Færslur

Hvaleyrarsel

Gönguleiðin um og í kringum Hvaleyrarvatn er tiltölulega greiðfær. Lagt er af stað frá bifreiðastæðinu syðst á Vatnshlíðinni, ofan brekkunnar norðan við Hvaleyrarvatn, gengið veginn niður að vatninu og inn á göngustíg til vinstri er liggur austan og sunnan þess. Þá er athafnasvæði Skógræktar Hafnarfjarðar og Húshöfði á vinstri hönd. Framundan er skáli Gildis-skáta, en sunnanvert við vatnið, hægra megin við stíginn, eru tóttir af seli, Hvaleyrarseli.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn – minjar (ÓSÁ).

Um Hvaleyrarsel segir eftirfarandi í samantekt Gísla Sigurðssonar um Líf og þjóðhætti í Hafnarfirði: “Selstöð átti Hvaleyri við Hvaleyrarvatn og þar höfðu bændurnir haft í seli frá fornu fari. Sér enn tættur seljanna við sunnanvert vatnið. Þau hjón Jón [Magnússon] og Þórunn [Sigurðardóttir (bjó á Hvaleyri 1866-1868 og í Gestshúsum1869-1973] héldu uppteknum hætti Hvaleyrarbænda og höfðu í seli á sumrum við Hvaleyrarvatn. Höfðu þau þar jafnan selsstúlku og smala.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Annaðist selstúlkan mjaltir á málum og matargerð úr mjólkinni auk matargerðar fyrir þau og þjónustubrögð. En smalinn hélt fé í haga og annaðist heimflutning selsafurða. Nú bar svo til kvöld nokkurt, að er smalinn kemur á stöðul, lætur selstúlkan ekki sjá sig. Smalinn kvíar því ánum einn. Gengur síðan heim í sel að skyggnast eftir stúlkunni og finnur hana hvergi. Gengur því heiman frá seli og niður að vatni og vestur með því. Ekki hafði hann lengi gengið, er hann finnur stúlkuna rétt við vatnsbakkann heldur illa útlítandi. Var hún rifin á hol, eins og eftir óargadýr og traðk mikið þar í kring eftir hringmyndaða hófa stóra. Þóttist smalinn vita hvað valdið hafði dauða selstúlkunnar, því sögur hafði hann heyrt um að nykur væri í Hvaleyrarvatni og væri annað árið þar og hitt í Urriðakotsvatni. Smalinn varð flemtri sleginn og tók á rás heim til bæjar á Hvaleyri. Var brugðið við skjótt og lík selstúlkunnar sótt og það jarðsett að Görðum. Uppfrá þessu lögðust niður selfarir við Hvaleyrarvatn. En oft mátti sjá grábleikan hest á beit í Seljahrauninu eftir þetta. þau urðu endalok nykursins, að hann fraus í hel frostaveturinn mikla 1918”.

Hvaleyrarvatn

Stekkur á Selshöfða.

Auðvelt er að finna gömul sel á hraunsvæðum með því að svipast um eftir kennileitum. Þau voru oft við brunna, ár eða læki – og í nágrenninu er yfirleitt að finna kví, stekk, nátthaga og/eða náttskjól, auk graslendis umhverfis.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn um 1960 – Skátalundur nýbbyggður. Mynd ÓKG.

Við stærri sel smá sjá grjótgarða og jafnvel fjárhella. Selshúsin voru yfirleitt tvískipt, annars vegar vistarvera og geymsla og hins vegar eldhús. Allnokkur sel eru í nágrenni Hafnarfjarðar, s.s. Fornasel, Gjásel, Straumssel, Óttarstaðarsel, Lónakotssel og vestar Hvassahraunssel, Knarrarnessel og Brunnastaðasel, auk seljanna í Sogagýg og á Selsvöllum, en þar voru sel frá bæjum í Grindavík. Í Þrengslunum sunnan Selsvalla er Hraunssel frá Hrauni við Grindavík. Í nágrenninu eru auk þess nokkrar fallegar fjárborgir, s.s. Hólmsborg, Þorbjarnarstaðarfjárborg, Óttarstaðarfjárborg og Staðarborg í Vogum.

Hvaleyrarvatn

Stekkur í Seldal.

Þegar komið er við vesturenda Hvaleyrarvatns er beygt suður götuslóða, sem þar er, í átt að Seldal. Á hægri hönd er Selhraun. Þegar horft er til norðvesturs má sjá hraunhól í lægðarsvæði, en í hólnum er op til vesturs. Þar var tófugreni s.l. sumar.

Hvaleyrarvatn

Tjaldað við vesturenda Hvaleyrarvatns fyrrum. Mynd; EJ.

Götuslóðanum er fylgt upp vesturöxlina á Selhöfða (á vinstri hönd) og Seldalurinn á milli hans og Stórhöfða blasir við. Vel má sjá hversu landið hefur blásið burt, en Skógrækt Hafnarfjarðar hefur plantað talsverðu af trjám með vegslóðanum inn dalinn. Úr Stórhöfða kom Stórhöfðahraun vestan og sunnan við höfðann. Þegar komið er upp á Langholtsásinn er Miðhöfði í austur og Fremstihöfði í suðaustur. Gengið er beint áfram, út af veginum, niður ásinn að sunnanverðu og áfram með hraunkantinum framundan að Kaldárseli. Á leiðinni er fallegur hraunskúti undir klettavegg á vinstri hönd. Áður en komið er að Kaldárseli er gengið að farvegi Kaldár þar sem hún sést hverfa niður í hraunið, en áin er u.þ.b. 1100 metra löng í venjulegu árferði frá upptökum sínum í Kaldárbotnum, vatnsbóli Hafnfirðinga. Í þurrkatíð styttist hún til muna.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Talið er að áin renni neðanjarðar þaðan sem hún hverfur niður í hraunið og komi undan Hvaleyrarhrauni í Hraunsvík austan Straumsvíkur. Hæðarmismunur á yfirborði Kaldárbotna og grunnvatnsins vestan við Kaldárhnúk er sem næst 20 m. Orsök þessa mismunar er misgengi er liggur eftir undirhlíðum og noðrur um Búrfell. Það hefur hindrað grunnvatnsstreymið, lokað leið þess vestur og þvingað vatnið upp á yfirborðið. Þegar langvarandi úrkoma hefur verið kemur vatnið líka upp á yfirborðið í Helgadal austan undir misgenginu, en eftir langvarandi þurrkatímabil hverfur Kaldá sjálf stundum alveg. Í Helgadal er talið að byggð hafi verið fyrrum.

