Færslur

Herdísarvík

Herdísarbærinn er snotur, þótt ekki sé hann stór. Þar er stofa byggð forkunnar vel úr völdum viði að mestu. Er það unninn rekaviður úr fjörunni þar. Tvöföld súð er í baðstofunni og tröð á milli.

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúð.

Bærinn stendur á ofurlítilli flöt, rétt á tjarnarbakkanum, og stendur lágt. Hefur það oft hefnt sín, að hann stendur ekki hærra, því að þegar stormaflóð koma af hafi, gengur sjór yfir malarkambinn, inn í tjörnina og fyllir hana svo, að hún flóir yfir alla bakka og inn í bæ. Stórfenglegasta flóðið kom veturinn 1925. Þá gerði storm af hafi í stórstraum og belgdi sjórinn inn á víkina, svo að hann gekk yfir allan kambinn og langt út í hraun í allar áttir. Flóðið kom þegar inn í bæinn og varð fólkið að flýja þaðan.

Herdísarvík

Herdísarvík 1898.

Bóndi tók eitthvað af sængurfötum og batt þau upp í sperrukverk. Hafðist svo fólkið við í hlöðu uppi á túninu á meðan mesta flóðið var. Stóð hlaðan mikið hærra en bærinn, en þó komst flóðið þangað. Þegar fjaraði og fólkið leitaði til bæjarins, voru sængurfötin uppi í sperrukverkinni rennblaut og sást á því, að baðstofan hafi fylst af sjó upp í mæni. En þungi vatnsins inni í bænum hafði orðið svo mikill þegar fjaraði frá úti, að hann sprengdi gaflinn úr baðstofunni fram á hlað, svo skolaði vatnið þar út með sér körfustól og ýmsum öðrum húsgögnum, sem voru í baðstofunni.

Herdísarvík

Herdísarvík – tóftir gamla bæjarins.

Austan við bæinn stóð stór timburskemma á háum grunni og var í henni geymt mikið af þungavöru. Þó var flóðið svo aflmikið, að það velti skemmunni um koll og setti hana rétt fyrir framan fjósdyrnar, svo að ekki varð komist í fjósið í nokkra daga.

Eftir þetta mikla flóð hvarf silungsveiði úr tjörninni um nokkur ár.

Herdísarvík

Herdísarvíkurgata til austurs.

Ætla menn að ýmist hafi flóðið skolað silungnum til sjávar og víðsvegar upp um hraun. Eitthvað hefur þó orðið eftir af hrognum og seyðum, því að nú er veiðin orðin álíka mikil og hún var áður.
Herdísarvík er gæða jörð til lands og sjávar. Þar gengur sauðfé sjálfala allan ársins hring, ef ekki kemur þeim mun harðari klakavetur. Fjörubeit er góð og varla tekur fyrir beit í hrauninu, enda kemur það sér vel, því að engar eru engjarnar og ekki hægt að slá eitt ljáfar utan túngarða. En fjárgeymsla er mjög erfið.

Herdísarvík

Herdísarvík – Herdísarvíkurtjörn.

Ólafur Þorvaldsson, sem þar býr nú, hefur raunsnarbú, og er fyrirmyndar bragur á öllu hjá honum. Hann setur um 500 fjár á vetur hvern. En hann segir að ekki veiti af tveimur fullorðnum mönnum til þess að fylgja fénu allan veturinn, myrkranna á milli, bæði í fjöru og hrauni, að koma því í hús á kvöldin og til beitar snemma á morgnana. Hann kveðst þó oftast taka lömb á gjöf, og í vetur sem leið öll lömbin nema 20, sem gengu algerlega úti, en þau bera nú öllum hinum, enda munu þau hafa verið tápmest. En hér er sama sagan nú og annars staðar, að sauðfjárræktin er dýr, en veitir lítið í aðra hönd. Það er af sú tíðin er menn gátu fætt og klætt sig og sína með afurðum 50-60 fjár. Í haust varð Ólafur að borga 150 dilka í landskuld og kaup eins manns. Hugsið ykkur það, 150 dilka, fyrir utan allt það, sem þurfti til bús að leggja!

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Tún eru tvö í Herdísarvík og fást af þeim í meðal ári um 170 hestar. Ekki kemur til máls að tvíslá, því að kúnum þarf að beita á túnin undir eins og þau eru hirt, því kúahagar eru þar engir og hestahagar ekki heldur. Veitti ekki af að gefa kúm og hestum allan ársins hring. Hestar eru því verstu ómagar þarna, en ekki verður komist hjá því að hafa þá, vegna þess hve bærinn er afskekktur og langt til aðdrátta. Nú seinustu árin hefur Ólafur þó fengið vörur sínar með bíl til Grindavíkur og þaðan með “trillu”-báti til Herdísarvíkur. Er það kostnaðarsamt, en verður þó ódýrara heldur en að flytja allt á hestum þessa löngu leið, og verða fyrir vikið að hafa marga hesta á fóðrum.

Herdísarvík

Herdísarvíkurfiskgarðar.

Í Herdísarvík eru margar og merkilegar fornleifar frá þeim tímum er útgerð var stunduð þar í stórum stíl. Þar standa enn fornar sjóbúðatættur, og í brunahrauni austan við bæinn og alla leið upp undir fjall má líta óteljandi hraungarða hlaðna af mannahöndum, hvern við annan. Þetta er þurrkreiturinn, þar sem fiskurinn var hertur. Fiskverkunaraðferðin í þá daga var þannig, að fiskurinn var fyrst slægður og flattur og síðan kasaður. Þótti það mikill vandi að kasa vel og öll verkun komin undir því. Ekkert vatn mátti komast í fiskinn og hann varð að kasast þannig, að hann yrði ekki maltur við þurrkun, en til þess þurfti allur safi að síga úr honum áður en hann var breiddur til þerris.

Herdísarvík

Fiskigarðar.

Fiskurinn var kasaður þannig, að eftir að hann var flattur, var hann lagður utan á annan og stungið niður á hnakkakúluna, hver fiskur utan í annan, og skaraðir þannig, að vatn gæti ekki komist á milli þeirra. Í þessum kösum stóð svo fiskurinn allan veturinn, eða þangað til vorþurrkar komu. Þá var hann borinn á bakinu upp um allt hraun og breiddur á garðana. Varð þetta oft langur burður, en sá var kostur við það að hafa þyrrkgarðana úti í hrauninu, að minni hætta var á að fé færi í fiskinn, en það er sólgið í hann, ef það kemst á bragðið.
Af hinum fornu sjóbúðum er nú fátt eftir, en þær hafa verið rammbyggilega hlaðnar úr brimsorfnu hnullungagrjóti og standa þykkir veggirnir lítt hrundir enn í dag. Eru sumar búðirnar 30 fet á lengd að innanmáli og má á því sjá, að þar hafa verið stórar skipshafnir.

Herdísarvík

Herdísarvík – fiskbyrgi.

Svo lagðist útgerð að mestu niður í Herdísarvík um all langt skeið, svo að þar var oft ekki nema eitt skip. En fyrir aldamótin hófst útgerð þar aftur með nýjum krafti. Veturinn 1896 gengu þaðan t.d. 8 skip. En þá var fiskverkunaraðferðin breytt og var þá farið að salta allan fisk. Nú risu þarna upp nýjar sjóbúðir, og standa tvær þeirra enn, en annarri hefur verið breytt í hlöðu og hinni í fjárhús og verður því ekki lengur séð hvernig umhorfs hefur verið þar inni á meðan þetta voru mannabústaðir.
Allir sjóbúðaveggir eru hlaðnir úr hnullungagrjóti og þykkir mjög. Búðirnar eru 30-40 fet að innamáli og munu oft hafa erið 15-16 manns í hverri, því þá var róið þarna á tíæringum og auk þess voru landmenn við aðgerð og söltun, og svo þjónusta.

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðirnar.

Búðirnar sneru frá norðri til suðurs og á suðurstafni eru dyr, og reft yfir með þrælsterkum viðum. Stafnar eru hlaðnir úr grjóti eins og veggir, og mæniás lagður á milli þeirra og nokkrar stoðir undir, og standa þær auðvitað á miðju gólfi. Í sumum sjóbúðum voru sperrur og skarsúð, en flestar munu hafa verið þannig, að síreft hefur verið báðum megin á mæniás úr klofnum rekaviði. Hafa raftarnir verið nokkuð mislangir og sköguðu því sumir út úr þekjunni, sitt á hvað. Heldur munu sjóbúðir þessar hafa verið óvistlegar, en sennilega hefur verið hlýtt í þeim.

Herdísarvík

Herdísarvík – gamli bærinn.

Frammi á sjávarkambi er þyrping af húsarústum. Nokkuð af þeim hefur sjór brotið, en sumar tætturnar standa óhaggaðar. Þarna var saltgeymsla og beitugeymsla, lýsisgeymsla o.s.frv., en úti munu menn hafa beitt, engu síður en einni. Er þar til marks um það, sem sagt er um áleitni sauðfjár við útróðrarmenn, að þeir máttu ekki víkja sér frá beitningartrogunum inn í sjóbúðirnar. Gerðu þeir það, þá var “kind á hverjum öngli” þegar þeir komu út aftur.

Heimild:
-Herdísarvík – 1925 – Árni Óla.

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Herdísarvík var löngum happasælt fiskver. Oftast nær var ekki róið lengra en út á víina, og fekkst oft góður afli. Á seinni árum voru menn farnir að róa í Selvogssjó. Fiskgöngur koma þarna oftast nær beint af hafi, og voru þær taldar bestar, þegar ekki fylgdi síli. Eftir sumarmál var fiskur vanur að draga sig frá landi út á svonefndar “Forir”, og aflaðist þá oft vel þar í vertíðarlok.

Herdísarvík

Guðrún Ásmundsdóttir afhjúpaði minja- og örnefnakort FERLIRs af Herdísarvík.

Nú hefur engin útgerð verið í Herdísarvík um mörg ár, en fiskur gengur þar að, ekki síður en áður. Er til marks um, að í vetur reru þar tveir menn um tíma á svolitlu bátkríli. Fóru þeir rétt fram fyrir landsteinana með handfæri og drógu þar bandóðan rígaþorsk. Voru þeir fljótir að hlaða, því að “báturinn lá með borðstokknum” þegar komnir voru í hann 100 fiskar. En alls fengu þeir um 1000 til hlutar – og allt fast uppi við landsteinana.

Úr Landið er fagurt og frítt – Árni Óla – 1944.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Herdísarvík

Í októbermánuði 2024 eru 160 ár liðin frá fæðingardegi Einars skálds Benediktssonar.

Herdíarvíkurgata

Herdísarvíkurgata.

Eftirfarandi er úr grein Konráðs Bjarnason um Einar Benediktsson í Herdísarvík. Hún birtist í Lesbók Morgunblaðsins 9. okt. 1999.
“Höfundur hefur þá sérstöðu að hafa verið í vist um tíma hjá Hlín Johnson og Einari skáldi Benediktssyni á fyrsta ári þeirra í Herdísarvík. Með unglingnum úr Selvoginum og skáldinu tókust góð kynni og stundum fór skáldið á flug. Herdísarvík átti Einar sjálfur, hafði keypt jörðina 1910 og voru þrír Norðmenn með honum í kaupunum. Höfundur átti á árinu 1934 þau Hlín og Einar að húsbændum. Þá átti Einar enn höfuðbólið Krýsuvík í Gullbringusýslu. Jarðir þessar áttu merka og litríka sögu.

Einar Benediktsson

Einar Benediktsson.

Einar skál Benediktsson er sagður hafa keypt Krýsuvík og Herdísarvík af Jóni Magnússyni 1908 ásamt Arnemann skartgripasala í Osló. Skömmu síðar fer fram sala og endurkaup milli sömu aðila. Við allsherjarmanntal 1910 er eftirfarandi bókað: “Krýsuvík ábúandi Jón Magnússon. Eigandi fyrrverandi sýslumaður Einar Benediktsson og 3 Norðmenn”. Einar virðist frá upphafi hafa verið eigandi að Herdísarvík. En það er ekki fyrr en 13. desember 1928 sem Einar skáld kaupir báðar jarðirnar í Krýsuvík af Arnemann fyrir 30 þúsundir króna.

Þórarinn flytur alfarinn frá Herdísarvík til Reykjavíkur á vordögum 1927. Næsti ábúandi þar varð Ólafur Þorvaldsson frá Ási við Hafnarfjörð.

Ólafur Þorvaldsson

Ólafur Þorvaldsson.

Þegar Ólafur fær vitneskju um að Herdísarvík sé laus til ábúðar fer hann á fund jarðareigandans, Einars, sem þá er í Reykjavík, og semst með þeim um 5 ára ábúð í Herdísarvík eða til 1932. Ólafur var þá með fullnægjandi búsetu að Sveinskoti í Hvaleyrarhverfi. Hann kom þangað ári áður frá 6 ára búsetu að Stakkhamri í Miklaholtshreppi með 200 fjár. Ólafur kaupir útigangsær Þórarins með lömbum og selur sauðfé sitt að vestan.
Ólafur rekur útigangsfjárbú sitt í Herdísarvík frá haustdögum 1927 með vinnumanni sínum til vordaga 1928 að hann kemur þangað með fjölskylduna. Búskapur hans hefur verið farsæll í 5 ár þegar hann er enn ófarinn án framlenginga ábúðar eftir fardaga 1932. En um fyrrihluta júlímánaðar kemur eigandi jarðarinnar, Einar Benediktsson, ásamt sambýliskonu sinni, Hlín Johnson, til búsetu þar. En Ólafur naut velvildar jarðeiganda og hélt búsetu fram að fardögum 1933, en með verulega aðþrengdu húsrými í gamla bænum þar til hús Einars skálds yrði fullbyggt. Hann varð að flytja sig í norðurbaðstofuna, svefnstað vinnufólksins.

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Á bílum var fært að sumri í þurrkatíð frá Hrauni í Ölfusi og út í Selvog vegna þess að árið 1931 breikkuðu Selvogsmenn með handverkfærum hestagötuna frá Hlíðarenda og færðu hana frá Hlíðarendahelli með stefnu á Selvogsheiði. Gamla leiðin lá um aldir niður Djúpadalahraun. Þess vegna koms drossía á þurrum júlídegi niður að Miðvogstúngarði.
Fararstjórinn, þéttur á velli með erlent yfirbragð, sté fyrstur út og kynnti sig sem Óskar Clausen. Hann væri kominn í Selvog með skáldið Einar Benediktsson og æskti leiðsagnar að höfðubólinu Nesi. Það með steig höfuðskáld þjóðarinnar ásamt föruneyti út úr bifreiðinni. Var þá fullljóst að ekki var ofsagt það sem áður var heyrt um glæsimennið Einar skáld. Hann var mikill á velli, með hæstu mönnum, höfðinglegur í fasi og frakkaklæddur.

Herdísarvík

Einar og Hlín.

Eftir fylgdi kápuklædd kona og drengur nær fermingu. Þau fengu góðar móttökur og gistingu hjá Guðmundi bónda Jónssyni, sem þá var fjárríkastur á landinu. Hann flutti Einar skáld og fjölskyldu næsta dg áhestum til Herdísarvíkur.
Nokkrum dögum eftir komu Einars skálds og Hlínar til Herdisarvíkur verður ljóst að hún var tímabær í vel skipulagrðri framkvæmdaáætlun sem gengur upp með því að nógur mannskapur var kominn á vettvang til uppskipunar á varningi miklum úr strandferðaskipinu Skaftfellingi. Hann fór svo nærri landi sem mest hann mátti svo stutt yrði með flutning á opnum bátum í lendingarvör. Gekk greiðlega að koma farmi skipsins í land.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Mest fór fyrir tilsniðunum húsagerðarvið, sem var einnig í tilgerðum einingum ásamt stórum þilplötum til kæðningar innanhúss og þakjárni. Einnig var þar mikil eldavél ásamt miðstöðvarofnum tengdum henni. Húsgögn og fyrirferðarmikið bókasafn skáldsins, mjölmeti til langs tíma og eldneytisbirgðir. Flutningur að sjávarkambi til síns staðar fylgdi fast á eftir.
Sigurður Haldórsson, yfirsmiður, hafði veg og vanda af gerð hússins og úttekt efnis. Sala á búslóð og málverkum skáldisns gekk til innréttingar ásamt sparifé Hlínar. Óskráður gefandi timburefnis var Sveinn Magnús Sveinsson, forstjóri Völundar og tengdarsonur prófessors Haraldar Níelssonar. Haraldur var prestur í Laugarnesspítala og hjá ekkju hans átti Einar skáld húsnæðisathvarf 1930.

Herdísarvík

Herdísarvík- gamli bærinn nær.

Húsi skáldsins var valinn staður við norðurtúngarð. Bændur og smiðir úr Selvogi komu til liðs við yfirsmið. Grunnur var lagður og hús reist á 6 vikna tíma og fullbúið 8. september 1932. Samtímis flytja Einar skáld og Hlín þar inn. Húsið er búið þeim þægindum sem staðhættir leyfa. Það með hefur Ólafur og fjölskylda endurheimt allt húsrými gamla bæjarins.
Hlín, hin mikla húsfreyja innanhúss, hefur einnig allt framkvæmdavald utanhúss í Herdísarvík. Selvogsmönnum er ljúft að vinna fyrir hana aðkallandi verk. Þeir eru komnir á vettvang þegar hún þurfti á starfskröftum þeirra að halda.

Herdísarvík

Herdísarvík.

Eins og áður sagði hélt Ólafur búsetu fram að fardögum 1933. En þegar gamli bærinn er orðinn mannlaus lætur Hlín taka niður þök hans og innréttingar og flytja til endurnýjunar á húsum þeim er stóðu vestur af húsi skáldsins og austast byggja byggja þeir upp veggjatóft í sömu stærð og fremri baðstofu gamla bæjar. Margir menn vinna það þrekvirki að bera í heilulagi skarðsúðarþekjuna og leggja niður á veggsyllu hinnar nýju tóftar sem verður alþiljað hús ásamt anddyri með risi. Gömlu rúmin er þar uppsett meðfram veggjum og þar verður notaleg vistarvera fyrir þá sem eru í vinnumennsku fyrir húsbændur í Herdísarvík.

Herdísarvík

Herdísarvík – gamli bærinn.

Á sunnudegi í marsmánuði 1934 erum við 6 manns úr Selvogi lent á opnu vélskipi á ládauðum sjó við Helluna í gömlu vörinni undan Gerðinu í Herdísarvík. Hlín býður okkur til stofu. Skáldið situr í miklum leðurstól og hlýðir á söng. Hann er vel klæddur, rís á fætur við komu okkar og er sýnt að stórpersónuleiki hans er enn í fullu gildi. Hann tekur okkur með ljúfmennsku, býður okkur sæti og að hlusta á messulok. Hann er fyrstur í Selvogi að eignast útvarpsviðtæki, sem þá var mikið tækniundur. Hlín ber inn góðgerðir og skáldið gengur um gólf.

Herdísarvík

Herdísarvík 1898.

