Færslur

Brennisteinsfjöll

Brennistaeinsjallasvæðið hefur nú verið friðlýst. Því ber að fagna.
Verndarsvæðið er 123 ferkílómetrar að stærð og liggur í 400-500 metra hæð milli Kleifarvatns og Heiðarinnar há. Um er að ræða stærsta óbyggða víðerni sem eftir er í nágrenni höfuðborgarsvæðisins þar sem finna má ósnortnar gosminjar og minjar um brennisteinsnám en einnig kjarri vaxið svæði við Herdísarvík.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsnámurnar í Brennisteinsfjöllum.

Í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla er að finna skýrt afmarkaða gos- og sprungurein en einnig dyngjur og er Kistufell þeirra mest. Brennisteinsnám var stundað á svæðinu í nokkur ár milli 1876 og 1883 og sjást ummerki þess enn í hrauninu.

Kista

Kista í Brennisteinsfjöllum – samtal.

Með friðlýsingunni er háhitasvæði Brennisteinsfjalla verndað gegn orkuvinnslu yfir 50MW í varmaafli. Friðlýsingin nær ekki til annarra þátta en orkuvinnslu.

Brennisteinsfjöll

Útsýni yfir Reykjanesskagann til vesturs frá Bollum.

Húshólmi
Í Hauksbók Landnámu og Sturlubók Landnámu er kveðið á um að Steinunn gamla hafi fengið Rosmhvalanesið í kaup við Ingólf frænda sinn. Hún bjó í Hólmi. Herjólfur Bárðason fékk land hjá Ingólfi milli Vogs og Reykjaness og er talið að hann hafi haft bú í Gamla-Kirkjuvogi við Ósabotna utanverða.
Gufuskálar

Brunnur við Gufuskála, skammt frá skálatóft.

Lönd Steinunnar og Herjólfs lágu því saman við Ósabotna. Land Steinunnar náði að Hvassahrauni, en hún gaf frænda sínum Eyvindi land á milli þess og Kvíguvogsbjarga þar sem líklega hefur verið miðað við Innri-Skoru. Eyvindur bjó í Kvíguvogum. Hann skipti síðan á því landi við Hrolleif Einarsson á landi í Þingvallasveit þar sem hann bjó að Heiðarbæ, en flutti síðan að Bæjarskerjum á Romshvalanesi. Ásbjörn Özurarson fékk land frá Hvassahrauni að Álftanesi og Þórður skeggi fékk land norðan við Ingólf þar sem nú er Mosfellsveit. Herjólfur fékk land frá Kotvogi að Reykjanestá, en Molda-Gnúpur þaðan að Selatöngum. Austar var Þórir haustmyrkur (Krýsuvík) og Álfur Egzki austan Selvogs að Ölfusárósum.

Í nýrri bók Trausta Valssonar “Skipulag byggðar á Íslandi” er kort af skiptingu landnámsins, auk korta af verleiðum og helstu samgönguleiðum á SV-landi skv. korti frá 1849.
Valahnúkar

Á Reykjanesskaganum eru nokkrir alræmdir draugar, s.s. Stapadraugurinn, Arnarfells-Labbi og Tanga-Tómas á Selatöngum. Einnig hefur borið á annars konar draugum á svæðinu, jafnvel mennskum:

Draugshellir

Draugshellir í Valahnúk.

1. Mógrafa-Móri. Hefur sést við mógrafir. Segir sagan að hann hann hafi ætlað að ná sér í mó hjá öðrum, fallið í gröfina og ekki komist upp aftur fyrr en að sér gengnum. Nú situr hann fyrir þeim, sem leið eiga um mógrafasvæðið.
2. Landamerkja-Labbi. Sagt er að sá, sem færir til landamerkjavörðu, dæmi þar með sjálfan sig til að rogast með grjót í vörður allar nætur til eilífðarnóns. Dæmi eru um nokkra slíka á Reykjanesi. Ekki er þó vitað til þess að þeir hafi gert öðrum en sjálfum sér mein.
3. Hella-Hedda. Einn af fáum kvendraugunum. Á það til, líkt og Tanga-Tómas á Selatöngum, að grípa í hæla fólks er á leið um dimma hella, einkum þar sem fallegar hraunmyndanir er að finna, slökkva á ljósum þess eða gera því aðra grikki. Nokkur dæmi er um að fólk hafi lent í verulegum erfiðleikum með að rata út aftur eftir aðfarir hennar.
4. Írafells-Móri. Írafells-Móri var alþekktur hér í Reykjavík á seinna hluta 19. aldar. Var talið að hann fylgdi Mörtu Þórðardóttur skóara í Vigfúsarkoti. Annars fylgdi hann líka Engeyingum og var því oft nefndur Engeyjarmóri. Þeir feðgar Kristinn Magnússon og Pétur kölluðu hann frænda sinn, en gættu þess að hann kæmist ekki út í eyna.

Tröll.

Valahnúkar

Tröll á Valahnúkum.

Tröll eru á mörkum þess vitsmunalega. Þau standa fjær manninum en t.d. álfar og huldufólk.
Sagnir eru um tröll á Reykjanesi. Nokkrar klettamyndanir og örnefni staðfesta sagnir um að sum þeirra hafi orðið þar að steinum, s.s. á Valahnjúk ofan við Valaból. Sögn er og til um að dautt tröll hafi fundist fyrir alllöngu síðan, en ekki er vitað hvað varð um “jarðneskar” leifar þess. Ekki er útilokað með öllu að enn kunni að finnast dauð tröll á svæðinu. Sum svæðin eru það lítið könnuð.
Örnefni á Reykjanesi benda til trölla, s.s. Trölladyngja og skessukatlar. Sumsstaðar má sjá steinrunnin tröll á varðbergi, s.s. á Sveifluhálsi og í Hlíðarskarði. Grýla og Leppalúði gista milli jólalangt í hellum á nesinu, Skessa bjó í Festarfjalli og til tröllabarna sást lengi vel í Krýsuvík.

HÉR má sjá meira um drauga á Reykjanesskaganum.

Tröll

Tröllin vaka yfir hraununum.

Eldfjallagarður

Hér fer á eftir Framtíðarsýn Landverndar gjörð í kjölfar aðalfundar 29. apríl 2006. Lagt er til að Reykjanesskagi verði ,,Eldfjallagarður og fólkvangur“.

Tvíbolli

Tvíbolli (Miðbolli).

Framtíðarsýn Landverndar fyrir Reykjanesskaga, þ.m.t. Hengilssvæðið, er að frá Þingvallavatni og út á Reykjanestá og Eldey verði stofnaður ,,Eldfjallagarður og fólkvangur.“ Þessi framtíðarsýn grundvallast á náttúruvernd samhliða fjölbreyttri annarri nýtingu á auðlindum Reykjanesskagans. Skaginn hefur óumdeilanlega jarðfræðilega sérstöðu á heimsvísu og í reynd skortir alþjóðleg viðmið til að staðfesta verndargildi hans. Reykjanes er til að mynda eini staðurinn á jörðinni þar sem berlega má sjá hvar úthafshryggur gengur á land með eldsumbrotum og jarðhræringum.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – þrívíddarkort.

Fjölmörg náttúruvætti og minjar á náttúruminjaskrá yrðu innan „Eldfjallagarðsins og fólkvangsins“, þ.á.m. Reykjanesfólkvangur og Bláfjallafólkvangur. Jarðmyndanir á Reykjanesskaganum hafa margar hverjar hátt verndargildi og gætu orðið helsta aðdráttarafl skagans fyrir ferðamenn og útivistarfólk.
Svæðið frá Stóra Kóngsfelli suður og vestur fyrir Brennisteinsfjöll eru ósnortin víðerni. Fágætt er að slíkar landslagsheildir sé að finna svo nálægt þéttbýli og er mikilvægt að halda þeim ósnortnum.

Eldborg

Eldborg í Svínahrauni.

Verðmætar menningarminjar eru einnig víðsvegar á Reykjanesskaganum og má þar nefna Selvog, Herdísarvík, Krýsuvík, Húshólma og Selatanga. Þá ber að nefna mikilfenglegt lífríki, s.s. fuglalíf í Eldey, Hafnarbjargi og Krýsuvíkurbergi, mosaþakin nútímahraun og gróskumikil svæði með háplöntum á stöku stað. Á svæðum sem þessum þarf að leggja ríka áherslu á að varðveita menningarlandslag, lífríki, einstaklega fjölbreyttar jarðmyndanir og minjar um eldvirkni á úthafshryggnum.

Seltún

Hverasvæðið í Seltúni.

Á Reykjanesskaga eru nokkur háhitasvæði, Reykjanes, Eldvörp, Svartsengi, Sandfell, Trölladyngja, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og Hengilssvæðið. Umtalsverð orkuvinnsla er þegar til staðar á svæðunum austast og vestast á skaganum. Helst er skynsamlegt að þróa áfram nýtingu jarðvarmans á þeim svæðum sem þegar hafa verið virkjuð að hluta. Leggja þarf áherslu á rannsóknir og djúpboranir sem gætu margfaldað orkuvinnslugetu þessara svæða.
Auk orkunýtingar væru á virkjunarsvæðum starfrækt heilsuböð og nýting jarðhitaefna s.s. í framleiðslu húðvara, upplýsingastöðvar og þjónustumannvirki fyrir ferðamenn, útivistarfólk og íbúa.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg undir Geitahlíð.

Á og við Reykjanesskaga búa nú um 200 þúsund manns og er fyrirsjáanlegt að þeim fjölgi á næstu árum. Þannig vex þörfin fyrir fjölbreytt og skipulagt útivistarland í nágrenni þéttbýlisins enn frekar. Flestir ferðamenn sem koma til landsins fara um Keflavíkurflugvöll og spár benda til að eftir áratug verði árlegur fjöldi þeirra allt að ein milljón. Rannsóknir sýna að íslensk náttúra dregur þá flesta til landsins og bætt aðgengi að náttúru og menningarminjum skagans myndi efla ferðaþjónustu innan svæðisins til mikilla muna því flestar gistinætur ferðamanna hérlendis eru einmitt á Reykjanesskaganum.

Sogin

Horft yfir Sogin.

Með því að nýta hin mörgu tækifæri sem Reykjanesskagi hefur upp á að bjóða til náttúruverndar, útivistar og ferðaþjónustu auk orkuvinnslu og nýtingu jarðhitaefna, er unnt að skapa mikinn arð fyrir samfélagið. Framtíðarsýn Landverndar um náttúruvernd og fjölbreytta nýtingu felur í sér jákvæð áhrif á efnahag, samfélag og umhverfi í anda sjálfbærrar þróunar.

Heimild:
-http://www.landvernd.is/

Ferlir

“Græna stöffið” í hellinum FERLIR.

Reykjanesfólkvangur

Það mun hafa verið Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sem átti hugmyndina að stofnum fólkvangs á Reykjanesi. Þegar hann fór eitt sinn um Krýsuvíkursvæðið og var að skoða verksumerki eftir fjósbygginguna í Krýsuvík 1948 Reykjanesfólkvangur - kortblöskraði honum að sjá hvernig hluta af uppgreftrinum hafði verið ýtt fram af brún Grænavatns, sem er bæði merkilegur og fallegur sprengigígur. Honum fannst að bregðast þyrfti við. Að hans mati virtist fólk ekki gera sér grein fyrir hverskonar náttúrufyrirbæri gígurinn væri. Hann taldi að kominn væri tími til að vernda náttúruna á svæðinu fyrir framkvæmdagleði mannanna.
Náttúruverndarlög, sem sett voru 1956, gerðu ráð fyrir að sveitarfélög gætu stofnað fólkvanga og að þjóðvangar yrðu í ríkiseign. Um málefni Reykjanesfólkvangs hafði verið fjallað, en árið 1968 voru þau tekin upp að nýju þegar skipulagsstjóri boðaði fulltrúa Náttúruverndarráða á Stór-Reykjavíkursvæðinu til samráðsfundar. Í framhaldi af því var skipuð samstarfsnefnd, sem átti að gera tillögu um hvaða náttúruvætti bæri nauðsyn til að friða á svæðinu.

