Jarðaber

Jarðarber (fragaria vesca) eru af rósaætt eins og hrútaber enda eru blöðin áþekk, a.m.k. fyrir blómgunartíma. Þau finnast villt hér á landi, einkum sunnan- og suðvestanlands. Blóm jarðarberja eru hvít þótt aldinið sé auðvitað rautt eins og alkunna er.
JarðaberJarðarber eru eiginlega ekki ber í grasafræðilegum skilningi heldur verða þau til í sjálfum blómbotninum á þann hátt að hann þrútnar út og verður að gómsætu aldini. (Ágúst H. Bjarnason 1983: 72)
Jarðarber hafa vaxið villt í Evrópu svo lengi sem menn muna en þau eru smá. (Novak 1972: 103) Amerísk villt jarðaber eru einnig smá en aftur á móti mun frjósamari. Kynbætur og ræktun er aldagömul og hófst með fundi Suður amerískrar tegundar sem bar mikilu stærri ber en áður þekktist.
Berin þóttu góð við slæmum maga, matarólist, þvagstemmu, brjóstveiki, liðaverkjum og steinum í nýrum og blöðru. Tennur verða hvítar og fallegar, sé jarðarberjasafi látinn verka á þæri í 5-10 mín. og þær síðan þvegnar úr volgu vatni, sem lítið eitt af matarsóda var bætt í. (Ágúst H. Bjarnason 1983: 72)
Á Reykjanesskaganum má t.d. sjá villt jarðaber í Herdísarvíkurfjalli (Fálkageirsskarði), í Núpshlíðarhorni og undir Háabjalla.

Jarðaber

Jarðaber.