Herdísarvík

Gengið var um Herdísarvík.

Herdísarvík

Herdísarvík 1898.

Eftir að hafa skoðað tóftir gamla bæjarins suðvestan við nýjasta og núverandi hús þar var kíkt á útihúsin vestan þess. Á milli þeirra er hlaðin brú eða stígur í Herdísarvíkurtjörnina og austanvert við hana er hlaðið skeifulaga gerði. Þetta svæði var, að sögn Þórarins Snorrasonar á Vogsósum, sem kunnugur er í Selvogi, fyrrum á þurru, en eftir að sjórinn opnaði leið inn í tjörnina hafa landshættir breyst. Eiðið er lokaði Herdísarvíkurtjörninni var miklu mun utar, en eftir að sjórinn braut sér leið inn í hana breyttust aðstæður verulega. Silungurinn, sem Hlín Johnsen hafi áður veitt í net í Hestavíkinni, hvarf m.a með öllu.

Herdísarvík

Herdísarvíkurbærinn yngri.

Í brúnni og við hana má sjá brotna myllusteina, steinsökkur, letursteina (ankeri og kross) og fleiri mannanna verk. Einar Benediktsson og Hlín Johnsen eru sennilega eftirminnilegustu ábúendurnir í Herdísarvík og reyndar þeir síðustu, en Þórarinn og Ólafur, sem áður voru, eru ekki síður eftirminnilegir. Sá fyrrnefndi var fjármargur og þurfti drjúgt lið aðstoðarmanna. Einn þeirra var Sigurður Þorláksson, sem á efri árum ritaði ógleymanlegar endurminningar frá árum sínum í Herdísarvík og Stakkavík. Ólafur Þorvaldsson ritaði hjartnæmar lýsingar af ferðum sínum um svæðið og kunni skil á staðháttum og örnefndum manna best. Í bókum hans Harðsporum og Eins og fífan fíkur má sjá slíkar lýsingar frá Herdísarvík og nágrenni.

Herdísarvík

Herdísarvíkur – brú og gerði.

Sagt er að Hlín hafi flúið með Einar í nálægan skúta eitt sinn þegar óveður gekk yfir og færði gamla bæinn, sem þau þá bjuggu í, í kaf. Enn má sjá leifar gamla bæjarins sem og reykofns Hlínar og bruggaðstöðu í Herdísarvík. Eggert Kristmundsson frá Stakkavík, nú Brunnastöðum (sjá ferð og viðtal við hann undir Fróðleikur), minnist með mikilli ánægju á hið reykta ærkjöt Hlínar, en það var hvergi betra “vegna þess hve reykurinn kom kaldur inn í reykhúsið”.
Garðarnir í kringum Herdísarvík heita hver sínum nöfnum. Þar er og hver staður með sína merkingu.

Herdísarvík

Hlínargarður.

Gengið var austur með austur með Langagarði, yfir að sjóbúðunum og í Gerðið. Nefndur Sigurður segir skemmtilega frá því í endurminningum sínum þá er beðist var endurreisnar sjóbúðanna, að Hlín hafi sett þau skilyrði fyrir búðaruppgerðinni að einungis einn tengiliður yrði með henni og vermönnum. Hún vildi ekki ágang þann sem af margmenninu gat hlotist. Þó segir hann að samskipti Hlínar og vermanna hafi alla tíð verið hin ágætustu og arðbærustu fyrir báða aðila.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var um Gerðið og m.a. skoðaður Hlínargarður og fjárhústóftirnar af Langsum og Þversum, en svo nefndust fjárhúsin stóru í Gerðinu. Hafa ber í huga að Gerðið er ræktað upp með slori, sem sett var á hraunið er þannig greri smám saman upp. Norðan þess og norðaustan eru ómældir kílómetrar af þurrkgörðum og litum þurrkbyrgjum. Því miður hefur þjóðvegurinn verið lagður í gegnum garðana, en ætlunin er að nýi vegurinn, svonefndur Suðurstrandarvegur, muni liggja ofan þeirra. Að sögn Þorkels Kristmunssonar (sjá viðtal við hann undir Fróðleikur) frá Stakkavík munu fjárhúsin hafa verið hlaðin upp úr fjárborgunum er minnst er á í örnefnaslýsingum.

