Entries by Ómar

Fífuhvammur – Fífuhvammssel

 Ætlunin var að leita að og skoða gamla fjárborg frá Fífuhvammi, steininn Lat og Fífuhvammssel norðan í Rjúpnahæð. Engjaborg við Fífuhvammsveg var landamerki jarðanna Kópavogs, Digraness, Fífuhvamms og Arnarness. Nafnið Engjaborg bendir til þess að fjárborg og/eða beitarhús hafi staðið þarna. Hún er hringlaga rúst með um 2-3 m breiðum veggjum. Borgin stendur nú á […]

Í seli

RÚV var með fróðlegan talsmálsþátt 11. des. 2022 um seljabúskap á Íslandi; “Man ég það sem löngu leið – Samtíningur um seljabúskap á Íslandi“. Eftirfarandi er lesið í þættinum: “Bernskuminning um Miðhópssel” eftir Stefaníu S. Jósefsdóttur, birt í Húnavöku árið 1975″, “Minningar Þormóðs Sveinssonar úr Goðdölum“, “Sögukaflar af sjálfum mér” eftir Matthías Jochumsson” og “Sel […]

Kaldársel – Búrfell

Gengið var um Lambagjá, en hún hefur verið friðuð. Með í för voru skiptinemar á vegum Lionshreyfingarinnar, annar frá Króatíu og hinn frá Slóvaníu. Ætlunin var m.a. að gefa þeim innsýn í myndun landsins og sýna þeim hrauntraðir, hraunhella og eldgíga. Í Lambagjá eru hlaðnar þverfyrirhleðslur á a.m.k. tveimur stöðum og einnig er hlaðið fyrir […]

Merkines

Gengið var til suðurs upp á Hafnasand frá bátagörðunum austan við Merkines með það fyrir augum að reyna að finna þar gamlar hlaðnar refagildrur. Eftir u.þ.b. fimm mínútna göngu var komið að hárri vörðu með klofi, líkt og “Stúlkur” vestan gömlu Hafna. Hún var í línu í vörðu ofan við Merkinesvörina austari. Varðan var greinlega […]

Hænsn – íslenskar hænur

Jafnan er talað um “landnámshænsn” og þá átt við þau hænukvikyndi sem landnámsmenn komu með hingað til lands frá Noregi og/eða Færeyjum. Á sjöunda áratugnum var þetta hænsnakyn sem hugsanlega hefur verið til í landinu frá landnámi, mjög nálægt því að deyja út. Íslenska hænsnakynið var mjög harðgert og hafði ýmsa aðra eiginleika sem önnur […]

Staðarborg

Gengið var að Staðarborg á Strandarheiði. Lagt var upp frá Prestsvörðu sunnan Strandarvegar skammt austan afleggjarans að Kálfatjörn. Ofar eru svonefndar Klifflatir. Vörður eru á leiðinni svo auðvelt er að nálgast borgina. Staðarstekkur er í lágum hól skammt norðan við hana. Staðarborg er hringlaga fjárborg, hlaðin eingöngu úr grjóti og er hverjum steini hagrætt í hleðslunni […]

Kaldrani – Hvalvík – Brunnflatir – Nýibær – Litla-Sandvík

FERLIR fer jafnan víðreist þegar lagt er af stað á annað borð. Að þessu sinni var ætlunin að skoða nánar meint bæjarstæði Kaldrana norðvestan Kleifarvatns, mögulegar leifar verslunarstaðar ofan Hvalvíkur austan Hrauns í Grindavík, fornan brunn á Brunnflötum ofan Þórkötlustaðarbótar, gamlar bæjarleifar hins þjóðsagnakennda Nýjabæjar ofan Staðar í Staðarhverfi sem og sagðar sjóbúðaleifar í Litlu-Sandvík. […]

Selin í sögu og lögum

FERLIR hefur löngum fjallað um seljabúskap á Reykjanesskaganum – m.a. lýst öllum 401 seljunum, sem þar er að finna, gerð þeirra og sérstöðu, aldri m.t.t. heimilda o.s.frv. Í riti Landbúnaðarháskóla Íslands nr. 131 skrifar Bjarni Guðmundsson um seljabúskap, bæði út frá staðbundinni athugun hans á seljum í Dýrafirði sem og almenn út frá sögum og […]

Minna-Knarrarnes- brunnur – letursteinn

Gengið var frá letursteininum við garðhliðið að Stóra-Knarrarnesi, um fjöruna og litið á hlaðna garða og sjávarhús á bakkanum neðan við Minna-Knarrarnes. Birgir Þórarinsson, prestur í Vogum og ábúandi á Minna-Knarrarnesi, fræddi þátttakendur um örnefni, fyrrum bæjarstæði, álagabletti, dysjar, brunna og leturstein. Gamli bærinn að Knarranesi stóð þar sem útihúsin eru núna suðvestan við núverandi […]

Útivistarperlan Reykjanesskaginn

Nútíminn hefur vaxandi áhuga á umhverfi og umhverfisvernd, útivist og ódýrri heilsueflingu, ekki síst nú á tímum hækkandi eldsneytisverðs og kröfu um ráðdeild. En hvað með söguna, varðveislu og nýtingu hinna áþreifanlegu minja? Á Reykjanesskaganum býr yfir helmingur Íslendinga, á einu fjölbreyttasta útivistarsvæði landsins, en jafnframt því vannýttasta. Á svæðinu er mikill fjöldi sögulegra minja. […]