Sigurður Þórarinsson

Sigurður Þórarinsson.

Dr. Sigurður Þórarinsson varð formaður samstarfsnefndarinnar og í október 1969 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur samhljóða hugmynd um að stofnun Reykjanesfólkvangs, sem átti að ná frá Elliðavatni að Krýsuvíkurbergi. Ætlunin var að sameina Heiðmörk, Bláfjallasvæðið, Krýsuvíkurland og Herdísarvíkurland.
Eftir langan meðgöngutíma og margskonar hræringar var ákveðið að einskorða Reykjanesfólkvang við núverandi mörk. Ástæðan var sú að ekki náðist full samstaða um svo stórt svæði innan þeirra sveitarfélaga sem tengdust málinu, enda sveitarstjórnarfólk jafnan illu heilli haft litla innsýn í þau miklu varanlegu verðmæti, sem þar er að finna. Þó var ákveðið að fólkvangurinn spannaði um 300 km2 landsvæði. Það er stærð fólkvangsins í dag, rúmum 30 árum seinna, og er hann enn sem komið er langstærsta friðlýsta svæði sinnar tegundar hér á landi. Hinsvegar er Undir NorðlingahálsiReykjanessvæðið allt um 1700 ferkílómetrar og spannar það þó ekki allt hið forna landnáms Ingólfs.
Reykjanesfólkvangur var stofnaður með reglugerð sem tók gildi  1. desember 1975. Sveitarfélögin sem stóðu að fólkvangnum voru: Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanesbær. Stjórn fólkvangsins er enn í höndum þessara sveitafélaga í samráði við Umhverfisstofnun. Fulltrúi Reykjavíkur er formaður stjórnarinnar þótt Reykjavík eigi ekkert land í fólkvangnum sjálfum.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – kort.

Mörk fólkvangsins að austan eru sýslumörk Gullbringu- og Árnessýslu. Að norðan tengist hann Bláfjallarfólkvangi. Vesturmörk fólkvangsins eru vestan við Undirhlíðar og Núpshlíðarháls fram í sjó við Selatanga. Suðurmörkin fylgja strandlínunni.
Reykjanesfólkvangur samanstendur að stórum hluta af gróðurlitlum, en litskrúðugum og jarðfræðilega “safaríkum” móbergshæðum, mosagrónum hraunum og formfögru fjallalandslagi. Tveir áberandi meginfjallshryggir (og aðrir minni) liggja eftir fólkvangnum miðjum og eru í NA-SV stefnu, eins og sprungureinarnar sem ganga úr Atlantshafinu og taka land á Reykjanestá. Þessi hryggur skiptir vestanverðum Reykjanesskaganum á milli Evrasíu flekans og Ameríkuflekans sem gerir svæðið einkar áhugavert fyrir jarðfræðinga og aðra sem velta grundvallarþáttum jarðfræðinnar fyrir sér.
Á SveifluhálsiStærstu fjallahálsarnir fyrrnefndu nefnast Núpshlíðarháls (Vesturháls) og Sveifluháls (Austurháls). Hæstu hnúkar og tindar á þessum hálsum ná upp í u.þ.b. 400 metra hæð yfir sjó. Má þar nefna áberandi formfagra móbergshnúka í Stapatindum Sveifluhálsins og þá nyrstu í Núpshlíðarhálsi; Trölladyngju og Grænudyngju.
Brennisteinsfjöll eru austast í fólkvanginum en þar nær einstaka fjall upp í  u.þ.b. 600 metra hæð. Það má til dæmis nefna Hvirfil, Kistufell, Eldborgir og Vörðufell. Langahlíð, eða Lönguhlíðar, er enn annar fjallshryggurinn sem liggur austan og norðan við Kleifarvatn.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – þrívíddarkort.

Sunnan og vestan fjallanna þar sem hallar niður að Kleifarvatni er Vatnshlíð, frá Vatnshlíðarhorni að hinu nafnkunna felli Gullbringu, sem sumir segja að öll sýslan hafi verið nefnd eftir. Aðrir segja hana vera langhlíðina ofan og austan hennar. Nokkru sunnar er Geithöfði, Lambafellin og lengra í austurátt er Geitahlíð þar sem enn ein formfegurðin trjónir hæst; gígur Æsubúða. Segir þjóðsagan að þar hafi fyrrum, áður en hraunin runnu, verið verslunarstaður. Skipið Hvítskeggur á m.a. að hafa verið bundið þar við festar, er sáust lengi vel í Hvítskeggshvammi ofan Eldborganna.
Á SveifluhálsiNálægt hinu forna Krýsuvíkurhverfi eru tvö móbergsfell; Arnarfell og Bæjarfell. Nokkru suðvestan af Bæjarfelli er áberandi toppmyndað fell sem nefnist Mælifell, oftast kallað Krýsuvíkur-Mælifell, til aðgreiningar frá Skála-Mælifelli, sem er norðaustan Skála. Að vísu er enn eitt mælifellið á millum, en færri sögum fer af því í örnefnalýsingum. Nafngift fellanna fylgdi jafnan staðsetningum mælingastöðva danskra landmælinga- og kortagerðamanna um og í kringum aldarmótin 1900. Þau kort eru enn talin hin mestu nákvæmissmíð. Keilir er vestan Trölladyngju, eitt hið formfegursta fjall á Skaganum, en hann er þó ekki innan Reykjanesfólkvangs.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Eina verulega stóra stöðuvatnið í fólkvanginum er Kleifarvatn. Það er um 10 km2 að stærð og þar sem það er dýpst, í gjánum austur af Syðri-Höfða, nær það 97 metra dýpt. Sunnan vatnsins eru tjarnir, votlendi og smálækir sem renna í það. Kleifarvatn er á margan hátt undarlegt stöðuvatn sem byggir vatnsbúskap sinn að miklu leiti á regnvatni, og það rignir talsvert mikið í Krýsuvík.
KleifarvatnReyndar er öll rigningin tálsýn að hluta. Það þekkja þeir a.m.k., sem varið hafa nokkrum árum æfi sinnar á þeim slóðum. “Rigningin” er að mestu í formi þoku, sem jafnan grúfir sig yfir fjallgarðinn við hentug veðurskilyrði, enda hefur hann veruleg áhrif á veðurhvörf veggja vegna. Vatnsborðið Kleifarvatns hefur og sveiflast verulega á ákveðnum árabilum, þrátt fyrir að vatnið sé afrennslislaust ofan jarðar. Ástæðan er sú að sprungur í botni vatnsins opnast við jarðhræringar og þegar svo ber undir minnkar í Kleifarvatni.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Landnám 2002; Litla Grindavík numin.

Þetta kom glögglega í ljós árið 2000 þegar vatnsborðið lækkaði um 4 m og ummál vatnsins minnkaði í 8 km2. Þá urðu tveir miklir jarðskjálftar á Suðurlandi og varð sá seinni beint undir Sveifluhálsinum og Kleifarvatni. Það er því ekkert skrýtið þótt eitthvað hafi þurft undan að láta. Þennan dag, 17. júní (í fyrri skjálftanum), má segja að hálsinn hafi risið undir nafni; Sveifluháls, því hann liðaðist líkt og ormur. Það segja a.m.k. þeir er til sáu.
Nokkur merkileg gígvötn og tjarnir eru innan fólkvangsins, merkust þeirra eru Djúpavatn, Gestsstaðavatn, Grænavatn og Augun, en auk þeirra má finna dæmigert heiðarvatn á Krýsuvíkurheiði sem nefnist Bleiksmýrartjörn, líka nefnt Arnarfellsvatn.

Arnarvatn

Arnarvatn á Sveifluhálsi.

Arnarvatn er á Sveifluhálsi og Djúpavatn, Grænavatn og Spákonuvatn í Núpshlíðarhálsi. Lækir eru í Krýsuvík og við Djúpavatn, á Selsvöllum og víðar.

Reykjanesfólkvangur er mikið til þakinn hraunum og mörg þeirra hafa runnið í sjó fram. Það er fagur að skoða hraunfossana sem hafa steypst fram af fjöllunum niður á láglendið. Þar má nefna Fagradalshraun, Tvíbollahraun og hinn tilkomumikla hraunfoss Víti í Kálfadölum, auk hraunstraumana austast í sunnanverðum Núpshlíðarhálsi og fram af brúnum Stóra-Hamradals.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg.

Krýsuvíkurland frá Kleifarvatni að Krýsuvíkurbergi er þakið jarðvegs- og gróðurþekju, sem er ofan á nokkrum lögum af hraunum. Þessi hraunlög sjást ágætlega þegar samsetning landsins við Krýsuvíkurberg er skoðað.
Það eru nokkur ung hraun í Reykjanesfólkvangi, þar á meðal eru miklir hraunmassar sem flæddu víða í Krýsuvíkureldum sem stóðu yfir frá 1151-1180.
Hraunakort af ReykjanesskagaÞessi hraun hafa sum hver mótað landslagið á sögulegum tíma. Nýjustu rannsóknir staðfesta aldurinn svo glögglega að meginhraunin, Ögmundarhraun, Afstapahraun og Nýjahraun (Kapelluhraun/Bruni), eru talin hafa myndast um haustið 1151. Talið er að gamla Krýsuvík í Húshólma hafi að mestu horfið undir hraunflóðið. Þar eru enn allmerkar minjar sem lítill gaumur hefur verið gefinn til þessa. Líklega kunna þær að leiða í ljós, við nákvæmari rannsókn, elstu mannvistaleifa hér á landi – frá því fyrir norrænt landnám.

Krýsuvíkureldar

Krýsuvíkureldar – hraunakort.

Krýsuvíkureldar stóðu yfir ein 30 ár og þá varð hluti Kaldárhrauns til, sem kom úr mörgum smágígum við Undirhlíðar og vestan Helgafells; einnig Mávahlíðarhraun skammt frá Fjallinu eina og Traðarfjallahraun í Móhálsadal.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – rann 1151.

Víðáttumikil hraun, sem eru í stórum hluta bæjarlands Hafnarfjarðar, runnu úr gígum í Grindaskörðum og Þríhnúkum á sögulegum tíma, eftir landnám (um 950). En yngstu hraunin komu í eldgosi í Brennisteinsfjöllum, sem átti sér sennilega stað í kringum 1340 eða 1380. Þessi hraun eru því ekki nema rúmlega 600 ára gömul ef rétt reynist.
VBúrfellið suðurströnd fólkvangsins eru tvær litlar víkur, Hælsvík og Keflavík og milli þeirra er strandbergið Krýsuvíkurberg, sem er eitt merkilegasta fuglabjarg landsins. Þar hafa að jafnði verið um 100 þúsund sjófuglar. Mest er af svartfugli, þ.e. álku, langvíu og stuttnefju, en einnig er nokkuð af toppskörfum, silfurmáfum og fýlum, eða múkka eins og sjómenn kalla þann ágæta fugl. Krýsuvíkurberg var lengi vel nytjað af Björgunarsveit Hafnarfjarðar, en eftir jarðskjálftana árið 2000 varð áhættan meiri en áður vegna hættu á hruni. Áður fyrr var bergið ein helsta matarkista Krýsuvíkinga og hjáleigubænda þeirra.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Það eru æði margar og merkar menningarminjar víða í Reykjanesfólkvangi, sem tengjast búskap og atvinnu fyrri alda, en einnig má finna nýlegar minjar frá síðustu öldum. Elstu fornminjarnar eru í Húshólma (gamla Krýsvík) í Ögmundarhrauni. Þá eru margar selminjar innan fólkvangsins. Sem slík skipa selin stóran sess í búskaparsögu Reykjanesskagans, en í heildina má enn sjá þar leifa um 250 selstöðva.
Fornar minjar í HúshólmaKrýsuvík var lengi höfuðból og heimajörðinni fylgdu nokkuð margar hjáleigur. Krýsuvík var heil kirkjusókn á sínum tíma og þótti afskaplega góð jörð á meðan sjálfsþurftarbúskaður var stundaður á Íslandi. Um tíma voru 14 hjáleigur frá Krýsuvíkurbúinu. Útræði var frá Selatöngum fram undir aldarmótin 1900, en nokkur eftir það var róið frá Hólmasundi. Áður höfðu Krýsvíkingar skipt á seljabeit og uppsátri við Þórkötlunga í Grindavík og Kálfatjarninga á Vatnsleysuströnd. Beitilandið var svo gjöfult að sauðfé var látið ganga sjálfala árið um kring, það var stutt á fiskimiðin frá útverunum og þau gáfu vel í aðra hönd.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg.

