Færslur

Brúsastaðir

Í skráningarskýrslu um „Fornleifar milli Skerseyrar og Langeyrar“ árið 1998 segir m.a.:

„Skráningin afmarkast af Flókagötu og Hjallabraut, Skjólvangi að norðan, bæjarmótum við Garðabæ að vestan og sjó að sunnan.

Fornleifar í Hafnarfirði milli Skerseyrar og Langeyrar

Langeyri

Langeyri og nágrenni.

Svæði það sem hér er birt skýrsla um er í útjaðri Hafnarfjarðarkaupstaðar, á mörkum landbúnaðarhverfisins í kringum Garða og kaupstaðarins sem breiddist út frá botni fjarðarins frá því seint á 17. öld. Stærsti hluti svæðisins er úfið en þó víða gróið hraun og eru mannvistarleifar fyrst og fremst meðfram sjónum. Landið tilheyrði upphaflega Görðum en ekki er vitað um búsetu á því fyrr en undir lok 17. aldar að býli var reist á Skerseyri. 1703 er auk þess getið um einar sjö þurrabúðir á svæðinu sem virðast hafa verið í óstöðugri byggð og virðist sem þær hafi alla verið byggðar eftir 1650 (JÁM X, 178). Vitað er að1670 voru allar þurrabúðir norðan við Hafnarfjarðarkaupstað í eyði (SS Saga Hafnarfjarðar, 192). Vera má að útræði frá þessum stað með tilheyrandi kotbúskap hafi ekki hafist að marki fyrr en kaupstaðurinn var fluttur frá Hvaleyri inn í fjörðinn eftir 1667. Frá þeim tíma virðist þó sennilegt að búskapur hafi verið af og til á stöðum eins og Brúsastöðum, Eyrarhrauni og Langeyri. Þessi bæjarstæði gætu því verið allfornar þurrabúðir þó ekki hafi ritheimildir varðveist um það. Þurrabúð hafði verið á Langeyri um langt skeið er verslunarhús voru reist þar 1776. Föst verslun mun þó ekki hafa verið rekin þar eftir 1793 en á 19. öld risu kotbýli á svæðinu auk Skerseyrar og Langeyrar: Gönguhóll, Eyrarhraun og Brúsastaðir. Hvalstöð virðist hafa verið reist á Rauðsnefí um 1860 en starfaði ekki lengi. Um aldamótin 1900 voru risin fiskverkunarhús á Fiskakletti og í kjölfarið byggðist upp fiskverkunarðastaða á Langeyrarmölum og allmargir fískreitir voru gerði í hrauninu ofanvið á fyrstu árum 20. aldar. Þetta svæði hefur þó lengstaf verið á jaðri bæjarins og fyrir utan Langeyrarmalir hafa helstu umsvif þar á 20. öld tengst búskap í smáum stíl, en langt fram eftir þessari öld áttu margir bæjarbúar nokkrar kindur í kofum í útjöðrum bæjarins. Íbúðabyggð hefur ekki orðið á skráningarsvæðinu nema á hrauninu norðaustantil (við Sævang) en þar hefur verið lítið um eldri mannvirkjaleifar.
Engu að síður hefur verið töluvert rask á svæðinu, tengt ýmisskonar framkvæmdum síðustu áratugi og er sáralítið eftir af fornum mannvirkjum þar. Einkenni fyrir svæði eru gtjóthleðslur frá ýmsum tímum, sem finna má mjög víða, og er oft ógerlegt að segja hvort þær eru fornar eða aðeins nokkurra ára gamlar.
Upplýsingar um minjastaði eru fengnar úr rituðum heimildum, einkum gömlum kortum, örnefnaskrám og skjölum prentuðum í Sögu Hafnarfjarðar.

Garðar

Garðar

Garðar og nágrenni.

Hafnarfjörður á 16 ha þríhyrning úr landi Garða, frá gömlu marklínunni í átt að Álftanesvegi, þar sem nú er hluti ad Norðurbænum í Hafnarfirði. Görðum tilheyrir landið sjávarmegin við Hafnarfjarðarveg inn að Arnarneslæk sem ræður til sjávar. Ö-Garðahverfi, 2.

Bali

Balavarða (landamerkjavarða).

Er Hafnarfjarðarkaupstaður var stofnaður 1907 voru honum ákveðin norðurmörk: “Úr sjó utanvert við Balatún, sjónhending eftir takmörkum Hafnarfjarðarhrauns og Dysjamýrar, þar til kemur á hinn forna veg frá Görðum til Reykjavíkur. Eftir þeim vegi í Engidal. Þaðan eftir nyrðri brún Hafnarfjarðarhrauns, þar til kemur á móts við austurhorn Hraunholtstúns …“ (ÁG Saga Hafnarfjarðar 1, 101).
Land þetta tilheyrði þó Garðastað eftir sem áður en 1912 keypti Hafnarfjarðarkaupstaður það mestallt og heimilaði Alþingi það með lögum nr. 12, 22.10.1912 með þessum merkjum: “Bein lína úr Balaklöpp við vesturenda Skerseyrarmalar í veginn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, þar sem hann fer að fara lækkandi frá norðurbrún hraunsins. Þaðan bein lína í Hádegishól, hádegismark frá Hraunsholti, nálægt í hásuður frá bænum, spölkorn frá hraunjaðrinum. ..“ Hamarskotstún var eftir sem áður eign Garðastaðar (ÁG Saga Hafnarfjarðar 1, 102-104).
1703: “Úthagar nálægt heimastaðnum eru bæði þröngvir og snögglendir.“ JÁM IT, 181.

Skerseyri

Skerseyri

Tóftir Skerseyrar.

1703 segir um Skerseyri: “Hjáleiga í Garðastaðarlandi hjer um XX ára gömul“ og hefur þetta býli samkvæmt því fyrst byggst eftir 1680 — JÁM X,178-179. 2 heimili með 6 og 2 mönnum voru á Skerseyri 1801 en 1816 var þar aðeins eitt heimili með 4 mönnum. Skerseyri er talin meðal býla í sóknarlýsingu frá 1842.
Samkvæmt manntali 1845 voru enn 4 til heimilis á Skerseyri. Samkvæmt manntali 1901 bjuggu 5 heimilismenn þar. Haustið 1902 var Skerseyri í eyði en byggðist þó aftur skömmu síðar. “Skerseyrartún: Næsta býli við Litlu|-Langeyri. Þar var kýrgras eitt sinn og býlið hjáleiga frá Görðum. Skerseyrartúngarður. Hann lá um túnið. En við sjó horfinn í Mölina.“ segir í örnefnalýsingu.

Langeyri

Langeyri

Síðasta íbúðarhúsið á Langeyri.

Hjáleiga frá Görðum. Garðakirkjueign. “Langeyri var fyrrum þurrabúð, en á síðara hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar var rekin þar verslun …“ SS: Saga Hafnarfjarðar, 408. Í jaraðbókum 1760 og 1802 er getið um smábýlin Langeyri, Bala og Skerseyri en 1842 er í skýrslu sóknarprests aðeins getið um Langeyri. Það er hinsvegar ekki nefnt í skýrslu sýslumanns frá sama tíma – JJ, 92. Langeyri hefur verið í hvað stöðugastri byggð af býlum á þessu svæði frá 18. öld og fram á þá 20. 1802 voru þar 2 ábúendur sem báðir hlutu fátækrastyrk úr konungssjóð — SS Saga Hafnarfjarðar, 248. 1816 var aðeins ein fjölskylda á Langeyri en 1845 var þar aftur komið tvíbýli. “Langeyri var stundum nefnd Skóbót, en það gæti verið afbökun eða stytting úr nafninu Skómakarahús, sem rekur lestina t.d. í bæjatali í Hafnarfirði |frá um 1805, en þar kemur Skómakarahús á eftir Gönguhóli.“ – MS: Bær í byrjun aldar, 114.

Langeyri

Langeyri um 1920.

Í manntali frá 1845 er Skóbót þó talin næst á eftir Langeyri (sunnan við) þannig að ekki virðist það geta staðist að um sama býli hafi verið að ræða. Eftir aldamótin 1900 óx athafnasvæði í kringum Fiskaklett í átt að Langeyri og lét Ágúst Flygenring reisa fiskverkunarstöð á Langeyrarmölum árið 1902. Hún var keypt af hlutafélaginu Höfrungi 1920 og stækkuð og þá voru einnig gerðir þar fiskreitir – SS Saga Hafnarfjarðar, 515. Seinna átti Lýsi og Mjöl þessi hús. Þessi mannvirki eru horfin nú en þau hafa skemmt eldri mannvirki að meira eða minna leyti.

Langeyri

Langeyri um 1970.

Býlið var innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar frá því að kaupstaðurinn var stofnaður 1907 en bærinn keypti landið af Garðastað með heimild Alþingis, lögum nr. 13, 22.10.1912.
Á bæjarstæðinu stendur steinhús merkt “Langeyri 1904″ og er það númer 30 við Herjólfsgötu. Húsið stendur í lægð í hrauninu. Ekki er að sjá neinar leifar eldri mannvirkja. Umhverfis húsið er grasi gróin garður. Framan við húsið hefur garðurinn verið niðurgrafin að hluta til, og þar hefur verið plantað trjám.

Litla Langeyri/Brúsastaðir (býli)

Brúsastaðir

Brúsastaðir.

Í manntali frá 1801 er Litla Langeyri talin milli Skerseyrar og Stóru-Langeyrar og vor þar þá tvö heimili með 4 og 2 mönnum. Í sóknarlýsingu frá 1842 er Litla-Langeyri talin meðal býla á svæðinu milli Fiskakletts og Skerseyrar.
“Litla-Langeyratún: Tún býlis er þarna stóð. Síðar Brúsastaðir. Litlu-Langeyrartúngarður: Garður af grjóti kringum býlið.

7 þurrabúðir

Brúastaðir

Brúsastaðir (Litla-Langeyri) um 1975.

Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem tekin var saman fyrir Garðahrepp árið 1703 er sagt að eftiralin tómthús standi út með Hafnarfirði í Garðastaðarlandi: “Eysteinshús eður Geirahús. Þingvallnabúð. Stigshús eður Jodísar hús. Illugabúð eður Langeyrarbúð. Ofanmannabúð. Laugardælabúð. Þessar búðir eru sumar 50 ára gamlar, sumar ýngri, sumar fárra ára. Hefur staðarhaldarinn þær í þeim góðu fiskiárum burt leigt, sumar aðkomandi mönnum með skipsuppsátri fyrir v aura undirgift og sumar tómthúsmönnum fyrir x álna leigu og mannslán.

Brúsastaðir

Brúsastaðir um 1975.

Í sumar lögðust inn skipshafnir, sem reru á staðarhaldarans bátum, er þar við búðirnar uppsátur höfðu, og fjekk þá tómthúsmaðurinn soðningarkaupið. Þessar grasleysubúðir eru nú síðan fiskirfið minkaði sumpart öldúngiss niðurfallnar, sumar hánga uppi enn nú íbúðar og leigulausar á fallanda fæti, ef fiskiríið ei aftur að legst.“ JÁM X, 178
Ekki er vitað hvar þessar þurrabúðir hafa verið að öðru leyti en því að þær hafa verið milli kaupstaðarlóðarinnar (þ.e. norðan við Fiskaklett) og Skerseyrar sem næst er talin af hjáleigum Garða. Langeyrarbúð hlýtur að hafa verið nálægt Langeyri eða jafnvel á því bæjarstæði því býlisins er ekki getið í jarðabókinni. Líklegt er að einhverjar hinna hafi verið á bæjarstæðum sem seinna eru þekkt undir öðrum nöfnum, s.s. Gönguhóll, Flatir og Brúsastaðir en ekkert verður þó um það fullyrt.

