Hafnarfjörður

Magnús Jónsson skrifaði um „Hafnfirðinga árið 1902“ í jólablað Alþýðublaðsins árið 1959. Um var að ræða framhald skrifa hans í sama blað árið 1958.

„Verður nú haldið áfram þar sem frá var horfið.

Góðtemplarahús

Góðtemplarahúsið við Suðurgötu.

52. Góðtemplarahúsið. Það er margra atkvæða orð og því styttingin Gúttó venjulega látin nægja. Þetta er fyrsta samkomuhúsið sem Góðtemplarar hér á landi reistu, byggt 1886. Talið er að þá hefði það rúmað alla íbúa bæjarins. Þá var það þó lítið annað en salurinn, því að þverálmurnar voru byggðar síðar. Íbúð var þar engin. Yfir inngöngudyrunum í salinn — sem þá voru tvennar — var loft og grindur fyrir framan, eins og í kirkjunum sumum. í húsinu var að sjálfsögðu oft dansað og leiknir sjónleikir, svo sem Prestskosningin, eftir Hafnfirðinginn Þorstein Egilsson, Skugga-Sveinn og Nýársnóttin, svo að þau helztu séu nefnd. Þetta hús hefur þannig verið helzti samkomu- og skemmtistaður Hafnfirðinga í rúm 70 ár, þótt önnur hús hafi nú tekið við því hlutverki að nokkru.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Dvergasteinn.

53. Dvergasteinn. Það nafn má segja að haldist enn á húsinu, sem er á þessum stað, en annars er það talið Suðurgata 6. Þarna bjuggu hjónin Jón Jónsson steinsmiður — eða múrari síðar — og Sigurborg Sigurðardóttir. Árið 1902 eignuðust þau sitt eina barn, Guðmund, sem nú er sjávarútvegsmálaráðherra, kvæntur Guðfinnur Sigurðardóttur. Þetta ár kom í Fjörðinn — í Dvergastein — Árni, bróðir Sigurborgar. Hann var trésmiður og kvæntist Sylvíu Ísaksdóttur. Í Dvergasteini var líka Vilborg Guðmundsdóttir, móðir þeirra systkina og svo önnur fjölskylda: Agnes, sem þá var búin að missa Bjarna mann sinn, en var með dóttur þeirra, Elínu. Einnig var þar Guðlaug Guðmundsdóttir, systir Agnesar og Vilborgar. Ein þessara systra var Margrét yfirsetukona, sem síðar verður getið.

Hafnarfjörður

Dvergasteinn, Gúttó og Sýslumannsshúsið.

54. Sýslumannshúsið. Það stendur enn og telst eiginlega óbreytt, því að í svo frábrugðnum stíl er viðbyggingin. Húsið er talið nr. 8 við Suðurgötu. Þá var sýslumaður — með aðsetur í þessu húsi — Páll Einarsson, sem síðar varð fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur. Hann bjó þá með fyrri konu sinni, Sigríði, dóttur Árna Thorsteinson landfógeta. Þau áttu tvö börn, Kristínu og Árna. Líka ólu þau upp Sigrúnu Eiríksdóttur. Á sýslumannsheimilinu voru tvær vinnukonur, Ingileif Sigurðardóttir Backmann, sem giftist Ólafi Böðvarssyni, sem áður var getið, og Arnleif Guðmundsdóttir. Þá var og Árni Þorsteinsson, síðar bíóeigandi, nýkominn til sýslumannsins. Eftir að Sigríður Árnadóttir dó, kvæntist Páll Sigríði dóttur fyrirrennara síns, Franz sýslumanns Siemsen. Síðasti sýslumaðurinn sem jafnframt notaði þetta hús til íbúðar fyrir sig, var Magnús Jónsson. Margir minnast hans fyrir góða viðkynningu á löngum embættisferli.

Strandgata

Strandgata og Lækurinn. Einarsbúð, Verslun Einars Þorgilssonar og Co stendur enn þó búið sé að fjarlægja viðbyggingu. Hús Dvergs við Lækinn eru horfið.

55. Svæði eitt var í Firðinum sem nefnt var Moldarflötin. Hún takmarkaðist að norðan af læknum, að vestan af götunni — eða Mölinni — og að sunnan og suðaustan af sýslumannstúninu, en þar fyrir ofan var, og er að nokkru enn, kálgarðurinn frá Dvergasteini. Stundum varð gott skautasvell á þessu svæði, og notuðu Hafnfirðingar sér það.

Árið 1902 var eitt hús komið á Moldarflötina, í suðurhornið. Það hefur nú verið rifið vegna breytts skipulags. Það mun hafa verið byggt af „Útgerðarfélaginu við Hafnarfjörð“, sem Einar Þorgilsson var framkvæmdastjóri fyrir. Þetta félag var stofnað aldamótaárið og gerði út kútterana Surprise og Litlu-Rósu og svo Róbert, sem það hafði á leigu.

Dvergur

Dvergur 1912.

Þegar félagið leystist upp, eftir að Litla-Rósa fórst, eignuðust þeir húsið Einar Þorgilsson og Bergur Jónsson skipstjóri á Surprise.
Og nú hafa tvö fyrirtæki fyrir löngu lagt undir sig Moldarflötina, Einar Þorgilsson & Co. og h.f. Dvergur. Þá eiga að vera taldar upp allar byggingar fyrir sunnan læk, nema þau fáu peningshús sem um var að ræða og svo hjallar og þessháttar.

56. Brú. Sá bær stóð nánast þar sem nú er húsið Strandgata 39. Brúin yfir lækinn var þar hjá, því að hann beygði til norðurs eða norðvesturs, eins og áður hefur verið minnzt á. Á Brú bjuggu hjónin Helgi Þórðarson og Herdís Magnúsdóttir. Börnin sem heima voru: Jónína Þuríður, Hendrika Júlía, Magnús og Albert. Þar var líka Einar Snorrason lausamaður. Elzta barnið, Hermann, var farinn að heiman. Þessi hjón fluttu til Reykjavíkur um 1911.

Strandgata 41

Strandgata 41.

57. Þar sem þessi bær stóð er nú húsið Strandgata 41. Hann var áður kenndur við Kolfinnu nokkra eða Gunnu Kolfinnu, eins og hún mun hafa verið nefnd. Þegar hér er komið var þessi kona dáin, en í bænum bjó Bjarni Sigurðsson sonur hennar. Hjá honum var Gíslína Sigríður, en foreldrar hennar voru Guðrún Vigdís, systir Bjarna og Einars, auknefndur söngur. Þar var líka Nikólína Kristín Snorradóttir, með dóttur sína, Álfheiði Ágústu Sveinbjarnardóttur. Nikólína var systir Elínar í Gerðinu (nr. 65). Í þessum bæ var líka Sólveig Þórðardóttir. Hún var ein af þeim sem alltaf voru vinnandi hjá öðrum, án þess að hugsa mikið um hvort nokkuð fengist í aðra hönd.

Mjósund 1

Mjósund 1.

58. Á þessum stað er nú húsið Mjósund 1. Bærinn sem þarna var hét eiginlega Miðhús, þótt stundum væri hann kenndur við Elís Jón Stefánsson sem bjó þar með móður sinni, Þórunni Þorsteinsdóttur. Hann kvæntist seinna og átti eina dóttur, Stefaníu.

59. Hús sem byggt var þetta ár, 1902. Þar bjuggu hjónin Sveinn Magnússon bátasmiður og Eyvör Snorradóttir. Hjá þeim var dóttir þeirra, Theodóra Kristín, veitingakona, sem giftist Árna Sighvatssyni kaupmanni. Snorri, sonur Sveins og Eyvarar, var dáinn, en þarna voru tvö börn hans, Ingibjörg Magnea, sem gift er Guðjóni Jónssyni kaupmanni og Magnús sem kvæntist Sigríði Erlendsdóttur. Hún á enn heima á þessum stað, Strandgötu 47, en húsið frá 1902, sem var lítið, er nokkur hluti þess húss. Elzta barn Theodóru var fætt: Björn S. Stefensen. Tveggja sona Sveins og Eyvarar er getið annars staðar, Þorsteins (nr. 44) og Sigmundur (nr. 104).

Lækjargata 3

Lækjargata 3 – áður Hörðuvellir 2.

60. Byggðarendi. Þar var byggt upp um þetta leyti, og var húsið talið Lækjargata 3. Það hefur nú verið rifið. Þar bjuggu hjónin Ólafur Jónsson og Sigríður D. Guðmundsdóttir. Sonur þeirra var farinn, en þar var Hafliða Gunnarsdóttir, móðir Sigríðar. Svo var þar vinnukona, Sigríður Rósa, dóttir Þorláks í Hamarskoti.

61. Lækjarkot. Þar er nú húsið Lækjargata 9. Þar bjuggu barnlaus hjón, Ólafur Bjarnason og Guðrún Oddleifsdóttir. Fósturdóttir þeirra, Ólafía, mun ekki hafa verið komin til þeirra.

Strandgata

Strandgata – A) Hús Kristins Vigfússonar, fátækarfulltr. BSR – hús um tíma.
B) Hús Guðjóns Magnússonar, skósmiðs, nú búið að rífa það.
C) Hús Ingvars Guðmundssonar, sem um tíma var stýrimaður á kútter Surprise. Nú í eigu Brunabótafélags Íslands.
D) Hús Theódóru greiðasölukonu. Síðar eign Magnúsar Snorrasonar, skipstj.
E) Hús Einars Þorsteinssonar, sem lengi var háseti á kútter Surprise.

62. Þessi bær var einnig nefndur Lækjarkot, enda stóðu bæirnir saman. Þar bjó Anna Katrín Árnadóttir, ekkja Þorvaldar Ólafssonar frá Ási. Börnin: Vilborg, giftist fyrst Guðmundi Guðmundssyni frá Hellu, en nú gift Stefáni Backmann, sem einnig var minnst á áður (nr. 50), Ólafur, nú þingvörður, kvæntur Sigrúnu Eiríksdóttur, og Þorvaldur, dó ungur.

63. Þetta hús var eins og Byggðarendahúsið rifið fyrir afmælishátíð kaupstaðarins, sumarið 1958, enda orðið hrörlegt. Það hét á Grund, en jafnframt var nafnið Bossakot til á því áður. Þar bjó Helgi Bjarnason og var þá, eins og lengstum, einhleypur. Hann kvæntist þó síðar, Kristínu Einarsdóttur. Árið 1902 urðu leigjendaskipti á Grund. Þorvaldur Erlendsson fór þaðan og byggði, eins og áður er talað um (nr. 43). Þá komu tvær fjölskyldur í Fjörðinn og settust báðar að á Grund. Annað voru hjónin Gamalíel Kristjánsson og Ólína Hannesdóttir. Þau voru með dætur sínar þjár, Ingibjörgu Sigríði, Guðmundínu Lilju og Guðrúnu Maríu. Eftir að Ólína dó, kvæntist Gamalíel aftur. Hin fjölskyldan sem hér um ræðir, voru hjónin Einar Einarsson og Jóhanna Örnólfsdóttir. Börnin sem heima voru: Kristrún, giftist fyrst Guðna Benediktssyni, sem áður var minnst á (nr. 49), en síðar Sigurði Magnússyni skósmið, Einar og Jóhanna.

Austurgata 46.64. Þetta hús var talið Austurgata 46. Eftir því sem bezt verður vitað var það nýtt við árslok 1902, en sumarið 1958 var það flutt burtu af þessum stað og upp í Kaplakrika. Hjónin sem þarna bjuggu 1902 hétu Þórður Ólafsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir. Þrjú eru talin börn þeirra: Valgerður, Ketill og Engilbert. Þar var líka lausakona, Jórunn Halldórsdóttir. Ef til vill hefur það verið Jórunn sú sem áður var hjá Finni Gíslasyni og var systir Jóhönnu í Þorkelsbæ (nr. 79). Um nafn hússins hefur alla tíð verið óákveðið. Í manntalinu frá 1902 er það nefnt Þórðarhús, síðar á Balanum eða Hólnum, eða þá á Grund.
Þegar timburhús voru byggð áður fyrr, var það algengt að grindin var tegld til, sem kallað var, á rúmgóðum stað, annars staðar en húsið átti að standa. Þessi húsgrind fékk þá meðhöndlun niðri á Moldarflöt (55).

Hverfisgata 52b

Hverfisgata 52b – Hraungerði.

65. Bær þessi hét að réttu lagi Hraungerði, og var það nafn vel til fundið. Í daglegu tali er það þó aðeins nefnt Gerðið. Þar er nú talið Hverfisgata 52 B. Í Gerðinu bjó Elín Snorradóttir, ekkja Friðriks Eriðrikssonar. Eldri sonur hennar var farinn, en þar var Helga dóttir hennar og Helgi E. Thorlacíus sonur hennar — Elínar — en ekki Friðriksson. Svo var þar gamall maður, Guðmundur Erlendsson frá Hagakoti, faðir Jóhönnu sem lengi var hjá Hendrik J. Hansen (nr. 92).

66. Það er alltaf nefnt á Bala, þótt í manntalinu frá 1901, sem tekið er upp í Sögu Hafnarfjarðar, sé bærinn kenndur við húsbóndann. Þar bjuggu hjónin Narfi Jóhannesson stýrimaður, sonur Guðlaugar sem áður var minnst á (nr. 19) og Sigríður Þórðardóttir. Börnin sem fædd voru: Jóhannes, sjómaður, Jakob, Magnea, Guðlaug og Sveinssína. Síðar verður minnst á maka sumra þessara systkina. Sveinssína og maður hennar, Stefán Helgason, búa á Bala, sem nú er talið Austurgata 43. Um aldamótin var faðir Sigríðar þarna einnig: Þórður Þórðarson frá Höll í Garðahverfi. Ófædd voru Sigurþór og Björney Elisabet.

Austurgata 48

Austurgata 48.

67. Þetta hús stóð þar sem nú er húsið Austurgata 48. Þar bjó Kristinn Vigfússon trésmiður, síðar bæjarfulltrúi og fátækrafulltrúi. Kona hans var Katrín Eysteinsdóttir, systir Pálínu konu Ólafs Garða og Ingibjargar sem einnig var minnzt á áður (nr. 13). Anna, móðir Kristins, var þarna og eldri dóttir hjónanna, Anna Sigurrós, var fædd. Hún er gift Katli Gíslasyni. Vigfúsína var ekki fædd.

68. Þar er nú húsið Austurgata 36. Í bænum sem þarna var bjó Jón Árnason Mathiesen, verzlunarmaður við Brydes-verzlun. Kona hans hét Guðrún Jensdóttir. Þau voru barnlaus og fósturdæturnar ekki komnar til þeirra. Samt var þar fleira í heimili: Jóhannes V. Jónsson, Jón Diðrik Jónsson — hann fór til Ameríku — Sesselja Helgadóttir og Karólína Árnadóttir. Hún flutti oft um set og er árið áður talin hjá Vilborgu systur sinni á Hóli.

Austurgata 33

Austurgata 33.

69. Einarsbœr. Ekkert hús mun vera nákvæmlega á sama stað og sá bær stóð, en það var lítið eitt ofar en húsið Austurgata 33 er. Þar bjuggu hjónin Einar Þorsteinsson og Geirlaug Bjarnadóttir. Elzta barn þeirra var fætt, Bjarni, sem dó um fermingaraldur. Síðar fæddust Þorsteinn og Guðrún. Hjá þessum hjónum var Hansína Linnet, hálfsystir Einars (sammæðra — börn Þuríðar Einarsdóttur). Hansína giftist Agnari Magnússyni skipstjóra.

70. Helgahús. Það stóð þar sem enn er pósthúsið, Strandgata 35. Þar bjuggu hjónin Helgi Sigurðsson og Sigríður, sem var Jónsdóttir, en oftast kennd við mann sinn eftir að hún giftist. Börnin sem heima voru: Sesselja Engilrós, sem giftist Hans Sigurbjarnarsyni, sem drukknaði þegar togarinn Gullfoss fórst, 1944, Árni, ræðismaður Íslands i Chicago, Guðrún, giftist Jóhanni Helgasyni, og Jón, tvíburi við hana, ókvæntur. Yngst er Ragnheiður, sem býr með Óskari Breiðfjörð Jónssyni.

Strandgata

Strandagata fyrrum.

71. Húsið, sem stendur á þessum stað nú — Strandgata 33 — er gamalt og e. t. v. neðri hæðin sú sama og 1902. Þar voru aðeins hjónin Kristján Guðnason skósmiður og Þórdís Bjarnadóttir, systir bræðranna á Hamri og Agnesar, fyrri konu Eyjólfs Illugasonar. Lilja, dóttir þessara hjóna, var farin, gift Árna Jónssyni timburkaupmanni í Reykjavík, dóttursyni Árna hreppstjóra Hildibrandssonar. Húsið var lengi nefnt Hekla.

Strandgata

Strandgata fyrrum.

72. Á þessum stað er nú húsið Strandgata 31. Húsið, sem þarna stóð, var nefnt Ragnheiðarhús. Þá var minni tækni við að slétta úr hrauninu, og stóð það uppi á kletti, sem a. m. k. börnin kölluðu Ragnheiðarhól. Þetta var kennt við Ragnheiði Björnsdóttur ljósmóður. Hún var þó ekki nefnd þannig, heldur Ragnheiður yfirsetukona. Þá var með öðrum orðum sjaldan talað um trésmiði, járnsmíði eða ljósmæður, heldur snikkara, klénsmiði og yfirsetukonur. Ragnheiður mun hafa verið dáin þegar hér er komið, en í húsinu bjó Margrét Friðriksdóttir, ekkja Péturs Þorlákssonar. Önnur af dætrum hennar var hjá henni, Friðrika Þorláksína, sent giftist Helga Jónssyni frá Tungu.

Magnús Jónsson

Baksíða bókar Magnúsar Jónssonar „Bær í byrjun aldar“.

Tvær fjölskyldur fóru úr Ragnheiðarhúsi 1902, Hallgrímur Jónsson, sem getið var um á Jófríðarstöðum, og Sigmundur Sveinsson skósmiður, sem síðar verður talað um. Aðrar tvær þeim, en þau voru: Jón og Engilráð, sem nefnd var með þeim fyrstu í þessari ritsmíð, og Eyjólfur á Brúsastöðum, sem nefndur verður með þeim síðustu. En hjá þessum hjónum voru tveir fóstursynir: Valdimar Eyjólfsson, sonarsonur þeirra, og Jón Rósant Jónsson, sem kvæntist Hallberu Petrínu Hjörleifsdóttur. Fjölskyldur eru komnar þangað við árslok: Guðmundur Guðmundsson, kenndur við Deild á Akranesi, og kona hans, Kristjana Kristjánsdóttir. Börnin sem hjá þeim voru: Guðrún, Óskar og Kristinn. Þetta fólk flutti til Reykjavíkur og Guðmundur og Kristjana skildu. Hitt voru ung hjón, Snorri Frímann Friðriksson, sonur Elínar í Gerðinu, og Sigríður Eyjólfína Steingrímsdóttir. Þau byrjuðu þarna búskap sinn.

Austurgata 31

Austurgata 31.

73. Þetta hús stendur enn sem Austurgata 31, en mun hafa verið lengt. Þar bjó Guðrún Sigvaldadóttir, ekkja Jóhanns Baldvinssonar. Börnin: Guðbergur, nú málari í Reykjavík, Sigurgeir, pípulagningamaður, Reykjavík, Þórunn, giftist Jóni Hanssyni — Þau fóru til Englands — og Málfríður. Á tímabili síðar var þetta hús nefnt Hagakot.

74. Á þessum stað er nú húsið Austurgata 29 B. Þar bjó þá — og til dauðadags 1947 — Sigurður Jónsson. Þar sem það er svo algengt nafn, var hann nefndur lóðs, til frekari skilgreiningar, þótt aldrei stundaði hann það starf, heldur faðir hans og Gísli bróðir hans. Sigurður bjó þá með fyrri konu sinni, Guðnýju Ágústu Gísladóttur. Börnin, sem fædd voru: Gísli, Guðmunda Lilja og svo Jón, sem staðið hefur framarlega í verkalýðshreyfingunni. Á þessu heimili var vinnukona, Jóhanna Símonardóttir, sem giftist Marjóni Benediktssyni sem áður var getið (nr. 49), og lausakona, Oddný Jónsdóttir. Síðar fæddust í þessu hjónabandi Sigurður, Kristján og Valgeir. Eftir að Ágústa dó, kvæntist Sigurður Þórólínu Þórðardóttur. Börnin frá því hjónabandi: Sigurlína Svanhvít, Þórunn, Ágústa, Ásta og Þórður.

Austurgata 27b

Austurgata 27b.

75. Þar sem þetta hús stóð er nú húsið Austurgata 27 B. Þar bjuggu hjónin Kristján Friðriksson og Kristín Þórðardóttir. Börnin voru farin frá 76. Þessi bær var af sumum nefndur Langi bærinn, þótt varla hafi lengdin verið mikil, nema e. t. v. miðað við breiddina. Hann stóð nálægt þar sem nú er húsið Hverfisgata 36. Þar bjó Kristín Þorsteinsdóttir, ekkja Níelsar Friðrikssonar. Hún var með Þorstein son þeirra. Þar var líka Kristín Ásbjarnardóttir, sem skömmu síðar byggði bæinn sinn ofan og austan við bæinn á Snös-inni (nr. 80). Margir muna eftir Kristínu þessari. Hún vildi ekki láta neitt fara forgörðum.

76. Þessi bær var af sumum nefndur Langibærinn, þótt varla hafi lengdin verið mikil, nema e.t.v. miðað við breiddina. Hann stóð nálægt þar sem nú er húsið Hverfisgata 36. Þar bjó Kristín Þorsteinsdóttir, ekkja Níelsar Friðrikssonar. Hún var með Þorsteinson þeirra. Þar var líka Kristín Ásbjarnardóttir, sem skömmu síðar byggði bæinn sinn ofan og austan við bæinn á Snösinni (nr. 80). Margir muna eftir Kristínu þessari. Hún vildi ekki láta neitt fara forgörðum.

Austurgata 27

Austurgata 27.

77. Um þetta leyti var farið að kenna þennan bæ við þáverandi húsráðanda þar, Elentínus Þorsteinsson. Eldra nafn var Guðnabœr, en þriggja barna Guðna þess er hér getið, Kristínar, móður Marjóns og Þorláks, Kristjáns (nr. 71) og Guðrúnar í Efra-Brúarhrauni. Þar sem þessi bær stóð er nú húsið Austurgata 27. Elentínus bjó með Ingibjörgu Sigurðardóttur. Þau áttu saman einn son, Óskar Sigurð, sem nú er prestur í Noregi.

78. Þar sem þessi bær stóð er nú húsið Gunnarssund 6. Þangað voru þá komin hjónin Sveinn Gíslason og Helga Kristin Davíðsdóttir. Börnin: Dýrfinna Kristín, giftist til Raufarhafnar, Davíð Valdimar, dó ungur, Guðjón Kristinn, kvæntist Kristensu Arngrímsdóttur, Sigurrós Guðný, nú lengi formaður verkakvennafélagsins giftist Magnúsi Kjartanssyni, og Jónas, forstjóri í Dverg, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur.

Hverfisgata 30

Hverfisgata 30.

79. Þorkelsbœr. Þar er nú húsið Hverfisgata 30, en þar sem það er alveg á sama stað og bærinn var og lokar því Gunnarssundinu, þarf það að færast. Þarna bjuggu hjónin Þorkell Snorrason og Jóhanna Halldórsdóttir. Þau voru barnlaus, en tvö af fósturbörnunum voru komin til þeirra, Sólveig J. Eiríksdóttir, sem giftist Guðmundi Hólm — og áttu þau síðan heima á þessum stað til dauðadags — og Kristinn Pétursson Auðunssonar (sbr. nr. 20), síðar skósmiður. Þar var líka gömul kona, Kristín Halldórsdóttir, og að lokum skal getið um Guðmund Guðmundsson, sem alltaf var kenndur við Hól í Garðahverfi. Hann leigði hjá „blessuðum gömlu Þorkelshússhjónunum“, en svo voru þau nefnd af einni nágrannakonunni og munu hafa verið vel látin.

Hverfisgata 31

Hverfisgata 31.

80. Það var í daglegu tali nefnt á Snösinni, en í kirkjubókum Hábær. Hann stóð á klettinum vestan við þar sent nú er húsið Hverfisgata 31, eða nokkru vestar en sá klettur nær nú. Þar urðu íbúaskipti 1902. Tómas Halldórsson skósmiður flutti þaðan til Reykjavíkur með fjölskyldu sína, en þá komu þangað hjónin Eyjólfur Árnason og Guðrún Gottsveinsdóttir. Þau áttu eina dóttur barna, Sigríði Árnýju, sem giftist Magnúsi Böðvarssyni. Líka var á Snösinni Sigríður nokkur Pétursdóttir.

Hafnarfjörður

Strandgatan sunnanverð árið 1919.

