Færslur

Hvaleyri

Í dagrenningu föstudaginn 10. maí árið 1940 hélt bresk flotadeild inn á Sundin við Reykjavík. Flotadeildin samanstóð af fjórum skipum, beitiskipunum Berwick og Glasgow, og tundurspillunum Fortune og Fearless. Um borð í skipunum voru hundruð breskra hermanna, gráir fyrir járnum, tilbúnir til að hernema Ísland. Þetta átti eftir að verða einn örlagaríkasti dagur í sögu landsins.
HernámÁrið 1939 hafði brotist út stríð milli Þjóðverja annars vegar og Breta og Frakka hins vegar, þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland. Þann 9. apríl árið eftir réðist þýski herinn skotbyrgi-5inn í Danmörku og Noreg og náðu þar með á sitt vald öflugum kafbátastöðvum sem styttu leið kafbáta þeirra út á Atlantshaf umtalsvert. Þetta var Bretum sérstaklega óhagstætt og þeir töldu sig því þurfa að ná valdi yfir stöðvum á Atlantshafinu þar sem þeir gætu fylgst betur með kafbátaher Þjóðverja. Því fóru þeir, um svipað leyti og Þjóðverjar hernámu Danmörk og Noreg, þess á leit við Íslendinga að þeim yrði leyft að koma hér upp varnarstöðvum. Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar sem þá var hér við völd neitaði þessu í nafni hlutleysis landsins, þrátt fyrir að þeir skildu vandræðin sem Bretar væru í.

Hernám

Bretarnir í varðstöðu um holt og hæðir.

Bretar gátu ekki sætt sig við þetta enda voru Þjóðverjar nú farnir að gera þeim hverja skráveifuna á fætur annarri á höfunum með kafbátaher sínum. Því var ákveðið, í trássi við skoðanir íslensku ráðamannanna, að bresk flotadeild yrði send hingað og að landið myndi verða hernumið á eins friðsamlegan máta og kostur yrði á. Það var almennur skilningur meðal ríkisstjórnarmeðlima á Íslandi að Bretar þyrftu á varnarstöðvum gegn kafbátum á Atlantshafinu að halda þannig að allir bjuggust við því að þeir myndu hernema landið skotbyrgi-6hvað úr hverju. Þar sem það var lítið vitað um hug Þjóðverja varðandi Ísland voru þó ekki allir vissir um það þegar flotadeildin kom hingað, hvort hún væri bresk eða þýsk.

Hernám

Frelsandi breskir dátar í Reykjavík.

Þegar skipin vörpuðu akkeri við Reykjavík og hermennirnir streymdu á land var fátt um manninn við bryggjuna að taka á móti þeim, en þeim fjölgaði þegar á leið. Lögreglan í Reykjavík tók sig síðan meira að segja til og hjálpaði hermönnunum að halda frá forvitnum Íslendingum sem komu til að skoða þessa óboðnu gesti. Flestir höfðu það á orði að “þeir væru fegnir að þarna væru Bretar en ekki Þjóðverjar á ferð.” Þegar breski herinn var kominn hér á land tók hann til við að koma upp bráðabirgðastöðvum og eitt af því fyrsta sem bresku hermennirnir gerðu var að ganga úr skugga um að húsnæði Eimskipafélagsins í Pósthússtræti væri ekki íverustaður nasista, en merki félagsins, Þórshamar, höfðu þýskir nasistar tekið upp á sína skotbyrgi-7arma eins og flestir vita. Einnig sóttu þeir að Pósthúsinu, höfuðstöðvum Símans, Ríkisútvarpinu og Veðurstofunni, og allt var það gert í þeim tilgangi að ná á vald sitt fjarskiptastöðvum svo Þjóðverjar myndu ekki hafa veður af innrásinni í bráð. Síðan hreiðruðu þeir um sig á hinum ýmsu stöðum í borginni, t.d. í Öskjuhlíðinni. Auk þess gekk her á land á Akureyri, Austfjörðum og víðs vegar annars staðar um landið. Allt gekk þetta fyrir sig án þess að grípa þyrfti til vopna og var hernámið því hið friðsamlegasta.

Hernám

Þjóðverjar virtust verulega ógnandi…

Klukkan 10 árdegis þennan örlagaríka dag settust ráðherrar í ríkisstjórn Íslands á fund í Stjórnarráðshúsinu til að ræða atburði næturinnar. Flestir ráðherrar voru á því að þarna hefði verið lán í óláni að Bretar hefðu hernumið Ísland en ekki Þjóðverjar. Forsætisráðherra var þó ekki skotbyrgi-9öldungis sáttur með komu hinna útlendu hernámsliða og það varð úr að ríkisstjórnin myndi mótmæla hernáminu formlega og reyna að tryggja það að ríkisstjórnin myndi ráða öllu er varðaði Ísland annað en varðaði herinn beint. Þegar þessum umræðum var lokið hélt breski sendiherrann á Íslandi, Howard Smith, á fund ríkisstjórnarinnar og tilkynnti formlega að landið hefði verið hernumið, og lýsti því yfir að sér þætti leitt að til þess hefði þurft að koma og vonaðist eftir friðsamlegri sambúð við Íslendinga. Síðan spilaði hann út sínu helsta trompi þegar hann sagði að með hernáminu hefði utanríkisverslun Íslendinga verið sett úr skorðum, en Bretar væru fúsir til að “létta undir með íslensku atvinnulífi.” Þannig myndu Íslendingar fá sitthvað að launum fyrir það að hér yrði hýstur her. Þetta varð síðan til þess að færa íslenskt atvinnulíf á nýtt stig velferðar sem ekki hafði sést hér áður.

Hernámið

Hernámið…

Adolf Hitler hafði, eins og margir aðrir nasistar, mikinn áhuga á Íslandi, og á apríllok árið 1940 fékk hann þá hugmynd að Þjóðverjar myndu hernema landið. Þannig vildi hann nýta sér skjótan árangur hers síns í baráttu sinni gegn Danmörku og Noregi, og nýta jafnframt skip sem skotbyrgi-10notuð höfðu verið í Noregi til innrásar í Ísland. Þetta kallaði einræðisherrann Íkarusáætlun. Þegar Hitler kynnti þessar hugmyndir sýnar herstjórnendum mætti hann mikilli andstöðu yfirmanna flotans sem töldu að hernámi Íslands fylgdu of mikil vandræði til að geta borgað sig. Það var í sjálfu sér minnsta málið að hernema landið, vandinn var að halda því. Þannig þyrfti að halda úti birgðaflutningum yfir haf sem væri krökkt af óvinaskipum, of langt var fyrir þýska flugherinn að vernda hernámsherinn og hætta var á að hernámsliðið yrði lokað af þannig að það kæmi ekki að neinum notum í stríðinu meir. Þannig tókst yfirmönnum flotans að telja Foringjann af hugmyndum sínum og hugmyndin um innrás í Ísland var ekki oftar dregin upp í herstjórnarstöðvum Þjóðverja í stríðinu.

Hernám

Breskir hermenn í varnarstöðu.

Þegar Ísland var komið í hendur Breta höfðu þeir fengið stöðvar þær sem þeir þurftu á Atlantshafinu. Þó var langt í land að þeim tækist að ná yfirhöndinni á höfunum. Ísland kom þó að góðum notum sem bækistöð fyrir könnunarflugvélar og þaðan kom meðal annars flugvél sem kom auga á risaorrustuskip Þjóðverja, Bismarck, sem var sökkt í framhaldi af því árið 1941. Þá var fjölmörgum kafbátum sökkt eftir að flugvélar héðan höfðu komið auga á þá þannig að Ísland varð Bretum sannarlega betra en ekkert. Síðar leysti svo bandaríski herinn þann breska af við vörn landsins og hersetu. Þannig varð Ísland að virki í miðju Atlantshafi sem átti síðar eftir að vera þýðingarmikið þegar Kalda stríðið skall á eftir síðari heimsstyrjöld.”

Ásfjall

Ásfjall – Dagmálavarðan – stríðsminjar.

Bretar hernámu Ísland 10. maí 1940 til þess að hindra að Þjóðverjar kæmu sér upp flug- og flotabækistöðvum í landinu sem ógnað gætu Bretlandseyjum og skipaleiðum á Norður-Atlantshafi.
Í árslok 1942 var ekki lengur talin hætta á innrás Þjóðverja. Sumarið eftir var stór hluti breska hernámsliðsins fluttur til Bretlands til þjálfunar fyrir innrásina á meginland Evrópu. Nýr og miklu fámennari liðsafli frá Ameríku kom þá til landsins, en hélt að mestu sömu leið árið 1944.

Flestir bresku og bandarísku hermennirnir sem eftir sátu í stríðslok störfuðu á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli og hurfu þeir síðustu til síns heima vorið 1947.

Ásfjall

Ásfjall – skotbyrgi.

Hafnarfjörður var í fyrstu einn af mikilvægustu varnarsvæðum breska hersins, auk Reykjavíkur, Seltjarnarness, Hvalfjarðar og Akureyrar. Fimm dögum eftir að breskir hermenn stigu á land í Reykjavík byrjuðu þeira að koma sér fyrir í Hafnarfirði og nágrenni. Um 6000 braggar voru fluttir til landsins frá Bretlandi og var þeim komið fyrir á framangreindum stöðum sem og á Sandskeiði, Kaldaðarnesi og Melgerði ofan Akureyrar.
Braggahverfi voru t.d. reist á Einarsreit, á Hvaleyri, ofan Langeyrar, á Garðaholti og úti á Álftanesi. Fyrir októberlok höfðu flestir hermannanna fengið húsaskjól í bröggunum.

Til að tryggja öryggi kampanna voru hermenn settir á vörð upp um fjöll og hæðir umhverfis, bæði til að fylgjast með umferð og til varnar ef svo ólíklega þætti að einhverjir óvinir álpuðust á land litlu eyjunni langt norður í Atlantshafi. Lítið var um skjól á þessum berangri svo varðmennirnir þurftu sjálfir að koma sér upp nauðsynlegri aðstöðu – þótt ekki væri fyrir annað en að lifa af baráttuna við ógnir veðurs og vinda.

Ásfjall

Ásfjall – stríðsminjar.

Á Ásfjalli ofan Hafnarfjarðar eru sex hringlaga skotbyrgi til minja um aðbúnað hermannanna er gæta áttu öryggis landsins. Þau voru hrófluð voru upp af tilfallandi grjóti skömmu eftir að breskar herdeildirnar gengu hér á land. Allt umleikis eru nokkur sambærileg, s.s. tvö slík á Grísanesi og eitt á Bleiksteinshálsi, þrjú á Hvaleyri og önnur á nokkrum stöðum í og við Garðaholt. Öll endusspegla þau upphaf sögu setuliðsins á svæðinu.

Bretar virðast hafa hróflað upp grjótgörðum á og utan í hæðum ofan byggða og jafnframt til að tryggja öryggi Kampanna. Einn slíkur er á Flóðahjalla í Hádegisholti. Íslendingar höfðu vanist á að hlaða slíka garða af vandvirkni skv. gömlu handbragði forfeðranna. Vel launuð “Bretavinnan”, án kröfu til vandaðra vinnubragða, bauð hins vegar upp á að þeir brytu odd af oflæti sínui, enda virtist þar fyrst og fremst tjaldað til skamms tíma.

Ásfjall

Ásfjall – stríðsminjar.

Minjarnar næst Dagmálavörðunni efst á Ásfjalli eru fyrst og fremst herminjar frá 1941. Þarna var varðskýli og skotgrafir út frá því. Hleðslurnar sjást að hluta til enn. Svo kalt var á fjallinu um veturinn að hermenn kól á póstinum og þurfti að setja saman lið til að sækja þá og bjarga öðrum í nálægum byrgjum niður af fjallinu. Áhugavert væri að skoða hvers vegna herforingjaráðið lagði svo mikla áherslu á hrófla upp skotbyrgjum hingað og þangað upp um holt og hæðir ofan bæjarins. Líklega hefur hugur þess fyrst og fremst einkorðast af eigin hagsmunaþröngsýni, þ.e. að verja landspilduna umhverfis þeirra umráð, fremur en að verja fólkið og bæjarsamfélag þess er engra hernaðarhagsmuna hafði að gæta.

Ásfjall

Ásfjall – skotbyrgi.

Fróðlegt er að fylgjast með umræðu forsvarsfólks minjasamfélagsins þegar að stríðsminjum kemur. Það vísar jafnan til ákvæða Minjaverndunarlaga um aldurskilyrði fornleifa. Stríðsminjar eru yngri en svo, en samt sem áður er heimildarglufa í lögunum um að friðlýsa megi slíkar minjar “ef sérstök ástæða þykir til”. Á meðan ekkert er að hafst glatast hver væntanleg fornleifin á fætur annarri – smám saman.
Mikill fjöldi herminja er t.d. að finna á Garðaholti þar sem varnarliðið hefur haft aðstöðu. Minjar af því tagi eru ekki sjálfkrafa verndaðar af þjóðminjalögum [minjalögum] þar eð þær eru ekki orðnar hundrað ára gamlar. Í lögunum er þó heimild til þess að friðlýsa yngri minjar. Gefur engu að síður augaleið að ýmsar herminjar á Garðaholti eru þýðingarmikil heimild um hlutdeild Íslands í einhverjum mestu stríðsátökum mannkynssögunnar og kalda stríðinu sem á eftir kom. Fullyrða má að þær hafi alþjóðlegt minjagildi.

Ásfjall

Ásfjall – skotbyrgi.

Stórar herbúðir stóðu sunnan megin á Urriðaholti og voru varðstöðvar víða í hlíðunum. Búðirnar voru um skeið aðsetur símalagningarmanna bandaríska setuliðsins og nefndust “Camp Russel“ eftir Edgari A. Russel hershöfðingja sem farið hafði fyrir fjarskiptasveitum Bandaríkjahers í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöld. Alls er áætlað að um 80 bandarískir braggar hafi staðið í búðunum og vorið 1943 bjuggu þar alls um 500 hermenn.
Hér og þar má sjá leifar af búðunum, s.s. steinsteyptan vatnsgeymi, arinhleðslu og húsgrunna rétt norðan við Flóttamannaveginn (Setuliðsveg/Backroad). Veginn lögðu Bandaríkjamenn á stríðsárunum en Íslendingar tóku að nefna hann flóttamannaveg löngu síðar.

Ásfjall

Ásfjall – skotbyrgi.

Minjarnar um veru breska og bandaríska hersins í Urriðaholti eru mikilsverð heimild um þátt Íslands í seinni heimsstyrjöldinni. Leifar mannvirkjanna, sem reist voru í stríðinu, eru minnisvarði um vígbúnað bandamanna gegn ógnum Þriðja ríkisins. Þær hafa jafnvel alþjóðlegt minjagildi. Ekki var saga hverrar rústar eða hver rúst skráð nákvæmlega, en herminjar eru ekki verndaðar í þjóðminjalögunum. Þó hefur sú hefð skapast á síðustu árum að slíka minjar eru skráðar en ekki mældar upp nákvæmlega eins og gert er þegar um fornleifar er að tefla. Eins og sést á kortinu er um allstórt svæði að ræða og fjöldi húsgrunna og annarra minja mikill. Það er Fornleifaverndar ríkisins að ákvarða nánar um þetta svæði, hvort þurfi að skrá minjarnar enn frekar eða friða, en auðvitað væri mjög áhugavert að skoða sögu þessara minja með því að ráðast í heimildavinnu um hvað fór fram á staðnum.
Ekki er að sjá að hermannvirkin hafi raskað minjum á svæðinu, en umsvifin hafa verið töluverð. Byggðin var austast í Urriðaholti, en holtið er gróðurlítið og grýtt á því svæði. Gefur þó augaleið að ábúendur í Urriðakoti hafi orðið hennar vör með áþreifanlegum hætti.

Ásfjall

Grísanes – skotbyrgi.

Við lok heimsstyrjaldarinnar glötuðu hernaðarmannvirkin upphaflegu hlutverki sínu og voru nýtt til annarra þarfa eða fjarlægð og eyðilögð. Pólitískt andrúmsloft á kaldastríðsárunum olli því að víða var hart gengið fram í að eyða ummerkjum um veru hersins á Íslandi. Þeim mun athyglisverðari verða þá þær stríðssögulegu minjar, sem orðið hafa eftir, og hefur áhugi almennings og ferðamanna vissulega aukist á þeim. Stofnað hefur verið stríðsminjasafn á Austfjörðum sem verður án efa öðrum hvatning til varðveislu heimilda um þetta tímabil í Íslandssögunni.
Herminjar eru margar enn greinilegar í Urriðaholti, fæstar heillegar, en allt um það áþreifanlegur vottur um hlutdeild Íslands í orrustunni um Atlantshaf. Ber mest á steinsteyptri stjórnstöðinni, nokkrum steyptum grunnum, litlum turni og hliði inn á svæðið.

Flóðahjalli

Flóðahjalli – stríðsminjar.

Flóðahjalli er grágrýtisrani, sem liggur í um það bil norðvestur í framhaldi af Setbergshlíð. Hjallinn er allnokkuð gróinn og kjarrivaxinn að sunnanverðu, en er nú, því miður umlukinn þéttri lúpínubreiðu á sumrum.
Tóft er á og umhverfis klöpp eða klapparfláka nokkurn spöl vestan við hæsta hluta Flóðahjalla. Hún er óreglulega hringlaga, hlaðin úr grágrýti og hafa steinarnir án efa verið fengnir uppi á hrygg hjallans. Grjótveggirnir hafa að mestu verið hlaðnir á melnum utan við klöppina. Þar, sem veggirnir hafa staðist best, má ætla, að þeir hafi verið nokkuð á 2. m að hæð. Öll er tóftin er nærri 800 m².
Norðanvert í tóftinni eru innri hleðslur. Á klöppinni syðst á Flóðahjalla eru nokkrar stafristur. Þar er höggvið ártalið 1940, fangamarkið D.S. og væntanlega mannsnafnið J.E.Bolan. Auk þess má greina fangamörkin J.A. og G.H. með annarri og yngri (?) stafagerð svo og ártalið 1977 (?). Bolan er þekkt mannsnafn í Englandi. Það og ártalið 1940 bendir því eindregið til þess að hér hafi Bretar verið að verki hernámsárið 1940. Tóftin („the stone defence work mentioned“) mun hafa verið reist af mönnum úr 1/7 herfylki Wellingtons, sem var hluti af herdeild Camp Russel í Urriðaholti.

Hvaleyri

Hvaleyri – skotbyrgi.

Sumarið 1940, í beinu framhaldi af hertöku landsins, hóf breski herinn varnarviðbúnað með ströndinni frá Kjalarnesi og suður á Hvaleyri í Hafnarfirði og einnig á helstu hæðum á höfuðborgarsvæðinu og austan þess. Fótgöngulið sem gætti strandlengjunnar á Álftanesi, kom sér fyrir á austanverðu Garðaholti og stórskotaflokkur setti þar upp tvær stórar loftvarnarbyssur.
Herflokkarnir bresku reistu tvennar herbúðir “Camp Gardar“ og “Camp Tilloi“ á Garðaholti. Að jafnaði höfðu 300 til 340 hermenn aðsetur í báðum búðunum. Bandarískt herfylki leysti breska herflokkinn af hólmi í búðunum á meðan á stríðinu stóð og gættu loftvarnarvirkisins í Tilloi fram til ársins 1944 þegar þeir fluttu til Keflavíkur.

Garðaholt

Garðaholt – skotgrafir.

Á Garðaholti og í Garðahverfi eru ýmsar minjar frá stríðsárunum enda var aðalloftvarnarbyrgi Breta staðsett efst á holtinu. Sjálft byrgið er horfið og núna stendur hús á staðnum en ýmis önnur merki eru á svæðinu sem má tengja umsvifum Bretanna. Á Garðaholti eru til dæmis varðveitt tvö steinsteypt skotbyrgi með útsýni yfir Álftanes. Grjóthleðsla sem hlykkjast á milli þeirra hefur ef til vill verið höfð fyrir skotgröf en mögulega er hleðslan þó upprunalega frá gömlum stekki. Bretarnir endurnýttu það sem fyrir var í landslaginu. Þannig stóð líka upphaflega torfvarða með lukt á háholtinu þar sem Garðaviti var síðar byggður sem ljósgjafi fyrir fiskibáta (1868-1912) en á stríðsárunum höfðu Bretarnir vitann fyrir virki. Svolítil tvíhólfa tóft sem þarna hefur varðveist (rétt við veginn) gæti hugsanlega tengst vitastæðinu.
Samskiptin við Bretana voru yfirleitt friðsamleg og þegar þeir yfirgáfu svæðið var haldið stórt uppboð á Garðaholti. Að sögn var hluti vitabyggingarinnar seldur bænum Hlíð í Garðahverfi og endaði þar sem kamar. Annars konar muni sem keyptir voru á uppboðinu má hins vegar sjá í Króki, litla bárujárnsklædda burstabænum í hverfinu sem Garðabær varðveitir sem safn. Þannig eignaðist fjölskyldan í Króki til dæmis skápinn þar sem fína bollastellið er geymt. Efnahagur Garðhverfinga tók um þessar mundir örlítið að glæðast og var „blessuðu stríðinu“ meðal annars þakkað það. Þegar Vilmundur Gíslason bóndi í Króki varð 50 ára var því skotið saman í stofuskáp með glerhurðum sem geymdur er í fínni stofunni.
Safnið í Króki er opið alla sunnudaga á sumrin kl. 13-17 og fæst þar leiðsögn hjá safnverði sem einnig veitir upplýsingar um minjar og skoðunarverða staði í nágrenninu.

Ásfjall

Ásfjall – skotbyrgi.

Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér „ástandið” og „ástandsbörnin”, örnefni eftir staðsetningu herliðs, „stríðsgróðinn” sem varð til vegna mikilla verðhækkana á fiskafurðum okkar, „Bretavinnan” sem útvegaði landsmönnum atvinnu hjá setuliðinu við framkvæmdir og svo framvegis. Þessar „óáþreifanlegu” minjar eru því allsstaðar umhverfis okkur í samfélaginu.
„Áþreifanlegu” minjarnar, svo sem leifar mannvirkja og búnaðs er hins vegar hægt að staðsetja. Bretar hernámu landið 10. maí árið 1940 og sendu hingað fjölmennt setulið síðsumars 1941, eða um 28.000 manns. Bandaríkjamenn hófu að leysa þá af hólmi í júlí 1941 og var hér tæplega 40.000 manna varnarlið frá þeim þegar mest lét. Þar að auki voru liðsmenn bandaríska og breska flotans og flughersins, alls nærri 50.000 sumarið 1943. Til samanburðar má nefna að við manntal árið 1940 voru íbúar Reykjavíkur einungis um 38.000. Þó svo að Bandaríkjaher leysti þann breska af hólmi árið 1941 voru hér breskir hermenn út allt stríðið og allt til ársins 1947.

Hernám

Patterson flugvöllur.

Herinn kom fljótlega upp varnarstöðvum víða um land. Bretar töldu Reykjavík vera langmikilvægasta staðinn sökum góðrar hafnar- og flugvallarskilyrða og því var fjölmennt lið ávallt þar. Þegar Bandaríkjamenn leystu Breta af hólmi þá fylgdu þeim breyttar áherslur við varnarviðbúnað. Stafaði það meðal annars af aukinni baráttu gagnvart kafbátaógn Þjóðverja auk þess sem hættan á innrás þeirra var talin hverfandi. Bandaríkjamenn lögðu enn meiri áherslu á varnir Reykjavíkursvæðisins en Bretar og höfðu allt að 80% liðsaflans á suðvestur horninu. Uppbygging flugvallarins í Keflavík hafði þó eitthvað þar að segja. Í heild námu hernumin svæði hérlendis ríflega 19.000 hekturum og þar af voru byggingar hersins á nærri 5.000 hekturum. Allur aðbúnaður hersveita Bandaríkjamanna var þó allt annar og betri en Breta auk þess sem þeir fluttu hingað með sér mikið magn stórvirkra vinnuvéla. Báðir reistu umfangsmiklar herbúðir víða um land. Alls risu um 6000 breskir braggar, hundruð annarra bygginga eins og eldhús og baðhús. Síðar bættust við um 1500 bandarískir braggar. Bretar byggðu aðallega svokallaða Nissen-bragga en Bandaríkjamenn Quonset-bragga. Má segja að megin munur þessara tegunda hafi verið vandaðri smíð þeirra síðarnefndu.

Hernám

Braggahverfi á Skólavörðuholti.

Við árslok 1944 bjuggu rúmlega 900 manns í bröggum í Reykjavík. Búsetan náði hámarki á sjötta áratugnum en þá bjuggu 2300 manns í nærri 550 íbúðum. Á 7. áratugnum var skálunum hins vegar að mestu útrýmt. Á landsbyggðinni voru flestir braggarnir rifnir og seldir bændum og risu þeir víða sem geymslur og fjárhús sem má ennþá sjá í fullri notkun.
Greiðslur Sölunefndarinnar voru meðal annars ætlaðar til að gera landeigendum kleift að útmá ummerki um veru herliðsins. En mörgum landeigendanna, sem þágu skaðbætur fyrir landspjöll, láðist að hreinsa til eftir veru setuliðsins. því má segja að viðkomandi aðilar hafi með þessu bjargað mörgum ómetanlegum menningarverðmætum frá glötun og vonandi að þau verði varðveitt sem flest um ókomin ár.
Af einstökum byggingum hérlendis er flugturninn við Reykjavíkurflugvöll sennilega merkust en því miður stendur til að rífa hann. Af stærri svæðum eru helst Öskjuhlíðin og Brautarholt á Kjalarnesi sem gefa heillega mynd af varnarviðbúnaði bandamanna hérlendis. Hvalfjörður, Reykjavíkurflugvöllur og Pattersonflugvöllur á svæði varnarliðsins við Keflavík hafa sömuleiðis að geyma mjög merkar minjar um síðari heimsstyrjöldina.

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð – skotbyrgi.

Í höfuðborgarlandinu hefur mest verið látið með stríðsminjar í Öskjuhlíð og á Reykjavíkurflugvelli sem nær yfir Vatns- og Seljamýri. Af varnarviðbúnaðinum á Öskjuhlíðinni eru meðal annars steypt skotbyrgi, stjórnbyrgi, víggrafir úr torfi og grjóti, loftvarnarbyrgi, varnarveggir fyrir eldsneytistanka, neðanjarðarvatnstankar, bryggjustubbur, veganet, fjöldi gólfa og grunna undan bröggum og öðrum byggingum og akstursbrautir fyrir flugvélar. Nokkrir braggar eru við rætur Öskuhlíðar. Hluti gistibúða farþega og flugáhafna breska flughersins (e. Transit Camp) má enn sjá í Nauthólsvík. Öll stóru flugskýlin fjögur á Reykjavíkurflugvelli eru frá stríðsárunum og sömuleiðis gamli flugturninn. Allar meginbrautir flugvallarins voru lagðar á stríðsárunum en hafa verið lengdar og endurbættar eftir stríð. Nær allt lauslegt frá stríðsárunum hefur verið fjarlægt eða ryðgað og fúnað. Þar á meðal gaddavírsgirðingar og sandpokavígi.

Þorbjarnarfell

Camp Vail á Þorbjarnarfelli.

Af öðrum stríðsminjum má nefna að minjar um ratsjárstöðvar og kampa eru meðal annars uppi á Þorbjarnarfelli (Camp Vail) við Grindavík og leifar skotbyrgja og skotstöðva má einnig sjá við Vífilsstaði, Hraunsholt, á Garðaholti, Nónhæð og á Seltjarnarnesi. Hlaðin byrgi og skotgrafir má auk þess sjá, sem að framan greinir, á Ásfjalli, Urriðaholti, Rjúpnahæð og víðar. Miklar framkvæmdir kölluðu á töluverða malartöku til uppfyllingar og vegagerðar. Við Reykjavík var helst sótt í námur úr Rauðhólunum og Öskjuhlíð. Af einstökum verkefnum vó uppfyllingin undir Reykjavíkurflugvöll þar þyngst. Segja má að Rauðhólarnir hafi ekki borið sitt barr síðan. Fjölmargar minjar birgðarstöðvar hersins í Rauhólum má berja þar augum enn í dag.

Breiðagerðisslakki

Brak á slysstað ofan Breiðagerðisslakka.

Af ummerkjum beinna hernaðarátaka má nefna þegar þýska vélin JU-88 var skotin niður 24. apríl 1943 á Strandarheiði. Bandamenn misstu þó mun fleiri vélar sjálfir vegna tíðra slysa af náttúrulegum ástæðum eða vegna mannlegra mistaka. Til dæmis fórust að minnsta kosti 43 hervélar auk 11 sjóvéla á Reykjavíkursvæðinu á styrjaldarárunum.
Allar flugvélaleifar í nágrenni Reykjavíkur voru fjarlægðar jafnóðum. Málmurinn var notaður í brotajárn og sérstaklega var sóst eftir álinu. Til dæmis keyptu Stálhúsgögn hf. 32 Thunderbolt P-47 orrustuvélar 33. flugsveitarinnar fyrir 10.000 krónur við stríðslok og bræddu þær niður í stóla og borð. Flugvélaflök er nú helst að finna í Fagradalsfjalli og við Grindavík. Töluvert er líka um flugvélaflök í sjónum. Flugvélar stríðsaðila sem fóru í sjóinn hafa sumar hverjar verið að koma upp með botnvörpum togaranna. Þær eru flestar á óaðgengilegum stöðum og koma upp í bútum.
Sprengjur eru enn að koma upp úr jörðu á skotæfingasvæðum vegna frostlyftingar og hafa valdið mannskæðum slysum. Stórskotæfingasvæði voru meðal annars við Kleifarvatn og við Snorrastaðatjarnir.

