Í ferð FERLIRs um austanverðan Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík kom í ljós óvænt tóft, gróin.
Tóftin er á Stori-Nyibaer-2gróanda suðaustan við bæjarhólinn, á ystu gróðurmörkum torfunnar. Hún er aflöng, líklega gerð úr torfi, með op vestast á austanverðri langhlið. Þarna gæti hafa verið um stekk eða rétt að ræða, en tóftin gæti einnig hafa verið hús og þá líklega eldri en aðrar minjar á torfunni. Hún er ekki nefnd í fornleifaskráningu af svæðinu.
Gengið var um Öldur yfir Kálfadal syðri, Víti skoðað sem og móbergsmyndanirnar vestan dalsins. Síðan farið um Vegghamar og Veggi til baka. Þetta síðdegi var frábært veður á Krýsuvíkursvæðinu.

Stóri-Nýibær

Tóftin sunnan Stóra-Nýjabæjar.