Tag Archive for: Kópavogur

Kópavogskirkja

Kópavogur dregur nafn af voginum sunnan Kársness og samnefndu býli sem stóð norðan Þinghóls þar sem var annar af tveimur þingstöðum í heimalandi Kópavogsbæjar. Ekki er vitað til að þar hafi verið Þinghóllþinghald á þjóðveldisöld en þar fór erfðahyllingin fram 1662. Á gamla þingstaðnum er friðlýst þinghústótt og skammt frá henni er minningarsteinn um erfðahyllinguna, reistur 1962.
Kópavogur var einn af fjórum þingstöðum Gullbringusýslu og fyrir margar sakir þeirra frægastur. Mikill fjöldi mála voru tekin fyrir á Kópavogsþingi og dómar felldir. Mun nálægð við Bessastaðavaldið hafa ráðið þar miklu um. Elstu varðveittu rituðu heimildirnar um þing í Kópavogi eru frá 1523. Árið 1574 gaf Friðrik II Danakonungur út tilskipun þess efnis að Alþingi skyldi flutt í Kópavog en til þess kom þó aldrei. Merkasti atburður sem tengist þingstaðnum er erfðahyllingin 28. júlí 1662. Þá neyddi danski höfuðsmaðurinn Hinrik Bjelke íslenska forystumenn til að undirrita einveldisskuldbindingu og að sverja Friðriki III Danakonungi hollustueiða meðan hermenn hans hátignar stóðu yfir þeim alvopnaðir. Síðasta aftakan sem fór fram á þinginu í Kópavogi var þann 15. nóvember 1704.

Digranesbærinn

Þá voru Sigurður Arason og Steinunn Guðmundsdóttir frá Árbæ tekin af lífi fyrir morð. Var hann höggvinn skammt norðan við þinghúsið en henni drekkt í Kópavogslæk. Árið 1753 var þinghald aflagt í Kópavogi.
Upphaf byggðar í Kópavogi var í landi jarðanna Kópavogs og Digraness sem voru í eigu ríkisins uns búskap var hætt. Í sveitarstjórnarkosningum sumarið 1946 náðu íbúar Kópavogs meirihluta í hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps og öll stjórnsýsla fluttist til Kópavogs.
KópavogurDigranes er sennilega elsta bújörð í Kópavogi. Búskapur hófst á jörðinni á árunum 1300 og 1313 en lagðist af árið 1936. Digranes var stór jörð en hefur sjálfsagt ekki verið eftirsóknarverð, eins og gæðum hennar er lýst í úttektarbók 
Jarðabókarnefndar frá október 1703. Konungur var skráður eigandi jarðarinnar og landsskuld hennar var 90 álnir sem ábúandinn greiddi með fiski í kaupstað, leigukúgildi í smjöri eða fiski til Bessastaða. Árið 1950 var búið að úthluta 10 löndum undir nýbýli og 146 smábýlalöndum úr landi Digraness. Smábýlalöndin voru fyrst og fremst ætluð sem ræktunarlönd en ekki til fastrar búsetu. Á þessu varð þó fljótlega breyting og lönd þjóðjarða urðu fyrsti vísir þéttbýlismyndunar í Kópavogi.

Kópavogur

Kópavogur – bæjarmerki.

Íbúar Seltjarnarness knúðu á að eigum Seltjarnarneshrepps yrði skipt upp. Skipting sveitarfélagsins fór fram um áramótin 1947-48 og efnt var til kosninga í hinum nýja Kópavogshreppi í janúar 1948. Sama ár var reytum  Seltjarnarneshrepps skipt. Jarðirnar Kópavogur, Digranes, Hvammkot (Fífuhvammur), Vatnsendi, Geirland, Gunnarshólmi og Lögberg (Lækjarbotnar) voru lagðar undir Kópavogshrepp.
Fyrri hluta árs 1955 var Kópavogshreppur gerður að kaupstað með sérstökum lögum á Alþingi. Kópavogskaupstaður keypti Fífuhvammsland árið 1980 af ríkinu en þar og á Nónhæð, í Digraneshlíðum og Kópavogsdal hefur hin síðari ár verið aðalbyggingarsvæði Kópavogs.
Kópavogur hefur vaxið afar hratt á stuttum tíma – þróast frá því að vera nokkur hús án nokkurrar þjónustu í að verða næststærsta sveitarfélag landsins með alla þjónustu.

 

Kópavogskirkja

Kópavogskirkja.

Árið 1945 voru íbúar í Kópavogi 521 að tölu. 11. maí 1955, þegar Kópavogur fékk kaupstaðarréttindi, voru íbúar 3.783. 1. desember árið 2000 voru íbúar Kópavogs 23.578.
Merki bæjarins er sótt til fyrstu kirkjunnar á staðnum, Kópavogskirkju.
Kópavogskirkja var teiknuð af Herði Bjarnasyni, húsameistara ríkisins. Hún var vígð árið 1962, fögur bygging og sérstæð, þar sem hún stendur hátt í Borgarholtinu í miðjum bænum. Steindir gluggar í kirkjunni eru eftir Gerði Helgadóttur myndhöggvara.

Kópavogskirkja

Kópavogskirkja.

Um þjóðsögur og sagnir, sem eiga rætur í Kópavogi, hefur lítið verið ritað. Það var því mjög þarft verk sem þær Anna Hedvig Þorsteinsdóttir og Inga Þóra Þórisdóttir tóku sér fyrir hendur er þær söfnuðu þjóðsögum og sögnum úr Kópavogi og gáfu síðan út í samnefndri bók árið 1995.
Örfáar þjóðsögur úr Kópavogi hafa áður komist á prent . Í bókinni „Þjóðsögur og sagnir úr Kópavogi“ eru sögur um álfabyggðir og huldufólk, draugasögur, sögur um álagabletti og „reynslusögur“, en það eru sögur fólks af atburðum úr eigin lífi eða annarra.

Heimild:
-www.ismennt.is

Kópavogur

Kópavogur.

