Færslur

Hvaleyrarvatn

Svo hefur Gísli Sigurðsson skráð í handriti sínu um “Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði frá 14. öld” um nykurinn í Hvaleyrarvatni:

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

“Selstöð átti Hvaleyri við Hvaleyrarvatn og þar höfðu bændurnir í seli frá fornu fari. Sér enn tættur seljanna við sunnanvert vatnið. Þau hjón Jón og Þórunn héldu uppteknum hætti Hvaleyrarbænda og höfðu í seli á sumrum við Hvaleyrarvatn. Höfðu þau þar selstúlku og smala. Annaðist selsstúlkan mjaltir á málum og matargerð úr mjólkinni, auk matargerðar fyrir þau og þjónustubrögð. En smalinn hélt fé í haga og annaðist heimflutning selsafurða. Nú bar svo til kvöld nokkurt, að er smalinn kemur á stöðul, lætur selsstúlkan ekki sjá sig. Smalinn kvíar því ánum einn. Gengur síðan heim í sel að skyggnast eftir stúlkunni og finnur hana hvergi. Gengur því heiman frá seli og niður að vatni og vestur með því.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Ekki hafði hann lengi gengið, er hann finnur stúlkuna rétt við vatnsbakkann heldur illa útlítandi. Var hún rifin á hol, eins og eftir óargadýr og traðk mikið í kring eftir hringmyndaða hófa stóra. Þóttist smalinn vita hvað valdið hafði dauða selsstúlkunnar, því sögur hafði hann heyrt um að nykur væri í Hvaleyrarvatni og væri annað árið þar og hitt í Urriðakotsvatni. Smalinn varð flemtri sleginn og tók á rás heim til bæjar á Hvaleyri. Var brugðið við skjótt og lík selsstúlkunnar sótt og það jarðsett að Görðum. Upp frá þessu lögðust niður selfarir við Hvaleyrarvatn. En oft mátti sjá grábleikan hest á beit í Seljahrauninu eftir þetta. Þau urðu endalok nykursins, að hann fraus í hel frostaveturinn mikla 1918.”

Hvaleyrarsel

“Selstöð átti Hvaleyri við Hvaleyrarvatn og þar höfðu bændurnir í seli frá fornu fari. Sér enn tættur seljanna við sunnanvert vatnið.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel- tilgáta; ÓSÁ.

Þau hjón Jón og Þórunn héldu uppteknum hætti Hvaleyrarbænda og höfðu í seli á sumrum við Hvaleyrarvatn. Höfðu þau þar selstúlku og smala. Annaðist selsstúlkan mjaltir á málum og matargerð úr mjólkinni, auk matargerðar fyrir þau og þjónustubrögð. En smalinn hélt fé í haga og annaðist heimflutning selsafurða. Nú bar svo til kvöld nokkurt, að er smalinn kemur á stöðul, lætur selsstúlkan ekki sjá sig. Smalinn kvíar því ánum einn.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Gengur síðan heim í sel að skyggnast eftir stúlkunni og finnur hana hvergi. Gengur því heiman frá seli og niður að vatni og vestur með því. Ekki hafði hann lengi gengið, er hann finnur stúlkuna rétt við vatnsbakkann heldur illa útlítandi. Var hún rifin á hol, eins og eftir óargadýr og traðk mikið í kring eftir hringmyndaða hófa stóra. Þóttist smalinn vita hvað valdið hafði dauða selsstúlkunnar, því sögur hafði hann heyrt um að nykur væri í Hvaleyrarvatni og væri annað árið þar og hitt í Urriðakotsvatni. Smalinn varð flemtri sleginn og tók á rás heim til bæjar á Hvaleyri.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Var brugðið við skjótt og lík selsstúlkunnar sótt og það jarðsett að Görðum. Upp frá þessu lögðust niður selfarir við Hvaleyrarvatn. En oft mátti sjá grábleikan hest á beit í Seljahrauninu eftir þetta. Þau urðu endalok nykursins, að hann fraus í hel frostaveturinn mikla 1918.”
Á tófta Hvaleyrarsels má við Hvaleyrarvatn sjá tóftir selstöðu frá Ási skammt norðar og selstöðu frá Jófríðarstöðum sunnan í Húshöfða. Þar hjá má einnig sjá tóftir af beitarhúsi frá sama bæ auk fleiri mannvistarminja.