81. Bær Bjarna Markússonar. Þar er nú húsið Hverfisgata 24. Bjarni bjó á þessum stað um fjölda ára. Kona hans hét Guðlaug Þorsteinsdóttir og var systir Einars, sent áður er getið (nr. 69), en Bjarni var sonur Kristínar Halldórsdóttur (nr. 79). Framtíðin, börnin voru Magnús bryggjuvörður, sem kvæntist Kristínu Jóhannesdóttur, og Þuríður Engilrós, gift Eyjólfi Bjarnasyni frá Katrínarkoti. Þarna leigði þá — og um mörg ár — Magnús Nikulásson. Hann fékkst nokkuð við seglasaum. Áður var gengið heim til Bjarna frá Austurgötunni og áður en hún var komin þá frá gangstígnum upp að Þorkelsbæ og Snösinni, þ.e. Gunnarssundið — þar sem Sigurður lóðs, Kristján Friðriksson og Kristín Þorsteinsdóttir fóru. Þar var mikið af kálgörðum, en að vestan, meðfram gangstígnum heim til Bjarna Markússonar, var Einarsgerðið, túnskiki með klettum og gjótum og hlykkjóttum grjótgarði í kring. Leifar þess er bletturinn fyrir neðan gamla elliheimilið.

Gunnarssund

Húsin eru frá vinstri, Gunnarssund 1 þar sem áður stóð Gunnarsbær, Gunnarssund 3, Gunnarssund 4 og Gunnarssund 6.

82. Og þá er komið að Gunnarsbœnum. Gunnar Gunnarsson hafði þá misst konu sína, Margréti Sigurðardóttur, en bjó með ráðskonu, Guðlaugu Vigfúsdóttur. Börn Gunnars voru farin að heiman nema það yngsta, Þórarinn, sem enn á heima á sama stað, Gunnarssundi 1. (Kvonföng, sjá síðar). Það elzta, Jón Hjörtur, drukknaði aldamótaárið, en Jón Hjörtur sonur hans, nú kvæntur Guðríði Einarsdóttur, var þá hjá Gunnari afa sínum. Þarna er líka talin önnur fjölskylda: Steinunn Jónsdóttir, ekkja Jóns Hjartar Gunnarssonar með Gunnar son þeirra sem kvæntist Guðnýju Sæmundsdóttur. Þriðja barn Jóns Hjartar eldra og Steinunnar er Margrét, sem þá var í Reykjavík hjá Önnu föðursystur sinni. Hún — Margrét — giftist Jóhanni Tómassyni, hálfbróður Sigfúsar, sem getið var á Steinum (nr. 23). Tveir synir Gunnars eru ótaldir, Vilhjálmur, sem kominn var til Bíldudals, og Sigurjón til Patreksfjarðar, en hefur nú verið í Hafnarfirði frá 1907, kvæntur Jónfríði Halldórsdóttur.

Strandgata 29

Markúsarbær – nú Strandagata 29.

83. Markúsarbœr. Þar byggði Þórður læknir Edilonsson síðar húsið Strandgötu 29, og er það nú Sjálfstæðishúsið. En í þessum litla bæ sem þarna var, bjó ekkjan Anna Markúsdóttir, með syni sínum Markúsi Brynjólfssyni, sem þá var enn ókvæntur. Hann var stundum kenndur við Brandsbæ, því að þau komu þaðan.

84. Ingibjargarbœr. Þar bjó „Ingibjörg ekkjan“, þ. e. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, ekkja Guðmundar Einarssonar. Tvö af börnunum voru hjá henni, Þórdís, sem svo flutti til Reykjavíkur og Þorsteinn, sem kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur frá Urriðakoti. Þau bjuggu á þessum stað — Strandgötu 27 — til dauðadags. Hjá Ingibjörgu var líka ekkjan Helga Jónsdóttir.

Strandgata

Strandgata fyrrum.

85. Hús þetta var byggt um þetta leyti og er að réttu lagi nr. 23 við Strandgötu. Þó má vera, að það hafi ekki verið byggt upp að nýju þá, heldur eldra húsi breytt, breikkað og sett á það brotið þak. Þarna bjó Hans Ditlev Linnet, sonur Linnets gamla kaupmanns, sem síðar verður minnzt á (nr. 95). Hans Ditlev bjó með ráðskonu, Kristínu Jónsdóttur. Hjá þeim voru tvö af börnunum, sem þau áttu saman, Lilja Kristín, sem giftist Vilhelm Bernhöft bakara og Gunnar Hafstein, sem kvæntist Rósu Jóhannsdóttur, en Rannveig ílentist austanfjalls. Hans Ditlev átti fleiri börn: Hansínu sem áður er getið (nr. 69), aðra Hansínu, sem giftist Þórði Bjarnasyni kaupmanni frá Reykhólum og Kristján bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. Linnet byggði nokkru eftir þetta húsið Linnetsstíg 3, og var þar það sem eftir var æfinnar.

Strandgata 21

Strandgata 21 og 23 h.m.

86. Brúarhraun. Lækurinn féll áður vestar til sjávar en nú. Brúin var þar sem nú er apótekið (þar af nafnið Brú á kotinu nr. 56) og áður var hún enn vestar og þar af dregið nafnið Brúarhraun. Brúarhraunshúsið stóð rétt vestan við húsið sem skrifað var um hér á undan. En þegar Strandgatan var steypt, var hún lögð beinni á þessu svæði og húsið flutt burt í heilu lagi. Það er nú múrhúðað og óþekkjanlegt, sem Öldugata 27. Þarna bjuggu hjónin Magnús Halldórsson og Steinunn Einarsdóttir. Þau áttu tvær dætur, Hallgerði, sem dó tvítug á jóladag 1908 og Halldóru sem einnig dó ógift og barnlaus. Uppi á loftinu í Brúarhrauni voru löngum einhverjir leigjendur, oft tveir karlmenn, og þannig var það þetta umrædda ár. Annar var Guðmundur, sonur Guðmundar Hóls (sjá 79).

Strandgata 21

Strandgata 21 og bæjarstæði húss nr. 23 h.m.

Reyndar virðast fáir muna eftir honum, en hann mun hafa verið mikið á sjó. Hinn var gamall maður sem Árni hét, Gíslason. Sennilega er það Árni sá sem kenndur er við Kringlu í Grímsnesi. Tveggja sona hans — hálfbræðra — er áður getið, Sigurðar (nr. 16) og Eyjólfs (nr. 80) og eitt sinn bjó hann líka með Kristínu Halldórsdóttur (nr. 79). Þau bjuggu á Brú (56), sem þá var stundum nefnt á Kringlu. Með Kristínu átti Árni Guðrúnu, sem giftist Ólafi Grímssyni, bróður Stefáns, sem getið var um í Nýjabæ (nr. 14). Marín, alsystir Eyjólfs, var þá austur í Grímsnesi og Guðbjörg var heldur ekki í Firðinum. Hún var alsystir Sigurðar. Fyrir framan hvert þessara fjögurra síðasttalinna kota — sem stóðu nokkurn veginn í röð — var kálgarður. Á milli Brúarhrauns og Arahúss (nr. 89) var gangstígurinn upp að tveim næstu kotum.

Austurgata

Austurgata.

87. Jörginarbœr. Á þeim stað byggði Oddur Pétursson frá Hóli í Garðahverfi, húsið Austurgötu 24 B. Í bænum bjó ekkjan Jörgína Kristjánsdóttir, með dóttur sína, Guðlaugu Magnúsdóttur. Hin börnin ólust upp annars staðar: Stefán, sem þá var í Mosfellssveitinni, síðar bóndi i Litla-Lambhaga í Hraunum og Margrét, gift Bjarna Erlendssyni í Víðistöðum.

88. Þetta hús var stundum nefnt Brúarhraun, eða Efra-Brúarhraun, til aðgreiningar frá hinu. Þar er nú húsið Austurgata 22 B. Þar bjó Guðrún Guðnadóttir, ekkja Þorsteins Guðmundssonar. Tvö af börnum hennar voru hjá henni, Nikólína og svo Sigurður, sem mest auglýsti „málverk til tækilærisgjafa“. Þar var líka Þorsteinn Jónsson, sem svo kvæntist Nikólínu og María Guðmundsdóttir, systir „Péturs í fóninum.“ Ólafur, sonur Guðrúnar var þá í Keflavík.

Austurgata

Austurgata.

89. Kotið sem stóð þarna, hét upphaflega Götuprýði, enda var enginn kálgarður fyrir framan það eins og hin, heldur stóð það alveg fram við götuna. Hinum megin var uppfylling, sem sjórinn náði upp að. Var það „mannvirki“ nefnt Arahússtétt, því að nafnið Arahús festist fljótlega við húsið, eftir að Ari Jónsson frá Stokkseyri kom þangað um 1857 og gerðist verzlunarstjóri í Hafnarfirði.
Þuríður formaður var þá hjá honum við verzlunarstörf um skeið. Árið 1902 var gamla Arahúsið rifið, en byggt tveggja hæða timburhús með skúrþaki. En þar sem það var byggt alveg á sama stað, varð það að víkja, þegar Strandgötunni var breytt, og var þá rifið. Ekki hefur þá bræður Jóelssyni skort leigjendur í sitt nýja hús, því að við árslok 1902 virðast hafa verið þar sex fjölskyldur. Fyrst skal nefna Ingvar Jóelsson, sem var skipstjóri, en rak dálitla verzlun síðari árin. Kona hans hét Halldóra Torfadóttir. Hjá þeim var einkasonur þeirra, Jóel Friðrik, sem kvæntur er Valgerði Erlendsdóttur, systur Sigríðar, sem minnzt var á áður (nr. 59).

Strandgata 19

Strandgata 19.

90. Á þessum stað eða örlítið neðar er nú húsið Strandgata 19. Þar bjuggu hjónin Einar Jóhannesson Hansen — sem Einarsgerðið fyrrnefnda var kennt við — (sjá 81) og Jensína Árnadóttir. Börnin: Árni, dó ungur, Jón verkstjóri, Þórunn giftist Agli frá Hellu (nr. 24), Jóhannes, varð seinni maður Steinunnar Pálmadóttur, og Guðrún, varð fyrri kona Þórarins Gunnarssonar (nr. 82). Einar Jóhannesson andaðist í febrúar 1921, og var lík hans það fyrsta, sem jarðsett var í kirkjugarðinum uppi á Öldum. Áður voru Hafnfirðingar eins og kunnugt er jarðsettir í Garðakirkjugarði.

Linnets-fjós

„Linnetsverslun“ við Sýslumannsveginn eða Sjávargötuna sem nú er Strandgata í Hafnarfirði. Tvær bryggjur eru á myndinni, þá fremri átti Jes Th. Christensen kaupmaður en hina átti H. A. Linnet kaupmaður. Húsið lengst til vinstri er fisksöltunarhús Jóns Jónssonar útvegsbónda í Hraunprýði og Ólafs Þorvaldssonar í Ólafsbæ. Næst því er vörugeymsluhús Linnets með gaflinn fram að firðinum en við hliðina á því er láleistur fiskgeymsluskúr Linnets. Á milli geymsluskúrsins og vörugeymslunar var stígur sem lá upp að byggðinni fyrir ofan. Íbúðar- og verslunarhús Linnets nýr framhliðinni að fjörunni.

91. Linnets-fjósið. Það var lítið, varla fyrir fleiri en tvær kýr, og stóð utan í kletti. (Fjóskletti, sbr. Sögu Hfj. bls. 394). Ekki var það ásjálegt, mestmegnis úr torfi og grjóti. Þarna er nú blómabúðin við Strandgötuna, og þætti víst ekki vel fara á að hafa þar fjós nú. Það var kennt við Linnet eldra (sjá 95).

92. Hendrikshús. Það stendur enn, og mun hafa verið óvanalegt á þeim tíma að hafnfirzkt einbýlishús slagaði svo hátt upp í dönsku eða hálf-dönsku verzlnarhúsin að stærð. Þar bjuggu hjónin Hendrik Jóhannesson Hansen — bróðir Einars — og Jónína Jónsdóttir. Þau áttu eina dóttur barna, Hendriku, sem giftist Ólafi bónda Runólfssyni og átti heima á þessum stað — Strandgötu 17 — til dauðadags. Hjá Hendrik var þá Jón, sem þá var nefndur föðurnafni sínu — Árnason — og jafnvel nafn afa hans nefnt líka, til aðgreiningar frá Jóni Árnasyni Mathiesen. En síðari hluta ævinnar var hann nefndur Jón Welding.

Hverfisgata 18

Hverfisgata 18.

93. Hraunprýði. Þar er nú húsið Linnetsstígur 2. Hraunprýðis-húsið stendur þó enn og er nú talið Hverfisgata 18, því að þangað lét Sigurður Ólafsson kennari flytja það, árið 1919. Hér verður nú gerð nokkur undantekning og minnzt fyrst á fólk, sem var þarna fyrir aldamótin, þótt það væri farið úr Hraunprýði, þegar hér er komið, og sumt yfir móðuna miklu. Það voru hjónin Jón Jónsson útvegsbóndi og Þórunn Gunnarsdóttir, systir Gunnars í Gunnarsbæ (nr. 82). Fimm barna þessara hjóna er áður getið, en þau eru þessi, eftir aldursröð: Ólafur (nr. 60), Jónína (nr. 92), Daníel (nr. 46), Jóhannes (nr. 68), og Ágúst (nr. 46). Önnur börn Jóns í Hraunprýði voru Brynjólfur og Sigurjón, sem fóru til Ameríku, Pétur, verzlunarmaður í Rvík, sem lifði lengst þessara sysktina, og það yngsta, Sigríður, sem dó ung. En nú var kominn að Hraunprýði ungur maður og röskur, Kristinn Kristjánsson skipstjóri, þá með fyrri konu sinni, Rannveigu Jónsdóttur. Þrjú af börnum þeirra voru fædd: Kristrún, sem varð fyrri kona Friðfinns Stefánssonar (33) en dó skömmu síðar, Kristján, síðar skipstjóri, kvæntur danskri konu, Sigrid, og Kristveig Þórunn. Yngsta systkinið, Þóra, — sem er tvígift — var ekki fædd. Kristinn og Rannveig skildu og hann kvæntist síðar Helgu Jónsdóttur og átti með henni Jóhann og Kristin.

Hafnarfjörður

Strandgatan norðanverð árið 1919.

Árið 1902 komu í Hraunprýði foreldrar Rannveigar, Jón Guðmundsson og síðari kona hans, Vilborg Jónsdóttir. Hjá þeim var Vilborg Eiríksdóttir, sem svo giftist Eyjólfi Þorbjörnssyni, og svo Þórður nokkur Grímsson próventukarl. (En ekki fleiri, það athugist áður en lengra er lesið.) Jón og Vilborg komu frá Setbergi, og við þau — eða hann sérstaklega — var kennd Setbergsættin. Hann mun hafa átt frá fyrra hjónabandi tvær dætur sem fóru til Ameríku og Guðrúnu, sem síðar verður getið, og Egil og svo Eirík, föður Helgu í Stekk og Vilborgar yngri „hér“ í Hraunprýði. Börn frá seinna hjónabandi: Jón trésmiður, — tók sér nafnið Setberg — Guðjón og Guðmundur, sem kvæntist Guðrúnu systur Ingvars Guðmundssonar (nr. 103) og bjó í Hlíð í Garðahverfi, og þrjár systur sem áður er getið, Elín (nr. 21), Sigríður (nr. 70) og Kristín (nr. 85), Vilborg, sem bjó á Laug í Biskupstungum, Ingveldur sem bjó á Þorbjarnarstöðum í Hraunum og Sigurbjörg sem bjó í Urriðakoti og áttu báðar fjölda barna, og svo yngsta barn Jóns á Setbergi, Rannveig áðurnefnd. Ekki þætti gerlegt nú á tímum að þrjár fjölskyldur væru til heimilis í þessu húsi, en svo var það þó 1902, en að vísu ekki nema það eina ár. Þá komu þangað úr Vatnsleysustrandarhreppi hjónin Ólafur Þorkelsson og Herdís Hannesdóttir, sem enn er á lífi. Elzta barn þeirra, Guðrún, gift Eyjólfi Kristinssyni, varð eftir í Flekkuvík, en hjá þeim var Þorkell sonur þeirra, sem dó um fermingaraldur. Þar var líka Valgerður Ólafsdóttir frá Hlíðsnesi, sem margir muna eftir. Ólafur og Herdís áttu síðar Þórhildi og Ólínu. Hún drukknaði. Ólafur byggði árið 1903 húsið Kirkjuveg 13.

Linnetsstígur 3

Linnetsstígur 3.

94. Þetta hús, ásamt húsunum 95, 96 og 100, var eign Hans Adolph Linnets og síðar dánarbús hans til 1896, en voru nú komin í eigu Jörgen F. F. Hansens (nr. 102). Hús þetta tók lengra fram en önnur, var svart og sennilega ekki ásjálegt að ytra útliti. Það mun lítið hafa verið notað þegar hér var komið, en í Sögu Hafnarfjarðar er gerð nákvæm grein fyrir hvernig Linnet eldri notaði það á velmaktardögum sínum. Hafði það verið saltgeymsluhús, loftið notað fyrir heyhlöðu og í norðurendanum fjós og jafnvel líka hesthús.

Strandagata

Strandgata vestanverð.

95. Hið gamla verzlunar- og íbúðarhús Hans Adolph Linnets. Hafði íbúðin verið í norðurenda hússins, en verzlunin í suðurendanum. Eftir að Hans Adolph dó, rak sonur hans, Hans Ditlev (85), verzlunina í tvö ár. Frá 1898 verzlaði þar enginn, og stóð húsið autt og ónotað að mestu, þar til það var rifið eftir skemmdir í bruna árið 1911. Fyrir ofan húsið stóð reyniviðarhrísla sem þótti stór og merkileg. Var þó aðalástæðan sú, hversu óvíða þessháttar sást þá. Aðeins trjágarðurinn við suðurgafl sýslumannshússins mun hafa verið kominn. Það sjást víðar hríslur í Hafnarfirði nú. Þar sem þetta hús stóð, er nú fiskverkunarhús á horni Linnetsstígs og Strandgötu.

96. Þetta hús var í þá daga nefnt Rauða pakkhúsið, og hefur því sjálfsagt verið rauðmálað. Það var veggjahátt, eftir því sem þá gerðist, enda yngst húsanna á þessu svæði þá og stendur enn. Það er á milli fiskverkunarhússsins sent síðast var getið og húss, sem einnig er haft til svipaðra nota nú, en var byggt sem Rafmagnsstöð Hafnarfjarðar. Það var góð skemmtun hafnfirzku barnanna á þessum árum að reyna að hitta með bolta í bitann, sem stendur fram úr húsgaflinum efst.

Nú skal farið upp á milli tveggja pakkhúsa.

Austurgata 16

Austurgata 16.

97. Við suðurgafl hússins nr. 102 stóð lítill hjallur og svo þessi bær hinum megin við hjallinn, eða e.t.v. örlítið ofar. Eða svo þetta sé staðsett enn betur: hefði húsið Austurgata 16 verið byggt þá, hefði það rekið vesturhornið í bæinn. Þótt hann væri stundum kenndur við húsbóndann þar, hét hann réttu nafni Ólafsbær, kenndur við Ólaf Þorvaldsson fiskimatsmann, tengdaföður Önnu Katrínu Árnadóttur (nr. 62). Sigríður Pálsdóttir, sem einnig er getið áður (89), var fósturdóttir Ólafs þessa og ráðskona hjá honum síðustu ár hans. Hún erfði þennan bæ og átti hann enn þegar hér er komið. En þar bjó Knútur Bjarnason með ráðskonu, Guðbjörgu Ólafsdóttur. Reyndar vissu ekki margir hennar fulla nafn, því að hún var ávallt nefnd Bjarga. Knútur er mörgum nokkuð minnistæður. Hann saumaði skinnklæði. Áfengisneyzla hafði alltaf þau áhrif á hann, að hann grét. Hann byggði skömmu síðar sinn eiginn bæ, þarna skammt fyrir ofan.

Austurgata 15

Austurgata 15.

98. Þessi bær er stundum í kirkjubókum nefndur Hraungerði, en sjaldan mun það hafa heyrst í daglegu tali. Þarna bjuggu barnlaus hjón, Jón Sigurðsson, bróðir Helga áðurnefnds (nr.) 70), og Hólmfríður Magnúsdóttir. Þau ólu upp Guðfinnu, dóttur Péturs Auðunssonar (sbr. 20). Hún var hjá þeim þá, en fór til Ameríku. Jón byggði nokkru síðar hús á þessum stað. Það stendur enn sem Austurgata 13, en er ekki notað til íbúðar.

99. Jörundarhús. Það stendur enn, mitt á milli Austurgötu og Hverfisgötu og er talið Austurgata 15. Þar voru tvær fjölskyldur 1902. Annað var Jörundur Þórðarson smiður og kona hans, Margrét yfirsetukonu Guðmundsdóttir. Þau áttu eina dóttur barna, Emilíu Láru, sem enn á heima í þessu húsi. Hin fjölskyldan voru hjónin Guðmundur Jóelsson, bróðir bræðranna í Arahúsi (nr. 89), og Guðlaug Illugadóttir. Börn þeirra, Þórunn og Sigurður, voru fædd, en ekki Óskar. Hann var mállaus.

Strandgata

Strandgata vestanverð.

100. Vestan við Rauða pakkhúsið var hús sem sneri eins og það, en var grámálað, eldra og veggjalægra. Saltskúr var við efri enda þess.

101. Geymsluhús eða þess háttar, frekar lítið og lágkúrulegt og sneri öfugt við hin pakkhúsin, hliðinni að sjónum. Fyrst áttu þetta hús Ólafur Þorvaldsson og Jón í Hraunprýði og næst bræðurnir Einar og Hendrik J. Hansen, og var það í því tímabili nefnt Bræðrapakkhúsið. En svo að aftur sé minnzt á fasteignakaup Jörgen F. F. Hansens, þá keypti hann fyrir aldamótin eftirtalin hús: 1. ( 95) íbúðarhús með verzlunarbúð og geymsluhúsi. 2. ( 96) Hið stóra og nýja pakkhús, tvíloftað. 3. (100) Vesturpakkhúsið með saltskúr. 4. ( 94) Salthúsið. 5. ( 91) Fjós og hænsnahús. Svo að ekkert sé undan skilið, skal þess getið, að þetta hænsnahús stóð efst á túnblettinum þar sem reyniviðarhríslan var, fyrir ofan gamla verzlunarhúsið. En því skrifast þetta hér, að um aldamótin keypti Hansen einnig þetta hús, Bræðrapakkhúsið.

Austurgata 12

Austurgata 12.

102. Þetta hús stendur enn sem Austurgata 12, og mun vera að mestu óbreytt að utan, frá því sem það var þá. Það var byggt af Ólafi Jónssyni borgara og þótti stórt. En þegar hér er komið var það eign Jörgen F. F. Hansens. Hann bjó þarna og verzlaði þar líka, en ekki í íbúðar- og verzlunarhúsi tengdaföður síns. Hansen var búinn að missa fyrri konu sína, Regine, dóttir H. A. Linnets, en var nú kvæntur systur hennar, Henriette Ykdolfine. Fyrra hjónabandið var barnlaust, en dæturnar frá því síðara voru heima: Regína, sem giftist Fritz Berentsen trésmíðameistara, og Kristín. Hún fór til útlanda. Tvo syni áttu þau: Hans Jörgen Christian Ferdínand Friðrik Valdimar, sem varð framkvæmdastjóri í Reykjavík, og Hans Jörgen Ferdínand Friðrik Lorents Christian, sem verzlaði í Hafnarfirði sent kunnugt er, þar sem áður var Brydes-verzlun. Heyrzt hefur að ástæðan fyrir nafnafjölda þessara bræðra væri sú, að faðir þeirra hafi ætlað að koma prestinum í bobba við skírnarathöfnina — hvað ekki tókst.

Austurgata 10

Austurgata 10.

103. Hús þetta stóð fyrir vestan næsttalið hús hér á undan, í sömu stefnu. Það var nokkuð stórt, en ekkert hús er alveg á þeim stað nú. Eigandinn, Jón Steingrímsson, sem síðar verður getið, bjó ekki í því, en árið 1902 kom þangað Ingvar Guðmundsson. Séu einhverjir á lífi, þegar þetta er ritað, af þeim sem búnir voru að stofna heimili 1902, er þess getið. Ingvar er í þeim fámenna hópi. Hjá honum var Rebekka tengdamóðir hans og tvö af börnunum, Þorgils Jónatan og Rebekka, sem gift er Jóni Andréssyni, sem áður var getið (nr. 11). Mið-barn Ingvars frá þessu hjónabandi, Guðmundur, var annars staðar. En hjá Ingvari var líka Halldór Hatlsen, nú yfirlæknir. Þau voru systkinabörn, hann og fyrri kona Ingvars, Halldóra Þorgilsdóttir, sent þá var fyrir skömmu dáin. Svo var þar María Njálsdóttir, en þau voru að miklu leyti fósturbörn Rebekku eldri, Halldór Hansen og hún. Þar var ennfremur Ingibjörg Símonardóttir, sem giftist Guðmundi Þorbjörnssyni. Jóhönnu systur hennar hefur áður verið getið (74) og bræðra Guðmundar, Eyjólfs (93) og Marteins (21). Ingvar Guðmundsson byggði síðar húsið Strandgötu 45. Hann er nú kvæntur Guðrúnu Andrésdóttur, sem einnig var minnzt á áður (nr. 6).

Strandgata 7

Strandgata nr. 7 fyrrum.