Þríhnúkahellir

Lagt var af stað frá Bláfjallavegi neðan við Eyrað. Reyna átti að komast niður í Þríhnúkarásarhelli. Hellirinn er u.þ.b. 10 djúpur og verður ekki komist niður í hann – og upp aftur – nema á bandi eða með aðstoð stiga.
Þríhellir Ekki vitað til þess að farið hafi verið niður í rásina, en hún er hluti af mikilli hrauntröð er liggur til austurs sunnan austasta Þríhnúkagígsins og austan þess í miðið – frá kvikutjörn, sem þar hefur verið milli gíganna. Spurningin er hvort þar kunni að liggja leið áleiðis að Svartholinu. Einnig var ætlunin að reyna við Þríhelli, sem er um 700 m langur. Fleiri hellar eru á svipuðum slóðum, enda komu nokkur op í ljós á leiðinni. GPS-punktar voru teknir jafnóðum – og skráðir samviskusamlega.
Þegar staðið er uppi í hlíðinni norðvestan við gíganna má vel sjá hvernig hraunið hefur runnið þar niður á tveimur stöðum. Vestari hraunstraumurinn hefur verið þunnfljótandi og lagst yfir Þjófadalina fyrir neðan þar sem Kristjánsdalahornið beindi því til norðurs. Þar í miðju helluhrauninu hefur myndast kvikutjörn.
Rás sú er Úr ÞríhelliÞríhellir er í rann með jaðri hraunsins, þ.e. milli þess og hlíðarinnar, en smám saman hefur hraunið lagst þéttar að hlíðinni. Rásin greinist í tvennt nokkru neðar, en kemur síðan saman á ný. Austari hrauntaumurinn rann eftir stóru hrauntröðinni til austurs og beygði síðan til norðurs og norðvesturs þar sem hann féll fram af hlíðinni. Þar var um kaldari hraunkviku að ræða er legið hafði um stund í kvikutjörninni milli gíganna áður en hún náði nægilegu fóðri til að mata tröðina. Hraunið var úfnara þegar það loksins kom niður á sléttlendið undir hlíðinni, enda sjást skilin mjög vel. Ekki er líklegt að langur tími hafi liðið milli laganna því trúlega er um sama gosið að ræða. Kvikutjörnin er nú aflangur dalur milli gíganna, sem fyrr segir, en gígarnir sjálfir eru Þríhnúkagígur og félagi hans milli hinna Þríhnúgagíganna tveggja. Hraunin hafa þó verið skilgreind sem Þríhnúkahraun I og II. Um aldur þeirra er ekki vitað, en talið er að þau séu frá því skömmu eftir landnám, líkt og Tvíbollahraun. Um er að ræða sömu sprungurein.
Þríhellir hefur nokkur op. Neðsta opið er u.þ.b. 15 metrum sunnan við „hið opinbera“ op. Við það er gamall tréhæll. Þegar inn er komið má sjá tvær heilar rásir til vesturs. Þær koma síðan saman skammt neðar. Í þeirri syðri eru fallegir dropsteinar og fleira flúr. Til austurs er nokkuð hrun, en sjá má bein af löngu dauðri kind á milli steina. Hægt er að feta sig upp eftir hruni og heillegum ráshlutum um ca. 150 metra, en skemmtilegra er að færa sig yfir í næsta jarðfall. Þar er heilleg rás, sem Þríhellirgreinist í nokkra anga. Þröngt niðurfall er í rásinni, síðan hrun, skrið og hrun – þá heill kafli með rýmilegum helli. Skammt norðar eru tvö jarðföll þar sem komast má niður í hliðarrásir. Stærsti geimurinn er í þriðja efsta opinu – í stóru og aðgengilegu jarðfalli. Þar er lofthæðin um 12 metrar og lengd milli veggja um 10 metrar. Þar þrengist rásin til vesturs. Efra er um lágar rásir að ræða. Þessi mikli geimur bendir til þess að safnast hafi mikið kvikumagn við fyrirstöðu áður en hún hefur náð að bræða sig áfram, t.d. að kvikuþrónni fyrrnefndu.
Það verður að segjast eins og er að óhefðbundin gangan upp bratta hlíðina var „þrautarganga“, en jafnframt kærkomin áskorun. Að öllu jöfnu er þessi leið ekki valinn. Hún er þó vel fær – og sennilega sú stysta að Þríhnúkum. „Þríhnúkamóðir“, steinvaxin, vakir efra.
Þegar komið var upp að gígbörmum Þríhnúka mátti vel sjá yfir kvikutjörnina í kvöldskímunni. Austasti gígurinn er sá merkilegasti – þessa stundina a.m.k. – einfaldlega vegna þess að hann er aðgengilega opinn. Eldstöðin rís um 40 metra yfir yfirborðið. Þessa stundina var hún böðuð í kvöldsólinni og skær regnbogi myndaði listskrúðuga umgjörð um hann. Rautt gjall er í börmunum og víða má sjá hraunklepra og -klessur. Gígopin eru tvö, en einungis annað er nú opið og sýnilegt. Nú er búið að marka göngustíg um opið og koma fyrir aðgengilegum upplýsingum um gíginn.
ÚtsýniÞríhnúkagígurinn er næststærsta og dýpsta hraunhvelfing heims og eitt merkasta náttúruundur landsins.Guðmundur Löve fjallar um Þríhnúkagíg í MBL. 7. júlí 1991, bls. 15-16. Árni B. Stefánsson er höfundur mynda með greininni. Í henni segir m.a. að „stærsti þekkti hraunhellir landsins og jafnvel sá rúmtaksmesti í heiminum var fullkannaður og mældur í vor. Þar voru að verki áhugamenn um hellarannsóknir, sem sigu í Þríhnúkagíg nálægt skíðalöndunum í Bláfjöllum á Reykjanesi. Fyrir þeim vakti að svipta hulunni af leyndardómum gígsins er hafði verið þekktur lengi en aldrei fullkannaður. Niðurstöðurnar voru vægast sagt mikilfenglegar“.
ÞríhnúkagígurJafnframt segir að „Þríhnúkar standa á hálendisbrúninni, 3 kílómetra norðvestan skíðalandanna í Bláfjöllum. Þeir eru ekki ýkja áberandi þar sem þeir standa 250 metra upp fyrir Búrsfellsbrunann og Heiðmörkina fyrir neðan, en hafa engu að síður að geyma stórbrotið náttúruundur. Austasti hnúkurinn er yngstur, sennilega um 1000-2000 ára gömul eldkeila, og í honum er Þríhnúkagígur sem einnig hefur verið nefndur Svartholið eða Gatið í Þríhnúkum…
Þríhnúkagígur er í raun tóm eldstöð. Þegar gosi lauk hefur hraunkvikan sigið niður, jafnvel alla leið niður í sjálft kvikuhólfið, og eldgígurinn tæmst. Það er merkilegt að hann skuli ekki hafa fallið saman við þetta eins og yfirleitt gerist, en þó hefur orðið töluvert hrun úr veggjunum sem safnast hefur fyrir á botni gígsins. Mér er hins vegar ekki kunnugt um að til séu aðrar eldstöðvar af þessari stærðargráðu sem hafa tæmst á þennan hátt og er þetta því sennilega einstakt fyrirbæri í heiminum.
ÞríhnúkarÁstæðan til þess að hvelfingin féll ekki saman er fyrst og fremst sú að geysilega þykk hraunlög, allt að 15-20 metrar á þykkt, styrkja veggina og hafa að einhverju leyti varnað hruni. Þar fyrir utan er hér um að ræða tiltölulega litla eldstöð, svo átökin hafa verið takmörkuð… Það sem gerir hraunhvelfinguna í Þríhnúkagíg einstaka í sinni röð er því fyrst og fremst stærðin.
Samkvæmt útreikningum okkar myndi Víðgelmir, hraunhellir sá er Íslendingar telja stærstan í heimi, rúmast allur í aðalhvelfingu Þríhnúkagígs, og er þá ótalið rúmmál hliðarganga og gosrása út frá henni. Af þessu leiðir að hellirinn í Þríhnúkagíg er sennilega stærsti hraunhellir í heiminum. Aðalhraunhvelfingin er margfalt stærri en nokkur þekkt hraunhvelfing, og er mér heldur ekki kunnugt um aðra dýpri hraunhella.Fyrsta tilraun til að síga í gíginn var gerð árið 1958, en hætt var við eftir nokkra tugi metra þegar slokknaði á ljóskeri sem var haft meðferðis til að meta hættu á koltvísýringseitrun. Félagar úr hjálparsveitum lóðuðu síðan dýpið árið 1967 eða ´68, en hættu við tilraunir til að síga í hann vegna erfiðra aðstæðna…
OpiðEftir að Bláfjöllin opnuðust upp úr 1970 fór Einar Ólafsson að sýna fólki hella á þessums lóðum, sem hann hafði sjálfur fundið, og í leiðinni benti hann fólki á Þríhnúkana og minntist á gatið…
Svæðið er einstakt í sinni röð og tel ég bráðnauðsynlegt að friða Þríhnúkana. Auk þess er rétt að koma upp nokkrum upplýsinga- og aðvörunarskiltum umhverfis gígopið, því það getur verið hættulegt ókunnugum, þó aldrei hafi orðið slys… Auk þess má ætla að eftir þá kynningu sem nú hefur átt sér stað megi búast við aukinni umferð fólks um þetta svæði, og er rétt að brýna fyrir fólki að fara varlega og ganga vel um. Hér er um að ræða stórmerkilega og um leið stórhættulega náttúrumyndun sem ber að umgangast með tillýðilegri virðingu“.
Í grein Árna B. Stefánssonar í MBL 4. janúar 2004 fjallar hann um Þríhnúkagíg. Þar segir hann að Þríhnúkagígur sé stærsta hraunhvelfing í heimi og eitt merkilegasta náttúrundur á Íslandi. Gígurinn var ókannaður þangað til á Jónsmessu 1974. Þá seig árni niður á botn gígsins. „Ofnar siglínur voru farnar að koma á markað á þessum tíma, en voru stjarnfræðilega dýrar. Frændi minn og félagi, Páll Gunnlaugsson, hafði samband við Magnús Gústafsson, forstjóra Hampiðjunnar, og útvegaði Magnús 200 metra langan 20 mm kaðal. Ég smíðaði létt stálkefli fyrir kaðalinn, hannaði öflugt sigbelti og það sem var mest um vert, segulnagla á beltið sem varnaði því að sigmaður snerist með þegar yndist ofan af kaðlinum. Mótorhjólahjálmur og bólstur á axlir var til varnar hugsanlegu hruni. Við ætluðum okkur svo í Tintron á Gjábakkahálsi vorið 1974.
Í ÞríhnúkahelliMeð þetta í farteskinu, járnkarl, bjartsýni og tvær UHF-talstöðvar, héldum við af stað á Jónsmessunótt 1974, tíu frændur, vinir og kunningjar. Auk mín þeir Ólafur Stefánsson, bróðir minn, Jón Ingi Haraldsson, Páll Gunnlaugsson, Gylfi Gunnarsson, Sveinbjörn Garðarsson, Bjarni Björnsson, Örn Magnússon og tveir félagar hans (að mig minnir). Við ókum upp í Bláfjöll og gengum í björtu veðri móti sólarlaginu þá 4-5 km sem eru að gígnum…
