Stekkjarkot í Njarðvík var þurrabúð á árunum 1860 til 1924. Skömmu eftir 1990 ákváðu stjórnendur Njarðvíkurbæjar að endurbyggja kotið, sem þá hafði farið í eyði. Kotinu var ætlað endurspegla önnur slík dæmigerð í Víkunum á 19. öldinni.

Stekkjarkot – Teikning unnin af Haraldi Valbergssyni.
Í Dagblaðið Vísir árið 1993 segir frá að „Njarðvíkurbær fær fé úr Atvinnutryggingarsjóði, 2.5 milljónir í torfbæ„:
„Eitt af verkefnum Njarðvíkurbæjar á þessu ári var að reisa torfbæ fyrir 2,5 milljónir króna rétt við Fitjar í Njarðvík. Fé til framkvæmda var að hluta tíl fengið úr Atvinnutryggingasjóði.
Torfbæir sem þessi hafa einnig verið kallaðir þurrabúðir og voru notaðir sem híbýli sjálfstæðra sjómanna hér áður íyrr. Þurrabúöir voru mjög látlausar byggingar og fátæklegar á að líta og þess vegna vekur það óneitanlega mikla furðu að kostnaðurinn við framkvæmdina skuli vera 2,5 milljónir.
„Það kostar auðvitað sitt hafa menn í vinnu í þrjá mánuði en við vorum með fimm menn af atvinnuleysisskrá í vinnu og einnig tvo sérfræðinga,“ sagði Kristján Pálsson, bæjarstjóri Njarðvíkur. „Við notuðum m.a. rekavið hérna úr fjörunni í bygginguna en svo er alls kyns flutningskostnaður og efni inni í þessu.“

Stekkjarkot – húsbændur koma úr róðri í Stekkjarkotsvör.
Torfbærinn hefur hlotið nafnið Stekkjarkot, eftir síðustu þurrabúðinni í Njarðvík. Hann er 93 fermetrar að grunnfleti og 37 fermetrar að innanmáli.
Fyrstu heimildir í manntali um ábúð í þurrabúð eru um 1860 en talið er að búseta í Stekkjarkoti hafi lagst niður um 1924.
Það var Tryggvi Gunnar Hansen hleðslusérfræðingur sem hafði yfirumsjón með byggingunni.“
Í Víkurfréttum 1993 er síðar fjallað um Stekkjarkot er „Nálgast endanlega mynd„:

Stekkjarkot í byggingu 1993.
„Stekkjarkot, en svo heitir bærinn sem Njarðvíkingar eru að endurreisa á Fitjum, tekur æ meira á sig endanlega mynd. Mun ætlunin vera að vígja húsið um miðjan ágúst og mun Forseti Íslands frú Vigdís Finnbogadóttir vera viðstödd þá athöfn. En hún kom einmitt að rústunum á afmælishátíð Njarðvíkur á síðasta ári.
Upprunalega býlið Stekkjakot fór í eyði um 1924 og voru síðustu ábúendur þar móðurbróðir Ingvars og Rúnars Hallgrímssona og þeirra systkina í Keflavík svo og móðurbróðir Jóns Pálma Skarphéðinssona og þeirra systkina, svo einhverjir séu nefndir.“
Í Víkurfréttum síðla sama ára segir; „Stekkjarkot, þakið lak á nokkrum stöðum„:
„Mest allt torf og dúkur var rifinn af þaki torfbæjarins Stekkjarkots í Njarðvík í síðustu viku vegna leka. Að sögn Kristjáns Pálssonar, bæjarstjóra í Njarðvík, lak þakið á nokkrum stöðum á milli gangs og baðstofu. Dúkur er undir torfinu er hann virðist hafa lekið á nokkrum stöðum. Það var því ráðlegt að skipta um hann strax, frekar en að geyma verkið fram á næsta vor.“

