðurbrún hraunsins.
2. Þaðan bein lína í Hádegishól, hádegismark frá Hraunholti, nálægt í hásuður frá bænum spölkorn frá hraunjaðrinum.
3. Úr Hádegishól bein lína í Miðaftanshól sem er gamalt miðaftansmark miðað frá Vífilsstöðum; – þá tekur við:
4. Urriðakotsland; þá
5. Setbergsland allt til Lækjarbotna og loks
6. Selvogsmanna- eða Grindaskarðsvegur.
Hamarskot var innifalið í þessum kaupum en Hamarskotstún innan girðingar og Undirhamarstúnsblettur voru undanskilin. Átti presturinn að hafa þar grasnytjar ef hann flyttist til Hafnarfjarðar.
Árið 1927 skoraði bæjarstjórn Hafnarfjarðar á þingmenn Gullbringu- og Kjósarsýslu að flytja frumvarp á næsta Alþingi um að Hafnarfjarðarkaupstaður fengi það land sem Garðakirkja ætti í miðjum bænum. Alþingi samþykkti frumvarp um söluna 1928 og bærinn keypti landið árið 1930 fyrir 12.000 kr.

Einarsreitur

Einarsreitur,

Einnig er vert að minnast á Einarssreit, saltfiskreit sem Einar Þorgilsson útgerðarmaður lét útbúa árið 1913 og var hann stækkaður árið 1929, en þetta er líklega eini fiskreiturinn á landinu sem hefur verið metinn til fjár. Í dómi frá 1994, í eignarnáms máli Hafnarfjarðarbæjar og Einar Þorgilsson & Co. HF., er reiturinn metinn á 9,4 milljónir króna.“

FERLIR saknar minja og heimilda í skráningunni, annarra en getið er um í tilvitnuðum og sumum hverjum gölluðum eldri skýrslum Byggðasafns Hafnarfjarðar um fornleifar í Hafnarfirði.

Heimild:
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar II; miðbær og Hraun, 2021; – Fornleifaskra-Hafnarfjardar-II-Midbaer-og-Hraun-2021.pdf (byggdasafnid.is)

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – loftmynd.

Hanarfjörður 1882

Í Fornleifaskrá Hafnarfjarðar I árið 2020 fyrir Vesturbæ, Norðurbæ, Víðistaði og Hleina segir m.a.:

„Víðistaðir

Víðistaðir

Víðistaðir.

Telja má líklegt að Víðistaðir hafi verið beittir allt frá landnámi, fyrst frá Görðum og síðar frá Akurgerði og greina örnefnaskrár frá seli Bjarna riddara að Víðistöðum, ekki er þó vitað hvar selið var.
Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1908 þá voru Víðistaðir innan bæjarmarkanna. Á svæðinu var einnig vegur út að Garðakirkju sem var sóknarkirkja Hafnfirðinga til 1914.
Vert er að minnast á fiskreit Bookless og Hellyers, sem er að finna á SV verðu útivistarsvæðinu á Víðistöðum en Bookless bræður og síðar Hellyers bræður störfuðu í Hafnarfirði á tímabilinu 1910-1929. Fyrirtækin létu leggja fiskreiti vestan við gamla Garðaveginn. Í námunda við reitinn var einnig fiskgeymslu og pökkunarhús og stóð það fram yfir 1985 en reiturinn eru einar síðustu áþreifanlegu minjar þessara erlendu stórútgerðar.
Fyrstu eiginlegu íbúar á Víðistöðum voru hjónin Bjarni Erlendsson og Margrét Magnúsdóttir en þau fengu útmælt land á svæðinu 1915 og byggðu þar íbúðarhús 1918 en efnið í húsið kom úr strönduðu skipi að nafni „Standard“ sem hafði strandað við Svendborg. Árið 1924 byggðu þau gripahús fyrir fjórar kýr og tvo hesta, ásamt hlöðu.

Hleinar

Langeyri

Langeyri og nágrenni.

Svæðið á Hleinum var friðlýst sem fólkvangur árið 2009 og var markmið friðlýsingarinnar að „vernda fjöru og útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi sem vaxið er náttúrulegum gróðri svo sem mosa- og lynggróðri. Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að vernda búsetulandslag og menningarminjar, en á svæðinu eru tóftir, fiskreitir, grjóthleðslur, gerði, garðar og vagnslóðar.“
Ekki kemur á óvart að lang flestar minjar innan skráningarsvæðisins sé að finna á Hleinum en svæðið hefur, vegna friðlýsingarinnar, fengið að vera að mestu ósnert af nútíma framkvæmdum. Hægt er að skipta svæðinu á Hleinum upp í fjögur svæði; Skerseyri, Brúsastaði, Eyrarhraun og Langeyri.

Skerseyri

Langeyrarstígur

Langeyrarstígur.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 var minnst á Skerseyri sem hjáleigu frá Görðum í eigu Garðakirkju, og leigukúkildi var 1.
Ábúandinn, Ásmundur Gissursson, nýtti hagbeitar og sölvafjöru staðarins í heimalandi.
Ekki er til túnakort af Skerseyri.
Árið 1902 var Skerseyri komið í eyði en byggist aftur skömmu seinna af Nikulási Helgasyni og var hann enn búsettur þar árið 1920.
Halla Kristín Magnúsdóttir, sem bjó á Skerseyri, gaf ítarlega lýsingu á bænum og svæðinu í kring19 en þar sagði hún um bæinn:
„Bærinn stóð á balanum upp og austur frá malarvikinu, Skerseyrarvör, eða Skerseyrarmölum. Útveggir bæjarins voru allir af torfi og grjóti, sylla af sama efni var undir glugga, en timburþil þar upp af. Bærinn samanstóð af baðstofu, bæjardyrum og eldhúsi. […] Inn af bæjardyrunum var eldhúsið og var það hringeldhús sem kallað var. […] Veggir eldhússins voru af torfi og grjóti hlaðnir alveg í hring og beinir upp og síðan reft yfir í lágan topp, og þar á var eldhússtrompurinn. Moldarhólf var í eldhúsinu og gamaldagshlóðir hlaðnar úr sæbörðu hraungrýti. […] Þverveggur með dyrum á var innarlega í göngunum, en á vinstri hönd við þverveggin voru dyr og gangur gegnum millivegg í baðstofuna. Og var þá komið í miðja baðstofuna. Hún mun hafa verið um fimm álnir, en afþiljaður var norðurendinn fyrir geymslu. […] Gólfið í baðstofunni var ekkert annað en það, að þremur mjóum borðum var raðað milli rúmanna á gólfið en utan við borðin og undir rúmunum var moldargólf.“

Brúsastaðir

Sjávarhús við Brúsastaðir (Litlu-Langeyri).

Um svæðið í kring sagði hún að:
„Túnblettur var kringum bæinn og gaf hann af sér um sex hesta af heyi þegar bezt lét, og allt var nýtt, sem hægt var að slá með ljá, en líka skárum við grasið í hraunbollunum með sigð, er til þess var gerð. Þá voru þarna við kotið kálgarðar og voru þeir afgirtir með grjótgörðum. Grjótgarður var um túnið og eins rétt niðurundir sjávarkampinum, en undir garðinum lá Sjávar- eða Kirkjugatan og frá honum vesturkampurinn.“
Halla Kristín flutti frá Skerseyri 1902.
Í fasteignamati frá 1918 var húsakosti og lóðinni lýst svona:
Eigandi: Nikulás Erlendsson, þrbm. notar eignina sjálfur.
Eignin er:
1. Íbúðarbær stærð : 5.10 x 3.80m, hæð 1.3m. Veggir úr timbri og grjóti, með risi. Þak úr timbri járnvarið. Honum skipt í eitt herbergi og eldhús. Herbergið þiljað panel. Viðbygging stærð 8.15 x 3.50m, hæð 1.20m með risi veggir torf og grjót, þak úr timbri, tyrft.
2. Lóðin, hefur engin einstök réttindi, nema mótak í Garðakirkjulandi; var áður metið sem jörð 1kndr gal á landsnótu. Fylgir grasblettur, gefur af sér c. 7 hluta af töðu, matjurtargarðar gefa af sér 3 tunnur af jarðeplum. Árgjald kr. 10.00“

Brúsastaðir

Brúastaðir

Brúsastaðir (Litla-Langeyri) um 1975.

Halla Magnúsdóttir lýsti einnig bænum á Brúsastöðum:
„Bærinn var byggður af svipaðri stærð og Skerseyrarbærinn, og svipaður byggingarlagi. Ekki get ég fullyrt hvernig hann var innréttaður. Jón heitinn Oddsson, tengdafaðir Sigurgeirs Gíslasonar byggði bæinn, sem ég man eftir. Var hann þá búinn að missa konu sína, en hafði ráðskonu. Annálað var hve þrifin hún var og snyrtileg í umgengni. Hélt húsbænum öllum sópuðum og hreinum og reyndi að fremsta megni að punta hann að innan eftir föngum. Meðal annars safnaði hún punti af túninu, batt það í kross og vafði um kaffirótarbréfi og hengdi upp á vegg, þótti af þessu mikil híbýlaprýði.“
Í fasteignamati frá 1918 var húsakosti og lóð Brúsastaða lýst svona:
Eigandi: Eyjólfur Kristjánsson, þrbm. notar eignina sjálfur.
Eignin er:
1. Íbúðarbær, stærð: 6.80 x 4.60m, hæð 1.4m með risi. Veggir úr grjóti, þak úr timbri, járnvarið. Skipt í eitt herbergi og eldhús, þiljað panel. Inngönguskúr 1.5x2m, hæð 2.10m, með vatnshallaþaki, byggður úr timbri, járnvarinn, þiljaður innan með panel. Viðbygging, stærð: 4.85 x 3.30m, hæð 1m, með vatnshallaþaki, veggir torf og grjót, þak timbur tyrft.
2. Útihús: Hjallur stærð 4,60 x 2.30m, hæð 1.80m, veggir timburrimlar, þak járnvarið. Fjárhús, stærð 4.50 x 3.45m hæð 1.80m með risi, veggir úr torfi og grjóti, þak timbur pappavarið. Heyhlaða stærð 4.50 x 2.10m, hæð 1.20m, veggir torf og grjót, þak úr timbri pappavarið.

