Kálfatjörn

Byggingin Skjaldbreið, eða Skjalda, á Kálfatjörn er steinhlaðin, upphaflega byggð sem fjós með sambyggðri hlöðu. Minja- og sögufélag Vatnsleystrandarhrepps hefur látið gera bygginguna upp, en hún var nánast komin að fótum fram. Við uppbygginguna var hún stækkuð til vesturs.

Skjaldbreið

Skjaldbreið 2025.

Í glugga Skjaldbreiðar er A4 blað. Á því má lesa eftirfarandi:
„Skjaldbreið var byggð á árunum 1883-1884 í tíð Stefáns Thorarensen sóknarprests og sálmaskálds á Kálfatjörn. Stefán var stórtækur og byggði fjögur hús á Kálfatjörn með sama lagi. Þetta staðfestir úttekt sem gerð var á jörðinni þegar Stefán lét af störfum árið 1886. Í úttektinni er talað um að 2500 kr. lán hafi verið veitt til byggingarinnar. Þar á finna greiðargóða lýsingu á Skjaldbreið þar sem talað er um heyhlöðu fyrir 400 hesta heys og fjós fyrir t til 8 nautgripi í sama húsi.
Stefán hafði mikil áform um uppbyggingu á Kálfatjörn og sóttist meðal annars eftir því að byggja þar steinkirkju. Þau áforn runnu út í sandinn.

Skjaldbreið

Skjaldbreið innanhúss 2025.

Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hefur staðið fyrir endurbótum á Skjaldbreið. Hleðslumeistari var Guðjún Kristinsson og um smíði burðarvirkis og þaks sá Jón Ragnar Daðason. Verkefnið hefur verið styrkt af Húsfriðunarsjóði, Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og Sveitarfélaginu Vogum.

Myndir og frásögn má finna á facebokk/minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar og Instagram/Vogaminjar.“

Sjá meira um grjóthleðsluendurgerðina HÉR.

Skjaldbreið

Skjaldbreið innanhúss 2025.

Stórkonusteinar

Gengið var spölkorn eftir Selvogsgötunni áleiðis upp í Kerlingarskarð. Áður en síga tók í var vent til hægri, niður slóða til vesturs undir Lönguhlíðum. Komið var m.a. við hjá Stórkonusteinum, gengið um Stórahvamm, framhjá Leirhöfðaatnsstæðinu, upp á Móskarðshnúka norðan Háuhnúka, niður Markrakagil og síðan til norðurs með Undirhlíðum, um Stóra-Skógarhvamm og að Gígbrekkum við Bláfjallaveg.

Stórkonusteinar

Stórkonusteinar.

Selvogsgatan var þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Selvogs í Ölfusi, um dagleið þegar hún var farin í einum áfanga. Eftir að komið var upp úr Mosunum í Þríhnúkahrauni ofan við Strandatorfur greindist leiðin, annars vegar upp Kerlingarskarð og hins vegar upp Grindarskörð. Ef haldið var um Kerlingarskarð var staðnæmst við vatnsstæði skammt ofan við skarðið. Svolítið vatn var þó einnig fáanlegt í drykkjarsteinum efst í skarðinu. Við vatnsstæðið er hlaðið í götuna. skammt frá því greinist gatan í tvennt; annars vegar niður Hlíðarveg, vel varðaða áleiðis niður að Hlíðarskarði ofan við Hlíð við Hlíðarvatn, og hins vegar til austurs yfir á Selvogsgötuna, sem kom þar ofan frá Grindarskörðum.

Selvogsgata

Gengið um Selvogsgötu.

Skammt austar var svo Heiðarvegurinn um Heiðina há niður í austanverðan Selvog. Selvogsgatan lá með gjám (m.a. Stórkonugjá) gígum og hlíðum niður að Hvalsskarði. Neðan þess tóku við Strandardalur og Hlíðardalur þar sem Sælubuna var kærkomin áningarstaður. Þaðan lá gatan áfram niður heiðina, um Strandarhæð og niður í Selvog. Vörðurnar við gömlu Selvogsgötuna, eru flestar fallnar. Þar sem gatan liggur um Þríhnúkahraun hafa vörður þó verið endurhlaðnar.
Stórkonusteinar nefnast nokkur móbergsbjörg í Lönguhlíðarkróki, heldur nær Kerlingarskarði en Kerlingagili. Samkvæmt gamalli munnmælasögu velti tröllskessa í Stórkonugjá björgunum niður af Lönguhlíðarfjalli þegar eftirreiðarmenn reyndu að fanga hana.

Háuhnúkar

Móskarðshnúkar (Háuhnúkar).

Stórihvammur eða Lönguhlíðarhvammur austan Lönguhlíðarhorns var mjög grösugur í eina tíð og gott beitiland, en sandburður hefur spillt undirlendinu. Þó má enn sjá gróin valllendi milli hrauns og hlíða. Hraunið er úr Bollunum í Skörðunum fyrrnefndu. Stóribolli er einn formfegursti gígur landsins og enn nær óraskaður. Ofan hvammsins eru tvö gil og upp af því vestara áberandi móbergsklettur, sem nefnist Stórahvamms-Stapi. Beggja vegna eru einnig háir móbergsveggir.
Lönguhlíðarhorn skagar út úr hlíðinni líkt og Vatnshlíðarhornið norðan Lambhagatjarnar, Í því sunnanverðu er Kerlingagil, ágæt gönguleið og greiðfær upp á Lönguhlíðar.

Fagridalur

Tóftir í Fagradal.

Haldið var um Leirdali. Dalirnir eru í lægðarslakka, sem fyllast af vatni á veturna, með gróðurtorfum á milli. Álftanesskógar voru á þessum slóðum til forna, en nú finnast eingöngu stakir víði- og birkirunnar og einibrúskar hér og þar. Tvö vatnsstæði eru í Leirdölum, það syðra líkara vatni. Líklega hefur það verið ástæðan fyrir tóftunum í Fagradal, skammt sunnan þess.
Sunnan Leirdalshöfðavatnsstæðis liggur forn þjóðleið, Leirdalshöfðaleið.
Leirdalshöfðaleið liggur eins og Dalaleið frá Kaldárseli að Leirhöfða. Hún þræðir sig suður með höfðanum og fylgir suðurhlíðum hans að Leirhöfðavatnsstæði. Þar er stefnan tekin á Fagradalsmúla og Fagradal, eða um Breiðdal að Blesaflöt og fylgir síðan Vatnaleiðinni til Krýsuvíkur. Rjúpnaveiðimenn héldu gjarnan inn í Fagradal og fylgdu bröttum slóða, sem liggur frá dalbotni upp á brún Lönguhlíðarfjalls. Þegar upp er komið er hægt að velja ýmsar leiðir, en gömul þjóðleið liggur í áttina að Hvannahrauni (Hvammahrauni) og Gullbringu, hjá Geithöfða, um Hvamma og fram með Lambafellum að Krýsuvík.

Undirhlíðar

Undirhlíðar – Stóri-Skógarhvammur.

Gengið var á Móskarðshnúka um ás milli Breiðhdals og Slysadala.
Háuhnúkar eru hæstu ásar Undirhlíða suðvestan Markagils (Markrakagils) og skammt frá Vatnsskarði, vestan (sunnan) við Móskarðshnúka. Þeir eru allt að 263 m. háir. Á milli hnúkanna eru grónir hvammar og víða standa móbergskollar upp úr ásunum sem vatn og vindar hafa sorfið og mótað í aldanna rás. Þessi syðsti hluti Undirhlíðanna hefur af sumum verið nefndur Undurhlíðaendi því í Vatnsskarðinu (sem aðrir telja reyndar að hafi verið skarðið vestan Vatnshlíðarenda þar sem menn sjá fyrst niður að Kleifarvatni ofan Blesaflatar) tekur Sveifluhálsinn við.

Háuhnúkar

Háuhnúkar (Móskarðshnúkar).

Móskarðshnúkarnir (Háuhúkar) eru hins vegar heimur út af fyrir sig. Hæstur er syðsti hnúkurinn. Þegar horft er á hann úr vestri má sjá andlit horfa efst úr honum til norðurs. Norðan hans er hnúkaþyrping. Norðvestast í henni er falleg lítill móbergsskál, sem vindar og vatn hafa leikið sér að móta svo um munar. Skálin er bæði skjólsæl og einstaklega falleg. Skessukatlar eru við hana vestanverða. Á Undirhlíðum, skammt norðan við Móskarðshnúka, virðist vera gerð tilraun til melræktunar með neti, sem lagt hefurverið á jörðina, þ.e. að láta netið mynda skjól fyrir lággróðurinn.

Undirhlíðar

Undirhlíðar – Móskarðshnúkagil.

Móskarðsgil, á milli Móskarðshnúka og Stóraskógarhvamms, þykir fremur torfarið og svo er reyndar um öll gilin fjögur á vestanverðum Undirhlíðum milli Krýsuvíkurvegar og Bláfjallavegar, nema Markagil (Markrakagil). Mörk Hafnarfjarðar liggja um gilið og þar mætast og mörk Garðabæjar og Grindavíkur í sneiðing með Lönguhlíðarhorninu.

Markagil virðist torvelt uppgöngu, en ofan frá séð er engum torfærum fyrir að vara. Neðst í gilinu eru fallegur smágerður stuðlabergshamar. Ystagil er skammt sunnar og Sneiðingur nyrst þessarra gilja.

Undirhliðarvegur

Undirhlíðarvegur.

Norðan Móskarðsgils er gróskumikill furuskógur, sem unglingspiltar í Vinnuskólanum í Krýsuvík plöntuðu út 1959 til 1964, m.a. sá sem þetta skrifar, í samstarfi við félagsmenn í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar.
Sumir hafa viljað Markagil þar sem nú er Vatnsskarð. Aðrir hafa fært það að næsta gili að norðan, en á kortum er gilið á fyrrnefndum stað. Á milli þess og Stóra-Skógarhvamms er Höfðinn, stundum nefndur Út-Höfði til aðgreiningar frá Inn-Höfða, sem er sunnan þess.
Brunahryggur nefnist hraunbrún í Nýjabruna norðvestan Undirhlíða. Í skjólsælum hvammi sunnan hraunbrúnarinnar hafa birkitré fest rætur og fengið frið til að vaxa. Þessi sérkennilegi blettur í mosagrónu hrauni er utan alfaraleiðar og fáir venja þangað komu sínar.

Undirhlíðaleið

Undirhlíðaleið.

Undirhlíðaleið hófst við Kaldársel og lá norðan Undirhlíða yfir núverandi Bláfjallaveg að Vatnsskarði. Þar var haldið áfram yfir núverandi Krýsuvíkurveg og gengið með Sveifluhálsi um Norðlingasand og Sandfellsklofa upp að Hrútagjárhrauni, yfir Norðlingaháls um Stórusteinabrekku, framhjá Köldunámum, um Hofmannaflöt í áttina að Katlinum. Þar tók Ketilsstígur við og lá yfir Sveifluháls framhjá Arnarvatni, að Seltúni þar sem heimalönd Krýsuvíkur tóku við.
Nú er búið að stika Undirhlíðaleiðina. Á a.m.k. einum stað á þessum kafla má vel sjá móta fyrir hinni gömlu götu, þar sem hún er mörkuð í slétta hraunhelluna, en annars hefur slóði verið lagður yfir hana að hluta.
Gangan tók 1 klst og 11 mín. Frábært veður – skin og skúrir.

Heimildir m.a.:
-Raleikur Hafnarfjarðar 2006.
-Þorkell Árnason.

 Grindarskörð

Grindarskörð v.m. Kerlingarskarð h.m.

 

Elliðakot

Beðasléttur eru tegund ræktunarminja frá því um miðja 19. öld þar til um 1920 þegar vélvæðingin ryður sér til rúms á Íslandi, sbr. „beðslétta kv“, [skilgr.] Tún, sléttur með reglulegum beðum eða kúfum, [skýr.]

Guðmundur Ólafsson

Guðmundur Ólafsson (1825–1889).
Guðmundur kom 26 ára gamall frá námi í Danmörku, Svíþjóð og Noregi um miðja 19. öld. Þá ríkti hér á landi mikil tregða eða beinlínis andstaða gagnvart nýjum hugmyndum. Það mátti engu breyta.
„Þetta er í sjálfu sér áhugavert í ljósi þeirrar nýjungagirni sem ríkir á okkar dögum en samtími Guðmundar var afar íhaldssamur og hreint ekki móttækilegur fyrir þeim nýjungum sem hann vildi koma á. Framlag hans til ræktunarbóta og búnaðarfræðslu varð þó, þrátt fyrir þetta, mikilvægur hlekkur í framfaraátt í því staðnaða landeigendaveldi sem hér ríkti, fram yfir hans daga, eða allt fram undir aldamótin 1900.“
Guðmundur var við nám á árunum 1847–51 og var tvímælalaust meðal mest menntuðu manna sinnar tíðar hér á landi. Guðmundur var alþingismaður Borgfirðinga 1874–1880.

Árið 1874 kom Guðmundur Ólafsson frá Fitjum í Skorradal fram með þá hugmynd að menn ristu ofan af ósléttum túnum, mokuðu moldinni upp í beð og legðu þökurnar aftur yfir.
Hugmyndin á bak við þessar svokölluðu beðsléttur var að beðin eða kúfarnir kæmi í veg fyrir að pollar mynduðust í túninu og drægi þannig úr hættunni á svellkali.

Í „Leiðbeiningum“ Minjastofnunar Íslands um „Beðasléttur – Viðhald og varðveisla fornleifa“ frá árinu 2025 segir m.a.:
„Beðasléttur eða beðatún eru hluti af menningarlandslagi fyrri tíðar. Þessar minjar eru sýnishorn inn í fornar ræktunaraðferðir sem kynntar voru hér á landi um miðja 19. öld þegar námsmenn sneru aftur heim með nýja verkþekkingu í farteskinu, aðferð sem ætluð var til að efla og auðvelda fóðurframleiðslu. Um er að ræða mjög stutt tímabil í sögu túnræktar sem rennur sitt skeið með aukinni vélvæðingu um 1920. Markmið með beðasléttum var að fá slétt land til heyskapar og hindra að vatn sæti uppi á landinu en það getur valdið vetrarkali túngróðursins.
Fyrstu lýsingar á beðasléttugerð eru sennilega frá árinu 1874. Ásýnd þessara minja svipar mjög til annarra gerða minja, akurgerða, en þær eru mun eldri, eða frá miðöldum.