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð – stríðsminjar.

„Öskjuhlíðin var mikilvægur staður þegar kom að því að verja borgina fyrir Þjóðverjum. Þaðan var hægt að beina fallbyssum til dæmis að höfninni, enda var lík­leg­ast að óvinaher færi þangað inn ef til innrásar kæmi,“ segir Friðþór Eydal. Hann er höfundur texta á upplýsingaskiltum sem á dögunum voru sett upp á sjö stöðum á Öskjuhlíðarsvæðinu, en við hvert þeirra eru stríðsminjar sem vert er að skoða og halda til haga sögunni um. Uppsetning skiltanna var samstarfsverkefni Isavia og Reykjavíkurborgar.

Á tveimur stöðum í Öskjuhlíð eru sérstaklega eftirtektarverðar stríðsminjar. Skammt fyrir neðan Perluna er stór steinsteypt virk­is­borg, að mestu niðurgrafin. Byrgi þetta er átta metrar á hvern kant og inn í það er gengt um yfir­byggðar tröppur sem eru hvorar á sínum gafli. Þarna ætlaði herlið að haf­ast við ef kæmi til árásar á borgina og flugvöllinn, en Bretar hófust handa um gerð hans snemma eftir að þeir hernámu Ísland 10. maí 1940. Meðal Bretanna var raunar jafnan talað um Öskjuhlíð sem Howitzer Hill, sem í beinni þýðingu er Fall­byssu­hæð.

Stærsta mannvirkið frá stríðstím­um sem enn stendur í Öskjuhlíðinni er nokkurra tuga metra langur veggur, tveir til þrír metrar á hæð, úr hlöðnu grjóti og steypt er milli steina. Vegg­ur þessi var reistur til þess að koma í veg fyrir flóð brennandi eldsneytis niður hlíðina ef loft­árás yrði gerð á eldsneytistanka sem þar stóðu. Bæði við varnarstjórnstöðina gömlu og varnarvegginn, svo og í Nauthólsvík, eru skilti með upplýsingum og texta frá Friðþóri, sem þekkir sögu Íslands í seinni heimsstyrjöldinni flestum betur.

Camp Russel

Camp Russel – arinn…

„Úr þessum byrgjum átti að verja Hafnarfjarðarveginn, sem herfræðilega var mikilvæg leið, til dæmis ef gerð yrði innrás um Hafnarfjörð. Einnig var komið upp byssuhreiðrum til dæmis í Grafarholti, Breiðholti, Vatnsendahæð, Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og Álftanesi, þar sem var heilmikil varðstöð með fall­byssum sem áttu að verja sjóleiðina inn til Reykjavíkur. Standa mannvirki á síðastnefnda staðnum að nokkru enn þá. Einnig eru minjar á Valhúsahæð og í Engey en í flestum tilvikum hafa þessar minjar og mannvirki verið fjarlægð eða eru hulin gróðri,“ nefnir Friðþór, sem telur þarft að halda sögu stríðsminja til haga. Þær sé víða að finna og sumt megi auðveld­lega varðveita fyrir komandi kynslóðir. Mikilvægt sé sömuleiðis að setja fram réttar upplýsingar fremur en það sem betur kunni að hljóma”.

Minjar stríðs geta verið margs konar. Þær geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en þær geta líka verið leifar áhrifa hersetuliða á tungumál. Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér „ástandið” og „ástandsbörnin”, örnefni eftir staðsetningu herliðs, „stríðsgróðinn” sem varð til vegna mikilla verðhækkana á fiskafurðum okkar, „Bretavinnan” sem útvegaði landsmönnum atvinnu hjá setuliðinu við framkvæmdir og svo framvegis. Þessar „óáþreifanlegu” minjar eru því alls staðar umhverfis okkur í samfélaginu.
„Áþreifanlegu” minjarnar, svo sem leifar mannvirkja og búnaðar er hins vegar hægt að staðsetja. Hérlendis er Stríðsárasafnið við Reyðarfjörð eina safnið sem sérhæfir sig í að sýna og varðveita sögu þessa tímabils. Þar má meðal annars finna bragga og fjögur loftvarnarbyrgi. Í þessari grein verður hins vegar reynt að gefa vísbendingu um hvar helstu leifar mannvirkja og hertóla úr síðari heimsstyrjöldinni er að finna. Ummerki varnarliðs Bandaríkjahers frá kalda stríðinu bíða betri tíma.

Winston Churhill

Winston Churchill Reykjavík.

Winston Churhill, sem verið hafði flotamálaráðherra en varð síðar forsætisráðherra Bretands, gerði að sínum hin fleygu orð að sá sem réði yfir Íslandi beindi byssu að Englandi, Ameríku og Kanada. Til að koma í veg fyrir innrás Þjóðverja í Ísland ákvað hann að verða fyrri til og tryggja með því siglingaleiðir um Norður-Atlantshaf. Hafa ber í huga að Churhill reyndist ekki alltaf allsgáður er hann opinberaði yfirlýsingar sínar um mikilvægi hins og þessa.
Í stuttri heimsókn Churchills til Íslands árið 1941 sagði hann Hermanni Jónassyni forsætisráðherra að Bretar hefðu neyðst til að hertaka Íslands og hefðu gert það jafnvel þótt Þjóðverjar hefðu orðið á undan þeim.
Herverndarsamningur var undirritaður í júlí árið 1941 milli Bandarríkjanna, Bretlands og Íslands og fól í sér að bandarískar hersveitir myndu aðstoða og síðar leysa breska hernámsliðið að hólmi.

Tveir “campar” voru í Garðaholti á stríðsárunum, báðir í sunnanverðu holtinu, austan núverandi samkomuhúss (Garðaholts).

Camp Gardar voru sunnan móta Garðavegar og Garðholtsvegar á austanverðu Garðaholti. Búðirnar voru reistar sumarið 1940 fyrir undirfylki (Company) úr 1/7 Duke of Wellington Regiment. Í marsmánuði árið eftir tóku liðsmenn 11 Durham Light Infantry Regiment við og því næst 1 Tyneside Scottish Regiment í október sama ár. Í desember 1941 tók undirfylki C og flokkur úr 10th Infantry Regiment Bandaríkjahers við búðunum og dvaldi þar fram í júlí 1943 er hersveitin hélt af landi brott. Að jafnaði höfðu um 170 Bandarískir hermenn aðsetur í búðunum.

Kamp Tilloui

Camp Tilloiu á Garðaholti.

Camp Tilloi var við Garðaholtsveg á austanverðu Garðaholti á móts við Grænagarð. Loftvarnabyssuvígi á Garðaholti þar sem húsið Grænigarður stendur í skógræktarlundi. Búðirnar voru reistar sumarið 1940 fyrir stórskotaliðsflokk (Section) úr 4 Heavy Anti Aircraft Battery sem hafði tvær 3,7 þumlunga loftvarnabyssur á Garðaholti ofan við veginn og þar sem nú stendur húsið Grænigarður í skógræktarlundi á holtinu. Herflokkurinn fluttist í nýtt loftvarnabyssuvígi á Laugarnesholti í Reykjavík í júlí 1941. Þá tók við samskonar flokkur á Garðaholti úr 203 Heavy Anti Aircraft Battery en sú liðsveit hafði einnig byssuvígi við Breiðabólsstað á Álftanesi og á Kópavogshálsi. Bandaríska stórskotaliðssveitin 494 Coast Artillery Battalion (AA) tók við í ágúst 1942 til október 1943 en þá tók Battery D, 748th Anti Aircraft Gun Battalion (áður 25th (Separate) Coast Artillery Battalion) við. Starfrækslu loftvarnarbyssanna í Camp Brighton við Breiðabólsstað var þá hætt en sveitin starfrækti loftvarnabyssuvígið á Garðaholti þar til í febrúar 1944 þegar sveitin flutti til Keflavíkurflugvallar. Um 140 – 170 bandarískir hermenn höfðu jafnan aðsetur í Camp Tilloi.

Garðaholt

Camp Gardar Tilloi…

Samtals voru í Gardar og Tilloi-búðunum 36 braggar og 9 hús af öðrum gerðum þegar báðar höfðu verið yfirgefnar.

Ótal stríðsminjar má enn finna hér á landi, hvort sem um er að ræða skotgrafir, skotbyrgi, flugvelli, braggaleifar eða flugvélaflök. Allt framangreint, einkum leifar flugvélalíkanna, virðast vera að fara forgörðum vegna áhugaleysis hlutaðeigandi opinberra aðila er ber að gæta þess að sagan kunni að verða komandi kynslóðum jafn ljós og þeim er upplifðu hana á sínum tíma…

Heimildir:
-Herbúðir bandamanna í Hafnarfirði og nágrenni í síðari heimsstyrjöld. Samantekt eftir Friðþór Eydal, 1. ágúst 2011
-Skjöl bandaríska og breska hersins og Sölunefndar setuliðseigna í þjóðskjalasöfnum Bretlands, Bandríkjanna og Íslands.
-https://www.frettabladid.is/frettir/satt-og-logid-um-hernamid-og-hersetuna/
-https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/arid-er-1949-afmaelisveisla-fyrir-sjotuga-hafnfirdinga
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4609
-http://www.visindavefur.hi.is
-https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/06/25/frodleikur_a_fallbyssuhaed/

Ásfjall

Ásfjall – Dagmálavarðan.

Eftirfarandi frásögn Gísla Sigurðssonar lögreglumanns og síðar forstöðumanns Byggðasafns Hafnarfjarðar birtist í jólablaði Alþýðublaða Hafnarfjarðar 1959 undir fyrirsögninni “Hafnfirðingur”. Gísli fæddist 1903 í Hrunamannahreppi. Árið 1910 fluttist hann með fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar. Gísli skráði fjölmargar örnefnalýsingar á vestanverðum Reykjanesskaganum. Hér segir hann frá því hvernig er að verða Hafnfirðingur. Margir aðrir geti samsvarað honum um slíkan áunnin titil í gegnum tíðina:

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, eftir að hafa hlotnast fálkaorðan.

“Ég gekk með pabba út á móana fyrir vestan lækinn. Þar kvaddi hann mig. Hann var að fara í verið til Grindavíkur. Það hafði hann gert frá því fyrst ég mundi eftir mér. Frá því ég fór að ganga hafði ég fylgt honum stuttan spöl, fyrst ásamt mömmu, en nú í tvö ár einn þar sem mamma var vistuð á öðrum bæjum.

Sólheimar

Sólheimar í Hrunamannahreppi.

Ég bar ekki allt of mikið skyn á hvað það var „að fara í verið,“ en pabbi skildi það, enda var hann heitur til augnanna, þegar hann kvaddi mig. Ég staldraði við og horfði á eftir honum, þar sem hann gekk léttum skrefum troðninginn vestur með fjallinu. Ég man hann hafði brugðið sokkunum utan yfir buxnaskálmarnar. Hann var á skóm með ristar- og hælþvengjum. Mamma hafði gert skóna. Þeir fóru vel á fæti. Hann hafði bundið poka á bakið og í honum voru allar eigur hans, sokkaplögg, nærföt til skiptanna og vinnuföt, og svo var hann með nestisbita, sem duga skyldi ferðina á enda. Er ég hafði horft eftir honum um stund sneri ég heim aftur til stóra, góða leiksystkinahópsins, en börnin tíu á Sólheimum í Ytri-Hrepp voru öll þremenningar við mig. Ég minnist þess, að oft eftir þetta var á heimilinu farið að tala um Hafnarfjörð og að farið var að kalla mig Hafnfirðing.

Rétt eftir sumarmál kom mamma. Hún var að kveðja frændfólkið, því þau pabba og mamma höfðu þá ákveðið að flytjast úr vinnu- og lausamennsku í Hreppnum til Hafnarfjarðar í þurrabúð.
Mamma ætlaði sér að vera komin suður, þegar pabbi kæmi úr verinu. Ég og Margrét vinnukona fylgdum mömmu vestur á fjallið, Galtafellsfjall. Þegar við sáum niður á bæinn Galtafell stönzuðum við. Þarna kvaddi ég mömmu og sneri til baka með Margréti.

Hrepphólar

Hrepphólar.

Hún mamma sagði frá því síðar, að ekki ætlaði henni að ganga vel að fá ferð úr Hreppnum, þá loksins það var ákveðið. Margir bændanna fóru þá í svokallaðar lokaferðir til Reykjavíkur. Hún hafði hugsað sér að komast með einhverjum þeirra. En þótt farangur hennar væri aðeins poki með sængurfötum og annar með rokknum, Helgi bróðir á fimmta ári og hún sjálf, þá var næsta óvíða rúm fyrir þetta. Fyrst reyndi hún að koma flutningnum fyrir hjá þeim bændum, sem ætluðu suður með tvo vagna, en þar varð engu á bætt.
Eftir mikla fyrirhöfn kom hún svo pokunum og Helga á vagn hjá bónda, sem aðeins fór með einn vagn. Sjálf varð hún að ganga, en það var nú ekki frágangssök. Mamma mundi þessum bónda alla tíð síðan þennan greiða, enda sagði hún oft: „Hann var fátækur eins og ég, því gat hann gert mér þennan greiða borgunarlaust.”
Mömmu munaði ekki um að ganga frá Reykjavík til Hafnarfjarðar 10 km, þó að hún þyrfti að bera Helga mestan hluta leiðarinnar, þar sem hún hafði nýlokið 100 km göngu austan úr Hreppum til Reykjavíkur. Pokana skildi hún eftir. Pabbi gat nálgast þá, þegar hann væri kominn.

Lækjargata 6

Lækjargata 6.

Mamma lagði leið sína strax suður í Hafnarfjörð og kom heim til Vigfúsar klénsmiðs bróður síns og konu hans Steinunnar. Þar vissi hún að tekið yrði móti henni opnum örmum, enda var það svo. Seint á lokadagskvöldið kom pabbi, og fengu þau að vera fyrstu næturnar hjá Vigfúsi og Steinunni. Strax næsta dag fóru þau pabbi og mamma að leita fyrir sér um íbúð. Gekk það greiðlega. Í húsinu nr. 6 við Lækjargötu var eitt herbergi í vesturenda laust til íbúðar, ásamt aðgangi að eldhúsi og geymslu í kjallara, fyrir kr. 4 um mánuðinn. Hér réðu húsum Guðlaugur Jónasson úr Flóa ættaður og Halldóra Gíslína Magnúsdóttir frá Fiskakletti hér í Firðinum, langt í ættir framskyld pabba. Húsráðendurnir bjuggu með þrjú börn sín í tveimur herbergjum niðri, en á loftinu bjuggu Auðunn Magnússon, bróðir Halldóru, og kona hans Þórunn Hansdóttir með tveimur sonum sínum. Þau pabbi og mamma voru þegar komin í félagsskap ágæts fólks.
Hafnarfjörður 1910Svo fluttu þau í herbergið með allar sínar föggur. En hvar voru húsgögnin og búshlutirnir? Engir til. Var þá ekki heppilegt, að Vigfús og Steinunn höfðu nýlega lagt til hliðar m.a. ágætt rúmstæði sundurdregið, smíðað í Dverg hjá Jóhannesi Reykdal. „Hvort þau gætu notast við þetta?“ spurðu Vigfús og Steinunn. „Já, ég held nú það, blessuð verið þið,“ sögðu pabbi og mamma. „Svo er heima hjá okkur borð,“ sögðu þau Vigfús og Steinunn, „sem við getum ekki komið fyrir, þar sem við erum að fá okkur annað stærra, hvort pabbi og mamma gætu notað það?
Jú, jú, fyrst svo stóð á var alveg sjálfsagt að taka við borðinu. Svo voru þau í vandræðum með stóra kistu. Gætu þau pabbi og mamma ekki tekið hana af þeim, það væri hægt að geyma í henni matvæli, svo sem hveiti, sykur og útákast og margt fleira. Svo var hún ágætt sæti, ef á þyrfti að halda. Þau urðu örlög þessara muna, að þeir fylgdu pabba og mömmu alla þeirra búskapartíð og voru þá fyrst lögð niður, er þeim hafði verið valinn annar hvíldarstaður. Nú, það var ekki erfitt að hefja búskap, þegar nauðsynjahlutirnir bárust svona upp í hendurnar á fólki.
Hansensbúð„En margs þarf búið með,“ sagði Sighvatur á Grund. Pabbi kom með vertíðarkaupið sitt óskert og fyrir það voru keyptir búshlutir ýmiss konar. Í Hansensbúð var þá margt góðra búshluta. Þar var keypt olíuvél, þríkveikja, pottar tveir, ketill, kaffikanna og stryffa (kastarola), bollaskrúfa, sykurkar, diskar djúpir og grunnir, ágætt steintau, olíubrúsi 10 potta. Spænirnir voru látnir duga og sjálfskeiðingarnir til að borða með. Borðhnífar og gaflar komu ekki fyrr en löngu seinna. Svona var sveitafólk lengi að átta sig á breyttum lifnaðarháttum.
Hér var búið að stofna til nýs heimilis í Hafnarfirði. Maður og kona með barn höfðu bætzt við þann hóp manna, sem kölluðu sig Hafnfirðinga. Þessir nýju Hafnfirðingar eignuðust vini og bundust tryggðaböndum, sem ekki brustu meðan báðir aðilar lifðu. En bezt var þó vináttan við þau hjón Vigfús og Steinunni. Þeim pabba og mömmu gekk vel að fá sér atvinnu. Enginn gekk þess dulinn, að þau voru bæði dugleg og ósérhlífin. Þau myndu leggja fram sinn skerf til uppbyggingar þessa byggðarlags. Svo leið vorið með nægri vinnu og velmegun. Helgi eignaðist vini við sitt hæfi. Hann kynntist Rósa og svo fékk hann líka að vera með Pétri.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn.

Á krossmessu, vinnuhjúaskildaga, fór ég frá Sólheimum og fluttist að Hrepphólum. Það er víst nokkuð mikið sagt, að strákur á áttunda ári hafi ráðizt hjú á slíkt stórbýli, en þó var það svo. Þetta sumar átti ég að fá kaup. Jég átti að vinna fyrir mat mínum og þjónustu allri sumarlangt. Ég smalaði ám um vorið og sumarið, sótti hesta í haga og flutti þá, rak kýr á beit og sótti þær á kvöldin, færði mat og kaffi á engjar, var í alls konar snúningum heima við.

Nóg var að gera frá morgni til kvölds, gott viðurværi og atlæti allt. Þá má ekki gleyma rjómaflutningnum. Til þess hafði ég hest, sem hét Toppur, kallaður Lati-Toppur, röltstyggur skratti og stríðinn, lét mig elta sig hvert sinn, sem ég þurfti að sækja hann. Ég var honum öskuþreifandi vondur hvert sinn, en þegar hann sá, að ég ætlaði ekki að gefa mig, stanzaði hann. Þá rann mér þegar í stað reiðin. Ég lagði við hann beizli og fór á bak. Þá rölti hann aðeins fetið hvernig sem ég barði fótastokkinn og skammaði hann. Ég flutti rjómann að Birtingaholtsbúinu. Það tók mig tvo til þrjá tíma fram og til baka. Ég flutti einnig rjóma frá Galtafelli, Núpstúni og Hólakoti móti öðrum drengjum þaðan. Svona leið sumarið.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, minjavörður.

Á réttadagsmorgun var ég eldsnemma á fótum eins og allir aðrir, sem fóru í réttirnar, þessa hátíð allra hátíða. Nú var ég ekki á Lata-Topp. Ég var vel ríðandi eins og hinir. Féð rak ég heim úr Hóladilknum. Er komið var á Hólamýri var því sleppt. Var þá sprett úr spori og riðið hart í hlað eins og höfðingja er siður.
Viku seinna yfirgaf ég svo Ytri-Hreppinn í bili og fluttist á hestvagni suður. Pabbi fór með rekstur og var því nokkru seinna á ferð. Hann hafði lagt svo fyrir, að ég biði hans á Árbæ hjá frændkonu okkar Margréti veitingakonu þar. Síðla sama dag kom pabbi, borgaði Margréti fyrir mig og kyssti hana mikið, eins og allra karla var siður. Svo reiddi hann mig til Reykjavíkur, þar sem ég gisti fyrstu nóttina, en pabbi fór til Hafnarfjarðar. Daginn eftir kom pabbi og sótti nokkrar kindur, sem hann hafði komið með í rekstrinum og hafði tekið upp í kaup sitt.

Ég rak svo kindurnar með pabba suður til Hafnarfjarðar. Fyrsta húsið, sem sást í Hafnarfirði, þegar komið var suður, var einlyft hús með porti og risi, nafnið skorið í tré á hliðinni, er vissi að götunni: „Sjónarhóll”. Þegar við höfðum komið kindunum í hús fórum við heim. Mamma kom á móti okkur fram í dyrnar og þar faðmaði hún að sér drenginn sinn. Voru þá liðin tvö og hálft ár, síðan ég hafði verið á sama bæ og hún. Þá flutti hún mig frá Seli að Hvítárholti í Ytri-Hrepp og lét mig eftir hjá vandalausum, góðu fólki að vísu, sem reyndist mér mjög vel. Og nú bar mamma okkur mat, sem hún hafði sjálf eldað. Færði upp úr sínum eigin potti á sína eigin diska og bar fyrir sitt fólk. Hún var glöð yfir þessu, því að nú var að rætast lengi þráður draumur.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1954.

Svo kom haustið með rökkurkvöldum sínum, þegar við Helgi sátum sinn á hvora hlið henni og hún sagði okkur ævintýri og sögur. Þessi rökkurkvöld munu seint úr minni liða. Alltaf var eitthvað nýtt að bætast við í búið. Eitt kvöldið kom pabbi heim með fjórtán línu blússbrennara, logagylltan hengilampa, sem hægt var að draga niður og ýta upp. Hann gaf bæði ljós, og svo hitaði hann vel upp herbergið. Spegill kom á einn vegginn og almanak á þilið, tjald fyrir gluggann og slökkviliðsmerkið hans pabba. Allt var þetta mikið skraut og svo tístandi járnrúmið, sem við Helgi sváfum í. Já, pabbi var strax settur á slökkviliðsdælu nr. 2. Þar var hann dælumaður og fékk nr. 30. Sprautustjórar á þeirri dælu voru þeir feðgar Vigfús og Jón Gestur frændur okkar. Fúsi frændi gaf okkur strákunum marga væna gusu. Hann vissi hvað okkur kom. Í þann tíð gerði það ekki svo mikið til þótt við kæmum hundblautir heim, bara ef hægt var að segja: Hann Fúsi frændi sprautaði á okkur. Auðvitað kom þetta aðeins fyrir, þegar slökkviliðsæfingar voru. Ég var búinn að fá skírnina. Ég var orðinn fullgildur Hafnfirðingur, fjórði maður fjölskyldunnar.

Brunalið Hafnarfjarðar

Brunabíll í Hafnarfirði  fyrir utan Reykjavíkurveg 9 um 1920.

Þegar ég hef að undanförnu farið yfir manntals- og kirkjubækur, hefur mér oft komið í hug, hvort flestir þeir, sem hér hafa setzt að, hafi ekki svipaða sögu að segja og ég hef hér sagt. Og því hef ég skráð þetta og látið það frá mér fara.
Vera má, að þú, lesari góður, rifjir upp þína eigin sögu eða foreldra þinna, sem að sjálfsögðu er viðburðaríkari en okkar og skemmtilegri. Öll höfum við flutzt hingað í leit að því, sem betra var, og fundið það í Hafnarfirði og erum hreykin yfir því að vera Hafnfirðingar.”

Sjá meira um Gísla Sigurðsson HÉR.

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 19.12.1959, Hafnfirðingur – Gísli Sigurðsson, bls. 21-22.

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, foreldrar og systkini.

Hafnarfjörður 1910

Í ofanverðu Víðistaðatúni er stuðlabergssteinn. Á honum er eftirfarandi áletrun: “Til minningar um Bjarna Erlendsson 1881-1972 og Margréti Magnúsdóttur 1889-1960 sem reistu býli að Víðistöðum árið 1918 og bjuggu þar til æviloka“.

Hver voru þessi Bjarni Erlendsson og Margrét Magnúsdóttir og hverjir voru þessir Víðistaðir?

Í skýrslu Byggðasafns Hafnarfjarðar árið 2002 segir m.a. svo um “Víðistaði – skráningu fornleifa og menningarminja“. Um var að ræða lokagerð Karls Rúnars Þórssonar um sögu Víðistaða:

Víðistaðir

Víðistaðir;
Mynd: Skýringar: I er Sigurgeirstún, II stykki Kristjáns Auðunssonar, III garðyrkjustöð Kristjáns Símonarsonar (land Finnboga J. Arndals skálds), IV stykki Guðjóns Þorsteinssonar í Kletti, V stykki Benedikts Sigmundssonar, VI ungmennafélagsreiturinn (seinna athafnasvæði K.F.U.M.), VII knattspyrnuvöllurinn gamli. (IV, V, VI og VII eru afmörkuð með punktalínum, því að þau stykki eru nú öll í eigu Bjarna Erlendssonar.
1 er þar, sem Bjarni í Víðistöðum byggði fyrsta gripahús sitt, 2 íbúðarhúsið (hjá því er lítið steinhús, sem Bjarni byggði 1923 sem hænsnahús, en breytti síðar, svo að þar hefur oft verið húið), 3 lifrarbræðslustöðin, 4 gripahús og hlaða Bjarna.
Vegurinn, sem skiptir Víðistöðum að endilöngu, var lagður 1898—99, vegurinn að lifrarbræðslustöðinni, um þvera landareign Bjarna, árið 1923. Uppi á hraunjaðrinum rétt ofan við lifrarbræðslustöðina, hefur Guðmundur Þ. Magnússon nýlega byggt sláturhús.

“Bjarni riddari Sívertsen hafði sel á Víðistaðatúni fyrrum. Eftir að Hafnarfjörður fékk kaupstaðaréttindi 1908 lentu Víðistaðir innan bæjarmarkanna. Um svæðið lá “kerruvegur” út að Garðakirkju sem fram til 1914 var sóknarkirkja Hafnfirðinga. Svæðið geymir sögu ræktunartilrauna, þeirrar fyrstu frá árinu 1901 en þá tók Sigurgeir Gíslason verkstjóri til við að rækta tún í suðvesturhorni þess. Þá gerði Ungmennafélagið 17. júní tilraun árið 1907 til að rækta trjágróður í norðurhorni svæðisins, í krikanum upp við hraunbrúnina en allt kól frostaveturinn mikla 1918.

Víðistaðir

Víðistaðir – vatnsból.

Í svonefndu Sigurgeirstúni, sem var í suðvesturhorni svæðins var fyrrum vatnsból frá Langeyri og lá slóð þangað yfir hraunið. Þegar Finnbogi J. Arndal hóf að rækta kartöflur og gulrófur við austurhorn Víðistaða árið 1910, var þar enn brunnur fyrir Vesturbæinga.
Frumbernsku knattspyrnuiðkunar í Hafnarfirði má rekja til svæðisins en félögin Geyfir og Kári útbjuggu sér knattspyrnuvöll en félögin hættu starfsemi 1915. Frá 1919-1920 stunduðu knattspyrnufélögin Framsókn og 17. júní ennfremur æfingar á svæðinu. Upp úr 1936 eignaðist Fríkirkjan spildu sem hún nefndi Unaðsdal og þar voru haldnar skemmtanir til fjáröflunar, í dag eru á sumrin starfræktir skólagarðar á því svæði.

Víðistaðir

Víðistaðir – Minningarsteinn.

Svæðið geymir sögu grunnatvinnuvegarins, sjávarútvegsins, en stórfyrirtækið Brookless bræðra og síðan Helluers bræðra störfuðu í Hafnarfirði á tímabilinu 1910-1029, en þó ekki samfleitt. Létu þeir leggja fiskreiti vestan við gamla Garðaveginn. Á árunum 1923-28 starfaði svo lifrabræðsla fyrirtækisins Isac Spencer og Co á svæðinu og síðar, um 1950 var þar starfrækt sláturhús ekki langt frá Víðistaðakirkju.
Fyrstu eiginlegu landnemarnir á Víðistöðum voru hjónin Bjarni Erlendsson og Margrét Magnúsdóttir. Árið 1915 fékk Bjarni fyrst útmælt land á svæðinu og íbúðarhúsið var byggt árið 1918 og var efni í það fengið úr strönduðu skipi, að nafni “Standard” sem strandað hafði við Svendborg.
Bjarni var einskonar frístundarbóndi. Fyrstu kúna keypti hann árið 1920, hún var í litlum kofa sem byggður var austan við veginn ekki langt frá bugðunni þegar komið er niður á Víðistaðina. Árið 1924 byggði Bjarni gripahús fyrir fjórar kýr og tvo hesta, ásamt hlöðu.