Stekkjarkot – Forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir á spjalli við þœr Helgu
Óskarsdóttur og Helgu Ingimundardóttur í baðstofu Stekkjarkots.
Enn sama ár fjalla Víkurfréttir um Stekkjarkot og þá um vígslu byggingarinnar, þ.e. í ágústmánuði þetta ár undir fyrirsögninni „Svefnsstaður fyrir brúðhjón eða ferðamannstaður„:
„Stekkjarkot í Njarðvík var m.a. formlega tekið í notkun síðasta fimmtudag. Viðstödd athöfnina var forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Við þetta tækifæri var boðið upp á ýmislegt er minnir á garnla tíma, þ.e. þá tíma er Stekkjarkot var í ábúð, en talið er að byggð hafi lagst þar niður 1924.
Uppbygging hússins hefur tekist mjög vel og er þeim er þar lögðu hönd á plóginn til sóma. Það mátti heyra á fjölmennum hópi viðstaddra.
Fram kom m.a. í orðum Kristjáns Pálssonar, bæjarstjóra í Njarðvík við þetta tækifæri að ýmsar hugmyndir hefðu komið upp um notagildi bæjarins. T.d. mætti nota hann sem byggðarsafn, kennslustað fyrir skóla, ferðamannastað
eða jafnvel svefnstað fyrir brúðhjón svo eitthvað sé nefnt.“

Stekkjarkot 2000.
Í Faxa árið 1993 er frásögn „Af Jóni og Rósu, Ástarsaga úr Stekkjarkoti„:
„Endurbygging Stekkjarkots gefur okkur tækifæri til að velta vöngum yfir því veraldlega umhverfi sem forfeður okkar og mæður bjuggu í og skópu. Reyndar er ekki síður auðgandi að huga að lífshlaupi sama fólks og lífsskilningi þess. Áhugi okkar kviknar ekki síst þegar ljóst verður að Stekkjarkot var byggt af fólki í eldheitu ástarævintýri, þar sem fornar dyggðir eins og heiður og hyggindi urðu kveikja að áhugaverðu lífshlaupi.
Áður en ástarsagan verður sögð má hafa hugfast að í Stekkjarkoti bjuggu þrjár fjölskyldur á ólíkum tímum og óskyldar. Sú fyrsta, er reisti Stekkjarkot bjó líklega á árunum 1857-1887.

Stekkjarkot – grunnteikning.
Önnur fjölskylda, ætt Imbu í Stekk og Magnúsar Gíslasonar, endurreisti Slekkjarkot og bjó þar frá 1917-1921, ættmenni þeirra eru mörg á Suðurnesjum. Þriðja fjölskylda, þau Bjarni í Stekk og Björg Einarsdóttir bjuggu svo seinust ábúenda á árunum 1921-1924, þau eignuðustu ellefu börn, mörg þeirra búa og bjuggu á Suðurnesjum, við getur farið nærri um að afkomendur eru fjölmargir.
Vonandi gefst síðar tækifæri til að segja sögur er tengjast þessum tveimur seinni fjölskyldum og skal nú sögð sagan af tilurð Stekkjarkots og fyrstu ábúendunum, þeim heiðurshjónum Jóni Gunnlaugssyni og Rósu Ásgrímsdóttur.

Í Stekkjarkoti – búr og eldiviðargemsla innst.
Jón og Rósa er tilheyrðu bæði Kálfatjarnarsókn þótt Jón hafi átt heimili á Vatnsleysuströnd en Rósa nærri Hafnarfirði, reyndar verður að hafa í huga að Njarðvík út að Vatnsnesi tilheyrði einnig Kálfatjarnarsókn á þessum tíma sem um er rætt (fyrstu áratugum eftir 1800). Nú verður vart talið til tíðinda að fólk felli hugi saman eða verði ástfangið upp fyrir haus, en svo sem títt var á þessum tíma var ekki hverjum sem er leyft ástfengi við hvern sem er. Reyndar má skilja setninguna að framan á marga vegu og auðvitað er hún enn að nokkru leyti í gildi!

Stekkjarkot – hlóðareldhús.
Hvað sem öllu líður þá virtust Rósa og Jón ekki mega eigast. Hverjir voru mestu áhrifavaldar þessa og hvers vegna sá rembihnútur var settur á ástina verður ekki fullyrt með góðu móti. Jón var reyndar af ríkum ættum og stóð svo á málum að faðir Jóns hét honum arfleysi ef hann giftist Rósu.
Þá sannast að góð ráð eru dýr og eins og síðar sannast var Rósa meira virði en nokkurt fé. Sumir vildu nú halda því fram að svo muni um fleira fólk. Jón gat auðvitað ekki fyrir nokkurn mun lifað án Rósu, þau fluttust til Njarðvíkur rúmlega tvítug að aldri og hann arflaus gerður. Ekki verður séð af tiltækum heimildum að Rósa hafi haft með sér heimamund.