Gönguhóll

Gönguhóll (Sönghóll).

3. Lóðin: (: 2 dagsláttar að stærð, girt með grjótgarði, grasi gróin að mestu, grýtt, gefur af sér 6 hesta hey, 5 tunnur jarðávöxt, [ógreinilegt], árlegt gjald kr. 15.00 Virðingin skiptist svo þannig að íbúðarhúsið með viðbyggingum var metið á 1200kr., útihúsin á 400kr. og lóðin á 800 kr. Í örnefnaskrá var sagt frá hvalstöð sem var til skamms tíma á Rauðsnefstanga skammt vestan við Langeyrarmalir en hvalstöðin lagðist niður vegna slyss sem varð þar.25 Líklega er þar verið að tala um hvalstöð sem danski hvalfangarinn Otto Christian Hammer stofnaði ásamt Fiskifélagi Hammers árið 1866.
Slysið sem um ræðir er að öllum líkindum það sem sagt var frá í Norðanfarinu 1869: „[…] Um sömu mundir er sagt að einn góðan veðurdag hafi Captainlieutenant Hammer ásamt 2 yfirmönnum af Fyllu og nokkru af heimilisfólki kammerasseros Waywadts, gengið út á háan klett eður hamar, sem var skammt fyrir utan voginn eður höfnina. Þegar þangað var komið, er sagt að Hammer hafi stungið upp á að fara ofan á klettinn og niður í fjöru, sem honum tókst, ætlaði þá annar eður báðir Lieutenantarnir á eftir, en þá annar þeirra kom á ofan í hamarinn, er sagt að hann hafi misst fótana, en um leið gripið um stóran stein, er þar var nærri, en hann losnað; jafnframt er sagt að Hammer hafi sjeð í hvaða hættu Lieutenantinn var kominn of farið upp eptir hamrinum, en þá kom Lieutenantinn og steinninn ofan á Hammer svo hann stórskemmdist á andliti, en steinninn lennti á brjósti Lieutenantins, sem ásamt Hammar varð að bera fram á herskipið.“

Eyrarhraun

Langeyri

Varða við fyrrverandi Eyrarhraun.

Hluti Eyrarhrauns var skráð af þeim Karli Rúnari Þórssyni og Bjarna F. Einarssyni árið 2004 vegna deiliskipulagstillögu Hleina að Langeyramölum, en sú skráning náði einungis til lítils hluta jarðarinnar og búið er að uppfæra fornleifaskráningastaðla
síðan þá.
Eyrarhraun var byggt árið 1904 af Engilráð Kristjánsdóttur og Sigurjóni Sigurðarsyni, en íbúðarhúsið brann vegna íkveikju árið 2005, en hafði staðið mannlaust í ár fyrir það.
Í fasteignamati frá 1918 var húsakosti og jörð Eyrarhrauns lýst svona:
Eigandi: Sigurjón Sigurðsson, þrbm. notar eignin sjálfur.
Eignin er:
1. Íbúðarbær, stærð 6 x 3.90m hæð 1.45m með risi, byggður úr timbri, varinn pappa að veggjum, járn á þaki, skipt i eitt og eldhús, þiljaður panel. Inngönguskúr, stærð 2 x 1.40m, hæð 1.80m, með vatnshallaþaki, byggður úr sama og bærinn.
2. Útihús: Fjárhús, stærð 6 x 3.50m, hæð 1.45m með risi, veggir að mestu úr torfi og grjóti, þak úr járni á langböndum. Heyhlaða, stærð 8.35 x 3.25m, hæð 1.45m með risi, veggir úr grjóti, þak járnvarið á langböndum. Eldhús, stærð 4.40m x 3.35m, hæð 1m, m. risi, veggir úr grjóti, þak úr járni á langböndum.
3. Lóðin er réttindalaus, óræktuð og ógirt, er býlið hefur grasblett og matjurtagarða á lóð þeirri á Langeyrarmölum er Aug. Flygering á. [ógreinlinegt] árlega kr. 10.00.
Virðing Eyrarhrauns var að íbúðarhúsið með viðbyggingum var virði 800kr., útihúsin það sama, og lóðin 200kr. virði.

Langeyri

Langeyri

Langeyri um 1920.

Langeyri var hjáleiga frá Görðum og í Garðakirkjueign. Þar var rekin verslun á síðari hluta 18. og fyrri hluta 19. aldar, en þar á undan hafði verið þar þurrabúð, en ekki er vitað hve lengi.
Langeyri hafði verið í hvað stöðugastri byggð af þeim þurrabúðum sem voru á svæðinu, frá 18. öld og fram á þá 20.35 Langeyri var stundum nefnd Skóbót en það gæti verið afbökun eða stytting af nafninu Skómakarahús.
Ekki er minnst á jörðina Langeyri í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703 en þar segir frá 7 þurrabúðum og er Langeyrarbúð þar á meðal. Þegar jarðabókin var skrifuð voru sumar þessara þurrabúða orðnar um 50 ára gamlar. Fiskveiði í Hafnarfirði hafði eitthvað minnkað árin áður en jarðabókin var gerð og voru flestar þurrabúðirnar niðurfallnar.
Í bréfi frá 1776 bauð Thodal stiftamtmaður Guðmundi Runólfssyni sýslumanni að finna hentuga staði til þess að reisa geymsluhús og íbúðarhús handa verkafólki vegna húkkorta og jaktfiskveiða í Hafnarfirði. Það varð úr að Hvaleyri var valið til þess að byggja vetrarbústað fyrir stýrimenn og háseta á jöktunum en á Langeyri átti að byggja hús fyrir eftirlegumenn en Langeyri varð fyrir valinu vegna þess að þar var nógu víðáttumikil möl til salfiskverkunnar.
Ýmis starfsemi hefur átt sér stað í gegnum tíðina á Langeyrarmölum en þar var um tíma starfrækt fiskverkunarstöð sem August Flygenring lét reisa um aldamótin 1900 en hann var lengi vel einn stórtækasti athafnamaður í Hafnarfirði. Seinna voru Malirnar í eigu hlutafélagsins Höfrungs sem gerði þaðan út togara og verkaði þar fisk.

Langeyri

Langeyri um 1920.

Fiskverkunarstöðvarnar á Mölunum veittu því fólkinu í hraunkotunum vinnu við fiskverkun eftir því sem aðstæður leyfðu.
Í brunabótavirðingu frá 1916 var sagt að á Langeyri séu fimm hús: Íbúðarhús úr timbri, skúr úr grjóti og timbri, eldhús úr grjóti og timbri og tvö fjárhús, annað úr torfi, grjóti og timbri, og hitt úr torfi og grjóti.
Í fjörunni við Herjólfsbraut, rétt NV við Gönguhólfsklif er að finna leifar Grútarstöðarinnar og Grútarbryggjunnar, lifrabræðslu sem reist var á bæjarrústum 1903. Þar má enn sjá hleðslur, undirstöður fyrir bræðsluker og einna greinilegast er bólverkið, sem er hlaðið hafnarmannvirki og í skýrslu sinni frá 2005 sagði Karl Rúnar Þórsson að þetta séu fágætar minjar.“

FERLIR saknar minja og heimilda í skráningunni, annarra en getið er um í tilvitnuðum og sumum hverjum gölluðum eldri skýrslum Byggðasafns Hafnarfjarðar um fornleifar í Hafnarfirði.

Heimild:
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar I; Vesturbær, Norðurbær, Víðistaðir og Hleinar, 2020; – Fornleifaskra-Hafnarfjardar-I-Vesturbaer-Nordurbaer-Vidistadir-og-Hleinar-2020.pdf (byggdasafnid.is)

Langeyri

Langeyri og nágrenni – loftmynd.

Ratleikur

Ratleikjakortið má m.a. finna í sumum verslunum, á flestum bensínstöðvum og sundlaugum í Hafnarfirði – ókeypis.

Þema Ratleiks Hafnarfjarðar  2021 er hraun og skyldi engan undra miðað við þann áhuga sem fólk hefur á eldgosinu á Reykjanesskaganum. Margar eldstöðvar eru ofan við Hafnarfjörð og mörg hraun hafa runnið og oft yfir eldri hraun. Þá hafa hraunin skapað aðstöðu til búskapar, auk þess sem um þau liggja ótal götur og leiðir frá fyrri tíð.
Þrátt fyrir að tilgreindu staðirnir 27 á ratleikskortinu þyki áhugaverðir eru jafnan í nágrenni þeirra engu að síður staðir eða svæði, sem vert er að gefa gaum í leiðinni.
Allt áhugasamt fólk um hreyfingu og heilsu er vill nýta nánasta umhverfi sitt til sögulegs fróðleiks sjálfu sér til handa er hvatt til þátttöku í ratleiknum. Og ekki er verra að vegleg verðlaun eru í boði fyrir heppna þátttakendur…

1.      Bali – Búrfellshraun:

Bali

Balavarða (landamerkjavarða) – Hafnarfjörður í bakgrunni.

Bali er nú austasti bærinn í Garðahverfi í Garðabæ. Balavarðan, fremst á hraunstrandarbrúninni, markar skil Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Fyrrum náði þó Garðahreppur yfir allan Hafnarfjörð, allt að Hvassahrauni í vestri.

Gálgahraun

Hraunmyndanir í Gálgahrauni.