Í Krýsuvíkurbergi var nóg af fuglakjöti og eggjum, og rekaviður skaffaði efnivið í hús og báta, amboð og annað er til þurfti. Rekaviður var m.a. sóttur í Keflavík austan Bergsenda og niður undir Heiðnaberg. Var þá farið um hinn brattumgengna Ræningjastíg. Frá honum honum segir í þjóðsögunni um komu Tyrkjanna til Krýsuvíkur, för þeirra í selið ofan við bergið og móttökur séra Eiríks á Vogsósum sunnan við Krýsuvíkurkirkju þann örlagaríka dag – fyrir þá.
KrýsuvíkurkirkjaÞrátt fyrir alla gnæðina fór Krýsuvíkurjörðin hægt og sígandi í eyði á fyrri hluta 20. aldar, eftir að stórskáldið Einar Benediktsson eignaðist hana ásamt norskum fjármálamanni. Það var sennilega tímanna tákn að skáldjöfurinn var á fallanda fæti á sama tíma og landsmenn voru að skipta um gír og hverfa frá sveitunum til að setjast að í þéttbýlisstöðunum við sjávarsíðuna þar sem góð hafnaraðstaða skipti meginmáli. Annars verður að segja um Einar Benediktsson, að skáldajöfursímyndin hafi í seinni tíð blindað ásýndina af svindlaranum.
Þegar Hafnarfjarðarbær eignaðist Krýsuvíkurjörðina um 1941 var Magnús Ólafsson síðasti íbúi Krýsuvíkur nánast kominn að fótum fram. Hann var fluttur nauðungarflutningi til Hafnarfjarðar eftir að hafa fengið slag, og um svipað leyti var bílvegurinn til Krýsuvíkur fullgerður. Þar með lauk hinni gömlu búsetu í Krýsuvík eftir tíu alda langa sögu, en nýi tíminn megnaði ekki að endurreisa staðinn á þann hátt sem ætlunin var.

Krýsuvík

Krýsuvíkurvegurinn lagður um Helluna við Kleifarvatn.

Vegagerðinni var m.a. ætlað tvenn hlutverk; annars vegar að gera Hafnfirðingum kleift að reisa mjólkurframleiðslubú í Krýsuvík og hins vegar til að auka öryggi mjólkuflutninga millum Flóamanna og Hafnfirðinga á vetrum þegar Hellisheiðarvegur tepptist. Ætlunin var og að virkja hverina í Seltúni og Hverahvammi til að framleiða raforku, en þær áætlanir runnu út í sandinn, líkt og mjólkurframleiðslan. Nú hefur verið gefið út rannsóknarleyfi í Krýsuvík til Hitaveitu Suðurnesja sem hyggst setja virkjun á laggirnar í þessum miðdepli fólkvangsins ef ráðist verður í byggingu álvers í Helguvík.
Fjöldi merkra náttúruminja eru í fólkvangnum, fallega mótaðar móbergsmyndanir, hraunstapar, hraunhellar og margháttað gróðurfar, sem reyndar á í vök að verjast. Landeyðing er mikil í Reykjanesfólkvangi. Landgræðsla hefur verið stunduð þar um áratugaskeið en árangurinn hefur verið minni en efni stóðu til. Samt sem áður má víða sjá grösuga bala en mest ber á uppblásnum melum og móbergshálsum. Ljóst má vera að fjallskollar, sem nú eru gróðurlausir, hafa margir hverjir verið verið þaktir gróðri áður fyrr. Má þar nefna Mælifellin.
Hraunsel undir NúpshlíðarhálsiJeppamenn notuðu Reykjanesið um tíma fyrir utanvega akstur en núna eru það aðallega menn á miðjum aldri sem aka svokölluðum endúró hjólum, eða mótorkrossmenn sem þeytast upp um öll fjöll og spæna upp viðkvæma dali á Reykjanesinu. Slíkur akstur er með öllu bannaður í Reykjanesfólkvangi eins og annarsstaðar utan vega á landinu. Dæmi eru einnig um að göngufólk skilji eftir sig rusl og önnur líti á ferðum sínum um svæðið.
Það eru tvö beitarhólf innan fólkvangsins. Annað (fyrir “hafnfirðingana”) er orðið nokkuð rótgróið en hitt (fyrir “grindjánana”) er nýlegt. Með beitarhólfunum hvarf “villibráðabragðið” af kjöti kindanna, sem áður ráfuðu frjálsar um hlíðar og fjöll. Annars hefur fé fækkað svo mikið á Reykjanesskaganum að líklegra hefði verið öllu ákjósanlegra að leyfa því að ganga sjálfala og hjálpa þannig til við að byggja upp annars gróðurlítil eða gróðurlaus svæði.
Nokkrar fornar þjóðleiðir liggja um Reykjanesfólkvang. Hluti af Selvogsgötu, Undirhlíðarleið, Stórhöfðastígur, Hrauntungustígur, Ketilstígur, Þórustaðastígur, MoshóllHálsavegur, Drumbsdalaleið, Sveifluleið, Hettuvegur, Dalaleið, og hluti af Suðurleiðinni gömlu, sem vermenn austan úr Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslum, fylgdu á leið sinni í verið á þorranum og aftur heim að vori. Þórustaðastígurinn lá t..d. frá Þórustöðum á Vatnsleysuströnd, meðfram Moshól nyrst á Selsvöllum, yfir Núpshlíðarháls að Vigdísarvöllum. Þar tók við Sléttuvegur upp að Hettuvegi yfir til Krýsuvíkur.

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegurinn 1961.

Nú eru helstu leiðirnar Krýsuvíkurvegurinn, sem var lagður 1935-1945, og Ísólfsskálavegur sem er að stofni til frá því um 1932, þótt núverandi vegur sé um hálfrar aldar gamall. Síðarnefndi vegurinn var að mestu lagður yfir gamla götu, þ.á.m. Ögmundarstíg, sem lá þvert yfir samnefnt hraun. Svo er vegslóði sem liggur að Djúpavatni og áfram um Krókamýri og Vigdísarvelli að Latsfjalli, sem er eingöngu opinn á sumrin. Þessa stundinar er verið að vinna við nýjan Suðurstrandarveg sem þó nokkrar deilur hafa staðið um. Sá vegur á að tengja saman byggðirnar í Suðurkjördæmi, þ.e. Suðurnesin og Suðurlandið.
Fyrir nokkrum árum lagði Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur fram tillögu um að gera RFjölmargir hellar eru innan fólkvangsinseykjanesfólkvang að Eldfjallagarði og stækka hann í leiðinni til austurs. Hann vildi draga Þríhnúkasvæðið inn í fólkvanginn. Meðal þess sem rætt hefur verið um í sambandi við Eldfjallagarð á Reykjanesi er sú hugmynd að bora gat inn í miðjan Þríhnúkagíg, sem er einn stærsti eldgígur heims. Hugmyndirnar er góðar sem slíkar, en framkvæmdin yrði auðvitað arfavitlaus – þ.e. að raska og umbreyta einu helsta jarðfræðifyrirbæri í heimi.
Reykjanesfólkvangur er á miðju virka gosbeltinu, sem liggur eftir Reykjanesskaga endilöngum.

Jarðfræði

Reykjanesskagi – jarðfræðikort.

Gossaga skagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin hefur verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin og virðast koma í hrinum sem koma á um 1000 ára fresti og stendur yfir í u.þ.b 200 ár.   Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma.   Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos. Það elsta eru Bláfjallaeldar sem hófust árið 930 og stóðu yfir í u.þ.b. 100 ár.   Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151. Í gosinu opnaðist um 25 km löng sprunga og rann hraunið til svávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum.
Misgengi og sigdalir eru margir í fólkvanginumAð sunnan myndaðist Ögmundarhraun í þessu gosi en að norðan rann Nýjahraun sem flestir nefna Kapelluhraun. Í þriðju goshrinunni urðu Reykjaneseldar sem stóðu yfir frá 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó þar sem Eldey reis upp úr sjónum.
Eldvirkni raðar sér á svokallaðar sprungureinar þar sem eru gosstöðvar og opnar gjár. Oft eru sigdalir eftir endilöngum sprungureinunum og gígaraðir.   Sprungureinarnar eru yfirleitt 25-50 km langar og 5-7 km breiðar. Tvær þeirra fara um Reykjanesfólkvang, þ.e Krýsuvíkurrein og Brennisteinsfjallarein sem liggja frá suðvestri í norðaustur yfir Reykjanesskagann. Háhitasvæði er á báðum sprungureinunum, þ.e. Seltún, sem er í næsta nágrenni við veginn norðan við Krýsuvík, og hverasvæðið í Brennisteinsfjöllum sunnan Draugahlíðar.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur á Sveifluhálsi.

Jarðlög Reykjanesfólkvangs eru grágrýtishraun frá síðustu hlýskeiðum ísaldar, móberg og bólsturberg sem hafa myndast undir jöklum síðustu jökulskeiða og hraun runnin eftir að jökull hvarf af svæðinu. Í Krýsuvík, og þar suður af allt til sjávar, er grágrýti sem jöklar hafa sorfið og skafið. Það eru væntanlega leifar af fornum dyngjum og hafa líklega myndast á síðasta hlýskeiði sem lauk fyrir 120 þúsund árum. Geitahlíð er gömul grágrýtisdyngja og grágrýtishella er líka suður af Lönguhlíð (um).  Sunnan, vestan og norðan Kleifarvatns er móberg og Núpshlíðarháls og Sveifluháls eru móbergshryggir sem hafa hlaðist upp undir jökli. Syðst og austast í fólkvanginum er Krýsuvíkurhraun, forsögulegt sprunguhraun. Norðan þess eru nokkur hraun runnin úr Brennisteinsfjöllum eftir landnám. Vestast í fólkvanginum er Ögmundarhraun frá árinu 1151.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort.

Jarðsagan er heillandi og á fáum stöðum opnast jarðsögubókin betur en hér á Reykjanesskaganum í fjölbreyttum jarðmyndunum. Hér má sjá úthafshrygg koma á land og á  “Brúnni milli heimsálfa” er hægt að ganga milli Ameríku og Evrópu. Sjá hvernig landið hefur gliðnað, sprungur opnast, gígar myndast og hraun runnið. Landið stækkar sígandi, lúshægt mælt í mannsævinni en á ægihraða í samanburði við ævi Jarðar, að meðaltali 2 sentimetra á ári.
Hér eru eldgígar af öllum gerðum og merkileg fjöll mynduð við eldgos undir jökli, bólstraberg og móberg, t.d. við Kleifarvatn þar sem í kaupbæti býr skrímsli. Litskrúðugt berg í Trölladyngju gefur Landmannalaugum lítið eftir og útsýnið af Keili er stórbrotið. Dyngjur nefnast flatir hraunskildir og móðir þeirra, Skjaldbreiður, rís við endimörk garðsins í norðri en litlar systur skreyta skagann, sumar úr bergi svo djúpt úr iðrum jarðar að það geymir jafnvel lykilinn að uppruna vatnsins á Jörðinni.
TrölladyngjaÁ Reykjanesi brýtur úthafsaldan bergið af ógnarkröftum, molar í spað og skolar upp í Sandvíkina. Næsta land beint í suður er Suðurskautslandið. Krísuvíkurberg og Festarfjall full af fugli, súlur og lundar sveima um. Að leggjast í mjúkan mosa er vandfundinn lífsreynsla í öðrum löndum. Reykjanesskaginn er unaðsreitur náttúruskoðara og ljósmyndara, hrein upplifun. Hér eru háhitasvæði með litríkum ólgandi leirhverum, öskrandi gufuaugum og hæglátum vatnshverum. Hér gengur sjórinn inn í bergið, mætir orku úr iðrum jarðar, hitnar og breytist í sjóðheitan jarðsjó sem nýttur er í Bláa lóninu og geymir lækningamátt. Jafnvel í fúlasta sjóðandi leirpytti er líf, frumstæðar lífverur sem una sér við öfga. Geymir Reykjanes að lykil að uppruna lífsins eða vísbendingar um mögulegt líf á öðrum hnöttum?