Svo hefur Gísli Sigurðsson skráð í handriti sínu um “Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði frá 14. öld” um nykurinn í Hvaleyrarvatni.

Hvaleyrarvatn-220

Hvaleyrarvatn.

Hvaleyrarvatn

Frá Hafnarfirði er tilvalið að leggja upp í ýmsar göngu ferðir, stuttar eða langar. Eg skrifaði fyrir nokkrum árum um sumar af þeim gönguslóðum, og verð því stuttorður um þær hér.

Hvaleyrarvatn-stekkur

Hvaleyrarvatn – stekkur.

Af Krýsuvíkurveginum og Kaldárselsveginum er örstutt að fara að Hvaleyrarvatni. Mörgum finnst ljótt og auðnarlegt þarna við vatnið, en litli dalurinn við Hvaleyrarvatn vinnur við viðkynningu. Hann er stúdía í gráum og daufgrænum litum, en ekki veit ég til, að neinn listmálari hafi tekið sér mótív þaðan, og þeir sem vilja helzt smeðjurómantískar ídyllur, ættu heldur ekki að gera það. Við Hvaleyrarvatn er einhver ísmeygileg þjóðsagnastemning í anda Werenskiolds og Kittelsens.
Og til eru líka þjóðsögur, sém tengdar eru vatninu. Þar á að vera nykur. Einu sinni var hafi í seli frá Hvaleyri í Seldal, en svo nefnist kvosin suðaustur frá vatninu. Stúlka ein gætti búfjár þarna. Eitt sinn, þegar að var komið, var stúlkan horfin, en brjóstin af henni fundust í Seldal. — Var talið að nykurinn hefði étið stúlkuna, en af einhverjum ástæðum ekki viljað brjóstin. Þessa sögu sagði mér dr. Bjarni Aðalbjarnarson, sem var alinn upp á Hvaleyri.”

Hvaleyrarvatn-233

Hvaleyrarvatn.

Heimild:
-Mánudagsblaðið, 13. árg. 1960, 22. tbl. bls. 2.

Hvaleyrarvatn

Í Gráskinnu hinni meiri er þjóðsaga frá Hvaleyrarvatni ofan Hafnarfjarðar:

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

“Sagt er, að nykur sé í Hvaleyrarvatni annað árið en hitt árið í Kasthúsatjörn á Álftarnesi. Var selstaða áður við Hvaleyrarvatn. Eitt sinn voru þar karl og kerling og gættu búpenings. Fór konan að sækja vatn og kom ekki aftur. Seinna fannst lík hennar mikið skaddað rekið upp úr vatninu og þótti líklegt að nykurinn hefði drekkt konunni. Hafa eldri menn oft heyrt skruðninga frá vatninu er ísa leysir og er það talið stafa af nykrinum. Sagt er ennfremur að eitt sinn hafi fjögur börn verið að leik út á Álftarnesi og séð þar eitthvað sem líktist hesti. Fóru öll á bak nema eitt barnanna, en það sagðist ekki nenna. Hristi þá dýrið börnin af sér og stökk út í tjörnina. Þóttust menn vita að þetta hefði verið nykur.”

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Önnur sögn segir að nykurinn sé jafnan annað árið í Hvaleyrarvatni, en hitt í Urriðavatni. Fari hann millum vatnanna um undirgöng.
“Sunnan við Hvaleyrarvatn, undir Selhöfða eru tóftir tveggja selja. Austar eru tóftir, líklega sels frá Ási, niður undan skátaskálanum Skátalundi, en vestar, á grónum tanga, eru tóftir Hvaleyrarselsins. Þar lagðist selsbúskapur af eftir að smali frá Hvaleyri fann selsstúlku látna og illa leikna niður við vatnið. Talið var að nykur, sem átti að hafa haldið til í vatninu annað hvert ár, hafi ráðist á og banað stúlkunni. Nykurinn átti, skv. sögnum, að búa hitt árið í Urriðakotsvatni, en hann mun hafa drepist þar frostaveturinn mikla árið 1918. A.m.k. sást aldrei til hans eftir það.”