Aðferð við gerð beðasléttna
Grasvörðurinn var ristur ofan af jarðveginum, oftast með undirristuspaða og kastað til hvorrar hliðar. Jarðvegurinn á milli þeirra var plægður eða stunginn og borið í hann lífrænn áburður. Ávalir teigar voru mótaðir með rennum á milli og fyrir endanum á teigunum. Rennurnar tóku á móti vatninu sem kom af teigunum og veittu því burtu. Lengd, breidd og hæð teiga var mismunandi og fór þá helst eftir veðurfari svæðisins og hversu raklend jörðin var. Breidd teiganna var þó sjaldan meiri en svo að auðvelt væri að bera eða kasta torfþökunum til hvorrar hliðar.

Bjarni Guðmundsson

Bjarni Guðmundsson.

Teigar voru oftast látnir stefna undan halla landsins og þeir voru gjarnan nokkrir saman í syrpum/sléttu. Við jarðvinnsluna var yfirborð beðsins mótað ávalt/bungulaga og torfunum, sem ristar höfðu verið ofan af landinu, raðað yfir teiginn/beðið að nýju.“

Í Frey árið 2004 mátti lesa grein um „Beðasléttur – brot af búsetulandslagi“ eftir Bjarna Guðmundsson:
„Verktækni við ræktun túna hefur breyst mikið frá upphafi ræktunarbyltingarinnar. Langur vegur er frá handverkfærum til þeirrar öflugu verktækni sem nú tíðkast. Langstærstur hluti þeirra túna, sem í dag eru heyjuð, hafa verið unnin með vélum, flest á síðustu fimm áratugum eða svo. Minjar um eldri jarðrækt hafa víða verið máðar út. Nokkur dæmi má þó enn finna, ekki síst á eyðibýlum og hér og hvar heima við bæi, þar sem eldri túnsléttugerð hefur verið látin halda sér.

Beðasléttur

Óskot Mosfellsbæ – beðasléttur.

Einn er flokkur þessara minja sem hér og hvar má enn sjá en það eru beðasléttumar svonefndu er auka skyldu uppskeru túna og létta og flýta heyskap. Í snjóföl eftir léttan skafrenning sjást þær einna best, svo og í gróandanum. Þá koma regluleg beðin, sem einkenna þær, hvað gleggst í ljós; oft í brekkum og öðrum þurrlendishöllum nálægt bæjum.
En hvað er beðaslétta, vegna hvers voru þær gerðar og hvaðan er þessi verktækni hugsanlega komin? Orðið beðaslétta er ekki skráð í Íslenskri orðabók. Hins vegar er þar talað um beðatún sem tún þakið beðum líkt og í matjurtagarði (t.d. vegna handsléttunar).

Beðasléttur

Vilborgarkot – beðasléttur.

Þúfurnar voru „landsins forni fjandi” í yfirfærðri merkingu. Þær voru víðast einkenni þeirra litlu túna er til voru og þær takmörkuðu afköst við slátt og heyvinnu. Álitið er að bændur hafi fyrr á öldum haft áþekka aðferð við ræktun túna og akra, það er að pæla landið, og að það hafi fyrst verið eftir miðja 18. öld sem farið var að slétta tún og þá líklega eftir erlendum verkfyrirmyndum.
Þaksléttuaðferðin var algengasti hátturinn við túnasléttun lengi vel. Illa gekk að beita hestaplógi á gróinn íslenskan svörð; því varð oftast að rista ofan af áður en beita mátti jarðvinnsluverkfærum. Svipaðri jarðvinnslutækni munu bændur á Suðureyjum við Skotland m.a. hafa beitt.

Beðsléttur

Elliðakot – beðasléttur.

Guðmundur Ólafsson (1825-1889), jarðræktarmaður, löngum kenndur við Fitjar í Skorradal, skrifaði grein um þúfnasléttun sem birtist í ritinu tímaritinu Andvari árið 1874 (4). Þar lýsir hann, sennilega fyrstur manna opinberlega, beðasléttugerðinni án þess þó að nefna hana því nafni. Hann segir: „Til þess, að vatn geti ekki staðið á sléttunum, þurfa þær að vera í ávölum teigum, með rennum eður ræsum á milli. Teigarnir skulu vera því hærri og mjórri, sem jörðin er raklendari og liggur lægra, og eptir því, sem héraðið er rigningasamara. Fyrir endunum á teigunum skulu og vera rennur, eins og á milli þeirra. Bæði þessar rennur og þær, sem era á milli teiganna, eru til þess að taka á móti vatninu, sem kemur ofan af sjálfum teigunum, og því, er að þeim kann að koma annarstaðar frá.

Beðasléttur

Beðasléttur.

Meðal-teigsbreidd mundi vera 4-5 faðmar, að lengd 15-20 faðmar, en hæð 1 alin, það er að segja: teigurinn skal vera þetta hærri í miðjunni en í rennunum, sem eru í kríngum hana. Rennurnar skulu vera ávalar, eins og teigarnir, en ekki snarbrattir, lítur þá öll sléttan út eins og ávalar öldur í röð. Svo sem þegar var sagt, verður stærð og hæð teiganna að fara eptir landslagi og veðráttufari. Sé jörðin blautlend, og vatn renni af henni, þá þarf að leggja lokræsi í rennumar milli teiganna”…
Rök Guðmundar fyrir aðferðinni vom þau að losna við yfirborðsvatnið af ræktunarlandinu.

Beðasléttur

Bændaskólinn á Hvanneyri um 1937. Beðasléttur í brekku og áveituvatn fremst á
myndinni. Ljósm. Ólafur Magnússon.
Ásýnd beðasléttna í landslaginu minnir á ávalar öldur og helst má greina þær á túnum
eftir nýfallin snjó, léttan skafrenning eða við ljósaskipti sem dregur fram ávalt yfirborð
túnsins. 

„Vatnið er aðal-orsökin til þess, að jörðin þýfíst eður verður ójöfn. Menn sjá, að þar sem vatnið náir að standa annaðhvort á eður í jörðinni, þar kemur laut”, skrifar hann, og ennfremur „Það þarf nefnilega að slétta svo, að ekkert vatn geti staðnæmzt á sléttunni … Sléttur þurfa því að hafa þá lögun, að vatn geti hvorki staðið í þeim né á”. Guðmundur bendir á að þessi sléttunaraðferð sé seinvirk með þeim verkfærum og aðferðum sem þá tíðkuðust. Til sléttunarinnar þurfi hver bóndi að eiga áhöld sem hann tilgreinir og lýsir: „plógur, ristuspaði, akreka, pörnplógur, aurbrjótur og valti”.

Til þess að móta hinar ávölu öldur, beðin, var nauðsynlegt að flytja jarðveginn nokkuð til. Að vissu marki mátti gera það með plógnum eftir að grasrótin hafði verið rist ofan af landinu með því að „plægja það síðan um í teiga”.

Beðasléttur

Ólafsdalur – beðasléttur.

Guðmundur mælti með tvíplægingu hið minnsta og skrifaði í grein sinni: …,,því optar, sem hver teigur er plægður þannig, því hærri og brattari verður hann, eins og gefur að skilja … Ein plæging nægir ekki til að gjöra teigana nógu háfa og aflenda, eða til að gefa þeim þá lögun, er þeir eiga að hafa”. Að nokkurri vinnslu lokinni mátti síðan færa jarðveginn til með ak-rekunni, áhaldi sem síðar var þekkt undir nafninu hestareka. Breidd beðanna virðist hafa verið nokkuð mismunandi en 4 faðmar (um 7,5 m) sýnist hafa verið algeng breidd.

Beðasléttur

Beðasléttur.

Verkleg kennsla búnaðarskólanna íslensku snerist fyrstu árin (1880-1905) ekki síst um jarðrækt. Þar mun nemendum m.a. hafa verið kennt að búa til beðasléttur, og á skólajörðunum, t.d. Hvanneyri, má enn sjá allglöggar minjar um þær. Síðan beittu hinir brautskráðu búfræðingar kunnáttunni heima í sínum sveitum og verklagið breiddist út.
Hver sá sem slegið hefur gamla beðasléttu með nútíma sláttuvél kannast við að það er ekki skemmtilegt verk; ýmist ristir sláttuvélin í svörð niður eða skilur eftir óslegna mön, að ógleymdum veltingi dráttarvélarinnar.

Hestasláttuvél

Hestasláttuvél.

Skrifarann grunar að tilkoma hestasláttuvéla hafí á sínum tíma dregið úr vinsældum beðasléttnanna – að ekki hafi þótt eftirsóknarvert að slá beðasléttumar með þeim heldur. Fór enda svo að beðasléttugerðin lagðist að mestu af á fyrstu tveimur áratugum 20. aldarinnar.
Ef þú, ágæti lesandi, ræður yfir landi þar sem enn má sjá leifar gamalla beðasléttna skaltu halda yfír þeim hlífiskildi. Þær eru angi af menningarlandslagi fyrri tiðar, dæmi um nýja verkmenningu sem kynnt var til þess að efla og auðvelda fóðurframleiðslu búanna sem var lífsnauðsyn til þess að efla matbjörg þjóðarinnar þannig að hún gæti losað um vinnuafl til annarra starfa í verkaskiptu samfélagi – brotist fram til sjálfstæðis.“

Hestasláttuvél

Hestasláttuvél – framfarartæki þess tíma.

Beðasléttur voru ekki óalgengar um tíma á Reykjanesskaganum, s.s. að Elliðakoti, Óskoti, Vilborgarkoti og Laugarnesi. Telja má að þær hafi verið mun víðar, en nútíma landbúnaðartæki hafi smám saman afmáð þær af yfirborði túna, einfaldlega vegna þess að þeirra tíma tilurð hentuðu ekki framförunum í landbúnaði, s.s. sléttun og framræðslu túnanna til auðveldunar vélvæðingunni.

Heimildir:
-Aðalskrá Þjóðhættir – Undirskrá Spurningaskrár – Svör Sent/Móttekið 30.6.1977.
-https://issuu.com/bjgudm/docs/hvanneyrar_pistlar_22_loka/s/17165427
-Leiðbeiningar Minjastofnun Íslands – Beðasléttur; Viðhald og varðveisla fornleifa, 2025.
-Freyr, 5. tbl. 01.06.2004, Beðasléttur – brot af búsetulandslagi, Bjarni Guðmundsson, bls. 4-5.

Beðasléttur

Á korti Samúels Eggertssonar af Laugarnesi  og Kirkjusandi 1910 eru merktar inn 4 beðasléttur. Beðaslétturnar voru suðvestur af bænum. Beðasléttur voru einnig oft nefndar teigasléttur, en þessi heiti voru höfð um tún sem gerð voru með sléttunaraðferð Guðmundar Ólafssonar búfræðings og alþingismanns. Beðasléttur voru gerðar þannig að rist var ofan af túninu, jarðvegurinn plægður upp í beð í því skyni að vatn sæti ekki í honum og þar sem þess var þörf voru gerð lokræsi milli beðanna til að veita því burt. Síðan voru torfurnar lagðar yfir beðin.

Óskot

„Óskot er jörð í Mosfellssveit, liggur vestan við Hafravatn“ segir í „Örnefnalýsingu“ Ara Gíslasonar fyrir Óskot.

Óskot

Óskot – örnefni og minjar (ÓSÁ).

Þá segir nánar: „Jörðin liggur vestanvert við Hafravatn, en sunnan við Úlfarsá. Þar sem áin kemur úr vatninu, heitir Ós, sem bærinn dregur nafn af. Nafnið er gamalt, frá því fyrir svartadauða; svo er mýri inn með vatninu, sem heitir Mómýri, og stórt, ávalt holt milli hennar og bæjarins heitir Holt. Austur af Holtinu er lítill lækur, sem heitir Rás, og þar austar er lítið holt, sem heitir Litlaholt, nær austur að á móts við bæ; þar austur af heitir Vörðuholtsmýri niður í Hafravatni (svo) og upp að holti, og efst í henni eru tvö lítil holt, sem nefnd eru Hulduhólar. Smámýrarhaft er milli þeirra. Austur af mýrinni er svo Vörðuholt, bungumyndað, hátt holt. Svo koma Eyrar, þar norðaustur frá Vörðuholti með vatninu, sléttar flatir að ánni.

Óskot

Óskot – loftmynd 1996.

Þá er næst syðst og efst Hamar, há klettaborg fram við ána, og áin heitir Seljadalsá; svo er þar framhald af Hamrinum, hæðarhryggur til suðurs, sem heitir Dýjadalsmelur. Svo er þar niður af Dýjadalskjaftur, og þar upp af er Dýjadalur; eftir honum er smálækjarvætla fram í vatn, er heitir Dýjadalsrás.
Þá er næst Dýjadalshryggur, efst á honum miðjum er Þúfa, stór þúfa, stund nefnd um Dýjadalsþúfa. Svo er suðvestur af henni Þórðargjóta, smádæld grasi vaxin. Þar varð úti smalamaður frá Miðdal. Þá er þar næst Þórðargjótuhryggur, sem er þar næst, og þá kemur Óskotsheiði; þar upp af er svo Langavatn. Suður af fram í vatnið er nafnlaus tangi.

Óskot

Óskot – túnakort 1916.