Lambagjá

Vatnsleiðsluundirhleðsla yfir Lambagjá.

Þegar komið er að veginum er rétt að fylgja honum framhjá fjárréttinni og beygja þá til vinstri eftir gamla veginum að brekkunni. Áður en komið er að henni er beygt út af veginum til hægri, eftir Lambagjá. Gjáin er friðlýst. Í gjánni er komið að mikilli fyrirhleðslu þvert yfir hana. Þetta er hleðsla undir vatnsleiðslu, sem þarna lá áður fyrr. Fara þarf upp með hleðslunni, niður aftur hinum megin og fylgja gjánni. Á leiðinni er farið undir haft og upp hinum megin. Þegar komið er í enda þess hluta gjárinnar þarf að ganga upp úr henni, en enn ein sigdældin er handan hennar. Síðar verður fjallað um hella austar í hrauninu, en niðri í einum þeirra má auðveldlega sjá kristaltært bergvatnið við jaðar misgengisins, sem getið var um.

Hvaleyrarvatn

Sumarhús í Vatnshlíð um 1960.

Í austri má sjá Búrfell, Húsfell í suðaustri og Helgafell (338 m. yfir sjó) í suðri. Á milli fellanna eru Valahnjúkar.
Þegar þarna er komið er beygt til norðurs og gengið austur fyrir Klifsholtið með Smyrlabúðarhrauni. Þá er komið inn á gömlu Selvogsgötuna er var þjóðleiðin á milli Selvogs og Hafnarfjarðar. Hún er u.þ.b. 10 klst ganga frá upphafi til enda. Erfiðasti hluti leiðarinnar, en jafnframt sá fallegasti, er um Grindarskörðin (Kerlingaskarð). Um hana verður fjallað síðar.
Selvogsgötunni er fylgt til norðurs, með hraunkantinum, framhjá Smyrlabúð og niður að Hvatshelli og Ketshelli (Kershelli). Hlíðin framundan á hægri hönd heitir Setbergshlíð.

Hvatshellir

Hvatshellir – uppdráttur ÓSÁ.

Op Hvatshellis er í jarðfalli þegar halla fer undan og útsýni er yfir að hesthúsabyggðinni austan við Húshöfða. Fallega hlaðin varða stendur á barminum. Neðar má sjá graslendi er bendir til fjárhalds og þar í hraunhól er hellir (Ketshellir). Hann var notaður sem fjárból frá Setbergi meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeit mest stundið. Ganga má í gegnum hellinn. Hleðslur er beggja vegna en auðveldlega er hægt að ganga þar í gegn ljóslaus. Hvatshellir er mun stærri. Á vetrum hanga bæði grýlukerti úr lofti og standa á gólfi hans. Í ljósadýrt getur verið mjög fallegt þar að líta.

(Sagnir eru um að Hvatshellir sé ofar, austar og norðar í hrauninu, og hafi tapast, en hann var áður samkomustaðar félagsskaparins Hvatar, en félagsmeðlimir eru sagðir hafa málað nafn hans gylltum stöfum á hvelfingu eða gólf hellisins, sbr. grein Ólafs Þorvaldssonar í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48).

Lokaáfanginn er skáhallt yfir hraunið til norðvesturs að Kaldárselsvegi. Sú leið er einnig tiltölulega greiðfær ef fylgt er grónum lægðum, sem þar liggja. Loks er hægt að ganga veginn að bifreiðastæðinu á Vatnshlíðinni.
Góða ferð.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Hvaleyrarvatn

Selhraun vestan við Hvaleyrarvatn er hluti af dyngjuhrauni sem er mest áberandi í kringum Skúlatún, sem er grasi gróinn óbrennishólmi rétt vestan við Helgafell. Jarðfræðingar hafa kallað þetta hraun einu nafni Skúlatúnshraun, en það ber líka ýmis önnur nöfn, [s.s. Hellnahraun]. Þar sem hraunið rann fram í sjó myndar það eldra Hellnahraun og heitir á kafla Hvaleyrarhraun.

Selhóll

Selhóll.

Aldur Selhrauns er ekki kunnur en það er sennilega ekki eldra en 3000-4000 ára. Þegar það rann myndaðist fyrirstaða í tveimur dalkvosum sem varð til þess að Hvaleyrarvatn og Ástjörn urðu til.

Þessi tvö vötn áttu sinn þátt í að umhverfis þau myndaðist ágætis gróðurbelti sem varð til þess að þar var þótti vera beitiland eftir að land byggðist. Ásbærinn var byggður skammt ofan við Ástjörnina, undir Ásfjalli og þar nærri var annað býli sem fékk nafnið Stekkur. Við Hvaleyrarvatn var selstaða frá höfuðbólinu og kotunum á Hvaleyri, Ási, Stekk og Ófriðarstöðum (Jófríðarstöðum), en allar þessar jarðir áttu land sem náði að Hvaleyarvatni, þó megnið af vatninu tilheyði Ási.

Höfðaskógur

Jófríðastaðasel.

Norðan við vatnið á Beitarhúsahálsi undir Húshöfða var Ófriðarstaðasel, en þar stendur ennþá ágætlega byggð beitarhúsatóft á þeim stað þar sem talið er að selið hafi verið. Skammt frá er gamall grjóthlaðinn stekkur, eða ígildi fjárborgar á háhrygg hálsins.

Norðan við Selhöfða er lítill tangi eða nes sem skagar fram í Hvaleyrarvatnið og þar eru tóftir þriggja selja, sem hafa líklega tilheyrt Ási og Stekk, en vera má að eitt þeirra hafi verið nýtt af ábúendum á Ófriðarstöðum í skiptum fyrir verbúðina Ásbúð sem var í landi Ófriðarstaða. Ás átti ekki land að sjó þannig að þessháttar skipti voru ekki óalgeng.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn-Hvaleyrarsel.

Þriðja staðsetningin er vestan við Hvaleyrarvatn, skammt frá þeim stað þar sem skáli Hafnarfjarðarbæjar stóð til skamms tíma. Þar er lítill hraunbali sem ekki ber mikið á en þegar betur er að gáð má greina vallgrónar hleðslur á balanum. Þar taldi Gísli Sigurðsson lögregluþjónn að ein selstöðin frá Hvaleyri hafi verið. Lítill hlaðinn stekkur er í hraunbrún skammt langt frá þessum gróna bala en stekkurinn sést illa þar sem furutrjám var plantað út í hann fyrir um tveimur áratugum.

