Færslur

Fornugata

Í “Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla I, 2015” og í örnefnalýsingum fyrir Stakkavík og Vogsósa, má lesa eftirfarandi um hraunmarkaðar götur vestan Víðisands suðvestan Hlíðarvatns í Selvogi.

Fornugötur

Fornugötur.

Göturnar eru markaðar í helluhraunshelluna allt að apalhrauni Herdísarvíkurhrauns þar sem þær hverfa undir nýrra hraun. Ljóst er að mikil umferð hefur verið um þessa leið, enda helsta skreiðarflutningsleiðin frá sunnanverðum Reykjanesskaganum að Skálholtsstól til forna. Gatan eða göturnar á hraunhellunni vestan Víðisands hafa ýmist verið nefndar “Alfaraleið”, “Hellugata” eða “Fornugötur”.

“Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða… Gata þessi er ekki eins glögg og hin neðri, en aftur á móti er hún vörðuð Helluvörðum allt austur á Víðisand,” segir í örnefnalýsingu Stakkavíkur. Til er önnur lýsing sem segir frá ýmsum leiðum í nágrenni við Selvog.

Förnugötur

Alfaraleið/Fornugötur.

Þar er þessi leið kölluð Alfaraleið. Hún lá frá Vogsósum, yfir Ósinn á Vogsósavaði og síðan um Víðisand. Þar sem honum sleppir var farið um Hellur svonefndar og var þá hægt að fara bæði efri og neðri leið, og var sú neðri talin eldri, enda sennilega torfær í seinni tíð. Hún hverfur nánast í hraun skammt austan við Mölvík en sú efri stefnir meira í norðaustur, fyrst yfir fremur slétt hraun en svo um troðning yfir yngra hraun sem stundum er kallað Bruninn. Þá taka við Mölvíkurklappir, beint upp af Mölvík en vestan við þær er komið yfir í Herdísarvíkurland. Sá hluti leiðarinnar sem var skráður á vettvangi er vestan við Víðasand, Hellurnar svonefndu og einnig Mölvíkurklappir. Í Hellunum sjást bæði merki um efri og neðri leiðina.
Leiðin liggur um fremur slétt helluhraun. Bílfær vegur liggur niður til suðurs rúmlega 1 km vestur af Stakkavíkurtúni. Þegar komið er nálægt sjávarkampinum eru Hellurnar á vinstri hönd og sjást götur í þeim fast við veginn, í stefnu á tvö vörðubrot.

Fornugötur

Fornugötur – varða.

Þetta er efri leiðin. Hún er fremur óljós í fyrstu en sést þó sem stígur í helluhrauninu. Þegar nær dregur vörðunum verður hún skýrari en verður aftur óljós á kafla á milli þeirra en fjarlægð milli varða er um 120 m. Annars er hægt að rekja þennan stíg um 400 m til VNV. Má ætla að það hafi þurft talsverða umferð járnaðra hesta til að slíta hrauninu svo mjög, enda lítur gatan helst út fyrir að hafa verið meitluð í hraunið með verkfærum, víðast um 30 cm breið og allt að 5-7 cm djúp. Um 400 m VNV af upptökum verður gatan ógreinileg en aftur sést stígur í grónu landi uppundir Brunanum og virðist hafa legið meðfram honum til norðurs, vestan við upphlaðinn vegarspotta. Skammt norðar sveigir svo gatan nánast beint í vestur, um troðning gegnum Brunann sem hlýtur að hafa verið ruddur því hraunið er annars úfið mjög.

Fornugötur

Fornagata.

Troðningur þessi er 2-3 m breiður, gróinn í botni en nokkuð hlykkjóttur. Bruninn er sennilega um 400 m breiður en þar sem honum sleppir tekur aftur við eldra helluhraun, Mölvíkurklappir. Þar sést aftur gata í hrauninu og er hún mjög greinileg á 30-40 m kafla en fjarar út heldur vestar en um miðjar klappir. Er þá komið út undir merki móti Herdísarvík. Þar tekur aftur við yngra hraun og úfnara og sést þar troðningur í átt að Herdísarvíkurbænum. Þá er komið að neðri leiðinni um Hellur. Hún sést um 150 m suðvestan við vestari vörðuna á efri leiðinni og þaðan má rekja hana rúma 500 m til vesturs, ofan í kvos sem liggur A-V ofan við sjávarkamp. Þessi gata er víðast hvar dýpri og greinilegri en efri leiðin og allt að 10-15 cm djúp þar sem mest er.
Í kvosinni er mikið af rekavið og rusli sem sjór hefur borið á land. Þar sem henni sleppir er gatan orðin ógreinileg en þó má sjá grunnan stíg sem liggur áfram til vesturs nokkurn spöl, uns komið er að úfnu hrauni sem er ekki greiðfært nema varkárum göngumönnum og sennilega alveg ófært hrossum.

Fornugötur

Fornugata.

Þá hefur götunum um Hellur verið lýst. Leiðir voru ekki raktar á vettvangi á Víðasandi. Þess má geta að póstvegurinn í átt að Strönd hefur væntanlega fylgt þessari leið, þá hinni efri, en ekki sáust þó vörður við hana nema þær tvær sem áður var getið og eru suðvestan við Hlíðarvatn.
Póstvegurinn lá þó ekki yfir Ósinn á Vogsósavaði heldur á Eysteinsvaði sem er töluvert neðar. Þess má geta að þegar komið hefur verið yfir Brunann á austurleið virðist slóð hafa legið áfram beint í austur, heim að Stakkavík.”

“Vogsósavað var rétt við túngarðinn og eiginlega aðalvaðið,” segir í örnefnalýsingu. Nú er ekki ljóst hvar nákvæmlega Vogsósavað var en þó er líklegt að það hafi verið vestur eða suðvestur af bæ, þar sem breidd er á ósnum hátt í 250 m suður af Vaðhól”.

Fornugata

Fornugata.

“Eysteinsvað var niður undir Ósnum ytri, þ.e. Ósvaðið syðra. Það var einnig kallað Póstvaðið,” segir í örnefnalýsingu. Eysteinsvað var heldur ofar en kampurinn eða um 1,2 km SSV af bæ. Á þessum stað er dálítil beygja á Ósnum. Að sögn Þórarins Snorrasonar var Ósinn víða fær en þessi staður var valinn vegna þess að það gat verið sandbleyta bæði ofan og neðan við við Ósinn. Vaðið var einnig kallað Póstvað, enda lá póstvegurinn þar yfir og sjást hans greinileg merki austar.”

Vogsósar

Vogsósar og nálægar götur.

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um Vogsósa segir: “Ósinn nefnist lækurinn, sem rennur úr Hlíðarvatni til sjávar niður undan Vesturtúni. Hlíðarvatnsós er hann einnig nefndur og Ósinn innri, þar sem hann fellur úr vatninu. Vogsósaós er hann einnig nefndur. Mörg vöð eru á Ósnum, enda þótt hann sé eiginlega alls staðar fær. Nyrzt er Ósvaðið nyrðra eða Gamlavað niður undan Vaðhól. Þá var Vogsósavað rétt við túngarðinn og var eiginlega aðalvaðið. Niður undir Ósnum ytri var Ósvaðið syðra, sem einnig var kallað Eysteinsvað, líka Póstvaðið.

Heimild:
-Aðalskráning fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla I, 2015.
-Ö-Stakkavík, Gísli Sigurðsson.
-Ö-Vogsósar, Gísli Sigurðsson.

Fornugötur

Fornugötur (Alfaraleið/Hellugata).

Stakkavík

Stakkavík er jörð í Selvogi, norðan Hlíðarvatns. Í “Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfus – Áfangaskýrsla I, 2015“, er m.a. fjallað um Stakkavík:
“Jarðardýrleiki x að sögn, en engin geldst hjer tíund af.” JÁM II, 464.

Stakkavík

Stakkavík – bæjarstæði.

Ekki til túnakort. Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: “Lýngrif brúkast til eldiviðar bjarglegt. Rifhrís og til eldiviðar brúkast og peningi til bjargar í heyskorti….Eggver í Hlíðarvatnshólnum má ekki telja…Rekavon í besta lagi af þessari sveit þá inná voginn líður, og fylgir hún kirkjunni og proprietariis. Sölvafjara bjargvæn heimamönnum og so fjörugrös. Heimræði má hjer valla telja, því bærinn liggur lángt frá sjó, þó hefur það fyrir fám árum reynt verið, og til gagns komið sumar og vetur. Túnin brýtur Hlíðarvatn. Engi litlu betur, en um Hlíð segir. Torfrista og stúnga so sem lökust er hún í þessari sveit, nema miður se fyrir grjótum.” JÁM II, 465-466.

Stakkavík

Stakkavík – bæjarstæði.

“Stakkavík hefur um aldabil verið í eigu Strandarkirkju; er nú í eyði. Stakkavíkurhúsið stendur á tanga er liggur fram í Hlíðarvatn,” segir í örnefnalýsingu. Nú er gamalt veiðihús í niðurníðslu rétt vestan við síðasta bæjarstæðið í Stakkavík.
Bærinn stóð á túnræmu sem afmarkast af túngarði í norðri og nokkuð bröttum hraunkambi í suðri. Þar fyrir neðan er Hlíðarvatn. Túnið er óslétt og töluvert af hrauni stendur upp úr. Trúlega hefur þetta ekki þótt gott tún.

Stakkavík

Stakkavík – leifar íbúðarhússins.

Stakkavíkurbærinn stóð fremst á hraunkambinum norðan megin við Hlíðarvatn. Um 50 m norðar er túngarður sem liggur austur-vestur. Húsin voru þrjú, íbúðarhús, heyhlaða og skemma sambyggt því. Alls er bæjarstæðið um 16×16 m stórt. Húsið sem var framar á hraunkambinum hefur verið steypt, 8×7 m á stærð og veggirnir um 25 cm þykkir. Veggirnir hafa fallið út á við nema vesturveggurinn sem hefur hrunið inn í grunninn. Í grunninum má sjá leifar af eldavél og ef til vill sést þar einnig í steyptan skorstein. Grunnurinn á húsinu er mosa og grasi gróinn. Vestan megin við húsið hefur verið steyptur pallur/stétt um 2×2 m og um 0,5 m há. Virðist hún hafa verið í sömu hæð og gólfflötur hússins og ef til vill var inngangurinn í húsið þar. Ætla má að húsið hafi verið hvítmálað þar sem leifar af málningunni sjást á steypunni. Við húsið er lítil hella og á henni platti sem á stendur. ,,Stakkavík í eyði 1943. Síðasti ábúandi Kristmundur Þorláksson”.

Stakkavík

Stakkavík – íbúðarhúsið og nágrenni.

Norðan við húsið er eitthvað sem virðist vera upphlaðin tóft, ferningslaga, um 5×5 m á stærð. Trúlega eru þetta leifar af skemmunni. Hún er nánast algróin og svo virðist sem fyllt hafi verið upp í hana. Á stöku stað sést í hleðslurnar að utanverðu. Heyhlaðan er 9×7 m á stærð. Veggirnir eru um 1 m á hæð og 1 m á breidd. Allir eru þeir vel hlaðnir nema suðurveggurinn sem ekki sést og ef til vill hefur verið op þar. Veggirnir eru mosa og grasi grónir og þá sérstaklega að utanverðu. Tóftin er algróin að innaN og engar leifar af milliveggjum eru sjáanlegir. Leifar af norðurvegg íbúðarhússins eru inn í tóftinni. Mikil gróska er í bæjarstæðinu en ekki teljandi bæjarhóll, enda ekki víst að nokkur mannvirki hafi staðið þarna fyrr en eftir miðja 19. öld.
Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: “Afbýli hefur hjer að fornu verið, það var kallað fjórðúngur jarðarinnar og naut afbýlismaðurinn kosta jarðarinnar pro qvoto.” Ekki er nú vitað hvar afbýli þetta hefur verið og ekki er getið um hjáleigu frá Stakkavík í seinni tíma heimildum.” JÁM II, 466.

Eggert Kristmundsson

Eggert Kristmundsson.

Í Frey 1994 er viðtal Matthíasar Eggertssonar við Eggert Kristmundsson undir fyrirsögninni “Sauðurinn slapp á Lækjartorgi og náðist uppi í Öskjuhlíð“. Hér á eftir er hluti viðtalsins. þ.e. þeim hluta er lítur að dvöld Eggerts í Stakkavík.
“Búskapur hefur verið að dragast saman á Suðumesjum undanfarin ár og áratugi og er nú vart svipur hjá sjón miðað við sem áður var. Enn er þó til fólk sem rak stór bú fram á þennan áratug en hefur nú verulega dregið saman seglin. Einn af þeim er Eggert Kristmundsson, sem býr á Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd með systkinum sínum, Elínu, Lárusi og Þorkeli. Fréttamaður Freys sótti þau heim ásamt Val Þorvaldssyni, héraðsráðunauti Bsb. Kjalamesþings, til að heyra búskaparsögu þeirra.

Hvar ert þúfœddur og uppalinn?
Kristmundur ÞorlákssonÉg er fæddur í Stakkavík í Selvogi árið 1919. Foreldrar mínir voru Kristmundur Þorláksson, fæddur í Hamarskoti í Hafnarfirði, en móðir mín hét Lára Scheving, fædd á Ertu í Selvogi. Foreldrar hennar flutt svo að Stakkavík og þar giftist hún Kristmundi, sem kom þangað sem vinnumaður. Þau eignuðust 10 böm og þar af eru 8 á lífi. Þar búa þau svo til ársins 1943 að þau flytja hingað að Efri-Brunnastöðum.
Hvernig búi bjuggu foreldrar ykkar á uppvaxtarárum ykkar?
Þau voru fyrst og fremst með fé og svo kýr til heimilis. Það var erfitt með heyskap þarna svo að féð gekk mest úti. Það varð að fylgja því eftir og reka það til sjávar á fjörubeit, tvo tíma hvora leið. Það var staðið þar yfir því í tvo tíma og síðan rekið á haga upp í brekkurnar, þar sem skógurinn var. Þar voru beitarhús fyrir féð, sem hét Höfði.

Stakkavík

Stakkavvík – beitarhús í Höfða.

Þannig var þetta upp á hvem dag á vetuma þegar harðindi voru, en svo þegar það kom góð tíð þá fór féð upp um öll fjöll og fimindi og þá varð maður að elta það alla leið austur í Geitafell. Við lentum einu sinni í því við Gísli bróðir minn að sækja féð þangað og við fórum af stað kl. 9:00 um morguninn og komum ekki heim fyrr en kl. eitt um nóttina. Þá komum við til baka með 50 fjár. Í þessum leiðangri skall hann á með blindhríð og útsýningsél. Svo snerist áttin og þá hefðum við villst ef við hefðum ekki haft með okkur tvær golsóttar ær, forystukindur, og þær björguðu okkur. Snjórinn var í hné mestalla leiðina, nema þar sem rindar voru og hæst bar og forystuæmar reyndu að þræða rindana. Við vorum ekki með nokkum matarbita með okkur, því að við ætluðum ekki þetta langt og urðum alveg úrvinda af þreytu. Ég var þá 14 ára en Gísli 15.
Auk kúa og kinda, sem voru um 300, vorum við með fjóra hesta, en það varð að koma tveimur fyrir yfir veturinn.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur ÓSÁ eftir lýsingu Eggerts Kristmundssonar á vettvangi.

Hvert fóruð þið með sláturfé?
Við rákum það til Hafnarfjarðar og það var um átta tíma rekstur en stundum til Reykjavíkur. Ef maður fór hjá Eldborginni yfir Brennisteinsfjöllin gangandi á vetuma þá gat maður farið þetta á sex
tímum og komið niður hjá Múlanum, rétt fyrir ofan Vatnsskarðið, þar sem er lægst ofan af Lönguhlíðinni. Það er mikið brunahraun þama sunnan í móti með mosa og þegar gaddað var þá var gott að
labba þama, en aftur þegar mosinn var mjúkur þá var þyngra að fara þama um.
Ég man sérstaklega eftir fjárrekstri eitt haustið. Guðmundur í Nesi í Selvogi hafði lagt af stað daginn áður með sinn rekstur, en við fórum þennan dag út í Krýsuvík og ætluðum að nátta okkur þar.

Magnús Ólafsson

Magnús Ólafsson í Krýsuvík.

Ég hafði þá aldrei áður farið þessa Krýsuvíkurleið. En það var dálítill snjór á fjallinu enda komið fram að veturmáttum, eftir hrútarétt. Við vorum með 30 sauði og 20 lömb. Á þessum tíma bjó Magnús Ólafsson í Krýsuvík í koti rétt hjá kirkjunni. En hann var ekki heima, svo að við tókum bara úr glugga og skriðum inn til að sofa um nóttina, en við vorum með mat með okkur og prímus. Klukkan sjö um morguninn leggjum við af stað og þá er hann kominn á norðaustan og fok og einn hesturinn strokinn. Það tafði okkur á annan klukkutíma að elta hann uppi. Þegar við komum að Nýjabæ, þá hittum við Magnús Ólafsson og játuðum upp á okkur húsbrotið, en hann fyrirgaf okkur það strax.
Við héldum svo áfram en þá skall á bandvitlaust veður, stormur og snjókoma og óstætt og við villtumst og vorum að hrekjast þetta allan daginn og komumst svo loks aftur í Nýjabæ klukkan eitt um nóttina hundblautir og hraktir. Magnús hafði nóg að gera alla nóttina að kynda og þurrka fötin okkar.
Svo morguninn eftir var kominn útsynnings éljagangur og ég gleymi aldrei hvað mér var kalt þegar ég var að fara í leppana um morguninn, og að koma svo út í kuldann, svona ruddagarra.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður um 1900.

Svo rekum við af stað og vorum sjö tíma frá Krýsuvík og niður í Hafnarfjörð. Þriðja daginn rákum við svo féð frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og þegar við komum niður á Lækjartorg á leið að Tjörninni en þar var Nordal með sitt sláturhús, þá tryllist einn sauðurinn algjörlega. Hann fer yfir einn bílinn sem þar stóð og Sigurður Gíslason yfirlögregluþjónn, hann keyrir á eftir honum á mótorhjóli og annar á lögreglubíl og þeir ná sauðnum uppi í Öskjuhlíð og koma með hann í lögreglubílnum niður í sláturhús. Þessi kraftur var í sauðnum eftir þriggja daga rekstur og á pörtum í umbrotafærð. En þegar bílamir komu og fóru að pípa þá varð hann albrjálaður.
Þetta gerðist rétt fyrir 1940. Þetta er túr sem ég gleymi aldrei, það var ljóti túrinn. Þeir sem yngri eru mættu vita af því að þetta máttu menn leggja á sig töluvert fram á þessa öld í lífsbaráttunni.
En það trúir þessu ekki, þetta er bara karlagrobb í augum unga fólksins og það er svo sem ósköp eðlilegt.

Heyskapurinn í Stakkavík?

Stakkavík

Stakkavík – heimatúnið.

Við heyjuðum á eyðijörð sem heitir Hlíð og var hinum megin við Hlíðarvatnið. Þar fengum við um 90 hestburði sem varð að binda og flytja á bát yfir vatnið og bera síðan heim í hlöðu.
Svo vorum við uppi um öll fjöll að heyja hvar sem nokkra tuggu var að hafa. Maður lá þá við í tjaldi. Það þótti góður sláttumaður sem sló einn kapal á dag. Svo varð maður að reiða þetta heim, allt
upp í þriggja tíma lestarferð. Það voru ágætis slægjur sums staðar, t.d. inni í Stóra-Leirdal, inni í Grindarskörðum. Þar mátti heyja 50 hesta á einum stað. Það var á margra ára sinu. Og féð gekk auðvitað á þessu. Þetta var töluvert beitilyng og grávíðir og það var mjög góð lykt af þessu, þegar búið var að þurrka það, en þetta var létt fóður.
Stunduðu þið ekki sjóróðra frá Stakkavík?

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Nei, en Gísli, bróðir móður minnar, gerði út frá Herdísarvík. Þar voru þá gerð út sjö skip, opin. Það sjást þar enn tættur af verbúðunum. Hann átti þar eina búðina og var þá með menn austan úr Árnessýslu og víðar að á vertíð. Svo reri faðir minn í mörg ár í Selvogi hjá Sveini Halldórssyni. Hann var á opinni trillu.
-Þið bjugguð þarna samtíða Einari Benediktssyni, skáldi, og Hlín Johnson?

Herdísarvík

Herdísarvík – austurtúnið.

Ég hef ekki haldið meira upp á neina konu en hana Hlín. Hún var hetja. Þau flytja í Herdísarvík um 1934. Einar deyr svo snemma árs 1940, en hún var þarna lengi eftir það.
Við hjálpuðum henni á vorin að smala til að rýja og marka og svo aftur á haustin, þegar hún var að farga. Á sumrin hjálpuðum við henni með heyskapinn. Ég var þá að vinna í Hafnarfirði en fór um helgar að hjálpa henni, sló með orfi og ljá. Það var gerði austast í Herdísarvík og aðalheyskapurinn var þar. Þetta hafði verið grætt upp með slori þegar útgerðin var þarna, bara borið á hraunið. Það er grunnur jarðvegur þarna. Þarna mátti heyja unt 80 hesta.
En á veturna var hún í gegningunum sjálf?

Hlín Johnson

Hlín Johnson í Herdísarvík.

Já, hún var með þrjár kýr og ól upp kálfana. Féð var aldrei meira en svona rúmlega 200. Það gekk allt sjálfala. Þetta er einstök jörð til beitar. Það gátu ekki komið þeir vetur að það félli fé úr hor í Herdísarvík. Það gerir fjaran. Það er svo mikið þang og þari þama í Bótinni. En þetta er að breytast. Sjávarkamburinn er allur að fara og sjórinn að brjótast upp í tjöm. Úr þeirri tjörn hefi ég fengið þann besta silung sem ég hef borðað um dagana. Hann var tekinn úr Hlíðarvatni og þurfti að vera þarna í fjögur ár. Þá var hann orðinn fimm pund. Hann er eldrauður og mjög bragðmikill.
Hafði Hlín ekki eitthvað af börnum sínum til að hjálpa sér þarna?

Herdísarvík

Herdísarvík – Herdísarvíkurtjörn.

Það var ósköp lítið sem þau voru þarna, en Jón Eldon sonur hennar færði henni vistir. Hún gaf honum Dodge Weapon bíl, mjög sterkan og hann gat farið þangað suður þó að það væri mikill snjór og ófærð. Ég fór mörg kvöld með honum og við komum ekki til baka til Hafnarfjarðar fyrr en þetta klukkan eitt og tvö á nætumar. Við fórum þá Krýsuvíkurleiðina frá Hafnarfirði.
-Hvað bjó hún þarna lengi?
Hún fer upp úr 1950 og flytur þá í Fossvoginn og var þar með einar tvær kýr, heyrði ég. Ég held að hún hafi þó viljað vera áfram í Herdísarvik, en það var sjálfsagt erfitt.
Ég vorkenndi henni oft þegar ég var að fara frá Herdísarvík að skilja hana eftir í blindbyl og myrkri, háaldraða konuna. En hún var ekki bangin við það.
-Hvað réð því að þið flytjið?

Stakkavík

Stakkavík – veiðihúsið. Það var brennt á öðrum áratug 21. aldar.

Mæðiveikin var þá komin upp og það var búið að girða fyrir Ámessýslu þama, niður í sjó í Selvogi og yfir að Vatnsenda. Svo bara kom veikin upp vestan við. Auk þess sáum við að það var engin framtíð í því að vera þarna fyrir okkur bömin sem vorum þarna að vaxa upp, engin atvinna nema þessi búskapur sem var afar torsóttur og erfiður.” M.E. (Matthías Eggertsson)

Við Stakkavík er grunnur seinni tíma sumarbústaðar, sem nú er horfinn. Í Vísi 1962 er viðtal við Lizzie Olsen, sænska konu, undir fyrirsögninni “Fór til Kleifarvatns”:
“Fyrir skemmstu var haldin hér í bænum myndlistarsýning fimm Svía, sem sjálfir létu ekki sjá sig hér og hafa aldrei hingað komið, en í gær áttum vér viðtal dagsins við sænska listakonu, sem lagt hefir leið sína um Ísland í nokkrar vikur, en fer héðan án þess að halda nokkra sýningu. Hún hefir raunar ekki málað hér neina mynd. En samt þykir oss trúlegt, að Íslands eigi eftir að gæta í ófáum myndum, sem koma frá hendi listakonunnar næstu misseri og jafnvel lengur.

„Hvar er Stakkavík?“
Lizzie Olson Hvað byrjuðuð þér svo að skoða hér eða hvað vilduð þér helzt sjá?
– Ég held helzt að eitt af því fyrsta, þegar ég hafði lent hér, var að spyrja hvern mann á fætur öðrum: „Hvar er Stakkavík?“ og lengi gat enginn svarað þeirri spurningu. Ég gat nokkurn veginn sagt til um, á hvaða svæði Stakkavík væri, en það kom lengi vel fyrir ekki. En þannig stóð á þessu, að kollega minn, sem hafði verið hér, hafði dvalizt um skeið á þessum stað, og fór miklum orðum um þennan part af Íslandi. Svo komst ég í samband við Kjartan Sveinsson, skjalavörð, sem einmitt hafi lánað sænska kolleganum sumarbústað sinn í Stakkavík um tíma. Og mér var strax boðið þangað.

Fyrst til að skoða staðinn

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Við ókum suður að Kleifarvatni og Krýsuvík. Það var út af fyrir sig opinberun að koma þangað og ekki lengra. Aldrei á ævi minni hafði ég séð annað eins landslag, og þó hafði ég verið á eldfjallaeyjum við Grikkland. Þetta var stórkostlegt. Mér fannst ég vera kominn til tunglsins, þegar við stigum út úr bílnum sunnan við Kieifarvatn. Ef málarar geta ekki fengið innblástur þar, þá er ég illa svikin.
En svo, ef einhvern langar til að vita, hvar Stakkavík er, þá er hún við Hlíðarvatn, skammt frá Herdísarvík. Dvaldist ég þarna ein í vikutíma.”

Í Tímanum 1962 eru skrif Jónasar Guðmundssonar; “Sprittloginn í Stakkavík“:

Jónas Guðmundsson

Jónas Guðmundsson.

“Fyrir um það bil hálfum öðrum áratug, eða tveim, var ég oft gestur Kjartans Sveinssonar, bónda og skjalavarðar í Stakkavík, sem er við Hlíðarvatn, næsti bær fyrir austan Herdísarvík. Kjartan hafði þau álög á jörð sinni, kominn úrstjórnarráðinu, að hann mátti ekki hafa fé eða önnur venjuleg húsdýr, sem þarna lifðu á skreið og hrísi, og höfðu gjört um aldir. Birkikjarrið var álitið verðmætara en búvörur, sem þarna mátti framleiða.
Á hinn bóginn mátti Kjartan veiða silung í Hlíðarvatni að vild sinni og hann mátti ganga á reka. Kjartan sinnti þessum hlunnindum vel. Silungur var til matar og gnægð var af rekaviði til að kynda gisið íbúðarhúsið. Og í dularfullum rökkrum við snarkið í eldinum, sögðu menn sögur og vöktu nær til morguns.
Oft var lundi á borðum, er synti í þykkri brúnni sósu, en lundinn hefur þá náttúru, að annaðhvort er hann herramannsmatur, eða óæti. Hvergi hefur lundi verið eins góður og í Stakkavík. Soðinn fyrst vestur á Ásvallagötu, og síðan soðinn enn meir í Stakkavík og þá orðinn hæfur til matar.

Kjartan Sveinsson

Kjartan Sveinsson.

Það var eitt sinn á síðsumardegi eða í byrjun vetrar, að ég fór eina ferð í Stakkavík. Það rigndi og svört og draugaleg skýin sigldu frá hafinu inn yfir hamrana og fjöruna og regnið streymdi úr himninum og stormurinn vældi. Nú verður kalt í Stakkavík, sagði ég, ef ekki verður þeim mun meira kynt.
– Hafðu ekki áhyggjur vinur sagði Kjartan þá glettnislega. Nú er nægur hiti í Stakkavík. Ég er með hvalspik. Ég man nú ekki hverju ég svaraði. En var vanur þeim sérkennilega yl og ilmi er fylgir því að brenna vatnssósa eik og öðrum sætrjám. Og nú átti að brenna spiki, eða lýsi. Mér leist satt að segja ekki eins vel á þetta og rekaviðinn.

Í “Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1943” fjallar Ólafur Þorvaldsson m.a. um Stakkavík undir fyrirsögninni “Grindaskarðavegur“:
“Á háfjallinu norðan vegar er Stórkonugjá. Er það hraungjá mikil, sem hraun hefur runnið eftir frá gömlum eldgíg þar uppi. Austur af Stórkonugjá, skammt fyrir norðan veginn, er Kóngsfell. Þar koma saman lönd Gullbringusýslu og Árnessýslu.

Ólafur Þorvaldsson

Ólafur Þorvaldsson.

Þegar komið er austur af fjallshryggnum, er komið að afarstórri hraunbreiðu. Tvær vörður eru þar við götuna, og skiptast þar leiðir, liggur austasta leiðin til Selvogs, miðleiðin til Stakkavíkur og Herdísarvíkur, en sú þriðja, sem nú er sjaldan farin, liggur til Brennisteinsfjalla, suður með Draugahlíð. Var það leið þeirra manna, sem brennisteinsnám stunduðu í Brennisteinsfjöllum, þegar þeir fóru um helgar til Hafnarfjarðar, því að flestir af þeim áttu þar heima, en mest var þessi leið farin af þeim, sem fluttu brennisteininn til Hafnarfjarðar, og var hann fluttur á
klökkum. Hafnfirðingum, sem hesta áttu, svo og bændum þar í grennd, var að einhverju leyti gefinn kostur á þessum flutningum, og skyldu þeir fá eina krónu á hestburðinn í flutningsgjald. Ferðin mun
hafa tekið 12—14 klst. Eitthvað mun þessu hafa verið sinnt, þrátt fyrir þetta lága gjald, sem að lokum reyndist samt félaginu ofvaxið. Þetta var á síðari hluta nítjándu aldar.

Stakkavíkurgata

Vörður við ofanverða Stakkavíkurgötu.

Leiðin til Stakkavíkur og Herdísarvíkur liggur frá fyrrnefndum vörðum, suðaustur á slétt hraun, og eru smávörður meðfram veginum yfir hraunið. Þegar á mitt hraunið kemur, er úfinn bruni suðvestan vegar, og er farið yfir mjótt haft af honum við suðurtagl Hvalhnjúks. Þegar austur fyrir Hvalhnjúk kemur, taka við Vestur-Ásar.
Fyrst til hægri handar nokkrir gróðurlausir og dökkir hólar, Svörtu-Ásar. Nokkru suðaustur af þeim úti við brunann er Urðarás, og er hann auðþekktur af mikilli grágrýtisurð sunnan megin. Neðarlega í Ásunum eru austan vegar grasbrekkur allstórar, og heita þær Dýjabrekkur. Þar sér enn leifar þess, að þar hefur fyrir löngu verið leitað eftir mó, en ekki mun það hafa þótt svara kostnaði.

Stakkavíkuselsstígur

Stakkavíkur”sels”stígur á brún Stakkavíkurfjalls.

Litlu neðar eru Selbrekkur. Þar hefur, þegar það tíðkaðist almennt, verið haft í seli frá Stakkavík. Úr Selbrekkum er stutt fram á fjallsbrún. Þegar á brún kemur, hýrnar svipur útsýnisins og breytist nokkuð. Það hefur líka hýrnað yfir mörgum vegfaranda þarna, sem kemur úr svartaþoku eða vondu veðri af fjallinu, því að oft er mikill munur veðurfars uppi á fjalli og neðan fjalls. Á brúninni stingum við því við fótum og rennum augum yfir það helzta, sem við blasir. Fyrst skulum við líta niður fyrir fætur okkar, svo að við blátt áfram dettum ekki fram af fjallinu, svo er það snarbratt. Af brúninni blasir við hafið, svo langt sem augað eygir til austurs, suðurs og nokkuð til vesturs, og sjaldan er sjór svo kyrr hér, að ekki kögri hvítu við sanda og hleinar. Héðan sjáum við til Selvogs, og ber þar hæst á vitanum á Selvogstöngum, og kirkjunni á Strönd — Strandarkirkju. Neðan fjallsins er allstórt vatn, Hlíðarvatn. Við austurenda þess, uppi við fjallið, er jörðin Hlíð, bær Þóris haustmyrkurs, þess er nam Selvog. Fyrir nokkrum árum var Hlíð lögð undir Stakkavík, en nú eru báðar í eyði, sorgleg saga, sem gerist víða nú.

Stakkavík

Stakkavíkurborg.

Við vesturenda Hlíðarvatns er Stakkavík. Þar sem hús og tún jarðarinnar var fyrir 70—80 árum, er nú allt í vatni, og sést aðeins smáhólmi, þar sem bærinn stóð. Nú stendur bærinn í hraunjaðrinum við vatnið og má heita túnlaus. Þess vegna var Hlíðin lögð undir Stakkavíkina, því að allgott tún er í Hlíð, en sami eigandi að báðum jörðunum, sem sé Strandarkirkja.
Úr vatninu rennur ós til sjávar, Vogsósaós. Í Hlíðarvatni er allmikil silungsveiði, og eru það Hlíð og Stakkavík, sem eiga beztu lagnirnar. Af brúninni sjáum við ekki til Herdísarvíkur, þar eð Stakkavíkurfjall byrgir útsýn þangað. Ef við ætlum okkur heim á annan hvorn víkurbæinn, förum við að feta okkur niður stíginn, sem liggur í mörgum krókum og sveigum niður fjallið og heitir Selstígur. Frá fjallinu er aðeins steinsnar heim að Stakkavík. Vestur að Herdísarvík er um þriggja stundarfjórðunga gangur frá Stakkavík. Hefur nú verið lýst leið hinna svonefndu útbæja í Selvogi, og hverfum við nú aftur norður undir ,,Skarð“, að vörðunum tveim, og förum þaðan austustu leiðina, sem liggur til Vogsósa og Selvogshverfis.”

Í Morgunblaðinu 22. janúar 1986 er minningargrein um Láru Gísladóttur. Hún lést 16.11.1985:
Lára Gísladóttir“Þegar ég kom fyrst að Brunnastöðum var Kristmundur horfinn af vettvangi en Lára hafði stigið fyrstu fetin yfír á tíunda áratugævinnar. Þó hún væri öldruð vakti enn í vitund hennar glaður minningalogi
liðinnar ævi og hú var fús til að bregða upp leifturmyndum sem henni voru hugstæðar.
Lára fæddist árið 1889 í litlu hjáleigukoti sem tilheyrði eignarjörð stórbóndans í Nesi í Selvogi. Þetta kot hét Erta. Æskuheimili hennar var lítið en notalegt og henni þótti gott að vaxa þar upp frá
bemsku til ungmeyjarára. Þá fluttust foreldrar hennar að Stakkavík sem var erfíð jörð en gaf dugandi fólki mikla möguleika til fjárræktar. Árið 1918 giftist Lára Kristmundi Þorlákssyni. Hann var ættaður úr Hafnarfírði. Þau tóku þá við búinu í Stakkavík. Kristmundur var harðfengur maður og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna enda þótt fjöllin og hafíð biðu hættunni heim þar sem hann þurfti að gæta hjarðar sinnar.

Eggert kristmundsson

Eggert með systkinum sínum á Brunnastöðum.

Hún Lára var heldur enginn veifískati. Á tuttugu árum ól hún honum Kristmundi tíu böm og þurfti í eitt skipti þegar það bar að höndum að gegna sjálf nærkonu hlutverkinu. Einn drengurinn hennar, sjö ára gamall, var hjá henni og gat náð í skærin. Allt fór vel, þegar Kristmundur kom heim frá fjárgæslu brosti konan hans við honum og nærði við brjóst sitt nýfæddan son. Þetta er aðeins ein af mörgum lífsmyndum sem vitna um hetjuhug húsfreyjunnar í Stakkavík. En þrátt fýrir einangrun og margháttaða erfíðleika undi hún vel hag sínum og fannst hún eiga þar sæla daga.
En svo kom vágestur í byggðina. Mæðiveikin felldi fjárstofninn og flölskyldan flutti að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd eftir að hafa búið í Stakkavík í 27 ár. Þar var Lára síðan húsfreyja í nær fjóra áratugi eða þangað til hann Kristmundur hennar kvaddi þennan heim og börnin tóku við.

Stakkavík

Íbúðarhúsið í Stakkavík 1968. Það brann og í framhaldinu var byggt veiðihús í tóftum fjárhúsa skammt vestar, sem síðar var brennt.

En Selvogurinn og Vatnsleysuströndin eu tveir ólíkir heimar. Að vísu fellur sami sjór að ströndinni en ris öldunnar er með ólíku yfirbragði og tónn frá hörpu hafsins ekki sá sami.
Þó húsfreyjan á Brunnastöðum tapaði engu af sinni heimilishyggju og gengi með sömu atorku að hverju starfi á ströndinni og í voginum mun henni hafa fundist eggjagrjótið þar sárara við fót en suður í Stakkavík. Þannig verða viðhorf þeirra sem alast upp og lifa með náttúru landsins og neyta af nægtum hennar síns brauðs í sveita síns andlits.
StakkavíkAf tíu börnum þeirra Láru Gísladóttur og Kristmundar Þorlákssonar eru átta á lífi, af þeim eru fimm búsett á Brunnastöðum og reka þar myndarlegt sauðfjárbú. Þau eru: Gísli Seheving, Eggert, Elín Kristín, Þorkell og Lárus Ellert. Anna Sigríður er húsfreyja á Sætúni á Vatnsleysuströnd, Valgeir Scheving er búsettur í Reykjavík og Hallgrímur í Keflavík. Tvö dóu í æsku, Valgerður og Lárus.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur.

Nú er Lára Gísladóttir gengin á vit hins óþekkta og rekur ekki lengur lífsþræði sína á vettvangi okkar skynjanlegu veraldar. Þótt kynni okkar væru ekki löng minnist ég með söknuði þeirra kvöldstunda þegar þessi lífsreynda heiðurskona opnaði fyrir mér heim sinnar liðnu ævi og gerði mér grein fyrir baráttusögu einyrkjanna í einni afskekktustu byggð á suðurströnd íslands, Stakkavík í Selvogi. Spor genginna kynslóða eru athygli verð. Þar voru flest fótmál stigin og hugsun fjöldans bundin þeim ásetningi að vera sjálfbjarga og varða leiðina í átt til betri og bjartari framtíðar. Ein í þeim hópi var Lára Gísladóttir. Guð blessi minningu hennar.” – Þ. Matt.

Í Tímanum 1971 er grein eftir Ólaf Þorvaldsson; “Tekið heima“. Greinir hann m.a. frá fólkinu og lífinu í Stakkavík.
“Áður fyrr var oft haft á orði, að þessi eða hinn væri búinn „að taka heima“, þegar sá hinn sami hafði fest sér jörð eða kot til ábúðar. Þessi ósköp hafa nokkrum sinnum hent mig á lífsleiðinni, að taka

Stakkavík

Stakkavík – hlaða.

heima, festa mér jörð eða ábýli til búskapar, oft að lítt athuguðu máli, jafnvel af tilviljun einni.
Ekki verða hér rekin tildrög allra minna heimtaka. Ég tek hér eitt út úr, en það var, þegar ég tók heima í Herdísarvík í Selvogshreppi vorið, eða réttara sagt sumarið 1927.
Það mun hafa verið í síðara hluta júlímánaðar 1927, er við hjónin stóðum við slátt á túni okkar á Hvaleyri, nokkuð fyrir venjulegan fótaferðartíma, að kona mín vekur athygli mína á, að maður á brúnu hrossi kemur niður veginn, sem liggur af aðalveginum, og stefnir að túnhliði okkar. Þetta var óvenjuleg sjón, einkum á þessum tíma sólarhringsins. Hér hlaut langferðamaður að vera á ferð, og fer ég strax að huga nánar að þessum árrisula ferðalangi. Eftir smástund segi ég við konu mína, að ekki kunni ég mann að kenna, sé þetta ekki Kristmundur bóndi í Stakkavík í Selvogi. Við Kristmundur vorum vinir og mjög samrýndir á æsku- og uppvaxtarárum okkar í Hafnarfirði, og svo var ekki nema mánuður frá því, að við sáum Kristmund seinast á þessu sama hrossi. Þetta reyndist rétt vera. Sá var maðurinn.

Hvaleyri

Hvaleyri – kort.

Hið fyrsta, sem ég spurði Kristmund um eftir kveðjur okkar, var, hvort nokkuð væri að hjá honum. Hann kvað svo ekki vera, en segist ætla að biðja mig fyrir hann Brún sinn, þar eð hann þurfi að bregða sér til Reykjavíkur, og var það auðsótt mál.
Þegar við höfðum komið hestinum á snapir, gengum við í bæinn. Kona mín bar Kristmundi góðgerðir — hann hlaut að vera hjallhanginn eftir að hafa verið á ferð alla nóttina. Á meðan við drukkum morgunkaffið, minntist ég á það, að hann hlyti að hafa mjög brýnt erindi að reka, úr því að hann væri á ferð um hásláttinn, og það í þurrkatíð.

Herdísarvík

Herdísarvík.

„Það er nú samt í sambandi við sláttinn, að ég fer þessa ferð“, anzar Kristmundur. Svo segir hann mér, að nú sé Herdísarvíkin komin í eyði, og hafi ég ef til vill heyrt um það. Þórarinn, bóndinn í Herdísarvík, hafi flutt til Reykjavíkur með sitt fólk, sem væri ekki margt, aðeins þau hjónin og gömul kona, sem búin hafi verið að vera þar mjög lengi. Þetta hafi gerzt eftir að rúningu fjárins og ullarþvotti lauk.

Og Kristmundur heldur áfram og segir: “Nú þarf ég að reyna að komast til Reykjavíkur og leita uppi Einar Benediktsson, skáld og fyrrverandi sýslumann, til að vita, hvort hann vill lofa mér að slá meira eða minna í Herdísarvíkurtúninu, þar eð útlit er fyrir, að Herdísarvíkin byggist ekki þetta árið. Hlíðartúnið, sem ég hef undir, ætlar að verða mjög lélegt, og ekkert tún heima, svo sem þú veizt. Þórarinn bar vel á túnið að venju og lét róta úr öllum hlössum snemma í vor.”

Stakkavík

Stakkavík – herforingjaráðskort 1903.

Um kvöldið kom Kristmundur aftur, svo sem hann ætlaði sér, en ekki með Herdísarvíkurtúnið í vasanum, og óvíst, hvort úr þessu rættist fyrir honum. Við ræddum þetta nokkra stund, unz Kristmundur segir: „Heyrðu annars, af hverju tekur þú ekki Herdísarvíkina. Þessi kot hérna eru ekki við ykkar hæfi“.
Eftir samtal okkar hjóna þetta kvöld var ég ákveðinn að hafa tal af Einari Benediktssyni, að þeim fresti liðnum, sem bann setti sér til þess að gefa Kristmundi eitthvert svar.
Þegar við Kristmundur skildum næsta morgun, og hann hélt heim til sín, sagði ég honum, að ef ég fengi Herdísárvikina til ábúðar, gætum við slegið heimatúnið í félagi og skipt heyinu jafnt. Og
Kristmundi mun hafa þótt þetta betra en ekki.”
Ólafur og kona hans flutti árið síðar að Herdísarvík.