Á vordögum 1034 er ég kominn til tvisvar hjá húsbændum Herdísarvíkur, sem bera eindæma prersónuleika. Hlín var fædd 16. Nóvember 1976 í Bárðardal í Lundarbrekkusókn, dóttir Arnfríðar Guðrúnar Sigurðardóttur og Jóns Erlendssonar, skálds og alþingismanns að Garði í Kelduhverfi.
Á vordögum 1934 ber það til tíðinda að búskapur hefur lagst af á höfðubólinu Krýsuvík og útbýlum þess, þar með Nýjabæ. Eigandinn, Einar skáld, situr að búi sínu í Herdísarvík og framkvæmdarstjóri hans, Hlín Johnson, fær það viðfangsefni hvernig nýta megi hin gamalrónu tún. Henni verður efst í huga búdrýgindi af heysölu til þéttbýlis þegar hún bjó að Innrahólmi á Akranesi.

Hlín Johnson

Hlín Johnson í Herdísarvík.

Ef það yrði endurtekið þurfti að gera akfæran veg frá Ísólfsskála til Krýsuvíkur. Hún fær vitkeskju um möguleika þess hjá manni er vel þekkti leið þessa. Hún gerir hann að verkstjóra vegagerðarinnar sem felst í því að breikka gamla veginn. Verkið reyndist erfiðast í Ögmundarhrauni en eftir það má þræða að mestu leyti melfláka til Krýsuvíkur. Hlín auglýsir eftir mönnum og velur úr stórum hópi tvo dugnaðarlega Arnfirðinga. Þeir komu til Herdísarvíkur og eru þar nokkra daga, einkum við að koma niður grænmeti í kálgarða. Þeir fara svo þaðan með verkstjóra sínum til vegagerðarinnar og verða þar oftast fjórir saman. Þeir hafa vagn og hest og vinna með skólfum og haka. Arnfirðingar komu aftur til Herdísarvíkur. Vegargerðarmönnum Hlínar tókst að koma á bílfærum vegi til Krýsuvíkur í þann mund sem túnsláttur í Nýjabæ er tímabær laust fyrir lok júlimánaðar. (Sjá einnig um vegaframkvæmdina (Hlínarveginn) í frásögn Jóns Guðmundssonar frá Ísólfsskála).

Herdísarvík

Hlín Johnson og vinnufólk í Herdísarvík.

Baðstofuhús Nýjabæjar er fyrir skömmu yfirgefið og þokkaleg vistarvera þeirra vegagerðarmanna sem nú ganga til heyskapar á velsprottnu túni. Um fyrri hluta septembermánaðar eru tún Krýsuvíkur fullsprottin. Ganga þá sömu heyskapamenn til verks þar að viðbættum tveimur sláttumönnum frá Grindavík. Í Nýjabæ er aðsetur heyskaparmanna og afbragðs ráðskona sér um matreiðslu. Fullþurrkað hey er flutt frá Krýsuvík með vörubílum. Um arðsemi er ekki kunnugt en framkvæmdastjóri jarðeiganda, Hlín, fór með sigur að hólmi.

Einar Benediktsson

Einar Benediktsson – andlitsmynd
Ásmundur Sveinsson.

Er kom að heimatúnslætti að Herdísarvík sló ég með orfi og ljá en Hlín rakaði og saman unnum við að heyþurrkun og bindingu þess. Gott var að vinna fyrir og með Hlín sem ávallt ávarpaði mig með orðunum “gæskur”. Hún sagði mér frá harðri lífsreynslu sinni þegar hún bjó í Kanada og varð að reka nautgripi langar leiðir til vatns þega frost náði 40 gráðum. Og hún sagði mér frá yndilegum dögum þegar hún átti heima í Buenos Aires í Argentínu þar sem stórbændur voru svo gestrisnir að gera ráð fyrir umframmat daglega vegna gesta. Margir Evrópumenn misnotuðu þess rausn og urðu að iðjuleysingum.

Einar svaf vel út, en var oftast kominn á fætur uppábúinn um ellefuleytið. Hlín bar honum hádegismat í aðalstofu, sem var léttur og fábrotinn og miðaðist við heilsufar. Skáldið drakk hvorki kaffi né te en matnum fylgdi eitt til tvö staup af léttu víni, sem geymt var í 30 lítra glerkeri í litlu búri.

Einar Benediktsson

Einar Benediktsson.

Hlín distileraði það og deyfði niður í Spánarvínsstyrk og bragðbætti það með ýmsu jurtum. Þar stóð kanna á borði og lítil staup tiltæk handa skáldinu til vínneyslu samkvæmt læknisráði. Aldrei gekk skáldið þar inn en var neytandi fyrir milligöngu annarra.

Skáldið, sem hafði í einför glímt við fyrirbærið mannlíf í litríkri orðgnótt, var nú að ganga inn í einsemd mannlegrar hrörnunar með skuggum og skúraskini.
Hugstæðustu samskipti mín við skáldið í Herdísarvík áttu sér stað að kvöldi dags. Jón Eldon er ekki heima og Hlín er nýgengin út til að mjólka kýr sínar og ég er á leið út úr húsinu þegar Einar kemur úr aðalstofu og spyr hvort ég geti náð í staup fryrir sig. Ég hika, því þetta var ekki í mínum verkahring. Einar les hugsanir og segir: “Þú getur treyst því að hér fer allt að mínum vilja.” Ég fór snarlega í búrið góða og kom aftur með vel fullt staup í stofu Einars sem dreypir á vel og endurheimtir stórpersónuleika sinn.

Höfði

Stytta af Einar Benediktssyni við Höfða.

Einar skáld svaraði þeim er spurðu hann um andhverfu milli lífs og ljóðaspeki hans: “Þegar ég orti var ég með viti, en þegar ég lifði var ég vitlaus. Í mér búa tveir menn; annar er séntilmaður, en hinn er dóni. Þeir talast aldrei við”.

Tveimur árum síðar hefur skáldinu hrörnað svo að hann getur trauðla svarað spurningum nema með einsatkvæðisorðum.
Vist minni lauk í Herdísarvík við septembermánaðarlok en rétt áður varð ég meðreiðarmaður Hlínar til Hafnarfjarðar eftir veginum upp Selstíg og yfir Grindarskörð. Hlín átti þá erindi við bankastjóra og marga fyrirmenn.“

Lesbók Morgunblaðsins 9. okt. 1999 – Konráð Bjarnason, frá Þorkelsgerði í Selvogi.

Herdísarvíkurtjörn

Herdísarvíkurtjörn.

Stakkavík

Stakkavík er jörð í Selvogi, norðan Hlíðarvatns. Í “Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfus – Áfangaskýrsla I, 2015“, er m.a. fjallað um Stakkavík:
“Jarðardýrleiki x að sögn, en engin geldst hjer tíund af.” JÁM II, 464.

Stakkavík

Stakkavík – bæjarstæði.

Ekki til túnakort. Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: “Lýngrif brúkast til eldiviðar bjarglegt. Rifhrís og til eldiviðar brúkast og peningi til bjargar í heyskorti….Eggver í Hlíðarvatnshólnum má ekki telja…Rekavon í besta lagi af þessari sveit þá inná voginn líður, og fylgir hún kirkjunni og proprietariis. Sölvafjara bjargvæn heimamönnum og so fjörugrös. Heimræði má hjer valla telja, því bærinn liggur lángt frá sjó, þó hefur það fyrir fám árum reynt verið, og til gagns komið sumar og vetur. Túnin brýtur Hlíðarvatn. Engi litlu betur, en um Hlíð segir. Torfrista og stúnga so sem lökust er hún í þessari sveit, nema miður se fyrir grjótum.” JÁM II, 465-466.

Stakkavík

Stakkavík – bæjarstæði.

“Stakkavík hefur um aldabil verið í eigu Strandarkirkju; er nú í eyði. Stakkavíkurhúsið stendur á tanga er liggur fram í Hlíðarvatn,” segir í örnefnalýsingu. Nú er gamalt veiðihús í niðurníðslu rétt vestan við síðasta bæjarstæðið í Stakkavík.
Bærinn stóð á túnræmu sem afmarkast af túngarði í norðri og nokkuð bröttum hraunkambi í suðri. Þar fyrir neðan er Hlíðarvatn. Túnið er óslétt og töluvert af hrauni stendur upp úr. Trúlega hefur þetta ekki þótt gott tún.

Stakkavík

Stakkavík – leifar íbúðarhússins.

Stakkavíkurbærinn stóð fremst á hraunkambinum norðan megin við Hlíðarvatn. Um 50 m norðar er túngarður sem liggur austur-vestur. Húsin voru þrjú, íbúðarhús, heyhlaða og skemma sambyggt því. Alls er bæjarstæðið um 16×16 m stórt. Húsið sem var framar á hraunkambinum hefur verið steypt, 8×7 m á stærð og veggirnir um 25 cm þykkir. Veggirnir hafa fallið út á við nema vesturveggurinn sem hefur hrunið inn í grunninn. Í grunninum má sjá leifar af eldavél og ef til vill sést þar einnig í steyptan skorstein. Grunnurinn á húsinu er mosa og grasi gróinn. Vestan megin við húsið hefur verið steyptur pallur/stétt um 2×2 m og um 0,5 m há. Virðist hún hafa verið í sömu hæð og gólfflötur hússins og ef til vill var inngangurinn í húsið þar. Ætla má að húsið hafi verið hvítmálað þar sem leifar af málningunni sjást á steypunni. Við húsið er lítil hella og á henni platti sem á stendur. ,,Stakkavík í eyði 1943. Síðasti ábúandi Kristmundur Þorláksson”.

Stakkavík

Stakkavík – íbúðarhúsið og nágrenni.

Norðan við húsið er eitthvað sem virðist vera upphlaðin tóft, ferningslaga, um 5×5 m á stærð. Trúlega eru þetta leifar af skemmunni. Hún er nánast algróin og svo virðist sem fyllt hafi verið upp í hana. Á stöku stað sést í hleðslurnar að utanverðu. Heyhlaðan er 9×7 m á stærð. Veggirnir eru um 1 m á hæð og 1 m á breidd. Allir eru þeir vel hlaðnir nema suðurveggurinn sem ekki sést og ef til vill hefur verið op þar. Veggirnir eru mosa og grasi grónir og þá sérstaklega að utanverðu. Tóftin er algróin að innaN og engar leifar af milliveggjum eru sjáanlegir. Leifar af norðurvegg íbúðarhússins eru inn í tóftinni. Mikil gróska er í bæjarstæðinu en ekki teljandi bæjarhóll, enda ekki víst að nokkur mannvirki hafi staðið þarna fyrr en eftir miðja 19. öld.
Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: “Afbýli hefur hjer að fornu verið, það var kallað fjórðúngur jarðarinnar og naut afbýlismaðurinn kosta jarðarinnar pro qvoto.” Ekki er nú vitað hvar afbýli þetta hefur verið og ekki er getið um hjáleigu frá Stakkavík í seinni tíma heimildum.” JÁM II, 466.

Eggert Kristmundsson

Eggert Kristmundsson.

Í Frey 1994 er viðtal Matthíasar Eggertssonar við Eggert Kristmundsson undir fyrirsögninni “Sauðurinn slapp á Lækjartorgi og náðist uppi í Öskjuhlíð“. Hér á eftir er hluti viðtalsins. þ.e. þeim hluta er lítur að dvöld Eggerts í Stakkavík.
“Búskapur hefur verið að dragast saman á Suðumesjum undanfarin ár og áratugi og er nú vart svipur hjá sjón miðað við sem áður var. Enn er þó til fólk sem rak stór bú fram á þennan áratug en hefur nú verulega dregið saman seglin. Einn af þeim er Eggert Kristmundsson, sem býr á Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd með systkinum sínum, Elínu, Lárusi og Þorkeli. Fréttamaður Freys sótti þau heim ásamt Val Þorvaldssyni, héraðsráðunauti Bsb. Kjalamesþings, til að heyra búskaparsögu þeirra.

Hvar ert þúfœddur og uppalinn?
Kristmundur ÞorlákssonÉg er fæddur í Stakkavík í Selvogi árið 1919. Foreldrar mínir voru Kristmundur Þorláksson, fæddur í Hamarskoti í Hafnarfirði, en móðir mín hét Lára Scheving, fædd á Ertu í Selvogi. Foreldrar hennar flutt svo að Stakkavík og þar giftist hún Kristmundi, sem kom þangað sem vinnumaður. Þau eignuðust 10 böm og þar af eru 8 á lífi. Þar búa þau svo til ársins 1943 að þau flytja hingað að Efri-Brunnastöðum.
Hvernig búi bjuggu foreldrar ykkar á uppvaxtarárum ykkar?
Þau voru fyrst og fremst með fé og svo kýr til heimilis. Það var erfitt með heyskap þarna svo að féð gekk mest úti. Það varð að fylgja því eftir og reka það til sjávar á fjörubeit, tvo tíma hvora leið. Það var staðið þar yfir því í tvo tíma og síðan rekið á haga upp í brekkurnar, þar sem skógurinn var. Þar voru beitarhús fyrir féð, sem hét Höfði.

Stakkavík

Stakkavvík – beitarhús í Höfða.

Þannig var þetta upp á hvem dag á vetuma þegar harðindi voru, en svo þegar það kom góð tíð þá fór féð upp um öll fjöll og fimindi og þá varð maður að elta það alla leið austur í Geitafell. Við lentum einu sinni í því við Gísli bróðir minn að sækja féð þangað og við fórum af stað kl. 9:00 um morguninn og komum ekki heim fyrr en kl. eitt um nóttina. Þá komum við til baka með 50 fjár. Í þessum leiðangri skall hann á með blindhríð og útsýningsél. Svo snerist áttin og þá hefðum við villst ef við hefðum ekki haft með okkur tvær golsóttar ær, forystukindur, og þær björguðu okkur. Snjórinn var í hné mestalla leiðina, nema þar sem rindar voru og hæst bar og forystuæmar reyndu að þræða rindana. Við vorum ekki með nokkum matarbita með okkur, því að við ætluðum ekki þetta langt og urðum alveg úrvinda af þreytu. Ég var þá 14 ára en Gísli 15.
Auk kúa og kinda, sem voru um 300, vorum við með fjóra hesta, en það varð að koma tveimur fyrir yfir veturinn.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur ÓSÁ eftir lýsingu Eggerts Kristmundssonar á vettvangi.

Hvert fóruð þið með sláturfé?
Við rákum það til Hafnarfjarðar og það var um átta tíma rekstur en stundum til Reykjavíkur. Ef maður fór hjá Eldborginni yfir Brennisteinsfjöllin gangandi á vetuma þá gat maður farið þetta á sex
tímum og komið niður hjá Múlanum, rétt fyrir ofan Vatnsskarðið, þar sem er lægst ofan af Lönguhlíðinni. Það er mikið brunahraun þama sunnan í móti með mosa og þegar gaddað var þá var gott að
labba þama, en aftur þegar mosinn var mjúkur þá var þyngra að fara þama um.
Ég man sérstaklega eftir fjárrekstri eitt haustið. Guðmundur í Nesi í Selvogi hafði lagt af stað daginn áður með sinn rekstur, en við fórum þennan dag út í Krýsuvík og ætluðum að nátta okkur þar.

Magnús Ólafsson

Magnús Ólafsson í Krýsuvík.

Ég hafði þá aldrei áður farið þessa Krýsuvíkurleið. En það var dálítill snjór á fjallinu enda komið fram að veturmáttum, eftir hrútarétt. Við vorum með 30 sauði og 20 lömb. Á þessum tíma bjó Magnús Ólafsson í Krýsuvík í koti rétt hjá kirkjunni. En hann var ekki heima, svo að við tókum bara úr glugga og skriðum inn til að sofa um nóttina, en við vorum með mat með okkur og prímus. Klukkan sjö um morguninn leggjum við af stað og þá er hann kominn á norðaustan og fok og einn hesturinn strokinn. Það tafði okkur á annan klukkutíma að elta hann uppi. Þegar við komum að Nýjabæ, þá hittum við Magnús Ólafsson og játuðum upp á okkur húsbrotið, en hann fyrirgaf okkur það strax.
Við héldum svo áfram en þá skall á bandvitlaust veður, stormur og snjókoma og óstætt og við villtumst og vorum að hrekjast þetta allan daginn og komumst svo loks aftur í Nýjabæ klukkan eitt um nóttina hundblautir og hraktir. Magnús hafði nóg að gera alla nóttina að kynda og þurrka fötin okkar.
Svo morguninn eftir var kominn útsynnings éljagangur og ég gleymi aldrei hvað mér var kalt þegar ég var að fara í leppana um morguninn, og að koma svo út í kuldann, svona ruddagarra.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður um 1900.

Svo rekum við af stað og vorum sjö tíma frá Krýsuvík og niður í Hafnarfjörð. Þriðja daginn rákum við svo féð frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og þegar við komum niður á Lækjartorg á leið að Tjörninni en þar var Nordal með sitt sláturhús, þá tryllist einn sauðurinn algjörlega. Hann fer yfir einn bílinn sem þar stóð og Sigurður Gíslason yfirlögregluþjónn, hann keyrir á eftir honum á mótorhjóli og annar á lögreglubíl og þeir ná sauðnum uppi í Öskjuhlíð og koma með hann í lögreglubílnum niður í sláturhús. Þessi kraftur var í sauðnum eftir þriggja daga rekstur og á pörtum í umbrotafærð. En þegar bílamir komu og fóru að pípa þá varð hann albrjálaður.
Þetta gerðist rétt fyrir 1940. Þetta er túr sem ég gleymi aldrei, það var ljóti túrinn. Þeir sem yngri eru mættu vita af því að þetta máttu menn leggja á sig töluvert fram á þessa öld í lífsbaráttunni.
En það trúir þessu ekki, þetta er bara karlagrobb í augum unga fólksins og það er svo sem ósköp eðlilegt.

Heyskapurinn í Stakkavík?

Stakkavík

Stakkavík – heimatúnið.

Við heyjuðum á eyðijörð sem heitir Hlíð og var hinum megin við Hlíðarvatnið. Þar fengum við um 90 hestburði sem varð að binda og flytja á bát yfir vatnið og bera síðan heim í hlöðu.
Svo vorum við uppi um öll fjöll að heyja hvar sem nokkra tuggu var að hafa. Maður lá þá við í tjaldi. Það þótti góður sláttumaður sem sló einn kapal á dag. Svo varð maður að reiða þetta heim, allt
upp í þriggja tíma lestarferð. Það voru ágætis slægjur sums staðar, t.d. inni í Stóra-Leirdal, inni í Grindarskörðum. Þar mátti heyja 50 hesta á einum stað. Það var á margra ára sinu. Og féð gekk auðvitað á þessu. Þetta var töluvert beitilyng og grávíðir og það var mjög góð lykt af þessu, þegar búið var að þurrka það, en þetta var létt fóður.
Stunduðu þið ekki sjóróðra frá Stakkavík?

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Nei, en Gísli, bróðir móður minnar, gerði út frá Herdísarvík. Þar voru þá gerð út sjö skip, opin. Það sjást þar enn tættur af verbúðunum. Hann átti þar eina búðina og var þá með menn austan úr Árnessýslu og víðar að á vertíð. Svo reri faðir minn í mörg ár í Selvogi hjá Sveini Halldórssyni. Hann var á opinni trillu.
-Þið bjugguð þarna samtíða Einari Benediktssyni, skáldi, og Hlín Johnson?

Herdísarvík

Herdísarvík – austurtúnið.