Búrfellshraun er samnefni yfir hraunasvæði sem teygir sig yfir stórt svæði ofan Hafnarfjarðar. Hraunin runnu fyrir um 8000 árum en þá varð eldgos sem myndaði eldborgina Búrfell ofan Garðabæjar. Hraunin nefnast ólíkum nöfnum eftir staðsetningu þeirra eða útliti, s.s. Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun, Stekkjahraun, Engidalshraun, Klettahraun, Svínahraun, Vífilsstaðahraun, Gálgahraun og Balahraun.  Sjá nánar  um hraunin HÉR og HÉR.

Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur rannsakaði Búrfellshraun (1954) og lét aldursgreina það með geislakoli (1973). Niðurstaðan var að hraunið væri um 8000 ára. Fyrst rann taumur niður í Straumsvík – hann er nú grafinn undir yngri hraunum (t.d. Kapelluhrauni) utan smáskækill sem stendur upp úr og nefnist Selhraun. Næst rann taumurinn; Gráhelluhraun til sjávar í Hafnarfirði. Þá þriðji taumur til sjávar milli Álftaness og Arnarness (Urriðakotshraun, Vífilsstaðahraun, Gálgahraun). Og loks hinn fjórði, smáskækill til suðurs frá Búrfelli (Helgadalur), [Kaldársselshraun og Gjár].

2.      Víðistaðir – Búrfellshraun:

Víðistaðatún

Víðistaðatún.

Víðistaðir er óbrennishólmi í Hafnarfirði, umlukin Búrfellshrauninu, sem rann frá Búrfelli fyrir um 8000 árum. Til er skemmtileg þjóðsaga um tilurð þess að hraun rann ekki yfir Víðistaðatún sem má lesa í ítarupplýsingum á vef Ratleiksins, sjá HÉR. Hins vegar hefur þarna verið eyja sem hraunið hefur runnið í kringum en jarðvegurinn fokið í burtu og lækkað.

Víðistaðatún

Á Víðistaðatúni.

Þjóðsagan um tilurð Víðistaðatúns er á þá leið að smali frá Görðum var látinn gæta fjár á völlunum þar sem nú er Norðurbærinn í Hafnarfirði. Hann var utan við sig og átti til að gleyma sér við dagdrauma og svo var einmitt þegar hraunið rann. Þegar hann loks rankaði við sér hafði eimyrjan þegar lokað leiðinni heim til Garða og nálgaðist nú jafnt á þrjá vegu en rjúkandi sjór lokaði undankomuleiðinni í fjórðu áttina. Drengurinn sá að sér og hjörðinni sem honum hafði verið trúað fyrir var bani búinn og hann fengi ekkert að gert. I angist sinni leitaði hann til Drottins og fól honum allt sitt ráð. Þegar hann leit upp hafði hraunið klofnað og hraungarður hlaðist upp hringinn í kring þar sem hann og skepnurnar voru. Hann hafði hlotið bænheyrslu og Víðistaðir voru orðnir til.

Stefán Júlíusson, rithöfundur, komst svo að orði um Víðistaði í Jólablaði Alþýðublaðs Hafnarfjarðar árið 1959: „Ekki man ég svo langt aftur, að Víðistaðirnir væru mér ekki ráðgáta. Beinn og jafn vegurinn yfir hraunlausa svæðið stakk svo mjög í stúf við brekkurnar, bugður og sneiðinga, báðum megin við, að barnshugurinn hlaut að undrast. Og slétt og gróin túnin mitt í úfnu hrauni á alla vegu, þar sem á skiptust klettar og gjár, klungur og gjótur, harðbalar og djúpar lautir, urðu mér stöðugt umhugsunarefni. Hvernig gat staðið á þessari vin í hrikalegu hrauninu? Með hvaða hætti hafði þessari litlu spildu verið hlíft við yfirgangi hraunsins?

Það var sízt að undra, þótt fávís og forvitinn drengsnáði, sem leið átti þarna um dags daglega, velti þessu fyrir sér. Ekki vissi ég þá, að hér hafði átt sér stað furðulegt fyrirbæri í jarðmyndunarsögunni, þótt jafnan byggi það mér í grun, að merkileg undur hefðu hér gerzt.

Enginn, sem ég þekkti í bernsku, kunni skil á því, hvernig þessum bletti hefði verið þyrmt, þegar hraunið rann.“

Sjá meira HÉR.

3.      Klettahraun/Álfaskeið – Búrfellshraun:

Klettahraun

Klettahraun.

Klettahraun er hluti Garðahrauns. Í Klettahrauni eru álfaborgir, skv. heimildum, og ber því að umgangast það með varfærni. Þrátt fyrir byggð svæði í og ofan Hafnarfjarðar hafa skipulagsyfirvöld jafnan reynt að gæta þess að varðveita einstakar hraunmyndanir, líkt og finna má í Klettahrauni. Annað dæmi um slíkt er Hellisgerði.

Hluti Búrfellshrauns nefnist Garðahraun og skiptist í Engidalshraun og Klettahraun sem er líka nefnt Klettar. Allstórir ólivín-dílar eru helsta einkenni Búrfellshrauns en þeir eru fremur sjaldséðir á Reykjanesskaga og koma einkum fyrir í eldri hraunum en eru áberandi í nýja hrauninu í Geldingardölum. Upptakasvæðið er afar sérstakt, einkum fyrir hrauntröðina Búrfellsgjá og ummerki eftir stórar hrauntjarnir norðan (Búrfellsgjá og Selgjá) og austan (Lambagjá) vestan við Kaldársel (Gjárnar).

4. Hraun við Ástjörn – Eldra Hellnahraun:

Ástjörn

Ástjörn.

Eldra Hellnahraunið, sem lokar af Ástjörnina til vesturs, rann fyrir um 2200 árum. Nánast allt Vallarhverfið í Hafnarfirði er byggt á þessu hrauni. Ofan þess er Yngra Hellnahraunið, um 1100 ára.

Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið 1978. Í desember 1996 var verndarsvæðið stækkað með stofnun fólkvangs við Ástjörn og Ásfjall umhverfis friðlandið. Ofan við Ástjörnina stóðu tveir bæir, Ás og Stekkur. – Sjá meira um Ástjörn HÉR.

Ástjörn

Ástjörn og Ásfjall.

Ástjörn er einstætt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í næsta nágrenni hins nær samfellda þéttbýlis höfuðborgarsvæðisins. Tjörnin og svæðið umhverfis hana einkennist af mjög auðugu gróður- og dýralífi. Þar er t.d. að finna flórgoðavarp, en tegundinni fækkað til muna frá því sem var á fyrri hluta 20. aldar og er flórgoði alfriðuð tegund og á válista. Honum hefur fjölgað í seinni tíð og má segja að flórgoðinn verpi nú á öllum vötnum höfuðborgarsvæðisins. Í Ástjörninni er mikið smádýralíf sem er þó lítt rannsakað. Bakkar tjarnarinnar eru raklendir og að norðaustanverðu er stórt mýrarstykki niður undan gamla Ásbænum. Upp af votlendinu taka við þurrir grýttir móar sem eru að gróa upp og hefur trjám verið plantað í þá norðan og austan megin við tjörnina.

5. Ásfjall – Ísaldarhraun:

Asfjall

Ásfjall.

Ásfjall er hæsti hluti móbergsfjallaklasa ofan Hafnarfjarðar. Neðri hluti þess er úr móbergi en á toppi þess og hlíðum er grágrýtishraunhetta. Móbergið myndaðist undir jökli á síðasta jökulskeiði en hraunhettan eftir að gosið náði upp úr ísaldajöklinum. Á fjallinu eru nokkur illa hlaðin skotbyrgi frá stríðsárunum.

Ásfjall

Á Ásfjalli.

Á heimasíðu Náttúrustofu Reykjaness er fjallað um jarðfræði og gróður á Reykjanesi. Þar segir m.a.: „Fyrir meira en 10.000 árum myndaðist Reykjanesskaginn út frá Lönguhlíðafjöllunum og Undirhlíðum, Öskjuhlíðin, Digranesið, Arnarnesið, Hálsarnir fyrir ofan Hafnarfjörð, Hvaleyrartanginn og Holtin, Vesturháls, Austurháls, Skógfellin, Þórðarfell, Þorbjarnarfell, Miðnesið og slík auðkenni. Síðan hlóðust hraungos allt í kring og fylltu inn á milli og myndaði Reykjaneskagann í þeirri mynd, sem við þekkjum hann í dag.“

6. Dalurinn, Hamranes – Eldra Hellnahraun:

Dalurinn

Fjárskjólið í Dalnum.

Dalurinn er lægð norðan Hamraness, að hluta til orpinn um 2200 ára hrauni. Um „Dalinn“ segir Gísli Sigurðsson m.a. í Örnefnalýsingu sinni um Ás: „Línan liggur af hálsinum yfir svonefnt Hellisdalshraun, sem liggur í Hellisdal, en austast, innst í hrauntungunni, er Hellirinn eða Hellishraunsskjól. Hann var í eina tíð vel upp hlaðinn, en er nú saman hruninn. Hellishraun, svo var hraunið í Hellisdal einnig nefnt.“

Dalurinn

Dalurinn – fjárskjólið.

Fjárskjólið er í Eldra Hellnahrauni og ágætt dæmi um hvernig fólk fyrrum nýtti sér náttúrulegar aðstæður til skjóls fyrir skepnur sínar. Nú hefur hraunþakið fallið niður, en eftir stendur hlaðinn gangurinn, sem fyrr er minnst á. Niðurfallið er í dag þakið plastdrusli og öðrum úrgangi – dæmigerð afurð nútímafólksins, sem engan áhuga virðist hafa á arfleiðinni.

7. Hraun við Þórðarvík – Eldra Hellnahraun:

Þórðarvík

Þórðarvík.