Heimildir:
-Aðalskráning fornleifa í sveitarfélaginu Ölfus – Áfangaskýrsla I, 2015.
-https://timarit.is/page/5584174?iabr=on#page/n7/mode/2up/search/stakkav%C3%ADk%20kristmundur
-Freyr, 15.-16. tbl. 01.08.1994, Sauðurinn slapp á Lækjartorgi og náðist uppi í Öskjuhlíð – Viðtal við Eggert Kristmundsson, bls. 512-517.
-Vísir, 18. ágúst 1962, Fór til Kleifarvatns, bls. 2 og 4.
-Tíminn, 17. ágúst 1962, Sprittloginn í Stakkavík, bls. 8. Jónas Guðmunsson skrifar.
-Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1943, Grindaskarðavegur, Ólafur Þorvaldsson, bls. 99-102.
-Morgunblaðið 22. janúar 1986, minningargrein um Láru Gísladóttur, bls. 44.
-https://timarit.is/page/3560264?iabr=on#page/n5/mode/2up/search/kristmundur%20%C3%BEorl%C3%A1ksson%20stakkav%C3%ADk
-Tíminn, sunnudagsblað, 16. tbl. 01.05.1971, Ólafur Þorvaldsson – “Tekið heima”.
-Morgunblaðið 21. jan. 2010, Eggert Kristmundsson, minningargrein, bls. 28.

Stakkavík

Stakkavík – rétt á Réttartanga.

Herdísarvík

Gengið var um Herdísarvík.

Herdísarvík

Herdísarvík 1898.

Eftir að hafa skoðað tóftir gamla bæjarins suðvestan við nýjasta og núverandi hús þar var kíkt á útihúsin vestan þess. Á milli þeirra er hlaðin brú eða stígur í Herdísarvíkurtjörnina og austanvert við hana er hlaðið skeifulaga gerði. Þetta svæði var, að sögn Þórarins Snorrasonar á Vogsósum, sem kunnugur er í Selvogi, fyrrum á þurru, en eftir að sjórinn opnaði leið inn í tjörnina hafa landshættir breyst. Eiðið er lokaði Herdísarvíkurtjörninni var miklu mun utar, en eftir að sjórinn braut sér leið inn í hana breyttust aðstæður verulega. Silungurinn, sem Hlín Johnsen hafi áður veitt í net í Hestavíkinni, hvarf m.a með öllu.

Herdísarvík

Herdísarvíkurbærinn yngri.

Í brúnni og við hana má sjá brotna myllusteina, steinsökkur, letursteina (ankeri og kross) og fleiri mannanna verk. Einar Benediktsson og Hlín Johnsen eru sennilega eftirminnilegustu ábúendurnir í Herdísarvík og reyndar þeir síðustu, en Þórarinn og Ólafur, sem áður voru, eru ekki síður eftirminnilegir. Sá fyrrnefndi var fjármargur og þurfti drjúgt lið aðstoðarmanna. Einn þeirra var Sigurður Þorláksson, sem á efri árum ritaði ógleymanlegar endurminningar frá árum sínum í Herdísarvík og Stakkavík. Ólafur Þorvaldsson ritaði hjartnæmar lýsingar af ferðum sínum um svæðið og kunni skil á staðháttum og örnefndum manna best. Í bókum hans Harðsporum og Eins og fífan fíkur má sjá slíkar lýsingar frá Herdísarvík og nágrenni.

Herdísarvík

Herdísarvíkur – brú og gerði.

Sagt er að Hlín hafi flúið með Einar í nálægan skúta eitt sinn þegar óveður gekk yfir og færði gamla bæinn, sem þau þá bjuggu í, í kaf. Enn má sjá leifar gamla bæjarins sem og reykofns Hlínar og bruggaðstöðu í Herdísarvík. Eggert Kristmundsson frá Stakkavík, nú Brunnastöðum (sjá ferð og viðtal við hann undir Fróðleikur), minnist með mikilli ánægju á hið reykta ærkjöt Hlínar, en það var hvergi betra “vegna þess hve reykurinn kom kaldur inn í reykhúsið”.
Garðarnir í kringum Herdísarvík heita hver sínum nöfnum. Þar er og hver staður með sína merkingu.

Herdísarvík

Hlínargarður.

Gengið var austur með austur með Langagarði, yfir að sjóbúðunum og í Gerðið. Nefndur Sigurður segir skemmtilega frá því í endurminningum sínum þá er beðist var endurreisnar sjóbúðanna, að Hlín hafi sett þau skilyrði fyrir búðaruppgerðinni að einungis einn tengiliður yrði með henni og vermönnum. Hún vildi ekki ágang þann sem af margmenninu gat hlotist. Þó segir hann að samskipti Hlínar og vermanna hafi alla tíð verið hin ágætustu og arðbærustu fyrir báða aðila.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var um Gerðið og m.a. skoðaður Hlínargarður og fjárhústóftirnar af Langsum og Þversum, en svo nefndust fjárhúsin stóru í Gerðinu. Hafa ber í huga að Gerðið er ræktað upp með slori, sem sett var á hraunið er þannig greri smám saman upp. Norðan þess og norðaustan eru ómældir kílómetrar af þurrkgörðum og litum þurrkbyrgjum. Því miður hefur þjóðvegurinn verið lagður í gegnum garðana, en ætlunin er að nýi vegurinn, svonefndur Suðurstrandarvegur, muni liggja ofan þeirra. Að sögn Þorkels Kristmunssonar (sjá viðtal við hann undir Fróðleikur) frá Stakkavík munu fjárhúsin hafa verið hlaðin upp úr fjárborgunum er minnst er á í örnefnaslýsingum.

Herdísarvík

Í Breiðabás.

Þá var gengið yfir í Breiðabás. Á leiðinni þangað var komið við í fjárhelli, sem þar er í hrauninu. Leifar Herdísarvíkurgerðis, þ.e. kotbýlis frá Herdísarvík er þarna austan við Gerðið. Breiðabás var og fjárhellir, þar sem Herdísarvíkurféð var vistað. Op hellisins var þá mót sjónum, en nú hefur sjávarkamburinn fyllt upp í opið og hulið það. Sagnir eru um menn, sem fóru inn í hellinn, villtust, en komust út aftur eftir illan leik. Einar Benediktsson segir hellinn ná frá Breiðabás upp í mitt Mosaskarð, sem er um og yfir kílómeter á lengd. FERLIR hefur lagt nokkuð á sig til að finna op Breiðabáshellis, en ekki orðið ágengt fram að þessu. Ætlunin er m.a. að reyna að virkja stórtækar vinnuvélar Suðurstandarvegarins væntanlega til að “grafast fyrir um opið”, en flytja þarf sjávarkambinn svolítið til á kafla beint upp af “klofningskletti”.

Herdísarvík

Fiskigarðar.

Í örnefnalýsingu fyrir Herdísarvík segir m.a.:
“Allar gamlar menningarminjar á jörðinni Herdísarvík, svo sem fiskigarðar verbúðir, tættur af íveruhúsum, peningshúsum og öðrum útihúsum, þar á meðal seljarústir [Herdísarvíkursel] í Seljabót” voru friðlýstar af Þór Magnússyni 7.9.1976.
Sagt er frá því að Olafr Gronlendinga byscop kom i Herdisar vik 1262. Árið 1544 á Skálholtsstaður uppgefinn teinæring í Herdísarvík. Kirkjan í Krýsuvík var lögð niður en umboðsmenn Skálholtskirkju skyldu byggja Herdísarvík sbr. bréf frá 1563 þar sem Gísli bp gefur Þórði Jónsyni umboð til að byggja stósljarðir í Grindavík Krýsuvík og Herdísarvík “bæde halftt skip Reka og anna utann hann skilie þar til iiij leigukugillde og landgilldi sem honum þyker moguligtt. Árið1563 ritar Gísli Jónsson biskup um líferni fólks í verstöðvum, þ.á.m. í Herdísarvík. Árið 1677 býr Jón í [Nesi] í Herdísarvík. Í plani til jarðabókarinnar frá 1702 tekur ÁM dæmi af Herdísarvík sem stað við sjávarsíðuna þar sem sé óvenjumikil frjósemi sauðfjár, þar allar ær eður flestar eiga tvö lömb”.

Herdísarvík
“Herdísarvíkurbær stóð vestarlega í Herdísarvíkurtúni undir Skyggni, sem var klöpp, aflöng, og sneri suðaustur-norðvestur. Neðst bæjarhúsanna var stofan og bæjardyrnar undir einu og sama þaki. Bak við stofuna var búrið, en fram af bæjardyrunum var eldhúsið. Þar framan við á vinstri hönd voru göngin og þrjú þrep upp að ganga í baðstofuna, sem var fimm stafgólf, en hlutuð í þrennt. Miðhlutinn, sem var eitt stafgólf, frambaðstofan, er var á hægri hönd, er inn var komið, og aðalbaðstofan á vinstri hönd. Baðstofurnar voru hver fyrir sig tveggja stafgólfa, langar og rúngóðar. Bak við eða norðan við eldhúsið var fjósið fyrir tvær kýr.”

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúð.

“Stígurinn lá norður milli bæjarhúsanna og smiðjunnar að útihúsunum, sem stóðu spölkorn norðan bæjarins. Þar voru þessi hús: Fjós og hesthúskofi, Lambhúsið stóra, Lambhúsið litla, sem líka var notað sem hlaða, og síðan kom hrútakofi, sem seinna var stækkaður, og þar var sjóbúð, sem kölluð var Krísuvíkursjóbúð.”

“Þar norður af [Krísuvíkursjóbúð] er svo Herdísarvíkurhúsið, en þar bjó síðast Einar skáld Benediktsson, og var húsið allt eins kallað Einarshús, eða þá kennt við seinni konu hans og nefnt Hlínarhús…”
“Rétt innan við [túngarðsendann vestari] var lítill tangi, er lá fram í Tjörnina, hét Sauðatangi. Þar austan við var lítið vik, og þar í tveir hólmar, Vatnshólminn og hinn, sem Þvottahóll var nefndur…”

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

“Rétt innan við [túngarðsendann vestari] var lítill tangi, er lá fram í Tjörnina, hét Sauðatangi. Þar austan við var lítið vik, og þar í tveir hólmar, Vatnshólminn og hinn, sem Þvottahóll var nefndur eða Brúarhóll, en milli hólma og lands var Rásin og yfir hana brúin.”
“Varghólsbrunnur er nefndur í sóknarlýsingu séra Jóns Vestmanns, og þá hefur þar verið Varghóll og var í Tjörninni.”
“Þá kom vik fram af bænum, og var þar heimavörin, þá kom Öskuhóll, og var þangað borin askan.”
“Þá kom Hjallhóllinn, öðru nafni Smiðjuhóllinn, og Tungan þar fyrir innan með lágu garðlagi.”

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

“Hér fyrir austan [Austurtúngarðshliðið] taka við Gerðin, sem voru tvö, Vestragerði og Eystragerði. Einnig var talað um Vestragerðistún og Eystragerðistún. Herdísarvíkurgerðin var líka nafn á þessu svæði. Gerðin voru umgirt miklum grjótgarði, sem kallaður var Langigarður. Hlaðinn að mestu af manni, er Arnór hét, austan frá Ási í Ytri-Hrepp. Á garðinum var svo Langagarðshlið. Garður þessi var stundum kallaður Vitlausigarður eða Langavitleysa.”

Herdísarvík

Þversum – fjárhús.

“Krókur myndaðist, þar sem saman komu eystri túngarður og Langigarður, þar stóð Fjárréttin nýja og er enn notuð.”

“Niður með eystri túngarði var sjóbúð, kölluð Ólabúð, og við hana Ólabúðarbyrgi.”
“Sjávarstígurinn lá með austurtjarnarenda niður á Kamp, en af honum lá annar stígur, Gerðisstígurinn, austur um Gerðin.”
“Búðirnar gömlu voru rétt við [Gerðis]stíginn, en þar eru nú rústir einar.”
“Lítið eitt austar er lágur klapparhryggur, sem heitir hryggur, og þar á tvær gamlar sjóbúðir, Hryggjarbúðir, og stóð önnur framar en hin, kallaðar Hryggjarbúðin fremri, sú er stóð nær sjónum, og Hryggjarbúðin efri.”

Herdísarvík

Langsum – fjárhús.

“Túngarðar lágu um túnið, vesturtúngarður að vestan, norður túngarður ofan bæjarins og austurtúngarður að austan. Skarðið var á vesturtúngarði. Bæjarhlið ofan Bæjarins. Fjárhúshlið rétt ofan við útihúsin, og svo var hlið ofan Einarshúss, sem ég kalla Jöfurshlið. Þar um gekk skjáldjöfurinn, er hann tók sér hressingargöngur um nágrennið.”
“Norðurgarðurinn var kallaður Langigarður. Hlaðinn að mestu af manni, er Arnór hét, austan frá Ási í Ytri-Hrepp. Á garðinum var svo Langagarðshlið. Garður þessi var stundum kallaður Vitlausigarður eða Langavitleysa.”
“Krókur myndaðist, þar sem saman komu eystri túngarður og Langigarður, þar stóð Fjárréttin nýja og er enn notuð.”

Herdísarvík

Herdísarvík – fiskigarðar.

“Niður með eystri túngarði var sjóbúð, kölluð Ólabúð, og við hana Ólabúðarbyrgi.”
“Sjávarstígurinn lá með austurtjarnarenda niður á Kamp, en af honum lá annar stígur, Gerðisstígurinn, austur um Gerðin.”
“Búðirnar gömlu voru rétt við [Gerðis]stíginn, en þar eru nú rústir einar.”
“Lítið eitt austar er lágur klapparhryggur, sem heitir hryggur, og þar á tvær gamlar sjóbúðir, Hryggjarbúðir, og stóð önnur framar en hin, kallaðar Hryggjarbúðin fremri, sú er stóð nær sjónum, og Hryggjarbúðin efri.”

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóðbúðir.

“Austan við Hrygginn var lægð, slétt, kölluð Dalurinn… Á Dalnum var vestar Skiparéttin, þar sem skipin voru höfð milli vertíða, og Fjárréttin gamla. Má enn sjá góðar hleðslur þessara mannvirkja.”
“Austan við Hrygginn var lægð, slétt, kölluð Dalurinn… Á Dalnum var vestar Skiparéttin, þar sem skipin voru höfð milli vertíða, og Fjárréttin gamla. Má enn sjá góðar hleðslur þessara mannvirkja.”

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

“Herdísarvíkursjóbúðir stóðu saman sunnan í hrygg, lábörðum, norðan Dalsins. Þær voru nefndar ýmsum nöfnum eftir formönnum, sem þær byggðu ár hvert. Aðeins ein nú með þaki, en hinar vel stæðilegar. Bjarnabúð, Guðmundarbúð, kenns við Guðmund Jónsson í Nýjabæ í krísuvík. Halldórsbúð, kennd við Halldór í Klöpp í Selvogi og var einnig nefns Dórabúð. Guðmundarbúð var einnig kölluð Gamlabúð og þá Stórbúð. Þá var Símonarbúð og Hjálmholtsbú og Krísuvíkurbúð önnur en sú,sem stóð heima við útihúsin.”

Herdísarvík

Herdísrvík – Yngri bærinn.

“Gerðisgarður skipti Gerðunum í tvennt, og þar á var Gerðisgarðshlið.”
“Í Eystragerðinu voru tvö stór fjárhús. Það vestra hét Þversum og lá þvert suður-norður…”
“Í Eystragerðinu voru tvö stór fjárhús. Það vestra hét Þversum og lá þvert suður-norður og hitt lengra í burtu, Langsum, lá austur-vestur.”
“Austan í Bótinni er klöpp, og við hana var Herdísarvíkurvör, og er rauf milli klapparinnar og malarinnar. Herdísarvíkurlending er Vörin einnig kölluð.”

Herdísarvík

Herdísarvík.

“Austan í Bótinni er klöpp, og við hana var Herdísarvíkurvör, og er rauf milli klapparinnar og malarinnar. Herdísarvíkurlending er Vörin einnig kölluð. Þar ofar var Herdíasrvíkurnaust, sem nú er horfið.”
“Uppi á Kampinum stóðu í eina tíð mörg fiskabyrgi, og hjá þeim var Sundtréð.”
“Þar austur af byrjunum tekur svo við Gerðiskampurinn, en eftir honum endilöngum hefur garður mikill verið halaðinn; fyrir því verki stoð frú Hlín Johnson, og því nefni ég garðinn eftir henni, Hlínargarð, og nær hann austur um Langagarðsenda.”

Herdísarvík

Herdísarvíkurgata til austurs.

“Ofanvert við Breiðabáskamp er fjárhellir í gjótu í hrauninu, kallast aðeins Hellir.”
“Á brunanum, sem liggur þarna upp frá sjónum upp undir fjallið, hafa miklir fiskgarðar verið hlaðnir. Munu þeir vera nokkrir kílómetrar á lengd.”
“Upp frá Bæjarhlaðinu var Kúavegur fram hjá Kúavörðu og lá allt upp undir fjallið.”
“Upp frá Bæjarhlaðinu var Kúavegur fram hjá Kúavörðu og lá allt upp undir fjallið.”
“En úr Skarðinu lá Brunnastígur…”
“Sunnan við Brunna voru á hrauninu tvær fjárborgir, sem nefndust Borgin efri og Borgin neðri. Matjurtargarðar voru í báðum Borgunum, kallaðir Borgargarðar.”
“Sunnan við Brunna voru á hrauninu tvær fjárborgir, sem nefndust Borgin efri og Borgin neðri. Matjurtargarðar voru í báðum Borgunum, kallaðir Borgargarðar.”

Seljabót

Seljabót undir Seljabótarnefi.

“Á Seljabót eru landa- og sýslumörk. Landamörk milli Herdísarvíkur og Krísuvíkur og sýslumörk milli Gullbringusýslu og Árnessýslu. Seljabótarnef er þessi staður nefndur. Þarna má sjá selrústir gamlar…”
“Gamlivegur er götuslóði, er liggur upp á Seljabót, upp undir austurhorn Geitahlíðar.”
“Selvegur er slóði, sem liggur út af Gamlavegi upp undir Löngubrekkum, sem eru nokkrir hraunhryggir uppi í hrauninu.”
“Austur með Selvegi er Selhóll…”

Sængurkonuhellir

Herdísarvíkurhraun – Sængurkonuhellir.

“Austur af Klifhæð er lítill hellis-skúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn:”
“Spölkorn fyrir austan túnið var áður fyrr hjáleiga, Herdísarvíkurgerði, og sjást nú fáar minjar þess, að þar hafi bær verið, en tún er þar nokkurt enn; þó hefur sjór brotið eitthvað af því.”

Þjóðsagan um Herdísi, er bjó í Herdísarvík, og Krýsu, er bjó í Krýsuvík er flestum kunn. Í henni segir að “Þórir haustmyrkur hafi numið Selvog og Krýsuvík. Það hefir verið seint á landnámstíð, því fjölbyggt hefir verið orðið syðra eftir þeirri sögn að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall.

Grindarskörð

Selvogsgatan efst í Grindarskörðum.

Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í skarð það sem farið er úr Grindavík upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík.
Það er naumast annað en getgáta að Krýsa og Herdís hafi verið dætur Þóris haustmyrkurs; þó hefir það verið sagt.
Krýsa bjó í Krýsuvík, en Herdís á Herdísarvík. Þær deildu um landamerki milli sín. Vildi Krýsa eiga Geitahlíð alla og væru landamerki í stóran stein er stendur í hrauninu fyrir austan hlíðarhornið. Herdís vildi eiga út á Deildarháls. Hann er nokkuð vestar en undir miðri Geitahlíð og hefir spúð eldi því í honum er gígur ekki alllítill, og úr honum hefir runnið hraun það er Klofningur heitir eða Klofningar.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur ÓSÁ.

Þar hittust þær og deildu þar til báðar heittust, og eru dysjar þeirra á hrygg nokkrum undir hlíðinni skammt fyrir austan hálsinn. Má geta til að Herdís hafi gengið þangað undan, því henni veitti miður þó hvorug hefði vel.
Þangað til hafði veiði mikil verið í Kleifarvatni í Krýsuvíkurlandi og tjörnin í Herdísarvík stararflóð og silungapollur í miðjunni.
Herdís mælti svo um að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða loðsilungur óætur.
Þá lagði Krýsa það á að tjörnin í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn, en allur silungur skyldi verða að hornsílum. Það skyldi og fylgja að tvær skipshafnir skyldu í henni drukkna.
Þetta gekk allt eftir. Bærinn Herdísarvík stóð áður undir Búrkletti, en tjörnin gróf undan honum grundvöllinn svo hann varð að flytja úr stað og einn vetur sem oftar var tjörnin lögð með ís, þá komu sjómenn frá skipum (þau voru tvö) og gengu tjörnina, en ísinn brast og allir drukknuðu. Og enn er varazt að ganga hana þó hún sé lögð. Svo fór um landamerkin sem Krýsa vildi og heitir nú kletturinn Sýslusteinn.
Skammt fyrir austan Kerlingar (dys Krýsu og Herdísar) eru tveir steinar sem líka hafa verið nefndir Sýslusteinar, en eru auðsjáanlega hrapaðir úr hlíðinni á seinni tímum.”

Mölvíkurtjörn

Við Mölvíkurtjörn.

Gengið var til austurs að Mölvíkurtjörn. Um er að ræða fallega ferskvatnstjörn. Tóftir, Mölvíkurbúð, eru austan hennar, líklega útræði því lending er sæmileg þar undan ströndinni, eða þær tengist rekavinnslu, sem þarna er allnokkur. Hlaðið byrgi er á hraunbakka ofan tjarnarinnar. Varða er á hól austan tóftarinnar er vísar veginn áleiðis að Stakkavík. Sunnar og austar liggur gömul gata í gegnum úfið apalhraunið. Eftir stuttan spöl er komið niður á slétt apalhraun. Þar liggur “Helluvörðustígurinn” tvískiptur til austurs. Eldri stígurinn virðist liggja nær sjónu og sá yngri ofar. Stígurinn er djúpklappaður í bergið eftir hófa, klaufir og fæturliðinna alda.. Áhrifaríkt er að fylgja stígnum yfir að Helluvörðunum. Þegar komið er að Víðisandi liggur gata til norðausturs, að Stakkavíkurbænum. Um hann segir m.a. í örnefnaskrám:

Stakkavík

Stakkavík 1928.

“[Sandur berst vestan af Víðasandi, austur yfir ósinn] Og um leið hefir hann grynt ósinn og við það hækkað vatnið í Hlíðarvatni, svo það hefir brotið burt gamla túnið í Stakkavík, sem var fyrir neðan brekkuna. Stóð bærinn þar fram yfir 1850. Nú er rúst hans lítill hólmi.”
Árið 1840: “Hlíðar, Stakkavíkur og Herdísarvíkur hagar mæta stórum áföllum af grjótkasti og skriðum úr fjallinu, því þeir allir bæri eiga þar land, en hafa þó flatlendishaga ásamt.”
“Stakkavík hefur um aldabil verið í eigu Strandarkirkju; er nú í eyði. Stakkavíkurhúsið stendur á tanga er liggur fram í Hlíðarvatn.”
“[Sandur berst vestan af Víðasandi, austur yfir ósinn] Og um leið hefir hann grynt ósinn og við það hækkað vatnið í Hlíðarvatni, svo það hefir brotið burt gamla túnið í Stakkavík, sem var fyrir neðan brekkuna. Stóð bærinn þar fram yfir 1850. Nú er rúst hans lítill hólmi.”
“Stakkavíkurtúngarður er lágur grjótgarður ofan við túnið.”

Stakkavík

Stakkavíkurrétt.

“Dalurinn er hvammur vestan til við húsið. Vörin liggur undan Dalnum. Bryggjan liggur þar fram í vatnið.”
“Tættur standa á hrauninu ofan Dalsins, og eru þar lambhús, hesthús og Heimaréttin.”
“Á vinstri hönd við [Stakkavíkur]götuna eru klettar tveir, kallaðir Gálgaklettar.”
“Stakkavíkurstígur lá heiman frá húsi, austur yfir hraunið að Botnaviki, um Flötina upp um Lyngskjöld í Selstíg. Stígur þessi var kaupstaðarleið Stakkvíkinga til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.”
“Þá voru hraundrangar þar austur af, síðan tók við vík allbreið, kölluð Mölvík, með Mölvíkurkampi. Austast í henni voru klappir, og var þar kallað Varir eða Mölvíkurvarir.”
“Búðarrúst er austur af Tjörninni, Mölvíkurbúð, frá þeim tímum er útræði var úr Mölvíkurvörum; þar er og Mölvíkurfiskabyrgi.”
“Austan Mölvíkur taka við Draugagjártangar, sker og drangur fram í sjó, og austur af þeim taka svo við Draugagjár, og eru þar klappir og klettar.” “Veit ekki um tilurð nafnsins, en mér og öðrum hefur fundizt draugalegt í gjánni.”

Stakkavík

Stakkavík – álfakirkjan.

“Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða… Gata þessi er ekki eins glögg og hin neðri, en aftur á móti er hún vörðuð Helluvörðum allt austur á Víðisand.”
“Innar, það er norðar [en Flathólmi], er svo tangi, sem kallast Vaðið, en milli Vaðs og Flatatanga er vik inn og heitir Vaðvik; þar hefur stígur eða gata legið upp.”
“Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða. Reyndar eru þeir tveir; liggur annar neðar. Alfaravegurinn neðri liggur um klappirnar því nær niður við sjó, og eru markaðar götur í klappirnar allt vestur að Draugagjám, þar hverfa þær undir brunahraun. Svo segja Selvosingar, að götur þessar stefni í sjó fram í Draugagjár og liggi upp á Alboga.””

Stakkavík

Stakkavík – Gálgar.

“Á þessu vatnsviki (?), sem nú er Gamlatúnið eru þrír hólmar, Hólmarnir. Fyrst er Hólminn syðsti, sem einnig kallast Bæjarhólmi, því þar stóð Stakkavíkurbærinn gamli í eina tíð.”
“Austan við tangann, sem húsið stendur á, var lítið vik og þar í Gamlavörin. Ofanvert við hana var smábyrgir, kallað Naustið. Þar hafði bátur verið geymdur.”
“Stöðulnef var gegnt tanganum, og þar mátti sjá stíg er lá niður í vatnið, Gamlastíg.”
“Úti í vatninu mátti sjá móta fyrir garðlagi, sem kallast Vatnsgarður, ef til vill verið túngarður Gamlatúns eða varnargarður fyrir ágangi vatnsins.”
“Austur af Stöðulnefi var svo Réttarnes og þar á Gamlaréttin, og sést þar móta fyrir veggjum.”
“Þegar kom upp á Háahraun, var þar fyrst fyrir neðan þjóðveginn Fjárborgin og litlu austar Álfakirkja, hóll mikill og sérkennilegur…”

Stakkavík

Álfakirkjan í Stakkavík.

“Álfakirkja. hefi ekki heyrt neinar sagnir um hana frá gamalli tíð. En þá er við bræður vorum ungir strákar, þá var það, að Gísli bróðir minn tók sig til og smíðaði kross úr tré og reisti hann á Álfakirkjunni. Nóttina á eftir dreymdi Gísla, að hann væri staddur úti. Sá hann þá stóran hóp af fólki. Bar þar mest á einum manni, sem hafði höfuð og herðar yfir hitt fólkið. Kemur hann til Gísla og segjir við hann, [að] ef hann eigi framar við kirkjuna, þá verið hann drepinn. Krossinn var því fjarlægður. Síðan hefur Gísli ekki orðið var við neitt, hvorki í vöku né svefni, í sambandi við Álfakirkjuna.”
“Þá kom lægð í hraunið upp af Botnaviki, er hét Flöt. Þá komu Höfðar, og þar voru fjárhúsin, lágu upp frá Austurnesi.”

Stakkavíkuselsstígur

Stakkavíkurselsstígur.

“Um Flötina lá Selstígurinn, og var þetta brött leið.”
“Vestan til við hraunfossinn liggur svo Nátthagastígur upp á fjallið.”
“Selstígur heitir upp á fjallinu; liggur hann í Stakkavíkursel, sem er þar norðar á fjallinu.”
“Austar en [Nátthagastígur] er svo Selskarð, og þar um liggur Selskarðsstígur og síðar norður fjallið.”

Skoðaðar voru minjarnar í Stakkavík og á Réttarnesi. Stakkavík fór í eyði 1943. Síðasti ábúnandinn þar var Kristmundur Þorláksson. Loks var gengið að Selsstíg þar sem hann liggur áleiðis upp á Stakkavíkurselsstíg ofan brúnar skammt ofan fjárhústóftanna (sjá aðra FERLIRslýsingu af Stakkavíkurseli). Neðan hans, í Höfðanum, er fyrrnefnd Álfakirkja.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild:
Örnefnalýsing fyrir Ölfus; Orri Vésteinsson og Hildur Gestsdóttir

Þjóðsagan er fengin af
http://www.snerpa.is/net/thjod/krysa.htm

Ómar

Unnið að uppdrætti Herdísarvíkur eftir að heim var komið.

Stakkavíkurselsstígur

Haldið var upp í Stakkavíkursel á Stakkavíkurfjalli; um Selskarðsstíginn ofan Hlíðarvatns og síðan Selstíginn í selið.
Sigurjón Sigurðsson í Traðarkoti skráði heimildir um Stakkavík í febrúar 1982. Eggert Kristmundsson, Brunnastöðum, er heimildarmaður. Hann er fæddur 1919 í Stakkavík og alinn þar upp; var í Stakkavík til 1942. Móðir hans, Lára, 94 ára, ættuð úr Selvogi, kom ung að Stakkavík og bjó þar í 28 ár.

Selskarðsstígur

Selskarðsstígur.

“Í Selskarði er Selskarðsstígur; ekkert hraun hefir runnið þar fram. Það er grasi gróið og fyrir neðan það. Selstígur heitir upp á fjallinu; liggur hann í Stakkavíkursel, sem er þar norðar á fjallinu.
Brekkurnar neðst í fjallinu heita einu nafni Stakkavíkurfjallsskriður, en í daglegu tali voru þær greindar í þrennt, þannig frá vestri til austurs: Selstígsbrekkur við Selskarð, skammt austar Snataklettsbrekkur; þá taka við austast Urðarbrekkur.”

Gísli Sigurðsson gerði örnefnalýsingu fyrir Stakkavík. Hann minnist á Selsskarðsstíginn, en ekki á Stakkavíkurselið.
“Þá kom lægð í hraunið upp af Botnaviki, er hét Flöt. Þá komu Höfðar, og þar voru fjárhúsin, lágu upp frá Austurnesi. Um Flötina lá Selstígurinn, og var þetta brött leið. Stakkavíkurfjall eða Útfjallið var fjallið nefnt vestan úr Mosaskarði að Nátthagaskarði, og var fjallið afar bratt. Þar voru Brekkurnar eða Stakkavíkurfjallsbrekkur, Skriðurnar eða Stakkavíkurfjallsskriður.
Í Mosaskarði var Hamragerði, og lá þar um landamerkjalínan milli Stakkavíkur og Herdísarvíkur. Þar litlu austar var svo Mjóigeiri og enn austar Breiðigeiri. Geirar þessir eru gróðurtorfur, sem liggja upp skriðurnar; þá kom ónafnkenndur partur og síðan Hrísbrekkur upp af Flataskógi og Nátthaganum.

Stakkavíkursel

Stakkavíkursel.

Þá kom Nátthagaskarð; hefur þar runnið niður mikill hraunfoss. Vestan til við hraunfossinn liggur svo Nátthagaskarðsstígur upp á fjallið.
Austar er svo Selskarð, og þar um liggur Selskarðsstígur og síðan norður fjallið. Litlu austar eru svo Kleifar og Kleifarvallaskarð. Enn austar er Urðarskarð eða Urðarvallaskarð.
Efstu brúnir fjallsins eru nefndar Stakkavíkurfjallsbrúnir. Í Brúnunum austan til við Kleifarvallaskarð eru hellisskútar þrír, nefndir Músarhellir, Pínir og Sveltir. Hellar þessir voru hættulegir fé. Það fennti þarna, og vegna harðfennis varð því ekki bjargað. Þar af koma nöfnin.”

Stakkavíkursel

Í Stakkavíkurseli.

Í Jarðabókinni 1703 segir um Stakkavík: “Selstöðu á jörðin yfrið erfiða, so valla er hestum fært á fjöll upp, þarf og vatn til að flytja, nema votviðri gángi því meiri, og er hún fyrir þessara ókosta sakir í margt ár ekki brúkuð”:

Stakkavíkursel

Selstígurinn – Hlíðarvatn fjær.

Selskarðsstígur er greinilegur frá litlu bílastæði skammt ofan við fjárhúsin í Höfðum. Lítil varða er við Selskarðið. Ofar er girðing um beitarhólf. Yfir hana er tréstigi. Skammt austar er myndarleg varða og önnur norðar, fast við Selstíginn. Hann liggur að hlið á girðingunni skammt norðaustar og síðan upp með henni til norðurs. Við horn á girðingunni heldur Selstígurinn áfram upp fjallið áleiðis að selinu, en Stakkavíkurgatan heldur áfram upp með henni áleiðis að Vesturásum. Framundan gnæfir selsvarðan yfir grónu selinu í suðurbrúnum fjallsins, þar sem það er hæst. Við selið eru hleðslur eftir refaveiðimenn á a.m.k. tveimur stöðum.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir:
-Stakkavík – Svör við spurningum. Sigurjón Sigurðsson í Traðarkoti skráði í febrúar 1982.
-Stakkavík – Gísli Sigurðsson skráði.

Stakkavíkursel

Stakkavíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Stakkavík

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943 fjallar Ólafur Þorvaldsson um “Grindaskarðaveg – Selvogsleiðir”:

Stakkavíkurvegur

Stakkavíkurvegur út frá Grindarskarðavegi t.v.

“Leiðin til Stakkavíkur og Herdísarvíkur liggur frá fyrrnefndum vörðum, suðaustur á slétt hraun, og eru smávörður með fram veginum yfir hraunið. Þegar á mitt hraunið kemur, er úfinn bruni suðvestan vegar, og er farið yfir mjótt haft af honum við suðurtagl Hvalhnjúks. Þegar austur fyrir Hvalhnjúk kemur, taka við Vestur-Ásar.
Fyrst til hægri handar nokkrir gróðurlausir og dökkir hólar, Svörtu Ásar. Nokkru suðaustur af þeim úti við brunann er Urðarás, og er hann auðþekktur af mikilli grágrýtisurð sunnan megin. Neðarlega í Ásunum eru austan vegar grasbrekkur allstórar, og heita þær Dýjabrekkur. Þar sér enn leifar þess, að þar hefur fyrir löngu verið leitað eftir mó, en ekki mun það hafa þótt svara kostnaði. Litlu neðar eru Selbrekkur. Þar hefur, þegar það tíðkaðist almennt, verið haft í seli frá Stakkavík. Úr Selbrekkum er stutt fram á fjallsbrún. Þegar á brún kemur, hýrnar svipur útsýnisins og breytist nokkuð. Það hefur líka hýrnað yfir mörgum vegfaranda þarna, sem kemur úr svartaþoku eða vondu veðri af fjallinu, því að oft er mikill munur veðurfars uppi á fjalli og neðan fjalls. Á brúninni stingum við því við fótum og rennum augum yfir það helzta, sem við blasir. Fyrst skulum við líta niður fyrir fætur okkar, svo að við blátt áfram dettum ekki fram af fjallinu, svo er það snarbratt. Af brúninni blasir við hafið, svo langt sem augað eygir til austurs, suðurs og nokkuð til vesturs, og sjaldan er sjór svo kyrr hér, að ekki kögri hvítu við sanda og hleinar. Héðan sjáum við til Selvogs, og ber þar hæst á vitanum á Selvogstöngum, og kirkjunni á Strönd — Strandarkirkju. Neðan fjallsins er allstórt vatn, Hlíðarvatn. Við austurenda þess, uppi við fjallið, er jörðin Hlíð, bær Þóris haustmyrkurs, þess er nam Selvog.

Stakkavíkursel

Í Stakkavíkurseli eldra.

Fyrir nokkrum árum var Hlíð lögð undir Stakkavík, en nú eru báðar í eyði, sorgleg saga, sem gerist víða nú. Við vesturenda Hlíðarvatns er Stakkavík.

Þar sem hús og tún jarðarinnar var fyrir 70—80 árum, er nú allt í vatni, og sést aðeins smáhólmi, þar sem bærinn stóð.

Nú stendur bærinn í hraunjaðrinum við vatnið og má heita túnlaus. Þess vegna var Hlíðin lögð undir Stakkavíkina, því að allgott tún er í Hlíð, en sami eigandi að báðum jörðunum, sem sé Strandarkirkja.
Úr vatninu rennur ós til sjávar, Vogsósaós. Í Hlíðarvatni er allmikil silungsveiði, og eru það Hlíð og Stakkavík, sem eiga beztu lagnirnar.

Stakkavíkurstígur

Á Stakkavíkurstíg efst í Selsskarði.

Af brúninni sjáum við ekki til Herdísarvíkur, þar eð Stakkavíkurfjall byrgir útsýn þangað. Ef við ætlum okkur heim á annan hvorn víkurbæinn, förum við að feta okkur niður stíginn, sem liggur í mörgum krókum og sveigum niður fjallið og heitir Selstígur. Frá fjallinu er aðeins steinsnar heim að Stakkavík. Vestur að Herdísarvík er um þriggja stundarfjórðunga gangur frá Stakkavík.”

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 01.01.1943, Grindaskarðavegur – Selvogsleiðir, Ólafur Þorvaldsson, bls. 100-102.

Grindaskarðavegur

Stakkavík í og við Hlíðarvatn.

Selvogsheiði

Í “Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla I” má m.a. lesa eftirfarandi um bæi, s.s. Efri- og Ytri-Grímslæk, Breiðbólstað, Vindheima, Litlaland, Hlíðarenda, Nes, Bjarnastaði, Þorkelsstaði, Eimu, Strönd, Vogsósa, Hlíð og Stakkavík, og nokkra merka staði í Selvogi og neðanverðu Ölfusi ofan Þorlákshafnar:

Efri-Grímslækur (býli)

Efri-Grímslækur

Efri-Grímslækur – túnakort 1918.

1847: Bændaeign, 5 hdr. JJ, 76.
1542: Getið í kaupbréfi. DI XI, 146
1551: Getið í kaupbréfi. DI XII, 307
1708: “Ein jörð að fornu. En fyrir manna minni sundurdeild í tvo bæi […] Kallast annað býlið Efre Grimslækur, en annað Sudre Grimslækur. Dýrleiki á báðum saman er x, v hver partur.” JÁM II, 428. Ekki er vitað hvort Ytrieða Efri-Grímslækur er upphaflega býlið.
1917: Tún 3.5 ha, 3/4 slétt. Garðar 1002 m2. “Grímslækir eru tveir, Efri-Grímslækur og Ytri-Grímslækur. Túnin liggja saman”. Ö-Grímslækir, 1.
Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Þar stendur að bærinn, heyhlaða og fl. tilheyri bæjarhúsunum. Kálgarður var sambyggður bæjarhúsunum til suðurs. “Efri-Grímslækur heitir eystri bærinn,” segir í örnefnalýsingu. Fyrst var komið að Efri-Grímslæk árið 2004 í tengslum við kirkju- og bænhúsaskráningu. Bærinn er sunnan við malarveg sem liggur áfram að Ytri-Grímslæk og Hrauni. Núverandi hús snúa eins og gamli bærinn og eru byggð í bæjarhólinn. Yngri húsin eru byggð á sama stað og íbúðarhúsið er ekki með kjallara. Stafnar eldri bæjarins snéru til suðurs.
Núverandi hús eru komin til ára sinna og ekki víst að mikið jarðrask hafi orðið við byggingu þeirra. Íbúðarhúsið er byggt 1927-1952.
Bæjarhóllinn er rúmum 220 m sunnan við malarveginn. Hóllinn er fremur lágur, að framan er mikil hleðsla sem er að hluta farin og síga og falla. Þessi hleðsla stóð fyrir framan eldri bæjarhúsin sem núna eru horfin. Gunnar Konráðsson, heimildamaður, á ljósmynd og málverk af eldri bænum. Bæjarhóllinn er 43×24 m að stærð og snýr austur-vestur. Ekki er hægt að áætla hæð hans sökum bygginga sem þar eru.

Ytri-Grímslækur (býli)

Ytri Þurá

Ytri-Þurá.

1847: Bændaeign, 5 hdr. JJ, 76.
1542: Getið í kaupbréfi. DI XI, 146
1551: Getið í kaupbréfi. DI XII, 307
1708: “Ein jörð að fornu. En fyrir manna minni sundurdeild í tvo bæi […] Kallast annað býlið Efre Grimslækur, en annað Sudre Grimslækur. Dýrleiki á báðum saman er x, v hver partur.” JÁM II, 428. Ekki er vitað hvort Ytrieða Efri-Grímslækur er upphaflega býlið. Ekki er föst ábúð á jörðinni heldur er hún nýtt til hrossabeitar.
1917: Tún 3.4 ha, 6/7 slétt. Garðar 1514 m2. “Grímslækir eru tveir, Efri-Grímslækur og Ytri-Grímslækur. Túnin liggja saman” Ö-Grímslækir, 1.
Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Þar stendur að bærinn og hlaðan tilheyri bæjarhúsunum. Stafnar bæjarins snéru til suðausturs. Sambyggður kálgarður var suðaustan við þau. Fyrst var komið að Ytri-Grímslæk árið 2004 í tengslum við kirkju- og bænhúsaskráningu.”Ytri-Grímslækur er vestar í samliggjandi túni,” segir í örnefnalýsingu. Ekki er föst ábúð á jörðinni. Hún er í eigu ábúaenda á Litlalandi frá árinu 2005 og nýtt til hrossabeitar. Einnig er búið að byggja tvenn nýbýli og sumarbústaði í vestur- og norðvesturhluta jarðarinnar. Búið er að rífa öll hús á jörðinni fyrir utan eina skemmu. Í Sunnlenskum byggðum III sjást bæði skemman og bæjarhús sem voru byggð á 20. öld. Þau sjást einnig á loftmynd frá árinu 1999 og notast er við í þessari skráningu. Bæjarhúsin sem sýnd eru á túnakortinu voru fast norðaustan við íbúðarhús byggt árið 1925.

Breiðabólsstaður (býli)

Breiðabólstaður

Breiðabólstaður.

1847: Bændaeign. 40 hdr. með Vindheimum ÁR-545. JJ, 76
1397: Getið í Vilchinsmáldaga. DI IV, 98-99.
1523: Getið í kirkjureikningum. DI IX, 158-159.
1542: Getið í kaupbréfi. DI XI, 146
1551: Getið í kaupbréfi. DI XII, 307
1561: Getið í tylftardómi. DI XIII, 622-623
1575: Getið í Gíslamáldaga. DI XV, 642.
1708: “Jarðdýrleiki xl og so tíundast fjórum tíundum.” JÁM II, 439.
“Kirkja var þar samkvæmt gömlum heimildum.” segir í Sunnlenskum byggðum III.
1917: Tún 5 ha, 9/10 slétt. Garðar 1050 m2.
“Breiðabólsstaður var oftar nefndur Breiðabólsstaðir, eða stytt í Breiða […] Bærinn stóð í túninu ofan við Bæjarlæk, þar sem á honum er hornrétt beygja frá suðvestri til suðausturs. Nú eru öll verksummerki afmáð á þeim stað, allt bæjarstæðið sléttað út.”
Bæjarhóllinn var skráður árið 2004 í tengslum við verkefnið bænhús á Íslandi. Bæjarhóllinn er nánast í beinni línu við eystri gafl á stóru húsi sem líklega var heimavist meðan skóli var rekin á jörðinni. Rúmir 200 m eru á milli hússins og bæjarhólsins. Bærinn sjálfur, var fluttur árið 1954, og er rúmum 350 m sunnan við bæjarhólinn.
Bæjarhóllinn er í ræktuðu túni sem notað er undir hrossabeit. Eric Guðmundsson man hvar bærinn stóð og ljósmynd er til af honum.
Bæjarhóllinn er enn varðveittur en sléttað hefur verið yfir hann og öllum húsum rutt út. Stafnar bæjarins snéru til suðurs. Bærinn fór í eyði 1928 en jörðin nýtt áfram frá Vindheimum ÁR-545. Bæjarhúsin voru jöfnuð við jörðu árið 1955 eða 1956.

