Engjaborg

Engjaborg var landamerki milli jarðanna Kópavogs, Digraness, Fífuhvamms og Arnarness.
Borgin er við endann á Lindasmára 59 og 57. Við hana er skilti það, sem sjá má hér að ofan.

Engjaborg

Engjaborg.

Engjaborgin var stutt fyrir vestan býlið Smárahvamm, en það var nýbýli frá Fífuhvammi. Á þessum stað fundust tóftir af fjárhúsi og heygarði, sem líklegast er að hafi tilheyrt Fífuhvammsjörðinni, þar sem Smárahvammur er ekki byggt sem nýbýli fyrr en árið 1940, en tóftirnar töluvert eldri en það. Rústin er hringlaga með 2-3 m breeiðum veggjum og út frá henni ganga leifar gerðis sem er um 1 m. á breidd og 0.3 m á hæð.

Í Fornleifaskrá Kópavogs – Enduskoðuð frá árinu 2019, segir um Engjaborgina:

Engjaborg

Engjaborg – uppdráttur.

Rúst (fjárborg) og gerði (Engjaborg):
7,5 x 8 m (A – V). Veggir úr grjóti og torfi, 2-3 m breiðir og 0,3 – 0,9 m háir.
Dyr eru hugsanlega mót suðri.
Í NA hluta rústarinnar er hæðarpinni úr kopar steyptur niður í steypt rör. Eitthvað hefur verið fiktað við rústina í seinni tíð.
Út úr suður hluta rústarinnar gengur gerði, ca. 4 x 5 m (NNA – SSV). Vestur hlutinn er greinilegur og þar er veggur úr grjóti og torfi, ca. 1 m breiður og 0,3 m hár. Austur hluti gerðisins er ógreinilegur og þar virðist vera grafið niður.
Skv. örnefnalýsingu var hér fjárhús og heygarður. Einnig kemur fram að staðurinn er á landamerkjum Fífuhvamms og Arnarness. Þessi staðreynd og nafnið Engjaborg gæti bent til þess að hér sé um fjárborg að ræða og/eða að hér hafi beitarhús staðið einhverntíman (þau liggja gjarnan á eða nálægt landamerkjum).

Heimild:
-Fornleifaskrá Kópavogs – Enduskoðuð, Fornleifafræðistofan, Bjarni F. Einarsson – 2019.

Engjaborg

Engjaborg.