Einarsreitur

Á upplýsingaskilti við Einarsreit í Hraununum í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi:

Eunarsreitur

Á Einarsreit.

“Framan af í Hafnarfirði var saltfiskur einkum þurrkaður á mölunum við sjávarsíðuna eins og á Hamarskotsmöl og Langeyrarmölum.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Einarsreitur fyrrum.

Þegar útgerðin jókst og bærinn stækkaði þurfti að finna stærri og betri svæði fyrir fiskreitina. framan af 20. öldinni voru margir fiskreitir útbúnir í Hafnarfirði og þá einkum í hrauninu í útjaðri hans og urðu þeim hin mestu mannvirki. Það verk að brjóta Hafnarfjarðarharunið undir fiskreiti var mikið og erfitt starf sem oftast var unnið í akkorðsvinnu. verkfærin voru járnkarl, haki, sleggja og fleygar auk hins svokallaða Hafnarfjarðarþrífótar sem var eins konar krani, píramídalagaður gálgi með blökk og handvindu sem fjórir mennn gátu komist að samtímis og lyft þannig allþungu grjóti eða dregið á milli staða. Eins og sjá má á hleðslunum hér var grjótinu ekki hrúgað upp heldur lögðu menn metnað í hleðslurnar, jafnvel þótt um ákvæðisvinnu væri að ræða.

Einarsreitur

Einarsreitur.

Einar Þorgilsson útgerðarmaður lét úbúa saltfiskreiti þennan árið 1913 og var hann stækkaður nokkuð árið 1929 en þá lét Einar jafnframt reisa hér þurrkhús sem var þá eitt það fullkomnasta hér á landi.

Einarsreitur

Upplýsingaskilti við Einarsreit.

Saltfiskverkun var mikil í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar en saltfiskur var verkaður frá því í janúar og fram í september ár hvert. Eftir að fiski, sem veiddur var í salt, var landað var honum staflað í stórar stæður sem kallaðar voru staflar. Þegar honum hafði verið umstaflað þrisvar sinnum með nokkurra daga millibili var hann tilbúinn til frekari vinnslu.

Fiskverkun

Saltfiskverkun við útgerðarhús.

Næsta skref var hið svokallaða “fiskvask”. Fyrst var fiskurinn vaskaður í trébölum upp úr sjó niðri í fjöru en síðar var vaskað innanhúss upp úr stórum trékörum sem stóðu í röðum í sérstökum vöskunarhúsum. Þar var fiskurinn skrúbbaður með handbursta en að því loknu var hann settur í rimlakassa þar sem hann var látinn standa í nokkra daga. Þá var hann fluttur á fiskreit þar sem honum var staflað í svokallaða stakka sem staðsettir voru á víð og dreif um reitinn og breitt yfir hann. Þegar viðraði til breiðslu var fiskurinn borinn á handbörum úr stakknum og honum raðað á reitina þannig að hnakki var látinn snúa á móti sporði og með roðið niður.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Einarsreitur (GG).

Fiski úr hverjum stakki var haldið frá öðrum og bilin á milli voru kölluð stakkskil og voru þau notuð sem göngustígar. þetrra var gert vegna þess að fiskur í stökkunum gat verið á misjöfnum verkunarstigum. Aldrei var fiskur á sama stakknum breiddur tvo daga í röð, því að það hafði í för með sér að yfirborð fisksins þornaði of hratt og vökvi lokaðist þá inni í honum. Misjafnt vat hve oft þurfti að breiða fiskinn en það fór eftir stærð hans. Algengast var að fiskur væri breiddur tvisvar eða þrisvar og höfðu menn ýmsar aðferðir við að athuga hvort hann hefði fengið næga þurrkun en það var yfirleitt á ábyrgð verkstjórans. Að þurrkun lokinni var farið með fiskinn í geymsluhús þar sem honum var pakkað til útflutnings.”

Einarsreitur

Einarsreitur.