Breiðabólstakirkja (kirkja)

Breiðabólstaður

Breiðabólstaður – örnefnakort.

“1397: XCV. A Breidabolstad. Mariukirkia oc hins heilaga Olafs kongs a Breidabolstad j Olfusi a .xc. j heimalandi. iij. kluckur. rodukross. ein kiertistika med kopar. glodarkier. paxspialld. kirkiann aa eina kv. portio Ecclesiæ vmm .viij. ar oc .xx. tiu hundrad oc mork. Hun a vmm þat framm sem herra Michels maldagi vottar .iij. kyr er Andres gaf. Jnnan kirkiu. bryk yfer alltari. Laurentius lykneski. paxspialld steintt. portio Ecclesiæ vmm vj. ar næstu medan Jon hefr bued halfur fimtandi eyrer oc .xij. aurar af jordunni heima þar. fiellu nidur .xij. aurar er hann liet hlada veggi vmm kirkiuna oc gaf til alltarisklædi med liereptt. forn tiund adr vmm .iiij. ar hundrad oc .xij. Alnar,” DI IV.
“8.7.1523 hafði Erlendur Þorvarðsson lögmaður fengið Skálholtskirkju Hof á Kjalarnesi í reikningsskap ýmissa kirkna, þ.á.m. Breiðabólstaðarkirkju sem var “af fallin med aullu” og lofaði hann að “giora upp breidabolstadar kirkiu” –” DI IX.
“1575: CLXXXVI. Breidabolstadur. Hälfkirkian ä Breidabölstad i Olvese. ä xc. i heimalande. Jordin xLc.” DI XV. “Kirkja var þar samkvæmt gömlum heimildum.” segir í Sunnlenskum byggðum III. Ekki er vitað hvar kirkjan var en líklega var hún nærri bæ 001. Ekki er vitað hvenær hún féll úr notkun.
Engin ummerki kirkjunnar sjást á yfirborði.

Breiðabólsstaðarsel II (sel)

Breiðabólstasel

Breiðabólstaðasel II – uppdráttur ÓSÁ.

Ómar Smári Ármannsson fjallar um þessar minjar á heimasíðu Ferlis. Þar segir: “Þegar FERLIR var á ferð um Krossfjöll var m.a. gengið fram á áður óþekktar – og þar með óskráðar selsminjar – ofan Krossfjalla. Minjarnar eru miklar og greinilegar; sjö rými og stekkur. […].” Selið er ekki þekkt úr rituðum heimildum og er því nafnlaust. Hér er stuðist við nafngjöf Ómars Smára og selið nefnt Breiðabólsstaðarsel II. Það er 3,8 km norðvestan við bæ 001 og 1,7 km NNA við Breiðabólsstaðarsel. Selið er undir norðurhlífðum Krossfjalla. Allt umhverfis selið er mosavaxið hraun. Meðfram norðurenda Krossfjalla er mjótt undirlendi og er selið þar, byggt upp við fjallshlíðarnar. Á svæði sem er 100×40 m að stærð og snýr norðursuður eru sjö tóftir. Ástand þeirra allra er svipað, veggirnir útflattir og tóftirnar grónar.

Ingjaldsborg (fjárskýli)

Ingjaldsborg

Ingjaldsborg.

“Um 3 – 4 hundruð metrum vestar [en Bræðraborg] á brúninni er mikil rústaþyrping, og vel gróið kringum þær. Þar eru rústir af nokkrum hringhlöðnum fjárborgum og einu sauðahúsi. Steindór Egilsson byggði það 1912. Þetta heitir Ingjaldsborg,” segir í örnefnalýsingu.
Ingjaldsborg er tæpum 200 m vestar en Bræðraborg og rúmlega 850 m suðvestan við bæ. Þar eru ummerki um þrjár fjárborgir og eitt fjárhús sem líklega er yngra. Bygging þess raskaði fjárborgunum og grjót án efa borið úr þeim við byggingu þess.
Ingjaldsborg er á grasivöxnu svæði. Allt umhverfis er heiði með mosa, lyngi og þúfum. Víða eru moldarflög og hraungrýti.
Á svæði sem er 32×23 og snýr austur-vestur eru fjórar tóftir og garðlag. Var hverju þeirra gefin bókstafur til aðgreiningar í lýsingu þessari. Fjárborg A er austast. Hún er hrunin og einungis mótar fyrir útveggjum hennar. Grjóthrúga er inni í fjárborginni, líklega frá því að fjárhúsið var gert. Fjárborgin er 7 m í þvermál og grjóthlaðin. Veggirnir eru 0,3-0,4 m á hæð og sést 1 umfar grjóthleðslu.

Breiðabólsstaðarsel I (sel)

Breiðabólstaðasel

Breiðabólstaðasel.

“Inn af Löngudölum eru aðrir, grösugir dalir sem heita Kvíadalir. Eru klettabríkur milli þeirra. Mesta bríkin heitir Kvíadalaberg, nokkurra metra hátt standberg, sem horfir mót austri. Austan undan því eru allgreinilegar rústir. Þar stóð Breiðabólsstaðarsel. Tætturnar eru: 1) Tvö hús sambyggð, úti á grundinni, utanmál 6 m. lengd og 13 m. breidd, beggja húsanna. 2) Eitt hús upp við bergið, utanmál þess: 6 m. breidd og 5 m. lengd. 3) Lítið hús rétt við hlið hins, um 2 m. sinnum 2 m. að utanmáli,” segir í örnefnalýsingu. Þetta er falleg selstaða og allt svæðið umhverfis.
Selið er í grösugum dal, undir klettabergi. Þar vex gras, lyng og mosi. Selið er á svæði sem er 15×15 m að stærð.

Breiðabólsstaðarborg (fjárskýli)

Breiðabólstaðaborg

Breiðabólstaðaborg.

“Litlu austar [en Steingríms gamla-stekkatún] er hár stórgrýtishóll, með rúst. Hann heitir Breiðabólsstaðarborg, oft Breiðaborg,” segir í örnefnalýsingu. Breiðabólsstaðarborg er tæpum 1 km ANA við bæ og 700 m norðaustan við Stekkjatún. Fjárborgin er áberandi þegar ekið er eftir Hlíðardalsvegi. Víðsýnt er frá fjárborginni til allra átta. Gróið hraun er allt umhverfis hólinn sem fjárborgin er á. Þar vex mosi, gras og lyng. Klettar koma víða uppúr sverði.

Fjárborgin er efst á grónum hraunhól. Klettar eru á hólnum og er fjárborgin hlaðin á milli þeirra. Klettarnir eru suðvestan, suðaustan og norðaustan við tóftina. Fjárborgin er sunnarlega á hólnum og er ferhyrningslaga. Hún er 8×8 m að stærð, einföld og grjóthlaðin. Veggirnir eru 0,2-0,5 m á hæð og 1 umfar af stóru grjóti sést í þeim. Til norðurs frá fjárborginni, uppi á hólnum er grasivaxið svæði og hleðsla þar á brúninni. Mögulega eru þetta ummerki um aðrekstrargarð eða annað
hólf. Hleðslan samanstendur af einföldri steinaröð.

Þorlákshafnarsel (sel)

Þorlákshafnarsel

Þorlákshafnarsel undir Votabergi – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir um Breiðabólsstað í Ölfusi: “Skipsuppsátur á jörðin í Þorlákshöfn fyrir selstöðu í heimalandi.”
Í 1. bindi sögu Þorlákshafnar eftir Skúla Helgason segir: “Frá fornu fari mun Þorlákshöfn hafa haft í seli í Breiðabólsstaðarlandi í Ölfusi… Þorlákshafnarsel stóð undir Votabergi, sem er skammt fyrir norðan þjóðveginn um Þrengslin, sem svo eru kölluð sunnan Hellisheiðar… Selrústirnar, eins og þær líta út nú á dögum, eru ekki beinlínis við bergið sjálft heldur við lítinn hamraskúta kippkorn frá. Rústirnar eru vallgrónar en skýrar. Aðalhúsið, sem sýnist vera, er um 4 m á lengd og 2 m á breidd, líklega selbaðstofan, en af enda hennar er örlítið hús, sem gæti hafa verið eldhús, en til hliðar og nær skútanum er þriðja húsið, ef til vill mjólkurhús, rösklega 3 m á lengd og 1.5 m á breidd, en við enda þess örlítill kofi, sem gæti hafa verið smalabyrgi eða hundakofi.” Á myndasíðum sömu bókar framan við miðju er uppdráttur af selinu sem Kristján Eldjárn hefur gert þann 28.09.1963 og sömuleiðis ljósmynd af Skúla Helgasyni þar sem hann stendur og virðir fyrir sér rústirnar. Þær eru friðlýstar eins og frá segir í Friðlýsingarskrá: “Breiðabólsstaður. Rústir Þorlákshafnarsels undir Votabergi á Hellisheiði.
Skjal undirritað af ÞM 20.01.1976. Þinglýst 16.06.1977.” Tóftirnar eru enn mjög greinilegar, um 300 m norður af Þrengslavegi en um 100 m suður af Votabergi, sem er lóðrétt hamrastál sem liggur frá norðri til suðurs vestan í Meitilstagli, sem gengur frá fjallinu Litla-Meitli til suðurs. Selið er um 13 km norður af Þorlákshöfn. Það hefur einnig verið nefnt Hafnarsel, t.d. á örnefnakorti Ingólfs Einarssonar frá 1969. Tóftirnar eru vestan undir stöku bjargi sem er suðvestan Votabergs. Um 20 m vestan tóftanna er ágætlega gróið hraun en grösugar grundir eru undir berginu og þar vestar, sunnan undir fjallinu.

Vindheimar (býli)

Vindheimar

Vindheimar og Breiðabólstaður – loftmynd.

1847:”…Vindheima getur engin jarðabók, og er jörð þessi því að líkindum nýbýli frá Breiðabólsstað.” Bændaeign, 40 hdr með Breiðabólsstað. JJ, 76.
1708: “Vindheimur og Skrida voru hjer hjáleigunöfn. Þær bygðust báðar fyrst í voru minni, þar sem aldrei hafði
bygð verið. Varaði bygðin hjer um 10 eður 12 ár, hafa nú í auðn verið 19 ár eður skemur,” JÁM II, 440.
1917: Tún 4.8 ha, 7/8 slétt. Garðar 886 m2.
“Vindheimar stóðu um 200 m ofar í brekkunni.
Einnig þar er mest allt útsléttað, nema íbúðarhús, sem byggt var 1930, aðeins neðan við bæjarstæðið, niðri við lækinn. Það er nú kennarabústaður Hlíðardalsskólans, og er nefnt Vindheimar, eins og áður,” segir í örnefnaskrá. Bæjarstæði Vindheima er komið úr notkun og standa þar engin hús lengur. Milli bæjarstæðanna á Breiðabólstað og Vindheima eru um 125-130 m. Vindheimar eru austan við Breiðabólstað.
Bæjarhóllinn er tiltölulega flatur og er notaður undir hrossabeit.

Litlaland (býli)

Litlaland

Litlaland.

1847: Bændaeign, 10 hdr. JJ, 76
1542: Getið í kaupbréfi. DI XI, 146
1708: “Jarðardýrleiki x og so tíundast fjórum sinnum.” JÁM II, 441.
1917: Tún 3.7 ha, 9/10 slétt. Garðar 782 m2.
“Litlaland stendur í grunnum hvammi eða dal, undir sömu hlíð og eystri Hlíðarbæirnir. En þar er hlíðin lág, nema á litlum kafla fyrir austan túnið. Þessi staðarákvörðun er miðuð við þann stað sem bærinn hefur staðið frá fornu fari. En nú, 1968, er bærinn staðsettur austur í Ás, miðsvæðis, þó eldra bæjarstæði og tún sé greinilegt. […] en Fjósabrunnur var austan við fjósið, austasta húsið í bæjarröðinni,” segir í örnefnalýsingu. Eldra bæjarstæði Litlalands er tæpum 700 m vestan við núverandi íbúðarhús. Gamla heimatúnið er óraskað að mestu en var ræktað upp á einhverjum tímapunkti. Sléttað hefur verið yfir bæjahólinn og öllum húsum þar rutt út. Á túnakorti frá 1920 sést að stafnar bæjarins snéru til suðurs og sambyggður kálgarður var þar.
Bæjarhóllinn er því sem næst í miðju gamla heimatúninu. Það er grasivaxið og fremur slétt. Það er ekki slegið heldur nýtt til hrossabeitar. Túnið er í aflíðandi halla til suðurs, niður frá fyrrnefndri hlíð. Bæjarhóllinn er 32×25 m að stærð, 0,5 m á hæð og snýr austur-vestur. Hann er grasivaxinn og sléttað hefur verið yfir hann. Hlíðar hólsins eru aflíðandi en víða eru þýfðir og beinir bakkar án þess að hægt sé að segja til um lögun eða gerð bæjarhúsanna. Hér og þar sjást stöku hleðslusteinar í gegnum grasið. Greinilegt er að ennþá eru töluverð mannvistarlög undir sverði.

Litlalandssel (sel)

Litlalandssel

Litlalandssel.

“upp á fjallinu, ofan Lyngbrekkna og Grislingahlíðar, er hraun austur frá Búrfelli. Það heitir Litlalandshraun. Í því austarlega er Litlalandssel, í stefnu frá Búrfelli á Kerlingarberg,” segir í örnefnalýsingu. Í BA ritgerð Ómars Smára Ármannssonar segir: “Það er utan í hól þar sem heiðina tekur að halla verulega til suðurs. Tóftin er norðvestan í hólnum og við hlið hennar er stekkur. Hóllinn sjálfur er holur innan og er hægt að ganga í gegnum hann. Hann hefur líkast til verið hluti af selbúskapnum. Selið sker sig nokkuð úr umhverfinu því meira gróið er í kringum hólinn er annars staðar á svæðinu. Selið er mjög gróið. Þó má sjá móta fyrir rýmum. Veggir eru um 60 cm að hæð. Fallin varða er á hraunhól ofan (norðvestan) við selið.” Litlalandssel er 2 km norðvestan við bæ og 1,7 km norðvestan við nátthaga. Þar eru þrjár greinilegar tóftir, tvær þústir, hellir og varða. Flestar minjarnar eru signar, grónar og óskýrar.
Selið er í mosa- og lyngivöxnu hrauni. Víða eru klettar, lágir hólar og moldarflög. Selið er á svæði sem er 90×40 m að stærð og snýr austur-vestur. Þar eru þrjár tóftir, tvær þústir, varða og hellir.

Draugshellir (þjóðsaga)

Draugshellir

Við Draugshelli.

“Rétt ofan við Vörðuás, við markagirðinguna milli Breiðabólsstaðar og Litlalands, er lítill hóll og í honum lítill hellir, sem heitir Draugshellir. Um hann er skráð saga í Þjóðsögu Jóns Árnasonar, útg. 1955, um pilt sem lézt þar fyrir 200 árum. Hann var jarðsettur að Hjallakirkju, en þoldi ekki í jörðu, gekk því aftur, settist að í hellinum og gerði ferðamönnum glettingar,” segir í örnefnaskrá Breiðabólsstaðar. Á heimasíðu Ferlirs segir: “Hellirinn var lokaður fyrir allnokkru síðan (sennilega um 1960) til að varna fé inngöngu. […] Heimamaðurinn fylgdi þátttakendum á vettvang. Benti hann á stað í túninu, vestan hólsins, og sagði hann gömul landamerki hafa legið úr vörðu sunnar í Leitarhrauni með línu í klofa í hlíðinni norðaustan við bæinn. […] Hafist var handa við mokstur. […] Eftir að hafa grafið mannhæðardjúpa holu og rúmlega það, opnaðist hellirinn, Hreinsað var frá opinu og við blasti hinn fallegasti fjárhellir. […] því til hliðar við innganginn, í moldinni virðist votta fyrir hleðslum.” Draugahellir er 1,1 km austan við bæ.
Draugshellir er sem fyrr segir á mörkum Breiðabólstaðar og Litlalands. Núverandi mörk eru spölkorn austar en áður var og er vírgirðing þar. Gróið, óræktað tún í halla til suðurs er umhverfis hellinn. Skjólbelti er 4 m vestar og birkitré við austurenda hellisopsins.
Hellisopið sést ennþá enda einungis um 10 ár síðan það var opnað aftur. Ekki er hægt að fara inn í hellinn né sjá þar inn, opið er það lítið. Það er 3×1 m að stærð og moldarhrun er allt þar umhverfis. Lofthæðin inni í hellinum virðist vera um 1 m, séð ofan frá.

Litlalandshellir (fjárskýli)

Litlalandshellir

Litlalandshellir.

Í norðvesturhorni heimatúnsins er hellir og liggur túngarður upp að honum. Hleðsla er framan við hellinn, lokar honum og hann var nýttur sem útihús. Hellirinn er 130 m norðvestan við bæ og 13 m norðvestan við útihús. Hellirinn er ofarlega í hlíðinni en er ekki áberandi sökum hleðslunnar sem er grasivaxin og fellur inn í túnið. Grasivaxin brekka er til suðausturs frá hellinum. Neðan hennar er gamla heimatúnið en klettar fyrir ofan.
Hellirinn er náttúrulegur og engin mannvirki inni í honum né ummerki um að t.d. berghöld hafi verið klöppuð þar. Lofthæðin inni í hellinum er mest 2 m. Hleðslan lokar öllu opi hellisins. Hún er 11×2 m að stærð og snýr norður-suður. Hún er 0,5-1,1 m á hæð og grjóthlaðin. Hleðslan er hæst innan í hellinum og lítið gróin. Að utan er hún algróin. Mest má sjá 4 umför af grjóti innan í hellinum. Op inn í hellinn er í suðurenda.

Hlíðarendi (býli)

Hlíðarendi

Hlíðarendi.

“Jarðardýrleiki xx og so tíundast fjórum sinnum.” JÁM II, 441. “Landamerki eru bókfærð þannig: þrívörður við sjó í Markhól, merki L.M., í Fálkaklett. Við Litlaland; Austur miðjan Sand frá sjó til heiðar, í vörðu, sem er klappaður kross í klöppina undir vörðunni, úr henni í þrívörður. Þaðan í Fuglastapaþúfu, í Nátthagaöxl, í vörðu sem stendur við Stórugjá. Þaðan í Eiturhól – Fjallið eina. Ath. Þrívörður við sjó eru ekki nærri Hlíðarendalandi og Fjallið eina er utan takmarka Ölfuss.” Ö-Hlíðarendi, 1. Jörðin fór í eyði árið 2001 þegar síðasti ábúandi, Ólafur H. Þórðarson lést. Hluti heimatúnsins er nýttur fyrir hrossabeit í dag (2011) en túnin virðast ekki vera nytjuð að öðru leyti.
1917: Tún 7 ha, 7/8 slétt. Garðar 943 m2.

Hlíðarendi

Hlíðarendi 1898.

“Bærinn stendur undir Hlíðarendafjalli, í hvammi milli Ytra-Buganefs að austan og Áss að vestan,” segir í örnefnaskrá.
Á túnakorti frá 1918 sést að bærinn stóð nyrst í túninu, fast norðan við læk sem rennur um það. Tveir matjurtagarðar voru sunnan við bæ, annar þeirra fast sunnan við íbúðarhúsið og hinn fast austan við þann fyrrnefnda. Þeir eru skráðir með bæjarhólnum. Í bókinni Ísland Howells er ljósmynd af bænum frá því skömmu fyrir aldamótin 1900. Á myndinni er sést bærinn sem virðist vera með grjóthlaðna veggi og fjórar burstir. Stafnar húsanna virðast ýmist vera úr timbri eða forskalaðir. Bárujárn er á þökum. Á myndinni sjást einnig tveir grjóthlaðnir kálgarðar (þeir sömu og á túnakorti) og hellulagður stígur sem liggur yfir Bæjarlækinn, á milli kálgarðanna og að bæ. Traðir eru á milli kálgarðanna og á ljósmyndinni er fjöldi hesta í tröðunum. Jörðin fór í eyði árið 2001 þegar síðasti ábúandi, Ólafur H. Þórðarson lést. Hluti heimatúnsins er nýttur fyrir hrossabeit í dag (2011) en túnin virðast ekki vera nytjuð að öðru leyti eða aðrir hlutar jarðarinnar.
Fast norðan og austan [núverandi] hússins er malarplan, liggur vegur að planinu og bænum úr suðri og heldur áfram til NNV að nýju húsi við lækjaruppsprettu og byggt var í tengslum við vatnsverksmiðjuna sem risin er á jörðinni. Austan við planið er gróið yfir byggingaleifar húsa sem stóðu á hólnum á síðari hluta 20. aldar.

Fjallsendahellir (fjárskýli)

Fjallsendahelir

Í Fjallsendahelli.

“Vestan í Fjallsenda er Fjallsendahellir. Hann er hraunhellir. Inn úr opi hans eru tvennar dyr. Til hægri er sjálfur hellirinn, 1 m. til 1,7 m. hár og um 2 m. víður, gólfið er allséttt. Hlaðinn garður lokar honum fyrir fé um 10 m. fyrir innan dyr. Til vinstri er niður að fara í annan hellir, sem er að mestu hruninn, svo myndast hefur jarðfall um 4-5 m. djúpt og 8-10 m. í þvermál. Það heitir Gjögur. Úr því er skammt í hellisbotn,” segir í örnefnaskrá. Hellirinn er um 2,5 km vestan við bæ.
Hellirinn er í hraunmóa vestan í Fjallsenda. Stutt er upp í hellinn og framan við hann til vesturs er grasi gróið jarðfall, 2-3 m djúpt, um 5×10 m að innanmáli og snýr norðaustur-suðvestur. Hrunið hefur úr gólfi hellisins við innganginn og ekki er hægt að komast inn í fjárskýlið til að skoða það nánar. Hlaðni garðurinn sést ekki frá innganginum því hellirinn liggur í svolítinn sveig frá suðvestri til ANA. Hellirinn virðist vera um 1,5 m á hæð og um 2 m á breidd. Gólfið er slétt en hallar lítillega til suðvesturs. Hellirinn sem er vinstra megin (norðvestan) við fjárskýlið er gríðarstór en þakið á honum er hrunið ofan í hann. Afhellir liggur úr þeim helli til norðurs.

Hlíðarendahellir (fjárskjól)

Ölfus

Hlíðarendahellir.

“Yst undir Hellisbergi er Hellir, eða Hlíðarendahellir, ágætt fjárból. Hellirinn er sjávarhellir frá lokum ísaldar. Hefur um 40 m. langur veggur verið hlaðinn
upp með slútandi berginu. Kumltótt er þar neðan við Hellirinn,” segir í örnefnaskrá. Hleðsla framan við hellinn og heytóft er um 1,8 km suðvestan við bæ
og um 790 m austan við Fjallsendahelli.
Undir slútandi berginu er mikill stórgrýtishaugur sem hefur hrunið úr bergveggnum og er gróinn. Haugurinn er um 5 m á hæð og ofan á honum er hlaðinn veggur sem myndar skjól með bergveggnum. Heytóftin er svo fast suðaustan við hauginn, neðan við hann.
Minjarnar eru á svæði sem er um 30×40 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Í lýsingunni hér á eftir verður hverri fornleif gefinn bókstafur til aðgreiningar.

Ölfus

Hlíðarendahellir – heytóft.

Hleðsla A er um 40 m löng og liggur eftir bergveggnum frá norðaustri til suðvesturs. Mesta hæð veggja innanmáls er um 1,5 m. Mest sjást 5 umför í hleðslum en þær eru víða fallnar inn í hellinn. Op er inn í fjárskýlið um 15 m suðvestan við norðausturenda. Mesta breidd skýlisins
innanmáls er um 3 m. Ekki sjást merki þess að hólfaskipting hafi verið innan þess. Heytóft B er um 20 m suðaustan við hleðslu A. Hún er grjóthlaðin og einföld. Tóftin er um 4×4 m að stærð og er op á henni í austurhorni. Tóftin virðist vera niðurgrafin, mesta hæð veggja er um 1 m og sjást 4 umför af hleðslu. Mikið af grjóti er hrunið inn í hana. Frá austurhorni tóftar liggur 15 m löng grjótröð C til norðurs upp í miðjar hlíðar stórgrýtishaugsins. Tilgangur hennar er óljós en ef til vill hefur verið hægt að ganga eftir henni upp í fjárskýlið til þess að forðast stórgrýtið sem er í brekkunni.

Fjárborg (Djúpudalaborg) (fjárskýli)

Djúpudalaborg

Djúpudalaborg.

“Fjárborg gömul er í Djúpadalshrauni, um miðja vegu milli þjóðvegarins og Djúpadals. Hún er borghlaðin, þ.e. hringlaga og veggirnir hallast lítilsháttar inn, um 3,5 til 4 m. á hæð, og um 5 m. í þvermál að innan. Dyr eru móti suðri, um 1 m. á hæð og geta tvær kindur gengið samhliða um þær. Veggirnir eru á annan metir á þykkt. Árið 1921 var hún alveg heil, en nú, 1967, er dálítið hrunið úr veggjunum á tveim stöðum, beggja vegna dyranna, aðallega að utan,” segir í örnefnaskrá. Fjárborgin er um 3,7 km suðvestan við bæ.
Fárborgin er í fremur úfnu en grónu hrauni, skammt austan við malarnámu. Borgin er grjóthlaðin og stendur enn að langmestu leyti. Hún er um 9 m í þvermál og um 3 m á hæð. Þykkt veggja er um 2 m. Víða hefur hrunið úr utanverðri hleðslunni; sitt hvorum megin við dyrnar inn í tóftina og til norðausturs og norðvesturs en veggirnir eru heillegir að innan. Mest sjást 18 umför af hleðslu í veggjum og er flatt, fremur þunnt hellugrjót í hleðslum. Dyr eru inn í borgina úr suðri en þær eru 1,2 m á hæð og um 0,5 m á breidd. Ekki er sýnileg hólfaskipting innan borgarinnar en inn í hana hefur hrunið dálítið af grjóti.

Hlíðarendasel (sel)

Hlíðarendasel

Hlíðarendasel.

“Á miðri leið frá Búrfelli inn að Geitafelli er Hlíðarendasel, í stefnu af Búrfelli á Hrútagil,” segir í örnefnaskrá. Hlíðarendasel er um 2,8 km norðvestan við bæ. Stikuð leið liggur frá Búrfelli að selinu og áfram að Geitafelli og sameinast Ólafsskarðsvegi norðaustan við það. Selið er í kvos á milli þriggja allhárra krosssprunginna hraunhóla í mosa- og lyngivöxnum hraunmóa. Fjórar tóftir eru á svæði sem er um 35×31 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur.

Nes (býli)

Nes

1847: Bændaeign, 16 hdr. JJ, 76. 1313: Fyrst getið í máldaga, DI II, 378. 1379: Getið í Vilchinsmáldaga, DI IV, bls. 99. 1491-1518 í máldaga segir: “Kirkian j nese j Selvoge a Snothus viijc. ….kirkian nidri og hefur suo leingi verid.” DI VII, bls. 48. 1508: Getið í kaupmálabréfi, þá metin á 60 hdr. DI VIII, bls. 230. 1525: Aftur getið í kaupmálabréfi: “Nes j selvogi lxxx c og þar til .xl. kugillda…” DI IX, bls. 288. 1706: “Jarðdýrleiki lx og so tíundast fjórum sinnum.” JÁM II, 444. 1961: Í eyði, sbr. Sunnlenskar byggðir III, bls. 487.
Túnakort 1920: Tún 9,7 ha., allt slétt. Matjurtagarðar 2794 m2. “Lýngrif til eldiviðar sem á Snjóthúsum. Þángtak til eldiviðar brúkast og, og er mjög af skorti. Rekavon er góð, en hvalrekann eigna menn Strandarkirkju. Sölvafjara misjöfn eftir því sem fært er. Fjörugös bjargleg heimamönnum. Heimræði árið um kring, en sæta þarf sjáfarfalli þá lenda skal. Engjar öngvar. Túninu grandar sandfjúk að ofan, en sjór að framan…Torfrista og stúnga verri en ill sem áður segir um Snjóthús, og er að þessu mikið mein bæði húsum og heyjum.” JÁM II, bls. 445.

Nes

Nes um 1915 – sama mynd og að ofan.

Í Sunnlenskum byggðum segir: “Jörðin Nes er mjög landmikil en þurrlend. Efri hluti jarðarinnar er algróinn heiðargróðri en nær sjónum var fyrr á árum mikill uppblástur og sandfok; á síðari árum hefur það gróið allmikið. Fjörubeit hefur verið talin góð. Beitilandið er ógirt en stór hluti jarðarinnar liggur vel við trjáreka.” Sunnlenskar byggðir III, 487.
“Bærinn stóð á Bæjarhól neðan við mitt tún. Þegar tvíbýli var í Nesi, voru bæirnir nefndir Austurnes og Vesturnes,” segir í örnefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum segir um Austur-Nes: “Þar bjuggu Jón Jasonarson og Vilborg Gunnarsdóttir, bústýra, frá 1887-1919, síðan í eyði. Árið 1922 var fasteignamat ekki skráð.” Jörðin fór í eyði árið 1961. Bærinn í Nesi stóð austarlega í túni og er bæjarhóllinn nú 40-50 m upp eða norður frá sjó. Austur- og Vesturnes hafa staðið á einum og sama bæjarhól. Í Sunnlenskum byggðum er mynd af gamla bænum í Nesi ásamt þinghúsi, sem stóð austan eða suðaustan við bæinn.
Í Nesi er stórt tún sem er ágætlega slétt, nú í órækt að hluta en slegið að hluta, norðan og norðvestan við bæinn. Tún virðist víða sandborið undir sverði.
Bæjarhóllinn er mjög stór, allt að 70 x 50 m og snýr austur-vestur en dregst heldur saman í vesturátt. Hæstur er hann vestast og þar eru miklar bæjarrústir en lækkar til austurs þar sem kirkja og kirkjugarður 002 hafa verið. Þar eru nú steinsteyptir veggir, leifar fjárhúsa og hlöðu sem voru með braggalagi. Sunnan og vestan undir bæjarrústunum hafa verið kálgarðar.
Samkvæmt risskorti sem fylgir með örnefnalýsingu var brunnurinn undir þaki og enn er reft yfir grjóthleðsluna kringum brunninn. Vatn er í honum en ekki ljóst hvað hann er djúpur. Innangengt hefur verið í brunnhúsið að sunnanverðu og þar liggja 2-3 grjótþrep niður að vatnsborðinu.
Veggir eru hlaðnir umhverfis nema að sunnanverðu og ná upp í allt að rúma 2 m upp fyrir vatnsborðið.
Brunnhúsið er ílangt og snýr norður-suður. Það er um 2 x 1 m að innanmáli. Reft hefur verið yfir með gömlum spýtum, plötur lagðar yfir og torf.

Neskirkja (kirkja)

Neskirkjugarður

Neskirkjugarður – v.m. við húsið.

“Fyrrum mun hafa verið kirkja í Nesi og staðið, þar sem nú er braggabygging, notuð síðast sem heygeymsla.
Legsteinar komu upp, þegar grafið var fyrir þessu húsi, og munu þeir vera þarna á hlaðinu,” segir í örnefnalýsingu. Kirkju í Nesi er getið í ýmsum fornum máldögum en hún var aflögð árið 1706. NES Í SELVOGI (Á) -Maríu, Magnúsi jarli, Þorláki og Katerinu (STRANDARÞING) – ALKIRKJA. [1313]: forn maldage Mariu kirkia j Nese og hins helga magnvs jarls: og ins sæla Thorlaks biskups og hinnar helgv Katerynv meyiar er [Finnr] Biarnason liet giora. a xx hvndrvd j heima lande.og tiolld vmm kirkiv. smelltann kross og annann steindann. Alltarisklædi iij. kluckur iiij. og fimta brotna. kertastikur ij. og glodarker. elldbera. lysikolv. og Alltaris mvnnlavg. skiov. og stavckvl. og handklæde tuo. og peturs skrift. ij. kyr. a og kirkia. þar skal oc syngia messv hvern dag helgan. og annann huorn ottv song. Messa skal midvikudag oc favstudag j langafostv og so alla jmbrvdaga. fiogra marka leiga skal greida presti. og senda jafnann mann j mote honvm a vetvrinn. Tijvnd liggur þar til af heima monnvm og af Biarnastyodum. og halfer lysitollar. lofadur groptur heima monnum j Nesi og fatækum monnvm. lofadar erv þar allar heimilis tijder. Sijdan gafu þau finnr og þora mariuskrifer badar. Helga gaf altarisduk glitadann. og kross steindann. þetta gafst til sijdan Halfdän kom. asavdarkugilldi. Halfdan liet bæta brotnv klucku og keipte til kalek er stendur xj avra. Jarngerdur gaf til ravtt Alltaraklædi af silki. sotdrift yfer Peturs likneski. Jtem gafv þav Halfdan og Valgerdur og Jarngerdur kross er stendur yfer kordyrvm med tueim likneskivm. Jtem gaf Jarngerdur Refvil nyiann atta alna langann; Máld DI II 378 [Þessi hluti máld eflaust eldri, Þó pq 1269]. [um árs. sjá MML SAGA III, s. 473]

Neskirkjugarður

Neskirkjugarður.

[Erlendr sterki er talinn hafa búið í Nesi og dó 1312. Járngerður, var Þórðardóttir Böðvarssonar og var kona Erlends en Valgerður var dóttir þeirra og hefur Halfdan sennilega verið maður hennar. Finnur var sonur Bjarnar Hamra-Finnsonar, en Þóra hét systir Bjarna og var hún kona Þormóðs í Gufunesi. Það er óvíst að það sé sama Þóra og nefnd er í máld. Sú gæti eins verið systir eða kona Finns. Finnur Bjarnarson var af sömu kynslóð og Árni biskup Þorláksson (ÁSB, 4). JÞ stingur upp á því að Helga gæti verið systir Árna bps og að hún hafi verið kona Finns en þess er ekki getið í ÁSB. en á móti því mælir Eggert Briem sem bendir á að þau hjón hefðu þá verið að öðrum og þriðja – DI II 863].
1397: XCVI. Nes. Mariukirkia j Nesi j Selvogi. oc Magnus Eyiajarls. Thorlaks biskups oc Katerine a .xxc. j heimalandi. iij. kyr oc .vj. ær. tiolld vmm frammkirkiu med dvkumm. smelltann kross oc annann kross storann yfer dyrum med Mariulykneski oc Jons postula oc tuo rodukrossa. Mariuskriptter .ij. Pieturs lykneski. kluckur .v. ij. alltaraklædi med pell oc þridia med silki. messuserkur. hofudlyn. tvo brykarklædi. þridia firir Mariu med pell oc annad med fornt liereptt. vattzkietill. stockull. kirkiu läs stortt. kiertistikur .ij. kaleikur er vegur .xij. aura. sotdriptt yfer Pietursskriptt. paxspialld. sacrarium mvnnlaug. lysikola. læstan kirkiustol. corporalis hvs silkisaumad. glodarkier. glergluggar .iij. austann a kirkiunni. glitadur alltaradvukur .ij. handklædi. Þar skal syngia hvern helgann dag midvikudaga oc fostudaga vmm langafostv oc ymbrudaga. lvka .iiij. merkur presti oc sækia hann iafnann med hesti fra weturnottum til sumars oc reida hann heim apttur. lofadur gropttur heimamonnum oc fatækum monnum j Nesi. tyund liggur þar til heimamanna oc af Biarnastodum. Hun aa j syna portionem sydann Arni heitinn kom þar oc atti jordina oc bunad aa .xxc. oc .cc. Erlingur Jonsson [sagdi] ad kirkian j Nesi skylldi eiga .vjc. j þwfulandi þar til sem hann leisti vr .ij. kugilldi .cc. vadmala .ijc. j vide. enn .xij. alnar fyrer .c. j leiguburd þar til sem leist er vr jordunni.; Máld DI IV 99.

Neskirkjugarður

Neskirkjugarður – afstöðumynd.

[1491-1518]: Byskups stephans maldagi. Kirkian j nese j Selvoge a Snothus viijc. eirn kalek. iij kluckur. þar liggur til eirn Bær ad halfv. og fellur nv half mork. kirkian nidri og hefur suo leingi verid. Máld DI VII, 48 [AM 263 fol, bl. 55]. 8.7.1523 hafði Erlendur Þorvarðsson lögmaður fengið Skálholtskirkju Hof á Kjalarnesi í reikningsskap ýmissa kirkna, þ.á.m. Neskirkju sem “war komin ad nidurfalli” og lofaði “Erlindur at lata innstædu til neskirkiu” – DI
IX, 159.
23.6.1547 kvittar Erlend Þorvarðsson lögmann “af þui misferli sem hann hefur matt brotligur vm werda. i uidskiptum þeiRa pals eyiolfssonaR i kirkiunne i nesi i seluogi.” DI XI, 558.
1575: CLXXXV. Nes. Kirkian i Nese i Selvoge ä xxc. i heimalande. Jtem var i kirkiunne ein messuklæde. eitt vondtt glödarkier. iij koparpijpur. Jtem iij kluckur. kross lijtill. Máld DI XV 642.
{1598: hálfkirkja; AM 263 fol. bl. 53, 55}
1702: Jón Jónsson bónd í Nesi [d. 1702] “Byggði hér skemmu úr kirkjutóftarrústinni frá forntíð og var að bón hans grafinn í skemmunni.” SSÁ, 228 nm.
eftir 1706: Kirkja lögð niður; (PP, 95) Kirkja og kirkjugarðar hafa verið fast austan við bæ, á austurhluta bæjarhóls.
Grösugur bæjarhóll með miklum byggingaleifum, steypu, timbri og bárujárni. Bæjarhóllinn er hæstur vestast en tekur að lækka talsvert á þessum stað.
Engin ummerki sjást um kirkjugarðinn á yfirborði en þó er minnismerki til vitnis um hann. Það er afgirtur reitur, um 2,5 m á kant og tvöföld vírgirðing utan um hann. Innan girðingar er steinkantur og möl á bletti innan hans og liggja þar þrír legsteinar, væntanlega þeir sem komu upp þegar grafið var fyrir stóra útihúsinu sem enn sjást leifar af fast austan við þennan stað. Syðst er lítill steinn með íhöggnu krossmarki, þá ílangur steinn sem einnig er með krossmarki og hring um það. Þriðji steinninn er mjög mosavaxinn. Að öðru leyti sjást engin merki um kirkjugarðinn, hvorki leiði né kirkjurúst. Gríðarlegt rask hefur verið austast á hólnum, austan við minnismerkið vegna umræddrar byggingar. Þó er rétt að taka fram að suðaustasti og lægsti hluti hólsins er með mjög reglulegri brún þar sem örlar á grjóti á nokkrum stöðum. Ekki er útilokað að þar sé brún kirkjugarðsins.

Austurbúð (sjóbúð)
“Tvær sjóbúðir munu hafa verið í hlaðinu í Austurnesi, Austurbúð og Vesturbúð, en það var fyrir minni Eyþórs [Þórðarsonar],” segir í örnefnalýsingu Ness. Nú er ekki ljóst hvar þessar sjóbúðir hafa verið en er sennilegt að það hafi verið skammt sunnan eða austan við bæjarhól.
Grasi gróið svæði. Ekki sést til stakra tófta þar sem bæjarhól sleppir og raunar ekki hægt að útiloka að búðirnar hafi staðið á sjálfum hólnum.

Nesbrunnur (brunnur)

Nesbrunnur

Nessbrunnur.

“Nesbrunnur eða Austurnesbrunnur er í Suðurtúni, beint suður af tröðunum. Hann er til enn, alltaf fullur af vatni,” segir í örnefnaskrá. Nesbrunnur er í túni 20-30 m beint suður af bæjarhól.
Grösugt tún. Holsteinshús var byggt yfir brunninn, væntanlega á síðari hluta 20. aldar, og er nú hálfhrunið. Þórður Sveinsson minnist þess að brunnurinn hafi verið ákaflega djúpur.

Nessjóbúð (sjóbúð)

Nes

Nes – sjóbúð.

“Upp af vörinni eða vestar voru þrjár sjóbúðir. Sést líklega fyrir þeim enn….” segir í örnefnalýsingu. Á bls. 1 í sömu lýsingu segir: “Síðustu sjóbúðir í Nesi voru niðri á kampinum, og sér fyrir þeim enn,” og er líklega átt við sama stað. Hleðslur sem væntanlega eru leifar af þessum búðum eru beint upp og vestur af vörinni og rúma 40 m suðvestur af bæjarhól. Á risskorti sem fylgir með örnefnalýsingu eru merktar sjóbúðir og fjárhús á þessum stað og líklegt að þær hafi verið sambyggðar, jafnvel að sum hús hafi verið notuð bæði sem sjóbúðir og fjárhús.

Nes

Nes – sjóbúð.

Fremst á sjávarkampi sem er grasi vafin. 6-10 m eru frá tóftaleifunum fram að bakka en þaðan lækkar land skarpt niður í fjöruna sem er grýtt.
Minjar á þessum stað eru ákaflega brotakenndar, sennilega vegna þess að brotnað hefur framan af stærstum hluta tóftanna og eftir er einungis bakveggur á mörgum, sambyggðum húsum. Ekki er óhugsandi að framhluta minjanna hafi verið rutt út. Alls ná mannvirkjaleifarnar yfir svæði sem er um 25 x 5 m stórt og snýr austur-vestur. Gera má ráð fyrir að dyr búðanna hafi snúið að sjónum, til suðurs, en nú er erfitt að segja til um hve margar þær hafa verið eða hversu stórar. Leifarnar sem sjást eru þykkur bakveggur sem er nokkuð beinn og gróinn að norðanverðu en á suðurhliðinni sjást glompur og lægðir sem væntanlega eru leifar af norðurenda hólfa sem hafa verið í rústalengjunni. Af því sem nú sést má ætla að lengjan hafi skipst upp í að minnsta kosti 4 hólf. Austasti parturinn tekur yfir um 6 m af heildarlengd tóftarinnar og er heillegasti parturinn af henni. Hann er alls 4-5 m þykkur. Í honum miðjum er líkt og skora eða göng frá norðri til suðurs, vel hlaðin og steypt í bland. Hæð er allt að 1,8 m ef staðið er inni í skorunni. Norðan við þetta hólf eru leifar af hólfi sem hefur verið breiðara, allt að 4 m að innanmáli. Þá koma óljósar leifar tveggja hólfa norðan við miðja tóft. Í því nyrsta er mikið grjót en annars er tóftin að mestu leyti veg grasi gróin. Að lokum má geta þess að óljós hleðslubútur er um 15 m suðvestur af vesturenda tóftarinnar.

Nesborgir (fjárskýli)

Nesborgir

Nesborgir í Selvogi.