Verslunarhús

Langeyri

Langeyri (lengst til vinstri) um 1950.

Á árabilinu 1774-1787 var tekin hér við land konungleg þilskipaútgerð, m.a. í því augnamiði að kenna Íslendingum fiskveiðar. Bækistöðvar þessarar útgerðar voru í Hafnarfirði og þar “var fiskurinn verkaður, og þar voru reist geymsluhús og íbúðarhús handa verkafólki. Bauð Thodal stiftamtmaður Guðmundi sýslumanni Runólfssyni með bréfi, dagsettu $. júní 1776, að út sjá hentuga staði til þessara húsbygginga og tjáði honum í því sambandi, að hin konunglega tollstofa hefði tilkynnt sér, að vegna húkkorta og jaktfiskveiða í Hafnarfirði þyrfti að reisa þar tvö ný hús, annað á Hvaleyri til vetrarbústaðar stýrimönnum og hásetum á jöktunum, en hitt á Langeyri handa eftirlegumönnum. Óskaði stiftamtmaður eftir því, að sýslumaður veldi hentugar lóðir undir þessi hús …

Langeyri

Langeyri um 1920.

Á uppdrætti af firðinum, sem gerður var um þessar mundir, sjást … verzlunarhúsið á Langeyri … aðalsaltfiskverkunin fór fram á Langeyri, norðan fjarðarins.
Þetta hús er merkt sem verslunarhús á uppdrætti af Hafnarfirði frá um 1778. Það var reist á kostnað konungs en selt ásamt öðrum eignum hans í Hafnarfirði á uppboði 31.7.1792 og keyti það Dyrkjær skipstjóri fyrir 17 rd. og 4 sk. (SS Saga Hafnarfjarðar, 249) en hann hafði áður verið leigjandi í húsinu. Þann 28.5.1793 skipaði danska rentukammerið Jochum Brinck Lund að hætta verslun á Langeyri frá næsta hausti og 8.6.1793 var Kyhn kaupmanni, sem rekið hafði lausaverslun og fiskverkunarstöð á Langeyri bannað að halda þeirri starfsemi áfram (SS Saga Hafnarfjarðar, 252). Þessar aðgerðir voru til stuðnings fastakaupmanni í Hafnarfirði og virðist ekki hafa verið verslað á Langeyri eftir þette. Þó leyfði stiftamtmaður O.P. Möller kaupmanni í reykjavík að reka útibú á Langeyri sumarið 1832. Rentukammerið hafnaði þessu hins vegar og varð Möller að hætta verslun sinni 1833 (SS Saga Hafnarfjarðar, 244).
Ekki er vitað nákvæmlega hvar þetta hús stóð nema að það mun hafa staðið í grennd við þurrabúðina Langeyri. Ekki er að sjá neinar húsaleifar á því svæði enda hefur þar verið ýmiskonar rask undanliðnar tvær aldir. Fiskverkunin hefur verið á sama svæði skammt frá fjörunni.

Langeyrarbyrgi (fiskbyrgi)

Langeyri

Garðar og hús í hrauninu vestan Langeyrar.

“Fyrrum voru allmikil fiskibyrgi á hraunhólum þarna.“ segir í örnefnalýsingu.
Tvö fiskbyrgi sjást enn. Þau eru í halla í N hrauninu. Ofar er lítil tóft (3x2m) með tveim rekaviðar-drumbum þvert yfir tóftina og netaleifum. Neðan við hana er stærri og ógreinilegri tóft (1 1×1 lm), skipt í hólf. Allt hlaðið úr hraungrýti, neðri tóftin að miklu leyti grasigróin.

Langeyrarbrunnur (brunnur)
“Var neðst í túninu. Aðeins vatn á fjöru“, segir í örnefnalýsingu.
Brunnur þessi er nú horfinn. Hann hefur annaðhvort lent undir Herjólfsgötu eða er horfinn fyrir raski neðan við hana.

Langeyrarstígur (leið)

Langeyrarstígur

Langeyrarstígur.

“Langeyrarstígur lá úr Langeyrartúni, austur og upp hraunið eftir lægð í því upp á bala vestan við Víðastaði á Garðaveginn. Verslunarvegur er verslun var á Langeyri“, segir í örnefnalýsingu.
Þessi gata sést enn að hluta frá enda Drangagötu og til austurs. Þar tvískiptist hún, liggur annarsvegar til norðurs og endar þar við enda Klettagötu, og hinsvegar til norðurs og endar þar aftan við Herjólfsgötu 18. Gatan liggur yfir hraunið og er að hluta til upphlaðinn vegur. Ef það er rétt að gata þessi séð frá þeim tíma er verslað var á Langeyri þá er hún frá 18. öld.

Draugaklif (örnefni)

Langeyri

Eyrarhraunsgata ofan Langeyrar.

„Vestur af Melunum er Gatklettur. Nú hruninn að mestu, var allhár áður fyrr, og vestan við hann er bás, sem nefndur er Bás. Þetta er djúpt malarvik, Þar aðeins vestar var einstigi með sjónum, sem var nokkuð tæpt, og var það nefnt Draugaklif.“ segir í örnefnalýsingu Hafnarfjarðar eftir Ara Gíslason en í örnefnaskrá fyrir Álftaneshrepp segir að Gatklettur hafi verið fallinn saman 1929 og hafi verið fram frá Sundhöllinni vestanverðri“.
Dregaklif. Sigurgeir Gíslason segir að þetta nafn muni hafa verið réttara. Þarna strandaði skip og kjölurinn – dregarinn – lá þarna lengi eftir í fjörunni.“
Einstigið er horfið enda liggur Herjólfsgata tæpt með sjónum á þessum stað og hlaðinn kantur sjávarmegin við hana. Ekki er vitað við hvaða draugagang klifið var kennt.

Gönguhóll (bústaður)

Gönguhóll

Gönguhóll (Sönghóll).

Gönguhóll eða Sönghóll var klapparrani kallaður sem gekk fram í sjó framan við Langeyrarbæ. “Bær stóð þarna vestan undir, lóðin kölluð svo“ segir í örnefnalýsingu. Þar er einnig bætt við að Lifrarbræðslustöð hafi verið sett á bæjarrústunum 1903 en byggð mun hafa lagst af í Gönguhóli skömmu fyrir 1902. Þá var einnig bryggja byggð niður frá þessum stað og stóð neðsti hluti hennar enn 1964. Litlar heimildir eru um byggð við Gönguhól en býlið er nefnt í bæjatali úr Hafnarfirði frá 1805 milli Fiskakletts og Skómakarahúss, sem mun vera sama og Langeyri.

Langeyri

Lifrabræðslan við Hvaleyri, byggð af August Flyrening um 1910.

Ekki er óhugsandi að Gönguhóll sé sama býli og Hraunbrekka sem getið er um í sóknarlýsingu frá 1842, sem næsta býlis austan við Langeyri – SSGK, 206. Gönguhóls er ekki getið í manntölum frá 19. öld en í manntali frá 1845 er Skóbót með tveimur fjögurra manna fjölskyldum talin næst á eftir Langeyri og má vera að um sama býli sé að ræða.
Gönguhóll var nálægt því sem nú er Herjólfsgata 24. Allar minjar eru horfnar á þessum stað. Þarna standa nú hús á öllum lóðum og sker Drangapata það svæði þar sem líklegt er að túnið hafi verið.

Flatir/Eyrarhraun (býli)

Langeyri

Varða við fyrrverandi Eyrarhraun.

Í sóknarlýsingu frá 1842 er getið um býlið Flatir milli Langeyrar og Litlu-Langeyrar. “Flatirnar: Sléttar flatir innan við Malarkambinn fyrir Mölunum miðjum. Þarna var býli, þurrabúð, hér óx brenninetla. Eyrarhraunstún: Svo voru Flatirnar kallaðar eftir nafnbreytinguna á þessari þurrabúð. Eyrarhraunstúngarður: Garður er lá innan við Malarkampinn og var á hlið og stétt heim að Flötunum og Mýrarhrauni.

Langeyri

Eyrarhraunstúngarður.

Flata eða Eyrarhrauns er ekki getið í manntölum 1801, 1816 eða 1845.
Nú stendur steinhúsið Eyrarhraun, sem að hluta til er grafið inn í hólinn, á hæð í hrauninu, um 200m frá sjó, SOm norðaustur af Eyrartjörn. Þar er einnig grunnur úr bragga. Ekki er að sjá neinar leifar eldri mannvirkja.

Tjarnarbryggja (bryggja)

Langeyri

Leifar lifrabræðslunnar vestan Gönguhóls.

“Tjarnarbryggjan: Bryggja að Steinboga yfir Eyrarhraunstjörn.“ segir í örnefnalýsingu.
Vestan við Eyrartjörn eru leifar af sementsstöpli með járna- og grjóthrúgu „sem gætu verið leifar Tjarnarbryggju.
Fiskreitir; Dísureitur og Ingveldarreitur, voru ofan Eyrarhraunstjarnar. Þeir eru nú horfnir.

Vegur

Langeyrarstígur

Langeyrarstígur.

Vegur sem að hluta til er hlaðinn upp sitthvoru megin með hraungrýti, með smásteinum og mold á milli, er sunnan við Sævang 33 og liggur yfir hraunið að Eyrarhrauni.

Tóft
Um 11O m norðan við Eyrahraunstjörn og Tjarnarbryggju er tóft í lægð í hrauninu. Hún er hlaðin úr torfi, hálfkúlulaga. Dyr snúa í austur og er tréhurð í þeim.

Litlu-Langeyrarbrunnur (brunnur)
Í laut sunnan við Bæinn. Aðeins á Fjöru. … Brúsastaðatún: 1890 var grafið í gömlu bæjarústirnar og kom upp brot af leirbrúsa. Þar af kom nafnið.“ segir í örnefnlýsingu Álftaneshrepps. 1901 voru 5 heimilismenn á Brúsastöðum en fyrir aldamótin hafði þurrabúðin verið í eyði um skeið.
Tvö hús standa í bæjarstæðinu og er mikið af grjóthlöðnum görðum umhverfis, flestir nýlegir en hugsanlegt er að sumir séu leifar af túngörðum frá 19. öld.

Draugur (Stifnishólar)

Brúsastaðir

Brúsastaðir og Stifnishólar (t.v.).

“Fram af Brúsastöðum (012), fram í sjó, eru háir hraundrangar, sem heita Stifnishólar. Þar var kveðinn niður draugur um aldamótin 1800″.
Stifnishólar eru rétt sunnan við Brúsastaði.

Skerseyrarvör (lending)

Skerseyri

Sjávargata Skerseyrar að Skerseyrarvör.

“Þegar kemur vestur fyrir Stifnishóla, er Skerseyrarmöl, og í henni er Skerseyrarvör.“ — “Skerseyrarvör. Hún var þarna í fjörunni á sinni tíð. Niðurlögð (1964).“
Þar sem vörin hefur verið er hlaðin og steypt varða.

Hvíluhóll (áfangastaður)
“Þaðan er bein lína í Hvíluhól, en sá hóll er fast norðaustan við Garðaveginn til Hafnarfjarðar. Á Hvíluhól lögðu menn af sér byrgði á leið til og frá Hafnarfirði.“
Mikið rask hefur verið á þessu svæði og er hóllinn horfinn.

Landamerkjavarða

Langeyri

Landamerkjavarða við Hvíluhól.

“Þaðan er bein lína í Hvíluhól, en sá hóll er fast norðaustan við Garðaveginn til Hafnarfjarðar. Á Hvíluhól lögðu menn af sér byrgðir á leið til og frá Hafnarfirði. Úr vörðu á Hvíluhól er svo línan í vörðu á hraunbrún sunnan við Engidal.“
Mikið rask hefur verið á þessu svæði og er hóllinn með vörðunni horfinn.