Það varálveg ólýsanleg tilfinning að síga þarna niður. Einkennileg tómleikakennd fyllti mig neðarlega í gíghálsinum, tilfinning blönduð sérkennilegri gleði og eftirvæntingu þegar risavaxin gíghvelfingin opnaðist fyrir augum mér. Ef til vill ekki ósvipað þeirr heimnesku sælu sem þeir sem vaktir eru úr dái lýsa. sálin svífur þá yfir eigin líkama, horfir á skrokkinn ofanfrá og er í þann mnd að hverfa á vit eilífðarinnar og ljóssins. Ég varð bergnuminn í orðsins fyllstu merkinu. Dinglaði eins og dordingull úr hlöðulofti, á leið niður í þetta ótrúlega stóra gímald.“
Þegar niður var komið lýsir Árni aðstæðum: „Söðullaga hrun var í botni, hallaði það niður til Na og SV og upp til NV og SA. Er það tilkomið vegna hruns úr langveggjum elsprungunnar.
Í ÞríhnúkahelliVonbrigðin voru mikil. Að vísu eru efri 60-70 metrar gígrásarinnar fagurlega skreyttir með upprunalegri hraunhúð. Rauðleitt hraunfoss, sem lekið hefur niður í dropasteina sömu gerðar, skreytir lóðrétta hliðarrás, eða stromp, upp til NA og umhverfi hans. Í meginrásinni litlu ofan við strompinn opnaðist þröng hraunrás frá NA. Neðst í gígpyttinum voru aðeins berir klettaveggir, tugi metra upp, engar upprunalegar hraunmyndanir. Í botni var aðeins grjóturð. Þetta var hreinlega eins og grjótnám. Þvílík vonbrigði. Engin afrennslisrás, engar hraunmyndanir. Aðeins ómerkilegur risastór klettapyttur. Í mínum augum var þetta bara djúp ljót hola og alls ekki ferðarinnar virði. Engar myndir voru teknar, enda áttum við ekki myndavélar. Eitthvað spurðist út, en við gerðum ekkert úr þessu. Það sem eftir sat og situr enn í huganum er tilfinningin einkennilega; eigin smæð og þessi hrikalega – hrikalega stærð.“Annar leiðangur var farinn í Þríhnúkagíg 17. júní 1977. Það voru félagar úr Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum. Árni fór öðru sinni í gíginn vorið 1991.
„Í gegnum tíðina hef ég og fleiri oft leitt að því hugann hvernig gera má hellinn aðgengilegan svo almenningur og ferðamenn geti notið þessarar einstæðu myndunar án skaða á hellinum eða mynduninni sjálfri. Við ritun orðanna „að hanga þar eins og dordingull“ fæddist raunhæf hugmynd sem hér er kynnt. Að setja þar, á 56-60 m dýpi, útsýnispall á hellisvegginn. Aðgengi að honum yrði um jarðgöng upp á yfirborð jarðar. Pallurinn yrði úr stálgrind og kleift að horfa niður í gegnum grindina og af grindinni niður og upp. Á þessum stað, í miðju eldgígsins, er upplifun þessa tröllaukna gímalds svo sterk, að með ólíkindum er. Hæðin niður á urðarsöðulinn er svipuð og séð niður úr Hallgrímskirkjuturni, eða af þaki 20 hæða háhýsis. Er hæðin meiri til hliðanna. Gígrásirnar beint upp eru álíka. Eða eins og að horfa af Skólavörðuholti upp á útsýnissvalir kirkjunnar.
Vídd gígráÍ Þríhnúkahellisarinnar er á þessum stað nægileg til að rúma töluverðan fjölda fólks. Upprunalegar hraunmyndanir eru þarna hvað sérstæðastar. Engin hætta er að fólk skaði þarna viðkvæmar myndanir. Jarðgöngin, eitt eða tvö pínulítil 3-4 metra op á gígveggnum, skaða gíginn ekki miðað við stærðargráðu hans, svalirnar ekki heldur. Frá þessu sjónarhorni nýtur lokaði strompurinn upp af NA hluta hvelfingarinnar sín afar vel. Hann er skreyttur rauðleitu hraunfrussi sem hangir fagurlega niður í stuttum dropasteinsdrönglum á stóru svæði. Hvergi í veröldinni er hægt að horfa upp um gosrásir af þessari stærðargráðu. Þó stærri hvelfingar finnist í kalksteinshellum er þetta aldeilis engu líkt. Nákvæmlega á þessum stað er gígurinn svo magnaður að vart verður með orðum lýst. Upplifunin slík, að ólíklegt er að nokkur, sem af fréttir, muni vilja láta slíkt fram hjá sér fara, hafi hann færi á.Ekki má raska norðaustasta Þríhnúknum, eða upprunalegum hraunmyndunum í gígrásunum, á nokkurn hátt, ef undan eru skilin jarðgangaopin og svalirnar í gíghálsinum. Satt að segja þarf að lagfæra nokkuð. Hreinsa þarf til á yfirborði og girða kringum opið. Gera þarf stíg á hnúkinn að norðan og afmarka hann með stikum, línum eða keðjum. Sjá þarf til þess að viðkvæmur gróður í hlíðum hnúksins jafni sig. Setja þarf upp skilti með helstu upplýsingum um gíginn á viðeigandi stað. Útsýn frá Þríhnúkum til Reykjavíkur og Snæfellsness er hreint frábær. Rétt er að geta þess að þarna er á takmörkuðu svæði mikið af skoðunarverðum náttúruminjum, eldgígum, hrauntröðum og fleiru. Gosminjarnar eru margar hverjar innan við 1000 ára, eða frá því eftir landnám.
Í ÞríhnúkahelliAð standa inni í miðjum eldgíg af þeirri stærðargráðu sem Þríhnúkagígur er, er einfaldlega með ólíkindum. Líklegt er að mikill fjöldi Íslendinga og stór hluti erlendra ferðamanna muni heimsækja tröllaukna gíghvelfinguna. Með nálægð sinni við Reykjavík er gígurinn innan seilingar. Líklegt er að bæði gíghvelfingin sjálf og það afrek sem framkvæmdin í raun er, muni hafa ófyrirséð áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Þetta fyrirbæri gæti mögulega haft meira aðdráttarafl en nokkuð annað náttúrufyrirbrigði á landinu. Varðveisla myndunarinnar verður að sitja í fyrirrúmi og mannvirki að standast ýtrustu kröfur um öryggi og útlit. Tilfinning sú sem hver upplifir við gígopið og í gígnum mun gera þann sama næmari fyrir eigin smæð og forgengileik. Hún mun um leið auka virðingu hans fyrir þeirri jörð sem hann byggir. Náttúruvernd er ekki alltaf fólgin í því að gera ekkert, þó slíkt geti vissulega átt við, í völdum tilvikum. Náttúruvernd er að sýna náttúrunni virðingu og skilja ætíð svo við, að hún og þeir sem landið erfa, njóti.
Í ÞríhnúkahelliSú hugmynd sem hér er sett fram um aðgengi Þríhnúkagígs byggist á persónulegri reynslu við könnun gígsins og er ávöxtur áratugapælinga. Vinir höfundar, frændur hans, kunningjar og fjöldi annarra lagði hönd á plóg. Þeim sé þökk. Án þeirra hefði þessi hugmynd ekki orðið til.Mér fannst rétt að varpa hugmyndinni fram á þann hátt sem raun ber vitni og án þess að vinna henni fyrst fylgis á annan hátt. Hún hefur verið kynnt í handriti fyrir einstaklingum í Hellarannsóknafélagi Íslands, við Náttúrurfræðistofnun, Norrænu Eldfjallastöðina og hjá Bláfjallanefnd og þeir beðnir um athugasemdir. Fróðlegt verður að fá viðbrögð, sérstaklega þeirra sem eru tilbúnir að koma að framkvæmdinni, stuðla að fjárveitingum eða koma að málinu á annan hátt. Þetta er vel framkvæmanlegt. Verði af framkvæmdum er rétt að geta þess að höfundarréttur gildir um myndir, teikningar og þær hugmyndir sem hér eru settar fram.
Varðveisla gígsins sjálfs og umhverfis hans er í fyrirrúmi. Þannig og aðeins þannig má njóta hans til fullnustu. Sé fyrir þessu pólítískur vilji og fáist grænt ljós á lagningu vegar og rafmagns er undirritaður ásamt félögum sínum tilbúinn að koma að þessu. Hann hefur ásamt þeim, næga þekkingu til að koma að verkefni sem þessu og ljúka því. Alþjóðleg tengsl í hellarannsóknum og varðveislu hella eru fyrir hendi. Hafa þarf samvinnu og samráð við Náttúruvernd Ríkisins, Hellarannsóknafélag Íslands, sem höfundur er auðvitað meðlimur í, og fjölda annarra aðila.
Þríhnúkagígur og nánasta umhverfi hans á fullt erindi á heimsminjaskrá. Mikilvægi hans nær langt út fyrir landsteinana. Okkur Íslendingum ber að varðveita hann í þágu mannkyns.
SkiltiVarðveisla gígsins og aðgengi almennings að þessu stórkostlega náttúruundri fer vel saman í þeim hugmyndum sem hér hafa verið kynntar.“ Árni B. Stefánsson ritaði grein um Þríhnúkagíg í Náttúrufræðinginn (61:229-242). Þar lýsir hann ítarlega jarðfræðiupplýsingum um svæðið og framangreindum ferðum sínum í gíginn. Helsta viðbótin þar eru útskýringarmyndir af gígnum, sem nú má sjá á útskornar við hann.
Árni skrifaði einnig grein um „Þríhnúkagígsferðina“ í Surt, ársrit 1991, 10-15, 1991. Þegar staðið var við Þríhnúka þessa kvöldstund var litadýrðin einstök – útvortis. Rauðleit kvöldsólin myndaði baksvið Keilis og Trölladyngu í suðvestri. Hún beindi geislum sínum að efstu brún Þríhnúkagígsins og næsta umhverfis. Snæfellsjökull sást í fjarska sem og ljósum baðað höfuðborgarsvæðið nær. Regnboginn fyrrnefndi vildi líkt og undirstrika litadýrðina við þessa tilkomumiklu kvöldstund.
Frá Þríhnúkagíg mátti vel sjá hvernig hrauntröðin lá úr kvikuþrónni og í sveig fram af hlíðarbrúninni. Þríhnúkarásarhellir er því einungis hluti af henni. Dýptin vekur athygli, en ekki er vitað til þess að sigið hafi verið þangað niður þrátt fyrir að nokkrum sinnum hafi verið farið með sigbúnað á svæðið. Hann er því enn ókannaður.
Á leiðinni til baka, niður austanverða hlíðina var gengið fram á vænlegt op (6400288-02142172). Það var ekki skoðað að þessu sinni.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.
 