104. Á þessum stað er nú húsið Strandgata 7. Húsið, sent stóð þar 1902, hét að réttu lagi Theodórshús, kennt við Theodór Mathiesen. Áður stóð Árnahúsið þarna, kennt við Árna, föður Tlteodórs þessa, Jóns (nr. 68), Önnu Katrínar (nr. 62) og Jensínu (90), sem áður er getið, og Matthíasar skósmiðs, sem þá var enn í Reykjavík, en hann var faðir Jóns kaupmanns, Theódórs læknis og Árna verzlarstjóra. Bróðir Árna Mathiesen eldra var Matthías, sem fyrstur byggði suður á Möl (húsið 34) og var faðir Bjarna hringjara í Reykjavík. Enginn af Mathiesensættinni var þó í þessu húsi 1902. Jóhann Björnsson fór þaðan það ár með fjölskyldu sína, en við árslok er kominn þangað Sigmundur Sveinsson skósmiður, sem, eins og áður er getið, var í Ragnheiðarhúsi (nr. 72). Einnig var getið um tvö systkin hans, Þorstein (44) og Theodóru (59) og svo Snorra (59), sem var dáinn, en Þorgrímur, bróðir þeirra, var ekki í Firðinum þá. Kona Sigmundar hét Kristín Símonardóttir. Elzta barn þeirra var fætt: Sesselja. Fleira var í heimili: Sigurður Símonarson, Benedikt Friðriksson og Elín Egilsdóttir, hálfsystir Kristínar. Sigmundur varð seinna húsvörður Miðbæjarskólans í Reykjavík og er enn á lífi.

Austurgata 8-10

Austurgata 8-10.

105. Filippusarbeer. Þar er nú húsið Austurgata 8. Þar bjuggu hjónin Filippus Filippusson og Ragnheiður Þórarinsdóttir. Þau voru barnlaus, en hjá þeim var María, systir Steinunnar konu Vigfúsar Gestssonar (51). Hún var með son sinn, Hafliða Jón Hafliðason, nú skipasmið í Reykjavík.

106. Þessi bær stóð ekki langt frá þar sem nú er húsið Hverfisgata 6 A. Þar bjó Sigríður Steingrímsdóttir, ekkja Torfa Jónssonar hafnsögumanns, með Steingrími syni þeirra. Hann stundaði barnakennslu, kaupmennsku o. fl. og var lengi formaður sóknarnefndar þjóðkirkjusafnaðarins. Hann kvæntist Ólafíu Hallgrímsdóttur.

Hverfisgata 8

Hverfisgata 8.

107. Á þessum stað er nú húsið Hverfisgata 8 — þar sem fyrst var byggt hús 1902. Það gerði áðurnefndur (104) Jóhann Björnsson. Kona hans hét Guðrún Þorbjörnsdóttir. Þeirra börn: Guðbjörn, fór út með hollenzkum togara 1914 og drukknaði nokkru síðar, Guðríður Ágústa, nú í Reykjavík, Björn, kvæntist Guðnýju Jónsdóttur. Önnur fjölskylda var einnig í þessu húsi: Ung hjón, Björn Benediktsson bróðir Þorláks og þeirra bræðra, og Helga Halldórsdóttir. Eftir lát hennar kvæntist Björn aftur.

Hverfisgata 11

Hverfisgata 11.

108. Á þessum stað er nú húsið Hverfisgata 11. Þessi bær mun stundum hafa verið nefndur Hansensbær, af hverju sem það hefur verið. Þarna urðu ibúaskipti 1902. Hjón, sem síðar verður talað um, Sigurður Friðriksson og Oddný Eiríksdóttir, fóru þaðan, en |>á komu þangað mæðgurnar Kristín Einarsdóttir og Sigríður Jósepsdóttir, sem giftist Markúsi Brynjólfssyni (nr. 83). Þær voru með fósturson sinn, Gunnlaug Hildibrandsson, sem kvæntist Oddnýju Níelsdóttur, systur Þorsteins í „Langa bænum“ (76). Líka komu í þennan bæ, þótt lítill væri, hjónin Hildibrandur Gunnlaugsson — faðir Gunnlaugs — og Guðrún Hermannsdóttir, sem enn er á lífi, en hún var ekki móðir Gunnlaugs. Hjá þeim var hins vegar Eiríkur sonur hennar, en ekki Hildibrandsson. Þrír synir voru fæddir, af börnunum, sem þau áttu saman, Snæbjörn Sveinþór, sem drukknaði í Veiðibjöllustrandinu, 1924, Hermann Karl, sem dó af skotsári, og Valdimar, símalagningamaður. Síðar fæddust Katrín, Valgerður og Gísli. Hildibrandur var bróðir Solveigar konu Stefáns snikkara (33).

Hverfisgata 13

Hverfisgata 13.

109. Oftast nefnt „á Hól“, hvað sem allri málfræði líður. Hafnfirðingar voru — eða eru — heldur ekki einir um að sleppa i-inu aftan af í þessu tilfelli. Þarna bjuggu þá — og til dauðadags löngu síðar — hjónin Guðmundur Einarsson og Vilborg Stefanía Árnadóttir. Húsið er Hverfisgata 13. Börnin: Helga, giftist Júlíusi Jónssyni á Eyrarhrauni, Einar, Sigurvin og Guðrún, sem giftist Pétri Magnússyni bifreiðarstjóra. Guðmundur fæddist árið eftir. Elzta barnið, Sigurður, sem kvæntist Guðnýju Guðvarðardóttur, var þá austur á Fljótsdalshéraði. Einar fór til Hollands með Guðbirni áðurnefndum (107) og var um fjölda ára í siglingum um öll heimsins höf, að segja má, en er nú aftur kominn til æskustöðva sinna.

Reykjavíkurvegur 4b

Reykjavíkurvegur 4b.

110. Þorhelsbœr. Þar er nú húsið Reykjavíkurvegur 4 B. Þessi bær og þau tvö hús, sem getið verður um hér næst á eftir, voru oft nefnd sameiginlega á Stakkstæðinu. Í þessum bæ bjuggu hjónin Þorkell Jónsson og Guðrún Þorgeirsdóttir. Eldri sonurinn, Þorsteinn, var farinn að heiman. Hann kvæntist Agnesi, dóttur Theodórs Mathiesen (sjá 104). Hinn var Guðjón, sem kvæntist Guðjónsínu Andrésdóttur (sjá 11). Hjá þessum hjónum var líka Anna, dóttir Þorláks í Hamarskoti. Hún giftist Indriða Guðmundssyni, bróður Brands, sem aðeins var minnzt á áður líka (49). Hér er og talin Ingibjörg Grímsdóttir frá Vífilsstöðum með Vífil Guðmann fósturson sinn. Síðar var hún í Ólafsbæ (97) og loks í Illugahúsi (124) hjá Helga Jakobssyni og Helgu Hannesdóttur, sem urðu síðustu ábúendur í Hamarskoti.

Ætlunin er að lok þessara hugleiðinga birtist að ári (1960).“

Sjá framhald á „Íbúar Hafnarfjarðar árið 1902“ – III HÉR.

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 1959, 19.12.1959, Magnús Jónsson – Hafnfirðingar árið 1902, bls. 14-18.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður fyrir 1900.

Hafnarfjörður

Í jólablaði Alþýðublaðs Hafnarfjarðar árið 1958 fjallaði Magnús Jónsson um „Íbúa Hafnarfjarðar árið 1902„:

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson (1926-2000).

Magnús Jónsson fæddist í Hafnarfirði 10. júlí 1926, sonur Jóns Helgasonar verkamanns og Höllu Magnúsdóttur konu hans. Magnús stundaði nám við Flensborgarskólann og lauk kennaraprófi vorið 1957. Hann er nú kennari við Langholtsskólann í Reykjavík. – Árið 1951 tók Magnús sig til og safnaði í bók skrá yfir alla íbúa Hafnarfjarðar árið 1902. Skrifaði hann upp manntalið þá og leitaði sér jafnframt upplýsinga um gamla Hafnfirðinga hjá greinargóðum mönnum og konum. Er hér mikill fróðleikur samankominn, og er hér um mjög athyglisvert og merkilegt verk að ræða, eins og greinin ber með sér. Þegar Hafnarfjarðarkaupstaður varð 50 ára s.l. sumar, vöknuðu að sjálfsögðu margar spurningar hjá bæjarbúum, og mætti þar til nefna: Hvernig leit Hafnarfjörður út fyrir hálfri öld? Hvernig var lífsbarátta fólksins og kjör þess? o.s.frv. Magnús Jónsson svarar hér spurningunni: Hverjir voru íbúar Hafnarfjarðar fyrir rúmri hálfri öld? Mun mörgum Hafnfirðingi þykja skrá hans girnileg til fróðleiks. Það er ekkert áhlaupaverk, eins og nærri má geta, að semja slíka skrá sem þessa. Má því gera ráð fyrir að kunnugir reki augun í minni- og meiriháttar villur og missagnir. Hér birtist aðeins upphafið af hinni merku bók Magnúsar.

Hvaleyri

Hvaleyri – Vesturkot.

1. Vesturkot. Það hafði einnig annað nafn: „Drundur“, en nú heyrist það nafn sjaldan, sem betur fer. Í Vesturkoti bjó 1902 búhagur bóndi, Guðmundur Halldórsson, og ráðskona hans, Guðný Jónsdóttir. Hjá þeim var sonur þeirra, Ólafur.

2. Halldórskot. Þar urðu íbúaskipti 1902. Helgi Ólafur Sigvaldason flutti þaðan með fjölskyldu sína, en þá komu þangað hjónin Nikulás Helgason og Sigríður Jónsdóttir. Þau komu með börn sín þrjú: Sólrúnu, sem býr nú í Hliðsnesi, Einar Helga og Guðríði. Nikulás fór seinna að Skerseyri.

Hvaleyri

Hvaleyri (Sveinn Björnsson).

3. Heimajörðin á Hvaleyri. Hún hafði verið í eyði um nokkurn tíma, en við árslok þetta ár eru komin þangað hjónin Magnús Gíslason og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Börnin, sem fædd voru: Guðmundur, Steinunn og María.

4. Tjarnarholt. Það er nú í eyði. Þar bjó þá Sigurjón Sigurðsson og ráðskona hans, Engilráð Kristjánsdóttir. Þau höfðu eignazt fyrra barn sitt, Kristínu, sem dó innan við tvítugsaldur. Síðar áttu þau Engiljón. Þau fóru seinna að Eyrarhrauni, sem þá var nefnt á Flötunum — og Engilráð svo þangað, sem nú heitir Fagrihvammur.

Hvaleyri

Hvaleyri – málverk um 1950; Hjörtskot lengst t.h.

5. Hjörtskot. Þar bjuggu þau Magnús Benjamínsson og Guðbjörg Þorkelsdóttir. Guðbjörg átti son, sem Einar hét, Jónsson, en svo áttu þau Magnús fjóra syni: Berthold Benjamín, nú bifreiðastöðvareiganda, — hefur tekið sér nafnið Sæberg — kvæntan Jóhönnu Eyjólfsdóttur, Jón, hann drukknaði, Halldór, drukknaði einnig. Yngstur var Guðmundur Þorkell, kaupmaður, kvæntur Ragnheiði Magnúsdóttur. Þá eru upptaldir bæirnir á Hvaleyri.

6. Óseyri. Þar bjuggu hjónin Einar Þorgilsson, hreppstjóri og útgerðarmaður, og Geirlaug Sigurðardóttir. Af börnunum voru fjórar dætur fæddar: Dagbjört, ógift, Sigurlaug, ekkja, Ragnheiður, gift Sigurði Magnússyni bókara, og Þorgilsína Helga, nú hárgreiðslukona í Reykjavík. Ófædd voru: Ólafur Tryggvi, Þorgils Guðmundur, Valgerður, Svava og Dagný. Helga móðir Einars var í Óseyri og einnig Magnús Ásmundsson, sem ólst þar upp, og svo tvær konur, Guðrún Andrésdóttir og Una Guðmundsdóttir.

Óseyri

Óseyri og Óseyrarkot.

7. Þetta hét að réttu lagi Óseyrarkot. Þar bjó þá Hannes Jóhannsson, sem um fjölda ára var verkstjóri hjá Einari Þorgilssyni. Kona hans hét Kristín Kristjánsdóttir. Dæturnar voru báðar fæddar: Anna Friðbjörg, kona Gísla á Hellu, og Kristjana, sem gift er Sigurði Guðmundssyni bifreiðarstjóra. Halldóra Þórarinsdóttir, móðir Kristínar, var líka i Óseyrarkoti. Þar er nú engin byggð, né í Óseyri, en Hvaleyrarbrautin liggur rétt sunnan við túnið, og hafa risið þar upp stór hús á síðustu árum.

8. Ásbúð I. Þar bjó Halldór Helgason með ráðskonu, Þórkötlu Tómasdóttur. Hjá þeim var systursonur Halldórs, Ólafur, sonur Guðmundar á Hellu, nú kvæntur Önnu Guðmundsdóttur. Hjá þeim Halldóri voru einnig tvær konur, Steinunn Þorleifsdóttir og Elín Sæmundsdóttir. Bærinn stendur enn, lítt breyttur.

Ásbúð

Ásbúð – loftmynd 1954.

9. Ásbúð II. Þar bjuggu hjónin Guðmundur Sigvaldason og Kristbjörg Ólafsdóttir. Þeirra börn voru fimm: Sigvaldi Ólafur, Guðbjörg, Júlíus — verzlar nú í Reykjavík, — Oddný og Guðmundur Kristinn. Það sjötta var ófætt: Sigríður. Hjá þessari fjölskyldu var Einar nokkur Vigfússon.

10. Melshús. Það var þá nýbýli. Þar bjó Helgi Guðmundsson bróðir Ólafs í Ásbúð og fleiri systkina, sem síðar verður getið. Helgi ólst einnig upp í Ásbúð. Kona hans var Guðrún Þórarinsdóttir. Þau voru enn barnlaus 1902. En börnin eru: Þórunn, Guðmundur, Sigríður og Gyða.

Brandsbær

Brandsbær.

11. Brandsbœr. Þar bjuggu hjónin Steindór Björnsson og Þorbjörg Jóhannesdóttir. Hjá þeim var sonur hennar, Þorsteinn Gíslason, sem enn er í Brandsbæ, og svo var elzta barn þessara hjóna fætt: Þórunn. Þar var og Björn, faðir Steindórs. Önnur fjölskylda: Hjónin Andrés Guðmundsson og Helga Grímsdóttir. Börnin, sem hjá þeim voru: Hallgerður Lára, nú gift Steingrími Steingrímssyni, Jón, nú vélstjóri, og Guðjónsína, er giftist Guðjóni Þorkelssyni. Guðrúnar, sem er elzt, hefur áður verið getið (nr. 6), en Grímur og Kristín voru ekki í Firðinum þá. Þótt þessi fjölskylda sé enn við árslok 1902 talin í Brandsbæ, var hún um það leyti að byggja í nágrenni við Sigurgeir Gíslason, þar sem Jón Andrésson á enn heima. Urðu íbúaskipti 1902. Eyjólfur Árnason flutti þaðan, en þá komu þangað hjónin Helgi Ólafur Sigvaldason, sem áður er getið, og Steinunn Halldórsdóttir. Þau voru með syni sína tvo, Geir og Ingimund. Þar var þá líka Stefán Grímsson lausamaður.

Flensborg

Flensborg.

12. Flensborg. Húsið stóð alveg niður við sjó, þar sem nú er Íshús Hafnarfjarðar. Þar bjó Jón skólastjóri, sonur séra Þórarins Böðvarssonar í Görðum, sem stofnaði skóla í Flensborg, eins og kunnugt er og verður ekki rakið hér nánar. Fyrri kona Jóns, Guðrún Jóhanna Lára Pétursdóttir, var dáin, en hann kvæntur aftur; Sigríði dóttur Magnúsar Stephensen. Börnin frá fyrra hjónabandi, sem heima voru: Soffía, Kristjana, Þórunn, Hafsteinn og Anna, nú ljósmyndari. Frá síðara hjónabandi: Áslaug og Kristín.

Hábær

Hábær, nú Suðurgata 72.

13. Hábœr. Nú er búið að rífa þann bæ fyrir nokkru, enda var hann lélegur. Hann var talinn nr. 72 við Suðurgötu. Þar bjó Ingveldur Árnadóttir, ekkja Jóhannesar Sigvaldasonar. Hún var þar með syni þeirra: Árna Magnúsi, sem gekk í Hjálpræðisherinn og hefur ílenzt í Danmörku, og Jóhannesi bakara, kvæntur Jónu Jóhannsdóttur. Þótt ekki væri Hábær stór, var þar talin önnur fjölskylda 1902. Það var ekkjan Ingibjörg Eysteinsdóttir með elzta son sinn, Engilbert Ó. Einarsson, síðar kaupmann í Reykjavík. Hinir hétu Friðrik og Helgi. Þessir bræður tóku sér nafnið Hafberg.

14. Nýibœr. Hann stóð nánast þar sem nú er húsið Suðurgata 73.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Holt.

15. Skuld. Síðar Suðurg. 75. Þar bjó Magnús Sigurðsson og kona hans Guðlaug Björnsdóttir, systir Steindórs í Brandsbæ. Sex barnanna voru fædd: Ágúst, kvæntur Sesselju Eiríksdóttur, Magnús, kvæntur Ragnheiði Þorkelsdóttur kaupkonu, Sesselja, kona Jóns Gests Vigfússonar, Stefanía Sigríður, gift Bjarna M. Jóhannessyni, Sveinbjörn ókvæntur — býr í Skuld — og Jón bifreiðarstjóri, kvæntur Elínu Björnsdóttur. Margrét var ekki fædd. Hún dó ung.

16. Litlibœr, eða í daglegu tali nefnt Litla kotið. Þar bjuggu hjónin Sigurður Gísli Árnason og Kristín Hallsdóttir. Þau voru barnlaus, en hjá þeim var uppeldissonur þeirra, Sigurður Kristinn, sem drukknaði 1918. Hann var sonur Þorvarðar á Jófríðarstöðum. Litla kotið stóð ofan og austan við Skuld. Sigurður byggði nokkru síðar húsið Linnetsstíg 6, þar sem þau hjón voru síðan til dauðadags. Önnur fjölskylda er komin í Litla kotið við árslok: Gísli Jensson, þá enn ókvæntur, með móðir sinni, Sólveigu Jónsdóttur. Hann var faðir Þorsteins í Brandsbæ.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörur – loftmynd 1954.

17. Holt. Á þessum stað er nú húsið Suðurgata 69 C. Þar bjuggu hjónin Björn Vigfússon og Guðný Magnúsdóttir. Þau voru barnlaus, en ólu upp Sigurbjörgu Ásmundsdóttur. Hún fór til Danmerkur. Hjá þessum hjónum var líka Helgi Einarsson. Önnur fjölskylda var komin að Holti þetta ár: Hjónin Jón Ólafsson og Þóra Þorsteinsdóttir, sem alltaf var kennd við Holt. Þau voru með Sigríði dóttur sína.

18. Gosdrykkjagerðin Kaldá. Hún stóð nálægt þar sem nú er húsið Suðurgata 64. Stofnandi hennar var Jón Þórarinsson skólastjóri, og átti hann hana þar til hann varð fræðslumálastjóri og fluttist til Reykavíkur 1908. Mest starfaði þar Böðvar Böðvarsson eldri, sem síðar verður nánar getið. Gosdrykkjagerð þessi var stofnuð 1898 — fyrsta þess konar fyrirtæki hér á landi — en lögð niður um 1910. Þá var stofnuð sams konar verksmiðja í Reykjavík.

Mýrarhús

Mýrarhús.

19. Mýrarhús I. Það er nú talið Suðurgata 52. Þennan bæ hafði Þorlákur á Stakkstæðinu hyggt, en nú átti hann ekkjan Guðlaug Narfadóttir. Hún var þar, og leigjendaskipti urðu hjá henni þetta ár. Kristín Einarsdóttir flutti þaðan með dætur sínar, Guðbjörgu og Jósefínu, en þá komu þangað frá Skerseyri hjónin Magnús Hallsson, bróðir Kristínar í Litlabæ (nr. 16), og Jónína Jónsdóttir. Þau voru með dætur sínar, Sigurbjörgu, nú gifta í Reykjavík Bjarna Guðmundssyni, og Höllu Kristínu, nú gifta Jóni Helgasyni. Með þeim var Helga Bjarnadóttir, móðir Jónínu. Þessi fjölskylda var síðar um tíma í Ólafsbæ, og svo byggði Magnús í nágrenni við Bjarna Markússon.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – beygihúsavör 1890.

20. Mýrarhús II. Þann bæ átti Guðmundur Ólafsson, bróðir Jóns Ólafssonar í Holti, og bjó þar með konu sinni Oddnýju Auðunsdóttur. Þau voru barnlaus. Hjá þeim var móðir Oddnýjar, Herdís Kristjánsdóttir. Auðunsættin er kennd við mann hennar, Auðun Stígsson, hafnsögumann, sem þá var látinn. Fimm af systkinum Oddnýjar — börnum Herdísar — voru þá á lífi: Sveinn, Snjólaug, Margrét, Magnús og Kristján. Dánir voru Pétur og Stígur. Hann bjó í Hvassahrauni. Guðmundur Ólafsson drukknaði á kútter Kópanes í vertíðarbyrjun 1903. Oddný giftist eftir það Gísla Jenssyni. Hún var yngst sinna systkina, og lifði lengst, en átti engin börn. í Mýrarhúsum var líka Jóel nokkur Guðmundsson og Júlíana G. Guðmundsdóttir, en þau voru ekki lengi í Hafnarfirði.

Ófriðarstaðir

Ófriðarstaðir á fyrri hluta 20. aldar.

21. Jófriðarstaðir 1. Sumir telja nafnið Ófriðarstaðir upphaflegra og réttara, en hér verður það notað, sem algengara er í munni Hafnfirðinga. Þarna bjuggu misaldra hjón, Þorvarður Ólafsson og Elín Jónsdóttir. Börnin, sem heima voru: Guðrún nú dáin, Hallbjörg gift Marteini Þorbjörnssyni úr Selvogi, Þorvarður verkstjóri, kvæntur Geirþrúði Þórðardóttur, Arnór, kvæntur Sólveigu Sigurðardóttur á Ási, Elín og Guðný, ógift í Reykjavík. Sigurðar er áður getið, og Þóra, sem giftist Magnúsi Ólafssyni frá Krýsuvík, var þá í Reykjavík hjá Thor Jensen.

Ófriðarstaðir

Ófriðastaðir um miðja 20. öld.

22. Jófríðarstaðir II. Á þetta býli komu þetta ár hjónin Hallgrímur Jónsson og Kristín Árnadóttir. Þau voru með uppeldisdóttur sína, Kristínu Ólafsdóttur. Þar var líka Hólmfríður Þorvaldsdóttir og faðir hennar, Þorvaldur Þorsteinsson.

23. Steinar. Í kirkjubókum er þetta kot nefnt Steinsstaðir, en það heyrðist vist sjaldan eða aldrei í daglegu tali. Bærinn sjálfur stendur enn, rétt hjá húsinu Hamarsbraut 17. Eigandi og íbúi bæjarins var Guðmundur Grímsson, bróðir Helgu í Brandsbæ. Hann var lausamaður, þá orðinn gamall. Á Steinum var líka Ingibjörg Sveinsdóttir, ekkja Tómasar Jónssonar, með Sigfús son þeirra. Hann kvæntist Halldóru Böðvarsdóttur, en varð ekki gamall maður.

Steinsstaðir

Steinar (-sstaðir) – tóftir.

24. Hella. Þar bjuggu hjónin Guðmundur Guðmundsson og Sigríður Helgadóttir, systir Halldórs í Ásbúð. Börnin setin heima voru: Guðmundur Jón, hann drukknaði fyrir Norðurlandi 1936, Egill Halldór, Guðrún missti heilsuna ung og dó ógift og barnlaus, Halldór kvæntist Amalíu Gísladóttur, hann er dáinn, Gísli, kvæntur Önnu Hannesdóttur (nr. 7), þau búa á Hellu, sem nú er talið Hellubraut 11. Yngstur var Friðfinnur, sem kvæntist Sigríði Einarsdóttur. Tveggja Hellu-bræðranna er áður getið: Helga og Ólafs.

Hamarsbraut 11

Hamarsbraut 11 árið 1980.

25. Hamar. Sá bær stóð þar, sem nú er húsið Hellubraut 9. Þar bjuggu hjónin Jón Sveinsson og Helga Egilsdóttir. Þessi af börnunum voru heima: Sveinn, hann drukknaði, Einhildur, giftist Sigurði Eileifssyni, Egill, kvæntist Þjóðbjörgu Þorsteinsdóttur. Hann drukknaði þegar enski togarinn „Robertson“ fórst á Halamiðum 1925. Yngstur er Jón Pálmi, er átti Þórlínu Sveinsdóttur. Tvær dætur hjónanna, Halldóra og Þóra, voru annars staðar.

26. Miðengi. Á þeim stað er nú húsið Hellubraut 7. Þar bjó Sigríður Ísaksdóttir, ekkja Péturs Friðrikssonar. Hún var með stjúpson sinn, Jón Bergstein skósmið (d. 1958) kvæntan Jónu Gísladóttur. Sigríður átti bæinn, og leigjendaskifti urðu hjá henni þetta ár. Gísli Jensson fór þaðan, en þá komu hjónin Guðmundur Snorrason og Þuríður Arnoddsdóttir. Þau voru barnlaus, en voru með uppeldisdóttur sína, Helgu Magnúsdóttur.