Herdísarvík

Í Breiðabás.

Þá var gengið yfir í Breiðabás. Á leiðinni þangað var komið við í fjárhelli, sem þar er í hrauninu. Leifar Herdísarvíkurgerðis, þ.e. kotbýlis frá Herdísarvík er þarna austan við Gerðið. Breiðabás var og fjárhellir, þar sem Herdísarvíkurféð var vistað. Op hellisins var þá mót sjónum, en nú hefur sjávarkamburinn fyllt upp í opið og hulið það. Sagnir eru um menn, sem fóru inn í hellinn, villtust, en komust út aftur eftir illan leik. Einar Benediktsson segir hellinn ná frá Breiðabás upp í mitt Mosaskarð, sem er um og yfir kílómeter á lengd. FERLIR hefur lagt nokkuð á sig til að finna op Breiðabáshellis, en ekki orðið ágengt fram að þessu. Ætlunin er m.a. að reyna að virkja stórtækar vinnuvélar Suðurstandarvegarins væntanlega til að “grafast fyrir um opið”, en flytja þarf sjávarkambinn svolítið til á kafla beint upp af “klofningskletti”.

Herdísarvík

Fiskigarðar.

Í örnefnalýsingu fyrir Herdísarvík segir m.a.:
“Allar gamlar menningarminjar á jörðinni Herdísarvík, svo sem fiskigarðar verbúðir, tættur af íveruhúsum, peningshúsum og öðrum útihúsum, þar á meðal seljarústir [Herdísarvíkursel] í Seljabót” voru friðlýstar af Þór Magnússyni 7.9.1976.
Sagt er frá því að Olafr Gronlendinga byscop kom i Herdisar vik 1262. Árið 1544 á Skálholtsstaður uppgefinn teinæring í Herdísarvík. Kirkjan í Krýsuvík var lögð niður en umboðsmenn Skálholtskirkju skyldu byggja Herdísarvík sbr. bréf frá 1563 þar sem Gísli bp gefur Þórði Jónsyni umboð til að byggja stósljarðir í Grindavík Krýsuvík og Herdísarvík “bæde halftt skip Reka og anna utann hann skilie þar til iiij leigukugillde og landgilldi sem honum þyker moguligtt. Árið1563 ritar Gísli Jónsson biskup um líferni fólks í verstöðvum, þ.á.m. í Herdísarvík. Árið 1677 býr Jón í [Nesi] í Herdísarvík. Í plani til jarðabókarinnar frá 1702 tekur ÁM dæmi af Herdísarvík sem stað við sjávarsíðuna þar sem sé óvenjumikil frjósemi sauðfjár, þar allar ær eður flestar eiga tvö lömb”.

Herdísarvík
“Herdísarvíkurbær stóð vestarlega í Herdísarvíkurtúni undir Skyggni, sem var klöpp, aflöng, og sneri suðaustur-norðvestur. Neðst bæjarhúsanna var stofan og bæjardyrnar undir einu og sama þaki. Bak við stofuna var búrið, en fram af bæjardyrunum var eldhúsið. Þar framan við á vinstri hönd voru göngin og þrjú þrep upp að ganga í baðstofuna, sem var fimm stafgólf, en hlutuð í þrennt. Miðhlutinn, sem var eitt stafgólf, frambaðstofan, er var á hægri hönd, er inn var komið, og aðalbaðstofan á vinstri hönd. Baðstofurnar voru hver fyrir sig tveggja stafgólfa, langar og rúngóðar. Bak við eða norðan við eldhúsið var fjósið fyrir tvær kýr.”

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúð.

“Stígurinn lá norður milli bæjarhúsanna og smiðjunnar að útihúsunum, sem stóðu spölkorn norðan bæjarins. Þar voru þessi hús: Fjós og hesthúskofi, Lambhúsið stóra, Lambhúsið litla, sem líka var notað sem hlaða, og síðan kom hrútakofi, sem seinna var stækkaður, og þar var sjóbúð, sem kölluð var Krísuvíkursjóbúð.”