Húshellir

Húshellir – hreindýrabein.

Hreindýrum var sleppt á Reykjanesskaga árið 1777 og héldust þau þar við allt framundir 1930. Tófum hefur fjölgað á svæðinu á undanförnum árum. Í Kleifarvatni er nokkur silungur, en þar var sett bleikja um 1960.
Fjörur við suðurströnd skagans eru opnar fyrir úthafinu og klettóttar. Þar við efstu flóðmörk finnst sérkennileg stór grápöddutegund (krabbadýr). Krísuvíkurberg er stærsta fuglabjarg Reykjanesskaga. Rita er þar yfirgnæfandi, en einnig er mikið af fýl og svartfuglstegundunum, álku, langvíu og stuttnefju. Að auki verpur þar lundi, teista, toppskarfur og silfurmáfur. Undir berginu má stundum sjá útseli og lengra úti má stundum sjá til hvala af bergbrúninni.
Háhitasvæði eru innan fólkvangsinsAlls hafa fundist tæplega 200 tegundir blómaplantna og byrkninga (burknar, elftingar, jafnar) í Reykjanesfólkvangi. Flestar tegundirnar eru algengar um land allt, en einstaka eru bundnar við Suðurland, t.d. grástör og gullkollur. Við fyrstu sýn virðist svæðið hrjóstrugt á að líta, en ef betur er að gáð kemur í ljós margbreytilegt gróðurfar. Fyrst ber að nefna mosann sem klæðir hraunin á stórum svæðum eins og t.d. í Ögmundarhrauni og setur hann óneitanlega   mikinn svip á landið. Grámosi(gamburmosi) er ríkjandi tegund og ræðst tilvist hans af hinu raka úthafslofti. Annars staðar er gróskumikill lynggróður, t.d. krækilyng, bláberjalyng, aðalbláberjalyng, sortulyng og beitilyng.

Kerin

Birki ofan við Kerin í Undirhlíðum.

Lítið er um kjarrlendi í Reykjanesfólkvangi. Kjarrgróður er einkum norðanmegin á svæðinu, en ljóst er að núverandi kjarr eru leifar víðáttumeira kjarrlendis. Einna vöxtulegastur trjágróður er umhverfis Búrfell og Smyrlabúð. Birki er aðaltrjátegundin sem myndar kjarr, en á stöku stað má sjá allstóra gulvíðirunna. Undirgróðurinn er einkum lyng og grös, s.s. hálíngresi, ilmreyr, bugðupuntur, svo og blómplöntur, t.d. blágresi, brennisóley og hárdepla. Stór hluti fólkvangsins eru melar og bersvæði. Gróður er mjög strjáll á slíku landi og einungis harðgerðar tegundir þrífast þar, t.d. melskriðublóm, holurt, geldingahnappur og lambagras. Þéttur valllendisgróður liggur víða undir fjallshlíðum með ríkjandi grastegundum; týtulíngresi, hálíngresi og blávingli.   Flest eru valllendin tún fornra bæja eða selja eins og örnefnin gefa til kynna: Selvellir, Seltún og Vigdísarvellir. Mýrargróður er helst að finna í suðurhluta fólksvangsins. Stærst er mýrin við Stóra Lambafell, en þar vaxa algengar mýrarplöntur eins og mýrarstör, gulstör, klófífa, engjarós, mýrardúnurt og horblaðka.
KortEitt af sérkennum fólkvangsins eru jarðhitasvæðin og þar eru nokkrar einkennisplöntur. Fjölskrúðugastur er gróðurinn á jarðhitasvæðinu við Seltún. Þar vaxa tegundir  svo sem laugasef, lindasef og lækjadepla. Einnig er margbreytilegur gróður í volgrunni sem rennur um Seltún að leirhvernum Svuntu, t.d. sefbrúða og laugabrúða. Af sjaldgæfari tegundum má nefna ýmsar blómplöntur, t.d. fjalldalafífil. skógfjólu, geithvönn og jarðaberjalyng, sem finnast t.d. í Núpshlíð og Geitahlíð.
Innviðir Reykjanesfólkvangsins hafa allt til þessa dags verið stórlega vanmetnir í 30 ár, eða allt frá því að Sigurður Þórarinsson, vakti athygli á mikilvægi verðmæta hans. Nú er er kominn tími til að breyta um betur – varðveita svæðið í heild og skila sem flestum verðmætum þess til komandi kynslóða.

Hraunhólar

Hraunhólar undir Vatnsskarði eftir efnisnám.

Það stafar margskonar hætta að Reykjanesfólkvangi. Innan hans eru margar stórar efnisnámur. Ein við Bláfjallaveg sem fer sífellt stækkandi, ein við Vatnsskarð og sú þriðja í gígaröð Ögmundarhrauns nærri Latsfjalli. Nokkrar gamlar námur eru einnig til staðar, ein við Vatnshlíðarhorn og önnur þar sem Litla-Eldborg var undir Geitahlíð, en hún er ekki svipur hjá sjón vegna ótæpilegrar efnistöku á sínum tíma. Eldborgin undir Trölladyngju er að mestu horfin undir vegstæði og víða má bakatil við sjónröndina sjá hvar efni hefur verið tekið úr ómetanlegum jarðmyndunum. Auk þess má nefna mikinn áhuga fyrirtækja og stofnana að virkja þar á sem flestum stöðum – jafnvel þeim verðmætustu.

Heimildir m.a.:
-http://www.gamli.umhverfissvid.is/reykjanesfolkvangur/
-http://www.ogmundur.is/VI/news.asp?id=653&news_ID=3149&type=one&multiplier=0.9
-Hrefna Sigurjónsdóttir.

Grindaskarðahnúkar og KerlingahnúkarNúpshlíðarháls

Reykjanesskagi

Nútíminn hefur vaxandi áhuga á umhverfi og umhverfisvernd, útivist og ódýrri heilsueflingu, ekki síst nú á tímum hækkandi eldsneytisverðs og kröfu um aukna ráðdeild. En hvað með söguna, varðveislu og nýtingu hinna áþreifanlegu minja?

Lindarsandur

Lindarsandur neðan Melabergs.

Á Reykjanesskaganum býr yfir helmingur Íslendinga, á einu fjölbreyttasta útivistarsvæði landsins, en jafnframt því vannýttasta. Á svæðinu er mikill fjöldi sögulegra minja er enduspegla búsetu- og atvinnuþróun þess frá upphafi landnáms. Lítill hluti þeirra hefur verið skráður og hlutfallslega fáar áhugaverðar minjar hafa beinlínis verið varðveittar með markvissum aðgerðum eða áætlunum um að gera þær aðgengilegar fólki. Í minjarnar má lesa, líkt og á handritin, söguna frá upphafi, stig af stigi, svo og menningu hvers tíma. Tóftir gamalla bæja, sjóbúðir, sel og selstöður, stekkir, kvíar, nátthagar, hleðslur, fjárborgir og hellar, fjárskjól, þjóðleiðir, mörk og merkingar auk dysja, brunna, flórgólfa, nausta og vara eru minjar genginna kynslóða. Hvert sem farið er liggur sagan geymd – en alls ekki öllum gleymd.

Selalda

Selalda – fjárhús.

Ótaldar eru náttúruminjarnar, sem margar hverjar eiga hvergi sína líka, faldar í hraunum, hlíðum, dölum, fjöllum, hálsum og við læki og vötn.
Lítill áhugi virðist hafa verið fyrir því að rannsaka og/eða endurgera valdar minjar á svæðinu, reisa tilgátumannvirki eða gera söguna aðgengilegri og nýtanlegri en verið hefur. Og það þrátt fyrir að nýyrði eins og “heilstætt búskaparlandslag”, “menningarlandslag” og “sögutengd ferðaþjónusta” hafi hvergi frjósamari jarðveg en einmitt þar.
Allir hafa í raun gott af því að vita af uppsprettunni og gera sér grein fyrir hvar rætur þeirra hafa fengið vökvun um langan tíma, hvaðan droparnir komu og hvernig þeir viðhéldu gróðurlífinu. Uppruninn skiptir máli – hver sem hann er. Þangað sækir fólk næringuna. Sumt af því virðist kannski við fyrstu sýn ekkert sérstaklega burðugt eða til þess fallið að vekja stolt, en þegar betur er að gáð verður raunin önnur – allt önnur. Hún gefur fullt tilefni til að nýta blómin – arfinn – okkur sjálfum og komandi kynslóðum til heilla.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Minjasagan lýsir vel einkennum þjóðarinnar og hvernig hún nýtti landkosti og efni öðruvísi en aðrar þjóðir, hvernig dreifing útvegsbændabyggðarinnar var með ströndum landsins, nýting innlandsins og önnur hagnýting landsgæðanna. Hver var t.a.m. ástæðan fyrir því að landsmenn bjuggu í “moldarhólum” og hlöðnum byrgjum langt fram eftir öldum á meðan fólk víðast hvar annars staðar í Evrópu hafði búið í steinhúsum um árþúsundir? Á Reykjanesi má sjá ástæður þessa og þar er einnig hægt að sjá bæði þróun híbýlanna hér á landi og upphaf steinhúsabygginganna á 19. öldinni – ef vel er að gáð. Fyrsti hlaðni steinviti landsins var reistur á Valahnjúk á Reykjanesi og svo mætti lengi telja. Um hann og ótalmargt annað, bæði fyrst og merkilegast, er fjallað á vefsíðu þessari.

Arnarvatn

Arnarvatn á Sveifluhálsi.

Algengara er í seinni tíð að hópar eða jafnvel vinnustaðafélagar taki sig saman og skipuleggi stuttar gönguferðir starfsmanna. Um er að ræða ódýrt en hollt ráð til að bæta heilsu og líðan þeirra, sem hlut eiga að máli, en jafnframt kjörið tækifæri til að kynnast sögu, minjum og umhverfi svæðisins. Stutt er á þau mið sem og allt, sem til þarf. Frá Reykjavíkursvæðinu tekur t.a.m. ekki nema uþ.b. stundarfjórðung að komast á flest áhugaverðustu svæði Reykjanessins.
Ástæða er til að hvetja fólk til að hreyfa sig umfram hið venjubundna og að áhugasamt fólki nýti sér nálægðina til að kynna sér hið margvíslega sem umhverfið og svæðið allt hefur upp á að bjóða.

Stóra-Gerði

Stóra-Gerði í Staðarhverfi.

Gönguhópurinn FERLIR hefur nýtt undanfarin ár til að ganga um einstök svæði Reykjanesskagans. Upphaflega var markmiðið að fara eitt hundrað ferðir um svæðið til að skoða það helsta, en þrátt fyrir um 2000 ferðir, sem að jafnaði hafa tekið 1-5 klst hver, eru stór svæði enn ógengin og óskoðuð.
Hópurinn hefur á ferðum sínum um Reykjanesskagann leitað til fólks, sem fætt er eða uppalið á hinum ýmsu svæðahlutum. Hvarvetna hefur hópnum verið vel tekið og fólk verið ótrúlega áhugasamt og viljugt að miðla af fróðleik sínum og þekkingu. Berlega hefur komið í ljós að þetta fólk býr yfir bæði mikilli og ómetanlegri vitneskju um minjar og sögu staðanna. Þessu fólki fer því miður fækkandi og líklega kemur að því að margt af því, sem vitneskja er um í dag, hverfi með tímanum – nema eitthvað verði að gert til að varðveita það (umfram það ágæta sem þegar hefur verið gert).

Ferlir

FERLIRsfélagar á göngu um Almenningsveginn á Vatnsleysuströnd.