Markvarða (landamerkjavarða)
“Stóð ofanvert við Árnagerði.“ “Svo var svæðið nefnt frá Garðaveginum allt upp að Hellisgerði. Árni Hildibrandsson ræktaði það um 1866.“
Mikill hluti af þessu svæði er byggt upp. Ekkert sést og því ekki hægt að staðsetja nákvæmlega, en líklegast er að varðan hafi staðið á svæðinu frá Sævangi 18 að
enda Klettagötu.

Tóft
Tóft er við sjávarmál um 50m suður af Brúsastöðum. Hún er byggð utan í klappir alveg við sjóinn. Hlaðin úr grjóti og að hluta styrkt með sementi.

Hvalstöð

Langeyri

Kofatóft ofan Langeyrar.

“Þegar komið er yfir Gönguklif, taka við Langeyrarmalir, og þar vestar er Rauðsnefstangi. Þar var eitt sinn hvalstöð, en lagðist niður vegna þess, að þar kom fyrir slys“, segir í örnefnalýsingu.
Rauðsnefstangi er mjög óslétt hraungrýtt svæði. Þar eru tvær litlar tjarnir, um 20 m frá sjó. A.m.k 7 litlar (3×5 m) grjóthlaðnar tóftir eru á þessum stað, og grjóthlaðnir garðar á milli. Ein tóft stendur enn með þaki og timburstoðum.

Hammershús (bæjarstæði)
“Hammershússlóð: Hún lá sunnan við Rauðsnef undir húsi sem Hvalfangarinn norski Hammer reisti þarna um 1860. Hér átti að verða Hvalstöð, en hætt var við það.“
Enginn húsgrunnur er þó þar.

Litla-Langeyrarvör/Brúsastaðavör (lending)
“L-Langeyrarvör. … vestan við Stifnishóla“, segir í örnefnalýsingu.

Allans-reitur (fiskreitur)

Allians

Allans-fiskreitur við Hrafnistu. Var eyðilagður er viðbygging var gerð.

“Langstærsti fiskreiturinn, sem Hellyer bræður létu gera eftir að þeir keyptu Svendborg 1924 og hófu útgerð frá Hafnarfirði varAllans-reiturinn, sem svo var nefndur, en hann var kenndur við Allen majór, framkvæmdastjóra Hellyers-bræðra í Hafnarfirði. Allans-reiturinn var þar, sem nú er Hrafnista, dvalarheimili aldraðra sjómanna í Hafnarfirði.“
Um 100 m austur af suð-austur horni Hrafnistu eru leifar af fiskreit (60 m langur, liggur norður-suður) og hefur nyðri hluti hans lent undir aðkeyrslu að Hrafnistu.
Reiturinn liggur ofan á lágum hraunhólum, en sunnan við hann og um 2 m neðar ganga tveir garðar (eða leifar af görðum) til suðurs og er grunn dokk á milli ca. 50×20 m.

Heimild:
-Fornleifar milli Skerseyrar og Langeyrar, Fornleifaskráning í Hafnarfirði ll – Hildur Gestsdóttir og Sædís Gunnarsdóttir; Fornleifastofnun Íslands 1998.
-https://www.google.is/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=&ved=2ahUKEwjNurDJrNnrAhVB66QKHSSeDVwQFjARegQICBAB&url=https%3A%2F%2Ffornleif.is%2Fwp-content%2Fuploads%2F2018%2F01%2FFS063-98131-Skerseyri-og-Langeyri.pdf&usg=AOvVaw3vonlzqTOr5qFbmLymG6pw

Langeyri

Langeyri og nágrenni – örnefni.

Hafnarfjörður

Ásgeir Guðmundsson fjallar um „Lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar“ í Sögu Hafnarfjarðar 1908-1983, en mörk bæjarfélagsins hafa vaxið ört frá því að það fékk kaupstaðaréttindi 1. júní 1908:

„Í 1. grein laga um bæjarstjórn í Hafnarfirði 22. nóv. 1907 voru takmörk kaupstaðarins ákveðin þannig:

Hafnarfjörður

„Úr sjó utanvert við Balatún, sjónhending eftir takmörkum Hafnarfjarðarhrauns og Dysjamýrar, þar til kemur á hinn forna veg frá Görðum til reykjavíkur. Eftir þeim vegi í Engidal. Þaðan eftir nyrðri brún Hafnarfjarðarhrauns, þar til kemur móts við austurhorn Hraunholtstúns, Þaðan beina stefnu yfir neðanverðan Kaplakrika í vörðu á háholtinu fyrir ofan Jófríðarstaði, þaðan í Fuglastapaþúfu efri beina leið í sjó fram. Kaupstaðurinn skal skyldur til að setja nægilega mörg varanleg merki, er sýni greinilega takmörk landsins, og viðhalda þeim.“

Jófríðarstaðir

Jófríðarstaðir fyrrum – tilgáta.

Mikið skorti á, að Hafnarfjarðarbær ætti árið 1908 það land, sem var innan bæjarmarkanna.
Í árslok 1908 var að frumkvæði Jóns Hermannssonar þáverandi bæjarstjóra rætt um það á bæjarstjórnarfundi utan dagskrár, hvort eða að hve miklu leyti kaupstaðurinn ætti að gera ráðstafanir í þá átt að eignast eitthvað af því landi, sem hann var byggður á og að honum lá. Síðla árs 1910 stóð Hafnarfjarðarbæ til boða að kaupa allar fasteignir Brydeverslunar í bænum ásamt fleira á 37.500 kr., þ.e. Akurgerðislóð ásamt öllum húsum og mannvirkjum, sem voru á lóðinni. M.a. var um að ræða fyrsta fiskþurrkunarreitinn, sem gerður var í hrauninu fyrir norðan Hafnarfjörð. Verslunarhús og önnur mannvirki á Akurgerðislóð voru ekki lengi í eigu Hafnarfjarðarbæjar, því að bæjarstjórn seldi Magnúsi Th. S. Blöndahl kaupmanni þau árið 1911.
HafnarfjörðurÁri seinna gaf prófasturinn á Görðum, Jens Pálsson, Hafnarfjarðarbæ kost á að kaupa nokkuð af því landi, sem bærinn stóð á og Garðar áttu, og einnig nokkurt beitiland fyrir samtals 52.000 kr. Við það voru landamörkin miðuð við „beina línu úr Balaklöpp við vesturenda Skerseyrarmalar í veginn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, þar sem hann fer að fara lækkandi ofan af norðurbrún hraunsins, þaðan bein lína í Hádegishól, hádegismark frá Hraunsholti, nálægt í hásuður frá bænum, spölkorn frá hrtaunjaðrinum, úr Hádegishól bein lína í Miðaftanshól, sem er gamalt miðaftansmark, miðað frá Vífilsstöðum; – þá tekur við Urriðakotsland; þá Setbergsland, allt til Lækjarbotna; og loks Selvogsmanna- eða Grindarskarðsvegur.“
Innifalið í þessum kaupum var Hamarskot, en undanskilið var Hamarkotstún innan girðingar og Undirhamarstúnblettur.
HafnarfjörðurÍ desember 1912 keypti Hafnarfjarðarbær hálfa jörðina Hvaleyri, þ.e. Hjörtskot, Halldórskot, Sveinskot, Tjarnarkot, Vesturkot og Egilsonsgerði. Kaupverðið var 7.000 kr.

Árið 1915 keypu bærin Hamarsland á kr. 10.500 kr. Undanskyldar voru nokkrar lóðir, s.s. lóð Íshúss Hafnarfjarðar. Hamar var upphaflega í landi Jófríðarstaða, og þar eða eigendur Jófríðarstaða töldu sig eiga tilkall til ítaka í Hamarslandi, mótaks og skipsuppsátur, ákvað bæjarstjórn árið 1919 að greiða þeim í eitt skipti fyrir öll 600 kr. gegn því, að þeir slepptu öllu tilkalli til þessara ítaka.
Eins og áður hefur komið fram, voru Hamarskots- og Umdirhamarstún undanskilin, þegar aðrar eignir Garðakirkju í Hafnarfirði voru seldar bæjarfélaginu 1912. Þá var gert ráð fyrir að presturinn hefði þar grasnytjar, ef hann flyttist til Hafnarfjarðar. Í desember 1927 var byrjað að sverma fyrir landinu og árið 1930 keypti bærinn það fyrir 12.000 kr. Sú kvöð hvíldi á Hamarkotstúni, að einungis mátti reisa þar byggingar til almenningsþarfa, en að öðru leyti átti túnið að vera skemmtistaður handa Hafnfirðingum, og var það notað til þeirra hluta um skeið. Undirhamarstún mátti kaupstaðurinn ekki selja, heldur aðeins leigja það út til byggingarlóða.
HafnarfjörðurÁrið 1924 reis ágreiningur milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Jóhannesar J. Reykdals um landamerki Hafnarfjarðar og Setbergs. Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu 1925, og féll hann Jóhannesi Reykdal í vil.
Árið 1932 keypti Hafnarsjóður Hafnarfjarðar jörðina Óseyri ásamt húsum af Böðvari Böðvarssyni bakara fyrir 39.000 kr. Óseyri var elsta nýbýlið í hinu forna Jófríðarstaðalandi.
Sumarið 1935 keypti Hafnarfjarðarbær af kaþólska trúboðinu (Compagnie de marie) hluta úr landi Jófríðarstaða.
Að loknum landakaupum þeim, sem hér hefur verið gerð grein fyrir, átti Hafnarfjarðarbær mestan hluta þess lands, sem hann náði yfir. Að undanskildum hluta af landi Jófríðarstaða, sem bar í eigu Campagnie de Marie, og heimajörðinni á Hvaleyri, sem var í eigu Gjafasjóðs séra Þórarins Böðvarssonar, voru aðeins tvær lóðir inni í sjálfum kaupstaðnum í einkaeign. Önnur var lóðin Vesturgata 2, þar sem Hótel Björninn stóð, og var hún í eigu erfingja Augusts Flygenrings, en hin var lóð Íshúss Hafnarfjarðar.
Árið 1936 fékk ríkið f.h. Hafnarfjarðarbæjar heimild til að taka eignarnámi lönd til að stækka lögsagnarumdæmið. Tilgangurinn var að bæta úr þeim mikla skorti á ræktunarlandi, sem var í Hafnarfirði um þessar mundir. Samkvæmt því var ríkinu heimilt að taka eignarnámi afnotarétt af öllu óræktuðu landi jarðarinnar Áss í Garðahreppi, þann hluta af óræktuðu landi jarðarinnar Hvaleyri í hafnarfirði, sem ekki var þegar eign Hafnarfjarðarbæjar, afnotarétt þess landssvæðis, sem takmarkaðist þannig: Að austan af veginum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, að norðan af Arnarneslæk og Arnarnesvogi, að vestan af beinni línu úr suðvesturhorni Arnarnesvogar að vesturhorni Engildals, þaðan með fram Álftanesveginu að aðalveginum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Undanskilið var þó land nýbýlisins Langholts og land milli Arnarnes- og Hraunsholtslækja, sem þegar hafði verið skipt á milli bænda í Garðahreppi, og jarðarinnar Krýsuvík og Stóra-Nýjabæ í Grindavíkurhreppi.
Árið 1941 var gengið endanlega frá kaupum Hafnarfjarðarbæjar á Krýsuvík og Stóra-Nýjabæ, og var afsal fyrir þessum jörðum gefið út 20. febr. 1941.
Hafnarfjörður

Árið 1947 gafst Hafnarfjarðarbæ kostur á að kaupa landsvæði úr landi Straums, sem var í eigu Bjarna Bjarnasonar skólastjóra á Laugarvatni og Skógræktar ríkisins. Ári síðar samþykkti bæjarstjórn að kaupa eftirfarandi landsvæði; landsvæði úr Straumslandi, sem var austan krýsuvíkurvegar, þ.e. á vinstri hönd, þegar farið er til Krýsuvíkur, þar með taldir vikurhólarnir neðan vatnskarðs, sem vafi lék á, hvort tilheyrðu Hafnarfirði eða Straumi, landsvæðið frá mörkum Hafnarfjarðar (Hvaleyrar), sem lá milli Keflavíkurvegar og sjávarins, þ.e. á hæghri hönd þegar farið var til Keflavíkur. Þetta svæði var norðvestanendinn á Kapelluhrauni, Ofaníburðarhóll, sem var u.þ.b. 2 km. suður frá Straumi. Ofangreind landsvæði fengust keypt fyrir 50.000 kr., að viðbættum helmingi af sjóði eim, sem myndast hafði vegna sölu á vikri úr Vatnsskarði að upphæð 18.000 kr. Auk þess var landsvæði sunnan Keflavíkurvegar og vestan Krýsuvíkurvegar um 2 km á hvern veg, sem Skógrækt ríkisins seldi Hafnarfjarðarbæ gegn því, að bærinn reisti á sinn kostnað girðingu á mörkum landsvæðisins, sem yrði um leið varnargirðing fyrir land það, sem Skógræktin hafði eignast úr Straumslandi. Kostnaður við kaup á landsvæði Skógræktarinnar nam um 30.000 kr.