Ég hef ekki haldið meira upp á neina konu en hana Hlín. Hún var hetja. Þau flytja í Herdísarvík um 1934. Einar deyr svo snemma árs 1940, en hún var þarna lengi eftir það.
Við hjálpuðum henni á vorin að smala til að rýja og marka og svo aftur á haustin, þegar hún var að farga. Á sumrin hjálpuðum við henni með heyskapinn. Ég var þá að vinna í Hafnarfirði en fór um helgar að hjálpa henni, sló með orfi og ljá. Það var gerði austast í Herdísarvík og aðalheyskapurinn var þar. Þetta hafði verið grætt upp með slori þegar útgerðin var þarna, bara borið á hraunið. Það er grunnur jarðvegur þarna. Þarna mátti heyja unt 80 hesta.
En á veturna var hún í gegningunum sjálf?

Hlín Johnson

Hlín Johnson í Herdísarvík.

Já, hún var með þrjár kýr og ól upp kálfana. Féð var aldrei meira en svona rúmlega 200. Það gekk allt sjálfala. Þetta er einstök jörð til beitar. Það gátu ekki komið þeir vetur að það félli fé úr hor í Herdísarvík. Það gerir fjaran. Það er svo mikið þang og þari þama í Bótinni. En þetta er að breytast. Sjávarkamburinn er allur að fara og sjórinn að brjótast upp í tjöm. Úr þeirri tjörn hefi ég fengið þann besta silung sem ég hef borðað um dagana. Hann var tekinn úr Hlíðarvatni og þurfti að vera þarna í fjögur ár. Þá var hann orðinn fimm pund. Hann er eldrauður og mjög bragðmikill.
Hafði Hlín ekki eitthvað af börnum sínum til að hjálpa sér þarna?

Herdísarvík

Herdísarvík – Herdísarvíkurtjörn.

Það var ósköp lítið sem þau voru þarna, en Jón Eldon sonur hennar færði henni vistir. Hún gaf honum Dodge Weapon bíl, mjög sterkan og hann gat farið þangað suður þó að það væri mikill snjór og ófærð. Ég fór mörg kvöld með honum og við komum ekki til baka til Hafnarfjarðar fyrr en þetta klukkan eitt og tvö á nætumar. Við fórum þá Krýsuvíkurleiðina frá Hafnarfirði.
-Hvað bjó hún þarna lengi?
Hún fer upp úr 1950 og flytur þá í Fossvoginn og var þar með einar tvær kýr, heyrði ég. Ég held að hún hafi þó viljað vera áfram í Herdísarvik, en það var sjálfsagt erfitt.
Ég vorkenndi henni oft þegar ég var að fara frá Herdísarvík að skilja hana eftir í blindbyl og myrkri, háaldraða konuna. En hún var ekki bangin við það.
-Hvað réð því að þið flytjið?

Stakkavík

Stakkavík – veiðihúsið. Það var brennt á öðrum áratug 21. aldar.

Mæðiveikin var þá komin upp og það var búið að girða fyrir Ámessýslu þama, niður í sjó í Selvogi og yfir að Vatnsenda. Svo bara kom veikin upp vestan við. Auk þess sáum við að það var engin framtíð í því að vera þarna fyrir okkur bömin sem vorum þarna að vaxa upp, engin atvinna nema þessi búskapur sem var afar torsóttur og erfiður.” M.E. (Matthías Eggertsson)

Við Stakkavík er grunnur seinni tíma sumarbústaðar, sem nú er horfinn. Í Vísi 1962 er viðtal við Lizzie Olsen, sænska konu, undir fyrirsögninni “Fór til Kleifarvatns”:
“Fyrir skemmstu var haldin hér í bænum myndlistarsýning fimm Svía, sem sjálfir létu ekki sjá sig hér og hafa aldrei hingað komið, en í gær áttum vér viðtal dagsins við sænska listakonu, sem lagt hefir leið sína um Ísland í nokkrar vikur, en fer héðan án þess að halda nokkra sýningu. Hún hefir raunar ekki málað hér neina mynd. En samt þykir oss trúlegt, að Íslands eigi eftir að gæta í ófáum myndum, sem koma frá hendi listakonunnar næstu misseri og jafnvel lengur.

„Hvar er Stakkavík?“
Lizzie Olson Hvað byrjuðuð þér svo að skoða hér eða hvað vilduð þér helzt sjá?
– Ég held helzt að eitt af því fyrsta, þegar ég hafði lent hér, var að spyrja hvern mann á fætur öðrum: „Hvar er Stakkavík?“ og lengi gat enginn svarað þeirri spurningu. Ég gat nokkurn veginn sagt til um, á hvaða svæði Stakkavík væri, en það kom lengi vel fyrir ekki. En þannig stóð á þessu, að kollega minn, sem hafði verið hér, hafði dvalizt um skeið á þessum stað, og fór miklum orðum um þennan part af Íslandi. Svo komst ég í samband við Kjartan Sveinsson, skjalavörð, sem einmitt hafi lánað sænska kolleganum sumarbústað sinn í Stakkavík um tíma. Og mér var strax boðið þangað.

Fyrst til að skoða staðinn

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Við ókum suður að Kleifarvatni og Krýsuvík. Það var út af fyrir sig opinberun að koma þangað og ekki lengra. Aldrei á ævi minni hafði ég séð annað eins landslag, og þó hafði ég verið á eldfjallaeyjum við Grikkland. Þetta var stórkostlegt. Mér fannst ég vera kominn til tunglsins, þegar við stigum út úr bílnum sunnan við Kieifarvatn. Ef málarar geta ekki fengið innblástur þar, þá er ég illa svikin.
En svo, ef einhvern langar til að vita, hvar Stakkavík er, þá er hún við Hlíðarvatn, skammt frá Herdísarvík. Dvaldist ég þarna ein í vikutíma.”

Í Tímanum 1962 eru skrif Jónasar Guðmundssonar; “Sprittloginn í Stakkavík“:

Jónas Guðmundsson

Jónas Guðmundsson.

“Fyrir um það bil hálfum öðrum áratug, eða tveim, var ég oft gestur Kjartans Sveinssonar, bónda og skjalavarðar í Stakkavík, sem er við Hlíðarvatn, næsti bær fyrir austan Herdísarvík. Kjartan hafði þau álög á jörð sinni, kominn úrstjórnarráðinu, að hann mátti ekki hafa fé eða önnur venjuleg húsdýr, sem þarna lifðu á skreið og hrísi, og höfðu gjört um aldir. Birkikjarrið var álitið verðmætara en búvörur, sem þarna mátti framleiða.
Á hinn bóginn mátti Kjartan veiða silung í Hlíðarvatni að vild sinni og hann mátti ganga á reka. Kjartan sinnti þessum hlunnindum vel. Silungur var til matar og gnægð var af rekaviði til að kynda gisið íbúðarhúsið. Og í dularfullum rökkrum við snarkið í eldinum, sögðu menn sögur og vöktu nær til morguns.
Oft var lundi á borðum, er synti í þykkri brúnni sósu, en lundinn hefur þá náttúru, að annaðhvort er hann herramannsmatur, eða óæti. Hvergi hefur lundi verið eins góður og í Stakkavík. Soðinn fyrst vestur á Ásvallagötu, og síðan soðinn enn meir í Stakkavík og þá orðinn hæfur til matar.

Kjartan Sveinsson

Kjartan Sveinsson.

Það var eitt sinn á síðsumardegi eða í byrjun vetrar, að ég fór eina ferð í Stakkavík. Það rigndi og svört og draugaleg skýin sigldu frá hafinu inn yfir hamrana og fjöruna og regnið streymdi úr himninum og stormurinn vældi. Nú verður kalt í Stakkavík, sagði ég, ef ekki verður þeim mun meira kynt.
– Hafðu ekki áhyggjur vinur sagði Kjartan þá glettnislega. Nú er nægur hiti í Stakkavík. Ég er með hvalspik. Ég man nú ekki hverju ég svaraði. En var vanur þeim sérkennilega yl og ilmi er fylgir því að brenna vatnssósa eik og öðrum sætrjám. Og nú átti að brenna spiki, eða lýsi. Mér leist satt að segja ekki eins vel á þetta og rekaviðinn.

Í “Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1943” fjallar Ólafur Þorvaldsson m.a. um Stakkavík undir fyrirsögninni “Grindaskarðavegur“:
“Á háfjallinu norðan vegar er Stórkonugjá. Er það hraungjá mikil, sem hraun hefur runnið eftir frá gömlum eldgíg þar uppi. Austur af Stórkonugjá, skammt fyrir norðan veginn, er Kóngsfell. Þar koma saman lönd Gullbringusýslu og Árnessýslu.

Ólafur Þorvaldsson

Ólafur Þorvaldsson.

Þegar komið er austur af fjallshryggnum, er komið að afarstórri hraunbreiðu. Tvær vörður eru þar við götuna, og skiptast þar leiðir, liggur austasta leiðin til Selvogs, miðleiðin til Stakkavíkur og Herdísarvíkur, en sú þriðja, sem nú er sjaldan farin, liggur til Brennisteinsfjalla, suður með Draugahlíð. Var það leið þeirra manna, sem brennisteinsnám stunduðu í Brennisteinsfjöllum, þegar þeir fóru um helgar til Hafnarfjarðar, því að flestir af þeim áttu þar heima, en mest var þessi leið farin af þeim, sem fluttu brennisteininn til Hafnarfjarðar, og var hann fluttur á
klökkum. Hafnfirðingum, sem hesta áttu, svo og bændum þar í grennd, var að einhverju leyti gefinn kostur á þessum flutningum, og skyldu þeir fá eina krónu á hestburðinn í flutningsgjald. Ferðin mun
hafa tekið 12—14 klst. Eitthvað mun þessu hafa verið sinnt, þrátt fyrir þetta lága gjald, sem að lokum reyndist samt félaginu ofvaxið. Þetta var á síðari hluta nítjándu aldar.

Stakkavíkurgata

Vörður við ofanverða Stakkavíkurgötu.

Leiðin til Stakkavíkur og Herdísarvíkur liggur frá fyrrnefndum vörðum, suðaustur á slétt hraun, og eru smávörður meðfram veginum yfir hraunið. Þegar á mitt hraunið kemur, er úfinn bruni suðvestan vegar, og er farið yfir mjótt haft af honum við suðurtagl Hvalhnjúks. Þegar austur fyrir Hvalhnjúk kemur, taka við Vestur-Ásar.
Fyrst til hægri handar nokkrir gróðurlausir og dökkir hólar, Svörtu-Ásar. Nokkru suðaustur af þeim úti við brunann er Urðarás, og er hann auðþekktur af mikilli grágrýtisurð sunnan megin. Neðarlega í Ásunum eru austan vegar grasbrekkur allstórar, og heita þær Dýjabrekkur. Þar sér enn leifar þess, að þar hefur fyrir löngu verið leitað eftir mó, en ekki mun það hafa þótt svara kostnaði.

Stakkavíkuselsstígur

Stakkavíkur”sels”stígur á brún Stakkavíkurfjalls.

Litlu neðar eru Selbrekkur. Þar hefur, þegar það tíðkaðist almennt, verið haft í seli frá Stakkavík. Úr Selbrekkum er stutt fram á fjallsbrún. Þegar á brún kemur, hýrnar svipur útsýnisins og breytist nokkuð. Það hefur líka hýrnað yfir mörgum vegfaranda þarna, sem kemur úr svartaþoku eða vondu veðri af fjallinu, því að oft er mikill munur veðurfars uppi á fjalli og neðan fjalls. Á brúninni stingum við því við fótum og rennum augum yfir það helzta, sem við blasir. Fyrst skulum við líta niður fyrir fætur okkar, svo að við blátt áfram dettum ekki fram af fjallinu, svo er það snarbratt. Af brúninni blasir við hafið, svo langt sem augað eygir til austurs, suðurs og nokkuð til vesturs, og sjaldan er sjór svo kyrr hér, að ekki kögri hvítu við sanda og hleinar. Héðan sjáum við til Selvogs, og ber þar hæst á vitanum á Selvogstöngum, og kirkjunni á Strönd — Strandarkirkju. Neðan fjallsins er allstórt vatn, Hlíðarvatn. Við austurenda þess, uppi við fjallið, er jörðin Hlíð, bær Þóris haustmyrkurs, þess er nam Selvog. Fyrir nokkrum árum var Hlíð lögð undir Stakkavík, en nú eru báðar í eyði, sorgleg saga, sem gerist víða nú.

Stakkavík

Stakkavíkurborg.

Við vesturenda Hlíðarvatns er Stakkavík. Þar sem hús og tún jarðarinnar var fyrir 70—80 árum, er nú allt í vatni, og sést aðeins smáhólmi, þar sem bærinn stóð. Nú stendur bærinn í hraunjaðrinum við vatnið og má heita túnlaus. Þess vegna var Hlíðin lögð undir Stakkavíkina, því að allgott tún er í Hlíð, en sami eigandi að báðum jörðunum, sem sé Strandarkirkja.
Úr vatninu rennur ós til sjávar, Vogsósaós. Í Hlíðarvatni er allmikil silungsveiði, og eru það Hlíð og Stakkavík, sem eiga beztu lagnirnar. Af brúninni sjáum við ekki til Herdísarvíkur, þar eð Stakkavíkurfjall byrgir útsýn þangað. Ef við ætlum okkur heim á annan hvorn víkurbæinn, förum við að feta okkur niður stíginn, sem liggur í mörgum krókum og sveigum niður fjallið og heitir Selstígur. Frá fjallinu er aðeins steinsnar heim að Stakkavík. Vestur að Herdísarvík er um þriggja stundarfjórðunga gangur frá Stakkavík. Hefur nú verið lýst leið hinna svonefndu útbæja í Selvogi, og hverfum við nú aftur norður undir ,,Skarð“, að vörðunum tveim, og förum þaðan austustu leiðina, sem liggur til Vogsósa og Selvogshverfis.”

Í Morgunblaðinu 22. janúar 1986 er minningargrein um Láru Gísladóttur. Hún lést 16.11.1985:
Lára Gísladóttir“Þegar ég kom fyrst að Brunnastöðum var Kristmundur horfinn af vettvangi en Lára hafði stigið fyrstu fetin yfír á tíunda áratugævinnar. Þó hún væri öldruð vakti enn í vitund hennar glaður minningalogi
liðinnar ævi og hú var fús til að bregða upp leifturmyndum sem henni voru hugstæðar.
Lára fæddist árið 1889 í litlu hjáleigukoti sem tilheyrði eignarjörð stórbóndans í Nesi í Selvogi. Þetta kot hét Erta. Æskuheimili hennar var lítið en notalegt og henni þótti gott að vaxa þar upp frá
bemsku til ungmeyjarára. Þá fluttust foreldrar hennar að Stakkavík sem var erfíð jörð en gaf dugandi fólki mikla möguleika til fjárræktar. Árið 1918 giftist Lára Kristmundi Þorlákssyni. Hann var ættaður úr Hafnarfírði. Þau tóku þá við búinu í Stakkavík. Kristmundur var harðfengur maður og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna enda þótt fjöllin og hafíð biðu hættunni heim þar sem hann þurfti að gæta hjarðar sinnar.

Eggert kristmundsson

Eggert með systkinum sínum á Brunnastöðum.

Hún Lára var heldur enginn veifískati. Á tuttugu árum ól hún honum Kristmundi tíu böm og þurfti í eitt skipti þegar það bar að höndum að gegna sjálf nærkonu hlutverkinu. Einn drengurinn hennar, sjö ára gamall, var hjá henni og gat náð í skærin. Allt fór vel, þegar Kristmundur kom heim frá fjárgæslu brosti konan hans við honum og nærði við brjóst sitt nýfæddan son. Þetta er aðeins ein af mörgum lífsmyndum sem vitna um hetjuhug húsfreyjunnar í Stakkavík. En þrátt fýrir einangrun og margháttaða erfíðleika undi hún vel hag sínum og fannst hún eiga þar sæla daga.
En svo kom vágestur í byggðina. Mæðiveikin felldi fjárstofninn og flölskyldan flutti að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd eftir að hafa búið í Stakkavík í 27 ár. Þar var Lára síðan húsfreyja í nær fjóra áratugi eða þangað til hann Kristmundur hennar kvaddi þennan heim og börnin tóku við.

Stakkavík

Íbúðarhúsið í Stakkavík 1968. Það brann og í framhaldinu var byggt veiðihús í tóftum fjárhúsa skammt vestar, sem síðar var brennt.

En Selvogurinn og Vatnsleysuströndin eu tveir ólíkir heimar. Að vísu fellur sami sjór að ströndinni en ris öldunnar er með ólíku yfirbragði og tónn frá hörpu hafsins ekki sá sami.
Þó húsfreyjan á Brunnastöðum tapaði engu af sinni heimilishyggju og gengi með sömu atorku að hverju starfi á ströndinni og í voginum mun henni hafa fundist eggjagrjótið þar sárara við fót en suður í Stakkavík. Þannig verða viðhorf þeirra sem alast upp og lifa með náttúru landsins og neyta af nægtum hennar síns brauðs í sveita síns andlits.
StakkavíkAf tíu börnum þeirra Láru Gísladóttur og Kristmundar Þorlákssonar eru átta á lífi, af þeim eru fimm búsett á Brunnastöðum og reka þar myndarlegt sauðfjárbú. Þau eru: Gísli Seheving, Eggert, Elín Kristín, Þorkell og Lárus Ellert. Anna Sigríður er húsfreyja á Sætúni á Vatnsleysuströnd, Valgeir Scheving er búsettur í Reykjavík og Hallgrímur í Keflavík. Tvö dóu í æsku, Valgerður og Lárus.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur.

Nú er Lára Gísladóttir gengin á vit hins óþekkta og rekur ekki lengur lífsþræði sína á vettvangi okkar skynjanlegu veraldar. Þótt kynni okkar væru ekki löng minnist ég með söknuði þeirra kvöldstunda þegar þessi lífsreynda heiðurskona opnaði fyrir mér heim sinnar liðnu ævi og gerði mér grein fyrir baráttusögu einyrkjanna í einni afskekktustu byggð á suðurströnd íslands, Stakkavík í Selvogi. Spor genginna kynslóða eru athygli verð. Þar voru flest fótmál stigin og hugsun fjöldans bundin þeim ásetningi að vera sjálfbjarga og varða leiðina í átt til betri og bjartari framtíðar. Ein í þeim hópi var Lára Gísladóttir. Guð blessi minningu hennar.” – Þ. Matt.