Komið hefur á óvart hversu ótrúlega mikið og margt Reykjanesskagasvæðið, bæði ofan og utan höfuðborgarsvæðisins, hefur útivistarfólki eða öðru áhugasömu fólki upp á að bjóða – fólki sem nennir að leggja svolítið á sig eða hefur áhuga á að fræðast, hreyfa sig eða skoða sig um.

Í ferðum FERLIRs hefur oft verið um að ræða gönguferðir utan alfararleiða og þá tækifærið verið notað og skoðaðar jarðmyndanir á svæðinu, flóra, fána, fjöll, dalir, hæðir og lægðir, hellar, minjar, s.s. sel, fjárskjól og brunnar, nátthagar, gjár, gamlar þjóðleiðir, vötn, námur, hverir, brunnar, flugvélaflök, eldgígar, eldborgir, vitar, hleðslur og skógræktir. Jafnframt hefur verið reynt að setja sig í spor og kynnast lífi fólks og aðstæðum þess hér á öldum áður, breytingum á staðháttum og þróun frá einum tíma til annars. Sumir staðanna, sem gengið hefur verið á, eru mjög viðkvæmir fyrir átroðningi og því kannski ekki beinlínis æskilegt að hvetja margt fólk til að fara þangað, en ef það er gert þarf ávallt að gæta þess að fara um með varkárni og af tillitssemi.

Leiðarendi

Hellirinn Leiðarendi í Stórabollahrauni.

Til gaman má geta þess að þátttakendur hafa fram að þessu skoðað um tvö hundruð og fimmtíu selstöður á svæðinu frá Hvalfjarðarbotni að Reykjanestá, auk allra mannvirkjanna, sem þeim fylgja, s.s. stekkir, kvíar, fjárskjól, gerði, brunnar, vatnsstæði og leiðir, gamlar hlaðnar réttir, um 600 hella og nafngreinda skúta, fjölmargar gamlar leiðir, gamla hlaðna brunna, letursteina og áletranir, vörður, sem tengdar eru einhverjum sögum, hlaðnar refagildrur sem og margt annað er ætti að þykja áhugavert.
Í ljós hefur komið að þótt einhver áhugasamur vilji kynna sér tiltekinn hluta svæðisins af einhverju viti, leita uppi allar minjar og fá samhengi í nýtingu þeirra, getur það tekið hann langan tíma.

Brynjudalur

Brynjudalur – í Þórunnarseli.

Mikilvægt er að alþingismenn, sveitarstjórnarfólk og ferðaþjónustuaðilar geri sér grein fyrir verðmæti og möguleikum svæðins, tjái sig jákvætt um það og af þekkingu, efli tiltrú annarra og skapi þannig grundvöll af enn fjölþættari nýtingu þess en verið hefur hingað til.

Mest um verð er þó sú innsýn, sem þátttakendur hafa öðlast á landssvæðið, breytingar á því í gegnum aldirnar, aðstæður fólksins og dugnað þess við takmarkaða möguleika og erfiðan kost. Þetta fólk á skilið mikla virðingu frá okkur afkomendunum. Mikilvægt er og að láta vitundina um það lifa áfram á meðal þeirra sem eiga að erfa landið. Þá er ekki síður mikilvægt að umgangast landið af varfærni og virðingu.

Á Ölkelduhálsi

Á Ölkelduhálsi.

Eldgos

Á vefsíðunni “eldgos.is” er m.a. fjallað um Reykjanesskagann með hliðsjón af eldgosum sem þar hafa orðið – og verða:

Reykjanesskagi

Eldgos.is

Eldgos.is – forsíða.

Reykjanesskaginn er yngsti hluti Íslands en mjög eldbrunninn. 5-6 eldstöðvakerfi eru talin vera á skaganum eftir því hvort Hengilskerfið er talið með eða ekki. Hér er það ekki talið með því landfræðilega er miðja Hengilskerfisins fyrir utan Reykjanesskagann og að auki er Hengillinn mjög ólíkur öðrum eldstöðvakerfum á skaganum.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – sveimar (kerfi).

Þessi fimm kerfi eru nátengd og það virðist gjarnan gjósa í þeim flestum í sömu hrinunum. Þau eru 1. Reykjaneskerfið sem er vestast á skaganum, 2. Svartsengi sem er norður af Grindavík, 3. Fagradalsfjall sem er litlu austar, 4. Krýsuvíkurkerfið, kennt við Krýsuvík, 5. Brennisteinsfjallakerfið sem einnig er kennt við Bláfjöll.

Reykjanesskaginn tilheyrir hinu svonefnda Vestara gosbelti sem nær frá Reykjanesi og norður fyrir Langjökul. það belti er ekki eins virkt og Suðurlands- og Eystra gosbeltið en þó ganga yfir kröftugar rek- og goshrinur á Reykjanesskaganum á 800-1000 ára fresti. Síðast gekk slíkt tímabil yfir á árunum 950-1240 og þar áður fyrir um 1800-2500 árum.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort ÍSOR.

Öll fimm kerfin eiga það sameiginlegt að í þeim eru ekki megineldstöðvar og í þeim öllum kemur eingöngu upp basalt. Gosin eru gjarnan sprungugos og magn gosefna í hverju gosi að jafnaði lítið eða innan við hálfur rúmkílómetri. Þó eru undantekningar frá þessu eins og nokkrar stórar dyngjur á skaganum sýna vel.

Mikil eldvirkni hefur verið á Reykjanesskaga á nútíma og yfir þúsund ferkílómetrar lands huldir nýju hrauni auk landauka í sjó. Gjall- og klepragígaraðir eru algengustu eldstöðvarnar en að auki eru fjölmargar dyngjur á skaganum.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – rauðlituð nútímahraun.

Þær hafa þó flestar myndast á fyrrihluta nútíma, reyndar allar taldar yfir 4500 ára gamlar og myndun þeirra tengist væntalega hröðu landrisi eftir hvarf ísaldarjökulsins á skaganum. Gossprungur á skaganum á nútíma eru hátt í 200 talsins sem sýnir vel hve virkur skaginn hefur verið þrátt fyrir að engin staðfest gos hafi orðið síðan á 13. öld. Jarðskjálftar eru tíðir á skaganum og jarðhitavirkni mikil.

ReykjanesskagiEldstöðvakerfi raða sér svo til suðvesturs frá Reykjanesskaganum og vitað er um allmörg neðansjávargos á Reykjaneshrygg síðustu aldir. Öflugt gos varð suður af Eldeyjarboða árið 1783. Þá myndaðist eyja sem hvarf þó stuttu síðar vegna ágangs sjávar. Á 19. öld er vitað um 3 gos á þessum slóðum og á 20. öldinni varð nokkrum sinnum vart við ólgu í sjó og gjóskuþústir sem líklega hafa verið af völdum lítilla neðansjávargosa.

Reykjaneskerfið

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi vestanverður – jarðfræðikort.

Vestasta eldstöðvakerfið á skaganum er Reykjaneskerfið. Nær það nokkurn veginn frá Reykjanestá að Grindavík og þaðan í norðaustur yfir skagann. Það nær einnig einhverja kílómetra í suðvestur á sjávarbotni og hafa margsinnis orði gos í sjó í kerfinu.

Mikil goshrina gekk yfir kerfið á árunum 1211-1240. Hófst þessi hrina með gosi í sjá skammt frá landi en síðan urðu allmörg gos á næstu árum á svipuðum slóðum, þ.e. í sjó skammt undan landi.

Eitt hefur verið áberandi mest, árið 1226 og skilur eftir sig gjóskulag sem hefur nýst vel í gjóskulagarannsóknum á Suðvesturlandi. Heimildir eru fyrir þessu gosi í Oddaverjaannál og er þar talað um “Sandfallsvetur á Íslandi”. Gos urðu svo uppi á landi á næstu árum. Þessi gos eru nefnd einu nafni Reykjaneseldar. Síðan þá hefur kerfið ekki bært á sér frekar en önnur eldstöðvakerfi á skaganum hvað gos varðar en jarðskjálftar eru þar tíðir.

Svartsengi

Jarðfræðikort

Reykjanesskagi – jarðfræðikort.

Svartsengiskerfið, kennt við samnefnt háhitasvæði, var áður flokkað með Reykjaneskerfinu en þó þau séu um flest lík og nálægt hvort öðru þá eru þau flokkuð sem tvö aðskild kerfi nú. Þau fylgjast hinsvegar að hvað gos varðar og gýs í þeim báðum á svipuðum tíma. Þá rennur syðsti hluti kerfisins saman við Reykjaneskerfið vestan við Grindavík.

Allmargar dyngjur eru í kerfinu sem er um 7 km. breytt og amk. 30 km. langt. Gossvæðin eru þó í suðurhluta kerfisins.

Reykjanesskagi
Goshrina varð í kerfinu fyrir um 2000-2400 árum og rann þá m.a. svokallað Sundhnúkahraun ofan við Grindavík. Hluti Grindavíkur stendur á þessu hrauni.

Grindavík

Grindavík – Þorbjörn. Illahraun fremst.

Einnig gaus í kerfinu samhliða Reykjaneseldum í kringum árið 1226. Virðast þá hafa orðið í það minnsta þrjú gos, fremur lítil þó. Illahraun sem orkuverið í Svartsengi stendur á og er við Bláa Lónið rann í einu þessara gosa.

Fagradalsfjall
Kerfið heitir eftir samnefndu fjalli á milli Svartsengis- og Krýsuvíkurkferfanna. Þetta er lítið kerfi og ólíkt hinum eldstöðvakerfunum á Reykjanesskaganum er það fremur lítt virkt hvað gos varðar, liklega hefur ekki orðið þar gos í um 6000 ár. Jarðskjálftar eru hinsvegar tíðir á svæðinu.

Hraun

Ólivínþóleítt hraun – Geldingahraun í Fagradalsfjalli.

Þann 19. mars 2021 hófst eldgos í Fagradalsfjalli eftir þriggja vikna mjög ákafa jarðskjálftahrinu. Þetta er fysrta eldgosið á Reykjanesskaga síðan árið 1240 eða í 781 ár og fyrsta gosið í Fagradalsfjallskerfinu í um 6000 ár.
Fljótlega kom í ljós að kvikan er sambærileg kviku úr stóru dyngjugosunum á Reykjanesskaganum sem urðu fyrir um 6000-14000 árum.

Krýsuvíkurkerfið

Trölladyngja

Trölladyngja og nágrenni.

Kerfið var áður nefnt Trölladyngjukerfið eftir samnefndri dyngju í kerfinu. Réttara þykir þó að kenna það við helsta kennileiti kerfisins og það svæði í því þar sem er að finna vísi að megineldstöð.

Það er sennilega ekki ofsögum sagt að segja að Krýsuvíkurkerfið sé eitt hættulegasta eldstöðvakerfi landsins vegna nálægðar þess við höfuðborgarsvæðið. Nyrstu gossprungurnar eru rétt suðvestur af Hafnarfirði og hraun hefur amk. á tveimur stöðum runnið til sjávar örskammt vestan Hafnarfjarðar eftir landnám.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – rann 1151.

Um árið 1150 – 1180 urðu veruleg eldsumbrot í kerfinu og opnuðust nokkrar gossprungur í þeirri hrinu. Hafa þessi eldgos verið nefnd Krýsuvíkureldar. Hraun runnu þá til sjávar báðu megin við Reykjanesskagann. Þá varð gos við Sveifluháls um 1180. Ekki virðist hinsvegar hafa gosið í kerfinu í Reykjaneseldunum á 13. öld þegar mikil goshrina gekk yfir vestar á Reykjanesskaganum.

Brennisteinsfjallakerfið

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – Kistufellsgígur.

Syðsti hluti kerfisins er við Krísuvíkurbjarg og það teygir sig svo í norðaustur yfir Bláfjöll og inn á Mosfellsheiði. Líkt og í flestum eldstöðvakerfunum á skaganum urðu allmikil umbrot í kerfinu skömmu eftir landnám og reyndar öllu fyrr í Brennisteinsfjallakerfinu. Nokkur gos urðu líklega í tveimur megingoshrinum á svæðinu frá Bláfjöllum að Hellisheiði. Þessi gos urðu rétt fyrir og rétt eftir árþúsundin. Þekktast er gosið sem Kristnitökuhraunið rann í árið 1000.

