Hvaleyrarvatn

“Sagt er að nykur sé í Hvaleyrarvatni annað árið, en hitt árið í Kasthúsatjörn á Álftanesi.
Kasthusatjorn - kortSelstaða var áður fyrr við Hvaleyrarvatn, og sér enn tættur af selinu við vatnið. Eitt sinn voru í selinu karl og kona og gættu búpenings.- Konan fór sem oftar að sækja vatn, en kom ekki aftur. Seinna fannst lík hennar mikið skaddað rekið upp úr vatninu, og þótti líklegt, að nykurinn hafi drekkt konunni.
Eldri menn hafa oft heyrt mikinn skruðning og hávaða út í Hvaleyrarvatni, einkum þegar ísa leysir, og þykir líklegt, að það starfi af völdum nykursins.
Sagt er, að einu sinni hafi börn úti á Alftanesi, fjögur að tölu, verið að leika sér við Kasthúsatjörn og hafi þá séð dýr eitt, grátt áð lit, sem þau héldu að væri hestur og lá við tjörnina. Þau settust öll á bak nema eitt barnið; það sagðist ekki nenna á bak. Þegar barnið sagðist ekki nenna á bak, hristi dýrið börnin af sér og stökk út í tjörnina. Þóttust menn af þessu sjá, að þarna hefði nykurinn verið.”

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar. 14. árg. 1955, 2. tbl., bls. 8.

Hvaleyrarvatn-kvold

Kvöld við Hvaleyrarvatn.