Kleifarvatn

Í Morgunblaðinu 1967 fjallar Óttar Kjartansson um “Kleifarvatn“.

Reykjanesskagi

Sveifluháls á Reykjanesskaga.

“Að margra áliti er Reykjanesskaginn bæði ljótur og leiðinlegur. Þar dæmast fjöllin dökk og úfin, gróðursnauð og laus við alla formfegurð, nema þá kannski Keilir, en skaginn í heild nakinn grjótauðn, þurr og óbyggileg að mestu. Jú, rétt er það, víða er þar langt milli vatnsbóla, en ég held samt að margir sem sterk orð nota um eyðileika Reykjanessins séu þeir sem minnst hafa skoðað það. Því, við nánari athugun kemur í ljós að á skaga þessum finnst ótrúlega margt sem gleður augað;

Selsvellir

Horft að Selsvöllum frá Trölladyngju.

Göngumaðurinn uppvötvar grösuga velli og gróin heiðarlönd, fjallið reynist geyma bæði mosa og lyng, jafnvel fagra blómabrekku. Og þótt hraun og mosi þeki miklar víðáttur, og þótt móbergsfjöllin og skagarnir séu hvert öðru lík, langt að séð, er fjölbreytnin í smáatriðum óendanleg þegar betur er að gáð. Verði svo fyrir lækur eða stöðuvatn, eða máske aðeins lítil tjörn, sem raunar er allt helzt til fáséð á þessum slóðum, má ganga að því sem vísu að þar í nánd megi finna fornar hleðslur og veggjabrot sem segja utan og ofan af sögu selsins í heiðinni og lífsbaráttunni sem þar var háð. En nú á tímum traktora og mjaltavéla gleymist víst flestum að hugsa til þess hve raunvenulega er stutt síðan öldin var önnur.

Selalda

Vestari Lækur í Krýsuvík.

En það verður víst ekki hrakið, að Reykjanesskaginn er þurrt land. Mig minnir að hafa megi eftir Sigurjóni Rist vatnsmælingamanni, að ef allt vatn afrennslissvæðis Elliðaánna rynni rétta boðleið ofanjarðar, yrði vatnsmagn þeirra sex til áttfallt það sem nú gefur að líta. Þegar svo vestar dregur á nesinu verða hlutföllin milli úrkomu, afrennslis og rennandi vatns enn óhagstæðari, því það er kunnara en frá þurfi að segja, að rekja má alla strandlengjuna frá Elliðaám, vestur fyrir Garðskaga og Reykjanestá, og þaðan allt austur að Ölfusárósum, án þess að fyrir verði nokkurt vatnsfall sem orð er á gerandi. Ferðast má tugi kílómetra með ströndinni án þess að finna svo mikið sem uppsprettulind. Þó eru þær ekki með öllu óþekktar.

Vatnsleysuströnd

Vatnsleysuströnd.

Á Vatnsleysuströnd eru til dæmis öflugar lindir í fjöruborðinu. Talið er að nafnið Vatnsleysa tákni ekki vatnsleysi, eða vatnslausan stað, heldur hið gagnstæða, það er að segja staðinn þar, sem vatnið losnar úr læðingi. En eins og rennandi vatn er fátítt á Reykjanesskaga, er þar einnig lítið af stöðuvötnum, þó finnast þau, jafnvel mörg ef allt er tíundað, en hér verður fjallað um hið stærsta þeirra, Kleifarvatn.
Kleifarvatn er stærsta stöðuvatn í næsta nágrenni Reykjavíkur. Það liggur inni í miðjum Reykjanesskaga, svo til beint í suðurátt frá höfuborginni, í um 25 km fjartægð mælt í beina línu. Hæð þess yfir sjávarmáli er um 140 metrar, og í eðli sínu og útliti er það sannkallað fjallavatn, fagurblátt á sólbjörtum degi.
Vatnið liggur í dalhvilft sem verður milli Sveifluháls að vestanverðu og mikillar heiðarbungu sunnan Lönguuhlíðar að austanverðu. Síðan bílvegur var lagður um Krýsuvík og meðfram Kleifarvatni hefur þar verið fjölfarin leið, en áður en það varð vatnið teljast afskekkt, þótt skammt væri það frá byggðu bóli, Krýsuvík. Fjölfarnasta leiðin milli Hafnarfjarðar var ekki með vatninu, eins og nú er, heldur vestan Sveifluhálsins. Þó var stöku sinnum fært meðfram vatninu þegar lágt var í því, á fjöru undan Stapanum, en það var fremur sjaldgjæft. Kleifarvatn er nokkuð ílangt norðaustur, suðvestur. Það eru röskir 5 kílómetrar að lengd. Flatarmálið er mjög nærri 10 ferkílómetrum.