Í örnefnalýsingu fyrir Hvaleyri segir m.a.: „Þórðarvík, er þar við Brunann [Kapelluhraun/Nýjahraun]. Hér upp frá sjónum er allúfið brunahraun, sem heitir Hvaleyrarhraun eða Hellnahraun. Upp frá Þórðarvík opnast dalir, er ganga þaðan inn í hraunið, og heita þeir Leynidalir.“ Hraunið er um 2200 ára gamalt. – Sjá nánar á vef.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir í Hraunum.

Í örnefnalýsingu fyrir Þorbjarnarstaði segir m.a.: „Norðurtakmörk ofannefndrar jarðar er, samkvæmt máldaga Hvaleyrarkirkju frá 15. öld, norðurbrún Nýjahrauns milli fjalls og fjöru. Af þessari landareign á hver jörð sitt umgirta tún, en utantúns á Þorbjarnarstaðir 3/4 en Stóri-Lambhagi 1/4.“ (Bréfið dags. í Hafnarfirði 1890.) Landamerkjalínan liggur úr Þórðarvík suður og upp um Leynidali og síðan áfram upp austurbrún Brunans.

Jón Sigurðsson frá Skollagróf minntist Guðmundar Tjörva Guðmundssonar, sem bjó í Straumi í Litla Bergþóri árið 1999. „Tjörvi þótti góður bóndi. Sauðfjárbúskapur mun hafa verið traustasta undirstaða búskapar í Hraununum. Vetrarbeit reyndist þar farsæl og örugg í flestum árum, bæði til fjalls og fjöru. Sölvareki á hausti og í vetrarbyrjun var árviss við Þórðarvík skammt frá Lambhagabæjum. Kvist- og lyngbeit ágæt upp um hraunlandið.“ Lambhagabæirnir voru norðan Straumsvíkur.

8. Leynir – Hrútargjárdyngja:

Leynir

Skjól í Leyni.

Leynir eða Leynidalir eru í hraunklofa ofan við Þórðarvík mitt á milli Hvaleyrar og Straums. Ofan við víkina er Hellnahraun en við hana vestanverða er Bruninn. Upp með honum lágu landamerki Hvaleyrar og Þorbjarnarstaða í Hraunum – upp í gegnum Leynidali. Flestum landamerkjunum hefur verið eytt. Neðanvert í þeim er Hellnahraun, en í þeim ofanverðum er lágbruninn. Línan liggur (lá) upp með Brunahorninu. Alfaraleiðin lá suðvestur eftir Brunanum.

Skolpframræðslustöð er nú ofan við Þórðarvík. Sjá má þó eina vörðu ofan Reykjanesbrautar enn í dag; Háuvörðu. Hún var (er) á fyrrnefndum landamerkjum.

Í Leynidali lá Leynisstígur yfir Brunann frá Þorbjarnarstöðum ofan við Gerði. Fé sótti þangað yfir svo hlaðin voru þar smalaskjól, eitt á klettastandi og annað í hraunsprungu, sem sjá má enn í dag.

09. Þorbjarnarstaðir stekkur/rétt – Hrútargjárdyngja:

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – stekkurinn.

Stekkurinn ofan Þorbjarnarstaða er enn eitt dæmið um hvernig fólkið fyrrum hefur nýtt sér aðstæðurnar í hraununum til sjálfsbjargar. Stekkurinn (þar sem lömbin voru skilin frá mæðrum sínum í sumarbyrjun) er vel hlaðinn grjóti undir háu hraunhveli. Síðar var hlaðinn rétt út frá stekknum, enda stekkstíðin þá liðin undir lok. Skammt frá er Kápuskúti, fyrirhlaðið fjárskjól í gróinni hraunkvos. Ofar er Nátthagi í grónum hraundal. Segja má að fólk hafi kunnað að meta hvaðaneina er skjólgott hraunið umhverfis hafði upp á bjóða fyrrum.

10. Réttarklettar – Hrútargjárdyngja:

Réttarklettar

Réttarklettar.

Réttarklettar eru á millum Lónakots og Hvassahrauns. Þeir eru álitleg klettaborg í annars hlutlausu ofvöxnu hrauni. Augljóst er að þarna hafði Hrútarghárdyngjuhraunið runnið í sjó fram fyrir um 7500 árum síðan og eldur og vatn í sameiningu skapað þau náttúruundur, sem þarna sést. Umleikis Réttarkletta eru miklar mannvistaleifar.

Nípuskjól

Nípuskjól.

Þarna upp af í hrauninu var fjárskjól, Nípuskjól, og rétt, Nípurétt. Milli þeirra voru allvel grónar flatir og réttartættur, garðar og skjól, sem enn sjást vel. Dæmigerðar aðstæður er fólkið okkar fyrrum nýtti sér hugvitsamlega við náttúrulegar aðstæður – sjálfu sér og afkomendum þeirra til framdráttar. Talið er að undir Réttarklettum hafi kot það er Svínakot nefndist, síðar verið nýtt frá Lónakoti.

11. Draughólshraun:

Draughóll

Draughóll í Draughólshrauni.

Draughólshraun er að öllum líkindum eitt fáfarnasta hraunið á Reykjanesskaganum. Reyndar er hraunið ekki víðfeðmt, en nægilegt þó til þess að bæði fólk og skepnur, nema kannski refurinn, hafa löngum lagt lykkju á leið sína til að forðast að þurfa að ganga um það.

Draughólshraun.

Draughólshraun – varða.

Draughólshraun heitir eftir efsta stóra hólnum í hrauninu; Draughól. Það er dæmigerð afurð apalhrauns. Líklega hefur varða á brún Draughólshrauns komið til af því að fæla fólk að fara um svæðið af ástæðulausu, sem síðar átti eftir að koma í ljós, eða sem vísbending um að þangað væri ekki óhætt að fara. Í raun er hraunið hluti af stærra hrauni, eða hraunum, á svæðinu. Meginhraunið er Hrútagjárdyngjuhraunið. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að það hafi myndast fyrir um 4500 árum.

Hraunin ná yfir 80 km² svæði. Neðarlega, skammt ofan við Þorbjarnastaði í Hraunum, eru nokkrar lítt áberandi hraunskellur, nefndar Selhraun 1, 2, 3 og 4. Hraun þessi eru öll yngri en Hrútagjárdyngjuhraunið, misgömul þó, en öll u.þ.b. 4000 ára. Svo virðist sem undirlag þeirra hafi orðið til í jarðhræringunum í kjölfar dyngjugossins í Hrútagjá, sum jafnvel um svipað leyti. Gróningar benda þó til þess að hraunin geti verið, það yngsta, allt að 2000 árum yngri. Elsti flákinn er Selhraun 4, svonefnt Gráhelluhraun. Í því er t.d. Kolbeinshæðaskjólið og Kolbeinshæðahellir. Þá koma þrjú Selhraun 3, annars vegar vestan í Brunanum (Nýjahrauni/Kapelluhrauni) og hins vegar Draughólshraunið.

12. Gjásels- og Fornaselsstígur – Búrfellshraun:

Gjáselsstígur

Gjásels- og Fornaselsstígur.

Um hraunin ofan Hafnarfjarðar liggur fjöldi stíga. Fyrstu „ferðamennirnir“ hér á landi fóru flestir alfaraleiðirnar milli áhugaverðra náttúru- og/eða minjastaða. Einn þeirra staða var t.a.m. hverasvæðið í Krýsuvík, þrátt fyrir að Sveinn Pálsson hafi lýst Reykjanesskaganum í ferðabók sinni seint á 19. öld með eftirfarandi orðum; „Hér er ekkert merkilegt að sjá…“
Selsstígarnir voru jafnan ekki alfaraleiðir, í þeim skilningi. Selstígurinn upp frá Þorbjarnastöðum að Gjáseli og Fornaseli (ofar) hefur augljóslega verið notaður um langt skeið. Á gróinni hraunsléttunni ofan við Tobburétt eystri má sjá hann grópaðan í hraunhelluna á kafla.
Stígurinn hefur af sumum verið, að hluta, einnig nefndur Straumselsstígur eystri.

Fornasel

Fornasel – uppdráttur BE.

Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur hjá Fornleifafræðistofunni, gróf prufuholur í Fornaseli árið 2000 og birti skýrslu um árangurinn árið 2001.
Markmið rannsóknanna var að freista þess að ná viðarkolum eða húsdýrabeinum til geislakols-aldursgreininga (C-14) og að kanna í hvaða ástandi fornleifarnar að Fornaseli væru. Að öðru leyti verður að líta á þessar rannsóknir sem fyrsta skref í rannsóknum á staðnum. Allt bendir til þess að haft hafi verið í seli að Fornaseli frá því um 1600 og fram á 19. öld.
Ekki hefur verið gerð sambærileg rannsókn í Gjáseli.

13. Kápuskjól – Laufhöfðahraun:

Kápuskjól

Kápuskjól (Kápuhellir).

Í örnefnalýsingunni segir m.a.: „Austan við Katlana var Laufhöfðahraun með Laufhöfðavatnsstæði, sunnan undir Laufhöfða. Í brúninni á Gjáselsvarðanhrauni þessu var Kápuhellir/-skjól. Landamerkjalínan liggur um Katlana í Jónshöfða austast í Straumsselhöfðum ofan Kápuhellis (Gísli Guðjónsson).“

Kápuskjól (Kápuhellir) er grunnur hraunskúti með lágri mosavaxinni fyrirhleðslu í allstóru torförnu grónu jarðfalli. Auðveldast er að komast inn í það að norðanverðu.  Skjólin eru í rauninni tvö; skammt frá hvort öðru.