Stekkjarkot – búr.
Ógift koma þau til Innri Njarðvíkur og fá inni og stýra búi að Ólafsvöllum, en Ólatsvellir voru í eign Ásbjarnar Ólafssonar og Ingveldar Jafetsdóttur. Jón mun hafa átt ættir að rekja til Njarðvíkurbænda og því hafa ættingjar hans í Njarðvík skotið skjólshúsi yffr hjónaleysin. Fyrir þá sem vilja vita þá voru Ólafsvellir staðsettir rétt ofan tjarnarinnar í Innri Njarðvík, rústir eru enn greinilegar og liggja við hlið nokkuð kunnara kots kennt við Hólmfast og er á sama svæði. Þó tilviljun ráði og atburðurinn sé hryggilegur, þá var umræddur Hólmfastur hrakinn frá Vatnsleysuströnd af fádæma niðurlægingu, ekki af ást heldur vegna óvæginna upphlaupa danskra kaupmanna. Tilviljun nær líka til þess að það voru forfeður Ásbjarnar á Njarðvíkurhöfuðbólinu er hýstu Hólmfast.

Stekkjarkot – brunnur.
Jón og Rósa búa að Ólafsvöllum í nokkur ár og eru örugglega búandi þar árið 1855. Jafnhliða byggja þau Stekkjarkot, brunn við kotið og Stekkjakotsvör. Þau eru flutt að Stekkjarkoti fyrir 1860 og hafa þá gifst og eignast tvær dætur. En alls eignuðust þau sjö börn, meir um þau síðar.
Matarkostur var rýr og lifðu þau einkum á trosi, þ.e. soðnum fiskhausum, þunnildum og öðru því sem óseljanlegt var af fiskinum. Þó var grautargerð algeng, drýgð með skarfakáli, fuglasúpur og söl borðuð. Þó segir Guðmundur Á. Finnbogason svo frá í bók sinni Sagnir af Suðurnesjum (bls. 17): „Narfakotsseylan var góður staður, þar voru oft endur á ferð og gott til fanga á haustin. Hentugasti tíminn var seinni hluti dags og um dimmumótin. Þá var oft hægt að fá góða kippu. Eins var það utan Byrgistanga, hjá Stekkjakotsvörinni, þar mátti fá fugl og sel, þegar vel hentaði með veður.“

Stekkjarkot – fjós.
Jón og Rósa héldu ekki skepnur og Stekkjarkot því kölluð þurrabúð eða tómthús. Athyglisvert er hvað orðið tómt-hús er merkilegt eða þurra-búð, sem greinilega vísar til þess hversu lítilsgild slík kot voru og lífsskilyrði erfið.
Við skulum hafa hugfast að í einhverjum skilningi kusu þau Jón og Rósa sér slíka erfiðleika saman, fremur en meiri veraldargæði hvort í sínu lagi.
Þrátt fyrir augljósa fátækt bjuggu þau börnum sínum menntandi heimili, kenndu þeim lestur, skrift og önnur fræði er við hæfi þóttu. Um þetta efni eru til nokkrar heimildir. Árangur barna þeirra í yfirheyrslum sóknarnefndar, prests og prófasts sýnir að þau stóðu jafnfætis eða framar öðrum börnum í lnnri Njarðvík og þótt leitað væri í nærsveitum. Til dæmis segir svo frá í bréft sem fylgir sóknarmannatali árið 1885 í Njarðvíkursókn, að Guðbjörg Jónsdóttir, úr Stekkjarkoti, þá 13 ára sé vel læs og kver sé útlært, þó kom hún ekki í skólann fyrr en eftir áramót. Ekkert annað barn var þá vel læst en nokkur teljast hafa útlært kverið.

Stekkjarkot – framhlið.
Önnur heimild segir frá Kristínu systur Guðbjargar og reyndar eldri að þann 19. des. 1874 haft hún orðið hæst þeirra sem voru yfirheyrð. Kristín sótti skóla í Brunnastaðahverfi, sem að líkindum var byggður fyrir fé úr Thorkilliisjóði. Guðbjörg sótti hins vegar skóla í Innri Njarðvík, sem reyndar var ekki annað en húsgarmur og kennsluklefinn er lítil, hrörleg kotnpa, eins og þar stendur.
Prófgreinar Kristínar eru allar athygli verðar en þær voru: kverið, biblíusögur, lestur, skrift, reikningur og hegðun. Hið
athygliverða er að lestur, skrift og reikningur teljast enn prófgreinar, en ástæðulaust þykir að reyna á þekkingu nemenda í biblíusögum og hegðun í dag.