Bjarnabær

Bjarnabær 1980.

27. Bjarnabær. Þar var stundum nefnt á Hamri, þar sem nr. 25 var nefnt í Hamri. Þar er nú húsið Suðurgata 38. Bærinn var kenndur við Bjarna Oddsson, sem þá var dáinn, en þar bjó ekkja hans, Margrét Friðriksdóttir, sem þá var orðin gömul. Af börnum þeirra voru tveir synir þarna: Sæmundur og Oddur. Þar var líka Bjarnasína dóttir Odds. Hún giftist Helga Einarssyni, sem áður er getið (nr. 17).

28. Gíslahús. Þar bjuggu hjónin Gísli Bjarnason og Sigríður dóttir Beinteins þess er átti í höggi við drauginn á Selatöngum um árið. Börnin voru öll fædd og öll heima: Ólafur kvæntist Valgerði Jónsdóttur, Ingveldur, Bjarni útgerðarmaður, kvæntur Guðríði Jónsdóttur, og Gíslína Sigurveig. Hún giftist fyrst Sigurjóni Lárussyni, en hann drukknaði 1922. Síðar varð hún síðari kona Sigurðar Árnasonar kaupmanns, sem einnig er dáinn. Yngstur systkinanna er Sigurbent Gunnar, trésmiður, kvæntur Ástu Guðmundsdóttur. Þau eiga heima á sama stað og gamla Gíslahúsið var, Suðurgötu 33.

Ófriðarstaðir

Hafnarfjörður á árum fyrri heimstyrjaldarinnar, á árunum 1914 til 1918. Myndin er tekin ofan af Ófriðarstöðum, hæst á Ölduslóð. Séð er yfir svæði sem kallaðist Austur- og Vesturhamar en er nú Hlíðarbraut, Suðurgata og Hamarsbraut og Hringbraut. 

29. Ólafshús. Þar er nú húsið Suðurgata 29. Þar bjuggu barnlaus hjón; Ólafur Jónsson og Pálína Eysteinsdóttir. Togarinn „Óli Garða“ var nefndur í höfuðið á Ólafi þessum, því að hann var kenndur við Garða á Álftanesi, þar sem hann var formaður hjá séra Þórarni Böðvarssyni.

30. Bær þessi var í daglegu tali nefndur Strýta, en það mun hafa þótt óvirðulegt að skrifa slíkt nafn í kirkjubækur, og er hann þar nefndur Efstibær. Þar bjuggu hjónin Jón Vigfússon og Kristín Þorsteinsdóttir frá Hamarskoti. Hjá þeim var eina barn þeirra: Þóra Guðlaug, nú gift Kristjáni Benediktssyni bifreiðarstjóra. Þar sem bærinn stóð — eða því sem næst — er nú húsið Hlíðarbraut 7.

Björnshús

Björnshús – Selvogsgata 3.

31. Björnshús. Nýtt hús, kennt við eigandann, Björn Bjarnason trésmið. Hann bjó þar með fyrri konu sinni, Þóru Sigurðardóttur. Tvær af dætrum þeirra voru fæddar: Ragnheiður og Guðrún Sigríður. Elín var ófædd. Hún er nú gift Jóni frá Skuld. Foreldrar Þóru voru í Björnshúsi: Sigurður Ásmundsson og Guðrún Guðmundsdóttir. Hjá þeim var Þorbjörg Eiríksdóttir, sem einhvern tíma mun hafa verið hjá Ólöfu í Undirhamri. Gamla Björnshúsið stendur enn sem nokkur hluti af húsinu Selvogsgötu 3. Eftir að Þóra dó, kvæntist Björn Guðbjörgu Bergsteinsdóttur.

Hamarskot

Hamarskot – tilgáta.

32. Hamarskot. Nú eru löngu horfin öll ummerki um hvar þetta kot stóð, en það var í slakkanum uppi á Hamrinum. Upphaflega hefur bærinn sjálfsagt dregið nafn af hamrinum, og svo var farið að kenna hamarinn við kotið, og hann nefndur Hamarskotshamar. Í Hamarskoti bjuggu hjónin Þorlákur Guðmundsson og Anna Sigríður Davíðsdóttir. Börnin, sem heima voru: Júlíus, bjó síðar með Herdísi Stígsdóttur Auðunssonar, Kristmundur, kvæntur Láru Gísladóttur — þau bjuggu lengi í Stakkavík — Sigurður Gunnlaugur trésmiður, kvæntur Ólöfu Rósmundsdóttur, Una, dó um fermingaraldur, og Jarþrúður, giftist fyrst Kjartani Jakobssyni, en er nú gift Helga Kristjánssyni. Agnar var farinn að heiman og einnig Anna og Sigríður, en þeirra verður síðar getið.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1900.

33. Stefánshús. Þar bjó Stefán Sigurðsson trésmiður eða snikkari eins og hann var nefndur og kona hans, Sólveig Gunnlaugsdóttir. Börnin voru öll fædd: Sigurður Jóel trésmiður, dó 1914, Ásgeir Guðlaugur byggingameistari síðar framkvæmdastjóri Bæjarútgerðarinnar, kvæntur Solveigu Björnsdóttur, tvíburarnir Ingibjörg Helga, ógift, og Gunnlaugur Stefán kaupmaður, kvæntur Snjólaugu Árnadóttur prófasts Björnssonar, Friðfinnur Valdimar, nú kvæntur Elínu Árnadóttur, systur Solveigar, Þorbergur Tryggvi, kvæntur Dagbjörtu Björnsdóttur, systur Solveigar, og Ingólfur Jón, múrari, sem dvelur ókvæntur hjá systur sinni að Suðurgötu 25, og er það að nokkru leyti sama húsið og þar var 1902, upphaflega byggt sem Brekkugata 14.

Suðurgata 54

Suðurgata 54 fyrir 1920.

34. Hús þetta stendur enn, og er nú talið Strandgata 54. Á þessum árum var það eign Péturs J. Thorsteinsson kaupmanns á Bíldudal, ásamt fimm næsttöldum húsum. Áður voru þau eign Þorsteins Egilsson, en síðar keyptu þeir þessar fasteignir Ólafur og Þórarinn Böðvarssynir og mágur þeirra Jóhannes J. Reykdal. Í þessum húsum voru fjórar fjölskyldur 1902, en því miður ber gömlum Hafnfirðingum ekki saman um hvernig þær hafi skipzt á húsin, og ritaðar heimildir óglöggar. Hér verður reynt að hafa það sem réttast reynist, og samkvæmt því var þetta hús ekki notað til íbúðar þá, heldur sennilega sem vörugeymsluhús. Einu sinni bjó þar þó Gísli Þormóðsson og Finnur sonur hans eitthvað og Tómas Halldórsson.“

Suðurgata 24

Suðurgata 24, áður Strandgata 52. Á þessari mynd sem ekki er vitað nákvæmlega hvenær er tekin né hver tók hana má sjá Gísla á Hvaleyri ganga fram hjá Bristol við Suðurgötu 24. Í bakgrunn má sjá hús við Hellubraut. Sveinn Árnason verslunar- og kaupmaður byggði Suðurgötu 24 árið 1907 sem var þá hár kjallari og hæð. Í kjallara hússins var prentsmiðja Hafnarfjarðar, sú fyrsta frá 1907-1910. Í mars 1914 opnaði Árni Sighvatsson verslun sína í húsinu og nefni hana Bristol. KFUM keypti húsið fyrir sína starfsemi árið 1918 og útbjó fundarsal í kjallaranum sem vígður á sumardaginn fyrsta sama ár. Efri hæðin var leigð út. Hjálpræðisherinn fékk að halda fundi í kjallaranum en keypti svo húsið af KFUM árið 1928.

35. Þetta hús stendur einnig enn sem Strandgata 52. Eftir því sem bezt verður vitað, voru þar þá hjónin Sigfús Jónsson og Sigríður Jónsdóttir. Börnin: Jón Kristinn — mállaus, — Jónína Guðríður, Arni Magnús, Kristin María og Stefanía Sigríður. Bræðurnir urðu bakarar. Svo voru þar önnur lijón: Helgi Jónsson smiður og Guðrún Ólafsdóttir.

36. Þetta hús stendur líka enn, stórt og veglegt, sem Strandgata 50, en búið að múrhúða það (og einnig húsið, sem talið var hér næst á undan). Þarna bjuggu hjónin Sigfús Þorsteinsson Bergmann og Þorbjörg Sigurðardóttir Bergmann. Sigfús Bergmann var umboðsmaður P. J. Thorsteinsson bæði við verzlunina og útgerð þilskipanna Kópanes, Hagancs, Sléttanes, Hvassanes, Langanes og e.t.v. fl. Elzta dóttir þeirra hjóna, Hrefna, var fædd. Hinar hétu Hulda og Auður. Hrefna og Auður dóu ungar. Þarna var einnig Guðlaug Sigurðardóttir, systir Þorbjargar, Jón Helgason verzlunarmaður og Guðrún Steinunn Ólafsdóttir vinnukona, nú gift Sigurði Ólafssyni kennara. Í þessu húsi var líka önnur fjölskylda: Jóhannes J. Reykdal, þá enn ókvæntur og bjó með móður sinni, Ásdísi Ólafsdóttur. Hann var þá að byrja sinn mikla starfsferil, og sá um byggingu þriggja húsa þetta ár: Barnaskólahússins, Arahúss og Svendborgar.

Strandgata 1920

Strandgata 1920.

37. Hús þetta stendur enn, og hefur víst verið nýlegt þá, a. m. k. óvenju veggjahátt, eftir því, sem þá gerðist. Í því var ekki búið.

38. Þetta var eitthvert fiskgeymsluhús eða pakkhús og er lítið um það að segja. Annað hvort það eða næsttalið hús stendur enn, annars staðar í bænum.

39. Þetta hús var líkt að allri gerð, og mun hafa verið haft til sams konar notkunar. Þar sem þessi tvö hús stóðu og hin fjögur standa, var nefnt „suður á Möl“ eða „niðri á Möl“. Í Sögu Hafnarfjarðar er hún nefnd Hamarskotsmöl, og mun það réttast, en annars var hún oft kennd við helzta manninn þar á hverjum tíma. (T.d. Bergmannsmöl, Ólafsmöl o.s.frv.) Hún náði óslitin sunnan frá Hamri — þ.e. hamrinum, sem bær Sigríðar Ísaks stóð á — og að læknum, en þá féll hann norðar til sjávar en nú. Nú liggur Strandgatan breið og bein eftir þessu svæði endilöngu.

Undirhamar

Bærinn fremst á myndinni ber nafnið Undirhamar, steinbær sem byggður var 1867 og stóð þar sem nú er Suðurgata 21. Stóra húsið við hliðina á Undirhamri var kallað Klúbburinn, þar voru seldar kaffi og veitingar. Litla húsið bak við Klúbbinn var kallað Surtla og var í eigu Brennisteinsfélagsins. Seinna var gamli barnaskólinn byggður á þessum stað. Húsið næst sjónum er Proppebakaríið stofnað 1875. Þetta hús brann árið 1910. Þar við hliðina eru húsin sem nú hýsa Fjörukrána og standa þar sem kallað var á mölunum. Þau voru notuð sem verslunar- og geymsluhús og voru þegar þessi mynd er tekin að öllum líkindum í eigu Þorsteinn Egilssonar. Úti á firðinum liggja nokkur þilskip. Þessi mynd er tekin rétt fyrir aldamót en hvenær nákvæmlega er ekki vitað.

40. Undirhamar. Sá bær stóð nálægt þar sem nú er húsið Suðurgata 21. Þar bjuggu systkinin Jón Jónsson og Ólöf Jónsdóttir, sem margir Hafnfirðingar muna eftir. Hún var nokkuð forn í skapi, og vildi engan ágang á túnblettinum sínum, sem náði frá húsi Stefáns „snikkara“ að kálgarðinum í kringum Klúbbinn og á hinn veginn ofan frá Hamarskotstúni niður að götunni, sem enn liggur eins á þessu svæði, en öðruvísi þegar sunnar dró, eins og myndir og kort bera með sér. Svæðið frá götunni neðan við Undirhamarstúnið, niður að húsunum á Mölinni, var ýmist tún eða fiskreitur.

41. Hús þetta þótti á sínum tíma stórt og stæðilegt. Það var nefnt Klúbburinn. (Reyndar af sumum borið fram ,,Klúppurinn“). Það var byggt af Clausen veitingamanni frá Keflavík, og stóð þar sem nú er húsið Suðurgata 15. Þar fengust veitingar og gisting, og haldnir dansleikir stundum, a. m. k. áður en „Gúttó“ kom til sögunnar. Þegar hér var komið, átti þetta hús Böðvar Böðvarsson, hálfbróðir séra Þórarins Böðvarssonar í Görðum. Hann stundaði barnakennslu hin síðari ár. Fyrri kona hans, Guðrún Guðmundsdóttir, var dáin, en hann kvæntur aftur, Kristínu Ólafsdóttur. Fimm af börnunum frá síðara hjónabandi voru heima: Ólafur, nú sparisjóðsbókari, kvæntist Ingileifu Backmann, Þórunn, sem giftist fóhannesi Reykdal, Þórarinn, kvæntist Sigurlaugu Einarsdóttur, Páll kaupmaður, kvæntur Jennýju Halldórsdóttur, og Anna, gift í Reykjavík. Magnús bakari ólst upp í Viðey. Sigríður, nú gift Sigurði Valdimarssyni trésmið, var þá heldur ekki hjá foreldrum sínum. Hins vegar var þarna ungur maður og nýkominn í Fjörðinn, Oddur Ívarsson, sem um fjölda ára var póstafgreiðslumaður. Frá fyrra hjónabandi átti Biiðvar Eggert og Guðmund, auk Böðvars, sem nú verður talað um.

Álfafell

Álfafell – Organistahúsið. Um 1883 var byggt hús á þeim stað þar sem nú (2024) er hús númer 14 við Brekkugötu. Í því bjó Einar Einarsson (1853-1891) organisti, söngkennari og trésmiður og Sigríður Jónsdóttir (1851-1915) kona hans og því var húsið nefnt Organistahús. Ekki er vitað hvort þau hjón áttu húsið. Einar var talinn afar fjölhæfur smiður og smíðaði hann m.a. orgel að öllu leyti, saumavélar og stundaklukkur.
Árið 1897 keypti athafnamaðurinn Magnús Blöndahl (1861-1931) húsið og flutti það „niður á Möl“, eða á þær slóðir sem nú er Strandgata í Hafnarfirði, vestan Hafnarfjarðarkirkju og íþróttahússins við Strandgötu. „Það var löngu síðar verslunin Álfafell og síðast sýningarskáli húsgagna. Í versluninni Álfafell, sem Jóhann Petersen (1920-1996) átti, var seld margvísleg vefnaðarvara. Húsið var rifið árið 1965.

42. Hús það, sem hér um ræðir, stóð þar sem nú er verzlunin Álfafell, eða örlítið sunnar. Árið 1875 var þar stofnað brauðgerðarhús og sölubúð í sambandi við það. Ekki var þó meira annríki við afgreiðsluna en það, að heppilegt þótti að hafa bjöllu, sem hrigndi, þegar útidyrnar voru opnaðar, og kom þá afgreiðslumaðurinn fram í búðina. Fram um aldamótin var húsið og fyrirtækið kennt við bakarameistarann, C.E.D. Proppé, og nefnt Proppé-bakaríið. Hann dó 1894, og í þessu húsi urðu íbúaskipti 1902. Ekkjan, Helga Proppé, fór þaðan með börn sín, en þá kom þangað Böðvar Böðvarsson tíma. Hann hafði þá um búið austur undir Eyjafjöllum.
Fyrri kona hans Sigríður Jónasdóttir var dáin, en hann kvæntur aftur, systur hennar Guðnýju. Börnin voru Elísabet, nú kaupkona, og Jónas skipstjóri á Selfossi. Hjá Böðvari var líka Gísli Gíslason bakari, sem áður var hjá Proppé. Hann kvæntist Kristjönu Jónsdóttur.

43. Árið 1902 var á þessum stað reist barnaskólahús. Áður var kennt í Flensborg. Þetta hús var síðar stækkað og stendur enn (Suðurgata 10). Það var notað til kennslu til ársins 1927, en nú eru þar íbúðir. Áður stóð á þessum stað hús sem nefnt var „Surtla“, reist af Engiendingum í sambandi við brennisteinsvinnslu í Krýsuvík. (Sbr. Sögu Hafnarfjarðar bls. 348—350, og endurminningar Knud Zimsen: Við Fjörð og Vík). Í þessu nýja skólahúsi bjuggu við árslok 1902 tveir kennarar, Tómas Jónsson og Valgerður Jensdóttir, systir Bjarna í Ásgarði og Friðjóns læknis á Akureyri. Hún giftist Jóni Jónassyni skólastjóra.

Blöndahlshús

Mynd tekin af Brekkugötu niður að sjá, götustígurinn hétt Brattagata. Húsið fremst á myndinni er hið svo kallaða Blöndalshús. Það er kennt við Th.S. Blöndahl, trésmið, kaupmann og síðar Alþingismann, en hann byggði húið árið 1890. Í fjarska nokkuð til vinstri á myndinn er lítil bygging, það er verslunin Álfafell, þar seldi Jóhann petersen bargvíslega vefnaðarvöru. Húsið hefur verið rifið fyrir alllöngu.

44. Blöndahlshús, kennt við þann sem byggði það, Magnús Th. S. Blöndahl, kaupmann og síðar alþingismann. Það stendur enn, óbreytt að mestu, og myndi margur telja það yngra, jafnt stórt og það er. Magnús Blöndahl var fluttur til Reykjavíkur, en þessar tvær fjölskyldur voru í húsinu: Þorsteinn Sveinsson og kona hans Kristín Tómasdóttir, Svavar, sonur þeirra, Guðrún Tómasdóttir, systir Kristínar, og Kristín Nikulásdóttir ekkja. Þorsteinn var síðar leiðsögumaður á dönskum varðskipum hér við land. Hin fjölskyldan var Sigurður Jónsson starfsmaður við verzlunina hjá Sigfúsi Bergmann — Sigurður assistent — og ráðskona hans Kristín Jónsdóttir. Þau ólu upp Sigurjón Skúlason.

45. Þetta hús stendur enn, lítið breytt, sem Suðurgata 11. Þar bjó Ögmundur Sigurðsson kennari og síðar skólastjóri. Fyrri kona hans, Guðrún Sveirisdóttir, var ciáin, en hann kvæntur aftur, Guðbjörgu Kristjánsdóttur, sem enn lifir. Börn Ögmundar frá fyrra hjónabandi voru heima: Ingibjörg, nú símstöðvarstjóri — hún giftist Guðmundi Eyjólfssyni, sem er dáinn, og Sveinn, nú prestur í Þykkvabæ, Rang. Af börnum síðara hjónabands var Benedikt fæddur. Hann er nú skipstjóri, kvæntur Guðrúnu Eiríksdóttur. Börn fædd síðar: Þorvaldur, Guðrún og Jónas.

Brekkugata 10

Brekkugata 5,7,9 hægramegin Brekkugata 10 vinstra megin. Tekið úr Brekkugötu 12.

46. Þar sem þetta hús stóð, er nú húsið Brekkugata 12. Þar bjuggu hjónin Daníel Jónsson stýrimaður frá Hraunprýði og Ólafía Pétursdóttir (f. Petersen). Þau áttu eitt barn: son, sem Karl hét. Þar var líka Ágúst bróðir Daníels og vinnukona, sem hét Oktovía Þ. Jóhannsdóttir.

47. Á þessum stað er nú húsið Brekkugata 10. Þar bjó Eyjólfur lllugason. Fyrri kona hans var dáin. Hún hét Agnes, og var dóttir Bjarna og Margrétar á Hamri, sem áður er talað um. Þegar hér var komið, var hann kvæntur aftur, Ólafíu Guðríði Ólafsdóttur. Dóttir þeirra Ólína (Lalla) var fædd, en ekki er Axels málara getið í manntali frá þessu ári. Eyjólfur Illugason var fölhæfur maður, en mest stundaði hann járnsmíðar. Hann var einn af upphafsmönnum Góðtemplarareglunnar í Hafnarfirði, og margir muna eftir honum í hlutverki Skugga-Sveins.

Brekkugata

Brekkugata. Hús Jóhannessar Reykdals fremst.

48. Þar sem húsið, sem hér um ræðir, stóð, er nú húsið Brekkugata 8. Þar bjó Jón Jónsson „Lauga“ þ. e. kenndur við bæinn Laugar í Flóa. Kona hans hét Ingvelclur Bjarnadóttir, systir Gísla sem áður er getið (nr. 28). Börn þeirra voru bæði fædd: Ólafía, nú gift Ólafi Högnasyni trésmið — þau eru í Reykjavík, og Ingvi, sem kvæntist Guðbjörgu Gissurardóttur.

49. Þetta hús var byggt árið 1902, af Þorvaldi Erlendssyni trésmið. Það stendur enn sem Brekkugata 6. Kona Þorvaldar hét Ingueldur Katrín Vívatsdóttir. Dóttir þeirra hét Halldóra. Hjá Þorvaldi var líka Helgi bróðir hans og Helga Jónsdóttir móðir þeirra bræðra. Helgi byggði skömmu síðar lítið hús, sem enn stendur — Merkurgötu 5 — og var þar lengi. Önnur fjölskylda var í þessu nýja húsi: hjónin Benedikt Jóhannesson og Kristín Guðnadóttir. Áður höfðu þau verið eitthvað í bænum nr. 78 og jafnvel í Blöndahlshúsinu, en kornu til Fjarðarins frá Oddakoti í Bessastaðahreppi. Börnin sem heima voru: Guðni drukknaði þegar „Geir“ fórst með allri áhöfn árið 1912, Þóra, giftist fyrst Þóroddi Guðmundssyni, en síðar norskum skipstjóra, Knudsen, og fór með honum til Noregs, Marjón Pétur, kvæntur Jóhönnu Símonardóttur, og Þorlákur, sem kvæntist Valgerði Bjarnadóttur. Þar var og Jóhanna Bengtson systurdóttir þéirra, sem einnig giftist til Norcgs. Estífa Benediktsdóttir var farin að heiman, bjó þá á Ísólfsskála með Brandi Guðmundssyni. — Björns verður getið síðar, Jóhannes var í Reykjavík, Vigfús mun hafa verið í Oddakoti, Ingibjörg móðir Jóhönnu Bengtson fór til Danmerkur. Ein systirin hét Rósa.

Lækjargata 6

Lækjargata 6.

50. Á þessum stað er nú húsið Lækjargata 6. Þar bjuggu hjónin Sveinn Auðunsson og Vigdís Jónsdóttir. Börnin, sem upp komust: Margrét, varð fyrri kona Stefáns Backmanns, Stígur fangavörður kvæntur Sigríði Eiríksdóttur ljósmóður — tóku sér nafnið Sæland — Þuríður giftist Sigurði Sigurðssyni, Jón kaupmaður á Gjögri við Reykjarfjörð og Ragnheiður María, sem giftist Pétri Vermundarsyni. Systurnar eru allar dánar. Hér var líka Snjólaug systir Sveins. Hún giftist ekki. Sveinn Auðunsson starfaði mikið í Góðtemplarareglunni, og var einn af forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar í Hafnarfirði.

51. Hús Vigfúsar Gestssonar járnsmiðs, — eða klénsmiðs eins og hann var nefndur. Þar bjó hann með konu sinni Steinunni Ingiríði Jónsdóttur. Börnin voru bæði fædd: Jón Gestur, nú kvæntur Sesselju, sem áður er gelið, þau eiga heima á sama stað og foreldrar Jóns bjuggu, Suðurgötu 5 (áður Templarasundi) og svo Þuríður Sigurrós, sem nú býr á Ísafirði.“

Sjá framhald á „Íbúar Hafnarfjarðar árið 1902“ – II HÉR.

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 1958, 15.12.1958, Magnús Jónsson, Íbúar Hafnarfjarðar árið 1902, bls. 4-6.

Bær í byrjun aldar

Rauðhólssel

Í riti Egons Hitzlers, „Sel – Untersuchungen zur geschichte desislándischen sennwesens seit der landnahmzeit„, um seljabúskap frá árinu 1981 má t.d. lesa eftirfarandi:

Egon Hitzler

Egon Hizler (1942-2023) og  Gísli Sigurðsson (1903-1985).

„Það er enginn vafi á því, að seljabúskapur skipti í eina tíð miklu máli hér á landi. Um það vitnar hinn mikli sægur orða í málinu, sem á rætur sínar að rekja til hans, örnefnaforðinn og seljarústir víða um land. Með hjálp þeirra auk margskyns ritaðra heimilda, munnlegra heimilda og vettvangsrannsókna reynir höfundur að draga upp mynd af þróuninni frá
fyrstu tíð og fram á þennan dag. Helstu ritaðar heimildir frá miðöldum eru máldagar, kaup- og gjafabréf og dómar i fornbréfasafninu auk Landnámu, Íslendingasagna og lögbókanna. Frá síðari tímum er jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns drýgst.

Jarðabók

Jarðabók Árna og Páls 1703.