Hamarskot

Hamarskot fyrrum – tilgáta.

Haustið 1955 hafði Hafnarfjarðarbær makaskipti á landsvæðum við Skógrækt ríkisins, og voru þau fólgin í því, að Hafnarfjarðarbær lét af hendi hluta af undirhlíðum frá skógræktargirðingu, sem þar var, suður að vikurhólunum við Vatnsskarð. Bærinn fékk á móti frá Skógræktinni landsvæði úr Straumslandi milli krýsuvíkruvegar og Óttarsstaða og fylgdu því ofaníburðarhólar þeir, sem voru á svæðinu, ásamt öðrum landgæðum.
HafnarfjörðurÁrið 1956 tók Hafnarfjarðarbær eignarnámi eign Gjafasjóðs Þórarins Böðvarssonar á Hvaleyri, auk Flensborgartúns, og greiddi fyrir það 1.380.000 kr.
Sumarið 1956 féllst hreppsnefnd Garðahrepps á að verða við beiðni bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um innlimun landspildu úr landi Setbergs í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar. Landsvæði þetta var í Kinnunum vestan Hamarkotslækjar og norðan við nýja Suðurnesjaveginn.
Árið 1959 var með lögum frá Alþingi ákveðin ný umdæmismörk fyrir Hafnarfjörð, enda hafði bærinn þá þegar þanist úr fyrir núverandi mörk.
Árið 1964 höfðu Hafnarfjarðarbær og Garðahreppur makaskipti á löndum. Í hlut Hafnarfjarðar kom sá hluti Garðahrepps, sem lá sunnan við Hafnarfjörð. Þar var um að ræða svokallaðar hraunjarðir. Nánara tiltekið var þetta landsvæði vestan Krýsuvíkurvegar, og náði það suður að Vatnsleysustrandarhreppi. Á móti féll Hafnarfjarðarbær frá leigurétti sínum á ræktunarspildum úr landi jarðeignadeildar ríkisins á Hraunsholti og við Arnarnes samkvæmt leigusamningi dags. 14. nóv. 1940, með þeirri undantekningu, að leigusamningar við einstaklinga, sem átu stoð í greindum samningi Hafnarfjarðarbæjar við jarðeignadeildina, skyldu áfram vera í gildi.

Hvaleyri

Hvaleyri fyrrum – tilgáta.

Vorið 1964 samþykkti Alþingi frumvarp til laga um sölu jarðarinnar Áss í Hafnarfirði (hún var lögð undir lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar 1959), sem bærinn nýtti sér í framhaldinu. Sama ár voru lögð fram lög á Alþingi um útfærð umdæmismörk Hafnarfjarðar. Í framhaldi nýtti Hafnarfjarðarbær sér forkaupsrétt að öllum lóðum og fasteigum vestan krýsuvíkurvegar, þ.e. Lónakot, Óttarsstaði, þar með talið gamla býlið Óttarsstaði II, Óttarsstaðagerði, Blikalón I, Glaumbæ, Straum og Straumsbúið, Jónsbúð, Þýskubúð, sumarbústaði, Litla-Lambhaga, Stóra-Lambhaga og einstakar aðrar landspildur.

Setberg

Setbergsbærinn – tilgáta.

Enn voru gerðar breytingar á lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar vorið 1971. Við féll hluti af landi Dysja undir Hafnarfjörð, en þá var fyrirhugaða að byggja í Norðurbænum.
Í nóvember 1977 gerðu Hafnarfjarðarbær og Garðbær með sér samning um breytingu á lögsagnarumdæmum sveitarfélaganna. Samkomulagið var í aðalatriðum fólgið í því, að spilda úr landi Þórsbergs og setbergs, ðalallega landið ofan Reykjanesbrautar frá FH-svæðinu suður á móts við Flóttamannaveg, var lögð undir lögsagnarumbæmi Hafnarfjarðar, en Garðabær fékk á móti land Hafnarfjarðar ofan við Reykjanesbraut. Breytingarnar tóku gildi árið 1978.
Nú á Hafnarfjarðarbær mestallt landið innan kaupstaðamarkanna. helstu landspildurnar, sem bærinn á ekki, eru hluti Jófríðarstaðalands, hluti Straumslands, Óttarsstaði og Lonakot. Þá eru nokkrar byggingarlóðir í einkaeign. Lönd jarðanna Þórsbergs, Setbergs og Hlébergs, sem eru innan lögsagnaumdæmis Hafnarfjarðarkaupstaðar, mun Hafnarfjarðarbær eignast innan tíu ára, sbr. samning við landeigendur, dagsettan í júlí 1980.“

Heimild:
-Saga Hafnarfjarðar 1908-1983, Ásgeir Guðmundsson – Bújarðir í Hafnarfirði, I. bindi, bls. 101-122.

Hafnarfjörður

Lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar 2020.

Hamarskot

Í Sögu Hafnarfjarðar 1908-1983 eftir Ásgeir Guðmundsson er m.a. fjallað um bújarðir í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar:

Hvaleyri

Hvaleyri fyrrum – tilgáta.

„Helsta bújörð í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar var Hvaleyri. Lítið er vitað um hana fram til ársins 1703 annað en það, að hún var í eigu Viðeyjarklausturs fram að siðaskiptum, en þá sló konungur eign sinni á hana eins og annað í klaustursgóss. Í kaþólskum sið var kirkja á Hvaleyri, sem var annexía frá Garðakirkju á Álftanesi. Þessi kirkja var lögð niður árið 1765. Rækilegar upplýsingar um Hvaleyri er að fá í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703. Þar kemur fram, að jörðin var ekki mikil bújörð, en höfuðkostur hennar var góð lega til fiskviða, enda var útræði frá Hvaleyri allan ársins hring. Þó var útvegur Hvaleyrarbónda heldur lítilfjörlegur árið 1703. Á fyrri hluta 18. aldar varð túnið á Hvaleyri fyrir miklum skemmdum af völdum sandfoks og ágangs fugls og maðks. þegar Þorsteinn Jónsson varð ábúandi á Hvaleyri árið 1770, hófst hann handa um umbætur á jörðinni, og tók hún miklum stakkaskiptum. Frá árinu 1772 eru til tvær myndir af bæ Þorsteins á Hvaleyri, sem menn í leiðangri Sir Joseph Banks teiknuðu. Árið 1870 keypti séra Bjarni Sívertsen Hvaleyri af konungi, en að Bjarna látnum var jörðin seld, og gekk hún kaupum og sölum næstu áratugina. Árið 1870 keypti séra Þórarinn Böðvarsson heimajörðina á Hvaleyri, og nokkrum árum síðar gaf hann og kona hans jörðina ásamt tilheyrandi húsum, svo og Flensborgarlóðina, til stofnunar alþýðu- og gagnfræðaskóla í Flensborg. Heimajörðin á Hvaleyri var síðan í eigu Flensborgarskólans og síðar Gjafasjóðs séra Þórarins Böðvarssonar og konu hans, uns Hafnarfjarðarbær keypti hana árið 1956 með leyfi menntamálaráðuneytisins. Nú er golfvöllur á Hvaleyri.
Þorsteinn Egilsson kaupmaður eignaðist smám saman alla Hvaleyrartorfuna, að undanskilinni heimajörðinni. Hinn 12. desember 1912 seldu erfingjar Þorsteins Hafnarfjarðarbæ torfuna.

Jófríðarstaðir

Jófríðarstaðir fyrrum – tilgáta.

Önnur helsta bújörðin í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar var Jófríðarstaðir. Jarðarinnar er fyrst getið 1541, og var hún þá eign Skálholtsdómkirkju, en árið 1563 eignaðist konungur Jófríðarstaði og nokkrar aðrar jarðeignir í Gullbringusýslu. Árið 1804 keypti Bjarni Sívertsen jörðina af konungi og reisti þar skipasmíðastöð. Að Bjarna látnum gekk jörðin kaupum og sölum, uns kaþólska trúboðið (Campagnie de Marie) eignaðist hana alla árið 1922.
Þriðja bújörðin í landi Hafnarfjarðar var Hamarskot, sem dró nafn sitt af Hamrinum. Nafnið bendir til þess, að hér hefur ekki verið um stórbúli að ræða. Hamarskot er fyrst getið árið 1579, og var það þá í eigu Garðakirku. Síðar eignaðist landssjóður jörðina, en árið 1913 keypti Hafnarfjarðabær hana, að undanskildu Hamarskotstúni innan girðingar og Undirhamarstúnbletti. Hafnarfjarðarbær keypti þessi tvö tún árið 1930, og hefur allt Hamarskotslandið því verið í eigu bæjarins frá þeim tíma.

Akurgerði

Akurgerði og klettar ofan þess.

Fjórða bújörðin í Hafnarfirði var Akurgerði norðanmegin fjarðarins. Búskap lauk þar á seinni hluta 17. alfar. Fram til 1677 var akurgerði hjáleiga frá Görðum á Álftanesi, en þá hafði Hans Nansen yngri makaskipti á Akurgerði og hálfum Rauðkollsstöðum í Eyjahreppi í Hnappadalssýslu. Um leið var verslunarstaðurinn, sem hafði verið á Háagranda á Hvaleyrarhöfða, fluttur í Aksurgerðisland. Einungis var um þurrabúðir að ræða í Akurgerði eftir 1677.
Af því, sem hefur verið rakið hér að framan, er ljóst að fram til 1677 voru fjórar bújarðir í Hafnarfirði, en þegar Akurgerði var tekið undir verslunarstað, voru þrjár eftir. Það var ekki fyrr en á fyrri hluta 19. aldar, að byggðin fór að aukast í firðinum og allmörg smámýli risu í lægðinni sunnan við fjarðarbotninn. Þessi smábýli voru upphaflega þurrabúðir, sem voru reistar í hinu forna Jófríðarstaðarlandi, þ.e. þeim hluta þess, sem firmað Jensen & Schmidt seldi Steingrími Jónssyni og Árna Hildibrandssyni árið 1848 og hlaut seinna nafnið Hamar. Hafnarfjarðarbær eignaðist Hamarsland árið 1915. Af nýbýlum í Hamarslandi er Óseyri elst.“

Heimild:
-Saga Hafnarfjarðar 1908-1983, Ásgeir Guðmundsson – Bújarðir í Hafnarfirði, I. bindi, bls. 25-26.