Stekkjarkot – bakhlið.
Auk Guðbjargar og Kristínar eignuðust Jón og Rósa fimm önnur börn, son sem dó ungur og tjórar dætur, þær voru: Ingunn sem var elst, hún giftist manni frá Blönduósi og fluttu þau til Kanada. Valgerður, næstelst, flutti til Reykjavíkur.
Margrét, var sennilegast fjórða barn þeirra hjóna, veiktist af bólguveiki og var vart hugað líf, á sama tíma bjó í Njarðvík Þórður Guðmundsson (Gudmundssen) læknir, tók hann Margréti að sér og bjargaði lífl hennar. Hún bjó hin síðari ár í Reykjavík, en þá var Þórður fluttur til Vesturheims.

Stekkjarkot.
Ein dætra Margrétar, Agústa Kristófersdóttir, hefur verið mímisbrunnur um lífið í Stekkjarkoti. Guðlaug Sigríður var yngst dætranna, en hún var í fyrsta fermingarhópnum í hinni nýbyggðu Njarðvíkurkirkju, sem átti aldarafmæli 18. júlí 1986.
Fjölskyldan í Stekkjarkoti tengdist hinni nýju kirkju á annan og sorglegri hátt, en Jón lést þann 28. feb. 1887 og var hann hinn fyrsti er jarðsunginn var frá hinni nýbyggðu Njarðvíkurkirkju þann 12. mars sama ár.
Fögur ævintýri búa yfir fögru lífi og þegar endir er bundinn á líf jafn yndislegs fólks sem Jóns og Rósu, fer ástin á flug með vonir um fagurt líf öllum til handa.“ – Helga Óskarsdóttir og Ágúst Ásgeirsson

Rétt utan við eystra túngarðshornið í
Stekkjarkoti er jarðfastur steinn. Í honum eru meitlaför. Líklega er steininn fiskasteinn. (Steinn til að berja harðfisk á). Hans er ekki getið í kynningaritinu um Stekkjarkot.
Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1999 segir um „Forvitnileg hús á förnum vegi„, þ.e. Stekkjarkot:
„Skömmu áður en komið er til Njarðvíkur og Keflavíkur liggur Keflavíkurvegurinn yfir fornar leiðir sem lágu suður með sjó. Þjóðleiðamót voru við Njarðvíkurfitjar; þar tengdust götur sem lágu til Grindavíkur og Hafna þjóðleiðunumm milli Innnesja og Rosmhvalaness hins forna. Þessi merkilegu þjóðleiðamót við Njarðvík er grasi gróin og horfin. En skammt frá þeim stendur torfbær sem lætur þó lítið yfir sér í móanum og eins víst að þeir sem þeysa eftir Keflavíkurveginum hafi aldrei veitt honum eftirtekt. Þetta er Stekkjarkot.
Ástæðan fyrir því að kotið stendur með prýði, og hefur raunar verið gert upp, er sú Njarðvíkurbæ þótti ástæða til að varðveita þurrabúð, en svo vom nefnd hús eða bæir þeirra sem hvorki áttu ær né kýr. Þar bjuggu sjómenn sem rém á vertíðum, leigðu landskika af bændum, stundum með aðgangi að sjó. Þess vegna er engin gripahús utan bæjarins í Stekkjarkoti, heldur er þar einungis lítil baðstofa með eldhúsi innst, bæjardyram og göngum í skúrbyggingu og einu útihúsi með lægri burst. Þar hefur verið einn fjósbás, geymsla, útieldhús og eitt rúmstæði. Baðstofugaflinn er klæddur með reisifjöl, svo og gaflinn á útihúsinu.

Stekkjarkot – loftmynd.
Stekkjarkot var upphaflega byggt 1856-60 og búið var þar samfleytt til 1887. Þá lagðist. Stekkjarkot í eyði um 30 ára skeið, en var endurreist 1917. Fjórum árum síðar var það orðið grasbýli, en svo voru nefnd býli á húsmannslóðum, þar sem vom smávegis grasnytjar. Ekki hafa þær verið umtalsverðar hér, en örlitill túnbleðill er við kotið og grasnytjunum hefur fylgt sá sólargeisli að mjólkurkýr hefur komið í kotið og útihúsið þá verið notað sem fjós. Vatn var sótt í brunn og annað sem fylgdi Stekkjarkoti var bátaskýli og saltbyrgi við Stekkjarkotsvör.
Inn úr bæjardyranum er komið breið göng sem hafa nýzt sem geymsla, m.a. annars fyrir vatnstunnu og áhöld vegna sjósóknar. Þaðan er gengið til vinstri inn í eldhús með kolaeldavél frá síðustu árum búskapar í kotinu og þaðan inn í baðstofuna þar sem fjögur rúmstæði em meðfram veggjum. Undir baðstofugólfinu er kjallari þar sem matur var geymdur, en síðast var búið í Stekkjarkoti 1924.