Kleyfarvatn

Kleifarvatn – dýpi.

Samkvæmt dýptarmælingum, sem gerðar voru veturinn 1963—64, reyndist mesta mesta dýpi 97 metrar. Þetta var við lága vatnsstöðu, þannig að dýpið nær sennilega 100 metrum þegar vatnsborðið stendur hæst. Rúmtakið reyndist 200 gigalítrar þ.e.a.s. 290 milljónir teningsmetra, og meðaldýpið er samkvæmt því 29 metrar.

Kleifarvatn

Hellir við Kleifarvatn.

Nokkrir klettahöfðar ganga út í vatnið, að austanverðu og eru tveir nafngreindir, sá nyrðri heitir Lambhagi, norðan hans er Lambhagatjörn, nyrsti hluti Kleifarvatns. Syðri höfðinn við austanvert vatnið beitir Geithöfði og gengt honum að vesanverðu er Lambatangi. Aðrir tveir höfðar við vestanvert vatnið eru vel kunnir, þeir eru Syðri-Stapi og Innri-Stapi eða Stapinn syðri og Stapinn innri. Við bílveginn yfir Innri-Stapa er greypt í bergið málmplata með nafninu „Stefánshöfði “. Hvort það táknar að nafnið Innri-Stapi sé úr gildi fellt veit ég ekki, en ég vona þó að svo sé ekki. Staparnir tveir, svo og Sveifluhálsinn eru úr móbergi sem veðrast mikið og festir þar lítt gróður, en víða er bergið sérkennilega sorfið, og í Syðri-Stapanum eru skemmtilegir skútar og skvompur sem gaman er að skoða, þá eru staparnir báðir ágætir útsýnisstaðir, sér í lagi liggur vel við að stöðvabifreið á Innri-Stapanum, ganga fram á brúnina og njóta útsýnis yfir vatnið.

Gullbringa

Gullbringa.

Í heiðinni í suðaustur af vatninu og ekki langt frá því er lítið fell, 306 metra hátt yfir sjávarmál, fell þetta heitir Gullbringa, og er talið, þótt ótrúlegt kunni að virðast, að Gullbringusýsla hafi nafn af þessu felli. Krýsuvíkurengjar ganga að vatninu sunnanverðu, þar eru tvö fell, Litla- og Stóra-Lambafell. Skammt austan Stóra Lambafells er hverasvæði sem breyttist mikið í jarðskjálftanum 1924, kom þar m.a. fram mikill gufuhver, sem nefndist Austurengjahver.

Þar til nú fyrir ekki mörgum árum, að fiskiræktartilraunir hófust í Kleifarvatni, hefur það verið talið dautt vatn, það er að segja, botngróður hefur verið þar í minnsta lagi og ekki hefur veiðst þar nytjafiskur.

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Fyrr á tímum hafa menn orðið að finna skýringar á þessu fyrirbæri sem öðrum, og hafa orðið til ýmsar þjóðsögur þar að lútandi. Nefna má til dæmis söguna um Krýsu og Herdísi sem í eina tíð bjuggu á þessum slóðum, Herdís í Herdísarvík, en Krýsa í Krýsuvík, en frá þeim segir svo í þjóðsögum Jóns Árnasonar; Þær deildu um landamerki milli sín. Vildi Krýsa eiga Geithlíð alla og væru landamerki í stórum stein sem stendur í hrauninu fyrir austan hlíðarhornið. Herdís vildi eiga út á Deildarháls. Hann er nokkru vestar en undir miðri Geithlíð og hefur spúð eldi því í honum er gígur ekki alllítill, og úr honum hefur runnið hraun það er Klofningur heitir eða Klofningar. Þar hittust þær og deildu þar til að þær báðar heittust, og eru dysjar þeirra á hrygg nokkrum undir hlíðinni skammt fyrir austan hálsinn.

Dysjar

Dysjar Krýsu, Herdísar og smalans neðst.