Seldalur

Tóft í Seldal.

Suðaustur frá Hvaleyrarvatni er Seldalshálsinn sem lokar Seldal af frá Selhrauninu. Á norðaustanverðum hálsinum er lítil tóft sem hefur verið nefnd Seldalskofi og gæti allt eins verið selrúst. Sagnir voru um að selstaða hafi einnig verið í Seldalnum en þar hafa ekki fundist neinar minjar sem staðfesta þá tilgátu.

Líkt og jafnan gleymast ýmsar minjar í umfjöllun um afmörkuð svæði.

Stórhöfði

Stórhöfði – nátthagi.

Hér að framan er ekki getið um stekkinn fyrrum og fjárborgina á Selhöfða, selstöðu vestan Hvaleyrarvatns eða nátthaga sunnan Stórhöfða. Jafnan hefur verið reynt að koma slíkum upplýsingum á framfæri, síðast við fornleifaskráningu Hafnarfjarðar, en fyrir daufum eyrum. Um er að ræða einstaklega áhugaverðar minjar um fyrrum búsetu í Hafnarfirði.

Heimild:
-https://www.hraunavinir.net/selhraun-og-selminjar/

Ássel

Ássel – tilgáta; ÓSÁ.

Hvaleyrarvatn

Gönguleiðin um og í kringum Hvaleyrarvatn er tiltölulega greiðfær – þéttur malarstígur alla leiðina. Skjólgott umhverfið tekur mið af árstíðunum og því breytilegt frá einum tíma til annars. Vindstigin og birtan hafa einnig áhrif á ásýndina. Hringurinn er um 2.2. km.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Hvaleyrarvatn, sem er 1-2 m á dýpt um mitt vatnið (fer eftir hvernig stendur á vatnsstöðunni hvert sinn) er í dalkvos sem er umvafin grágrýtishryggjum á þrjá vegu og hrauni að einn.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn – minjar.

Vatnshlíð er við norðvestanvert vatnið (þar er t.d. skógrækt Hákons Bjarnasonar), Beitarhúsaháls (m.a. beitarhúsatóft og stekkur frá Ófriðarstöðum) og Húshöfði að norðaustanverðu, en Kjóadalsháls og Selhöfði að austan og sunnan (fjárborg og stekkur efst á höfðanum). Fyrir vestan vatnið er Selhraun, sem er hluti Hellnahraunsins eldra (þar er t.d. stekkur frá Hvaleyrarseli og greni í Selhól). Hraunið rann fyrir um 2000 árum og kom frá gígum við Stóra Bolla (Konungsfell) við Grindarskörð.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Þegar Hellnahraunið lokaði dalnum myndaðist Hvaleyrarvatn í þessari kvos þegar grunn- og regnvatn safnaðist þar fyrir. Litlir vorlækir eru úr nálægum hlíðunum en þar er ekkert afrennsli. Hvaleyrarvatn er fremur snautt þótt þar hefur silungi verið sleppt öðru hvoru sem fólki gefst kostur á að veiða, þ.e. börnum og unglingum sem og öldruðum og öryrkjum, þótt veiðimenn í fullum skrúða sjáist stundum við “æfingar” þarna, einkum á vorin.

Gangan hefst á bílastæði við vesturenda Hvaleyrarvatns. Við vatnið er þjóðsagnastemning, auk þess sem áþreifanlegrar sögu skógræktar landsins á 20. öld gætir þar árið um kring. 

Hvaleyrarvatn

Hólmarnir í Hvaleyrarvatni.

Tóftir Hvaleyrarsels sjást glögglega sunnan við vatnið. Selstaðan er dæmigerð; þrjár tóftir, auk stekks. Hefðbundið vatnsstæðið er Hvaleyrarvatnið sjálft.
Sagt var að nykur hafi verið í Hvaleyrarvatni annað árið, en hitt árið í Kasthúsatjörn á Álftanesi (sumir segja Urriðakotsvatni).
Sagt er, að einu sinni hafi börn úti á Álftanesi, fjögur að tölu, verið að leika sér við Kasthúsatjörn og hafi þá séð dýr eitt, grátt áð lit, sem þau héldu að væri hestur og lá við tjörnina.

Hvaleyrarvatn

Upplýsingaskilti við Hvaleyrarsel.

Þau settust öll á bak nema eitt barnið; það sagðist ekki nenna á bak. Þegar barnið sagðist ekki nenna á bak, hristi dýrið börnin af sér og stökk út í tjörnina. Þóttust menn af þessu sjá, að þarna hefði nykurinn verið.”
Síðast á að hafa sést til hans frostaveturinn mikla árið 1918.
Sagan segir að eitt sinn voru í Hvaleyrarseli karl og kona og gættu búpenings.- Konan fór sem oftar að sækja vatn, en kom ekki aftur. Seinna fannst lík hennar mikið skaddað rekið upp úr vatninu, og þótti líklegt, að nykurinn hafi drekkt konunni.

Höfðaskógur

Jófríðastaðasel.

Eldri menn höfðu oft heyrt mikinn skruðning og hávaða út í Hvaleyrarvatni, einkum þegar ísa leysti, og þótti líklegt, að það hafi stafað af völdum nykursins.
Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en landið er að mestu í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru fyrrefndar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfða er hins vegar svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði.

Seldalur

Seltóft í Seldal.

Sunnan undir Selhöfða, á gróinni torfu, er tóft, væntanlega heimasel. Selsrústin hefur löngum verið talið beitarhús, en við nánari skoðun virðst hún fremur vera leifar selstöðu, sem fyrr segir. Rýmið er tvískipt; baðstofa og búr, en ekki mótar með góðu móti fyrir eldhúsi og því eru tóftirnar sem slíkar ekki dæmigerðar selsminjar á Reykjanesskaganum. 2)

Á meðal tófta Hvaleyrarsels má skammt austar við Hvaleyrarvatn sjá tóftir selstöðu frá Ási. Selstaðan virðist hafa verið snemmbær í tíma. Hún er líkari takmörkuðu nytjaseli, s.s. kola eða tímabundinni veiðistöð en t.d. fjárseli eða húaseli. 3)

Hvaleyrarvatn

Kvöld við Hvaleyrarvatn.