Kápuskjól hefur jafnan verið staðsett uppi í Laufhöfðahrauninu. Í örnefnalýsngum er það staðsett „í brúninni inni á hrauni þessu“. Aðalheimildin um Kápuskjól er örnefnalýsingar, upphaflega skráð af Gísla Sigurðssyni, örnefni eftir Ástvald Þorkelsson frá Þorbjarnarstöðum, Gísla Guðjónsson frá Hlíð, Magnúsi Guðjónsson frá Stóra-Lambhaga og Gústaf Brynjólfsson frá Eyðikoti. Laufhöfðahraun er lítið hraun í Hrútargjárdyngjuhrauni, eldra en 2400 ára.

14. Gjásel – Hrútagjárdyngjuhraun:

Gjásel

Gjásel.

Gjásel er eitt u.þ.b. 400 selja á Reykjanesskaganum – í fyrrum landnámi Ingólfs. Það er, líkt og nágrannar þess, Fornasel og Straumssel, í Hrútargjárdyngjuhrauninu.  Frá selinu lá Gjáselsstígur, en hann er nú óglöggur mjög, nema ef vera skyldi ofan eystri Tobburéttar. Skammt sunnan selsins er Gránuskúti. Hlaðinn hleðsla er niður í hann, en nú umlukin trjágróðri.

Straumsselsstígur

Gjáselsstígur ofan Tobburéttar vestari.

Hrútagjárdyngja er um 4.500 ára hraundyngja sem þekur um 80-100 km² lands. Alls rúmir 3 rúmkílómetrar af hrauni. Dyngjan er með stórum toppgíg og skorin djúpum gjám sem kunna að vera merki um ris vegna kvikuinnskota. Hrútagjárdyngja er einn af stærstu hraunskjöldum á Reykjanesi. Í hrauninu er hægt að finna allmarga hraunhella, þ.á.m Steinbogahelli, Maístjörnuna og Híðið. – Sjá nánar HÉR.

Eitt af stærstu hraununum í kringum Hafnarfjörð er komið úr Hrútagjárdyngju. Upptök þess eru nyrst í Móháls[a]dal. Á gígsvæðinu er allmikil gjá sem heitir Hrútagjá og við hana er dyngjan kennd. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og hefur myndað ströndina milli Vatnleysuvíkur og Straumsvíkur. Í daglegu tali gengur stærsti hluti hraunsins undir nafninu Almenningur. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir 4000- 5000 árum (leiðréttur aldur ~ 4500).

Hrútargjárdyngja

Hrútargjárdyngja – gígurinn áður en nýrra hraun rann í hann.

Ljóst er þó, þegar gengið er um Dyngjuna og umhverfis hana, að hér hefur ekki verið um eina goshrinu að ræða heldur a.m.k. tvær eða fleiri. Nýjustu ummerkin sjást hvað best suðaustast í Hrútagjárdyngjunni. Þar er gígur og hrauntröð. Verksummerki eftir miðkaflan sjást hins vegar gleggst vestan við mikla hrauntjörn sunnanlega á dyngjusvæðinu og í hrauntröð út frá henni til norðurs. Þar hefur glóandi hraunkvikan leitað út úr gamla dyngjusvæðinu nyrst í henni og myndað ábreiðu næst dyngjunni.

Gamli gígurinn í Hrútagjárdyngju, sem gaf af sér hina miklu kviku, sést enn, en hefur nánast fyllst af nýrra hrauni.

15. Brunntorfuskjól – Hrútargjárdyngja:

Brunntorfuskjól

Brunntorfuskjól.

Í Brunntorfum eru fjölmargar mannvistarleifar, flestar eru þær enn óskráðar. Ein þeirra er Stóra Brunntorfuskjólið. Vitund þess hefur einungis, hingað til a.m.k., verið til í huga örfárra.

Er þetta hugvitsamlega hlaðið fjárskjól í lágu jarðfalli í Hrútargjárdungjuhrauni. Hlaðinn er gangur að skjólinu, er greinist síðan til beggja hliða. Þegar inn er komið, hvoru megin sem er, má sjá að um talsvert mannvirki hafi verið um að ræða í þá tíð. Skjól, sem þetta, er þó ekkert sérstakt þegar horft er til Hraunanna. Víðs vegar í þeim má sjá slík skjól taka mið af náttúrulegum aðstæðum, sem bændur fyrrum nýttu sér og sínum í lífsbaráttu þess tíma. Fjárskjólið hefur að öllum líkindum tengst Fornaseli, sem er þarna skammt vestar.

16. Kapelluhraun:

Kapelluhraun

Kapelluhraun.

Kapelluhraun, líka nefnt Nýjahraun og Bruninn, er úfið og gróðursnautt milli Hafnarfjarðar og Staums. Talið er að það hafi runnið snemma á sögulegum tíma (1010-1020). Hraunið kom úr tveimur gígum norðvestan við Hraunhól undir Vatnsskarði (um 3500 ára). Undir því er hraun frá nefndum hól (hólum) svo og eldra hraun frá Sandfellsklofa (um  3000 ára). Í hrauninu, sunnan við Reykjanesbrautina, beint á móti álverinu í Staumsvík er lítið tóft, hlaðin úr hraungrýti, sem nefnist Kapella. Um var að ræða athvarf við gömlu Alfaraleiðina til og frá Suðurnesjum millum Hafnarfjarðar og Hvassahrauns.

KapellaÁrið 1950 fannst þar við uppgröft í henni lítið líkneski heilagrar Barböru. Á síðustu öld var mikið efni verið tekið úr hrauninu í húsgrunna og götur á Stór-Reykjavíkursvæðinu og það sléttað. Hraunhóllinn með endurhlaðinni kapellunni hefur verið látinn ósnortinn og er nú friðlýstur. Enn má sjá móta fyrir Alfaraleiðinni við kapelluna.

Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys.

17. Stórhöfði – Óbrinnishólabruni:

Stórhöfðahraun

Við hraunjaðar Stórhöfðahrauns.

Stórhöfði er móbergsstandur frá ísaldarskeiði, líkt og höfðarnir umleikis, Selhöfði, Húshöfði og Fremstihöfði. Framan við Stórhöfða eru Óbrennishólahraunin (Hellnahraun).

Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, sagði eftirfarandi m.a. um Óbrinnishólahraun: „Ofan á gjalli eldri giganna í Óbrinnishólum er moldarlag nokkuð mismunandi þykkt, en víðast 5-8 cm. Þó er það á stöku stað 10-15 cm. Efsti hluti moldarlagsins er svartur af koluðum gróðurleifum. Virðist það að verulegu leyti hafa verið mosi, enda má víða greina heillega mosa í þessu. För eftir birkistofna og greinar sjást víða og hafa stofnarnir sums staðar náð 15-20 cm upp í gjallið.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

Víða er sjálfur stofninn horfinn með öllu en eftir stendur börkurinn sem hólkur upp í gjallið. Gjallið hefur sums staðar verið svo heitt, að viðurinn hefur kolast algerlega og má því finna mikið af mjóum greinum og stofnum, sem eru kolaðir í gegn. Flestir eru slíkir stofnar eða greinar um 6 mm í þvermál og þaðan af mjórri. Vel gæti þetta hafa verið lyng, fjalldrapi eða víðir eins og birki. Sverari stofnar og greinar eru oftast kolaðir aðeins þeim megin, sem að gjallinu snýr, en fúnir eða horfnir með öllu nema börkurinn hinum megin: Norðan við syðsta gíghólinn, en úr honum var aðal hraunrennslið, fann ég allmarga stofna, sem voru alveg heillegir og 10-15 cm í þvermál. Þeir voru mjúkir og héldu formi á meðan þeir voru blautir, en urðu harðir sem grjót, þegar þeir höfðu þornað. Svo virðist sem hríslurnar hafi þarna vaxið í mosa líkt og birkihríslurnar, sem ennþá vaxa sunnan í nyrsta gíghólnum og á víð og dreif í hrauninu. Þegar stofninn lagðist til jarðar undir ofurþunga gosefnanna, pressaðist hann niður í mjúkan mosann og liefur varðveitzt þar, en mosinn einangrað hann það vel frá hitanum, að kolnun hefur ekki átt sér stað nema rétt þar sem hin heita gosmöl lagðist beint ofan á stofninn. Leifar af þessum forna birkiskógi hef ég sent til aldursákvörðunar á rannsóknastofu háskólans í Uppsölum, þar sem dr. Ingrid U. Olsson hefur gert á þeim C14 aldursákvörðun. Voru gerðar tvær ákvarðanir, eftir að efnið hafði fyrst verið meðhöndlað á mismunandi hátt. Útkoman varð þessi:

Sýni nr. U-2268 – 2370 ± 70 C1* ár

Sýni nr. U-2269 – 2100 ± 80 C14 ár

Með þeirri óvissu, sem við þessar ákvarðanir loðir enn, má telja að síðara gosið í Óbrinnishólum hafi því orðið um 650 árum f. Kr.“

18. Arnarklettar – Óbrinnishólabruni:

Arnarklettar

Arnarklettar.

Kapellu- og Óbrinnishólahraun (-bruni) eru með þeim yngstu í Hafnarfirði og skilja sig greinilega frá öðrum þar sem þau eru að miklum hluta úfin kargahraun með samfelldri mosaþembu. Óbrinnishólabruni rann 190 f. Kr. og Kapelluhraun (Nýjahraun/Bruninn) rann 1151 e.Kr. Hraunsvæðið suðaustan við Stórhöfða hefur stundum verið nefnt Arnarklettabruni í Stórhöfðahrauni. Upp úr því rísa þrír áberandi klettastandar; Arnarklettar. Feta þarf fótinn varlega um mosavaxið hraunið að klettunum. Í því felast m.a. hreiður auðnutittlingshreiður – auk þess sem rjúpan hvílir þar undir á hreiðri skammt frá.

19. Búrfell – Búrfellshraun:

Búrfell

Búrfellsgígur.