Þríhnúkahellir

Í Þríhnúkahelli.

Kópavogur

Hér á eftir verður fjallað um helstu minnismerkin í Kópavogi:

Kópavogsfundurinn 28. júlí 1662

Kópavogur

Kópavogsfundurinn – skilti.

Árið 1660 hófst breyting stjórnskipunar konungsríkisins Danmerkur til einveldis. Vald konungs jókst, erfðaréttur konungsættarinnar var lögbundinn og afnumin voru viss réttindi aðalsins. Áður var konungur kjörinn á stéttaþingum.
Friðrik III Danakonungur var hylltur á Alþingi 1649, árið eftir að hann tók ríki. Þegar hann varð einvaldur 1661 skyldi staðfesta nýja eiða í löndum hans. Í þeim erindagjörðum kom Henrik Bjelke aðmíráll og hirðstjóri á Íslandi, sumarið 1662.
Borist höfðu bréf til landsins þá um vorið um að sendir skyldu fulltrúar á Alþingi til að hylla Friðrik III sem erfðakonung. Ekki var minnst á einveldishyllingu í þeim bréfum.

Kópavogur

Kópavogur – minnismerki um Kópavosgfundinn 28. júlí 1662.

Hingaðkoma Bjelkes tafðist um þrjár vikur, þinghaldi var lokið við Öxará þegar skip hans kom að landi í Skerjafirði. Eiðarnir voru því ekki undirritaðir á Alþingi. Fyrsta verk Bjelkes 12. júlí 1662 var að senda valdsmönnum bréf; þeirra var vænst við Bessastaði 26. júlí. Daginn eftir, sem var sunnudagur, skyldu eiðarnir undirritaðir.
Árni Oddsson lögmaður setti þing í Kópavogi mánudaginn 28. júlí 1662, degi of seint. Ástæða tafarinnar liggur ekki fyrir en vísbendingar eru um að Árni og Brynjólfur Sveinsson biskup hafi mótmælt til varnar fornum réttindum landsins. ,,Var þann dag heið með sólskini” segir í Vallholtsannál.
Á Kópavogsfundinum 28. júlí 1662 var Friðrik III hylltur sem ,,einn Absolut soverejn og erfðaherra”. Þannig varð hann hvort tveggja einvcaldskonungur og erfðakonungur. Undir eiðana rituðu 109 menn; báðir biskuparnir, báðir lögmennirnir, 42 prestar og prófastar, 17 sýslumenn, 43 lögréttumenn og bændur, svo og landþingsskrifari, klausturhaldari og bartskeri.

Friðrik III

Friðrik III. Danakonungur 1663.

,,Og að þessum eiðum unnum og aflögðum gerði lénsherrann herra Henrich Bjelke heiðarlegt gestaboð og sæmilega veizlu öllum þar saman komnum og stóð hún fram, á nótt með trómetum, fiðlum og bumbum, fallstykkjum var þar og skotið, þ.remur í einu og svo á konungsskipi sem lá í Seilunni, rachetter og fyrværk gekk þar þá nótt, svo undurfm gegndi”. (Fitjaannáll)

Á þinginu voru ritaðar bænaskrár til konungs um að fá að halda fornum lögum og réttindum, áréttuð fátækt landsins og nýjum álögum hafnað., Ekki var minnst á einveldi í bænaskránum.
Með Kópavogsfundi minnkaði vald Alþingis. Konungur tók í ríkari mæli til sín löggjafarvaldið og styrkur embættismanna konungs á Bessastöðum jókst.

Þingstaðurinn í Kópavogi

Kópavogur

Kópavogur – Þingstaðurinn; skilti.

Land Kópavogsbæjar var áður í Seltjarnarneshreppi hinum forna. Mörk hans voru á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla.
Frá gildistöku lögbókarinnar Járnsíðu 1271 var sett í land Kópavogs hreppaþing og þriggja hreppa þing fyrir Seltjarnarneshepp, Álftaneshrepp og líklega Mosfellssveit.
Á þingstaðnum í Kópavogi gengu dómar sýslumanna í héraði og var þá dómstigið fyrir neðan Öxarárþing. Dómabækur Gullbringusýslu, þ.m.t. Kópavogsþings eru nokkrar til í Þjóðskjalasafni, sú elsta frá 1696.
Eldri vitnisburðir um Kópavogsþing en sjálfar dómabækurnar eru fáeinir til. Elstu þekktu ritaðar heimildir eru frá 1523. Þá fékk Hannes Eggertsson hirðstjóri forvera sinn Týla Pétursson dæmdan og tekinn af lífi eftir ránsferð Týla og flokks hans um Bessastaðagarð í átökum um völd og embætti.

Friðrik II

Friðrik II. Danakonungur 1581.

5. apríl 1574 gaf Friðrik II Danakonungur út opið bréf um að Alþingi skyldi flutt á þingstaðinn í Kópavogi. Þessi tilskipun, var líkt og margar aðrar, hundsuð af Íslendingum.
Síðustu aftökurnar í Kópavogi fóru fram 15. nóvember 1704. Þá var hálshöggvinn Sigurður Arason og drekkt Steinunni Guðmundsdóttur frá Árbæ fyrir morðið á manni Steinunnar, Sæmundi Þórarinssyni.
Þjófnaðarmál frá 1749 er síðast þekkti dómurinn á Kópavogsþingi. Þing var sett í Reykjavík árið 1751 og þar með lýkur sögu þinghalds í Kópavogi þar til embætti bæjarfógetans í Kópavogi var stofnað 1955. Lægra dómstigið var á ný í Kópavogi uns lög um héraðsdóma tóku gildi 1992 og Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði var settur.
Þegar Landsréttur var stofnaður með lögum frá 2016 var hann settur í Kópavog, en hann er næst æðsta dómstig í landinu.

Systkinin frá Hvammkoti

Kópavogur

Kópavogur – minnismerkið um systkinin frá Hvammkoti.

Sunnudaginn 1. mars 1874 voru þrjú systkin á heimleið frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Þau þurftu að fara yfir lækinn á vaði nálægt þessum stað. Lækurinn var bólginn vegna leysinga og hættulegur yfirferðar.
Tvö systkinanna drukknuðu í læknum.
Þau hétu Þórunn Árnadóttir, 18 ára, Árni Árnason 15 ára.
Sigríður Elísabet Árnadóttir 17 ára komst lífs af.
Blessuð sé minning þeirra.

Gert á 140. ártíð, 1. mars 2014, Kópavogsbær og Sögufélag Kópavogs
Minnisvarðinn stendur í Kópavogsdal, móts við Digraneskirkju.
Kópavogslækurinn lætur ekki mikið yfir sér að sumarlagi þegar allt er í blóma, en að vetrarlagi gat hann verið hinn versti farartálmi, enda á köflum bæði djúpur og vatnsmikill. Hvammkot (Fífuhvammur) var austan við lækinn.

Guðmundur H. Jónsson (1.8.1923-22.11.1999) – Guðmundarlundur

Kópavogur

Kópavogur – Guðmundarlundur; minnismerki um Guðmund H. Jónsson.

Heiðursvarði um Guðmund H. Jónsson, fyrrverandi forstjóra BYKO. Heiðursvarðinn til umfjöllunar að þessu sinni var
reistur til heiðurs Guðmundi H. Jónssyni, stofnanda og forstjóra byggingarvörufyrirtækisins BYKO, sem lést árið 1999. Varðinn stendur í fallegum lundi sem ber nafn hans, Guðmundarlundi í Kópavogi.
Lundinn afhentu Guðmundur og fjölskylda hans Skógræktarfélagi Kópavogs árið 1997 og er hann um 6,5 hektarar að stærð. Guðmundur og fjölskylda hófu skógrækt á svæðinu árið 1967, sem þá var illa gróinn berangur og náðu undraverðum árangri.
Guðmundarlundur er núna vöxtulegur skógur þar sem byggð hefur verið upp afar aðgengileg útivistaraðstaða.
Heiðursvarðinn er gjöf frá BYKO og var afhjúpaður við hátíðlega athöfn árið 2003 þegar útivistaraðstaða var tekin í notkun á svæðinu og það opnað formlega fyrir almenningi. Nú er þetta afar vinsælt útivistarsvæði fyrir Kópavogsbúa og aðra. -Jón Geir Pétursson

Brjóstmyndin er eftir rússneskan listamann.
Minnisvarðinn stendur í Guðmundarlundi.

Sr. Gunnar Árnason (1901-1985)

Kópavogur

Kópavogur – minnismerki um sr. Gunnar Árnason og fr. Sigríði Stefánsdóttur.

Hér stóð hús Sigríðar Stefánsdóttur og sr. Gunnars Árnasonar sem var fyrsti sóknarprestur í Kópavogi (1952-1971)

Sr. Gunnar Árnason þjónaði Bústaðaprestakalli frá 1952 en hafði aðsetur í Kópavogi. Árið 1964 var Kópavogsprestakall skipt út úr Bústaðaprestakalli og varð sr. Gunnar fyrsti prestur prestakallsins, alltaf með aðsetur í Kópavogi. Minnisvarðinn er á grunni húss hans rétt ofan Vogatungu í Kópavogi.

Ólafur Kárason

Minnismerki um Ólaf Kárason er við Smiðjuveg gegnt Íspan. Á stöplinum er skjöldur. Á honum stendur:

Hjá lygnri móðu í geislaslóð
við græna kofann
hann sá hvar hún stóð hið fríða fljóð
fráhneppt að ofan.

Kópavogur

Kópavogur – minnismerki um Ólaf Kárason.

Mitt er þitt og hjá mér áttu heima
víst skaltu öllum veraldar sorgum gleyma.

Á hann leit hún æskuteitu
auga forðum
það var kvöld í sveit og hún kvaddi hann veit ég kærleiksorðum.
Mitt er þitt og hjá mér áttu heima
víst skaltu öllum veraldar sorgum gleyma.

Inst í hjarta augað bjarta
og orðið góða
hann geymir sem skart uns grafarhúm svart
mun gestum bjóða.
Mitt er þitt og hjá mér áttu heima
víst skaltu öllum veraldar sorgum gleyma. -H.K.L.

Norrænn vinalundur

Kópavogur

Kópavogur – minnismerki við Norrænan vinarlund.

Lundurinn var gróðursettur í tilefni af 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi 2022. Við hann er skjöldur á steini. Á skyldinum stendur:
Saman erum við sterkari – Norræna félagið.

Lundurinn er í Fossvogsdal, neðan við Álfatún í Kópavogi.