Stefán Júlíusson skrifaði um “Víðistaðina – vinin í úfna hrauninu” í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar 1959:

Stefán Júlíusson

Stefán Júlíusson.

“Margar ferðir átti ég um Víðistaði, þegar ég var drengur. Oft lágu sporin utan úr hrauninu, þar sem ég ólst upp, og inn í bæinn, og síðan heim aftur. Erindin voru margvísleg, í skóla, til vinnu, skemmtana eða aðfanga, stundum oft á dag. Þá var engin Herjólfsgata komin með sjónum, gamli vegurinn út í Garðahverfið var því oftast farinn.
Ekki man ég svo langt aftur, að Víðistaðirnir væru mér ekki ráðgáta. Beinn og jafn vegurinn yfir hraunlausa svæðið stakk svo mjög í stúf við brekkurnar, bugður og sneiðinga, báðum megin við, að barnshugurinn hlaut að undrast. Og slétt og gróin túnin mitt í úfnu hrauni á alla vegu, þar sem á skiptust klettar og gjár, klungur og gjótur, harðbalar og djúpar lautir, urðu mér stöðugt umhugsunarefni. Hvernig gat staðið á þessari vin í hrikalegu hrauninu? Með hvaða hætti hafði þessari litlu spildu verið hlíft við yfirgangi hraunsins? Það var sízt að undra, þótt fávís og forvitinn drengsnáði, sem leið átti þarna um dags daglega, velti þessu fyrir sér. Ekki vissi ég þá, að hér hafði átt sér stað furðulegt fyrirbæri í jarðmyndunarsögunni, þótt jafnan byggi það mér í grun, að merkileg undur hefðu hér gerzt. Enginn, sem ég þekkti í bernsku, kunni skil á því, hvernig þessum bletti hefði verið þyrmt, þegar hraunið rann. Hins vegar heyrði ég snemma þjóðsögu um Víðistaðina, fagra og dýrlega helgisögu, en þannig skýrir alþýðan löngum þau undur, sem hún ekki skilur.

Bjarni ErlendssonSvo bar til, þegar hraunið rann, að smalinn frá Görðum var með hjörð sína á þeim slóðum, þar sem nú heita Víðistaðir. Hann gætti sín ekki í tæka tíð, og fyrr en varði sá hann rauðglóandi hraunbreiðuna koma veltandi fram um vellina. Eimyrjan hafði þegar lokað leiðinni heim til Garða, og hún nálgaðist jafnt og þétt á þrjá vegu, en rjúkandi sjór fyrir neðan. Smalinn sá, að sér og hjörð sinni yrði hér bani búinn, ef svo færi fram sem horfði. Í sárri angist og kvíða kastaði hann sér á kné, fórnaði höndum til himins og ákallaði drottin. Hann bað hann af barnslegu trúnaðartrausti að frelsa sig og hjörð sína frá þessum óttalega dauðdaga. Síðan byrgði hann andlitið í höndum sér og beið átekta. Og kraftaverkið gerðist. Þegar hann leit upp, sá hann, að hraunstraumurinn hafði klofnað, kvíslarnar runnu fram til beggja handa, og síðan lokaðist eimyrjan hringinn í kring um hann og fjárhópinn, en þó svo fjarri, að öllu var borgið.
Guð hafði bænheyrt hann. — Þannig urðu Víðistaðirnir til.
Margrét MagnúsdóttirÉg trúði því í bernsku, að þessi helgisaga væri sönn. Eitthvert kraftaverk hlaut að hafa gerzt, þegar þessi einkennilega vin varð til. En með árunum kom þekkingin og kippti fótum undan helgisögninni: Hafnarfjarðarhraun rann löngu áður en land byggðist. Svo vill fara um barnatrúna, hún veðrast með árunum. Og samt er hin raunsanna saga um myndun Víðistaðanna stórfurðuleg. Enginn vafi er á því, að mér hefði þótt saga vísindanna næsta ótrúleg, hefði ég þekkt hana í bernsku, þegar ég braut hvað ákafast heilann um þetta efni.
Sagan er í sem allra stytztu máli á þessa lund: Endur fyrir löngu, um þúsund árum fyrir Íslandsbyggð, var Hafnarfjörður miklu lengri en hann er nú. Hann hann þá hafa náð allt upp undir Vífilsstaðahlíð, en Setbergshlíð, Öldur og Hamar verið strönd hans að sunnan. Mikil á mun hafa fallið í þennan Hafnarfjörð hinn meiri, og mætti kalla hana Kaldá hina meiri eða fornu. Átti hún upptök sín á Reykjanesfjallgarði, sem þá hefur vafalaust verið töluvert öðruvísi útlits. Leirur hafa verið í fjarðarbotni og grynningar allmiklar, eins og títt er, þegar stórar ár bera jarðveg í sjó fram. Hólmar hafa verið í árósum og fjarðarbotni, og sumir allháir. En þá gerðist undrið. Eldgos mikilverða í hnjúkunum austan við Helgafell, hraunleðja streymir úr gígunum dag eltir dag, rennur með jafnaþunga til sjávar og finnur sér fljótlega lægstu leiðina: farveg Kaldár hinnar fornu. Rauðglóandi hraunstorkan þurrkar upp ána, máir hana beinlínis út af yfirborði jarðar, og síðan hefur hún orðið að fara huldu höfði, nema örlítill angi hennar við Kaldársel. En hraunbreiðan gerði meiri hervirki: hún fyllti upp fjarðarbotninn, svo Hafnarfjörður varð aðeins svipur hjá sjón á eftir. Þykk og mikil hefur hraunleðjan verið, að slík undur skyldu gerast.

Víðistaðir

Víðistaðir vinstra megin.

Og nú er komið að sögu Víðistaða. Þar var eyja áður, og á henni hóll ekki ómyndarlegur. Þegar eimyrjan lagði undir sig leirur, hólma og sker, og fyllti fjarðarbotninn úfinni steinstorku, veitti hóllinn á hólmanum viðnám, svo að kúfurinn stóð upp úr. Seinna fauk jarðvegur að hraunbrúninni, en kollurinn lækkaði. — Þannig varð hraunlausa vinin til.

Víðistaðir

Víðistaðir 1954.

Víðistaðirnir hafa frá öndverðu verið hluti af landnámsjörðinni, en nú er fullvíst talið, að Ásbjörn Össurarson landnámsmaður, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, hafi búið í Görðum. Þjóðsagan, sem hér var skráð að framan, bendir til þess, að þar hafi fé verið beitt frá Görðum. Þegar bújörðin Akurgerði var stofnuð sem hjáleiga úr Garðalandi, má vafalítið telja, að ábúandinn þar hafi fengið Víðistaðina sem hagablett. Löngu seinna, eða árið 1677, keyptu danskir kaupmenn Akurgerði, og er þá svo að sjá sem Víðistaðir hafi ekki fylgt. Þó hefur einhver vafi verið um þetta og Akurgerðismenn vafalaust beitt í Víðistöðum eins og þeim sýndist. Garðaklerkar og Akurgerðiskaupmenn deildu um landamerki Akurgerðislóðar, og þegar loks var sætzt á málið og mörkin gerð greinileg, árið 1880, lentu Víðistaðir utan við Akurgerðisland, en þó er svo að sjá af samningnum, að viðskiptavinir kaupmanna hafi mátt beita í Víðistöðum í lestaferðum átölu- og leigulaust. Þegar landamerki eru gerð um leið og Hafnarfjarðarkaupstaður er stofnaður árið 1908, lenda Víðistaðirnir innan bæjarmarkanna, og líður nú ekki á löngu áður en byggt er í Víðistöðum.

Víðistaðir

Kartöflugeymsla og skjólgarður, byggt af Gísla M. Kristjánssyni, líklega í kringum 1930.

Svo langt aftur sem heimildir greina, er örnefnið Víðistaðir kunnugt, og er það vafalaust fornt. Þar hefur víðir vaxið, og af því dregur hraunlausa svæðið nafn.
Ræktunarsaga Víðistaða hefst upp úr aldamótum. Árið 1901 fékk Sigurgeir Gíslason verkstjóri lóð í suðvesturhorni svæðisins og tók að rækta þar tún. Fékk hann landið hjá sr. Jens Pálssyni í Görðum. Seinna fékk hann hjá bæjarstjórn viðbótarstykki meðfram veginum, og varð stykkið allt tæpar 4 dagsláttur. Þetta tún átti Sigurgeir til ársins 1944, en þá keypti Björn Jóhannesson fyrrverandi bæjarfulltrúi það, og á hann það enn. Í Sigurgeirstúni var fyrrum vatnsból frá Langeyri, og lá slóð yfir hraunið fyrir vatnsburðarfólkið.

Víðistaðir

Víðistaðir 1959.

Norðan við Sigurgeirstúnið er lítill blettur, um fjórðungur úr dagsláttu, í norðvesturhorninu neðan vegar. Þennan blett ræktaði Kristján Auðunsson, faðir Gísla Kristjánssonar bæjarfulltrúa og þeirra systkina, og hefur hann aldrei gengið úr ættinni. Eignaðist Gísli blettinn eftir föður sinn, síðan systursonur hans, Valdimar Jóhannesson, og nú eiga hann foreldrar Valdimars, Guðrún Kristjánsdóttir og Jóhannes Narfason.
Kristján Auðunsson fékk þökurnar af þjóðkirkjulóðinni til að þekja með blett sinn í upphafi, en þá var þar melur, og hefur það að líkindum verið vorið 1914. Ekki eru önnur stykki vestan eða neðan vegar en þessi tvö.
Í austurhorni Víðistaða er nú garðyrkjustöð Kristjáns Símonarsonar. Þetta svæði fékk Finnbogi J. Arndal útmælt árið 1910. Er það sex dagsláttur að stærð. Finnbogi ræktaði þar kartöflur og gulrófur. Þar var þá brunnur fyrir Vesturbæinga. Hann seldi það þrem árum síðar Gísla Kristjánssyni, sem áður er nefndur, en hann aftur Jóni Einarssyni og Gísla Sigurgeirssyni, en árið 1935 seldu þeir það Guðmundi Þ. Magnússyni kaupmanni. Eftir hann eignaðist Fríkirkjan landið, og var það nefnt “Unaðsdali”. Hugðust forráðamenn kirkjunnar hafa staðinn til fjáröflunar fyrir kirkjuna, m. a. með skemmtanahaldi, en ekki mun það hafa lánazt. Kirkjan átti landið stuttan tíma, en þá keypti Kristján Símonarson það, og ræktar hann nú í Unaðsdal margar tegundir nytjajurta.

Víðistaðir

Víðistaðir – Atvinnuhús á tveimur hæðum með gluggum á neðri hæð og bíslögum til beggja hliða. Tvöfaldar dyr eru á öðru bíslaginu og standa þær opnar. Stokkur gengur frá húsinu. Mikið magn af tunnum er í stæðum og röðum framan og ofan við húsið. Lifrarbræðslustöð Isaac Spencer & Co. í Víðistöðum.

Austan við veginn, þegar kornið er niður brekkuna úr bænum, var stykki, sem Guðjón Þorsteinsson, kenndur við Klett, mun hafa fengið útmælt um svipað leyti og Finnbogi J. Arndal fékk sitt land. Þarna var votlent mjög og mógrafir og erfitt til ræktunar. Hafði faðir Guðjóns tekið þar mó. Var stykkið tæpur hektari á stærð.
Austan við þetta stykki, meðfram garðyrkjustöð Kristjáns Símonarsonar og upp að hraunbrúninni, fékk Benedikt Sigmundsson verzlunarmaður útmælda lóð um líkt leyti og þeir Guðjón og Finnbogi. Var þetta stykki um dagslátta að stærð.
Eftir að Helgi Valtýsson gerðist kennari við Flensborgarskólann árið 1907, beitti hann sér fyrir stofnun ungmennafélags hér í bænum, og hlaut það nafnið 17. júní. Eitt af verkefnum þessa félags var að koma upp vísi að trjárækt og gróðurreit í Víðistöðum. Reiturinn var í norðurhorni svæðisins, í krikanum alveg upp við hraunbrúnina. Þetta félag lifði ekki mörg ár, og gróðurreiturinn gekk fljótt úr sér. Síðustu leifar trjásprotanna, sem þar voru settir niður, kól alveg til dauða frostaveturinn 1918. Fór þannig um fyrstu tilraun til skóggræðslu í Hafnarfirði. Þetta litla svæði mun drengjaflokkur í K. F. U. M. hafa erft eftir ungmennafélagið. Stýrði sr. Friðrik Friðriksson þessum flokki. Bjuggust þeir litklæðum að fornum sið, þegar þeir voru á athafnasvæði sínu. Strýtulagaður klettur var ræðustóll, sandgryfja matskáli, og var starfsemi þeirra frískleg meðan hún entist. K.F.U.M. mun hafa ráðið yfir þessum bletti til 1924.

Víðistaðir

Víðistaðir – lifrarbræðslan.

Skammt frá trjáreit ungmennafélagsins, á stórgrýttum mel til suðurs, ruddu knattspyrnumenn fyrsta knattspyrnuvöll, sem gerður var í Hafnarfirði. Mun það hafa verið eftir stofnun knattspyrnufélaganna Geysis og Kára, en þau störfuðu á stríðsárunum fyrri. Síðan tóku við félögin Framsókn og 17. júní, sem stofnuð voru sumarið 1919, og munu þau einnig hafa æft í Víðistöðum í fyrstu.
Hér að framan hefur í örstuttu máli verið rakið, hverjir fyrst fengu útmældar lóðir og lendur í Víðistöðum og hófu þar ræktun og starf.”
Nú koma til sögunnar hinir eiginlegu landnemar í Víðistöðum, sem þar reistu sér hús og þar hafa búið í fjörutíu ár, en það eru þau hjónin Margrét Magnúsdóttir og Bjarni Erlendsson.
Bjarni Erlendsson er Árnesingur að ætt, fæddur að Vogsósum í Selvogi 30. marz 1881, en uppalinn í Króki í Hjallahverfi í Ölfusi. Hann er því kominn last að áttræðu, en aldurinn ber hann ágæta vel. Margrét kona hans er Hafnfirðingur, fædd hér í bæ 22. maí árið 1889, og stendur hún því á sjötugu.
Bjarni lauk skósmíðanámi í Reykjavík, en aldrei hefur hann stundað þá iðn. Hann fór utan árið 1902 og dvaldist í Bretlandi um tíu ára skeið, mest í Aberdeen í Skotlandi. Vann hann þar aðallega við fiskverkun og önnur lík störf. Árið 1912 kom Bjarni heim til Íslands og settist að í Hafnarfriði. Réðst hann til fyrirtækisins Brookless Bros, sem þá hafði fyrir skömmu hafið litgerðarstarfsemi hér í bænum. Vann hann hjá fyrirtækinu, meðan það starfaði hér.

Víðistaðir

Víðistaðir – hér stóð bærinn fremst á myndinni.

Bjarni hóf starf í Víðistöðum árið 1915, en það ár fékk hann útmælt hjá bæjarsjóði allt það land þar, sem ekki hafði áður verið tekið. Afmarkaðist það af veginum að vestan, hrauninu að norðan, stykki Guðjóns Þorsteinssonar og Benedikts Sigmundssonar að sunnan, en að austan af hraunbrún, knattspyrnuvelli og athafnasvæði K.F.U.M., eða gamla ungmennafélagsreitnum. Árið 1917 keypti Bjarni stykki Guðjóns og Benedikts, og árið 1924 fékk hann bæði knattspyrnuvöllinn og K.F.U.M.-svæðið. Þá fékk hann einnig viðbótarlandsvæði uppi á hraunjaðrinum að austan.
Jarðlag í Víðistöðum var þannig áður en ræktun hófst þar, að syðst var mýrkenndur jarðvegur og votlent, og er svo raunar enn. Var þar mótekja áður eins og sagt er hér að framan. Þurramóar voru þar, sem nú er garðyrkjustöð Kristjáns Símonarsonar. En að norðanverðu var harður melur eða ísaldarhraun, ekki ósvipað holtunum sunnan við bæinn, og var allstórgrýtt á köflum.
Á svæðinu, sem Bjarni fékk útmælt, var hvergi stingandi strá nema í hraunjaðrinum, en stórgrýti víða og djúpar sandgryfjur, því að ofaníburður hafði verið tekinn í Víðistöðum um skeið. Þurfti því bæði áræði og ötulleik til að ráðast í ræktunarframkvæmdir þarna, en Bjarna skorti hvorugt. Hófst hann handa á því að rækta kartöflur, þar sem tiltækilegast var, en réðst jafnframt miskunnarlaust á stórgrýtið og sandgryfjurnar.

Víðistaðir

Víðistaðir – gamli Garðavegurinn.

Ekki leið á löngu áður en Bjarni tók að hugleiða um byggingu í Víðistöðum. Og þrem árum eftir að hann fékk landið, eða haustið 1918, hóf hann byggingu hússins, sem enn stendur og er eina íbúðarhúsið, sem byggt hefur verið í Víðistöðum. Bjarni byrjaði að hlaða grunninn 18. október, en einmitt þann sama dag tók Katla að gjósa. Grjótið í grunninn var tekið upp úr landinu í kring.
Efni í húsgrindina keypti Bjarni úr skipi, sem strandað hafði við Svendborg nokkru áður. Hét það Standard og var mikið skip. Ekki gekk smíði hússins slyndrulaust, því að einmitt um þetta leyti geisaði spanska veikin svonefnda, og veiktust smiðirnir hver af öðrum. Lengst entist Guðjón Jónsson, núverandi kaupmaður, en loks var hann tekinn í að smíða líkkistur, því að mikið var um dauðsföllin, en fáir smiðir vinnufærir. Gekk á þessu fram undir jól.
En um vorið var smíði hússins þó að mestu lokið, og var flutt í það 14. maí 1919. Fyrst fluttu þangað hjónin Þorgrímur Jónsson og Guðrún Guðbrandsdóttir, en Þorgrímur vann manna mest með Bjarna að landnáminu fyrstu árin. Nokkru seinna fluttu þau hjónin, Margrét og Bjarni, í hús sitt, en þau giftust 7. júní 1919.
Bjarni í Víðistöðum fékk fljótt að kenna á miklum erfiðleikum í hinu nýja landnánri sínu. Mestur Þrándur í Götu var honum áburðarleysið. Hann sá brátt, að ófrjó jörð sín greri seint og illa, ef hann yrði sér ekki úti um lífrænan áburð.

Víðistaðir

Víðistaðir – gamall garður.

Á fyrstu árum sínum í Víðistöðum tók hann því að sér sorphreinsun í bænum, og fyllti gryfjur og lautir með ösku og úrgangi, en notaði áburðinn við ræktunina, er hann tók að plægja melinn og sá í flögin.
Árið 1923 hefst nýr þáttur í sögu Víðistaðanna. Þá gerði Bjarni samning yið skozkt fyrirtæki, Isaac Spencer og Co, um byggingu lifrarbræðslustöðvar þar á staðnum. Tvennt bar til þess, að Bjarni stofnaði til þessarar starfrækslu. Annað var það, að árið 1921 varð fyrirtækið Brookless Bros gjaldþrota, en þar hafði Bjarni unnið frá heimkomu sinni. Hitt var áburðarvonin. Lóðarleigan var því sama sem engin, eða aðeins 1 sterlingspund til málamynda, en Bjarni skyldi hafa atvinnu hjá fyrirtækinu og allan afgangsgrút fékk hann ókeypis til áburðar.
Stórt stöðvarhús var byggt í hraunjaðrinum að norðaustan og síðan grútarpressuhús. Bjarni veitti byggingunni forstöðu, og jafnframt var hann verkstjóri, en forstöðumaðurinn var skozkur, William Kesson að nafni, og kom hann hingað á sumrin og dvaldist í Víðistöðum ásamt konu sinni. Meðan verið var að koma fyrirtækinu á laggirnar unnu 10—20 menn við það, en 5 menn að jafnaði síðan, eftir að tekið var að bræða. Lengst munu þeir hafa unnið þar, Þorgrímur Jónsson, sem áður er nefndur, Einar Napoleon Þórðarson, Kristinn Brandsson og Helgi Hildibrandsson.

Víðistaðir

Víðistaðir – lifrarbræðslan. Víðistaðir fjær h.m. Gripahús og hlaða Bjarna v.m.

Lifrarbræðslustöðin í Víðistöðum var starfrækt í 5 ár, á árunum 1923—28, en þá var tekið að bræða lifrina um borð í togurunum, og leið þá fyrirtækið undir lok. Stóðu þá húsin eftir auð og ónotuð, og komu þau í hlut Bjarna, því ekki þótti skozka fyrirtækinu borga sig að kosta til að rífa þau. Standa þau enn.
Um það leyti sem lilrarbræðslustöðin hætti störfum mátti svo heita, að Bjarni hefði komið allri landareign sinni í nokkra rækt. En langur vegur var frá því, að þetta væri nein bújörð, enda er allt svæði Bjarna aðeins 5 ha, ef með eru taldir balarnir austur og vestur á hraunbrúninni, en Víðistaðirnir allir innan hrauns eru um 6 ha. Búskapur Bjarna í Víðistöðum hefur því alla tíð verið frístundaiðja og aukastarf og löngum ekki svarað kostnaði.
Fyrstu árin hafði Bjarni enga kú, en hesta eignaðist hann fljótt, því að hann stundaði um skeið akstur á hestvögnum. Bíl hafði hann ekið áður en bílaöldin gekk í garð, og mun hann vera með fyrstu mönnum í Hafnarfirði, sem þá list kunni.

Víðistaðagráni

Vörubifreið, Ford-TT árgerð 1917 sem Bjarni Erlendsson (1881-1970) bóndi og athafnamaður á Víðistöðum við Hafnarfjörð átti lengst. Hann var nr. HF-27, síðar G-247. Bjarni notaði hann við lýsisbræðslu sína en síðast nánast sem dráttarvél við garðyrkju. Bílinn í daglegu tali oft nefndur Víðstaðagráni.

Bjarni keypti fyrstu kúna árið 1920, og var hún til húsa í litlum kofa, sem hann hafði byggt austan við veginn, ekki langt frá bugðunni, Jægar komið er niður í Víðistaðina. Mun það vera fyrsta húsið, sem byggt var í Víðistöðum. En árið 1924 byggði Bjarni gripahús fyrir 4 kýr og 2 hesta, ásamt hlöðu, í hraunbrúninni spölkorn sunnan við lifrarbræðslustöðina. Aldrei hefur Bjarni haft fleiri en 4 kýr, en stundum færri. Nú hefur hann 3 kýr. Fé hefur hann aldrei haft. Jafnan þurfti hann að kaupa hey að, enda varð að beita kúnum á túnið, því að um aðra beit var naumast að ræða.

Víðistaðir

Víðistaðir 1979.

Á kreppuárunum, aðallega árin 1932—36, leigði Bjarni dálitla spildu af túni sínu undir útiskemmtanir. Voru stundum 3 skemmtanir á sumri, og var þá mikið um að vera í Víðistöðum. Þetta var gert í Jjví skyni að afla fjár á erfiðum tímum, því enn þurfti landið sitt. En þetta varð þó lítt til fjár, leigan lág og skemmdir miklar á túni og girðingum. Því hætti Bjarni að leigja tún sitt til þessara hluta.
Enginn vafi er á því, að þau hjónin í Víðistöðum hefðu að ýmsu leyti átt áhyggjuminni daga og næðissamara líf, ef þau hefðu ekki hafið ræktunarstarf sitt þar. Þetta ævistarf þeirra hefur tekið frístundir þeirra allar, umhugsun mikla og oft valdið þeim áhyggjum. Bjarni er manna bezt verki farinn, hugmyndaríkur og greindur vel. Hann hefur jafnan haft mikinn áhuga á að brjóta nýjungar til mergjar og oft fitjað upp á þeim sjálfur. Hann var eftirsóttur við störf, enda þaulvanur að veita framkvæmdum forstöðu. Hann hefði því vafalaust getað fengið gott, fast starf. En vegna Víðistaðanna batt hann sig aldrei til lengdar, því að þar var jörð, sent hann hafði sjálfur grætt, hugsjón orðin að veruleika, en verkefninu þó aldrei til fullnustu Iokið. Þetta land var orðinn hluti af honum sjálfum, og hann gat ekki annað en helgað því krafta sína.

Víðistaðatún

Víðistaðatún – loftmynd.

Árið 1933 hóf Bjarni að gera veðurathuganir í Víðistöðum. Gerði hann þetta af áhuga fyrir athugunum sjálfum, en Veðurstofan lagði til tæki. Þessu hefur hann haldið áfram síðan fyrir litla sem enga þóknun, en mörg stundin hefur í þetta farið þessi 27 ár. Er þetta eina veðurathugunarstöðin, sem verið hefur í Hafnarfirði.
Þótt landgræðslan í Víðistöðum hafi aukið landnemunum erfiði, og vafalaust komið í veg fyrir að Bjarni festi sig í ábatasamara starfi, hafa umsvifin í Víðistöðum orðið Þeim hjónum uppspretta ánægju og lífsnautnar. Svo er jafnan, þegar unnið er að hugsjónastarfi. Því eru þau hress í anda og heilsugóð, þótt ellin knýi nú fast á hurðir.
Ég hef hér í fáum dráttum sagt ágrip af sögu Víðistaðanna, hraunlausu vinjarinnar í úfna hrauninu, sem var mér löngum undrunarefni í bernsku. Margt fleira mætti segja, en ég læt hér staðar numið. Sé í einhverju hallað réttu máli, óska ég leiðréttinga.
Víðistaðirnir eru furðusmíð náttúrunnar, en mannshöndin hefur unnið þar mikið starf. Enn geng ég þangað stundum og nýt áhrifanna af hinu sérstæða náttúrufyrirbrigði og elju mannsins.”

Í Morgunblaðinu 14. desember 1972 birtist minningargrein um Bjarna Erlendsson:

Vogsósar

Vogsósar í Selvogi.

“Bjarni Erlendsson frá Víðistöðum. Bjarni fæddist 30. marz 1881.
Foreldrar hans voru Erlendur Bjarnason bóndi í Vogsósum Selvogi og kona hans, Sigríður Hansdóttir. Átta ára missti Bjarni móður sína, brá þá faðir hans búi og fluttist að Króki í Ölfusi, þrem árum síðar fór hann til Guðrúnar Magnúsdóttur, Hrauni í Ölfusi og þaðan fór hann eftir fimm ára dvöl til Reykjavíkur.
Í Reykjavík hóf Bjarni nám í skósmíði en áður en námstíma lauk fékk hann sig lausan frá námi og fór til Skotlands, þar dvaldi hann í hálft ár, kom síðan aftur til Reykjavíkur og lauk áður byrjuðu námi. Síðan fór hann á ný til Skotlands en nú var dvölin þar lengri en áður því í sjö ár samfleytt dvaldi hann þar, fyrst sem sjómaður, en síðar í 6 ár umsjónarmaður við fiskverkun hjá samvinnufélagi í Aberdeen. Um skeið starfaði hann við veðurathuganir undir handleiðslu þekkts vísindamanns á því sviði, dr. Charles Williams.

Víðistaðir

Söfnunarsaga þessa elsta varðveitta bíl landsins er í raun fróðleg. Árið 1970 voru afar fáir ef nokkrir bílar til í íslensku safni. Bjarni Erlendsson átti bílinn til 1970. Þór Magnússon hafði forgöngu að safna tækniminjum og er T-Fordinn þessi fyrsta verkefnið sem fylgt var eftir af hálfu Þjóðminjasafns Íslands.

Atvikin höguðu því svo að Bjarni kom aftur til Íslands og gerðist verkstjóri hjá brezku útgerðarfyrirtæki, Bookles Brothers, sem þá rak mikla útgerð og fiskverkunarstöð í Hafnarfirði. Við þau störf var hann um árabil en stundaði líka smíðar og eru þau mörg húsin í Hafnarfirði, sem Bjarni teiknaði og stóð fyrir smíðum á, á þeim árum.
Brautryðjandi var Bjarni á sviði lifrarbræðslu og kom upp í Hafnarfirði í samvinnu við fleiri, einni fullkomnustu lifrarbræðslu, sem þá var til í landinu. Af þessu leiddi, að Bjarni var fenginn til þess að gera teikningar af fyrirhuguðum lifrarbræðsLum í Keflavík og Sandgerði, en kom við atvinnusögu fleiri byggðarlaga, því hann var verkstjóri við hafnargerðir á nokkrum útgerðarstöðum.
Lengi mun Bjarna verða minnzt fyrir ræktun og búskap í landi því, er hann fékk til afnota árið 1914, en það eru Víðistaðir fyrir vestan Hafnarfjörð, sem nú eru komnir inn í byggð bæjarins.