Svo eru Efri-Þverbrekkur, grasflatir, er liggja fram undir frá vatninu suður í heiðina. Þá er smámelbunga, er heitir Fjárhúsmelur, liggur þvert á Þverbrekkurnar; svo eru Gömluhús, þar voru beitarhús áður fyrr í heiðarbrúninni. Vestur af Fjárhúsmel eru valllendismóar, sem heita Mýrarver; þetta eru nefnd þau Efri-, en þau neðri eru í Reynisvatnslandi. Efsta mýrin upp við heiðina heitir Háavik, er í mýrarjaðri; þar austur af er svo Heybandsflöt, slétt valllendisflöt. Þá eru nafnlausar mýrar; milli þess og túns er framhald af Vörðuhólsmýri, svo er niður með heiðinni Tóft, ævagömul beitarhús; svo er aðeins neðar stór steinn á merkjum, sem heitir Skjóni. Svo er mýri, nefnd Neðrimýrar. Í henni heitir Skógarholt neðst niður við ána. Þau eru tvö, en milli þeirra er mýri, nafnlaus, en skilgreind sem Mýrin milli holtanna, Mósulind. Upp við tún er dýjavilpa í. Vestast í túni er Stóristeinn, huldufólkssteinn.“

Óskot

Óskot – bæjartóftir.

Í „Skráningu fornleifa í Mosfellsbæ“ á vegum Þjóðminjasafnsins árið 2006 segir m.a. um sögu, náttúrfar og jarðabætur að Óskoti:
„Í skrá um kvikfé og leigumála jarða Viðeyjarklausturs er Óskots fyrst getið en nefnist þá Ós: „…at Osi. ij. merkr“ (Dipl. Isl. III). Af því má trúlega álykta, að Óskot hefur verið lögbýli áður fyrr (sbr. Ólaf Lárusson).
Jarðabók frá 1704 hefur eftirfarandi að segja um Óskot: „Óskot, forn eyðijörð og veit enginn maður hvað lengi hún hefur í auðn verið. Nú brúka ábúendur á Reynisvatni það land til beitar og líka fyr meir til torfskurðar, sem nú er þar eyddur. Vita menn þó ekki hvör eigandi þeirrar jarðar hafi til forna verið, og meina þó flestir kóngseign vera.

Óskot

Óskot – útihús.

Silúngsveiði sýnist þar til forna verið hafa, og enn nú vera kunna með stóru erfiði. Sýnist valla mögulegt aftur að byggja, og óvíst að jafnmikill ávinníngur sem kostnaður yrði“ (Jarðabók Árna og Páls).
„Óskot, suðvestanvert við Hafravatn, í vestur útnorður frá Miðdal, lagt í eyði fyrir mörgum árum, en hvað mörgum, vita menn ekki gjörla, og er landi þess skipt upp meðal nærliggjandi jarða, Þormóðsdals og Miðdals, Reynisvatns og Kálfakots“ (Stefán Þorvaldsson.
Óskots er ekki getið í Jarðatali J. Johnsens frá 1847, né í Jarðabók 1861.
Nýbýlið Óskot var stofnað árið 1889. Í dag er jörðin notuð til slægna og beitar. Eigandi 1979 er Magnús Vigfússon múrarameistari (Jarðaskrár).

Óskot

Óskot – kálgarður, lambhús og hesthús.

Í Nýbyggjarabréfi fyrir Óskot frá amtmanninum yfir Suðuramti og Vesturamti dagsettu 24. september 1889 segir: „…þareð Guðmundur Kláusson frá Blikastöðum, samkvæmt tilsk. 15. apr. 1776, hefur, með skoðunargjörð, er framkvæmd var af sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu, með tilkvöddum 4 mönnum óvilhöllum, 23. augúst mán. þ.á., fengið útvísað land til nýbýlis í svo nefndu Óskotslandi í Mosfellssveit, með þessum landamerkjum: að norðan Hafravatn og Úlfarsá, sjónhending yfir svonefndan „Skjóna“ og þverbrekkur upp að Langavatni í stefnu á Stóra Skygni, að sunnan Langavatn og úr nyrsta vikinu á austurenda þess sjónhending yfir hæstu þúfu á sunnanverðum Dýjadalshólum beina stefnu að Seljadalsá, er svo ræður merkjum að austan til Hafravatns.

Óskot

Óskotsbærinn.

Þá veitist nefndum Guðmundi Kláussyni hjer með nýbyggjararjettur yfir hinu tilgreinda landi með þeim skyldum og rjettindum og undanþágum, sem í ofangreindri tilskipun eru heimilaðar, þó að óskertum betri rjetti sérhvers annars manns, ef sannaður verður“ (Dipl.Isl).
Janus Eiríksson sýndi skráningarmanni Þjóðminjasafns rústina þann 27.09.1980. Hann sagði að þarna hefði bær Guðmundar Kláussonar, frá 1889, staðið. Hefðu rústir hans verið vel greinilegar í æsku Janusar.“

Helstu minjar að Óskoti, auk bæjarhúsanna (skv. Fasteignabók 1938 var bærinn í Óskoti byggður úr torfi, grjóti og timbri), og útihúsa, má telja:

Gömluhús

Óskot - Gömluhús

Óskot – Gömluhús; uppdráttur ÓSÁ.

Um 500 m SV af Hafravatni og um 530 m S af Óskoti. Lág uppblásin melbunga með grasgeirum umhverfis. Rústin er allvel varðveitt og veggirnir, sem eru aðallega úr grjóti, ná um 1 m hæð. Þykkt veggja er um 1 m. Þakið hefur verið klætt bárujárni og torfi. Innanmál fjárhússins eru um 3 x 8 m. Inngangur er fyrir miðju á NV-gafli. SA gaflinn er aðeins lág grjóthleðsla og hinum megin við hana er um 1 m djúp gryfja. Innanmál þessarar gryfju eru um 3 x 4 m. Hliðar hennar eru hlaðnar úr grjóti. Þetta er heygryfja. Janus segir að þessi fjárhús hafi faðir sinn látið reisa.

Gömlufjárhús
Þrjár samsíða rústir. Tvær þær syðri eru hlaðnar úr torfi og grjóti. Veggir eru allvel uppistandandi, um 1 m á hæð. Veggjaþykkt er um 1,2-1,5 m.

Óskot - Gömlufjárhús

Óskot – Gömlufjárhús; uppdráttur ÓSÁ.

Stærsta rústin er í miðið um 3 x 7 m að innanmáli. Inngangur er á miðjum NV-gafli. Nokkuð minni rúst liggur með V-langhliðinni, um 2 x 6 m að innanmáli. Inngangur er á NV-gafli, upp við V-langhlið.
Austan við stærstu rústina er lág grjóthleðsla, um 30-40 cm á hæð og um 1 m á þykkt. Innanmál garðsins er um 2 x 8 m. Þetta hefur e.t.v. verið heygarður. Janus sagði Gömlufjárhús hafa verið notuð fyrir búskap föður hans.
Gömlufjárhús eru um 450 m VSV af Óskoti og um 100 m A við landamerki Óskots og Reynisstaða.

Stóri steinn

Óskot

Óskot – Stóri steinn.

„Vestast í túni er Stóri steinn, huldufólkssteinn“

Skjóni – landamerki
Skjóni heitir stór steinn um 100 m V við Gömlufjárhús og er landamerkjasteinn. Ekki langt frá steininum Skjóna, í SV, á smali frá Reynisvatni að hafa orðið úti.
Gekk hann aftur og hélt þá til í Gömlufjárhúsum. Sást hann þar oft í dyragættum og var hann talinn fyrirboði óveðra.

Þjóðsaga
„Suðvestur af Dýjadalsþúfu er Þórðargjóta, smádæld grasi vaxin. Þar varð úti smalamaður frá Miðdal“.

Kálgarður – hesthús – lambhús

Óskot

Óskot – kálgarður, lambhús og hesthús.

Óreglulega lagaður garður um 16 x 18 m að innanmáli. Þykkt garðhleðslu, sem er úr torfi og grjóti, er um 2 m neðst og dregst að sér upp. Veggjahæð er um 0,5-1.0 m. Grjót úr hleðslunni hefur hrunið inn í garðinn.
S-hliðin er bein, um 14 m löng, en liggur svo í stórum boga að NA hliðinni. Tveggja m breiður veggur greinir þær að. Veggjahæð um 0,5 – 1,0 m. Sú syðri er hesthús og sú nyrðri er lambhús með jötum meðfram veggjum.

Í Morgunblaðinu 1964 segir: „Fjölskylda flýr bæ sinn – Dulafullir atburðir í Mosfellssveit“:
„Að bænum Óskoti í Mosfellshreppi gerðu reimleikar vart við sig fyrir og um páskana. Urðu þeir svo magnaðir að lokum, að bóndinn, Kristján H. Sveinsson, taldi sér ekki fært að dveljast áfram á bænum með konu sinni og tveim börnum og flutti því til ættingja í Reykjavík að kvöldi annars páskadags og dvelur þar enn.
ÓskotReimleikarnir að Óskoti lýsa sér þannig, að mold og lausum munum er kastað að heimilisfólkinu og gestkomandi. Að þessu eru vitni, en þrátt fyrir rækilega atbugun hefur ekki tekizt að komast fyrir uppruna þessara fyrirbrigða.
Bærinn Óskot er í Mosfellshreppi, stendur skammt frá Hafravatni, og má mjög vel sjá þaðan til Reykjavíkur. Sjálfur bærinn sést ekki frá Hafravatnsveginum, en eftir nokkurra mínútna akstur það an er komið að bænum. Í grendinni eru margir sumarbústaðir í eigu Reykvíkinga.
Sem fyrr segir taldi Kristján bóndi sig tilneyddan að hverfa á brott frá Óskoti með fjölskylduna. Morgunblaðið átti tal við Kristján í gjær og féllst hann á að fara að bænum með blaðamanni og ljósmyndara og var haldið þangað um kl. 2 í gærdag.
ÓskotKristján sagði, að Óskot hafi verið í eyði um tíma, en um miðjan marzmánuð hafi hann flutzt þangað ásamt konu sinni, Guðnýju Guðmundsdóttur, ættaðri úr Skriðdal í Múlasýslu, og börnum þeirra Jóni Ingvari, 13 ára, og Guðmundi, 9 ára. Kvaðst Kristján áður hafa verið ráðsmaður að Geitdal, en tekið Óskot á leigu til að hefja eigin búskap.
Að sögn Kristjáns hófust reimleikarnir fljótlega eftir að fjölskyldan flutti, en í fyrstu hefðu þau ekki orðið neins áþreifanlega vör, aðeins fundizt þau ekki ein í bænum. En laugardaginn fyrir páska hefði ókyrrleikinn hafizt fyrir alvöru.
„Þegar líða tók á kvöldið þegar ég og kona mín vorum stödd í gangi bæjarins kom skyndilega moldargusa á mig og virtist mér hún koma úr skemmudyrum fyrir enda hans. Ég fór inn í skemmu til að athuga hverju þetta sætti, en sá þar engan mann, né nein vegsummerki.

Óskot

Óskot – bærinn; teikning.

Meðan ég var þarna inni kom önnur gusa og virtist mér hún koma úr rjáfrinu, en ég varð einskis vísari að heldur. Seinna um kvöldið var öll fjölskyldan stödd í stofunni og þá var eins og upp væri lokið stofuhurðinni og komu sendingar inn, torf, dósir, spýtur og allskyns lausamunir. Ég fór fram á gang að athuga hverju þetta sætti en sá enga lifandi sálu, en meðan ég var í burtu héldu sendingar áfram inn í stofu. Hélt þessu áfram allt til miðnættis“, sagði Kristján.
Ég hélt í fyrstu, að einhverjir ólátastrákar úr Reykjavík stæðu fyrir þessu, en gat ómögulega skilið hvers vegna þeirra yrði ekki vart.
Þó brá mér í brún daginn eftir, þegar hestasteinn, sem er um 200 pund á þyngd, var kominn upp á þak. Það hefur ekki þurft neitt smáátak til að koma honurn þangað, því það er ekki meira en svo að sterkur maður lofti honum. Þegar á daginn leið byrjuðu sendingamar á nýjan leik og enn sem fyrr varð ég einskis vísari um hvaðan þær kæmu.
Mágur minn, Haraldur Guðmundsson, sem er bílstjóri í Reykjavíki kom í heimsókn um kvöldið og var vitni að þessu. Hann fékk á sig moldargusur, diskar og bækur flugu um alla stofuna.

Óskot

Óskot – bæjartóftir.

Okkur var nú ekki farið að lítast á blikuna og börnin orðin talsvert skelkuð og við hjónin líka. Við lokuðum vel stofudyrunum og dundu sendingar á þeim látlaust allt til miðnættis, en þá hætti þeim sem fyrr. Haraldur snéri þá aftur til Reykjavíkur, eftir að hafa gengið um allan bæinn með mér, en við urðum einskis vísari. Við erum öll sammála um, að enginn mann legur máttur hafi verið valdur að þessu.
Á annan páskadag þegjar ég kom út var hestasteinninn kominn ofan af þaki og á sinn gamla stað og þá varð mér ekki um sel og sama er að segja um konuna mína. Og þegar sendingarnar byrjuðu aftur ákváðum við að flytja til Haralds, því ekki er okkur vært að Óskoti.“

Óskot

Óskot – kálgarður og túnabeður.

Þegar Morgunblaðsmennimir komu að Óskoti í fylgd Kristjáns var greinilegt, að þar hafði ekki svo lítið gengið á. Allt var á rúi og stúi á bænum. Á göngunum og í stofu lá alls konar dót og drasl um öll gólf, torf, glertau, bækur og meira að segja bein. Mold var á víð og dreif, einkum á ganginum við bæjarinnganginn og við stofuhurðina.
Kristján sagði, að kona sín hefði reynt að hreinsa það mesta upp til að byrja með, en gefizt upp á því þegar gauragangurinn hélt áfram.
Nánar aðspurður um fyrirbrigðið sagði bóndinn, að sendingarnar hefðu aldrei verið nema á einum stað í senn og annaðhvort hafi öll fjölskyldan verið þar saman eða einn og einn hefði orðið fyrir því. Hann sagði, að hann hafi lesið sálma á páskadagskvöld þegar reimleikamir hafi verið mestir og þá hafi um stund eins og dregið úr þeim en það hafi ekki staðið lengi.

