Krýsuvík

Krýsuvík, oft einnig ritað Krísuvík en Krýsuvík virðist vera eldra, er fornt höfuðból sunnan við Kleifarvatn sem lagðist í eyði á síðustu öld og er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar.
Krysuvik-381Krýsuvík er ein fegursta náttúruperla Íslands. Þar er stórbrotið landslag sem mótað er af umbrotum og jarðeldum, og er það vel fallið til útivistar og náttúruskoðunar. Áhugavert er að skoða sprengigíginn Grænavatn, leirhverina við Seltún og Kleifarvatn. Og síðast en ekki síst Krýsuvíkurbjarg sem er fuglabjarg niðri við ströndina, þar verpa um 57.000 sjófuglapör aðallega rita og svartfugl. Þar verpir einnig nokkuð af fýl, toppskarfi og silfurmáfi. Í Krýsuvík er mikið um gamlar gönguleiðir sem áhugavert er að skoða. 

Jarðhitasvæði Krýsuvíkur
Helstu hverasvæði Krýsuvíkur eru Seltún, Hverahvammur, Hverhlíð, Austurengjar, suðurhluti Kleifarvatns og Sveifla undir Hettutindi. Þar má sjá gufustróka sem stíga til himins og sjóðandi leirhveri má sjá í Seltúni og Hverahvammar sem skarta grænum, gulum og rauðleitum litum sem skipta um svipmót eftir veðrinu.
Krýsuvíkursvæðið nær yfir jarðhitasvæðin á Austurengjum, Krýsuvík, í Köldunámum, Trölladyngju og við Sandfell og eru hverasvæðin mjög ólík.
Graenavatn-280Hveravirknin er samfelldust í Hveradölum og við Seltún með gufuhverum og leirhverum. Á þessum stað er mikið um brennisteinshveri og er hæsti hiti í borholum um 230°c en ekki hefur verið borað dýpra en 1200m.
Á Austurengjum er jarðhitinn aðallega á einni rák sem nær norður í Kleifarvatns. Á þessari hitarák eru sprengigígjar sem gosið hafa gjalli. Stærsti gígurinn er um 100 m í þvermál og er staðsettur norðaustur af Stóra-Lambafelli. Við Kleifarvatn er ein 600 m djúp borhola og þar er hæsti hitinn um 160°c.
Hveravirknin í Trölladyngju er frekar dauf. Þar eru tveir hverir, gufur með brennisteini, hverasprengigígur og hitaskellur í Oddafelli. Á gossprungunum eru miklir gall- og sprengigígjar. Mesta jarðvegsbreytingin er í Sogum þar sem mikið af svæðinu eru ummyndað í klessuleir, þar eru líka miklir sprengigígjar allt frá fornöld og er ennþá í dag vatn í sumum. Tvær borholur eru í Trölladyngju, báðar um 260°c heitar ofarlega en önnur kólnar eftir því sem neðar er farið. Dýpri holan endar í 320°c á rúmlega tveggja km dýpi.

Uppruni nafnsins
krysuvik-282Sagt er frá í þjóðsögu að Krýsuvík sé nefnd eftir Krýs sem bjó í Krýsuvík. Hún átti í deilum um landmerki við nágrannakonu sína, Herdísi í Herdísarvík. Þær töldu sig báðar vera beittar órétti og ákváðu að skera úr í deilimáli sínu í eitt skipti fyrir öll. Þær komu saman um að leggja af stað frá bæjum sínum við sólarupprás og ákveða mörk landa sinna þar sem þær mættust. Þegar þær mættust síðan á Deildarhálsi taldi Krýs að Herdís hefði lagt fyrr af stað en samið var um. Þær tóku að biðja hvor annarri óbæna ásamt jörðum þeirra. Herdís lagði á Krýsuvík að allur silingur í Kleifarvatni skyldi verða að loðsilungi en Krýs mælti svo fyrir að ein eða fleiri skipshafnir skyldu drukkna í Herdísarvíkurtjörn. Þessi saga um landaþrætu kerlinganna hefur lifað meðal Krýsvíkinga í hinum ýmsu myndum.

Heimild:
-wikipedia.org

Krýsuvík

Krýsuvík – tóftir Hnausa.

 

https://ferlir.is/krysuvik-magnus-olafsson/h

ttps://ferlir.is/skokugil-krysuvikurv-gamli-hlinarvegur-meltunnuklif-ogmundarstigur/