Víðistaðir

Ford-T, árgerð 1917, hjá Víðistöðum við Hafnarfjörð, líklega um 1970. Bjarni Erlendsson eigandi bílsins og Otto Christensen.

Árið 1919 kvæntist Bjarni Margréti Magnúsdóttur, sem hann missti eftir 41 árs sambúð, en hún andaðist árið 1960. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, sem öll komust á legg og giftust. Það eru dæturnar Kristbjörg, gift Guðmundi Sveinssyni, og Sigríður Kristin, gift Garðari Guðmundssyni, en eini sonurinn, Guðjón, lézt 13. október 1965, en hann var kvæntur Ólöfu Erlendsdóttur.
Þótt Bjarni væri hlédrægur maður, fór ekki hjá því að hæfileikar hans yrðu þess valdandi, að honum væri falin trúnaðarstörf í þeim félögum, sem hann starfaði í, en þau voru mörg, þar sem hann var félagslyndur í meira lagi. Ekki verður sá þáttur í ævi hans rakinn hér, að öðru leyti en að minnast starfa hans í Verkamannafélaginu Hlíf.

Víðistaðir

Víðistaðir  og Hafnarfjörður 1960.

Á hinum erfiðu árum fyrir síðari heimsstyrjöldina og á fyrstu árum styrjaldarinnar voru umbrotatímar í sögu verkalýðshreyfingarinnar eins og reyndar í þjóðfélaginu öllu. Bjarni tók virkan þátt í þeim átökum og hlaut fyrir trúnað hafnfirzkra verkamanna og árið 1943 var hann kjörinn í stjórn Hlífar og átti þar sæti síðan í 11 ár og 1946 til 1948 sat hann í miðstjórn Alþýðusambands Íslands. Mér er það minnisstætt hversu mikill stuðningur það var í öllum störfum að njóta reynslu og þekkingar þessa manns, sem hlotið hafði jafnalhliða þekkingu og var laus við að sjá málefni aðeins frá einni hlið.
Eigi er hægt svo sem vert væri, að gera skil í stuttri minningargrein hinni merku og löngu ævi Bjarna Erlendssonar og verður því hér staðar numið með einlægri ósk um að honum verði að veruleika sú bjargfasta skoðun er hann lét oft í ljós, að þegar þessari jarðvist lyki, tækju við aðrir fegurri og betri heimar.” – Hermann Guðmundson.

Heimildir m.a.:
-Víðistaðir – skráning fornleifa og menningarminja – lokagerð, Karl Rúnar Þórsson, Byggðasafn Hafnarfjarðar 28. nóvember 2002.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 19.12.1959, Víðistaðirnir – Stefán Júlíusson, vinin í úfna hrauninu, bls. 6-8.
-Morgunblaðið 14. desember 1972, Bjarni Erlendsson – minningargrein, bls. 23.

Víðistaðir

Víðistaðir (í miðið) og vestanverður Hafnarfjörður 1959. Mikið af trönum eru við og ofan við Víðistaði.

Straumssel

Hraunin
Hraunajarðirnar, millum Hvaleyrar og Hvassahrauns, hafa, líkt og aðrar jarðir á Reykjanesskaganum, haft fé í seli að sumarlagi svo lengi sem sögur herma. Jarðirnar byggðust upp allnokkru eftir landnám og þar hefur að öllum líkindum verið kotbúskapur til að byrja með þar sem ábúendur lifðu aðallega á sjávarútvegi og fáeinum kindum og sauðum. Kýr hafa þar heyrt til undantekninga í fyrstu, en eftir því sem kotin urðu að bæjum jukust umsvifin. Engin kúasel eru þekkt á Hraunasvæðinu, en örnefni tengd tengd kúabúskap eru kunn, s.s. Kúarétt vestan Straums – í landi Óttarsstaða. Þar var nátthagi fyrir kýr og augljóslega stöðull ef tekið er mið af grjóthlöðnum mannvirkjum.
Sennilega er fyrst haft í seli frá Straumi á 14. öld og þá í Fornaseli. Forn selstígur, markaður í hraunhelluna á kafla, liggur upp frá bænum, upp með túngarði Þorbjarnarstaða og áfram upp gróin hraunin austan Almennings, að Fornaseli. Stígurinn er varðaður alla leiðina með litlum mosagrónum vörðum. Ábúendur á Þorbjarnarstöðum hafa síðar notað stíginn upp að þeirra selstöðu í Gjáseli, jafnvel samtímis um einhvern tíma. Straumsselsstígurinn liggur hins vegar upp frá Straumi skammt vestan Þorbjarnarstaða, um hraunið vestan Draughólshrauns og kemur að Straumsseli að norðvestan. Hann er varðaður með litlum vörðum, en gatan hverfur á köflum í mosagróningum. Báðum framangreindum stígum verður betur lýst hér á eftir.

Fornasel

Fornasel – uppdráttur BFE.

Fornasel – prufuholur
Í skýrslu Bjarna F. Einarssonar, fornleifafræðings; “Fornasel – Prufuholugröftur í seljarústir suður af Straumsvík” frá árinu 2001, segir m.a.: “Selsins er hvergi getið í rituðum heimildum og er aðeins nefnt í Örnefnaskrá. Um nafngiftina er ekkert vitað en hún hlýtur að vísa í fornt sel eða að annað sel hafi tekið við þessu (Nýjasel?) og nýtt nafn fest á hið gamla!”.
Ekki er minnst á Fornasel í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Straum. Hins vegar er getið um Fornasel í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar við sama bæ. Þá er og sagt frá Fornaseli í örnefnalýsingu Gísla fyrir Þorbjarnarstaði, en þar er það staðsett þar sem heitir Gjásel, sem var sel frá þeim bæ. Í Jarðabókinni 1703 er Gjásel tiltekin sem selstaða frá Þorbjarnarstöðum.
Þegar selstaðan í Straumsseli er skoðuð er ljóst að hún hefur ekki verið þar um langa tíð. Bæði eru húsatóftir í selinu augljósleg yngri en í Fornaseli og auk þess hafa þær ekki verið endurbyggðar margsinnis eins og t.d. sjá má í Óttarsstaðaseli (hár og umfangsmikill tóftahóll). Húsin í Fornaseli líkjast eldri tegundum húsa í seljum á þessu landssvæði; stök sundurlaus hús, sem hvert um sig þjónaði ákveðnum hlutverki, s.s. baðstofa, búr og eldhús, en húsin í Straumsseli líkjast hins vegar nýrri tegunum húsa; sambyggð með reglulegum hætti þar sem baðstofa og búr eru sambyggð og eldhúsið hliðstætt.

Fornasel

Vatnsstæði í Fornaseli.

Vatnsból í Fornaseli hefur þótt að jafnaði gott, en er opið og hefur eflaust þornað upp á þurrviðrasömum sumrum.
Í Óttarsstaðasseli er vatnsbólið líkt því í Fornaseli, en húsin hafa verið endurbyggð aftur og aftur, enda endast slíkir bústaðir, sem einungis hafa verið ætlaðir sem skjól í skamman tíma að sumarlagi og lítt verið vandað til, ekki nema takmarkað. Ef grafið yrði í tóftahólinn í Óttarsstaðaseli munu að öllum líkindum koma í ljós eldri stakkennd rými neðst. Þau nýjustu eru lík þeim, sem sjá má í Straumsseli.

Fornasel

Fornasel – uppdráttur ÓSÁ.

Í niðurstöðum rannsóknar Bjarna í Fornaseli segir: “Allt bendir til þess að haft hafi verið í seli að Fornaseli frá því um 1600 og fram á 19. öld. Hús 1 og 2 hafa verið byggð ofan í dálítilli sprungu í hrauninu og með tíð og tíma hefur sprunga þessi fyllst af áfoki, mannvistarlögum og mold og selið hækkað hægt og bítandi við hverja endurbyggingu sem átt hefur sér stað. Slíkar endurbyggingar virðast allavega hafa verið þrjár. Þessi mikla jarðvegsmyndun sem átt hefur sér stað bendir frekar en ekki til þess að selstaðan eigi sér langa sögu frekar en að áfok sé mikið á staðnum. Kannski er sú saga lengri en C-14 niðurstaðan gefur tilefni til að ætla.
Hús 1 og 2 virðast bæði vera mannabústaðir. Hús 3 gæti verið það, en hólfið sem var kannað í því var ekki mannabústaður heldur trúlega búr. Varla hafa öll húsin verið í notkun samtímis, eða að þau hafi haft breytilega notkun. Þegar eitt þeirra var nýtt sem mannabústaður, var annað eða önnur nýtt sem búr, eldhús eða annað. Hús 1 minnir mest á húsin frá Færeyjum og gæti því gerðþróunarlega séð verið það elsta. Öll eru húsin hlaðin úr hraungrjóti og hellum.

Hraunin

Hraunin – selstígar.

Staðsetning selsins, og annarra selja á svæðinu, er all óvenjuleg fyrir þær sakir að þar er ekki rennandi vatn og selin kúra ekki utan í fjalshlíð eins og alvanalegt er. Vatnsleysið er vandamál á svæðinu öllu og það var leyst með rigningarvatni í vatsbólinu. En að selið skuli ekki vera í Undirhlíðum, er undarlegt, en skýringin gæti verið að þar er ekki rennandi vatn og jarðvegur of gljúpur til að hægt sé að safna því með góðu móti. Eins gætu eignarhald verið skýringin (ekki kannað nú). Þessi staðreynd virðist gilda fyrir öll sel á svæðinu svo sem Straumssel, Óttarsstaðasel, Lónakotssel og Hvassahraunssel.”
Bjarni telur að Fornasel gæti hafa verið eldra en frá því um 1600 og er það að öllum líkindum rétt hjá honum. Einnig gæti selstaðan hafa verið nýtt eitthvað áfram þrátt fyrir að hún hafi verið færð upp í Straumsel. Hins vegar er staðsetning selsins, sem og annarra selja á svæðinu, alls ekki óvenjuleg. Sel á Reykjanesskaganum, sem eru vel á annað hundrað talsins, “kúra” sjaldnast undir fjallshlíðum heldur yfirleitt undir hraunhólum, -hæðum eða gjám.

Brunntorfur

Fornasel – fjárskjól.

Oft eru þau við vötn og læki, einkum á austanverðu svæðinu, en jafnoft við vatnsstæði, bæði náttúruleg og handgerð. Á vestanverðu svæðinu voru t.d. selin á Selsvöllum vestan undir Núpshlíðarhálsi og Sogasel í Sogaselsgíg sunnan Trölladyngju við læki.
Skammt sunnan við Fornasel er hlaðið fjárskjól í litlu jarðfalli. Skjólið er ekki ólíkt því og finn má í kringum Straumssel. Vestan við Gjásel er fjárskjól (Gránuskjól) með fyrirhleðslum framan við. Sunnan og vestan við Óttarsstaðasel eru einnig fjárskjól (Rauðhólsskjól og Þúfhólsskjól).
Hraunajarðirnar áttu ekki land í Undirhlíðum.

Örnefnin við Óttarsstaðasel

Óttarsstaðaborg

Borgin – Óttarsstaðaborg.

Í Örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Óttarsstaði segir m.a.: “Nú er að fara upp fyrir þjóðveginn. Þar er ofan við gamla veginn hátt hraunholt, sem heitir Smalaskáli. Á því, á gjárbarmi, eru leifar eftir smalahús. Í þennan hól austanverðan er ker. Smalaskálahæðir heitir hæðin hér í kring. Þar aðeins ofar er lægð, og ofan hennar taka við aðrar hraunhæðir, Löngubrekkuhæðir, og meðfram þeim eru Löngubrekkur. Meðfram þeim lá vegur hér áður fyrr. Austur af Smalaskálahæðum er svo Rauðimelur sá, sem nú er að mestu fluttur burt og kominn í vegi. Vestur af Löngubrekkuhæðum er gömul fjárborg glögg, sem heitir Borg, og þar vestar og niður að vegi er hóll, Sauðaskjól.

Brennisel

Brennisel í Brenniselshæðum – brúkað til kolagerðar frá Óttarsstöðum.

Nú er á honum hár rafmagnsstaur. Norðvestur frá Sauðaskjóli eru Högnabrekkur í Lónakotslandi.
Ofan við Borgina eru svonefndir Litluskútar, og þar ofar liggur þar þvert yfir svonefndur Breiðiás, hraunbreiða, sér hæð, er með keri ofan í. Vestur af Litluskútum er í Lónakotslandi Skjöldubali. Upp af Löngubrekkum, í norðaustur af Breiðás, er Litliás rétt ofan við gamla veginn. Þar austur af honum heita Brenniselshæðir (62), og austan við Löngubrekkur er svo Gvendarbrunnshæð í Straumi.
Austur af Lónakotsseli eru tveir klettar, nefndir Valklettar, og þar austur af er sérkennilegur hóll með helli undir, sem heitir Steinkirkja. Upp af Brenniselshæðum heitir Bekkur og í hrauninu þar hjá Bekkjarhellir. Upp af þessu er svo Óttarsstaðasel, og þar austur af heita Tóhólar. Á þeim er Tóhólavarða.

Skorás

Skorás – selsvarða.

Upp af Lónakotsseli tekur við einn ásinn, sem heitir Skorás. Þar upp og vestur er svo Bjarnarás, og efstur er Snjódalaás. Upp af Bekkjum (svo), milli þeirra og Óttarsstaðasels, er Sveinshellir; vont er að finna hann – varða við hann á flata hrauninu. Þar var hægt að hafa á þriðja hundrað fjár. Neðan Bekkja, ofan við Gvendarbrunnahæð (svo), er Seljahraun.
Nokkuð langt upp af Tóhólum heita Merarhólar. Þetta eru allháir hólar. Neðan við þá er Rauðhóll. Þetta er mikill hóll upp af Tóhólum. Niður af honum er Rauðhólstagl. Þar er fjárhellir.”

Í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaðasel segir m.a.: “Frá Gvendarbrunni liggur gamla hestaslóðin (fyrsti Keflavíkurvegurinn) vestur framan við Gvendarbrunnshæð og áfram suður með Löngubrekkum. Vegurinn er nú uppgróinn fyrir löngu, en þó sést víða móta fyrir honum. Víða voru hlaðnar vörður á klapparhólum með veginum, og standa sumar þeirra enn.
Seljahraun er lágt brunahraun upp af Gvendarbrunnshæðinni. Þar var mikið bláberjalyng og var mikið farið þangað til berja í gamla daga. Landamerkjalínan lá frá Gvendarbrunni suður yfir Seljahraun og þaðan upp í Mjósundavörðu.

Bekkjaskúti

Bekkjaskúti.

Skammt vestur af vörðunni eru Bekkir og fyrir ofan þá Bekkjahraun. Þar var gríðarmikill fjárhellir, hlaðinn og reft yfir, kallaður Bekkjaskútinn . Er hann í alldjúpri laut eða jarðfalli, sem kallast Bekkjahraunsker. Framan við hellinn óx fyrrum mikil birkihrísla. Hana kól í frostunum 1918, en rafturinn er þarna enn. Töluvert vestur af Bekkjunum eru Brenniselshæðir. Þar eru tveir fjárskútar, kallaðir Brenniselshellrar. Annar er feiknastór og var yfirreftur, en nú er það fallið niður. Jarðfall uppgróið er fyrir framan hann. Þar suður og upp af er stakur klapparhóll, klofinn, kallaður Steinkirkja. Norðan í henni er upphlaðinn fjárskúti. Suðvestur af Steinkirkju eru hólar, sem Valklettar heita. Vestur og niður af þeim er hæð, sem nefnist Breiðás. Skammt suður frá fjárbyrginu eru Litluskútar og þar austur af slétt hæð, sem nefnist Litliás.

Skógargata

Gerði við Skógargötu.

Skógargatan liggur suður rétt við Rauðumelana, vestan við Gvendarbrunnshæð, áfram yfir Seljahraun og upp Mjósundin. Þá liggur stígurinn á brún grunnrar lægðar. Í henni, rétt suður af Bekkjahrauninu, er hellir, sem nefndur er Sveinshellir. Ekki er vitað um tilefni nafnsins. Hellirinn er feiknastór, en sést ekki, fyrr en að er komið, því að opin er svo þröngt. Fyrir munnann er vaxin birkihrísla mikil. Hellirinn er hvergi manngengur, og fé fór ekki inn í hann nema rétt inn fyrir opið. Varða, sem nefnd er Sveinsvarða, er á klapparbrún yfir hellisopinu.

Óttarsstaðasel

Meitilsskúti.

Sunnanverðu við götuna eru klettar, sem nefnast Meitlar, Stóri-Meitill og Litli-Meitill. Í þeim stærri er stór fjárskúti, sem kallaður er Meitilshellir eða Meitilsskúti. Austur frá Meitlum eru Stórhæðir í Straumslandi. Skammt sunnan við Meitla er komið í laut nokkuð langa og blasir þá við Óttarsstaðasel. Þar endar Skógargatan. Rústir eru eftir tvö sel, þrjár byggingar í hvoru. Snúa dyr austur og vestur. Gríðarmikið graslendi er hjá selinu. Vestan við túnið er hæð og vestan í henni gríðarstór hellir. Hefur sýnilegar verið reft yfir þetta skjól og það þá verið bezta fjárskýli. Efst í túninu er klapparker með vatni, á annan metra að dýpt. Vatnið þornar mikið upp á sumrin og verður tómt grugg í þurrkum. En vestan í smáhæð vestast í túninu er hola í klöpp og í henni mikið vatn og tært, sem aldrei þornar. Við holuna lá alltaf flaska í gamla daga, til þess að ferðamenn gætu fengið sér vatnssopa.
Í suður frá selinu sér í op á miklum hraunbás. Þar er ævagömul rétt, sem stendur óhögguð enn í dag. Réttin stendur á klöpp og eru veggir hlaðnir frá hvorum kersbarmi og allrúmgott, þegar inn er komið. Sennilega hefur verið haft þar fé á nóttunni.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – nátthagi.

Suðaustur frá selinu taka við klapparhæðir á stóru svæði, nefndar Bjarnarklettar. Þar er grasi gróið jarðfall, sem nefnt er Bjarnarklettaker. Þar fennti oft fé. Þar suður af eru kölluð Klungur í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar, nafnið haft eftir Sveini í Eyðikoti. Gústaf þekkir ekki þetta nafn, en telur óhætt að treysta Sveini. Landamerkjalínan liggur suður og upp úr Mjósundavörðu, yfir hraunflatneskju, sem nefnd er Flatahraun. Þar vestarlega er smájarðfall, grasi gróið. Eru þar tvö op nær samliggjandi. Ekkert vatn er þarna nema í frostum. Upp frá hraunbreiðu þessari eru brekkur, sem nefnast Bringur). Neðst í þeim er lítill klapparhóll, sprunginn, nefndur Steinhúsið. Efst í Bringum er Markaklettur (nefndur Klofaklettur í landamerkjalýsingu). Á hann eru klappaðir stafirnir Ótta., Str. Landamörkin liggja þar um og upp í Eyjólfshól. Á honum er varða, sem kallast Eyjólfshólsvarða, en kringum hólinn eru mosahæðir, sem nefnast Mosar. Línan liggur áfram suður í Markastein.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðasel – Þúfhólsskjól.

Vestur frá Óttarsstaðaseli er Þúfhóll í Þúfhólshrauni. Vestan í því er Þúfhólsskjól, allgott fjárskjól.
Suðvestur frá selinu blasa við miklar hæðir, sem nefnast Tóhólar. Á hæsta hólnum er varða, sem kölluð er Tóhólavarða. Vestur frá hólunum gengur Tóhólatagl og niðri í því er Tóhólaskjól við Tóhólaskúta. Suðvestur frá Tóhólavörðu er stór klapparhóll með þúfu uppi á, nefndur Rauðhóll. Smáskúti er vestan í honum. Kringum hólinn er Rauðhólshraun. Suður frá Rauðhól eru litlir hólar, Merarhólar, á stóru svæði. Vestur af þeim eru lægðir og efst í þeim stakur hóll, Einirhóll. Er þá komið mjög nálægt mörkunum við Hvassahraun.”

Örnefnin við Straumssel

Draughólshraun

Draughólshraun.


Í Örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Straumssel segir m.a.: “Ofan við Grenigjár tekur svo við hraunssvæði sem heitir Draughólshraun og efst af því er svo stór hóll sem heitir Draughóll. Vestan við Draughólshraun að Óttarstaðamerkjum er skógur og kvistur sem heitir Mjósund, ofan við þetta strax upp af hrauninu heitir Straumssel, milli Draughóls og Straumsels eru höfðar sem heita Straumsselshöfðar og þar niður af með hraunjaðrinum á Draughólshrauni niður að Grenigjá heitir Katlar. Neðan við þá eru Tobbuklettar.”

Tobburétt

Tobburétt vestari – uppdráttur ÓSÁ.

Í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Straumssel segir m.a.: “Suðsuðaustur frá Mjósundum blasir við hóll í hrauninu, nefnist Draughóll. Kringum hann er úfið hraun og nefnist það Draughólshraun. Af Tókletti lá landamerkjalínan suður yfir Seljahraun í Tobbuklett vestari. Þar uppi á klettunum er Tobbuklettsvarða. Í skrá G.S. segir, að þarna hafi einnig verið Tobbuklettsrétt. Nafnið þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar. Vestur frá Tobbuklettum eru klettar miklir og margsprungnir. Óvíst er um heiti þeirra, en vestan þeirra eru Grenigjár. En suður frá Tobbuklettum liggur landamerkjalínan um Flárnar eða Flárnar nyrðri eða Neðri-Flár allt upp í Jónshöfða og síðan um Flárnar syðri eða Efri-Flár. Straumsselsstígurinn hefur legið vestan landamerkjalínunnar spotta og spotta. Annars liggur hann að miklu leyti austan línu í landi Þorbjarnarstaða.

Tobbuklettarvarða eystri

Tobbuklettavarða eystri.

Þegar Flánum sleppir, tekur við mikil brekka og hraunið, úfið mjög. Þar taka við svonefndir Katlar, djúpir hraunbollar og hraunhryggir. Ofar taka svo við Straumsselshöfðar. Sunnarlega í höfðunum er Höfðavatnsstæði uppi á hól. Þar er á sumrum drykkur fyrir tvo smala og hunda þeirra. Þá er skammt í Straumssel, sem er eitt merkasta selið hér um slóðir, því þar var búið 15 til 20 ár um miðja öldina, sem leið. Selstætturnar eru í Straumsselstúni. Þarna stóð bær fram á þessa öld, sem Tjörvi lét reisa, en ekki var þar stöðug búseta, því að bærinn brann. Seltúnsgarðar liggja um nokkurn hluta túnsins. Fjárhús er hér innan garðs, og hér er Selsgarðurinn, matjurtagarður. Austur frá Selinu var Selsbrunnurinn eða Straumsselsvatnsstæði, sem er ker, og þrýtur þar aldrei vatn. Suður og upp frá selinu er Straumsselshæð. Þar á er Straumsselshæðarvarða og sunnan í hæðina er Straumsselshæðarskjól.

Efri-Straumsselshellar

Straumselshellar syðri.

Úr Jónshöfða liggur landamerkjalínan um Katlana og höfðann og um svokallaðar Stórhæðir, og þaðan liggur línan í Hafurbjarnarholt. Þar uppi er svo Hafurbjarnarholtsvarðan. Síðan liggur línan í Steininn, stóran og mikið sprunginn. Síðan í Nyrzta-Höfða og um Nyrzta-Slakka og svo í Mið-Höfða og Miðhöfðaslakka og síðan í Fremsta-Höfða. Þar á eru þrjár vörður, sem Gísli Sigurðsson nefnir Lýritti, en það nafn þekkja ekki heimildarmenn sr. Bjarna. Suður í garði frá Selinu liggur Straumshellnastígur suður að Straumshellum nyrðri, miðja vegu milli Gömluþúfu og Straumssels, og þaðan liggur stígurinn í Straumshellana syðri. Hér eru allgóð fjárskjól, og hafði Tjörvi þarna fé. Við syðri hellana er Gerðið, sem notað var til samrekstrar. Suðvestur og upp er allmikil hæð, sem ekki ber sérstakt nafn, en þar er þúfa mikil, sem nefnist Gamlaþúfa. Vestur af henni liggja Bringurnar. Þar er Steinhús, klapparhóll mikill og áberandi. Rétt austan við það er fjárskjól eða skúti, sem mun ekki hafa neitt sérstakt nafn. Í skrá Gísla Sigurðssonar er skúti þessi nefndur Gústafsskjól. En þetta nafn hafði Gísli sjálfur gefið, þegar hann var í örnefnaleiðangri ásamt Gústaf Brynjólfssyni. Áður höfðu þeir Gústaf gefið þessu nafnið Steinhússkjól.”

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel.

Óttarsstaðasel og Straumssel eru dæmigerðar selstöður á Reykjanesskaganum.

Búseta í Straumsseli
Almennt var hætt að hafa í seli um miðja 19. öldina víðast hvar á landinu og lagðist sá siður því af í framhaldinu. Þó hélt einn og einn bóndi því áfram og eru heimildir fyrir því að Hvaleyrarbóndi hafi haft í seli við Hvaleyrarvatn lengst allra sem bjuggu í nágrenni Hafnarfjarðar. Sum selin voru ágætlega húsuð og því kjörið að nýta húsakostinn eftir að selstöður lögðust almennt af. Má þar t.d. nefna Kaldársel. Þegar Guðmundur Guðmundsson keypti Straumsjörðina af Páli Árnasyni sem hafði keypt hana 1839 af konungssjóði leigði hann heimajörðina en stofnaði sjálfur nýtt lögbýli. Guðmundur var gerður að skógarverði í Almenningi og settist að í Straumsseli og húsaði selið vel um 1847. Hjá honum var faðir hans Guðmundur Bjarnason, oft nefndur Krýsuvíkur-Gvendur. Hann andaðist aldraður maður í Lambhaga vorið 1848, en Guðmundur skógarvörður andaðist fimm árum síðar í selinu, nánar tiltekið 1853.

Straumssel

Straumssel.

Þegar Guðmundur gerði Straumssel að bústað sínum klagaði leiguliði hans í Straumi búsetuna til sýslumanns. Leiguliðinn var Bjarni Einarsson útvegsbóndi sem hafði búið þar allt frá því jörðin var í konungseigu. Honum þótti það vera skerðing á fornum rétti landseta að skipta jörðinni upp með þessum hætti. Guðmundur lofaði að fjölga ekki býlum í Straumslandi meðan Bjarni byggi þar. Bjarni gekk að sáttinni að því tilskyldu að bygging hins gamla Straumssels væri sér með öllu óviðkomandi, skyldu yfirvöld kæra búsetuna. Föst búseta var í Straumsseli í ein 40 ár með hléum, enda vatnsstæði lélegt og erfið búsetuskilyrði. Meðal ábúenda í selinu voru hjónin
Kolfinna Jónsdóttir og Siguður Halldórsson sem bjuggu þar á tímabilinu 1853-1863. Eftir það fluttu þau í Hafnarfjörð og bjuggu í Kolfinnubæ sem stóð þar sem nú er Strandgata nr. 41. Farnaðist þeim vel í selinu þó kjörin væru kröpp. Bjarni sonur þeirra fæddist í Straumsseli 1857. Talið er að síðast hafi verið búið í Straumsseli 1890-1895. Bærinn Guðmundur lét reisa í Straumsseli stóðu fram undir aldamótin 1900 eða aðeins lengur en þá mun hann hafa brunnið. Selið fór eftir það í eyði en bæjartóftirnar eru all myndarlegar og vel greinilegar ásamt hlöðnum görðum umhverfis Seltúnið. Rými bæjarins eru þrjú, auk hlaðins garðs að norðvestanverðu. Brunnurinn er þar norðaustanvið.

Straumsselsstígur.

Straumselsstígur.

Selstígar í Hraunum
Í seinni tíma lýsingum er talað um tvær götur upp í Straumssel. Straumsgatan liggur frá Straumi að vestanverðu til suðurs, skammt austan við Straumsréttina. Frá götunni liggur stígur, hér nefndur Straumsstígur, yfir Alfaraleiðina austan Draugadala, upp í gegnum Seljahraunið og áfram upp í gegnum Mjósundið. Gatan fylgir vestanverðu Gráhelluhrauninu og Draughólshraun, upp með vestanverðum Straumsselshöfða og upp í Straumssel að vestanverðu. Auðvelt er að rekja þessa götu upp frá Straumi þar sem hún liggur til suðurs austan Straumsréttar og undir Reykjanesbrautina og áfram til suðvesturs. Ofan við Mjósundið hverfur stígurinn á kafla undir kjarr, sem hefur gróið þar vel upp, en kemur fljótlega aftur í ljós skammt sunnar.

Fornaselsstígur

Fornasels og Gjálselsstígur.