Hamarskot

Hamarskot fyrrum – tilgáta.

Hansabærinn

Á upplýsingaskilti við Smábátabryggjuna (Flensborgarhöfnina) í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi um Hansabæinn Hafnarjörð:

„Hið svokallaða Hansasamband var stofnað í Lübeck í Þýskalandi á 13 öld og var bandalag kaupmanna í verslunargildum borga í Norður- og Vestur-Evrópu. Lübeck var á þessum tíma mjög öflug verslunarborg og útskipurnarhöfn inn á Eystrasaltið eftir að elsti skipaskurður Evrópu var opnaður árið 1398 á milli Trave og Elbe.

Hafnarfjörður

Upplýsingaskiltið við smábátabryggjuna.

Upp úr 1470 hófu Hansakaupmenn að sigla til Íslands, upphaflega komu þeir einungis frá Bergen í Noregi en fljótlega eiggin frá þýsku Hansaborgunum Hamborg, Lübeck og Bremen. Konungur hafði veitt Hansakaupmönnum leyfisbréf til verslunar á Íslandi árið 1468 en mikil samkeppni myndaðist á milli enskra og þýskra kaupmanna um bestu hafnirnar hér á landi í kjölfarið og til eru heimildir frá árinu 1475 um ófrið þeirra á milli við Hafnarfjörð.

Hafnarfjörður

Minnismerki þetta var afhjúpað á Óseyrarbryggju við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði í júlí 2003 um fyrstu lúthersku kirkjuna sem reist var á Íslandi, árið 1533. Kirkjan stóð á Háagranda í Hafnarfirði þar sem þýskir Hamborgar kaupmenn stunduðu verslun sína í rúmlega eina öld. Hún var reist til þess að þjóna þýskum farmönnum og var grafreiturinn við kirkjuna hinsta hvíla þeirra sem týndu lífi fjarri fósturjörðinni. Kirkjan var reist úr þýskum kjörviði og henni haldið við af Þjóðverjum allt til ársins 1603, en þá var þeim meinuð hvers kyns verslun á Íslandi. Var kirkjan tekin niður nokkrum árum síðar. Forsetar Íslands og Þýskalands afhjúpuðu minnismerkið, sem er verk þýska listamannsins Hartmuts Langs, sem kallar sig Lupus. Verkið myndar táknrænan gotneskan boga úr íslensku grjóti og nær sex og hálfs metra hæð. Hliðið minnist samskipta Íslendinga og Þjóðverja til forna og vísar veginn um ókomna tíð.

Ófriðurinn hélt áfram um nokkurra ára skeið en svo fór að upp úr 1480 höfðu Þjóðverjarnir náð að hrekja Englendinga frá Hafnarfirði, Straumsvík og Básendum. Þýsku kaupmennirnir urðu mun vinsælli en þeir ensku, einkum vegna þess ap þeir fóru með friði og buðu ódýrari og fjölbreyttari varning en hinir höfðu gert. Baráttan um Íslandsverslunina sneri ekki nema að litlum hluta að innflutningi, fyrst og síðast var sóst eftir íslenskri skreið til að viðhalda völdum á skreiðarmörkuðum Evrópu. Hafnarfjörður var aðalhöfn Hansakaupmanna hér á landi á ofanverðri 15. öld og alla þá 16. og má segja að hann hafi verið þýskur bær á þessu tímabili.
Hafnarfjarðarhöfn
Verslunarbúðir Hansakaupmanna í Hafnarfirði voru á svoköllum Háagranda sem var ysti hluti Hvaleyrargranda. Þar höfðu þeir ríka þörf fyrir varanlegan húsakost enda fjölmennar áhafnir á skipum þeirra, jafnvel um 60 manns á hverju. Í frumskýrslum þýsku kaupskipanna má sjá að þeir fluttu töluvert af byggingarvið til landsins til smíði verslunarhúsa og vöruskemma en einnig kirkjuvið til kirkjubyggingar. Þekkt er að þýskir kaupmenn reistur sér kirkjur í erlendum höfnum og það gerðu þeir einnig hér. Kirkjan sem Hansakaupmenn reistur í Hafnarfirði var fyrsta lúterska kirkjan hér á landi og nokkuð vegleg timburkirkja með koparþaki. Að stofnun og byggingu kirkjunnar stóðu bæði kaupmenn og skipstjórar sem lögðu stund á Íslandssiglingar en þeir voru í trúarlegu bræðralagi sem bar nafnið „Die Islandfahrerbrüderschaft“.

Hansaskip

Skip Hansakaupmanna.

Kristján IV. danakonungur gat út tilskipun sína um einokunarverslunina árið 1602 en með henni var öllum öðrum en þegnum danska ríkisins banna að stunda verslun á Íslandi. Liðu undir lok áhrif þýskra kaupmanna í Hafnarfirði og hið beina verslunarsamband á milli Hafnarfjarðar og Hamborgar. Konungur gaf einnig út þá tilskipun árið 1608 að allar byggingar Hansakaupmanna í Hafnarfirði skyldu rifnar.“

Lübeck

Lübeck fyrrum.

Í heimildum segir jafnframt um Hansaverslunina:
„Þjóðverjar höfðu á 13. öld náð undir sig mikilli verzlun við Norðurlönd, en er Íslendingar voru gengnir Norðmönnum á hönd, eftir 1264, vildu Norðmenn gæta hagsmuna sinna í verzlunarviðskiptum við Ísland, og var þá Björgvin aðalverzlunarstaður Islendinga um langt skeið. Þjóðverjum var þá bannað að sigla „ultra Bergas versus partes boreales“, og urðu menn í fyrstu að gæta þessa. En Englendingar ráku allmikla verzlun á Íslandi frá upphafi 15. aldar, án þess að fá leyfi til þess hjá Norðmönnum. Þeir voru illa þokkaðir hjá Íslendingum, og þegar þýzku Hansakaupmennimir tóku að verzla við Ísland á seinni hluta 15. aldar, fór ekki hjá því, að margs konar árekstrar yrðu.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1903.

Það voru einkum Hansaborgirnar Hamborg og Bremen, en að nokkru einnig Lübeck, Danzig, Bostock, Wismar og Stralsund og jafnvel Lüneburg, er þessa verzlun ráku. Þjóðverjar voru vel séðir á Íslandi, og var jafnvel litið á þá sem verndara Íslendinga gagnvart Bretum, er frömdu ýmis ódæðisverk. Þeir drápu t. d. hirðstjórann Björn Þorleifsson 1467 á Snæfellsnesi. Eftirmaður hans einn var Þjóðverjinn Diederik Pining, er Piningsdómur er við kenndur, en hann er frá l.júlí 1490 um réttindi erlendra kaupmanna á Íslandi. Það er sagt, að Pining hafi siglt til Norður-Ameríku 20 árum á undan Kolumbusi. Pining gaf út tilskipun m. a. um, að ríkið skyldi annast fátækrahjálp. Er þessu mjög vel lýst í riti Hans Friedrich Bluncks „Auf grosser Fahrt“. Um árekstra Breta og Þjóðverja á íslandi ber einkum að geta um atburð þann, er varð á höfninni í Grindavík sumarið 1532.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður. Kortið frá 1903 er lagt yfir loftmynd frá 1978 svo sjá megi afstöðuna á Háagranda og Fornubúðum.

Þar lá brezkt skip, „Peter Gibson“ frá London, og veiddu skipverjar bæði fisk og seldu varning sinn. Þá komu þangað nokkrir kaupmenn frá Hamborg og Bremen og heimtuðu að kaupa sama fiskinn, er Englendingar höfðu lagt til hliðar fyrir sjálfa sig. Englendingar neituðu um viðskiptin, en þá komu þangað Hansakaupmenn með 280 manns á 8 skipum frá Hamborg og Bremen. Þeir réðust á enska skipið um nóttina og drápu 15 manns af áhöfninni. Enskar og þýzkar heimildir eru ekki sammála um ástæðuna fyrir þessum fjandskap, en hann leiddi til stjórnmáladeilna milli Breta og Dana, auk þess sem danska stjórnin gat ekki unað því, að landsstjóri hennar hafði verið veginn 1467, án þess að hefndir kæmu fyrir. Verzlun Hansakaupmanna á Íslandi jókst og náði hámarki sinu í upphafi 16. aldar. Konungur Dana reyndi nú að losna smám saman við verzlun annarra þjóða, og þetta leiddi til, að einokunarverzlunin komst á 1602, er stóð til 1787, og á þessu tímabili hrakaði Íslendingum mjög í öllum efnum. Hansakaupmenn ráku allmikla verzlun fram að einokunartímabilinu. Það er sagt, að þeir hafi reist þýzka kirkju í Hafnarfirði. Gætti ýmissa áhrifa þeirra, einkum hafa mörg orð úr þýzku verzlunarmáli komizt inn í íslenzku á þessu tímabili.“ -Skírnir 1. jan. 1960, Alexander Jóhannesson, menningasamband Þjóðverja og Íslendinga, bls. 49-50.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður. Hér má sjá (gul lína) strandlínuna árið 1903. Hvaleyrargrandi austanverður, þ.á.m. Háigrandi og Fornubúðir, er kominn undir uppfyllingu.

Setberg

Á upplýsingaskilti við rústir gamla Setbergsbæjarins í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi:

„Um aldir hefur verið búið á jörðinni Setbergi við hafnarfjörð en elstu heimildir um jörðina eru frá árinu 1505. Bærinn stóð ofarlega í Setbergstúninu en túnið lá á móti suðvestri. Upp úr 1770 var bærinn teiknaður upp og var þá hinn reisulegasti enda sýslumannssetur. Minjar Setbergsbæjarins, sem hér eru, hafa verið friðlýstar.

Setberg

Gamli Setbergsbærinn.

Setbergsannáll var ritaður af Gísla Þorkelssyni sem fæddist á Setbergi 1676 og bjó þar megnið af ævi sinni. Segja má að þessi annáll sé sérstakt bókmenntaverk því að þar er töfraskilningur ráðandi og reglulega sagt frá fyrirbærum á borð við sæskrímsli, náttúruvættir og himnasýnir eins um staðreyndir hafi verið að ræða. Þar er meðal annars sagt frá ljóni sem rak á land árið 1230 með hafís og tókst að valda miklum skaða en slík sjón eru annars lítið þekkt. Annað dæmi er frá árinu 1206, þar segir: „Rak suður með garði skrímsli með 8 fótum í einu norðanverðri; var grátt sem selur með heststrjónu eður haus, en rófu upp úr bakinu; hvart nóttina eftir. Þetta skeði um veturnætur.“

Setberg

Galdraprestsþúfa við gamla Setbergsbæinn.

Til eru sögur um bænahús eða kapellu við Setbergsbæinn og á hún að hafa staðið þar sem nú er „Galdraprestaþúfa“ skammt frá bæjarrústinni. Þar réð meðal annars ríkjum sr. Þorsteinn Björnsson (d. 1675) en eftir hann liggur kvæðasafnið „Noctes Setbergenes“ eða Setbergsnætur sem varðveitt er í Árnasafninu. Kvæðasafn þetta orti hann meðal annars til að „stytta sér hið leiða líf“ eins og hann orðaði það sjálfur. Þorsteinn þessi var, að telið er, rammgöldróttur og lagði hann svo á að ekki mætti hrófla við þessari þúfu án þess að illa færi.

Íslandskort

Forn Íslandskort með skrímslum og öðrum forynjum.

Þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var rituð árið 1703 voru allar jarðir í Álftaneshreppi ýmist í eigu konungs eða Garðakirkju með þeirri einni undantekningu að jörðin Setberg var í eigu Þóru Þorsteinsdóttur. Álftaneshreppur náði á þeim tíma allt frá Kópavogslæk og suður að Hvassahrauni. Þá voru heimilismenn sex og á bænum voru fimm kýr, 23 ær, fjórir suaðir veturgamlir og fjórir hestar og selstöð átti jörðin þar sem heitir Ketshellir eða Kershellir. Í sömu lýsingu kemur fram að „silungsveiði hefur hjer til forna verið í Hamarskotslæk, kynni og enn að vera ef ekki spillti þeir með þvernetjum sem fyrir neðan búa“, Setberg átti ekki land að sjó en fram kemur í heimildum að jörðin hafi haft búðaaðstöðu og skipsuppsátur í landi Garða þar sem heitir Skipaklettur og greitt leigu fyrir. Skipaklettur var þar sem Norðurbakkinn er í dag við Hafnarfjarðarhöfn en hann var brotinn niður þegar fiskverkunarhús Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar var byggt um miða 20. öld.“

Setberg

Tóftir gamla Setbergsbæjarins.

Í örnefnaskrá fyrir Setberg segir m.a.:
„Samkvæmt máldaga fyrir jörðinni Setbergi í Garðahreppi, dagsettum 6. júní 1523, eru landamerki jarðarinnar Setbergs sem hér segir: Úr miðjum Kethelli og í stein þann, er stendur í fremsta Tjarnholti; úr honum og í Flóðhálsinn; úr Flóðhálsinum og í Álftatanga, úr honum og í hellu, er stendur í Lambhaga. Þaðan í neðstu jarðbrú, svo eftir því sem lækurinn afsker í túngarðsendann; þaðan í Silungahellu, svo þaðan í þúfuna, sem suður á holtinu stendur, úr henni og í syðri Lækjarbotna, úr þeim og í Gráhellu, úr henni og í miðjan Kethelli. [Nmgr.: Landamerkjaskrá er samkvæmt landamerkjabók Gullbringu- og Kjósarsýslu. J. H.]

Setberg

Setberg – loftmynd.

Setberg, jörð í Garðahreppi, fyrrum í Álftaneshreppi. Setbergsbær stóð í Setbergstúni ofarlega nokkuð og lá túnið mót suðvestri. Túngarðar eða Setbergstúngarðar lágu að því að sunnan, austan og norðan. Suðurtúngarður lá neðan frá læk, sem síðar getur, upp á holtið að fjárhúsi, er þar er. Austurgarður er ofan túns allt út að austurtúngarðshliði og þaðan nokkuð lengra, en þá tekur norðurtúngarður við, og nær hann allt niður að læk. Gamligarður, þar sem túnið er hæst ofan bæjar. Markar enn fyrir þessu garðlagi. Setbergsbrunnur lá í lægð niður frá austurbæjarhorni. Þaðan lá svo brunngatan niður að brunninum. Túnið hér var kallað Niðurtún eða Suðurtún, allt upp undir fjárhúsið. Þar var utan garðs Stöðullinn, og innan garðs var Stöðulgerði. Milli Gamlagarðs og túngarðs voru nefndar Útfæringar allt út að hliði. Frá vesturbæjarhorni lágu Setbergstraðir austur um túnið. Þar sem það var hæst, var farið framhjá Galdraprestsþúfu, en þúfa sú mun vera kapella, sem eitt sinn var hér á Setbergi. Á þúfu þessari sat löngum Þorsteinn Björnsson prestur, og hér orti hann „Noctes Setbergenses“. Eru ströng fyrirmæli um að hrófla ekki við þúfu þessari. Í Norðurtúni var Setbergskot eða Norðurkot og kringum það Norðurkotstún.“  –Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar um Setberg.

Setberg

Setberg 1984. Gamla Setbergsbæinn má sjá efst í hægra horninu – á þeim stað, sem hann var.

Brunnstígur

Á upplýsingaskilti við gatnamót Brunnstígs og Vesturgötu í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi:

Brunnstígur

Brunnurinn (svartur depill).

„Á fyrrihluta 20 aldar fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar mjög hratt. Samhliða fólksfjölguninni jókst útgerð til mikilla muna og varð þá snemma knýjandi þörf á að koma upp hafskipabryggju í bænum.

Bryggjusmíðin sjálf hófst í mái 1912 og varð hún gerð samkvæmt uppdrætti Th. Krabbe, landsverkfræðings, en bryggjusmiður var Björn Jónsson frá Bíldudal. Laugardaginn 28. desember sama ár lagðist fyrsta skipið að bryggjunni en það var gufuskipið Sterling. Með tilkommu bryggjunnar varð til eftirspurn eftir ýmiss konar þjónustu, þar á meðal vatnssölu til skipanna. Vatnsveita bæjarins var hins vegar ekki í stakk búin að óbreyttu til að veita þessa þjónustu og var því brugðið á það ráð að koma upp geymi til vatnsmiðlunar fyrir bryggjuna. Vatnsgeymirinn eða brunnurinn var reistur hér; honum var valinn staður í hraunbolla við nýja götu sem bar nafnið Vesturbrú en síðar var Brunnstígurinn lagður og er hann nefndur eftir brunninum. Vatn safnaðist í brunninn á næturbar þegar notkun bæjarbúa var í lágmarki en á daginn var því veitt úr honum og niður í vatnsveitukerfi bryggjunnar.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – fyrsta hafskipabryggjan.

Samkvæmt lýsingu í útboði vegna byggingar vatnsgeymisins var hann 3,2 metrar á dýpt, 9,2 metra víður að innan máli og rúmaði 200 smálestir vatns. Veggirnir voru 50 cm þykkir og inni í geyminum voru fjórar súlur sem héldu þakinu uppi. Eftir að geymirinn var steyptur var jarðvegur setuur upp að honum en þó stóðu alltaf um 40 cm upp úr jörðinni. Geymirinn var niðurgrafinn að stærstum hluta líkt og brunnur og skýrir útlitið því nafngiftina. Guðni Guðmundsson, steinsmiður, sá um að steypa geyminn en Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur, teiknaði hann.

Brunnurinn gegndi þessu miðlunarhlutverki fram yfir 1950 en vatn rann þó enn í hann næsta áratuginn. Dæmi eru um að íbúar hafi þurft að ná sér í vatn í brunninn þegar bera fór á vatnsskorti upp úr 1960. Eftir það var brunnurinn meðal annars nýttur sem grænmetisgeymsla.“

Brunnstígur

Brunnstígur – brunnurinn var t.v. á myndinni.

Austurgata

Á upplýsingaskilti við gatnamót Austurgötu og Linnetsstígs í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi:

Austurgata

Austurgata.

„Þegar Hafnarfjörður fékk kaupstaðaréttindi árið 1908 var ekkert skipulag á byggðinni og fáaer eiginlegar götur í bænum, einungis slóðar og troðningar. Þremur árum síðar var sett á fót nefnd sem fékk það hlutverk að gefa götum bæjarins nöfn og tölusetja húsin. Varð úr að nefndarmenn gáfu flestum þeim götum og slóðum sem fyrir voru í bænum nöfn en á þeim svæðum sem skipulagsleysið var hvað mest var brugðið út af þeirri reglu og svæðin einfaldlega kölluð „hverfi“ og hús númeruð innan þeirra. Á því svæði sem Austurgatan stendur í dag var svokallað Austurhverfi á þeim tíma. Austurgatan var lögð á árunum 1914-1918. Á svæði þar sem Austurgatan stendur í dag standa við götuna 15 hús sem eru eldri en gatan sjálf. Húsin við Austurgötuna mynda einstaklega heildstæða götumynd byggðar frá upphafi 20. aldar og þó að gatan hafi byggst upp að mestu leyti á þessum árum erugerð og stíll húsanna mjög fjölbreytt.
Austurgata

Segja má að Austurgatan sé dæmigerð fyrir gamla Hafnarfjörð þar sem byggðin, hraunið og mannlífið mynda áhugaverða heild. Við götuna standa, eða hafa staðið, hús með merkilega sögu auk tveggja álfakletta.
Nyrst við götuna stóð áður Hótel Hafnarfjörður en þar er nú minnismerki um Örn Arnarson skáld sem bjó þar um tíma. Hótel Hafnarfjörður var eitt af fyrstu steinhúsum bæjarins, byggt árið 1912.
Litlu sunnar er komið að húsi Ólafs borgara sem áður stóð neðar í lóðinni en hefur nú verið flutt upp að götu. Húsið var byggt árið 1872 sem verslunar- og íbúðarhús.
Gegnt því húsi stendur gamla símstöðin, sem byggð var eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríksisins, árið 1922. Þar var rekin símstöð allt til ársins 1962.

Austurgata

Austurgata 26.

Fríkirkjan stendur á kletti yfir götunni en hún er elsta kirkjan í Hafnarfirði, byggð árið 1913. Kirkja þessi er merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún var t.d. síðasta tvílyfta timburkirkjan sem byggð var á Íslandi, sú fyrsta sem var raflýst, frá henni lágu á sínum tíma hæstu tröppur landsins og fyrstu útvarpsmessunni hér á landi var útvarpað frá henni árið 1926.
Húsið númer 26 við Austurgötuna er byggt af Hjálpræðishernum sem sjómanna- og gistiheimili. Þar rak bærinn um tíma tvær sjúkrastofur en árið 1927 var allt húsið tekið á leigu undir berklahæli. Árið 1935 hófts rekstur elliheimilis og almenningsmötuneytis í húsinu en Hafnarfjörður varð annað sveitarfélagið á landinu, á eftir Ísafirði, til að reka elliheimili.
Emil Jónsson, fyrrverandi bæjarstjóri og ráðherra, lét byggja eftir eigin teikningu húsið nr. 37 við götuna en það er talið dæmigert fyrir teikningar hans í nýbarrokkstíl með gaflsneiddu þaki. Auk þess að vera íbúðarhús hefur þar verið ýmist starfsemi í gegnum árin, s.s. húsgagnabólstrun, hárgreiðslustofa og sparisjóður.
Við suðurenda götunnar er brúin yfir Hamarskotslæk en hún er í raun stíflan sem Jóhannes Reykdal reisti þegar hann stóð að stofnun fyrstu almenningsrafveitu landsins árið 1904. Þá notaði hann fallorku lækjarins til að knýja níu kílóvatta rafal. Rafveitan var tengd í sextán hús og fjóra ljósastaura í bænum.“

Minnisvarði um Örn Arnarson reistur í Hafnarfirði

Austurgata

Minnisvarði um Örn Arnarson.

Í Tímanum 1973 má lesa eftirfarandi um fyrirhugaðan minnisvarða um Örn Arnarsson í Hafnarfirði. Gísli Sigurðsson, minjavörður Byggðasafnsins, segir frá:

„Á sumri komanda verður sett upp i Hafnarfirði minnismerki um skáldið Örn Arnarson. Hann var búsettur i Hafnarfirði um árabil og er öðrum fremur talinn skáld íslenzkrar sjómannastéttar. Minnismerkið verður sett upp við Reykjavíkurveg, en uppistaða þess er gamalt og stórt ankeri.

Austurgata 1

Austurgata 1 – Hótel Hafnarfjörður.