Ferðabækur og Íslandslýsingar frá 18. og 19. öld veita einnig mikinn fróðleik einkum um lífið og störfin í seljunum, sömuleiðis ritgerðir, sem skrifaðar voru á síðari hluta 18. aldar og um aldamótin 1900 til þess að reyna að blása nýju lífi í seljabúskapinn. Sýslulýsingar byggðar á spurningalistum Bókmenntafélagsins 1839-1873 gefa nokkra innsýn í ástandið á 19. öldinni og svör við spurningalista Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns 1962 um fráfærur varpa nokkru ljósi yfir síðasta skeið seljabúskapar hér á landi um aldamótin síðustu. Allar þessar heimildir hefur höfundur hagnýtt sér af stakri samviskusemi og útsjónarsemi, því að það er ekki auðvelt að hamra saman svo ólíka og sundurleita málma svo að úr verði samloðandi blanda.“

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 2011 fjallar Gavin Lucas m.a. um seljabúskapinn. Skrif hans vöknuðu í framhaldi af uppgreftri á fyrstu seltóftunum hér á landi, „Pálstóftum„. Þær eru skammt austan við Jökulsá á Brú. Ástæður rannsóknarinnar voru fyrirhugaðar framkvæmdir við miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar, Hálslón.

Gavin Lucas

Gavin Lucas.

„Seljabúskapur er ein tegund af búskaparháttum þar sem búpeningur er fluttur frá heimabænum og haldið þar til beitar í því skyni að nýta heimalandið til að afla vetrarfóðurs. Víða um lönd er einnig þekkt að ýmis önnur verk eru unnin í seljum, einkum vinna við mjólkurmat, en einnig eru til dæmi um heyskap eða kolagerð og fer það eftir því á hvers konar stöðum selin eru. Talið er að seljabúskapur hafi borist til Íslands strax við landnám á síðari hluta 9. aldar og rekja megi hann til Noregs (þar nefnast sel sæter eða seter). Þar í landi er hægt að rekja þessa búskaparhætti aftur á járnöld. Ekki er heldur hægt að útiloka áhrif frá eyjunum norðan Skotlands og frá Írlandi, en þar tíðkuðust svipaðir búhættir (airge). Hér verður fjallað nokkuð um þátt seljabúskapar í norrænum búháttum.

Hraunssel

Hraunssel.

Fjörmargar seltættur eru hér á landi. Til þess benda bæði staðsetning, eðli mannvirkjann og lengd búsetunnar. Forvitnilegt að reyna að bera þessar minjar saman við þekktar seljaminjar frá sama tímabili í nálægum löndum.
Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á Norðurlöndum þar sem reynt hefur verið að varpa ljósi á einkenni og eðli selja. Í Noregi gerði Hougen snemma (1947) úttekt á þessu efni, en mikilvægasta úttektin er eftir Reinton (1969). Hann skilgreinir þar þrjár gerðir selja og byggir skiptinguna á því hvað það var sem einkum var gert í selinu og hve langt þau voru frá býlinu sem þau tilheyrðu. Ein gerðin var sel sem höfðu margvíslega starfsemi („full shielings“), á öðrum var aðaláhersla á mjólkuröflun („dairy shielings“) og á hinum þriðju var heyjað („haymaking shielings“).

Sel

Sel – hús.

Algengt var að hús á seljum væru 2-4, en þau gátu einnig verið fleiri. Albrethsen og Keller studdust við þessa flokkun Reintons í rannsókn sinni á seljum á Grænlandi og komu fram með gagnlegar ábendingar um hvernig þekkja mætti slíka minjastaði á vettvangi.
Um sel á Íslandi hefur Þorvaldur Thoroddsen fjallað (1919) og byggði einkum á rituðum heimildum. Þá hefur E. Hitzler (1979) gefið út bók um íslensk sel og einnig notað ritheimildir til að ráða í uppruna seljabúskapar á Íslandi. Hann taldi sig sjá fjórar gerðir selja, sú skipting byggðist einkum á eignarhaldi og hvernig sambandi sels og býlis var háttað að lögum. Elst taldi hann að þau sel væru sem voru nálægt bæjum og urðu þau sel oft síðar sérstök býli.

Breiðholt

Breiðholtssel – uppdráttur ÓSÁ.

Algengast var á síðari öldum að þrjú hús væru á seljum. Í Íslenskum þjóðháttum Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili er fjallað um seljabúskap á síðari hluta 19. aldar. Þá er gagnlegt yfirlit um íslenskan seljabúskap á ensku í riti Guðrúnar Sveinbjarnardóttur (1991).
Þó að til séu traustar heimildir sem styðja það að seljabúskapur hafi tíðkast alveg frá því á víkingaöld getur eðli þess búskapar hafa breyst og ekki er víst að hann hafi verið stundaður alltaf, eða alls staðar. Mest af þeim ítarlegu upplýsingum sem við höfum um þátt selja í búskapnum eru frá 18. og 19. öld og ekki er víst að auðvelt sé að nota þessar sögulegu heimildir sem hliðstæður til að skilja hvernig seljabúskap var háttað á víkingaöld.

Mosfellssel

Mosfellssel – tilgáta.

Albrethsen og Keller (1986) hafa fjallað um sel á Grænlandi. Þeir töldu það standa rannsóknum mjög fyrir þrifum að ekki hefði verið búið að skrá fornleifar á hálendi þar, þ.e. þær sem voru yfir 200 m yfir sjó. Nokkuð hefur verið bætt úr þessu síðar. Þeir settu fram hugmynd um þrískiptingu sem byggðist á verki Reintons, sem aðferð til að bera kennsl á hugsanleg sel og bentu á átta staði í Qordlortoqdal – sex þeirra töldu þeir einkum til mjólkurframleiðslu („dairy shielings“) og tvö sel fyrir margvíslega notkun („full shielings“), auk þess sem þar eru tvö fjallabýli. Enginn af þessum stöðum er hærra en 400 m yfir sjó og á flestum eru tvær eða fleiri byggingar, misstórar, sumar skiptast í fleiri hólf.

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel – tilgáta – ÓSÁ.

Aðalmunurinn á þeim seljum sem þeir töldu hafa verið til margskonar nota og þeim sem aðeins voru fyrir mjólkurframleiðslu er að á þeim fyrrnefndu voru íveruhús og þau voru yfirleitt lengra frá bæ eða á stöðum sem hentuðu illa fyrir venjulegan búskap. Umfjöllun þeirra félaga byggist á skráningu sýnilegra minja og vistfræðilíkönum. Þeir voru einkum að velta fyrir sér áhrifum seljabúskapar á umhverfið og einnig að sýna fram á að sel hafi verið í norrænum byggðum á Grænlandi.
Sverri Dahl fjallaði um seljabúskap í Færeyjum á sjötta áratug 20. aldar og notaðist við örnefni til að bera kennsl á sel. Þó nokkrar selrústir fundust og var eitt sel síðar grafið upp.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – tilgáta.

Á níunda áratug tuttugustu aldar hélt Ditlev Mahler áfram rannsóknum á þessu efni og studdist við skráningu á minjastöðum. Hann komst að þeirri niðurstöðu að flest sel í Færeyjum eru innan við 4-5 km frá bæ, og er meðaltalið 3 km og meðalhæð yfir sjó 76 m. Einnig lagði Mahler til að skipta mætti seljum í tvo flokka og studdist við lögun og stærð bygginga, einföld sel og flókin.
Fyrri rannsóknir á íslenskum seljum hafa einkum falist í skráningu fornminja í sambandi við örnefni. Guðrún Sveinbjarnardóttir skoðaði þrjú svæði og var athugun hennar hluti af stærra verkefni, rannsókn á eyðingu byggða á Íslandi. Hún komst að því að í flestum tilvikum voru sel fremur nærri heimabæ svo að auðvelt var að fara þar á milli, á seljum voru 1-2 mannvirki en 3-4 herbergi.

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel – tilgáta.

Áhugavert er að sjá að þegar litið var á vegalengd milli býlis og sels kom fram greinileg tvískipting. Selin skiptust í stærri hóp sem lá að meðaltali 1,5 km frá býli og minni hóp í 3 km fjarlægð.
Helst er að sjá að þetta mynstur standi í sambandi við ríkidæmi býla. Selin á stórbýlunum eru lengra í burtu frá býlinu, trúlega vegna þess að jarðirnar voru stærri.
Sá ljóður er á flestum íslenskum úttektum að upplýsingar eru takmarkaðar. Tímasetning og greining minja byggist að miklu leyti á ritheimildum og örnefnum. Oftast hafa staðirnir verið í notkun á síðari öldum eða í mesta lagi seint á miðöldum.

Straumssel

Straumssel – tilgáta.

Annað sem flækir málið er að notkun staða hefur stundum breyst, sel hafa orðið að bæjum og öfugt, og ekki er víst að hægt sé að tengja tilteknar rústir við tiltekið tímabil eða notkun án uppgraftar. Ef litið er yfir þær upplýsingar sem til eru úr fornleifarannsóknum á selminjum umhverfis Norður-Atlantshaf, er eitt af því sem vekur mesta athygli hve margskonar staðirnir eru og byggingarnar margvíslegar. Ein ástæða fyrir mun á mannvirkjum gæti stafað af umfangi seljabúskaparins. Búast má við að auðugri býli með stærri hjarðir hafi komið upp seljum með stærri eða fleiri byggingum, allt eftir stærð hjarða og fjölda þess fólks sem sinnti skepnunum.

Arasel

Ara(hnúka)sel – tilgáta (ÓSÁ).

Einnig gætu reyndar auðugri býli hafa komið sér upp fleiri seljum og vel gæti það hafa verið hagkvæmara og betur fallið til að nýta sumarbeitina. Eins gætu staðir með mörgum byggingum alveg eins verið þannig til komnir að mörg minni býli hafi nýtt sama stað fyrir sel sín.
Að því er fram kemur í skráningu sem gerð hafði verið höfðu mörg býli verið yfirgefin þegar kemur fram á 12. öld og þá virðist hafa komið annað tímabil á 15. öld, þegar bæir voru yfirgefnir af ýmsum ástæðum, t.d. breyttu loftslagi.
Þegar á það er litið hvert var meginhlutverk selja í búskapnum, mætti ætla að víðtækari breytingar á búfjárhaldi kynnu að vera helsta ástæðan fyrir því að staðurinn var yfirgefinn.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Margir fræðimenn hafa sýnt fram á að skepnuhald var fjölbreytilegra á fyrstu öldum eftir að landbúnaður hófst, bæði á Íslandi og öðrum samfélögum við Norður-Atlantshaf; ef til vill er skýringarinnar að leita í fækkun nautgripa og aukinni áherslu á sauðfjárbúskap.
Á síðari tímum tengdist seljabúskapur á Íslandi fremur sauðfé en nautgripum og bendir það til þess að samband selja og fjölbreytilegrar kvikfjárræktar sé í flóknara en ætla mætti. Þær vísbendingar sem við höfum af fornleifum benda í raun til þess að mörg venjuleg býli hafi lagst af eða bæjarstæði verið færð á 11. öld, bæði í jaðarbyggðum og frjósömum héruðum og kann þetta að vera merki um breytingar á samfélaginu fremur en breytingar á búháttum. Því gæti verið gagnlegt að horfa á selin, einkum fjarlæg sel þar sem búseta var á sumrin í því samhengi, líta á félagslega og pólitíska þætti, fremur en bara á efnahag og búskap.

Enginn vafi leikur á að skynsamlegar og hagnýtar ástæður eru fyrir því að nýta sumarbeit á fjalli og örugglega hafa menn nýtt sér beitina sem fyrir hendi var.

Selsvellir

Selsvellir – sel Grindvíkinga; uppdráttur ÓSÁ.

Ekki er þó víst að þarna hafi málnytupeningur verið hafður, en hugsanlegt er að það hafi fullt eins verið yfirlýsing um landnám að nýta þennan stað, að seljabúskapur hafi verið þáttur í að eigna sér land. Þegar á það er litið að stjórnarfar var óstöðugt á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, má ætla að það hafi verið mjög gagnleg leið að eigna sér stórt landsvæði að koma sér upp „útstöð“ eins og seli. Ef til vill má því sjá það að selstöður voru yfirgefnar sem vísbendingu um að landakröfur hafi verið almennt viðurkenndar og eftir það hafi ekki verið þörf fyrir slíkan stað, – þetta gæti verið jafnlíkleg skýring á því að Pálstóftir aflögðust eins og breytingar á búskaparháttum hafi valdið því.
Í þessu sambandi verða „aukabúgreinarnar“ sem stundaðar voru á seljum líka mikilvægari. Hugsast getur að árstíðabundin búseta á stað eins og selin voru hafi verið þáttur í því að leggja undir sig land og hún sýni hvernig landnotkun og eignarhald á landi til fjalla gat verið margrætt. Ekki er víst að rétt sé að styðjast eingöngu við sögulegar hliðstæður eða einblína á hagnýta búskaparhætti. Selin eru hluti af heildarmynd hugmynda og samfélags ekki síður en atvinnuhátta og landbúnaðar og sér þess að sjálfsögðu stað í fornleifunum.“

Heimildir:
-Saga, 1. tbl. 1981, Egon Hitzler: Sel — Untersuchungen zur geschichte desislándischen sennwesens seit der landnahmzeit. Gefið út á vegum Institutt for sammenlignende kulturforskning af Universitetforlaget, Oslo — Bergen — Tromsa, 1979, 280 bls. með myndum og uppdráttum.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 102. árg. 01.01.2011, Gavin Lucas, Pálstóftir, bls. 187-205.

Selsvellir

Sel á Selsvöllum

Laugarnes

Sigrún Pétursdóttir stiklar á stóru yfir sögu Laugarnesjarðarinnar í Bændablaðinu 2025 undir fyrirsögninni „Fótspor fyrri alda„.

Laugarnes

Laugarnes 1947.

„Í kringum aldamótin síðustu stóð gult einlyft bárujárnshús á bæjarhól í Reykjavík, svolítill reitur af sólskini á jörð menningararfs okkar þjóðar. Þaðan sást yfir til eyjanna Viðeyjar og Engeyjar og stutt var að fjörunni Norðurkotsvör, í dag einu ósnortnu fjöru á norðurströnd Reykjavíkur.

Þessi sólskinsreitur ber nafnið Laugarnes og saga hans snertir á heilmörgum flötum byggða-, sjúkrahúss- og kirkjusögu landsins, hernáminu eða uppbyggingu Reykjavíkur í heild.

Laugarnes

Laugarnes um 1950.

Eitt fyrstu stórbýla höfuðborgarsvæðisins, heimili Hallgerðar langbrókar, var reist á þessum stað, þar sem síðar stóð biskupssetur og í framhaldinu holdsveikispítali hundrað árum seinna.
Braggahverfið Laugarneskampur (Laugarnes-Camp) var reist þar á stríðsárunum og hýsti að stórum hluta sjúkradeildir hersins en nýtti sem íbúðarhúsnæði í stríðslok. Í dag er á Laugarnesinu nokkur byggð auk Listasafns Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara.

Holdsveikispítali á grunni biskupsseturs

Laugarnes

Laugarnes – Holdveikraspítalinn.

Laugarness var fyrst getið í Njálu og á Hallgerður langbrók að hafa haft þar búsetu. Telja margir gröf hennar vera þar sem nú eru gatnamót Laugarnesvegar og Kleppsvegar, áður þúst sem kölluð var Hallgerðarleiði – en aðrir segja hana jarðsetta í kirkjugarði Laugarness.
Fram kemur í Greinargerð Bjarna F. Einarssonar um fornleifar á Laugarnesi í Reykjavík að kirkju í Laugarnesi sé fyrst getið árið 1235. Rúmum fimm hundruð árum síðar, árið 1794, var kirkjan lögð niður þegar sóknin sameinaðist dómkirkjusókn Reykjavíkur, og má nærri geta að ýmsar lagfæringar kirkjugarðinum.

Laugarnes

Laugarnes – Biskupsstofa.

Á þessum tíma var jörðin þó í eigu biskupa og segir einnig í greinargerð Bjarna að á árunum 1830–33 hafi Jón Sigurðsson, sem seinna varð forseti, haft búsetu í Laugarnesi, en hann var skrifari Steingríms Jónssonar, þáverandi biskups. Þótti þetta biskupssetur léleg smíð og ótætilegt enda fór það svo að bæjarstjórn Reykjavíkur keypti jörðina árið 1885 og nokkru síðar var reistur þar holdveikispítali á grunni setursins. Hann var þá stærsta hús sem reist hafði verið á Íslandi og átti að geta hýst 60 sjúklinga þó lauslega áætlað væri tala sjúklinga að minnsta kosti sá fjöldi þrefaldur. Spítalinn var þó starfræktur með sóma fram að seinni heimsstyrjöld þegar herinn tók hann yfir og brenndi óvart til grunna árið 1943.

Laugarnes-Camp

Laugarnes

Laugarnes-Camp 1950-1952.

Eftir stríðsárin stóð heilmikið braggahverfi. Er áætlað að á þessum árum hafi um 300 manns verið búsettir í Laugarneskampi en síðasti bragginn var rifinn árið 1980.
Barnmargar fjölskyldur nutu þó góðs af á meðan braggarnir stóðu ef marka má auglýsingu Morgunblaðsins árið 1955, „Góðir íbúðarbraggar – Til sölu í Laugarnescamp, 4 herbergi og eldhús, útigeymslu og þvottahús“.
Myndhöggvarinn Sigurjón Ólafsson heitinn fékk til umráða bragga þarna árið 1945, gamlan herskála sem vinnustofu, en í dag stendur á Laugarnesi safn í hans nafni sem hýsir höggmyndir og teikningar ásamt heimildum um listamanninn. Ekkja hans, Birgitta Spur, stofnaði safnið sem í dag er rekið undir forystu aðstandenda Sigurjóns.

Dugnaður og röggsemi

Laugarnes

Þorgrímur Jónsson (1873-1943).

Áður en að þetta varð, árið 1915, tóku við Laugarnesjörðinni síðustu ábúendur hennar sem sáu um rekstur og leigu á hagabeit fyrir bæjarbúa.
Þetta voru hjónin Þorgrímur Jónsson, söðlasmiður og veggfóðrari, og Ingibjörg Kristjánsdóttir ásamt börnum sínum. Þau hjónin höfðu gott orð á sér, voru bæði vinnusöm og dugleg auk þess sem barnahópurinn var stór en þar höfðu allir sitt hlutverk. Til viðbótar við að sjá um leigu á haga fyrir bæjarbúa hóf fjölskyldan búskapinn með 30 kindur, sex kýr og nokkur hænsn, auk þess að hafa afnot af tveimur matjurtagörðum og því ærinn starfi hjá fjölskyldunni. Af börnunum voru þeir elstir drengirnir Jón Kristján f. 1899 og Ólafur f. 1902, þá næstir Pétur f. 1906, Ragnar 1908, stúlkurnar Guðrún Sigríður 1911 og Þorbjörg 1915 og loks Gestur litli fæddur 1920, rétt rúmum tuttugu árum á eftir elsta bróður sínum.
LaugarnesFengu bræðurnir gjarnan lánaðan bát og veiddu rauðmaga og grásleppu auk hrognkelsa og sáu hag í að selja nokkurn hluta aflans. Ólafur, í kringum fermingaraldur, fékk vinnu sem mjólkurekill og ferjaði mjólkina frá Köllunarkletti og niður Laugaveginn auk þess sem bræðurnir stóðu sína vakt sem hestasmalar hestanna sem voru á beit í leigutúninu.
Þetta voru röggsamir og duglegir piltar sem áttu þó nokkurn hlut í menningu Reykjavíkur þegar fram leið. Þeir stóðu meðal annars að stofnun Strætisvagna Reykjavíkur árið 1931. Ólafur þá um þrítugt og orðinn hæstaréttarlögmaður, kosinn fyrsti formaður stjórnar, en Pétur, 25 ára, var ráðinn forstjóri.
LaugarnesÍ bók Þorgríms Gestssonar, Mannlíf við Sund, sem var útgefin fyrst árið 1998, segir á skemmtilegan og fróðlegan hátt frá lífinu á Laugarnesi sem var, svo og mannlífinu í nærliggjandi hverfum. Þorgrímur er sonur Gests, yngsta barns þeirra Ingibjargar og Þorgríms á Laugarnesinu og bókin því að nokkru byggð á munnlegum heimildum þeirra sem fjallað er um. Til að mynda er í bókinni sagt frá minnisstæðum persónum á borð við föður skáldsins Steins Steinars. Það var Kristmundur Guðmundsson, sem kynnti sig gjarnan á þessa leið: „„Þetta er hann Kristmundur gamli, steinblindur á öðru auganu og sér andskotann ekkert með hinu!“ Þó var hann ekki nema í kringum fertugt og manna fljótastur að finna glataðar nálar saumakvenna ef svo bar undir – því stundum vildi blindan gleymast.

„Apa og slöngu leikhús“
Önnur skemmtileg frásögn frá árinu 1926 segir frá danskri fjölskyldu sem fluttist til landsins um tíma og höfðu m.a. með sér apa, slöngurog bjarndýr.
LaugarnesÞau ferðuðust um með þennan dýragarð í vagni sem festur var við bíl og á síðum Morgunblaðsins birtust auglýsingar með fyrirsagnir á borð við „Apa og slöngu leikhús“ og „Kona glímir við björn“ sem má ætla að hafi látið blóðið renna í lesendum. Þessi skrautlega fjölskylda sá fyrir sér að setjast að á Íslandi en fór svo að fjölskyldufaðirinn lést og þær mæðgur sem eftir sátu hröktust til Kaupmannahafnar fjórum árum eftir að hafa stigið hér á land.
Heimsókn fjölskyldunnar til litla Íslands hefur þó án efa kveikt elda og ævintýraþrá í hjörtum einhverra heimamanna. Þó geta ævintýrin allt eins verið í garðinum heima, ekki síst á söguslóðum Íslands í ósnortinni náttúru þar sem sér út á haf.“

Heimild:
-Bændablaðið, 10. apríl 2025, Sigrún Pétursdóttir, Fótspor fyrri alda – Stiklað á stóru yfir sögu Laugarnesjarðarinnar, bls. 72.

Laugarnes

Laugarnes – skýringar.

Ófriðarstaðastígur

Gísli Sigurðsson skráði örnefni fyrir Ófriðarstaði við Hafnarfjörð.

Ófriðarstaðir

Ófriðarstaðir á fyrri hluta 20. aldar.

Bærinn Jófríðarstaðir suður á Hamrinum hét áður Ófriðarstaðir, nefndur í heimildum frá 1595 sem sérstakur bær og var þá konungsjörð. Er talið að nafnið Ófriðarstaðir hafi komið til eftir bardaga milli enskra kaupmanna og Hansakaupmanna um yfirráð mikilvægrar verslunar í Hafnarfirði.

Árið 1816 er þetta land, allt sunnan frá Bruna (Hafnarfjarðarmegin við Straum) og allt vestur að Fiskakletti í Hafnarfirði komið í eigu Bjarna riddara Sívertsens.

Ófriðarstaðir

Ófriðastaðir um miðja 20. öld.

Ófriðarstaðir var konungsjörð fram til 1804 er Bjarni riddari Sívertsen eignaðist jörðina með það í huga að reisa þar skipasmíðastöð. Bjarni átti jörðina meðan hann lifði en það voru danskir kaupmenn sem keyptu hana þá á uppboði eftir andlát Bjarna og seldu þeir svo jörðina í tvennu lagi. Til aðskilnaðar þá hélt sá hluti jarðarinnar er Árni J. Mathiesen keypti nafninu Ófriðarstaðir/Jófríðarstaðir en hinn hlutinn fékk þá nafnið „Hamar“ii. Eftir það gengu þessir jarðarhlutar kaupum og sölum þar til Hafnarfjaðrarbær eignaðist stóran hlut úr Hamri og Maríuprestaregla heilags Louis Grignion de Montfort, sem þá þjónaði kaþólsku kirkjunni á Íslandi, keypti Jófríðarstaði á árunum 1921 og 1922.

Jósepsspítali

Jósepsspítali.

Regla St. Jósefssystra studdi jarðakaupin strax með því að kaupa tveggja hektara spildu af Montfort-reglunni undir spítala og aðra starfsemi.

Jófríðarstaðir voru ein af þeim fjórum bújörðum sem Hafnarfjarðarkaupstaður stóð á. Örnefnaskráning Hafnarfjarðar fyrrum var grundvölluð á jörðinni. Hinar voru Akurgerði, Hamarskot og Hvaleyri.

Ófriðarstaðir, jörð í Garðahreppi, fyrrum í Álftaneshreppi. 1885 var nafninu breytt í Jófríðarstaðir, en eldra nafninu er haldið hér. Ófriðarstaðabær stóð í svolitlum slakka austur af Ófriðarstaðahól. Vestan bæjarins stóð Ófriðarstaðahúsið, eftir að þar var reist, og tvíbýli varð á jörðinni 1885.

Ófriðarstaðir

Ófriðarstaðir um 1855 – tilgáta. Suðurtraðir.

Ófriðarstaðatún var allstórt, umgirt Ófriðarstaðatúngörðum. Austurtúngarður lá suðaustan og austan að túninu, norðurtúngarður bak við bæinn og vestur fyrir hól, en vesturtúngarður ofan frá hól niður að Ófriðarstaðalæk, sem rann með öllu Suðurtúninu. Á Ófriðarstaðahól var mikil huldufólkstrú, og klettum og klöppum kringum hann. Brekkan suður og niður frá hólnum nefndist Kinn, allt niður að Suðurtröðum, sem enn sér merki, því traðargarðana sér enn. Meðfram læknum var Harðhaus. Þá mun þarna í Suðurtúninu hafa verið Þinggerðið.