Straumsselsstígsins er getið í örnefnalýsingu. Hann liggur til suðurs vestan Sölvhóls og áfram fast við vestanverðan túngarð Þorbjarnastaða. Grunsemdir eru um að þessi stígur, sem síðan liggur beint út frá Þorbjarnastaðartúninu til suðurs og áfram upp í Gjársel og Fornasel, sem voru sel frá Þorbjarnastöðum og hugsanlega Straumi, hafi verið forn gata þaðan. Þessi sel lögðust af fyrr en Straumsselið. Túngarðurinn var hlaðinn um og eftir 1900 og þá hafði selsbúskapur í Hraunum lagst af. Þess vegna er ekki hlið á garðinum þar sem selsstígurinn mætir túninu. Eystri selstígurinn er merktur að hluta.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – Stekkurinn.

Þessi selsstígur liggur til suðsuðausturs vestan við Stekkinn sunnan Þorbjarnastaða, yfir Mið-Seljahraunið (þau eru fjögur á þessu svæði), framhjá Miðmundarhæð (á hægri hönd), um “grennsta” haftið á Seljahrauni og áfram til suðausturs austan Grenigjáa, upp með Eystri Tobbuklettum, um Flárnar, meðfram austanverðu Draughólshrauni og upp meðfram Jónshöfða. Stígurinn hlykkjast um hraunið og er ýmist í landi Þorbjarnastaða eða Straums. Við Laufhöfða eru gatnamót. Þar beygir Straumsselsstígur til suðurs þar sem hann liggur um Katlana. Skammt þar austan við er Kápuhellir, í landi Þorbjarnarstaða. Norðan undir Straumsselshöfða beygir stígurinn til vesturs og kemur vestan og sunnan hans upp í selið. Reyndar skiptist gatan undir norðurhorni höfðans, en þaðan liggur gata áleiðis að Straumsselshæð og inn í selið að norðaustanverðu.
Á leiðinni sást vel yfir að Tobbuklettum og vörðu við Grenigjár, en í þeim er nokkuð stór rétt innan hraunhólaþyrpingar. Selsstígurinn er vel markaður í klöppina á kafla, einkum neðst í Flánum. Einnig er hægt að komast inn á hann eftir stíg af Gerðarstíg, sem er austastur þessara stíga. Hann liggur til suðurs austast í Seljahraununum.

Straumssel

Straumsselshæðarvarða.

Fyrir ofan Straumssel er Straumsselshæð og á henni Straumsselshæðarvarða. Ofar og sunnar eru Stórhæðir. Efst austan til er Fremstihöfði en í suðvestur sér í hæstu hæð Gömluþúfu. Í því er Gömluþúfugrenið.
Sunnarlega í Straumselshöfða er Höfðavatnsstæðið, uppi á hól. Þar á sumrum var drykkur fyrir tvo smala og hunda þeirra.
Straumsselið er eitt hið merkilegasta á Reykjanesskaganum. Seltætturnar eru í Straumselstúni. Þarna stóð bær fram á síðustu öld, sem Guðmundur Tjörvi lét reisa. Bærinn brann síðan. Áður var faðir hans, Guðmundur (sonur Krýsuvíkur-Gvendar) um tíma skógarvörður í Almenningum og hélt þá til í selinu.

Straumssel

Straumssel – Höfðavatnsstæðið.

Seltúnsgarðar liggja um nokkurn hluta túnsins. Fjárhús eru hér innangarðs sem og Selsgarðurinn, matjurtargarður. Vatnsstæði er í skúta norðan við þær, Selsbrunnurinn. Hlaðin hestarétt er vestan við Selstúnið.
Í Straumsseli var búið stundum á 19. öldi. Síðast á árunum 1890-1895. Bæjarhúsin eyddust af bruna og hefur ekki verið búið þar síðan sem áður sagði. “Í suðri sést í Hafurbjarnaholt, kennt við Björn Gnúps-Bárðarson, Hafur-Björn, sem samninginn gerði við bergbúann forðum. Gerðu þeir helmingaskipti í fjáreign. Segir sagan að þá hafi komið hafur og hrútur í féð og var þá sem tvö höfuð væru á hverri skepnu. Gerðist Björn þá fjárríkasti bóndi á Suðurnesjum”.

Straumssel

Straumssel – bærinn og garðar umleikis.

Seltúngarðar liggja um nokkurn hluta túnsins. Innan selsgarðsins um seltóftirnar var matjurtargarður.
Ofan og austan við Straunmsselið er Straumsselshæð. Sunnan í henni er Straumsselshæðarskjólið.
Straumsstígurinn kemur í selið ofan við hestaréttina. Líklega hefur hún verið notuð af hestafólki, t.d. þeim sem þurftu að hitta Guðmund skógarvörð í Straumsseli á meðan hrístakan stóð yfir. Einnig hefur heimilisfólk í selinu notað hesta fyrir utan auðvitað vöruflutninga. Hin gatan, Straumsselsstígur, sem nú er stikuð, hefur frekar verið farin af gangandi fólki, ef þetta er yfirhöfuð mannagata því ekki er ólíklegt að ætla að hún hafi frekar verið notuð sem búsmalagata. Ekki er t.d. að sjá gamlar vörður við hana eða „hnoðaða“ steina í götunni, eins og eftir skeifur, sem jafnan sjást í selgötunum vörðulausu.

Straumssel

Straumsselið.

Suður frá garði frá selinu liggur Straumshellnastígur, suður að Straumshellum nyrðri, miðja vegu milli Gömluþúfu og Straumssels. Þaðan liggur stígur í Straumshellana syðri. Hér voru allgóð fjárskjól og hafði Tjörvi þarna fé. Við syðri hellana er Gerðið, sem notað var til samrekstar.
Norðan við neðri hellana er gott varðað vatnsstæði í hraunkvos. Í neðri hellunum er rúmgóður fjárhellir utan í holti og snýr opið til vesturs. Hlaðið er framan við munnann. [Skammt sunnan við opið mótar vel fyrir miklum hleðslum við op. Hleðslurnar eru fallnar og hafði lokast fyrir opið, en hefur nú verið opnað á ný. Þarna mun vera op á öðrum fjárhelli, sem langur gangur átti að hafa verið inn í].
Í efri hellunum er rúmgóður fjárhellir og vel manngengur. Hlaðið er fyrir munnann, en hellisopið er innan við fallega hlaðið gerði í hraunbala. Ofan við gerðið að norðanverðu er hlaðið byrgi eftir refaskyttu, sem Jónas Bjarnason og félagar hlóðu eftir miðja 20. öld, væntanlega úr grjóti réttarinnar.

Verklag í seli

Selsmatselja

Selsmatsselja í seli.

Efitt er að finna ritaðar lýsingar á verklagi því er viðhaft var í seljum á Reykjanesi. Tiltækar lýsingar eru þó í flestu samhljóða. Þótt víst megi telja að verklagið hafi tekið einhverjum breytingum í gegnum aldirnar má því eins víst vera að það hafi þó lítið breyst í grundvallaratriðum. Til að gefa einhverja innsýn í verklagið er vitnað hér í grein Ólafs Þ. Kristjánssonar, fyrrverandi skólastjóra Flensborgarskóla og kennara höfundar, sem hann ritaði árið 1978 í Ársrit Sögufélags Ísfirðinga um selsbúskap í Holtaseli í Önundarfirði, og í handriti Sigurlínu Sigtryggsdóttur, Æsustöðum í Eyjafirði, er nefnist “Upp til selja”.
Ólafur virðist hafa leitað eftir og safnað fróðleik um verklag í seljum, “en það er með Holtasel eins og fleiri sel á landinu að næsta lítið er vitað um hvernig vinnubrögðum þar var háttað og yfirleitt hvernig selið var hagnýtt”. Hann skrifaði þó eftirfarandi eftir Ágústi Guðmundssyni, bónda á Sæbóli á Ingjaldssandi, það sem hann hafði eftir móður sinni, Guðrúnu Sakaríasdóttur (hún var í Holti um 1870) um Holtasel: “2-3 stúlkur voru í selinu að jafnaði. Kýrnar voru mjólkaðar fyrst, og var það oftast búið þegar féð kom. Ein stúlkan fór að öllum jafnaði þegar búið var að mjólka kýrnar og ærnar fyrri mjölt til þess að setja mjólkina, en hinar mjólkuðu eftirmjölt. Smérið var flutt heim í krókum, en skyrið einu sinni í viku í strokkum. Drukkurinn var fluttur heim í tvíbytnum að vetrinum, dreginn á sleða”.

Mosfellsbær

Í stekknum.

Þorkell Guðmundsson, heimildamaður Ólafs lýsir selsbúskapnum svo: “Eftir fráfærur voru ærnar reknar fram í Holtasel. Yfirleitt var ekki setið hjá ánum nema kannski einn dag, heldur var þeim smalað allan fráfærutímann. Eftir mjaltir kvölds og morgna voru þær reknar fram á Heiðará á Mjóadal. Ekki er bema 7-8 mínútna gangur frá selinu fram að Heiðará eða tæplega það….”. Smalinn var vakinn kl. 3-4 á nóttunni til smalamennskunnar og einnig var farið að smala um svipað leyti, kl. 3-4, að degi til. Smalinn hélt alltaf til í selinu.
Venjulega voru 3 stúlkur í selinu, selráðskonan og 2 mjaltakonur. Selráðskonan annaðist matseld og mjólkina, renndi trogum og sá um smjörgerðina, en undanrennan var daglega flutt heim að Holti í tveimur 80 marka (40 lítra) kútum og þar var skyrið búið til. Dallur með dagssmjörinu var reiddur ofan á milli á hestunum.
Selkonurnar fóru oft heim að Holti á daginn til þess að þurrka og raka þegar svo stóð á, en voru alltaf í selinu yfir nóttina.

Færukví

Færukví – smalinn fremst; Daniel Bruun.

Í sláttarlok flutti svo fólkið úr selinu heim að Holti og tók ærnar með sér. Eftir þann tíma munu þær ekki hafa verið mjólkaðar nema einu sinni á dag. Kýr voru aldrei hafðar í selinu á æskuárum Þorkels”.
Sigurlína lýsir Hvassafellsseli og segir “mislangt í hinum ýmsu byggðarlögum síðan búsmali í seljum lagðist af. Hann hafi varað einna lengst í Eyjafirði.
Fyrsta verk í selinu var að sópa og hreinsa hátt og lágt og þvo og sjóða öll ílát. Hvassafellssel var hlaðið að mestu úr grjóti. Var það baðstofa, búr og eldhús, mjólkurbúr og skyrbúr… Voru um 120-140 ær í kvíum. Í selinu voru líka 4-5 kýr. Lágu þær úti, en voru mjólkaðar á kvíabóli. Tvær stúlkur mjólkuðu kvíærnar og kýrnar og gerðu skyr og smjör úr mjólkinni. Var flutt heim úr selinu þrisvar í viku á þremur hestum í hvert sinn. Sóttu vinnumennirnir í Hvassafelli fram í selið og komu með þurrt sauðatað á hestunum til eldiviðar.

Rauðhólssel

Rauðhólssel. Frá selinu þurfti oft að hverfa fyrr en ætlað var vegna vatnsskorts. Draugagangi var kennt um.

Venjulega stóð seltíminn yfir í mánuð til sex vikur. Sumsstaðar á Reykjanesskaganum þurfti stundum að stytta viðveruna í seljunum vegna vatnsskorts. Erfitt gat verið fyrir bændur að viðurkenna undanhaldið. Þá var oftar en ekki reimleikum, ásókn útilegumanna eða huldufólks kennt um.
Oft var glatt á hjalla í seljunum, þó mikið væri að gera. Var oft um helgar, þegar gestkvæmt var, slegið í leiki úti á sléttum velli og jafnvel glímt af konum sem körlum, því að á þeim tímum voru sumar stúlkur svo leiknar í glímum, að piltarnir máttu vara sig. Þegar komið var heim með mjólkurföngin úr selinu, var skyrið látið í stór keröld eða sái, en smjörinu drepið í hálftunnur og hvort tveggja geymt til vetrar, það sem gekk af daglegri notkun.
Mjög þótti það áríðandi að hafa trúa og ötula selsmala. Ærnar máttu helst ekki missa máls, en svo var það kallað, er vantaði af ánum til að mjalta. Ef á vantaði í hópinn við mjaltir var smálinn látinn “eta skömmina”, þ.e. hann fékk ekki mat þanni daginn. En nú eru kvíarnar og selin hrunin og fólkið horfið þaðan. Flest ungt fólk elst nú upp við léttari og betri lífsskilyrði en áður þekktist. Samt sem áður, þegar fyrrum smalar voru spurðir um fyrrum ævi sína, sögðu þeir jafnan að vinna þeirra í seljunum hafi verið besti tíminn. Þá höfðu þeir ákveðið og tiltekið hlutverk, báru ábyrgð og nutu útivistarinnar frjálsir úti í náttúrunni.

Seljabúskapur

selhús

Hús í seli.

Um selsbúskap (úr bókinni Íslenskir þjóðhættir eftir séra Jónas Jónasson):
“Alsiða var það fyrrum, einkum þar sem þröngt var um haga heim um sig, og þurfti ekki til, að hafa búsmala í seli á sumrum frá fráfærum og til tvímánaða eða til þess er nálega 16 vikur voru af sumri. Selin voru byggð til dala eða svo langt frá bæjum, að náðist til betri og kjarnmeiri haga en heima fyrir var að fá. Þangað var farið með allan ásauð og stundum flestar kýrnar. Í selinu var jafnan einn kvenmaður, selmatseljan (selráðskona), og ef fé var mjög margt, hafði hún með sér eina eða tvær unglingsstúlkur. Svo var smali, sem fylgdi fénu úr kvíunum og var yfir því nótt og dag. Ekki var mulið undir smalann í seljunum stundum. Var ekki dæmalaust, að honum væri ætlað að skala strokkinn, á meðan mjaltarkonur mjöltuðu ærnar. Þótti þá vel úr rætast, ef nokkurn veginn félli saman, að strokkurinn væri skilinn og lokið væri mjöltunum. Af því er talshátturinn; “Það stenst á endum strokkur og mjaltir”. Sagt var og, að ráðskonur hefðu haft það til, að binda strokkinn upp á bakið á smalanum við smalamennsku og láta hann hlaupa með hann, og hafi skilist þannig smjörið. En ósennilegt er, að þetta hafi verið gert, síst almennt.

Mosfellssel

Mosfellssel – tilgáta.

Selin voru venjulega þrjú hús; mjólkurhús og selbaðstofa og eldhús til hliðar eða frálaust. Oft voru og selið í beitarhúsum, ef þau voru langt frá bænum. Kvíar voru og til að mjalta í ærnar og kofi handa kúm, ef þær voru hafðar í selinu. Selmatseljan hafði nóg að starfa; að mjalta ærnar, setja mjólkina og hirða hana, búa í stokkinn og strokka hann, búa út smjörið, flóa mjólkina og gera úr henni skyr. Mjólkin var hleypt í skyr í kössum með loki. Voru þeir háir og mjóri, líkir venjulegu kofforti, og mátuleg klyf, er þeir voru fullir; þeir voru kallaðir selskrínur. Bóndinn heima eða einhver annar á bænum hafði það starf á hendi, að flytja heim úr selinu annan eða þriðja hvern dag, eftir því sem á stóð. Var skyrinu steypt í keröld heima og safnað til vetrar (söfnuðurinn).

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel – tilgáta – ÓSÁ.

Smalamaður fylgdi ánum nótt og dag, eða þá að hann fylgdi þeim á daginn, en lét þær leika lausar á nóttunni. Stundum eða sumsstaðar var þeim og sleppt í bæði mál og þá smalað kvöld og morgna. Mikið var undir því komið, að smalinn væri góður. Alltaf átti smalinn að vera kominn með ærnar í sama mund í kvíabólið kvöld og morgna, og vandist hann furðanlega á það, þó að ekki hefði hann úr í vasanum. Oftast voru unglingar hafðir við smalamennsku, og var þeim oft ætlað miklu meora en þeim var treystamdi til, því að þeim er var ekki hlíft, þó að þeir væru bæði ungir og pasturlitlir. Illt áttu þeir oft í meira lagi, er þeir áttu að fylgja fénu nótt og dag og tíð var stirð, rigningar og slagviðri. Þá byggðu þeir sér hús; byrgi eða smalabyrgi, á þeim stöðum, er fénu var mest haldið til haga, og voru þeir þar inni, þegar illt var eða þeir máttu sofna. Ærið voru þessi byrgi smá og lítilfjörleg, en þó skárri en úti.
Þegar komið var fram yfir fardaga, var farið að stía. Til þess var notaður stekkur, einhverskonar rétt, hæfilega stór fyrir ærnar. Í stekknum var kró, lambakró. Lömbin voru tínd úr stekknum og látin inn í króna. Það var gert seint á kvöldin, svo sem stundu fyrir lágnætti, og látið sitja svo um nóttina, þangað til um miðjan morgun daginn eftir. Þá var aftur farið í stekkinn og lömbunum hleypt saman við ærnar.

selhús

Selshús – teikning ÓSÁ.

Eftir Jónsmessuna komu svo fráfærurnar. Þá voru ærnar reknar heim af stekknum og ekki hleypt til lambanna framar, heldur voru þær mjólkaðar fyrst í kvíunum og reknar síðan í haga og setið þar yfir þeim.
Heldur hefir vistin verið einmannaleg fyrir selmatseljuna, þótt mikið hefði hún að gera, enda komst hjátrúin þar að, sem eðlilget var á þeim tímum. Mörg selmatseljan komst í tæri við huldumenn og urðu þungaðar við þeim; ólu þær svo börnin í seljunum, og veitti maðurinn þeim þar alla aðstoð, svo að einskis varð vart; tók han svo barnið með sér og ól það upp í álfheimum. En hann gat ekki gleymt ástmeynni úr selinu, og kom oftast einhvern tíma löngu síðar, þegar sonur þeirra var orðinn fullorðinn og selmatseljan gift kona fyrir löngu, og birtist henni til þess að endurnýja fornar ástir. En þeir samfundir verða báðum jafnan að bana. Eru margar þær harmasögur til. Stundum ólu þær börn í seljunum og báru út, og er því víða óhreint hjá gömlum seljum. Aftur er þess sjaldan getið, að útilegumenn hafi komist í tæri við selráðskonur.
Svo er að sjá, að selfarir hafi mjög verið farnar að leggjast niður, þegar kom fram á 18. öldina og eymd og ódugnaður landsmanna var kominn á hæsta stig. Gaf þá konungur út lagaboð 24. febr. 1754 að skipa öllum bændum að hafa í seli, að minnsta kosti átta vikna tíma, frá því er átta vikur væru af sumri til tvímánaðar. Lítið mun það lagaboð hafa á unnið, enda var þá landið í kaldakoli af harðindum, fé fallið og fólk að deyja úr harðrétti; og svo kom fjárkláðinn mikli rétt á eftir. Þó var mjög víða haft í seli langt fram á 19. öld, þar sem lítið var um sumarhaga heima, þangað til fólkseklan, ekki síst vegna breyttra atvinnuhátta og þéttbýlismyndunar, neyddi menn til að hætta við selfarir og jafnvel fráfærur á síðustu áratugum aldarinnar.
Selfara er víða getið, bæði í fornsögum vorum og lögum; má af því ráða, að sá siður hefir flust hingað frá Noregi og orðið hér að fastri venju. Selvenjur hafa þá verið hina sömu og á síðari tímum, nema skyr stundum verið flutt heim í húðum, skyrkyllum eða kollum í krókum, sbr. Njálu.

Vatnaborg

Vatnaborg – fjárborg ofan Vatnsleysustrandar.

Ísland hefir alla tíð verið gott sauðland, enda er þess víða getið í fornritum og sögnum, að menn hafi verið fjármargir mjög, enda gekk þá fé sjálfala í skógum, meðan þeir voru óhöggnir á landi hér. En auðvitað var hvorki hús né hey handa þessum fjárfjölda, enda hrundi það niður, þegar harðindin dundu yfir. Fram á 19. öld var það víða enn siður á Suðurlandi, að ekki voru hús yfir sauði, önnur en jötulausar fjárborgir”.
Á Reykjanesskagnum þekktist ekki að byggð væru sérstök hús yfir fé fyrr en í upphafi 21. aldar. Fram að þeim tíma var notast að mestu við fjárskjól og fjárborgir.

Einkenni seljannna á Reykjanesskaganum

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Sel á Reykjanesi eru í sumu frábrugðin seljum annars staðar á landinu. Víða utan þess voru þau oft höfð upp til dala eða upp undir hlíðum fjarri bæjum. Flest seljanna á Reykjanesi eru u.þ.b. í einnar til tveggja klukkustunda göngufjarlægð frá bænum, sem þau voru frá. Það var talið til kosta að hafa fjarlægðina ekki of mikla eins og t.d. í Grindavíkurselin á Selsvöllum og Baðsvöllum. Yfirleitt voru selin í útjaðri jarðanna eða í óskiptu landi þar sem annað hvort var sæmilegt vatnsstæði eða brunnur. Flest seljanna eru norðvestan til undir hæð eða brekku í skjóli fyrir ríkjandi rigningarátt, þ.e. suðaustanáttinni. Má í því sambandi nefna Oddafellselin, Hvassahraunsselið, Flekkuvíkurselið, Fornasel (Litlasel), Nýjasel, Brunnastaðasel, Gjásel og Arahnúkasel. Yfirleitt hafa selstóftirnar sömu einkenni og önnur sel á landinu, þ.e. samliggjandi baðstofu og búr, en eldhúsið sér. Í mörgum seljanna má sjá misgamlar tóftir, s.s. á Selsvöllum og í Hraunsseli vestan við Núpshlíðarhás. Hið síðarnefnda lagðist reyndar af síðast selja á Reykjanesi, eða árið 1914. Í lýsingu Þorvaldar Thorodsen um ferð hans um Suðurland árið 1883 virðist Hraunssel og Selsvallaselin þá þegar hafa verið aflögð . Þau gætu þó hafa verið endurreist síðar sbr. skrif Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin.

Selvogsheiði

Selvogsheiði – sel og aðrar minjar (ÓSÁ).

Í Andvara, tímariti Hins ísl. þjóðvinafélags, 1884, er sagt frá ferðum á Suðurlandi sumarið 1883 eftir Þorvald Thoroddsen, bls. 48. Þar segir m.a.: “Komum við fyrst að Hraunsseli; það er nú í rústum… Selsvellir eru stórar grassléttur norður með hálsinum… Þar hefir áður verið sel frá Stað í Grindavík, en er nú af tekið; nú hafa menn þar nokkurs konar afrétt…”.
Áður hefur verið minnst á skrif Geirs Bachmanns í Lýsingu Grindavíkursóknar 1840-41 þar sem hann segir bæi í Grindavík þá hafa selstöður á Selsvöllum. Í Lýsingu Árna Helgasonar á Garðaprestakalli 1842 kemur fram að Garðar hafi haft “pening í seli til 1832”. Önnur sel þar hafi verið aflögð fyrir meira en hálfri öld.

Hraunssel

Hraunssel.

Í “Frásögur um Fornaldaleifar”, útg. af Stofnun Árna Magnússonar, 1983, eru birtar skýrslur presta o.fl. af íslenskum fornminjum til dönsku fornleifanefndarinnar á árunum 1817-1823 . Hvorki er minnst á sel í Gullbringu- og Kjósarsýslu né í Árnessýslu (Ölfusi) í skrifum til nefndarinnar. Bendir það til þess að selin hafi þá verið í “eðlilegri” notkun á þeim tíma, nýlega aflögð eða að þau sel, sem vitað var um, en lagst af, hafi ekki verið það gömul að þau hafi talist til fornminja. Hafi svo verið getur ein skýringin verið sú að búsetuminjar eða minjar tengdar atvinnuháttum hafi ekki verið taldar til fornleifa, enda var lítið skrifað um slíkt til nefndarinnar. Hafa ber í huga að sel geta hafa lagst af um tíma, en síðan verið endurreist um sinn. En af framangreindum gögnum að dæma virðist selbúskapur á Reykjanesi að mestu hafa lagst af um og eftir miðja 19. öld; fyrr í Garðasókn en t.d. í Grindavíkursókn þar sem hann tíðkaðist enn um 1840, en selin verið í rústum árið 1883 þegar Þorvald Thoroddsen var þar á ferð.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – uppdráttur ÓSÁ.

Ef taka á mið af núverandi tóftum selja á Reykjanesi eru þau líka að sjá heillegastar á Selsvöllum og í Þrengslum (Hraunssel). Einnig í Vífilsstaðaseli og Herdísarvíkurseli, Knarrarnesseli, Brunnastaðaseli og Straumsseli. Hins vegar eru seltóftir í Selvogsheiði og í Hafnaheiði greinilega mun eldri. Þá má sjá enn eldri tóftir innan um nýrri sel, s.s. Fornasel við Brunntorfur, Lónakotssel, Fornasel (Litlasel), Hlöðunessel, Baðsvallasel og Selöldusel.
Tóftir seljanna eru greinilega misgamlar. Ekki er vitað til þess að þær hafi verið aldursgreindar, en þó hefur Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur, grafið í Fornasel vestan við Brunntorfur og taldi hann af niðurstöðum kolefnamælinga að dæma að það sel væri frá 14. eða 15. öld.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Við þessi gömlu sel eru yfirleitt hlaðnir tvöfaldir stekkir og einfaldar kvíar. Vatnsstæðin eru í hraunskálum eða á klapparhólum. Nokkur dæmi eru um allnokkur sel þar sem frá varð að hverfa fyrr en ætlað var vegna vatnsskorts. Lækir eru fáir á landssvæðinu. Auk Selsvallalækjar er lækur í Króksmýri norðan Vigdísavallar, á Bleikingsvöllum suðaustan þeirra, í Sogunum sunnan Trölladyngju, Kaldá við Kaldársel og síðan Vestri- og Eystri-lækur í Krýsuvík. Sumstaðar er þó stutt í lítil vötn í gígum og skálum. Annars staðar var erfiðara um slíkt, s.s. í Lónakotsseli og í seljunum í Vatnsleysustrandarheiðinni. Aðstæður gætu þó hafa breyst frá því sem áður var. Þannig er t.d. sagt frá læk og jafnvel fossi fram af Stóru Aragjá ofan við hið sérstaka Gjásel. Það er sérstakt af því leyti að í því eru 7-8 samliggjandi raðhús í svo til beinni röð. Tveir stekkir eru við selið, en þeir gefa oft til kynna fjölda selja á hverjum stað. Þannig eru sel frá þremur bæjum í Brunnastaðaseli, fjögur í Knarrarnesseli, tvö í Flekkuvíkurseli. Selin á Selsvöllum hafa nokkra sérstöðu því þar munu hafa verið sel frá svo til öllum Grindavíkurbæjunum eftir að Baðsvallaselið norðan Þorbjarnarfells lagðist af vegna ofbeitar. Þar má sjá tóttir a.m.k. þriggja selja. Við mörg seljanna, einkum hraunsseljanna, eru fjárskjól með fyrirhleðslum, stundum fleiri en eitt, s.s. í Óttarstaðaseli og Straumsseli. Stundum eru skjólin nokkuð frá seljunum, s.s. fjárskjólið ofan Brunntorfa, en það hefur líklega upphaflega verið frá Fornaseli ofan við Gjásel.
Enn eitt einkenni selja á Reykjanesi er nálægð fjárborga og/eða fjárskjóla. Eftir skoðun á yfir 70 fjárborgum á svæðinu er að sjá sem sumar þeirra séu beinlínis byggðar með afstöðu seljanna í huga, s.s. Djúpudalaborgin í Selvogi. Hún er í nálægð við Nesselið austan við Hellisþúfu, auk þess sem efst í Hnúkunum hafa fundist tóftir, sem líklegast hafa verið fornt sel. Þær hafa ekki verið rannsakaðar og hafa reyndar hvorki verið skráðar né er þeirra getið í örnefnalýsingum. Við þær tóftir er hol hraunbóla, hraunsskúti, sem notaður hefur verið til skjóls eða annarra þarfa. Þannig háttar einnig til við Litlalandssel ofan við Ölfus. Hellar hafa víða og verið nýttir til skjóls, en selin norðaustan við Vörðufell ofan við Strandarhæð, sem greinilega eru mjög gömul, t.d. Eimuból (sel Selvogsmanna voru gjarnan nefnd ból, sbr. Þorkelsgerðisból og Bjarnastaðaból nestan undir Hnúkum). Í því er hlaðinn stekkur inni í víðri hraunrás. Skammt vestar eru tóftir og miklar niðurgönguhleðslur við stóran hraunhelli. Innst í hellissalnum er aðeins eitt bein, en annars er ekkert annað á sléttu gólfinu.

Hlíðarborg

Hlíðarborg.