Gildisskátar Hraunbúa í Hafnarfirði eiga bláþaksmálaðan skála í Skátalundi, í hlíðinni milli Selhöfða og Húshöfða. Skálinn, sem var reistur árið 1967, hefur nýst skátunum vel í gegnum tíðina, en hefur því miður ósjaldan orðið fyrir skemmdarverkum ódælla.

Skátalundur

Skátalundur við Hvaleyrarvatn.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað í ársbyrjum 1947. Staðreyndin var sú að ekki höfðu allir bæjarbúar trú á að skógræktaráhuginn ætti eftir að endast lengi. Það blés ekki byrlega til að byrja með og reyndi verulega á þrautsegju og þolgæði þeirra sem stýrðu málum af hálfu Skógræktarfélagsins. Þar munaði miklu um þekkingu og dugnað frumkvöðlanna sem létu ekki deigan síga þó svo að á móti blési.

Gunnlaugur Kristmundsson

Gunnlaugur Kristmundsson.

Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustjóri átti sæti í stjórn félagsins fyrstu fjögur árin. Hann var kunnur af störfum sínum við uppgræðslu landsins og þekkti betur til en flestir aðrir. Að ráði hans var leitað til bæjaryfirvalda og óskað eftir landi til ræktunar við Hvaleyrarvatn, í svonefndum Vatnsenda neðan við Beitarhúsaháls og Húshöfða. Þegar til átti að taka vorið 1947 var mikil kuldatíð og útlitið við Hvaleyrarvatn alls ekki nógu gott. Gunnlaugur stakk þá upp á því að reynt yrði að fá leyfi til að girða af nokkra hektara nyrst í Gráhelluhrauni, skammt frá Lækjarbotnum. Hann taldi að þar yrði vænlegt að planta út trjám, þrátt fyrir kuldann, og hann hafði rétt fyrir sér.
Árið 1956 gat félagið ráðið til sín sumarstarfsmann á launum. Um sumarið voru sumarmennirnir tveir og veitti ekki af enda ætlunin að hefja girðingavinnu við Hvaleyrarvatn árið eftir. Þegar 32 ha spilda við Hvaleyrarvatn hafði verið girt vorið 1958 hófst gróðursetning með aðstoð félagsmanna Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar, sem gróðursettu 7000 plöntur. Almennir félagsmenn gróðursettu annað eins þetta sumar og starfið var blómlegt. 

Hval-5Þegar staldrað er við og svæðið er skoðað meðfram Hvaleyrarvatni má sjá þar nokkra nafngreinda höfða að austanverðu; Húshöfða, Selhöfða, Miðhöfða (Þormóðshöfða) og Efstahöfða (Fremstahöfða), auk Stórhöfða að suðaustanverðu. Auk þess eru þarna tveir hálsar; Kjóadalaháls og annar ónafngreindur í vestur frá Fremstahöfða (Efstahöfða). Alla þessa höfða og hálsa prýða vörður, hér nefndar Höfðavörður, reyndar tvær á Húshöfða er virðast greinast í Húshöfðavörðu (vestar) og Kjóadalsvörðu (austar). Sumar eru landamerkjavörður. Kjóadalsháls er einnig nefndur Langholt. 

Bleiksteinar

Bleiksteinar á Bleiksteinshálsi.

Skoðum fyrst skráðar heimildir um svæðið. Í örnefnalýsingu AG fyrir Ás segir m.a.: “Svo er hár hnúkur syðst á fjalli, sem heitir Vatnshlíðarhnúkur. Vestur af honum hallar fjallinu niður og myndar þar háls, sem nær niður á Hamranesið fyrrnefnda og heitir Bliksteinaháls eða Bleiksteinaháls. Á honum eru tveir steinar ljósir að lit, sem heita Bliksteinar. Þeir eru í hálsinum norðanverðum og eru á merkjum móti Hvaleyri.
Sunnan við Vatnshlíðarhnúkinn fyrrnefnda er hlíð með giljum og skógarbörðum, sem hallar niður að Hvaleyrarvatni, og heitir hlíð þessi Vatnshlíð. Að norðan eru merki Jófríðarstaða svo nærri vatninu, að þegar hátt er í vatninu, getur Jófríðarstaðabóndinn vatnað hesti sínum í því.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn – skilti.

Norðan við Hvaleyrarvatn, við svonefnda “Sandvík” er upplýsingaskilti um örnefni í næsta nágrenni. Fólk má þó ekki taka það mjög bókstaflega. Á því er t.d. getið um “Hundraðmannahelli” í Helgadal, en á auðvitað að vera “Hundraðmetrahellir”.
Um miðjan sjötta áratuginn var Vatnshlíð vart annað en berangurslegir grágrýtismelar með einstaka, ofbeittum rofabörðum, þegar Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, fékk úthlutað gróðursetningarlandi þar árið 1955, sem er rétt um 8 ha að stærð. Hvergi var skjól að finna og í leysingum á vorin beljaði vatn niður hlíðina, og settu djúpar vatnsrásir sterkan svip á landið.
hvaleyrar-21Þegar Hákon sýndi konu sinni, Guðrúnu, landið í fyrsta skipti, féllust henni hendur, leit á mann sinn og spurði: »Hvað ætlar þú að gera hér?«
Landið var girt undir haust 1955, því að allmargt fé væri þá þar í haga. Árið 1968 var girðingin stækkuð til vesturs. Bústaðurinn var reistur sumarið 1958 en stækkaður rúmum áratug síðar. Lítið gróðurhús var reist 1975 norðvestur af bústaðnum og hafa þar einkum verið ræktuð jarðarber þau ár, sem það hefur fengið að standa í friði fyrir skemmdarvörgum.
Hval-21Fyrstu trén voru gróðursett vorið 1956, bæði á hólnum ofan við bústaðinn og austan við hann. Allar götur síðan hefur einhverju verið plantað á hverju ári. Langmest hefur verið gróðursett af sitkagreni, stafafuru, bergfuru og alaskaösp.

Að auki er hér að finna allmargar aðrar tegundir af ýmsum barr- og lauftrjám, svo og nokkrum runnum, og má nefna blágreni, hvítgreni, lindifuru, eini, hegg og blæösp sem fáein dæmi.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn 2023.