Ófriðarstaðir

Ófriðarstaðir – landamerki.

Utan austurtúngarðs var ræktun, nefndist Nýjatún. Sagnir voru uppi um, að þar hafi verið kofi, sem Skáld-Rósa átti að hafa búið í, nefndist Rósukofi. Frá bæ norður lágu Norðurtraðir í norðurtraðarhlið. Ásgatan lá frá traðarhliðinu suður með austurgarði að Ási, en frá hliðinu lá Ófriðarstaðastígur niður í kaupstaðinn.
Kvíholt var í norðaustur frá bænum. Þar stendur nú Karmelítaklaustur. Neðan undir því rann Kvíholtslækur. Á fyrstu árum aldarinnar voru nokkrir bæir byggðir rétt við stíginn. Má þar nefna Ívarshús með Ívarsbæjarlóð, Klapparholt með Klapparholtslóð. Bær þessi stendur enn og var venjulega aðeins kallaður Holt.
Á Vesturhamar liggur landamerkjalínan; nefnist hann einnig Sjávarhamar, Skiphamar og Flensborgarhamar.

Steinsstaðir

Steinsstaðir.

Hamar var stór og reisulegur bær á Hamrinum. Í Hamri var bær snemma byggður, og undir aldamótin var bær byggður þar, er nefndist Miðengi. Um Hamarinn, rétt neðan við bæi þessa, lá alfaraleiðin, síðan niður af Hamrinum og eftir fjörunni suður yfir Ásbúðarlæk og áfram. Sunnan við Miðengi var bærinn Hella. Þar suður af var sjóbúðin, sem seinna nefndist Steinsstaðir, og þar sunnar Mýrarhús. Allir þessir bæir áttu sínar lóðir: Hamarslóð, sem einnig nefndist Bjarnabæjarlóð og Bjarnabær bærinn, Miðengislóð, Hamarslóð 2, Hellulóð, Sjóbúðarlóð og síðar Steinsstaðalóð, þá Mýrarhúsalóð.

Kaldadý

Kaldadý (Kaldalind) – loftmynd 1954.

Suður af Mýrarhúsum var Kaldalind [Kaldadý]. Þaðan var fyrst vatni veitt til neyzlu í Firðinum 1905. Einnig var 1891 veitt vatni úr þessari lind að gosdrykkjaverksmiðjunni Kaldá, sem Jón Þórarinsson skólastjóri setti á stofn. Frá Kaldá rann Kaldárlækur. Einnig lá Kaldárstígur frá verksmiðjunni niður að sjó.
Niður undan Hamrinum tók við Ófriðarstaðamöl og Ófriðarstaðafjara. Rétt við Hamarinn var svo Ófriðarstaðavör, og þar hjá Ófriðarstaðasjóbúð. Síðar fékk staður þessi eftirtalin nöfn: Hellumöl, Hellufjara og Hellusjóbúð og fjárhús Hellukofi. Hér í fjörunni stofnaði Júlíus V. J. Nýborg skipasmíðastöð. Hér stendur nú skipasmíðastöðin Dröfn.

Ófriðarstaðir

Hafnarfjörður á árum fyrri heimstyrjaldarinnar, á árunum 1914 til 1918. Myndin er tekin ofan af Ófriðarstöðum, hæst á Ölduslóð. Séð er yfir svæði sem kallaðist Austur- og Vesturhamar en er nú Hlíðarbraut, Suðurgata og Hamarsbraut og Hringbraut. Fjörðurinn og vesturbærinn fyrir miðri mynd.

Ofan við mölina er Sjávarmýrin og efst í henni Briemstún. Gunnlaugur E. Briem ræktaði þarna tún, þegar hann var verzlunarstjóri fyrir Knudtzon. Vestar tók svo við Íshúsfjara og Íshúsmöl eftir að Aug. Flygenring reisti hér íshús.
Í holtinu upp frá Melnum var Miðaftansvarða, eyktamark frá Ófriðarstöðum. Héðan nefndist lækurinn Ófriðarstaðalækur. Vestan hans, upp við traðarhlið, var lambhúsið.
Sunnan lækjarins voru nokkuð börð, þar á meðal Gálga-torfur. Veit þó enginn deili á þeirri nafngift. Þegar kemur upp fyrir túnið, nefnist lækurinn Grænugrófarlækur, enda rennur hann hér ofar um Grænugróf. Þegar sleppir Brandsbæjarholti, tekur við Háaleiti eða Ófriðarstaðaleiti.“

Heimild:
-Örnefnaskrá fyrir Ófriðarstaði – Gísli Sigurðsson.

Ófriðarstaðir

Ófriðarstaðir – loftmynd frá 1937 sett yfir loftmynd frá 2024 – ÓSÁ.

Ásbúð

Gísli Sigurðsson skrifaði um örnefni Ásbúðar við Hafnarfjörð. Öll ummerki um bæinn eru nú horfin.

Ásbúð

Ásbúð.

„Þegar kom vestur fyrir Flensborgarhús, var komið að Ásbúðarlæk, sem hér rann fram í Ásbúðarós, og hér lá yfir Ásbúðarvað. Heyrzt hefur, að lækur þessi væri kallaður Flensborgarlækur.
Sunnan lækjarins og inn með honum var Ásbúð. þar var löngum tvíbýli, þó þurrabúð væri. Hétu bæirnir Sigvaldabær og Halldórsbær. Ásbúðartún og Ásbúðar-Nýjatún lágu hér kringum bæina, girt Ásbúðartúngörðum. Sunnan túnsins var svo Ásbúðardý, vatnsból bæjanna. Um aldamótin byggðist Melshús og ræktaðist Melshústún. Hér upp brekkuna var vegur lagður, Suðurgatan. Sunnan vegarins var Mómýrin eða Raftamýrin, því raftamór kom upp þarna. Gíslatún nefndist hér, eftir að Gísli Gunnarsson ræktaði mýrina nær alla, en Ólafstún var hér ofar í holtinu.

Ásbúð

Horft frá þar sem Ásbúð stóð að Flensborg og yfir fjörðinn. Í forgrunni má sjá garðahleðslur og hrunið hlaðið útihús svo þar sem Brandsbæjarlækur rann út í höfnina, þar var áður uppsátur skipa. Flensborgarskólinn þá skólahúsið nýja reist 1902. Hamarinn ber við himininn.

Niður við Ásbúðarlæk, sunnan Suðurgötu, var byggður bær, nefndist upphaflega Lækjamót, og fylgdi bænum Lækjamótalóð. Nafnið hélzt ekki við, en annað kom í staðinn, Mýrin eða _í Mýrinni“ og Mýrartún. Snemma á öldinni, sem leið, um 1835, var byggður bær hér ofan mýrar. Nefndist Melurinn. Þar var ræktað Melstún. Melsdý voru í mýrinni, litlar lindir, en rennsli frá þeim sameinaðist í Melslæknum. Neðan frá Flensborg, sunnan garða og upp með læknum, lá Melsstígur. Þar sem bærinn var byggður hafði áður verið þurrkvöllur fyrir mó úr mýrinni. Guðbrandur hét sá, er fyrstur bjó hér, því tók bærinn einnig nafn af honum, Brandsbær, Brandsbæjartún og Brandsbæjardý og Brandsbæjarlækur.“

Höfðaskógur

Jófríðastaðasel – tóftir.

Í Örnefnalýsingu Guðlaugs Rúnars Guðmundssonar fyrir Hafnarfjörð segir: „Ásbúð var upphaflega þurrabúð frá Ási. Þar var tvíbýli.“
Í Jarðabók inni 1703 segir: „Jörðin Ófriðarstaðir átti selstöðu … i heimalandi, eru þar hagar sæmilegir en vatnsskortur mikill, og hefur því til forna bóndinn neyðst til að færa selið að eður i Ássland, og fyrir það halda sumir að Áss hafi skipstöðu eignast í Ófriðarstaðalandi sem áður greinir.“

Ásbúð

Ásbúð – loftmynd 1954.

Ás átti ekki land að sjó. Hins vegar  er líklegt, eins og að framan greinir, að bærinn hafi fengið skipsuppsátur vestast í landi Ófriðarstaða í skiptum fyrir aðgengi að vatni neðan Ófriðarstaðasels norðan Hvaleyrarvatns, reist þar sjóbúð; Ásbúð, og nafnið færst yfir á nýja bæinn þar ofan búðarinnar um og í kringum aldarmótin 1900.

Á loftmynd af Ásbúð, sem tekin var árið 1954, má enn sjá uppistandandi íbúðarhúsið, en á myndinni má jafnframt sjá hversu mikið umhverfinu hefur verið raskað á skömmum tíma.

Heimildir:
-Örnefnaskráning fyrir Ófriðarstaði – Gísli Sigurðsson.
-Örnefnalýsing fyrir Hafnarfjörð, Guðlaugur Rúnar Guðmundsson.
-Jarðabókin 1703.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – herforingjaráðsuppdráttur 1902. Ásbúð er nr. 5.

Flensborg

Gísli Sigurðsson skráði eftirfarandi um Óseyri við Hafnarfjörð, sem var einn þeirra mörgu dæmigerðu bæja fjarðarins frá því um aldamótin 1900, sem nú sést hvorki tangur né tetur af. Hafnfirðingar hafa, því miður, verið helst til of latir við að varðveita minjar um uppruna sinn…

Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson.

„Óseyri var upphaflega þurrabúð. En bráðlega var ræktað út Óseyrartún, rúmlega tveggja kýrgrasvöllur. Eftir að Bjarni Sívertsen eignaðist báðar jarðirnar Hvaleyri og Ófriðarstaði var þurrabúð þessari veitt til túnsins sinn hluturinn úr hvorri jörð. Túnið var umgirt Óseyrartúngörðum; Suðurtúngarði og Vesturtúngarði. En með fram Ósnum var Sjávargarðurinn allt austur fyrir Óseyrarbæ sem stóð í austurhluta túnsins en austan hans var Óseyrarhóll. Óseyrarhúsið var reist á gamla bæjarstæðinu. Það var byggt úr viði St. James-Barkinum [Jamestown] sem strandaði suður í Höfnum.

Fyrsta nafn á þessu býli var Ósmynni og einnig var það kallað Timburmannsbær eða Timburmannshús. Munnmæli eru um býli þetta: Óseyri á tún sitt og beit utan túns fyrir hest í hafti og kýr í grind“. Þar sem kotið stoð upphaflega var lágur hóll eða bali, nefndist Kothóll.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1900 – Óseyri og Hvaleyrarlón fjær og Flensborg fremst.

Heiman frá bæ lá Óseyrartraðir út í Óseyrarhliðið á Suðurtúngarðinum. Þaðan lá svo Óseyrargatan suður um Óseyrarbankann eða Bankann en þar var vetrarstaða fiskiskipa og viðgerðarstöð lengi. Frá bænum lá Kotgatan að Óseyrarkoti sem stóð í Vesturtúninu miðju. Í kotinu bjuggu þau Skál-Rósa og Gísli maður hennar fram til 1855. Eftir það fór kotið í eyði og byggðist ekki aftur upp. Sjávargatan lá heiman frá bæ norður í Sjávarhliðið við Óseyrarvörina. Ofan vararinnar var Skiptivöllurinn og Óseyrarbúðin og vestan við vörina Óseyrarhrófið.
Austurvörin var austan í Hólnum en þar voru skipin sett upp þegar lágsjávað var eða þegar straumur var harður út úr Ósnum.

Óseyri

Óseyri – örnefni skv. skráningu Gísla Sigurðssonar.

Óseyrarósinn eða Ósinn var oft mjög straumþungur, sérstaklega var straumurinn þungur út úr Ósnum. Í gamankvæði frá 1910 er ósinn nefndur Flensborgarós. Óseyrartjörnin liggur hér með fram túninu að norðan, allt suður í Hvaleyrartjarnarós gegnt Skiphól. Vestan túnsins var í eina tíð Óseyrarreitur, fiskþurrkunarreitur, en þar vestan var Óseyrarmýri og þar var Óseyrarlindin en þangað var vatnið sótt til neyslu og Lindargata frá lindinni og heim til bæjar. Í Suðurtúngarði var upphaflega fjárhús. Seinna var því breytt og þá reis hér upp Óseyrarkotið, Nýja- eða Bærinn eins og kotið var einnig kallað en þá var húsið komið á Óseyri. Sunnan túngarðsins lá svo Alfaraleiðin.“

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Óseyri – Gísli Sigurðsson.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – herforingjaráðsuppdráttur 1909.

Krýsuvík

Jarðfræðifyrirbærið „Sprengigígur“ er gígur þar sem sprengigos (gjóska) hefur komið upp. Gosefnin þeytast langt og hátt upp í loftið, en skilja lítið af jarðefnum eftir sig.

Sprengigígar

Sprengigígar – myndun.

Sprengigígar eins og Víti við Kröflu verða til við sprengivirk gos í megineldstöðvum eða (sjaldnar) á jöðrum eldstöðvakerfa. Gígar af þessu tagi kallast sprengigígar á íslensku, en hins vegar kallast þeir „maar“ í mörgum erlendum tungumálum. Það orð kemur úr þýsku, af því að mjög margir sprengigígar eru til á Eifelsvæðinu í Þýskalandi og eru kallaðir “Maare”.

Gígarnir eru í flestum tilvikum lágir, stundum með engum gígbörmum og oftast fullir af vatni. Gosopið líkist djúpu gati í jarðskorpunni og mest af rúmmáli gígsins er neðan þess. Aðeins lágir rimar úr gjósku ná að hlaðast upp á börmunum. Þar sem sprengigígarnir ná niður úr grunnvatnsfleti, safnast vatn fyrir í gígskálinni. Þvermál flestra sprengigíga á Íslandi er 50-500 m, en dýpið frá brún 10-100 m.

Sprengigígar

Sprengigígar – skýringar.

Gosvirknin verður þegar kvikuþrýstingur í eldstöð er mjög hár, eða kvikan inniheldur mjög mikið af lofttegundum og/eða vatnsgufu. Þá verða öflugar sprengingar. Þetta getur leitt til þess að hlutar eldstöðvanna hverfa í hamaganginum og lítið sést til eiginlegra gosopa eða gíga að gosi loknu. Í flestum tilfellum eru sprengivirk gos þó ekki svo öflug og stendur þá eftir greinilegur gígur eða gígar. Stundum eru þau þó allöflug, en yfirleitt stutt, gjóskugos. Hins vegar kemur fyrir að vatn í miklum mæli kemst að kvikunni og þá verður stutt en öflugt þeytigos með mikilli vatnsgufu, sem skilar einnig af sér lágum eða engum gígbörmum, sem fyrr sagði. Gjóskuframleiðslan getur verið frekar lítil, en brot úr berggrunninum berast upp í sprengingum og þeytast um allt umhverfið.

Sprengigígar

Grænavatn

Grænavatn í Krýsuvík.

Sprengigígur (e. maar) er eins og nafnið bendir til gígur sem verður til í sprengingu. Sprengingin verður oftast

vegna þess að kvika kemst í snertingu við vatn skammt undir yfirborðinu eða að gasrík kvika springur við yfirborðið.
Stórir sprengigígar eru til í Veiðivatnakerfinu eins og Ljótipollur og Hnausapollur. Fleiri dæmi eru líka þekkt eins og Víti við Öskju og Grænavatn við Krýsuvík.

Sprengigjá

Sprengigígar

Sprengigígar (-gjá) – Valagjá.

Sprengigjá (e. explosion fissure) er aflangur sprengigígur sem verður til þegar sprengingar verða á stuttri sprungu.

Valagjá norðaustan Heklu er tengt fyrirbæri, þar hafa a.m.k. þrír gígar tengst saman og úr orðið einhvers konar sprengigjá.

Sprengigos

Sprengigígar

Sprengigígar – sprengjugos.

Sprengigos (e. explosive eruption) teljast hvers konar gos þar sem kvika tætist í sundur í sprengingum. Oftast er það snerting við vatn sem veldur sprengingunum en stundum er spennu í sjálfri kvikunni um að kenna. Spennan stafar þá af gosgufum sem þurfa rými.

Víti í Kröflu og Víti í Öskju myndast sennilega við gufusprengingar. Sprengigos í Víti árið 1724 markaði upphaf stórrar hrinu eldsumbrota hjá Kröflu sem kölluð hefur verið Mývatnseldar.

Sprungugos
Sprungugos (e. fissure eruption) er eins og nafnið bendir til eldgos á sprungu.

Gosgígar
Gosgígar sem þróast hafa í sprengigíga koma fyrir á nokkrum háhitasvæðum. Þeir eiga rætur að rekja til eldgosa þar sem vatn úr jarðhitakerfi hefur leitað í gosrásina og soðið upp úr henni.

Sprengigígar

Sprengigígar (gos-) – Innstidalur.

Þar sem gossprungur liggja yfir háhitasvæði koma fyrir sprengigígar og meira gjall í gígum en utan við. Vatn úr jarðhitakerfi er þar einnig orsökin. Skýrust dæmi eru í Trölladyngju og Krýsuvík en það sama sést einnig í Innstadal í Hengli, Bjarnarflagi og e.t.v. víðar. Dæmin sem hér að framar er vitnað til eru öll frá nútíma, þ.e. eftir lok ísaldar. Á nokkrum háhitasvæðanna eru sprengigígar og jafnvel þyrpingar sprengigíga frá ísöld eða ísaldarlokum, t.d í Kröflu, Trölladyngju, Hengli og Kverkfjöllum. Þeir kunna að hafa myndast þegar þrýstiástand fór úr jafnvægi við hlaup eða við snögga lækkun grunnvatnsborðs í ísaldarlokin.

Minniháttar hverasprengigígar

Austurengjahver

Austurengjahver.

Minniháttar hverasprengigígar eru nokkuð algengir á háhitasvæðum. Þeir verða til þegar vatn hvellsýður á litlu dýpi. Hverabollarnir eru fáeinir metrar á dýpt og 30 til vel yfir 50 m í þvermál þeir stærstu. Nokkur nýleg dæmi eru um hverasprengingar sem allar hafa orðið í tengslum við jarðskjálfta (Hveragerði og Reykjakot þar ofan við, Austurengjahver í Krýsuvík) og þá á upptakasprungunum.

Kolsýrusprengigígar

Sprengigígar

Sprengigígar (kolsýru) – Súlufell.

Kolsýrusprengigígar eru sprengigígar af óvissum uppruna og koma fyrir á Hengilssvæðinu. Þeir eru í móbergsfjöllum norðaustur af Ölkelduhálsi og miklu yngri en fjöllin sjálf (Smjördalur í Súlufelli og Kattatjarnir). Gígarnir eru nokkur hundruð metrar í þvermál, kringlóttir, nema þar sem þeir grípa hver í annan, en ekkert úrkast verður rakið til þeirra. Bólstrabergshryggir mynduðust á eftir gígunum, líklega í sama gosi. Mikil kolsýra er í hverum á Ölkelduhálsi.

Krýsuvík

Krýsuvík – sprengigígar.

Þeir sprengigígar sem helst líkjast loftsteinsgígum eru öskugígar eða „hverfjöll“ (eftir samnefndu felli í Mývatnssveit), en slíkir gígar myndast við það að bergkvikan kemst í snertingu við grunnvatn á leið sinni til yfirborðsins, hún freyðir og sundrast í smáar agnir; ekkert hraun myndast heldur einungis gjóska (aska og vikur). Séu gosin kraftlítil hlaðast gosefnin upp í kringum gosopið og myndast þá öskugígur. Efnið í gígnum er þá hraðkæld bergbráð sem á fræðimáli nefnist „hýalóklastít“, sambreyskja úr eldfjallagleri. Hér á landi liggja slíkir gígar á gossprungum.

Grænavatn

Grænavatn á Núpshlíðarhálsi.

Loftsteinsgígar tengjast auðvitað ekki sprungum (nema þá fyrir tilviljun), efnið í þeim er að vísu glerjað, en það er uppbrætt bergið sem loftsteinninn féll í. Kristallar í berginu, bæði í gígnum sjálfum og umhverfis, sýna oft merki um höggbylgju sem fór um efnið þegar loftsteininum laust til jarðar.
Meginmunurinn er samt sá, að gagnstætt loftsteinsgígum hafa eldgígar „rætur“, það er aðfærsluæð eða -æðar sem fluttu bergbráðina til yfirborðsins. Í annan stað eru loftsteinsgígar sjaldnast úr storkubergi, heldur myndast þeir í setbergi eða myndbreyttu bergi.

Grænavatnseggjar

Sprengigígar – Grænavatnseggjar (Grænavatn fremst, Djúpavatn t.h. og Spákonuvatn efst).

Landslag á Reykjanesskaga, einkum þó í Krýsuvík, er mótað af umbrotum og jarðeldum. Grænavatn, Gestsstaðavatn og Augun eru sprengigígar sem myndast hafa við sprengigos á ýmsum tímum. Grænavatn er stærst, um 46 m djúpt. Vatnið fær lit sinn af hveraþörungum og kristöllum sem draga grænan lit sólarinnar í sig. Gestsstaðavatn heitir eftir fornu býli sem fór í eyði á miðöldum. Augun eru lítil gígvötn beggja vegna þjóðvegarins. Í öllum þessum gígum er vatn. Sunnan við Grænavatn eru hins vegar tveir vatnslausir sprengigígar, Stampar (Litli-Stampur og Stóri-Stampur).

Sjaldgæft er að sprengigígar gjósi oftar en einu sinni. Þeir eru oft það djúpir að þeir ná niður fyrir grunnvatnsborð. Í sprengigosum er megingosefnið stundum aðallega vatnsgufa og gastegundir, en lítið af gjósku.

Sprengigígar

Sprengigígar í Grafningi (Álftatjörn, Litla-Kattartjörn, Stóra-Kattatjörn og Djáknapollur efst).

Kattartjarnir eru í Hryggjunum, suðvestan til í Grafningi. Neðri-Kattartjörn (Nyrðri-), Stóra-Kattartjörn er norður af Kyllisfelli, en Efri-Kattartjörn (Syðri-), Litla-Kattartjörn er norður og/eða norðvestur af fellinu. Tjarnir þessar hafa stundum verið nefndar Katlatjarnir (Neðri-Katlatjörn, Efri-Katlatjörn og eru nefndar svo í sameiginlegri skrá Hagavíkur-, Ölfusvatns- og Krókslanda, eftir Svein Benediktsson. Það er sennilega líkinganafn. Tjarnirnar eru mjög djúpar (gamlir sprengigígar) og dimmbláar og líkjast e.t.v. kattaraugum; það er sem maður líti í djúpblá kattaraugu, svo mikil er dýptin. Nafnið hefur líklega breytzt í Katlatjarnir, vegna þess að tjarnirnar eru gamlir gígar, katlar.

Önnur dæmi um sprengigíga á Reykjanesskaganum eru Grænavatn á Núpshlíðarhálsi, Djúpavatn, Spákonuvatn, Arnarvatn og Austurengjahver.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Sprengig%C3%ADgur
-https://isor.is/jardhiti/hahiti/sprengigigar/
-https://jardfraedi.vefbok.idnu.is/?id=32&tx_systimeglossary_pi1%5Bcharacter%5D=s&cHash=8bf0fc14952fadd54c0faf1ba759395c#c6
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1208

Arnarvatn

Arnarvatn á Sveifluhálsi.

Hraun

Dyngjur myndast á löngum tíma í þunnfljótandi flæðigosum þar sem kvikan streymir langar leiðir. Vísindamenn segja að stöðugt flæði þunnrar kviku af miklu dýpi, eins og í gosinu í Geldingadölum, sé sterk vísbending um að þar sé dyngja í mótun. Langflestar dyngjur á Íslandi mynduðust fyrir um það bil tíu þúsund árum. Eldvirknin getur staðið yfir í mörg ár, jafnvel áratugi.

Hrútagjá

Hrútagjárdyngja.

Íslenskar dyngjur eru á rekbeltum um allt land. Flestar eru ekki meira en þrír kílómetrar í þvermál og um 100 metra háar. Þekktustu dyngjurnar eru líklega Skjaldbreiður og Trölladyngja, en fleiri eru til dæmis Þráinsskjöldur, Sandfellshæð og Hrútagjárdyngja á Reykjanesskaganum.

Dyngjur eru sérstök gerð af eldstöðvum sem í fyrstu atrennu eru skilgreindar með útliti sínu – hringlaga skildir með gíg á toppi. Frægust þeirra er Skjaldbreiður, „Ógna skjöldur bungubreiður / ber með sóma réttnefnið“ með orðum Jónasar Hallgrímssonar í kvæðinu Skjaldbreiður.

Dyngjur

Dyngjur á Reykjanesskaga frá síðustu 14.000 árum.

Myndun þeirra hér á landi hefur verið tengd ísaldarlokunum, því þær hafa flestar eða allar myndast fyrir meira en 6000 árum, og langflestar fyrir 8000-12000 árum. Því er sú hugmynd uppi að þær tengist risi landsins eftir að ísaldarjökullinn hvarf skyndilega, og hafi þrýstiléttir valdið mikilli bráðnun í jarðmöttlinum undir Íslandi. Rannsóknir benda til þess að fyrstu árþúsundin eftir að ísaldarjökullinn hvarf hafi eldvirkni, í rúmmáli á tímaeiningu talið, verið yfir 30 sinnum meiri en nú, og þar eiga dyngjurnar stærstan þátt.