Þótt lundur þessi geti ekki talist stór að umfangi umfaðmar hann fjölmargar ólíkar trjátegundir frá öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. Grænlandi og Færeyjum. Vonandi eiga græðlingarnir eftir að fá að dafna í framtíðinni og standa saman sem tákn um vindáttu hinna norrænu þjóða.

Agnar Kofoed-Hansen 1915-1982

Kópavogur

Kópavogur – minnisvarði um Agnar. Kofoed Hansen við Sandskeið.

„Sviffljúga er þó að mínum dómi fegursta íþrótt sem til er. Manni líður aldrei betur. Maður leitar eins og fuglinn að heppilegum loftstraumi að bera sig – og ferðin er hljóðlaus; aðeins kliðurinn í vængjunum. [A.K-H. Á brattann. Jóhannes Helgi skráði.]

Agnar Kofoed Hansen fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1915. Ungur fékk hann áhuga á flugi og fór til flugnáms í Konunglega Danska Sjóliðsforingjaskólanum og útskrifaðist þaðan 1935. Þær flugvélategundir sem Agnar flaug á námsárunum voru Avro Tutor, Heinkel 8 og DH Moth.

Kópavogur

Kópavogur – skjöldur á minnismerkinu.

Árið eftir að náminu lauk, var Agnar flugmaður hjá Det Danske Luftfartselskap. Þar flaug hann flugvélum af gerðinni Fokker FXII. Veturinn 1937 starfaði hann hjá Wideröe í Noregi og flaug Waco flugvélum Hann tók próf í næturflugi og flaug þá JU 52 flugvél frá Berlín til Parísar.

Agnar var aðalhvatamaður að stofnun Svifflugfélags Íslands og Flugmálafélagsins 1936. Hann var einnig aðalhvatamaður að stofnun Flugfélags Akureyrar 1937, og fyrsti flugstjóri þess og framkvæmdastjóri frá 1937 til 1939. Félagið keypti flugvél af gerðinni Waco YKS-7, TF-ÖRN og ávalt nefnd Örninn. Hún kom til landsins 1938.

Agnar lagði mikla vinnu í að leita að, og kortleggja hentuga lendingarstaði á Íslandi og notaði til þess flugvél af gerðinni Klemm KL-25E.

Agnar var lögreglustjóri í Reykjavík frá 1940 til 1947, síðan flugvallastjóri ríkisins 1947 til 1951. Hann var ráðinn flugmálastjóri 1951 og gegndi því embætti til dauðadags 23. desember 1982.

Kópavogur

Kópavogur – lágmynd af Agnari á minnisvarðanum.

Frumkvöðulsstarf Agnars var mikið, bæði á sviði flugsins og lögreglumála.
Með stofnun Flugfélags Akureyrar árið 1937 kom hann af stað samfelldum flugrekstri á Íslandi, sem enn er í örum vexti og teygir sig nú langt út fyrir landsteinana.

Með aðstoð sinni við stofnun svifflugfélaga, lagði Agnar grunn að flugnámi fjölda íslendinga, sem síðan sköpuðu nýja stétt atvinnuflugmanna í landinu. Og sem flugmálastjóri lagði hann grunninn að flugþjónustu eins og við þekkjum hana í dag, þar sem alþjóðasamskipti eru í heiðri höfð og öryggi í fyrirrúmi.

Agnar ritaði fjölda blaðagreina og flutti fyrirlestra um flugmál og miðlaði þannig af sinni miklu reynslu og þekkingu á flugmálum til samtíðarmanna sinna við uppbyggingu þessa nýja atvinnuvegar sem var í sköpun og hefur haft mikla þýðingu fyrir þjóðina.

Brjóstmyndin er eftir Sigurjón Ólafsson.

Minnisvarðinn stendur við miðstöð svifflugs á Sandskeiði.

Stúpa á Hádegishólum
Stúpa við Lindakirkju! Á Hádegishólum, fyrir aftan Linda

Kópavogur

Kópavogur – minnismerki; stupa.

kirkju, stendur stúpa sem reist var árið 1992. Elstu tegundir tilbeiðslustaða búddadóms eru svokallaðar stúpur sem eru litlar byggingar reistar til að minna á Búdda og kenningar hans. Hátt í annað hundrað manns af ólíku þjóðerni og trú komu að gerð stúpunnar. Einkennisorð stúpunnar á Hádegishólum eru jákvæðni, friður, viska og kærleikur.

Á skilti, skrúfað á grágrýtisbjarg, við stúpuna má lesa: „Lýsandi innri stupa – Stupa er byggð á erfðavenju, sem má rekja til Budda sem lifði fyrir 2500 árum.
Þessi stupa nefnist að stíga niður frá Tushita. nafngiftin kemur frá atburði, þegar hugljómuð vera kom frá heimi sem kallast Tushita til að hjálpa lífverum jarðarinnar að losna undan oki hverskonar óhamingju og þjáningu með því að leiðbeina þeim hvernig öðlast megi hamingju og hugljómun.

Kópavogur

Kópavogur – minnismerki; stupa.

Stupan táknar hug sem hefur verið hreinsaður af öllum neikvæðum eiginleikum og takmörkunum og hvar ríkir hamingja og friður.
Stupa er táknræn fyrir leið til visku og kærleika.
Stupa býr yfir lækningamætti og hefur eiginleika til að umbreyta neikvæðri orku í jákvæða í nærliggjandi umhverfi.
Þessi stupa er tileinkuð alheimsfriði, fórnalömbum stríðs og sjúkdóma hvar sem er í heiminum. Að friður og farsæld megi ríkja á Íslandi og allar lífverur megi feta braut innri þroska og kærleika.
Stupan er byggð af listamönnum, sem tilheyra mismunandi trúarbrögðum og þjóðernum“.

Heimildir:
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/kopavogur-minn/
2006 Agnar Kofoed-Hansen | Flugsafn Íslands

Kópavogur

Kópavogur – Minnismerki um Guðmund H. Jónsson í Guðmundarlundi.

Þinghóll

Árið 1996 birtist í Lesbók grein um morð við Skötufoss í Elliðaám árið 1704. Sakborningarnir, Sigurður Arason og Steinunn Guðmundsdóttir voru teknir af lífi á Kópavogsþingi sama ár. „Fornleifarannsókn var gerð á svonefndum Hjónadysjum við Kópavogslæk 1988 og eru hér leiddar líkur að því að þar hafi fundist jarðneskar leifar Steinunnar og Sigurðar.

Þinghóll

Þinghóll.

Fyrir nokkru var ágæt frásögn í Lesbók Morgunblaðsins eftir Helga M. Sigurðsson um gamalt morðmál frá 1704. Tildrög málsins voru þau að Sæmundur Þórarinsson, sem bjó í Árbæ ásamt 44 ára gamalli konu sinni, Steinunni Guðmundsdóttur, móti Sigurði Arasyni, 26 ára gömlum manni, og móður hans, fannst þann 22. september 1704 látinn í Elliðaá. Skömmu síðar vaknaði grunur um að hann hefði verið myrtur og við yfirheyrslur hjá Paul Beyer landfógeta játaði Sigurður að hafa myrt Sæmund að undirlagi Steinunnar. Þau Steinunn voru tekin af lífi á Kópavogsþingi sama ár. Henni var drekkt í Kópavogslæk og hann var hálshöggvinn. Í Vallaannál er þess jafnframt getið að höfuð Sigurðar hafi verið sett á stöng við gröf hans. Mál þeirra hefur orðið kveikja að draugasögu í nokkrum gerðum og er afturgangan ýmist nefnd Selsmóri, Sviðholtsdraugur eða Þorgarður.

Kópavogur

Kópavogur – herforingjaráðskort.

Í niðurlagi fyrrnefndrar Lesbókargreinar segir að annað sé ekki vitað um afdrif þeirra Steinunnar og Sigurðar en talið að grafir þeirra hafi fundist við vegagerð á fyrri hluta aldarinnar. Verður hér reynt að bæta nokkru við þá frásögn.
Munnmæli og sagnir um dysjar þeirra sem teknir voru af lífi á Kópavogsþingi hafa jafnan fylgt svæðinu og sést enn móta fyrir dys við gamla veginn sem liggur frá Kópavogslæk upp Arnarnesið sunnan læksins.
Frásagnir um beinafundi sem taldir hafa verið úr sakamannadysjum hafa einnig minnt á aftökurnar. Nokkrum sinnum hafa t.d. mannabein fundist í grennd við Gálgakletta í Garðabæjarhrauni. Þá er, eins og áður er getið, til frásögn um að vegagerðarmenn hafi árið 1938 fundið höfuðkúpu með miklu hári við Kópavogslæk og aðra beinagrind höfuðlausa. Þessi bein munu hafa verið sett aftur á sinn stað, en ekki var fundarstaðurinn staðsettur neitt nánar.

Kópavogur

Þinghóll – dysjar.

Í þessari grein, sem er stytt útgáfa greinar sem birtast mun í næsta hefti tímaritsins Landnám Ingólfs, er sagt frá fornleifarannsókn sem gerð var á svonefndum Hjónadysjum við Kópavogslæk vorið 1988 í sambandi við breikkun Hafnarfjarðarvegar. Leitt er að því líkum að þar hafi fundist jarðneskar leifar Steinunnar og Sigurðar.
Fyrir rannsókn sást dálítil þúst í krikanum milli Hafnarfjarðarvegar og Fífuhvammsvegar sem talin var vera dys. Fyrirsjáanlegt var að nýi vegurinn hlyti að fara yfir hana að hluta eða öllu leyti. Auk greinarhöfundar unnu fornleifafræðingarnir Sigurður Bergsteinsson og Lise Bertelsen við rannsóknina.
hjonadysjar-1Við rannsókn komu fyrst í ljós tvær smásteinahrúgur rétt undir yfirborði, um 3 x 1,5 m að ummáli hvor um sig, og var um 1 m á milli þeirra. Hér voru greinilega fundnar tvær grafir sem í upphafi höfðu verið þaktar steinhnullungum. Í efri lögunum voru margar smávölur sem vegfarendur hafa kastað í dysina um leið og þeir áttu leið framhjá, en samkvæmt gamalli þjóðtrú var það talið geta komið í veg fyrir óhöpp að henda þremur steinum í dys þegar farið var framhjá henni í fyrsta sinn.