“Vestar á kampinum voru Nesborgir, þrjár fjárborgir. Vestasta borgin fór í flóðinu mikla 25. febr. 1925, og nú eru allar farnar, hinar fóru í síðasta flóði,” segir í örnefnalýsingu.
Þrátt fyrir yfirlýsingar í örnefnaskrár er enn töluvert eftir af tveimur fjárborgum á kampinum um 200 m vestur af bæjarhól. Engin merki sjást hins vegar um þriðju borgina. Grösugur sjávarkampur, allt að 2 m hár bakki niður í fjöru.
Veglegar leifar af tveimur fjárborgum en ljóst að sjór étur sífellt af þeim. Borg sem hér er nefnd A er austar. Ætla má að um helmingur hennar sé farinn, þ.e. hruninn en útflött grjótdreif er á kampinum í framhaldi af veggjunum sem enn standa. Innanmál borgarinnar hefur verið um 11 m en veggjaþykkt þess hluta sem uppi stendur er á bilinu 2-3 m og þvermál að utanverðu því allt að 18 m. Hleðslan er með stalli að utanverðu sem er um 80 cm hár en annars er hleðslan, ef staðið er inni í borginni, allt að 2 m há. Hugsanlega hefur stallurinn átt að gera hleðsluna traustari en hún er úr fremur ávölu fjörugrjóti og því hætt við hruni. Hleðslur sem eftir eru standa vel þótt skarð sé í á einum stað.

Snjóhús/Snjóthús/Snjólfshús (býli)

Snjóthús

Snjóthús.

Í máldaga kirkjunnar í Nesi 1491-1518 segir:”Kirkian j nese j Sevoge a Snothus viijc….” Í örnefnalýsingu segir: “Austast á kampinum var bær, sem hét Snjóhús. Bær þessi var kominn í eyði löngu fyrir minni Eyþórs. Þegar hann man eftir, voru öll hús fallin, en kálgarðar voru í tóftunum, kallaðir Halldórsgarðar.” Talin meðal eyðihjáleiga í Neshverfi 1840 í sóknarlýsingu. Í neðanmálsgrein í Jarðabók Johnsen er vísað í Jarðabók Árna og Páls um dýrleika Snjóthúsa en jafnramt segir um bæinn: “…sem þegar 1803 hlýtur að hafa verið í eyði.” Eini staðurinn sem virðist koma til greina sem Snjóhús er um 150 m vestan við Selvogsvita núverandi og um 700 m austur af bæjarhólnum í Nesi en þar sést þústarhóll.
Á sjávarkampi. Grjót gengur yfir hólinn og allt um kring. Engar leifar sjást af túnstæði í kring heldur er jarðvegur nánast enginn, berar klappir og flög. Lítill hóll en greinilegur og grænni en umhverfið. Hann er alls um 20 m í þvermál, óreglulegur og hallar dálítið mót vestri, mest um 1,5 m hár en víðast hvar er hann þó lægri. Smástallur gengur út úr hólnum til austurs, um 15 x 8 m stór frá norðri til suðurs, flatur og lægri en hóllinn, gæti veri kálgarður. Norðurbrúnin á honum er upphlaðin með fjörugrjóti sem og kanturinn á hólnum í framhaldi til norðurs og norðvesturs. Annar hugsanlegur stallur gæti hafa verið vestan til í hólnum. Þetta eru líkast til kálgarðarnir, Halldórsgarðar, sem hafa verið í notkun löngu eftir að byggðin lagðist af.

Selvogsviti/Nesviti (viti)

Nesviti

Nesviti – leifar gamla vitans, sá nýi fjær.

“Selvogsviti var reistur fyrst framarlega á klöppunum, en síðar færður ofar, þangað sem hann stendur nú. Eldri vitinn var stálgrindarviti, en nýi vitinn er steyptur,” segir í örnefnalýsingu. Á heimasíðu sveitarfélagsins Ölfuss segir: “Selvogsviti var byggður árið 1919 og endurbyggður árið 1931. Ljóshæð yfir sjó er 20 m. Árið 1919 var 15 metra há járngrind reist á Selvogstanga. Á hana var látið 3,3 metra hátt ljóshús og 200°díoptrísk1000 mm linsa og gas-ljóstæki. Inn á milli hornstoða grindarinnar var komið fyrir steinsteyptri gashylkjageymslu en efst undir svölum var skýli utan um stiga upp í ljóshúsið. Vitinn var sömu gerðar og Stokksnesviti sem reistur var árið 1922. En eftir aðeins rúm 10 ár var vitinn orðinn svo ryðbrunninn að nauðsynlegt reyndist að byggja nýjan vita.

Nes

Nesviti/Selvogsviti gamli.

Árið 1930 var byggður 15,8 m hár vitaturn úr steinsteypu. Ári síðar voru sett á hann ljóshús, linsa og gasljóstæki járngrindarvitans og hinn nýi Selvogsviti tekinn í notkun. Árið 1987 voru veggir ljóshúss endurnýjaðir. Vitinn var raflýstur ári síðar og settur á hann radarsvari.” Nú er ljós látið loga á vitanum af öryggisástæðum en radíósendir efst á honum er þó það sem mestu máli skiptir nú orðið.” Enn sjást leifar af gamla vitanum á klöppum sem ganga fram í sjó um 100 m suður af núverandi vita. Hann á enn örfá á eftir til að teljast lagalega séð til fornleifa (þar sem miðað er við minjar 100 ára og eldri) en leifarnar eru þó sérstæðar og merkilegar.
Gróðurlausar, ósléttar hraunklappir. Á klöppunum sést steypt plata, 20-30 cm þykk, ofan á grjóthnullungum. Hún er illa farin og töluvert brotið af. Mikið er af grjóti í steypunni en platan er alls um 3 x 2,5 m stór frá austri til vesturs. Við hana eru steyptir stöplar, þrír að austan, tveir að vestan og járnfleygur í þeim stöplum fjórum sem næstir eru hornunum sem líklegt er að horn stálgrindavitans hafi verið boltuð í.

Kirkjugarður (legstaður)

Nes

Nes – legsteinn.

Samkvæmt Þórði Sveinssyni fundust mögulegar leifar af dys vestan við Kvennagönguhól á árunum fyrir 1940.
Fornagata lá um á þessum slóðum. Á staðnum fundust mannabein og hnappar, líklega úr kopar. Á heimasíðu FERLIS er eftirfarandi haft eftir Þórði: “Þórður sagðist hafa hafst við í tjaldi þegar hann var yngri skammt vestan við Kvennagönguhóla ásamt föður sínum og bróður. Þá hefðu þeir fundið tölur eða hnappa, sem taldar voru hafa komið upp úr dys í örfoka landi. Nú hefði sandurinn lagst yfir moldarflagið og hulið dysina. Hann vissi nokkurn veginn hvar hún væri. Hnapparnir væru enn til.” Ekki var farið á staðinn sumarið 2013, enda ekki vitað nákvæmlega hvar þetta var. Þetta er þó væntanlega uppi á háheiðinni, suðaustan við Hnúka og sunnan við veginn um heiðina sem nú er nýaflagður eftir að hinn nýi Suðurstrandarvegur var tekinn í notkun.
Miklar sandöldur eru á þessum slóðum og sumstaðar lyngbörð, land almennt lítið gróið.

Nessel (sel)

Nessel

Nessel.

“Spölkorn fyrir ofan Kvennagönguhól eru aðrir hraunhólar og kringum þá grösugar flatir. Þarna var Nessel, og sést enn fyrir tóftum þess. Selið er innan sandgræðslugirðingarinnar. Nú hafa verið reist fjárhús á móti selinu (ofan vegar, í Austurlökkum),” segir í örnefnaskrá. Í Jarðabók Árna og Páls frá 1706 segir um sel frá Nesi (og er líklega átt við sama stað): “Selstaða vatnslaus sem áður segir um Snjóthús.” Ef farið er eftir Krýsuvíkurvegi um 1,7 km til suðvesturs frá pípuhliðinu á mörkum Ölfuss- og Selvogshrepps og þá beygt vinkilrétt til suðausturs og farið um 180 m út af veginum, er komið að Nesseli.
Umhverfis er vel gróið hraun, mikill mosa og lyngivöxtur. Svæðið umhverfis selið er býsna grösugt. Hraunstrýtur eða klappir standa víða upp úr gróðrinum. Á þessu svæði eru fimm tóftir.

Nesselstekkur (stekkur)

Nesselsstekkur

Nesselsstekkur – uppdráttur.

Um 240 m suðaustur frá Nesseli 032 er jarðvegstorfa með tóftum á. Umhverfis jarðvegstorfuna er hálfgróið hraun þar sem hraunstrýtur stingast upp úr sverði eða sandi. Jarðvegstorfan er um 25 x 15 m stór og snýr norður-suður. Hún og rís 1 -1,5 m úr umhverfinu. Ógreinileg tóft er á miðri torfunni og önnur í norðvesturhorni. Tóftin í miðjunni er tæpir 8 X 4 m að stærð og snýr norður-suður. Tóftin er tvískipt og er nyrðra hólfið alveg opið til norðurs og er töluvert stærra en syðra hólfið. Mikil sina og mosi er í tóftunum. Syðri tóftin er harla stekkjarleg og ekki er ósennilegt að þessar tóftir standi í sambandi við Nessel því fjarlægðin frá bæ, Nesi, eru rúmir 8 km. Hugsanlega gæti verið um stekk frá Nesseli að ræða.

Hellisþúfa (býli)

Hellisþúfa

Hellisþúfa.

“Hellisþúfa er hraunhóll mikill í vestur frá Háaleiti og í honum Hellisþúfuhellir. Í hellinum var eitt sinn búið, og er einhver hleðsla úti fyrir. Sá mun hafa heitið Gísli, er þarna bjó,” segir í örnefnalýsingu. Í ritinu Frjálsri þjóð þann 9. janúar 1960 segir frá Gísla búmanni sem helst var þekktur fyrir að reisa bæi sína fjarri alfaraleiðum. Meðal annars byggði hann fyrstur bæ austan í Hestfjalli í Grímsnesi sem við hann var kenndur og nefndist Gíslastaðir. Áður en hann kom þangað reisti hann bæ við Hellisþúfu, en áður hafði hann búið austur í Skaftafellssýslu. Þetta mun hafa verið 1847 eftir því sem næst verður komist en 1849 flytur Gísli austur í Grímsnes svo að ekki hefur búsetan verið langvinn.

Hellisþúfa

Hellisþúfa – uppdráttur.

Orðrétt segir: Á dálitlum hnjótum á Selvogsheiði, mitt í gráu hrauni, var látið staðar numið. Þar var skýlum hrófað upp og hafizt handa um búskap. Og það var ekkert fámenni, sem ætlaði sér að lifa af stráunum, sem uxu þarna innan um hraungrýtið. Gísli búmann hafði þegar á fyrsta ári níu manns í heimili. Þetta undarlega nýbýli var ýmist nefnt Hellisþúfa eða Heiði.” Hellirinn sjálfur er raunar ekki í Hellisþúfunni heldur í litlum hól sem er fast suðaustan undir henni. Hellisopið er lágt og lítið áberandi, snýr móti vestri eða norðvestri. Framan við það er greinilega rústahóll, væntanlega leifar af bæ Gísla búmanns. Hóllinn er bungumyndaður og greinilegur og verða að teljast býsna miklar leifar eftir svo skamma búsetu, en hún varði aðeins í um 2 ár ef marka má frásögnina sem vitnað var til hér að framan.
Sennilega hefur hellirinn verið hafður fyrir skepnur eða jafnvel sem geymsla.
Samkvæmt handriti Konráðs Bjarnasonar var Hellisþúfa vinsæll áningarstaður.

Fótalaus (áletrun)

Fótalaus

Fótalaus – “LM”.

“Mörkin milli Ness og Bjarnastaða eru austan í [Stóra-Hásteini]. Þar við hann er klöpp, sem kölluð er Fótalaus, og var merki klappað í hana. Ókunnugt er um tildrög þessa nafns,” segir í örnefnalýsingu. Hásteinar eru skammt norðan við gamla þjóðveginn, um 4 km NNA af bæjarhól. Sunnan í Hásteinum er gamall og hrörlegur sumarbústaður sem hægt er að aka upp að.
Há hæð, að mestu gróin, með áberandi, jarðföstum klettum í toppi. Áletrunin fannst ekki í fyrstu tilraun. Varða er hinsvegar á merkjum, á klöpp eða lágum klettahól sem er eiginlega klofinn í tvennt austan við hæsta Hásteininn. Hún er ekki mikil um sig, 4-5 umför af hleðslum sem ná um 1,5 m hæð að klettinum meðtöldum. Steinarnir eru býsna mosavaxnir. Girðingarstaur stendur upp úr vörðubrotinu og hleðsluleifar undan girðingu, sem hefur þá verið á merkjum milli bæjanna tveggja, sjást í framhaldinu til suðurs. Ferlirsmönnum hefur tekist að finna áletrunina.
Á heimasíðu þeirra segir: “Haldið var í Selvog.
Staðnæmst var við Bjarnastaðasel. Einn FERLIRsfélaga hafði greinilega unnið heimavinnuna sína og rætt við heimamenn. Hann gekk rakleiðis að klöppinni Fótalaus suðaustan selsins og benti á stafina “LM”, sem klappaðir voru þar. Upp úr klöppinni stendur landamerkjahornstaur bæjanna Ness og Bjarnastaða. Áletrunarinnar er getið í gömlum heimildum, en erfiðlega
hefur gengið að finna hana þangað til nú.”

Nesstekkur (stekkur)

Nesstekkur

Nesstekkur.

“Nesstekkur var vestan við Víghólsrétt, en hún er austan við Stóruvörðu, sem er ofarlega á Bjarnastaðaflötum Nesstekkur er við mörk Ness og Bjarnastaða… Við Nesstekk er Nesstekkatún.” Á heimasíðu Ferlirs er sagt frá tóft sem gæti verið Nesstekkur: “Ekki er óvarlegt að ætla að Nesstekkur geti verið tvískipt tóft norðan í Fornugötu, örskammt vestan við gatnamótin. Sú tóft hefur ekki verið skýrð og hennar virðist ekki vera getið í örnefnaskrám. Ef þetta er Nesstekkur er hann í Neslandi, svo til alveg við mörkin.” Tóft sem virðist koma heim og saman við þessa lýsingu er um 2,4 km NNA af Nesi, 200-300 m vestan við gamlan vegarslóða sem Þórður Sveinsson kallar Sandkallaveg, enda farinn af þeim köllum sem sóttu sand í námur. Sá vegur liggur til suðurs frá gamla veginum um Selvog sem nú er nýaflagður.
Sandfylltir hraunhólar og móabörð. Gömul gróðurbunga, nú sandalda með þunnri lyngslæðu, er fast austan við. Falleg og heilleg grjóthlaðin tóft en hún er heldur ankannaleg þarna í auðninni þar sem varla er stingandi strá. Réttin er ferköntuð og snýr norður-suður, er um 19 x 5,5 m stór. Hún er hlaðin úr hraungrýti og standa veggir sæmilega, suðurgafl þó best, allt að 4-5 umförum og er um 0,6 m hár. Rekið hefur verið inn að norðaustan og þar er aðrekstargarður til austurs í framhaldi af norðurgafli tóftar, allt að 7-8 m langur. Tóftin er hálffull af sandi en norðan við miðbik hennar skín í berar hraunklappir í botni.

Geitafellsrétt (rétt)

Geitafellsrétt

Geitafellsrétt.

“Austur af Hnúkum er komið á svæði, sem einu nafni er kallað Gjárnar eða Á Gjánum. Þetta svæði er milli Hnúka og Geitafells. Um það liggja gjár, sem það dregur nafn sitt af. Þær liggja allar í sömu ár, frá Geitafelli… Vestar og nær Geitafelli er Réttargjá. Við hana var áður fyrr rétt, Geitafellsrétt, austur undir Geitafelli. Það var fyrrum aðalrétt Selvogsmanna og Ölfusinga.” Geitafellsrétt er rúma 11,5 km norðaustan við bæ og rúma 800 m suðvestan við tóft. Á heimasíðu FERLIRS segir: “Geitafellsrétt (Selsvallarétt) er undir Réttargjá þar sem hún rís hæst. Um er að ræða nokkra dilka og almenning. Veggirnir standa nokkuð heillegir. Þegar Geitafellsrétt var aflögð um aldamótin 1900…”.
Umhverfis réttina er grasivaxið svæði. Til vesturs rís hamraveggur gjárinnar. Mosavaxið hraun er til austurs. Réttin er 34×20 m að stærð, snýr norðursuður og er í aflíðandi halla til austurs. Hún skiptist í fimm hólf og aðrekstrargarð. Réttin er sem fyrr segir hlaðin upp við vesturvegg Réttargjár og er grjóthlaðin. Veggirnir eru 0,5-1,2 m á hæð og má sjá 3-5 umför grjóthleðslu í þeim.

Páls Hjáleiga (býli)
“Pals Hialeiga, fimta hjáleiga, so kölluð af þeim, er nú býr á, hefur oft skift um nöfn eftir ábúendum,” segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Nú er ekki vitað hvar Pálshjáleiga hefur verið.

Ormshjáleiga (býli)
“Orms Hialeiga, sjötta hjáleiga, kend við þá er í búa,” segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Nú er ekki vitað hvar Ormshjáleiga hefur verið.

Stéttarkot (býli)
“Stiettarkot, sjöunda hjáleiga,” segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Nú er ekki vitað hvar Stéttarkot hefur verið.

Brinkahús (býli)
“Brinkahús, áttunda hjáleiga, so kölluð eftir þeim er á býr. Bygð innan xl ára og hefur skift nöfnum eftir því sem ábúendur hafa skifst,” segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Nú er ekki vitað hvar Brinkahús hafa verið.

Borgarkot (býli)

Nes

Nes og nágrenni – örnefni (ÓSÁ).

“Borgarkot, níunda hjáleiga, bygð fyrst innan xx ára, þar sem aldrei hafði fyrri býli verið,” segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Nú er ekki vitað hvar Borgarkot hefur verið. Þó er ekki ósennilegt og það hafi verið á sömu slóðum og Borgarhóll, jafnvel sami hóll – þá beint vestan við Bartakot.

Sporakot (býli)
“Sporakot, tíunda hjáleiga afgömul,” segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Nú er ekki vitað hvar Sporakot hefur verið.

Jóns hjáleiga (býli)
“Jóns Hialeiga, þriðja býli af fyrrnefndum xiii og xl álnum, hefur oft skift um nöfn og kend verið oftast við ábúendur, annars hefur hún verið að fornu kölluð Hellukot, og þriðja nafni Krokur,” segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Nú er ekki vitað hvar hjáleigan stóð.

Marcusarkot (býli)
“Marcusarkot var fyrir þrettán árum bygt, hjáleiga af Snjóthúsum, varaði bygðin ekki fult ár og mun síðan aldrei byggjast,” segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Ætla má að hjáleigan hafi staðið nokkur hundruð metrum austan við tún í Nesi, einhversstaðar í námunda við Snjóthús. Nú sjást engin ummerki þar í kring og ekki er vitað hvar hjáleigan hefur staðið.

Árnahjáleiga (býli)
“Afbýlismaður í afdeildum bæ, sem kallaður var Arnahialeiga og telst xiii og xl álnir af heimajörðinni,” segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Nú er ekki vitað hvar Árnahjáleiga hefur staðið.

Vörðubakka (býli)
“Fyrir ofan vita [Selvogsvita] voru áður Vörðubakkar. Þar voru gömul tún, sem höfðu blásið upp; var þar áður fyrr býli. Bakkar þessir eru nú horfnir,” segir í örnefnalýsingu. Bakkarnir hafa væntanlega verið norður af vita.
Þar er lítt gróið, sandfyllt hraun. Engar leifar sem telja mætti af býli fundust á þessum slóðum. Hugsanlega gæti verið átt við sjálf Snjóthúsin eða jafnvel Markúsarkot.

Rétt (aðhald)

Fornagata

Rétt við Fornugötu.

Rúst af gamalli rétt er austan undir Strandarhæð, um 130 m norðan við gamla þjóðveginn um Selvog. Þetta er um 2,8 km NNA af bænum í Nesi. Rústin er hlaðin á töluvert uppgrónu hrauni, norðvestan við stórt, hringlaga og algróið jarðfall sem í sjálfu sér hefði verið ágætt aðhald. Norðvestan við réttina eru greinilega leifar af gamalli götu sem var rakin í átt að Strandarhæð. Það mun vera Fornagata.
Grjóthlaðin, einföld rétt sem er næstum því perulaga. Hún er 14 x 10 m stór en mjókkar til norðurs og er um 7 m breið nyrst. Þar ganga hleðslur út frá báðum hornunum, annars vegar um 5 m til norðvesturs og hins vegar um 10 m til norðausturs. Báðar hleðslurnar ná að götunni fornu sem sést vel á þessum stað, er um 2 m breið með moldarbotni. Ekki er að sjá að hlaðið hafi verið meðfram götunni þótt þar sé grjót á stangli. Hleðslur í réttinni eru að mestu fallnar, mest sjást 2-3 umför grjóts í vesturhliðinni og er hún um 0,3 m há. Hugsanlegt er að hlaðið hafi verið hólf sunnan við réttina, á barmi jarðfallsins en þar er allt gróið og of óljóst til að hægt sé að fullyrða um það. Ofan í jarðfallinu, sem er slétt og vel grasi gróið, eru miklar dældir á tveimur stöðum og ekki óhugsandi að þær séu mannaverk.
Ekki er þekkt nafn á þessari rétt.

Salthóll (býli)
Salthóll er talinn meðal eyðihjáleiga í Neshverfi í sóknarlýsingu 1840. Nú er ekki vitað hvar hjáleigan hefur verið.

Imphólarétt (rétt)

Imphólarétt

Imphólarétt.

“Austur með þjóðveginum eru Imphólar, lágir grashólar. Þar var Imphólarétt, sem nú er farin,” segir í örnefnalýsingu. Rétt sem nú er þekkt sem Imphólarétt er ennþá til. Hugsanlega hefur eitthvað skolast til við gerð örnefnaskrár eða nafnið hefur flust eða verið endurnýtt á öðrum stað. Réttin er um 360 m sunnan við rétt sem nýaflagður þjóðvegur í Selvog liggur í gegnum og um 3,8 km norðaustur af Nesi. Hálfgróið hraun, mjög sandfyllt á köflum. Sléttar og sæmilega grónar lágar eru norðvestan og vestan við; um þær liggur gamall bílvegur sem nú er ógreinilegur og yfirgróinn á þessum slóðum.
Greinileg rétt, hlaðin norðvestan undir aflöngum hraunhrygg í smáhalla. Hlaðið er úr stóreflis hraungrýti og sést víðast hvar bara ein steinaröð. Engin gróska er í veggjum og lítur út fyrir að réttin hafi ekki verið lengi í notkun.
Réttin er um 19 x 8 m stór og snýr norðaustur-suðvestur en mjókkar til norðausturs. Lítið er hlaðið austanmegin og hefur hryggurinn þar þjónað sem aðhald – aðeins sjást stöku steinar á stangli. Op er nyrst að vestanverunni. Þeim megin vottar fyrir görðum, líklega aðrekstrargörðum, bæði nyrst og vestast og er hvor um sig 8-10 m langur. Þessir garðar gætu líka hugsanlega verið leifar af öðru hólfi. Hleðslur ná mest um 0,5 m hæð og er ekkert hrun að ráði utan eða innan veggja, því ekki að sjá að hleðslur hafi verið háar. Ekki er vitað hvenær þessi rétt var í notkun en hún gæti hugsanlega verið rúningsrétt eða jafnvel stekkur.

Refagildra (gildra)

Nes

Refagildra.

Hleðsla, sem virðist við fyrstu sýn vera varða, er um 2,4 km norðaustur af Nesi, milli gamla og nýja vegarins um Selvog. Hún er vestan við slóða sem Þórður Sveinsson kallar “Sandkallaveg”, en hann var lagður frá gamla þjóðveginum sem nú er nýaflagður og til suðurs, út á sandfyllt hraun.
Grýttir hraunhólar og sandöldur. Hleðslan sést ágætlega að úr fjarska þótt ekki standi hún hátt. Sæmileg hleðsla, líkt og varða, næstum ferköntuð í grunninn, um 1 m á kant og 0,8-0,9 m á hæð og virðist ekki hafa verið mikið hærri en það. Þegar betur er að gáð sést grilla í stokk undir vörðunni og því er líklegt að hér sé komin refagildra. Hann er opin mót norðvestri, er um 0,8 m langur, 30-40 ám á kant.

Fornagata (leið)

Fornagata

Fornagata á Strandarhæð.

“Ofar en Víghóll er Fornagata, klöpp með sprungu, sem líkist götutroðningi,” segir í örnefnalýsingu. Svo virðist sem nafnið á götunni hafi færst yfir á klöppina eða öllu heldur sprunguna, sem kölluð er Götugjá. Fornagata sjálf liggur nokkurn veginn frá austri til vesturs og sést til dæmis norðan við þjóðveginn um Selvog, sem nú er nýaflagður eftir að hinn nýi Suðurstrandarvegur kom til sögunnar og var rakin á nokkrum kafla. Gatan liggur um hálfgróið hraun.
Gatan er mjög áberandi fast norðan við réttarrúst, þar allt að 2 m breið og auðveldlega hægt að rekja hana góðan spöl bæði til austurs og vesturs. Réttin áðurnefnda liggur á barmi gróins jarðfalls og ef hún er rakin 20-30 m til vesturs liggur hún þar á barmi annars jarðfalls. Þar er gatan raunar líkari ruddum vegi á kafla, allt að 2 m breið og vottar fyrir hleðslum við hana. Vestar hefur hún hefur væntanlega tengst götum sem áður hafa verið skráðar þar og eru kallaðar Alfaraleið. Til austurs mun gatan hafa legið neðan eða sunnan við Hellisþúfu, hjá Kvennagönguhól og svo væntanlega hjá Ferðamannshól, en um hann segir í örnefnalýsingu: “Rétt hjá Kvennagönguhól er Ferðamannshóll, sem er niðri í sandgræðslu-girðingunni. Þar er uppblásið. Gamli ferðamannavegurinn lá með hólnum og sást austur af, er komið var að honum.”

Selsvellir (sel)

Selsvellir

Sel við Selsvelli sunnan Geitafells.

Tóftin á Selsvöllum er 12,7 km norðaustan við bæ og rúma m norðaustan við Geitafellsrétt. Örnefnið Seljavellir er þekkt sunnan við Geitafell og má leiða líkur að þetta séu tóftir selsins eða tengist henni.
Á heimasíður FERLIRS segir: “Þegar komið var upp á Selsvelli var svæðið leitað mjög vel m.t.t. hugsanlegra mannvistarleifa. […] Heimildir eru um að Selsvellir hafi verið slægjuland frá Nesi, en líklegt má telja að Nes eða Strönd hafi haft þar tímabundið í seli eins og minjar þessar benda til.”
Leið liggur fast vestan við tóftina, á milli hennar og hamraveggs Réttargjár. Grasivaxið svæði vestan við hraunhól. Allt umhverfis er gróið hraun. Tóftin er hlaðin vestan undir stórum hraunkletti sem afmarkar alla austurhliðina. Hún er í aflíðandi til halla til vesturs, niður frá hólnum. Tóftin er 9×4 m að stærð, grjóthlaðin og snýr norður-suður. Hún skiptist í fimm hólf.

Hjáleður (býli)
1847: Dýrleika ekki getið. Hjáleiga frá Nesi. JJ, 77.
Túnakort Leðurs um 1920 [ártal vantar]: Tún 1,3 ha, allt slétt. Matjurtagarðar 421 ha.
gömul bygging sem stendur enn tóft mörk túns og garða skv. túnakorti.

Stóra-Leður (býli)

Stóra-Leður

Stóra-Leður.

Dýrleika hjáleigunnar er ekki getið í Jarðatali Johnsens frá 1847. “Austast í Hátúni var Stóra-Leður. Þar sjást enn tóftir, upp við túngarðinn,” segir í örnefnalýsingu Ness. Í Sunnlenskum byggðum III, segir: “Stóra-Leður (Hjáleður). Þar bjuggu Jón Jónsson og Ragnheiður Þorbjörnsdóttir, bústýra, 1875-1919. Ásmundur Guðnason og Margrét Vigfúsdóttir, bústýra, 1919-1934. Síðan í eyði.” Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Bæjarhóllinn sem og tóftir bæjarhúsanna eru óröskuð innan heimatúns Ness, í austurhorni þess. Allt umhverfis Stóra-Leður eru slétt, grasivaxin tún. Bæjarhóllinn er innan gamla heimatúns Ness sem er slétt og grasivaxið. Þar fer land hækkandi til norðurs, frá fjörunni. Bæjarhóllinn á hólrima og sker sig vel úr nánasta umhverfi.
Bæjarhóllinn er 30×24 m að stærð, 1,6 m á hæð og snýr norður-suður. Tóftir bæjarhúsanna eru á hólnum og ekki sér til annarra mannvistarleifa utan þeirra.
Mögulegt er að hóllinn hafi verið stærri en eldri hlutar horfið vegna túnasléttunar. Bæjartóftin er 30×20 m að stærð og snýr norður-suður. Samtals eru 11 hólf í bæjartóftunum.

Litla-Leður (býli)

Litla-Leður

Litla-Leður.

“Í Austurtúni neðst var hjáleigan Litla-Leður. Það var við hliðið, þar sem var farið austur að vita. Tóftir Litla-Leðurs hafa nú verið sléttaðar út,” segir í örnefnalýsingu Ness. Í Sunnlenskum byggðum III, segir: “Litla-Leður (Hjáleður). Þar bjuggu síðast Filippus Guðmundsson og Guðrún Friðriksdóttir bústýra, 1888-1904. Síðan í eyði. Árið 1922 er fasteignamat ekki skráð.”
Litla-Leður er 150 m sunnan við StóraLeður, austarlega innan gamla heimatúns Ness. Rúmum 30 m austan við bæjarstæðið er túngarður. Ennþá mótar fyrir uppsöfnuðum mannvistarlögum á bæjarstæðinu þrátt fyrir túnasléttun. Fyrir vestan bæjarstæðið er greinileg laut í túninu. Bæjarstæðið er í sléttu, grasivöxnu túni, beint austan við bæjarhól Ness.
Mikið rask sökum túnasléttunar hefur átt sér stað á bæjarstæðinu. Þó mótar enn fyrir þúst og veggjabrotum.
“Í Austurtúni neðst var hjáleigan Litla-Leður. Það var við hliðið, þar sem var farið austur að vita. Tóftir Litla-Leðurs hafa nú verið sléttaðar út,” segir í örnefnalýsingu Ness.
Í Sunnlenskum byggðum III, segir: “Litla-Leður (Hjáleður). Þar bjuggu síðast Filippus Guðmundsson og Guðrún Friðriksdóttir bústýra, 1888-1904. Síðan í eyði. Árið 1922 er fasteignamat ekki skráð.”

Erta (býli)

Erta

Erta.

1847: Dýrleika ekki getið. Hjáleiga frá Nesi. JJ, 77. 1840: Hjáleiga frá Nesi. SSÁ, bls. 104 “Þar bjuggu Gísli G. Scheving og Valgerður Scheving 1889-1906. Sigurður Jónsson og Guðrún Þórðardóttir 1906-1929. Síðan í eyði.” Sunnlenskar byggðir III, bls. 488.
Túnakort 1920: Tún 0,9 ha, allt slétt. Matjurtagarðar 1290 m2.
“Í Vesturtúni voru þrjár hjáleigur: Neðst var Bartakot í miðju túni, og Erta var ofar og austar, rétt vestan við traðirnar. Þessi kot hafa bæði verið sléttuð út. Þórðarkot [ÁR-553] var norðvestur af Ertu, vestur undir mörkum.”segir í örnefnalýsingu Ness ÁR-549. Í Sunnlenskum byggðum III segir: “Þar bjuggu Gísli G. Scheving og Valgerður Scheving 1889-1906. Sigurður Jónsson og Guðrún Þórðardóttir 1906-1929.
Síðan í eyði.” Erta er sýnd á túnakorti frá 1920. Bæjarhóll Ertu er ennþá greinilegur en bæjartóftirnar eru horfnar.
Erta er innan gamla heimatúns Ness.
Bæjarhóllinn er í sléttu, grasivöxnu túni sem nýtt er til sláttar. Í því eru víða rústahólar, bæði frá Nesi og öðrum hjáleigum þess.

Bartakot (býli)

Bartakot

Bartakot.

1847: Dýrleika ekki getið. Hjáleiga frá Nesi. JJ,77.
1706: “Bartha Hialeiga, annað býli af fyrrnefndum xiii og xl álnum, og er hún kend við nafn ábúanda; áður til forna var hún kölluð Móakot og þriðja nafn i Þriote.” JÁM II, 446. 1840: Hjáleiga frá Nesi. 1918: Bartakot I fór í eyði. Sunnlenskar byggðir III, bls. 488.
1922: Bartakot II fór í eyði. Sunnlenskar byggðir III, bls. 488.
Túnakort 1920: Tún 2,5 ha, allt slétt. Matjurtagarðar 760 m2.
“Í Vesturtúni voru þrjár hjáleigur: Neðst var Bartakot í miðju túni, og Erta var ofar og austar, rétt vestan við traðirnar. Þessi kot hafa bæði verið sléttuð út. Þórðarkot var norðvestur af Ertu, vestur undir mörkum.” segir í örnefnalýsingu Ness. Í Sunnlenskum byggðum III segir: “Þar bjuggu Ásmundur Guðnason og Margrét Vigfúsdóttir, bústýra, 1887-1918. Síðan í eyði.” Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Bæjarhóll Bartakots er varðveittur en allar tóftir eru horfnar. Bartakot er innan gamla heimatúns Ness. Á fyrrihluta 20. aldar var tvíbýli í Bartakoti og gekk annar bærinn undir nafninu Bartakot II.
Bæjarhóllinn er í sléttu, grasivöxnu túni sem nýtt er til sláttar.
Bæjarhóllinn er 16×10 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Hann er hæstur til norðvesturs, 1 m á hæð, en fjarar út til annarra átta. Hvergi sést móta fyrir veggjabrotum, hólfum eða öðrum mannvistarleifum á yfirborði sökum túnasléttunar. Ekki er vitað neitt um stefnu eða lögun bæjarhúsanna.

Þórðarkot (býli)

Þórðarkot

Þórðakot – túnakort 1918.

1847: Dýrleika ekki getið. Hjáleiga frá Nesi. JJ, 77. 1840: Hjáleiga frá Nesi, nýbýli sem var tekið upp 1830 skv. sóknarlýsingu. SSÁ, 218 og 221. 1962: í eyði, sbr. Sunnlenskar byggðir III, bls. 488.
Túnakort um 1920 [ártal vantar]:Tún 0,9 ha, allt slétt. Matjurtagarðar 922 m2.
“Í Vesturtúni voru þrjár hjáleigur […] Þórðarkot var norðvestur af Ertu, vestur undir mörkum. Það er nokkurn vegin uppistandandi enn,” segir í örnefnalýsingu Ness ÁR-549. Í Sunnlenskum byggðum III stendur: “Þar bjuggu Guðlaugur Hannesson og Guðrún Guðmundsdóttir 1895-1911. Guðmundur V. Halldórsson og Helga Erlendsdóttir, bústýra, 1911-1962. Síðan í eyði. […] Öll hús eru ónýt.” Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Öll ummerki Þórðarkots eru horfin. Þar er sumarhús, á stöplum, sem ber sama nafn. Sólpallur er umhverfis bústaðinn og greinilegt að jarðvegi var mokað upp meðfram honum. Ekki er vitað hvort að bæjarhúsunum var rutt út áður en bústaðurinn var byggður eða hvort að þær eru ennþá varðveittar að hluta undir sólpallinum. Mögulegt er að ennþá finnst mannvist undir sverði.
Bæjarstæðið er ofarlega í heimatúni Ness. Heimatúnið er í halla til suðurs og var bæjarstæðið á hólbarði. Slétt, grasivaxið tún er til allra átta.
Engin ummerki bæjarstæðisins sjást á yfirborði.

Bjarnastaðir (býli)

Bjarnastaðir

Bjarnastaðir í Selvogi.

1847: Bændaeign, 10 hdr. JJ, 77. 1313: Bjarnastaða er getið í máldaga kirkjunnar í Nesi: Tijvnd liggur þar til af heima monnvm og af Biarnastodum. og halfer lysitollar.” DI II, 378. 1397: Getið í máldaga Ness: “tyund liggur þar til heimamanna oc af Biarnastodum.” DI IV, 99. 1501: Bæjarins er getið í jarðaskiptabréfi sem ritað er á Möðruvöllum 18. september. Þar er jörðin látin í skiptum ásamt fleiri jörðum á svæðinu og metin á 40 hdr. DI VII, bls. 583. 1508: Getið í kaupmálabréfi, metin á 40 hdr. DI VIII, bls. 230. 1510: Jarðarinnar getið í dómi um eignaskipti. DI VIII, bls. 322. 1706: “Jarðardýrleiki xl og so tíundast enn nú.” JÁM, 449. 1960: Íbúðarhúsið á Bjarnastöðum brennur, fluttist þá ábúandinn í íbúðarhúsið í Guðnabæ.” Sunnlenskar byggðir III, bls. 489.
Túnakort 1920: Tún 7,7 ha, þar af 4/5 sléttir. Matjurtagarðar 1485 m2. “Lýngrif og þángskurður brúkast til eldiviðar og er hvorutveggja af skorti. Selveiði má hjer ekki nafn gefa, þótt nokkrum sinnum hafi ábúendur slysað sel með nótum, einn eður öngvan á ári, öðruhverju eður skjaldnar. Rekavon er lítil…Sölvafjara gagnvæn heimamanna brúkun…Heimræði ár um kríng og lendíng í betra lagi af þessari sveit. Túnið fordjarfar sandur að ofan, en sjávargángur og veður að framan. Engjar eru öngvar…” JÁM II, 450 Jörðin Bjarnastaðir er nokkuð landmikil, þurrlend, en að mestu algróin. Fjörubeit er mjög góð, beitiland er ógirt. Útræði var fyrr á árum.” Sunnlenskar byggðir III, bls. 489.
“Bærinn stóð á allbreiðum hól neðanvert við mitt tún,” segir í örnefnaskrá Bjarnastaða. Í Sunnlenskum Byggðum III segir: “Jörðin Bjarnastaðir er nokkuð landmikil, þurrlend, en að mestu algóin. […] Íbúðarhúsið á Bjarnastöðum brann 1960, fluttist þá ábúandinn í íbúðarhúsið í Guðnabæ. […] Árið 1962 kaupið Teitur Eyjólfsson jörðina og er hún ábúendalaus síðan,”. Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Síðustu ummerki torfbæjarins á Bjarnastöðum sjást ennþá á bæjarhólnum og honum lítið verið raskað. Yngri útihús, byggð á 20. öld, eru öll norðaustan og vestan við bæjarhólinn. Bærinn er 50-60 m frá nýlegum sjóvarnargarði, sunnarlega innan gamla heimatúnsins.
Bæjarhóllinn er í sléttu túni, nærri fjöruborði. Túnið er grasivaxið og rústahólar eru hér og þar ásamt 20. aldar mannvirkjum.
Bæjarhóllinn er 52×38 m að stærð, 2,6 m á hæð og snýr NNV-SSA. Á honum eru tóftir bæjarhúsanna.

Guðnabær (býli)

Guðnabær

Guðnabær.

Guðnabær er talinn hjáleiga Bjarnastaða í sóknarlýsingu 1840 en var skv. henni var bærinn nýbýli, upptekið 1826. Í JJ segir í neðanmálsgrein: “Prestur nefnir og Guðnabæ sem hjáleigu, en þar eð býla tölunni þannig að eigi ber heim við hreppstjóra, er Guðnabær hér ótalinn.” “Efst við traðirnar heim að Bjarnastöðum, vestan við þær, var Guðnabær, hjáleiga frá Bjarnastöðum, nú löngu komið í eyði,” segir í örnefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum III segir: “Íbúðarhúsið í Guðnabæ var byggt 1949 úr holsteini.” Það hús er ekki byggt á bæjarhólnum heldur austan hans, handan við traðir. Guðnabær virðist hafa farið í eyði 1962 þegar jörðin er seld.
Bæjarhóll Guðnabæjar er í sléttu, grasivöxnu túni. Þar umhverfis er nokkuð af hólum, líklega mest rústahólar.
Bæjarhóll Guðnabæjar er 32×28 m að stærð og snýr norður-suður og er nánast í miðju svæðisins. Á honum eru varðveittar rústir bæjarins.

Klöpp (býli)

Selvogur

Klöpp.

Nokkru vestar en Guðnabær var þurrabúð, nefnd Klöpp, stóð hún ofan garðs,” segir í örnefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum III segir: “Klöpp. Býlið hét áður Útrek en árið 1916 breytti nýi ábúandinn nafni býlisins í Klöpp. Fór í eyði 1951 og er hvorki getið í fasteignamati 1922 né 1977.”
Bæjarhóllinn og bæjarhúsin í Klöpp eru varðveitt tæpum 400 m norðan við bæ og rúmum 100 m norðan við Guðnabæ. Minjarnar samanstanda af bæjarhól, bæjarhúsum, þremur stakstæðum útihúsum, kálgarði, hleðslu og mögulegum brunni. Bærinn er norðan við túngarð.
Slétt, grasivaxið tún er allt umhverfis Klöpp. Túnið er nýtt til hrossa- og sauðfjárbeitar. Í því eru lágir, náttúrulegir hólar og stakir hraunklettar.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir: ” Hjáleigur hafa hjer verið þrjár, sem grasnautn höfðu; tvær af þeim hafa í auðn verið ix ár eður lengur, ekki var þeim tveimur nafn gefið nema af heitnum ábúendum, menn vita akki hverjir kostir á þeim voru.” Hér er önnur nafnlausa hjáleigan skráð en ekki er lengur hægt að staðsetja hana enda engar þekktar upplýsingar um hvar hún var.
Heimildir: JÁM II, 451.

Bjarnastaðaból (sel)

Bjarnastaðasel

Bjarnastaðaból – uppdráttur ÓSÁ.

“Norður eða norðvestur af klöppinni Fótalaus í Neslandi er Bjarnastaðaból eða -sel. Uppi í heiðinni voru sel eða ból frá flestum bæjum,” segir í örnefnalýsingu Bjarnastaða. Í Jarðabók Árna og Páls frá 1706 segir: “Selstaða lángt í frá og vatnslaus sem áður segir um Nes og Snjóthús.” Annarsstaðar í sömu bók segir um bæinn Götu: “Selstöðu brúkar jörðin í sama stað sem Bjarnastaðamenn, og hefur það verið tollfrí og átölulaust það lengst menn minnast.” Tóftir Bjarnastaðabóls eru rúma 800 m ASA af Þorkelsgerðisbóli og um 800 m norðaustur af Hásteinum, en það eru áberandi klettar í heiðinni skammt ofan við ónýtan sumarbústað, þann eina á stóru svæði.
Fremur kennileitasnauð heiði þar sem skiptast á grjóthólar og grónar lægðir. Heiðin smáhækkar upp til norðurs. Selið er sunnan við tvískiptan grjóthól sem rís ekki hátt og er ekki mjög áberandi fyrr en að er komið.
Miklar rústir eru á Bjarnastaðabóli.

Beggakot/Beggjakot (býli)

Beggjakot

Beggjakot.

