Gullkollur

“Þar sem hraun þekur mest af yfirborði Reykjanesskagans og lítið er um jarðvatn er fjölbreytni gróðursins ekki mikil. Mikil úrkoma nægir ekki til að mynda þykkan jarðveg ofan á hrauninu vegna þess hve það er ungt. Dæmigert úthafsloftslag og veturnir sem eru yfirleitt mildir eru plöntum í hag en hins vegar blæs mikið og lítið er um heita og sólríka sumardaga sem rýrir vaxtarskilyrði gróðursins verulega.

Heiðmörk

Blandaður gróður á Reykjanesskaganum.

Algengasta plantan er gamburmosi, síðan koma krækilyng og beitilyng. Nokkuð má sjá af birki sérstaklega við Straumsvík, í Almenningum og í Herdísarvíkurhrauni. Votlendisgróður finnst aðeins á smá blettum fyrir utan mýrarnar við Kleifarvatn og í við Krýsuvík. Hér eru engin há og stór fjöll sem mynda skjól fyrir vindi svo að trén nái að vaxa vel. Því er gróðurinn mjög lágvaxinn á Reykjanesinu”.

Heiðmörk

Nýsprottinn gróður upp úr gömlu hrauni.

Stór samfelld grassvæði eru t.d. á Selsvöllum, Vigdísarvöllum, Krýsuvík, Baðsvöllum og víða með ströndinni.

Krýsuvík

Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.

Birki og kjarr er víða í hraunum, sem mynda gott skjól víða á Reykjanesinu. Þess nýtur sá best, sem gengur um um þau í norðannæðingi eða austanágjöf. Þá er víða snjólétt í hraunum og snjó tekur fljótt upp vegna sólarhitans frá dökku grjótinu.

Sum svæðin hafa látið mjög á sjá á seinni öldum vegna gróðureyðingar, s.s. Vatnsleysustrandarheiðin, Selvogsheiðin og Krýsuvík, og uppblásturs. Þá hefur orðið verulegt sandfok í Selvogi og á Hafnaheiði. Eitt seljanna, sem þar var tilgreint [frá Gálmatjörn (Kalmannstjörn)], undir Stömpum, er t.d. með öllu horfið. Sum selin á Vatnsleysustrandarheiði sjást enn vel frá Reykjanesbrautinni þar sem þau kúra á gróðurtorfum, sem þráast enn við fyrir áburðinn frá selstímanum.

Lyklafellsleið

Gróður á Mosfellsheiði.