Óskot

Óskot 2025.

Morgunblaðsmennimir skoðuðu hestasteininn og var rétt svo að þeir gætu bifað honum. Það liggur í augum uppi, að enginn einn maður hafi getað komið honum upp á bæjarþekju, enda var það einimtt það sem Kristján virtist vera einna mest sleginn yfir.
Á meðan Morgtinblaðsmenn dvöldust að Óskoti með Kristjáni varð ekki neinna fyrirbæra vart og virtist bónda létta mikið við það. Hann sagðist þó mundu ætla að vera í Reykjavík með fjölskylduna í nokkra daga og sjá hverju fram færi, enda hefði hann ekki komið sér upp bústofni ennþá, nema hvað hann ætti tvo hesta sem gætu gengið úti.“

Óskot

Óskot – auglýsing í MBl. 1965.

Í Morgunblaðinu 1965 mátti sjá auglýsingu: „Jörð til sölu“ – Óskot í Mosfellssveit. Jörðin selst með öllum hlunnindum. Laxveiði og silungsveiði og öðrum verðmætum vatnsréttindum. — Viljum benda félagasamtökum á þessa eign. Selst hvort sem er í heilu lagi eða í smærri pörtum. — Upplýsingar í síma 37437 eftir kl. 8,30 á kvöldin.“

Í sama blaði árið 1958 er fjallað um flugóhapp við Óskot undir fyrirsögninni „Tveggja sæta flugvél stórskemmist í nauðlendingu við Hafravatn – Tveir menn, sem í vélinni voru, hlutu nokkur meiðsl„:

Óskot

Óskot – Gömlufjárhús.

„Um hálf sex leytið í gærkvöldi vildi það slys til uppi við Hafravatn skammt frá Reykjavík, að lítil tveggja sæta flugvél, sem ætlaði að nauðlenda þar vegna skyndilegrar vélarbilunar, rakst á húskofa í lendingunni og stórskemmdist. Tveir menn, sem í vélinni voru hlutu nokkur meiðsl.
Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Finnboga Guðmundssyni, lögregluþjóni í Reykjavík, sem af tilviljun var staddur þarna uppfrá, er slysið vildi til, var hér um að ræða litla flugvél frá Flugskólanum Þyt, merkta TF/KAP.

Óskot

Óskot – Gömluhús.

Eðvarð Guðmundsson, Njálsgötu 59 í Reykjavík, var við stjórn vélarinnar og hefir hann flugmannsréttindi. Farþeginn var Pétur Jónsson, Hólsvegi 15, Reykjavík. Höfðu þeir félagar áætlað um hálfrar klukkustundar flug frá Reykjavík.

Flugmaðurinn skýrði svo frá, að vélin hafi allt í einu „misst mótor“ eins og kallað er á máli flugmanna — þ.e. vélin hætti skyndilega að ganga. Ætlaði hann þá að nauðlenda á túninu við Óskot, sem er bóndabær sunnan við Hafravatn, en rakst í lendingunni á lítinn húskofa þar í túninu með ofangreindum afleiðingum.

Óskot

Óskot – Skjóni; landameki.

Finnbogi lögregluþjónn, sem var þarna nærstaddur kom þegar til hjálpar hinum slösuðu mönnum og gerði að meiðslum þeirra til bráðabirgða, en hann er þaulvanur slíkri hjálp í viðlögum frá um 20 ára starfi í lögreglunni.

Flugmaðurinn hafði meiðst illa á vinstra hné og hlotið minni háttar meiðsl á höfði, en farþeginn, Pétur Jónsson, slapp með kúlu á enni og skrámu á olnboga.
Finnbogi ók síðan með mennina í bæinn, Eðvarð á slysavarðstofuna, en Pétur var það hress, að Finnbogi ók með hann út á flugvöll, þar sem hann geymdi bíl og ók Pétur honum hjálfur heim.“

Óskot er nú í eyði, en liggur annars vel við byggð ofan Úlfarsárdals.

Heimildir:
-Örnefnaskráning fyrir Óskot – Ari Gíslason.
-Skráning fornleifa í Mosfellsbæ, Þjóðminjasafnið 2006.
-Morgunblaðið, 73. tbl. 01.04.1964, Fjölskylda flýr bæ sinn – Dulafullir atburðir í Mosfellssveit, bls. 32 og 28.
-Morgunblaðið, 111. tbl. 18.05.1965, Jörð til sölu, bls. 22.
-Morgunblaðið, 184. tbl. 16.08.1958, Tveggja sæta flugvél stórskemmist í nauðlendingu við Hafravatn – Tveir menn, sem í vélinni voru, hlutu nokkur meiðsl, bls. 16.

Óskot

Óskot og nágrenni – örnefni (ÓSÁ).

Fornminjar

Í Samvinnunni árið 1956 eru skrif Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar í bók hans „Kuml og haugfé –  úr heiðnum sið á Íslandi„. Blaðið „grípur niður í þessari jólabók Norðra þar sem höfundur fjallar m.a. um álitamál fornleifafræðinnar“:

Kristján Eldjárn

Kristján Eldjárn (1916-1982).

„Öllum fornleifum fylgir sá kostur, að þær eru áþreifanlegar og ótvíræðar að vissu marki. Rituð heimild getur verið tilbúin eða ýkt, en sverð er sverð og spjót er spjót, hvorki meira né minna. Um sverð og spjót fornaldar er ekki til betri heimild en gripirnir sjálfir, sem varðveitzt hafa til þessa dags og fundizt við öruggar aðstæður.
Íslenzkar fornleifar úr heiðnum sið bregða skærara ljósi yfir tiltekin atriði í menningu fornmanna en hin bezta rituð heimild gæti gert. Þær sýna vopnaburð fornmanna, alvæpni þeirra, sverð, spjót, axir, örvar og skildi, hvernig allt þetta leit út og var smíðað. Á sama hátt sýna þær skartgripi karla og kvenna, skrautnælur margs konar, prjóna, bauga, festar og fleira, sem fólk bar á sér til skrauts og þarfa. Þær sýna list hins daglega umhverfis, í skartgripum og að nokkru leyti í hýbýlum, smekk og fegurðarskyn. Þær sýna verðmálminn, silfrið, hversu það var saman sett og með farið, vegið með smámetum á skálavogum. Þær sýna að nokkru dægrastyttingu manna, taflíþróttina.

Kristján Eldjárn

Kristján Eldjárn við uppgröft að Stöng í Þjórsárdal.

Þær sýna daglegan verkfærakost, þann sem ekki var smíðaður úr viðnámslitlu efni, jarðvinnslutæki, uppskeruáhöld, smíðatól, tóvinnutæki, jafnvel báta að nokkru leyti. Þær sýna samgöngutækið, hestinn altygjaðan, ójárnaðan á sumar, en bryddan á vetur, sömuleiðis járnaðan fót mannsins á ís eða hjarni. Loks veita þær glögga vitneskju um hina hinztu för, hversu búið var um lík dauðra og gengið frá kumlum þeirra.
Öll þessi atriði hafa verið gaumgæfð. Þegar þau koma saman, verður af býsna fjölbreytileg og skýr menningarmynd úr lífi hinna fyrstu kynslóða á Íslandi.
Það er því ómaksins vert að leggja rækt við fornleifarnar eins og hvern annan efnivið í íslenzka menningarsögu. En skylt er að hafa jafnan í huga, hve þröngum takmörkum þær eru háðar sem heimildir. Þótt sæmilega fjölbreytt sé, verður mynd fornleifanna af daglegu menningarumhverfi gloppótt sökum þess, að margir þættir þess voru gerðir af þeim efnum, sem tímans tönn vinnur á. Mörg verkfæri og annað, sem gert var af trjáviði einum, svo og klæðnaður manna, hefur að heita má horfið ummerkjalaust, og verður það skarð seint fyllt.

Fornminjar

Silfurnæla, kringlótt og kúpt, skreytt með upphleyptu mynstri sem er bönd er ganga undir og yfir hvert annað í hring út frá miðju. Nælunni fylgir brotin nál. Fannst við rannsókn á hestkumli hjá Mið Sandfelli.

Og manninn sjálfan að öðru en ytra menningargervi megna fornleifarnar ekki að sýna nema í mjög daufri birtu. Það er rétt, að með fornminjunum fylgja oft líkamlegar leifar fyrri manna, meira og minna heillegar beinagrindur. Þetta eru merkilegar heimildir um útlit og sköpulag fornmanna, og mu nú þær reynast drjúg uppspretta þekkingar um ætternislegan uppruna landnámsmanna.
En bæði fornleifar og mannfræðilegar leifar hafa lítið til mála að leggja um andlega menningu þeirra manna, sem þetta hafa eftir sig látið. Raunar er enginn smíðisgripur svo með öllu vesæll, að ekki sé einhver mannleg hugsun forsenda hans. En sú hugsun, sem dylst að baki hversdagslegs nauðsynjagrips, er hluti af verkmenningu smiðsins, en ekki andlegri menningu.
FornminjarFornminjarnar birta listasmekk og veita nokkra sýn til trúarsiða, einkum í sambandi við útför og legstað, en að öðru leyti er hugsunarlíf og andleg menning utan seilingar fornleifafræðinnar. Af þessu stafar það, að menningarmynd fornleifafræðinga af fjarlægum forsöguskeiðum hættir til að vera mjög einhæf. Fræðigreininni verður þó ekki gefið þetta að sök, meðan hún ætlar sér af í samræmi við þau takmörk, sem efniviðurinn setur henni.
Fornleifafræði víkingaaldar er ekki forsöguleg fornleifafræði í strangasta skilningi. Menningarmynd vora af Íslendingum 10. aldar þarf ekki að draga af fornleifum einvörðungu. Af sögum og kvæðum og lögbókum þekkjum vér andlega menningu þessa tíma eins vel og verkmenningu hans og list af fornleifum. Þegar öll kurl koma til grafar, er nú tiltækur ekki lítill forði þekkingar á andlegum og líkamlegum högum þjóðarinnar, þegar hún hóf vegferð sína í landinu.
FornminjarÞað er fyrsta skylda fornleifafræðinnar að draga öll gögn, sem hún ræður yfir, að sem heillegastri mynd af menningarbrag þess tímabils, sem hún fæst við hverju sinni. En hún getur ekki látið þar við sitja, heldur hlýtur hún að spyrja, hvers vegna hvað eina sé eins og það er, hverjar forsendur þess á fyrri skeiðum og hver afdrif þess. Hún reynir að rekja þróunarferil menningarinnar, og kemst þá óhjákvæmilega inn á svið sagnfræðinnar, enda keppir hún að sama aðalmarki. Hún reynir að leggja nokkuð til mála um rás viðburða, skapa sögu.

Fornminjar

Grafið í kumlið á Kaldárhöfða við Úlfljóstvatn. Kaldárhöfði er bær gegnt Dráttarhlíð austan við Sogið. Þar var einn bezti veiðistaður árinnar áður en   Steingrímsstöð var byggð.
Árið 1946 fannst eitt verðmætasta kuml úr heiðni (10. öld) hérlendis á hólmanum Torfnesi rétt hjá þessum veiðistað. Þarna voru grafin fullorðinn maður og barn í litlum báti. Meðal muna, sem voru lagðir í hauginn með þeim, var alvæpni og silungadorg. Þessi fundur er oftast kenndur við Úlfljótsvatn, þótt hólmurinn sé í landi Kaldárhöfða.
Skammt frá bænum er tótt vöruhúss Skálholtsstaðar við ferjustaðinn yfir Sogið. Ein þjóðsaga Jóns Árnasonar segir frá gíg ofarlega í Soginu, þaðan sem bitmýið við ána sé upprunnið.

En sú saga, sem sögð er eftir heimildum fornminja einum, er ófullkomin og öðruvísi ásýndar en sú, er styðst við ritaðar heimildir. Því verður þó að taka, þegar fengizt er við hin löngu forsögulegu skeið mannkyns, sem enginn ritaður stafur bregður birtu yfir. Þá verður að reyna að nota fornminjar til að rekja hina stærstu sögulegu drætti ásamt menningarsögulegri þróun.
Nú er tímabil það í ævi íslenzku þjóðarinnar, sem fengizt er við í þessari bók, ekki forsögulegt skeið. Um það eru ritaðar heimildir, hvenær landið fannst, hvenær þjóðin tók kristni, hvaðan landnámsmenn komu og hverjir voru helztu viðburðir hér á 10. öld. í samanburði við þessar heimildir eru fornleifar tímabilsins engin undirstaða undir sögu þjóðarinnar. En þær fylla þessar heimildir á sinn hátt og eru mikilsverður mælikvarði á gildi þeirra, geta eflt eða veikt traustið á áreiðanleik þeirra.
Kunnugt er af sögulegum heimildum, að írskir munkar fóru til Íslands ekki síðar en í lok 8. aldar, og slæðingur af þeim var hér á landi á seinni hluta 9. aldar.

Fornminjar

Grafið í kumlið á Torfnesi við Kaldárhöfða árið 1946. Fornleifafræðingar munu seint verða á ný svona töff í tauinu. Þarna var þó ærið tilefni til viðeigandi klæðnaðar!  Kumlið er sagt „Vestur af Vaðhól við Efra-Torfnes. Það er nú komið undir vatn nema lítill hólmi, þar sem það var hæst. Þar sem dysin var, er nú komið undir vatn“, segir í örnefnaskrá. 

Norrænir menn settust að í landinu um 870, en landnám þeirra hófst þó fyrst að marki um 890, og byggðu þeir síðan landið allt á næstu áratugum. Landsmenn tóku kristni árið 1000. Ef mælikvarði fornleifafræðinnar er lagður á þessar niðurstöður, kemur þetta í ljós: Rómverskir peningar frá um 300 e. Kr., fundnir á Austfjörðum, vekja grun um, að Ísland hafi fundizt, líklega frá Englandi, löngu áður en fornir sagnaritarar vissu. Byggð varð þó engin. Írskra einsetumanna sér ekki stað í fornminjum, en það hnekkir engan veginn sögulegum heimildum um þá. Norðurlandamenn nema allt landið um 900. Aðeins í einu kumli hafa fundizt gripir, sem taldir mundu vera frá fyrri hluta 9. aldar eða um 850, ef þeir hefðu fundizt á Norðurlöndum. Það eru Berdalsnælurnar frá Skógum í Flókadal, í Ásubergsstíl.