Heimild:
-Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson, Gráskinna hin Meiri. (Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1962), I, 258-259.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Nykur

Sagan um nykurinn í Bjarnarvatni, sem skrá er eftir Jóni M. Guðmundssyni, er svohljóðandi: “Á árunum um og fyrir 1930 var rekið stórbú á Reykjum í Mosfellssveit og því fylgdi allmikið mannahald, bæði konur og karlar.
VamaÞá var tvíbýli á jörðinni og félagsbú sem rekið var með ráðsfólki en bændurnir höfðu sín heimili sér. Á hvoru heimili voru börn á ýmsum aldri frá fermingu og niður í 4-5 ára aldur þau yngstu. Heimilisfólkið var stundum um 30-40 manns. Í tómstundum sagði eldra fólkið börnunum oft sögur og ævintýr. Þar á meðal voru þjóðsögur og draugasögur, sem var vinsælt og æsandi efni fyrir börnin. Ein slík þjóðsaga er talin hafa gerst þar og fjallaði um nykur í Bjarnavatni. Þannig háttar til að austast í landi Reykja er stöðuvatn allstórt sem Bjarnavatn heitir. Eldri börnin áttu stundum leið hjá vatninu í smalamennsku eða við leit að brúkunarhrossum er sloppið höfðu úr heimahögunum. Heimafólk bar nokkra virðingu fyrir þessu fallega fjallavatni, en ekki var í því neitt kvikt nema hornsíli.  Börnunum þótti vatnið fjarlægt og dularfullt og virðing þeirra fyrir því var óttablandin. Ekki síst vegna orðróms um að nykur hefði aðsetur í því. Í þjóðtrúnni er til fyrirbærið nykur sem var mönnum óvinveittur og jafnvel hættulegur. Nykur er talinn vera skepna af öðrum heimi og líkjast hesti, steingráum. Þessa skepnu mátti vart þekkja frá hesti nema á hófunum sem snéru öfugt.
Vama-2Á þessum árum var sauðamaður á Reykjum er Jón hét Þorvarðsson og hafði auknefnið “súgandi”. Hann var af vestfirskum kominn og jafnvel galdramönnum af Hornströndum að talið var. Jón „súgandi“ var fljúgandi mælskur og honum lét vel að flytja mál sitt með viðeigandi áherslum. Hann var fluggáfaður og greindur vel en hafði ekki notið skólagöngu. Hann var nokkur mislyndur og sérvitur en umgengnisgóður daglega. Mestum tíma eyddi hann með fénu og hélt því stíft til beitar hvernig sem viðraði. Beitarsvæðið var í Reykjafjallinu; í Einbúasundi, Selbrekkum og Forarmýri en er leið á veturinn sótti féð allmikið í svokallaðar “Sukkur”, en það landsvæði lá í suðurhallandi brekkum sunnan Reykjaborgar. Það voru byggð fjárhús og hlaða 1924 fyrir 120 fjár og tilheyrandi hrútakofi. Þá var og ræktað þar tún sem var 2 dagsláttur að stærð, afgirt og heyjað á hverju sumri. Fjárhús fyrir fullorðna féð var í svonefndum Húsadal sem er dalverpi suðaustur af bænum.
Vama-3Það þóttu hin verstu tíðindi er Jón fór að gefa í skyn að hann hefði orðið var við eitthvað í fjallinu austur af beitarhúsunum. Jón var þögull og þungbúinn og varðist allra frétta en þetta vakti mikla spennu, einkum hjá börnunum. Þar kom að Jón sauðamaður féllst á að skýra frá því sem hann hafði séð a.m.k. tvisvar eða þrisvar og var Jón M. Guðmundsson á Reykjum eitt þeirra barna sem hlustaði á frásögnina. Sagðist honum svo frá: Komið var fram í mars og snjóa hafði leyst eftir mildan vetur.  Féð rann sem leið liggur austur holtin í Selbrekkum en vildu ekki stöðvast þar, enda orðið nokkuð bitið eftir veturinn.  Var því haldið áfram suður yfir ána og í Sukkurnar og þar var beit.  Stóð nú féð allt til kvölds og Jón farinn að lýjast og ekki þorandi að líta mikið af fénu, svo fjarri húsunum. Dimmviðri var og farið að skyggja er lagt var af stað heimleiðis.
Bjarnarvatn-2„Er ég var kominn,“ segir Jón, „í hallann vestur af Þverfelli í átt að Selbrekkum, finnst mér ég sjá einhverja skepnu í fjárhópnum stærri en kindurnar.“ Bjarnavatnið sem áður er nefnt er einmitt uppi á Þverfellinu og var því ekki allfjarri þeim stað sem Jón var staddur með fjárhópinn. „Við nánari skoðun sá ég ekki betur en einn heimahestanna væri kominn á vettvang en það virtist vera hann „Svarti Gráni“. „Svarti Gráni“ var steingrár að lit en hafði verið fæddur svartur og bar það nafn sem tryppi en varð seinna grár. Þótti mér nú bera vel í veiði og taldi að klárinn hefði hlaupið til fjalls er brúkunarhestar voru hýstir. Tók ég snærishönk uppúr vasa mínum og hugðist ná hestinum strax en það vafðist eitthvað fyrir mér og barst nú leikurinn heim undir fjárhús. Lagði ég nú allt kapp á að ná Grána og tókst það og bjó ég mig undir að bregða bandinu upp í hestinn en fékk þá nokkra bakþanka. Skoðaði ég hestinn nánar, og sá þá að hófarnir snéru öfugt. Hafði ég nú snögg viðbrögð; sleppti tökum og forðaði mér, því nykrar hafa þá ónáttúru að ef maður sest á bak límist maður við bakið og skepnan stormar beint í vatnið sitt og heimkynni með manninn á baki og eru það hans endalok.“ Hafði Jón mörg orð um það hvernig hefði getað farið fyrir sér ef hann hefði sest á bak svo lúinn og syfjaður sem hann var orðinn. Jón varð ekki gamall maður en dó um aldur fram í átthögum sínum Súgandafirði en taldi sig hafa sloppið mjög naumlega frá drukknun í Bjarnavatni sem áður segir.”Bjarn