“Þar norður af [Krísuvíkursjóbúð] er svo Herdísarvíkurhúsið, en þar bjó síðast Einar skáld Benediktsson, og var húsið allt eins kallað Einarshús, eða þá kennt við seinni konu hans og nefnt Hlínarhús…”
“Rétt innan við [túngarðsendann vestari] var lítill tangi, er lá fram í Tjörnina, hét Sauðatangi. Þar austan við var lítið vik, og þar í tveir hólmar, Vatnshólminn og hinn, sem Þvottahóll var nefndur…”

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

“Rétt innan við [túngarðsendann vestari] var lítill tangi, er lá fram í Tjörnina, hét Sauðatangi. Þar austan við var lítið vik, og þar í tveir hólmar, Vatnshólminn og hinn, sem Þvottahóll var nefndur eða Brúarhóll, en milli hólma og lands var Rásin og yfir hana brúin.”
“Varghólsbrunnur er nefndur í sóknarlýsingu séra Jóns Vestmanns, og þá hefur þar verið Varghóll og var í Tjörninni.”
“Þá kom vik fram af bænum, og var þar heimavörin, þá kom Öskuhóll, og var þangað borin askan.”
“Þá kom Hjallhóllinn, öðru nafni Smiðjuhóllinn, og Tungan þar fyrir innan með lágu garðlagi.”

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

“Hér fyrir austan [Austurtúngarðshliðið] taka við Gerðin, sem voru tvö, Vestragerði og Eystragerði. Einnig var talað um Vestragerðistún og Eystragerðistún. Herdísarvíkurgerðin var líka nafn á þessu svæði. Gerðin voru umgirt miklum grjótgarði, sem kallaður var Langigarður. Hlaðinn að mestu af manni, er Arnór hét, austan frá Ási í Ytri-Hrepp. Á garðinum var svo Langagarðshlið. Garður þessi var stundum kallaður Vitlausigarður eða Langavitleysa.”

Herdísarvík

Þversum – fjárhús.

“Krókur myndaðist, þar sem saman komu eystri túngarður og Langigarður, þar stóð Fjárréttin nýja og er enn notuð.”

“Niður með eystri túngarði var sjóbúð, kölluð Ólabúð, og við hana Ólabúðarbyrgi.”
“Sjávarstígurinn lá með austurtjarnarenda niður á Kamp, en af honum lá annar stígur, Gerðisstígurinn, austur um Gerðin.”
“Búðirnar gömlu voru rétt við [Gerðis]stíginn, en þar eru nú rústir einar.”
“Lítið eitt austar er lágur klapparhryggur, sem heitir hryggur, og þar á tvær gamlar sjóbúðir, Hryggjarbúðir, og stóð önnur framar en hin, kallaðar Hryggjarbúðin fremri, sú er stóð nær sjónum, og Hryggjarbúðin efri.”

Herdísarvík

Langsum – fjárhús.

“Túngarðar lágu um túnið, vesturtúngarður að vestan, norður túngarður ofan bæjarins og austurtúngarður að austan. Skarðið var á vesturtúngarði. Bæjarhlið ofan Bæjarins. Fjárhúshlið rétt ofan við útihúsin, og svo var hlið ofan Einarshúss, sem ég kalla Jöfurshlið. Þar um gekk skjáldjöfurinn, er hann tók sér hressingargöngur um nágrennið.”
“Norðurgarðurinn var kallaður Langigarður. Hlaðinn að mestu af manni, er Arnór hét, austan frá Ási í Ytri-Hrepp. Á garðinum var svo Langagarðshlið. Garður þessi var stundum kallaður Vitlausigarður eða Langavitleysa.”
“Krókur myndaðist, þar sem saman komu eystri túngarður og Langigarður, þar stóð Fjárréttin nýja og er enn notuð.”

Herdísarvík

Herdísarvík – fiskigarðar.

