Hraun

Eftirfarandi frásögn er úr Lesbók MBL 1950:
“Þessi mynd úr ferðabók Charles S. Forbes, er ferðist hjer um land 1859. Henni fylgir þessi lýsing á leiðinni frá Hafnarfirði suður á Ketilstíg: “Áfram, áfram var haldið, reynir vindur og regn mjög á hlífðarföt vor og fótabúnað. En við

Kapelluhraun

Ferðast um Kapelluhraun – teikning frá 19. öld.

höfum vindinn á eftir og það flýtir fyrir okkur. Óhugsandi hefði verið að ferðast á móti honum. – Alls stað er er sama tilbreytingarleysið. Stundum liggur vegurinn yfir helluhraun og stundum yfir holuhraun. Það er hættulegt, einkum vegna þess hvað við förum greitt, því að í gegn um sprungur og gjótur getum við sjeð niður í hella, sem myndast hafa af gufum og er þakið á þeim stundum eitt eða tvö fet á þykt, en stundum ekki nema fáir þumlungar. Um veginn sjálfan er það að segja að hann var eins og gjallhrannir úr járnbræðsluofni, en þar sem hann var eitthvað skárri, var hann krókóttur og sleipur. En litlu, gáfuðu hestarnir okkar gerðu hvorki að hnjóta nje detta. Það var dásamlegt hvernig þeir reyndust. Jeg hefði ekki trúað því að hægt væri að ferðast ríðandi, ef jeg hefði ekki horft á leiðtoga okkar, stiftamtmanninn, sem altaf var á undan. Það hefði ekki verið þægilegt að detta hjer af baki, því að alls staðar er yfirborðið glerhart eins og járn. Á myndinni má betur sjá hvernig höfundi hefur funndist vegurinn. Það er engu líkara en að þeir fjelagar þræði háeggja Sveifluháls. Í baksýn sjer út á flóann og er sólin að setjast við Snæfellsjökul. Er nokkur mótsögn í því og lýsingu hans á veðrinu.”
Líklegra er að myndin sýni Helgafell í baksýn ef leið þeirra félaga hefur legið til Krýsuvíkur.

Heimild:
Mbl. 5. nóv. 1950.

Helgafell