1847: Dýrleika ekki getið. Hjáleiga frá Bjarnastöðum. JJ,77.
1840: Hjáleiga frá Bjarnastöðum. SSÁ, 218
Túnakort 1920: Tún 1,7 ha, þar af 1/4 slétt. Matjurtagarðar 612 m2.
Í Sýslu- og sóknarlýsingum Árnessýslu frá 1840 er Beggakot talin hjáleiga frá Bjarnastöðum. Í Jarðabók Johnsen frá 1847 er dýrleika ekki getið. Í Sunnlenskum byggðum III stendur: “Ábúendur: Stefán Valdason og Kristín Ólafsdóttir, bústýra, 1897-1909. Guðmundur Filipusson og Jóhanna Pétursdóttir 1909-1955. Síðan er jörðin ábúendalaus,” Í örnefnalýsingu Bjarnastaða segir: “Merkin milli Götu og Bjarnastaða liggja alveg um Æsuhól. Vestast í Bjarnastaðalandi var hjáleigan Beggjakot, nú í eyði.” Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Beggakot er 230 m norðan við Bjarnastaði, um 50 m austan við landamerkin við Götu. Þar er gaddavírsgirðing. Bæjarhúsin eru ennþá á bæjarhólnum og útihús í heimatúninu. Stafnar bæjarins snéru til suðurs, í átt að sjó.
Bæjarhóllinn er í grasivöxnu og sléttu túni. Víða eru hólar, bæði náttúrulegir og uppsöfnuð mannvistarlög. Þeir eru skráðir hér undir öðrum númerum og í landi Bjarnastaða. Minjar í heimatúni Beggakots eru skráðar undir býlinu en aðrar minjar falla undir Bjarnastaði og eru þar skráðir.
Bæjarhóllinn er 34×28 m að stærð, 2 m á hæð og snýr austurvestur. Þar eru ennþá rústir síðasta bæjarins í Beggakoti.

Gata (býli)

Gata

Gata.

1847: Bændaeign, 5 hdr. JJ,77. 1501: Götu er getið í jarðaskiptabréfi sem ritað er á Möðruvöllum 18. september. Þar er jörðin látin í skiptum ásamt fleiri jörðum á svæðinu og metin á 10 hdr. DI VII, bls. 583.
1510: Jarðarinnar getið í dómi um eignaskipti. DI VIII, bls. 322. 1561: Getið í tylftardómi ásamt Eymu í Selvogi. DI XIII, bls. 623. 1570: Getið í skiptabréfi eftir Pál lögmann Vigfússon, metin á 10 hdr. DI XV, bls. 408.
1706: “Jarðdýrleiki x.” JÁM, 451. 1840: metin á 5 hdr.
Túnakort 1920: Tún 3,5 ha, þar af 1/4 slétt. Matjurtagarðar 978 m2. “Jörðin Stóra-Gata er fremur landlítil, gróin að mestu, fjörubeit góð, beitiland ógirt.” Sunnlenskar byggðir III, bls. 491.

Stóra-Gata (býli)
“Tveir bæir voru í götu, Stóra-Gata og Litla-Gata. Stóra-Gata stóð neðarlega í túni, u.þ.b, mitt á milli landamerkja.,” segir í örnefnaskrá. Mynd er af hluta gamals torfbæjar í Stóru-Götu í Sunnlenskum byggðum III. Þar sjást tvær burstir og grjóthlaðnir kampar. Um Stóru-Götu segir í sömu bók: “Íbúðarhúsið á Stóru-Götu er ónýtt og flutti fjölskyldan að Litlu-Götu árið 1959 er Runólfur flutti þaðan og keypti hús hans.” Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Bæjarhóllinn er óraskaður með öllu sem og tóftir síðustu bæjarhúsanna. Bæjarhóllinn er um 50 m norðan við sjóvarnargarð, ekki langt frá fjörunni. Stafnar bæjarins snéru til suðurs í átt að sjó. Slétt, grasivaxið tún er allt umhverfis bæjarhólinn.

Þorkelsgerði (býli)

Þorkelsgerði

Þorkelsgerði.

1847: 16 hdr., kirkjueign.
1521: Jarðarinnar getið í upptalningu á erfðagóssi Vigfúsar Erlendssonar. DI VIII, bls. 798 og 805. 1532:
Lesið stefnubréf og dómur yfir Páli Vigfússyni og leyfð lausn á jörðunum Þorkelsgerði, Vindási og Kirkjuvogi.
DI IX, bls. 622-623. 1521: Jörðin látin upp í skuld ásamt Vindási í Selvogi og fleiri jörðum. DI X, bls. 60.
1706: Ein jörð en sundurdeildir fjórir bæir, sem nú eru kallaðir Austurbær, tíundast fyrir xii c. Midbær, tíundast fyrir viii c. Vesturpartur, tíundast fyrir v c. Torfabær, tíundast fyrir v c. Jarðardýrleiki á allri jörðinni er xxx og so tíundast jörðin öll fjórum tíundum.” JÁM II, 452.
Túnakort 1920: Þorkelsgerði (austurbær): Tún 3,5 ha, allt slétt. Nátthagi 0,3 ha, þar af slétt ca 1/3. Matjurtagarðar 1770 m2. Þorkelsgerði (vesturbær): Tún 1,3 ha, alslétt, tún í Melbúð alslétt, stærð 1,2 ha. Nátthagi 0,3 ha. Matjurtagarðar 717 m2. “Lýngrif til eldiviðar er mjög að þrotum komið, en Þángtekja mjög af skorti, því margbýlið uppetur það einum kynni að nægja ríflega. Selveiði má ekki telja, þó slysast hafi selur í nót sem sagt er um Bjarnastaði. Rekavon lítil…Sölvafjara gagnvæn heimamanna brúkun og stundum betri…Skelfisksfjara næg heimamanna brúkun til beitu fyrir þyskling, brúkast annars ekki nema ýsugengd sje. Sjaldan taka hjer aðrir beitu og af líðan, en ekki rjetti það menn vita. Heimræði ár um kríng og lendíng í besta lagi í þessari sveit, en þó sund lagnsókt og þarf að sæta sjáfarföllum. Engjatak á jörðin í Arnarbælislandi í Ölvesi, þar sem heita Nautaeyrar…Hjer í mót á staðurinn skipsstöðu fyrir Þorkelsgerði, vide Arnarbæli. Túnin fordjarfar sandságángur að ofan, en sjáfargángur að framan….Engjar öngvar nema fyrtalið ítak…Viðureldi af sauð tindgast illa ut supra. Stúngulaust og ristulaust utan túngarða sem fyr segir. Vatnsból ekki nema fjöruvatn.” JÁM II, 454 “Jörðin er nokkuð landmikil, þurrlend, gróin að mestu, fjörubeit sæmileg, beitiland ógirt að mestu. Útræði var áður fyrr. Áður stóð bærinn neðar í túninu, en 1942 var hann fluttur af þáverandi ábúanda ofar í túnið, þar sem hann er nú.” Sunnlenskar byggðir III, bls. 492.

Þorkelsgerði

Þorkelsgerði.

“Í Þorkelsgerði voru Austurbær og Miðbær, sem var tómthús…Þorkelsgerði stóð áður neðarlega í túni, en var fært ofar undan sjó. Gömlu bæirnir sjást enn í Kampinum, svolítið uppi í túni, en nú standa bæirnir samhliða Torfabæ, sem var ofar,” segir í örnefnalýsingu. Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir að jörðin sé deild í fjóra bæi: Austurbæ, Miðbæ og Vesturpart og að auki Torfabæ, sem er undir sérstöku númeri í skrá þessari. Ekki er vitað annað en Þorkelsgerðisbæirnir þrír (utan kannski Vesturpartur) hafi staðið á einum og sama bæjarhól og eru hér skráðir undir sama númeri. Bæjarstæðið er enn óspillt um 50 m neðan eða sunnan við íbúðarhúsið í Þorkelsgerði I. Í Sunnlenskum byggðum segir: “Áður stóð bærinn neðar í túninu, en 1942 var hann fluttur af þáverandi ábúanda ofar í túnið, þar sem hann er nú.”
Bæjarhóllinn er neðst í túni en 60-80 m ofan við sjávarkampinn. Mikið er af uppsöfnuðu rusli kringum bæjarleifarnar. Stór og mikill bæjarhóll. Á austurhluta hans eru miklar leifar af húsum frá því um miðbik 20. aldar. Alls er hóllinn um 80 x 40 m stór og snýr austur-vestur. Hann er mest allt að 2-3 m hár.

Rollubúð (verbúð)
“Upp af lendingunni voru verbúðir. Næst vörinni var Rollubúð, sem var frá Austurbænum í Þorkelsgerði,” segir í örnefnalýsingu. Rollubúð mun hafa verið rúma 200 m suðaustur af Þorkelsgerði, á sjávarkampinum eða því sem næst. Nú er ekki vitað um nákvæma staðsetningu Rollubúðar en væntanlega hefur hún verið tiltölulega skammt frá vörinni. Hár sjávarkampur sem er ekkert nema grjót. Utan í honum landmegin sjást víða för eftir jarðýtu og sýnilegt að ýtt hefur verið upp grjóti til að mynda hærri kamp og varna því að sjór gangi á land. Mikið grjót er uppi á kampinum og engin heilleg mannvirki en þó má ímynda sér að smáleifar sjáist austast í Þorkelsgerðislandi. Á þeim stað er kampurinn grónari og e.t.v. minna raskaður en í kring. Efst á honum sjást reglulegar steinaraðir sem mynda hólf, um 6 x 3 m frá austri til vesturs. Einkum eru gaflar greinilegir, eins og sokknar grjóthleðslur. Hér gæti verið komið mannvirki en þó erfitt að fullvissa sig um að það sé af Rollubúð.

Sólheimar (býli)

Sólheimar

Sólheimar.

“Fyrir ofan Moldu var Tómthús, sem nefnt var Sólheimar. Það er austur undir Götumörkum og átti að fylgja Austurbænum í Þorkelsgerði. Sólheimar standa að mestu enn,” segir í örnefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum III segir: “Sólheimar voru byggðir af Brynjólfi Guðnasyni 1932, sem bjó með móður sinni, Margréti Brynjólfsdóttur, til 1939.” Virðist hafa farið í eyði 1953. Sólheimar eru 100 sunnan við Bjarg. Tómas Sigurpálsson, heimildamaður og ábúandi í Götu, talaði um að Sólheimar hefðu verið notaðir sem samkomuhús. Grasivaxið tún með lágum hólum er allt umhverfis Sólheima. Svæðið tilheyrir Þorkelsgerði en er nýtt frá Götu.

Bjarg (býli)

Bjarg

Bjarg.

“Ofar og austar [en Sólheimar] er Bjarg, sem var þurrabúð frá Þorkelsgerði. Það hús var byggt upp í sumar (1980),” segir í örnefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum III stendur: “Bjarg var byggt 1932 af Sveini Halldórssyni, sem bjó með konu sinni, Guðbjörgu Þórðardóttur, þar til 1957.
Fasteignamat 1976 ekkert.”
Bjarg er 60 m suðvestan við Katlabyrgi. Það er nýtt sem heilsárshús og umhverfis það er lítið afgirt tún, líklega nýtt að eiganda hússins. Mynd er af bænum í Sunnlenskum byggðum III. Slétt, grasivaxið tún er allt umhverfis Bjarg.

Þorkelsgerðisból (sel)

Þorkelsgerðisból

Þorkelsgerðisból.

“Austan við Strandhæð [Strandarhæð?] eru mikla lægðir, kallaðar Djúpudalir, og tilheyra Útvogi. Norðaustur af þeim er Þorkelsgerðisból eða -sel,” segir í örnefnalýsingu Þorkelsgerðis. Þorkelsgerðisból er um 1,3 km norður af gamla þjóðveginum um Selvog, hér um bil 1 km austur af Vörðufelli og um 800 m VNV af Bjarnastaðabóli. Þetta er rúma 5 km norðaustur af bæjarhól í Þorkelsgerði. Seltóftirnar eru vestan í grónum grjóthól og þeim hallar dálítið mót norðvestri. Umhverfis er heiði með valllendisblettum, lyngmóum og víða rofabörðum.
Miklar tóftir sjást á bólinu, á svæði sem er alls um 30 x 15 m stórt og snýr norður-suður. Þar er rústahóll með fjögurra hólfa, íbjúgri rústalengju.

Gapi (fjárskýli)

Gapi

Gapi.

Í sóknarlýsingu frá 1840 segir: “Í Selvogsheiði eru 3 hellrar: “Gapi, tekur 60 kindur””. Í örnefnalýsingu er talað um sama helli: “Við ferðamannaveginn sem lá vestur yfir Víðasand og til Herdísarvíkur, er hellir, sem heitir Gapi og var fjárhellir. Við Gapa er Gapastekkur. Þar var rekið að haust og vor úr Útvogi.” Rétt sem kemur heim og saman við lýsinguna á Gapastekk er um 400 m suðvestur af Strandarhelli og um 2,6 km norðaustur af bæjarhól. Iðagrænn blettur fast við stakan klett eða hraungang. Í honum er hellisskúti sem opnast innundir hraunhelluna. Falleg rétt, hlaðin framan við hellisskúta. Hellirinn opnast mót suðri og er opið býsna hátt og greinilegt, allt að 1,8 m hátt upp á efri brún hellisþaks. Hellirinn er ekki djúpur, vart meira en skúti. Ein hella hefur verið reist upp á rönd vestarlega í opinu og yfir því sjást leifar af hleðslu, austan við miðju. Réttin er sunnan við munnann, einföld og iðagrænt innan hennar, hleðslur standa þokkalega, allt að 3-4 umför af grjóti, hæð allt að 0,5 m. Hlaðið er upp á hellisþakið austanvert og líka aðeins upp á það að vestanverðu. Réttin er um 15 x 11 m stór og snýr austur-vestur. Rekið hefur verið inn að sunnan vestarlega. Þar er aðrekstrargarður sem virðist fornlegri en réttin, liggur í sveig til suður og suðvesturs frá opinu og er hátt í 20 m langur.

Suðurferðavegur (leið)

Suðurferðavegur

Suðurferðavegur.

Á korti Ómars Smára Ármannssonar er merktur “Suðurferðavegur” frá heimreiðinni að Þorkelsgerði og til NNA, framhjá Útvogsvörðu. Innan sviga stendur: “Selvogsgata.” Þetta er að líkindum sama leið og lýst er í grein Ólafs Þorvaldssonar í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1943-48 sem einum anga af leiðinni milli Selvogs og Hafnarfjarðar, Grindaskarðavegi. Hann lá samkvæmt því til norðurs í framhaldi af heimreiðinni að Þorkelsgerði, framhjá Útvogsvörðu og þaðan áfram til norðurs. Ekki fæst betur séð en þessi gata hafi líka verið kölluð Útvogsgata, þá sennilega sá hluti hennar sem næst liggur byggðinni í Selvogi. Um hana segir í örnefnalýsingu: “Útvogsgata lá frá túngarðshliði í Þorkelsgerði, upp Dalhóla og upp hjá Skála [Skáli er varða, sem er rétt vestan við mörkin og því í Strandarlandi.”

Suðurferðavegur

Suðurferðavegur.

Fyrsta spölinn af leiðinni, þ.e. næst Þorkelsgerði, nú er akvegur upp á milli tveggja sumarbústaða sem eru norðan og norðaustan við veitingastaðinn T-Bæ. Ekki sjást götuleifar á þeim kafla sem skoðaður var á vettvangi. Samkvæmt korti af leiðinni sem Ólafur Þorvaldsson birtir í grein sinni lá leiðin hér um bil beint til norðurs frá Þorkelsgerði, upp skarð sem er vestan megin við Svörtubjörg og áfram til norðurs og síðar norðvesturs. Þetta mun hafa verið austasti angi leiðarinnar, sú sem lá í Selvog en leiðir skiptust uppi á fjallinu. Miðleiðin lá til Stakkavíkur og Herdísarvíkur [skráð í landi Stakkavíkur, sjá Ár-561:006] en sú þriðja til Brennisteinsfjalla, suður með Draugahlíð [hefur ekki verið skráð]. Ef loftmynd er skoðuð vandlega örlar á slóða 300-400 m vestan við afleggjarann sem liggur niður frá gamla þjóðvegi (þeim sem er nýaflagður með tilkomu Suðurstrandarvegar) og niður í Selvog. Að öðru leyti er vísað í lýsingu Ólafs Þorvaldssonar á leiðinni. Sömuleiðis er til handrit sem lýsir leiðinni vel eftir Konráð Bjarnason og nefnist “Kaupstaðarleið Selvogsmanna”.

Bjargarhellir (fjárskýli)

Bjargarhellir

Bjargarhellir – hleðslur.

Fjárhellir er tæpa 500 m suðvestur af Strandarhelli, 60-80 m norðan við vörðu. Þetta er væntanlega Bjargarhellir sem er getið í sóknarlýsingu 1840: “Í Selvogsheiði eru 3 hellrar: Bjargarhellir, [rúmar 200 fjár]…”.
Niðurfall í hraunið og opnast glufa undir hraunhelluna til norðurs og vesturs. Hellisopið er rýmst og hæst til norðurs eða norðvesturs en annars lágt til lofts.
Jarðfallið sjálft er um 10 x 6 m stórt og snýr norður-suður. Iðagrænt er ofan í því, aflíðandi brekka niður að hellisopinu. Að vestan er jarðfallið markað af hraunhellum en fornleg hleðsla virðist vera að austanverðu ofan á hraunklöppinni, 1-2 m breið, 0,3-0,4 m há, algróin og sigin. Einnig gæti hafa verið hlaðið að ofan á brún hellisþaksins vestan við jarðfallið, þar er mikið, hálfgróið lausagrjót. Smájarðföll eru suður af þessu og gætu jafnvel hafa verið notuð sem inn- eða útgönguleiðir. Aðeins var gægst inn í hellinn og virðist sem hleðsla gæti hafa skipt honum í tvennt sunnan við aðalinnganginn. Annar hellir sem opnast undir hraunhellu er 20-30 norðar, opið um 7 m langt og snýr mót norðri. Varða er á hellisþakinu en engar hleðslur sýnilegar.

Eima (býli)

Eima

Eima.

1847: Dýrleiki kemur ekki fram.
1501: 18.9. selur Grímur Pálsson Þorvarði Erlendssyni lögmanni Eimu 10 hdr, DI VII, 583 sbr. DI VIII, 322.
1561: 1.7.er dæmt að landskuldir þær sem gjaldast eftir Breiðabólstað, Götu og Eymu skuli Jón Marteinsson svara Þórólfi Eyjólfssyni. DI XIII, 622-23. 1596: Árið 1596 er Solveigu Jónsdóttur dæmd Eima, 10 hdr, í arf eftir Guðbjörgu Erlendsdóttur móður sína. AÍ III, 68. 1677-80: Búa 2 Jónar í Eimu Sveitarbragur Jóns Jónssonar í Nesi, SSÁ, 229.
1706: Jarðardýrleiki er X álnir og svo tíundast. Eigandi er prestekkjan Salvör Einarsdóttir á Háholti í Eystra Hrepp.” JÁM II, 455. 1840 er Eima, tvíbýlisjörð talin meðal eyðibýla í ytra parti Austurvogar og á að hafa farið í eyði eftir 1750. SSA, 221. 1902: “Mest hefir sandurinn borist austur yfir ósinn er hann var lagður með ís, hefir svo borist austur og upp í heiðina fyrir suðaustan Vogsósa. Þá er sandgeirinn var kominn upp í heiðina, fór hann breikkandi suður og austur á við, og eyðilagði smám saman jarðirnar: Strönd, Vindás og Eimu með afbýlum þeirra. Dálítið er nú þar farið að gróa upp aftur.” Brynjúlfur Jónsson 1903, 51.
1927: Gamlar húsarústir og aðrar fornleifar á eyðibýlunum Eimu og Eimuhjáleigu friðlýstar af Matthíasi Þórðarsyni 5.5.1927. Fornleifaskrá, 78.
1706: “Landskuld er nú 1x álnir, hefur áður verið stundum lægst xl álnir, stundum undir hundrað eður yfir, eftir því se, landsdrotni og ábúendum hefur um samið, og þeir hafa komið kaupi sínu so sem jörðin hefur spilst og batnað. Landskuld betalast ýmist í fisi, vætt fyrir xx álnir, eður í peningum uppá landsvísu. Leigukúgildi er nú i, hefur fyrir 12 árum verið hálft þriðja, en því fækkað eð ekki byðist ella. Leigur betalast í fiski heima á jörðinni. JÁM II, 455.
“Nokkuð landmikil jörð, þurrlend, efri hlutinn gróinn en nær sjónum uppblásinn og gróðurlítill. Eyðijörð nytjuð frá Þorkelsgerði I,” segir í Sunnlenskum byggðum III, bls. 493. “Fyrir vestan Torfabæ var býli, sem hét Eima, komið í eyði fyrir löngu. Eima liggur undir Austurbæinn í Þorkelsgerði,” segir í örnefnalýsingu. Í friðlýsingarskrá segir: “Þorkelsgerði. Gamlar húsarústir og aðrar fornleifar á eyðibýlunum Eimu og Eimuhjáleigu,” Þinglýst 1927. Bæjarhóll Eimu er ennþá varðveittur en allar rústir horfnar. Bæjarhóllinn er merktur með litlu skilti sem á stendur: “Eyma í eyði 1814.
Eiríkur Jónsson síðasti ábúandi.” Rúmir 30 m eru í sjóvarnargarð til suðurs frá bæjarhólnum. Einnig er sandfláki aðeins 10 m fyrir sunnan hólinn. Fornigarður er 30 m til norðurs frá bæjarhólnum. Slétt, grasivaxið tún er umhverfis bæjarhólinn.

Eimuhjáleiga (býli)

Eimuhjáleiga

Eimuhjáleiga.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1706 stendur: “Eimu hjáleiga, gamalt býli, ætla menn að hafi varðað nær 1 eður 1x ár, en þó öðruhvorju fallið í auðn lengur eður skemur í bili. Eyðilagðist til fullt í næstu fardögum. ” Í örnefnalýsingu Þorkelsgerðis stendur: “Eimu fylgdi Eimuhjáleiga. Tóftir hennar lentu undir veginum út að kirkjunni [Strandakirkju].” Í friðlýsingarskrá segir: “Þorkelsgerði. Gamlar húsarústir og aðrar fornleifar á eyðibýlunum Eimu og Eimuhjáleigu.” Þinglýst 1927. Eimuhjáleiga er tæpa 80 m NNV við bæ, utan Fornagarðs.
Ummerki bæjarstæðisins eru horfin af yfirboði en lítið skilti merkir staðsetninguna. Á því stendur einungis “Eymuhjáleiga”. Líkt og segir í örnefnalýsingu lentu tóftirnar undir vegi og restin sléttuð út. Það má greina aflíðandi til brekku til vesturs frá fyrrnefndum vegi en ekki er með vissu hægt að segja að hún tilheyri Eimuhjáleigu. Grasivaxið hólbarð er fast sunnan við fyrrnefndan veg sem er malbikaður. Annar vegslóði liggur til suðvesturs, meðfram áætluðu bæjarstæði. Annars eru grasblettir og grýttir sandflákar allt um kring. Engin ummerki Eimuhjáleigu sjást á yfirboði.

Strandarhellir (fjárskýli)

Strandarhellir

Í Strandarhelli.

Í sóknarlýsingu frá 1840 segir: “Í Selvogsheiði eru 3 hellar: a. Strandarhellir, rúmar 200 fjár…” Í örnefnalýsingu Þorkelsgerðis segir: “Í Strandarhæð, sem nú er í Eimulandi, er Strandarhellir. Það var góður fjárhellir, tók um 200 fjár.” Strandarhellir er norðarlega í Strandarhæð. Hann er rúmlega 1 km norðaustur af gatnamótunum þar sem gamli þjóðvegurinn og vegurinn suður að byggðinni í Selvog mætast. Þetta er um 3 km norðaustur af Eimu og rúma 3 km norðaustur af Strönd. Stórt jarðfall í hraunhæð og opnast skútar úr því til norðurs og suðurs. Auk þess er smærra jarðfall með hellisskútum fast norðan við og að auki hleðsla vestan og sunnan við hellana.
Alls er svæðið tæplega 50 x 50 m stórt. Stóra jarðfallið, sem er sunnar, er alls um 17 x 15 m stórt og snýr austur-vestur. Það er algróið og iðagrænt í botni og vel djúpt, allt að 4-5 m sé staðið niðri á botninum. Í raun er aðeins ein leið vel fær niður í það, að sunnanverðu, og það í sjálfu sér vel fjárhelt. Sennilega hefur verið hlaðið fyrir uppi á brúninni að norðvestanverðu á um 15-20 m löngum kafla – þar sést mikið af grónu grjóti utan í barminum en allt gróið og ekkert lag á.

Strandarhellir

Strandarhellir – uppdráttur ÓSÁ.

Hvorugur hellanna er manngengur, enda virðist mikið efni hafa safnast fyrir inni í þeim, sauðatað. Sá syðri er varla nema smáskúti en sá nyrðri bæði djúpur og dimmur. Ekki var skreiðst langt inn í hann og ekkert vasaljós með í för en tveir angar úr hellinum teygja sig sýnilega býsna langt í norður. Ekki grillti í hleðslur en skv. uppdrætti sem Ómar Smári Ármannsson hefur gert af Strandarhelli eru dálitlar fyrirhleðslur á tveimur eða þremur stöðum innarlega í hellinum. Framan við hellisopið er jarðvegur sem hefur safnast upp að því, nú gróinn bálkur sem lokar fyrir opið að hluta. Í honum sést víða grjót og má vel vera að hlaðið hafi verið fyrir opið að mestu leyti. Norðan við jarðfallið stóra og hellana tvo er annað jarðfall, mun minna (á að giska 10 x 5 m frá austri til vesturs) og ganga smáskútar innundir hraunhelluna frá því bæði til austurs og vesturs. Sá vestari er stærri, líklega um 20 x 5 m stór, manngengur, en hinn varla nema smáhola. Engar hleðslur sjást á þessum stað. Að lokum er hlaðið um svæði vestur og suður af hellunum. Hleðslan myndar ekki óslitið gerði heldur á upptök sín í miðju hrauni um 20 m VNV af jarðfallinu stóra. Þaðan má rekja hana um 40 m til suðvesturs en þar beygir hún í suðausturátt, er slitrótt á kafla en þó hægt að rekja hana um 35 m til viðbótar og er þá komið tæpa 30 metra beint suður fyrir jarðfallið. Ætla má að héðan hafi verið hlaðið til norðurs, þ.e. ef girða hefði átt af svæði við hellana, en það er ekki greinilegt þótt algróinn grjóthryggur sé raunar á því svæði – en hann virðist náttúrverk og má vera að aldrei hafi verið lokið við hleðsluna. Hlaðið er úr hraungrýti og hleðslan nær allsstaðar hrunin en ógróin, mest um 0,2 m há. Líklegasta ástæða fyrir hleðslu á þessum stað og norðar við hólinn er sú að staðið hafi til að rækta upp túnskika með áburði úr hellunum. Ekki virðist mikill árangur hafa náðst, a.m.k. ekki ef marka má núverandi gróðurfar en lítill jarðvegur er innan beggja garða, stutt í rof og hraunklappir.

Ólafarsel (sel)

Ólafarsel

Ólafarsel.

“Austan og sunnan við [Vörðu]fellið er Vörðufellshraun, smáblettur, sem runnið hefur frá fellinu. Það er ekki vel uppgróið. Í því er hiti og rýkur úr hólnum. Framan í hrauninu (þ.e. sunnan í) er Ólafarsel, er enn sér fyrir. Það tilheyrði líklega Eimu, er alveg við mörk Eimu og Strandar,” segir í örnefnalýsingu Þorkelsgerðis. Ólafarsel er um 1,2 km norðnorðaustur af Strandarhæð en suðaustan undir Vörðufelli. Það er um 4,3 km norðaustur af Eimu. Fallegur staður og líklega skjólgóður, gróin kvos með valllendi og grjóthólum, opin mót suðri. Skáhallt ofan við tóft A er aflöng laut sem sennilega hefði verið gott að reka fé inn í. Tvær snyrtilegar tóftir sjást á þessum stað á svæði sem er tæplega 40 x 10 m stórt og snýr austur-vestur. Sýnilegar minjar eru einfaldar í sniðum og engin augljós merki sjást um endurbyggingar eða langa notkun. Engin grænka er í tóftaveggjum.

Torfabær (býli)

Torfabær

Torfabær.

1847: Bændaeign, dýrleika ekki getið. JJ, 77.
1706: Í Jarðabók Árna og Páls er Torfabær talinn hluti Þorkelsgerðis. Alls var Þorkelsgerði metið á 30 hdr en: “Torfabær tíundast fyrir v.” JÁM II, 452. Auk þess segir í sömu bók, bls. 455: “Hjáleigur tvær byggði hjer Torfi heitinn Ellendsson, þá er hann flutti bústað sinn af Stafnesi eður fám árum síðar, þær setti hann utangarðs af óskiftu landi, en hjelt sjálfur hús þar sem Torfabær heitir síðan; ekki var hjáleigunum nafn gefið.” Af þessu að dæma hefur Torfabær ekki byggst fyrr en í tíð Torfa Erlendssonar, líkast til milli 1630 og 1640. 1821: “Sýslumadur Tofi, bygdi hér Bæ, sem kéndur er vid Nafn Hans; má þar enn siá mikil vegs ummmerki ad verid hafi stórbýli. Hann tilskickadi: ad hvór, sem ná vildi Tali vid sig, skyldi bera 3 steina ad Bæ sínum. þetta kalla Menn TORFALOG.” FF, 2281840: 7 hdr. að auki hjáleigan Melborg. SSÁ, 218.
Túnakort 1920: Tún 2,1 ha, allt slétt. Nátthagar 0,6 ha, þar af 3/4 slétt. Matjurtagarðar 1114 m2 “Jörðin er fremur landlítil, gróin að mestu, fjörubeit sæmile, beitiland ógirt að mestu.” Sunnlenskar byggðir III, bls. 495.
Í Frásögum um fornaldarleifar segir: “Sonur Hanns [Erlends Þorvarðarsonar], Sýslumadur Torfi, bygdi hér Bæ, sem kéndur er vid Nafn Hans; má þar enn siá mikil vegs ummmerki ad verid hafi stórbýli – Hann tilskickadi: ad hvór, sem ná vildi Tali vid sig, skyldi bera 3 Steina ad Bæ sínum. Þetta kalla Menn TORFALÖG. sídan hafa komu Menn innleidt þá veniu t.d. ad slá 1 brínu, reka 1 hitu, leggia 3 steina í vegg, vefa 1t a 3 skaptvóf. etc. og segia þá goldin Torfalógin…” “Torfabær er vestan Þorkelsgerðis. Að sögn bjó þar Torfi lögréttumaður. Bærinn stendur uppi undir túngarði að norðan, það langt frá sjó, að hann var aldrei í hættu,”segir í örnefnalýsingu. Nú stendur nýbyggt íbúðarhús á bæjarhól Torfabæjar. Þetta er vestasta húsið sem stendur uppi í Austurvogi, hér um bil beint niður af veitingahúsinu T-Bæ.
Bærinn stendur ofarnlega í hæðóttu túni sem er bitið af hrossum. Húsið, sem er nýlegt íbúðarhús, stendur á náttúrulegum hæðarhrygg sem snýr hér um bil austur-vestur og er að nokkru leyti grafið inn í hann. Þetta er bárujárnsklætt hús á timburklæddum, steinsteyptum sökkli. Ekki er afgerandi hólmyndun undir húsinu.

Markasteinn (áletrun)

Markasteinn

Markasteinn.

Merkjasteinn með áletrun er í fjörunni milli Torfabæjar og Eimu. Hann er 2 m suður og niður af hornstaur núverandi girðingar milli bæjanna og 170-180 m suðvestur af bæjarhól. Um hann segir í örnefnalýsingu: “Landamerki Þorkelsgerðis og Eimu voru þannig: úr fremsta Markaskeri í merktan stein (M) á kampinum við Torfabæjarsjógarðshliðið (til hægri þegar horft er til sjávar við hliðstaur).” Stórgrýtt fjara. Höggvið hefur verið M í fremur lítinn stein sem er 30-40 cm í þvermál. Stafurinn er grunnur en greinilegur, um 8 cm hár. Þetta er 2,5-3 m vestur af enda sjóvarnargarðs Eyþórs Þórðarsonar.

Útvogsréttir (rétt)

Útvogsrétt

Útvogsrétt.

Í örnefnalýsingu segir: “Milli Torfabæjar og Eimu eru Útvogsréttir eða Þorkelsgerðisréttir, við túngarðinn í Torfabæ. Þessar réttir eru enn notaðar. Réttin var flutt þangað eftir flóðið mikla 1925.” Réttirnar teljast strangt til tekið ekki til fornleifa, enda hafa þær ekki náð 100 ára aldri.
Mannvirki á staðnum eru óljós. Þess má geta að í Mosakrók, sem virðist hafa verið á sömu slóðum getur örnefnalýsing um gamlar rústir, hugsanlegt býli. Mannvirkið sem hér er lýst er í krika utan við Forngarð. Hrossabeit er nú á þessum stað. Allar hleðsluleifar eru mjög óljósar og úr lagi gengnar.

Vogsósar (býli)

Vogsósar

Vogsósar – uppdráttur ÓSÁ.

“Nú og um langan aldur hafa Vogósar, bærinn, staðið í Vogósatúni,” segir í örnefnalýsingu. Bærinn í Vogsósum I er á gamla bæjarstæðinu, vestast í miðju túni og um 340 m NV af Vogsósum II. Búið er í húsinu þótt það sé að hluta orðið ansi laslegt.
Sléttað tún og slegið er alveg upp að bænum að norðan og sunnan. Heimkeyrslan að bæ liggur úr suðri og malarhlað er að framanverðunni. Fjárhús og hlaða úr bárujárni eru fast austan við íbúðarhúsið. Bæjarhúsin standa á sama stað og eldri bær stóð áður. Íbúðarhúsið er austar en fjós og hlaða voru sambyggð því að vestanverðu. Þakið fauk af fjósi og hlöðu nýverið þannig að aðeins veggirnir standa eftir. Íbúðarhúsið var reist í tveimur áföngum, vesturhlutinn 1924 en sá eystri, sem snýr framhlið í suður, á 7. áratug 20. aldar. Austan íbúðarhúss er sund, um 1,5 m breitt en þá tekur við hrörleg skemma með steyptum veggjum og járnþaki. Grjóthleðslur eru meðfram útveggjum í sundinu. Austan við skemmuna stóð lambhús en nú sjást aðeins leifar af grjóthlöðnum útveggjum þess. Þegar Snorri Þórarinsson (f. 1957) var ungur var það haft fyrir hænur en hann man líka eftir að húsið væri kallað Smiðjukofi. Aftan eða norðan við leifar lambhússins er nú járnklædd skemma en þar voru áður hlaða og hesthús, hvorutveggja sambyggt lambhúsinu. Norðaustast allra húsa á bæjarstæðinu er síðan járnklædd skemma. Alls er húsalengja þessi um 30-40 m löng frá austri til vesturs. Lítill sem enginn hóll sést undir húsunum ef staðið er við þau að sunnanverðu en aftan eða norðan við er dálítill hóll, allt að 1,5 m hár, 30 m langur og 8-10 m breiður og telur Snorri Þórarinsson að í honum hafi verið heygarður aftan við íbúðarhúsið og gamla fjósið. Snorri gróf fremur grunnt dren meðfram austanverðu íbúðarhúsinu fyrir nokkrum árum og varð ekki var við mannvistarleifar. Hins vegar gróf hann brunn frammi á hlaði nýlega. Þar kom hann niður á stóra hellu á 1,1-1,2 m dýpi og gólflag, allt að 10 cm þykkt. Áður hafði hann grafið fyrir vatnsleiðslu öllu vestar og komið niður á ruslalag með fiskbeinum á um 1 m dýpi.

Bænhúshóll (bænhús)

Vogsósar

Vogsósar – Bænhúsahóll fremst.

“Í framtúninu er Bænhúshóll, sem einnig er kallaður Lambhúshóll…,” segir í örnefnaskrá. Bænhúshóll er í túni um 40 m SSA af bæ 001 og liggur heimreiðin, áður traðir, í austurjaðri hans. Ekki er getið um bænhús í Vogsósum í máldögum eða öðrum gömlum heimildum svo vitað sé. Hóllinn er sleginn og túnið í kringum hann sömuleiðis. Stakstæður hóll og áberandi, næstum flatur að ofan og allt að 2-3 m hár. Hóllinn er nálægt 20 m í þvermál en þó heldur ílangur NV-SA. Lágur hóll gengur út frá honum til suðurs og sömuleiðis gengur smárani frá honum til austurs sem mótar fyrir handan við heimreiðina. Ekki hafa staðið byggingar þar í minni Þórarins Snorrasonar (f. 1931). Hóllinn gæti verið náttúrulegur að stofni til en þó er lag hans og útlit þannig að þar eru greinilega upphlaðnar mannvistarleifar.

Eiríksvarða (varða)

Eiríksvarða

Eiríksvarða á Svörtubjörgum.

Í sóknarlýsingu frá 1840 segir frá Eiríksvörðu: “Þó Eiríksvarða sé ekki frá forntíð, er það samt ekki ómerkilegt, að hún skuli enn nú standa óröskuð eftir so langa tíð. Hún er einhlaðin á mjög hárri fjallsbrún; 1 fet er fyrir framan hana að skörpustu brúninni. Hún er 1n faðmur að neðan, lík einhlöðnum steingarðsparti. Er so hvör steinn lagður yfir annan. Flatir og ílangir eru þeir; allir snúa endar þeirra til beggja hliða. Allir eru þeir smáir sem lítilfjörlegir utanveggs hleðslusteinar. Hún er smáaðdregin frá báðum endum, ávöl að ofan og á hæð meðalmanni neðanvert á síðu, snýr austur og vestur til endanna, en flöt við norðan og sunnan átt. Þessi Eiríkur Magnússon dó 1716 og skyldu menn setja, að hann hefði vörðuna hlaðið 6 árum fyrir afgang sinn, þá er hún búin að standa í 123 ár.” Kristian Kaalund minnist á vörðuna í riti sem kom út 1873: “Hátt uppi á brattri fjallsbrún er haglega gerð varða (“Eiríksvarða”) til minningar um séra Eirík Magnússon (galdramann), sem var þar eitt sinn prestur.” Vörðunnar er getið í Þjóðsögum Jóns Árnasonar: “Eiríkur prestur hlóð vörðu þá sem við hann er kennd og kölluð Eiríksvarða; hún stendur fyrir ofan Hlíð á Hellisheiði. Sagði Eiríkur að ei mundi Selvogur verða rændur á meðan varða sú stæði óröskuð.” Í örnefnalýsingu fyrir Selvogsafrétt segir: “Sagt er, að Eiríkur prestur á Vogsósum (1677-1716) hafi hlaðið hana til varnar gegn Tyrkjum. Eitt fet er frá Eiríksvörðu fram á brún. Sagt er, að sá, sem hreyfi vörðuna, eigi að fara fram af Björgunum.” Varðan er fremst á hæsta punkti Bjarganna, 3,6 km austur af rústum Hlíðar í beinni loftlínu. Varla er hægt að samþykkja að hún standi á Hellisheiði en orðalagið verður hér látið liggja milli hluta. Björgin tróna fremst sunnan í lágu fjalli sem er fremur aflíðandi bæði að austan og vestan en snarbratt að sunnanverðu.Varðan stendur mjög framarlega og er innan við 1 m fram á snarbratta klettabrún. Hún er óvenjuleg að gerð, eins og einföld vegghleðsla, um 2 m löng, sem liggur frá austri til vesturs. Mest er hún um 1,5 m há í miðjunni en yfirlínan er bogadregin þannig að varðan er hæst í miðju en lækkar út til endanna. Stórt grjót er í grunninum en smækkar eftir því sem ofar dregur. Hún er ágætlega hlaðin en ekki loku fyrir það skotið að hún hafi eitthvað verið endurbætt í seinni tíð. Hugsanlegt er að hún hafi verið notuð sem mið frá sjó og það sé ástæðan fyrir því hversu breið hún er – þannig hefur borið meira á henni úr fjarska. Reyndar segir í örnefnalýsingu fyrir Selvogsafrétt að vestari endi Bjarganna sé mið af sjó en varðan er á Björgunum miðjum. Að lokum má geta þess að lýsingin frá 19. öld kemur ekki vel heim og saman við útlit vörðunnar nú, þ.e. steinarnir eru ekki flatir og ílangir. Erfitt er að leggja mat á hvort sú lýsing hefur verið gerð eftir minni eða hversu nákvæm hún hefur verið.

Fornigarður (vörslugarður)

Fornigarður

Fornigarður í Selvogi – ofan Ness.

“Túnið var girt Vogósatúngarði aðeins á suðurhlið, en að austan Fornagarði, garði sem getið er í máldaganum frá 1275 á þennan hátt: “Sex vætter aa huertt fyrer garde enn fiorar utan gardz…” (DI, II,124). Er því þarna að sjá eitthvert elzta mannvirki á landi hér…,” segir í örnefnalýsingu. Fornigarður liggur til suðausturs frá Vogsósum í átt að Selvogi. Hann sést fyrst um 550 m SA af Vogsósum I (001) en tæpa 200 m SA af Vogsósum II. Næst Vogsósum II liggur garðurinn um tún og hefur sennilega verið raskað að einhverju leyti. Þar er girðing ofan á honum. Þar sem túnum sleppir tekur landgræðslugirðing við og þar er sandfyllt hraun, nú með mikilli lúpínu.

Fornigarður

Fornigarður í Selvogi – vestan Strandar.

Næst Vogsósum er garðurinn fremur ógreinilegur en líkist helst grjótundirstöðum sem stundum sjást undir girðingum – og það liggur einmitt ein slík á honum í túninu. Grjót gægist upp úr sverði og undir girðingunni má sumsstaðar greina hrygg og gefur hann til kynna að garðurinn sé óraskaður undir sverði og væntanlega þykku lagi af sandi. Svona heldur garðurinn áfram um 200 m til suðurs en þá tekur landgræðslugirðingin við með sandfylltu hrauni og lúpínu svo langt sem augað eygir. Þar er garðurinn vel greinilegur og var rakinn á vettvangi tæplega 1 km til suðurs. Hvarvetna hefur mikill sandur fokið upp að honum beggja vegna svo aðeins stendur efsta steinaröðin upp úr. Á nokkrum stöðum hverfur garðurinn í lúpínubreiður en er þó víðast hvar hægt að sjá hann ágætlega. Bjarni F. Einarsson gróf nýverið í garðinn skammt ofan við Stórhól. Niðurstöður hans verða hér reifaðar í stuttu máli: “Undir einum steini, ofarlega í garðinum, fannst plast….Bendir það eindregið til þess að menn hafi verið að endurhlaða eða gera við Fornagarð allt fram á 20. öld. Nokkru neðar mátti sjá greinileg skil í hleðslutækninni. Við tók mun betur hlaðinn tvöfaldur garður. Varð grjótið stæra eftir því sem neðar dró. Neðst voru í vissum tilfellum steinar meira en manntak. Heildarhæð garðsins, eins og hann leit út nú [eftir uppgröft], var 1,66 metrar…Þar af var 1,1 metrar vel hlaðinn eða hugsanlega úr upprunalegum garði…Mesta breidd hans neðst var 0,96 metrar, en yfirleitt var hún 0,80 metrar…Garðurinn mjókkaði mjög upp á við…Var hann tæplega helmingi breiðari niðri en uppi við efri brún eldri hlutans. Garðurinn hefur verið hlaðinn þannig að grjótið hefur ekki legið mjög þétt, heldur nokkuð gisið og loftað á milli.” Um niðurstöður gjóskulagagreiningar segir Bjarni: Gulhvítt gjóskulag, sem lá “in situ” (á upprunalegum stað) undir garðinum reyndist að öllum líkindum vera gjóska úr Heklu frá árinum 1104. Jarðvegssniðin undir garðinum bentu einnig til þess að uppblástur á staðnum hafi hafist einhvern tímann um 1120, eða fyrir gosið mikla í sjónum úti fyrir Reykjanesi 1226…..Fornigarður er byggður einhvern tímann eftir Heklugosið 1104 og fyrir gosið mikla í sjónum úti fyrir Reykjanesi 1226, hugsanlega einhvern tímann á bilinu 1120 – 1226.” Skammt suðaustan við Stórhól liggur garðlag niður frá Fornagarði í vinkil, fyrst til vesturs en svo beint í norður.