Arnarnes

Litla-Arnarnes- bæjarstæði.

Undir neðsta steinalaginu var beinagrind og vantaði á hana höfuðkúpu og þrjá hálsliði. Hendur lágu yfir magann. Fætur voru krosslagðir. Gröfin, sem lá frá norðvestri til suðausturs, var 1,62 m löng og um 0,7 m þar sem hún var breiðust, mjókkaði til austurs og var um 0,4 m breið til fóta. Hún hafði upphaflega verið grafin niður um hálfan metra.

Fyrstu dauðadómar sem heimildir eru til um frá Kópavogsþingi, og sem jafnframt eru elstu rituðu heimildir um þingstaðinn, er frægur tylftardómur frá 1. júní 1523 yfir Týla Péturssyni. Týli sem var fyrrverandi hirðstjóri á Bessastöðum, hafði tvívegis snúið aftur til Bessastaða, tekið hirðstjórann Hannes Eggertsson til fanga um skeið, rænt fé úr Bessastaðakirkju og sköttum konungs. Eftir að hann hafði verið tekinn fastur og dæmdur var hann leiddur „austur yfir Bessastaði“ þar sem hann var hálshöggvinn ásamt syni sínum, þar sem kallaðist Týlshóll síðan.
hjonadysjar-2Greinarhöfundi er ekki kunnugt um legu Týlshóls. Af orðalagi heimilda má ætla að hann hafi verið í túni austan Bessastaða, en þar er ekkert slíkt örnefni varðveitt. Líklegra má telja að þeir feðgar hafi verið teknir af lífi á Kópavogsþingstað og dysjaðir þar. Hinrik Kules var þýskur maður sem dæmdur var til dauða og tekinn af lífi á Kópavogsþingstað, þann 23. febrúar árið 1582, fyrir að hafa drepið Bjarna Eiríksson á Bessastöðum á jólanótt. Talið hefur verið að Kules hafi verið dysjaður efst á Arnarneshæð, vestan við gamla veginn og mun þar lengi hafa mótað fyrir gróinni dys. Árið 1664, þann 25. janúar, var Þórður Þórðarson dæmdur til dauða í Kópavogi fyrir þjófnað á verslunarvarningi. Systir hans Guðrún kærði dóminn á Alþingi 1665. Í athugasemd með afskrift af dómnum sem færður er í alþingisbók 1666 kemur fram að Þórður hafi verið hengdur.
Í desember 1677 voru maður og kona dæmd fyrir sams konar afbrot. Árið 1703 voru tveir flökkuþjófar dæmdir til dauða og hengdir. Að lokum er þess getið að Sigurður Arason og Steinunn Guðmundsdóttir hafi verið dæmd og tekin af lífi á Kópavogsþingi árið 1704.
Ekki hef ég fundið fleiri heimildir um dauðadóma sem framfylgt hefur verið á Kópavogsþingstað en þessa 10 einstaklinga sem hér voru taldir upp að framan.
Kópavogsþingstaður var fluttur til Reykjavíkur árið 1753 og þá er hlutverki hans lokið. Eftir því sem næst verður komist virðast að minnsta kosti 4 karlmenn hafa verið hálshöggnir og 4 hengdir á þeim tíma sem þingstaðurinn var í notkun. Ein kona virðist hafa verið hengd og einni var drekkt.
Enda þótt það komi ekki fram af fornleifafræðilegum rökum, má telja líklegast að konunni hafi verið drekkt í Kópavogslæk.
Breikkun Hafnarfjarðarvegar við Kópavogslæk og rannsókn á dysjunum þar hefur orðið til þess að rifja upp fornt sakamál.

Heimild:
-Laugardaginn 23. mars, 1996 – Lesbók Morgunblaðsins, bls. 6-7, eftir Guðmund Ólafsson.

Kópavogur

Kópavegur – Þinghóll og nágrenni skv. fornleifaskráningu Kópavogs.

Stromphellar

Ætlunin var að skoða hellana í Strompahrauni vestan Bláfjalla. Hellarnir eru norðan undir svonefndum Hellisgíg, sem er nyrstur Strompanna. Skoðaðir voru 10 hellar:

Langihellir

Í Langahelli.

1. Langihellir er um 700 metra langur. Hann er vestan við Djúpahelli. Meginhellirinn er um 300 metra langur. Ekkert hrun er í honum og því auðveldur í umgengni. Haldið var upp hraunrásina. Á tveimur stöðum skín dagsbirtan inn, en síðan tekur við langur gangur þar sem hellirinn lækkar nokkuð. Innar hækkar hann aftur og skiptist hann þá í tvær megináttir. Þessar rásir ligga um mjög sveran hraunstöpul. Þegar inn fyrir er komið sést falleg hraunsúla. Utan í henni, á stalli, eru allmörg hraunkerti. Hraunkerti eru innig á gólfum. Skammt þarna fyrir innan er útgangur upp úr hraunrásinni. Nyrsti hluti Langahellis nefnist Goðahellir (sjá síðar). Áður hafa verið margir dropasteinar í efri hluta hellisins, en nú er búið að brjóta þá flesta.

Bláfjallahellar

Bláfjallahellar – uppdráttur ÓSÁ.

2. Rótahellir er um 210 metra langur. Þegar komið er niður um gatið, sem er hraunketill, tekur við víð rás. Þröng rás liggur inn úr henni og þarf að skríða á nokkurra metra kafla.

Rótarhellir

Í Rótarhelli.

Þá er komið inn í helgidóminn. Langar rætur teygja sig niður úr loftinu. Þverhellir er þar fyrir innan svo og við rás með nokkrum þrengri. Innan við eina rásina tekur við víður hellir, sem lokast þar. Rótarhellir er vestastur Bláfjallahella, skammt frá hraunjaðri Kóngsfellshrauns.

3. Tanngarðshellir er um 190 metra langur. Hann er á milli Langahellis og Rótahellis. Farið er nniður og inn í sæmilega vítt op. Þar skammt fyrir innan er tanngarðurinn utan í nokuð stórum flór. Farið er yfir haft og þá blasir við fallegur flór og mikil litadýrð. Í lofti eru separ. Hellirinn endar í stórum geimi. Þótt hann sé ekki langur er hann einstaklega fallegur.

Bláfjallahellar

Við Djúpahelli.

4. Djúpihellir er um 150 metra langur. Farið er inn um mjög stórt op í jarðfalli. Hrun er í hellinum, en vegna þess hversu stór hann er kemur það ekki að sök. Dagsbirta kemur niður í hvelfinguna um op á loftinu. Farið er yfir jarðfall og niður og inn um hrunda rás. Þá er komið inn í aðra hvelfingu á þremur hæðum. Liggja hraunrásir þar út frá á hverri hæð, en engin þeirra virðist afgerandi. Lofthæð þarna er a.m.k. 15 metrar.

5. Ranghali er um 100 metra langur í stefnu út frá stóru skíðalyftunni. Annað nafn á hellinum er Gljái, en þegar komið er niður um opið eru glansandi hraunfletir utan við þrengri rás. Þegar henni er fylgt er komið inn í víðara rými, en hellirinn endar í hruni.

Rósahellir

Í Rósahelli.

6. Rósahellir er um 70 metra langur. Hann er rétt vestan við vestari veginn að skíðasvæðunum og um 15 metra ofan við Kóngfellhraunið. Um miða vegu greinist hann í tvennt, en vinstra rásin nær ekki nema um 20 metra. Hægri rásin nær um 30 metra inn og á gólfi hennar eru fallegt rósamynstur.

7. Bátahellir er stuttur, ekki nema um 30 metra langur. Hann er opinn í báða enda, en á gólfi hans mótar fyrir þremur bátalaga hraunmyndunum.

8. Smáhellir er fremur stuttur, eða um 20 metra langur. Þegar inn er komið tekur við þrönng op, en þar fyrir innan er fallegt hýsi. Falleg hraunrás kemur út úr vegg hellisins innst í honum.

Krókudílahellir

Í Krókudílahelli.

9. Krókudílahellir er sérkennilegur, en fremur stuttur. Opið liggur upp úr geimi. Þegar í gegnum hana er komið liggur þverrás þar fyrir innan. Þegar beygt er til vinstri má sjá stallaðan hraunflór og er hann eins og krókudílahaus í laginu. Fyrir innan endar hellirinn í þröngri rás.

10. Goðahellir er nyrsti hluti Langahellis, eins og fyrr sagði. Þegar komið er niður í hellinn tekur við mikið gímald. Hellirinn er um 100 metra langur. Farið er inn um þrengsi í botni hans og er þá komið í fremur lágt rými með fallegri brúnni hrauntjörn á gólfinu.

Í þessari hellaferð var veður með miklum ágætum. Í sumum hellanna liðu fallegir sólstafir inn um opin og mátti vel sjá í þeim hin ýmsu mynstur.

Strompahellar

Í Strompahellum (Bláfjallahellum).