Allnokkur efniviður frá Alaska fór forgörðum í bruna 1962, en af plöntum þaðan, sem hér vaxa má nefna elri, laxaber, stikilsberjarunna, eitt rauðblóma rósayrki, sigurskúf og hálmgresistegund.
Vatnsrof eru nú algjörlega liðin tíð eftir að melarnir klæddust gróðri. Þegar elstu trén voru komin nokkuð á legg var kveikt í gróðri á landinu 1962 og má segja, að allt hafi brunnið sem brunnið gat austur að girðingu.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel- tilgáta; ÓSÁ.

Öðru sinni var kveikt í 1972 og brunnu þá allmörg tré austan við bústaðinn.En þrátt fyrir öll vandkvæðin, bæði af náttúrunnar og mannanna völdum, hefur tekist, með góðum ásetningi hlutaðeigandi, að sýna fram á að vel er hægt að græða upp landið okkar. 

Vinalundur

Vixla Vinalunduar í Vatnshlíð.

Þrír grónir hólar er í norðvestanverðu Hvaleyrarvatni, manngerðir árið 2010. Tilgangurinn með þeim var að gera fuglum auðveldara að koma upp vorvarpi. Staðreyndin hefur hins vegar orðið sú, hingað til a.m.k., að ein gæs kom þar upp þremur ungum árið 2015, en þeir urðu fljótlega fæða fyrir mávagerið, sem tekið hefur sér aðstöðu á vatninu (sennilega er um að ræða útstöð þeirra frá nálægum fiskhjöllunum við Krýsuvíkurveg).

Vinalundur nefnist skógræktarreitur í sunnanverðri Vatnshlíð vestan við Vatnshlíðargil og sumarbústað sem Hákon Bjarnason byggði sér. Reiturinn er tileinkaður Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi og þar hafa erlendir vinir bæjarbúa plantað út trjám í opinberum heimsóknum sínum til bæjarins.

Heimildir:
-Mánudagsblaðið, 13. árg. 1960, 22. tbl. bls. 2.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar. 14. árg. 1955, 2. tbl., bls. 8.
-Örnefnalýsing fyrir Hvaleyri – Ari Gíslason – ÖÍ.
-Gísli Sigurðsson skráð í handriti sínu um “Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði frá 14. öld” um nykurinn í Hvaleyrarvatni.
http://www.skoghf.is/greinar/84-minningarskjoeldur-4-brautryejenda-a-grahellufloet.
-Minning: Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, fæddur 13. júlí 1907 – dáinn 16. apríl.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Við Hvaleyrarvatn, neðan tófta Hvaleyrarsels, er upplýsingaskilti frá Byggðasafni Hafnarfjarðar. Á skiltinu er eftirfarandi texti, auk teikninga:

“Við Hvaleyrarvatn voru selstöður frá bújörðunum Hvaleyri, Ási og Jófríðarstöðum. Hér sjást rústir Hvaleyrarsels en þar var selstaða frá Hvaleyrarbændum allt fram til síðari hluta 19. aldar. Í Hvaleyrarseli höfðu Hvaleyrarbændur jafnan selstúlku og smala. Selstúlkan annaðist mjaltir og matargerð úr mjólkinni auk matargerðar fyrir þau en smalinn hélt fé í haga og annaðist heimflutning selafurða.

Hvaleyrarvatn
Tóftir Hvaleyrasels er þrjár, í miðjutóftinni hefur verið aðalhúsið og hinar tvær gætu hafa verið búr og útihús. Austasta tóftin er vel greinileg og hefur sennilega verið notuð sem útihús, inngangur snýr í suður. Aðalrústin er fyrir miðju og eru í henni a.m.k. þrjú hólf og tveir inngangar til austurs, innangengt er frá miðjurými í syðsta rýmið. Vestasta rústin hefur sennilega verið búr, þar er inngangurinn úr vestri. Aðeins vestar er stekkur sem talið er að hafi tilheyrt Hvaleyrarseli.

Seljabúskapur
Hvaleyrarvatn
Á seinni öldum stóð seljabúskapur frá miðjum júní og allt til loka ágúst. Selin voru byggð þar sem hagar voru betri og kjarnmeiri en heimahagarnir. Smali og selráðskona störfuðu í selinu og unnu hörðum höndum við að nytja mjólk ánna og kúnna til osta og smjörgerðar, afurðirnar voru svo fluttar heim til bæjar á nokkra daga fresti. Sérstakur kofi var stundum hafður handa kúnum ef þær voru í selinu en ærnar voru mjaltaðar í kvíum sem rúmaði bæði ærnar og lömb þeirra. Lömbin voru höfð í lambakró frá því seint á kvöldi til morguns en á morgnana var lömbunum aftur hleypt til ánna.

Nykurinn í Hvaleyrarvatni
Hvaleyrarvatn
Sagan segir að í lok selbúskapar í Hvaleyrarseli hafi verið á sjöunda áratug 19. aldar eftir að smali fann seljastúlku Hvaleyrarsels við vatnið rifna á hol eins og eftir óargadýr og hringlaga stór hófaför allt í kring. Nykurinn sem bjó í Hvaleyrarvatni annað hvert ár, og hitt árið í Urriðakotsvatni, var talinn hafa verið að verki. Seljastúlkan var jörðuð í garðakirkjugarði. Eftir þetta mátti oft sjá grábleikan hest á beit í selhrauni en ekki þarf að óttast nykur þennan lengur þar sem hann á að hafa frosið í hel frostaveturinn mikla árið 1918 þegar Hvaleyrarvatn botnfraus.”

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn – Hvaleyrarsel og Ássel handan vatnsins.

Flórgoði

Gengið var um Húshöfða og Höfðaskóg þar sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hefur aðstöðu á austanverðum Beitarhúsahálsi. Félagið hefur stundað þarna trjárækt frá 1956, fyrst á 32 ha landi við Húshöfða, en síðan hefur félagið aukið ræktunarsvæði sitt til muna í Höfðalandi.

Stekkur

Húshöfði – stekkur.