Merkilegur hellir, sem Guðmundur Brynjar Þorsteinsson frá Þorlákshöfn fann nýlega, hefur gengið undir nafninu “Bólið”. Alls óljóst er til hverra nota hann var eða ætlaður. Tóftirnar við hellinn eru heldur ekki til í örnefnalýsingum svo vitað sé. Sama á við tóft við gömlu Selvogsgötuna á milli Strandardals og Strandarhæðar. Þar er tóft og hlaðinn stekkur. Einnig suðaustan undir Svörtubjörgum. Þar er greinilegt sel með nokkrum rústum, löngum stekk, kví og fjárskjóli. Inni í því eru hleðslur. Reyndar hefur Selvogsheiðin lítt verið könnuð með tilliti til hugsanlegra fornleifa. Þórarinn bóndi Snorrason á Vogsósum taldi að selið undir Svörtubjörgum hafi heitið Staðarsel og verið fráfærusel þar sem lömbin voru færð frá og aðskilin frá ánum. Hann mundi þá ekki eftir því fyrr en farið var að spyrja hann um rústirnar, sem sumar eru mjög vel greinilegar. Líklegra er að þarna sé annað hvort komið sel frá Strönd, “Strandarsel”, því bæði hefur það verið í landi kirkjujarðarinnar Strandar og auk þess hefur það verið allveglegt á meðan var, eða frá landnámsbænum Hlíð við Hlíðarvatn, sem er þarna nokkru vestar. Vestan við selið eru a.m.k. þrjár fjárborgir; Hlíðarborg, Valgarðsborg og Borgarskarðsborg. Sunnan þeirra er Vogsósasel og vestan þess “Borgirnar þrjár”; þ.e. þrjár hlaðnar fjárborgir á hól skammt austan Hlíðarvatns. Við Eimuból má sjá tóftir Vindássels, en enn austar eru Þorkelsgerðisból og Bjarnastaðaból, hvorutveggja vegleg sel með mörgum tóftum.

Bjarnastaðasel

Bjarnastaðaból – uppdráttur ÓSÁ.

Þegar leitað var að síðastnefndu seljunum var farið eftir örnefnaskrám úr Ölfusi og ábendingum fróðra manna, s.s. Kristófers Bjarnasonar, kirkjuvarðar í Strandarkirkju, en samkæmt því átti Bjarnastaðasel að vera skammt frá klöppinni “Fótalaus”, þar sem klappað er LM (landamerki) Ness og Bjarnastaða. Selið er hins vegar mun ofar undir Hnúkabrekkunum og er Þorkelsgerðisból þar skammt (10 mín) vestsuðvestar.

Við Kaldársel eru nokkrir fjárhellar og hlaðinn bálkur í einum þeirra. Í Setbergsseli er fjárhellir með mikilli hleðslu og skiptir önnur honum í tvennt. Að sunnanverðu var Hamarskotssel um tíma. Við Brunnastaðasel er hlaðin kví í gróinni gjá og er hún ennþá nokkuð heilleg. Séstæðastar eru hleðslur niðri í stóra hraunbólu vestan Hellishæðar, sem fyrr voru nefndar. Við munnan er tótt og aðrar skammt austar. Þar eru og hleðslur fyrir hraunrásir. Skammt norðar er Strandarsel [Staðarsel] undir Svörtubjörgum, en að sögn Þórarins Snorrasonar á Vogsósum mun það hafa verið fráfærusel (en annars mun hafa verið fært frá heima við bæ áður en ærnar voru reknar í sel), enda má sjá þess merki á aflöngum stekk sunnan selsins. Stakkavíkursel er ofan við Grænubrekkur. Við það er opin hraunbóla, líkt og í Hnúkum. Neðan við selið má, ef vel er að gáð, sjá merki enn eldra sels og torfstekkjar. Við nýrra selið er dæmigerður stekkur og hleðslur í fjárskjóli skammt ofan hans. Garðar höfðu í seli í Selgjá og Búrfellsgjá. Heimildir kveða á um að þar hafi verið 11 sel um tíma. Þau munu þó hafa verið aflögð alllöngu áður en Garðar hættu að hafa í seli. Margar minjar eru beggja vegna Selgjárinnar, en færri í Búrfellsgjá. Þar eru og nokkur fjárskjól með veglegum hleðslum. Mestar eru þær í svonefndum Sauðahelli syðri, skammt suðvestan við Selgjána og við Suðurhelli, sunnarlega í gjánni.

Garðaflatir

Garðaflatir – minjar.

Á Garðaflötum er getið um tóftir og garðveggi í gömlum heimildum og einnig þar má sjá, ef vel er að gáð, tóftir og veggi, greinilega mjög gamalt. Reyndar átti þar að hafa verið bær til forna, skv. sömu heimildum, en líklegra er þó að um selstöðu hafi verið að ræða. Þær tóftir hafa ekki verið kannaðar af fagfólki.

Selsvellir

Selsstígurinn að Selsvöllum.

Enn eitt einkenni seljanna eru hinir mörkuðu selsstígar. Víða má sjá þá klappaða í hart bergið eftir klaufir, hófa og fætur liðinna kynslóða. Dýpstar eru göturnar á stígunum vestan Selsvalla, enda hefur umgangur þar greinilega verið mikill um langan tíma. Straumsselsstígur er einnig vel markaður á kafla, en það er áður en hann greinist frá stíg að Gjáseli og Fornaseli, sem eru skammt norðan þess. Víða má rekja þessar götur enn þann dag í dag, en annars staðar eru þær orðnar grónar eða orðnar landeyðingu að bráð, s.s. efst í Vatnsleysstrandarheiðinni.

Fornasel

Fornasel ofan Vatnsleysustrandar – uppdráttur ÓSÁ.

Þótt sum seljanna hafi ekki verið mjög stór, s.s. Fornasel (Litlasel) ofan Vatnsleysustrandar og Hraunssel undir Löngubrekkum austan Raufarhólshellis, eru tóftirnar bæði lögulegar og vel læsilegar. Í því er flest það sem prýtt getur hefðbundið sel. Nýjasel austan Snorrastaðatjarna sem og Snorrastaðasel vestan þeirra hafa og verið lítil sel af ummerkjum að dæma. Svo hefur einnig verið um Hópsselið norðan við Selsháls, Möngusel í Hafnaheiðinni og Stafnessel austan Ósabotna. Kirkjuvogssel í Hafnaheiði hefur hins vegar verið mun stærra, líkt og Vogaselin efst í Vatnsleysustrandarheiði, fast undir Þráinsskyldi.

Merkinessel

Merkinessel.

Merkinesselin í Hafnaheiði voru tvö, hið nýrra og hið eldra, líkt og Vogaselin. Erfitt er að finna eldra selið, en það er mjög gróið, en sandauðn allt um kring. Nýrra selið er mun austar og fallega hlaðið undir gjávegg. Eitt húsanna er enn allheillegt sem og önnur mannvirki. Dæmi eru um að gömul sel hafi orðið framkvæmdum að bráð, s.s. Hraunsholtsselið undir Hádegishól í Garðahrauni, sem nú er í iðnaðarhverfi Garðbæinga á Hraunum.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðarbók Árna Magnússonar og Páls Vídalín koma frásagnir af selstöðum sumra bæja á Reykjanesi, en alls ekki allra. Sjá má selja getið í sóknarlýsingum, en þó virðist eins og almennt hafi ekki verið ástæða til að geta þeirra sérstaklega í eldri lýsingum af lands- og búskaparháttum. Reyndar er búskaparháttum yfirleitt lítið lýst í slíkum heimildum eða máldögum. Ein ástæðan gæti verið sú að þeir hafi þótt það sjálfsagðir og á allra vitorði að ekki hafi verið talin ástæða til að geta þeirra sérstaklega. Einungis væri vert að geta þess sem þótti merkilegt sögulega þá er þær voru skrifaðar. Heimildir og sagnir eru af mjög gömlum seljum, en flestar eru þær frá síðari öldum. Vitað er yfirleitt frá hvaða bæjum hvert sel tilheyrði og höfðu sumir saman í seli, s.s. í Knarrarnessi og Brunnastaðaseli, að ekki sé talað um Selsvellina. Margar gamlar beitarhúsatóftir eru og á Reykjanesi, s.s. í Húshöfða norðan Hvaleyrarvatns (Jófríðastaðir), við Ásfjallsrana (Ás) og vestan við Hlíðarvatn (Stakkavík), en ekki er vitað til þess að þau hafi orðið að seljum eða verið notuð sem sel eins og víða annars staðar á landinu. Sel voru frá Hvaleyri og Ási austan við Hvaleyrarvatn og sel frá Stakkavík ofan við Stakkavíkurfjall.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Dæmi eru um sögur úr seljunum, s.s. frá Hvaleyrarseli þar sem nykur átti, skömmu fyrir aldarmótin 1900, að hafa ráðist á og drepið selráðskonuna í fjarveru smalans Nykurinn átti að fara á milli Hvaleyrarvatns og Urriðavatns (önnur saga segir Lambústjarnar), en frosið þar í hel frostaveturinn mikla árið 1918. A.m.k. sást ekki til hans eftir það. Í Rauðhólsseli undir Rauðhól skammt norðan við Keili var fólki ekki vært eftir tíundu viku sumars vegna draugagangs, en það sel var frá Vatnsleysu.
Tveggja selja er getið í Öskjuhlíð; Reykjavíkurselsins og Hlíðarhúsaselsins og nokkurra undir Selsfjalli við Lækjarbotna. Þar má enn sjá tóftir þessara selja nálægt skátaskálanum, en þær eru þó orðnar ógreinilegar.
Víða um land urðu sel að kotbýlum þegar fram liðu stundir. Á Reykjanesi eru líklega einungis þrjú dæmi um að sel hafi orðið að koti, þ.e. í Straumsseli, á Vigdísarvöllum og í Kaldárseli. Bærinn í Straumsseli brann fyrir aldarmótin 1900 og lagðist þá búseta þar niður, sem fyrr sagði, en bærinn á Vigdísarvöllum féll að mestu í jarðskjálfta skömmu eftir aldamótin 1900. Þar voru reyndar um tíma tveir bæir. Annar þeirra nefndist Bali og má vel sjá tóftir hans á vestanverðu túninu.

Þórkötlustaðasel

Þórkötlustaðasel við Vigdísarvelli – uppdráttur ÓSÁ.

Vigdísarvellir var í fyrstu sel frá Krýsuvík, en bæir þar höfðu auk þess í seli undir Selöldu, sbr. sagnir af ræningjunum er komu upp Ræningjastíg og veittust að selráðskonum þar. Þórkötlustaðir hafði um tíma selstöðu sunnan Vigdísavalla í skiptum fyrir útræði frá Þórkötlustaðanesi. Um tíma hafði Krýsuvík aðstöðu í Sogaseli, sem síðan fór undir Kálfatjörn, einnig í skiptum fyrir útræði á Ströndinni. Auk þess er ekki loku fyrir það skotið að einhver Krýsuvíkurbæjanna hafi um tíma nytjað Húshólmann, en inn í hann er greiður og gróinn stígur og ummerki eftir selstöðu norðvestast í hólmanum. Í Kaldárseli var sel framan af og er síðast getið um búsetu Þorsteins Þorsteinssonar þar um aldarmótin 1900, en síðan nýtti Kristmundur Þorleifsson sér fjárskjólin þar um skamman tíma. Skammt frá Kaldárseli, í Helgadal, eru tóftir selstöðu. Skammt norðaustan hennar eru mannvistarleifar selstöðunnar, s.s. hleðslur fyrir og í hraunrás og hlaðinn stekkur.

Sogasel

Sogasel í Sogaselsgíg.

Oftast bera selin nöfn þeirra bæja, sem gerðu þau út. Flekkuvíkursel var frá Flekkuvík, Hvassahraunssel var frá Hvassahrauni, Óttarstaðasel frá Óttarstöðum o.s.frv. Þó eru dæmi um að selin hafi dregið nöfn sín af staðháttum, s.s. Sogasel í Sogagíg, Selsvallasel af Selsvöllum og Gvendarsel undir Gvendarselshæð af Krýsuvíkur-Gvendi o.s.frv. Hin þrjú svonefndu Fornusel eru væntanlega nefnd svo vegna þess að ekki var ráðið í hvaðan þau höfðu verið gerð út. Þó er líklegt að Fornasel sunnan við Brunntorfur hafi verið frá Þorbjarnastöðum í Hraunum sem og Gjáselið þar skammt norðvestar. Einnig er getið þar um sel frá Lambhaga. Þorbjarnastaðafjárborgin er skammt frá seljunum. Fornasel eða Fornusel (þau eru tvö) undir Sýrholti er hins vegar á huldu, enda virðist vera mjög komin við aldur. Svo virðist sem Þórusel hafi verið þar um tíma, en frásögn af því er óljós. Flestra seljanna er getið í gömlum heimildum og örnefnalýsingum. Nokkur þeirra, a.m.k. þeirra stærstu, má sjá á gömlu kortum, s.s. dönsku herforingjakortunum svonefndu, en annað það er gefur vísbendingu um að sel hafi verið að ræða á tilteknum stöðum eru nafngiftir tengdar þeim, s.s. Selháls, Selshæð, Selsvallafjall, Selsvellir, Selsfjall, Seljahlíð, Selalda, Selstígur og Selshóll.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – Rauðhólsskjól.

Hlaðin smalabyrgi eru við eða í nágrenni við sum selin eða nátthaga þeim tengdum. Má þar nefna gerði við Efri-Straumsselshellana, neðan við Stakkavíkursel og við Óttarstaðasel.
Lítið hefur verið fjallað um sel og selbúskap hér á landi þrátt fyrir að hann hafi skipað veigamikinn þátt í atvinnusögu og þjóðlífinu í langan tíma. Egon Hitzler, þýskur fræðmaður, skrifaði bókina “Sel – Untersuchungen zur geschichte des isländschen sennwesens seit der landnahmzeit”, sem gefin var út í Noregi árið 1979. Hann hafði dvalið hér á landi sem styrkþegi við Háskóla Íslands veturinn 1968/69 og notaði það efni í magesterritgerð sína við háskólann í Erlangen-Nürnberg árið 1972. Árin 1974-77 starfaði hann sem sendikennari við Háskóla Íslands og notaði þá tíma til þess að endurskoða, endurbæta og auka við ritgerð sína. Árangurinn liggur fyrir í nefndri bók hans. Bókin, sem er efnismikil um viðfangsefnið, er skipt upp í 8 kafla: Í fyrsta kafla fjallar höfundur m.a. um alþjóðlegar rannsóknir á seljabúskap, heiti og hugtök og fyrri rannsóknir. Í öðrum kafla er fjallað um selin, selhúsin, sel í hellum, seljaþyrpingar, kvíar, sel á eyðibýlum og breyting selja í býli. Í þriðja kafla um skipulag seljabúskaparins, seltímann, selfólkið, búsmalann, selfarir og selgötur, selflutninga og eldivið og vatnsból.

Auðnasel

Auðnasel – uppdráttur ÓSÁ.

Í fjórða kafla fjallar höfundur um seljabúskap á Íslandi á miðöldum, eðli og þýðing miðaldaheimilda, heimildir frá þjóðveldisöld og heimildir frá 14. og fram á 16. öld.
Fimmti kafli fjallar um seljabúskap á Íslandi fram á byrjun 18. aldar, selstöður í Húnavatns-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslum, útbreiðslu, tegundir og aldur selja og leigusel.
Í sjötta kafla er lýst núverandi aðstæðum í Sauðadal (Hv) og nýtingu hans til seljabúskapar fyrr á tímum, staðhættir og helstu menjar um nýtingu, skiptingu landsins og tilkall til selstaða, heimildir frá miðöldum og jJarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sem og tegundir selstaða og tímabundnar sveiflur í seljabúskapnum.

Kringlumýri

Kringlumýri á Sveifluhálsi.

Í sjöunda kafla er fjallað um upphaf, þróun og hvarf seljabúskapar á Íslandi, upphaf seljabúskapar á landnámsöld og einkenni hans á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, seljabúskap og eignaraðild á síðmiðöldum, sveiflur og hnignun seljabúskapar á Íslandi, niðurlagningu seljabúskapar á Íslandi og tilraunir til þess að endurvekja hann og glæða nýju lífi.
Í áttunda og síðasta kaflanum er yfirlit og útsýn, umræður um hugtök, íslenski seljabúskapurinn sem sögulegt fyrirbæri og íslenski seljabúskapurinn og nútíminn.
Loks er viðauki um seljabúskapinn á íslandi um aldamótin 1900 og dagleg störf, íslenskt/þýskt orðasafn um seljabúskap og loks einstakar athugasemdir”.

Heildarfjöldi selja árið 1703

Nessel

Nessel; dæmigert sel á Reykjanesskaga – uppdráttur ÓSÁ.

Á vefsíðunni www.ferlir.is má sjá frásagnir um sel og selstöður, sem skráð hafa verið eða hafa fundist á Reykjanesskaganum; í fyrrum landnámi Ingólfs. Þau og þær eru yfir fjögur hundruð talsins. Hægt er að ganga að tóftum þeirra allra, utan þriggja, sem horfin eru (Reykjavíkursel í Ánanaustum, Hraunsholtssel við Flatahraun millum Garðabæjar og Hafnarfjarðar og Kalmannstjarnarsel undir Stömpum). Þá eru tilgreindar selaðstöður á a.m.k. fimm stöðum, sem ekki hefur verið skráðar hingað til (við Selöldu, í Húshólma, við Hraunsnes vestan við Lónakot og Kringlumýri í Sveifluhálsi og norðan Krossfjalla).

Hafnarsel II - Breiðabólstaðasel II

Hafnarsel II – Breiðabólstaðasel II – vatnsstæði.

Í Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar frá árinu 1703 er getið 63 bæja, sem höfðu selstöðu í Gullbringusýslu, auk þriggja bæja í Ölfusi, sem eru vestan við línu þá sem dregin var, þ.e. Hlíðarenda, Litlalands og Breiðabólstaðar. Ekki er getið selja frá Hrauni og Þorlákshöfn. Innan við 66 sel hafa því verið í notkun á um aldarmótin 1700 á þessu svæði, en ekki er getið um önnur jafnmörg. Margt bendir til að mörg sel hafi verið aflögð þegar upplýsingum var safnað, s.s. Fornusel í Sýrholti. Þá er líklegt að selstaða hafi verið færð til eftir landkostum eða af hagkvæmisástæðum og eldri selin þá yfirgefin. Einhver seljanna gætu hafa verið í notkun um stuttan tíma, en síðan verið aflögð og einnig gætu bændur hafa tekið sig saman um selstöðu, þ.e. að fé (og jafnvel kýr) frá fleiri en einum bæ hafi verið haft í sama selinu. Í heimildum um sel á Reykjanesi virðist lítið hafa verið um kýr í seljum. Ef þær hafa verið þar er þess jafnan getið sérstaklega, s.s. á Selsvöllum og við Snorrastaðatjarnir.

Urriðakot

Urriðakot – uppgröftur.

Við nýlegan uppgröft Ragnheiðar Traustadóttir í Urriðakoti við Urriðakotsvatn í Garðabæ kom í ljós að þar hafði um tíma verið kúasel, enda kjörlendi til slíks og selstígurinn frá Hofstöðum stuttur.
Landfræðilega aðstæður á Nesinu hafa ekki beinlínis þótt heppilegar til kúabeitar. Hins vegar eru nokkur örnefni og mannvirki ekki fjarri bæjum er benda til þess að kúm hefur verið beitt þar um tíma, s.s. Kúadalur við Grindavík og Kúadalur ofan við Brunnastaðahverfið á Vatnsleysuströnd. Þar er hlaðin rétt.
Í Jarðabókinni er ekki alltaf getið um staðsetningu seljanna, en reynt að lýsa kostum þeirra. Þannig segir frá selstöðu frá Hrauni (Grindavík): “Selstaða langt í frá og þó sæmilega góð”. Þórkötlustaðir eru sagðir brúka selstöðu í

Selalda

Selalda; Krýsuvíkursel og Eyri.

Krýsuvíkurlandi [Vigdísarvöllum]. Hóp þurfti að kaupa út selstöðu. Á á “selstöðu í heimalandi”. Ummerki eru eftir hana í Dalnum norðan við Hamranes, en þar má sjá hrunið fjárskjól með hlöðnum inngangi og grasi gríð dalverpi. Hlíðar Dalsins eru grasi grónar og seljalegar á að líta. Krýsuvík er sögð hafa tvær selstöður; “aðra til fjalls en aðra nálægt sjó, báðar merkilega góðar”. Þannig virðist Krýsuvík bæði hafa haft selstöðu á Vigdísarvöllum og líklega austan við Selöldu (eða í Húshólma). Ísólfsskáli á ekki að hafa haft selstöðu, en nafnið Selskál í Fagradalsfjalli bendir til einhverra selnota þar. Hóp er sagt hafa þurft að kaupa út selstöðu, en tóftir nýrra sels frá Hópi er norðvestan undir Selshálsi vestan Hagafell. “Gálmatjörn” (Kalmannstjörn) er sögð hafa átt selstöðu, en “nú að mestu eyðilögð fyrir sandi”. Á Stafnesi er ekki minnst á selstöðu, en þó er vitað að bærinn hafði selstöðu skammt ofan við Djúpavog við Ósa. Vindás er sagt eiga “selstöðu í heiðinni”. Stakkavík “á jörðin yfrið erfiða, svo varla er hestum fært á fjöll upp, þarf og vatn til að flytja, nema votviðri gángi því meiri, og er hún fyrir þessara ókosta sakir í margt ár ekki brúkuð”.

Gránuskúti

Í Gránuskúta við Gjásel.

Yfirleitt er þess getið að selstaða sé annað hvort vatnslaus eða “stórt mein af vatnsskorti”. Í Jarðabókinni er þess jafnan getið hvort selstaðan hafi haft aðgang að vatni, það slæmt eða alls ekkert. Er að sjá sem vatnið hafi verið ein af forsendunum fyrir vali á góðu selstæði.

Fjarlægð selja frá Hraunabæjum
Á Reykjanesskaganum voru selstöðurnar að jafnaði innan við 6 km frá bæjum. Í Hraununum voru fjarlægðirnar eftirfarandi:
Straumur – Fornasel: 5.0 km
Straumur – Straumssel: 3.5
Óttarsstaðir – Óttarsstaðasel: 4.0
Þorbjarnarstaðir – Gjásel: 3.5 km
Lónakot – Lónakotssel: 3.5 km

Niðurlag

Fjárskjól

Fjárskjól Straumsbænda í Fornaseli.

Ekki verður sagt með fullkominni vissu hvenær selbúskapur hófst hér á landi, en líklegt má þó telja að hann hafi fylgt fyrstu norrænu ábúendunum hingað til lands í kringum árið 870, en slíkur fjár- og kúabúskapur mun hafa verið vel þekktur í Noregi og á Suðureyjum á þeim tíma. Þó svo að sum mannvirkin, einkum fjárborgirnar, hafi fyrirmynd af írskum eða jafnvel skoskum hringlaga mannvirkjum, sbr. fjárborgina í Óbrennishólma í Ögmundarhrauni, er erfitt um sannanir í þeim efnum. Aðalatriðið er þó að selbúskapur var hluti af atvinnusögu landsins frá öndverðu og fram að aldarmótunum 1900, en um það leyti lögðust slíkir búskaparhættir af á Reykjanesi. Selbúskapurinn er því hluti af þjóðlífi og atvinnusögu landsins í u.þ.b. eittþúsund ár. Ástæða er til að varðveita og halda á lofti þessum þætti búskaparháttanna þar sem allt snérist um að halda lífi í sauðkindinni svo sauðkindin gæti haldið lífi í landsmönnum. Hinar fjölmörgu minjar og selsmannvirki á Reykjanesi bera þess glöggt vitni.

Hafnasel II

Hafnasel norðan Krossfjalla – uppdráttur ÓSÁ.

Guðrún Sveinbjarnardóttir ritaði grein í Acta Archaeologica 62 árið 1991, sérhefti um rannsóknir á Norður Atlantshafssvæðinu. Þar fjallar hún um einstök sel í Eyjafjallasveit, Skagafirði og Berufirði í tengslum við önnur verkefni. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að sel á Íslandi hafi sérkenni sem eru ekki endilega þau sömu og sel frá heimalandi landnámsmanna, Noregi. Meginmunurinn er sennilega vegna ólíks landslags sem kröfðust ólíks skipulags. Af athugun hennar sé ljóst að meiri rannsóknar er þörf á seljum á Íslandi, bæði fornleifafræðilega og fornfræðilegra.

Þrátt fyrir framansagt misjafnlega gáfulegt um selstöður og sel á Reykjanesskaganum er eitt alveg heiðskýrt; haft var í seli á Skaganum um árhundraða skeið, enda bera öll áþreifanlegu ummerkin þess glögg vitni…

Heimildir:
-Örnefnalýsing fyrir Óttarsstaði – Ari Gíslason.
-Örnefnalýsing fyrir Óttarsstaði – Gísli Sigurðsson.
-Örnefnalýsing fyrir Straum – Ari Gíslason.
-Örnefnalýsing fyrir Straum – Gísli Sigurðsson.
-Fornasel – Prufuholugröftur í seljarústir suður af Straumsvík, Bjarni F. Einarsson, 2001.
-Íslenskir þjóðhættir eftir séra Jónas Jónasson.
-Andvari, tímariti Hins ísl. þjóðvinafélags, 1884 – Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883 eftir Þorvald Thoroddsen, bls. 48.
-Lýsing Grindavíkursóknar 1840-41 – Geir Bachmann.
-Lýsing Árna Helgasonar á Garðaprestakalli 1842.
-Frásögur um Fornaldaleifar”, útg. af Stofnun Árna Magnússonar, 1983.
-Egon Hitzler, “Sel – Untersuchungen zur geschichte des isländschen sennwesens seit der landnahmzeit”, gefin út í Noregi árið 1979.
-Guðrún Sveinbjarnardóttir, grein í Acta Archaeologica 62 árið 1991.

Straumssel

Straumssel – bær skógavarðarins.

Ægir

Í Ægi 1986 er fjallað um “Skipasmíðar í Hafnarfirði – Iðngrein á gömlum merg drepin í dróma“. Hér verður tekinn út sá kafli er fjallar um fyrstu skipasmíðastöðina í Hafnarfirði, Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar og Skipasmíðastöðina Dröfn neðan Jófríðarstaða.

Dröfn

Naust við Hafnarfjörð nálægt Skipasmíðastöð Nyborgs og Drafnar.

“Fyrsta skipasmíðastöð sem sögur fara af hér á landi var reist árið 1805 af Bjarna Sívertssen riddara í Hafnarfirði. Eftir hans dag leið heil öld þar til stofnað var til smíða á þiljuðum bátum í Hafnarfirði á ný. Þá stofnaði Júlíus Nýborg og fleiri Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar sem starfaði í þrjá áratugi. Upp úr 1940 voru tvær nýjar skipasmíðastöðvar stofnaðar í Firðinum. Skipasmíðastöðin Dröfn og Bátalón, og eru báðar starfræktar enn í dag. Þá eru starfandi minni fyrirtæki sem lagt hafa fyrir sig smíðar á minni bátum úr tré og trefjaplasti.
Skipasmíðar liggja niðri hér á landi um þessar mundir. Fiskiskipastóll landsmanna þykir nógu stór og ekki er gefin fyrirgreiðsla í opinberum sjóðum til smíði nýrra fiskiskipa. Kvótakerfi og veiðitakmarkanir útiloka að nýir aðilar geti hafið útgerð með því að láta smíða sér skip. Skipastóllinn gengur sífellt úr sér þrátt fyrir mikla endurnýjun á eldri skipum, sem oft eru það miklar að spurning er hvort ekki væri nær að byggja ný og hagkvæmari skip.

Dröfn

Skip á kambi, alls átta. Fjögur þeirra smá, hin nokkuð stærri. Eitt skúta. Sjór og tangi í bakgrunni, byggð á honum lengst t.h. Fiskiskip á legunni, vélbátar og skútur, ennfremur togari. (Kartöflu)beð í forgrunni og tveir staurar. Tekið þar sem skipasmíðastöðin Dröfn er nú.
Skip lengst t.v. er sennilega skúta með hjálparvél.
Myndin birtist í bókinni Saga Hafnarfjarðar I (Hafnarf. 1983), bls. 397. Þar sögð vera tekin um 1920. Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar sbr. tilv. rit. Að sögn heimildarmanna er “Arthur-Fanny” lengst t.v. Telja þeir myndina frá um 1921-1922. Garðakirkja er rétt vinstra megin við fjórða skip (á kambi) frá hægri. Júlíus Nyborg hafði skipasmíðastöð hér á þessum árum. (Sbr. Sögu Hafnarfjarðar I, (Hafnarf. 1983), bls. 397 o.áfr.).

Allt stefnir í það að vertíðarflotinn verði innan fárra ára endurnýjaður að miklu leyti. Hvort íslenskur skipasmíðaiðnaður verður þá í stakk búinn til að sinna því verki er vafamál eftir þá stöðvun sem verið hefur á skipasmíðum síðan 1981. Verkþekkingu verður að halda við og hlúa að tækniþróun, svo útlitið er ekki bjart fyrir íslenska skipasmíði, er þessi mál hnýtast í sífellt harðari hnút sem erfitt verður að leysa nema méð því að höggva. Þá gæti svo farið, eins og áður hefur gerst hjá okkur, að meginhluti smíðanna verði keyptur erlendis frá.
Minni bátum sem ekki eru jafn bundnir kvótakerfi hefur fjölgað mjög upp á síðkastið. Þar ber mikið á plastbátum, sem framleiddir eru innanlands. Þessi nýi markaður skipabygginga þarf ekki að kvarta undan verkefnaleysi.
Hér á eftir verður litið til sögu skipasmíða í Hafnarfirði allt frá því Bjarni Sívertsen lét fyrst byggja þar þilskip og til þeirra verkefna sem hafnfirskir skipasmiðir fást nú við.

