Lönguhlíðahorn
Enginn veit með vissu hvað íslenzka flóran hefur að geyma margar tegundir af plöntum. Á hverju ári finnast allmargar nýjar tegundir, bæði af sveppum, fléttum og mosum sem ekki var áður vitað að væru til á Íslandi. Það er hins vegar sjaldgæfara að nýjar blómplöntur og byrkningar finnist. Undantekningar eru þó þó blómin sem fundust við Árnastíginn um árið…

Hvönn

Hvönn.

En eftir því sem best er vitað í dag, á þessari stundu, munu um 5.400 villtar tegundir plantna vaxa í landinu.
Fjöldi plöntutegunda á Íslandi er hlutfallslega lágur miðað við mörg önnur sambærileg svæði með svipuð veðurskilyrði. Skýringu þess er einkum að leita í einangrun landsins og skömmum tíma síðan ísöld lauk, en kuldaskeið íslandar hafa útrýmt mörgum tegundum, sem síðan hafa ekki átt afturkvæmt. Þó má á ári hverju sjá nýja landnema, ef vel er að gáð.
Á Íslandi eru nú skráðar:
-um 2000 tegundir af sveppum, auk um 700 tegundir sveppa sem eru fléttumyndandi, þ.e. hafa þörunga í þjónustu sinni.
-um 710 tegundir af fléttum.
-um 600 tegundir af mosum.
-um 430 tegundir villtra blómplantna.
-um 40 tegundir af byrkningum.

Bikarblóm

Bikarblóm.

Á Reykjanesskaganum er stundum sagt að þar sé einungis eitt blóm – og þá er mosinn ekki meðtalinn. Þetta blóm heitir stundum lambagras, stundum geldingahnappur, stundum bláklukka, stundum brönugras – allt eftir hvernig á það er litið. Þetta eina blóm vekur alltaf jafn mikla athygli, hvar sem til þess sést á annars fáskrúðugu landi. Þess vegna er svo mikilvægt að líta niður fyrir sig og í kringum sig næst þegar þegar gengið er utan vegar á skaganum. Horfa þarf á litla blómið, lit þess og lögun. Hvorutveggja segir til um nafn þess.
Á Reykjanesskaganum er annars stór hluti hans þakin hraunum og eru þau klædd mosaþembu (hraungambra), mólendi eða jafnvel kjarri, allt eftir aldri hraunanna.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Að öðru leyti ber mest á lyng- og heiðagróðri, mólendi eins og það er oftast kallað, en minna ber á graslendi eða jurtastóði þó það sé einnig til og þá aðallega í lautum og bollum. Einnig er töluvert kjarrlendi í brúnum. Á seinni árum hefur sá trjágróður sem gróðursettur hefur verið sett svip á landið og jafnframt hefur annar gróður tekið verulegum framförum vegna skjóls og friðunar. Þó má sjá verulega gróðureyðingu á einstökum svæðum, s.s. í Krýsuvík og á Strandarheiði og upp með fjallshlíðum, s.s. í Brennisteinsfjöllum.
Allur gróður á sér ákveðinn líftíma. Þá deyr hann og annar gróður tekur við. Á meðan vinna vindar, vatn og frost á veikburða gróðrinum og gerir nýjum erfitt uppdráttar.
Sjá meira um gróðir á Reykjanesskaganum HÉR, HÉR og HÉR.Heimildir m.a.:
-http://floraislands.is/

Hraungambri

Hraungambri.