Góðir og greiðfærir stígar liggja um skóginn í hlíðinni og ef fólk vissi ekki betur mætti vel halda að verið væri að ganga um skóg einhvers staðar í útlandinu. Skógarþrestir höfðu hópað sig saman í kvöldkyrrðinni og fóru um loftin í stórum flokkum.
Hvaleyrarvatn er neðan við hlíðina. Það er í fallegri kvos sem er umlukin lágum hæðum á þrjá vegu. Að vestan er Vatnshlíð, austanvert stendur Húshöfði, Miðhöfði og Fremstihöfði og Selhöfði að sunnan. Vestan vatnsins er Selhraun sem lokar fyrir afrennsli þess úr kvosinni. Áður fyrr höfðu Ásbændur og Hvaleyrarbændur í seli við vatnið og sjást frá hlíðinni tóftir undir Selhöfða þar sem selstöðurnar munu hafa verið.

Selhöfði

Selhöfði – fjárborg.

Húshöfði dregur nafn sitt af gömlu beitarhúsi eða fyrrum selstöðu frá Jófríðarstöðum og eru tóftir þess enn sýnilegar í höfðanum. Við Vatnshlíðina vestan við Hvaleyrarvatn er skógræktarsvæði Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra ríkisins sem átti þar sumarhús og lagði gjörva hönd á plóginn við ræktunarstörfin.
Á síðustu árum hefur Skógræktarfélagið lagt göngustíga um Höfðaskóg og komið upp trjásýnireit sem áhugavert er að skoða. Ganga kringum Hvaleyrarvatn er auðveld því göngustígur hefur einnig verið lagður umhverfis það. Að þessu sinni var fyrst gengið að hlöðnum stekk eða gerði norðvestan við skála Skógræktarfélagsins. Hann tengist sennilega notkun beitarhústófta austar á hálsinum. Þar er nokkuð stór beitarhústóft og önnur minni skammt norðvestar. Hún virðist nokkuð eldri og er mun jarðlægari. Ekki er ólíklegt að beitarhúsið, sem var brúkað frá Jófríðarstöðum, hafi verið byggt þar upp úr eldri selstöðu eftir að hún lagðist af.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Skammt austar í hlíðinni er minningarlundur um Kristmundsbörn er munu hafa tengst upphafi skógrækar í Hafnarfirði. Skammt frá er Ólafslundur, til minningar um Ólaf Daníelsson, skógræktarmann.
Gengið var niður að vatninu og suður með því að austanverðu. Skammt sunnan við skála St. Georgs gildisskáta, sem stendur í miðri hlíð Kjóadalsháls, var komið að hálfgerðu nesi er skagar út í vatnið undir Selhöfða. Þar er komið að tóftarbrotum Ássels. Lúpínan er farin að teygja sig í selstöðuna. Einstaka blágresi reynir lyfta kolli sínum upp fyrir hanan til að ná í a.m.k. einhverja sólargeisla.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Skammt utar með vatninu eru tóftir Hvaleyrarsels. Það mótar enn fyrir seltóftunum og auðvelt að glöggva sig á húsaskipan. Trjágróður er farin að þrengja að rústunum. Saga tengist selinu. Hún segir frá nykri, sem átti að vera í vatninu og láti seljamatsstúlku í selinu (sjá HÉR).

Seldalur

Tóft í Seldal.

Haldið var áfram suður með vatninu þangað til komið var upp á veginn áleiðis í Seldal. Sunnan hans er hlaðinn stekkur og fyrirhleðsla undir hraunbakka. Selhraunshóll, stakur klofinn hraunhóll, sést þaðan í vestri. Hóllinn er áberandi kennileiti og vegvísir þegar Stórhöfðastígur var fjölfarin alfaraleið milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur á fyrri tíð. Í honum er tófugreni að sunnanverðu.
Fremur létt er að ganga upp í hlíðar Selhöfða eftir gamla akveginum og fæst þá góð sýn yfir svæðið. Suðvestan hans er svonefndur Seldalshálskofi, tvískipt tóft á hálsinum. Ekki eru neinar kunnar heimildir um hvaða hlutverki kofinn gegndi, en líklega hefur hann verið smalaskjól eða hluti selstöðunnar handan höfðans, s.s. stekkur. Hálsinn er þarna mjög vel gróinn, en mikil jarðvegseyðing allt um kring. Auðvelt er að ímynda sér að þarna hafi verið gróðursælt áður fyrr og því ekki ólíklegt að þar hafi verið útselstaða um tíma.

Miðhöfði

Haldið var á Selhöfða. Uppi á honum eru a.m.k. tvö mannvirki. Annað, það syðra og stærra hefur að öllum líkindum verið tvískiptur stekkur, rétt eða fjárborg, en hið nyrðra hefur líklega verið kví eða önnur afmörkun. Grjóthleðslurnar gefa útlitið glögglega til kynna, en sennilega hafa veggir verið tyrfðir, en þeir síðan horfið ásamt öðrum gróðri á höfðanum og grjótið þá fallið bæði út og inn í mannvirkið. Af Selhöfða er mjög gott útsýni yfir Seldal og Stórhöfða í suðaustri og Hvaleyrarvatn og Bleiksteinsháls í norðvestri. Einnig yfir að Undirhlíðum, Lönguhlíðum, Helgafelli, Búrfelli og Húsfelli í austri.

Stórhöfði

Stórhöfði.

Gengið var norður Selhöfða, um Kjóadalaháls og síðan yfir á Húshöfða. Þaðan var haldið til suðausturs að Miðhöfða. Bæði efst á Húshöfða og á honum suðvestanverðum eru vörður. Fuglaflokkurinn hélt för sinni áfram, fram og til baka yfir skóginum. Nánar um Höfðavörðurnar HÉR.
Frábært veður – sól og blíða. Gangan tók 59 mín.
(Sjá meira um skógræktina HÉR.)

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ.

 

Hvaleyrarsel

Gengið var um Húshöfða norðan Hvaleyrarvatns. Skoðaður var hlaðinn stekkur norðan á höfðanum og beitarhús frá Ási, Vetrarhús, austan í honum. Þar við eru tóftir sels frá Jófríðarstöðum.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn og nágrenni; minjar – uppdráttur ÓSÁ.

Þá var haldið niður að og suður fyrir vatnið. Skammt neðan og vestan við skátaskálann er gróinn hóll og á honum tótt, Ássel. Um er að ræða sel frá því um 1900 er Jófríðarstaðir og Ás undir Ásfjalli skiptu með sér aðstöðunni við vatnið.
Á odda skammt vestar eru tóttir Hvaleyrarsels. Um er að ræða þrjár tóttir og er ein þeirra stærst. Þarna átti að hafa gerst hryllilegur atburður um 1880 er smali fann seljastúlku rifna á hol niður við vatnið. Var talið að nykur í vatninu hafi leikið stúlkuna svo illa. Um nykur þennan sagði sagan að hann væri annað hvert ár í Hvaleyrarvatni, en hitt árið í Urriðakotsvatni. Sást til hans oftar en einu sinni.