Í það verður fest viðeigandi keðja og verður þessu komið fyrir á stalli, þar sem einnig verður plata með nafni skáldsins. Að öðru leyti er ekki enn búið að ákveða endanlega hvernig minnismerkið verður.
Ekki er vitað úr hvaða skipi ankerið er, en það er gamalt og miklu stærra en svo, að það geti verið úr skútu. Gripurinn hefur verið gerður upp og sett á hann ryðvarnarefni og nýr tréstokkur smiðaður, en hinn upprunalegi er fyrir löngu fúnaður, en járnböndin eru til.
Magnús Stefánsson, en það var skírnarnafn skáldsins var fæddur á Langanesi, og stundaði sjósókn framan af ævi, en vegna heilsubrests varð hann að hætta sjómennsku og eftir það vann hann átakaminni störf i landi. En hann gleymdi ekki sínu fyrra starfi og sízt gömlum starfsfélögum, sjómönnunum, eins og kvæði hans bera með sér. Sjómennirnir gleyma heldur ekki skáldi sínu og á Sjómannadaginn eru kvæði hans sungin. Má t.d. nefna kvæðið „Íslands Hrafnistumenn.“ – Tíminn, 20.11.1973,  Minnisvarði um Örn Arnarson, bls. 1.
Minnisvarðinn var afhjúpaður á horni Reykjavíkurvegar og Austurgötu árið 1974 – á fæðingarstað skáldsins.

Fríkirkjan

Fríkirkjan

Fríkirkjan.

Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði var stofnaður 20. apríl, 1913 en formlegur afmælisdagur er jafnan miðaður við sumardaginn fyrsta, sama upp á hvaða mánaðardag hann ber. Það er vegna þess að þann dag árið 1913, sem þá bar upp á 24. apríl, var fyrsta guðsþjónustan haldin í Góðtemplarahúsinu. Kirkjan var síðan vígð þann 14. desember sama ár og hafði þá tekið aðeins rúma þrjá mánuði að byggja hana.
Þegar söfnuðurinn varð 30 ára var birt ítarleg umfjöllun um hann í Lesbók Morgunblaðisns. Umfjöllun blaðsins var birt sunnudaginn 18. apríl 1943. Hér grípum við niður í grein Finnboga J. Arndal í fyrrgreindri Lesbók Morgunblaðsins þar sem hann skrifar m.a. um tilurð safnaðarins og kirkjuna:

„Söfnuðurinn var stofnaður 20. apríl 1913. Stofnfundurinn var haldinn þann dag í Barnaskólanum í Hafnarfirði. Var boðað til hans af nokkrum Hafnfirðingum, sem áhuga höfðu fyrir því að kirkja yrði reist í Hafnarfirði. Það mál hafði að vísu verið rætt og athugað um allmörg ár af sóknarmönnum Garðasóknar, en af ýmsum ástæðum, en þó sérstaklega vegna fjárhagslegra vandkvæða, átt erfitt uppdráttar fram að þeim tíma.

Fríkirkjan

Fríkirkjan og nágrenni.

Samkvæmt lögum safnaðarins skyldi nafn hans vera: Hinn evangelisk- lútherski fríkirkjusöfnuður í Hafnarfirði, Garða- og Bessastaðahreppum.
Bæjarstjórn samþykti 15. júlí 1913, að leigja söfnuðinum lóð þessa, en tæpu ári síðar samþykti bæjarstjórnin, að söfnuðurinn skyldi framvegis halda lóð þessari afgjaldalaust. Á safnaðarfundi 26. júlí s.á. var samþykt að ráðast í að byggja kirkjuna. Skyldi hún vera úr timbri, járnvarin. Var þá engin kirkja til í Hafnarfirði, eins og fyr er að vikið.
Seint í ágústmánuði var svo kirkjusmíðin hafin. Hafði verið tekið tilboði frá s.f. Dvergur í Hafnarfirði um smíðina og var þar lofað að gera sjálfa kirkjuna og bekki í hana og leggja til efni, hvorttveggja fyrir kr. 7900.00, en undanskilin var múrsmíð, málning, leiðslur og hitunartæki. Aðalumsjón með kirkjusmíðinni hafði trjesmíðameistarinn Guðmundur Einarsson, Davíð Kristjánsson trjesmíðameistari gerði teikningu af kirkjunni.
Kirkjusmíðinni miðaði vel áfram og var henni lokið að öllu snemma í desembermánuði sama ár.

Fríkirkjan

Í Fríkirkjunni.

Árið 1931 fór fram gagngerð viðgerð á kirkjunni. Var kórinn þá stækkaður að mun og turninn hækkaður og honum breytt verulega. Þess utan var kirkjan máluð utan og innan. Teikningar af hinum nýja kór og turni gerði Guðmundur Einarsson trjesmíðameistari, en smíðið framkvæmdi Haukur Jónsson trjesmíðameistari í Hafnarfirði og fjelagar hans. Málningu alla framkvæmdi Kristinn J. Magnússon, málarameistari í Hafnarfirði.
Eftir þessa miklu aðgerð og breytingar var kirkjan sem ný orðin. Einn af safnaðarmönnum, Jóhannes J. Reykdal versmiðjueigandi á Setbergi, gaf alt timbur sem fór í stækkun kórsins og Kvenfjelag safnaðarins kostaði málningu á kirkjunni að innan að öðru en kórnum. Um sama leyti gaf það fjelag kolaofn í kirkjuna, stóran og fullkominn, er mun hafa kostað um kr. 1.100.00.
Undir kórgólfi er kjallari, sem notaður er sem líkhús og til geymslu. Kirkjan rúmar í sæti um 350 manns.
Um leið og kirkjan var reist var lögð í hana rafmagnsleiðsla enda þótt að litlar líkur væru fyrir því, að raforka væri þá fáanleg til lýsingar kirkjunni, því um þær mundir gat rafmagnsstöð Hafnarfjarðar ekki fullnægt þörfum bæjarbúa.
Kirkjan var síðast endurbætt árið 1998.“ -Samantekt JGR / síðast breytt 11. júní 2010.

Austurgata

Austurgatan – málverk; Jón Gunnarsson.

Hleinar

Á upplýsingaskilti við Hleina má lesa eftirfarandi:

Hleinar

Friðlýsingarsvæðið á Hleinum.

„Hleinar voru friðlýstir sem fólkvangur árið 2009. markmiðið með friðlýsingu svæðisins er að vernda fjöru og útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi sem vaxið er náttúrulegum gróðri, svo sem mosa- og lynggróðri. Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að vernda búsetulandslag og menningarminjar, en á svæðinu eru tóftir, fiskreitir, grjóthleðslur, gerði, garðar og vagnslóðar.

Fólkvangurinn er í Hafnarfjarðarhrauni sem rann fyrir um 8.000 árum úr Búrfellsgíg sem er norðan Valhnúka og helgafells. Hraunið er útbreitt í Hafnarfirði og Garðbæ og kallast mörgum nöfnum, s.s. Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, garðahraun og Gálgahraun. Einu nafni kallast það Búrfellshraun. Fólkvangurinn er 32.3 hektarar að stærð og er hluti af friðlýsingu búsvæða fugla við Álftanes og Skerjafjörð í samræmi við náttúrverndaráætlun 2004-2008.

Í auglýsingu fyrir stofnun fólkvangsins á Hleinum kemur m.a. fram að almenningi er heimil för um fólkvanginn, enda sé gætt góðrar umgengni. Í samræmi við samþykkt um hundahald er óheimilt að hafa hunda í fólkvanginum án fylgdar og tryggar stjórnar. Akstur vélknúinna farartækja utan akvega er óheimil í fólkvanginum. (Akstur utan vega er bannaður samkvæmt náttúrverndarlögum.)

Óheimilt er að spilla gróðri og trufla dýralíf í fólkvanginum. Óheimilt er að hrófla við eða skemma á annan hátt jarðmyndanir í fólkvanginum. Veiðar á dýrum sem valda tjóri eru heimilar í fólkvanginum en þó aðeins í samræmi við lög 64/1994. Óheimilt er að hrófla við eða skemma á annan hátt menningarminjum á hinu friðlýsta svæði.

Langeyrarmalir

Fiskútbreiðsla á Langeyrarmölum.

Upp úr aldamótunum 1900 var fyrsta fiskgeymsluhúsið reist á Langeyrarmölum og var það útgerðar- og kaupmaðurinn August Flygenring sem stóð fyrir því. Á mölunum var fiskvinnsla Augusts og var þar verkaður fiskur sem veiddur hafði verið á skútum hans. Allur fiskur var þá þveginn úti, framan í hámalarkambinum. Þvottakerin voru sundursagaðar stórar ámur og stóð ein stúlka við hvert ker. Þvegið var úr sjó, sem ýmist var borinn í vatnsfötum eða tunnum sem bornar voru á handbörum. Allur fiskur var talinn að eða frá stúlkunum, þar sem fiskurinn var þveginn í ákvæðisvinnu. Á langeyrarmölum var aðalfiskbreiðslusvæðið malarkamburinn meðfram sjónum, breitt var á sjávarmölina frá Sjónarhóli bæjarmegin og út á Rauðsnef, og áfram úr á litlu Langeyrarmalir út undir Brúsastaði að vestanverðu, ef með þyrfti. Auk þessa rak August mikla lifrabræðslu á mölunum og sjást minjar um hana enn við Herfjólfsgötu.

Langeyri

Örnefni við Hleina.

Lengi vel var ekki vegasamband á milli Langeyrar og Hafnarfjarðar og engin bryggja var á mölunum. Bátar og skip sem komu með fisk eða annan varning til löndunar lágu þá skammt frá landi og var fiskurinn fluttur í land á sérstökum löndunarbátum sem voru bæði breiðir og grunnristir. Í fjörunni var komið upp færanlegum bryggjum sem voru geymdar uppi á malarkambinum þegar þær voru ekki í notkun. Bryggjurnar voru þannig útbúnar að undir þeim voru járnslegnir staurar til að auðveldara væri að renna þeim í mölinni en sex til átta menn þurfti til að ýta þeim niður fjöruna og fram ís jó. Neðri endi bryggjunnar var hærri til að bryggjugólfið væri lárétt í hallanum í fjörunni. Ef löndun tók langan tíma þurfti oft að færa bryggjurnar til eftir sjávarföllum þar sem þær flutu ekki heldur hvíldu á botninum.“

Hleinar

Upplýsingaskilti á Hleinum.

Hvaleyrarlón

Á upplýsingaskilti við Hvaleyrarlón má lesa eftirfarandi:

Hvaleyrarlón

Friðlýsingarsvæðið við Hvaleyri og Hvaleyrarlón.

„Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði voru friðlýst sem fólkvangur árið 2009. Markmið friðlýsingarinnar var að vernda lífríki leirunnar í lóninu og fjörunnar fyrir Hvaleyrarhöfðann. Leirur hafa átt í vök að verjast á Suðvesturlandi en þær eru afar mikilvæg fæðulind fugla, ekki síst á fartímum og vetrum. Vaðfuglar af ýmsum tegundum koma í stórum hópum á Hvaleyrarlón. Leiru eru auðugar af sjávarhryggleysingjum, t.d. liðormum, lindýrum og krabbadýrum, sem eru undirstaða fuglalífsins.
Einnig var friðlýsingunni ætlað að tryggja fólki áhugavert útivistarsvæði til að fræðast um lífríkið og til fuglaskoðunar. Aðgengi að fólkvanginum er gott og fyrir grunnskóla og leikskóla í nágrenninu er svæðið tilvalið til útikennslu. Svæðið hefur lengi veriðe ftirsótt til útivistar og talið ákjósanlegt til fuglaskoðunar allt árið um kring. Stundum hefur mátt sjá þar sjaldséða fugla eins og gráhegra.
Í auglýsingu um stofnun fólksvangs Hvaleyrarlóns og Hvaleyrarhöfða kemur m.a. fram að almenningi er heimil för um fólkvanginn, enda sé gætt góðrar umgengni. Í samræmi við samþykkt um hundahald er lausaganga hunda óheimil.
Umferð vélknúinna farartækja, þ.m.t. sjóþotna (jet-ski), er óheimild í friðlandinu. Þó er eigendum bátaskýla við Hvaleyrarlón heimilt að sigla að skýlunum, en þeim ber að tryggja að ekki hljótist af mengun vegna spilliefna.