Framtíðarhorfur á Reykjanesskaga

Reykjanesskagi

Meginfarvegir, fyrrum eldvörp og þversnið meginfarvega nærri íbúabyggð innan vatnasviðs Vallahverfisins í Hafnarfirði. Bókastafir vísa til fyrrum eldvarpa. Hafa ber þó í huga að þau hraun, sem áður hafa runnið, renna ekki aftur.

Það verður ekki undan því komist að fjalla örlítið um hve hættulega nálægt byggð eldstöðvakerfin á Reykjanesskaganum eru. Eldvirknin er lotubundin og gengur yfir á um 800-1000 ára fresti og stendur þá yfir í nokkur hundruð ár. Nú eru nálægt 780 ár frá síðustu staðfestu gosum á skaganum og alveg ljóst að frekar fyrr en síðar munu verða eldgos og það sennilega nokkuð mörg á skaganum. Þessi gos eru ekki afkastamikil en þau eru mörg hver hraungos og geta eldsuppkomur orðið mjög nálægt byggð. Sérstaklega verður að telja hluta Hafnarfjarðar á hættusvæði hvað þetta varðar og einnig Grindavík. Það er því sérlega mikilvægt að fylgjast vel með öllum jarðskorpuhreyfingum á skaganum til að auka líkurnar á að hægt sé að segja til um gos með einhverjum fyrirvara og gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir.

Uppfært 27. apríl 2021

Geldingadalir

Geldingadalur; eldgos 2021.

Eins og alþjóð veit þá hófst eldgos í Fagradalsfjalli að kvöldi 19. mars 2021. Það var orðið ljóst í byrjun árs 2020 að mikil umbrot væru framundan á Reykjanesskaganum. Vart var við kvikuinnskot í þremur eldstöðvakerfum, Reykjaneskerfinu, Svartsengi og í Krýsuvíkurkerfinu. Jarðskjálftum fjölgaði mjög, sérstaklega þó í kringum Svartsengi og Grindavík og einnig í Fagradalsfjallskerfinu. Það kom í sjálfu sér ekki á óvart að þetta endaði með gosi en staðsetningin kom vissulega á óvart því Fagradalsfjallskerfið hafði ekki gosið í um 6.000 ár.

Þá er einnig um frumstæða kviku úr möttli að ræða, efniviður í dyngjugos sem ekki hefur orðið á Íslandi í þúsundir ára.

Eldvörp

Eldvörp – gígur.

Hvað þetta kann að segja til um virkni á næstu árum eða áratugum á Reykjanesskaga er ekkert mjög erfitt að segja til um. Nýtt virkniskeið er hafið á skaganum. Þetta gos er aðeins upphafið. Það má reikna með óróleikatímabili sem varir í einhverja áratugi, kanski 30-40 ár, með nokkrum gosum og að virknin hlaupi á milli eldstöðvakerfanna. Síðan kæmi rólegra tímabil í 50-100 ár en svo hæfist aftur gostímabil. Þetta er miðað við nokkuð vel þekkta goshegðun í kerfinu á síðasta virknitímabili frá um árið 800-1240.

Óvissan felst ekki í því að segja til um nákvæmlega hvar gosin verða heldur en hvort þau verða!

Heimild:
-https://eldgos.is/reykjanesskagi/
-Hraunflæði á höfuðborgarsvæðinu, “Saga hraunflæðis á svæðinu á nútíma og kortlagning mögulegra farvega til byggða”, Daníel Páll Jónasson, Líf- og umhverfisvísindadeild, Háskóli Íslands, 2012.

Stóri-hrútur

Stóri-Hrútur; útsýni yfir að nýjum gíg (2022) ofan Meradala í Fagradalsfjalli.

 

Vogar

Í Wikipedia koma fram eftirfarandi upplýsingar um “Suðurnes” á Reykjanesskaga:

Suðurnes

Suðurnes – kort.

“Suðurnes er samheiti þeirra byggðarlaga sem eru á Reykjanesskaga sunnan Hafnarfjarðar, eða sunnan Straums eins og Suðurnesjamenn segja oft. Þessi byggðarlög eru Vogar í samnefndu sveitarfélagi á Vatnsleysuströnd, Reykjanesbær (sem var myndaður 1994 úr Innri- og Ytri Njarðvík, Keflavík og Höfnum en sameining var felld í öðrum byggðarlögum), Suðurnesjabær (sem myndaður var 2018 úr Garði og Sandgerði) og Grindavík. Á þessu svæði er landnám Steinunnar gömlu, frændkonu Ingólfs, en henni gaf hann Rosmhvalanes allt sunnan Hvassahrauns, eins og Landnáma kemst að orði. Einnig landnám Molda-Gnúps, sem nam Grindavík. Annars er frásögn Landnámu um þetta svæði mjög óljós.”

Suðurnes

Suðurnes – kort.

Á Vísindavefnum segir um “Suðurnes” þegar spurt var; “Er Reykjanes það sama og Suðurnes?”:
“Áður fyrr var skýr munur á Reykjanesi og Suðurnesjum. Árni Magnússon handritasafnari gerir grein fyrir þessu í riti sínu Chorographica Islandica. Hann segir um Reykjanes:
Fyrir vestan Grindavík, milli hennar og Hafna, er Reykjanes, hraunvaxið land og brunnið og graslaust að fráteknu Grasfelli (so heitir eitt fell mitt á nesinu), sem grasgróið er og óskýrt hver eigi.

Suðurnes

Suðurnes – kort.

Á eftir skrá um hvalskipti Rosmhvelinga, sem Árni birtir í ritinu, segir hann um Suðurnes:
Hér af kann að sjást, að Rosthvalanes er á milli Keflavíkur og Hafnavogs, það sem menn nú kalla Suðurnes eða distinctius (þ.e. nánar tiltekið): Hólmsleiru, Garð, Miðnes, Stafnes.
Í sóknalýsingu sr. Sigurðar B. Sívertsens um Útskálaprestakall sem náði yfir Útskála-, Hvalsness- og Kirkjuvogssóknir árið 1839, segir hann:

Sandgerði

Sandgerði og nágrenni – herforingjaráðskort 1903; Rosmhvalanes.

Úr fjarlægum plátsum eru þessar sóknir kallaðar Suðurnes, til aðgreiningar við Innnes, nl. Seltjarnar- og Álftanes. Eiginlega heitir samt ekki annað Suðurnes en Hvalsnessókn, allt frá því nesinu fer að veita til suðurs frá fyrrnefndum Skaga, sem vestast liggur af landinu.
Hann notar nafnið síðan í eintölu, Suðurnesið.

Í ritinu Landið þitt – Ísland telja þeir Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson að nafnið Suðurnes sé upphaflega komið frá vermönnum, helst Norðlendingum, og hafi verið notað um Rosmhvalanes, Álftanes og Seltjarnarnes til aðgreiningar frá Akranesi og Kjalarnesi. Þeir segja einnig að talið sé að Þorvaldur Thoroddsen hafi fyrstur nefnt svæðið suðvestan Hafnarfjarðar Reykjanesskaga.

Jamestown

Hafnir og nágrenni – kort.

Á fyrri hluta 20. aldar taldist nafnið Suðurnes ná frá Vatnsleysuströnd að Garðskaga og þaðan alla leið til Krýsuvíkur. Síðan hefur þessi notkun fest sig í sessi.
Það má því segja að fyrr á tímum hafi verið gerður skýr greinarmunur á Reykjanesi og Suðurnesjum þar sem það fyrrnefnda var “hællinn” á skaganum en það síðarnefnda “táin”, en í dag sé nokkurn veginn um sama svæði að ræða.”

Málið er að Suðurnes voru jafnan talin vera byggðalögin vestan Hafnarfjarðar á norðanverðum og vestanverðum Reykjanesskaganum. Grindavík á sunnanverðum Skaganum var aldrei talið til “Suðurnesja”.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Su%C3%B0urnes
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=48881

Hafnir

Hafnir.

Arnarvatn

Reykjanesið hefur margar fallegar gönguleiðir upp á að bjóða. Reykjanes Geopark í samstarfi við Þráinn Kolbeinsson hefur tekið saman 13 gönguleiðir af Reykjanesinu og nefnist verkefnið “Tindar Reykjaness“. Verkefnið var styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja.

Þorbjörn

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell.

Norðan við Grindavík og rétt hjá Bláa lóninu liggur fellið Þorbjörn (Þorbjarnarfell). Fellið myndaðist á síðasta kuldaskeiði ísaldar, við gos undir jökli, og er að mestu úr bólstrabergi. Þrátt fyrir að vera aðeins 243 metra hátt býður það upp á skemmtilegar og nokkuð fjölbreyttar göngur sem ættu að henta flestum. Hægt að byrja gönguna á nokkrum stöðum, en einfaldast er að byrja við bílastæði við Grindavíkurveg. Þar liggur gamall vegur upp eftir mesta brattanum og tvístrast svo þegar upp er komið. Fjallið stendur á misgengissprungum sem hafa myndað grunnan sigdal.

Þorbjörn

Camp Vail á Þorbirni – uppdráttur ÓSÁ.

Þar má sjá ummerki og leifar frá seinni heimsstyrjöld en setulið Bandaríkjamanna setti upp bækistöð í skjóli dalsins. Við sprunguhreyfingar hefur orðið til mikil hamragjá á toppi fjallsins sem kölluð er Þjófagjá. Sagan segir að þar hafi falið sig 15 þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Það var ekki fyrr en bóndasyni frá Hópi tókst að svíkja þá er þeir böðuðu sig á Baðsvöllum, norðan við Þorbjörn, sem þeir náðust loksins. Meira má lesa um þjófana og afdrif þeirra hér. Þegar upp er komið er möguleiki á nokkrum mismunandi leiðum. Upp á topp, í gegnum Þjófagjá og umhverfis toppinn. Hvert sem farið er má búast við frábæru útsýni í allar áttir. Það tekur ekki langan tíma að skoða hina ýmsu kima Þorbjarnar og fyrir þá sem vilja síður ganga upp á fjallið.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur (Hádegishnúkur).

Vestan við Kleifarvatn liggur hinn fallegi Sveifluháls en á honum eru margir tindar sem bjóða upp á skemmtilegar göngur. Einn þeirra er Miðdegishnúkur (Hádegishnúkur). Til að byrja gönguna er keyrt um Krýsuvíkurveg með fram Kleifarvatni og svo er þægilegt að leggja bílnum á litlum malar afleggjara. Þaðan er svo hægt að ganga beint upp. Þegar upp brattann er komið tekur við flatlendi umkringt stórbrotnum klettum. Haldið er áfram til norðausturs og eftir um 500 metra blasir tindurinn við. Þarna getur verið auðvelt að ruglast á tindum, en taka skal fram að til að komast upp á topp Miðdegishnúks þarf ekkert tæknilegt klifur.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur.

Á leiðinni upp síðasta kaflann tekur á móti manni skemmtilegur hellir þar sem tilvalið er að borða nesti og njóta útsýnisins yfir Vigdísarvelli í vestri. Þegar toppnum er náð blasir við frábært útsýni í allar áttir, eftir hryggnum til suðurs og norðurs og einnig yfir Kleifarvatn og Vigdísarvelli. Til vesturs má svo sjá Trölladyngju, Grænudyngju, Keili og fleiri fallega tinda. Hægt að fara sömu leið til baka, en fyrir þá sem vilja aðeins meira brölt er hægt að beygja í átt að Kleifarvatni þegar komið er niður fyrir hellinn. Þar þarf að klöngrast aðeins meira.

Stapatindar

Stapatindar

Stapatindar.