Má geta til að Herdís hafi gengið þangað undan því henni veitti miður þó hvorug hefði vel. Þangað til hafði verið mikil veiði í Kleifarvatni í Krýsuvíkurlandi og tjörninni í Herdísarvík. Herdís mælti svo um að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða loðsilungur óætur. Þá lagði Krýsa það á tjörnina í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða sér störinni og brjóta bæinn, en allur silungur skyldi verða að hornsílum. Það skyldi og fylgja að tvær skipshafnir skyldu í henni drukkna. Þetta gekk allt eftir. Og einn vetur sem oftar var tjörnin lögð með ís, þá komu sjómenn frá skipum (þau voru tvö) og gengu stjörnina, en ísinn brast og allir drukknuðu. Og enn er varast að ganga hana þó hún sé lögð. Svo fór um landamerkin sem Krýsa vildi og heitir nú kletturinn Sýslusteinn”.
Fleiri þjóðsögur eru til sem, Kleifarvatn varða, til dæmis segja sumir að bærinn Kaldrani hafi staðið við suðurenda þess. En á þeim bæ dó fólk af að éta öfugugga sem veiðst hafði í vatninu, var Herdísu tröllkonu kennt um tilveru hans þar.

Herdísarvík

Herdísarvík – tóftir gamla bæjarins.

Þá eru einnig sagnir um skrímsli í Kleifarvatni. Eggert og Bjarni segja frá slíkum kynkvendum í ferðabók sinni í Grænavatn í við Krýsuvík og í Kleifarvatni, þeir segja: „öllum bar saman um, að kykvendin í Kleifarvatni séu stórvaxnari en í Grænavatni og sjáist lengur í einu. Þegar við vorum á þessum slóðum árið 1750, var okkur sagt margt um Klelfarvatn, aðallega þó það, að vatnið væri fullt af fiski, sem var þar í sífellu í yfirborðinu, þyrðu menn ekki að veiða hann fyrir ormi eða slöngu, sem væri í vatninu.

Kleifarvatn

Kleifarvatn að kvöldi.

Ormur þessi væri svartur á lit og á stærð við meðalstórhveli eða 30—40 álna langur. Fylgdarmaður okkar sagði okkur, að hann hefði oftsinnis horft á orm þennan, bæði þegar hann hefði verið þar einn á ferð og í hópi annara manna, því oftast þegar ormurinn sést, er hann nálægt tíu mínútum uppi. Hann sagði okkur einnig að í ágústmánuð i 1749 hefði allmarg t fólk, bæði karlar og konur, sem þarna var að heyskap við vatnið í kyrru veðri og sólskinL séð o r m þennan miklu betur en nokkur maður hefði áður gert, því að hana hefði þá skriðið upp úr vatninu upp á lágan og mjóan tanga eða rif, sem gengur út í það og þar hefði hann legið í hartnær tvær klukkustundir, áður en hann skreiddist út í vatnið á ný. Fólkiið var svo skelft allan þennan tíma, að það þorði ekki fyrir sitt líf að nálgast orminn, en af því að hann lá hreyfingarlaus allan tímann, flýði það ekki brott, en samt gat það ekki frá því skýrt, hvernig ormurinn komst upp á land, eða hvernig hann fór aftur í vatnið. En mergurinn málsins er þetta, að ormurinn kom upp úr vatninu, óx eða stækkaði og skreið áfram, meðan þess að á því bæri, og hvarf síðan, á meðan fólkið sá til”.

Kleifarvatn

Indíánin í Kleifarvatni – kemst stundum á þurrt.

Menn hafa veitt því athygli að vatnsborð Kleifarvatns er mjög breytilegt, hækkar ýmist eða læklfar á löngum tíma, jafnvel svo að metrum skiptir. Þetta hafa menn að sjálfsögðu undrast alla tíð, og reynt að finna skýringu á. Eins og kunnugt er hefur vatnið ekki afrennsli ofansjávar, en menn hafa samt viljað meina að einhverskonar göng væru milli þess og sjávar, og bent á eitt og annað því til stuðnings.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – köfun.