Fornminjar

Tveir möttluskildir eða nisti fundnir á uppblásnum stað nálægt Skógum í Flókadal.

Þessi eina undantekning styrkir aðeins þá meginreglu, að íslenzkir forngripir sögualdar eru 10. aldar gripir, sumir þó ef til vill frá lokum 9. aldar (Borróstíl). Annars hafa þær forngripagerðir, sem auðkenna 9. öld á Norðurlöndum, aldrei fundizt hér. Nefna má til dæmis jafnarma nælur, ýmsar gerðir kúptra nælna, spjót eins og Rygh 517 og Rygh 518, margar gerðir sverða. Það er 10. aldar byggð, sem blasir við í íslenzkum forngripgripum, heiðin, norræn 10. aldar byggð og menning, sú sem löngum er kennd við víkinga eða víkingaöld.
Fornminjarnar staðfesta söguna: landið hefur byggzt norrænum mönnum nálægt aldamótunum 900.

Fornminjar

Kúpt næla, forn, að gerðinni Rygh 656, Smykker 56. Úr kumli í Syðri-Hofdölum, Viðvíkurhreppi.

Í aðeins einu fornmannskumli hefur fundizt hlutur af þeirri tegund, sem yfirleitt er talin frá 11. öld á Norðurlöndum. Það er kúpta nælan Rygh 656 úr kumlinu í Syðri-Hofdölum í Skagafirði. Þó er ekki loku fyrir skotið, að sú gerð hafi eitthvað verið farin að láta á sér brydda seint á 10. öld, og má því kuml þetta vera frá því fyrir 1000. En þótt svo væri ekki og þarna væri ein undantekning, sýna kumlin sem heild, að heiðnir grafsiðir hafa ekki haldizt hér fram á 11. öld að neinu ráði. Haugféð er frá 10. öld. Þannig kemur vitnisburður fornleifanna einnig ákjósanlega heim við hið sögulega ártal um lok heiðins siðar.

Fornminjar

Þríblaðanæla frá 10. öld með sérstæðum skrauthnút, fundin hjá Hóli í Hjaltastaðarþinghá í Norður-Múlasýslu en fundaraðstæður ókunnar. Mun þó úr kumli konu.

Af þessum samanburði sést, að fornleifafræði og sagnfræði fylla hvor aðra í smáatriðum, en ber algjörlega saman um aðalatriði, sem hvor um sig gæti borið sjálfstætt vitni um. Þótt ekki væru sögulegar heimildir, gætu fornleifarnar veitt örugga fræðslu um, að land þetta byggðist Norðurlandamönnum um 900 og hér bjó heiðin þjóð á 10. öld. Þegar nánar er eftir innt, gerist ógreiðara um svör, og verður þó einhvers í að leita.
Hér að framan hefur verið reynt að sýna, að íslenzkir grafsiðir stangist ekki við hina fornu arfsögn, að Íslendingar séu af Norðmönnum komnir. Er þá röðin komin að haugfé og öðrum forngripum heiðins tíma, þeim er á Íslandi hafa fundizt.

Fornminjar

Sverð, sem fannst í kumli manns og ungs drengs, hjá Kaldárhöfða. Hjölt og knappur eru úr bronsi og knappurinn með fimm tungum.

Sami svipur er á norrænni víkingaaldarmenningu, hvar sem hennar verður vart, enda er fjöldi íslenzkra forngripa af samnorrænum gerðum og hefðu getað fundizt hvar sem er á öllu svæði þessarar menningar. Aðrar forngripategundir eru aftur þannig, að þær virðast hafa verið algengastar í einhverju tilteknu landi en finnast þó oft utan þess. Enn eru svo aðrar, sem hægt er að marka þrengri bás.“

Heimild:
-Samvinnan, 12. tbl. 01.12.1956, Kuml og haugfé – úr heiðnum sið á Íslandi; Kristján Eldjárn, bls. 29-31.

Kaldárhöfði

Úlfljótsvatn – dys í landi Kaldárhöfða, við Torfunes. Fundarstaðurinn nú komin undir vatn.

Lágafell

Ofan við bæjarhúsin að Lágafelli í Mosfellsbæ voru byggð tvö steinsteypt brunnhús. Hið efra í hlíð fellsins er öllu stærra, enda byggt fyrir hernámsliðið, en hið neðra fyrir bæjarfólkið.

Lágafell

Lágafell – efra brunnhúsið.

Andrés Erlingsson upplýsti á vefsíðu Mosfellinga að skv. heimildum Brynhildar Thors þá var efra húsið reist sama ár og húsið Lágafell var byggt, 1936, af Thor Jensen. Þetta var kaldavatnsforðabúr fyrir íbúðarhúsið. Húsið var í upphafi kolakynnt og því þurfti kalt vatn til að hita. Sennilega var þetta eina húsið í Mosfellshreppi sem hafði rennandi kalt vatn á þessum tíma. Almennt fengu Mosfellssveitarmenn kalt vatn til neyslu frá Reykjavík uppúr 1970. Undir þessum brunni er lítil uppspretta en mest af vatninu var rigningarvatn sem rann úr hlíðunum. Í miklum rigningum fylltist brunnurinn og þá lak út um yfirfallsrörin.

Lágafell

Lágafell – loftmynd 1954.

Notkun á þessari vatnsveitu lauk 1980. Nú er þessi brunnur orðinn fullur af jarðvegi og ástæða er til að vara fólk við að vera ekki ofan á þakinu sem er orðið illa farið og getur gefið sig.
Neðra húsið er nýrra og var byggt yfir brunnvatn, sem notað var til neyslu langt framan af.

Egill Helgason segist „alltaf hafa heyrt að þetta hafi verið vatnsgeymir. Hafi safnast í hann vatn úr hlíðinni. Var tengt braggahverfi, sem var þarna neðar á sínum tíma“.

Í Mosfellingi 2010 segir í dálknum „Í þá gömlu daga„:

Lágafell.

Lágafell – skemmdir á braggahverfinu Lágafell Camp eftir óveður.

„Lágafell Camp var þar sem nú er Hlíðartúnshverfið. Þar voru gripahús og hlöður miklar sem tilheyrðu búskap Thor Jensen á Lágafelli. Hlöðurnar tók herinn til sinna nota. Nokkur munur var á byggingalagi bragganna sem hernámsliðið reisti. Bretar nefndu sína skála Nissenbragga en þeir voru tunnulaga þ.e. hliðar hvelfdust inn við grunninn. Bandarísku skálarnir gengu almennt undir nafninu Quonset og ein algeng gerð þeirra var með lágum beinum veggjum og gluggum á hliðum. Þá hlóðu þeir gjarna torfi og grjóti með hliðum bragganna til að styrkja þá og koma í veg fyrir dragsúg.

Lágafell

Lágafell – neðra brunnhúsið.

Meðfylgjandi mynd sýnir skemmdir í braggahverfinu eftir óveður. Í brekkunni blasa við útihús og starfsmannahúsið á Lágafelli. Lágafellshúsið var fyrir nokkrum árum flutt í Hlíðartúnshverfið, Lágumýri 6, og er þar enn.“ – BDS

Í frétt ruv.is þann 11. apríl 2021 er fjallað um neðra brunnhúsið og óhapp, sem þar varð undir fyrirsögninni „Segir einhvern hafa opnað inn í brunninn“:
„Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bjargaði í gærkvöld konu upp úr vatnsbrunni við Lágafell í Mosfellsbæ. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir greinilegt að einhver hafi opnað brunninn. Hann hafi ekki staðið opinn.

Lágafell

Lágafell – neðra brunnhúsið eftir óhappið.

Að sögn varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vildi óhappið þannig til að konan hélt að hún væri að stíga á brunnlok, en það reyndist klaki sem brotnaði undan henni og féll hún þar með ofan í ískalt vatnið.

Hún hafði verið í brunninum í um tíu mínútur þegar slökkviliðið kom á vettvang. Hún var orðin köld og henni verulega brugðið eftir óhappið. Konan var ekki ein á ferð en samferðafólk hennar náði henni ekki upp úr brunninum. Fólkið var á göngu við brunninn sem stendur við bílastæðið við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ.

Mosfellsbær

Lágafell – brúðkaup 1901. Brunnhús, þá steinhlaðið, sést vel á myndinni.

Skúrinn var notaður sem miðlunarlón í vatnsveitu áður fyrr og er vatnið á annan meter á dýpt inni í kofanum.
Brunnurinn er við gamalt aflagt vatnsból sem tilheyrði áður bújörðinni á Lágafelli að sögn Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra í Mosfellsbæ. Vatnsbólið sé á einkajörð en starfsmenn bæjarins hafi verið kallaðir til í kjölfar slyssins til að loka svæðið af. Hann segir að brunnhúsið hafi verið lokað en einhver hafi opnað það. Haft verði samband við eigendur þess í kjölfarið.

Lágafell

Lágafell – loftmynd 2024.

Bjarni Ásgeirsson deildarstjóri þjónustustöðvar Mosfellsbæjar var kallaður til í kjölfar slyssins í gær. Hann segir að til þess að komast að vatninu þurfi að klifra yfir vegg innan við dyrnar.
„Það virðist einhver hafa farið inn í þetta brunnhús. Við fengum tilkynningu um átta leitið frá lögreglunni um að það hefði orðið hérna einhverskonar slys. Við mættum bara strax á staðinn, þá voru nú allir farnir af vettvangi svo að við bara lokuðum því,“ segir Bjarni.
Hefur þetta hús staðið lengi opið?
„Nú vitum við það ekki. Húsið er á einkalandi og einkaeign þannig að þetta er ekkert sem við kemur Mosfellsbæ, en við þekkjum það ekki hvort að þetta hafi staðið opið lengi,“ segir Bjarni.

Lágafell

Lágafell – gluggi á efra brunnhúsinu.

Hann segir að framtíð hússins sé óráðin. Það sé í höndum þeirra sem það eiga að ráða örlög þess.
„En einhverjar ráðstafanir þarf að gera,“ segir Bjarni.

Í „Fornleifaskráningu fyrir Mosfellsbæ“ á vegum Þjóðminjasafnsins árið 2006 er ekkert minnst á þessar minjar í landi Lágafells, enda teljast þær ekki til fornleifa.

Í fornleifaskráningu Antikva um „Fornleifaskráning – Lágafell“ frá árinu 2022 segir um neðra húsið:

Útihús – hús

Lágafell

Lágafell – efra brunnhúsið.

„Svolítið steinsteypt útihús með bárujárnsþaki er fast norðan við bílaplanið við kirkjuna.
Dyrnar snúa í norðvestur. Byggingin er ekki sýnd á túnakortinu 1916 og er líklega byggð síðar. Þótt húsið sé varla hundrað ára gamalt fer vel á því í minjalandslaginu kringum Lágafell
og hefur það nokkurt gildi sem slíkt“.

Um efra húsið segir: Útihús – heimild
„Undir fellinu í norðausturhorni túnsins sýnir túnakort stakt hús. Miðað við teikninguna er það byggt úr grjóti og torfi, ef til vill standþil sem snýr í suður, og minna hólf er við austurendann. Þetta útihús virðist vera horfið en steinsteypt hús stendur nú á þessum slóðum.

Lágafell

Lágafell – túnakort 1916. Hús sést þar sem efra brunnhúsið er nú.

Lítið steypt steinhús með gluggum er undir Lágafelli, norðaustast í túninu. Norðurhliðin er grafin inn í hlíðina sem myndar að nokkru leyti vegginn þeim megin. Vestur- og austurhliðar eru einnig niðurgrafnar að hluta og lægra hólf gengur út úr austurveggnum. Þetta mannvirki er á svipuðum slóðum og hús sem sýnt er á túnakorti árið 1916 en er þó líklega yngra. Rör standa út úr suðurveggnum og byggingin er full af vatni. Ekki er víst að þetta sé hundrað ára gamalt hús en það er þó hluti af minjarlandslagi Lágafells og hefur nokkurt minjagildi.
Hugsanlega er þetta vatnsgeymar frá hernum“.

Í Sveitarstjórnarmálum 2012 er grein með fyrirsögninni „Mosfellsbær 25 ára„. Þar segir m.a.:

Lágafell

Lágafell – neðra brunnhúsið neðst, Lágafellshúsið, útihúsin og Hlíðartúnshúsin fjær.

Lágafell: „Á Lágafelli stóð bænhús fyrir árið 1700 en staðurinn tengdist aftur kristnisögu sveitarinnar seint á síðustu öld þegar Lágafellskirkja var reist eftir harkalegar deilur, en af þeim segir í Innansveitarkroniku eftir Halldór Laxness. Lágafellskirkja hefur verið endurbyggð en er að stofninum til sama kirkjan. Að Lágafelli bjó athafnamaðurinn Thor Jensen síðustu æviár sín“.

Stríðsárin í Mosfellssveit: „Reykjalundur er byggður úr landi Suður-Reykja. Á styrjaldarárunum reis mikil braggabyggð á þessu landssvæði og voru braggarnir nýttir að hluta fyrir Vinnuheimilið að Reykjalundi sem tók þar til starfa árið 1945. Nú er þar rekið heilsuhæli og endurhæfingarstöð, en auk þess er þar plastiðnaður“.

Lágafell

Fjölmenn hermannabyggð: „Þegar Ísland var hernumið af Bretum árið 1940 myndaðist fjölmenn hermannabyggð í Mosfellssveit, eins og hún hét þá. Nú eru heillegar stríðsminjar Iftt áberandi í bæjarfélaginu en þó má t.d. benda á steinsteypta vatnsgeyma á svonefndum Ásum undir Helgafelli“.