Sveifluháls liggur vestan við Kleifarvatn og þar tróna Stapatindar hæst. Nokkrar leiðir liggja að toppnum og er hægt að leggja á ýmsum stöðum við Krýsuvíkurveg og fara þaðan upp á Sveifluháls og í átt að Stapatindum. Einfaldast er að leggja bílnum á bílastæði við Kleifarvatn og ganga beinustu leið upp á hálsinn. Á leiðinni eru flottir klettar og bergmyndanir sem gaman er skoða áður en mesti brattinn tekur við. Þegar upp á hrygginn er komið tekur við frábært útsýni eftir hryggnum til suðurs og norðurs og einnig er gaman að sjá Kleifarvatn úr þessari hæð. Í vestri blasa svo við Trölladyngja, Grænadyngja, Keilir og fleiri fallegir tindar umhverfis Sogin. Til að komast niður er eðlilega hægt að fara sömu leið og komið var upp, en einnig getur verið gaman að halda áfram eftir Sveifluhálsinum í suðvestur og vinna sig þaðan niður.

Grænadyngja

Grænadyngja

Grænadyngja.

Eitt ævintýralegasta göngusvæði Reykjaness felur sig við Grænudyngju og Trölladyngju. Grænadyngja er eldfjall sem myndaðist við gos undir jökli fyrir lok ísaldar og rétt við hana er Trölladyngja, en oft er talað um fjöllin sem tvíbura og saman eru þau kölluð Dyngjurnar. Til að komast að Grænudyngju er ekið eftir Reykjanesbraut og þegar komið er að gatnamótum Vatnsleysustrandar er sveigt út af brautinni og inn á malarveg sem merktur er Keili. Malarvegurinn er nokkuð grófur, en þó fær flestum bílum á sumrin en minni bíla þarf að keyra hægt. Þegar komið er að bílastæði fyrir Keili er haldið áfram til vinstri.

Eldborg

Eldborg undir Trölladyngju.

Eftir um 1 km er aftur beygt til vinstri þar til komið er að gígnum Eldborg þar sem hægt er að leggja bílnum. Beint suður frá Eldborg er lítið gil sem markar upphaf göngunnar. Gilið krefst ekki tæknilegs klifurs en ef einhver treystir sér ekki þar upp er einnig hægt að ganga upp hlíðarnar austan við það. Haldið er áfram niður í grunnan dal og loks upp eftir suðurhlíðum fjallsins. Þar uppi tekur á móti manni einstakt svæði, grasi gróið og yfirleitt skjólsælt. Gengið er aðeins lengra, þar til nokkuð brött skriða blasir við. Gengið er upp eftir henni þangað til toppi Grænudyngju er náð.

Sog

Sogin og Grænadyngja.

Aðeins sunnar er að finna eitt besta mögulega útsýni yfir háhitasvæðið Sogin og vötnin þar í kring. Ef tími og aðstæður leyfa er tilvalið að bæta við gönguna ferð niður í Sogin og Trölladyngju svo úr verði skemmtileg hringferð. Ef ætlunin er að fara niður í Sogin er haldið áfram eins og leið liggur niður suðurhlíðar Grænudyngju þar til Sogunum er náð. Ef ætlunin er að fara einnig upp á Trölladyngju aftur að bílastæðinu, er best að halda í vestur og ganga niður eftir grasi grónum hlíðum Grænudyngju og niður í dalinn sem liggur á milli fjallanna. Ef ætlunin er einfaldlega að komast ofan af Grænudyngju aftur á bílastæðið, er tilvalið að halda niður vesturhlíðar fjallsins, ofan í dalinn þangað til komið er aftur að gilinu sem farið var upp í upphafi göngu.

Trölladyngja

Trölladyngja

Trölladyngja og nágrenni.

Trölladyngja er tilkomumikið fjall sem gaman er að ganga upp og frábært útsýni sem bíður manns á toppnum. Gangan hentar flestum og engan sérstakan búnað þarf nema ef um ræðir vetrarferð í hálku og/eða snjó. Rétt hjá Eldborg er lítil malarbílastæði og við upphaf göngu er lítið gil sem er skemmtilegt að fara upp en einnig er hægt að ganga upp auðvelda brekku norð-austan megin við það. Það eru nokkrar útfærslur af heildargöngunni en þær taka flestar um 1-2 klst. og eru um 2-4 km með 260m hækkun. Það er tilvalið að tengja göngu upp Trölladyngju við Grænudyngju og Sogin. Á toppnum er einstakt útsýni yfir Reykjanesskagann (Keili, Grænudyngju, Sogin o.fl.) og alla leið til Reykjavíkur og Snæfellsness.

Selsvallafjall

Selsvallafjall

Selsvallafjall.

Selsvallafjall er staðsett á skemmtilegu svæði sem ekki margir fara um, en tindurinn liggur vestan hinna fögru Vigdísarvalla. Í vesturhlíðum fjallsins fá finna leifar af breskri stríðsflugvél sem fórst þar árið 1943 eftir að hafa verið í eftirlitsflugi vegna kafbáta suðvestan Íslands. Á leiðinni gerði svartaþoku sem varð til þess að flugmaðurinn brotlenti vélinni í hlíðum fallsins en hægt er að lesa meira um slysið hér. Enn má finna leifar af flugvélinni en við biðjum alla þá sem heimsækja staðinn að taka enga muni með sér heim.

Selsvallafjall

Selsvallafjall.

Gönguna upp Selsvallafjall er bæði hægt að hefja við Suðurstrandarveg (nr. 247), þar sem Vigdísarvallarvegur byrjar eða með því að keyra inn Vigdísarvelli. Ef byrjað er við Suðurstrandarveg er gengið norður í átt að Núpshlíðarhálsi og honum fylgt, þangað til Selsvallafjalli er náð. Stuttu eftir að lagt er af stað frá Suðurstrandarvegi má sjá nokkra gíga sem skemmtilegt getur verið að staldra við og skoða. Síðan er haldið áfram þar til við tekur gamall malarvegur sem liggur ofan á hluta hryggjarins. Um 700 metra frá toppnum eru svo leifarnar af flugvélarbrakinu fyrir þá sem hafa áhuga á því. Af toppi Selsvallafjalls er frábært útsýni í allar áttir og í góðu skyggni má m.a. sjá alla leið til Vestmannaeyja, Snæfellsjökuls og Eldeyjar.

Stóri-Hrútur

Stóri-Hrútur

Stóri-Hrútur.

Austan við gosstöðvarnar í Geldingadal stendur Stóri-Hrútur, 352 metra hátt keilulaga fjall. Ígegnum tíðina hafa örnefni svæða sem þykja sérlega torfarin stundum verið kennd við hrúta. Með núverandi slóða sem liggur upp eftir suðurhlíð hans er Stóri-Hrútur ekki sérlega torfarin en hann er þó brattur og grýttur svo áður fyrr hefur uppferðin verið mun erfiðari. Samkvæmt sögubókum ber Stóri-Hrútur víst fleiri en eitt nafn en Grindvíkingar hafa oft kallað hann Litla-Hrút og aðrir Syðri-Keilisbróður. Bæði nöfnin verða að teljast nokkuð viðeigandi þar sem hann er hvorki mjög hár í loftinu og er alveg í laginu eins og Keilir.

Stóri-hrútur

Stóri-Hrútur; útsýni yfir að gíg ofan Meradala.

Til að komast að Stóra-Hrút eru þrjár leiðir í boði og tilvalið að gera einhvers konar hringferð úr leiðinni. Þægilegaster að leggja bílnum hér og ganga þaðan. Ýmist er hægt að halda upp Langahrygg og ganga eftir honum eða öðru hvoru megin við hann, eftir Merardölum eða norður Nátthaga. Leiðirnar eru mislangar en heildar vegalengd getur verið um 7-10 km báðar leiðir. Nátthagi liggur vestan við Langahrygg en hann er meira og minna fullur af hrauni sem gaman getur verið að skoða. Þar hafa myndast magnaðir litir og getur gufa legið uppúr hrauninu í langan tíma eftir að gosi lýkur og því tilvalið að sjá svæðið á meðan enn er hiti í því. Langihryggur býður svo uppá skemmtilega útsýnisferð en gosstöðvarnar sjást vel þegar gengið er eftir hryggnum. Rúsínaní pylsuendanum er síðan uppi á Stóra-Hrúti sjálfum en þaðan sést einn stærsti gíganna hvað best.

Langihryggur

Langihryggur

Langihryggur og nágrenni.

Áður en gosið í Geldingadölum vatt upp á sig gat fólk nokkurn veginn farið hvaða leið sem er að gosstöðvunum og staðið hvar sem er til að upplifa eldgosið. Nokkrum mánuðum síðar var það ekki alveg jafn aðgengilegt og í kjölfarið varð Langihryggur óvart ein vinsælasta gönguleið landsins. Langihryggur er tæplega 300 metra hár hryggur sem liggur með fram Nátthaga, en það er einmitt dalurinn þar sem gosið náði sem næst sjónum. Leiðin er mjög aðgengileg og hægt að velja nokkra mismunandi upphafspunkta en við mælum með því að bílnum sé lagt á bílastæði 2 fyrir gosið eða bílastæði B.

Langihryggur

Langihryggur.

Frá báðum bílastæðum er auðvelt að fylgja stígum og stikum þar til Langihryggur blasir við, en hann ber nafn með rentu og er einmitt langur hryggur. Gangan er um 5-7 km báðar leiðir með nokkuð þægilegri hækkun. Áður en haldið er upp á hrygginn sjálfan getur verið gaman að ganga niður að hrauninu og skoða það. Þegar gengið er eftir hryggnum er stórbrotið útsýni yfir gosstöðvarnar þar sem einn af síðustu virku gígunum trónir vígalegur á toppnum í fjarska. Reykur og gufur geta sést löngu eftir að gosi lýkur og því er tilvalið að sjá svæðið á meðan enn er hiti í hrauninu. Ef tími og orka leyfa þá getur verið gaman að lengja gönguna aðeins og bæta við hana ferð upp á Stóra-Hrút, en hann tekur við í beinu framhaldi af hryggnum. Þar er einnig frábært útsýni yfir gosstöðvarnar og víðar.

Geitahlíð

Geitahlíð

Geitahlíð.

Geitahlíð er falleg grágrýtisdyngja rétt austan við Krýsuvík sem býður upp á skemmtilega og nokkuð greiðfarna göngu. Auðvelt er að komast að henni, annaðhvort um Krýsuvíkurveg (nr. 42) eða Suðurstrandarveg (nr. 247) og bílastæði er við upphaf göngu. Á láglendinu sunnan við Geitahlíð er gígurinn Stóra-Eldborg sem er tilvalið að kíkja á áður en haldið er upp Geitahlíð. Hægt er að ganga alveg upp á gígbrúnina og sjá ofan í gíginn sjálfan. Við hlið hans er Litla-Eldborg, en slóðinn upp Geitahlíð hverfur fljótlega eftir hana og ekki endilega augljóst hvert skal fara.

Æsubúðir

Æsubúðir.

Tiltölulega einfalt er þó að vinna sig upp grýtta hlíðina. Þegar upp mesta hallann er komið liggur beint við að halda í átt að hæsta punkti Geitahlíðar, svokölluðum Æsubúðum. Æsubúðir eru nokkuð stór gígur á toppi fjallsins, en sagan segir að þar hafi eitt sinn verið verslunarstaður jötna. Á tímum þegar sjórinn náði upp að Geitahlíð hafi svo verið hægt var að leggja skipum við Hvítskeggshvamm (norðaustan við Eldborgirnar). Þegar upp er komið er skemmtilegt að ganga eftir brúnum Æsubúða og bæta þannig stuttri lykkju við ferðina. Af toppi Geitahlíðar er frábært útsýni til allra átta, sérstaklega yfir Kleifarvatn, Sveifluháls og Stapatinda.

Grænavatnseggjar

Grænavatnseggjar

Grænavatnseggjar. Grænavatn fremst, Djúpavatn t.h. og Spákonuvatn t.v.

Grænavatnseggjar bjóða upp á skemmtilega og þægilega göngu með frábæru útsýni yfir Djúpavatn, Sogin, Grænavatn o.fl. Eitt fallegasta göngusvæði Reykjaness er án efa í kringum Sogin, austan Vigdísarvalla, en þar má sjá einstakt háhitasvæði með tilheyrandi litbrigðum innan um fjölbreytta tinda og vötn. Grænavatnseggjar bjóða upp á skemmtilega og þægilega göngu um þetta svæði með skemmtilegu útsýni. Til að byrja gönguna er hægt að leggja bílum á þremur mismunandi stöðum: Við gamla borholu við Sogin og svo við sitthvorn enda Djúpavatns.