Fyrsta skipasmíðastöðin

Dröfn

Dráttarbraut sunnan dráttarbrautar Drafnar.

Íslendingar hafa á öllum öldum smíðað sér fleytur og átt fjölmarga haga skipasmiði. Sú verkkunnátta féll aldrei niður, þrátt fyrir miklar þrengingar á efnahag þjóðarinnar á síðari öldum. Og einstaka höfðingi eða ofurhugi réðst í það að láta smíða stærri skip en yfirleitt voru notuð til fiskveiða. Meðal þeirra sem smíðuðu duggur voru Páll Björnsson í Selárdal um 1760 og Eyvindur Jónsson frá Upsaströnd í Eyjafirði árið 1715. Árið 1803 lét Bjarni Sívertsen kaupmaður í Hafnarfirði smíða þilskip. Yfirsmiður þess var Ólafur Árnason sem bjó á Hvaleyri. Hann mun hafa smíðað heil hundrað fiskiskipa fyrir sveitunga sína í Firðinum og á Álftanesi um sína daga. Árið 1804 festi Bjarni kaup á jörðinni Jófríðarstöðum fyrirbotni Hafnarfjarðar og lét þar árið eftir reisa skipasmíðastoð, þá fyrstu hér á landi. Stöðin mun hafa verið nærri þeim stað sem slippur Skipasmíðastöðvarinnar Drafnar er nú.
Fátt er vitað um skipasmíðastöðina, en þó þykjast menn hafa fundið fót fyrir því í gömlum skjölum að í það minnsta þrjú skip hafi þar verið smíðuð. Þá er og frá því sagt að póstskipið frá Kaupmannahöfn hafi eitt sinn verið tekið upp í stöðina til viðgerðar, er því hafði hlekkst á í siglingu til landsins.
Heil öld leið þar til Hafnfirðingar tóku að smíða þiljuð skip á ný.

Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar

Dröfn

Morgunstjarnan.

Árið 1918 kom ungur Hafnfirðingur Júlíus Nyborg heim frá þriggja ára námi í skipasmíðum í Danmörku. Skömmu seinna opnaði hann Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar ásamt Ólafi V. Daníelssyni og Lofti Loftssyni.
Á þessum árum létu Íslendingar smíða mikið af dekkbátum 10-20 tonna í Danmörku, en einnig voru menn farnir að smíða þiljaða vélbáta hér heima. Fyrstu tvö árin starfaði Júlíus að viðgerðum og setti upp lausan sleða sunnan í firðinum til að draga skipin upp.
HafnarfjörðurTveir útgerðarmenn úr Vestannaeyjum sömdu við Júlíus árið 1919 um að smíða 12 tonna þilbát fyrir sig. Báturinn var fullgerður árið eftir og nefndist Sigurður. Þetta var fyrsta nýsmíði Skipasmíðastöðvarinnar. Næstu áratugina varð hlé á skipasmíði, en Júlíus sneri sér fyrst og fremst að viðhaldi báta og togara í Hafnarfirði og Reykjavík. Það var þá sem Júlíus tók að járnklæða efsta plankann á toghlerum, en áður þurfyi oftast að skipta um plankann eftir hverja veiðirferð.
DröfnÞað var ekki fyrr en árið 1940 að Skipasmíðastöðin tók að smíða báta á ný. Bátafélag Hafnarfjarðar h.f. lét þá smíða hjá stöðinni tvo báta, Ásbjörgu og Auðbjörgu 26 rúmlestir að stærð. Á þeim tíma hófu stjórnvöld að styrkja menn til að smíða nýja báta, en hagur allrar útgerðar var bágborinn öll kreppuárin. Ekki voru þó smíðaðir fleiri þiljubátar næstu tvö ár, heldur sneri stöðin sér að smíði nótabáta.
Árin 1942-44 voru þrír bátar smíðaðir hjá stöðinni; Guðmundur Þórðarson 52 tonn, Skálafell 53 tonn og Morgunstjarnan 43 tonn. Og áfram hélt smíðin. Guðbjörg og Hafbjörg 58 rúmlesta vélbátar, runnu af stokkunum árið 1946 og loks var Smári afhentur þrem árum seinna. Hann var 65 rúmlestir að stærð og síðasta skipið sem Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar lagði kjölinn að. Áður en fyrirtæki hætti starfsemi höfðu þaðan lokið námi í skipasmíðum fimm menn, og þannig lagt grunninn að áframhaldandi skipasmíðum í Firðinum.

Skipasmíðastöðin Dröfn

Dröfn

tur í smíðum í Skipasmíðastöðinni Dröfn.

Skipasmíðastöðin Dröfn var stofnuð fyrsta vetrardag 1941 til að koma upp dráttarbraut fyrir smíði skipa í Hafnarfirði. Stofnendur voru tólf, flestir húsasmiðir eða skipasmiðir og höfðu margir þeirra unnið áður hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar. Kjölurinn að fyrsta bátnum sem Dröfn smíðaði var lagður í apríl 1942. Var það 29 rúmlesta vélbátur sem seldur var til Keflavíkur.
Dráttarbrautin var byggð upp á árunum 1944-1946, en stækkuð síðar og getur hún nú tekið upp skip allt að 400 þungatonn, en um 300 þungatonn út á garða. Alls er hægt að taka upp 9 skip í stöðina. Frá árinu 1946 hefur fyrirtækið byggt yfir sig trésmiðju, skrifstofu- og verslunarhús. Þá var reist stórt smíðahús þar sem hægt er að taka allt að 78 rúmlesta skip inn. Var það tekið í notkun árið 1970.
Allt frá upphafi hefur Dröfn tekið að sér viðgerðir og viðhald fyrir fjöldan allan af skipum og bátum á hverju ári, auk nýsmíðinnar sem oft hefur gengið í bylgjum. Fyrstu fimm árin voru sex skip smíðuð í Dröfn. Þar á meðal var Edda, 184 rúmlestir, sem smíðuð var fyrir Einar Þorgilsson og Co. Edda er eitt af stærstu tréskipum sem smíðuð hafa verið hér á landi.
DröfnEftir 1944 drógust skipasmíðar saman og stofnuðu þá eigendur Drafnar Byggingafélagið Þór h.f. sem starfað hefur að húsbyggingum um langt árabil. Jafnframt var sett upp mjög fullkomið trésmíðaverkstæði í Dröfn, sem smíðað hefur innréttingar bæði í hús og skip.
Nýjasta nýsmíði stöðvarinnar var afhent árið 1976 og voru þá nýsmíðar, stórar og smáar orðnar 36 að tölu. Tvö síðustu verkefnin voru 38 rúmlesta stálbátar sem smíðaðir voru inni í stöðinni. Var ætlunin að halda áfram slíkri raðsmíði, en um þetta leyti var farið að skrúfa fyrir nýsmíði fiskibáta. Hefur ekki verið skrúfað frá opinberum fjármagnsjóðum í slík verkefni enn sem komið er. Síðan hefur Skipasmíðastöðin Dröfn nær eingöngu sinnt viðgerðum og breytingum á tré- og stálskipum. Þó afhenti stöðin skip árið 1979 en skrokkur þess hafði verið smíðaður annars staðar. Þá er einn starfsmaður Drafnar nú að smíða lO tonna bát.
Starfssemi fyrirtækisins má skipta í þrennt. Í fyrsta lagi er það dráttarbrautin og verkstæði henni tengd. Þar starfa á bilinu 25-30 menn að jafnaði. í öðru lagi er það trésmíðaverkstæði sem aðallega vinnur að innréttingum og annarri sérsmíði. Þar starfa 9 menn. Loks rekur Dröfn allstóra byggingavöruverslun og lager í tengslum við stöðina. Alls starfa því um 45 manns hjá fyrirtækinu. Auk eigin verkstæða í trésmíði og járnsmíði vinna undirverktakar að viðgerðum skipa í Dröfn. Það eru vélsmiðjur og rafverktakar, aðallega úr Hafnarfirði.
DröfnUndanfarin ár hafa verkefni stöðvarinnar verið næg við ýmiskonar viðgerðir og endurbætur flotans. Á þessu ári hefur staða útgerðarinnar batnað mjög og kemur það greinilega fram í stærri verkefnum. Þannig er nú tekið til við endurbætur sem beðið hefur verið með nokkur síðustu ár. Meirihluti verkefna eru tilboðsverk og hefur hlutfall þeirra aukist að undanförnu með aukinni samkeppni skipasmíðastöðva. Verkefnin eru af öllum stærðum: Vélaskipti, endurnýjun á lestum, skipt um stýrishús, skrokkviðgerðir, málningarvinna og skverun. Nú þegar skipasmíðar liggja í láginni, eru mikilsháttar endurbætur á eldri skipum að verða æ algengari. Ástandið í sjávarútveginum með kvótakerfinu og smíðastoppi heldur líka uppi óhóflegu verði á skipunum og ýtir þannig undir að lappað sé upp á þau, í stað þess að lagt sé í nýsmíði.

Dröfn

Dröfn – spilskúrinn má muna fífil sinn fagurri.

En áður en langt um líður hlýtur að koma að því að kerfið bresti og þá má búast við því að hlaupið verði upp til handa og fóta og keypt skip vítt um öll lönd, misjafnlega hentug til veiða hér við land, en víða munu fást ódýr skip, þar sem fiskveiðar eru á undanhaldi.
Önnur afleiðing þessa alls er sú að mikill hörgull er orðinn á járniðnaðarmönnum, svo að um landið allt vantar sennilega mörg hundruð fagmenn á sviði málmiðnaðar. Endurnýjun stéttarinnar hefur lítil sem engin verið að undanförnu. Þegar svo byggja á upp skipasmíðarnar á ný, eftir margra ára biðtíma, þá verða smíðastöðvarnar ekki í stakk búnar til þess nema að litlu leyti. Mönnum þykir örðugt að sjá leið sem leysir þennan hnút.”

Heimild:
-Ægir, 10. tbl. 01.10.1986, Skipasmíðar í Hafnarfirði – Iðngrein á gömlum drepin í dróma, bls. 605-610.

Dröfn

Skipasmíðastöðin Dröfn var stofnuð árið 1941 en árið 1944 var hafin bygging dráttarbrautarinnar sem tekin var í notkun 1946. Áður hafði helsta skipasmíði í Hafnarfirði verið í Skipasmíðastöð Haraldar Nyborg neðan við þar sem ráðhús bæjarins er núna. Hins vegar mun Bjarni riddari Sivertsen hafa haft sína merku skipasmíðastöð á þessum slóðum, í landi Ófriðarstaða, í upphafi 19. aldar.
Dröfn hf. var lýst gjaldþrota 1995 en síðar eignaðist Vélsmiðja Orms og Víglundar dráttarbrautina en hún hefur ekki verið notum um langt árabil. Vélsmiðja O&V rekur nú skipaþurrkvíar norðvestar á hafnarsvæðinu.

Selhóll

Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir reyndu að ráða gátuna í skrifum þeirra um aldur Eldra- og Yngra Hellnahrauns í ritinu Jökli árið 1991:

Hellnahraun

Jarðfræðikort ÍSOR. Eldra Hellnahraun er merkt SKÚ (Skúlatúnshraun/Stórabollahraun).

“Samkvœmt annálum urðu eldgos í Trölladyngjum á Reykjanesskaga árin 1151 og 1188. Líkur benda til að 1151 hafi Ögmundarhraun í Krýsuvík og Kapelluhraun sunnan Hafnarfjarðar runnið er umbrotahrina varð í eldstöðvakerfi Trölladyngju. Hrinunni lauk líklega 1188 með myndun Mávahlíðahrauns. Umbrotahrinan í heild er nefnd Krýsuvíkureldar. Gossprungan er ekki samfelld en milli enda hennar eru um 25 km. Flatarmál hraunanna er 36,5 km2 og rúmmálið er áœtlað um 0,22 km3. Vegið meðaltal fimm geislakolsgreininga gefur 68,3% líkur á að hraunin hafi runnið á einhverju tímabilanna 1026-1045 (12%), 1052-1065 (35%), 1089-1125 (35%) og 1138-1153 (18%).
TraðarfjöllHellnahraun sunnan Hafnarfjarðar er í rauninni tvö hraun og eru bœði komin frá eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla. Yngra hraunið er sama hraun og Jón Jónsson (1977) hefur nefnt Tvíbollahraun. Það er að öllum líkindum runnið ísömu goshrinu og hraun sem Jón Jónsson (1978a) hefurnefnt Breiðdalshraun.
Vegið meðaltalfjögurra geislakolsgreininga á sýnum undan Yngra Hellnahrauni, Breiðdalshrauni og Tvíbollahrauni (tvö sýni) gefur 68,3% líkur á að hraunin hafi runnið annaðhvort á árabilinu 894-923 eða, sem er mun líklegra, á árunum 938-983.

Hellnahraun

Eldra-Hellnahraun (svart), Yngra-Hellnahraun (grátt), Óbrinnihólabruni (ljósgrár) og Kapelluhraun (blátt). Fært inn á nútíma loftmynd.

Helluhraunið sunnan og vestan við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði heitir Hellnahraun (Guðmundur Kjartansson hefur nefnt hraunið Hvaleyrarhraun þar sem hann minnist á það í sínum greinum og það nafn hefur hraunið fengið á kortum Landmælinga Íslands. Í fyrri grein okkar um Krýsuvíkurelda er hraunið einnig nefnt Flatahraun). Flestir jarðfræðingar sem um það hafa fjallað hafa álitið hraunið mjög gamalt, án þess þó að færa fyrir því haldbær rök. Hraunið er dæmigert helluhraun, með ávölum sprungnum hraunkollum, að mestu gróðurlaust nema í gjótum og bollum og þess sjást engin merki að það hafi nokkum tíma verið gróið að marki. Allt var á huldu um aldur hraunsins þar til sumarið 1986, en þá tókst okkur að finna nothæft jarðvegssnið sem liggur inn undir hraunið, norðvestan við Stórhöfða. Þar kom í ljós að Landnámslagið liggur inn undir hraunið. Áður töldum við að Hellnahraun hefði runnið í sama gosi og Kapelluhraun og einnig að Hellnahraun og hraunið frá Óbrinnishólum væru eitt og sama hraunið (sbr. Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980).

Hellnahraun

Mannvirki í Óbrinnishólahrauni. Sjá má í Eldra-Hellnahraun fjær.

Við nánari könnun á Óbrinnishólum sumarið 1989 kom í ljós að athuganir Jóns Jónssonar (1974) á þeim standa óhaggaðar. Þá var aðeins eftir að kanna mót Hellnahrauns og Obrinnishólahrauns nánar, en á jarðfræðikorti Jóns Jónssonar (1978a) er Hellnahraunið talið eldra. Könnunin leiddi í ljós að vestur af Stórhöfða hefur Hellnahraunið augsýnilega runnið út yfir hraunið frá Óbrinnishólum og er því örugglega yngra. Að fenginni þessari niðurstöðu þótti ljóst að Hellnahraun hlaut að hafa komið upp nærri nyrsta hluta Undirhlíða. Þar er þó engum eldstöðvum til að dreifa nema Gvendarselsgígunum en hraunið frá þeim hefur greinilega runnið út yfir Hellnahraunið. Hægt er að ímynda sér að gígarnir hafi horfið undir Gvendarselshraun en sú skýring er ekki sennileg í ljósi þess hversu þunnt Gvendarselshraunið er. Einnig má hugsa sér að Hellnahraun hafi komið úr sjálfum Gvendarselsgígum í byrjun goss en sú skýring verður að teljast langsótt.

Stóri-Bolli

Stóri-Bolli, Kóngsfellsgígur, í Kóngsfelli.

Eftir allmiklar vangaveltur um uppruna Hellnahrauns fannst, eins og stundum vill verða, einföld og augljós skýring. Hraunið er einfaldlega ekki komið úr eldstöðvakerfi Trölladyngju, heldur eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla. Sunnan undir Helgafelli er allmikill helluhraunsfláki. Næst Helgafelli liggur ofan á honum tiltölulega mjór taumur af yngra helluhrauni sem hverfur inn undir Gvendarselshraun.
Jón Jónsson (1977) hefur fjallað um hraun þetta og telur það komið úr Tvíbollum í Grindaskörðum. Ekki verður annað séð en að Hellnahraun sé framhald Tvíbollahrauns til vesturs. Í Krýsuvíkureldum flæddi hraunið frá Gvendarselsgígum yfir hluta hrauntaumsins þannig að samhengið rofnaði og hefur það villt mönnum sýn. Hellnahraun er auk þess einsdæmi á Reykjanesskaga að því leyti að það hefur runnið þvert yfir eitt eldstöðvakerfi og langleiðina yfir í það næsta, þ.e.a.s. hraunið kemur upp í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla, rennur þvert yfir eldstöðvakerfi Trölladyngju og þar sem það liggur næst sjó við Hvaleyrarholt er það í aðeins um 5 km fjarlægð frá austustu sprungunum sem þekktar eru í eldstöðvakerfi Reykjaness.

Tvíbolli

Tvíbolli (Miðbolli).

Þegar Hellnahraunið var kannað nánar sumarið 1991 kom ýmislegt nýtt í ljós. Sem fyrr segir liggur Hellnahraunið út á hraunið frá Óbrinnishólum vestur af Stórhöfða. Við könnun á neðri hluta hraunsins reyndist aldursafstaðan þveröfug, þ.e. Óbrinnishólahraunið hefur runnið út yfir Hellnahraun. Þegar betur er að gáð reynist Hellnahraun samanstanda af tveimur hraunum sem hér á eftir verða nefnd Yngra og Eldra Hellnahraun. Hraunin eru ákaflega lík í ytri ásýnd og var nokkrum erfiðleikum bundið að greina þau að, en það tókst. Aldur Eldra Hellnahraunsins er ekki þekktur að öðru leyti en því að það er eldra en hraunið frá Óbrinnishólum og yngra en Búrfellshraunið. Eftir útliti að dæma er það þó vart eldra en 3000-1000 ára. Hraunið er líkt og Yngra Hellnahraunið komið frá eldstöðvum í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur runnið svipaða leið í átt til sjávar

Aldur Yngra Hellnahraunsins

Hellnahraun

Eldra-Hellnahraun í sjó fram sunnan Hvaleyrar.

Jón Jónsson (1977) fann Landnámslagið undir Tvíbollahrauni og einnig kolaðarjurtaleifar sem hann lét aldursgreina. Taldi Jón hraunið hafa runnið á fyrstu árum Íslandsbyggðar. Árið 1988 tókum við sýni af koluðum jurtaleifum á sama stað og Jón hafði tekið sín sýni, við suðvesturhorn Helgafells. Einnig var tekið sýni af koluðum jurtaleifum undan Yngra Hellnahrauninu, í rústum af gömlum gervigíg, Rauðhól, skammt frá mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar.

Fagridalur

Gengið upp úr Fagradal um Breiðdalshraun.

Frá eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla hefur á sögulegum tíma runnið annar helluhraunstaumur, sem minnir mjög á Yngra Hellnahraunið. Hraunið kom upp sunnan við Kistufell í Brennisteinsfjöllum, rann til norðvesturs eftir Lönguhlíðarfjöllum og síðan fram af þeim niður í Fagradal og Breiðdal við Undirhlíðar. Þetta hraun hefur Jón Jónsson (1978a) nefnt Breiðdalshraun. Aldursgreining, sem Jón lét gera, bendir sterklega til að það hafi runnið í sömu goshrinu og Yngra Hellnahraun.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – hrauntröð.

Geislakolsgreiningar hafa verið gerðar á hraunum sem talin eru mynduð í sama gosi eða goshrinu og Yngra Hellnahraun. Greiningar á Breiðdalshrauni og Tvíbollahrauni eru ættaðar frá Jóni Jónssyni (1977, 1978a), en okkar sýni, sem tekið var undan Tvíbollahrauni á sama stað og sýni Jóns, er kennt við Helgafell. Sýnin frá Helgafelli og Rauðhól voru meðhöndluð til geislakolsmælingar á Raunvísindastofnun Háskólans, en sjálf mælingin fór fram á tandemhraðli Árósaháskóla. Líklegast hafa öll þessi hraun runnið á sama tíma á 9. eða 10. öld.”

Heimild:
-Jökull, 1. tbl. 01.12.1991, Krýsuvíkureldar II; Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns, Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, bls. 61-74.

Hellnahraun

Yngra-Hellnahraun ofan Hafnarfjarðar.

Ketilsstígur

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943 fjallar Ólafur Þorvaldsson um “Fornar slóðir milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar”, þ.á.m.a. Ketilsstíg:

“Ég ætla nú að lýsa að nokkru vegum, götum og stígum, sem liggja milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur og oftast voru farnir. Að sjálfsögðu sleppi ég hér þeim nýja Krýsuvíkurvegi, sem nú er að mestu fullger. Þó á hann þegar nokkra sögu, en hún er annars eðlis og skal ekki rakin hér.

Undirhlíðavegur

Krýsuvíkurleiðir

Krýsuvík – gamlar götur (ÓÞ).

Fyrst skal hér lýst þeim vegi, sem mest var farinn og aðallega, þegar farið var með hesta. Vegur sá var tekinn úr Hafnarfirði öðru hvoru megin Hamarskotshamars, upp yfir Öldur, þar sem nú er kirkjugarður Hafnfirðinga, upp í Lækjarbotna, með Gráhelluhrauni sunnanverðu, upp að Gjám, sem er hraunbelti frá því móts við Fremstahöfða, upp í Kaldársel. Þar var venjulega aðeins staldrað við, hestar látnir drekka, þegar farið var yfir ána, því að oftast var ekki um annað vatn að ræða, fyrr en til Krýsuvíkur var komið.
Frá Kaldárseli lá leiðin yfir smáhraunbelti, unz komið var að Undirhlíðum. Lá vegurinn suður með þeim, víða allsæmilegur, moldar- og melgötur. Vegurinn liggur yfir eitt hraunhaft, norðarlega með Undirhlíðum, kringum eldvörp þau, sem Ker heita, og hefur hraun streymt þar upp undan hlíðinni á vinstri hönd, þegar suður er farið.
Syðst með Undirhlíðum, eða nokkru sunnar en Stórihríshvammur, er farið yfir mel úr rauðu gjalli, og heitir sá melur Vatnsskarðsháls, þaðan er stutt í Vatnsskarð, þar sem hinn nýi vegur liggur nú úr hrauninu upp á hálsinn. Í Vatnsskarði var talin hálfnuð leiðin milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Venjulega var áð þar snöggvast, lagað á hestunum, gert að, sem kallað var, stundum kippt ofan, einkum ef lest var ekki þung. Þegar lagt er upp úr Vatnsskarði, taka við hinir svonefndu Hálsar, réttu nafni Sveifluháls, og má segja, að suður með hálsinum sé góður vegur. Sem næst þriggja stundarfjórðunga lestagang frá Vatnsskarði skerst dálítil melalda fram úr hálsinum, og heitir þar Norðlingaháls. Nokkru þar sunnar sjást í hálsinum leifar af brennisteinshverum, og heitir það svæði Köldunámur. Þar litlu sunnar tekur við stór grasflöt, sem Hofmannaflöt heitir. Við suðurenda hennar rís upp úr hálsinum hæsti tindur Sveifluháls, sem Miðdagshnjúkur heitir. Veit ég ekki, hvernig það nafn er til orðið, — en gamalt er það. Ef um dagsmörk er að ræða í því sambandi, getur það ekki komið frá Krýsuvík. Fremur gæti það átt við frá Hvaleyri eða Ási eða annars staðar í grennd Hafnarfjarðar. Þegar Hofmannaflöt sleppir, er skammt ófarið að Ketilsstíg, þar sem vegurinn liggur upp yfir hálsinn. Stór steinn er á hægri hönd og á honum dálítil varða, og er það leiðarmerki um það, að þeir, sem til Krýsuvíkur ætluðu, tækju stíginn upp í hálsinn, en héldu ekki lengra suður með, því að sá vegur lá til Vigdísarvalla og enda alla leið suður fyrir háls, og er syðsti útvörður þessa langa og tindótta háls, fagurt, keilulagað fell, — Mælifell.

Ketilsstígur

Ketilsstígur norðan Ketils.

Þegar Ketilsstígur er tekinn, liggur vegurinn fyrst upp allbratt klettahögg, en þegar upp á það er komið, liggur Ketillinn svo að segja fyrir fótum manns. Ketillinn er kringlóttur, djúpur dalur eða skálinn og ofan í hálsinn. Grasflöt er í botni Ketilsins, sem er svo djúpur, að botn hans mun vera jafn undirlendinu fyrir neðan Hálsinn.

Ketilsstígur

Ketillinn. Fíflvallafjall , Grænadyngja og Hrútafell fjær

Vestur- og norðvesturbrún Ketilsins er þunnur móbergshringur, en norður-, austur- og suðurhliðar eru hálsinn sjálfur upp á brún, og er hæð hans þar um 350 m. Ketilsstígur liggur því í fullan hálfhring um Ketilinn, hærra og hærra, þar til á brún kemur. Láta mun nærri, að verið sé 30—4 5 mín. upp stíginn með lest, enda sama þótt lausir hestar væru, því að flestir teymdu hesta sína upp stíginn. Ketilsstígur er tvímælalaust erfiðasti kaflinn á þessari hér umræddu leið. Slæmt þótti, ef laga þurfti á hestum í stígnum, og búast mátti við, ef baggi hrökk af klakk, hvort heldur var á uppleið eða ofan, að hann þá, ef svo var lagaður, ylti langt niður, því að utan stígsins, sem heita má snarbrattur, eru mest sléttar skriður ofan í Ketilbotn. Ketilsstígur er mjög erfiður klyfjahestum og sízt betri niður að fara en upp. Þegar upp á brún kemur, sést, að hálsinn er klofinn nokkuð langt norður, allt norður að Miðdagshnjúk, og eru í þeirri klauf sanddalir, sem Folaldadalir heita. Af vestari brún hálsins liggur vegurinn spölkorn eftir sléttum mel til suðausturs, og blasir þar við hæsta nípa á austurbrún hálsins og heitir Arnarnípa. Litlu sunnar er komið að dálitlu stöðuvatni, sem Arnarvatn heitir. Eftir það fer að halla niður af hálsinum að sunnan, og er nú ekki eins bratt og að vestan, þar til komið er fram á síðari brekkuna, sem er brött, en stutt. Þegar brekkunni sleppir, er komið í grashvamm, sem Seltún heitir.

Ketilsstígur

Ketilsstígur.

[Framangreind lýsing er verulega ýkt. Ekkert snarbretti er á þessari leið og er hún mjög auðveld göngufólki upp á hálsinn.]
Allur er hálsinn uppi, norðan vegar, gróðurlaus, en sunnan vegar er sæmilegur gróður. Allhár og umfangsmikill hnjúkur er sunnan vegarins, þegar austur af er farið, og heitir sá Hattur. Víðsýnt er af vesturbrún Sveifluháls, þaðan sér yfir allan Faxaflóa, allt til Snæfellsness, en af austurbrún blasir Atlantshafið við, sunnan Reykjaness. Þegar í Seltún kemur, er talið, að komið sé til Krýsuvíkur, þó er um einnar stundar lestagangur heim að Krýsuvík. Í Seltúni eru nokkrir leirhverir, og kraumar í sumum græn leðja, aðrir eru dauðir.
Úr Seltúnshvamminum er farið yfir alldjúpt gil, Selgil. Á sumrum seytlar þar vatn í botni, en á vetrum getur það orðið ófært með hesta sökum fannar, sem í það skeflir, þar eð gilið er djúpt og krappt.
Sunnan gilsins er Seltúnsbarð, og stóðu þar fram yfir aldamót síðustu tvö allstór timburhús, sem enskt félag, er rak brennisteinsnám þar og í Brennisteinsfjöllum á síðari hluta nítjándu aldar, reisti þar.
Nú eru þessi hús löngu horfin. Af Seltúnsbarði er haldið yfir svonefnda Vaðla. Eftir það taka við melar, og liggur vegurinn þar á vesturbakka Grænavatns. Nokkru norðvestar er Gestsstaðavatn, umlukt háum melum, og sést ekki af veginum. Þegar Grænavatni sleppir, er örstuttur spölur suður á móts við Nýjabæina, Stóri-Nýibær til vinstri, Litli-Nýibær til hægri, og þar með komið í Krýsuvíkurhverfi. Milli Nýjabæjanna og heimajarðarinnar Krýsuvíkur er um 12 mín. gangur. Tún heimajarðarinnar liggur sunnan undir og uppi í Bæjarfelli, en bæjarhús, kirkjan og kirkjugarðurinn standa á hól eða hrygg sunnarlega á túninu.