Ekkert er minnst á að brunnhúsin hafi verið notuð af hernámsliðinu, en þó verður að telja trúlegt að efra húsið hafi að hluta til verið nýtt í þess þágu eftir að það lagði undir sig atvinnuhús Thors þar neðra í Hlíðartúni á stríðsárunum. Neðra brunnhúsið mun líklega hafa verið nýtt fyrir íbúðarhúsið, Lágafellshúsið (þinghúsið) og útihúsin.

Sjá meira um Lágafell HÉR.

Heimildir:
-https://www.ruv.is/frettir/innlent/2021-04-11-segir-einhvern-hafa-opnad-inn-i-brunninn
-RÚV.is 11. apríl 2021 kl. 15:14.
-Skráning fornleifa í Mosfellsbæ, Skýrslur jóðminjasafnasins 2006.
-Antikva, Fornleifaskráning, Lágafell, 2022.
-Mosfellingur, 8. tbl. 28.05.2010, Í þá gömlu daga, bls. 2.
-Sveitarstjórnarmál, 4. tbl. 01.05.2012, Mosfellsbær 25 ára, bls. 10-11.
-Aron Styrmir Sigurðsson 7. febr. 2021.
-Egill Helgason.

Lágafell

Lágafell – Gamla þinghúsið (Lágafellshúsið) við Lágumýri 6 árið 2023.

Fornleifafræði

Virt breskt forlag gaf út rit Adolfs Friðrikssonar „Samspil fornleifa- og sagna“ árið 1994:

Adolf Friðriksson

Adolf Friðriksson.

„Avebury-forlagið í Englandi hefur sent frá sér ritið Sagas and popular Antiquarianism in Icelandic Archaeology. Höfundur þess er Adolf Friðriksson fornleifafræðingur. Bókin er afrakstur rannsókna hans á árunum 1988-1991, er hann var við nám við Fomleifafræðistofnun Lundúnaháskóla. Adolf hefur hlotið viðurkenningar erlendis vegna þessa verkefnis, þ.á m. frá breska utanríkisráðuneytinu, nefnd háskólarektora í Bretlandi og minningasjóði Gordon Childe.
Jafnframt veitti Vísindasjóður aðstoð við lokafrágang verksins og handritið að bókinni hlaut verðlaun Gjafar Jóns Sigurðssonar. Árið 1993 hlaut Adolf námsstyrk franskra stjórnvalda og er nú búsettur í París við nám og rannsóknir við École des Hautes Etudes.
Sagas and popular Antiquarianism in Icelandic Archaelogy fjallar um samspil fornsagna og fornleifa í íslenskri rannsóknarhefð.

Adolf Friðriksson

Sagas and popular Antiquarianism in Icelandic Archaeology – Adolf Friðriksson.

Á bókarkápu kemur fram að umhverfi íslenskrar fornleifafræði er óvenjulegt því búseta á Íslandi hófst ekki fyrr en á víkingaöld, og jafnframt að til eru bókmenntir frá miðöldum er segja sögu Íslendinga frá fyrstu tíð.
Í bókinni er upphaf fornleifarannsókna á Íslandi rakið til áhuga og aðdáunar á fombókmenntunum. Í árdaga fornleifafræði voru sögurnar vegvísar fræðimanna á markverða minjastaði og voru þær lengi taldar geta aukið skilning á minjum víkingaaldar. Frumkvöðlar fornleifarannsókna og sporgöngumenn þeirra rannsökuðu greftrunarstaði fornmanna, hofminjar og þingstaði og fundu gjarnan augljósa samsvörun á milli minja og sagna er þeir töldu staðfesta gildi sagnanna.
Þegar samspil sagna og minja er skoðað kemur m.a. í ljós að alþýðuskýringar sem finna má um flesta minjastaði, hafa leikið stórt hlutverk.
Alþýðuskýringar um minjar sem taldar em frá fornöld eru fyrst og fremst heimildir um áhuga manna og forvitni, en ekki traustar vísbendingar um uppruna minja. Þessar skýringar hafa hins vegar verið færðar í búning vísindalegrar rannsóknasagna sem hafa haft afgerandi áhrif á ályktanir rannsakenda um aldur og eðli minjanna.

Sagnfræði

Sagnfræði – Möðruvallabók.

Á síðustu árum og áratugum hefur mjög dregið úr áhrifum örnefna, alþýðuskýringa og Íslendingasagna í fornleifafræði, enda hafa fræðimenn meiri efasemdir um heimildagildi þeirra. Nýjar kynslóðir fornleifafræðinga hafa kosið að yfirgefa fræðihefðina og stunda „sjálfstæða“ fornleifafræði. Komið hafa fram kenningar þar sem reynt hefur verið að kollvarpa fyrri hugmyndum um upphaf byggðar og fornleifafræðingar hafa leitast við að finna rannsóknastaði utan sögusviðs mennta. Þessi viðhorf byggja ekki á skýrum röksemdum um gang eða ógang Íslendingasagna við fornleifar og víða megi finna yfirlýsingar fornleifafræðinga um þessi efni. Rannsóknarhefðin hefur verið yfirgefin án athugunar á eðli hennar og takmörkum.

Fornleifauppgröftur

Fornleifauppgröftur í Arnarfirði. Um er að ræða sjálfstæðan fornleifauppgröft þrátt fyrir ritheimildir.

Þrátt fyrir yfírlýsingar um gagnsleysi Íslendingasagna við fornleifarannsóknir má finna sterk áhrif þeirra í verkum hörðustu gagnrýnenda rannsóknarhefðarinnar. Mótsagnir af því tagi spilla mjög trúverðugleika niðurstaðna þeirra. Í ljósi þessa er mikilvægt að horfa um öxl og skoða eðli rannsóknarhefðarinnar, sögu rannsókna, og leggja mat á hugtök og aðferðir.
Bókin skiptist í sex kafla. Helstu einkenni íslenskrar fornleifafræði eru kynnt í inngangi. Í næstu fjórum köflum er fjallað um minjar um upphaf byggðar, trúarbrögð, þinghald og búsetu. Í lokakafla er rakin þróun fræðigreinarinnar í samhengi við breyttan tíðaranda og litið til framtíðar. Sagas and popular Antiquarianism in Icelandic Archaeology er 240 bls. að stærð og prýdd flölda mynda, korta og teikninga.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 259. tbl. 12.11.1994, Samspil fornleifa og sagna – Adolf Friðriksson, bls. 21.

Kringlumýri

Kringlumýri ofan Krýsuvíkur – með elstu mannvistarleifum á Íslandi – líklega selstaða frá „Húshólmabæjunum“, fyrrum Krýsuvík eftir landnám. Minjarnar eru hvergi skráðar í ritheimildum.

Krummi

Margrét Hermanns-Auðardóttir skrifaði grein í Morgunblaðið árið 2002 undir yfirskriftinni „Minjavernd á villigötum„:

Margrét-Hermanns-Auðardóttir

Margrét-Hermanns-Auðardóttir.

„Í helgablaði Morgunblaðsins 16. júní sl. birtist tvöfalt viðtal við forstöðumenn Þjóðminjasafns („Þjóðminjavarslan mun vaxa“) og nýstofnaðrar Fornleifaverndar ríkisisns („Vernd í sátt við þjóðina“), sem veitir leyfi til fornleifarannsókna og hefur eftirlit með þeim og öðru sem varðar vernd og varðveislu fornleifa þjóðarinnar. Tilefnið var viðtal í blaðinu við mig sem birtist viku áður. Fyrri grein mín, sem er að finna á netútgáfu Morgunblaðsins í fullri lengd takmarkast að mestu við leiðréttingu rangmæla í þessum „viðbrögðum“ forstöðumannanna, einkum forstöðumanns Þjóðminjasafns, sem nauðsynlegt er að gera, og í framhaldi viðtalanna í Kastljósþætti í ríkissjónvarpinu og annarri umfjöllun þessu tengdri sem fylgdi í kjölfarið og birtist hvað mest í Morgunblaðinu á þessu „mesta uppgraftasumri allra tíma“.

Fornleif

Fornleifauppgröftur.

Í þeirri grein er m.a. fjallað um þýlyndi við útlendinga sem hleypt er eftirlitslaust í 43 fornleifastaði þjóðarinnar, óráðsíu í málefnum Þjóðminjasafns, skil á gripum og einokunarhneigð í fornleifarannsóknum auk leyfisveitinga til stórtækra inngripa í eitt dýrmætasta fornleifasvæði landsins á Gásum í Eyjafirði. Leiðrétting rangmæla hefur dregist m.a. vegna tregðu í kerfinu við að veita umbeðnar upplýsingar, t.d. tók það Fornleifavernd ríkisins á 2. mánuð að verða við upplýsingum sem varða rannsóknaleyfi á liðnu sumri, og þá að takmörkuðu leyti, þegar þær bárust loks.
UppgröfturSíðari grein mín fjallar um „Nauðsyn á stefnu í fornleifavernd og vísindalega fornleifafræði„. Í henni er fjallað um stöðu fornleifaverndar frá sjónarhóli utan íslensku kerfismúranna, hina hlið málsins, ef svo mætti segja, sem ekki verður ráðin af ofangreindum viðtölum í Morgunblaðinu við forstöðumenn Þjóðminjasafns og Fornleifaverndar ríkisisns. Að draga fram þessa hlið málsins er viðleitni til að skýra nauðsyn þess að hafa vísindalega fornleifafræði að leiðarljósi við skilvirka varðveislu fornleifa þjóðarinnar, fylgja settum lögum og reglum hvað sem gengur á og hvaða þrýstingi sem beitt er, ekki síst þegar leyfi eru veitt til að raska fornleifum með uppgreftri.

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur.

Minjaverndin rekur augljóslega á reiðanum vegna holskeflu stóruppgrafta (m.a. þökk sé Kristnihátíðarsjóði), að verulegu leyti með „persónu- og sögudýrkandi“ forngripaleit að leiðarljósi, þar sem ófáum sem það stunda leyfist að vaða úr einum uppgreftrinum af öðrum án þess að hafa skilað af sér fyrri verkefnum sem skyldi. Í síðari greininni, verður þó ekki komist hjá því einnig að andmæla sumu af því sem fram kemur hjá forstöðumanni Fornleifaverndar ríkisins í viðtali hennar í Morgunblaðinu. Stefnumörkun í þágu fornleifaverndar og vísindaleg fornleifafræði er þó í fyrirrúmi í þeirri grein.

Fornleifar

Fornleifauppgröftur.

Hér á eftir fylgja valdir kaflar úr greinum mínum, sem er að finna í fullri lengd á netútgáfu Morgunblaðsins eins og áður segir. Áhersla er lögð á það enn á ný, hversu torskilið það ætlar að reynast hjá framkvæmdavaldinu, að vernd og varðveisla jarðfastra fornleifa kallar á annars konar sérhæfni og skyldur en safnastörf. Stjórnvöld hafa ekki skilið enn sem komið er mikilvægi þess, að aðeins á styrkum stoðum fornleifafræðinnar sem sjálfstæðs vísindasviðs á háskólastigi er unnt að byggja upp hjá okkur ábyrga skilvirka fornleifavernd og fornleifafræði.

Lagði Þjóðminjasafn grunninn að Fornleifavernd ríkisins?

Margrét Hallgrímsdóttir

Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjastjóri.

Í viðtali Morgunblaðsins 16. júní sl. segir forstöðumaður Þjóðminjsafns: „Að Þjóðminjasafn hafi undanfarin sex ár lagt grunninn að Fornleifavernd ríkisins. Árangurinn af þessari vinnu má meðal annars sjá í nýju þjóðminjalögunum.“ Sannleikurinn er sá, að forstöðumaðurinn lagðist gegn aðskilnaði fornleifavörslunnar frá Þjóðminjasafni, enda var augljós fylgifiskur slíkrar breytingar skerðing á valdsköku hennar. Allt frá endurskoðun þjóðminjalaga 1988–89 hefur ítrekað verið lagt til að fornleifaverndin fengi sjálfstæða stöðu, og við síðustu endurskoðun þjóðminjalaga 2000–2001 voru nær allir fornleifafræðingar auk margra safnamanna fylgjandi slíkri breytingu.

Þjóðminjasafnið

Í Þjóðminjasafninu – fólk að horfa á það er skiptir nánast engu máli í stóra samhenginu…

En líkt og hjá öðrum þjóðum var mikilvægt að vernd fornleifa og eftirlit fornleifauppgrafta í landinu fengi sjálfstæða stöðu, óháð þeim skyldum og kvöðum sem hvíla á minjasöfnum. Meginhlutverk Þjóðminjasafnsins er að stuðla að sýningum og annarri kynningu „á minjum um menningarsögu þjóðarinnar“, sinna rannsóknum og varðveislu gripa og annarra menningarverðmæta þjóðarinnar sem varðveitt eru í safninu. Hjá öðrum í okkar heimshluta er það almennt viðurkennt að fornleifavernd kalli á annars konar sérhæfni og skyldur en safnastörf, enda útilokað að koma jarðföstum fornleifum fyrir í söfnum!

Krýsuvík

Krýsuvík neðan Baðstofu – fornleifar eyðilagðar á fyrsta degi framkvæmda.

Fornleifavernd hefur engan veginn verið sinnt sem skyldi hér á landi, þrátt fyrir að við búum við betri aðstæður miðað við flest önnur lönd, þar sem þéttbýli og tilheyrandi framkvæmdir ógna fornleifum í miklu meira mæli en hjá okkur. Þessa stundina rekur yfirleitt á reiðanum í stjórnsýslunni vegna hagsmuna „vinavæðingar“ hér heima (sbr. t.d. Mbl. 23. júlí: „Einkavinavæðing út yfir gröf og dauða“) og þýlyndis við útlendinga, utan við lög og reglur. Ef ekki, sem er sjaldnar, þá eru þeir ágallar sem nú koma í ljós, þrátt fyrir gildistöku nýrra þjóðminjalaga, fyrst og fremst vegna áberandi vanþekkingar á því hvernig hlutunum er forgangsraðað við vernd og varðveislu fornleifa. Sú forgangsröðun, ef slíka skyldi kalla, er hér önnur en í öðrum Evrópuríkjum, þar sem fornleifafræðin sem vísindasvið hefur löngum átt sér sterka stöðu við helstu háskóla.