Borgirnar þrjár/Vogsósaborgir (fjárskýli)

Vogsósaborgir

Vogsósaborgir – Borgirnar þrjár.

Þrjár tóftir af fjárborgum eru rúmum 150 m vestan við þjóðveginn um Selvog, 1,1 km norðaustur af Vogsósum. Tóftirnar eru á og utan í smáhrygg í nokkuð vel grónu helluhraun. Nokkur grænka er kringum rústirnar og grösugar lægðir víða í kring.
Tóftirnar ná yfir svæði sem er alls um 25 x 25 m stórt. Allar eru þær mjög greinilegar og sennilega ekki mjög gamlar, a.m.k. ekki yngsta byggingarstigið. Nyrsta borgin, A, er á norðurenda hryggjarins. Hún er hringlaga og mikið hraungrýti sést í veggjum, bæði innan- og utanverðum. Sennilega hefur op verið í vestur. Innanmál borgarinnar er um 3 x 3 m en að utan er hún rúmir 7 m í þvermál. Veggir standa nokkuð vel og eru allt að 1 m háir. Rúmum 10 m SSA af A er önnur fjárborg, B. Hún er næstum alveg eins og sú fyrstnefnda en veggir standa þó ívið betur og eru allt að 1,2 m háir. Að utanverðu er hún um 6,5 m í þvermál en að innan um 4 m. Dyr eru greinilegar og snúa í suðvestur. Stór hella er skammt frá opinu og gæti hafa verið yfir dyrunum. Þriðja borgin, C, er um 6 m austur af B og stendur heldur neðar, á stalli utan í hryggnum og í smáhalla mót austri. Hún er rúmir 6 m í þvermál að utan og 3-4 m að innanverðu, veggjahæð mest um 0,8 m. Dyr hafa snúið í suður. Ekki er vitað hvenær fjárborgirnar voru í notkun en þær virðast ekki fornlegar og er helst að giska á að þær hafi verið í notkun á 19. öld. Reið- eða fjárgötur liggja N-S austan við holtið.

Vörðufellsrétt (rétt)

Vörðurfellsrétt

Vörðufellsrétt.

Gamla skilaréttin fyrir Selvog er uppi á Vörðufelli sem er lágt fell í Selvogsheiðinni 3,8 km austur frá Vogsósum. Samkvæmt örnefnalýsingu Þorkelsgerðis var hún ýmist kölluð Selvogsrétt eða Vörðufellsrétt. Lítið og lágt fell, ágætlega flatt og gróið að ofanverðu.
Réttin er norðarlega á vesturbrún fellsins. Þetta er stór og mikil réttarrúst sem er alls um 75 x 50 m stór frá norðri til suðurs og að auki liggur aðrekstrargarður frá henni til norðausturs. Réttin sjálf skiptist í stórt gerði, almenning og dilka. Gerðið myndar nyrðri helming réttarinnar. Það er næstum óaðfinnanlega hringlaga og ekki ólíklegt að lagt hafi verið út fyrir hringnum áður en hleðsla hófst. Alls er gerðið um 45 m í þvermál og hefur verið rekið inn í það að norðaustan. Vestan við opið liggur áðurnefndur aðrekstrargarður út frá opinu og um 50 m til norðausturs. Er því ljóst að rekið hefur verið upp á fjallið að austan eða norðaustan. Op er á hringlaga gerðinu til suðurs, inn í almenning sem er um 17 m í þvermál, næstum hringlaga en ekki jafn reglulegur og gerðið. Út frá almenningnum liggja síðan dilkar í hálfhring, alls 8 eða 9 talsins. Töluvert hefur verið lagt í hleðslu réttarinnar, mikið grjót er í veggjum og víða mjög stórt. Þeir eru að miklu leyti hrundir en standa þó á stöku stað allt að 5-6 umför af hleðslum og er veggurinn mest hátt í 1 m hár. Ekki er víst að allir dilkarnir hafi verið hlaðnir í einu, í það minnsta teygir ytra byrði tveggja eða þriggja hinna vestustu sig utar en þeirra sem austar eru. Hugsanlega hafa þeir verið byggðir síðar ellegar stækkaðir. Þórarinn Snorrason telur að réttinni hafi verið valinn staður uppi á fellinu því þar var nóg af hleðslugrjóti. Að öðru leyti hafi staðsetningin ekki verið sérlega heppileg og ekki alltaf auðvelt að reka féð upp hlíðarnar. Þessi rétt var í notkun framundir 1920. Þá hafði fyrir fáum árum verið reist girðing frá Hlíðarvatni og austur fyrir Urðarfell, m.a. til að hafa betri stjórn á búfénaði en fram að þeim tíma voru menn að missa fé inn um öll fjöll á haustin. Ný rétt var hlaðin við girðinguna og féll þá réttin á Vörðufelli fljótlega úr notkun. Réttin sem er enn í notkun austan við Hlíðarvatn var síðan reist 1953.

Vindássel (sel)

Vindásel

Vindásssel – uppdráttur ÓSÁ.

Tóftir eru í Selvogsheiði hátt í 300 m NA af Vörðufellsrétt. Sennilega er þetta Vindássel en þess er getið í gamalli landamerkjalýsingu: “Að austanverðu eru landamerki milli Strandarlands og Eymu þessi: Við sjó ræður markhella: Þaðan bein lína í vörðu, vestanvert við Eymuhjáleigu. Þaðan bein lína í Eymuvörðu. Þaðan bein lína í vörðuna á Vörðufelli, og þar er í mörkum hella, sem höggvið er á M. Þaðan liggja mörkin norðar yfir Eymuból, austan til við Vindássel, og á Gapa í Hellholt. Þaðan bein lína í Kálfahvamm, vestan í Geitafelli.” Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir um selstöðu Vindáss: “Selstaða á heiðinni vatnslaus sem annarstaðar.” Heiðalandslag, þýfðir móar en hraun er undir.
Tóftirnar eru tvær, á svæði sem er um 30 x 10 m stórt N-S.

Eymuból (sel)

Eimuból

Eimuból – uppdráttur ÓSÁ.

Eymubóls er getið í gamalli landamerkjalýsingu: “Að austanverðu eru landamerki milli Strandarlands og Eymu þessi: Við sjó ræður markhella: M. Þaðan bein lína í vörðu, vestanvert við Eymuhjáleigu. Þaðan bein lína í Eymuvörðu. Þaðan bein lína í vörðuna á Vörðufelli, og þar er í mörkum hella, sem höggvið er á M. Þaðan liggja mörkin norðar yfir Eymuból, austan til við Vindássel, og á Gapa í Hellholt. Þaðan bein lína í Kálfahvamm, vestan í Geitafelli.” Eymuból er um 100 m austur af Vindásseli og liggur markalínan milli Strandar og Eymu um það. Heiðalandslag, þýfðir móar en hraun er undir.
Gaman er að koma í Eymuból, enda frekar óvenjulegur minjastaður. Um er að ræða jarðfall í hraunrás og opnast skútar inn í jarðfallið bæði til norðurs og suðurs. Alls er jarðfallið sjálft um 13 x 11 m stórt frá norðri til suðurs, hér um bil hringlaga og hefur verið hlaðið með brúnum þess á alla kanta. Hleðslurnar eru hálfgrónar en vel sést í grjót í þeim. Sennilega hefur verið gengið niður í jarðfallið austanmegin en þar er bratti minnstur vegna jarðvegstorfu sem liggur niður brúnina. Botninn er vel gróinn og frá honum rúmir 2 m upp á jafnsléttu. Ekki sjást hleðslur fyrir hellismunnunum eða inni í hellunum en þeir eru báðir manngengir. Sá nyrðri er töluvert stærri en sá syðri. Uppi á jarðfallsbrúninni að austan er rústahóll, nálægt 10 m í þvermál og sjást í honum ógreinilegar dældir.

Strönd (býli)

Strandarkirkja

Minnismerki um Strönd.

1238: “Gissur lét um sumarið taka upp bú Dufguss Þorleifssonar í Selvogi á Strönd og ræna þar öllu fénu en lið allt var óbirgt eftir og sáu bændur fyrir því.” Sturl, 406. [um 1275] Strendur eiga halfann hualriett til mots vid hiallamenn. huar sem rekur: Sex vætter aa huertt land fyrer garde enn fiorar utan gardz og skal reida med slijku sem rekur: fyrer utan vog eiga strendur þria hlute motz vid herdijsarvijk. j. hual: Enn j herdijsar vijkur fiorum eiga strendur tuo hlute huals huar sem rekur: fra mijgande Grof og til bergs enda eiga strendur allan reka ad helminge vid stadenn j krijsevijk: Sa er maaldage aa herdijsarvijkur fiorum ad stadur j skala hollte a halfann vidreka. allan annann enn auxar talgu vid j millum Selstada oc hellis firer austann riett til marks vid strandar land. Stadur j skalhollte oc herdijsarvijk eigu iiij vætter huals og skal vega enu fiordu med Brioske og Beine: enn þridiung i ollum ef meire kiemur. enn strandarmenn tuo hlute. Skalhollt oc krijsevijk aa halfann allann reka under fuglberge vid strandar land. millum wogs oc hellis aa strendur land iiij vætter enn ef meire er þa aa skalhollt oc krijsevijk j ollum hual. [125] Enn firer austann wog til vindass aa stadur j skaalhollte oc krijsevijk halfan tolftung I hual ef meire er enn iiij vætter. enn ecke ellegar. DI II, 124-25. 13.5.1367: kirkiann a Strond j Selvogi a xxxc. j heima jordu. landid ad Vägshvsum. hvalreka vid stadinn j Skalahollti oc kirkiuna j Krysuvijk fra Migandi grof oc austr ad Osskerium. vidreka fra Migandi grof oc til Bergsenda. alla veidi j fuglbergi .xv. kyr. gradung. hesta .ij. iiij. ær oc .xx. oc rvtur. DI III, 212. 1397: Kirkiann a .xij. kyr. vxa þrevetrann oc einn hest. …Jtem gaf Jvar bondi kirkiunni a Strond .vjc. og Halla Jonsdotter gaf .vc. ijc. oc .v. aura firir skreidar tiund. sierdeilis firir heitfiska so marger sem þeir verda. DI IV 100-101. [1446] gefur Þorvarður Loptsson Strandarkirkju 1 hdr í testamenti sitt og skipar fátækan mann til bús síns þar, þann sem Margrét kona hans vill taka svo lengi sem hún lifir – DI IV, 675-76. 3.9.1508 hafði Þorvarður Erlendsson lögmaður til kaups við Kristínu Gottskálksdóttur Strönd í Selvogi fyrir 100 hdr. – DI VIII, 230. 8.7.1523 hafði Erlendur Þorvarðsson lögmaður fengið Skálholtskirkju Hof á Kjalarnesi í reikningsskap ýmissa kirkna, þ.á.m. Strandarkirkju sem var “mioc hraurnandi Swo hun þurfti botar wid” og lofaði Erlendur að “bæta at Strandarkirkiu” – DI IX, 159.

Strönd

Strönd – upplýsingaskilti við Strönd í Selvogi.

15.12.1525 lagði Erlendur Þorvarðsson Strönd og Nes í Selvogi “med þeim jordum sem þar til liggia” til kaups við Þórunni Stulladóttur og skyldi Þórunn vera helmingakona og hafa Nes fyrir 80 hdr og 40 kúgildi “nema hun villdi sialf helldur hafa jardernar hlidarenda. breidabolstad og littllaland. allar fyrir lxxxxc.” – DI IX, 288.
[1560] kveðst Jón Marteinsson ekki hafa “mejre peninga frijda medteked vegna austrond i Selvoge en vjc.” DI XIII, 556. 1575: Kirkian ä Strond i Selvoge. ä xxxc. heima Jordu. Landid ad Vogshusum. hualreka vid stadinn i Skälholltj og kirkiuna i Krijsuvijk. frä Miganda grof og austur ad Ässkerium. vidreka frä Migandagrof og til bergs enda. alla veida i Fuglberge. DI XV 641-642. 1596 er Solveigu Jónsdóttur dæmd 15 hdr í Strönd og Grími Einarssyni 45 í Strönd í arf eftir Guðbjörgu Erlendsdóttur móður Solveigar og föðurömmu Gríms – AÍ III, 68. “… eftir lát Erlends Þorvarðssonar (1576) og Guðbjargar dóttur hans (1594) mun jafnan hafa verið fleiri en einn ábúandi á Strönd. Á árunum 1677-1680 voru 7 ábúendur á Strönd [Sveitarbragur Jóns Jónssonar bónda í Nesi, SSÁ, 229-230], en um þær mundir var uppblástur farinn að eyða mjög landinu. Laust fyrir aldamótin 1700 var heimajörðin komin í eyði en búið á fornri hjáleigu frá Strönd, Sigurðarhúsum. Árið 1762 var engin ábúð á hjáleigum Strandar og allt komið í eyði.” JHA Strandarkirkja, 25. 1840: 1749 er hún (þessi jörð) með öllum sínum afbýlum öldungis eyðilögð af sandfoki, og þó þá fyrir nokkrum árum.” SSÁ, 216 . “Gamlar húsarústir og aðrar fornleifar á eyðibýlunum Strönd og Vindási, með hjáleigum” voru friðlýstar af Matthíasi Þórðarsyni 5.5.1927 – Fornleifaskrá, 78.

Strönd

Strönd – hestasteinn.

Í ritgerð Brynjúlfs Jónssonar frá 1902 segir: “Mest hefir sandurinn borist austur yfir ósinn er hann var lagður með ís, hefir svo borist austur og upp í heiðina fyrir suðaustan Vogsósa. … Þá er sandgeirinn var kominn upp í heiðina, fór hann breikkandi suður og austur á við, og eyðilagði smám saman jarðirnar: Strönd, Vindás og Eimu með afbýlum þeirra. Dálítið er nú þar farið að gróa upp aftur. Á Strönd gerir þó enn ýmist að gróa eða blása upp.” Brynjúlfur Jónsson 1903, 51.
“Nú síðan heimajörðin er affallin, eru þær grasnautnarleifar, sem hún brúkaði, deildar á millum eigenda þeirra, sem nú hafa í staðinn þeirra afföllnu heimajarðar reist á fætur forna hjáleigu sem nú er í lögbýlatölu komin [Sigurðarhús].” JÁM II, 458 “Afrjett hefur jörðin haft og brúkað undir Hengli so sem aðrir hjer í sveit ut supra. Munnmæli eru að jörðin hafi skógarítak átt fyrir sunnan fjall fyrir innan almenninga, þar sem enn í dag eru kallaðar Strandartorfur, þar er nú skógur eyddur og lítið hrís eftir; rök vita menn ekki hjer til nema munnmæli…Eggver hefur jörðin átt í vatnshólma þeim, sem heitir Strandarey og liggur í stöðuvatni því, er heitir Hlíðarvatn, það fer mjög til þurðar, hefur og aldrei dúntekja verið. Hvannatekju, sem í eynni var, má ekki nafn gefa.” JÁM II, 460 [Nú er Strandarey horfin, komin á kaf eftir að hækkaði í vatninu.]
“Strandarhóll er rétt norðan við kirkjugarðinn. Þar stóð bærinn Strönd,” segir í örnefnalýsingu. Í ritgerð Brynjúlfs Jónssonar um fornleifar í Árnessýslu 1902 segir: “Svo er að sjá af rústabungum, að á Strönd hafi upp á síðkastið verið tveir bæir; Efribær og Fremri bær. Kirkjugarðurinn og kirkjan stóð fyrir framan hlað Frambæjarins. Þó var þar sund á milli, og er sagt að þar hafi verið uppsprettulind, kölluð Sælubuna.” Bæjarhóllinn er norðan við Strandarkirkju og hafa kirkja og bær staðið alveg á sömu torfunni. Áberandi gróska er í hólnum sé miðað við hálfuppgróið sandflæmið umhverfis.
Sé allt talið saman, kirkju- og bæjarhóll, er stærðin um 90 x 70 metrar frá norðri til suðurs. Mjög greinileg upphleðsla byggingarefna er norðan við kirkjuna, grænn og ávalur hóll en ekki sjást greinilegar bæjarrústir. Honum hefur verið raskað allnokkuð, sennilega mest þegar klósettaðstaða var grafin inn í hólinn vestanverðan. Vitað er að þá var grafið gegnum mikinn öskuhaug. Árið 1950 var sett höggmynd á hólinn, Landsýn e. Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara. Fánastöng er ofan á miðjum hólnum og einnig er þar minnisvarði með nöfnum nokkurra valinkunnra ábúenda. Þar skammt austar er lítil eftirmynd af torfbæ sem hefur verið lítillega grafin niður í hólinn.

Strandarkirkja (kirkjugarður/kirkja)

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1884.

Eggver hefur jörðin átt í vatnshólma þeim, sem heitir Strandarey og liggur í stöðuvatni því, er heitir Hlíðarvatn, það fer mjög til þurðar, hefur og aldrei dúntekja verið. Hvannatekju, sem í eynni STRÖND Í SELVOGI (Á) -Maríu, Tómasi. c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 9 var, má ekki nafn gefa. JÁM II, 460 [Nú er Strandarey horfin, komin á kaf eftir að hækkaði í vatninu.]
1519: Á þeim dögum var Strandakirkja öll með blýi þakin og yfir dregin; staðurinn sjálfur mikinn part úr timbri byggður. Þótti þá varla slíkt höfuðból og Strönd var. Setbergsannáll IA IV, 55. (gæti verið ruglað saman við kirkjubyggingu 1624).
8.7.1523 hafði Erlendur Þorvarðsson lögmaður fengið Skálholtskirkju Hof á Kjalarnesi í reikningsskap ýmissa kirkna, þ.á.m. Strandarkirkju sem var “mioc hraurnandi Swo hun þurfti botar wid” og lofaði Erlendur að “bæta at Strandarkirkiu.” DI IX, 159.
27.9.1563: Sóknarkirkja lögð niður í Krýsuvík “een læge til Strandar kirkiu j Selvoge til kirckiu soknar sæde Krysevijk og þad kot þar hia er. Suo og gylde til Strandar kirckiu bæde tolla og tijunder og alla adra rentu suo sem adrer almenningzbæer skyllduger eru sijnum soknarkirckium ad veita” þó skyldi þar lítið húskorn Guðs vegna eftir standa DI XIV 158-159.
1624: Kirkjan nýsmíðuð: fimm bitar á lopti að auk stafnbitanna, kórinn alþiljaður, lasinn predikunarstóll; öll óþiljuð undir bitana, bæði í kórnum og framkirkjunni, einninn fyrir altarinu, utan bjórþilið. Þar fyrir utan blýþak
ofan yfir bjórþilið, og ofan á öllum kórnum er sagt sé blýleingja hvorumegin og ein ofan yfir mænirnum, líka svo á framkirkjunni. Vísitasía Odds Einarssonar – tekið eftir JHA Strandarkirkja, 27. sbr. Blanda I, 322.
1700: Á þessu ári og fyrirfarandi árum eyddust og í eyði lögðust þessir kirkjustaðir í Skálholtsstipti: Strönd í Selvogi af sandi … Kirkjurnar standa enn nú og í þeim heilög þjónustugjörð fram flutt. – Setbergsannáll IA IV, 162.

Strandarkirkja

Strandarkirkja um 1900.

1700: [kirkja komin að falli og fyrirskipar Jón bp Vídalín að endurbyggja hana] JHA Strandarkirkja, 27 1736: [Hin nýja kirkja er byggð var 1735 er] mestan part úr nýjum og sterkum viðum, svo hún er nú bæði að veggjum væn og vel standandi; að því leyti betur á sig komin en hún hefir nokkurn tíma áður verið, að svo er um hana búið að utanverðu, að sandurinn geingur ekki inn í hana; hennar grundvöllur hefir og so verið hækkaður, að hún verst langtum betur en áður fyrir sandinum að utanverðu. Vísitasía Jóns Árnasonar, eftir JHA Strandarkirkja, 27-28.
1751: [kirkjan stæðileg að veggjum, en súð og grind víða fúin] Húsið stendur hér á eyðisandi, svo hér er mikið bágt að fremja guðsþjónustugerð í stormum og stórviðrum; er því mikið nauðsynlegt, hún sé flutt í annan og hentugri stað. Vísitasía Ólafs Gíslasonar, eftir JHA Strandarkirkja, 13.7.1751: [Kirkjan] stendur fjarlægt bæjum á eyðisandi undir einu timburþaki, hver sandur, sem í stórviðrum fýkur að kirkjunni af öllum áttum, aungvu minna foreyðir og fordjarfar bik kirkjunnar, viði og veggi en vatns ágangur, því að það fer dagvaxandi, sérdeilis á vetrartíma í snjófjúkum, að sanfannirnar leggjast upp á veggina því nær miðja. Bréf sr. Einars Jónssonar sóknarprests í Selvogsþingum til Pingel amtmanns og ólafs biskups, eftir JHA Strandarkirkja, 28 [prestur fékk leyfi til að flytja kirkjuna að Vogsósum, en af því varð ekki – JHA Strandarkirkja, 29-30].
1758, gert að kirkjunni.
1763, gert að kirkjunni.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1930.

1848: Ný kirkja byggð á Strönd.
1888: Ný kirkja byggð á Strönd.
16.2.1907: Strandarsókn í Selvogi lögð til Arnarbælis; (PP,93) [lög].

1968: Strandarkirkja endurbyggð: “Strandarkirkja stendur á Kirkjuhólum, eða í kirkjugarðinum,” segir í örnefnalýsingu. Í grein Brynjúlfs Jónssonar frá 1902 segir: “Kirkjugarðurinn og kirkjan stóð fyrir framan hlað Frambæjarins.” Kirkjan stendur á dálitlum hól beint sunnan við bæjarhólinn. Kirkjan er í h.u.b. miðjum kirkjugarðinum. Í kringum garðinn er hlaðinn garður sem hefur án efa verið endurbyggður oft.
Bílastæði er sunnan við kirkjuna en tröppur upp að henni úr vestri.
Kirkjugarðurinn er alls rúmlega 40 x 30 m stór frá austri til vesturs. Hann hlýtur að hafa verið sléttaður, í það minnsta sést lítið sem ekkert móta fyrir gömlum leiðum. Engin tré eru í garðinum. Elstu legsteinarnir sem sjást eru vestan og norðan til við kirkjuna, alveg upp við hana. Vitað er að garðurinn hefur verið stækkaður í það minnsta einu sinni á 20. öld, þá til norðurs. Kirkjan sjálf er timburkirkja með hlöðnum grunni. Svolítil upphækkun sést við
suðurlanghlið kirkjunnar. Sennilega er það gróinn sandskafl, en Þórarinn Snorrason man eftir því að sandur safnaðist gjarnan á þeim stað. Er ekki ólíklegt að sandfok hafi mjög sett svip sinn á mótun bæði kirkju- og
bæjarhóls.

Strandarsel (sel)

Strandarsel

Strandarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Strandarsel, sem skv. Þórarni Snorrasyni er einnig kallað Staðarsel, er um 100 m sunnan við austurenda Svörtubjarga. Rústirnar eru 6,3 km norðaustur af Strandarkirkju og 1,5 km beint norður af Eymubóli. Undir Björgunum eru fallegir og áberandi sléttir vellir sem skera sig úr í heiðinni. Ekkert rennandi vatn er á svæðinu.
Í Strandarseli eru a.m.k. 6 tóftir á svæði sem er alls rúmlega 50 x 40 m stórt frá norðri til suðurs.

Krókur (býli)

Krókur

Krókur.

Krókur er nefndur í Jarðabók Árna og Páls 1706: “Krokur, eytt fyrir tuttugu árum.” “Þá er Víghóll og Krókshóll þarna norður af [Kirkjuhólum], en Krókur var hjáleiga frá Strönd,” segir í örnefnalýsingu. Í ritgerð Brynjúlfs Jónssonar um fornleifar í Árnessþingi 1902 segir: “Af hjáleigum eru nefndar: Krókur norður á túninu, þar er enn dálítil roftorfa, Sigurðarhús litlu austar og Stórhóll fyrir norðan tún.” Í Sveitarbrag frá 1677-80, sem birtist í sóknalýsingu Selvogsþings, er nefndur Erlendur smiður í Króki: “…enn er annar flóki, hann Erlendur smiður í Króki.” Krókur er rúma 300 m norður af bæjarhól, norðan við hól sem er merktur með litlu skilti sem “Bakrangur”. Hann er nyrstur þeirra rústahóla sem eru í kringum Strandarkirkju.
Nokkuð gróið hraun þar sem töluvert er af lúpínu. Enn sést þó í ógróið hraunið á nokkrum stöðum. Hóllinn er vel gróinn og áberandi og ekki ólíklegt að í honum séu uppsafnaðar mannvistarleifar. Hann er alls um 35 x 20 m stór og snýr h.u.b. NA-SV. Á hólnum er lítill torfbær sem á stendur “Krókur, í eyði 1686.” Uppi á hólnum sjást dálitlar veggjahleðslur, sennilega tvö veggjarbrot sem mynda L, annað um 2 m langt en hitt um 3 metrar. Aðeins er um eitt umfar af hleðslum að ræða.

Sigurðarhús (býli)

Sigurðarhús

Sigurðarhús.

Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: “Sigurdarhús. Dýrleiki þessa býlis, sem nú er lögbýli kallað í staðinn fyrir Strönd, er xxi C og xv álnir…”
“Sigurðarhóll var austur af kirkjunni, en þar stóðu Sigurðarhús, hjáleigan, og austar Sigurðarhúshjáleiguhóll,” segir í örnefnalýsingu. ”
Í grein Brynjúlfs Jónssonar um fornleifar í Árnessýslu 1902 segir: “Af hjáleigum eru nefndar: Krókur norður á túninu, þar er enn dálítil roftorfa, Sigurðarhús litlu austar og Stórhóll fyrir norðan tún.” Rústahóll er um 120 m austan við bæjarhól, norðan við veginn sem liggur að Strandarkirkju.
Stór og vel gróinn hóll, alls um 40 x 15 m stór frá norðri til suðurs. Á honum er lítil eftirlíking af torfbæ og stendur þar á: “Sigurðarhús, í eyði 1735.” Ekki sjást leifar af tóft eða hleðslum á hólnum en hann er nokkuð
ósléttur.

Lambhús (býli)
Rústahóll er um 270 m austur af bæjarhól, ofan eða norðan við veginn sem liggur að Strandarkirkju. Væntanlega eru þetta Lambhús en um þau segir í Jarðabók Árna og Páls 1706: ” [Siguðarhús] tíundast í fjóra staði, að meðreiknuðu forna afbýlinu Lambhúsum, sem heita skuli v c.” Ábúandi á Lambhúsum 1706 var Marin Egilsdóttir, ekkja. Hóllinn sést vel, enda grasi vaxinn. Gras er slegið þar fyrir framan. Engin merki sjást um hleðslur á hólnum en hann er alls um 40 x 40 m stór og allt að 2 m hár. Sennlega er hann að einhverju leyti myndaður úr upphlöðnu byggingarefni og ösku. Sunnan í hólnum er búið að koma fyrir lítilli eftirlíkingu af torfbæ sem á stendur “Lambhús, í eyði 1729.”

Móhús (býli)
Í Jarðabók Árna og Páls 1708 er getið um hjáleigu frá Strönd: “Móhús, eytt fyrir manna minni.” Nú er ekki vitað hvar Móhús voru.

Bakrangur (býli)
Í Jarðabók Árna og Páls 1708 er getið um hjáleigu frá Strönd: “Bakrangur, eytt fyrir 10 árum.” Nú er ekki vitað hvar Bakrangur stóð. Þó er einn rústahólanna norðan við Strandarkirkju nú merktur með eftirlíkingu af torfbæ sem á stendur “Bakrangur”. Ekki er vitað hvað er til í því en þó mögulegt að um sama stað sé að ræða.

Bæjarbúð (verbúð)
Í Jarðabók Árna og Páls 1708 segir: “Bæjarbúð hefur hjer [á Strönd] verið vermanna búð meðan lendíngin ekki var fordjörfuð; hún kom fyrst í tíð biskupsins meistara Brynjólfs, hvort að gjöf eður kaupi honum til eignar vita
menn ekki. Hitt er víst að Sr. Torfi heitinn í Gaulverjabæ, eftir það að hann erfði meistara Brynjólf, ljet brúka þessa búð og gjörði að sínum kosti…” Ekki er nú vitað hvar Bæjarbúð var.

Stórhóll (býli)
“Miðhóll er þar, sem nú er suðurhlið. Þá er Stórhóll. Hjáleigur frá Strönd eiga að hafa verið þar sem hólarnir eru nú,” segir í örnefnaskrá. 1902: “Af hjáleigum eru nefndar: Krókur norður á túninu, þar er enn dálítil roftorfa, Sigurðarhús litlu austar og Stórhóll fyrir norðan tún,” segir í grein Brynjúlf Jónssonar um fornleifar í Gullbringu- og Árnessýslu. Stórhóll er áberandi klapparhóll um 600 m norður af bæjarhól. Ekki er nú ljóst hvar landamerki Vogsósa og Strandar voru en hér er gert ráð fyrir að hóllinn hafi verið í landi Strandar.
Hóllinn sjálfur er náttúrulegur og ekki sjást neinar rústir við hann. Þar eru hins vegar töluverðar leifar af garðlögum. Ekki er óhugsandi að rústir séu komnar á kaf í sand en þó var svæðið umhverfis hólinn gengið nokkuð rækilega.

Vindás (býli)

Vindás

Vindás.

Vindás stóð um 380 m suðaustan við bæjarhól. Bæjarstæðið er fast niður við sjóvarnargarðinn, um 50 m sunnan við veginn að Strandarkirkju. Vindáss er getið í fornbréfi um 1275: “Enn firer austann wog til vindass aa stadur j skaalhollte oc krijsevijk halfan tolftung i hual ef meire er enn iiij vætter. enn ecke ellegar.” DI II, 124-25. 1677-80: Búa Jón og Hróbjartur í Vindási – Sveitarbragur Jóns Jónssonar í Nesi, SSÁ, 229. Gamlar húsarústir og aðrar fornleifar á eyðibýlunum Strönd og Vindási, með hjáleigum voru friðlýstar af Matthíasi Þórðarsyni 5.5.1927. Fornleifaskrá, 78.
1840 er Vindás, tvíbýlisjörð, talin meðal eyðibýla í ytra parti Austurvogar og á að hafa farið í eyði milli 1700 og 1750 – SSÁ, 221.
Beggja megin við hólinn liggja vegarslóðar upp á sjóvarnargarðinn. Sendið, hálfgróið landsvæði liggur frá hólnum og upp að vegi. Áberandi rústahóll og sést hann vel frá vegi. Hugsanlega hefur suðurhlið hans eitthvað verið raskað þegar sjóvarnargarðurinn var byggður. Hóllinn er alls tælega 35 x 20 m frá austri til vesturs og hátt í 2 m hár. Á honum er lítil eftirlíking af torfbæ sem á stendur: “Vindás, fór í eyði 1762”. Uppi á hólnum vottar fyrir hleðslum, líkt og gerði sem er tæpir 20 m í þvermál. Hleðslur eru algrónar og ná varla nema 30-40 cm hæð. Sennilega eru þetta leifar af kálgarði, en Þórarinn Snorrason (f. 1931) man eftir kálgarði í Vindási á sínum yngri árum. Lítil þúst er austan megin við hólinn, hugsanlega rústaleifar. Nokkrum metrum vestan við hólinn sést þráðbein steinaröð sem liggur SV-NA, sennilega undirstaða undan girðingu.

Vindáshjáleiga (býli)

Vindáshjáleiga

Vindáshjáleiga.

Rústahóll er um 430 m austan við bæjarhól og um 100 m norðan við veginn sem liggur að Strandarkirkju.
Sendið land en vaxið töluverðu melgresi og mosa. Norðan við er hraun og meiri lúpína. Hóllinn er nokkurn veginn hringlaga og um 20 m í þvermál, iðagrænn og mosavaxinn. Búið er að setja eftirlíkingu af torfbæ á suðurenda hólsins. Á honum stendur: “Vindáshjáleiga, í eyði 1772.”

Hlíð (býli)

Hlíð

Hlíð – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: “Jarðardýrleiki xx að sögn manna, en engin geldst hjer tíund af.” JÁM II, 463.
Ekki til túnakort. Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: “Lyngrif til eldiviðar bjarglegt. Silúngsveiðivon er góð og hefur oft að merkilegu gagni verið. Eggver í vatnshólmum hefur að nokkru gagni verið, en fer mjög til þurðar. Sölvafjöru og grasafjöruítak á jörðin fyrir Vogshúsalandi sem áður segir, vide Vogshús. Túnunum grandar fjallsskriður og landbrot, sem Hlíðarvatn gjörir að neðan. Engjar, sem áður voru litlar með vatninu, hefur sama vatn eyðilagt.” JÁM II, 464.
“Hlíð var fyrr góðbýli og landnámsjörð í Selvogi. Var hún um aldaraðir eign Strandakirkju og er það enn. Jörðin hefur verið í eyði nú um 60 ára skeið. Þar eru nú rústir einar. Bærinn stóð á Bæjarhól eða lágum hrygg, er lá fram í Hlíðarvatn,” segir í örnefnalýsingu. Rústirnar af Hlíð eru við NA-horn Hlíðarvatns, 2,2 km norður af Vogsósum I. Bærinn fór í eyði árið 1906.
Slétt grund sem nær allt frá vatnsborðinu og upp að fjallsrótum. Þjóðvegurinn liggur um túnið um 70 m norðan við bæjarrústirnar. Enn er nokkur rækt í túninu. Það er ekki slegið, ógirt og sækja kindur í það. Veiðihús stendur á vesturenda bæjarrústanna og hefur sennilega raskað þeim að litlum hluta en miklar rústir eru á hólnum austan við húsið. Hefur bæjarröðin legið frá austri til vesturs og bærinn snúið með framhlið í suður. Alls er rústin um 35 x 20 m stór en að auki liggur garðlag frá suðurhlið hennar. Þá er bæjarhóllinn sjálfur sem rústin er á heldur stærri en hún, allt að 50 m langur A-V og 30-40 m breiður.

Kirkjuhóll (bænhús)
“Auk Bæjarhóls eru í túninu Kirkjuhóll eða Bænhúshóll, en þar á hafa staðið bænhús í katólskri tíð,” segir í örnefnalýsingu. Nú er ekki vitað hvar Bænhúshóll var. Yfirleitt voru kirkjur og bænhús í næsta nágrenni við bæjarhóla og með hliðsjón af því er helst að giska á ávalan hól í túni fast austan við bæjarhól. Óslegið tún. Hóllinn er sporöskjulaga og nokkuð ávalur en ekkert rústalag á honum, 15-20 m í þvermál. Enginn annar hóll virðist líklegri.

Borgaskörð (fjárskýli)

Hlíðarborg

Borg undir Borgarskörðum.

“Borgaskörð voru skörð í Hlíðarfjall austarlega. Á einum stað milli þeirra var Háhamar,” segir í örnefnalýsingu. Undir skörðunum er tóft sem skörðin gætu hafa dregið nafn sitt af, um 130 m austur af stekk. Hlíðarborg og Valgarðsborg eru sunnar.
Lyngmói, sumsstaðar með hraunnibbum og – hólum. Hlíðargata liggur áfram til austurs fast sunnan við tóftina. Tóftin er í háum og gróskumiklum valllendishól sem er nokkuð áberandi og sést vel að. Hún er lítið uppbyggð en að mestu leyti grafin niður í hólinn. Hann sjálfur er nokkuð hringmyndaður en hólfið er aftur næstum ferkantað. Mögulegt er að byggingin hafi upphaflega verið fjárborg en síðan verið endurbyggð sem fjárhús. Að innan er tóftin rúmir 3 x 2 m frá norðri til suðurs og mikið grjót í innanverðum veggjum. Hóllinn er á hinn bóginn allt að 10 m í þvermál að ofanverðu en breiðari ef miðað væri við hólræturnar. Hann er sennilega manngerður að einhverju leyti, a.m.k. sést lausagrjót í honum utanverðum á nokkrum stöðum. Að mestu hlýtur hann þó að vera náttúrulegur, enda gnæfir stór klettur upp úr honum fast við tóftina að austan og sunnan. Að innanverðu vottar aðeins fyrir stöllum eða bálkum upp við veggina og gætu það mögulega verið jötur. Heillegasta veggjarhleðslan er að vestanverðu og sjást þar 4 umför.

Hlíðarvegur (leið)

Hlíðarvegur

Hlíðarvegur.

Gata, sumsstaðar nefnd Hlíðarvegur, lá upp Hlíðarskarð, sem er í fjallinu norðaustur af bæjarstæðinu í Hlíð.
Sagt er frá leiðinni í örnefnalýsingu Selvogsafréttar: “Upp úr Hlíðarskarði liggur Hlíðarskarðsstígur og er kallaður Hlíðarvegur, göngumannavegur er kemur upp á fjallið. Þetta er þó enginn vegur, aðeins vörður á vegleysu… Göngumannavegur var upp með Hlíðarbæ og með honum vörður, sem standa enn, en þeim er ekki haldið við lengur. Vörðurnar byrja í Hlíðarskarði, liggja inn Langhóla, inn með VestriHvalhnúk, þar til komið er að norðurhorninu. Þá er brunablettur og sléttarhellur og vörður á þeim alla leið í Kerlingarskarð. Stakkavíkurvegur og Hlíðarvegur eru samhliða nokkuð og koma saman við Selvogsveginn við girðingarhlið, þegar komið er fram hjá Litla-Kóngsfelli.” Ennfremur segir: “Neðanvert við Ásana, við vörðuveginn, sameinast Hlíðarvegur Stakkavíkurvegi.”
Skarðið er bratt og grýtt. Þegar skarðinu sleppti lá gatan áfram, hér um bil beint í norður en sveigði síðan meira í vestur og sameinaðist Stakkavíkurvegi langt uppi á fjalli. Ekki var farið upp Hlíðarskarð með hesta og var gatan af þeim sökum oft nefnd Gönguleið skv. Þórarni Snorrasyni. Hún var vörðuð þegar komið var upp á fjallið.
Eiginleg gata sést ekki í sjálfu skarðinu en á loftmynd virðist votta fyrir götu uppi á fjallsbrúninni.

Hlíðarborg (fjárskýli)

Hlíðarborg

Hlíðarborg

Hlíðarborg er fjárborg úti í hrauninu 1,7 km austan bæjarhóls 001. Hún er um 150 m norðan við girðingu sem liggur frá skilaréttinni við Hlíðarvatn og austur fyrir Urðarfell.
Borgin er byggð vestan í hraunhól, sem er klofinn eftir endilöngu, og þjónar hraunið sem austurveggur. Umhverfis er hálfgróið hraun og sumstaðar valllendisblettir. Borgin sjálf er nokkurn veginn hringlaga, alls um 13 x 14-15 m að stærð. Veggir eru allir hrundir og mikið grjót í þeim, einna minnst þó að norðanverðu og þar er hleðslan best gróin. Ekki sjást dyr á borginni. Mannvirkið er mjög óvenjulegt að því leyti að tóft, sennilega af fjárhúsi, er inni í borginni og fyllir út í hana að mestu, alls um 6 x 5 m stór frá NA-SV. Sennilega er hún yngri en borgin og heldur meiri gróska er í veggjum hennar en borgarinnar. Hleðsla er fyrir húsdyrum, um 3 umför af stórum og þykkum hellum og er það að heita má eina heillega hleðslan í tóftinni. Hlaðið hefur verið frá norðausturhluta hústóftarinnar að klettinum sem er austar og er hleðslan um 3-4 m löng. Hvorki sést garði né jötur í fjárhúsinu og ekki hlaða heldur. Hleðsluhæð er mest á bilinu 0,5-0,7 m.

Hlíðarsel (sel)

Hlíðarsel

Hlíðarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Tóftir eru tæpa 300 m suður af Hlíðarborg, á allgrösugum bletti vestan í klettahól. Sennilega eru þær nálægt mörkum móti Vogsósum en þau liggja úr Nefjavörðu austur í Hellholt. Umhverfis er hálfgróið hraun og sumstaðar valllendisblettir. Milli Hlíðarborgar og umræddra tófta liggur girðing allt frá skilarétt við Hlíðarvatn og austur fyrir Urðarfell. Tóftirnar eru a.m.k. þrjár og ná yfir svæði sem er rúmlega 30 x 30 m stórt.
“…suður frá [Selvogs]réttunum eru Selbrekkur. Þar á að hafa verið sel frá Hlíð eða Hlíðarsel; ber þó ekki öllum saman,” segir í örnefnalýsingu. Í annarri lýsingu segir: “Selbrekkur. Á þeim stað könnuðust þeir [heimildamenn í Stakkavík] við Stekkjardældir.” Engar dældir eru suður frá Selvogsréttum en hins vegar eru grösugar brekkur og dældir um 300 m austur af þeim og hlýtur að vera átt við þann stað. Þetta er rétt tæpan 1 km SA af bæjarhól. Vel grónar og fallegar valllendisbrekkur og -dældir mót vestri og gróin grund þar niður af.
Eina tóftin sem þekkt er á þessum slóðum er sú sem Þórarinn Snorrason í Vogsósum nefnir Vogsósastekk. Þess má geta að Ómar Smári Ármannsson hefur kallað aðrar tóftir Hlíðarsel. Sú túlkun er ekki útilokuð þótt tóftirnar teljist of langt í burtu til að passa við lýsingu örnefnaskrár.
ATHS: Ómar Smári gerði eftirfarandi athugasemd við framangreinda skráningu: “Þetta er ekki rétt tilvitnun. Hlíðarsel og Valgarðsborg eru sitthvað. Þið getið ekki um Hlíðarselið, sem slíkt. Selið er í landið Hlíðar. Sendi myndir, uppdrátt og staðsetningu Hlíðarsels sunnan Hlíðarborgar. Óska eftir leiðréttingu….”.

Áni (fjárskýli)

Áni

Áni – fjárskjól.

Fjárhellir er úti í hrauni, hér um bil 350 m SA af tóft undir Borgarskörðum og um 1 km austur af bæjarhól. Hann er um miðja vegu milli Hlíðarfjalls og girðingar sem liggur frá Hlíðarvatni og austur fyrir Urðarfell. Hálfbert hraun. Hellisopið snýr mót norðaustri. Það er einfaldlega skúti, fyrst nánast beint niður og svo innundir hraunhelluna til suðvesturs. Laglega hefur verið hlaðið um munnann á allar hliðar en þó er hægt að komast að honum úr austri. Hleðslan er úr hraungrýti og myndar hólf sem er hér um bil ferkantað og um 4,5 x 3 m að stærð SV-NA. Hleðslan er hæst að suðvestan, allt að tæpur 1 metri. Lítil varða er á hleðslunni að suðvestan og að auki liggur einföld hleðsla um 3 m til suðvesturs frá hólfinu. Ekki var farið niður í hellinn en hann sýnist manngengur.