Grænavatnseggjar

Grænavatnseggjar.

Leiðin er ekki stikuð, en fólki ráðlagt að finna sér sem þægilegustu leið upp á hrygginn og ganga svo eftir honum. Auðveldast er að komast upp á hann norðan við Djúpavatn. Á toppi Grænavatnseggja blasir við frábært útsýni til allra átta; yfir Djúpavatn og Vigdísarvelli, í átt að Grænavatni og svo í átt að Trölla- og Grænudyngju. Óháð því hvar byrjað er, þá er auðvelt að lengja gönguna með því að tengja við aðrar leiðir (Sogin, Grænudyngju o.fl.) og tilvalið að halda leiðinni áfram í kringum Grænavatn og aftur til baka í átt að Spákonuvatni með Keili í vestri.

Hverafjall

Hverafjall

Hverafjall.

Einn vinsælasti ferðamannastaður Reykjaness er Seltún við Kleifarvatn. Fjöldinn allur af hverum á litríku háhitasvæði gera staðinn að fullkomnum áfangastað fyrir þá sem hafa áhuga á einstakri og lifandi náttúru. Til að komast þangað er keyrt með fram Kleifarvatni um Krýsuvíkurveg (nr. 42) þar til skilti bendir manni á gott bílastæði. Rétt fyrir ofan Seltún er þó falin perla sem á það til að fara fram hjá þeim sem heimsækja svæðið, Hverafjall. Hverafjall er aðeins um 300 metra hátt og er gangan upp stutt og laggóð.

Hverafjall

Hverafjall.

Umhverfis fjallið er töluverður jarðhiti sem leiðir af sér mikla litadýrð og tilheyrandi gufustróka. Útsýnið á leiðinni og ofan af toppnum er mjög tilkomumikið en þaðan sjást m.a. Grænavatn og Kleifarvatn ásamt fleiri fallegum stöðum. Gangan þarf ekki að taka meira en klukkutíma, en skemmtilegt getur verið að halda áfram á næsta topp sem stendur beint fyrir ofan Seltún (norðan við Hverafjall). Þaðan er svo annaðhvort hægt að fara sömu leið til baka eða halda ferðinni áfram og koma niður að bílastæðinu hinum megin frá.

Keilir

Keilir

Keilir.

Keilir er frábær ganga fyrir fólk á öllum aldri en krefst þess þó að geta gengið upp þokkalega brattan kafla þar sem eitthvað um laust grjót er og laus sandur. Það tekur um 2-3 klst. að ganga frá bílastæði, upp á topp og aftur til baka en vegalengdin er 7-8 km með 280m hækkun. Á toppi Keilis er útsýnisskífa og frábært útsýni í allar áttir – ganga sem allir ættu að prófa.
Flestir hafa séð Keili þegar keyrt er eftir Reykjanesbrautinni, en ekki jafn margir hafa klifið hann. Gönguleiðin er skemmtileg og nokkuð greiðfarin og af toppnum er frábært útsýni í allar áttir. Keilir er móbergsfjall sem myndaðist á ísöld við gos undir jökli, án þess að gosið næði að brjótast upp úr jöklinum.

Keilir

Keilir – gestabókastandur á toppnum.

Leiðin að Keili er nokkuð einföld en keyrt er eftir Reykjanesbraut (nr. 41) og loks beygt af veginum á sama stað og ef ætlunin væriað fara Vatnsleysustrandarveg (nr. 420), en vegurinn að Keili er við sömu gatnamót en fer í gagnstæða átt. Áberandi skilti við veginn vísar á Keili. Þar tekur við malarvegur sem er í grófari kantinum, en þó fær flestum bílum á sumrin en á minni bílum er best að fara sér hægt. Eftir um 8 km blasir við bílastæði og upplýsingaskilti um gönguna á Keili. Gangan sjálf er skemmtileg og á flestra færi, en tvær leiðir að fjallinu eru í boði. Annars vegar eftir stikaðri leið í gegnum hraunið og hins vegar eftir hrygg Oddafells. Skemmtilegt getur verið að gera úr leiðinni hringferð. Upp eftir Keili liggur svo slóði sem á endanum leiðir mann að dýrindis útsýni yfir stóran hluta Reykjaness.

Fagradalsfjall – Langhóll

Langhóll

Á Langhól.

Það þarf eflaust ekki að minna marga á eldgosið sem hófst 19. mars 2021, kennt við Fagradalsfjall. Hæsti tindur þess svæðis heitir Langhóll og er um 390 metra hár. Þótt gangan hafi boðið upp á fallegt útsýni áður en gosið átti sér stað, þá varð útsýnið alls ekki síðra eftir það. Á leiðinni er gott útsýni yfir gosstöðvarnar og magnað að sjá hvernig hraunið hefur fyllt upp í botn Geldingadals. Til að komast að Langhóli er ýmist hægt að keyra Suðurstrandarveginn (nr. 427) um Krýsuvík eða Þorlákshöfn eða með því að fara í gegnum Grindavík. Gott er að byrja gönguna við bílastæði 1 fyrir gosstöðvarnar. Þaðan er gengið eftir merktum stíg í gegnum hraunið og í átt að gossvæðinu.

Langhóll

Langhóll – merkjastöpull.

Eftir rúman kílómeter skiptist stígurinn í tvennt, önnur leiðin liggur í átt að gosinu, en til að komast að Langhóli skal beygja til vinstri. Leiðin er stikuð og leiðir mann í átt að smá brekku brölti, en þar er þessi fíni kaðall sem gerir ferðina upp auðveldari. Þegar upp er komið halda stikurnar áfram og leiða mann stystu leið að útsýni yfir gosstöðvarnar. Þar sem engar stikur beina manni í átt að Langhóli getur verið þægilegt elta stikurnar þar til gígurinn og hinn nýlega hraunfyllti Geldingadalur blasir við og halda svo áfram með fram brúninni. Frá kaðlinum eru um 2,5-3 km að toppi Langhóls og þar sem hann er hæsti punktur svæðisins liggur beinast við að fara brattann og vinna sig hægt og rólega upp í móti. Þegar nær dregur toppnum ætti að glitta í útsýnisskífu. Á toppnum er svo frábært útsýni yfir Þráinsskjaldarhraun, Keili og til Grindavíkur. Skemmtileg ganga sem hentar flestum.

Heimild:
-https://reykjanesgeopark.is/is/tindar-reykjaness/

Arnarnýpa

Arnarnýpa. Hæsti tindur Sveifluhálsins.

Reykjanesviti

Í Vísi 1967 er fjallað um “Eldgos í vændum” á Reykjanesi:

Sigurjón Ólafsson

Sigurjón Ólafsson; 29. ágúst 1909 – 12. október 1997.
Sigurjón var aðstoðarmaður á Reykjanesvita þjá Jóni Guðmundssyni 1931-1933, og var síðan sjómaður í
Reykjavík og Höfnum. Hann
vann við hafnarmál í Hafnarfirði, en var vitavörður á Reykjanesi, 1947-1976. 

“Á hverasvæðinu á Reykjanesi hafa orðið það miklar breytingar, að þær benda tvímælalaust til að eldgos geti verið í aðsigi. Öll einkenni benda til þess að gos geti hafizt með stuttum fyrirvara. — „Ef breytingarnar halda áfram og hverirnir verða öflugri á svæðinu á næstu dögum má telja fullvíst að gos hefjist”, sagði Jón Jónsson jarðfræðingur, sem mest hefur rannsakað jarðfræði Reykjanessins. Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur, sagði í viðtali við Vísi, að óneitanlega væri breytingar mjög líkar undanfari seinasta Öskjugoss, og það staðfesti Jón Jónsson. Jón benti þó á þann grundvallarmismun á breytingunum á hverasvæðinu og undanfara Öskjugossins, að á hverasvæðinu hafa ekki myndazt nýjar sprungur, heldur hefur öll hreyfingin orðið eftir gömlum sprungum. Öllu alvarlegra væri, ef nýjar sprungur hefðu myndazt eins og gerðist í Öskju, þar sem landsig varð og nýir hverir komu upp fjarri þeim, sem fyrir voru. —

Tveir nýir hverir, sem hafa myndazt á hverasvæðinu á Reykjanesi, komu upp þar sem áður var svokallaður Reykjanesgeysir, en hann varð óvirkur árið 1918, þegar nýr leirhver myndaðist, sem var kallaður „1918“. – Hverinn „1918” hefur hins vegar orðið að mestu óvirkur eftir að breytingarnar hófust aðfaranótt laugardagsins og er nú aðeins gufuhver.

ReykjanesÞegar tíðindamenn Vísis gengu um hverasvæðið í gær í fylgd með Sigurjóni Ólafssyni vitaverði í Reykjanesvita, var greinilegt, að mikil breyting hafði orðið á hverasvæðinu. —

Sigurjón, sem hefur verið með annan fótinn á þessum slóðum síðan 1931, sagðist aldrei hafa séð aðrar eins breytingar, þó að allmiklir jarðskjálftar hafi oft orðið á þessum slóðum.

ReykjanesSprungur höfðu myndazt í jörðina víða og rauk upp úr þeim víða um svæðið. — Hverirnir tveir, sem höfðu myndazt sunnanvert við veginn, sem liggur í gegnum – hverasvæðið, voru mjög virkir og Gunnuhver svo kallaður hafði sótt sig mikið í veðrið, en að því er vitavörðurinn sagði, hefur sá hver sífellt verið að minnka hin seinni ár.

Jón Jónsson jarðfræðingur sagði hins vegar, að hann hefði búizt við breytingum á þeim hver, þar sem jarðhitinn hefði í sífellu verið að aukast þar í sumar og verið í nokkurri sókn. —

Jarðskjálftarnir nú fyrir helgina hafi líklega rekið smiðshöggið á breytinguna og mætti því búast við að „Gunna“ yrði enn sterkari á næstunni. Hverinn ber nafn ódæls og erfiðs draugs, sem séra Eiríkur í Vogsósum kvað niður, en nú virðast jarðskjálftarnir hafa vakið drauginn upp aftur og óvíst að klerkar samtímans séu jafnhæfir til slíkra vandaverka sem að kveða draug niður og „kollegar” þeirra frá fyrri öldum.
ReykjanesSéra Eiríkur hafði þann háttinn á, þegar hann kvað Gunnu niður, að hann fékk hana til að elta hnoðra, sem valt niður í hver einn og hefur hún fram á þennan dag ekki getað unnið mönnum mein, fyrir utan það, að einstaka menn hafa brennt sig á fæti, þegar þeir hafa stigið niður úr hveraskorpunni.

Einkenni þess, að gos geti verið í aðsigi þarna á Reykjanesinu vom auk þess, sem að ofan er talið, miklir jarðskjálftar, sem jafnan koma á undan eldgosum, landsig, sem hefur orðið norðvestan megin við veginn. Jarðskjálftamir hófust um 10-leytið á föstudagsmorguninn og hafa staðið yfir síðan. Mestir urðu jarðskjálftamir aðfaranótt laugardagsins og var þá ekki svefnsamt i húsi vitavarðarins, sem er í aðeins nokkur hundmð metra frá hverasvæðinu. Þá um nóttina komu sprungur í vitann. Sprungunnar mynduðust allan hringinn rétt fyrir neðan miðjan vita, bæði að utan og innan. En þessar sprungur til marks um styrkleika jarðskjálftanna, því nokkuð þarf á að ganga, áður en slík smíð sem Reykjanesviti fer að haggast. Veggirnir neðst eru 3-4 metri á þykkt.

Gunnuhver

Við Gunnuhverá Reykjanesi.

Það verður athyglisvert að fylgjast með hvaða framvindu málin taka á Reykjanesinu næstu daga. Haldi breytingarnar áfram af sama krafti, má telja fullvíst, að gos hefjist, en það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða vikum.”

Heimild:
-Vísir 02.10.1967, Eldgos í vændum?, bls. 18.

Reykjanes

Á Reykjanesi.