Í þessum göngum átti svo að vera einhver dularfullur sogkraftur að verki sem ylli þeirri miklu lækkun sem orðið gat í vatninu. Þorvaldur Thoroddsen kemur að þessu í ritum sínum, án þess þó að útskýra það frekar. Hann segir til dæmis í Lýsingu Íslands um Kleifarvatn: „Kleifarvatn liggur sem hvos milli Lönguhlíðar og Sveifluháls, menn þykjast hafa tekið eftir því, að vatnið vex og þverrar á víxl, og jafnvel mest þegar þurrkar ganga að því er menn segja; í því e r engin veiði, engin branda nema hornsíli. Á 18. öld gengu munnmæli um að þar hefði áður verið mikil silungaveiði, en menn þorðu þó ekki að reyna veiði sakir skrímsla, sem þeir þóttust hafa séð. Við jarðeldana 1663 er mælt að vatnið hafi orðið fyrir nokkrum breytingum”.
Sumarið 1930 dvaldi Pálmi Hannesson við Kleifarvatn í nokkurn tíma við þriðja mann, gerðu þeir allýtarlegar dýptarmælingar á vatninu og fleiri athugasemdir, eða eins og Pálmi segir sjálfur: „Tilgangur rannsóknanna var að afla nokkurrar vitneskju um lífsskilyrði í vatninu, eðli þess og gerð, en það vex og minnkar eins og kunnugt er og hafa menn verið harla ófróðir um orsakir þeirra breytinga”. Páll lýsir útbúnaði iþeirra félaga við rannsóknirnar, sem líklega mundi þykja helzt til frumstæður í dag, þegar t.d. vatnamælingamenn nota hraðskreiðan vélbát og sjálfritandi mæliæki við dýptarmælingar á vötnum. Árið 1930 var aðeins bílfært skammt suðurfyrir Hafnarfjörð, þannig að ærin fyrirhöfn var að koma nothæfum báti austur að Kleifarvatni.
Niðurstöður Pálma eru í skemmstu máli þær að vatnshæð Kleifarvatns stendur í beinu sambandi við hæð jarðvatnsborðs hverju sinni, en jarðvatnsyfirborðið breyttist í samræmi við úrkomumagn á hverjum tíma.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – köfun.

Í lok greinargerðarinar um þessar rannsóknir, sem birtist í Náttúrufræðingnum árið 1941 segir Pálmi: „Jarðvatnsborðinu hallar allstaðar að Kleifarvatni, nema að norðaustan, og hallinn er víðast hvar mikill. Úrkomuaukning á því greiða leið að vatninu, Aftur liggur afrennsli þess gegnum þröngt skarð, og eyks því ekki svo mjög, þó að vatnsborðið hækki, heldur stendur það fyrir líkt og stífla. Er eklki ósennilegt að þetta skýri það, að Kleifarvatn virðist hækka og lækka meira en önnur vötn”, segir Pálmi Hannesson.
Tíu árum síðar, eða árið 1940, eru aftur gerðar all ýtarlegar rannsóknir við Kleifarvatn. Fyrir þeim stóð Geir Gígja ásamt dr. Finni Guðmundssyni, en rannsóknar þessar vonu gerðar með sérstöku tilliti til athuguna á lífs skilyrðum fyrir silung í varninu, og samkvæmt ósk og að tilhlutan Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Rannsóknir þessar voru mjög alhliða og gerir Geir Gígja grein fyrir þeim í riti um Kleifarvatn sem út kom árið 1944. Niðurstöður hans varðandi fiskeldi í Kleifarvatni voru í stuttu máli þær, að þrátt fyrir allt væru tilraunir í þá átt ómaksins verðar, og leggur hann á ráðin um hvernig haga megi þeim.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Og þessi tilraun var gerð. Árið 1963 stofna Hafnfirðingar með sér veiðifélag sem strax í upphaf hafði á stefnuskrá sinni fiskiriækt á Kleifarvatni og fleiri vötnum í Reykjanesi. Samið var við Hafnarfjarðarbæ árið 1954 um afnot af Kleifarvatni til 30 ára, og þegar tekið til óspilltra málanna við framkvæmd áætlana um fiskirækt í vatninu. Þetta ár voru 14000 silungsseiði af Þingvallastofni flutt í vatnið, og síðan hafa bætst við tugir þúsunda seiða. Árið 1959 byrjuðu fyrst veiðar í vatninu og hafa haldið áfram síðan, hafa þær orðið í samræmi við vonir sem við þær voru bundnar í upphafi. Nokkurir tímabundnir örðugleikar hafa raunar gert vart við sig, vegna þess að nú stendur vatnsborð í Kleifarvatni óvenjulega lágt, en það hefur áhrif á botngróður. En fiskiræktarmenn við Kleifarvatn ráða væntanlega bót á þessum vanda sern öðrum.