Ássel

Ássel – tilgáta; ÓSÁ.

Hvaleyri hafði bæði í seli við Hvaleyrarvatn á a.m.k. tveimur stöðum og síðar um hríð í Kaldárseli. Höfðinn ofan við selin heitir Selshöfði. Á honum eru hringlaga hleðslur, sem fróðir menn segja vera gamla fjárborg, í heimildum nefnd “Borgin”. Skammt frá þeim er annað mannvirki, nánast jarðlægt. Ekki er með öllu útilokað að þarna geti verið um að ræða leifar mannvirkis frá hernum, en Bretarnir voru þarna svo til út um allar hæðir á heimstyrjaldarárunum. Enn má sjá hlaðin mannvirki þeirra á nokkrum stöðum á Ásfjalli, Grísanesi, Svínahöfða og víðar.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – tilgáta (ÓSÁ).

Í Selshöfða sunnanverðum sést til hleðslna á barði. Þar er sagt að hafi verið fjárhús, en öllu sennilegra er að þar hafi verð stekkur frá Hvaleyrarseli.
Stórhöfði er sunnan dals á milli hans og Selshöfða. Í botni dalsins er mikil gróðurtorfa, en að öðru leyti er dalurinn nú gróðurlaus. Líklegt má telja að dalurinn hafi verið algróin á öldum áður og hafi hann þá verið notaður til beitar, en fénu haldið að Hvaleyrarvatni vegna vökvans. Uppi á grasbala er þar enn ein rústin frá þeim tíma.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel- tilgáta; ÓSÁ.

Gangan tók um 1 og ½ klst. Veður var frábært – lygnt og hlýtt.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Hvaleyrarsel

Hús Skógræktarfélags Hafnarjarðar er í Húsmúla, en í Selhöfða er skáli Gildisskátanna; Skátalundur. Sumarhús er og undir Vatnshlíðinni, en vestan hans er Bleikingsháls.

Hvaleyrarvatn

Tóft í Húshöfða við Hvaleyrarvatn.

Í Húshöfða má t.d. sjá tótt af hlöðnum stekk efst á hæð, Beitarhúsahálsi, norðan húss Skógræktarfélagsins. Sunnan hússins er nokkuð stór tótt í hlíðinni. Það er rúst beitarhúss, Veturhúss, frá Jófríðastöðum, en var síðast nótað árið 1922 frá Ási. Þar skammt sunnar í hlíðinni við göngustíg er minnisvarði í svonefndum Systkinalundi. Hann er um Kristmundarbörn, en þau létu eftir sig minningarsjóð til styrktar skógræktarstarfi í Hafnarfirði.
Sunnan við Hvaleyrarvatn, undir Selhöfða eru tóttir tveggja selja.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel fyrrum – tilgáta ÓSÁ.

Austar eru tóttir, líklega sels frá Ási, niður undan skátaskálanum, en vestar, á grónum tanga, eru tóttir Hvaleyrarselsins. Þar lagðist selsbúskapur af eftir að smali frá Hvaleyri fann selsstúlku látna og illa leikna niður við vatnið. Talið var að nykur, sem átti að hafa haldið til í vatninu annað hvert ár, hafi ráðist á og banað stúlkunni. Nykurinn átti, skv. sögnum, að búa hitt árið í Urriðakotsvatni, en hann mun hafa drepist þar frostaveturinn mikla árið 1918. A.m.k. sást aldrei til hans eftir það.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Vestan við veginn, sem liggur vestan við vatnið, eru hleðslur í klapparkvos. Þar gæti hafa verið stekkurinn frá Hvaleyrarseli. Sunnan við Selhöfða er Seldalur, þangað sem vegurinn liggur. Sunnan hans er Stórhöfði. Uppi á hálsinum, vinstra megin við veginn þegar komið er að Seldal, er tótt. Norðan hennar er ágæt gönguleið til norðurs upp á Selhöfða. Þegar þangað er komið er beygt til hægri, upp á klapparhæðina, sem þar er. Á henni eru leifar gamallar fjárborgar, auk annarrar minni skammt austar. Auðvelt er fyrir vant fók að koma auga á þær, en erfiðara fyrir aðra. Þær eru augljósastar þegar staðið er norðan við hleðslurnar og horft í átt að Stórhöfða. Þá sjást þær vel.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn og nágrenni; minjar – uppdráttur ÓSÁ.

Hvaleyrarsel

“Selstöð átti Hvaleyri við Hvaleyrarvatn og þar höfðu bændurnir í seli frá fornu fari. Sér enn tættur seljanna við sunnanvert vatnið.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel- tilgáta; ÓSÁ.

Þau hjón Jón og Þórunn héldu uppteknum hætti Hvaleyrarbænda og höfðu í seli á sumrum við Hvaleyrarvatn. Höfðu þau þar selstúlku og smala. Annaðist selsstúlkan mjaltir á málum og matargerð úr mjólkinni, auk matargerðar fyrir þau og þjónustubrögð. En smalinn hélt fé í haga og annaðist heimflutning selsafurða. Nú bar svo til kvöld nokkurt, að er smalinn kemur á stöðul, lætur selsstúlkan ekki sjá sig. Smalinn kvíar því ánum einn.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Gengur síðan heim í sel að skyggnast eftir stúlkunni og finnur hana hvergi. Gengur því heiman frá seli og niður að vatni og vestur með því. Ekki hafði hann lengi gengið, er hann finnur stúlkuna rétt við vatnsbakkann heldur illa útlítandi. Var hún rifin á hol, eins og eftir óargadýr og traðk mikið í kring eftir hringmyndaða hófa stóra. Þóttist smalinn vita hvað valdið hafði dauða selsstúlkunnar, því sögur hafði hann heyrt um að nykur væri í Hvaleyrarvatni og væri annað árið þar og hitt í Urriðakotsvatni. Smalinn varð flemtri sleginn og tók á rás heim til bæjar á Hvaleyri.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Var brugðið við skjótt og lík selsstúlkunnar sótt og það jarðsett að Görðum. Upp frá þessu lögðust niður selfarir við Hvaleyrarvatn. En oft mátti sjá grábleikan hest á beit í Seljahrauninu eftir þetta. Þau urðu endalok nykursins, að hann fraus í hel frostaveturinn mikla 1918.”
Á tófta Hvaleyrarsels má við Hvaleyrarvatn sjá tóftir selstöðu frá Ási skammt norðar og selstöðu frá Jófríðarstöðum sunnan í Húshöfða. Þar hjá má einnig sjá tóftir af beitarhúsi frá sama bæ auk fleiri mannvistarminja.