Dyngjur

Dyngjur – Jökull 1986.

Dyngjur eru bæði smáar og stórar – hinar smæstu eru 1/100 rúmkílómetri, til dæmis er Háleyjarbunga við Reykjanes 0,013 km3, en hinar stærstu eins og Skjaldbreiður og Trölladyngja kunna að vera allt að 50 km3 að rúmmáli. Sé aðeins miðað við rúmmál þessara dyngja ofan við flatlendið í kring, er það 15-20 km3, en þyngdarmælingar benda til þess að þykk hraun liggi undir þeim. Jafnframt má líta svo á að sumir stapar (til dæmis Herðubreið og Hlöðufell) séu í rauninni dyngjur sem urðu til í gosum undir bráðnandi jökli við lok ísaldar. Eiríksjökull er stærstur þeirra, 50 km3.

Dyngjur

Dyngjur – Jökull 1986.

Talið er að stóru dyngjurnar, að minnsta kosti, hafi myndast í langvarandi, hægfara hraungosi úr einum gíg, því ella hefði hraunið runnið langar leiðir frá eldstöðinni eins og til dæmis varð í sprungugosum sem mynduðu Þjórsárhraun fyrir 8700 árum (25 km3), Eldgjárhraun um 934 (20 km3) og Skaftáreldahraun 1783 (15 km3). Þorleifur Einarsson (1968) lýsir dyngjum svo: „Flatir reglulegir hraunskildir úr þunnum hraunlögum sem myndast við flæðigos er þunnfljótandi hraunkvika streymir upp um kringlótt gosop mánuðum eða árum saman.“ Hliðarhalli dyngja er minni en 8° og oft er halli ekki meiri en 1-5°.

Dyngjur

Dyngjur – Jökull 1986.

Dyngjuhraun eru ætíð þunn og beltuð helluhraun. Nær ekkert hraunrennsli er á yfirborði, heldur rennur kvikan í göngum oft langar leiðir og vellur síðan upp hér og þar. Tæmist þessi göng liggja eftir hraunhellar, sumir mjög langir. Slíkir hraunhellar eru allalgengir í dyngjuhraunum.
Eftir að gígur Surtseyjar lokaðist fyrir aðgangi sjávar og hraun tók að renna hlóðst upp „dyngja“ ofan á túffsökklinum. Hins vegar má um það deila hvort Surtseyjargosið hafi verið raunverulegt dyngjugos, þótt langt væri, því það sker sig frá öllum öðrum dyngjum í efnasamsetningu bergsins — alkalískt en ekki lágalkalískt — og var auk þess ekki tengt landrisi. Hvort svo hafi verið, kann að vera deila um keisarans skegg, en kemur þó málinu við þegar því er spáð að við Upptyppinga austan við Öskju kunni að vera von á dyngjugosi í framtíðinni. Þar væri efnasamsetningin að vísu „rétt“ en tengsl við landris ekki.

Atlantshafshryggur

Reykjanesgosbeltið og Mið-Atlantshafshryggurinn.

Sé dyngjugos hins vegar skilgreint sem langvarandi basalt-hraungos á kringlóttum gíg, gætu komandi kynslóðir hugsanlega orðið vitni að slíku gosi, enda verða frægustu dyngjugosin á Hawaii, óháð áhrifum ísaldar. Vegna þess hve miklu stærri dyngjur Hawaii og fleiri Kyrrahafseyja eru en hinar íslensku, gera sumir fræðimenn mun á þeim — nefna hinar íslensku „lava shields“ (hraunskildi) en hinar stóru „shield volcanoes“. Í báðum tilvikum vísar orðið skjöldur (e. shield) til lögunar þessara eldstöðva eingöngu. Raunar má geta þess í lokin að nafngiftin dyngja fyrir hraunskildina byggist sennilega á misskilningi: Á ferð sinni um Ódáðahraun 1898 mun Þorvaldur Thoroddsen hafa talið Trölladyngjur vera nafn á eldstöð þeirri sem síðan nefnist Trölladyngja, en átti hins vegar við fjöll þau sem nú nefnast Dyngjufjöll.

Geldingadalir

Geldingadalir í Fagradalsfjalli – eldgos.

Dyngjugos á Reykjanesskaga byrja sennilega í flestum tilvikum sem sprungugos. Vísbendingar um slíkt má sjá í Fagradalsfjallskerfinu og víðar. Virknin færist síðan smám saman í einn gíg og þróast í sígos sem stendur lengi, jafnvel nokkur ár í stærstu dyngjunum. Hraunframleiðsla er talin lítil eða kringum fimm rúmmetrar á sekúndu. Líklegt er að lengri tími gefist til að bregðast við ógn af þeirra völdum en sprungugosa.

Hegðun og framgangur dyngjugosa eru allvel þekkt. Í aðalgígnum myndast oftast hrauntjörn, full að börmum, sem síðan tæmist út í rásir sem liggja frá honum (hellakerfi) þegar streymi að neðan hættir, eins og til dæmis í Sandfellshæð. Dæmi eru um að hraun stígi aftur upp og fylli gíginn. Ef hraunrásirnar eru þá stíflaðar, flæðir yfir gígbarmana (Þráinsskjöldur), en líka getur kvikan troðist sem innskot undir gígsvæðið og belgt það upp (Hrútagjá).

Sandfellshæð

Sandfellshæð.

Gee og fleiri töldu mikið hraunmagn og frumstætt berg hafa fylgt röskun á þyngdarjafnvægi sem varð við hraða bráðnun jökla í lok ísaldar. Hraunkvika sem þá leitaði upp úr möttli, gat náð til yfirborðs án þess að hægja á sér í skorpunni og breytast að ráði við kvikublöndun, uppbræðslu eða hlutkristöllun. Einkum gæti þetta átt við pikríthraunin og stærstu dyngjurnar, Sandfellshæð og Þráinsskjöld.
Pikríthraunin eða pikrítdyngjurnar eru eldri en ólivínbasaltdyngjurnar, þar sem afstaðan til þeirra sést. Elstu pikrítdyngjurnar eru samkvæmt því um og yfir 14.000 ára. Þær eru litlar, mega kallast ördyngjur, nema þrjár eða fjórar smádyngjur: Háleyjabunga, Lágafell, Vatnsheiði og Dimmadalshæð. Efnismagn í þeim er líklega innan við 0,1 rúmkílómetri. Pikríthraun eru ekki þekkt í Krýsuvíkurkerfinu.

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur – einn gíganna.

Næst eftir pikrítgosin fylgdu tvö stór dyngjugos. Þá hlóðust Sandfellshæð og Þráinsskjöldur upp, auk nafnlausrar dyngju norðan við Hraunsels-Vatnsfell. Aðrar níu dyngjur dreifast á allan eftirjökulstímann (sjá töflu). Tvær af þeim eru af óvissum aldri, Selvogsheiði og Heiðin há, en eru þó meira en 7500 ára. Þær eru báðar í flokki stórdyngna, meira en einn rúmkílómetri. Næstu sjö dreifast á nokkur þúsund ára tímabil. Sú elsta þeirra er um 7000 ára, en sú yngsta, Stóribolli, líklega um 2500 ára. Auk þeirra dyngna sem hér hafa verið taldar upp og sýndar eru í töflunni, má nefna að Breiðdalshraun, sem líklega er frá tíundu öld, ber einkenni dyngju, en það er beltótt helluhraun og ólivínríkt, að minnsta kosti sú álman sem liggur frá gígnum norður í Breiðdal.

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur og aðrar dyngjur Reykjanesskagans.

Allar dyngjurnar nema þrjár þær elstu og Hrútagjárdyngjan eru í Brennisteinsfjallakerfi. Ekki verður séð hvort dyngjugosin fylgi gosskeiðum sprunguhraunanna í tíma, til þess vantar fleiri og nákvæmari aldursgreiningar. Flestar yngri dyngjurnar eru tímasettar með hjálp öskulaga.

Ein dyngjan er ótalin hér að ofan, en það er nafnlaus slík á milli Stóra-Lambafells og Kleifarvatns í Krýsuvík. Sjá má barma hennar austan við veginn gegnt Hádegishnúk. Gígurinn hefur nú fyllst af sandi og leir.

Heimildir:
-https://nyr.ruv.is/frettir/innlent/2021-03-23-gaeti-ordid-fyrsta-nyja-dyngjan-a-islandi-i-3000-ar
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=56348
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=81329
-https://jokull.jorfi.is/articles/jokull1986.36/jokull1986.36.011.pdf

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort ISOR af Reykjanesskaga.

Papabáture

Jakob Orri Jónsson skrifaði ritgerð til BA-prófs í fornleifafræði árið 2010 er hann nefndi „Þeir es Norðmenn kalla papa“. Hér verður gripið niður í efnisinnihaldið:

Jakob Orri Jónsson

Jakob Orri Jónsson.

„Flestir Íslendingar kannast við sögur af pöpum sem eiga að hafa búið hér á landi og horfið á braut við landnám norrænna manna. Færri kannast við þau miklu skrif og rannsóknir sem fram hafa farið á þeim vettvangi sem Hermann Pálsson kallar papa-fræði. Í ritgerðinni „Þeir es Norðmenn kalla papa“ er tekin saman í eina heild sú umræða sem farið hefur fram um papa á Íslandi síðustu 120 árin og um leið dregin fram sú mynd sem fræðimenn hafa mótað af þeim með rannsóknum sínum.
Efni ritgerðarinnar er ekki eingöngu fornleifafræðilegt heldur líka sagnfræðilegt, örnefnafræðilegt og jafnvel þjóð- og orðsifjafræðilegt. Fjallað er um Íslendingabók Ara fróða, hellarannsóknir, uppgröft Kristjáns Eldjárns í Papey, hugmyndir um papa sem afríska gyðinga og papa-örnefni sem vísun í brjóst eða geirvörtur. Papa-fræðin er enn stunduð og mun verða áfram um ókomna tíð, bæði af fræðimönnum og almenningi.

Bagall

Húnn af biskupsstaf, bagli, skorinn úr rostungstönn. Húnninn lá í steinþró, steinkistu, Páls Jónssonar er var biskup í Skálholti frá árinu 1195 til dauðadags 1211, en þróin fannst með beinum biskups og baglinum í við rannsóknir í Skálholti árið 1954.

Í þessari ritgerð verður því safnað saman sem ritað hefur verið um papa á Íslandi. Markmiðið er að draga fram þá mynd sem fræðimenn hafa haft af pöpum á Íslandi í gegnum tíðina og hvernig sú mynd er í dag. Spurningar á borði við: „voru papa hér á landi?“; „hvernig voru samskipti papa og norrænna manna?“; og „hvar eru bjöllurnar, baglarnir og írsku bækurnar sem Ari fróði ritar um?“ eru aldrei langt undan þegar verið er að fjalla um þetta efni og erfitt er að forðast þær alveg. Markmið þessarar ritgerðar er sem fyrr segir að draga saman á einn stað rannsóknarsögu papa-fræða á Íslandi.

Rannsóknarsaga
Í þessari stuttu umfjöllun um rannsóknarsögu papa-fræða verður farið yfir þessi skrif, en þó er ekki fjallað um skáldsögur eða ljóð um papa. Enn fleiri bækur og greinar hafa verið ritaðar um papa erlendis, þá helst af breskum fræðingum um papa á Orkneyjum, Suðureyjum og Hjaltlandseyjum. Um þær rannsóknir er aðeins fjallað þar sem þær hafa áhrif á umræðuna um papa hér á landi.
Elstu nútímaskrif hérlendis um papa sem höfundur þessarar ritgerðar hefur fundið er bréf sem sent var inn til tímaritsins Ísafoldar árið 1879. Bréfið er nafnlaust en kemur af Austfjörðum og fjallar um örnefni í Papey tengd sögnum um papa. Líkur hafa verið dregnar að því að Snorri Jónsson dýralæknir hafi skrifað bréfið en hann bjó í Papey og lést þar árið 1879. Einar Ól. Sveinsson vitnar í þetta bréf í umfjöllun sinni um Papey í bókinni Landnám í Skaftafellsþingi.

Brynjúlfur Jónsson

Brynjúlfur Jónsson (DB) (1838-1914).

Rúmum tuttugu árum seinna, eða árið 1901, stóð fornfræðingurinn og heimspekingurinn Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi fyrir rannsókn í Rangárþingi. Þar skoðaði hann meðal annars nokkra manngerða hella og velti fyrir sér hvort að þeir væru merki um dvöl papa á Íslandi. Einar Benediktsson skáld skrifaði árið 1905 greinina „Íra-býlin“ þar sem hann fjallaði um helladvöl papa og renndi þar með stoðum undir kenningar Brynjúlfs með hárómantískum lýsingum og hugmyndum sínum um kirkjur og kapellur hoggnar út í steininn. Sama ár kom út grein eftir fornfræðinginn Daniel Bruun þar sem hann lýsti heimsókn sinni til Papeyjar. Velti hann einkum fyrir sér rituðum heimildum um papa á Íslandi en virðist ekki hafa haft trú á kenningum um papa í Papey.

Matthías Þórðarson

Matthías Þórðarson (1877- 1961).

Matthías Þórðarson fyrrverandi þjóðminjavörður skrifaði síðan árið 1930 grein um papadvöl í hellum en hann var á algerlega öndverðum meiði við bæði Brynjúlf frá Minna-Núpi og Einar Benediktsson.
Árið 1945 skrifaði Einar Ól. Sveinsson rithöfundur grein um papa þar sem hann velti fyrir sér ritheimildum um papa og papa-örnefni. Hann var undir greinilegum áhrifum frá Einari Benediktssyni og blandaði rómantískum lýsingum um líf og hegðun papa inn í umræðuna. Þrem árum seinna gaf hann út bókina Landnám í Skaftafellsþingi. Í henni fjallaði hann að mestu um landnám norrænna manna en fyrsti kaflinn er tileinkaður pöpum, ritheimildum um þá, örnefnum og híbýlum. Kristján Eldjárn, fyrrverandi þjóðminjavörður, fjallar sömuleiðis stuttlega um upphaf byggðar í doktorsritgerð sinni Kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi, sem kom út 1956.
Björn Þorsteinsson fjallaði um Ísland í erlendum ritheimildum frá því fyrir landnám og um það af hverju paparnir hurfu af landinu.

Hermann Pálsson

Hermann Pálsson (1921-2002).

Hermann Pálsson fjallaði hins vegar um papa-örnefni og uppruna þeirra í grein sinni. Loks skrifaði Sigurður Björnsson, fyrrverandi bóndi, greinina „Leikmannsþankar um Papýli“ árið 1971 og beitti hann þar örnefnafræði á umfjöllun fræðimanna um Papýli í sama anda og áður hafði verið gert.
Það var ekki fyrr en með BA-ritgerð Guðrúnar Sveinbjarnardóttur frá árinu 1972 að aftur eru nýttar fornleifafræðilegar heimildir um papa, líkt og Matthías Þórðarson hafði gert í grein sinni. Ritgerðin er merkileg fyrir margt en einna helst fyrir það að Guðrún var einhver fyrsti Íslendingurinn frá því að Matthías Þórðarson var með hellarannsóknir sínar til að fara á vettvang í papa rannsókn sinni.
Nánast á hinum enda skala fræðilegrar umræðu við ritgerð Guðrúnar er bók rithöfundarins Árna Óla, Landnámið fyrir landnám, sem kom út árið 1979 og er þar að finna margar merkilegar og hárómantískar hugmyndir, sem flestar eru órökstuddar, um hugsanlegt landnám Rómverja og Kelta fyrir landnám norrænna manna.

Kristján Eldjárn

Kristján Eldjárn (1916-1982).

Sex árum seinna kom út rannsóknarskýrsla Kristjáns Eldjárns um uppgröft í Papey. Er þessi rannsókn hans einn af tveimur uppgröftum sem farið hafa fram á meintum papastöðum hér á landi en hinn er Kirkjubær. Ekki entist Kristjáni aldur til að gefa skýrsluna út en það gerði Guðrún Sveinbjarnardóttir og kom hún út í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags árið 1988.
Hermann Pálsson gaf síðan út bókin Keltar á Íslandi árið 1996 þar sem hann bætir við umfjöllun sína um papa sem út kom í greininni frá 1965. Bókinni er, líkt og segir aftan á bókarkápunni, „…ætlað að svala forvitni þeirra sem sætta sig ekki við þá einföldu hugmynd að íslensk fornmenning sé norræn að öllu leyti.“
Að auki má nefna nokkrar greinar og rit þar sem ekki er fjallað beint um papa en í stað þess um papa-staði og örnefni. Til dæmis skrifuðu Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson um Papey í Ferðabók sinni og Ólafur Olavius skrifaði um hana í riti sínu Oeconomisk Reise igiennom Island, sem Kristian Kålund gerði einnig í Íslandslýsingu sinni. Af þessum þremur heimildum virðist sem Olavius hafi einn farið út í eyna.

Guðrún Sveinbjarnardóttir

Guðrún Sveinbjarnardóttir (f. 1947).

Flest það sem skrifað hefur verið um papa á Íslandi er augljóslega undir áhrifum rómantíkur og er það í raun ekki fyrr en með ritgerð Guðrúnar Sveinbjarnadóttur og útgáfu Papeyjar skýrslunnar sem áhrif hennar dvína að miklu eða öllu leyti. Allir þeir er skrifa á þennan rómantíska hátt virðast ekki vera í neinum vafa um veru papa hér á landi og litast umræðan mikið af því.

Um ritaðar heimildir
Ein þekktasta ritheimildin um papa á Íslandi og sú sem einna oftast er vitnað í er eftirfarandi kafli í Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar; Í þann tíð vas Ísland viði vaxit á milli fjalls og fjöru. Þá váru hér menn kristnir, þeir es Norðmenn kalla papa, en þeir fóru síðan á braut, af því at þeir vildu eigi vesa hér við heiðna menn, ok létu eptir bækr írskar ok bjöllur ok bagla; af því mátti skilja, at þeir váru menn írskir.

Landnáma

Landnáma.

Þetta er hins vegar engan veginn eina heimildin fyrir veru papa á Íslandi og er eftirfarandi kafla að finna í Landnámabók: En áðr Ísland byggðisk af Nóregi, váru þar þeir menn, er Norðmenn kalla papa; þeir várum menn kristnir, ok hyggja menn, at þeir hafi verit vestan um haf, því at fundusk eptir þeim bækr írskar, bjöllur ok baglar ok enn fleiri hlutir, þeir er þat mátti skilja, at þeir váru Vestmenn. Enn er ok þess getit á bókum enskum, at í þann tíma var farit milli landanna.
Í Hauksbók Landnámu er að auki setningin „Þat fannsk í Papey austr ok í Papýli“ aftan við orðið „Vestmenn“. Eins og sést eru þessir tveir textar Íslendingabókar og Landnámu mjög áþekkir, í raun það líkir að ómögulegt er að trúa öðru en að hér sé um sama textann, endurskrifaðan, að ræða.

Thyle

Thyle – Kort af Íslandi úr útgáfu á bókum þeirra Pompionusar Mela, De orbis situ, og Gajusar Juliusar Solinus, Polyhistor, á vegum Henri Petri árið 1576.

Það helsta sem skilur textana að er viðbótin „Þat fannsk í Papey austr ok í Papýli,“ sem líklegast er viðbót Hauks, og setningin „Enn er ok þess getit á bókum enskum, at í þann tíma var farit milli landanna.“ Nánar verður rætt um viðbótina í kaflanum Papar í örnefnum seinna í ritgerð þessari en rétt er að velta fyrir sér hvaða ensku bækur hér um ræðir.
Í raun kemur aldrei fram, hverjar þær ensku bækur eru sem nefndar eru í Landnámu en fyrr í sama kafla er aftur á móti vitnað til heilags Beda, bresks prests sem lést árið 735. Beda skrifaði margar bækur og minnist nokkrum sinnum á Thúle, að þaðan hafi komið fólk til Bretlands. Óvíst er hvaðan sögurnar um fólksflutninginn eru upprunnar en flestar frásagnir Beda um Thúle virðast vera tilvitnanir í gríska og rómverska texta, líklegast texta Pýþeasar sem skrifar að hann hafi manna fyrstur farið til eyjunnar Thúle, sem sumir fræðimenn hafa talið sé Ísland, í kringum árið 300 fyrir Krist.
Í texta Íslendingabókar er tvennt sem margir fræðimenn hafa velt fyrir sér öðru fremur en það er, í fyrsta lagi, að paparnir hafi einfaldlega farið þegar norrænir menn komu til Íslands og, í öðru lagi, að þeir hafi skilið eftir sig þessa gripi. Hefur verið bent á það að hópur fólks sem fer í friði og skipulega, líkt og Íslendingabók virðist gefa í skyn, myndi ekki skilja eftir gripi á þennan hátt því þessir gripir voru þeim sérstaklega kærir.

Papar

Papar – úr fornu handriti.

Tvær meginskýringar hafa verið lagðar fram fyrir þessu ósamræmi. Sú fyrri er sú að papar hafi ekki getað flutt þessa gripi sína á brott vegna ófriðar við þá norrænu menn sem fluttu til landsins. Nokkrar athyglisverðar kenningar hafa sprottið upp í kringum ófriðarkenninguna og er þar helst að nefna þá samsæriskenningu að Ari fróði hafi ekki minnst á árásir norrænna manna á papa vegna þess að það liti illa út fyrir landsmenn að hafa drepið fyrstu kristnu mennina á landinu.
Seinni kenningin um ástæðu ósamræmisins er að það hafi alls ekki verið neinir gripir til að þekkja papana af, að Ari fróði hafi þekkt til sagna um papa á Íslandi en ekki þekkt til papaörnefna til að vísa í, líkt og Haukur gerði í Landnámu útgáfu sinni. Helgi Guðmundsson bendir á að ólíklegt sé að sögur um slíka gripi hafi lifað af í munnmælum í hátt á þriðju öld, þ.e. frá veru papa til þess er Ari fróði skrifar Íslendingabók. Hugsanlega hefur Ari fróði því einungis nefnt þrjá gripi sem auðvelt væri að þekkja kristni af og þá sérstaklega írsk-skoska kristni.

Hjalti Hugason

Hjalti Hugason.

Hjalti Hugason, prófessor við Guðfræði og trúarbragðadeild Háskóla Íslands, hefur bent á það að hvergi er minnst á krossa sem eina af gripum papa og má telja nokkuð merkilegt að þetta helsta trúartákn kristninnar fái ekki að vera með sem slíkt.
Um aðrar fornar norrænar heimildir um papa má nefna Historia Norvegiæ, skrifað í kringum árið 1200, og rit munksins Þjóðreks, eða Theodoricus upp á latínu, um sögu Noregs frá því á seinni hluta 12. aldar. Um papa segir í Historia Norvegiæ, í þýðingu Björns Sigfússonar: „Þær eyjar byggðu fyrst Péttar og Papar. Önnur þjóðin, Péttar, litlu meira en dvergar að vexti, vann kvölds og morgna hin mestu furðuverk í borgarhleðslu, en um hádaginn földu þeir sig alveg magnlausir í jarðhýsum vegna hræðslu […]“. En Papar báru nafn af hvítum klæðum, sem þeir gengu í eins og klerkar, af því heita allir klerkar papar á þýsku.

Papey

Papey (MWL).

Enn er Papey nefnd eftir þeim. En eins og áður mátti ráða af klæðnaði og letri bóka þeirra, sem þeir skildu eftir, hafa þeir verið frá Afríku, gyðingatrúar.
Eyjar þær sem hér um ræðir eru Orkneyjar og þar, sem og í Suðureyjum, bjó vissulega þjóðflokkur sem kallaðir voru Péttar (e. Picts) og þar má finna mikið af papa-örnefnum. Annað í þessum texta ber greinileg ævintýra merki. Péttarnir eru hér orðnir einhverskonar nátttröll og paparnir þjóðflokkur afrískra gyðinga en ekki hópur írskra, kristinna munka og einsetumanna. Útskýringuna fyrir því að papar eru kallaði afrískir er líklegast að finna í því að papar þessir voru tengdir við Hvítramannaland sem, samkvæmt heimsmynd norrænna manna, var að finna nokkru suður af Vínlandi sem var talið tangi út frá Afríku.

Papi

Papi (tilgáta).

Um gyðingdóm papana ríkir meiri óvissa en Aidan MacDonald hefur stungið upp á því að hér sé um misskilning varðandi þætti írskskoskrar kristni að ræða. Texti Historia Norvegiæ virðist þannig ekkert hafa fram að færa sem söguleg heimild, nema hugsanlega til að segja að papar hafi verið í Orkneyjum.
Í riti Þjóðreks er fjallað um papa á eftir farandi hátt, aftur í þýðingu Björns Sigfússonar: „Og þá hófst byggð fyrst á ey þeirri, sem vér nú köllum Ísland. Auk þess sem fáeinir menn frá Írlandi, sem er hið smærra land Bretlandseyja, eru taldir hafa verið þar forðum eftir sannindamerkjum þeim, að fundist hafa bækur þeirra og eigi allfá áhöld“.

Einar Ól. Sveinsson

Einar Ól. Sveinsson (1899-1984).