Elliðavatn

Á upplýsingaskilti við Elliðavatn má lesa eftirfarandi um „Elliðavatn – Þingnes og Vatnsenda“:

Elliðavatn
Elliðavatn
Elliðavatn var upphaflega tvö vötn; Vatnsendavatn (í Kópavogi) og Vatnsvatn (í Reykjavík) og tengdust með mjóum ál framan við Þingnes. Á árunum 1924-1928 var miðlunarstífla reist við Elliðavatnsengi og við það nær tvöfaldaðist flatarmál vatnsins (40%). Alls er Elliðavatn nú um 2 km2 að stærð, meðaldýpi þess aðeins um 1 metri og mesta dýpi um 2.3. metrar.
Elliðavatn er í flokki lindarvatna og er vatnasvið þess um 270 km2. Mikill hluti vatns sem streymir inn í það kemur neðanjarðar frá í gegnum lekar hraunmyndanir. Tvær ár renna í Elliðavatn; bugða (Hólsmá) og Suðurá. Ein á rennur úr Elliðavatni og heitir hún Dimma en neðar taka Elliðaár við. Hluti Kópavogs í Elliðavatni og Dimma njóta bæjarverndar (hverfisverndar) Kópavogs og vatnið ásamt vatnasviði Elliðaánna eru auk þess á náttúrminjaskrá.

Þingnes

Þingnes

Þingnes 1873.

Þingnes er með merkari stöðum við Elliðavatn og tilheyrir bæði Kópavogi og Reykjavík. Þar er talið að sé elsti þingstaður Íslands eða hið forna Kjalarnesþing sem haldið var áður en Alþingi var stofnað á Þingvöllum um 930. Árið 1938 var Þingnes friðlýst samkvæmt þjóðminjalögum.

Vatnsendi

Vatnsendi

Vatnsendi.

Vatnsendi var eitt af fjórum lögbýlum sem í dag mynda svokallað heimaland Kópavogs ásamt Hvammkoti (Fífuhvammi), Kópavogi og Digranesi. Vatnsendi er eina býlið af þeim sem enn er í ábúð. Til eru ritaðar heimildir um Vatnsenda allt aftur til ársins 1234. Jörðin á Vatnsenda hefur tekið miklum breytingum á 20. öld Við stíflun Elliðaánna missti Vatnsendi mikið land undir vatn og árið 1947 tók Reykjavíkurborg um helming landsins eignarnámi undir friðland fyrir íbúa Reykjavíkur, það land er nú hluti Heiðmerkur. Á sama tíma fóru ábúendur bæjarins að nytja óræktarland undir sumarbústaðaspildur sem eru undanfari þéttbýlismyndunar við vatnið.

Elliðavatn

Elliðavatn – kort.

Kópavogur

Við fyrrum Kópavogsþingstað er skilti með eftirfarandi upplýsingum:

„Kópavogur virðist hafa verið vorþingstaður á þjóðveldistímanum, en með lögtöku Járnsíðu 1271 verður hann hreppaþingstaður, svonefnt þriggja hreppa þing.
Kópavogur var einn af fjórum þingstöðum Gullbringusýslu og fyrir margar sakir þeirra frægastur. Mikill fjödi dóma og mála gengu á Kópavogsþingi á þeim árum sem þess er getið í heimildum. Mun nálægð við Bessastaðavaldið hafa ráðið þar miklu um.

Kópavogur

Kópavogsþingstaður.

Elstu varðveittu rituðu heimildirnar um þing í Kópavogi eru frá 1523, en þá var settur dómur á „þingstað réttum“ til að dæma í kærumáli Hannesar Eggertssonar, hirðstjóra, gegn Týla Péturssyni sem farið hafði ránshendi um konungsgarðinn á Bessastöðum.

Kópavogur

Kópavogsfundurinn – skilti um Kópavogsfundinn 28. júlí 1662 er einnig við þingstaðinn.

Árið 1574 gaf Friðrik II, danakonungur, út tilskipun þess efnis að Alþingi skyldi flutt í Kópavog. Til þess kom þó aldrei. Árið 1578 lauk svo Hvassafellsmálum á þinginu eftir langt málaþref. Var dómi Gottskálks biskups hins grimma hnekkt, en hann hafi dæmt Bjarna Ólafsson, bónda á Hvassafelli, og dóttur hans, Randíði, sek um að hafa haft holdleg mök og eignir þeirra undir kirkju og kóng.
Sá atburður í sögu landsins og Kópavogs sem verður minnst þó annað gleymist er Erfðahyllingin í Kópavogi 28. júlí 1662, er danski höfuðsmaðurinn Hinrik Bjelke neyddi íslenska forystumenn til að undirrita einveldisskuldbindingu og að sverja Fridriki III, danakóngi, hollustueiða meðan hermenn hans hátignar stóðu yfir þeim alvopnaðir.

Kópavogsdysjar

Vettvangur Kópavogsdysja.

Þann 15. nóvember 1704 fór síðasta aftakan fram á þinginu í Kópavogi, en þá voru tekin af lífi fyrir morð Sigurður Arason og Steinunn Gudmundsdóttir frá Árbæ. Var Sigurður höggvinn skammt norðan við þinghúsið en Steinunni drekkt í Kópavogslæk. Árin 1725 og 1726 var svo Swartskopf-málið fyrir þinginu. Málið fjallaði um Appolínu nokkra Swartskopf sem trúlofuð hafði verið Niels Fuhrmann, amtmanni á Bessastöðum. Fuhrmann sleit trúlofuninni og stuttu síðar lést stúlkan. Bróðir hennar kærdi ráðskonu Fuhrmanns og dóttur hennar fyrir að hafa verið valdar að dauða hennar. Málinu lauk þó með sýknu allra hinna ákærðu.
Árið 1753 var þinghald aflagt í Kópavogi.

Kópavogur

Minningarsteinn um erfðahyllinguna á Kópavogsþingstað.

Eftir að þingið lagðist af var engu hreyft á svæðinu þar til 1973. Þá höfðu yfirborðsathuganir farið fram, bæði af Jónasi Hallgrímssyni árið 1841 og síðar af Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði, 1929. Minjarnar voru síðan friðlýstar fyrir tilstuðlan Matthíasar árið 1938.
Á 300 ára afmæli Erfðahyllingarinnar í Kópavogi árid 1962 setti Lionsklubbur Kópavogs upp Minningarstein á þingsvæðinu.
Árið 1973 var hafist handa við fornminjauppgröft á Kópavogsþingstaðnum undir stjórn Gudrúnar Sveinbjarnardóttur, fornleifafræðings, og fyrir tilstuðlan þjóðhátíðarnefndar Kópavogs í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Lauk rannsóknum 1976 og hafði þá verið grafið upp á 3 stöðum á þingstaðnum.
Við minningarsteininn var grafinn upp tóft af jarðhúsi, sem helst virðist hafa verið eldhús og miðaldasmiðja. Gera menn ráð fyrir samkvæmt þessu að einhverjar mannaferðir hafi verið þarna þegar á 9. öld. Smiðja sem lá ofan jarðhússins virðist hafa verið aflögð um 1500, þó ekki sé það nákvæmt.

Kópavogur

Kópavogur – skiltin á Kópavogstúni.

Rannsóknirnar á þessum tóftum gáfu ekki til kynna að þær væru tengdar þinghaldi á staðnum, fremur hluti af bæjarhúsunum. Syðri tóftin eða þinghustóftin er mun yngri, var húsið að líkindum byggt á 17. öld og endurbyggt á 18. öld. Undir þinghúsinu fundust byggðaleifar sem gætu hafa tengst þinghaldi á staðnum, en voru svo brotakenndar að ekki var unnt að slá því föstu hvað þær væru. Þinghústóftin snýr í norðaustur og suðvestur og mun husið hafa verið um 25 fermetrar að flatarmáli. Húsið mun hafa verið með torfveggjum og bak sett beint ofan á með undirstöðum í hornum. Suðurhlið hefur verið úr timbri og þar gengið inn á miðjan gafl fyrst, en síðar hefur hurðin verið til hliðar og settur gluggi á hinn helminginn.“

Kópavogur

Kópavogsþingstaður – skilti.

Víghóll

Á Víghóll/Víghólum í Kópavogi er upplýsingaskilti. Þar segir m.a.:

„Víghóll var friðlýstur sem náttúrvætti 1983 skv. náttúruverndarlögum nr. 47/1971. Stærð friðlýsts svæðis er um 1 hektari en útivistarsvæðið er rúmir 3 hektarar.

Víghóll

Víghóll.

Um tíma stóð til að byggja Digraneskirkju á svæðinu og voru framkvæmdir við grunn kirkjunnar hafnar þegar horfið var frá því skipulagi. Digraneskirkja stendur nú á fallegum stað í Digraneshlíðum.
Þar sem kirkjan átti að standa er nú hvammur í landinu þar sem grágrýtisklappir grunnbergsins eru sýnilegar. Form hvammsins hefur verið undirstrikað með fallegum og vel gerðum grjóthleðslum.
Að sögn Erlu Stefánsdóttur má sjá ljósstrengi frá Víghól milli huldubyggða á stóru svæði í nálægum bæjum. En í sjálfum hólnum má finna einskonar musteri hulduvera á háu tíðnissviði og í stökum húsum á hólnum búa rólyndislegir dvergar með ljúfar árur.

Víghóll

Víghóll.

