Entries by Ómar

Hvað er stekkjarvegur langur? – Orri Vésteinsson

Í Archaeologia Islandica 1998 spyr Orri Vésteinsson m.a. um „Hvað er stekkjarvegur langur?„: „Allt frá því fyrir 1980 hefur töluverð umræða verið um það meðal fornleifafræðinga og safnamanna að nauðsynlegt sé að gera gangskör að því að skrá fornleifar á Íslandi. Skráningin snýst fyrst og fremst um að þær upplýsingar sem safnað er hafi eitthvert […]

Landamerki

Í fornum lögum og ritum um Landamerki og Landamerkjabækur er kveðið á mikilvægi bæði staðfestingar slíkra merkja sem og skrár um mögulegar tilfærslur þeirra. Skylt var við sölu fyrrum að ganga á merki um land, skóga, engjar, reka, veiði og afrétti, ef til væru, og öll auðæfi (þ.e. ítök eða gæði), sem landinu ætti að […]

Gamlar skógræktargirðingar í óskilum

Í „Lögum um skógrækt“ 1955 er m.a. fjallað um girðingar tengdri skógrækt. Í lögunum er því miður meiri áhersla lögð á skyldur en ábendingar til hlutaðeigandi, s.s. v/ skyldur vegfarenda, bann við aðgengi o.s.frv. Í 17. gr. segir: “ Komist sauðfé eða geitfé inn á skógræktarsvæði, sem girt er löggirðingu, má umsjónarmaður skógræktarsvæðisins taka féð […]

Um gildi fornleifa og ritheimilda? – Helgi Þorláksson

Helgi Þorláksson skrifaði grein í tímaritið Sögu árið 2013 undir yfirskriftinni „Deila um gildi fornleifa og ritheimilda?„. Greinin sem slík er lítt merkileg þrátt fyrir tilefnið, en þess merkilegri þrátt fyrir vangavelturnar um öll merkilegheitin þar sem léttvæg álitamál sagnfræðinnar og fornleifafræðinnar mætast á prentsvertunni. Sumir sagnfornfræðingar eru viðkvæmari en aðrir þegar að gagnrýni kemur: […]

Munað og gleymt – Varðveisla landamerkja á Reykjanesi

Í B.A.-ritgerð Bryndísar Súsönnu Þórhallsdóttur, „Munað og gleymt – Varðveisla landamerkja á Reykjanesi“ í fornleifafræði frá árinu 2021 segir m.a. um efnið [hafa ber í huga að hér er verið að fjalla um landamerkri á vestanverðum Reykjanesskaga, en ekki á Reykjanesinu sem slíku, enda er það einungis smábleðill á fyrrum landamerkjum Hafnahrepps og Grindavíkur]: Saga […]

Steinar í fornleifafræði

Í B.A.-ritgerð Guðrúnar Jónu Þráinsdóttur, „Steinar í íslenskri fornleifafræði„, er fjallað um, eins og nafnið bendir til, steina tengdum fræðigreininni, Þar segir m.a.: Gripir úr íslenskum steini Basalt er algengasta bergtegundin á Íslandi. Basaltið er ýmist dulkornótt og dökkt eða jafnvel svart á lit og nefnist þá blágrýti, eða smákornótt og grátt að lit og […]

Fornleifafræði – upphaf og endir

Fornleifafræði er fræðigrein, sem fjallar um manninn út frá margvíslegum hliðum, t.a.m. út frá beinum (dýra- og manna), gripum (þ.m.t. byggingum), landslagi, ljósmyndum, kortum og öðrum skjölum. Helstu aðferðir fornleifafræðinga er fornleifaskráning og fornleifauppgröftur. Fornleifafræðingar fást við rannsóknir á ólíkum tímum, t.d. forsögulegum, miðöldum, og á minjum nútímasamfélaga. Saga fornleifafræði á Íslandi fram til 1850 […]

Hafnarfjörður – minnismerki

Hér verður fjallað um helstu minnismerkin í umdæmi Hafnarfjarðar. (Ef einhverjir vita betur um annað og meira er þeim bent á að hafa samband við www.ferlir.is). Elín Björnsdóttir (1903-1988) Ofan Smalaskála í Smalahvammi undir Klifsholti austan Slétturhlíðar er steinn með áletruninni Elín Björnsdóttir með ártalinu 1903-1988. Elín var Eiginkona Jóns Magnússonar, kenndur við Gróðarstöðina Skuld […]

Sel og selstöður fyrrum

Í ritgerð um „Sel og selstöður í Dýrafirði„, skrifuð af Bjarna Guðmundssyni 2020 er fjallað um sel og selsbúskap í þeim landsfjórðungi. Auðveldlega má hins vegar heimfæra þau skrif, einkum hvað varðar upphaf búskaparins upp á selsbúskap annars staðar á landinu á þeim tíma – þótt ekki væri til annars en til uppfræðarfærslu hins almenna […]

Sætr (selstöður) í Jónsbók hinni fornu 1281

Í „Lögbók konungs, Lagabætis, handa Íslendingum eður Jónsbók hin forna, lögtekin á alþingi 1281„, útg. 1856, er m.a. fjallað um þegnskylduvinnu og landsleigu. Í síðarnefnda dálknum eru ákvæði um „sætr“ eða selstöður, einkum aðgengi bænda að slíkum nytjastöðum: 1. Um þegnskyldu við konung ok skattgjald Í nafni várs herra Jesú Christi, þess sem vár er […]