“Niður með eystri túngarði var sjóbúð, kölluð Ólabúð, og við hana Ólabúðarbyrgi.”
“Sjávarstígurinn lá með austurtjarnarenda niður á Kamp, en af honum lá annar stígur, Gerðisstígurinn, austur um Gerðin.”
“Búðirnar gömlu voru rétt við [Gerðis]stíginn, en þar eru nú rústir einar.”
“Lítið eitt austar er lágur klapparhryggur, sem heitir hryggur, og þar á tvær gamlar sjóbúðir, Hryggjarbúðir, og stóð önnur framar en hin, kallaðar Hryggjarbúðin fremri, sú er stóð nær sjónum, og Hryggjarbúðin efri.”

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóðbúðir.

“Austan við Hrygginn var lægð, slétt, kölluð Dalurinn… Á Dalnum var vestar Skiparéttin, þar sem skipin voru höfð milli vertíða, og Fjárréttin gamla. Má enn sjá góðar hleðslur þessara mannvirkja.”
“Austan við Hrygginn var lægð, slétt, kölluð Dalurinn… Á Dalnum var vestar Skiparéttin, þar sem skipin voru höfð milli vertíða, og Fjárréttin gamla. Má enn sjá góðar hleðslur þessara mannvirkja.”

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

“Herdísarvíkursjóbúðir stóðu saman sunnan í hrygg, lábörðum, norðan Dalsins. Þær voru nefndar ýmsum nöfnum eftir formönnum, sem þær byggðu ár hvert. Aðeins ein nú með þaki, en hinar vel stæðilegar. Bjarnabúð, Guðmundarbúð, kenns við Guðmund Jónsson í Nýjabæ í krísuvík. Halldórsbúð, kennd við Halldór í Klöpp í Selvogi og var einnig nefns Dórabúð. Guðmundarbúð var einnig kölluð Gamlabúð og þá Stórbúð. Þá var Símonarbúð og Hjálmholtsbú og Krísuvíkurbúð önnur en sú,sem stóð heima við útihúsin.”

Herdísarvík

Herdísrvík – Yngri bærinn.

“Gerðisgarður skipti Gerðunum í tvennt, og þar á var Gerðisgarðshlið.”
“Í Eystragerðinu voru tvö stór fjárhús. Það vestra hét Þversum og lá þvert suður-norður…”
“Í Eystragerðinu voru tvö stór fjárhús. Það vestra hét Þversum og lá þvert suður-norður og hitt lengra í burtu, Langsum, lá austur-vestur.”
“Austan í Bótinni er klöpp, og við hana var Herdísarvíkurvör, og er rauf milli klapparinnar og malarinnar. Herdísarvíkurlending er Vörin einnig kölluð.”

Herdísarvík

Herdísarvík.

“Austan í Bótinni er klöpp, og við hana var Herdísarvíkurvör, og er rauf milli klapparinnar og malarinnar. Herdísarvíkurlending er Vörin einnig kölluð. Þar ofar var Herdíasrvíkurnaust, sem nú er horfið.”
“Uppi á Kampinum stóðu í eina tíð mörg fiskabyrgi, og hjá þeim var Sundtréð.”
“Þar austur af byrjunum tekur svo við Gerðiskampurinn, en eftir honum endilöngum hefur garður mikill verið halaðinn; fyrir því verki stoð frú Hlín Johnson, og því nefni ég garðinn eftir henni, Hlínargarð, og nær hann austur um Langagarðsenda.”

Herdísarvík

Herdísarvíkurgata til austurs.

“Ofanvert við Breiðabáskamp er fjárhellir í gjótu í hrauninu, kallast aðeins Hellir.”
“Á brunanum, sem liggur þarna upp frá sjónum upp undir fjallið, hafa miklir fiskgarðar verið hlaðnir. Munu þeir vera nokkrir kílómetrar á lengd.”
“Upp frá Bæjarhlaðinu var Kúavegur fram hjá Kúavörðu og lá allt upp undir fjallið.”
“Upp frá Bæjarhlaðinu var Kúavegur fram hjá Kúavörðu og lá allt upp undir fjallið.”
“En úr Skarðinu lá Brunnastígur…”
“Sunnan við Brunna voru á hrauninu tvær fjárborgir, sem nefndust Borgin efri og Borgin neðri. Matjurtargarðar voru í báðum Borgunum, kallaðir Borgargarðar.”
“Sunnan við Brunna voru á hrauninu tvær fjárborgir, sem nefndust Borgin efri og Borgin neðri. Matjurtargarðar voru í báðum Borgunum, kallaðir Borgargarðar.”