Í Tímanum 1971 er grein eftir Ólaf Þorvaldsson; “Tekið heima“. Greinir hann m.a. frá fólkinu og lífinu í Stakkavík.
“Áður fyrr var oft haft á orði, að þessi eða hinn væri búinn „að taka heima“, þegar sá hinn sami hafði fest sér jörð eða kot til ábúðar. Þessi ósköp hafa nokkrum sinnum hent mig á lífsleiðinni, að taka

Stakkavík

Stakkavík – hlaða.

heima, festa mér jörð eða ábýli til búskapar, oft að lítt athuguðu máli, jafnvel af tilviljun einni.
Ekki verða hér rekin tildrög allra minna heimtaka. Ég tek hér eitt út úr, en það var, þegar ég tók heima í Herdísarvík í Selvogshreppi vorið, eða réttara sagt sumarið 1927.
Það mun hafa verið í síðara hluta júlímánaðar 1927, er við hjónin stóðum við slátt á túni okkar á Hvaleyri, nokkuð fyrir venjulegan fótaferðartíma, að kona mín vekur athygli mína á, að maður á brúnu hrossi kemur niður veginn, sem liggur af aðalveginum, og stefnir að túnhliði okkar. Þetta var óvenjuleg sjón, einkum á þessum tíma sólarhringsins. Hér hlaut langferðamaður að vera á ferð, og fer ég strax að huga nánar að þessum árrisula ferðalangi. Eftir smástund segi ég við konu mína, að ekki kunni ég mann að kenna, sé þetta ekki Kristmundur bóndi í Stakkavík í Selvogi. Við Kristmundur vorum vinir og mjög samrýndir á æsku- og uppvaxtarárum okkar í Hafnarfirði, og svo var ekki nema mánuður frá því, að við sáum Kristmund seinast á þessu sama hrossi. Þetta reyndist rétt vera. Sá var maðurinn.

Hvaleyri

Hvaleyri – kort.

Hið fyrsta, sem ég spurði Kristmund um eftir kveðjur okkar, var, hvort nokkuð væri að hjá honum. Hann kvað svo ekki vera, en segist ætla að biðja mig fyrir hann Brún sinn, þar eð hann þurfi að bregða sér til Reykjavíkur, og var það auðsótt mál.
Þegar við höfðum komið hestinum á snapir, gengum við í bæinn. Kona mín bar Kristmundi góðgerðir — hann hlaut að vera hjallhanginn eftir að hafa verið á ferð alla nóttina. Á meðan við drukkum morgunkaffið, minntist ég á það, að hann hlyti að hafa mjög brýnt erindi að reka, úr því að hann væri á ferð um hásláttinn, og það í þurrkatíð.

Herdísarvík

Herdísarvík.

„Það er nú samt í sambandi við sláttinn, að ég fer þessa ferð“, anzar Kristmundur. Svo segir hann mér, að nú sé Herdísarvíkin komin í eyði, og hafi ég ef til vill heyrt um það. Þórarinn, bóndinn í Herdísarvík, hafi flutt til Reykjavíkur með sitt fólk, sem væri ekki margt, aðeins þau hjónin og gömul kona, sem búin hafi verið að vera þar mjög lengi. Þetta hafi gerzt eftir að rúningu fjárins og ullarþvotti lauk.

Og Kristmundur heldur áfram og segir: “Nú þarf ég að reyna að komast til Reykjavíkur og leita uppi Einar Benediktsson, skáld og fyrrverandi sýslumann, til að vita, hvort hann vill lofa mér að slá meira eða minna í Herdísarvíkurtúninu, þar eð útlit er fyrir, að Herdísarvíkin byggist ekki þetta árið. Hlíðartúnið, sem ég hef undir, ætlar að verða mjög lélegt, og ekkert tún heima, svo sem þú veizt. Þórarinn bar vel á túnið að venju og lét róta úr öllum hlössum snemma í vor.”

Stakkavík

Stakkavík – herforingjaráðskort 1903.

Um kvöldið kom Kristmundur aftur, svo sem hann ætlaði sér, en ekki með Herdísarvíkurtúnið í vasanum, og óvíst, hvort úr þessu rættist fyrir honum. Við ræddum þetta nokkra stund, unz Kristmundur segir: „Heyrðu annars, af hverju tekur þú ekki Herdísarvíkina. Þessi kot hérna eru ekki við ykkar hæfi“.
Eftir samtal okkar hjóna þetta kvöld var ég ákveðinn að hafa tal af Einari Benediktssyni, að þeim fresti liðnum, sem bann setti sér til þess að gefa Kristmundi eitthvert svar.
Þegar við Kristmundur skildum næsta morgun, og hann hélt heim til sín, sagði ég honum, að ef ég fengi Herdísárvikina til ábúðar, gætum við slegið heimatúnið í félagi og skipt heyinu jafnt. Og
Kristmundi mun hafa þótt þetta betra en ekki.”
Ólafur og kona hans flutti árið síðar að Herdísarvík.

Heimildir:
-Aðalskráning fornleifa í sveitarfélaginu Ölfus – Áfangaskýrsla I, 2015.
-https://timarit.is/page/5584174?iabr=on#page/n7/mode/2up/search/stakkav%C3%ADk%20kristmundur
-Freyr, 15.-16. tbl. 01.08.1994, Sauðurinn slapp á Lækjartorgi og náðist uppi í Öskjuhlíð – Viðtal við Eggert Kristmundsson, bls. 512-517.
-Vísir, 18. ágúst 1962, Fór til Kleifarvatns, bls. 2 og 4.
-Tíminn, 17. ágúst 1962, Sprittloginn í Stakkavík, bls. 8. Jónas Guðmunsson skrifar.
-Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1943, Grindaskarðavegur, Ólafur Þorvaldsson, bls. 99-102.
-Morgunblaðið 22. janúar 1986, minningargrein um Láru Gísladóttur, bls. 44.
-https://timarit.is/page/3560264?iabr=on#page/n5/mode/2up/search/kristmundur%20%C3%BEorl%C3%A1ksson%20stakkav%C3%ADk
-Tíminn, sunnudagsblað, 16. tbl. 01.05.1971, Ólafur Þorvaldsson – “Tekið heima”.
-Morgunblaðið 21. jan. 2010, Eggert Kristmundsson, minningargrein, bls. 28.

Stakkavík

Stakkavík – rétt á Réttartanga.

Kleifarvatn

Í Morgunblaðinu 1967 fjallar Óttar Kjartansson um Kleifarvatn.

Reykjanesskagi

Sveifluháls á Reykjanesskaga.

“Að margra áliti er Reykjanesskaginn bæði ljótur og leiðinlegur. Þar dæmast fjöllin dökk og úfin, gróðursnauð og laus við alla formfegurð, nema þá kannski Keilir, en skaginn í heild nakinn grjótauðn, þurr og óbyggileg að mestu. Jú, rétt er það, víða er þar langt milli vatnsbóla, en ég held samt að margir sem sterk orð nota um eyðileika Reykjanessins séu þeir sem minnst hafa skoðað það. Því, við nánari athugun kemur í ljós að á skaga þessum finnst ótrúlega margt sem gleður augað;

Selsvellir

Horft að Selsvöllum frá Trölladyngju.

Göngumaðurinn uppvötvar grösuga velli og gróin heiðarlönd, fjallið reynist geyma bæði mosa og lyng, jafnvel fagra blómabrekku. Og þótt hraun og mosi þeki miklar víðáttur, og þótt móbergsfjöllin og skagarnir séu hvert öðru lík, langt að séð, er fjölbreytnin í smáatriðum óendanleg þegar betur er að gáð. Verði svo fyrir lækur eða stöðuvatn, eða máske aðeins lítil tjörn, sem raunar er allt helzt til fáséð á þessum slóðum, má ganga að því sem vísu að þar í nánd megi finna fornar hleðslur og veggjabrot sem segja utan og ofan af sögu selsins í heiðinni og lífsbaráttunni sem þar var háð. En nú á tímum traktora og mjaltavéla gleymist víst flestum að hugsa til þess hve raunvenulega er stutt síðan öldin var önnur.

Selalda

Vestari Lækur í Krýsuvík.

En það verður víst ekki hrakið, að Reykjanesskaginn er þurrt land. Mig minnir að hafa megi eftir Sigurjóni Rist vatnsmælingamanni, að ef allt vatn afrennslissvæðis Elliðaánna rynni rétta boðleið ofanjarðar, yrði vatnsmagn þeirra sex til áttfallt það sem nú gefur að líta. Þegar svo vestar dregur á nesinu verða hlutföllin milli úrkomu, afrennslis og rennandi vatns enn óhagstæðari, því það er kunnara en frá þurfi að segja, að rekja má alla strandlengjuna frá Elliðaám, vestur fyrir Garðskaga og Reykjanestá, og þaðan allt austur að Ölfusárósum, án þess að fyrir verði nokkurt vatnsfall sem orð er á gerandi. Ferðast má tugi kílómetra með ströndinni án þess að finna svo mikið sem uppsprettulind. Þó eru þær ekki með öllu óþekktar.

Vatnsleysuströnd

Vatnsleysuströnd.

Á Vatnsleysuströnd eru til dæmis öflugar lindir í fjöruborðinu. Talið er að nafnið Vatnsleysa tákni ekki vatnsleysi, eða vatnslausan stað, heldur hið gagnstæða, það er að segja staðinn þar, sem vatnið losnar úr læðingi. En eins og rennandi vatn er fátítt á Reykjanesskaga, er þar einnig lítið af stöðuvötnum, þó finnast þau, jafnvel mörg ef allt er tíundað, en hér verður fjallað um hið stærsta þeirra, Kleifarvatn.
Kleifarvatn er stærsta stöðuvatn í næsta nágrenni Reykjavíkur. Það liggur inni í miðjum Reykjanesskaga, svo til beint í suðurátt frá höfuborginni, í um 25 km fjartægð mælt í beina línu. Hæð þess yfir sjávarmáli er um 140 metrar, og í eðli sínu og útliti er það sannkallað fjallavatn, fagurblátt á sólbjörtum degi.
Vatnið liggur í dalhvilft sem verður milli Sveifluháls að vestanverðu og mikillar heiðarbungu sunnan Lönguuhlíðar að austanverðu. Síðan bílvegur var lagður um Krýsuvík og meðfram Kleifarvatni hefur þar verið fjölfarin leið, en áður en það varð vatnið teljast afskekkt, þótt skammt væri það frá byggðu bóli, Krýsuvík. Fjölfarnasta leiðin milli Hafnarfjarðar var ekki með vatninu, eins og nú er, heldur vestan Sveifluhálsins. Þó var stöku sinnum fært meðfram vatninu þegar lágt var í því, á fjöru undan Stapanum, en það var fremur sjaldgjæft. Kleifarvatn er nokkuð ílangt norðaustur, suðvestur. Það eru röskir 5 kílómetrar að lengd. Flatarmálið er mjög nærri 10 ferkílómetrum.

Kleyfarvatn

Kleifarvatn – dýpi.

Samkvæmt dýptarmælingum, sem gerðar voru veturinn 1963—64, reyndist mesta mesta dýpi 97 metrar. Þetta var við lága vatnsstöðu, þannig að dýpið nær sennilega 100 metrum þegar vatnsborðið stendur hæst. Rúmtakið reyndist 200 gigalítrar þ.e.a.s. 290 milljónir teningsmetra, og meðaldýpið er samkvæmt því 29 metrar.

Kleifarvatn

Hellir við Kleifarvatn.

Nokkrir klettahöfðar ganga út í vatnið, að austanverðu og eru tveir nafngreindir, sá nyrðri heitir Lambhagi, norðan hans er Lambhagatjörn, nyrsti hluti Kleifarvatns. Syðri höfðinn við austanvert vatnið beitir Geithöfði og gengt honum að vesanverðu er Lambatangi. Aðrir tveir höfðar við vestanvert vatnið eru vel kunnir, þeir eru Syðri-Stapi og Innri-Stapi eða Stapinn syðri og Stapinn innri. Við bílveginn yfir Innri-Stapa er greypt í bergið málmplata með nafninu „Stefánshöfði “. Hvort það táknar að nafnið Innri-Stapi sé úr gildi fellt veit ég ekki, en ég vona þó að svo sé ekki. Staparnir tveir, svo og Sveifluhálsinn eru úr móbergi sem veðrast mikið og festir þar lítt gróður, en víða er bergið sérkennilega sorfið, og í Syðri-Stapanum eru skemmtilegir skútar og skvompur sem gaman er að skoða, þá eru staparnir báðir ágætir útsýnisstaðir, sér í lagi liggur vel við að stöðvabifreið á Innri-Stapanum, ganga fram á brúnina og njóta útsýnis yfir vatnið.

Gullbringa

Gullbringa.

Í heiðinni í suðaustur af vatninu og ekki langt frá því er lítið fell, 306 metra hátt yfir sjávarmál, fell þetta heitir Gullbringa, og er talið, þótt ótrúlegt kunni að virðast, að Gullbringusýsla hafi nafn af þessu felli. Krýsuvíkurengjar ganga að vatninu sunnanverðu, þar eru tvö fell, Litla- og Stóra-Lambafell. Skammt austan Stóra Lambafells er hverasvæði sem breyttist mikið í jarðskjálftanum 1924, kom þar m.a. fram mikill gufuhver, sem nefndist Austurengjahver.

Þar til nú fyrir ekki mörgum árum, að fiskiræktartilraunir hófust í Kleifarvatni, hefur það verið talið dautt vatn, það er að segja, botngróður hefur verið þar í minnsta lagi og ekki hefur veiðst þar nytjafiskur.

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Fyrr á tímum hafa menn orðið að finna skýringar á þessu fyrirbæri sem öðrum, og hafa orðið til ýmsar þjóðsögur þar að lútandi. Nefna má til dæmis söguna um Krýsu og Herdísi sem í eina tíð bjuggu á þessum slóðum, Herdís í Herdísarvík, en Krýsa í Krýsuvík, en frá þeim segir svo í þjóðsögum Jóns Árnasonar; Þær deildu um landamerki milli sín. Vildi Krýsa eiga Geithlíð alla og væru landamerki í stórum stein sem stendur í hrauninu fyrir austan hlíðarhornið. Herdís vildi eiga út á Deildarháls. Hann er nokkru vestar en undir miðri Geithlíð og hefur spúð eldi því í honum er gígur ekki alllítill, og úr honum hefur runnið hraun það er Klofningur heitir eða Klofningar. Þar hittust þær og deildu þar til að þær báðar heittust, og eru dysjar þeirra á hrygg nokkrum undir hlíðinni skammt fyrir austan hálsinn.

Dysjar

Dysjar Krýsu, Herdísar og smalans neðst.

Má geta til að Herdís hafi gengið þangað undan því henni veitti miður þó hvorug hefði vel. Þangað til hafði verið mikil veiði í Kleifarvatni í Krýsuvíkurlandi og tjörninni í Herdísarvík. Herdís mælti svo um að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða loðsilungur óætur. Þá lagði Krýsa það á tjörnina í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða sér störinni og brjóta bæinn, en allur silungur skyldi verða að hornsílum. Það skyldi og fylgja að tvær skipshafnir skyldu í henni drukkna. Þetta gekk allt eftir. Og einn vetur sem oftar var tjörnin lögð með ís, þá komu sjómenn frá skipum (þau voru tvö) og gengu stjörnina, en ísinn brast og allir drukknuðu. Og enn er varast að ganga hana þó hún sé lögð. Svo fór um landamerkin sem Krýsa vildi og heitir nú kletturinn Sýslusteinn”.
Fleiri þjóðsögur eru til sem, Kleifarvatn varða, til dæmis segja sumir að bærinn Kaldrani hafi staðið við suðurenda þess. En á þeim bæ dó fólk af að éta öfugugga sem veiðst hafði í vatninu, var Herdísu tröllkonu kennt um tilveru hans þar.

Herdísarvík

Herdísarvík – tóftir gamla bæjarins.

Þá eru einnig sagnir um skrímsli í Kleifarvatni. Eggert og Bjarni segja frá slíkum kynkvendum í ferðabók sinni í Grænavatn í við Krýsuvík og í Kleifarvatni, þeir segja: „öllum bar saman um, að kykvendin í Kleifarvatni séu stórvaxnari en í Grænavatni og sjáist lengur í einu. Þegar við vorum á þessum slóðum árið 1750, var okkur sagt margt um Klelfarvatn, aðallega þó það, að vatnið væri fullt af fiski, sem var þar í sífellu í yfirborðinu, þyrðu menn ekki að veiða hann fyrir ormi eða slöngu, sem væri í vatninu.

Kleifarvatn

Kleifarvatn að kvöldi.

Ormur þessi væri svartur á lit og á stærð við meðalstórhveli eða 30—40 álna langur. Fylgdarmaður okkar sagði okkur, að hann hefði oftsinnis horft á orm þennan, bæði þegar hann hefði verið þar einn á ferð og í hópi annara manna, því oftast þegar ormurinn sést, er hann nálægt tíu mínútum uppi. Hann sagði okkur einnig að í ágústmánuð i 1749 hefði allmarg t fólk, bæði karlar og konur, sem þarna var að heyskap við vatnið í kyrru veðri og sólskinL séð o r m þennan miklu betur en nokkur maður hefði áður gert, því að hana hefði þá skriðið upp úr vatninu upp á lágan og mjóan tanga eða rif, sem gengur út í það og þar hefði hann legið í hartnær tvær klukkustundir, áður en hann skreiddist út í vatnið á ný. Fólkiið var svo skelft allan þennan tíma, að það þorði ekki fyrir sitt líf að nálgast orminn, en af því að hann lá hreyfingarlaus allan tímann, flýði það ekki brott, en samt gat það ekki frá því skýrt, hvernig ormurinn komst upp á land, eða hvernig hann fór aftur í vatnið. En mergurinn málsins er þetta, að ormurinn kom upp úr vatninu, óx eða stækkaði og skreið áfram, meðan þess að á því bæri, og hvarf síðan, á meðan fólkið sá til”.

Kleifarvatn

Indíánin í Kleifarvatni – kemst stundum á þurrt.

Menn hafa veitt því athygli að vatnsborð Kleifarvatns er mjög breytilegt, hækkar ýmist eða læklfar á löngum tíma, jafnvel svo að metrum skiptir. Þetta hafa menn að sjálfsögðu undrast alla tíð, og reynt að finna skýringu á. Eins og kunnugt er hefur vatnið ekki afrennsli ofansjávar, en menn hafa samt viljað meina að einhverskonar göng væru milli þess og sjávar, og bent á eitt og annað því til stuðnings.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – köfun.

Í þessum göngum átti svo að vera einhver dularfullur sogkraftur að verki sem ylli þeirri miklu lækkun sem orðið gat í vatninu. Þorvaldur Thoroddsen kemur að þessu í ritum sínum, án þess þó að útskýra það frekar. Hann segir til dæmis í Lýsingu Íslands um Kleifarvatn: „Kleifarvatn liggur sem hvos milli Lönguhlíðar og Sveifluháls, menn þykjast hafa tekið eftir því, að vatnið vex og þverrar á víxl, og jafnvel mest þegar þurrkar ganga að því er menn segja; í því e r engin veiði, engin branda nema hornsíli. Á 18. öld gengu munnmæli um að þar hefði áður verið mikil silungaveiði, en menn þorðu þó ekki að reyna veiði sakir skrímsla, sem þeir þóttust hafa séð. Við jarðeldana 1663 er mælt að vatnið hafi orðið fyrir nokkrum breytingum”.
Sumarið 1930 dvaldi Pálmi Hannesson við Kleifarvatn í nokkurn tíma við þriðja mann, gerðu þeir allýtarlegar dýptarmælingar á vatninu og fleiri athugasemdir, eða eins og Pálmi segir sjálfur: „Tilgangur rannsóknanna var að afla nokkurrar vitneskju um lífsskilyrði í vatninu, eðli þess og gerð, en það vex og minnkar eins og kunnugt er og hafa menn verið harla ófróðir um orsakir þeirra breytinga”. Páll lýsir útbúnaði iþeirra félaga við rannsóknirnar, sem líklega mundi þykja helzt til frumstæður í dag, þegar t.d. vatnamælingamenn nota hraðskreiðan vélbát og sjálfritandi mæliæki við dýptarmælingar á vötnum. Árið 1930 var aðeins bílfært skammt suðurfyrir Hafnarfjörð, þannig að ærin fyrirhöfn var að koma nothæfum báti austur að Kleifarvatni.
Niðurstöður Pálma eru í skemmstu máli þær að vatnshæð Kleifarvatns stendur í beinu sambandi við hæð jarðvatnsborðs hverju sinni, en jarðvatnsyfirborðið breyttist í samræmi við úrkomumagn á hverjum tíma.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – köfun.