Er HÍ hindrun fyrir fornleifafræði sem vísindasvið?

Urriðakot

Urriðakot – uppgröftur á selstöðu, sem hvergi var getið í rituðum heimildum.

Það virðist greinilega þörf á að skýra, að alþjóðleg fornleifafræði hefur einkum mótast sem sjálfstætt vísindasvið við rannsóknir á mannvistarleifum (fornleifum) frá forsögulegum tíma. Ritmálið kemur fyrst inn í myndina á síðustu árþúsundum á þeim óralanga tíma sem þróun mannkyns spannar. Þar af leiðandi hafa þær aðferðir og túlkunarhefðir sem fornleifafræðin hefur þróað, grundvallast umfram annað á því að mæla, flokka og ráða í þann margþætta og flókna vitnisburð sem jarðfastar fornleifar frá mismunandi tímum hafa að geyma, bæði fyrir og eftir tilkomu ritheimilda.

Fornleifauppgröftur

Fornleifauppgröftur í Arnarfirði. Um er að ræða sjálfstæðan fornleifauppgröft, þrátt fyrir ritheimildir.

En fornleifafræðileg nálgun er ekki síður nauðsynleg við rannsóknir á fornleifum frá sögulegum tíma. Hún er því einnig mikilvæg við rannsóknir á fornleifum okkar, sem geyma dýrmætan vitnisburð um ótalmargt sem viðkemur afkomu og verkmenningu þjóðarinnar í heild, sambúð hennar við landið og óblíð náttúruöfl allt aftur á landnámstíma.

Það er hverjum hugsandi manni ljóst, að allt um þetta er ekki að finna í varðveittum ritheimildum, sem auk þess eru snöggtum yngri en elstu minjar um búsetu í landinu. Það er hins vegar alls ekki viðurkennd aðferðafræði innan fornleifafræðinnar (og á raunar við um vísindarannsóknir á hvaða sviði sem er) að gefa sér niðurstöðu fornleifauppgraftrar fyrst á sögulegum grunni, og leita svo allra ráða til staðfestingar á „trú“ sinni (þ.e. fyrirframgefinni niðurstöðu).

Hrísbrú

Fornleifauppgröftur að Hrísbrú.

Eða „ganga í skrokk“ á helstu minja- og sögustöðum með leit að tiltölulega vel þekktum atriðum í seinni tíma sögu okkar að leiðarljósi, svo sem skólahúsum eða prentsmiðjum biskupa eða öðru slíku. Slíkt er ekki ámælisvert í þágu sögudýrkunar eða ferðaþjónustu, en þetta er hvorki vísindaleg fornleifafræði né samræmist heldur skilvirkri fornleifavernd. Þar er verið að villa okkur sýn.

Það er mikilvægt, að þeir sem fá leyfi til að stjórna uppgröftum á íslenskum fornleifum, hafi heildstæða menntun og lokapróf að baki í fornleifafræði og hafi öðlast reynslu og þroska (þ.e. skilning) á ábyrgð sinni. Slík hæfnisskilyrði fyrir rannsóknaleyfum er skilvirk (þ.e. ábyrg) fornleifavernd. Sérþarfir okkar (þ.e. þjóðarinnar) til viðhalds og styrktar eigin fornleifavernd og fornleifafræði eiga að vera í fyrirrúmi við veitingu uppgraftrarleyfa, enda slík afstaða ríkjandi í öðrum Evrópuríkjum, þar sem fornleifafræðin hefur löngum átt sér sterka stöðu við helstu háskóla. Sönn fornleifafræðikennsla (ekki sem hliðargrein eða þjónustufag við önnur fræðasvið á háskólastigi), er forsenda þess, að fornleifafræðin geti þróast áfram sem sjálfstætt vísindasvið hjá okkur!

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – kostaður uppgröftur á kirkjugólfi brunninnar timburkirkju frá 19. öld.

Hjá okkur hefur á hinn bóginn lítið sem ekkert faglegt aðhald verið fyrir hendi á sviði fornleifafræði. Nauðsynlegur bakhjarl fyrir þróun hennar sem vísindasviðs, hefur ekki verið fyrir hendi. Í Háskóla Íslands eru það „sagnfræðileg“ sjónarmið sem hafa ráðið því hvernig líta beri á hlutverk fornleifafræðinnar, án tillits til sjálfstæðis hennar sem háskólagreinar.

Í „opnu bréfi“ eins postulans í sagnfræðiskor (sem hefur setið á kennslustóli í aldarfjórðung) til „kollega“ sinna í heimspekideild á liðnu sumri, þegar hann gat ekki sætt sig við meirihlutaniðurstöðu samkennara sinna á fundi í sagnfræðiskor, þess efnis að vísa frá hlutdrægu dómnefndaráliti um umsækjendur um starf kennara í fornleifafræði við skorina og auglýsa starfið á ný.

Kristín Huld Sigurðardóttir

Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar.

Þar segir hann orðrétt m.a.: „sagnfræðingar eru best allra fallnir til þess að meta hæfni fornleifafræðinga, því eitt meginhlutverk fornleifafræði er að framreiða rannsóknarniðurstöður til samanburðar og ögrunar við niðurstöður sagnfræðinga af ritheimildum“!

Höfundur er dr. í fornleifafræði og sjálfstætt starfandi fræðimaður í Reykjavíkur Akademíunni með 30 ára feril í fornleifarannsóknum hér á landi sem erlendis.“

Síðan eru liðin 23 ár – að því er virðist án nokkurra áþreifanlegra breytinga til batnaðar í undirstöðum fræðigreinarinnar. T.d. tekur a.m.k. nokkra mánuði fyrir „venjulegt“ fólk að fá einhver svör sem skipta máli frá nefndum stofnunum, ef þau fást þá á annað borð…

Heimild:
-Morgunblaðið, 254. tbl. 10.11.2002, Minjavernd á villigötum! – Margrét Hermanns-Auðardóttir, bls. 34-35.

Fornleifafræði

Sagnfræði og fornleifafræði – þar sem fræðigreinarnar mætast…

Þingvellir

Í Mánudagsblaðinu árið 1967 er grein eftir Kakala undir fyrirsögninni „Í hreinskilni sagt – Þjóðgarðurinn á Þingvöllum„:

Mánudagsblaðið

Mánudagsblaðið 31.07.1967.

„Jœja, þá er Þingvöllur aftur kominn á dagskrá, og þykjast nú allir geta lagt orð í belg og skipað fyrir, hversu staðurinn skuli byggður upp og gerður að sómasamlegum þjóðgarði í stað þess, sem nú er. Sumir vilja helzt engu um róta, vilja staðinn nú, þ.e. rústir og minningar, eins og hann var á dögum þjóðveldisins. Aðrir telja að þarna eigi að efna til annars Skálholtsævintýris, enn aðrir, að koma þurfi upp alþjóðlegum gististað svo hægt verði, ekki aðeins að gera staðinn eftirsóttan um allan heim heldur og að þéna megi á rekstri hans stórfé.

Þingvellir

Þingvellir – Njálsbúð.

Allt er þetta, út af fyrir sig, athyglisverðar tillögur. En hvílík börn eru það nú, sem skrifa í blöð og telja Þingvöll í sama horfi og á þjóðveldistímanum, á niðurlægingartímabilinu eða á einræðisöldinni. Sennilega vita menn ekki með vissu um upprunaleg sæti nema tveggja til fjögurra búða. Um stærð tveggja er vitað með nokkurri vissu. Njálsbúð og biskupsbúð. Sennilega hafa búðir á Sturlungaöld verið miklu stærri og veigameiri, því ríki höfðingja á dögum Njáls og alveg til daga Sturlu föður Sturlunganna voru kotríki þegar þau eru borin saman við veldi höfðingjanna á næstu 150 árum. Á þeim tíma var almennt að höfðingjar riðu með 600 manna vopnað lið á þing, jafnvel yfir eitt þúsund þegar mest var við haft.

Þingvellir

Þingvellir – búðir.

Þingreiðarlýsingar Sturlungu eru stórkostlegar og langt fram úr öllu, sem gerðst á síðari öldum meðan þingið var haldið eystra,- enda var þingtíminn lækkaður í fjóra daga um nokkurt tímabil og síðan aftur upp í 10 daga, oft lengur vegna m.a. drykkjuskapar valdsmanna, en þingið var, aldrei nema svipur hjá sjón eftir að þjóðin missti sjálfstæði.

Nú er komin ógnarhelgi yfir rústir þær sem kúra í skjóli við Lögberg og aðrar sem kúra norðan megin við Lögberg. Allt eru þetta seinni rústir, margfalt minni en þær búðir sem þar stóðu með þjóðveldið var við lýði. Eins og hér í blaðinu hefur verið rætt sumar eftir sumar, væri það m.a. eitt fyrsta verkið, að koma upp búð, sem væri byggð eftir ströngustu fyrirmælum þjóðminjavarða, en þeir hafa játað að slík búð yrði h.u.b. 95% rétt byggð að ytra og innra búningi.

Þingvellir

Þingvellir – búð við Lögberg.

Eins og sakir standa þá þekkja ekki einu sinni flestir Íslendingar né hafa nokkra hugmynd um útlit búðanna svo ekki sé talað um útlendinga þegar þeir sjá þessa þúfnakolla, sem eru búðarrústirnar. Hér er ekki um gerviminjar að ræða heldur til þess eins að gefa gestum okkar hugmynd um útlit búðanna, en sjálft búðarstæðið yrði varðveitt þar til framkvæmdar yrðu þær fornmenjarannsóknir, sem að sögn Björns Þorsteinssonar, sagnfræðings, hafa ekki farið fram að ráði. (En beinagrind af upplýsingum hér á undan er tekin úr ritgerð eftir Björn, varðandi fornminjar og búðir, og birtist í nýjasta hefti Ferðahandbókarinnar). Hljóta allir réttsýnir menn að sjá, að hér er ekki eina vanhelgi á fornum stöðum heldur sjálfsögð hjálp við ferðafólk, íslenzkt sem útlent. Gera hið sama flestar þjóðir í þessum tilgangi og okkur ekki vandara um en öðrum.

Þingvellir

Þingvellir – búðir.

Næsti þátturinn er svo aðbúnaður fyrir gesti. Valhöll hefur verið endurbyggð og er miklu betra hótel en það var fyrir. Reksturinn sjálfur er til fyrirmyndar en betur verður að gera ef gott má teljast. Einhvern tíma verða Íslendingar að gera sér ljóst, að útlendingar koma ekki til Íslands til að finna sól. Eflaust fá flestir gnótt af sól heima hjá sér, ef sóst er eftir henni sérstaklega, þá kjósa menn sólarlöndin við Miðjarðarhaf. Það er því fyrir mestu, að allur viðurgjörningur við gesti, hvort heldur innlenda eða útlenda, sé sem beztur og í samræmi við kröfur þær sem menn gera almennt. Eins og stendur, á Valhöll óhægt með slíka fyrirgreiðslu og furðulegt að ekki skuli dugmiklum veitingamönnum, sem nú sitja staðinn, gert kleift að vinna, sem fullkomnast fyrir gesti. Af er sú sporttíð þegar drukknir unglingar og æskulýðsmótamenn gerðu innrás í Valhöll og tjaldstæðin þar og nú fréttist ekki neitt um ólifnað né slæma hegðan hjá gestum þar. Það er því fyrir öllu, að gerðar séu aðstæður til bezta veitingahalds og fyrirgreiðslu og miklu fjölbreyttar t.d. hestalán o.s.frv., vissir „túrar“ um staðinn ásamt leiðsögumanni, böð, tjaldlán og möguleikar til útilegu á fráteknum stöðum í Þingvallalandi, barnaferðir og annað í fullkomnara formi en nú er.

Þingvellir

Þingvellir – búð.

Í Bandaríkjunum, Evrópu og nálægari Austurlöndum hefur svo verið dyttað að fornum borgum, allskyns endurbætur verið gerðar á sögustöðum. Árlega eru haldnar sögusýningar, fólkið klæðist fornum búningum og sýnd eru atriði sem sönnust úr sögu hvers staðar. Þykir mikið til þessara hátíða koma og kemur þangað jafnan fjölmenni sér til skemmtunar og fróðleiks. Slíkar sýningar gefa miklar tekjur og væri ekki ónýtt fyrir þjóðgarðinn að geta nýtt slíkar tekjur til framkvæmda á staðnum, því rýr eru ríkisútlátin.

Sýnt er á skrifum blaða undanfarið og afstöðu einstaklinga, að við, ýmsir okkar, þjáumst af misskilningi og vissri tegund rembings þegar þingvöllur og málefnin þar eru rædd. Ýmsir telja það goðgá, að hreyfa við þúfnakollunum og vilja alls ekki láta sér skiljast, að ekki yrði um nokkurt rask á fornminjum um að ræða, heldur aðeins nokkurskonar leiðbeiningabyggingu, sem öllum, jafnvel postulum skinhelginnar kæmu að góðu.

Þingvellir

Þingvellir – búðir.

Fleiri þjóðir eiga fornminjar en Íslendingar og fáar ef nokkrar þjóðir hafa jafn hörmulega leikið þjóðminjar sínar og víð. Um aldaraðir hefur það verið tízka og máske nauðsyn á hörmungarárum, að rífa allt gamalt í rúst, og jafn sögurík þjóð og Íslendingar, sem, að að vísu eiga aðeins um 11 aldir sér að baki, er þjóða fátækust að minjum. En við getum ýmislegt af þessu bætt upp vegna greinargóðrar sögu þjóðarinnar, sem lifað hefur í bókmenntum og bætir margt upp, sem annars væri með öllu tapað. Það eru því alveg næg verkefni til þess, að koma upp þarna sómasamlegum þjóðgarði. Það er næstum orðið leiðinlegt, að heyra ár eftir ár, sama vælið í framámönnum um helgi Þingvallar, dásemdina um útsýnið, landslagið og hina ýmsu kosti stað arins, en aldrei minnst á að gera nokkum skapaðan hlut jákvæðan heldur sífellt hálfkák og nudd.

