Færslur

Í viðtali Jóhanns Davíðssonar við Eggert Kristmundsson frá Stakkavík árið 2004 kom eftirfarandi fram Eggertum Breiðabáshelli: „Í Breiðabás var mikill sölvareki. Svo komum við að þessum stóra helli. Mig langaði til að fara inn í þennan tigna helli. Gísli var í opinu í stóra hellinum og ég fór inn hellinn, langaði að sjá hve hann næði langt þegar ég var kominn inn. Ég var ekki með ljós. Þegar ég var kominn langt inn, komu þrengsli, ég fór yfir þau, þá kom hellir til vinstri og annar lítill til hægri. Þá sá ég að ég var orðinn snarvilltur, ætlaði að finna leiðina til baka, sá gat, gat skriðið þar upp, mjög þröngt. Ef ég hefði haft vasaljós hefði ég getað haldið áfram að skoða þetta betur. En þarna var bara svarta myrkur. Þarna getur verið voðalegur hellir og stækkað er innar var komið…“

Sjá meira undir Lýsingar.

Laugardaginn 15. júní 2013, kl 14:00, var afhjúpað minningarskilti um þjóðskáldið Einar Benediktsson Einar Ben-229og Hlín Johnson, sem voru síðustu ábúendur í Herdísarvík í Selvogi. Nemendafélagið Grimmhildur, félag H-nemenda (e. mature students) á Hugvísindasviði við Háskóla Íslands, hafði með stuðningi hollvina Herdísarvíkur látið útbúa minningarskiltið. Þá var einnig afhjúpað örnefnaskilti sem áhugamannafélagið FERLIR hafði veg og vanda að. Á því er að finna margvíslegan fróðleik sem FERLIR hefur aflað um staðhætti, tóftir sjóbúða og búskap á jörðinni.

Sjá meira undir Fróðleikur.

„Væri ekki ís á tjörninni, þá tóku þeir snjó, væri hann fyrir hendi. Þegar fram á vertíðina kom og snjór Herdvik 1930horfinn neðanfjalls, leyndist hann stundum í djúpum kerum í hrauninu. Af þessum stöðum vissi ég, og Færeyingarnir vissu, að ég vissi. Þegar allur snjór var uppurinn neðan fjalls, voru oft skaflar efst í fjallinu. Þá klungruðust þeir eftir honum þangað og báru hann á bakinu og höfðinu til sjávar. Var þetta löng leið og erfið mönnum i sjóstökkum og fullháum vaðstígvélum, en hér var mikið í húfi, beitan lá undir skemmdum, og henni varð að bjarga.“

Sjá meira undir Frásagnir.

„Jeg undrritaður Einar Benediktsson prófessor gef hjermeð Háskóla Íslands jörðina Herdísarvík í einar ben-222Selvogshreppi í Árnessýslu ásamt öllum gögnum og gæðum, þar með húsum, öðrum en íbúðarhúsi, sem ríkið þegar á, ennfremur húsgögnum, sem í íbúðarhúsinu eru og bókasafni mínu sem þar er geymt. Gjöfin er gefin í minningu um föður minn Benedikt sýslumann Sveinsson.“

Sjá meira undir Fróðleikur.

„Fyrir ofan Vörina stóðu margar sjóbúðir og má enn sjá glöggar tóttir sumra þeirra. Vitað er um nöfn herdisarvik 931margra búðanna, svo sem Landeyingabúð, Fljótshlíðingabúð, Símonarbúð, Bjarnabúð, Gíslabúð og Halldórsbúð, en það efni þarfnast þó nánari athugunar. Nær Herdísarvíkurbænum voru síðan m.a. Ólabúð og Hryggjabúð og að síðustu Krýsuvíkurbúð heim undir bænum, en frá höfuðbólinu Krýsuvík voru löngum gerð út tvö skip í Herdísarvík.“

Sjá meira undir Frásagnir.

„Sjórinn tók húsið í heilu lagi af grunni, því að vel var viðað og traustlega byggt, og setti niður fyrir herd-1003fjósdyrum úti (fjósið stóð þá austan undir bænum), svo að ekki var hægt að koma kúnum úr fjósinu, fyrr en út féll og hægt var að fara með þær út um bæjardyr. Það, sem bjargaði kúnum frá drukknun, var það, að þær náðu fótfestu með framfótum uppi í veggnum, fyrir básunum, og stóðu þar með upp úr sjó að framan, en svo mikill var sjór í fjósinu, að á básunum náðu þær ekki niðri, og var svo meira en eina stund.“

Sjá meira undir Fróðleikur.

„Nú fyrir nokkrum árum hafa öll hús verið flutt efst á túnið, en þar eru þau í minni hættu. Innan við Herd-997Kambinn er, eins og fyrr segir Herdísarvíkurtjörn. Milli heimatúns og Gerðistúns er grjótgarður mikill, Langigarður, ætlaður sem aðhald fyrir stórgripi Herdísarvíkur á graslendi því, sem er milli túna. Sá garður mun hafa verið hlaðinn af sjómönnum í landlegum.“

Sjá meira undir Fróðleikur.

„Jörðin Herdísarvík er vestasti bær í Selvogshreppi og þar með vestasti bær í Árnessýslu með sjó fram. Jörðin liggur fyrir botni samnefndrar Herd-991víkur, og er hún vestast í vogi þeim, er Selvogur heitir, allvíður og bogamyndaður, gengur inn í landið frá suðri. Takmörk hans eru: Selvogstangar að austan, en Olnbogi, austan Háabergs í Herdísarvíkurlandi, að vestan. Tún jarðarinnar er í suðurjaðri Herdísarvíkurhrauns, hólótt og dældótt, jarðvegur grunnur því að víðast er grunnt á hrauni.“

Sjá meira undir Fróðleikur.

„Dauðaskotið var í hnakkann og kom út um ennið. Þar með var æviskeið þessarar harðgerðu svörtu surtla-230sauðkindar á enda. Ekki var hún þó gleymd, því næstu dægur snúast umræður manna á milli vart um annað en dauða Surtlu, í dagblöðum höfuðstaðarins birtast fjölmargar greinar og vísur um hana og haldið er áfram að deila um, hvort rétt hafi verið að málum staðið með því að láta hana falla fyrir skoti- í smalamennskum.“

Sjá meira undir Frásagnir.

„Reist var síðan lítið hús, einlyft og hentugt og vannst verkið svo vel, að Einar og Hlín gátu flutt í herdisarvik-1001það 8. september. Þarna er m.a. allstór stofa með glugga mót suðri, þar sem hafið blasir við og öðrum mót vestri, en bókaskápar með veggjum fram, skrifborð Einars, útvarpstæki, hægindagstóll og legubekkur, hvort tveggja skinnklætt. Var þetta aðalsetuherbergi Einars og var eftirlætissæti hans lágur en djúpur hægindastóll í suðvesturhorni stofunnar.“

Sjá meira undir Frásagnir.

Portfolio Items