Í lok greinargerðarinar um þessar rannsóknir, sem birtist í Náttúrufræðingnum árið 1941 segir Pálmi: „Jarðvatnsborðinu hallar allstaðar að Kleifarvatni, nema að norðaustan, og hallinn er víðast hvar mikill. Úrkomuaukning á því greiða leið að vatninu, Aftur liggur afrennsli þess gegnum þröngt skarð, og eyks því ekki svo mjög, þó að vatnsborðið hækki, heldur stendur það fyrir líkt og stífla. Er eklki ósennilegt að þetta skýri það, að Kleifarvatn virðist hækka og lækka meira en önnur vötn”, segir Pálmi Hannesson.
Tíu árum síðar, eða árið 1940, eru aftur gerðar all ýtarlegar rannsóknir við Kleifarvatn. Fyrir þeim stóð Geir Gígja ásamt dr. Finni Guðmundssyni, en rannsóknar þessar vonu gerðar með sérstöku tilliti til athuguna á lífs skilyrðum fyrir silung í varninu, og samkvæmt ósk og að tilhlutan Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Rannsóknir þessar voru mjög alhliða og gerir Geir Gígja grein fyrir þeim í riti um Kleifarvatn sem út kom árið 1944. Niðurstöður hans varðandi fiskeldi í Kleifarvatni voru í stuttu máli þær, að þrátt fyrir allt væru tilraunir í þá átt ómaksins verðar, og leggur hann á ráðin um hvernig haga megi þeim.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Og þessi tilraun var gerð. Árið 1963 stofna Hafnfirðingar með sér veiðifélag sem strax í upphaf hafði á stefnuskrá sinni fiskiriækt á Kleifarvatni og fleiri vötnum í Reykjanesi. Samið var við Hafnarfjarðarbæ árið 1954 um afnot af Kleifarvatni til 30 ára, og þegar tekið til óspilltra málanna við framkvæmd áætlana um fiskirækt í vatninu. Þetta ár voru 14000 silungsseiði af Þingvallastofni flutt í vatnið, og síðan hafa bætst við tugir þúsunda seiða. Árið 1959 byrjuðu fyrst veiðar í vatninu og hafa haldið áfram síðan, hafa þær orðið í samræmi við vonir sem við þær voru bundnar í upphafi. Nokkurir tímabundnir örðugleikar hafa raunar gert vart við sig, vegna þess að nú stendur vatnsborð í Kleifarvatni óvenjulega lágt, en það hefur áhrif á botngróður. En fiskiræktarmenn við Kleifarvatn ráða væntanlega bót á þessum vanda sern öðrum.

Lambhagatjörn

Lambhagatjörn.

Að lokum langar mig til að minnast í stuttu máli á mjög skemmtilega tilraun sem Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur gerði við Kleifarvatn árið 1949. Guðmundur segir frá þessari tilraun í Náttúrufræðingnum 2. hefti þetta sama ár, og kallar greinina „Lítil athugun við Kleifarvatn”.
„Sunnudaginn 20. marz síðastliðinn skrapp ég á reihjóli suður að Kleifarvatni til að viðra mig og stíga á skíði mér til skemmtunar. Auðvelt er að binda skíði á reiðhjól svo að vel fari. Ég gerði mér einnig vonir um að geta í þessari ferð gert dálitla athugun, sem mig hafði lengi langað til og hér verður sagt frá. Veður var ókjósanlegt, norðankaldi framan af degi, bjartviðri, hiti um frostmark og sólbráð, en lyngdi um hádegið og þykknaði upp, hvessti síðan af suðri með lítils háttar fjúki — byr báðar leiðir”.
Og Guðmundur segir frá athugunum annarra fræðimanna, sem ásamt hans eigin, bentu til að straumur væri úr aðalvatninu norður í Lambhagatjörn.

Kleifarvatn

Tröllkerling í einum af Kleifarvatnshellunum.

Þegar svo Guðmundur kemur að vatninu í þetta skipti, eru aðstæður eins og hann óskar, vatnið ísi og lagt að msstu, þannig að hvorki vindur né uppgufun gat tnuflað tilraunina sem hann hsifði hugsað sér að gera, að ganga úr skugga um hvort álit manna um strauminn inn í Lambhagatjörn hefði við örugg rök að styðjast. Með einföldustu tækjum hefur svo Guðmundur tilraunina. Hann segir: „Tækin sem ég hafði til athugana minna, voru einföld í meira lagi: öxi, hönk af grönnu snæri, skíðabindin (stálgormur) sígarettur („Raleigh”), málband og úr með sekúnduvísi”. Hér verður þessari tilraun ekki lýst í smærri atriðum, en hún byggist í stuttu máli á því, að Guðmundur hjó vakir með jöfnu millibili þvert yfir ósinn inn í Lambhagatjörn, mældi dýpið í hverri vök, og lét síðan sígarettu pappír sökkva til botns í vðkinni, mældi tímann sem það tók og vik frá lóðréttri stefnu. Með þessu fann hann út með nokkurrn nákvæmni, að rennsli úr aðalvatninu inn í Lambhagatjörn voru fullir 200 lítrar á sekúndu þennan dag.

Kleifarvatn

Hvyrfilstormur í þurri Lambhagatjörn.

Að lokum segir Guðmundur: „Eftir þessa athugun tel ég fullsannaða þá kenningu, sem Ólafur Friðriksson hélt fyrstur fram og nánar var skýrð af Pálma Hannessyni, að vatn streymi stöðugt úr Kleifarvatni inn í Lamibhagatjörn (nema þegar hún er þurr), sígi þar niður og renni burt neðansjávar”.
Eins og Guðmundur Kjartansson nefnir, var það hinn merki áhugamaður um náttúruskoðun, Ólafur Friðriksson, sem fyrstur hélt opinberlega fram kenningu þeirri um afrennsli Kleifarvatns sem nú er viðurkennd. Var það í grein sem hann nefndi „Leyndist í sunnudagsblaði Vísis 29. október 1941.
Umhverfi Kleifarvatns er mjög vel fallið til gönguferða og útivistar, og þar eru ótal viðfangsefni fyrir náttúruskoðara. Sveifluhálsinn er ákjósanlegt verkefni fyrir þá sem vilja fara í stutta fjallgöngu, en kjósi menn lengri gönguferðir, er um að velja t.d. Grindaskörð eða Brennisteinsfjöll austan vatnsins eða t.d. Vesturháls og Trölladyngiu vestan þess. Sunnan vatnsins má nefna Krýsuvíkurberg, skemmtilegt fuglabjarg er nær Reykjavík en margur hyggur.”
Hafa ber í huga að ekki er allt satt, sem sagt er…[ritstjóri FERLIRs].

Heimild:
-Morgunblaðið 25.05.1967, Kleifarvatn eftir Óttar Kjartasson, bls. 7-8.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Herdísarvík
“Fornmenn lögðu einnig mikla stund á smíðar, og mun lítið hafa verið flutt af smíði til landsins í fornöld, nema helst vopn og ef til vill skrautgripir.
Árbæjarsafn

Smiðja í Árbæjarsafni.

Járnið unnu fornmenn sjálfir úr mýrarmálmi, og var nefnt rauði og rauðablástr. Dró Rauða-Björn nafn sitt af því, að hann blés fyrstur mann rauða á Íslandi. Skallagrímur var og járnsmiður mikill og hafði rauðablástur mikinn á vetrum. Lét hann gera smiðju með sjónum langa leið frá Borg, þar sem heitir Raufarnes, og þótti honum skógar þar eigi fjarri til eldilviðar. En hann fékk þar engan stein svo harðan eða sléttan, að honum þætti gott að lýja járn við. Fór hann þá til og kafaði eftir steini miklum, er hann setti niður fyrir smiðjudyrum og hafði fyrir rekstein.

Raufarnes

Raufarnes – smiðjusteinn Egils. Í Raufarnesi hafði Skallagrímur smiðju og sagt er að hann hafi sjálfur kafað eftir steini niður á hafsbotn, sem heppilegur væri til að lýja á járn, þ.e. berja óhreinindi úr járninu. Raufarnes heitir nú Rauðanes. Niðri í fjöru neðan við bæina Rauðanes I og Rauðanes II má sjá þennan stein en sagan segir að þetta sé steinn Skallagríms. (Bíllyklarnir ofan á steininum eru stærðarviðmiðun. Steinninn er þó alls ekki allur sýnilegur því hann er hálfgrafinn í fjörusandinn.) Í Egils sögu segir að á ritunartíma hafi þurft fjóra menn til að bifa steininum. Væri spennandi að vita hvernig nútíma kraftakarlar stæðu sig í að lyfta þessum steini!

Þegar Egils saga Skallagrímssonar var færð í letur löngu-löngu eftir hans dag, lá steinninn þar enn og mikið sindur hjá, og sá á steininum að hann var barður ofan. Þorsteinn Kuggason í Ljárskógum var og járngerðarmaður mikill og smiður. Hann lét gera kirkju á bæ sínum og brú heiman frá bænum, og var hún ger með hagleik miklum. Utan á brúnni undir ásunum, er héldu henni uppi, voru gerðir hringar og dynbjöllur, svo að heyrði yfir til Skarfsstaða, hálfa viku sjávar, ef gengið var um brúna. Hafði Þorsteinn mikinn starfa fyrir þessari smíð. Grettir var hjá honum einn vetur í Ljárskógum og setti Þorsteinn hann til að drepa járn, og þótti hann atgangsmikill, en nennti misjafnt. Við gröft og túnasléttun á síðari árum (1883-84) hafa menn komið ofan á leifarnar af rauðanlásturssmiðju Þorsteins Kuggasonar, að því er ætla má.

Í túninu í Ljárskógum, nál. 30-40 fðm. frá bænum, varð fyrir einkennileg tóft, 20 fet á lengd og 10 á breidd að innanmáli. Í öðrum enda var hlaðinn þverveggur úr stóru grjóti, og myndaðist við það lítið afhús bogadregið fyrir gafl.

Skógar

Uppgröftur að Skógum – ummerki eftir járnvinnslu.

Gegnum þvervegginn lá steinlögð renna, kjölmynduð í botninn, og voru steinarnir vel lagðir og felldir þétt saman. Fyrir innan rennuna í afhúsinu lá hellusteinn mikill eggsléttur að ofan, en fyrir utan rennuna í aðalhúsinu var þró ofan í gólfið.

Lítur helst út fyrir, að hin svonefnda afhús hafi aðeins verið steinhlaðinn ofan til rauðabræðslu, og hefir þá hið brædda járn runnið úr ofninum eftir rennunni og niður í þróna í aðalhúsinu.

Mýrarrauði

Mýrarrauði – járn.

Var bæði hellusteinninn og grjótið í rennunni mjög eldleikið og eins kamparnir á milliveggnum. Tóftin var öll full af kolaösku og gjalli, en rétt hjá henni var all-stór hóll, er reyndist tóm aska og gjall, þegar grafið var í hann. Ber þetta allt hvað með öðru órækan vott um, að hér hefir verið járngerð mikil og rauðablástur. Smiðjuleifar frá fornöld hafa víða fundist, enda mun hafa verið smiðja svo að segja á hverjum bæ, því fornmenn smíðuðu sjálfir allt járn til heimilsþarfa. Voru sumir þjóðhagir bæði á tré og járn og orðlagðir fyrir smíðar sínar, eins og t.d. Gísli Súrsson.”

Gröf

Fornleifauppgröftur að Gröf – ummerki eftir járnvinnslu.

Í örnefnaslýsingu fyrir Herdísarvík segir t.d.: “Á lágum hól nær vatninu voru þessi hús: Smiðja, hjallur og austur af þeim var pakkhús.”
Á Reykjanesi má víða sjá smiðjur á “óhefðbundnum” stöðum, s.s. í helli undir Hellunni á Sveifluhálsi þar sem Þorsteinn frá Hömrum við Húsatóftir vann við járnsmíðar um tíma. Í verstöðvum voru smiðjur og má m.a. sjá þess merki í “Smiðjunni” á Selatöngum, en hún var í skúta skammt norðan við austustu sjóbúðina þar. Sjórinn hefur kastað grjóti fyrir opið, en undir því á t.a.m. að vera bollasteinn þar sem hamrað járnið var kælt.

Mýrarrauði

Mýrarrauði.

Líklegt má telja að rauðablástur (sjá aðra fróðleikslýsingu) hafi verið unninn í sérstökum ofnum, aðskildum frá sjálfri smiðjunni. Á Reykjanesi er líklegt að slíkir ofnar hafi verið fáir þar sem lítið hefur verið um mýrarrauða. Hafa þeir helst verið þar sem hægt var að reisa upp sæmilega stórar hraunhellur eða hlaða ofn úr grjóti á láglendi nálægt eldiviðaraðdrætti og kolagerð. Ekki er mörgum slíkum stöðum til að dreifa, en þeir hafa þó verið til.Úr “Gullöld Íslendinga” – menning og lífshættir feðra vorra á söguöldinni – alþýðufyrirlestrar með myndum eftir Jón Jónsson, Reykjavík 1906.

Hellurhellir

Smiðjuhellir undir Hellunni.

Herdísarvík

Gengið var um Herdísarvík.

Herdísarvík

Herdísarvík 1898.

Eftir að hafa skoðað tóftir gamla bæjarins suðvestan við nýjasta og núverandi hús þar var kíkt á útihúsin vestan þess. Á milli þeirra er hlaðin brú eða stígur í Herdísarvíkurtjörnina og austanvert við hana er hlaðið skeifulaga gerði. Þetta svæði var, að sögn Þórarins Snorrasonar á Vogsósum, sem kunnugur er í Selvogi, fyrrum á þurru, en eftir að sjórinn opnaði leið inn í tjörnina hafa landshættir breyst. Eiðið er lokaði Herdísarvíkurtjörninni var miklu mun utar, en eftir að sjórinn braut sér leið inn í hana breyttust aðstæður verulega. Silungurinn, sem Hlín Johnsen hafi áður veitt í net í Hestavíkinni, hvarf m.a með öllu.

Herdísarvík

Herdísarvíkurbærinn yngri.

Í brúnni og við hana má sjá brotna myllusteina, steinsökkur, letursteina (ankeri og kross) og fleiri mannanna verk. Einar Benediktsson og Hlín Johnsen eru sennilega eftirminnilegustu ábúendurnir í Herdísarvík og reyndar þeir síðustu, en Þórarinn og Ólafur, sem áður voru, eru ekki síður eftirminnilegir. Sá fyrrnefndi var fjármargur og þurfti drjúgt lið aðstoðarmanna. Einn þeirra var Sigurður Þorláksson, sem á efri árum ritaði ógleymanlegar endurminningar frá árum sínum í Herdísarvík og Stakkavík. Ólafur Þorvaldsson ritaði hjartnæmar lýsingar af ferðum sínum um svæðið og kunni skil á staðháttum og örnefndum manna best. Í bókum hans Harðsporum og Eins og fífan fíkur má sjá slíkar lýsingar frá Herdísarvík og nágrenni.

Herdísarvík

Herdísarvíkur – brú og gerði.

Sagt er að Hlín hafi flúið með Einar í nálægan skúta eitt sinn þegar óveður gekk yfir og færði gamla bæinn, sem þau þá bjuggu í, í kaf. Enn má sjá leifar gamla bæjarins sem og reykofns Hlínar og bruggaðstöðu í Herdísarvík. Eggert Kristmundsson frá Stakkavík, nú Brunnastöðum (sjá ferð og viðtal við hann undir Fróðleikur), minnist með mikilli ánægju á hið reykta ærkjöt Hlínar, en það var hvergi betra “vegna þess hve reykurinn kom kaldur inn í reykhúsið”.
Garðarnir í kringum Herdísarvík heita hver sínum nöfnum. Þar er og hver staður með sína merkingu.

Herdísarvík

Hlínargarður.

Gengið var austur með austur með Langagarði, yfir að sjóbúðunum og í Gerðið. Nefndur Sigurður segir skemmtilega frá því í endurminningum sínum þá er beðist var endurreisnar sjóbúðanna, að Hlín hafi sett þau skilyrði fyrir búðaruppgerðinni að einungis einn tengiliður yrði með henni og vermönnum. Hún vildi ekki ágang þann sem af margmenninu gat hlotist. Þó segir hann að samskipti Hlínar og vermanna hafi alla tíð verið hin ágætustu og arðbærustu fyrir báða aðila.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var um Gerðið og m.a. skoðaður Hlínargarður og fjárhústóftirnar af Langsum og Þversum, en svo nefndust fjárhúsin stóru í Gerðinu. Hafa ber í huga að Gerðið er ræktað upp með slori, sem sett var á hraunið er þannig greri smám saman upp. Norðan þess og norðaustan eru ómældir kílómetrar af þurrkgörðum og litum þurrkbyrgjum. Því miður hefur þjóðvegurinn verið lagður í gegnum garðana, en ætlunin er að nýi vegurinn, svonefndur Suðurstrandarvegur, muni liggja ofan þeirra. Að sögn Þorkels Kristmunssonar (sjá viðtal við hann undir Fróðleikur) frá Stakkavík munu fjárhúsin hafa verið hlaðin upp úr fjárborgunum er minnst er á í örnefnaslýsingum.

Herdísarvík

Í Breiðabás.

Þá var gengið yfir í Breiðabás. Á leiðinni þangað var komið við í fjárhelli, sem þar er í hrauninu. Leifar Herdísarvíkurgerðis, þ.e. kotbýlis frá Herdísarvík er þarna austan við Gerðið. Breiðabás var og fjárhellir, þar sem Herdísarvíkurféð var vistað. Op hellisins var þá mót sjónum, en nú hefur sjávarkamburinn fyllt upp í opið og hulið það. Sagnir eru um menn, sem fóru inn í hellinn, villtust, en komust út aftur eftir illan leik. Einar Benediktsson segir hellinn ná frá Breiðabás upp í mitt Mosaskarð, sem er um og yfir kílómeter á lengd. FERLIR hefur lagt nokkuð á sig til að finna op Breiðabáshellis, en ekki orðið ágengt fram að þessu. Ætlunin er m.a. að reyna að virkja stórtækar vinnuvélar Suðurstandarvegarins væntanlega til að “grafast fyrir um opið”, en flytja þarf sjávarkambinn svolítið til á kafla beint upp af “klofningskletti”.

Herdísarvík

Fiskigarðar.