Seljabót

Seljabót undir Seljabótarnefi.

“Á Seljabót eru landa- og sýslumörk. Landamörk milli Herdísarvíkur og Krísuvíkur og sýslumörk milli Gullbringusýslu og Árnessýslu. Seljabótarnef er þessi staður nefndur. Þarna má sjá selrústir gamlar…”
“Gamlivegur er götuslóði, er liggur upp á Seljabót, upp undir austurhorn Geitahlíðar.”
“Selvegur er slóði, sem liggur út af Gamlavegi upp undir Löngubrekkum, sem eru nokkrir hraunhryggir uppi í hrauninu.”
“Austur með Selvegi er Selhóll…”

Sængurkonuhellir

Herdísarvíkurhraun – Sængurkonuhellir.

“Austur af Klifhæð er lítill hellis-skúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn:”
“Spölkorn fyrir austan túnið var áður fyrr hjáleiga, Herdísarvíkurgerði, og sjást nú fáar minjar þess, að þar hafi bær verið, en tún er þar nokkurt enn; þó hefur sjór brotið eitthvað af því.”

Þjóðsagan um Herdísi, er bjó í Herdísarvík, og Krýsu, er bjó í Krýsuvík er flestum kunn. Í henni segir að “Þórir haustmyrkur hafi numið Selvog og Krýsuvík. Það hefir verið seint á landnámstíð, því fjölbyggt hefir verið orðið syðra eftir þeirri sögn að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall.

Grindarskörð

Selvogsgatan efst í Grindarskörðum.

Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í skarð það sem farið er úr Grindavík upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík.
Það er naumast annað en getgáta að Krýsa og Herdís hafi verið dætur Þóris haustmyrkurs; þó hefir það verið sagt.
Krýsa bjó í Krýsuvík, en Herdís á Herdísarvík. Þær deildu um landamerki milli sín. Vildi Krýsa eiga Geitahlíð alla og væru landamerki í stóran stein er stendur í hrauninu fyrir austan hlíðarhornið. Herdís vildi eiga út á Deildarháls. Hann er nokkuð vestar en undir miðri Geitahlíð og hefir spúð eldi því í honum er gígur ekki alllítill, og úr honum hefir runnið hraun það er Klofningur heitir eða Klofningar.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur ÓSÁ.

Þar hittust þær og deildu þar til báðar heittust, og eru dysjar þeirra á hrygg nokkrum undir hlíðinni skammt fyrir austan hálsinn. Má geta til að Herdís hafi gengið þangað undan, því henni veitti miður þó hvorug hefði vel.
Þangað til hafði veiði mikil verið í Kleifarvatni í Krýsuvíkurlandi og tjörnin í Herdísarvík stararflóð og silungapollur í miðjunni.
Herdís mælti svo um að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða loðsilungur óætur.
Þá lagði Krýsa það á að tjörnin í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn, en allur silungur skyldi verða að hornsílum. Það skyldi og fylgja að tvær skipshafnir skyldu í henni drukkna.
Þetta gekk allt eftir. Bærinn Herdísarvík stóð áður undir Búrkletti, en tjörnin gróf undan honum grundvöllinn svo hann varð að flytja úr stað og einn vetur sem oftar var tjörnin lögð með ís, þá komu sjómenn frá skipum (þau voru tvö) og gengu tjörnina, en ísinn brast og allir drukknuðu. Og enn er varazt að ganga hana þó hún sé lögð. Svo fór um landamerkin sem Krýsa vildi og heitir nú kletturinn Sýslusteinn.
Skammt fyrir austan Kerlingar (dys Krýsu og Herdísar) eru tveir steinar sem líka hafa verið nefndir Sýslusteinar, en eru auðsjáanlega hrapaðir úr hlíðinni á seinni tímum.”