Ketilsstígur

Ketilsstígur.

Hér hefur verið lýst að nokkru aðalveginum milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar, sem, eins og fyrr segir, var oftast farinn og aðalleið á sumrin, þegar farið var lausríðandi eða með lest, og var þessi leið talin um 8 klst. lestagangur.
Þá mun ég hér að nokkru lýsa tveimur stígum, sem vestar liggja og aðallega voru farnir af gangandi mönnum, svo og ef farið var með fáa hesta að vetrarlagi, bæði af því að þessar leiðir lágu mun beinna við til Hafnarfjarðar eða frá, svo líka eftir því, hvernig snjór lá, ef mikill var. Ef snjó setti niður af austri eða norðaustri, t.d. meðan menn höfðu viðdvöl í kaupstaðnum, var venjulega snjóléttara á þessum leiðum en með Undirhlíðum og Hálsum. Hins vegar gat síðartalda leiðin verið snjóminni, ef mikið snjóaði af suðvestri. Þetta þekktu menn af langri reynslu. Annars voru vetrarferðir fátíðar með hesta milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar. Þó kom fyrir, að farið var fyrir jólin, aðallega þá með rjúpur til að selja, svo og stöku sinnum á útmánuðum. Venjulega fóru menn vetrarferðir, ef farnar voru, gangandi, og ýmist báru menn þá eSa drógu á sleSa þaS, sem með var verið. Stillt var svo til, að tungl væri í vexti og færi og veðurútlit sem ákjósanlegast. Margir voru þá mjög veðurglöggir, og var þar eftir ýmsu að fara, sem löng reynsla, ásamt skarpri eftirtekt kenndi mönnum.

Stórhöfðastígur
Þegar ferðamenn fóru Stórhöfðastíg, var farið frá Hafnarfirði upp hjá Jófríðarstöðum, um hlaðið í Ási, oft gist þar, ef menn t. d. komu frá Reykjavík. Frá Ási var farið suður úr Skarði, yfir Bleiksteinsháls, suður yfir Selhraun, vestan undir Stórhöfða, nokkurn spöl suðaustur með honum, lagt á hraunið frá suðrhorni hans, fyrst um gamalt klappahraun, þar til komið var á nýrra brunabelti, sem á sínum tíma hefur runnið ofan á gamla hraunið.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

Gegnum nýja brunann liggur stígur eða gata, sem enginn veit, hvenær ruddur hefur verið, annars með öllu ófær hestum. Í nýja brunanum, spölkorn austur af stígnum, eru tveir dálitlir blettir eða hólmar, sem bruninn hefur ekki náð að renna yfir. Hólmar þessir heita Snókalönd. Ekki ber þau hærra en umhverfið og sjást því ekki lengra til, og helzt ekki fyrr en að er komið. Hestfær götuslóð liggur norður í Snókalönd, nokkru austar en þar, sem Stórhöfðastígurinn kemur suður úr brunanum. Ekki eru Snókalöndin jafnstór, það vestra nokkru stærra, og slóð á milli. Hvað liggur til grundvallar þessu nafni, veit víst enginn lengur, en á tvennt mætti benda. Í fyrra lagi, að þarna hafi vaxið villihvönn, snókahvönn — geitla. Í öðru lagi, að blettir þessir, sem hafa verið miklu gróðurríkari en umhverfið, hafi fengið nafn sem land af töngum þeim og hornum, sem hinn ójafni brunakantur myndar þarna í grennd, og gæti því þýtt „Krókalönd”. Í orðabók Blöndals segir, að snókur sé angi eða útskiki út frá öðru stærra. Gætu því tangar þeir, sem út úr brunanum ganga, verið stofn að þessu nafni. Þó finnst mér fyrri tilgátan sennilegri. Líkur benda til, að þarna hafi verið nokkur skógur og máske verið gert þar til kola fyrrum.
Gatan út í Snókalöndin bendir á nokkra umferð þangað. Sökum fjarlægðar þessa staðar frá alfaraleið óttast ég, að svo geti farið, að hann gleymist og nafnið týnist, þar sem þeir, er mest fóru þar um og héldu með því við mörgum örnefnum, voru fjármenn og smalar, en þeim fækkar óðum um þessar slóðir sem víðar.

Snókalönd

Gata í Snókalönd.

Af þessum örsókum get ég hér þessara litlu hólma með hinu fágæta og fallega nafni. Þess má geta, að gren er í vestara Snókalandinu — Snókalandagren.
Þegar suður úr brunanum kemur, liggur stígurinn upp með suðvesturbrún hans, og fylgir maður brunanum, þar til komið er móts við Vatnsskarð í Undirhlíðum, sem farið er þá að nálgast. Úr því liggur stígurinn meira til suðurs, þar til komið er að Fjallinu eina. Er það fremur lágt, hrygglaga fjall með klettaborg á suðurenda. Austan undir því liggur stígurinn, og er þá Sandfell á vinstri hönd allnærri. Er nú stutt þar til komið er á Undirhlíðaveginn, skammt suður af Sandfellsklofa.
Stórhöfðastíg fóru stundum lausríðandi menn frá Krýsuvík til Hafnarfjarðar. Fóru þá sem leið lá inn með hálsum, þar sem sú leið er allgóður reiðvegur, þar til kom á móts við, þar sem Stórhöfðastígurinn lá vestur á milli Fjallsins eina og Sandfells. Sá stígur var stundum tekinn, því að við það féll úr mikill krókur, inn með Undirhlíðum um Kaldársel, en hitt bein lína til Hafnarfjarðar. Þó að Stórhöfðastígurinn sé frekar slitróttur, var gott að láta hestinn njóta hægu ferðarinnar, en jafnsnemma komið til Hafnarfjarðar eða fyrr, þrátt fyrir stirðari veg.

Hrauntungustígur
Þeir, sem ætluðu sér Hrauntungustíg frá Hafnaríirði til Krýsuvíkur, fóru um Jófríðarstaði að Ási, þaðan um bkarð vestan Ásfjallsaxlar, yfir hraunhaft milli Grísaness og Hamraness, undir vesturenda þess, austur að stórum steini flötum ofan, sem er þar stakur á jafnsléttu. Frá honum er farið suður á gamalt helluhraun um 10 mínútur, þá tekur við Nýibruni eða Háibruni, sem runnið hefur ofan á eldra hraunið. Gegnum brunann er, eins og á Stórhöfðastíg, rudd allgreiðfær gata, sennilega gerð á svipuðum tíma og Stórhöfðastígur, en hver það hefur látið gera, veit víst enginn, en nijög gamlar eru þessar vegabætur, og eru þær sennilega fyrstu vegabætur, sem gerðar hafa verið til Krýsuvíkur. Þó kann að vera, að stígurinn gegnum Ögmundarhraun, sem fyrr getur, sé eldri, og þá sennilega þær fyrstu. Gegnum Háabrunann er sem næst 20 mín. gangur með lest, og þegar á suðurbrún hans kemur, ganga til beggja handa suður úr brunanum tvær brunatungur, sem stígurinn liggur suður á milli, og ná þessar tungur spölkorn suður á svokallaðan Almenning, sem er nú búfjárhagar Hraunajarðanna, en hefur fyrr á öldum, eins og nafnið bendir til, verið frjáls til afnota fleiri en Hraunabændum, t. d. til kolagerðar, og sjást þar enn allvíða leifar gamalla kolagrafa. Af brunatungum þessum tel ég víst, að stígurinn hafi nafn fengið, Hrauntungustígur.

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur.

Eftir að suður úr Hrauntungum kemur, er óglögg, sums staðar jafnvel engin gata, og verður því sjónhending að ráða, enda torfærulaust yfir kjarri vaxið lágahraun, en allt á fótinn. Þegar kemur dálítið upp í Almenninginn, fer maður nálægt gömlu selstæði, sem Gjásel heitir, og er þar venjulega vatn. Sennilega hefur þar verið haft í seli frá Þorbjarnarstöðum eða Stóra-Lambhaga í Hraunum. Nokkru austar er annað selstæði, sem Fornasel heitir. Þegar suður á há-Almenning kemur og útsýnið víkkar til suðurs, sést hár klettahryggur í suðvestur, og eru það Sauðabrekkur. Norður af þeim er farið yfir víða og djúpa gjá, á jarðbrú, Sauðabrekkugjá, eftir það er komið á svonefnda Mosa, sem er flatt grámosahraun, og er gata þar allglögg. Þá er hár brunahryggur, sem liggur frá norðri til suðurs á vinstri hönd og heitir Hrútagjá, Hrútadalir þar suður af. Þegar Mosum sleppir, hefur maður Mávahlíðarhnjúk og Mávahlíðar skammt sunnar á hægri hönd.
Móti Mávahlíðum syðst er komið í Hrúthólma; er það langur, en fremur þunnur melhryggur, nokkuð gróinn neðan, öllum megin, smávin í þessari brunaeyðimörk. Þegar úr Hrúthólma er farið, taka við sléttar hraunhellur, ágætar yfirferðar. Sunnarlega á þessum hellum er stakt móbergsfell, Hrútafell. Þegar á móts við það kemur, en það er nokkuð til hægri við stíginn, er stutt þar til komið er á sumarveg Krýsuvíkur, skammt norðan Ketilsstígs.
Þessi leið, sem hér hefur lýst verið að nokkru, var að heita má eingöngu farin af gangandi mönnum, og stundum ráku Krýsvíkingar fé til förgunar þessa leið. Sömuleiðis kom fyrir, að hún var farin af Herdísarvíkurmönnum, svo og Selvogsbúum, þegar þeir ráku fé í kaupstað, ef snjór var fallinn á fjallið og Kerlingarskarð, sem annars var þeirra aðalleið til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
Hér hefur þá nokkuð ýtarlega verið gerð tilraun til að lýsa þeim þremur höfuðleiðum, sem lágu milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur, frá því þar varð fyrst byggð, fram á síðustu ár.

Hrútfell

Hrútfell.

Að lokum vil ég svo geta að nokkru fjórðu leiðarinnar, sem kom fyrir, að Krýsvíkingar fóru, ef með hesta voru fyrir néðan, þ.e. í Hafnarfirði, og dreif niður svo miklum snjó, að hinum leiðunum var engri treyst. Þá gat þessi leið verið fær. Leið þessi lá frá byggð í Hraunum sunnan Hafnarfjarðar. Þegar menn fóru þessa leið, var venjulega farið út af Suðurnesjaveginum, norðan Rauðamels, skammt sunnan Óttarsstaða, um Óttarsstaðasel, vestan undir Skógarnefjum, sunnan Einihlíða, en norðan Lambafells, fram hjá afar stórum klettum, sem eru einstæðir á sléttum mosaflákum og Bögguklettar heita, þaðan yfir brunatagl, sem liggur upp að norðurhálsi Trölladyngju, upp
slóða yfir hálsinn, síðan yfir helluhraun slétt norðan Hörðuvalla, sem er nokkurt undirlendi mót norðri, milli Trölladyngju og Grænudyngju. Þá er komið að fjalli, sem Fíflavallafjall heitir, og farið nokkuð suður með því að austan, þar til komið er undir Stórusteinabrekku, þaðan liggur stígurinn yfir slétt helluhraun norðan Hrútafells, unz komið er á stíginn upp úr Hrúthólma, sem er á Hrauntungustígsleið, sem áður getur.
Önnur leið upp úr Hraunum lá nokkru norðar, — eða upp frá Þorbjarnarstöðum, venjulega norðan Draughólshrauns, um Straumsel, norðan Gömluþúfu, sem er hár og umfangsmikill klettur upp úr hæstu hæð Hraunaskógar (Almennings). Þegar upp fyrir Gömluþúfu kom, mátti fara hvort menn vildu heldur, austan eða vestan Sauðabrekkna, og var komið á Hrauntungustíg norðan Mávahlíða. Þessi leið var helzt farin af Hraunamönnum, er svo voru almennt kallaðir, sem fóru aðallega til fjárleita haust og vor til Krýsuvíkur, svo og af Krýsvíkingum, þegar fyrir kom, að þeir sóttu sjóföng til Hraunabænda, því að meðan Hraunajarðir voru almennt í byggð sem bændabýli, sem var fram yfir síðustu aldamót, — enda tvær jarðir enn —, var þaðan mikil sjósókn.

Hellan

Krýsuvíkurvegur um Helluna.

Áður en við yfirgefum þessar slóðir að fullu, skulum við nú, þegar við hverfum frá Krýsuvík að þessu sinni, fara leið, sem við höfum ekki áður farið. Þessi leið er hin svonefnda Vatns- eða Dalaleið. Nú vill svo til, að nokkur kafli hins nýja vegar frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur liggur með Kleifarvatni að vestan, svo að nú gefst fleiri mönnum kostur á að fara þessa leið en áður var.
Þessi leið mun ekki hafa talizt til höfuðleiða milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar, enda sjaldan farin, og þá helzt á vetrum. Þó tel ég hana ekki með öllu ómerkilega, og ber fleira til en eitt. Það er þá fyrst, að þessi leið er stytzta og beinasta lestaleiðin milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar. Hún er greiðasta og hægasta leiðin. Hún liggur í sérkennilegu og fögru umhverfi. Hún var nokkrum annmörkum háð, — og hún gat verið hættuleg.
Þessa leið var ekki hægt að fara, jafnvel svo árum skipti, nema ísar væru tryggir, og lágu til þess tvær meginástæður. Annars vegar réðu hér um vetrarhörkur, hins vegar náttúrufyrirbæri, sem enn eru óskýrð, svo að fullsannað sé. Hér kom fram sem oftar, að ekki fóru ávallt saman óskir ferðamannsins og lögmál náttúrunnar. Til þess að hægt væri að fara þessa leið með hesta að vetri til, varð Kleifarvatn að vera á hestís. Reynslu voru menn búnir að fá fyrir því, að Kleifarvatni var ekki að treysta á ís með hesta fyrr en eftir vetrarsólhvörf.
Meginorsök þess, hve vatnið leggur seint, er vafalaust sú, að allmikill hiti er í botni þess, sér í lagi að sunnanverðu, og hafa, þegar vatnið er lítið, verið talin þar milli 10 og 20 hveraaugu, sem spýta sjóðheitri gufu upp í vatnið og í loft upp, þegar út af þeim fjarar. Hvað sem um skoðanir manna og reynslu í þessu efni er að segja, er hitt víst, að frosthörkur voru venjulega meiri og stóðu oft lengur, eftir að kom fram yfir miðjan vetur. Hins vegar var vorís ekki treyst, þótt þykkur væri.”

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 01.01.1943, Fornar slóðir milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar – Ólafur Þorvaldsson, bls. 83-87.

Arnarvatn

Arnarvatn við Ketilsstíg.

Hvaleyrarvatn

Í Náttúrufræðingnum 1998 segir m.a. að “Hvaleyrarholt og Ásfjall eru að mestu úr grágrýti sem er yngra en 0,7 milljón ára og undir Hvaleyrarvatni og Ástjörn er einnig að finna grágrýti frá sama tíma. Hraunið sem stíflar vötnin er hluti af Hellnahrauni, sem er dæmigert helluhraun, með ávölum sprungnum hraunkollum, að mestu gróðurlaust nema í gjótum og bollum og sjást þess engin merki að það hafi nokkurn tíma verið gróið að marki. Hellnahraun er í raun tvö hraun sem hafa verið nefnd Yngra- og Eldra-Hellnahraun.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn. Selhöfði og Stórhöfði fjær, en Húshöfði og Vatnshlíð nær.

Hraunin eru ákaflega lík að ytri ásýnd og nokkuð erfitt að greina þau að. Eldra-Hellnahraun er um 2000 ára gamalt og líkt og Yngra-Hellnahraun komið frá eldstöðvum í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur runnið svipaða leið til sjávar. Yngra-Hellnahraun hefur einnig verið nefnt Tvíbollahraun, en það hefur að öllum líkindum runnið í sömu goshrinu og Breiðdalshraunið á síðari hluta 10. aldar og komið úr Tvíbollum í Grindaskörðum (Sigmundur Einarsson o.fl. 1991).
Út frá þessu má ætla að Hvaleyrarvatn og Ástjörn hafi orðið til fyrir u.þ.b. 2000 árum.”
Lítill lækur rennur frá Ásfjalli í Ástjörn, en í Hvaleyrarvatn hefur einungis safnast yfirborðsvatn eftir rigningar og snjóa. Hið síðarnefnda er því háðari veðursveiflum frá einum tíma til annars.

Selhöfði

Selhöfði – stekkur.

Ómar Smári Ármannsson skrifaði grein í Fjarðarpóstinn 2003 undir fyrirsögninni: “Á Gangi við Hvaleyrarvatn”. Í greininni er m.a. lýst gönguferð við vatnið, tóftum, seljum og borgum:
“Hvaleyrarvatn er í kvos sem er umlukin hæðardrögum á þrjá vegu; Vatnshlíð að norðanverðu, Húshöfða að austanverðu og Selhöfða að sunnanverðu. Selhraun (Hellnahraun) lokar fyrir afrennsli vatnsins að vestanverðu.
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hóf uppgræðslu við vatnið árið 1956. Nú er svæðið orðið kjörið útivistarsvæði. Göngustígar liggja um skóginn og í kringum vatnið, um 20 mínútna léttur gangur. Á svæðinu eru einnig nokkrar minjar frá tímum fjárbúskapar, sem gaman er að skoða, auk þess sem torfhlaðin hafa verið ágæt skeifuskjól á stöku stað. Hús Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er í Húsmúla, en í Selhöfða er skáli Gildisskátanna. Sumarhús er undir Vatnshlíðinni, en vestan hans er Bleikingsháls.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Ákjósanlegt er að byrja göngu frá bílastæðinu norðan við vatnið. Í Húshöfða má t.d. sjá tóft af hlöðnum stekk efst á hæð, Beitarhúsahálsi, norðan húss Skógræktarfélagsins. Sunnan hússins er nokkuð stór tóft í hlíðinni. Það er rúst beitarhúss, Veturhúss, frá Jófríðarstöðum, en var síðast notað árið 1922 frá Ási. Rétt vestar eru jarðlægar leifar, líklega af fyrrum selstöðu. Þar skammt sunnar í hlíðinni við göngustíg er minnisvarði í svonefndum Systkinalundi. Hann er um Kristmundarbörn, en þau létu eftir sig minningarsjóð til styrktar skógræktarstarfi í Hafnarfirði.

Ássel

Ássel.

Sunnan við Hvaleyrarvatn, undir Selhöfða eru tóftir tveggja selja. Austar eru tóttir, líklega sels frá Ási, niður undan skátaskálanum, en vestar, á grónum tanga, eru tóftir Hvaleyrarselsins. Þar lagðist selsbúskapur af eftir að smali frá Hvaleyri fann selsstúlku látna og illa leikna niður við vatnið. Talið var að nykur, sem átti að hafa haldið til í vatninu annað hvert ár, hafi ráðist á og banað stúlkunni. Nykurinn átti, skv. sögnum, að búa hitt árið í Urriðakotsvatni, en hann mun hafa drepist þar frostaveturinn mikla áríð 1918. A.m.k. sást aldrei til hans eftir það.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – stekkur.

Vestan við veginn, sem liggur vestan við vatnið, eru hleðslur í klapparkvos. Þar gæti hafa verið stekkurinn frá Hvaleyrarseli.
Sunnan við Selhöfða er Seldalur, þangað sem vegurinn liggur. Sunnan hans er Stórhöfði. Uppi á hálsinum, vinstra megin við veginn þegar komið er að Seldal, er tótt. Norðan hennar er ágæt gönguleið til norðurs upp á Selhöfða. Þegar þangað er komið er beygt til hægri, uppá klapparhæðina, sem þar er. Á henni eru leifar gamals stekkjar, auk annars minni og eldri skammt austar. Auðvelt er fyrir vant fólk að koma auga á minjarnar, en erfiðara fyrir aðra. Þær eru augljósastar þegar staðið er norðan við hleðslurnar og horft í átt að Stórhöfða. Þá sjást þær vel. Í norðanverðum Seldal er stekkur og auk þess óljósar seltóftir á grónum hvammi.

Stórhöfði

Nátthagi við Stórhöfða.

Vestan við Stórhöfða er grjóthlaðinn nátthagi með fjárskjólum. Líklegt má telja að hafi tengst selstöðunni í Seldal fyrrum. Vestan við Hvaleyrarvatn eru einnig minjar, bæði hlaðinn stekkur og óljósar jarðlægar tóftir.
Vörður eru á höfðunum fimm umleikis. Flestar eru þetta landamerkjavörður frá bæjunum er landið tilheyrði fyrrum.
Ágæt gönguleið er niður af Selhöfða til vesturs, á milli furulunda. Þá er komið að vatninu á milli seljanna og auðvelt að ganga meðfram því til baka – að bílastæðunum. Þessi ganga tekur u.þ.b. klst.”

Sjá einnig MYNDIR frá Hvaleyrarvatni og nágrenni..

Heimildir:
-Náttúrufræðingurinn, 3.-4. tbl. 01.05.1998, bls. 276.
-Fjarðarpósturinn, 17. tbl. 30.04.2003, Á Gangi við Hvaleyrarvatn – Ómar Smári Ármannsson, bls. 11.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn – minjar.

Þorbjarnastaðir

Nýtti sem FERLIRsfélagi góðviðrið í morgun að rölta í rólegheitum um slóðir forferðranna í Hraunum.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir í Hraunum – tóftir.

Á Þorbjarnastöðum bjuggu skömmu eftir aldarmótin 1900 langamma mín, Ingveldur Jónsdóttir, dóttir Jóns Guðmundssonar hreppstjóra á Setbergi, og Þorkell Guðnason frá Guðnabæ í Selvogi. Hann var langdvölum við sjósókn, en Ingveldur stjórnaði búrekstrinum af röksemi. Þau, hjúin, eignuðust samt sem áður ellefu börn, þ.á.m.a. Ingveldi Þorkelsdóttur, ömmu mína, síðar bústýru í Teigi í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík (byggður 1934). Hún, með elskulegum manni sínum, Árna Guðmundssyni frá Klöpp í sama hverfi eignuðust einnig ellefu börn, þ.á.m. föður minn, Inga Ármann Árnason. Án hans, sem og ekki síst móður minnar, Fjólu Eiðsdóttur frá Raufarhöfn, og allra hinna fyrrum væri ég ekki að skrifa þessa lýsingu. Fjóla var dóttir Eiðs Eiríkssonar frá Gasgeira á Melrakkasléttu og Járnbráar Kristrúnar Sveinbjörnsdóttur frá Klifshaga í Öxnarfirði. Í dag hafa afkomendurnir því miður lítinn áhuga á fortíð sinni. Þeir virðast hafa meiri áhuga á sjálfum sér og nánustu líkamspörtum – ef marka má samfélagsmiðlana.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – brunnur.

Rifjaði upp á röltinu lýsingar á hinu og þessu í umhverfinu með vísan til opinberra skráninga og viðtala við afkomendur þessa fólks í gegnum tíðina. Niðurstaðan varð m.a. sú að örnefni eru ekki bara örnefni. Þau eiga það til að breytast, bæði mann fram af manni sem og á milli manna í gegnum tíðina. Örnefni skráð á einum tíma, af tilteknum aðila, eftir öðrum slíkum geta haft gildi sem slík, en þau þurfa hvorki að vera hin einu réttu né endanleg. Þegar fjallað er opinberlega um örnefni á tilteknu landssvæði má telja víst að ekki verða allir sammála. Þá reynir gjarnan á skynsemina að greina þar á milli…

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – Miðdegisvarðan; Hádegisvarðan frá Straumi.

Krýsuvík

Viðurkenndar prófgráður hafa jafnan verið metnar til verðleika þegar sótt er um störf.

Krýsuvík

Krýsuvík – Vinnuskólinn (HH).

Höfundur lauk m.a. barnskólaprófi, gagnfræðiprófi, menntaskólaprófi, stúdentsprófi, prófi frá Lögregluskóla ríkisins, prófi frá stjórnunarskóla FBI í Bandaríkjunum og prófi í fornleifafræði við Háskóla Íslands, auk ótal prófgráða eftir hin og þessi námskeið í gegnum tíðina. Var auk þess í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, nefndarmaður í ótal nefndum og formaður nokkurra.
Sú “prófgráða”, sem þó hefur nýst honum hvað best í gegnum tíðina, er reynslan frá Vinnuskólanum í Krýsuvík. Þá var hann á aldrinum 8-11 ára. Að vísu var enginn “útskrifaður” frá skólanum þeim arna með prófgráðu, en í lok hverrar annar fengu flestir þátttakendur viðurkenningarskjöl, sem hvert og eitt var verðskuldað og ígildi prófgráðu.

Krýsuvík

Drengir í Krýsuvík við sundlaugagerð sunnan Bleikhóls – HH.

Auk viðurkenninganna fengu hlutaðeigendur laun fyrir vinnuframlag sitt. Jafnan þurfti sérhver að vinna hálfan dag á launum. Vinnuframlag hvers og eins var metið frá degi til dags, allt frá 25 aurum til einnar krónu. Verðbólgan lék Vinnuskólann illa, líkt og aðra slíka vinnustaði. Á síðasta ári Vinnuskólans voru hæstu daglaunin 5. kr.
Eftir hádegismat var farið í gönguferðir um nágrennið, landlagið metið og útskýrt. Ratleikir eða aðrir slíkir voru um helgar. Þá var hópnum gjarnan skipt upp í hópa, sem hver og einn fékk það verkefni að stefna að ákveðnu marki. Oftar en ekki kom til átaka milli hópanna. Sérhver fékk “lífteygju” á upphandlegg – ef hún varð slitin var viðkomandi úr leik.
Kofar voru byggðir í gilinu við Hettulækinn, sundlaug grafin sunnan Bleikhóls og silungsveiðar stundaðar í Kleifarvatni, gengið upp að Arnarvatni á Sveifluhálsi eða inn að Víti í Kálfadölum.
Einhverja daga, virka sem og um helgar, þurfti hver og einn að aðstoða í eldhúsi; skræla kartöflur, leggja á borð og vaska upp. Þar voru daglaunin best. Boðið var upp á morgunmat (hafragraut og mjólk), hádegismat (bjúgur, fiskibollur o.s.frv.), kvöldmat (sem ég man nú ekki hver var) og kvöldkaffi. Miðdegiskaffið (mjólk á glerflösku og brauðsneið) tókum við jafnan með okkur í gönguferðirnar um nágrennið.
Aukreitis þurfti sérhver að búa um sitt rúm, skúra herbergisgólf og ganga, þvo sinn þvott, hengja upp og strauja hann síðan með rúmfjölunum, sem fólust undir rúmdýnunni.

Krýsuvík

Drengir í Vinnuskólanum við Seltún. Drottningarholan í bakgrunni – HH.

Í fríum var leikið með tindáta í gólfskotstöðu á grámáluðu steingólfinu, lesið, spilað á mylluleik eða þátt tekin í úthugsuðum íþróttaviðburðum, s.s. fótboltamótum á milli herbergjanna, 1-5. Allan tímann voru foreldranir víðs fjarri.
Að kvöldi dags var kvöldvaka; kvikmyndasýning. Þá var setið með krosslagða fætur í röð á kjallaraganginum og horft á “Síðasta móhikanann” eða einhverja aðra spennandi dásemd. Í framhaldinu var kvöldkaffi; kakó og kex. Áður en gengið var til náða var farið sameiginlega með “faðir vorið”.
Allt starfsfólk Vinnuskólans stóð sig frábærlega – ekki bara í einu heldur og öllu. Í seinni tíð hefur gjarnan verið kvartað yfir meðferð barna á meðferðarheimilum ríkis og sveitafélaga, en því var alls ekki til að dreifa í Krýsuvík. Skólastjórar og skátaforingjar frá Hafnarfirði höfðu forgöngu með skólanum. Má þar t.d. nefna Helga Jónasson, Hauk Helgason, Ólaf Proppe, Hörð Zóphaníesson, Birgi Friðleifsson, Rúnar Brynjólfsson o.fl.
Vinnuskólinn í Krýsuvík var aflagður vegna tilkomu nýrrar heilbrigðisreglugerðar af hálfu ríksins, sem gerði honum ómögulegt að halda áfram hinni merkilegu starfsemi við þær aðstæður, sem þá var boðið upp á í Krýsuvík – illu heilli.

Hér má lesa Krýsuvíkursönginn, sem jafnan var upphafinn við hátíðleg tilefni. Höfundurinn er Hörður Zóp.

Vasklega að verki göngum
vinir með gleðisöngvum
karlmennskan lokkar löngum
lífsglaðan hug.
Kempur í kampasveit
í Krýsuvík vinnum heitt,
að duga og treysta vort drenglyndi og heit
Ræktum og byggjum, bætum,
brosandi þrautum mætum,
vorinu þrátt við þrætum,
þeytum á bug….

Sjá meira um Vinnuskólann  HÉR og HÉR.

Krýsuvík

Krýsuvík – HH.