Stakkavík (býli)
Stakkavík“Jarðardýrleiki x að sögn, en engin geldst hjer tíund af.” JÁM II, 464.
Ekki til túnakort. Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: “Lýngrif brúkast til eldiviðar bjarglegt. Rifhrís og til eldiviðar brúkast og peningi til bjargar í heyskorti….Eggver í Hlíðarvatnshólnum má ekki telja…Rekavon í besta lagi af þessari sveit þá inná voginn líður, og fylgir hún kirkjunni og proprietariis. Sölvafjara bjargvæn heimamönnum og so fjörugrös. Heimræði má hjer valla telja, því bærinn liggur lángt frá sjó, þó hefur það fyrir fám árum reynt verið, og til gagns komið sumar og vetur. Túnin brýtur Hlíðarvatn. Engi litlu betur, en um Hlíð segir. Torfrista og stúnga so sem lökust er hún í þessari sveit, nema miður se fyrir grjótum.” JÁM II, 465-66.
“Stakkavík hefur um aldabil verið í eigu Strandarkirkju; er nú í eyði. Stakkavíkurhúsið stendur á tanga er liggur fram í Hlíðarvatn,” segir í örnefnalýsingu. Nú er gamalt veiðihús í niðurníðslu rétt vestan við síðasta bæjarstæðið í Stakkavík.
Bærinn stóð á túnræmu sem afmarkast af túngarði í norðri og nokkuð bröttum hraunkambi í suðri. Þar fyrir neðan er Hlíðarvatn. Túnið er óslétt og töluvert af hrauni stendur upp úr. Trúlega hefur þetta ekki þótt gott tún.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur ÓSÁ.

Stakkavíkurbærinn stóð fremst á hraunkambinum norðan megin við Hlíðarvatn. Um 50 m norðar er túngarður sem liggur austur-vestur. Húsin voru þrjú, íbúðarhús, heyhlaða og skemma sambyggt því. Alls er bæjarstæðið um 16 x 16 m stórt. Húsið sem var framar á hraunkambinum hefur verið steypt, 8×7 m á stærð og veggirnir um 25 cm þykkir. Veggirnir hafa fallið út á við nema vesturveggurinn sem hefur hrunið inn í grunninn. Í grunninum má sjá leifar af eldavél og ef til vill sést þar einnig í steyptan skorstein. Grunnurinn á húsinu er mosa og grasi gróinn. Vestan megin við húsið hefur verið steyptur pallur/stétt um 2×2 m og um 0,5 m há. Virðist hún hafa verið í sömu hæð og gólfflötur hússins og ef til vill var inngangurinn í húsið þar. Ætla má að húsið hafi verið hvítmálað þar sem leifar af málningunni sjást á steypunni. Við húsið er lítil hella og á henni platti sem á stendur. ,,Stakkavík í eyði 1943. síðasti ábúandi Kristmundur Þorláksson”. Norðan við húsið er eitthvað sem virðist vera upphlaðin tóft, ferningslaga, um 5×5 m á stærð. Trúlega eru þetta leifar af skemmunni. Hún er nánast algróin og svo virðist sem fyllt hafi verið upp í hana. Á stöku stað sést í hleðslurnar að utanverðu. Heyhlaðan er 9×7 m á stærð. Veggirnir eru um 1 m á hæð og 1 m á breidd. Allir eru þeir vel hlaðnir nema suðurveggurinn sem ekki sést og ef til vill hefur verið op þar. Veggirnir eru mosa og grasi grónir og þá sérstaklega að utanverðu. Tóftin er algróin að innaN og engar leifar af milliveggjum eru sjáanlegir. Leifar af norðurvegg íbúðahússins eru inn í tóftinni. Mikil gróska er í bæjarstæðinu en ekki teljandi bæjarhóll, enda ekki víst að nokkur mannvirki hafi staðið þarna fyrr en eftir miðja 19. öld.

Alfaraleið/Fornagata (leið)

Fornagata

Fornagata (Hellugatan).

“Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða… Gata þessi er ekki eins glögg og hin neðri, en aftur á móti er hún vörðuð Helluvörðum allt austur á Víðisand,” segir í örnefnalýsingu Stakkavíkur. Til er önnur lýsing sem segir frá ýmsum leiðum í nágrenni við Selvog. Þar er þessi leið kölluð Alfaraleið. Hún lá frá Vogsósum, yfir Ósinn á Vogsósavaði og síðan um Víðisand. Þar sem honum sleppir var farið um Hellur svonefndar og var þá hægt að fara bæði efri og neðri leið, og var sú neðri talin eldri, enda sennilega torfær í seinni tíð. Hún hverfur nánast í hraun skammt austan við Mölvík en sú efri stefnir meira í norðaustur, fyrst yfir fremur slétt hraun en svo um troðning yfir yngra hraun sem stundum er kallað Bruninn.
Þá taka við Mölvíkurklappir, beint upp af Mölvík en vestan við þær er komið yfir í Herdísarvíkurland. Sá hluti leiðarinnar sem var skráður á vettvangi er vestan við Víðasand, Hellurnar svonefndu og einnig Mölvíkurklappir. Í Hellunum sjást bæði merki um efri og neðri leiðina.
Leiðin liggur um fremur slétt helluhraun. Bílfær vegur liggur niður til suðurs rúmlega 1 km vestur af Stakkavíkurtúni. Þegar komið er nálægt sjávarkampinum eru Hellurnar á vinstri hönd og sjást götur í þeim fast við veginn, í stefnu á tvö vörðubrot. Þetta er efri leiðin. Hún er fremur óljós í fyrstu en sést þó sem stígur í helluhrauninu. Þegar nær dregur vörðunum verður hún skýrari en verður aftur óljós á kafla á milli þeirra en fjarlægð milli varða er um 120 m. Annars er hægt að rekja þennan stíg um 400 m til VNV. Má ætla að það hafi þurft talsverða umferð járnaðra hesta til að slíta hrauninu svo mjög, enda lítur gatan helst út fyrir að hafa verið meitluð í hraunið með verkfærum, víðast um 30 cm breið og allt að 5-7 cm djúp. Um 400 m VNV af upptökum verður gatan ógreinileg en aftur sést stígur í grónu landi uppundir Brunanum og virðist hafa legið meðfram honum til norðurs, vestan við upphlaðinn vegarspotta. Skammt norðar sveigir svo gatan nánast beint í vestur, um troðning gegnum Brunann sem hlýtur að hafa verið ruddur því hraunið er annars úfið mjög.

Hellugata

Helllugata (Fornagata).

Troðningur þessi er 2-3 m breiður, gróinn í botni en nokkuð hlykkjóttur. Bruninn er sennilega um 400 m breiður en þar sem honum sleppir tekur aftur við eldra helluhraun, Mölvíkurklappir. Þar sést aftur gata í hrauninu og er hún mjög greinileg á 30-40 m kafla en fjarar út heldur vestar en um miðjar klappir. Er þá komið út undir merki móti Herdísarvík. Þar tekur aftur við yngra hraun og úfnara og sést þar troðningur í átt að Herdísarvíkurbænum. Þá er komið að neðri leiðinni um Hellur. Hún sést um 150 m suðvestan við vestari vörðuna á efri leiðinni og þaðan má rekja hana rúma 500 m til vesturs, ofan í kvos sem liggur A-V ofan við sjávarkamp. Þessi gata er víðast hvar dýpri og greinilegri en efri leiðin og allt að 10-15 cm djúp þar sem mest er.
Í kvosinni er mikið af rekavið og rusli sem sjór hefur borið á land. Þar sem henni sleppir er gatan orðin ógreinileg en þó má sjá grunnan stíg sem liggur áfram til vesturs nokkurn spöl, uns komið er að úfnu hrauni sem er ekki greiðfært nema varkárum göngumönnum og sennilega alveg ófært hrossum. Þá hefur götunum um Hellur verið lýst. Leiðir voru ekki raktar á vettvangi á Víðasandi. Þess má geta að póstvegurinn í átt að Strönd hefur væntanlega fylgt þessari leið, þá hinni efri, en ekki sáust þó vörður við hana nema þær tvær sem áður var getið og eru suðvestan við Hlíðarvatn.
Póstvegurinn lá þó ekki yfir Ósinn á Vogsósavaði heldur Eysteinsvaði sem er töluvert neðar. Þess má geta að þegar komið hefur verið yfir Brunann á austurleið virðist slóð hafa legið áfram beint í austur, heim að Stakkavík.

Bæjarhólmi (bústaður)
“Á þessu vatnsviki (?), sem nú er Gamlatúnið eru þrír hólmar, Hólmarnir. Fyrst er Hólminn syðsti, sem einnig kallast Bæjarhólmi, því þar stóð Stakkavíkurbærinn gamli í eina tíð,” segir í örnefnalýsingu. Í svörum við spurningum Örnefnastofnunar er eftirfarandi haft eftir Eggerti Kristmundssyni: “Faðir móður minnar, Láru Sch. Gísladóttir, bjó lengst af sínum búskap í Selvogi, síðast allmörg ár í Stakkavík. Síðan bjó móðir mín ásamt manni sínum, Kristmundi Þorlákssyni, í Stakkavík í 28 ár, flutti þaðan 1942. Hún telur, að það muni vera 160-170 ár, síðan gamla túnið fór undir vatn. Í grein Brynjúlfs Jónssonar um fornleifar í Árnessþingi 1902 segir: “Selvogur hefur, eins og kunnugt er, orðið fyrir miklum sandágangi, bæði að austan og vestan. Að vestan hefir sandurinn borizt með útsynningum utan af Víðasandi, austur yfir Ósinn. Og um leið hefir hann grynt ósinn og við það hækkað vatnið í Hlíðarvatni, svo það hefir brotið burt gamla túnið í Stakkavík, sem var fyrir neðan brekkuna. Stóð bærinn þar fram yfir 1850. Nú er rúst hans lítill hólmi.” Nokkrir hólmar eru úti í vatninu sunnan við bæ og mun Bæjarhólmi vera einn þeirra þótt ekki hafi hann verið staðsettur nákvæmlega á vettvangi. Ekki var farið út í neinn hólmanna en frá landi séð virðist enginn þeirra líklegri en annar fyrir bæjarstæði, þ.e. alls engar rústir sjást eða áberandi rústahólar. Allir hólmarnir eru vel grónir.

Fjárborgin (fjárskýli)

Stakkavík

Stakkavíkurborg

“Þegar kom upp á Háahraun, var þar fyrst fyrir neðan þjóðveginn Fjárborgin..,” segir í örnefnalýsingu.
“Fjárborgin stendur enn,” segir í svörum við spurningum Örnefnstofnunar. Fjárborgin er um 330 m norður af bæjarstæði og um 150 m vestan frá vegi sem liggur frá þjóðveginum niður að nýrra veiðihúsinu sem heitir Stakkavík. Hraunið er mjög mikið gróið nosa, lyngi og kjarri. Það er þó töluvert úfið. Fjárborgin stendur upp á smá hæð og er nokkuð greinileg frá veginum. Fjárborgin er 11 m í þvermál og nánast hringlaga. Veggir hennar eru um 1,5 m á breidd en vegghæðin um 1,7 m og mest 8 umför af hleðslum. Hún er mjög vel hlaðin og lítið farin að hrynja. Steinarnir í hleðslunni eru miðlungsstórir og svolítið mosagrónir. Hleðslan er mjög falleg og heilleg. Hlaðið gerði er við borgina að sunnan og vestanverðu, alls um 40 x 30 m stórt frá austri til vesturs. Veggjabreiddin er mest um 1,2 m og hæðin um 1,1 m. Veggurinn er vel hlaðinn og ekki mikið farinn að hrynja. Hann er mosavaxinn og steinarnir eru miðlungsstórir í hleðslunni. Svæðið innan í er grasi gróið og nokkuð þýft. Borið var á túnið og það slegið samkvæmt Eggerti Kristmundssyni. Fjárborgin var hlaðin langt fyrir hans minni en hugsanlega er gerðið yngra.

Stakkavíkursel yngra (sel)

Stakkavíkursel

Stakkavíkrusel yngra- uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabók Árna og Páls segir frá selstöðu frá Stakkavík: “Selstöðu á jörðin yfrið erfiða, so valla er hestum fært á fjöll upp, þarf og vatn til að flytja, nema votviðri gangi því meiri, og er hún fyrir þessara ókosta sakir í margt ár ekki brúkuð.” “Selstígur heitir upp á fjallinu; liggur hann í Stakkavíkursel, sem er þar norðar á fjallinu,” segir í örnefnalýsingu. Selrústir eru uppi á fjallinu, um 300 m austan við Stakkavíkurveg og um 2,4 km NNA af bæjarhól. Farið er upp á fjallið eftir Selskarðsstíg eða Stakkavíkurvegi sem er austan við hraunfossinn beint upp af Stakkavíkurtúni. Þegar komið er upp á fjallið er haldið í norður og eftir um 15-20 mínútna gang sést stór varða í norðaustri. Tóftirnar eru 60-70 m suðvestan við hana. Þýfð kvos milli hraunhóla. Ekkert vatnsból er sjáanlegt í nágrenninu. Alls er rústasvæðið um 20 x 16 m stórt frá norðri til suðurs.
Á miðju svæðinu er lítill hellir í hraunhól og tóftir bæði norðan, norðaustan og vestan við hann. Ekki sjást hleðslur inni í honum en hellisgólfið er grýtt.
Ómar Smári Ármannsson hefur skoðað þessar selrústir og nefnir þær Stakkavíkursel yngra. Samkvæmt honum eru aðrar selrústir suðvestar.

Stakkavíkursel eldra (sel)

Stakkavíkursel

Í Stakkavíkurseli eldra.

Samkvæmt Ómari Smára Ármannssyni eru seltóftir við Stakkavíkurveg, rúma 300 m vestsuðvestur af Stakkavíkurseli yngra. Ekki var farið á staðinn á vettvangi. Í BA-ritgerð Ómars um selstöður á Reykjanesskaga segir: “Þegar komið var áleiðis upp í selið frá Brekkunum sást í fallegan gamlan stekk utan í þeim og tóftir skammt neðar, rétt við Stakkavíkurselsstíginn. Tóftirnar eru nær grónar og að mestu jarðlægar. Stekkurinn sést þó vel í hlíðinni. Sel þetta verður nefnt Stakkavíkurselið eldra.” Nánari lýsing eða uppdráttur er ekki til af tóftunum og ekki ljóst hvað þær eru margar eða hvernig þær líta út.

Heimild:
-Aðalskráning fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla I, Fornleifastofnun Íslands 2015.

Ölfus

Selvogur – örnefni (ÓSÁ).

Eggert Kristmundsson

Matthías Eggertsson tók eftirfarandi viðtal við Ekkert Kristmundsson á Efri-Brunnastöðum er birtist í Frey árið 1994:

Eggert kristmundsson

Eggert með systkinum sínum.

“Búskapur hefur verið að dragast saman á Suðurnesjum undanfarin ár og áratugi og er nú vart svipur hjá sjón miðað við sem áður var. Enn er þó til fólk sem rak
stór bú fram á þennan áratug en hefur nú verulega dregið saman seglin.

Einn af þeim er Eggert Kristmundsson, sem býr á Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd með systkinum sínum, Elínu, Lárusi og Þorkeli. Fréttamaður Freys sótti þau heim ásamt Val Þorvaldssyni, héraðsráðunaut Bsb. Kjalanesþings, til að heyra búskaparsögu þeirra.

Hvar ert þú fœddur og uppalinn?
Ég er fæddur í Stakkavík í Selvogi árið 1919. Foreldrar mínir voru Kristmundur Þorláksson, fæddur í Hamarskoti í Hafnarfirði, en móðir mín hét Lára Scheving, fædd á Ertu í Selvogi. Foreldrar hennar flutt svo að Stakkavík og þar giftist hún Kristmundi, sem kom þangað sem vinnumaður. Þau eignuðust 10 börn og þar af eru 8 á lífi. Þar búa þau svo til ársins 1943 að þau flytja hingað að Efri-Brunnastöðum.

Hvernig búi bjuggu foreldrar ykkar á uppvaxtarárum ykkar?
Þau voru fyrst og fremst með fé og svo kýr til heimilis. Það var erfitt með heyskap þarna svo að féð gekk mest úti. Það varð að fylgja því eftir og reka það til sjávar á fjörubeit, tvo tíma hvora leið. Það var staðið þar yfir því í tvo tíma og síðan rekið á haga upp í brekkurnar, þar sem skógurinn var. Þar voru beitarhús fyrir féð, sem hét Höfði. Þannig var þetta upp á hvern dag á veturna þegar harðindi voru, en svo þegar það kom góð tíð þá fór féð upp um öll fjöll og fimindi og þá varð maður að elta það alla leið austur í Geitafell. Við lentum einu sinni í því við Gísli bróðir minn að sækja féð þangað og við fórum af stað kl. 9:00 um morguninn og komum ekki heim fyrr en kl. eitt um nóttina. Þá komum við til baka með 50 fjár. Í þessum leiðangri skall hann á með blindhríð og útsynningsél. Svo snerist áttin og þá hefðum við villst ef við hefðum ekki haft með okkur tvær golsóttar ær, forystukindur, og þær björguðu okkur. Snjórinn var í hné mestalla leiðina, nema þar sem rindar voru og hæst bar og forystuærnar reyndu að þræða rindana. Við vorum ekki með nokkum matarbita með okkur, því að við ætluðum ekki þetta langt og urðum alveg úrvinda af þreytu. Ég var þá 14 ára en Gísli 15.
Auk kúa og kinda, sem voru um 300, vorum við með fjóra hesta, en það varð að koma tveimur fyrir yfir veturinn.
Efri-Brunnastaðir

Hvert fóruð þið með sláturfé?

Við rákum það til Hafnarfjarðar og það var um átta tíma rekstur en stundum til Reykjavíkur. Ef maður fór hjá Eldborginni yfir Brennisteinsfjöllin gangandi á veturna þá gat maður farið þetta á sex tímum og komið niður hjá Múlanum, rétt fyrir ofan Vatnsskarðið, þar sem er lægst ofan af Lönguhlíðinni. Það er mikið brunahraun þarna sunnan í móti með mosa og þegar gaddað var þá var gott að labba þarna, en aftur þegar mosinn var mjúkur þá var þyngra að fara þarna um.
Ég man sérstaklega eftir fjárrekstri eitt haustið. Guðmundur í Nesi í Selvogi hafði lagt af stað daginn áður með sinn rekstur, en við fórum þennan dag út í Krýsuvík og ætluðum að nátta okkur þar. Ég hafði þá aldrei áður farið þessa Krýsuvíkurleið. En það var dálítill snjór á fjallinu enda komið fram að veturnáttum, eftir hrútarétt. Við vorum með 30 sauði og 20 lömb.
Á þessum tíma bjó Magnús Ólafsson í Krýsuvík í koti rétt hjá kirkjunni. En hann var ekki heima, svo að við tókum bara úr glugga og skriðum inn til að sofa um nóttina, en við vorum með mat með okkur og prímus. Klukkan sjö um morguninn leggjum við af stað og þá er hann kominn á norðaustan og fok og einn hesturinn strokinn. Það tafði okkur á annan klukkutíma að elta hann uppi. Þegar við komum að Nýjabæ, þá hittum við Magnús Ólafsson og játuðum upp á okkur húsbrotið, en hann fyrirgaf okkur það strax.
Við héldum svo áfram en þá skall á bandvitlaust veður, stormur og snjókoma og óstætt og við villtumst og vorum að hrekjast þetta allan daginn og komumst svo loks aftur í Nýjabæ klukkan eitt um nóttina hundblautir og hraktir. Magnús hafði nóg að gera alla nóttina að kynda og þurrka fötin okkar.
Svo morguninn eftir var kominn útsynnings éljagangur og ég gleymi aldrei hvað mér var kalt þegar ég var að fara í leppana um morguninn, og að koma svo út í kuldann, svona ruddagarra.
Svo rekum við af stað og vorum sjö tíma frá Krýsuvík og niður í Hafnarfjörð. Þriðja daginn rákum við svo féð frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og þegar við komum niður á Lækjartorg á leið að Tjörninni en þar var Nordal með sitt sláturhús, þá tryllist einn sauðurinn algjörlega. Hann fer yfir einn bílinn sem þar stóð og Sigurður Gíslason, yfirlögregluþjónn, hann keyrir á eftir honum á mótorhjóli og annar á lögreglubíl og þeir ná sauðnum uppi í Öskjuhlíð og koma með hann í lögreglubílnum niður í sláturhús. Þessi kraftur var í sauðnum eftir þriggja daga rekstur og á pörtum í umbrotafærð. En þegar bílarnir komu og fóru að pípa þá varð hann albrjálaður. Þetta gerðist rétt fyrir 1940. Þetta er túr sem ég gleymi aldrei, það var ljóti túrinn. Þeir sem yngri eru mættu vita af því að þetta máttu menn leggja á sig töluvert fram á þessa öld í lífsbaráttunni. En það trúir þessu ekki, þetta er bara karlagrobb í augum unga fólksins og það er svo sem ósköp eðlilegt.
Stakkavík

Heyskapurinn í Stakkavík?
Við heyjuðum á eyðijörð sem heitir Hlíð og var hinum megin við Hlíðarvatnið. Þar fengum við um 90 hestburði sem varð að binda og flytja á bát yfir vatnið og bera síðan heim í hlöðu. Svo vorum við uppi um öll fjöll að heyja hvar sem nokkra tuggu var að hafa. Maður lá þá við í tjaldi. Það þótti góður sláttumaður sem sló einn kapal á dag. Svo varð maður að reiða þetta heim, allt upp í þriggja tíma lestaferð. Það voru ágætis slægjur sums staðar, t.d. inni í Stóra-Leirdal, inni í Grindaskörðum. Þar mátti heyja 50 hesta á einum stað. Það var á margra ára sinu. Og féð gekk auðvitað á þessu. Þetta var töluvert beitilyng og grávíðir og það var mjög góð lykt af þessu, þegar búið var að þurrka það, en þetta var létt fóður.

Stunduðu þið ekki sjóróðra frá Stakkavík?
Nei, en Gísli, bróðir móður minnar, Myndin er tekin árið 1968. gerði út frá Herdísarvík. Þar voru þá gerð út sjö skip, opin. Það sjást þar enn tættur af verbúðunum. Hann átti þar eina búðina og var þá með menn austan úr Árnessýslu og víðar að á vertíð. Svo reri faðir minn í mörg ár í Selvogi hjá Sveini Halldórssyni. Hann var á opinni trillu.

Þið bjugguð þarna samtíða Einari Benediktssyni, skáldi, og Hlín Johnson?
Hlín JohnsonÉg hef ekki haldið meira upp á neina konu en hana Hlín. Hún var hetja. Þau flytja í Herdísarvík um 1934. Einar deyr svo snemma árs 1940, en hún var þarna lengi eftir það. Við hjálpuðum henni á vorin að smala til að rýja og marka og svo aftur á haustin, þegar hún var að farga. Á sumrin hjálpuðum við henni með heyskapinn. Ég var þá að vinna í Hafnarfirði en fór um helgar að hjálpa henni, sló með orfi og ljá. Það var gerði austast í Herdísarvík og aðalheyskapurinn var þar. Þetta hafði verið grætt upp með slori þegar útgerðin var þarna, bara borið á hraunið. Það er grunnur jarðvegur þarna. Þarna mátti heyja um 80 hesta.

En á veturna var hún í gegningunum sjálf?
Já, hún var með þrjár kýr og ól upp kálfana. Féð var aldrei meira en svona rúmlega 200. Það gekk allt sjálfala. Þetta er einstök jörð til beitar. Það gátu ekki komið þeir vetur að það félli fé úr hor í Herdísarvík. Það gerir fjaran. Það er svo mikið þang og þari þarna í Bótinni. En þetta er að breytast. Sjávarkamburinn er allur að fara og sjórinn að brjótast upp í tjörn. Úr þeirri tjörn hefi ég fengið þann besta silung sem ég hef borðað um dagana. Hann var tekinn úr Hlíðarvatni og þurfti að vera þarna í fjögur ár. Þá var hann orðinn fimm pund. Hann er eldrauður og mjög bragðmikill.

Hafði Hlín ekki eitthvað af börnum sínum til að hjálpa sér þarna?

Herdísarvík

Herdísarvík og Stakkavík – kort.

Það var ósköp lítið sem þau voru þarna, en Jón Eldon sonur hennar færði henni vistir. Hún gaf honum Dodge Weapon bíl, mjög sterkan og hann gat farið þangað suður þó að það væri mikill snjór og ófærð. Ég fór mörg kvöld með honum og við komum ekki til baka til Hafnarfjarðar fyrr en þetta klukkan eitt og tvö á næturnar. Við fórum þá Krýsuvíkurleiðina frá Hafnarfirði.

Hvað bjó hún þarna lengi?
Hún fer upp úr 1950 og flytur þá í Fossvoginn og var þar með einar tvær kýr, heyrði ég. Ég held að hún hafi þó viljað vera áfram í Herdísarvík, en það var sjálfsagt erfitt.
Ég vorkenndi henni oft þegar ég var að fara frá Herdísarvík að skilja hana eftir í blindbyl og myrkri, háaldraða konuna. En hún var ekki bangin við það.

Hvað réð því að þið flytjið?
Mæðiveikin var þá komin upp og það var búið að girða fyrir Árnessýslu þarna, niður í sjó í Selvogi og yfir að Vatnsenda. Svo bara kom veikin upp vestan við. Auk þess sáum við að það var engin framtíð í því að vera þarna fyrir okkur börnin sem vorum þarna að vaxa upp, engin atvinna nema þessi búskapur sem var afar torsóttur og erfiður.

Hvernig var byggð hérna þegar þið flytjið hingað árið 1943?
Það var búið á hverri jörð eða grasbýli hér á Vatnsleysuströndinni, en í Vogunum var lítið þéttbýli farið að myndast. Það var róið frá hverjum bæ á trillum alveg inn að Vatnsleysu. Þær voru aldrei teknar á land alla vertíðina en þetta voru allt upp í fimm tonna trillur. Bændur keyptu grimmt trillur úr Grindavík, þegar flotinn var stækkaður þar. Þessi útgerð gekk vel, það varð aldrei skipsskaði hér eftir að við fluttum hingað. Menn söltuðu allan fiskinn sjálfir og þurrkuðu og seldu hann síðan kaupmönnum.

Tókuð þið svo upp þráðinn með fjárbúskapinn hér á Brunnastöðum?
Efri-BrunnastaðirNei, ekki nema að litlu leyti. Við keyptum hér 50 kindur af manni en um haustið voru 17 af þeim skornar vegna mæðiveiki. Maður fór bara að stunda sjó, ég fór hérna á trillu strax, héðan frá Halakoti á Ströndinni og síðan fór ég á Gulltopp, 20 tonna bát sem Þórður Jónasson bóndi og útvegsmaður gerði út ásamt sonum sínum, Sæmundi sem var skipstjóri og Jónasi. Þórður rak bú að Stóru-Vatnsleysu. Sæmundur var landskunnur aflakóngur og var alltaf með hæstu bátum. Með Sæmundi reri ég tvær vertíðar úr Vogum og í eina vertíð á Haferninum sem þótti geysilega stórt og fullkomið skip, 250 tonn. Það var gert út frá Hafnarfirði og var í eigu Jóns Gunnarssonar.
Eg var svo 23 vertíðir með Guðmundi Ágústssyni á vélbátnum Ágústi, sem var um 55 tonn og síðar á öðrum báti með sama nafni, yfir 90 tonna. Guðmundur er albesti maður sem ég hef verið með. Svo var ég í vinnu í Hafnarfirði og fór heim um helgar og sló, allt með orfi og ljá, því að við vorum alltaf með búskap með. Seinna keypti ég traktor með Símoni á Neðri-Brunnastöðum og hann plægði hér upp öll túnin, því að þau voru ekki véltæk og hann sló töluvert fyrir mig eftir það.

Hvaða vinnu stundaðir þú í Hafnarfirði?
Ég var þar í byggingarvinnu á sumrin og svo beitti ég þar tvær vertíðir á báti, á þeim árum fiskaðist mikið hérna, bátarnir komu leikandi með þetta 600 tonn yfir vertíðina, sem stóð svona í þrjá mánuði.

Hvar var fiskur af bátunum hérna á Vatnsleysuströndinni lagður upp?
Allur inni í Vogum en þar ráku Halakotsbræður fiskverkun sem heitir Valdimar hf. Þeir reka það fyrirtæki enn af miklum myndarskap. Hafnaraðstaðan hafði batnað með árunum og var sæmileg þegar ég var á Ágústi. En það kom fyrir að við þurftum að flýja í vonskuveðrum til Njarðvíkur. Þar var góð aðstaða í landshöfninni.
Á Gulltoppi notuðum við tímann á stíminu í land til að byrja að fleygja fiskinum úr lestinni upp á dekk. Síðan var landað með háfnum sem hékk í bómu í mastrinu. Bryggjan var svo lítil að það komst ekki nema einn bátur að í einu. Jón Gunnarsson fiskverkandi í Hafnarfirði keypti fiskinn af okkur og honum var ekið þangað á bílum. Fiskurinn var keyrður inn eftir á næturnar af Jónasi Þórðarsyni og svo var farið á róður strax kl. 5 um morguninn. Hann svaf oft ekki nema þetta tvo tíma. Fiskurinn af Ágústi var hins vegar verkaður hér.

Vatnsleysuströnd

Vatnsleysuströnd – kort.

Þú hefur þá verið öllu meira á sjónum heldur en í búskapnum, eftir að þú kemst á fullorðinsár?
Já, ég var um 30 ár á sjó, var á haustvertíð frá því í ágúst og fram til jóla og svo vetrarvertíð frá því í endaðan janúar og fram á vor.

Hvað voruð þið með flest fé eftir að þið komuð hingað?
Það komst upp í 530 síðast áður en því fór að fækka á síðasta áratug. Við heyjuðum úti um allt, úti í Vogum og hér inn um alla Strönd. Féð gekk svo hérna uppi í afrétti, það er óhemju land hérna. Eftir að aðrir voru hættir með fé þá leitaði okkar fé enn lengra.

Hvað er lengi verið að smala þetta á haustin?
Við smöluðum venjulega þrjár smalamennskur hérna uppi í Hálsum og niður í Grindavík. Við ókum upp á Höskuldarvelli og upp í Dyngju og smöluðum þaðan niður í Grindavík, það var níu tíma leit. Þeir voru á hestum milli Hálsa en ekki eftir Hálsunum, við héðan vorum alltaf gangandi.

Það hefur verið talað um að þetta land sé illa gróið, hvernig var féð á sig komið úr þessum afrétti?
Illa gróið, þetta er orðið gjörbreytt frá því sem var þegar ég man fyrst eftir mér, það sér ekki á högum, grasið er í legum. Það er ekki til ofbeit á öllu þessu flæmi. Það er auðvitað margt af þessu sem verður aldrei haglendi, hvort sem það er friðað eða ekki. Það er búið að friða hérna innan girðingar sem girðir af Reykjanesið hérna að sunnanverðu alla leið yfir í Grindavík. Það grær náttúrlega upp þar sem gras er og svo verður það bara sina og hún fer svo illa með jörðina, annað hvort verður að brenna hana eða beita hana í hófi.

En er fok úr þessu landi?
Það eru auðvitað til hér á svæðinu moldarflög sem getur fokið úr í þurrkum, en það er enginn uppblástur til hérna. Það er verið að tala um þetta á Krýsuvíkurheiðinni, en þetta eru einhver gömul rofabörð sem Ómar Ragnarsson, fréttamaður, er að leita að.

Efri-Brunnastaðir

Efri-Brunnastaðir (h.m.) – flugmynd.

Nú hefur verið lagt kapp á það af hálfu hins opinbera að friða Reykjanesskagann og það hefur verið gert í því augnamiði að bœta þar gróðurinn.
Þeir bæta hann ekkert, nema þeir aki mold á klappirnar og sái svo í. Og ef þeir ætla að fara að rækta skóg hérna þá verða þeir að nota loftpressu til að bora ofan í klappirnar. í geilunum milli klappanna sprettur alltaf, því að þar er djúpur jarðvegur. Það er bara svo mikið af þessu klappir og apalhraun, allt hraunið sem liggur hérna frá Stapanum og suður í Grindavík, það grær aldrei hvort sem það er girt eða ógirt og það er aldrei nein skepna á þessu.

Er ekki víða djúpt á vatn hérna?
Það er nóg vatn í afréttinum, uppi á Höskuldarvöllum og þar í kring, þar eru lækir. Og í Snorrastaðartjörnum, beint upp af Stapaholtinu, þar er nóg vatn. Aftur þar sem gjár eru í hrauninu, þá er djúpt niður á vatn. Ef þú hendir steini þar þá heyrir þú þytinn lengi áður en hann lendir í vatni, en það er líka vatn neðst í þeim öllum. Rétt fyrir ofan Íslandslax, vestan við Grindavík, er t.d. gjá með beljandi vatni í. Það sést líka hér niður við sjó á stórstraumsfjöru að það rennur þar óhemju vatn til sjávar á köflum. Þetta er kallað fjöruvatn og er ósalt.

Þið ákveðið svo að stórfœkka fénu.
Já, við erum að fullorðnast og svo er ekki góð aðstaða að vera með fé hérna. Þetta eru erfiðar smalamennskur, en það er vænt fé hérna núorðið, en áður var féð rýrt, því að það var of margt í högum, það skipti þá þúsundum. Og svo voru hrossin líka. Það voru yfir 100 hross hér í hreppnum sem gekk inni í Hálsum og Völlum. Nú eru hér örfá hross. Nú er engin kind á Vatnsleysu og engin í Hvassahrauni. Það er aðallega hérna það sem eftir er á Ströndinni. Hins vegar er dálítið af fé í Grindavík, þó að það sé mikið minna en það var. En þetta eru rosknir menn sem eiga það og eftir 5-7 ár verður ekki nokkur kind hér á Skaganum. Þá verða þeir gömlu hættir og það byrjar enginn ungur maður með kindur hérna. Við megum vera með 70 fjár og erum með það í hólfi hérna og svo eru tveir aðrir fjáreigendur hérna með þetta 15 til 20 kindur hvor.

Þið eruð þá sátt við að búskapur sé að leggjast af hér um slóðir?
Eggert KristmundssonÞað er náttúrulega sjálfgert þegar menn eru hættir að geta smalað og það eru engir nýir menn sem taka við. Svo er annað hitt að það er litið óvinsamlega á það að vera með landbúnað hérna. Hins vegar höfum við stundað dálítið kartöflurækt, en hún gengur misjafnlega, eftir árferði. Svo vorum við á tímabili með svínarækt. Það gekk nokkuð vel en við vorum ekki með nógu góða aðstöðu fyrir svínin.
Ef þeir œtla að fara að rœkta skóg þá verða þeir að nota loftpressu til að bora ofan í klappirnar.

Hvaða búskapur er annars stundaður í Vatnsleysustrandarhreppi?
Það er náttúrulega Nesbúið, sem er eitt stærsta hænsnabú á landinu. Það eru dugnaðarmenn sem reka það. Svo er Þorvaldur í Síld og fisk aðalmaðurinn, með langstærsta svínabú hér á landi, hann hefur oft verið stærsti skattgreiðandi á Íslandi og er líklega bara stoltur af því. Svo er hér eitt loðdýrabú sem Jakob Árnason á og rekur. Fyrir nokkrum árum var farið í gang með fiskeldi hérna, Vogalax, en það varð gjaldþrota.” -M.F.

Heimild:
-Freyr, 01.08.1994, Matthías Eggertsson – Viðtal við Eggert Kristmundsson á Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, bls. 512-517.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur ÓSÁ.

Stakkavík

Eggert Kristmundsson er fæddur 17. febrúar 1919.
Þann 28. febrúar s.l. (2009) var farið í fylgd hans í Herdísarvík og í Stakkavík með viðkomu í Breiðabás. Eggert var þá nýorðinn 85 ára, en ótrúlega hress eftir aldri. Í ferðinni lýsti Eggert staðháttum og sagði sögur af fólki og atburðum. Tækifærið var notað og Stakkavíkursvæðið rissað upp eftir lýsingu Eggerts. Þar lýsti hann m.a. Gálgaklettum, Álfakirkjunni, smalabyrgjum, hlöðnum kálgarðsveggjum, íbúðarhúsinu, staðsetningu gamla bæjarins, sem nú er á hólma út í Hlíðarvatni, sýn á huldufólk og fleiru, sem fyrir augu bar. Eftirfarandi frásögn er skráð eftir honum í ferðinni:

Eggert

Eggert Kristmundsson.

Eggert fæddist í Stakkavík og er því manna fróðastur núlifandi manna um svæðið. Hann fluttist þaðan árið 1943 að Efri-Brunnastöðum í Vatnsleysustrandahreppi.
Á leiðinni gat Eggert þess í innskoti að hann hafði heyrt að sá sem hlóð Staðarborgina ofan við Kálfatjörn hafi fengið einn tóbaksbita fyrir verkið. Bitinn kostaði þá 2 krónur.
Eggert lærði að lesa hjá Önnu, dóttur Ólafs Þorvaldssonar í gamla bænum í Herdísarvík. Hann sagði Ólaf hafa verið mjög skemmtilegan mann, sem sagði mjög vel frá og las afburða vel upp úr bókum. Eggert var í skóla í Selvogi í einn vetur en svo kom kennari annað slagið heim í Stakkavík. Hann var fermdur í Strandakirkju.
Eggert var um 10 ára þegar hann villtist í Breiðabáshelli, en þangað var förinni m.a. heitið. FERLIR hefur um nokkurt skeið leitað opsins, en sjávarkamburinn hefur nú hulið með öllu.
Eggerts minntist ummæla útgerðarmanns í Selvogi varðandi föður þeirra: “Þótt ég þyrfti að bera Kristmund út í bátinn þá verður hann minn háseti”. Kristmundur þótti mjög fiskinn. Hann var líka var mikill söngmaður. Það var Guðni í Þorkelsgerði einnig.
Eggert minntist þess að Gísli Scheving, móðurbróðir Eggerts, hafi komið um Stakkavíkurveg með grammafón á bakinu frá Hafnarfirði árið 1925 ásamt 30 sauðum. Grammófónninn þótti mikið undur.

Eggert

Eggert.

Á leiðinni austur sagði Eggert frá för hans og Gísla bróður hans ásamt 12 ára strák úr Hafnarfirði og föður þeirra með fé frá Krýsuvík áleiðis til Hafnarfjarðar. Þetta var sennilega árið 1935. Þeir hefðu farið frá Stóra-Nýjabæ í góðu veðri, en þegar þeir fóru um Ketilsstíg á Hálsinum versnaði veðrið til muna. Þeir komu þó fénu yfir, en urðu að berjast með það, 35 sauði og 15 lömb í veðrin og villtust. Þeir römbuðu á för sín aftur yfir Ketilstíginn og röktu hann til baka. Þá náði snjórinn í kvið á hestunum. Þeir hörfðu verið 17 tíma í förinni, kaldir og hraktir. Þeir gistu í Stóra-Nýjabæ á leiðinni til baka, voru þar um nóttina. Morguninn eftir þurftu þeir að fara í blautu fötin aftur því þau höfðu ekki náð að þorna um nóttina. Daginn eftir fóru þeir svo með féð til Hafnarfjarðar.
Guðmundur í Stóra-Nýjabæ, sem þótti skemmtilegur í tilsvörum, var eitt sinn spurður um Guðmund nafna hans Guðmundsson á Hrauni, síðar Skála. Hann svaraði: “Hann hefur það gott, hann sofnaði í 40 ár og leitaði gæfunnar, en nú er hann búinn að finna hana, blessaður”. Guðmundur var þá að dunda við að brugga landa.
Guðmundur fór í útgerð og komst hún fyrir í einni tunnu (net og annað). Fór þá Guðmundur í Nýjabæ heim og náði í 1200 krónur, sem hann lánaði til útgerðarinnar.
Fylgdist með þegar verið var á byggja húsið í Herdísarvík. Það var hvítt á litinn.
Einar Ben. var glæsilegur maður þegar hann kom að Herdísarvík, en hann var eins og vofa undir það síðasta. Margir kunningar hans komu í heimsókn og helltu hann fullan. Reyndar hafði Hlín leyfi til að brugga á þeim tíma.

Herdísarvík

Herdísarvík.

Krakkarnir voru spenntir fyrir að sjá þjóðskáldið fyrsta sinni og fóru því með nýrekna grásleppu sem tilefni heim í Herdísarvík. Hlín tók á móti þeim og sagði við Einar: Þetta eru börnin hans Kristmundar í Stakkavík. “O, ætli ég þekki ekki hann Kristmund, hann var skrifari hjá mér í Ameríku”, svaraði Einar þá. Einu sinni mætti Einar þeim með hvítan vasaklút og sagði: “Þetta er það eina sem ég á”. Í annað sinn, þegar Hlín hafði látið elta Einar að Fálkageiraskarði þar sem hann var á leið í “sorann í Reykjavík” og færa til baka, varð Einari að orði: “Hér er ég fangi milli tveggja svartra fjallla og sé aðeins upp í himininn”.

Um drápið á Surtlu sagði Eggert: “Það var nýðingsverk að fella Surtlu. Það var ekkert að henni eins og sést hvernig hún komst ítrekað undan. Ég elti hana, ásamt fleirum, frá Seljabótarnefi og upp fyrir bæinn í Herdísarvík. Lambið, sem var með henni, sprakk á hlaupunum og við náðum því, en Surtla slapp. Surtla var tvílembingur og ég átti hitt lambið”.
“Hlín var einstaklega dugleg og krafðist þess sama af öðrum. Hún var hetja, fögur kona, há og þétt á velli og lagði sig fram við að styðja Einar. Það sem Hlín gerði fyrir Einar hefur verið óþakklátt og henni hefur ekki verið nægilegur sómi sýndur fyrir allt sem hún gerði fyrir hann”.
Bruggið var í tunnu (tunnum) fyrir utan húsið.
Stundum skiptust þau Hlín og Kristmundur á olíu eftir því hvort átti.
Fólk kom í Herdísarvík, bara til að forvitnast, stundum á rútum. Einu sinni var Hlín sofandi en Eggert í heyskap þegar fjöldi manns kom og óð yfir slægjunna og skoðaði inn í öll hús. Þegar Hlín vaknaði spurði hún fólkið hver hefði boðið því þangað.
Hlín fór í fjósið í buxum úr strigapokum. Hún hafði tvo hesta, leirljósan og brúnan. Brúni hesturinn var gamall vagnhestur. Sá leirljósi var mikill reiðhestur. Jón Eldon, sonur hennar, átti hann. Hlín vildi ekki eta hestanna og því var farið með þá að Grænuflöt undir Herdísarvíkurfjalli þar sem þeir Jón, Eggert og fleiri grófu niður tvær mannhæðarháar grafir, þar sem voru hægt var að ganga inn í, og þar skutu þeir hestanna, Jón þann leirljósa, en Eggert þann brúna. Eggert tók nærri sér að þurfa að gera þetta því hann hafði unnið mikið með þessum hestum, en hann sagðist alltaf hafa hlýtt Hlín. Hún hefði beðið hann um að annast þetta.
Hlín fékk fé sitt frá Sigurði á Hlíðarenda en það var ættað úr Borgarfirðinum.

Stakkavík

Íbúðarhúsið í Stakkavík.