Í örnefnalýsingu fyrir Herdísarvík segir m.a.:
“Allar gamlar menningarminjar á jörðinni Herdísarvík, svo sem fiskigarðar verbúðir, tættur af íveruhúsum, peningshúsum og öðrum útihúsum, þar á meðal seljarústir [Herdísarvíkursel] í Seljabót” voru friðlýstar af Þór Magnússyni 7.9.1976.
Sagt er frá því að Olafr Gronlendinga byscop kom i Herdisar vik 1262. Árið 1544 á Skálholtsstaður uppgefinn teinæring í Herdísarvík. Kirkjan í Krýsuvík var lögð niður en umboðsmenn Skálholtskirkju skyldu byggja Herdísarvík sbr. bréf frá 1563 þar sem Gísli bp gefur Þórði Jónsyni umboð til að byggja stósljarðir í Grindavík Krýsuvík og Herdísarvík “bæde halftt skip Reka og anna utann hann skilie þar til iiij leigukugillde og landgilldi sem honum þyker moguligtt. Árið1563 ritar Gísli Jónsson biskup um líferni fólks í verstöðvum, þ.á.m. í Herdísarvík. Árið 1677 býr Jón í [Nesi] í Herdísarvík. Í plani til jarðabókarinnar frá 1702 tekur ÁM dæmi af Herdísarvík sem stað við sjávarsíðuna þar sem sé óvenjumikil frjósemi sauðfjár, þar allar ær eður flestar eiga tvö lömb”.

Herdísarvík
“Herdísarvíkurbær stóð vestarlega í Herdísarvíkurtúni undir Skyggni, sem var klöpp, aflöng, og sneri suðaustur-norðvestur. Neðst bæjarhúsanna var stofan og bæjardyrnar undir einu og sama þaki. Bak við stofuna var búrið, en fram af bæjardyrunum var eldhúsið. Þar framan við á vinstri hönd voru göngin og þrjú þrep upp að ganga í baðstofuna, sem var fimm stafgólf, en hlutuð í þrennt. Miðhlutinn, sem var eitt stafgólf, frambaðstofan, er var á hægri hönd, er inn var komið, og aðalbaðstofan á vinstri hönd. Baðstofurnar voru hver fyrir sig tveggja stafgólfa, langar og rúngóðar. Bak við eða norðan við eldhúsið var fjósið fyrir tvær kýr.”

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúð.

“Stígurinn lá norður milli bæjarhúsanna og smiðjunnar að útihúsunum, sem stóðu spölkorn norðan bæjarins. Þar voru þessi hús: Fjós og hesthúskofi, Lambhúsið stóra, Lambhúsið litla, sem líka var notað sem hlaða, og síðan kom hrútakofi, sem seinna var stækkaður, og þar var sjóbúð, sem kölluð var Krísuvíkursjóbúð.”

“Þar norður af [Krísuvíkursjóbúð] er svo Herdísarvíkurhúsið, en þar bjó síðast Einar skáld Benediktsson, og var húsið allt eins kallað Einarshús, eða þá kennt við seinni konu hans og nefnt Hlínarhús…”
“Rétt innan við [túngarðsendann vestari] var lítill tangi, er lá fram í Tjörnina, hét Sauðatangi. Þar austan við var lítið vik, og þar í tveir hólmar, Vatnshólminn og hinn, sem Þvottahóll var nefndur…”

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

“Rétt innan við [túngarðsendann vestari] var lítill tangi, er lá fram í Tjörnina, hét Sauðatangi. Þar austan við var lítið vik, og þar í tveir hólmar, Vatnshólminn og hinn, sem Þvottahóll var nefndur eða Brúarhóll, en milli hólma og lands var Rásin og yfir hana brúin.”
“Varghólsbrunnur er nefndur í sóknarlýsingu séra Jóns Vestmanns, og þá hefur þar verið Varghóll og var í Tjörninni.”
“Þá kom vik fram af bænum, og var þar heimavörin, þá kom Öskuhóll, og var þangað borin askan.”
“Þá kom Hjallhóllinn, öðru nafni Smiðjuhóllinn, og Tungan þar fyrir innan með lágu garðlagi.”

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

“Hér fyrir austan [Austurtúngarðshliðið] taka við Gerðin, sem voru tvö, Vestragerði og Eystragerði. Einnig var talað um Vestragerðistún og Eystragerðistún. Herdísarvíkurgerðin var líka nafn á þessu svæði. Gerðin voru umgirt miklum grjótgarði, sem kallaður var Langigarður. Hlaðinn að mestu af manni, er Arnór hét, austan frá Ási í Ytri-Hrepp. Á garðinum var svo Langagarðshlið. Garður þessi var stundum kallaður Vitlausigarður eða Langavitleysa.”

Herdísarvík

Þversum – fjárhús.

“Krókur myndaðist, þar sem saman komu eystri túngarður og Langigarður, þar stóð Fjárréttin nýja og er enn notuð.”

“Niður með eystri túngarði var sjóbúð, kölluð Ólabúð, og við hana Ólabúðarbyrgi.”
“Sjávarstígurinn lá með austurtjarnarenda niður á Kamp, en af honum lá annar stígur, Gerðisstígurinn, austur um Gerðin.”
“Búðirnar gömlu voru rétt við [Gerðis]stíginn, en þar eru nú rústir einar.”
“Lítið eitt austar er lágur klapparhryggur, sem heitir hryggur, og þar á tvær gamlar sjóbúðir, Hryggjarbúðir, og stóð önnur framar en hin, kallaðar Hryggjarbúðin fremri, sú er stóð nær sjónum, og Hryggjarbúðin efri.”

Herdísarvík

Langsum – fjárhús.

“Túngarðar lágu um túnið, vesturtúngarður að vestan, norður túngarður ofan bæjarins og austurtúngarður að austan. Skarðið var á vesturtúngarði. Bæjarhlið ofan Bæjarins. Fjárhúshlið rétt ofan við útihúsin, og svo var hlið ofan Einarshúss, sem ég kalla Jöfurshlið. Þar um gekk skjáldjöfurinn, er hann tók sér hressingargöngur um nágrennið.”
“Norðurgarðurinn var kallaður Langigarður. Hlaðinn að mestu af manni, er Arnór hét, austan frá Ási í Ytri-Hrepp. Á garðinum var svo Langagarðshlið. Garður þessi var stundum kallaður Vitlausigarður eða Langavitleysa.”
“Krókur myndaðist, þar sem saman komu eystri túngarður og Langigarður, þar stóð Fjárréttin nýja og er enn notuð.”

Herdísarvík

Herdísarvík – fiskigarðar.

“Niður með eystri túngarði var sjóbúð, kölluð Ólabúð, og við hana Ólabúðarbyrgi.”
“Sjávarstígurinn lá með austurtjarnarenda niður á Kamp, en af honum lá annar stígur, Gerðisstígurinn, austur um Gerðin.”
“Búðirnar gömlu voru rétt við [Gerðis]stíginn, en þar eru nú rústir einar.”
“Lítið eitt austar er lágur klapparhryggur, sem heitir hryggur, og þar á tvær gamlar sjóbúðir, Hryggjarbúðir, og stóð önnur framar en hin, kallaðar Hryggjarbúðin fremri, sú er stóð nær sjónum, og Hryggjarbúðin efri.”

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóðbúðir.

“Austan við Hrygginn var lægð, slétt, kölluð Dalurinn… Á Dalnum var vestar Skiparéttin, þar sem skipin voru höfð milli vertíða, og Fjárréttin gamla. Má enn sjá góðar hleðslur þessara mannvirkja.”
“Austan við Hrygginn var lægð, slétt, kölluð Dalurinn… Á Dalnum var vestar Skiparéttin, þar sem skipin voru höfð milli vertíða, og Fjárréttin gamla. Má enn sjá góðar hleðslur þessara mannvirkja.”

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

“Herdísarvíkursjóbúðir stóðu saman sunnan í hrygg, lábörðum, norðan Dalsins. Þær voru nefndar ýmsum nöfnum eftir formönnum, sem þær byggðu ár hvert. Aðeins ein nú með þaki, en hinar vel stæðilegar. Bjarnabúð, Guðmundarbúð, kenns við Guðmund Jónsson í Nýjabæ í krísuvík. Halldórsbúð, kennd við Halldór í Klöpp í Selvogi og var einnig nefns Dórabúð. Guðmundarbúð var einnig kölluð Gamlabúð og þá Stórbúð. Þá var Símonarbúð og Hjálmholtsbú og Krísuvíkurbúð önnur en sú,sem stóð heima við útihúsin.”

Herdísarvík

Herdísrvík – Yngri bærinn.

“Gerðisgarður skipti Gerðunum í tvennt, og þar á var Gerðisgarðshlið.”
“Í Eystragerðinu voru tvö stór fjárhús. Það vestra hét Þversum og lá þvert suður-norður…”
“Í Eystragerðinu voru tvö stór fjárhús. Það vestra hét Þversum og lá þvert suður-norður og hitt lengra í burtu, Langsum, lá austur-vestur.”
“Austan í Bótinni er klöpp, og við hana var Herdísarvíkurvör, og er rauf milli klapparinnar og malarinnar. Herdísarvíkurlending er Vörin einnig kölluð.”

Herdísarvík

Herdísarvík.

“Austan í Bótinni er klöpp, og við hana var Herdísarvíkurvör, og er rauf milli klapparinnar og malarinnar. Herdísarvíkurlending er Vörin einnig kölluð. Þar ofar var Herdíasrvíkurnaust, sem nú er horfið.”
“Uppi á Kampinum stóðu í eina tíð mörg fiskabyrgi, og hjá þeim var Sundtréð.”
“Þar austur af byrjunum tekur svo við Gerðiskampurinn, en eftir honum endilöngum hefur garður mikill verið halaðinn; fyrir því verki stoð frú Hlín Johnson, og því nefni ég garðinn eftir henni, Hlínargarð, og nær hann austur um Langagarðsenda.”

Herdísarvík

Herdísarvíkurgata til austurs.

“Ofanvert við Breiðabáskamp er fjárhellir í gjótu í hrauninu, kallast aðeins Hellir.”
“Á brunanum, sem liggur þarna upp frá sjónum upp undir fjallið, hafa miklir fiskgarðar verið hlaðnir. Munu þeir vera nokkrir kílómetrar á lengd.”
“Upp frá Bæjarhlaðinu var Kúavegur fram hjá Kúavörðu og lá allt upp undir fjallið.”
“Upp frá Bæjarhlaðinu var Kúavegur fram hjá Kúavörðu og lá allt upp undir fjallið.”
“En úr Skarðinu lá Brunnastígur…”
“Sunnan við Brunna voru á hrauninu tvær fjárborgir, sem nefndust Borgin efri og Borgin neðri. Matjurtargarðar voru í báðum Borgunum, kallaðir Borgargarðar.”
“Sunnan við Brunna voru á hrauninu tvær fjárborgir, sem nefndust Borgin efri og Borgin neðri. Matjurtargarðar voru í báðum Borgunum, kallaðir Borgargarðar.”

Seljabót

Seljabót undir Seljabótarnefi.

“Á Seljabót eru landa- og sýslumörk. Landamörk milli Herdísarvíkur og Krísuvíkur og sýslumörk milli Gullbringusýslu og Árnessýslu. Seljabótarnef er þessi staður nefndur. Þarna má sjá selrústir gamlar…”
“Gamlivegur er götuslóði, er liggur upp á Seljabót, upp undir austurhorn Geitahlíðar.”
“Selvegur er slóði, sem liggur út af Gamlavegi upp undir Löngubrekkum, sem eru nokkrir hraunhryggir uppi í hrauninu.”
“Austur með Selvegi er Selhóll…”

Sængurkonuhellir

Herdísarvíkurhraun – Sængurkonuhellir.

“Austur af Klifhæð er lítill hellis-skúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn:”
“Spölkorn fyrir austan túnið var áður fyrr hjáleiga, Herdísarvíkurgerði, og sjást nú fáar minjar þess, að þar hafi bær verið, en tún er þar nokkurt enn; þó hefur sjór brotið eitthvað af því.”

Þjóðsagan um Herdísi, er bjó í Herdísarvík, og Krýsu, er bjó í Krýsuvík er flestum kunn. Í henni segir að “Þórir haustmyrkur hafi numið Selvog og Krýsuvík. Það hefir verið seint á landnámstíð, því fjölbyggt hefir verið orðið syðra eftir þeirri sögn að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall.

Grindarskörð

Selvogsgatan efst í Grindarskörðum.

Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í skarð það sem farið er úr Grindavík upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík.
Það er naumast annað en getgáta að Krýsa og Herdís hafi verið dætur Þóris haustmyrkurs; þó hefir það verið sagt.
Krýsa bjó í Krýsuvík, en Herdís á Herdísarvík. Þær deildu um landamerki milli sín. Vildi Krýsa eiga Geitahlíð alla og væru landamerki í stóran stein er stendur í hrauninu fyrir austan hlíðarhornið. Herdís vildi eiga út á Deildarháls. Hann er nokkuð vestar en undir miðri Geitahlíð og hefir spúð eldi því í honum er gígur ekki alllítill, og úr honum hefir runnið hraun það er Klofningur heitir eða Klofningar.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur ÓSÁ.

Þar hittust þær og deildu þar til báðar heittust, og eru dysjar þeirra á hrygg nokkrum undir hlíðinni skammt fyrir austan hálsinn. Má geta til að Herdís hafi gengið þangað undan, því henni veitti miður þó hvorug hefði vel.
Þangað til hafði veiði mikil verið í Kleifarvatni í Krýsuvíkurlandi og tjörnin í Herdísarvík stararflóð og silungapollur í miðjunni.
Herdís mælti svo um að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða loðsilungur óætur.
Þá lagði Krýsa það á að tjörnin í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn, en allur silungur skyldi verða að hornsílum. Það skyldi og fylgja að tvær skipshafnir skyldu í henni drukkna.
Þetta gekk allt eftir. Bærinn Herdísarvík stóð áður undir Búrkletti, en tjörnin gróf undan honum grundvöllinn svo hann varð að flytja úr stað og einn vetur sem oftar var tjörnin lögð með ís, þá komu sjómenn frá skipum (þau voru tvö) og gengu tjörnina, en ísinn brast og allir drukknuðu. Og enn er varazt að ganga hana þó hún sé lögð. Svo fór um landamerkin sem Krýsa vildi og heitir nú kletturinn Sýslusteinn.
Skammt fyrir austan Kerlingar (dys Krýsu og Herdísar) eru tveir steinar sem líka hafa verið nefndir Sýslusteinar, en eru auðsjáanlega hrapaðir úr hlíðinni á seinni tímum.”

Mölvíkurtjörn

Við Mölvíkurtjörn.

Gengið var til austurs að Mölvíkurtjörn. Um er að ræða fallega ferskvatnstjörn. Tóftir, Mölvíkurbúð, eru austan hennar, líklega útræði því lending er sæmileg þar undan ströndinni, eða þær tengist rekavinnslu, sem þarna er allnokkur. Hlaðið byrgi er á hraunbakka ofan tjarnarinnar. Varða er á hól austan tóftarinnar er vísar veginn áleiðis að Stakkavík. Sunnar og austar liggur gömul gata í gegnum úfið apalhraunið. Eftir stuttan spöl er komið niður á slétt apalhraun. Þar liggur “Helluvörðustígurinn” tvískiptur til austurs. Eldri stígurinn virðist liggja nær sjónu og sá yngri ofar. Stígurinn er djúpklappaður í bergið eftir hófa, klaufir og fæturliðinna alda.. Áhrifaríkt er að fylgja stígnum yfir að Helluvörðunum. Þegar komið er að Víðisandi liggur gata til norðausturs, að Stakkavíkurbænum. Um hann segir m.a. í örnefnaskrám:

Stakkavík

Stakkavík 1928.

“[Sandur berst vestan af Víðasandi, austur yfir ósinn] Og um leið hefir hann grynt ósinn og við það hækkað vatnið í Hlíðarvatni, svo það hefir brotið burt gamla túnið í Stakkavík, sem var fyrir neðan brekkuna. Stóð bærinn þar fram yfir 1850. Nú er rúst hans lítill hólmi.”
Árið 1840: “Hlíðar, Stakkavíkur og Herdísarvíkur hagar mæta stórum áföllum af grjótkasti og skriðum úr fjallinu, því þeir allir bæri eiga þar land, en hafa þó flatlendishaga ásamt.”
“Stakkavík hefur um aldabil verið í eigu Strandarkirkju; er nú í eyði. Stakkavíkurhúsið stendur á tanga er liggur fram í Hlíðarvatn.”
“[Sandur berst vestan af Víðasandi, austur yfir ósinn] Og um leið hefir hann grynt ósinn og við það hækkað vatnið í Hlíðarvatni, svo það hefir brotið burt gamla túnið í Stakkavík, sem var fyrir neðan brekkuna. Stóð bærinn þar fram yfir 1850. Nú er rúst hans lítill hólmi.”
“Stakkavíkurtúngarður er lágur grjótgarður ofan við túnið.”

Stakkavík

Stakkavíkurrétt.

“Dalurinn er hvammur vestan til við húsið. Vörin liggur undan Dalnum. Bryggjan liggur þar fram í vatnið.”
“Tættur standa á hrauninu ofan Dalsins, og eru þar lambhús, hesthús og Heimaréttin.”
“Á vinstri hönd við [Stakkavíkur]götuna eru klettar tveir, kallaðir Gálgaklettar.”
“Stakkavíkurstígur lá heiman frá húsi, austur yfir hraunið að Botnaviki, um Flötina upp um Lyngskjöld í Selstíg. Stígur þessi var kaupstaðarleið Stakkvíkinga til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.”
“Þá voru hraundrangar þar austur af, síðan tók við vík allbreið, kölluð Mölvík, með Mölvíkurkampi. Austast í henni voru klappir, og var þar kallað Varir eða Mölvíkurvarir.”
“Búðarrúst er austur af Tjörninni, Mölvíkurbúð, frá þeim tímum er útræði var úr Mölvíkurvörum; þar er og Mölvíkurfiskabyrgi.”
“Austan Mölvíkur taka við Draugagjártangar, sker og drangur fram í sjó, og austur af þeim taka svo við Draugagjár, og eru þar klappir og klettar.” “Veit ekki um tilurð nafnsins, en mér og öðrum hefur fundizt draugalegt í gjánni.”

Stakkavík

Stakkavík – álfakirkjan.

“Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða… Gata þessi er ekki eins glögg og hin neðri, en aftur á móti er hún vörðuð Helluvörðum allt austur á Víðisand.”
“Innar, það er norðar [en Flathólmi], er svo tangi, sem kallast Vaðið, en milli Vaðs og Flatatanga er vik inn og heitir Vaðvik; þar hefur stígur eða gata legið upp.”
“Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða. Reyndar eru þeir tveir; liggur annar neðar. Alfaravegurinn neðri liggur um klappirnar því nær niður við sjó, og eru markaðar götur í klappirnar allt vestur að Draugagjám, þar hverfa þær undir brunahraun. Svo segja Selvosingar, að götur þessar stefni í sjó fram í Draugagjár og liggi upp á Alboga.””

Stakkavík

Stakkavík – Gálgar.

