Bæjarráð Grindavíkur samþykkti fyrir stuttu að kosta endurprentun á öllum minja- og örnefnakortin á skiltastöndunum sjö er settir hafa verið niður í gömlu byggðinni, áhugasömu og fróðleiksfúsu fólki um sögu byggðalagsins til ánægju.

Grindavik - uppdrattur StadaehverfiEldri skiltin voru prentuð á pappír og sett undir plast, en hin nýju voru prentuð á ál með sérstakri teflonplastfilmu yfir. Veðrun hafði afmáð alla áletrun svo við blasti einungs hvítur flötur.
Nú er búið að koma öllum skiltunum sjö fyrir á sínum stað – fallegri sem aldrei fyrr.
Hér er uppdráttur af Staðarhverfi. Tilgreindir bæir eru 28, auk þess sem minja og örnefna er getið. Meðfylgjandi á skiltinu er svo sögulegur fróðleikur um hverfið.
Þá má geta þess að Grindavíkurbær hefur gefið úr rit; Sögu- og minjakort af Grindavík. Ritið hefur að geyma öll kortin auk meðfylgjandi fróðleiks. Það fæst ásamt öðrum ritum um gersemar Grindavíkur í Kvikunni í hjarta bæjarins.

 

Gerðavellir

Gerðavellir – uppdráttur ÓSÁ.