Víghóll er í 74.7 metrum yfir sjávarmáli og stendur hæst í byggðu landi Kópavogs. Bergið í Víghól er grágrýti og virðist vera hluti af víðáttumiklum berggrunni (hraunlagasyrpu) á höfðuborgarsvæðinu sem gengur undir samheitinu Reykjavíkurgrágrýti.
Reykjavíkurgrágrýtið tilheyrir yngri grágrýtismyndun Íslands, til aðgreiningar frá eldri grágrýtismynduninni, og er einkum um dyngjuhraun að ræða sem runnu á hlýskeiðum seinni hluta ísaldar fyrir 100.000-700.000 árum.
Upptök Reykjavíkurgrágrýtsins í Kópavogi eru óþekkt, en aldurinn er líklega 300.000-400.000 ár.

Kópavogur

Kópavogur – Víghólar.

Hvalbök nefnast jökulsorfnir klapparhólar og þekkjast á því að hlið klapparinnar sem vissi á móti skriðstefnu jökulsins, þar sem jökulþunginn mæddi mest á, er fremur slett og aflíðandi. Hin hliðin sem vissi undan skriðstefnunni er hins vegar oft brött og stöllótt, enda náði jökullinn að rífa flyksur úr berginu þeim megin. Jökulrákir á Víghól urðu til fyrir um 10.000 árum þegar jökullinn skreið fram og rispaði undirlagið með urð og grjóti. Af stefnu hvalbaka og jökulráka má ráða skriðstefnu jökla. Jökulrispurnar á Víghól liggja frá suðaustri til norðvesturs.
Á Víghóli, Álfhóli og víðar á höfuðborgarsvæðinu hefur jökullinn sem síðast gekk yfir svæðið fyrir um 10.000 árum, haft stefnuna norðvestur til suðausturs. Líklega hafa ísaskil þessa jökuls legið austan Bláfjalla og skriðjöklar gengið frá honum bæði út á Faxaflóða og niður í Ölfus.“

Kópavogur

Víghóll.

Hernámið

Á Kársnesi í Kópavogi er upplýsingaskilti um hernámið. Þar stendur m.a. eftirfarandi um „Hernámið í Kópavogi 1940–1944“.
10. maí 1940 var Ísland hernumið af Bretum. Þá höfðu Þjóðverjar sigrað Pólland, Danmörku og Noreg. Óttast var að sömu örlög biðu Íslands en við það hefðu bandamenn misst yfirráð siglingarleiða á Atlantshafi.

Hernámið

Bretar lögðu því áherslu á að verða fyrri til. Bandaríkjaher tók að sér hersetuna sumarið 1941 samkvæmt samningi við Breta og ríkistjórn Íslands. Um 50 þúsund liðsmenn breska og bandaríska hersins, flotans og flughersins voru í landinu sumarið 1943. Þá voru Íslendingar 124 þúsund, um 43 þúsund bjuggu í Reykjavík en 314 manns í Kópavogi.
Bretar hófust strax handa við uppbyggingu flugvallar í Vatnsmýrinni og víða risu braggahverfi. Bretavinnan létti miklu atvinnuleysi sem hafði ríkt í landinu. Umsvif hersins hérlendis voru einna mest í nágrenni Reykjavíkurflugvallar við Fossvog. Í voginum var einnig aðstaða fyrir sjóflugvélar sem herinn notaði m.a. við kafbátaeftirlit. Á Kársnesi þar sem Siglingastofnun er núna var RAF Marine Craft Slipway. Þar má sjá skábraut þar sem flugbátunum var komið á land. Samskonar brautir voru í Nauthólsvík. Nokkur varnarbyrgi hersins voru við Fossvoginn.

Hernám

Braggahverfi við Sandskeið.

Bandaríski herinn gerði kort og uppdrætti yfir athafnasvæði sín. Örnefni hersins á Kópavogssvæðinu sjást best á korti frá árinu 1943 í mælikvarðanum 1:25.000. Yfirmaður verkfræðideildar ameríska landhersins gerði kortið með aðstoð kortaþjónustu bandaríska landhersins í Washington. Ensku nöfnin sem herinn notaði hurfu eins og dögg fyrir sólu er hann hvarf á braut.
Herskálahverfi í og við Kópavog voru nokkur. Camp Fossvogur var í botni Fossvogs, í Sæbólslandi við Fossvogsbotn var Camp Bournemouth, utarlega á Kársnesi var Camp Kórsnes. Hæðin þar sem nú er Hamraborg er skráð á kortum hersins Skeleton Hill og þar var samnefnt herskálahverfi og loftvarnarbyssur. Nýbýlavegur og Kársnesbraut nefndust Skeleton Hill Road. Nokkur óvissa hefur ríkt um nafnið, t.d. fullyrti Hendrik Ottóson að braggahverfið hafi heitað Skelton Hill eftir örnefni í Englandi. Kópavogsháls vestan miðbæjar hlaut nafnið Mossley Knoll.

Hernámið

Hernámið – skotgröf.

Digranes var kallað Whale Hill og vestasti hluti Kársness Whale Point. Þar sem nú er gróðrastöðin Storð við Dalveg var herskálahverfið Hilton Camp. Fífuhvammsvegur hét Hilton Road.
Sambúð Kópavogsbúa og setuliðsins var yfirleitt friðsamleg og höfðu heimamenn nokkurn ábata af hernum. Síðustu hermennirnir í Kópavogi fóru af landi brott í apríl 1944. Braggarnir sem herinn skildi eftir voru nýttir á ýmsan hátt. Framfarafélagið Kópavogur, sem varð til þess að sveitarfélagið Kópavogshreppur varð til 1948, var stofnað í bragga í Hilton Camp 13. maí 1945 og árið 1950 var búið í þremur bröggum í Kópavogi. Búnaður sem herinn skildi eftir var nýttur af Kópavogsbúum, skátaflokkurinn Fálkar notaði hertjöld á árunum 1947-1948.
Þjóðverjar gáfust upp 8. maí 1945 og styrjöldinni lauk í Evrópu. Bandaríkjamenn vildu þó hafa herstöð áfram og yfirgáfu síðustu hermennirnir Ísland ekki fyrr en 8. apríl 1947 í samræmi við Keflavíkursamninginn. Árið 1951, tveimur árum eftir að Ísland gekk í NATO, var gerður umdeildur samningur við Bandaríkjamenn um hervernd landsins sem stóð til 2006.

Kópavogur

Hernámið – skillti.

Hvalbak

Við Álfhól í Kópavogi er upplýsingaskilti. Þar má m.a. lesa eftirfarandi:
Hóllinn er trúlega þekktasti álfhóll Kópavogs og hefur skapað sér slíkan sess í skipulagi bæjarins að varla verður honum hnikað héðan af. Hann er sýnilegt dæmi um þjóðtrú Íslendinga og hve sterk hún hefur verið allt fram á þennan tíma. Hólinn mætti merkja með látlausum hætti.

Kópavogur

Álfhóll.

Álfhóll er stórgrýttur grasi gróinn hóll sem gengur út í götuna. í hólnum er sagt að búi þrír álfar, einn gamall og tveir unglingsálfar; en að þeir hafi verið fleiri hér áður.

Álfhóll

Kópavogur – Álfhóll.

Fjórum sinnum er talið að álfar hafi haft áhrif á framkvæmdir við hólinn.
Byrjað var á lagningu Álfhólsvegar seint á fjórða áratugnum. Veginn átti að leggja frá Hafnarfjarðarvegi að Álfabrekku og tengja við Nýbýlaveg. vel gekk að leggja veginn út að Álfhólnum en þegar þangað var komið og átti að fara að sprengja var framkvæmdafé uppurið. því er haldið fram að álfar hafi komist í bókhald bæjarins.

Áratug síðar átti að hefja framkvæmdir aftur. Fyrsta skrefið var að ryðja burt hólnum en þegar þær framkvæmdir hófust fóru dularfullir atburðir að gerast. Vinnuvélar biluðu, verkfæri skemmdust og mörg þeirra hurfu á óskiljanlegan hátt. Hætt var við að ryðja burtu hólnum og var settur hlykkur á veginn fram hjá honum.

Kópavogur

Álfhóll.

Í lok níunda áratugarins átti að endurbæta veginn. Framkvæmdirnar gengu mjög vel þar til ráðgert var að leggja mabik upp að hólnum. Fjarlægja átti hluta hólsins en til þess átti að nota öflugan steinbor tengdan kraftmiklli loftpressu. Þegar menn hófust handa við að bora í klöppina þá brotnaði borinn. Það dugði heldur ekki til að ná í annan bor því allt fór á sama veg og segja sjónarvottar að hann hafi hreinlega kubbast í sundur.

Kópavogur

Kópavogur – Álfhóll.

Í kjölfar þess neituðu verkamenn að koma nálægt hólnum með vélar og verkfæri. Vegaskipulaginu var breytt og er þarna þrenging og hraðahindrun á veginum ásamt gangbraut sem þjónar vel þeim börnum sem sækja Digranesskola.
Áhrifum álfa var þó ekki lokið. Lóðunum austan við hólinn var úthlutað á níunda áratugnum og þar á meðal var lóðin Álfhólsvegur 102, sú sem næst liggur hólnum. Eigandi lóðarinnar hóf þar aldrei framkvæmdir heldur skilaði lóðinni með þeim skýringum að honum litist ekki á lóðina og vildi ekki byggja þar. Að öðru leyti vildi hann sem minnst um málið segja. Hvort sem álfum var um að kenna eða ekki þá er enn ekkert hús númer 102 við Álfhólsveg og fellur lóðin ásamt hólnum nú undir bæjarvernd.
Hvort sem um er að ræða álfa, röð tilviljana eða ókunnug öfl þá er Álfhóllinn athyglisvert kennileiti í bænum. Örnefnið er hluti af sögu bæjarins og álfasögurnar af þessum skemmtilega stað gefa tilefni til mikilla vangavelta.

Álfhóll

Álfhóll – skilti.