Lambhagatjörn

Lambhagatjörn.

Að lokum langar mig til að minnast í stuttu máli á mjög skemmtilega tilraun sem Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur gerði við Kleifarvatn árið 1949. Guðmundur segir frá þessari tilraun í Náttúrufræðingnum 2. hefti þetta sama ár, og kallar greinina „Lítil athugun við Kleifarvatn”.
„Sunnudaginn 20. marz síðastliðinn skrapp ég á reihjóli suður að Kleifarvatni til að viðra mig og stíga á skíði mér til skemmtunar. Auðvelt er að binda skíði á reiðhjól svo að vel fari. Ég gerði mér einnig vonir um að geta í þessari ferð gert dálitla athugun, sem mig hafði lengi langað til og hér verður sagt frá. Veður var ókjósanlegt, norðankaldi framan af degi, bjartviðri, hiti um frostmark og sólbráð, en lyngdi um hádegið og þykknaði upp, hvessti síðan af suðri með lítils háttar fjúki — byr báðar leiðir”.
Og Guðmundur segir frá athugunum annarra fræðimanna, sem ásamt hans eigin, bentu til að straumur væri úr aðalvatninu norður í Lambhagatjörn.

Kleifarvatn

Tröllkerling í einum af Kleifarvatnshellunum.

Þegar svo Guðmundur kemur að vatninu í þetta skipti, eru aðstæður eins og hann óskar, vatnið ísi og lagt að msstu, þannig að hvorki vindur né uppgufun gat tnuflað tilraunina sem hann hsifði hugsað sér að gera, að ganga úr skugga um hvort álit manna um strauminn inn í Lambhagatjörn hefði við örugg rök að styðjast. Með einföldustu tækjum hefur svo Guðmundur tilraunina. Hann segir: „Tækin sem ég hafði til athugana minna, voru einföld í meira lagi: öxi, hönk af grönnu snæri, skíðabindin (stálgormur) sígarettur („Raleigh”), málband og úr með sekúnduvísi”. Hér verður þessari tilraun ekki lýst í smærri atriðum, en hún byggist í stuttu máli á því, að Guðmundur hjó vakir með jöfnu millibili þvert yfir ósinn inn í Lambhagatjörn, mældi dýpið í hverri vök, og lét síðan sígarettu pappír sökkva til botns í vðkinni, mældi tímann sem það tók og vik frá lóðréttri stefnu. Með þessu fann hann út með nokkurrn nákvæmni, að rennsli úr aðalvatninu inn í Lambhagatjörn voru fullir 200 lítrar á sekúndu þennan dag.

Kleifarvatn

Hvyrfilstormur í þurri Lambhagatjörn.

Að lokum segir Guðmundur: „Eftir þessa athugun tel ég fullsannaða þá kenningu, sem Ólafur Friðriksson hélt fyrstur fram og nánar var skýrð af Pálma Hannessyni, að vatn streymi stöðugt úr Kleifarvatni inn í Lamibhagatjörn (nema þegar hún er þurr), sígi þar niður og renni burt neðansjávar”.
Eins og Guðmundur Kjartansson nefnir, var það hinn merki áhugamaður um náttúruskoðun, Ólafur Friðriksson, sem fyrstur hélt opinberlega fram kenningu þeirri um afrennsli Kleifarvatns sem nú er viðurkennd. Var það í grein sem hann nefndi „Leyndist í sunnudagsblaði Vísis 29. október 1941.
Umhverfi Kleifarvatns er mjög vel fallið til gönguferða og útivistar, og þar eru ótal viðfangsefni fyrir náttúruskoðara. Sveifluhálsinn er ákjósanlegt verkefni fyrir þá sem vilja fara í stutta fjallgöngu, en kjósi menn lengri gönguferðir, er um að velja t.d. Grindaskörð eða Brennisteinsfjöll austan vatnsins eða t.d. Vesturháls og Trölladyngiu vestan þess. Sunnan vatnsins má nefna Krýsuvíkurberg, skemmtilegt fuglabjarg er nær Reykjavík en margur hyggur.”
Hafa ber í huga að ekki er allt satt, sem sagt er…[ritstjóri FERLIRs].

Heimild:
-Morgunblaðið 25.05.1967, Kleifarvatn eftir Óttar Kjartasson, bls. 7-8.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.