Búrfell upp af Hafnarfirði [Garðabæ] er eldstöð af þeirri gerð sem kallast eldborg. Eldborgir einkennast af því að gos hefur átt sér stað á stuttri sprungu eða pípulaga gosrás og myndar því stakan aðalgíg og stundum smærri gíga þar hjá. Engir hliðargígar eru hjá Búrfelli, það stendur eitt og stakt, 180 m hátt yfir sjó, hlaðið úr gjalli og hraunkleprum. Hraunstraumarnir sem runnu frá gígnum nefnast einu nafni Búrfellshraun en hafa fjölmörg sérnöfn eftir einstökum hlutum hraunsins, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Út frá gígnum má sjá hraunrásir (Búrfellsgjá og Selgjá) til norðurs og hrauntjörnina Kringlóttugjá til vesturs.

Búrfell

Búrfellsgjá.

Þrjár stórar hrauntungur runnu frá Búrfelli til norðurs og allar náð til sjávar. Stærsta tungan rann niður með Vífilsstaðahlíð og náði í sjó bæði í Hafnarfirði og við Arnarnesvog. Mörg hverfi í Hafnarfirði og Garðabæ standa á þessum hluta hraunsins. Önnur hrauntunga rann í átt að Kaldárbotnum og síðan niður hjá Ásfjalli og í sjó við Hamarinn í Hafnarfirði. Þriðja hrauntungan rann suður fyrir Kaldárbotna og til sjávar í Straumsvík. Hún er nú að mestu hulin yngri hraunum. Þegar hraunið rann stóð sjór um 10 m lægra við landið en hann gerir í dag. Ystu totur hraunsins eru því sokknar í sæ og teygja sig nokkuð út fyrir núverandi strönd.

Kringlóttagjá

Kringlóttagjá.

Búrfell og Búrfellsgjá voru friðlýst árið 2020 – sjá HÉR.

20. Helgadalur – Búrfellshraun:

Helgadalur

Tóft í Helgadal.

Helgadalur er í um 8000 ára Búrfellshrauninu. Um dalinn gengur áberandi sveimsprunga, allt að 10 m há. Sprungukerfið er í misgengi, sem eru reyndar mörg á svæðinu. Má þar nefna Hjallamisgengið. Vatnsstreymið í gegnum hraunin ofan dalsins staðnæmast við sprungurnar og vatn safnast saman í gjánum. Á vatnasviðinu er Kaldárbotnar, er tengist væntanlega m.a. Vatnsgjánni sem er í Búrfellsgjá. Frá þessu vatnasviði fá Hafnfirðingar og fleiri hið daglega neysluvatn sitt – hið sjálfsagða, en jafnframt eina dýrmætustu lífsnauðsyn samtímans.

Helgadalur

Helgadalur – misgengi.

Hafnarfjarðarkaupstaður stendur hálfur á jökulsorfinni grágrýtisklöpp, hinn helmingurinn er í úfnu hrauni. Lækurinn, sem fyrrum hét fullu nafni Hamarskotslækur, en nú oftast Lækurinn, fylgir nákvæmlega mörkum þessara jarðmyndana. Að hafnfirskri málvenju er grágrýtissvæðið „fyrir sunnan læk“ en hraunið „fyrir vestan læk“. Raunar er grágrýtið, bæði sunnan lækjar í Hafnarfirði og um öll innnes allt til Kollafjarðar, einnig hraun að uppruna, en of gamalt og máð til að heita svo í daglegu máli. Þessum fornu grágrýtishraunum er hárrétt lýst í tveimur ljóðlínum í kvæði Arnar Arnarsonar um Hamarinn í Hafnarfirði:

„Jökulhefluð hamrasteypa,
hafi sorfin, stormi fægð“.

21. Helgafell – gígur:

Helgafell

Helgafell.

Helgafell er 338 metra hár móbergsstapi suðaustur af Hafnarfirði. Fjallið myndaðist við gos undir jökli seint á ísöld, fyrir 11000 árum. Efst uppi á fjallinu er varða, sem er í raun berggangur sem grjóti hefur verið hlaðið í kringum. Í suðaustri er klettadrangur í fjallinu, sem heitir Riddari. Fyrrum var Riddarinn sjómið af öðrum samnefndum ofan Straumsvíkur, sem því miður hefur verið fargað. Þaðan er fær gönguleið niður af fjallinu og liggur hún í gegnum stóran steinboga.

Nafn fjallsins kann að vera komið til vegna einhvers konar helgi á fjallinu til forna en einnig gæti það verið skylt mannsnafninu Helgi.

Helgafell

Á göngu um Helgafell.

Fjallið er vinsælt meðal Hafnfirðinga og annarra íbúa á höfuðborgarsvæðinu og er tiltölulega auðvelt uppgöngu. Greinileg slóð liggur að fjallinu frá Kaldárbotnum, þaðan sem flestir hefja för sína. Gengið er með sléttu helluhrauni upp að norðausturhlíð fjallsins, þar sem einfaldast er að hefja gönguna. Þaðan er gengið eftir troðinni slóð sem liggur upp með fjallshlíðinni. Fyrst er gengið upp gróna brekku en síðan eftir móbergsfláum þar til komið er upp á topp fjallsins.

Útsýnið af toppnum yfir höfuðborgarsvæðið sem og nánast Reykjanesskagann allan, er frábært, þó að fjallið sjálft sé ekki mjög hátt.

22. Kýrskarð – Ögmundarhraun:

Kýrgil

Kýrgil.

Um Kýrskarð rann hrauntunga frá Gvendarselsgígunum. Gígarnir þeir voru nyrstu útstöðvar Ögmundarhraunsgígaraðarinnar frá um 1151. Um það eldgos á einstakri sprungurein hafa verið skrifaðar fjölmargar lærðar ritgerðir. Hrauntröð er í Kýrskarði. Þar hefur hraun runnið úr tveimur syðstu gígum Gvendarselsgígaraðarinnar ofan Undirhlíða. Þeir eru hluti Ögmundarhrauns. – Sjá nánar HÉR.

Ögmundarhraun er komið upp í eldstöðvakerfi sem oftast hefur verið kennt við Krýsuvík, en stundum við Trölladyngju. Eldstöðvakerfið einkennist aðallega af gígaröðum og gapandi gjám og sprungum. Sprungureinin er víðast um og innan við 5 km breið og nær 50 km löng. Hún liggur frá Ísólfsskála í suðvestri, norðaustur um Núpshlíðarháls og Sveifluháls og áfram um Undirhlíðar og endar millum Helgafells og Kaldárhnúka fyrir ofan Hafnarfjörð. Þar endar gosvirknin að mestu, en sprungurnar ná lengra til norðausturs yfir Heiðmörk, Elliðavatn og Rauðavatn og enda í Mosfellssveit.

23. Kerin – Ögmundarhraun:

Kerið

Kerið – gígur.

Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanessskaga síðan land byggðist, s.s. Afstapahraun um 900, Hvaleyrarhraun og Svínahraun um 1000, Ögmundarhraun um 1151 og Kapelluhraun 1020 og Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun um 1188. Svartahraun við Bláa lónið er frá 1226. Yngra Afstapahraun er frá sögulegum tíma og Stampahraun og Arnarseturshraun eru frá 1226. Nýjasta er sennilega frá 14. öld, þ.e. hraun við Hlíðarvatn frá árinu 1340.

Kerin eru hluti sprungureinar er Ögmundarhraun rann um 1151 og þar með hluti af Gvendarselsgígunum stuttu efra. Ofan við Kerin hefur eitt elsta og stærsta villta grenitréð á Skaganum náð að dafna.

24. Óbrinnishólar:

Óbrinnishólar

Óbrinnishólar – „milli mjórra dranga“.

Tvisvar hefur gosið í Óbrinnishólum. Talið er að fyrra gosið hafi verið fyrir um 21 öld en síðara gosið hafi verið 650 árum f.Kr.

Jón Jónsson, jarðfræðingur, sagði eftirfarandi um Óbrinnishóla: „Hraun frá fyrra gosinu í Óbrinnishólum hef ég ekki fundið í næsta nágrenni þeirra, en um 1-2 km vestur af hólunum eru hólmar tveir, sem yngra hraunið hefur ekki runnið yfir. Vel má vera að eldra hraunið komi þar fram, en ekki hef ég haft tækifæri til að athuga það. Næst syðsti gígurinn í Óbrinnishólum er frá fyrra gosinu og eftir nokkra leit fannst þar allþétt hraunlag inni í gjallinu. Kom þá í ljós, að hraun það, er komið hefur í fyrra gosinu, er mjög ólíkt hrauninu úr því síðara. Aftur á móti er það svo líkt Búrfellshrauni, að það verður naumast frá því skilið. Kemur þetta hvað greinilegast fram, þegar taldar hafa verið steintegundir á báðum hraunum“.

Óbrinnishólar

Óbrinnishólar eru nú nánast óþekkjanlegri frá fyrri tíð vegna gífulegrar efnistöku.

Um aldur fyrra gossins í Óbrinnishólum er ekki vitað. Samkvæmt rannsóknum Guðmundar Kjartanssonar (1972) gæti fyrra gosið í Óbrinnishólum hafa orðið á sama tíma og Búrfellshraun. Vaknar því sú spurning: Er það tilviljun ein að hraunin eru svona lík að gerð eða er það kannski vegna þess, að samtímis gaus á báðum stöðum? Ekki verður með vissu sagt, hvað margir gígir hafa myndast í fyrra gosinu á þessum stað, en þrír hafa þeir verið a. m. k. Af þeim hafa tveir algerlega horfið undir gjall frá síðara gosinu.

Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, taldi að Óbrinnishólahraun hafi runnið fyrir ~2100 árum.

25. Dauðadalir:

Dauðadalir

Dauðadalir – hellisop í jarðfalli.