Hér virðist vera á ferð umorðun á texta Ara fróða og því ekki hægt að nýta hann sem heimild um papa á Íslandi. Sá eini sem það gerir er Einar Ól. Sveinsson í grein sinni „Papar“ en þar virðist hann telja hverja heimild, einnig Landnámu, sem sjálfstæðan vitnisburð um papa. Í bókinni Landnám í Skaftafellsþingi er komið annað hljóð í strokkinn og hann bendir á að orð Þjóðreks séu „nauðalík“ frásögn Ara fróða.
Í riti eftir írska eða skoska munkinn Dicuil er að finna eftirfarandi texta, í þýðingu Helga Guðmundssonar; „þá eru þar nú af völdum ruplandi Norðmanna engir einsetumunkar lengur“. Þessi texti og texti Ara fróða eru þó nokkuð líkir, þó að Ari fróði virðist hafa mildað tón frásagnarinnar og gefið sér skáldlegt leyfi varðandi ástæðu þess að hinir írsku munkar hurfu á braut.
Ritið sem Dicuil skrifar kallast De mensura orbis terrae og er landafræðirit skrifað einhverntíma í kringum árið 820.
dicuilÍ þessu riti skrifar hann um Bretlandseyjar og eyjar norður af þeim. Hluta af því sem hann skrifar hefur hann eftir eldri ritum en annað hefur hann eftir mönnum sem fóru sjálfir á þær eyjar sem skrifað er um. Lýsingu þá á eynni Thile sem er að finna í riti Dicuil virðist vera bland af þessu tvennu. Samkvæmt Dicuil dvöldust nokkrir klerkar á eynni, sem hann segir ávalt hafa verið óbyggða, frá 1. febrúar til 1. ágúst og settist sólin þar ekki um sumarsólhvörf og dagana fyrir og eftir. Einnig minnist Dicuil á að eins dags leið norður af eynni sé hafís fastur en það er hugsanlega viðbót Dicuils úr öðrum textum. Þessu hefur verið haldið fram með þeim rökum að ekki er minnst á stærð Thile, sem þó hefði líklegast verið gert ef um Ísland væri að ræða þar sem enginn önnur ey í Norður-Atlantshafi, nema Bretland sjálft, er svo stór sem Ísland. Ekki er önnur lýsing en þessi á eynni Thile og ekkert við frásögn klerkanna sem Dicuil hefur eftir sem getur ekki átt við aðrar eyjar í N-Atlantshafi, þó að það sé einfaldlega of lítið af upplýsingum í De mensura orbis terrae til að hægt sé að segja nokkuð um það. Því gætu hafa verið hér nokkrir írskir klerkar eitt sumar rétt fyrir árið 800.

Thule

Thule – fornt kort.

Athyglisvert er að þar sem setningin um ruplandi Norðmennina kemur fyrir virðist Dicuil ekki lengur vera að tala um Thile heldur um aðrar eyjar sem hægt er að sigla til undir fullum seglum á tveimur sólarhringum. Lýsingin á þeim eyjum hljóðar svo, í þýðingu Helga Guðmundssonar: „Þær eyjar eru sumar smáar og milli nærri allra eru mjó sund, en á þeim hafa einsetumunkar, sem sigldu frá landi okkar, Skotlandi (Írlandi), dvalizt í nær hundrað ár. En rétt eins og þær voru alltaf óbyggðar frá upphafi heimsins, þá eru þar nú af völdum ruplandi Norðmanna engir einsetumunkar lengur, heldur eru þær fullar af ótölulegum fjölda sauðfjár og mörgum mismunandi tegundum sjófugla. Ég hef aldrei fundið neitt um þessar eyjar á bókum.

Björn Þorsteinsson

Björn Þorsteinsson (1916-1986).

Orðið „Írland“ innan sviga er viðbót Helga Guðmundssonar en á þeim tíma er Dicuil ritar kallaðist Írland Skotland. Hér virðist verið að ræða um Færeyjar en ekki Ísland en samt hefur Ari fróði nýtt sér þennan texta í sinni texta smíð. Nú hefur enginn ásakað Ara fróða um að vera heimskur maður og hann hlýtur að hafa áttað sig á því að þetta ætti líklegast ekki við Ísland. Ekki er því þekkt nein ástæða önnur en að hann hafi hugsanlega þekkt til einhverra sagna um papa hér á landi, hvort sem það er aðeins úr riti Dicuils eða annarsstaðar frá.

Hvað er papi?
Í Íslenskri orðabók segir að papi sé „írskur maður (einkum munkur) á Íslandi og víðar (t.d. fyrir landnám norrænna manna)“ (Íslensk orðabók, 1997, bls. 726). Þessi skilgreining á hvað papi er, er vægast sagt, mjög víð og segir ekki mikið um þessar manneskjur. Þessi lýsing er hins vegar mjög lýsandi fyrir þær hugmyndir sem algengastar eru meðal almennings í dag.

Papar

Papi (tilgáta).

Annars virðist sem sú ímynd sé nokkuð ruglandi, eina stundina eru papar írskir munkar sem yfirgáfu landið stuttu eftir eða við landnám norrænna manna en hina eru þeir írsk þjóð sem settist hér að og blandaðist inn í hina nýju norrænu þjóð. Hvaðan kemur þessi þversagnarkennda ímynd?
Af textunum sem fjallað var um í kaflanum hér á undan má greina nokkuð um hugmyndir norrænna manna á seinni hluta miðalda af pöpum. Þeir virðast hafa litið á papana sem írska, kristna munka sem ferðuðust um N-Atlantshafið. Hins vegar virðist einnig vera litið á þá sem einhvers konar þjóðsagnaverur. Þó ber aðeins eitt rit merki þess, Historia Norvegiæ, það virðist því vera undantekning frekar en regla. Engu að síður er lítið hægt að segja um ímynd almennings af pöpum á þessum tíma en ritin eru yfirleitt skrifuð af menntamönnum og mönnum í valdastöðu.
Einn er norrænn textabútur sem ekki hefur verið minnst á áður en það er sagan um papa að Kirkjubæ, en hann er úr í Landnámabók. Fylgir þar sögunni að á Kirkjubæ hafi ávalt búið kristnir menn og að þar megi heiðnir menn ekki búa. Sýnt er fram á þetta með sögunni af því þegar að Hildir Eysteinsson, heiðinn maður, ætlaði að flytja að Kirkjubæ eftir að fyrri ábúandi, Ketill hinn fíflski sem var kristinn, lést en Hildir verður bráðkvaddur er hann kemur að túngarðinum. Þessa sögu er að finna í örlítið breyttu formi í Ólafs sögu Tryggvasonar en mesta og Flateyjarbók. Í þeim textum er ekki að finna tilvitnun um papa. Það að á Kirkjubæ hafi aldrei búið nema kristnir menn helst samt stöðugt í öllum útgáfum sögunnar.

Historie Norway

Úr Historia Norvegiæ.

Hvers vegna er papa aðeins að finna í Landnámu útgáfunni? Hjalti Hugason telur að með því að telja papa sem upphaf kristnihalds á Kirkjubæ sé verið að skapa kirkjusögu staðarins. Slíkt þekkist annars staðar frá þar sem kirkjum og klaustrum eru gefnar elstu mögulegu tengingar við kristni; við Miðjarðarhaf voru þau tengd postulunum, norðan Alpanna, þar sem engir voru postularnir, voru þau tengd dýrlingunum og hér á Íslandi, þar sem hvorki voru postular né dýrlingar, voru papar elsta kristna tenging.
Hver er þá ástæðan fyrir því að þessi tenging er ekki til staðar í öðrum útgáfum sagnarinnar? Hugsanlega er það vegna tengingar íslenskrar kristni við írsk-skoska kristni sem hin rómversk-kaþólska reyndi eftir megni að uppræta. Því hefur ekki þótt nægilega kristinlegt að fyrstu ábúendur Kirkjubæjar hafi verið papar. Sagan hefur samt sem áður lifað enda hefur þótt nauðsynlegt fyrir slíka kristilega miðstöð sem Kirkjubæjarklaustur var að hafa forsögu. Kirkjubæjarsögnin virðist flækja ímynd papanna í augum norrænna manna. Þeir voru kristnir en það var ekki rétta kristnin og því ástæða til að þagga niður meinta búsetu þeirra á Kirkjubæ. Ímyndin helst samt sem áður nokkurn veginn sú sama; írskir munkar sem ferðuðust.

Munkar

Munkar.

Hvaðan kemur þá hugmynd nútíma manna um írska þjóð á Íslandi fyrir tíma norrænna manna? Sú hugmynd kemur líklegast frá vissum þáttum írskrar-kristni.
Er ímynd Íslendinga af þessum mönnum, pöpunum, algerlega röng? Til voru reglur írskra munka sem lifðu á Bretlandseyjum og lifðu einsetumannalífi og stunduðu trúboð. Hins vegar virðist sem þeir hafi breyst svo rækilega í meðförum Íslendinga í aldanna rás að varla má þekkja þá, þeir eru orðnir að einhvers konar þjóðsagnaverum. Um tíma virðast þeir hafa orðið holdgervingar minnimáttarkenndar sem plagaði suma fræðimenn fram undir miðja 20. öld vegna róta íslenskrar þjóðar meðal blóðþyrstra villimanna, sem var ímynd er hinir norrænu menn, víkingar, þurftu að sætta sig við í einhverja áratugi.

Munkur

Ískur munkur.

Einnig virðist sem þeir hafi verið notaðir sem afsökun fyrir heiðni landnámsmanna, að landið hafi verið kristið áður en heiðnir menn komu með morðum og ránum og að sumir staðir hafi verið það heilagir að þar gátu heiðnir menn ekki verið, samaber Kirkjubæjarsögnina.
Ímynd papanna er mjög flókið fyrirbæri en á seinustu árum hafa fræðimenn byrjað að hafa skýrari mynd af þeim í huga við rannsóknir sínar. Það er nokkurn veginn sú mynd sem hinir norrænu menn miðaldanna höfðu, af írskum, kristnum munkum sem ferðuðust um allar Bretlandseyjar og til meginlands Evrópu og hugsanlega lengra, til dæmis til Íslands.

Papar í örnefnum
Örnefni með forskeytunum pap- eða papa- eru vel þekkt á Norður-Atlantshafssvæðinu frá Íslandi og til Englands en flest eru þau í Suðureyjum, Hjaltlandseyjum og Orkneyjum. Athyglisvert er að örnefnin Papey og Papýli eru algengust en önnur örnefni, t.d. Papafell og Papá, eru einnig þekkt.

Papar

Papós í Lóni.

Um uppruna þessara örnefna hefur nokkuð verið skrifað. Í fyrstu einkenndist sú umræða á hugmynd sem Hermann Pálsson orðaði svo; „…slóð Papanna verður rakin eftir örnefnum frá Mön til Íslands“. Hugmyndin um að einhver hópur fólks skilji eftir sig „slóð“ örnefna líkt og brauðmylsnu Hans og Grétu sem rekja má aftur til upprunastaðar þykir ólíkleg í dag. Slíkt myndi benda til að hópurinn hafi sjálfur gefið slík nöfn og að hluti hópsins hafi sest að hjá þeim örnefnum til að halda þeim á lífi á meðan annar hluti hópsins haldi áfram. Eitt sem nefnt hefur verið gegn þessu er að hópar gefa sjaldnast örnefni eftir hópnum sem heild heldur frekar eftir einstaklingum.
Þannig heitir Ingólfshöfði Ingólfshöfði en ekki Landnámsmannahöfði eða Víkingahöfði eða Íslendingahöfði. Einnig hefur verið bent á að papa-örnefni fylgja norrænum hljóðreglum en ekki írskum líkt og sum önnur örnefni sem finna má á Bretlandseyjum. Þessi hugmynd á fastar rætur í hugmyndinni um papa sem írska þjóð en ekki sem írska munka.

Papafjörður

Papafjörður.

Önnur hugmynd um uppruna örnefnanna er að þau séu tilkomin eftir að eyjarnar þar sem þau finnast voru numdar af norrænum mönnum. Sú hugmynd byggist á því að papa-örnefnin eigi rætur sínar að rekja til vegna afturvirkrar hefðar (e. retrospective tradition) sem verður til eftir að umrót á tímabili landnáms norrænna manna á Bretlandseyjum er lokið og komin fastari mynd á byggð á eyjunum.
Þegar þessu umróti lýkur hafa hinir nýju íbúar eyjanna munað eftir hinum horfnu pöpum og nefnt staði, þar sem þeir voru, eftir þeim. Þessari hugmynd hefur verið hafnað, að minnsta kosti hvað varðar Bretlandseyjar, á grundvelli þriðju hugmyndarinnar.
Þriðja hugmyndin er sú að örnefnin séu komin frá því nafni sem norrænir menn gáfu hinum írsku munkum sem þeir hittu á eyjunum sem þeir námu. Þeir sem aðhyllast þessa hugmynd hafa bent á að vegna þeirra hljóðbreytinga sem virðast hafa orðið á örnefnunum, sérstaklega Papýli. Talið er að Papýli hafi verið Papabýli í fyrstu og að hljóðbreytingarnar frá –pab- til –pp- og loks til –p- hafi aðeins gerst á löngu tímabili sem afturvirk hefð gefur ekki kost á. Það sama á við um Papey, sem hugsanlega var fyrst Papaey.

Papar

Papafjall; Papýlisfjall í Suðursveit.

Þessi hugmynd byggist þannig á því að flest papa-örnefni er að finna í nánd við gamla kirkjustaði og að á einhverju tímabili hafi heiðnir norrænir menn og papar lifað saman í friði og þannig papa-örnefnin þannig tilkomin. Þessi hugmynd getur átt vel við um Bretlandseyjar en þegar landnám hefst hér eru þessar hljóðbreytingar að mestu fullkomnar og því er mögulegt að afturvirk hefð eigi við hér á landi, að papa-örnefnin hafi verið gefin þeim stöðum er minna á svipaða staði kennda við papa erlendis. Benda má á að í Landnámu er skrifað um Pappýli en ekki Papýli.
Sumir hafa nýtt sér papa-örnefni til að útskýra hegðun papa, til dæmis þar sem Einar Ól. Sveinsson segir „…beztur fiska þótti þeim lax, og má geta þess um leið, að hylurinn Papi í Laxá bendir á, að þeir hafi notfært sér hann hér“.

Papafjörður

Papafjörður – naust.

Aðrir hafa tekið undir þessar kenningar, til dæmis Hermann Pálsson. Ekki er kunnugt um neinar sagnir um papa þar á slóðum og ekkert vitað um nafnið annað en að á það er fyrst minnst í rituðum heimildum á 14. öld í máldögum Hjarðarholtskirkju en þar er skrifað „päp“. Einar Ól. Sveinsson telur að þessi ritháttur séu mistök, en alveg eins líklegt er að hér sé upprunaleg mynd nafnsins og að það eigi við einhvers konar náttúrufyrirbrigði, hugsanlega brjóst eða geirvörtur þó að höfundi þessarar ritgerðar sé ekki kunnugt um neitt þess háttar, frekar en um sagnir af pöpum.
Við Papós stóð kaupstaður á seinni hluta 19. aldar með sama nafni en ekki er búið þar sem hann stóð í dag. Suður af kaupstaðnum Papós er að finna tóftir sem nefndar eru Papatættur eða Papýli. Þessar Papatættur hafa ekki verið rannsakaðar af fornleifafræðingum en þar fann maður að nafni Björn Eymundsson „fornfálegan hamarshaus“. Ekki er vitað hver örlög þessa hamarshauss urðu eða nánar um útlit hans.

Papey

Papey – býli.

Papey er eyja við Suðausturland og er líklegast þekktust af öllum papa-örnefnum sem bústaður papa. Papey er líklegur dvalarstaður fyrir papa hér á landi fyrir landnám vegna þeirrar gnægðar sem eyjan býr yfir. Þar er stutt á fiskimið og fuglalíf er fjölskrúðugt svo gott hefur verið að sækja bæði egg og fugl til matar. Í bréfi sem birt var í Ísafold árið 1879 segir frá örnefninu „Írski hóll“ þar sem, samkvæmt bréfinu, papar settu upp skip sitt og höfðu aðsetur. Einnig í bréfinu er lýsing á tóft sem virðist vera nafnlaus. Lýsingin á tóftunum virðist eiga nokkuð vel við tóftir sem kallaðar eru Papatættur í seinni tíma örnefnalýsingum og virðist þetta örnefni því tilkomið eftir 1879.

Papey

Papey – kort.

Í greininni eftir Daniel Bruun um Papey kallar hann Papatættur Paparústir og nefnir Papavík. Þessi örnefni finnast hvergi annars staðar á prenti og Kristján Eldjárn telur líklegt að Daniel Bruun hafi fengið þessi nöfn frá Gísla Þorvarðarsyni sem bjó á Papey á milli 1900-1948. Börn Gísla, sem tóku við Papey eftir hann, þekkja ekki til örnefnanna Paparústir og Papavík og því hugsanlegt að Gísli hafi búið þau til. Einnig virðist sem örnefnið Írski hóll breytist og verði að Írskuhólum og færist þvert yfir eyna og örnefnið Papatættur notað í staðinn. Ástæðan fyrir þessu örnefnarugli er líklega að árið 1900 tekur nýtt fólk sem ekki er staðkunnugt við búi í Papey eftir að eyjan hefur verið í margar kynslóði í eigu sömu fjölskyldu.
Vert er í þessu sambandi að minnast orða Kristjáns Eldjárns er hann skoðar staðhætti á Papey árið 1964 en þar sem hann lýsir Papey á þann hátt: „…eyja með klettaborgum, fagurlega og reglulega kúptum“.

Brendan

Heilagur Brendan – stytta í Bantry, Írlandi.

Örnefnið Papýli er líklegast það sem hefur valdið fræðimönnum hvað mestu hugarangri. Örnefnið er ekki þekkt á Íslandi fyrir utan tvær tilvísanir í Hauksbók Landnámu. Sú fyrri er að hinir auðþekkjanlegu gripir fundust í „Papey austr ok í Papýli“, Sú seinni segir frá manni er hét Úlfr sem bjó á Breiðabólstað í Pappýli og syni hans, Þorgeirr, sem bjó að Hofi í Pappýli. Af þessum textum hefur flestum fræðimönnum fundist það ljóst að Papýli er landsvæði en ekki tiltekinn bær. Einnig telja flestir að hér sé um sama örnefni að ræða, einn stað en ekki tvo.
Hvar Papýli þetta hefur verið er ekki vitað en af Landnámabók má skilja að það sé einhvers staðar á Suðurlandi. Tveir Breiðabólstaðir eru á Suðurlandi, annar á Síðu, nálægt Kirkjubæ, og hinn er í Fellshverfi í Suðursveit. Lengi hefur verið bent á Breiðabólstað á Síðu sem líklegastan stað fyrir Papýli vegna tengingar papa við Kirkjubæjarklaustur. Einar Ól. Sveinsson benti hins vegar á að í landi Breiðabólstaðar í Fellshverfi er fjallið Staðarfjall sem hefur verið nefnt Papýlisfjall.

Klukkugil

Klukkugil.

Í fjallgarði nálægt við Staðarfjall er að finna örnefnið Klukkugil og fylgir sú sögn að þar hafi papar hent niður klukkum, eða bjöllum, sínum þegar þeir flýðu norræna menn. Á grundvelli þessa vill Einar Ól. Sveinsson meina að Breiðabólstaður í Fellshverfi sé líklegri staðsetning fyrir Papýli en Breiðabólstaður á Síðu.
Sigurður Björnsson telur hins vegar að örnefnið Papýlisfjall sé ekki gamalt, né sagan um papana í Klukkugili, og að líklegast sé örnefnið komið frá séra Vigfúsi Benediktssyni sem var prestur þar á slóðum á 18. öld en hann skrifaði fyrstur um Papýlisfjall.

Hofskirkja

Hofskirkja í Öræfum.

Af Landnámu textanum, þar sem minnst er á Papýli, má ráða að í Papýli eru, að minnsta kosti, tveir bæir; Breiðabólstaður og Hof. Hins vegar er eini bærinn sem kallast Hof á Suðurlandi að finna í Öræfum. Því er annaðhvort að Papýli hefur náð yfir landssvæði frá Síðu til Öræfa eða frá Fellshverfi til Öræfa eða þá að Hof örnefnið hafi verið nálægt öðrum hvorum Breiðabólstaðnum en sé horfið. Þriðja skýringin, sem ekki hefur fengið hljómgrunn meðal fræðimanna, er að Hof í Öræfum hafi upphaflega kallast Breiðabólstaður en verið endurnefnt Hof vegna þess að þar var heiðið hof og til aðgreiningar frá Breiðabólstað á Síðu og í Fellshverfi. Það eina sem flestir fræðimenn sem hafa skrifað um Papýli eru sammála um er að ekki er hægt að slá neinu föstu um hvar á landinu Papýli hefur verið.

Papar í fornleifum

Papar

Papar við helli.

Í skýrslu þeirri sem Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skrifaði vegna rannsóknar sinnar í Rangárþingi árið 1901 fjallar hann um hella sem hann var viss um að væri manngerðir og segir hann um þá: „[…] hellarnir eru svo myndarlega, og mér liggur við að segja snildarlega gjörðir, að það lýsir talsverðri kunnáttu. Þeir sem bjuggu þá út, virðast hafa verið allvel æfðir í því verki. Mér liggur við að efast um, að hellarnir séu frá Íslands bygðar tíma. Mundi ekki hugsanlegt, að þeir gæti verið eldri? Mér hefur dottir í hug, að þeir kunni, ef til vill, að vera eftir papa, eða hina írsku menn, sem hér voru fyrri en vorir norrænir feður. Þeir hafa án efa farið hingað til þess, að forðast árásir heiðinna víkinga.

Papahellir

Papahellir? á Suðurlandi.

Þeir hafa vonað, að Norðmenn legði ekki leiðir sínar til þessa afskekta, óbygða lands. Tryggingu fyrir því hafa þeir þó ekki haft, líklega hafa þeir af og til búist við því, sem fram kom, að Norðmenn kæmi hingað, þó ekki væri nema eitt og eitt skip í einu af tilviljun. En af þeim væntu þeir sér þá alls ills, og mundu helzt hafa óskað, að þeir kæmi ekki auga á híbýli Íra hér.
Og ef þeir kæmi auga á þau, og vildi eyðileggja þau, — sem þeir auðvitað mundu vilja, — þá væri hvorki mjög auðgert að rjúfa þau né brenna.
Íslendingar hafa löngum verið gjarnir á að skilja merki eftir sig þar sem þeir fara. Oft er það í formi fangamarka en einnig annarra merkja, t.d. ýmissa gerða krossa.

Hellir-kross

Krossmark í Seljalandshelli.

Flestir þeirra krossa sem finnast í hellum á Íslandi eru hinir svokölluðu latnesku krossar, en aðrar gerðir þekkjast einnig. Aldrei hefur fundist keltneskur eða írskur kross, í helli á Íslandi. Þetta eru þó ekki rök fyrir því að aldrei hafi verið papar í þessum hellum þar sem flestir þeir krossar sem finnast í fornum írskum munkaklaustrum eru „…sömu [gerðar] og annars staðar í kristni á þessum tíma“.

Lokaorð
Umræðan um papa á Íslandi er mjög flókin og erfitt að eiga við hana líkt og sá sem lesið hefur ritgerð þessa ætti að vera búin að átta sig á. Aðeins var snert lauslega á umræðunni um gripi papanna en hún er ekki síður flókin en margt annað í þessum fræðum. Ekki var heldur fjallað um írsku dýrlingasögurnar, sem eru ferðasögur hinna ýmsu írsku dýrlinga. Þar fer helst fyrir munknum Brendan sem hugsanlegri vísbendingu um ferðir hingað til lands en allar sögurnar eru það ævintýralegar að í lagi þótti að fjalla lítið um þær hér. Þá var umfjöllun um papa í skáldskap sleppt en skrifuð hafa verið nokkur ljóð, skáldsögur og jafnvel leikrit þar sem írskir munkar koma við sögu.

Hellir

Krossmark á vegg í manngerðum helli á Suðurlandi.

Margar tilgátur hafa verið lagðar fram, og einnig hraktar, um papa á Íslandi. Spurningin um það hver tilgátanna er rétt eða hvort að yfirhöfuð sé hægt að tala um „rétta tilgátu“ í þessu sambandi er eitthvað sem fræðimenn munu eflaust þræta um í mörg ár til viðbótar.
Um papa er það eitt víst að þeir lifa góðu lífi í hugarheimi Íslendinga sem kristnir munkar, sem írsk þjóð á Íslandi, sem afrískir Gyðingar eða sem gullgrafandi hellisbúar.
Þessir mismunandi hamar papanna hafa breyst í tímans rás og í höndum hinna ýmsu fræðimanna, líkt og fram hefur komið. Ekki virðist sem áhuginn sé nokkuð að dvína á þessum dularfullu mönnum sem paparnir eru og líklegast mun það ekki gerast í náinni framtíð. Sérstaklega ef minjar um mannaverk fyrir hið sögufræga ártal 874 eftir Krists burð finnast við vettvangsrannsóknir hérlendis.“

Heimild:
-Hugvísindasvið Háskóla Íslands, „Þeir es Norðmenn kalla papa“, Ritgerð í papa-fræðum til BA-prófs í fornleifafræði, Jakob Orri Jónsson, 2010.

Papar

Papahús – Clocham.