Krýsuvíkurkirkja

Þann 2. janúar 2010 brann Krýsuvíkurkirkja til kaldra kola.
Mörgum þótti mikill missir í þessari litlu Krysuvikurkirkja endurbyggd-1sveitakirkju enda hafði henni verið haldið sæmilega vel við síðustu ár. Aðeins nokkrum dögum eftir brunann, voru stofnuð samtökin Vinafélag Krýsuvíkurkirkju og ákveðið að kirkjan skyldi endurbyggð. Kennarar og nemendur við Iðnskólann í Hafnarfirði tóku verkið að sér. FERLIR heimsótti Iðnskólann til að sjá hvernig verkið gengi þar sem grindaruppbyggingin var langt komin framan við gamla Álhaldahús Hafnarfjarðarbæjar við Flatahraun.
Upprunalega kirkjan, sem brann, var byggð árið 1857. Kirkjuhúsið var bæði notuð fyrir helgihald og síðar búsetu. Um aldarmótin 1900 var hún orðin illa farin. Kirkjan var síðan afhelguð árið 1929, en búið í henni um tíma. Um 1960 var kirkjan svo lagfærð og endurvígð 1964.
Eftir brunann var stofnað VinaKrysuvikurkirkja endurbyggd-2félag Krýsuvíkurkirkju er hafði það m.a. að markmiði að endurgera kirkjuna á sínum stað. Nemendur við Iðnskólann í Hafnarfirði tók verkið af sér og endurbyggingin unnin í samstarfi við Þjóðminjasafnið, sem hafði umsjón með gömlu kirkjunni á meðan var og hét.
Krysuvikurkirkja endurbyggd-3Hrafnkell Marinósson er deildarstjóri byggingadeildar Iðnskólans. “Notast er að mestu leyti við handverkfæri. Engar skrúfur eru notaðar, ekkert lím heldur fyrst og fremst gamaldags samsetningar. Allt er gert á gamla mátann. Höggnar eru holur ogKrysuvikurkirkja endurbyggd-4 grópir gerðar. Notaðir eru trétappar og reynt að virða gamlar samsetningar. Verkið er m.a. unnið í samvinnu við Tækniskóla atvinnulífsins, t.d. varðandi flesta málningar-vinnu. Þetta er sérlega gott verkefni til að viðhalda gömlu handverki”.
Stefnt er að því að koma “nýju” kirkjunni fyrir á grunni þeirrar gömlu í Krýsuvík n.k. sumar
.


Heimild:
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4565168/2011/03/27/1/

Krysuvik 1810

Krýsuvík 1810.