Sementið í Stakkavíkurbæinn var flutt með Hermóði frá Eyrabakka út í Selvog og þaðan á hestum heim. Náð var í sand í poka út á Víðisand og möl norður fyrir Hlíðarvatn. Víðisandur (Viðarsandur) var stundum nefndur Púkasandur og þá eftir sögum af galdraprestinum. Allt borið á bakinu upp á bæjarhólinn og voru 17 menn við verkið.
Eggert og fleiri náðu í borðviðinn í Stakkavíkurbæinn til Hafnarfjarðar. “Þetta var djöfullegur flutningur”. Borðin stóðu langt upp af makka hestanna og þetta var alltaf að slitna niður. Borðin styttust um 1. fet við að dragast eftir klöppunum.
Ganga frá Stakkavík að Hrauni í Grindavík tók 7 tíma, 6 tímar yfir fjallið til Hafnarfjarðar, en 10 tíma ef Krýsuvíkurleiðin var farin. Níu tímar voru til Grindavíkur. Þessa leið þurfti Hlín að fara í fyrstu ef hana vantaði mjólk. Stakkavíkurvegur var alltaf notaður nema þegar snjór var kominn á fjallið, þá var farið um Krýsuvík og Ketilsstíg. Notað var orðatiltækið “að fara Skörðin” þegar farinn var Stakkavíkurvegur og Grindarskörð. Þegar fjölskyldan flutti frá Stakkavík á Höfuðdaginn árið 1943 var t.d. farið Skörðin á fjórum hestum með restina af búslóðinni. Hitt hafði verið flutt á undan.

Herdísarvík

Herdísarvík.

Á vetrum fór þeir bræður upp Nátthagaskarð með stefnu á Eldborg, fóru sunnan við hana og síðan niður Fagradalsmúla. Þetta var stysta leið til Hafnarfjarðar með rjúpur. Veiddu yfirleitt um 400 rjúpur að hausti og seldu þær til Hafnarfjarðar á 45 aura stykkið.
Þegar farið var upp Selstíg var fyrst komið að Grænubrekkum og Selbrekkum, Seltúninu, (austar). Ofan við þær er gamla Stakkavíkurselið, “en það var farið í eyði löngu áður en ég man eftir”. Dýjabrekkur liggja fjærst brúninni, ca. miðja vegu að Ásunum. Þær eru augljósar því í þeim er lítill dalur fullur af dýi.
Hættulegt gat verið að fara yfir ósinn (Vogsósinn). Í útfalli, þegar sjór gekk inn í vatnið, var mikill straumur út úr því.
Var einu sinni að fara yfir ósinn á hesti á vaði (Ingjaldsvaði). Þar er malarbotn, en sandbleyta ef farið er út af vaðinu. Hesturinn lenti í sandbleytunni og lagðist á hliðina. Þessu átti Eggert ekki von á. Hesturinn synti á hliðinni og Eggert hélt sér á honum og þannig bárust þeir niður ósinn. Það verður honum til lífs að ná taki í þaraþöngli og gat hann þannig kraflað sig í land. Hesturinn kom að landi annars staðar.
Silungurinn úr Herdísarvíkurtjörninni var allt að fimm pund að þyngd og sá besti sem Eggert hefur smakkað.
Man ekki eftir að hafa séð drauga, en eina sýn sá hann 10 ára, sem hann gleymir aldrei. Í hvammi norðvestan við húsið, skammt austan við hrútakofann (sjá uppdrátt) sá hann einu sinni tvo stráka. Gísli var þá með honum. Ekki vissi hann til að aðrir strákar ættu að vera þarna. Þeir voru klæddir í stuttar hnébuxur, með grænar húfur með tíglamynstri og háa reimaða skó. Spjald var aftan á peysunum. Hann kallaði í Gísla og horfði augnablik af þeim, en þegar hann leit til þeirra aftur voru þeir horfnir. Hann hafi alltaf verið sannfærður um að þar hafi huldufólksstrákar verið á ferð. Sá þá aldrei aftur. Betur klæddir en allt sem hann hafði áður séð.

Stakkavík

Í Stakkavík.

Eggert sló eitt sinn álagahól við Suðurkot í Vogum. Hafði verið bannað að slá hólinn. Hafði líka slegið of ofarlega þegar honum var varnað að halda áfram. Í framhaldi af því blindaðist önnur kvígan á Efri-Brunnastöðum og drapst síðan. Vildu menn meina að það hafi orðið vegna þessa atburðar.
Var einu sinni í níu klukkutíma aftur á vörubílspalli á tveggja manna Fordbíl frá Hveragerði að Kolviðarhól. Hann hélt á sér hita með því að moka snjó frá bílnum ásamt bílstjóranum. Þrír aðrir sem voru með á bílnum fóru af og voru þremur tímum á undan að Kolviðarhóli.
Kristmundur keypti bát til að nota á Hlíðarvatni og var hann fluttur með vörubifreið frá Reykjavík og til Vogsósa. Eggert var þá unglingur og var hafður aftur á palli ásamt saltfiski og öðru. Báturinn var með fjórum árum, langur og mjór. Þeir settu í hann “GOJA” vél 1.5. hestöfl. Hann gekk lengi mjög vel. Engar grynningar voru í vatninu, nema þar sem tjarnirnar eru. Yfirleitt um þriggja faðma dýpi í vatninu.
Vörðurnar, beggja vegna vegarins skammt vestan Herdísarvíkur, eru þar sem vegavinnumenn með jarðýturnar mættust með vegina að austan og vestan. Í Herdísarvíkurtjörn var besti silungur, sem hann hefur borðað. Hann kom upphaflega úr Hlíðarvatni. Man eftir gamla bænum í Herdísavík. Drakk þar kaffi hjá Ólafi Þorvaldssyni. Skemmtilegasti maður sem hann hafi hitt. Fór mikið á rjúpur og í annan veiðiskap. Ólafur fór nauðugur frá Herdísavík. Garðanir austan bæjar Herdísarvíkur, voru hlaðnir af vermönnum. Þórarinn Árnason, sonur Árna í Krýsuvík, lét vermenn hlaða þá í landlegum. Þeir græddu einnig upp hraunið með slori. Þannig er Gerðið meira og minna grætt upp – með slóginu.
“Gerðið er illa farið af sjávargangi. Gísli móðurbróðir minn nýtti sér næst austustu sjóbúðina um tíma. 70 hestar heys fengust af Gerðinu. Þórarinn lét líklegast hlaða fjárhúsin; Langsum og Þversum, semþar eru. Húsin tóku um 400 fjár. Þá var fé haldið í Breiðabáshelli (300-400 fjár). Alltaf var ákveðin hræðsla um að sjórinn flæddi inn í hellinn. Skiparéttin var í krikanum þar sem fjárréttin varð síðar (sjá uppdrátt).
Fálkageiraskarð er skammt austan Lyngskjaldar. Einar Júlíusson, vinnumaður, náði nafna sínum, Einari Ben. í skarðinu er hann var á leið í sorann fyrir sunnan. Einar hélt þá fram að hann væri “fangi á milli svartra fjalla”.
Benti á Hulduþúfuhól sunnan vegar austan Herdísarvíkur, hægra megin við gömlu götuna. Saga er tengd honum. Gísli hafði einhverju sinni heyrt söng innan úr hólnum. Eftir það var hann nefndur Hulduhóll.

Stakkavík

Bátahró í Stakkavík.

Þegar ekið er niður í Stakkavík eru fiskgarðar á hægri hönd sem og tveir hlaðnir kálgarðsveggir. Klettur, klofinn er hægra megin við veginn, neðan eystri kálgarðsins. Þar er sem heitir Gálgaklettar. Eggert sagði sögn segja að þar hafi menn verið hengdir fyrrum. Sjá má tóftir gamla bæjarins í austasta hólnum út í vatninu neðan við núverandi bæjarstæði. Eftir að hækkaði í vatninu þurfti að færa bæinn upp á hólinn, sem rústir hans eru nú. Vestan við hann er jarðhús, sem Guðni í Þorkelsgerði byggði, og við hlið þess gamalt fjárhús, sem var notað til að baða fé. Hrútakofi er ofan og utan garðs. Í Austurnesi eru tvö beitarhús. þau tóku 170 og 200 fjár. Eystra húsið var stærra. Rétt er á Réttarnesi og þar, ofan við Botnavík, eru smalabyrgi.
Eggert sagði að fyrrum hafi verið farið með hesta upp Selskarð. Þegar komið var niður með þá þurfti að setja rófubönd undir stertina og tók þá jafnan í.
Mjög varasamt var að fara norður fyrir vatnið þar sem þar voru miklar skriður. Hægt var að fara með fé og á hestum með því að vera upp í fjallinu, upp undir klettabeltinu.
Kleifarvallaskarð er austan Selstígs, austar er Urðarskarð og þá Hlíðarskarð.
Hlíðareyja fylgdi Stakkavík, austarlega á Hlíðarvatni. Hún var dagslátta.

Stakkavík

Stakkavík og Hlíðarvatn – örnefni.

Eggert keypti fyrst byssu 13 ára í Veiðivöruversluninni í Reykjavík, haglabyssu. Kostaði þá 75 kr. Dró 80 faðma. Mesti kostagripur. Hann hafði farið ásamt bróður sínum í Veiðivöruverslun Reykjavíkur, en fékk ekki afgreiðslu. Gistu þeir hjá Þórði Eyjólfssyni, fyrrum bónda á Vogsósum, sem þá var fullorðinn. Gekk hann við fallegan staf með glerhandfangi. Eftir fýluferðina í búðina og mikil vonbrigði fór Þórður með þeim og keypti byssuna. Á heimléiðinni stillti Þórður göngustanum upp á veggi og garða og sýndi drengjunum hvernig ætti að fara að og þeir öpuðu eftir með byssunni. Vegfarendur urðu undrandi og gerðu athugasemdir. Þá sagði Þórður: “Þeir fara sér ekki að voða ef þeir kunna með hana að fara”. Skeptið, sem var mjög fallegt, tapaðist af byssunni þegar Jón Eldon, reyndi að kraka önd að landi sem hann hafði skotið við Herdísarvíkina. Seinna var svo smíðað nýtt skepti.

Stakkavíkurborg

Stakkavíkurborg.

Sveinn Halldórsson í Bjargi í Selvogi var þúsundþjalasmiður. Hann gerði við m.a. útvarpstæki. Gísli fór með útvarpstæki til viðgerðar hjá Sveini. Þegar hann gékk til baka til Stakkavíkur og var að fara um Víðisand heyrði hann að honum var veitt eftirför. Hann byrjaði að hlaupa og það sem var á eftir honum fylgdi á eftir og skrjáfaði í því eins og skeljum. Hann var alveg skelfingu lostinn og hljóp eins hratt og hann gat. Hann komst undan en allir lamparnir voru brotnir í tækinu eftir hlaupin.
Mikill draugagangur var jafnan í Nesi í Selvogi. Bóndi, sem bjó á undan Guðmundi í Nesi, Þorbjörn Guðmundsson, tók alltaf steina úr gamla kirkjugarðinum þegar hann vantaði byggingarefni. Þetta hefndist honum fyrir, eins og dæmin sanna og sagnir geta um.
Guðmundur í Nesi var best gefni bóndi sem hann þekkti. Hann reisti girðingu sem náði frá Selvogsvita, upp á Geitarfell og niður á Þrívörður. Skildi eftir 2. fet af landinu utan girðingar og setti 200 sauði á beit utan girðingarinnar við lítinn fögnuð annarra bænda.

Stakkavík

Gálgar í Stakkavík.

Magnús í Krýsuvík hélt fé í fjárhúsinu á Krýsuvíkurheiði. Hann hélt einnig fé í Litlahrauni (sjá uppdrátt). Þegar Magnús hafði drepið fé sitt og flust til Hafnarfjarðar gekk hann á hverjum degi upp á Jófríðastaðahól, settist á hann og horfði síðan daglangt í áttina til Krýsuvíkur. Sonur Magnúsar í Krýsuvík gaf honum nokkur lömb (kindur) þegar hann sá söknuðinn hjá föðurnum. Magnús flutti þá aftur til Krýsuvíkur með lömbin, en fjölskyldan varð eftir í Hafnarfirði.
Landamerki Krýsuvíkur og Herdísarvíkur er milli dysja Herdísar og Krýsu. Hann hafi alldrei heyrt annað nefnt. Sýslumörkin eru hins vegar við Sýslustein með stefnu í Seljabót.
Beitarhúsin í Stakkavík voru í Höfðanum. Þaðan var féð rekið til beitar á vetrum niður í fjöru í landi Vogsósa (Löngusker) og setið yfir þeim í tvo tíma. Ferðin fram og aftur í Löngusker tók fjórar klst, ferðin alls um sex klst. Skipt var á fjörubeitinni og venjulegri beit við Vogsósabóndann.
Smalar sváfu stundum í hellinum undir Hellunni við Kleifarvatn.

Stakkavikurborg

Stakkavíkurborg.

Stakkavíkurfjárborgin er við Borgarhóla. Hún gat hýst 70 kindur. Eggert vissi ekki hver byggði borgina, en hún er nokkuð gömul og óvenju heilleg. Álfakirkja sú, sem jafnan er nefnd svo í ritum og er sögð vera austan við borgina, er í rauninni mun austar, svolítið austan fjárhússtóftanna neðan Selstígs.
Í ferðinni var Eggert greinilega á heimaslóðum. Hann þekkti sérhvern stað með nafni, tiltók örnefni og sagði sögur af liðnum atburðum. Honum er þökkuð samfylgdin þennan fagra dag febrúarmánaðar.

Eggert lést 12. janúar 2010 á Dvalarheimilinu Garðvangi, Garði.
Foreldrar Eggerts voru Kristmundur Þorláksson, f. 17. nóv. 1882, og Lára Elín Scheving Gísladóttir, f. 6. sept. 1889. Systkini Eggerts eru sjö: Gísli Scheving, f. 15. jan. 1918, Valgeir Scheving, f. 18. apr. 1921, látinn, Elín Kristín, f. 13. apr. 1923, Anna Sigríður, f. 12. maí 1924, Þorkell, f. 12. sept. 1925, látinn, Hallgrímur, f. 1. júlí 1928, og Lárus Ellert, f. 3. jan. 1931, látinn.

Hér má sjá og heyra viðtal, sem Jóhann Davíðsson tók við Eggert árið 2004.

Ómar Smári Ármannsson, Jóhann Davíðsson og Sesselja Guðmundsdóttir skráðu.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur ÓSÁ.

Stakkavík
Þorkell Kristmundsson lést á Landsspítalanum 24. apríl 2003 eftir slys, sem hann varð fyrir þann 30. mars.
Þorkell fæddist í Stakkavík í Selvogi 12. september 1925. Foreldrar hans voru Kristmundur Þorláksson, bóndi í Stakkavík, og Lára Elín Sceving Gísladóttir, frá Ertu í Selvogi. Systkini Þorkels eru Gísli, f. 1918, Eggert, f: 1919, Elín Kristin, f: 1923, Anna Sigríður, f: 1924, og Lárus Ellert, f: 1931. Valgeir , f: 1921, lést 2001.

Þorkell

Þorkell Kristmundsson

Fimmtudaginn 6. mars 2003, eða rúmlega þremur vikum áður en slysið varð, fór FERLIR að Herdísarvík og Stakkavík í fylgd Þorkels – í frábæru veðri. Þorkell var í Stakkavík fram til 1943, eða þangað til hann fluttist að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Hér á eftir verður getið um hluta af því sem bar á góma í þessari síðustu ferð Þorkels í heimahagana.

Ekið var um Krýsuvíkurveg. Þegar komið var upp úr Vatnsskarði með útsýni inn í Fagradal sagði Þorkell að áður fyrr hefðu þeir bræður farið upp Mosaskarð á Stakkavíkurfjalli ef þeir ætluðu til Hafnarfjarðar með rjúpur eða endur, sem skotnar höfðu verið, áfram upp á fjöllin, framhjá Eldborg og komið niður Fagradalsmúlann, einkum að vetrarlagi. Sú ganga hafi jafnan tekið fimm klst. í stað átta, sem hefði tekið þá að fara Selvogsgötuna. Þegar hún var farinn var venjulega komið niður í Kerlingaskarðið, þar sem Selvogsgatan liggur um í dag, en ekki Grindarskörðin, sem eru þar skammt austar. Hann var aldrei með drykk með sér, treysti t.d. á að drykkjarsteininn við Selvogsgötuna væri með vatni.

Þorkell

Þorkell í Breiðabás með Jóhanni Davíðssyni.

Þegar farið var á milli Stakkavíkur og Grindavíkur var oft gist í Krýsuvíkurkirkju hjá Magnúsi Ólafssyni. Það gat þó orðið köld vistarvera þegar hætt var að kynda ofninn á kvöldin því reynt var að fara sparlega með rekaspýturnar sem notaðar voru til upphitunar. Magnús var lítt hrifinn af því er ofninn varð kynntur rauðglóandi. Það var þó oft gott að geta gist þarna á löngum ferðum.
Nokkrar góðar sögur fylgdu í kjölfarið. M.a. þegar fara þurfti með 300 sauði til slátrunar til Einars ríka í Grindavík eftir að fé þeirra var tekið í Ölfusréttir þar sem upp kom riðuveiki. Hann hefði sofið með Ísólfi á Skála í hellinum við Lat. Ísólfur var þá með fjárhús úr járni skammt frá vegamótunum að Selatöngum. Þangað var gott að koma með féð sem þá var orðið uppgefið eftir að hafa verið rekið alla leiðina að austan.

Þorkell sagði frá smala, sem týndist í þoku í Krýsuvík, en kom fram daginn eftir. Hann var allur blóðugur í hvítri úlpu og sagðist hafa orðið að slátra 18 sauðum vegna riðu. Smalinn var vitlaus og gólaði og var það til vitnis um að óveður væri í nánd. Til Krýsuvíkur frá Hafnarfirði var venjulega farið upp með Undirhlíðum og austur fyrir Kleifarvatn. Vatnið náði þá upp undir fjósið, sem nú er. Ný tún mynduðust þegar lækkaði í vatninu. Þegar Magnús í Krýsuvík var ungur hélt Árni sýslumaður Gíslason honum við sauðahúsið á Krýsuvíkurheiði (Jónsbúð) og þaðan mátti hann ekki víkja. (Gæti verið skýringin á hlaðna húsinu sunnan undir heiðinni). Magnús nýtti síðar Arngrímshelli í Klofningum sem fjárskjól.
Ekið var framhjá hlöðnu skjóli utan í Fjárskjólshrauni. Þorkell sagði það t.a.m. hafa verið notað yfir fé. Hann taldi þó að skjólið hafi oftast verið notað af ferðamönnum. Ekki hafi verið þak yfir því.
Þorkell var í skóla í Torfabæ í Selvogi þar sem kennt var í litlu herbergi í kjallaranum. Það kenndi Þórður frá Hveragerði, einfættur.

Herdísarvík

Frá Herdísarvík.

Grænaflöt er upp undir Herdísarvíkurfjalli. Þar sagði Þorkell að hann hefði verið viðstaddur þegar tveir hestar voru skotnir á Grænuflöt. Annar var uppáhaldsreiðhestur Einars Benediktssonar, “Brúnn”, og hinn var hestur Hlínar sem hún keypti fyrir son sinn austur í sveitum. Sá var leirljós og mjög viljugur. Hestarnir voru orðnir gamlir. Hann aðstoðaði síðan Hlín við að dysja hestana í miðri flötinni og var gerður kross, c.a. einn metri, úr steinum, yfir dysinni. Hann á að vera um miðja flöt, sem fyrr sagði.

Þegar ekið var eftir Herdísarvíkurvegi var komið að tveimur hlöðnum vörðum beggja vegna vegarins skömmu áður en komið var að Herdísarvík. Þær voru hlaðnar þarna þegar vegirnir mættust, annars vegar að vestan og hins vegar að austan. Menn voru heilt sumar að gera veg við Krýsuvík. Þeir voru að hlaða upp kanta með lélegum verkfærum. Í ágúst komu tvær jarðýtur og voru menn þá sendir heim. Ýtunar fóru á tveimur dögum frá Krýsuvík og að Herdísarvík og ruddu þar með veginn.

Stakkavík

FERLIR í Stakkavík.

Þá var komið að Herdísarvík. Þorkell sagðist minnast vondra veðra. Hlín hafi t.d. flúið með Einar Ben. vafinn í teppi þegar gerði ofsaveður af suðvestri. Bærinn varð þá umflotinn og þurftu þau að hafast við um hríð í hellisskúta ofar í hrauninu. Sonur Hlínar átti bát með vél. Utan við víkina lágu stundum tugir skútna. Hann minntist þess að hann hafi, ásamt dóttur Hlínar og Kela, farið á páskadag út í skútur, færeyskar, í góðu veðri. Skútusjómennirnir komu oft til Herdísarvíkur og náðu í ís í bergið. Þeir voru að spara hafnargjöld. Þeir fóru þá gangandi upp í Mosaskarð og náðu í snjó sem þeir báru síðan á bakinu niður í Herdísarvík. Eitt sinn hafi hann horft á bát vera með yfirfull net alveg upp undir tanganum við Herdísarvík. Svo mikill var fiskurinn að þeir voru nærri reknir upp á fjöru. Hann sagðist telja að Hlín hefði ekki efnast mikið á sölu til skútumanna úr íshúsi sínu. Sagðist minnast þess enn hve kjötið hafi verið gott úr reykhúsi Hlínar og því reykurinn hafi verið orðinn svo kaldur þegar hann hafði farið eftir stokknum inn í reykhúsið. Hann vissi til þess að Kristján Eldjárn hafi skoðað fiskigarðana við Herdísarvík, sem eru þarna nokkrir kílómetrar að lengd í það heila tekið.

Stakkavík

Frá Stakkavík.

Haldið var um Stakkavíkursvæðið. Litið var á Stakkavíkurborg, en Þorkell sagði að götóttur hraunklettur sem þar er skammt austan við hefði ranglega verið nefnd Álfakirkja. Hann fylgdi okkur að hinni eiginlegu Álfakirkju síðar. Réttarnes er þarna neðar og á henni Réttin. Sagði hann frá er hann þurfti að eltast þar við ólman sauð í ull. Var hann í vandræðum með að að handsama sauðinn, en gat loks króað hann af í réttinni á Nesinu, en hrúturinn hafi verið orðinn svo vitlaus að hann stökk yfir vegginn og út í vatnið. Þorkell sagðist hafa séð á eftir hrútnum langt út á vatn þar sem hann hafi synt í nokkra hringi og sokkið síðan. Inn í vík einni þarna skammt frá hafi snjóhengja fallið yfir 16 kindur eitt vorið og kæft þær allar. Bóndi missti eitt sinn 300 fjár þegar vatnið lagði og féð fór yfir að nóttu til og flæddi í skerjum. Svona hafi nú lífið verið í þá daga.

Neðan við Selsstíg heitir Höfði. Þar eru tvær stórar útihúsatóttir frá Stakkavík neðan við veginn. Í austanverðum Höfðanum er hin rétta Álfakirkja, kletthóll með glugga að því er virðist. Þorkell sagði að Gísli, bróðir hans, hafi eitt sinn smíðað og reist kross upp á hólnum. Um nóttina dreymdi hann að álfkona kæmi til hans og skipaði honum að fjarlægja krossinn, ella myndi hann hafa verra af. Daginn eftir lá krossinn við hlið kirkjunnar í fjórum pörtum.

Stakkavík

Fjárhús í Stakkavík.

Ekið var niður að Stakkavíkurbænum. Á leiðinni eru tvö hlaðin gerði við veginn. Sjá má móta vel fyrir gamalli ruddri götu í gegnum hraunið. Gerðin sagði Þorkell að hefðu verið kálgarðar. Þegar komið er að Stakkavík er þar fyrir hlaðin rétt, hvammur niður við vatnið, hrútakofi, kartöflukofi, lambús og bæjarhúsinn þar sem steyptir gaflarnir eru fallnir út. Þorkell sagði að eldri bærinn hafi verið þar sem norðvesturhornið á húsinu er nú. Enn eldri bær var þar sem nú er stór hólmi í suðri út í vatninu, en hann lagðist af þegar hækkaði í vatninu. Þorkell sagði að Eggert bróðir hans hefði eitt sinn verið við hvamminn, en í honum var báturinn jafnan geymdur, þegar hann hafi séð huldudrengi vera að leika sér þar. Þeir hefðu verið í litskrúðugum peysum og með skrautlegar húfur. Þetta hafi enst um stund, en þeir síðan horfið sjónum hans. Þorkell sagðist lítt hafa trúað að álfa- og draugasögur. Hann hefði þó einu sinni séð draug, en það var ofan við bæinn Hlíð. Þar hefði hann séð mann, sem nokkru áður hafði drekkt sér í Hlíðarvatni. Söng hefði hann hins vegar aðeins einu sinni heyrt úr klettum. Það var í Hafnarfjarðarhrauni þegar hann var þar á ferð. Talaði hann um hve mikið hefði verið eyðilagt af fallegum stöðum í hrauninu, klettum og hraunbollum.


Þá var haldið í Breiðabás. Ætlunin var að reyna að staðsetja opið á Breiðabáshelli. Eftir að Þorkell hafði litast þar um stutta stund, tekið mið og kannað kennileiti, s.s. gömlu fjárgötuna ofan úr hrauninu, gekk hann að tilteknum stað á kampinum, gegnt götunni, staðnæmdist, benti niður fyrir sig og sagði: “Hér er opið – gæti skeikað tveimur til þremur metrum”. Áður hafði verið leitað að opinu á þessu svæði, en á röngum stað og munaði þar allnokkru. Þorkell sagði að áður fyrr hafi varða verið ofan við opið, sem kampurinn hefur nú algerlega hulið. Opið hafði snúið út að sjó. Þurfti að loka hellinum þegar óveður gekk yfir til að koma í veg fyrir að fé flæddi inni í honum. En þarna væri opið undir.

Stakkavík

Álfakirkjan í Stakkavík.

Sögn er til að smali hafi verið heilan dag í villu í hellinum. Þorkell sagðist muna að hæðin á opinu hafi verið í axlarhæð. Inni hafi verið salur og í honum þröngt op inn úr. Þegar komið var inn fyrir þrenginguna tók við víð rás. Sjálfur hafi hann aldrei farið þar inn, enda lítt hrifinn af hellum. Í sumum hellum höfðust villikettir við í, illir viðureignar. Einn félagi hans varð t.d. eitt sinn fyrir alvarlegri árás villikattar. Honum hafi verið komið til bjargar þegar kötturinn var rifinn af honum. Bar hann merki eftir viðureignina alla ævi.

Í spjalli við Þorkel kom fram að foreldrar hans hefðu verið það gott vinafólk fólksins í Guðnabæ í Selvogi að við fæðingu hafi hann verið skírður í höfuðið á Þorkeli Árnason, sem síðar bjó á Þorbjarnarstöðum í Hraunum, langafa eins þeirra, sem var með í þessari fróðlegu síðdegisferð í Herdísarvík og Stakkavík.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur.

Líf Þorkels snérist um fé, bæði á meðan hann var í Stakkavík og á Brunnastöðum.
“Ég vildi aldrei vera annað en fjármaður”, sagði hann skömmu áður en hann kvaddi samferðamenn sína með virtum á hlaðinu á Brunnastöðum.

Minningin um Þorkel Kristmundsson mun lifa.

Ómar Smári Ármannsson og Jóhann Davíðsson skráðu.

Stakkavíkurborg

Stakkavíkurborg.

Stakkavíkurvegur

Ætlunin var að ganga um Selvogsgötu og Hlíðarveg að Stakkavíkurvegi undir Vesturhnúkum. Vegurinn var síðan fetaður um Ása (Svörtu-Ása og Urðarás), niður Dýjabrekkur að Stakkavíkurseli ofan við Selbrekkur. Frá því var selstígurinn genginn um Einstigið niður að Stakkavík.

Stakkavikurvegur-203

Stakkavíkurvegurinn nær frá Stakkavík í Selvogi langleiðina upp undir Kóngsfell í Grindarsköðrum. Þar mætir vegurinn þvervegi; annars vegar að Kerlingarskarði í norðvestri og hins vegar að Grindaskörðum í norðaustri. Þaðan niður eftir liggur einnig Hlíðarvegurinn, sem flest göngufólk fer þegar það telur sig vera að ganga Selvogsgötuna. Leiðin sú var vörðuð um 1892 er ætlunin var að leggja vagnfæran veg frá Hafnarfirði í Selvog. Hugmyndin var að vegagerðin myndi nýtast brennisteins-vinnslunni neðan Námuhvams í Brennisteinsfjöllum. Gatan var aldrei lögð, einungis vörðurnar voru hlaðnar. Neðsti (syðsti) hluti Stakkavíkurvegar var jafnframt Selstígurinn milli Stakkavíkursels og bæjar.
Ólafur Þorvaldsson lýsir í Árbók Hins íslenska fornleifafélags Stakkavíkurveginum á eftirfarandi hátt: “Leiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogshrepps í Árnessýslu gekk venjulega undir nafninu Grindaskarða- eða Kerlingarskarðsvegur. Leið þessi mun vera jafngömul fyrstu byggð í Selvogi, enda aðallega af Selvogsmönnum farin, þar eð lega hreppsins er þannig, að fáir aðrir áttu þar leið um. Að vísu gat það hent, að Selvogsmenn færu um Krýsuvík, varla þó nema lausríðandi, og þá annaðhvort af því, að snjór var svo mikill á fjallinu, að ófært var talið, eða þeir áttu sérstakt erindi við Krýsvíkinga.
Vegur sá, sem nú um langt árabil hefur verið farinn þarna yfir fjallið, liggur um Kerlingarskarð. Annar slóði er nokkru norðar og var nefndur Grindaskarðavegur. Fyrir löngu mun vera hætt að fara þann veg nema helzt lausgangandi menn að vetri til, ef harðfenni var mikið í brún Kerlingarskarðs, því að þar eru hærri og skarpari brúnir en á nyrðri slóðinni.

Stakkavikurvegur-6

Þegar upp á brún er komið, eru þrír hnjúkar til hægri handar, skammt frá vegi, kúlumyndaðir og allir svipaðir að stærð. Hnjúkar þessir eru á uppdrætti herforingjaráðsins nefndir Grindaskarðahnjúkar, aðrir nefna þá Bolla einu nafni, sennilega eftir lagi bolla á hvolfi. Nokkurn spöl norðan gamla Grindaskarðavegar er allstór hnjúkur, sem á korti frá 1908 er nefndur Kóngsfell, en á korti frá 1932 Bolli.”
Efst í Kerlingarskarði er rétt að rifja svolítið upp jarðfræðina: “Við Grindaskörð eru gígaraðir á sprungubelti og hefur þar verið mikil eldvirkni. Meðal þessara gíga eru Tvíbollar, en það eru gígir tveir, sem gnæfa á norðurbrún fjallsins og hef ég áður fjallað um þá (Jón Jónsson 1977a). Eins og nafnið bendir til eru gígir þessir samvaxnir og sést það vel neðan úr byggð. Aðalgígurinn er 4 0 – 60 m hár en minni gígurinn tæplega þriðjungur þess.
Gígirnir eru hlaðnir úr gjalli og hraunkleprum og hraunstraumurinn hefur fallið norður og mest um undirgöng, sem enn má sjá. Lengst norður nær hraun þetta að Helgafelli og hefur runnið í örþunnum straumi vestur með því að sunnan en hverfur loks undir Gvendarselshraun við suðvesturhornið á fellinu.

Stakkavikurvegur-203

Rétt þar hjá hefur leysingavatn grafið fornan jarðveg undan hrauninu svo það hefur á kafla fallið niður. Kemur við það í ljós jarðvegslag, sem er rösklega 1,2 m þykkt og í því m. a. eitt ljóst öskulag, sem talið er að sé H3 (frá Heklu fyrir 2.800 árum), en næst hrauninu eru kolaðar gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar hafa verið og reynst 1075±60 C’4 ár, (Jón Jónsson 1977a) en það þýðir að hraunið gæti hafa runnið árið 875 og er því frá sögulegum tíma. Jafnframt fannst landnámslagið undir þessu hrauni, aðeins ofan við áðurnefnt niðurfall. Þrjú hraun hafa síðar runnið út á þetta hraun og eru því yngri, en þau eru Rjúpnadyngnahraun, Kóngsfellshraun Stakkavikurvegur-202og Gvendarselshraun.
Á Draugahlíðum er hár og brattur gígur, sem ég í dagbókum mínum hef nefnt Gráfeld. Hljóti það nafn viðurkenningu, skal hraun þetta Gráfeldshraun heita, en fram til þess nota ég hitt nafnið enda hef ég áður notað það, [þ.e. Selvogshraun] (Jón Jónsson 1978). Þessi gígur er á sprungu og smágígir eru vestan við hann. Auðsætt er að hann hefur þegar í upphafi tekið völdin og sent hraunflóð mikið niður í dalinn, þar sem fleiri hraun voru þegar fyrir og fylla hann nú fjalla milli. Meðal þeirra er áðurnefnt Breiðdalshraun, sem hverfur inn undir þetta hraun, sem þannig örugglega er yngra, enda yngst í dalnum og samkvæmt þessu frá sögulegum tíma. Annálar geta þess að hraun hafi runnið niður í Selvog 1340 og 1389 (Þorvaldur Thoroddsen 1925, bls. 188-189).
Mjög trúlegt sýnist að Selvogshraun sé frá öðru hvoru Stakkavikurvegur-204þessu gosi, en vel gætu hafa orðið enn fleiri gos í Brennisteinsfjöllum á sögulegum tíma og vafalaust hafa bæði þessi gos orðið þar, en tímasetning er óljós. Hraunið hefur fallið fram af Herdísarvíkurfjalli við Hlíðarvatn, en staðnæmst neðan við brekkurætur aðeins norðan við núverandi þjóðveg. Hraun það er fallið hefur niður í Kleifarvatn sunnanvert og Hvammahraun nefnist er mjög ungt og gæti jafnvel verið frá sögulegum tíma.

“Leiðin til Stakkavíkur og Herdísarvíkur liggur frá fyrrnefndum vörðum, suðaustur á slétt hraun, og eru smávörður með fram veginum yfir hraunið. Þegar á mitt hraunið kemur, er úfinn bruni suðvestan vegar, og er farið yfir mjóít haft af honum við suðurtagl Hvalhnjúks. Þegar austur fyrir Hvalhnjúk kemur, taka við Vestur-Ásar. Fyrst til hægri handar nokkrir gróðurlausir og dökkir hólar, Svörtu-Ásar.
Nokkru suðaustur af Stakkavikurvegur-205þeim úti við brunann er Urðarás, og er hann auðþekktur af mikilli grágrýtisurð sunnan megin. Neðarlega í Ásunum eru austan vegar grasbrekkur allstórar, og heita þær Dýjabrekkur. Þar sér enn leifar þess, að þar hefur fyrir löngu verið leitað eftir mó, en ekki mun það hafa þótt svara kostnaði. Litlu neðar eru Selbrekkur. Þar hefur, þegar það tíðkaðist almennt, verið haft í seli frá Stakkavík. Úr Selbrekkum er stutt fram á fjallsbrún. Þegar á brún kemur, hýrnar svipur útsýnisins og breytist nokkuð. Það hefur líka hýrnað yfir mörgum vegfaranda þarna, sem kemur úr svartaþoku eða vondu veðri af fjallinu, því að oft er mikill munur veðurfars uppi á fjalli og neðan fjalls. Á brúninni stingum við því við fótum og rennum augum yfir það helzta, sem við blasir.

Stakkavikurvegur-206

Fyrst skulum við líta niður fyrir fætur okkar, svo að við blátt áfram dettum ekki fram af fjallinu, svo er það snarbratt. Af brúninni blasir við hafið, svo langt sem augað eygir til austurs, suðurs og nokkuð til vesturs, og sjaldan er sjór svo kyrr hér, að ekki kögri hvítu við sanda og hleinar. Héðan sjáum við til Selvogs, og ber þar hæst á vitanum á Selvogstöngum, og kirkjunni á Strönd — Strandarkirkju. Neðan fjallsins er allstórt vatn, Hlíðarvatn. Við austurenda þess, uppi við fjallið, er jörðin Hlíð, bær Þóris haustmyrkurs, þess er nam Selvog. Fyrir nokkrum árum var Hlíð lögð undir Stakkavík, en nú eru báðar í eyði, sorgleg saga, sem gerist víða nú. Við vesturenda Hlíðarvatns er Stakkavík. Þar sem hús og tún jarðarinnar var fyrir 70—80 árum, er nú allt í vatni, og sést aðeins smáhólmi, þar sem bærinn stóð. Nú stendur bærinn í hraunjaðrinum við vatnið og má heita túnlaus.”
Lára Gísladóttir bjó ásamt manni sínum, Kristmundi Þorlákssyni, í Stakkavík. Lara Gisladottir“Hún fæddist árið 1889 í litlu hjáleigukoti sem tilheyrði eignarjörð stórbóndans í Nesi í Selvogi. Þetta kot hét Erta. Foreldrar hennar fluttust að Stakkavík sem var erfið jörð en gaf dugandi fólki mikla möguleika til fjárræktar. Þau Kristmundur giftust 1918. Hann var ættaður úr Hafnarfirði. Þau tóku þá við búinu í Stakkavík. Kristmundur var harðfengur maður og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna enda þótt fjöllin og hafið biðu hættunni heim þar sem hann þurfti að gæta hjarðar sinnar.
Hún Lára var heldur enginn veifiskati. Á tuttugu árum ól hún honum Kristmundi tíu börn og þurfti í eitt skipti þegar það bar að höndum að gegna sjálf nærkonu hlutverkinu. Einn drengurinn hennar, sjö ára gamall, var hjá henni og gat náð í skærin. Allt fór vel, þegar Kristmundur kom heim frá fjárgæslu brosti konan hans við honum og nærði við brjóst sitt nýfæddan son. Þetta er aðeins ein af mörgum lífsmyndum sem vitna um hetjuhug húsfreyjunnar í Stakkavík. En þrátt fyrir einangrun og margháttaða erfiðleika undi hún vel hag sínum og fannst hún eiga þar sæla daga.
En svo kom vágestur í byggðina. Mæðiveikin felldi fjárstofninn og fjölskyldan flutti að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd eftir að hafa búið í Stakkavík í 27 ár. Þar var Lára síðan húsfreyja í nær fjóra áratugi eða þangað til hann Kristmundur hennar kvaddi þennan heim og börnin tóku við.” Við jörðinni tók Kjartan Sveinsson, þjóðskjalavörður.

Stakkavikurvegur-207

Hér má lesa frásögn í Tímanum 1982 um “Sprittlogann í Stakkavík”: “Fyrir um það bil hálfum öðrum áratug, eða tveim, var ég oft gestur Kjartans Sveinssonar, bónda og skjalavarðar í Stakkavík, sem er við Hlíðarvatn. Kjartan hafði þau álög á jörð sinni, kominn úr stjórnarráðinu, að hann mátti ekki hafa fé eða önnur venjuleg húsdýr, sem þarna lifðu á skreið og hrísi, og höfðu gjört um aldir. Birkikjarrið var álitið verðmætara en búvörur, sem þarna mátti framleiða.
Á hinn bóginn mátti Kjartan veiða silung í Hlíðarvatni að vild sinni og hann mátti ganga á reka. Kjartan sinnti þessum hlunnindum vel. Silungur var til matar og gnægð var af rekaviði til að Hvalspikkynda gisið íbúðarhúsið.
Það var eitt sinn á síðsumardegi eða í byrjun vetrar, að ég fór eina ferð í Stakkavík.
Það rigndi og svört og draugaleg skýin sigldu frá hafinu inn yfir hamrana og fjöruna og regnið streymdi úr himninum og stormurinn vældi.
Nú verður kalt í Stakkavík, sagði ég, ef ekki verður þeim mun meira kynt.
– Hafðu ekki áhyggjur vinur sagði Kjartan þá glettnislega. Nú er nægur hiti í Stakkavík. Ég er með hvalspik.
Ég man nú ekki hverju ég svaraði. En var vanur þeim sérkennilega yl og ilmi er fylgir því að brenna vatnssósa eik og öðrum sætrjám. Og nú átti að brenna spiki, eða lýsi. Mér leist satt að segja ekki eins vel á þetta og rekaviðinn.
Ef til vill hefur Kjartan lesið einhverja vantrú úr augum mínum, en hann sagði: Það rak hérna hval í Stakkavikurvegur-208vor, eða vetur, og enginn hirti um hann. Ég skar spik, því hvalspik er fyrirtaks eldsneyti, skal ég segja þér. Um það hafði ég lesið í bókum Eskimóa og fleiri. Ég skar mér því í eldinn, og svo sögðum við ekki meira, en ókum hlykkjóttan, grýttan veginn og síðan troðninginn niður að Stakkavík, sem stendur á hæðarbrún, þar sem sést vel til sjávar og fyrir neðan túnið er svo Hlíðarvatn,fullt af silungi og draumum. Þegar inn var komið og búið að bera lundapottinn inn og annan farangur, líka sósur og annan mat, fór Kjartan að kveikja upp. Hann brenndi hvalspiki. Hann hafði skorið spikið í stykki sem voru á stærð við sígarettukarton, eða rúgbrauð og nú skeðu mikil undur.
Hvalspikið logaði glatt og það átti ekkert skylt við grútarlampa forníslendinga, sem gerðu þá svarta og sjónlausa. Hvalspik logar, eða brennur nefnilega með sprittloga, alveg eins og kósangas. Lyktarlaust var það með öllu og sem hitagjafi hafði það vel við suðaustan í gisnu og gömlu húsi. Þetta var dularfullt kvöld og hlýtt með afbrigðum, og vefurinn í spikinu, skammtaði eldinn. Þetta fuðraði ekki, heldur brann meö hæfilegum hraða, uns stykkið var allt brunnið, en það tók langan tíma.

Stakkavikurvegur-209

Og nú spyr ég, er hvalspik ekki hugsanlegur orkugjafi, t.d. í iðnaði eða til húshitunar á stöðum þar sem ekki finnst heitt vatn í jörðu?
Ég veit að hvalspik er notað í hvallýsi, sem síðan er notað í smjörlíki og fl. Til þess að sjóða hvallýsi þarf mikla orku, sem mun fengin með svartolíu. Ef unnt væri að selja hvalspikið sem eldsneyti til heimabrúks, myndi mikil olía sparast við lýsisgerð, og olíukyndingar til húshitunar myndu syngja sitt síðasta á mörgum stöðum.
Stakkavikurvegur-210Ég sá það einhvers staðar í fréttum nýverið, að iðnaðarríkin hefðu minnkað olíunotkun sína um 10%, sem er hreint ekki svo lítið. Þetta gjörðu þjóðirnar, með því að nýta orkuna betur og með því að nota aðra orkugjafa en olíu. Það er því mikið hugsað í þessa veru. Að vísu veit ég ekki hvort hvalspik er, eða hefur verið notað sem eldsneyti hér, nema í Stakkavík. En víst er að hvalspik er fyrirtaks eldsneyti og hitagjafi. Laust við alla mengun. Þá er ég líka minnugur þess, er ég sigldi á olíuskipum sem ungur maður, að við fluttum heilu lýsisfarmana úr hvalstöðinni í Hvalfirði, þannig að nokkrir skipsfarmar eru til staðar af hvalspiki á þessum stað og verða það, þegar búið er að koma vitinu fyrir þá, sem drepa dýr eftir greind og vitsmunum, og leggja sér til munns.”
Sjá meira um Stakkavíkurveginn HÉR.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, Ólafur Þorvaldsson, Grindaskarðavegur, 49. árg. 1943-1948, bls. 99-100.
-Náttúrufræðingurinn, 52. árg. 1983, Jón Jónsson, 1.-4. tbl. bls. 131-132.
-Morgunblaðið, 22. janúar 1986, bls. 44.
-Tíminn, 17. ágúst 1982, Jónas Guðmundsson, Sprittloginn í Stakkavík, bls. 8-9.

Stakkavíkuselsstígur

Stakkavíkurselsstígur.