“Á þessu vatnsviki (?), sem nú er Gamlatúnið eru þrír hólmar, Hólmarnir. Fyrst er Hólminn syðsti, sem einnig kallast Bæjarhólmi, því þar stóð Stakkavíkurbærinn gamli í eina tíð.”
“Austan við tangann, sem húsið stendur á, var lítið vik og þar í Gamlavörin. Ofanvert við hana var smábyrgir, kallað Naustið. Þar hafði bátur verið geymdur.”
“Stöðulnef var gegnt tanganum, og þar mátti sjá stíg er lá niður í vatnið, Gamlastíg.”
“Úti í vatninu mátti sjá móta fyrir garðlagi, sem kallast Vatnsgarður, ef til vill verið túngarður Gamlatúns eða varnargarður fyrir ágangi vatnsins.”
“Austur af Stöðulnefi var svo Réttarnes og þar á Gamlaréttin, og sést þar móta fyrir veggjum.”
“Þegar kom upp á Háahraun, var þar fyrst fyrir neðan þjóðveginn Fjárborgin og litlu austar Álfakirkja, hóll mikill og sérkennilegur…”

Stakkavík

Álfakirkjan í Stakkavík.

“Álfakirkja. hefi ekki heyrt neinar sagnir um hana frá gamalli tíð. En þá er við bræður vorum ungir strákar, þá var það, að Gísli bróðir minn tók sig til og smíðaði kross úr tré og reisti hann á Álfakirkjunni. Nóttina á eftir dreymdi Gísla, að hann væri staddur úti. Sá hann þá stóran hóp af fólki. Bar þar mest á einum manni, sem hafði höfuð og herðar yfir hitt fólkið. Kemur hann til Gísla og segjir við hann, [að] ef hann eigi framar við kirkjuna, þá verið hann drepinn. Krossinn var því fjarlægður. Síðan hefur Gísli ekki orðið var við neitt, hvorki í vöku né svefni, í sambandi við Álfakirkjuna.”
“Þá kom lægð í hraunið upp af Botnaviki, er hét Flöt. Þá komu Höfðar, og þar voru fjárhúsin, lágu upp frá Austurnesi.”

Stakkavíkuselsstígur

Stakkavíkurselsstígur.

“Um Flötina lá Selstígurinn, og var þetta brött leið.”
“Vestan til við hraunfossinn liggur svo Nátthagastígur upp á fjallið.”
“Selstígur heitir upp á fjallinu; liggur hann í Stakkavíkursel, sem er þar norðar á fjallinu.”
“Austar en [Nátthagastígur] er svo Selskarð, og þar um liggur Selskarðsstígur og síðar norður fjallið.”

Skoðaðar voru minjarnar í Stakkavík og á Réttarnesi. Stakkavík fór í eyði 1943. Síðasti ábúnandinn þar var Kristmundur Þorláksson. Loks var gengið að Selsstíg þar sem hann liggur áleiðis upp á Stakkavíkurselsstíg ofan brúnar skammt ofan fjárhústóftanna (sjá aðra FERLIRslýsingu af Stakkavíkurseli). Neðan hans, í Höfðanum, er fyrrnefnd Álfakirkja.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild:
Örnefnalýsing fyrir Ölfus; Orri Vésteinsson og Hildur Gestsdóttir

Þjóðsagan er fengin af
http://www.snerpa.is/net/thjod/krysa.htm

Ómar

Unnið að uppdrætti Herdísarvíkur eftir að heim var komið.

Hellugata

Gengin var gamla þjóðleiðin milli Selvogs og Krýsuvíkur.

Hellugata

Ein Helluvarðanna.

Byrjað var við Helluvörðurnar á Hellum þar sem Stakkavíkurgatan kemur inn á leiðina. Þar er gatan djúpt mörkuð í helluhraunið eftir fætur, hófa og klaufir liðinna kynslóða og því auðvelt að fylgja henni þar sem hún beygir áleiðis að sjónum, upp á klapparhrygg og áfram niður og sunnan við hann. Annar angi götunnar liggur áfram til vesturs þar sem hún beygði áleiðis að sjónum, en sú leið er ekki eins mörkuð í landið. Götunar koma saman syðst við hrygg nýrra apalhrauns. Hún liggur inn á það, en hverfur síðan á u.þ.b. 300 m kafla þar sem sjórinn hefur náð að krafla í hana. Fjaran er þarna stórbrotin og talsverð látalæti í öldunni. Gatan kemur síðan aftur í ljós í grónum hraunbolla syðst í hrauninu og liggur þaðan áleiðis að Mölvíkurtjörn. Sjórinn hefur þó náð að kasta möl og grjóti yfir hana á smákafla.

Hellugata

Hellugata.

Austan við Mölvíkurtjörn er tóft, hugsanlega sjóbúð eða selstaða. Við hlið hennar er hlaðið gerði og garður að vestanverðu. Ofar, uppi á berginu ofan við vatnið, er fallin fjárborg eða gerði. Svæðið var rissað upp. Mölvíkurtjörnin sjál er falleg sem og aðstaðan umhverfis hana. Vatnið er ferskt. Engir þurrkgarðar eru sjáanlegir, en þó er ekki loku fyrir það skotið að fiskur hafi verið hertur eða þurrkaður á úfnu hrauninu sunnan við tóftina. Ekki er vitað til þess að minjarnar við Mölvíkurtjörn hafi verið skráðar á fornleifaskrá. Þarna er allnokkur reki og liggur gata niður að svæðinu, sennilega rekagata. Henni var fylgt til vesturs áleiðis að Herdísarvík. Þar sem gatan kemur inn á gamla akveginn frá Herdísarvík beygir hann upp í hraunið. Skammt vestan beygjunnar liggur Breiðabásstígur (gömul fjárgata að Breiðabáshelli) af honum til suðurs. Skammt vestar í mosahrauninu eru byrgi og þurrkgarðar svo kílómetrum skiptir.

Mölvíkurtjörn

Mölvíkurtjörn – sjóbúð.

Næst Gerðinu er gróið í kringum þá, en ekki ofan í hrauninu. bendir það til þess að nærgarðanir hafi verið meira notaðir, a.m.k. í seinni tíð útgerðar við Herdísarvík. Athyglisvert er að sum byrgin er svo til eins í laginu og byrgin undir Sundvörðuhrauni ofan við Grindavík, svonefnd “Tyrkjabyrgi”. Inni í gerðinu eru tóftir fjárhúsanna Langsum og Þversum. Sunnan við þau er Hlínargarðurinn, fallega hlaðinn og hefur að mestu staðist ágjöf sjávar, eins og honum var ætlað. Vestan við Þversum eru jarðlægar tóftir, en sjá má móta fyrir útlínum gerðis eða réttar. Niður við fjörubrún í Herdísarvíkurtjörninni mátti sjá hringlaga mannvirki með nokkrum steinum í miðjunni. Gæti verið seinni tíma handverk, en einnig fyrrum “steinavöllur” verbúðarmanna.

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Hér áður fyrr var þyrping húsa á sjávarkambinum, en sjórinn hefur brotið þær. Þar var m.a. saltgeymsla, beitugeymsla og lýsisgeymsla. Áleitni sauðfjár við útróðramenn var mikil. Til marks um það, þá var stundum kind á “hverjum öngli” við beitningageymsluna (ÁÓ).
Skoðaðar voru sjóbúðirnar austan Herdísarvíkurhússins, tóftir útihúsanna vestan við húsið og bæjarstæði gamla bæjarins sunnan við þær. Í tjörninni mátti m.a. sjá brotna myllusteina og fleira frá gamla bænum. Í framvegg gamla bæjarins sá í stoðholu í steini.

Herdísarvíkrugata

Herdísarvíkurgata.

Gengið var áfram vestur Herdísarvíkurgötu. Gatan er vel greinileg, en greinilega lítið gengin. Hún er vel vörðuð. U.þ.b. 500 metrum vestan við húsið skiptist gatan. megingatan heldur áfram til vesturs, en neðri gata stefnir til suðvesturs. Hún liggur áleiðis niður að Herdísarvíkurseli ofan við Seljabót. Þaðan liggur stígur til norðvesturs austan við selið og sameinast Hedísarvikurgötunni á ný neðan austurhorns Geitahlíðar, eins og komið verður að síðar.

Þúfutittlingshreiður og lóuhreiður með eggjum í voru barin augum á leiðini. Iðandi fuglalíf allt í kring. Miðja vegu er fallegur gróinn áningastaður í skjóli undir hraunkanti. Haldið var áfram vestur hraunið. Þegar komið var áleiðis upp á Klifhraunið mátti sjá greinilegan stíg liggja af götunni upp tiltölulega slétt hraun, áleiðis að Sængurkonuhelli, er minnst hefur verið á áður í leiðarlýsingum. Herdísarvíkurgatan er mjög falleg þar sem hún liðast í gegnum hraunið. Skammt austan sýslumarkanna liggur þjóðvegurinn yfir gömlu götuna.

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

Farið var yfir þjóðveginn og götunni fylgt áfram framhjá Sýslusteini og áfram upp í gegnum apalhraunið vestan hans. Hann kemur út úr því við austurhlíð Geitahlíðar, u.þ.b. 500 metrum ofan við þjóðveginn. Gengið var niður með brúninni (en búið er að skemma götuna á kafla með gryfjum) og niður á veg. Skammt vestar kemur neðri stígurinn inn á megingötuna, eins og fyrr var minnst á. Við gatnamótin liggur gatan norður fyrir þjóðveginn og liðast síðan nær samhliða honum ofar í hlíðinni (neðst í Sláttudal) og vestur fyrir sæluhúsið undir Fjárskjólshraunsbrúninni. Þar hverfur gatan undir þjóðveginn, alveg upp undir Kerlingardal.

Dysjar Herdísar og krýsu

Dysjar Herdísar, Krýsu og smalans neðst í Kerlingadal.

Þar var götunni fylgt áfram upp að dysjum Herdísar og Krýsu (og smalans), upp hlíð vestan dalsins og áfram áleiðis upp að Deildarhálsi. Gatan er óvörðuð á þessum kafla svo sæta þarf lagi við að finna hvar hann liggur inn í hraunið austan undir Eldborginni. Þaðan er stígurinn greinilegur upp hálsinn. Efst á hálsinum er gengið í gegnum hraunskarð þar sem útsýni er yfir gömlu leiðina neðanverða, Krýsuvíkurheiðina og heim að Krýsuvíkurbæjunum.
Gengið var eftir götunni niður hálsinn, en síðan beygt til suðurs vestan hans og haldið að gömlu Eldborgarréttinni niður við þjóðveginn.
Gengnir voru 13 km á 5 klst og 31 mín. Veður var frábært – bjart og hlýtt.

Fornagata

Fornagata (Hellugatan).

Sýslusteinn

Gengið var framhjá bæ Einars Benediktssonar, skálds, og Hlínar Johnson í Herdísarvík.

Herdísarvík

Herdísarvík.

Dyttað hafði verið að húsinu daginn áður og lítur það bara nokkuð vel út núna. Þegar farið var eftir heimtröðinni að gamla bænum mátti sjá gamla netasteina, steinum með mörkum í sem og gamla myllusteina. Framan við gamla bæinn er sjórinn að brjóta bakka og undan honum er smám saman að koma ýmislegt, sem einhvern tímann hefur tilheyrt smiðjunni við bæinn. Sjá má gólfborð undan bakkanum og einstaka málmhlut, s.s. fötuhald, nagla, stangir o.fl. Sjá má móta fyrir útlínum hússins á klöppunum framan við bakann.

Herdísaarvík

Herdísarvík um 1900.

Gengið var suður með Herdísarvíkurtjörninni. Sunnan hennar eru góðir beitihagar auk þess sem vatnsbollar eru þar á víð og dreif. Lítið sést þar af minjum.
Haldið var vestur með ströndinni, sem hækkaði smám saman. Gróið er ofan við bakkann, en þar fyrir ofan tekur við lyng og kjarrivaxið Herdísarvíkurhraunið. Gengið var framhjá sandlóuhreiðri með þremur eggjum í, skammt vestar var stelkshreiður auk hreiðra nokkurra annarra fugla. Tófuspor sáust í sandinum ofan við bergið. Á nokkurum stöðum mátti sjá greni og voru sumhver merkt með hefðbundnum hætti; tveir steinar, annar ofan á hinum. Kjói flaug lágt yfir mosahrauninu, greinilega í leit að eggjum eða öðru ætilegu. Kríur sáust svo að sjálfsögðu ýmsar mávategundir. Gata liggur ofan við bergið, en hún er ógreinileg á köflum. Sjá má einstaka heila vörðu á leiðinni ef vel er að gáð, en einnig má sjá vörðurnar á leiðinni að Herdísarvík austan við selið, þá er liggur upp á og sameinast gömlu þjóðleiðinni skammt austan við Sláttudal.

Herdísarvík

Herdísarvík- hnyðja.

Víða var mikill reki ofan rekamarka og mátti innan um sjá fallegar hnyðjur og hnoðja, kúlur og keilur.
Gullkollur hafði skotið upp kollinum á nokkrum stöðum, en hann er eitt af einkennisblómum Reykjanessins. Hrafnaklukka, brjóstagras og smjörgras sáust einnig á stangli. Hluti hrossaleggjar lá í götunni, hauskúpa af selskóp, sakka og sérkennilegir steinar, sem sjórinn hafði kastað hátt á land.

Sjórinn var tiltölulega ládauður og virtist ekki abbast mikið upp á bergið. Gott tóm gafst því til að skoða bergsylluraðirnar, en þær voru sumstaðar allt að sex talsins, hver ofan á annarri. Skiptist á grágrýti og gjall.

Herdísarvíkurbjarg

Herdísarvíkurbjarg – brotgangur.

Á einum stað hafði sjórinn í einhverju reiðiskastinu brotið gat upp í gegnum bergið, en nú mátti sjá hann leika ljúft við það undir niðri. Á öðrum stað mátti sjá bergþursa ræðast við fyrir opinni vík. Litadýrð bergsins á kafla var einstök. Sjá mátti rautt innan um svart og grátt sem og gula og bleika steina, sem sjórinn hafði brotið úr berginu fyrir neðan og kastað upp á bakkann.

Skammt austan Seljabótar eru leifar af hlöðnum refagildrum. Hafa þær mjög látið á sjá. Einungis ein er nú með einhverju lagi og má vel sjá hlaðinn ganginn og hleðsluna utan um hana.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel.

Haldið var að Herdísarvíkurseli. Ró hvíldi yfir tóftunum undir hraunkantinum. Upp úr einni þeirra stakk sér svartur hyrndur haus. Reyndist það vera rolla með lamb. Hafði hún leitað næðis í stærstu tóftinni. Þegar komið var nær sást þar önnur ær, þríhyrnd, með golsótt lamb. Þriðja hornið stóð svo til beint upp úr höfði kindarinnar og var það kindarlegt á að líta, líkara einhyrningi. Greyin voru ekki það styggar að ekki væri hægt að virða þær fyrir sér nokkra stund. Þá gengu þær í hægðum sínum út með hraunkantinum og fylgdu lömbin á eftir. Ær og lömb í seli tilheyra víst liðinni tíð.

Herdísarvíkurvegir

Herdísarvegir – ÓSÁ.

 Vatnsstæði selsins reyndust tóm, enda varla komið dropi úr lofti í marga daga. Megintóftin er undir hraunbrúninni, einn skammt sunnar, önnur austar og tvær sunnan hennar. Gerði eða kví er í hraunkantinum vestan megintóftarinnar. Herdísarvíkursel hefur verið myndarlegt sel á meðan var.
Gengið var upp með Seljabótagirðingunni að Sýslusteini. Í bakaleiðinni bauð fótgangandi álftapar ferðalöngum að virða fyrir sér tvo unga þess. Mátti varla á milli sjá hvort faðirinn eða móðirin væru stoltara af afkvæmunum sínum.

Grænavatn

Grænavatn.

Grænavatn var óvenjugrænt og Krýsuvíkurhverirnir skörtuðu sérkennilegri skerpu undir sólstöfunum; rautt, blátt, grænt, grátt, hvítt og svart. Svæðið allt, sem reyndar allt tilheyrir Hafnarfirði nú af einhverjum óskiljanlegum nútímaástæðum (var reyndar ekki heldur skiljanlegar í þá daga er koma átti rauðum kúm þar til mjalta), en ætti með réttu að tilheyra Grindavík, enda í lögsagnarumdæmi þess, býður upp á mikla útivistarmöguleika, enda landslagið bæði fjölbreytt og fagurt. Hafnfirðingar hafa sýnt þessu sagnaríka og mikilfenglega svæði tilsýndaráhuga um nokkurt skeið. Á meðan hefur það slegið í eðlislægum takti við hjarta Grindvíkinga. Nafnið Krýsuvík (Deiluvík) er ekki komið af engu.
Veður var frábært – sólstafir og sætukoppar, en rigning í bænum.
Gangan tók 2 klst og 53 mín.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

 

Mosaskarð

Gengið var frá Herdísarvík að Mosaskarði og síðan gamla Herdísarvíkurleiðin efri (Hlíðarleiðin) með Herdísarvíkufjallinu yfir að Lyngskyldi. Haldið var frá Herdísarvík með vesturjarði Stakkavíkurhrauns að Mosaskarði og síðan beygt inn á gömlu Hlíðarleiðina með fjallinu til vesturs. Háir hamrar voru á hægri hönd og sléttgróið mosahraunið á þá vinstri. Á leiðinni voru skoðaðir 4 drykkjarsteinar og fjárskjól uppi í hlíðinni.

Drykkjarsteinninn

Drykkjarsteinn við Herdísarvík.

Fyrsti drykkjarsteinninn, og sá stærsti, er hægra megin við leiðina, í lægð svo til beint fyrir ofan Herdísarvík. Tekur skálinn á annað hundrað lítra af vatni. Við hann hefur hefur verið hlaðinn stallur svo auðveldara væri fyrir ferðalanga að nálgast vatnið. Skammt þar vestar, vinstra megin er annar drykkjarsteinn, minni. Hallar annar steinn sér utan í hann. Skálin er nokkuð djúp. Miðja vegu, þó nær Grasbrekkunum, er fjárskjólið upp í hlíðinni, sést það vel þar sem grasbrekka er undir.

Drykkjarsteinn

Drykkjarsteinn við Grænuflöt.

Skammt austan við Brekkurnar, hægra megin við leiðina, er drykkjarsteinn, svipaður þeim síðasta og þar skammt vestar, einnig hægra megin við leiðina, er annar stærri. Ofan í hann er klofi og er þar vatn í. Suðvestan við steininn er skrokkur af nýdauðri rollu. Vestar er Fálkageiraskarð það er Einar Ben. ætlaði að fara um á leið sinni í “sollinn í Reykjavík” er hann var stöðvaður þar af nafna sínum að kröfu Hlínar. Skammt vestan við Brekkurnar er Lyngskjöldur. Mótar þar vel fyrir gömlu þjóðleiðinni.
Eftir þetta var einn FERLIRsfélaga að grúska í gömlum sögnum og fann þá sögu um drykkjarsteininn austan við Lyngskjöld. Sagði þar m.a. að sá, sem drykki úr steininum, skyldi gæta þess að tæma aldrei skálina, en skilja eftir vatn fyrir næsta förumann, annars kynni illa að fara.

Herdísarvík

Drykkjarsteinn í Herdísarvík.