Svo hefur Gísli Sigurðsson skráð í handriti sínu um “Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði frá 14. öld” um nykurinn í Hvaleyrarvatni.

Hvaleyrarvatn-220

Hvaleyrarvatn.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn er í kvos sem er umlukin hæðardrögum á þrjá vegu; Vatnshlíð að norðanverðu, Húshöfða að austanverðu og Selhöfða að sunnanverðu. Selhraun lokar fyrir afrennsli vatns að vestanverðu. Vatnssveiflur eru jafnan að mestu háðar veðurfari.
BeitarhusSkógræktarfélag Hafnarfjarðar hóf uppgræðslu við vatnið árið 1956. Nú er svæðið orðið kjörið útivistarsvæði. Göngustígar liggja um skóginn og í kringum vatnið, um 20 mínútna léttur gangur. Á svæðinu eru einnig nokkrar minjar frá tímum fjárbúskapar, sem gaman er að skoða, auk þess sem hlaðin hafa verið ágæt skeifuskjól á stöku stað.
Hús Skógræktarfélags Hafnarjarðar er í Húsmúla, en í Selhöfða er skáli Gildisskátanna. Sumarhús er undir Vatnshlíðinni, en vestan hans er Bleikingsháls.
Ákjósanlegt er að byrja göngu frá bílastæðinu norðan við vatnið. Í Húshöfða má t.d. sjá tótt af hlöðnum stekk efst á hæð, Beitarhúsahálsi, norðan húss Skógræktarfélagsins. Sunnan hússins er nokkuð stór tótt í hlíðinni. Það er rúst beitarhúss, Veturhúss, frá Jófríðastöðum, en var síðast nótað árið 1922 frá Ási. Þar skammt sunnar í hlíðinni við göngustíg er minnisvarði í svonefndum Systkinalundi. Hann er um Kristmundarbörn, en þau létu eftir sig minningarsjóð til styrktar skógræktarstarfi í Hafnarfirði.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarsel.

Sunnan við Hvaleyrarvatn, undir Selhöfða eru tóttir tveggja selja. Austar eru tóttir, líklega sels frá Ási, niður undan skátaskálanum, en vestar, á grónum tanga, eru tóttir Hvaleyrarselsins. Þar lagðist selsbúskapur af eftir að smali frá Hvaleyri fann selsstúlku látna og illa leikna niður við vatnið. Talið var að nykur, sem átti að hafa haldið til í vatninu annað hvert ár, hafi ráðist á og banað stúlkunni. Nykurinn átti, skv. sögnum, að búa hitt árið í Urriðakotsvatni, en hann mun hafa drepist þar frostaveturinn mikla árið 1918. A.m.k. sást aldrei til hans eftir það.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Vestan við veginn, sem liggur vestan við vatnið, eru hleðslur í klapparkvos. Þar gæti hafa verið stekkurinn frá Hvaleyrarseli. Sunnan við Selhöfða er Seldalur, þangað sem vegurinn liggur. Sunnan hans er Stórhöfði. Uppi á hálsinum, vinstra megin við veginn þegar komið er að Seldal, er tótt. Norðan hennar er ágæt gönguleið til norðurs upp á Selhöfða.

Hvaleyrarvatn

Fjárborg (stekkur) á Selhöfða austan Hvaleyrarvatns.

Þegar þangað er komið er beygt til hægri, upp á klapparhæðina, sem þar er. Á henni eru leifar gamallar fjárborgar, auk annarrar minni og eldri skammt austar, líklega eldri stekkur.

Ássel

Ássel.

Auðvelt er fyrir vant fók að koma auga á hvorutveggja, en erfiðara fyrir aðra. Þær eru augljósastar þegar staðið er norðan við hleðslurnar og horft í átt að Stórhöfða. Þá sjást þær vel.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Ágæt gönguleið er niður af Selhöfða til vesturs, á milli furulunda. Þá er komið að vatninu á milli seljanna og auðvelt að ganga meðfram því til baka – að bílastæðunum.
Þessi ganga tekur u.þ.b. klukkustund.

Hvaleyrarsel

Tóftir Hvaleyrarsels.

Hvaleyrarvatn

Frá Hafnarfirði er tilvalið að leggja upp í ýmsar göngu ferðir, stuttar eða langar. Eg skrifaði fyrir nokkrum árum um sumar af þeim gönguslóðum, og verð því stuttorður um þær hér.

Hvaleyrarvatn-stekkur

Hvaleyrarvatn – stekkur.

Af Krýsuvíkurveginum og Kaldárselsveginum er örstutt að fara að Hvaleyrarvatni. Mörgum finnst ljótt og auðnarlegt þarna við vatnið, en litli dalurinn við Hvaleyrarvatn vinnur við viðkynningu. Hann er stúdía í gráum og daufgrænum litum, en ekki veit ég til, að neinn listmálari hafi tekið sér mótív þaðan, og þeir sem vilja helzt smeðjurómantískar ídyllur, ættu heldur ekki að gera það. Við Hvaleyrarvatn er einhver ísmeygileg þjóðsagnastemning í anda Werenskiolds og Kittelsens.
Og til eru líka þjóðsögur, sém tengdar eru vatninu. Þar á að vera nykur. Einu sinni var hafi í seli frá Hvaleyri í Seldal, en svo nefnist kvosin suðaustur frá vatninu. Stúlka ein gætti búfjár þarna. Eitt sinn, þegar að var komið, var stúlkan horfin, en brjóstin af henni fundust í Seldal. — Var talið að nykurinn hefði étið stúlkuna, en af einhverjum ástæðum ekki viljað brjóstin. Þessa sögu sagði mér dr. Bjarni Aðalbjarnarson, sem var alinn upp á Hvaleyri.”

Hvaleyrarvatn-233

Hvaleyrarvatn.

Heimild:
-Mánudagsblaðið, 13. árg. 1960, 22. tbl. bls. 2.