Hvaleyrarvatn

Frá Hafnarfirði er tilvalið að leggja upp í ýmsar göngu ferðir, stuttar eða langar. Eg skrifaði fyrir nokkrum árum um sumar af þeim gönguslóðum, og verð því stuttorður um þær hér.

Hvaleyrarvatn-stekkur

Hvaleyrarvatn – stekkur.

Af Krýsuvíkurveginum og Kaldárselsveginum er örstutt að fara að Hvaleyrarvatni. Mörgum finnst ljótt og auðnarlegt þarna við vatnið, en litli dalurinn við Hvaleyrarvatn vinnur við viðkynningu. Hann er stúdía í gráum og daufgrænum litum, en ekki veit ég til, að neinn listmálari hafi tekið sér mótív þaðan, og þeir sem vilja helzt smeðjurómantískar ídyllur, ættu heldur ekki að gera það. Við Hvaleyrarvatn er einhver ísmeygileg þjóðsagnastemning í anda Werenskiolds og Kittelsens.
Og til eru líka þjóðsögur, sém tengdar eru vatninu. Þar á að vera nykur. Einu sinni var hafi í seli frá Hvaleyri í Seldal, en svo nefnist kvosin suðaustur frá vatninu. Stúlka ein gætti búfjár þarna. Eitt sinn, þegar að var komið, var stúlkan horfin, en brjóstin af henni fundust í Seldal. — Var talið að nykurinn hefði étið stúlkuna, en af einhverjum ástæðum ekki viljað brjóstin. Þessa sögu sagði mér dr. Bjarni Aðalbjarnarson, sem var alinn upp á Hvaleyri.”

Hvaleyrarvatn-233

Hvaleyrarvatn.

Heimild:
-Mánudagsblaðið, 13. árg. 1960, 22. tbl. bls. 2.