Nykur

Fyrirbærið “nykur” kemur fyrir í ýmsum þjóðsögum, án þess að vitað sé til tilvist þess hafi nokkru sinni verið staðfest með óyggjandi hætti; ljósmynd, rissi eða nákvæmri lýsingu fleiri vitna á tilteknum stað á skráðri stundu.

Nykur

Nykur.

Nykur er því þjóðsagnaskepna. Hann á að líkjast gráum hesti, en þekkist á því að hófar hennar snúa aftur. Samkvæmt norrænni þjóðtrú lifur nykurinn í vötnum. Hann gengur á land og reynir að tæla fólk á bak sér og hleypur þá með knapann út í vötn.
Orðið nykrað er notað í bragfræði og vísar til ósamstæðra líkinga líkt og orðið finngálknaður var í fornu máli haft um ósamrýmanlegar eða afskræmdar líkingar í skáldskap. Finngálknaður er eins og nykrað dregið af heiti furðuskepnu, en finngálkn var maður ofan en dýr að neðan. Aðrir segja það afkvæmi makalausra skepna.
Til þess að hrekja nykur á flótta átti að vera nóg að nefna nafn hans.

Heimild:
-visindavefur.hi.is

Bjarnarvatn

Bjarnarvatn. Menn töldu sig hafa séð nykur í og við vatnið.

Hvaleyrarvatn

“Sagt er að nykur sé í Hvaleyrarvatni annað árið, en hitt árið í Kasthúsatjörn á Álftanesi.
Kasthusatjorn - kortSelstaða var áður fyrr við Hvaleyrarvatn, og sér enn tættur af selinu við vatnið. Eitt sinn voru í selinu karl og kona og gættu búpenings.- Konan fór sem oftar að sækja vatn, en kom ekki aftur. Seinna fannst lík hennar mikið skaddað rekið upp úr vatninu, og þótti líklegt, að nykurinn hafi drekkt konunni.
Eldri menn hafa oft heyrt mikinn skruðning og hávaða út í Hvaleyrarvatni, einkum þegar ísa leysir, og þykir líklegt, að það starfi af völdum nykursins.
Sagt er, að einu sinni hafi börn úti á Alftanesi, fjögur að tölu, verið að leika sér við Kasthúsatjörn og hafi þá séð dýr eitt, grátt áð lit, sem þau héldu að væri hestur og lá við tjörnina. Þau settust öll á bak nema eitt barnið; það sagðist ekki nenna á bak. Þegar barnið sagðist ekki nenna á bak, hristi dýrið börnin af sér og stökk út í tjörnina. Þóttust menn af þessu sjá, að þarna hefði nykurinn verið.”

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar. 14. árg. 1955, 2. tbl., bls. 8.

Hvaleyrarvatn-kvold

Kvöld við Hvaleyrarvatn.