Stórabollahraun er talið vera um 2700 ára. Hraunið ber keim af dyngjugosi. Gígurinn, mjög stór, er utan í vestanverðu Kóngsfelli í norðanverðum Grindaskörðum ofan Hafnarfjarðar. Hraunið er undir Tvíbollahrauni, komið úr gígum skammt sunnar.

Dauðadalahellarnir eru í Stórabollahrauni, Þeir eru nokkrir, þ.á.m. Flóki. Leiðarendi, einn mest sótti ferðamannahellir á landinu, er einnig í Stórabollahrauni. Yfir honum hvílir Tvíbollahraunið. Á einum stað hefur það náð að þröngva sér inn í hellinn.

Dauðadalir

Í Dauðadalahellum.

Upptök Tvíbollahrauns eru í framangreindum Tví-Bollum eða Mið-Bollum. Tví-Bollarnir þeir eru tveir samliggjandi gígar í brúnum Grindarskarða, í um 480 m hæð yfir sjó. Hraunið hefur fossað niður bratta hlíðina niður á láglendið en einnig runnið í lokuðum rásum. Hraunið flæmdist síðan til norðurs milli móbergshnúka og klapparholta allt niður undir Hvaleyrarholt við Hafnarfjörð.

Tvíbollahraun er runnið eftir landnám og er eitt af nokkrum hraunum sem brunnu í miklum eldum á 10.-11. öld.

26. Skúlatún – Skúlatúnshraun:

Skúlatún

Skúlatún – Helgafell fjær.

Skúlatún er Óbrennishólmi í Skúlatúnshrauni (Stórabllahrauni) sem rann fyrir um 2000 árum. Sumir vilja ætla að þar megi sjá til fornra minja, en slíkt verður að telja hæpið.

Nokkrir gervígígar í Skúlatúnshrauni sýna hvar ströndin hefur legið þegar fyrri hraun runnu út í sjó. Þessir gervigígar eru taldir myndaðir eftir ísöld og eldri en hraunin í kring, þar með talin Skúlatúnshraun og Tvíbollahraun.

Gervigígarnir eru til marks um að fyrir tíma Skúlatúnshrauns og Tvíbollahrauns hafa hraun runnið sömu leið til sjávar en þegar þeir myndast þeytast upp hraun og setlög. Er þetta ástæðan fyrir því að í gervigígunum í Skúlatúnshrauni megi meðal annars finna skeljar í bland við klepra og gjall en skeljarnar hafa verið undan ströndinni sem hraunið rann yfir.

Skílatún

Skúlatún norðanvert.

Skúlatúnshraun (Eldra Hellnahraun) og Tvíbollahraun (Yngra Hellnahraun) eru mjög lík í ásýndum og lengi hefur þótt erfitt að greina þau að. Skúlatúnshraunið, líkt og Tvíbollahraunið, hefur komið úr Brennisteinsfjallakerfinu og hefur það runnið svipaða leið til sjávar. Er hraunið komið suðaustan úr Stórabolla sem er, líkt og Tvíbollar, í Grindaskörðum. Breiddi hraunið mjög úr sér sunnan og austan við Helgafell og rann svo sömu leið og Tvíbollahraunið suður fyrir Helgafell, í norðvesturátt með Gvendarselshæð, vestur með Kaldárseli og til sjávar í Hraunavík. Er hraunið nú undir nýrri hraunum að miklu leyti en kemur fram á nokkrum stöðum, til dæmis við Hvaleyrarvatn, Ástjörn og við sjóinn vestan Hvaleyrarholts (Haukur Jóhannesson & Sigmundur Einarsson, 1998; Kristján Sæmundsson o.fl., 2010).

Skúlatúnshraun hefur verið þunnfljótandi helluhraun og myndaði það ströndina milli Hvaleyrarhöfða og Álversins í Straumsvík en þar tók Kapelluhraunið við strandmynduninni síðar meir. Hefur Skúlatúnshraunið einnig runnið fyrir mynni kvosarinnar milli Vatnshlíðar og Selhöfða og myndað þannig Hvaleyrarvatn og einnig runnið fyrir mynni kvosarinnar milli Grísaness og Hvaleyrarholts og myndað þannig Ástjörn (Árni Hjartarson, 2010; Landmælingar Íslands, 2011; Haukur Jóhannesson & Sigmundur Einarsson, 1998). Nær Skúlatúnshraunið því yfir stærra svæði nærri byggð en Tvíbollahraunið.

27. Búðarvatnsstæði – Yngra Afstapahraun:

Búðarvatnsstæðið

Búðarvatnsstæðið.

Vestan undir Búðarvatnsstæðinu er hár hraunkantur. Undir honum, þar sem einn síðasti girðingarstaur mæðiveikigirðingarinnar á mörkum Krýsuvíkur og Vatnsleysustrandarhrepps, stendur enn, er fyrrnefnt Búðarvatnsstæði. Markaði girðingin landaskil milli Óttarsstaða og Hvassahrauns, og þar með á milli Hafnarfjarðar og Voga. Hraunkanturinn er hluti af Yngra Afstapahrauni frá um 1325.

Vatnsstæðið er nokkuð stórt og virðist hafa verið lagað til af mannahöndum. Það kúrir í grasbletti ofan við úfið hraunið og þaðan er útsýnið vítt og fallegt til suðurs og austurs. Örnefnið er sérkennilegt og gæti bent til þess að við vatnsstæðið hafi verið áningarstaður. Ekki er ólíklegt að þeir sem unnu við kolagerð í Almenningi hafi hafst við tímabundið við Búðarvatnsstæðið og af því sé nafnið dregið.

Markhella

Áletrun á Markhellu.

Þegar farið er upp á hraunjaðarinn ofan við Búðarvatnsstæðið sést merkileg varða. Hún er hlaðin úr sléttum hraunhellum. Eðlilegt hefur verið að hlaða vörðuna þarna því hún er í beinni línu úr Markakletti, mörkum Hvassahrauns og Lónakots við Hraunsnes, og sést því vel þegar komið er úr norðri. Búðarvatnsstæðið hefur verið þungamiðjan í lýsingum fyrri alda, enda fáum slíkum til að dreifa svo ofarlega í Almenningi. Það hefur því óumdeilt verið eitt helsta kennileiti í heiðinni fyrrum. Ekki er óraunhæft að álykta að um þar hafi markalínan verið dregin og þar með hafa allar jarðirnar þrjár átt tilkall til þess, enda sennilega einn helsti áfangastaður á ferðum fólks milli byggðalaganna. Þar hefur og verið tilvalið að slá upp búðum, enda um „hálfnaðarleið“ að ræða.

Málið er hins vegar öllu verra; Þarna efra hefur sögufölsun átt sér stað. Einhver eða einhverjir hafa gert sér að leik að krota skammstöfun bæja á „Markhelluna“, ca. 1.5 km ofar, væntanlega í þeim tilgangi að útfæra bæjarlönd sín á kostnað Krýsuvíkurbænda.

Sjá Ratleik Hafnarfjarðar 2021 HÉR.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – örnefni.

Kapelluhraun

Jónatan Garðason skrifaði grein í Morgunblaðið 1995 undir fyrirsögninni „Lýst er eftir hrauni – Finnandi vinsamlegast skili því til Hafnarfjarðar“:

Auðvinnanlegasta efnið er skafið ofan af, segir Jónatan Garðarsson, og landið skilið eftir í sárum.

Jónatan garðarson„Umhverfismál eru í brennidepli, landeyðing hér á landi er með því mesta sem þekkist í heiminum og stöðvun gróðureyðingar er afar brýnt verkefni. Þjóðin er að vakna til vitundar um ástandið, það sýnir áhugi almennings á hverskyns ræktun og uppgræðslu.
Mörg fyrirtæki hafa lagt lóð á vogarskálarnar, sala áburðarpökum gerir sitt gagn og ekki má gleyma fjölda félagasamtaka sem vinna þrotlaust starf á þessu sviði. í okkar harðbýla landi þarf lítið að fara úrskeiðis til að röskun verði á lögmálum náttúrunnar. Um aldir gekk þjóðin ótæpilega á gæði landsins eins og óþrjótandi nægtarbrunn. Það var því mikið gæfuspor þegar Skógrækt ríkisins var stofnuð samkvæmt lögum árið 1907. Hlutverk hennar er m.a. að vernda, friða og rækta skóga og skógarleifar, græða upp skóga þar sem henta þykir og leiðbeina um meðferð skóga og kjarrs svo nokkuð sé nefnt. Starfsemi skógræktarfólks hefur leitt til mikilla framfara í ræktunar- og uppgræðslumálum þjóðarinnar og víða hefur útliti landsins verið breytt úr auðn í græna reiti. Það skýtur því skökku við að í landi Skógræktar ríkisins í Kapelluhrauni á sér nú stað gríðarleg landeyðing. Fyrir nokkrum áratugum fékk skógræktin um 2.000 ha lands úr Kapelluhrauni að gjöf til ræktunar. Svæðið telst hluti af Almenningi og utan skipulags. Þar hefur ræktunarstarf skapað myndarlega lundi á fallegum reit sem á eftir að gleðja komandi kynslóðir. Í hluta gamallar hraunnámu á sömu slóðum var rallykross-braut komið fyrir uppúr 1990, með leyfi skógræktarinnar og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði.
Náman átti að vera aflögð, en 6. febrúar 1992 gerði Skógrækt ríkisins samning við Borgartak og seldi fyrirtækinu 1.000.000 m3 (eina milljón rúmmetra) af hraunfyllingu í Kapelluhrauni. Vinnslusvæðið er í miðju hrauninu, sem er mosagróið apalhraun með stökum birkihríslum, burknum, lyngi og öðrum hraungróðri á stangli í skjólgóðum gjótum. Hraunið rann á sögulegum tíma, árið 1151, úr eldstöð í Undirhlíðum, yfir eldra hraun og er því stundum nefnt Nýjahraun. Þarna má lesa jarð- og gróðursögu á mjög glöggan og skýran máta.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – námusvæðið.