Hvaleyrarlón

Hvaleyrarlón

Hvaleyrarlón.

Í Hauksbók Landnámu þar sem segir frá heimferð Hrafna-Flóka og samferðamanna hans frá íslandi er stuttur texti um Hafnarfjörð og Hvaleyrarlónið. Eftir að þeir höfðu dvalið hér á landi í eitt ár lögðu þeir af stað heim til Noregs en þegar komið var út fyrir Reykajnes lentu þeir í óveðri. „Þeim beit eigi fyrir Reykjanes, og sleit frá þeim bátinn og á Herjólf, – hann kom í Herjólfshöfn. Flóki kom í Hafnarfjörð, – þeir fundu hval á eyri einni út frá firðinum og kölluðu Hvaleyri – þar fundust þeir Herjólfur.“ Talið er að Herjólfshöfn sé Hvaleyrarlónið en þar var höfnin sem Hafnarfjörður dregur nafn sitt af. Þá var lónið mun stærra og myndaði öruggt skjól fyrir skip sem þar lágu.

Hvaleyrarlón

Upplýsingaskilti við Hvaleyrarlón.

Upp úr 1400 var Hafnarfjörður orðinn ein helsta höfn landsins enda frá náttúrnnar hendi mjög góð. Þá gekk mikill grandi eins og hafnargarður norðaustur úr Hvaleyrinni, Hvaleyrargrandi, sem endaði í Háagranda eða Grandhöfða nokkuð frá landi. Á þeim granda reis fyrsti verslunarstaðurinn í firðinum. Fornubúðir, og réðu þar ríkjum m.a.a Hansakaupmenn sem létu reisa þar fyrstu lútnersku kirkjuna hér á landi. Plágan síðari, mjög mannskæð farsótt sem gekk á íslandi á árunum 1494-95, barst til landsins með ensku kaupskipi sem lá á Hvaleyrarlóni. Í heimildum er því lýst að plágan hafi komið úr bláu klæði „og þegar hún kom upp fyrst úr klæðinu, hafi hún verið sem fugl að sjá, og úr því sem reykur upp í loftið“. Almennt er talið að þetta hafi verið lungnapest, sú sama og svartidauði, sem gengið hafi um landið í upphafi aldarinnar.

Árið 1677 var kaupstaðurinn fluttur af grandanum yfir á jörðina Akurgerði, einkum vegna þess að sökum sjávargangs var farið að bera töluvert á landbroti þar. Í lýsingu frá lokum 18. aldar kemur fram að Hafnarfjörður hafi verið aðalhöfn landsins og „sú lanbezta allt árið um kring og meira að segja mörg að vetrarlagi án verulegs tilkostnaðar“.“

Fornubúðir

Hvaleyrarlón

Hvaleyrarlón, Hvaleyrargrandi og Háigrandi (Fornubúðir) árið 1902.

Gísli Sigurðsson skrifaði um Fornubúðir í ritið Sögu árið 1961. Þar segir hann m.a.:
„Fornubúðir hét hann, verzlunarstaðurinn við Hafnarfjörð á miðöldum. Hann er talinn hafa staðið á Hvaleyrargranda, sem líka er nefndur Hafnarfjarðargrandi eða Grandinn við Hafnarfjörð. Þarna er hann talinn hafa staðið, frá því sögur hófust um verzlun og siglingar til Hafnarfjarðar fram til ársins 1677, að verzlunarstaðurinn var fluttur norður yfir fjörðinn, í land Akurgerðis, hjáleigunnar hjá Görðum. Talið er, að færsla þessi hafi átt sér stað sérstaklega vegna þess, að þrengdist um hann af landbroti og sjávargangi.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður. Hér má sjá (gul lína) strandlínuna árið 1903. Háigrandi og Fornubúðir voru á móts við Flensborg. Hvaleyrargrandi (og þar með fyrrgreind örnefni) er að mestu kominn undir uppfyllingu.

Í þann tíma, sem verzlunarstaðurinn var á Hvaleyrargranda, hefur Háigrandi verið eins konar höfði eða hólmi.
Á þessum hólma eða höfða, Háagranda, hefur auðveldlega mátt koma fyrir húsum, tóttum sem tjaldað var yfir.
Vel mátti fleyta allstórum skipum og leggja þeim við háan, þverhníptan bakkann og binda þau. Ferming og afferming var því óvenju hagstæð. Af landi varð Háigrandi ekki sóttur nema frá einni hlið og þar auðvelt að verjast óvinum.“ – Saga 01.01.1961, Gísli Sigurðsson – Fonubúðir, bls. 291-298.

Hvaleyrarlón

Hvaleyrarlón.

Jóhannes J. Reykdal

Á tveimur upplýsingaskiltum, annars vegar við Austurgötu nálægt Læknum og hins vegar við „Reykdalsstífluna# ofan Hörðuvalla. Á þessum upplýsingum er eftirfarandi texti um fyrstu almenningsrafveituna á Íslandi:

Verksmiðjan og fyrsta almenningsrafveitan

Jóhannes Reykdal

Trésmíðaverkstæði Reykdals við Lækjargötu.

Árið 1901 flutti ungur trésmiður til Hafnarfjarðar, Jóhannes J. Reykdal, en hann hafði þá nýlokið námi í iðn sinni í Danmörku. Til Hafnarfjarðar kom hann í þeim erindagjörðum að stofna hér trésmíðaverksmiðju en hann taldi að Hamarskotslækurinn væri ákjósanlegur aflgjafi fyrir vélar verksmiðjunnar. Í verksmiðju þessari, sem tók til starfa árið 1903, voru átta trésmíðavélar sem allar voru knúnar áfram af fallorku lækjarins. Það var þannig gert að 94 metra langur tréstokkur var reistur og í honum var vatninu veitt í vatnskassa sem áfastur var við húsið. Fallhæð vatnsins í kassanum var tæpir fjórir metrar og í honum var 11 kílóvatta hverfill. Frá hverflinum lá aðalöxullinn inn í kjallarann undir húsinu og þaðan lágu svo reimar upp í gegnum gólfið í tvær hreyfivélar sem aftur knúðu trésmíðavélaranar.
Jóhannes ReykdalÍ frétt Heimskringlu af stofnun verksmiðjunnar sagði meðala annars: „Lækurinn í Hafnarfirði er um aldir og áratugi búinn að renna út í fjarðarbotninn án þess að miðla nokkru af afli sínu mönnum til nytsemdar. Nú er mannshöfnin búin að beizla hann, og er það allrar virðingarvert. Vonandi, að ekki líði langar stundir þangað til hann vinnur fleiri þarfaverkin Hafnfirðingum til þarfa og sóma t.d. að lýsa upp hús og götur þar í bænum.“ Það var einmitt raunin, því árið 1904 keypti Jóhannes níu kílóvatta rafal frá Noregi og tengdi hann við ás nýs hverfils.
Jóhannes ReykdalÍ kjölfarið réð hann Halldór Guðmundsson rafmagnsfræðing, sem þá var nýkominn heim úr námi í Þýzkalandi, til að annast lagningu raflagnanna til húsa í nágrenninu og Árna Sigurðsson, sem síðar varð fyrsti rafvirki landsins, til að sjá um tengingu raflagnanna innanhúss. Í desember 1904 voru svo fyrstu rafljósin kveikt en þá var búið að leggja rafmagn í 16 hús auk fjögurra ljóskera í bænum. Á þess­um tíma bjuggu 1.079 manns í Hafnar­f­irði.
Meðal húsanna sem tengd voru má nefna Góðtemplarahúsið, barnaskólann, trésmíðaverkstæðið og íbúðarhús Jóhannesar Reykdals við Brekkugöötu.

Fljótlega kom upp sú staða að rafstöð þessi náði ekki að sinna þeirri eftirspurn sem myndaðist og var ráðist í að reisa aðra, mun stærri, rafstöð við Hörðuvelli sem tekin var í notkun árið 1906. Trésmíðaverkstæðið seldi Jóhannes tólf Hafnfirðingum árið 19111 en þeir mynduðu sameignarfélag um reksturinn undir nafninu Dvergur, trésmíðaverksmiðja og timburverzlun Hafnarfjarðar, Flygenring & Co. og starfaði hún um áratugaskeoð í bænum.

Hörðuvallastöðin
Jóhannes ReykdalFyrsta almenningsrafveita á Íslandi tók til starfa í Hafnarfirði árið 1904. Rafstöðin var við Austurgötu og í eigu Jóhannesar Reykdal. Vegna mikillar eftirspurnar eftir raforku í bænum árið eftir var ákveðið að reisa nýja og mun stærri rafstöð við Hörðuvelli. Jóhannes leigði landið af staðarhaldara á Görðum en auk stíflunnar lét hann reisa langan vatnsstokk og stöðvarhús með íbúð fyrir stöðvarstjórann og fjölskyldu hans. Hörðuvallahúsið er fyrsta rafstöðvarhús sem reist var á Íslandi.

Jóhannes J. Reykdal

Stytta af Jóhannesi J. Reykdal við „Reykdalsstífluna“ ofan Hörðuvalla.

Þessi nýja virkjun var tekin í notkun haustið 1906 og var gerð fyrir 37 kW en vegna vatnsleysis gat hún aldrei framleitt meira en 22 kW. Árið 1909 keypti Hafnarfjarðarbær báðar rafstöðvarnar af Jóhannesi og í kjölfarið var stofnuð rafljósanefnd. Rafmagnssölunni var þannig háttað á þessum árum að einungis var hægt að fá rafmagn á svokölluðum ljósatíma en hann var frá því að skyggja tók og fram til miðnættis á tímabilinu 15. ágúst til 15. maí. Á öðrum tímum var ekkert rafmagn að fá.
Árið 1914 var vatnsstokkurinn frá stíflunni og niður að stöðvarhúsi orðinn svo lélegur að ákveðið var að stytta hann og rafljósastöðin færð frá íbúðarhúsinu í nýtt hús er stóð mun nær stíflunni.
Fljótlega var ljóst að þessar tvær rafstöðvar nægðu ekki til að veita þá raforku sem Hafnarfjarðarbær þurfti á að halda. Margar leiðir voru skoðaðar en að lokum var brugðið á það ráð að reisa dísilrafstöð við Strandgötu og var það fyrirtækið Nathan & Olsen sem átti og starfrækti þá stöð. Það var árið 1922 sem sú stöð tók til starfa og sá hún bænum vestan lækjar fyrir rafmagni en eldri stöðvarnar sáu um þann hluta bæjarsins sem var sunnan lækjar. Þetta fyrirkomulag stóð stutt því að árið 1923 var neðri rafstöðin lögð niður og þremur árum síðar var svo komið að Hörðuvallastöðin gat ekki lengur séð íbúum sunnan lækjar fyrir nægilegu rafmagni. Var hún þá einnig lögð niður og eftir það sá stöð Nathan Olsen öllum bænum fyrir raforku.
Stöðvarstjórar við Hörðuvallastöðina voru Jón Þórðarson (1906-1908), Þórður Einarsson (1908-1914) og Árni Sigurðsson (1914-1926).

Sjá meira um Jóhannes og rafvæðinguna HÉR og HÉR.

Jóhannes Reykdal

Minnismerki um Jóhannes Reykdal og fyrstu almenningsrafstöðina við Austurgötu. Lista­verkið Hjól er eft­ir Hall­stein Sig­urðsson.