Rofabarð

Rétt eftir landnám jókst uppblástur hér á landi. Síðan hefur uppblástur verið eitt stærsta vandamál sem við Íslendingar eigum við að etja. Um landnám var rúmlega helmingur (yfir 60%) landsins gróinn, en nú einungis tæplega fjórðungur. Meira en helmingur gróðurlendis er horfinn og svo mun verða enn um sinn.
Helstu orsakir uppblásturs eftir landnám eru t.d. minnkandi loftslag, af völdum náttúrunnar, mikil gjóskugos, eyðing skóga, af mannavöldum og hugsanlega ofbeit Forn gata ofan Krýsuvíkurbúfjárs á afmörkuðum svæðum. Tvær fyrri orsakirnar eru af völdum náttúru og getur því enginn stjórnað því. Vitað er á landnámsöld var loftslag nokkuð hlýrra en á síðari öldum og þessi kólnun á þátt í auknum uppblástri. En uppblástur er gróðureyðing af völdum vinda og vatns á mörkum gróðurlendis og auðnar. Einkum eru það móar sem blása upp en sjaldan mýrar en við sérstakar aðstæður getur hvorutveggja  náð að blása það upp. Þegar fólk gengur um landið, ekki síst Reykjanesskagann, nú til dags með það fyrir augum að gaumgæfa minjar og áætla hvernig umhorfs hafi verið fyrrum þarf að hafa í huga að landið hefur breytt um ásýnd – sumstaðar verulega.
Margir telja að ofbeit búfjárs t.d. lausagangur hesta og sauðfjárs hafi mikil áhrif á jörðina. Með beitinni verður lággróðurinn lágvaxnari og grisnari. Mikið traðk getur opnað gat í grasrótina svo uppblástur af völdum vinda og vatns getur farið af stað. Sauðfé sækir einnig í fersk gras, sem aftur á erfiðara um vik. Á móti má segja að þar sem búfénaður hefur haft viðdvöl um lengri tíma, t.d. í og við selstöðurnar eða fjárskjólin, er grasgróðurinn í hvað bestu ásigkomulagi, jafnvel öld eftir að hann hvarf þaðan.
Gjóskugos er annað atriði sem hefur haft veruleg áhrif á umhverfi Reykjanesskagans. Í miklum gjóskugosum fellur gosaska á víðlend gróðursvæði og kaffærir  gróðurinn. Vindurinn fær mikið efni til þess að taka með sér og dreifa. En gróðurinn er þó jafnan fljótur að jafna sig og vaxa upp í gegnum öskuna og binda hana í jarðveginum. Stór gjóskugos hafa átt sér stað fyrir landnám án þess að uppblástur færi úr böndunum, en hitinn frá hraunkvikunni og endurnýjun hraunanna, hvert ofan á annað, hefur takmarkað lífslíkur gróðurs á sumum svæðum.
Eftir landnám var skógurinn höggvinn miskunnarlaust til kolagerðar og eldiviðar. Eftir það var búfénaði beitt á rjóðrin svo hann átti erfitt með að vaxa upp að nýju. Nú er aðeins um 1/100 hluti landsins skógi vaxinn. Fólk er þó byrjað að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að vernda skógana og eru nú nokkrir skógar hér á landi verndaðir. Í þeim er bannað að höggva trén eða hafa búfjár lausan. Takmarkalaus skógrækt er þó ekki lausnin.
Gróðureyðing í KrýsuvíkÞað er fleira sem náttúran sjálf gerir sem skaðar getur gróðurinn. Sem dæmi má nefna jarðskjálfta og snjóflóð. Í snjóflóðum grefst mikið af gróðri undir mörgun tonnum af snjó og skriðum. Getur það tekið dágóðan tíma fyrir gróðurinn að ná sér aftur upp. Í aurskriðum geta stór gróðursvæði farið undir mold og mulning. Í jarðskjálftum hristist jörðin og getur t.d. mold runnið yfir gróður og þannig sökkt honum í mold.
Það eru einkum móar sem blása upp, sjaldan mýrar því bleytan bindur korn mýramósins saman svo vindur nær ekki tökum á þeim. Við sérstakar aðstæður getur þó vindrof hins vegar náð að þurrka mýrar sem síðan blása upp.
Menn hafa einnig mikil áhrif á uppblástur og gróðureyðingu. Má þar nefna bílaslóða. Alltof víða er hægt að rekja slóð bíla þar sem ökumenn hafa verið að keyra um að því er virðist stefnulaust. Þeir skilja oft eftir sig ljót för í jarðveginum sem geta verið lengi að ná sér. Þessar slóðir eru einnig hættulegar fyrir  gróðurlendi, opna uppblæstri leið og skapa farvegi fyrir afrennsli regn- og leysingavatn. Þetta er þó ekki nýtt vandamál því víða má sjá hvar vatn hefur grafið fornar götur og reiðleiðir.
Þannig hefur verið stöðug barátta milli uppblásturs og sjálfsgræðslu Íslands, allt frá því að land greri upp eftir að ísaldarjöklar hurfu af landinu fyrir 10.000 árum. Breytist loftslag ekki helst jafnvægi milli uppblásturs og gróðureyðingar, álíka mikið land blæs upp og grær upp. Ef hins vegar loftslag batnar dregur úr uppblæstri, en sjálfsgræðsla eykst, svo gróðurlendi stækkar. Í versnandi loftslagi eykst uppblástur, en sjálfsgræðsla hægir á sér, svo gróðurlendi dregst saman.

Krýsuvík

Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.

Uppblástur er eitt stærsta vandamál sem við Íslendingar eigum við að etja. Svæðið umhverfis Reykjavík, bústað fyrsta landnámsmannsins, hefur orðið uppblæstri að bráð. Þar sem áður var birkiskógur eru nú ber holt og blásnir melar með mýrasundum á milli. Hrauna- og móbergssvæðin á SV-landi eru mjög illa farin af uppblæstri, Reykjanesskaginn nær alveg blásinn, gróðurlaus og ber. Fyrstu kynni flestra erlendra ferðamanna af íslenskri náttúru eru hrjóstrin milli Keflavíkur og Reykjavíkur, fremur napurleg landkynning.
Jarðvegseyðing er hins vegar ekki séríslenskt vandamál. Víða um heim á sér stað gífurleg jarðvegseyðing. Ofbeit og ofnýting lands kom af stað gífurlegum uppblæstri (Sahara stækkar stöðugt, Bandaríkin, Ástralía og víðar). Skógarhögg og brennsla skóga og meðfylgjandi álag á landið (Grikkland hið forna. Regnskógar hitabeltisins) hafa gjörbreytt gróðurlendi til hins verra. Loftslagsbreytingar eiga hér einnig sinn þátt. Og sífellt hverfur meira gróðurlendi undir mannvirki og malbik.
Gróðureyðing í ofanverðri Krýsuvík