Stekkjarkot – Víkingasafnið í bakgrunni.
Kotið var ásamt hluta garðsins byggt upp undir stjórn Tryggva Hansen, sem er landskunnur hleðslumaður, en lokið var við garðinn á síðasta ári og er hann mikilfenglegur. Það verk unnu þeir Jón Sveinsson og Jón Hrólfur Jónsson undir leiðbeiningum og verkstjórn Víglundar Kristjánssonar. Er þarna enn eitt gleðilegt dæmi um að hlaðnir garðar sjást nú að nýju í vaxandi mæli og þá ekki sízt vegna þess að ný kynslóð hleðslumanna hefur tileinkað sér gömul og allt að því týnd vinnubrögð við vegghleðslur.“

Stekkjarkot.
Í Fréttablaðinu 2007 er fjallað um „Gamla tímann í Reykjanesbæ„:
„Torfbærinn Stekkjarkot er við Fitjar, á milli Innri- og Ytri-Njarðvíkur. Búið var á bænum með hléum frá árinu 1857 til ársins 1924. Á fimmtíu ára afmæli Njarðvíkurkaupstaðar fyrir fimmtán árum var ákveðið að endurreisa bæinn, sem staðið hafði í eyði.
„Hér er víkingaskipið Íslendingur, við erum að sýna það og segja sögu þess. Svo er hér líka Stekkjarkot, sem var svokölluð þurrabúð á þeim tíma sem hér var búið,“ segir Böðvar Þórir Gunnarsson, starfsmaður á svæðinu. Stekkjarkot var fyrst reist á árunum 1855 til 1857. Búið var í húsinu með hléum fram til ársins 1924.

Stekkjarkot – baðstofa.
Þegar Njarðvíkurkaupstaður varð fimmtíu ára var ákveðið að endurreisa kotið. „Það voru rústir hér og mótaði vel fyrir húsinu. Mér skilst meira að segja að sumir af gömlu steinunum hafi verið notaðir aftur,“ segir Böðvar.
Að sögn Böðvars koma margir ferðamenn að skoða kotið og skipið. „Hingað kemur til dæmis mikið af ferðamönnum úr skemmtiferðaskipunum, svo er þetta vinsælt hjá skólabörnum. Á sumrin er opið hérna frá eitt til fimm á daginn, annars eftir samkomulagi.“
Íbúar í Stekkjarkoti
Búseta hófst í Stekkjarkoti árið 1857 og stóð samfleytt til 1887. Kotið var í eyði þar til 1917 þegar það var endurreist. Árið 1921 varð Stekkjarkot grasbýli sem gaf íbúum rétt til þess að halda einhverjar skepnur. Búseta lagðist endanlega af í Stekkjarkoti árið 1924.
1857-1887: Jón Gunnlaugsson og Rósa Ásgrímsdóttir
1917-1921: Magnús Gíslason og Ingibjörg Guðmundsdóttir
1921-1924: Bjarni Sveinsson og Björg Einarsdóttir.
Heimildir:
-Dagblaðið Vísir, 144. tbl. 30.06.1993, Njarðvíkurbær fær fé úr Atvinnutryggingarsjóði, 2.5 milljónir í torfbæ, bls. 7.
-Víkurfréttir, 30. tbl. 28.07.1993, Stekkjarkot nálgast endanlega mynd, bs. 4.
-Víkurfréttir, 38. tbl. 30.09.1993, Stekkjarkot, þakið lag á nokkrum stöðum, bls. 3.
-Faxi, 4. tbl. 01.06.1993, Af Jóni og Rósu, Ástarsaga úr Stekkjarkoti, bls. 122-123.
-Lesbók Morgunblaðsins, 13.11.1999, Forvitnileg hús á förnum vegi, Stekkjarkot, bls. 13.

Stekkjarkot 2025.