Mölvíkurtjörn

Við Mölvíkurtjörn.

Gengið var til austurs að Mölvíkurtjörn. Um er að ræða fallega ferskvatnstjörn. Tóftir, Mölvíkurbúð, eru austan hennar, líklega útræði því lending er sæmileg þar undan ströndinni, eða þær tengist rekavinnslu, sem þarna er allnokkur. Hlaðið byrgi er á hraunbakka ofan tjarnarinnar. Varða er á hól austan tóftarinnar er vísar veginn áleiðis að Stakkavík. Sunnar og austar liggur gömul gata í gegnum úfið apalhraunið. Eftir stuttan spöl er komið niður á slétt apalhraun. Þar liggur “Helluvörðustígurinn” tvískiptur til austurs. Eldri stígurinn virðist liggja nær sjónu og sá yngri ofar. Stígurinn er djúpklappaður í bergið eftir hófa, klaufir og fæturliðinna alda.. Áhrifaríkt er að fylgja stígnum yfir að Helluvörðunum. Þegar komið er að Víðisandi liggur gata til norðausturs, að Stakkavíkurbænum. Um hann segir m.a. í örnefnaskrám:

Stakkavík

Stakkavík 1928.

“[Sandur berst vestan af Víðasandi, austur yfir ósinn] Og um leið hefir hann grynt ósinn og við það hækkað vatnið í Hlíðarvatni, svo það hefir brotið burt gamla túnið í Stakkavík, sem var fyrir neðan brekkuna. Stóð bærinn þar fram yfir 1850. Nú er rúst hans lítill hólmi.”
Árið 1840: “Hlíðar, Stakkavíkur og Herdísarvíkur hagar mæta stórum áföllum af grjótkasti og skriðum úr fjallinu, því þeir allir bæri eiga þar land, en hafa þó flatlendishaga ásamt.”
“Stakkavík hefur um aldabil verið í eigu Strandarkirkju; er nú í eyði. Stakkavíkurhúsið stendur á tanga er liggur fram í Hlíðarvatn.”
“[Sandur berst vestan af Víðasandi, austur yfir ósinn] Og um leið hefir hann grynt ósinn og við það hækkað vatnið í Hlíðarvatni, svo það hefir brotið burt gamla túnið í Stakkavík, sem var fyrir neðan brekkuna. Stóð bærinn þar fram yfir 1850. Nú er rúst hans lítill hólmi.”
“Stakkavíkurtúngarður er lágur grjótgarður ofan við túnið.”

Stakkavík

Stakkavíkurrétt.

“Dalurinn er hvammur vestan til við húsið. Vörin liggur undan Dalnum. Bryggjan liggur þar fram í vatnið.”
“Tættur standa á hrauninu ofan Dalsins, og eru þar lambhús, hesthús og Heimaréttin.”
“Á vinstri hönd við [Stakkavíkur]götuna eru klettar tveir, kallaðir Gálgaklettar.”
“Stakkavíkurstígur lá heiman frá húsi, austur yfir hraunið að Botnaviki, um Flötina upp um Lyngskjöld í Selstíg. Stígur þessi var kaupstaðarleið Stakkvíkinga til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.”
“Þá voru hraundrangar þar austur af, síðan tók við vík allbreið, kölluð Mölvík, með Mölvíkurkampi. Austast í henni voru klappir, og var þar kallað Varir eða Mölvíkurvarir.”
“Búðarrúst er austur af Tjörninni, Mölvíkurbúð, frá þeim tímum er útræði var úr Mölvíkurvörum; þar er og Mölvíkurfiskabyrgi.”
“Austan Mölvíkur taka við Draugagjártangar, sker og drangur fram í sjó, og austur af þeim taka svo við Draugagjár, og eru þar klappir og klettar.” “Veit ekki um tilurð nafnsins, en mér og öðrum hefur fundizt draugalegt í gjánni.”

Stakkavík

Stakkavík – álfakirkjan.

“Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða… Gata þessi er ekki eins glögg og hin neðri, en aftur á móti er hún vörðuð Helluvörðum allt austur á Víðisand.”
“Innar, það er norðar [en Flathólmi], er svo tangi, sem kallast Vaðið, en milli Vaðs og Flatatanga er vik inn og heitir Vaðvik; þar hefur stígur eða gata legið upp.”
“Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða. Reyndar eru þeir tveir; liggur annar neðar. Alfaravegurinn neðri liggur um klappirnar því nær niður við sjó, og eru markaðar götur í klappirnar allt vestur að Draugagjám, þar hverfa þær undir brunahraun. Svo segja Selvosingar, að götur þessar stefni í sjó fram í Draugagjár og liggi upp á Alboga.””

Stakkavík

Stakkavík – Gálgar.

“Á þessu vatnsviki (?), sem nú er Gamlatúnið eru þrír hólmar, Hólmarnir. Fyrst er Hólminn syðsti, sem einnig kallast Bæjarhólmi, því þar stóð Stakkavíkurbærinn gamli í eina tíð.”
“Austan við tangann, sem húsið stendur á, var lítið vik og þar í Gamlavörin. Ofanvert við hana var smábyrgir, kallað Naustið. Þar hafði bátur verið geymdur.”
“Stöðulnef var gegnt tanganum, og þar mátti sjá stíg er lá niður í vatnið, Gamlastíg.”
“Úti í vatninu mátti sjá móta fyrir garðlagi, sem kallast Vatnsgarður, ef til vill verið túngarður Gamlatúns eða varnargarður fyrir ágangi vatnsins.”
“Austur af Stöðulnefi var svo Réttarnes og þar á Gamlaréttin, og sést þar móta fyrir veggjum.”
“Þegar kom upp á Háahraun, var þar fyrst fyrir neðan þjóðveginn Fjárborgin og litlu austar Álfakirkja, hóll mikill og sérkennilegur…”

Stakkavík

Álfakirkjan í Stakkavík.

“Álfakirkja. hefi ekki heyrt neinar sagnir um hana frá gamalli tíð. En þá er við bræður vorum ungir strákar, þá var það, að Gísli bróðir minn tók sig til og smíðaði kross úr tré og reisti hann á Álfakirkjunni. Nóttina á eftir dreymdi Gísla, að hann væri staddur úti. Sá hann þá stóran hóp af fólki. Bar þar mest á einum manni, sem hafði höfuð og herðar yfir hitt fólkið. Kemur hann til Gísla og segjir við hann, [að] ef hann eigi framar við kirkjuna, þá verið hann drepinn. Krossinn var því fjarlægður. Síðan hefur Gísli ekki orðið var við neitt, hvorki í vöku né svefni, í sambandi við Álfakirkjuna.”
“Þá kom lægð í hraunið upp af Botnaviki, er hét Flöt. Þá komu Höfðar, og þar voru fjárhúsin, lágu upp frá Austurnesi.”

Stakkavíkuselsstígur

Stakkavíkurselsstígur.

“Um Flötina lá Selstígurinn, og var þetta brött leið.”
“Vestan til við hraunfossinn liggur svo Nátthagastígur upp á fjallið.”
“Selstígur heitir upp á fjallinu; liggur hann í Stakkavíkursel, sem er þar norðar á fjallinu.”
“Austar en [Nátthagastígur] er svo Selskarð, og þar um liggur Selskarðsstígur og síðar norður fjallið.”

Skoðaðar voru minjarnar í Stakkavík og á Réttarnesi. Stakkavík fór í eyði 1943. Síðasti ábúnandinn þar var Kristmundur Þorláksson. Loks var gengið að Selsstíg þar sem hann liggur áleiðis upp á Stakkavíkurselsstíg ofan brúnar skammt ofan fjárhústóftanna (sjá aðra FERLIRslýsingu af Stakkavíkurseli). Neðan hans, í Höfðanum, er fyrrnefnd Álfakirkja.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild:
Örnefnalýsing fyrir Ölfus; Orri Vésteinsson og Hildur Gestsdóttir

Þjóðsagan er fengin af
http://www.snerpa.is/net/thjod/krysa.htm

Ómar

Unnið að uppdrætti Herdísarvíkur eftir að heim var komið.