Kistan

Ásgeir Jakobsson skrifaði um síðustu æviár Einars Benediktsson, “Herdísarvíkurdramað”, í Lesbók Morgunblaðsins árið 1972:
„Undarleg örlög, sem hér skal ekki farið út í að rekja, hafa hagað því svo, að komandi kynslóðir munu undrast hversu lítinn opinberan sóma íslenzku þjóðinni hugkvæmdist að sýna þessu höfuðskáldi í lifanda lífi.”
heerdisarvik-999Svo segir Sigurður Nordal í útfarargrein um Einar Benediktsson og þetta eru orð að sömnnu, eins og vænta mátti úr þeirri átt. Það á margur eftir að undrast stórlega. Ævi og örlög Einars Benediktssonar munu er tímar líða, verða skáldum og rithöfundum yrkisefni og lærðum mönnum efni í þykka tíndsdoðranta..
Hér verður fjallað lítillega um Herdísarvíkurárin, síðasta ævikaflann. Myndin, sem ég og jafnaldrar mínir höfum búið við af þessum lokaþætti í ævi Einars, er sú, sem Steingrímur J. Þorsteinsson bregður upp í lok ævisöguþáttarins í Ljóð og laust mál, II. bindi. Þar segir svo, eftir að höfundur hefur sagt frá komu þeirra Einars og Hlínar til Herdísarvíkur 10. júlí 1932: „Reist var síðan lítið hús, einlyft og hentugt og vannst verkið svo vel, að Einar og Hlín gátu flutt í það 8. september. Þarna er m.a. allstór stofa með glugga mót suðri, þar sem hafið blasir við og öðrum mót vestri, en bókaskápar með veggjum fram, skrifborð Einars, útvarpstæki, hægindagstóll og legubekkur, hvort tveggja skinnklætt. Var þetta aðalsetuherbergi Einars og var eftirlætissæti hans lágur en djúpur hægindastóll í suðvesturhorni stofunnar.” … og síðar segir …: „í Herdísarvík var Einari gjarntt að grípa bókk úr skáp, fletta upp í henni, að því er virtist af handahófi og lesa nokkrar línur, en ekki langt mál í samfellu, og lagði síðan bókina frá sér aftur.

herdisarvik-1932

Hann tíðkaði mjög að ganga um gólf í stofu sinni, stóð oft við suðurgluggann og horfði til hafs, einkum þegar brim var, en löngum sat hann í hornstól sínum. Fyrri árin fór hann, iðulega í göngur um lamdareignina, en þar eru hvammar og gjótur og kjarri vaxið hraun undir hárri og snarbrattri fjallshlíð í norðri en framundan útsærinn, sem Einar hafði ort um: „Til þín er mín heimþrá, eyðimörk ógna og dýrðar”.
Síðan koma nokkrar tilvitnanir í bréf Hlínar Johnson, þar sem Einar er alltaf að verða frískari og frískari, glaðari og glaðari og prófessorinn klykkir út með þessum hugljúfu orðum: „Hann lifði mjög kyrrlátu lífi í Herdísarvík, var fáskiptin og fámáll, en því ljúfari og hýrari, sem fleiri ár færðust yfir.”
herdisarvik-einarshusHuggulegra gat það nú ekki verið og lítil ástæðatæða fyrir mig eða aðra siðborna aðdáendur skáldsins til að fara að gera sér rellu út af síðustu æviárum þess, meðan enginn varð til að hrófla við þessari elskulegu mynd. Ég hefði gjarnan viljað eiga þessa mymd í friði af eftirlætisskáldi mínu sitjandi þarna í öllum huggulegheitum síðustu árin, en (það átti nú ekki fyrir mér að liggja.
Það var einn bjartan sumardag fyrir fjórum árnum að ég kom fyrst til Herdísarvíkur og staldraði þar við stundarkorn. Þegar ég hafði gert mér fyllilega ljósa staðhætti, eins og þeir mymdu hafa verið áður en vegur, sími og rafmagn kom — og virt fyrir mér húsakynnin og umhverfið,  fylltist ég mikilli og sárri reiði — hafði skáldið mitt verið kviksett?
Hið „hentuga hús”, er timburkofi á að gizka 50 fermetrar að flatarmáli, „aðalaðsetursherbergið” er  stofukytra, og um annað aðsetursherbergi er ekki að ræða, (því að hin herbergin tvö og eldhúsboran eru nánast skápar, rétt pláss fyrir rúmstæði í hvoru herbergjanna.
Kofinn stendur á berangri í þúfnakarga og þar sést hvorki blóm mé hrísla ekki einu sinni lækjarsytra og „kjarrivaxna hraunið” er herdisarvik-229illgengur hraunfláki, þakinn hraunmosa yfir lífshættulegum gjótum. Kotið er inni í miðju þessu stóra hrauni, og það var mjög erfið og torsótt gönguleið til næstu bæja áður en vegurinn var lagður, sem ekki var fyrr en löngu eftir daga Einars. Illlendandi er af sjó nema í blíðuveðri því oft er þung undiralda við suðurströndina.
Herdísarvík var á dögum Einars eitt afskekktasta kot á landiu, enda játar Jónas Jónsson frá Hriflu það fullum fetum, og þekkti hanm þó vel til ýmissa alfskekktra kota.
Nú er margt, sem við þyrftum að spyrja samtímamenn Einars að, og þá vitaskuld fyrst og fremst, af hverju var farið með þjóðskáldið, því að það var Einar óumdeilanlega eftir að Matthías dó, heilsuveilt og við aldur, út í þessa eyðimörk, þar sem engin leið var að ná til læknis nema á löngum tíma og með ærna erfiði, enda kom enginn læknir til Einars, þegar hann lá banaleguna, og yfirleitt hlaut að verða mjög erfitt að má í hjálp, hvað sem upp á kom. Í annan stað, hvernig gat samtímamönnum Einars dottið í hug, að maður eins og hann, mymdi haldast andlega heill við þá þrúgandi einveru sem honoum var búin þarna.
En það er rétt að halda áfram söguninni af þeirri ógæfu minni að rekast þarna suðureftir. Það leiddi náttúrulega af sjálfu sér að það tóku að rifjast upp svipmyndir úr lífi Einars meðan ég stjáklaði þarna í kringum kofann. Glæsilíf hans, þegar hann leigði heilar hallr í útlöndum og hélt konunglegar veizlur, rifjuðust ósjálfrátt upp við að horfa á kofaræsknið, og myrkfælni hans við að horfa á svartan klettin ofan við bæinn og síðast en ekki sízt varð mér það hugstætt hversu einveran hlýtur að hafa verið yfirþyrmandi fyrir þennan mann, sem einn vina hans lýsti svo fyrir mér: — “Einar Benediktsson þurfti fólk í kringum sig til að hlusta á sig og deila geði við, jafnnauðsynlega og hann þurfti súrefni til að anda að sér.”
herdisarvik-230Það er svo alkunna, að skáldið var síðustu árin farið að tala við stokka og steina; þannig lék einveran það að lokum. Mér fannst ég þurfa að vita hið sanna í málinu og koma því til skila.
Ég byrjaði fyrst á því að ganga á vit ýmissa merkismanna í Reykjavík, sem ég vissi að höfðu þekkt skáldið vel og verið vinir þess. Þessir menn sögðu mér allir sitthvað um ástæður Einars árin áður en hann fór ti Herdísarvíkur, það er frá 1927 að Þrúðvangsheimilið leystist upp og þar til hann fór suðureftir í júlí 1932, en enginn þeirra hafði nokkra hugmymd um líðan skáldsins í Herdísarvík. Það mál hafði enginn þeirra kannað. Það var nú að vísu erfitt um ferðir þarna suður eftir, en samt þarfnast nú þetta skýringar. Mér fannst á samræðum við þessa menn, að þeir hafi hreinlega ekki viljað vita neitt um þetta. Ósjálfrátt hafa þeir sennilega óttazt að hlutur skáldsnis væri ekki eins góður og þeir hefðu kosið honum, en jafnframt, að þeir myndu engu fá umþokað úr því sem komið var, og þá væri bezt að vita sem minnst. Það var þó auðfundin önnur skýring á afskiptaleysi þessara manna, sem vildu Einari allt það bezta. Þeir vildu muna Einar eins og hann var við sína fyllstu andlegu og líkamlegu reisn. Þeim var það óbærileg tilhugsun, að sú mynd kynni að breytast í huga þeirra.
Þegar ég varð engu vísari um Herdísarvíkurár Einars af þessum vinum hans, leitaði ég uppi sambýlismann þeirra Einars og Hlínar fyrsta árið í Herdísarvík. Þessi maður hafði ábúð á jörðinni til mnæstu fardaga og inn í gamla bæinn til hans fluttust þau og bjuggu meðam verið var að reisa timburhjallinn og bjuggu þá í herbergi, sem var 2×2 metrar eða svo.
herdisarvik-231Einnig heimsótti ég bóndann í Vogsósum, sem var öllum högum kunnugur í Herdísarvík öll ár Einars þar. Þegar ég hafði rætt við þessa menm, þá vissi ég að þau áhrif sem ég hafði orðið fyrir í Herdísanvík voru síður en svo fjarri sanni og líkast til eini sannleikinn í málinu — heilinn greinir skemmra en nemur taugin — stundum.
Einar Benediktsson undi sér illa í Herdísarvík strax eftir að hann kom þangað. Hann hafði ekki verið ófús að fara þangað, og gerði sér ekki ljóst í hvaða sjálfheldu hann var að koma sér. Úti í París á heimleið miklar hann þennan stað fyrir sér, og fer að tala um, að þarma sé gott til hafnargerðar og staðurinn liggi vel við fiskimiðum „og svo megi hafa 10 þúsund hænsni, sem gangi sjáfala í hrauninu” — Einar var sem sé þá enn sjálfum sér líkur. Einair var algerlega andlega heill, þegar hann fór suðuretftir, þó að fjörið væri farið að dvína til sjálfsbjargar. Hann orti Jöklajörð og Bláland í Hammamet í Marokko í  utanlandsreisunni áður en hann fór til Herdísarvíkur, og sneri Spánarvísunum á dönsku, og orti í París á heimleið ekki ómerkari vísu en: — Gengi er valt, þar fé er falt … auk þess, sem hann skrifaði mikla ritgerð, sem hét Norræn menning. Eftir að hann steig fótum á jörð í Herdísarvík, orti hann ekki hendngu, svo sannað verði, og sannar sú staðreynd, kannski betur en nokkuð annað, hvaða áhrif Herdísarvíkurdvölin hafði strax á skáldið.
herdisarvik-232Það votta allir vinir Einars, sem ég hefi haft tal af, að það hafi ekki borið á nokkrum andlegum vanheilindum, þegar skáldið fór suður eftir. Hins vegar er það staðreynd, að það var farið að bera á því, áður en fyrsta árinu lauk þar syðra, að það slægi útí fyrir skáldinu í samræðum. Það ágerðist síðan með ári hverju, og loks var hann sem fyrr segir, farinn að tala við sjálfan sig og dauða hluti og ímynda sér lalls kyns firrur. Að hann væri síðast orðinn „ljúfari og hýrari”, er aldeilis rétt, en það var bara sinnuleysisviðmót manns, sem ekki er lengur fyllilega í sambandi við lífið í kringum sig.
Einar reyndi þrisvar sinnum að strjúka, en máðist tiljótlega í öll skiptin og var færður til baka, enda var það algjör ofætlan manni á hans aldri og stirðum til gangs að flýja fótgangandi frá Herdísarvík. Sem dæmi um hversu erfitt var að komnast frá Herdísarvík, má nefna söguna af því, þegar vinir hans í Reykjavík efndu til samskota á sjötugs afmæli Einars til þess, að hann gæti farið utan í síðasta sinni, en Hlín hafði sagt þeim að til þess langaði hann mjög. Einhverjar vomur reyndust þó á skáldinu, þegar til kom, því að hann ætlaði ekki að fást á bakk hestinum, þegar halda skyldi af stað. Það var alltaf beygur í honum við að setjast á hestbak, eftir að hann meiddi sig, þegar hann var sýslumaður Rangæinga. Ekki tjóaði homum þó að mögla, og var honum hjálpað á bak. Það var slagveðursrigning þennan haustdag og skáldið í gamla þykka frakkarum, sem sjá má á styttunni á Klambratúninu. Einar vat þá enn vel í holdum, þegar þetta var.

herdisarvik-233

Á hlaðinu á Vogsósum lagðist hesturinn undir skáldinu og því varð mammhjálp af baki. Það var ekki þurr þráður á gamla manninum. En áfram var haldið á öðrum og frískari hesti og náð til Hveragerðis um kvöldið. Einar gekk þar í stofu þegjandi og settist á stól á miðju gólfi, og er sögumanni mínum minnisstæður pollurinn á stofugólfinu, sem myndaðist strax og tók að renna úr fötum Einars. Kannski þetta hafi líka verið elskulegt ferðalag fyrir mann, sem þjáðist af berklum framan af ævi og var alla tíð brjóstveill? Ferðin frá Reykjavík og til Herdísarvíkur að lokinni utanlandsreisunni, varð þó enn ömurlegri og læt ég niður falla þá sögu nú.
Við þurfum áreiðanlega margt að ræða við samtímamenn Einars Benediktssonar um síðustu æviár hans í Herdísarvík og þá einnig um næstu árin áður en hann fór þangað. Framkoma við Einar á Alþingishátíðinni sem hér verður sagt frá á eftir varpar kannski ljósi á, hvað ég er að fara . . . „komandi kynslóðir eiga eftir að undrast …”
Einar Benediktsson andaðist 12. janúar 1940, eftir nokkurra daga rúmlegu. Engan hef ég hitt, sem veit til að læknis hafi verið vitjað, og dálítið væri fróðlegt — af því að um þjóðskáld er að ræða, sem deyr komið undir miðja tuttugustu öld, að vita hver gaf út dánarvottorðið og hvenær. Að morgni þess dags sem hann andaðist mælti hann svo síðastra orða: — Þá er það búið. — Hann var svo meðvitundarlaus um daginn og andaðist undir miðnætti um kvöldið.
herdisarvik-234Ég hef nefnt dæmi um það hér að framan, hversu erfitt skáldinu reyndist að komast lifandi frá Herdísarvík. Það ætlaði ekki að reynast honum betra dauðum. Það var send þung og mikil eikarkista frá Reykjavík og ekkert til sparað að hafa hana sem veigamesta. Bíll fór eins langt og hann komst niður frá Hveragerði — það var niður á Heiðina há, en eftir það varð að bera kistuna á höndum alla leið út í Herdísarvík. Það segir Snorri bóndi í Vogsósum, að sé einhver mesta þrekraun sem hann hafi lent í um dagana. Þetta hefur verið um 10 km leið yfir torfærur og kistan var svo þung, að burðarmennirnir fundu næstum engan mun á henni með líkinu í til baka, enda hafði Einar verið orðinn grannur áður en hann dó. Líkið komst þó um síðir til skila og var því tekið með miklum virktum í Reykjavík. Það er ekki hægt að segja, að það hafi verið hörgull á ástinni á Einari Benediktssyni, þegar hann kom til manna í þessu ástandi. Ríkisstjórn og höfðingjar andlegir sem veraldlegir fylltu dómkirkjuna og daginn eftir var ekið með Einar austur á Þingvelli til að jarðsetja í grafreit þjóðarinnar þar.
Og nú liggur beint við að segja frá næstu ferð Einars á undan, austur á Þingvelli. Þá var hann lifandi.
Einar hafði ort alþingishátíðarljóðin, mikinn kvæðabálk, og fengið 1. verðlaun fyrir ásamt Davíð Stefánssyni. Ljóð Davíðs voru valin til söngs, en ákveðið var að segja fram kvæði Einars. Einar var þá af leikum sem lærðum viðurkenndur sem höfuðskáld þjóðarinnar, þó að það reyndist meir í orði en á borði. Hann þótti orðið vangæfur við skál, og fyrirmenn báru ugg í brjósti yfir því, hvað út úr honum kynni að hrjóta í kóngsveizlunni miklu, þegar hann væni orðin þéttur.
einar ben-221Sjálfsagt hefur þetta verið ástæðulaus ótti, Einar kunni sig vel í veizlum og hefði vafalaust gætt sóma síns vel undir þessum kringumstæðum, þó að í einhverri minni háttar veizlu, áður en þetta var, hafi honum orðið það á að kneyfa mjög. En höfðingjarnir vildu ekkert eiga undir Einari og gripu til einfaldasta úrræðisins til að losna við hann — þeir buðu honum ekki til veizlunnar. Einar fór þó austur á eigin vegum, og var ódrukkinn á Þingvöllum, enda aldrei við öðru að búast en Einar Benediktsson gætti sóma síns sjálfs og þjóðar sinn ar, þegar mikið var í húfi. Hann hefur sjálfsagt gert ráð fyrir, að þó honum væri ekki boðið til veizlunnar, myndi hann lenda eitthvað í sviðsljósinu, þegar kvæði hans væri flutt. Hann reikaði einn um vellina framan af degi, en síðla dagsins rakst Kristján Albertsson á hann í tjaldi, þar sem hann sat einn sér úti í horni og sötraði kaffi. Kvæði hans hafði ekki verið flutt og var aldrei flutt. Kristjáni ofbauð þessi framkoma við skáldið, eins og reyndar fleiri vinum þess, sem minnast þessa enn með hryllingi, svo nærri gekk það þeim sumum, að sjá skáld sitt svo hart leikið og fá ekki að gert.
Kristján leitaði uppi Benedikt Sveinsson og sagði honum að skáldið væri á Þingvöllum, en líkast til hafa ráðamenn reiknað með að Einar kæmi ekki, fyrst honum var ekki boðið. Benedikt sem var mikill vinur Einars, beitti sér þá fyrir því, að einhverra úrræða væri leitað til að draga eitthvað úr þeirri vansæmd, sem skáldinu var sýnd, og varð það að ráði, að Kristján minntist Einars sér staklega daginn eftir með ávarpi frá Lögbergi, sem hann og gerði. Þá var Einar farinn af Völlunum, hann fór um kvöldið hins fyrra dags, einn, eins og hann kom og án þess að nokkur hlutaðist til um ferðir hans.
Flest getum við, þó minni séum í sniðum en Einar, látið okkur renna grun í hugrenningar hans á heimleiðinni til Reykjavíkur, — enda hefndi skáldið sín grimmilega og orti Öklaeld, þar sem hann risti ráðamönnum þjóðarinnar níð. Enginn maður hafði séð Einar bregða svip þennan dag og hann hélt reisn sinni í fasi og allri framkomu. Einar bar ekki sorg sína á torg, jafnvel ekki við vin, þó að margt væri honum andstætt þessi árin og hann gerðist gamlaður.
Ég hef aðeins eina sögn um það, að hann hafi sýnt merki klökkva á þessum árum, þegar heimili hans hafði leystst upp, konan yfirgefið hann og honum var fjárvant, þó að hann ætti enn nokkrar eignir og aldurinn færðist yfir hann. Hann sat að drykkju með nokkrum stúdentum og þeir sungu eða sögðu fram kvæðið um rjúpuna eftir Jónas Hallgrímsson. Á eftir sat Einar keikur í sætinu að vanda og mikilúðlegur og tautaði fyrir munni sér í sífellu: — Á sér ekkert hreysi, útibarin rjúpa — en tárin streymdu niður kinnarnar.—”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 29. desember 1972, bls. 34-36 og 63.

Herdísarvík

Herdísarvík.