Þingvellir

Þingvellir – búðartóft.

Þingvellir eru fagur staður, en merkilegt nokk, þá munu forfeður okkar ekki hafa valið hann til þingstaðar vegna fegurðar, heldur vegna þess, að þangað var, að öllu athuguðu, bezt að sækja frá öllum landshlutum.

En hvort heldur hefur ráðið þægindi eða fegurðarskyn, þá tókst þó svo til, að landslagið er sérkennilegt og fagurt.“

Þingvellir

Þingvellir til forna.

Hvað svo sem fólki finnst um framangreind skrif má segja með nokkurri sanngirni að í þeim felist nokkur sannleikskorn. Aðstandendur Þingvallaþjóðgarðs mættu að meinalausu gera gestum hans meira undir höfði þegar kemur að sjálfbærum söguskýringum á vettvangi, t.d. með gerð tilgátumannvirkis er útskýrt gæti upphaflega tilgang þess á auðskiljanlegan hátt, sem og með uppsetningu viðburða í samvinnu við áhugafólk um uppruna „Íslendinga“ í nýju landi, viðbrögð þeirra við staðháttum og þróun þjóðveldisins frá upphafi til vorra daga…

Heimild:
-Mánudagsblaðið, 26. tbl. 31.07.1967, Í hreinskilni sagt – Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Kakali skrifar, bls. 3.

Þingvellir

Þingvellir – Almannagjá.

Hofsstaðir

Fornleifarannsóknir við Hofsstaði hófust árið 1994 en árið 1985 komu í ljós minjar sem bentu til búsetu á þessum stað á 10. eða 11. öld. Í Minjagarðinum eru þrír margmiðlunarsjónaukar sem gefa gestum færi á að skyggnast inn í fortíðina en auk þess hafa fræðsluskilti verið uppfærð.

Merkar fornminjar í miðbæ Garðabæjar

Hofsstaðir

Hofsstaðir – minjagarður.

Bæjarstjórn Garðabæjar óskaði eftir að Þjóðminjasafn Íslands tæki að sér fornleifarannsókn á svæðinu þar sem minjarnar komu í ljós við jarðrask vegna framkvæmda við leikskólann Kirkjuból árið 1985. Forkönnun fór fram árið 1989 en sjálf rannsóknin hófst árið 1994. Í torfveggnum, sem var meðal minja, fannst aska frá landnámstíma og sömuleiðis í soðholunni sem einnig var uppgötvuð.

Hofsstaðir

Hofsstaðir – minjagarður.

Ákveðið var að byggja Minjagarð og varðveita þannig merkar fornminjar og gera umhverfið fræðandi, aðlaðandi og aðgengilegt fyrir gesti. Niðurstöður fornleifarannsóknanna varpa mikilvægu ljósi á líf og starf fólks við upphaf byggðar á tímum landnáms og stórhug fyrstu íbúa Garðabæjar en landnámsskálinn er að öllum líkindum frá lokum 9. aldar og með stærri skálum sem fundist hafa á Íslandi. Efni á upplýsingaskiltum og margmiðlunarsjónaukum er byggt á fornleifarannsókninni.

Í Minjagarðinum eru 6 upplýsingaskilti með eftirfarandi texta:

Minjagarður á Hofsstöðum
HofsstaðirHér má sjá minjar af reisulegum skála, heimili landnámsfólks, sem stóð á Hofsstöðum alveg frá landnámi fram á tóftu öld.
Minjagarðurinn gefur vísbendinu um hvernig var umhorfs á þessum stað til forna. Torfveggirnir sýna ytri mörk skálans á síðasta byggingarskeiði hans og leifar af stóru hringlaga gerði voru látnar halda sér.
Bæjar á þessums tað er ekki getið í ritheimildum fyrr en seint á fjórtándu öld, lögu eftir að hann var byggður. Fornleifar á þessu svæði fundust af tilviljun við jarðrask árið 1986. Fornleifarannsókn á Hofsstöðum fór svo fram á vegum Þjóðminjasafns Íslands og garðabæjar á árabilinu 1994-2000.
Hægt er fá enn betri innsýn í líf fólksins á Hofsstöðum á öldum áður með því að horfa í gegnu sjónaukana hér í garðnum.

Landnámsbýli
HofsstaðirSkálar voru algengustu íveruhús Íslendinga til forna.
Skálinn á Hofsstöðum er óvenju stór. um það bil 8×30 metrar að ummáli, en þó í fullu samræmi við norræna byggingarhefð á þjóðveldisöld.
Hellur voru lagðar í anddyri skálans og stétt framan við hann en að öðry leyti var moldargólf. Veggirnir voru nær engöngu úr strengjatorfi og þörfnuðustviðgerðar árlega. Ítrekað voru gerðar breytingar og endurbætur á skálanum á meðan búið var í honum.
Á miðju gólfi fannst langeldur með flötum baksturshellum og merki um að setið hefði verið á upphækkuðum bekkjum til beggja hliða. Langeldurinn var um tevir metrar á lengd. Þar vann fólk, skemmti sér, mataðist og hvíldist.

Íbúar á Hofsstöðum
HofsstaðirFyrstu íbúarnir í Garðabæ höfðu nautgripi, kindur, geitur og svín, réru til fiskjar, ófu klæði og ábreiður, smíðuðu úr járni og báru fagra skartgripi. Hér á Hofsstöðum hafa meðal annars fundist soðholur með dýrabeinum, járnsmiðja, brunnur, gerði og túngarður umhverfis heimatúnið.
Hofsstaðir standa í landnámi Ingólfs Arnarssonar og Hallveigar Fróðadóttur en engar heimildir eru til um hver eða hverjir hafi búið hér. Fer þó ekki á milli mála að hér hefur ríkt stórbóndi á sinni tíð og minjarnar benda til þess að hann hafi haft tengsl við Noreg. Miðað við stærð skálans gætu hafa búið hér 30 manns.
Nafnið á bænum gefur auk þess til kynna að hér hafi staðið hof í heiðni.

Forngripir
HofsstaðirÝmsir forngripir hafa fundist á Hofsstöðum. Í vegghleðslu gerðisins fannst kringlótt næla úr brosni, 3.1 sentimetri að þvermáli, hæst í miðju, skreytt með samfléttuðu dýri í stíl sem kennt er við Jalangur, jóska héraðiðr Jellinge á Jótlandi. Jalungursstíll var algengur á Norðurlöndum á tíundu öld.
Að minnsta kosti einn hringprjónn fannst á svæðinu en hann er brotinn og því hvorki hægt að greina aldur hans né uppruna. Hringprjónar voru eingum notaðir til að taka saman skikkju á brjóstinu.
Þá fundust einnig kljásteinar og snældursnúðar úr vefstólum, vaðsteinar í fiskinet og ýmis verkfæri, svo sem sleggjurm kvarnasteinar, hnífar, brýni og tinna til eldsláttu. Lóks má nefna pottabrot úr norsku klébergi.

Vefstofa
HofsstaðirUm vefnað á Hofsstöðum vitnar fjöldi kljásteina úr vefstólum og snældursnúðar. Snældusnúðarnir eru flestir úr klébergi, sem er mjúk steintegund sem var flutt hingað á landnámsöld, sennilega frá Noregi. Steininn er hægt að tálga með hnífi og einnig er hann eldfastur og hentar því vel í potta og önnur suðuílát.
Vestaðurinn var í norðurenda skálans, innan hlaðinna veggja. Á slíkum kljásteinavefstöðum er talið að konur hafi ofið vaðmál frá upphafi landnáms og fram á nítjándu öld. Þettavar erfitt verk, vefkonan varð að standa upprétt og ganga til og frá við vefstaðinn og slá upp fyrir sig með þungri vefjaraskeið, oft úr hvalbeini.
Allur klænaður var ofinn í slíkum vefstofum og var vaðmál helsta útflutningsvara landsmanna.

Soðholur
HofsstaðirTvær soðholur, öðru nafni seyðar, fundust á Hofsstöðum, önnur óvenjulega stór. Þær eru sérstakar fyrir þær sakir að ahfa verið utandyra en kki innanhúss eins og algengast var.
Í soðholunum var soðinn matur. Þær voru fullar af eldbrunnum steinum og brenndum dýrabeinum. Aldursgreining bendir til þess að síðast hafi verið eldað í þeim á tíundu eða elleftu öld.
Dýrabeinin gefa mikilvægar upplýsingar um fæðu fólks, hvers konar búskap landnámsfólkoð stundaði, efnahag og lífsviðurværi. Einnig hvaða dýrategundir fólk veiddi sér til matar. Í soðholunum voru mest svína- og kindabein en einnig bein úr hrossum og nautgripum. Engin fugla- eða fiskbein fundust á Hofsstöðum, þó ekki sé vafi á að íbúar þar hafi róið til fiskjar og veitt fugla.

Forsagan

Landnám

Ingólfur og fjölskylda í Reykjavík.

Ingólfur Arnarson er jafnan talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Hann kom fyrst til Íslands ásamt systur sinni Helgu Arnardóttur og fóstbróður sínum og mági, Hjörleifi Hróðmarssyni, til landkönnunar í kringum 867. Þeir komu svo til að nema land á Íslandi í kringum 870, þó hefð sé að miða við 874. Ingólfur hafði verið gerður útlægur frá heimkynnum sínum í Dalsfirði í Firðafylki í Noregi og ákvað því að flytja til Íslands. Framhald þess málatilbúnaðar er þegar þekkt, ef marka má skrif Landnámu.

Ingólfshöfði

Ingólfshöfði – MWL.

Ingólfur er sagður hafa haft vetursetu í Ingólfshöfða sinn fyrsta vetur á Íslandi. Í Íslendingabók segir svo: „Ingólfr hét maðr norrænn, er sannliga er sagt, at færi fyrst þaðan til Íslands, þá er Haraldr inn hárfagri var sextán vetra gamall, en í annat sinn fám vetrum síðar. Hann byggði suðr í Reykjarvík. Þar er Ingólfshöfði kallaðr fyr austan Minþakseyri, sem hann kom fyrst á land, en þar Ingólfsfell fyr vestan Ölfossá, er hann lagði sína eigu á síðan“.

Hofsstaðir

Hofsstaðir.

Sagan segir að hann hafi kastað öndvegissúlum sínum fyrir borð áður en hann kom að landi og svarið að setjast að þar sem þær kæmu að landi, vegna þess að þar myndu goðin vilja að hann byggi. Hann sendi svo þræla sína Karla og Vífil til að leita þeirra, og fundu þeir þær við Arnarhvol í Reykjavík. Sú leit tók 3 ár. Ingólfur settist að í Reykjavík en landnám hans náði á milli Ölfusár og Hvalfjarðar og öll nes út. Kona Ingólfs var Hallveig Fróðadóttir og áttu þau saman soninn, Þorstein.
Þorsteinn Ingólfsson erfði skv. venju foreldra sína af eftirstöðvum Reykjavíkurlandnámsins, þ.e. Reykjanesskagann allan, sem faðirinn hafði þá reyndar þegar úthlutað verulega ríflega til ættingja og vina.

Þingnes

Uppgraftarsvæði á Þingnesi við Elliðavatn.

Erfðirnar höfðu þ.m. takmarkast til mikilla muna og gerðu það að verkum að Reykjavíkurbærinn varð smám saman, með tímanum, svipur hjá sjón. Þorsteinn eftirgaf þó, um stund, meðan hann hafði ráð og völd, lítinn landsbleðil til „leiðarþings“, skv. eigin tilskipan, við Elliðavatn ofan Reykjarvíkur, millum bæjar og vonarspils Alþingisins á Þingvöllum.
Þorsteinn var frumburður Ingólfs, en ekki minna máli í sögunni skiptu fyrirliggjandi ættingjar og velþóknandi duglegir þrælar er gerðu landnámið upphaflega mögulegt. Á meðan Þorsteinn tileinkaði sér Elliðavatn fékk þrællinn Vífill land á Vífilsstöðum, og fékk þar með Vífilsvatn til umráða, en ekki mikið meira. Er líklegt að áður hafi Ingólfur ánafnað systur sinni Helgu álitlegra jarðnæðið neðanvert, nær sjó, er þá hlaut nafnið „Hofsstaðir“. Ekki er ólíklegt að Helga hafi tekið upp og haft í heiðri fyrrum sið föður síns.

Urriðakot

Urriðakot – fornleifauppgröftur neðan bæjarins; fornt sel frá Hofstöðum.

Arnarnes er t.a.m. nálægt örnefni með vísan í Arnarhól og tengsli forfeðranna við upprunann. Síðar komu í framhaldinu ýmis „Ingólfs“-örnefnin, sem enn lifa í fornum skrifum.

Helga hafði m.a. um tíma selstöðu við Urriðavatn, við eitt af hinum þremur nálægum meginvötnum landnámsins, þ.e. auk Elliðavatns og Vífilsstaðavatns. Þess vegna er rangt að tala um „landnámsmann“ á Hofsstöðum. Þar ríkti kona fyrr á öldum, líklega ein af fáum slíkum skörungum á þeim tíma er lagði ríka áherslu á vefnað. Hvort hún átti eiginmann, fryðil eða lagskonu er hvergi getið í skriflegum heimildum. Þrátt fyrir allt það hefur búinu verið vel við haldið fyrstu árhundruðin.
Ekki er ólíklegt að meginskilyrði þrælsins Vífils fyrir frelsinu, skv. Landnámu, hafi átt að ætla honum systur Ingólfs þar til verndar fjarri bæ landnámsmannsins…

Heimildir m.a.:
https://www.gardabaer.is/mannlif/menning-og-listir/minjagardur-ad-hofsstodum/

Hofsstaðir

Hofsstaðir – upplýsingaskilti: S1 – seyðir, S2 – Hofsstaðir, S3 – Landnámsbærinn, S4 – Fólkið, S5 – Gripir og S6 – Vefstaðurinn.