Samningurinn við Borgartak færði skógræktinni 12.000.000,- krónur í nettó tekjur eða kr. 12 án vsk. á rúmmetra. Borgartak selur síðan hvern m3 af unnu efni á 104 krónur án vsk. í ársbyrjun 1995 komu fram upplýsingar um að búið væri að vinna 1/4 efnisins eða 250.000 m3, en í maílok, aðeins 5 mánuðum síðar, kemur í ljós að Borgartak hefur nú þegar unnið helming umsamins efnis, 500.000 rúmmetra. Verktakinn hefur líkast til fjórfaldað kaupverðið og hagnast um tugi milljóna, enda gerði hann einkar hagstæðan samning við skógræktina. Ef eingöngu hefði verið unnið frekara efni úr gömlu námunni, hún t.d. dýpkuð og jarðefni unnin nokkra metra niður í hraunæðina hefði mátt réttlæta vinnsluna. En verktakinn er fyrst og fremst að yfirborðsvinna mosagróið hraun upp á eina milljón fermetra. Það er unnið hörðum höndum við að ryðja burt gróðurþekjunni á sem skjótastan hátt. Efsta laginu af grónu landi er rutt burt, en samkvæmt stefnumörkun bæjaryfirvalda í Hafnarfirði er alfarið lagst gegn slíkri yfirborðsvinnslu á óröskuðu hrauni. Þessu mikla jarðraski virðist ætlað að tryggja frekari námavinnslu þarna í framtíðinni. Aðeins er farið einn til tvo metra niður þar sem dýpst er unnið ofan í hraunæðina, auðvinnanlegasta efnið skafið ofan af og landið skilið eftir í sárum.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – námusvæðið sunnan Hafnarfjarðar.

Það kom íbúum Hafnarfjarðar í opna skjöldu að verið væri að aka tugþúsundum tonna úr. Kapelluhrauni á sama tíma og Umhverfisnefnd og bæjarverkfræðingur voru að móta stefnu um efnistökumál í bæjarlandinu. Samningurinn virðist hafa verið gerður án vitundar bæjaryfirvalda og komst málið nýverið í hámæli. Náttúruverndarráði Íslands var heldur ekki tilkynnt um þessar fyrirætlanir skógræktarinnar. Nú hefur ráðið blandað sér í málið og reynir að leita samninga, en tíminn vinnur með verktakanum. Á meðan heldur gegndarlaus efnistaka áfram af fullum krafti. Flest bendir til að reynt hafi verið að láta samningsgerðina fara hljótt.
Almennt var álitið að landspjöll vegna yfirborðsvinnslu hrauns heyrðu sögunni til. Í greinargerð sem Þóroddur F. Þóroddson jarðfræðingur vann fyrir bæjaryfirvöld 27. október 1986 um „Hagnýt jarðefni í landi Hafnarfjarðar“ mælir hann eindregið gegn slíkri vinnslu í Kapelluhrauni og víðar: „Efnistaka úr apalhrauni er yfirleitt til mikilla lýta í landinu,“ segir í greinargerðinni. Þá segir Þóroddur einnig: „Efnistaka eins og tíðkast hefur t.d. meðfram Krýsuvíkurvegi og Bláfjallavegi er óverjandi frá sjónarmiði umhverfisverndar. Mikið efni má fá af svæðum sem „búið“ er að vinna með því að hirða upp hrúgöld og ganga betur frá námusvæðum.“ Hraunvinnslu í bæjarlandinu var að mestu hætt þegar skýrslan kom fram, en um langt árabil hafði Landgræðslusjóður leyft umfangsmikla vinnslu í landi sínu sunnan Straumsvíkur og haft um 50 milljónir á núvirði í tekjur af efnissölunni. Hraunvinnsla á vegum Hafnarfjarðarbæjar var einnig að mestu aflögð á þessum tíma, en sú vinnsla var þó margfalt minni í sniðum en í landi Landgræðslusjóðs. Á þessum tíma var einhugur að skapast um að opna ekki nýjar námur til vinnslu, heldur nýta betur „gamlar námur“ að undangenginni skipulegri úttekt á efnisgæðum námanna.

Kaspelluhraun

Kapelluhraun – gróðurvin í hrauninu.

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með viðbrögðum Jóns Loftssonar skógræktarstjóra við málinu. í frétt sem birtist í DV 22. apríl sl. vegna mótmæla skotveiðimanna á malarnáminu í Kapelluhrauni er haft eftir Jóni: „Ég átta mig ekki á því hvað mennirnir eru að fara. Þarna var náma sem ekki var nógu vel gengið frá. Þá er gert ráð fyrir samkvæmt skipulagi að þarna rísi iðnaðarbyggð. Þess vegna var gengið til þessara samninga og gerðar strangar kröfur um frágang. Þegar þetta verður búið verða tilbúnar þarna lóðir og þá geta Hafnfirðingar tekið til við að byggja þarna einhverjar ljótar verksmiðjur.“ Skógræktarstjóri heldur í það haldreipi að svæðið sé skipulagt fyrir iðnað og því þarft að ryðja það. Þetta er alrangt. Hið sanna í málinu er að árið 1990 var lögð fram tillaga að aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1988-2008. Þar var m.a. sýnt iðnaðarsvæði sem gæti komið til álita eftir 40-50 ár. Tillögunni var hafnað hjá skipulagsstjórn ríkisins og fór aldrei í kynningu og auglýsingu í samræmi við skipulagslög. Hún hefur því ekkert lagalegt gildi. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1980-2000 er gert ráð fyrir framtíðariðnaðarbyggð einum kílómetra suður af núverandi iðnaðarsvæði eða um tvo kílómetra frá umræddu hrauntökusvæði. Það er því ljóst að ætlunin var alls ekki að hreyfa neitt við hrauninu í landi skógræktarinnar.
Í ársbyrjun 1992 sótti Skógrækt ríkisins til bæjaryfirvalda um leyfi til að skipuleggja iðnaðarbyggð á þessu svæði, en málið var ekki samþykkt. Þrátt fyrir það fór stórfelld jarðvinnsla í gang. Stærð vinnslusvæðisins sem skógræktin seldi er milljón rúmmetrar og jafnast það á við 150-200 fótboltavelli á stærð við Laugardalsvöllinn. Ef mið er tekið af íbúðarbyggð má reisa 15 einbýlishús á ha, en svæðið er 100 ha og gætu 1.500 einbýlishús rúmast á því. Samkvæmt núgildandi staðli búa 3,5 íbúar í hverju einbýlishúsi sem þýðir 5.200 íbúa byggð og mun það teljast eitt og hálft skólahverfi. Námaréttindi á þessu svæði seldi skógræktin fyrir 12 milljónir króna, sem er u.þ.b. verðgildi eins einbýlishúss.

Kapelluhraun

Kapelluhraun.

Skógræktin og Landgræðslusjóður hafa unnið mikið gagn við erfiðar aðstæður þrátt fyrir rýra sjóði. Það réttlætir samt ekki allar gerðir þeirra. Þeim hafa einfaldlega verið mislagðar hendur hin síðari ár í þessum efnissölumálum. Sjónarmiðin voru vissulega önnur á árum áður, þegar augu fólks voru lokuð fyrir málefninu. En svona vinnubrögð eiga ekki að tíðkast í dag.
Það er ekki óraunhæf krafa, að stjórnendur Skógræktar ríkisins og Landgræðslusjóðs ígrundi málin vel og leiti utanaðkomandi álitsgerða áður en ákvarðanir af þessu tagi eru teknar. Að sjálfsögðu verða þeim á mistök eins og öðrum, það er mannlegt. En tímarnir breytast stöðugt og kröfurnar með og þess vegna er nauðsynlegt að líta öðru hvoru yfir farinn veg og leiðrétta mistök sem kunna að hafa verið gerð. Þetta á jafnt við um menn og málefni, stofnanir og stjórnvöld.
Nú er Náttúruverndarár Evrópu og megináhersla er lögð á náttúruvernd utan friðlýstra svæða. „Tilgangur Náttúrverndarársins er að opna augu almennings, landeigenda, landnotenda, skipulagsyfirvalda og bæjar- og sveitarstjórna fyrir því að það er ekki nóg að vernda náttúruna á ákveðnum friðlýstum svæðum, svo sem þjóðgörðum, friðlöndum eða fólkvöngum. Eigi náttúruvernd að vera virk og árangursrík er jafnframt nauðsynlegt að hlúa að náttúrunni utan slíkra svæða,“ segir Sigurðar Á. Þráinssonar, starfsmaður umhverfisráðuneytis, í grein sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl s.l. Í ljósi þessa er óskiljanlegt að skógræktarstjóri skuli reyna að verja gerð samningsins við Borgartak. Hann yrði maður að meiri ef hann viðurkenndi einfaldlega að um mistök hafi veriðað ræða, rifti samningnum og stöðvaði efnistökuna áður en meiri spjöll verða unnin á svæðinu. Hraunið tilheyrir fornum Almenningi Álftneshrepps, sem nú er með réttu í lögsögu Hafnarfjarðar, og ég leyfi mér að efast um rétt skógræktarinnar eða annarra aðila, til að selja, gefa eða ráðstafa þessu landi með einum eða öðrum hætti.
Skógræktarstjóri hefur slæman málstað að verja og framganga hans í málinu hingað til hefur aðeins grafið undan því trausti sem fólk hefur borið til Skógræktar ríkisins um áratugaskeið. Skógræktinni ber að bæta land, ekki eyða því eins og nú er verið að gera í Kapelluhrauni.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 146. tbl. 01.07.1995, Lýst er eftir hrauni – Finnandi vinsamlegast skili því til Hafnarfjarðar, Jónatan Garðarsson, bls. 34.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – Helgafell fjær.