Krýsuvíkurkirkja

Árið 1999 skrifaði séra Ágúst Sigurðsson þrjár greinar í „Heima er bezt“ um „Suðurkjálkann“, þ.e. bæi og ábúendur í Krýsuvík og tengsl þeirra við Herdísarvík. Hér birtist þriðja greinin af þremur:

Herdísarvík„Pílagrímsför kallar Sigurveig Guðmundsdóttir kennari þau minni, sem hún skráði um kynnisferð sína og Kristínar Benediktsdóttur, systur Einars skálds, til Herdísarvíkur á hásumri 1936. Skal að vikið í lokaþættinum um Krýsuvík, en fyrr sagt, að Einar Benediktsson keypti Krýsuvíkurstaðinn allan og var þinglýst 17. nóvember 1908. Var þá lokið sýslumannstíð skáldsins í Rangárþingi.
Framundan föst búseta í Lundúnum, þar sem fjölskyldan átti heimili frá 1910 og síðan í Kaupmannahöfn næstu ár, alls utanlands í fullan áratug. Þó er þar í dvöl um sinn í Héðinshöfða við Reykjavík. Ekki orðlengt um þá óvissu, sem hinir mörgu ábúendur í Krýsuvík bjuggu við, þó að Einar skáld og hinn norski félagi hans og meðeigandi H. Th. Arnemann hefðu umboðsmann vegna bæði Krýsuvíkur og Herdísarvíkur, nágrannajarðarinnar 15 km austar og í Selvogi og Strandarsókn.

Einar Benediktsson

Var ekki á vísan að róa, þar sem Einar Benediktsson var, með leyfi að segja, og grunsemdir jafnan með mönnum og byggingin þókti ótrygg. Í slíku efni ber að varast að reyna að finna samnefnara skáldsins og frjálshyggjumannsins Einars Benediktssonar. Þar er hvor persónuleikinn of stór til að geta samrýmzt í einu orðaljósi, tignarhár skáldhuginn og margslungin sveimhyglin um fjárvon og ofvirki. Hitt er alkunna, hve Einari skáldi var hlýtt til þess fólks, sem hafði hugrekki til að þakka skáldskap hans og fylgdi eftir með kvæðalestri hrifinnar sálar. Vera kann, að hann hafi komið í Krýsuvík 1908, þegar hann keypti jarðirnar og fundum hans og hjónanna í Stóra Nýjabæ borið saman, enda viljað inna Kristínu húsfreyju um ýmist í Herdísarvík, þar sem hún ólst upp og Guðmundur bóndi reri árum saman. Hafi þau mært skáldið því lofi, sem vert var og þulið ljóðamál. Þess vegna ætti þau vísa ábúðina og ekkert að óttast. Seta Magnúsar Ólafssonar svo lengi, sem þegar er einnig sagt, í Krýsuvík, kann að eiga sömu skýringu.

Alþýðufólk, sem dáðist að skáldskap Einars og fylgdi eftir í reiprennandi flutningi fékk þess virðingar og ævinlegrar vináttu hjá skáldinu. Þær Sigurveig og Kristín systir Einars höfðu tekið sér bíl úr Hafnarfirði til Grindavíkur og gútu skrönglazt um hraunin austur í Krýsuvík. Þar fengu þær hesta lúnaða hjú Magnúsi og voru fulla 4 tíma á leiðinni austur hina löngu bæjarleið undir Geitahlíð og í Herdísarvíkurhrauni. Voru báðar alls óvanir reiðmenn, en þessi langi vegur talinn 3ja stunda gangur. Hafa þær stöllur því farið fetið, áð við Eldborgina og ef til vill báðar kviðið dálítið fyrir móttökunum, sem voru óútreiknanlegar varðandi ráðskonuna, sem bjó Einari Benediktssyni borð og sæng.
Það var Hlín Jónsdóttir frá Sandhaugum í Búrðardal. Hún var í áratug með Ingólfi Jónssyni manni sínum og mörgum börnum í Kanada og var þá og síðan skrifuð Johnson. Fór og því fram, þegar þessi heimskona var í Argentínu.
Aðdáun hennar á skáldinu 1927 leiddi til hinna nánu kynna og ævinlegu aðfylgdar. Um kuldalegar kveðjur, þegar þær Kristín riðu í hlað má lesa í frásögu Sigurveigar í bók hennar og Ingibjargar Sólrúnar: Þegar sálin fer á kreik (1991).
Kemur ekki á óvart, að Hlín var hrædd um, að Kristín væri komin til að sækja bróður sinn. Sem ekki hefði verið kyn, af því að hann var þá orðinn lamaður af slagi og illa farinn á sálinni, auk fyrirfarandi andlegs heilsutaps og hindrunar gleymskunnar. Hitt er síður kunnugt, að Einar Benediktsson hafði veðsett jarðirnar á Suðurkjálkanum 1928, þegar H. Th. Arnemann lánaði honum töluvert fé. Gleymdist að gera skilin og var eindagi 1930.
Síðan átti norski auðmaðurinn Krýsuvíkurland, unz Hafnarfjarðarbær greiddi upp skuldina eftir eignarnám 1937. Skal þar enn vísað til heimildar í Sögu Hafnarfjarðar I. eftir Ásgeir Guðmundsson. En svo fannst Einari mikið til um prófessorsnafnbót, sem hann var sæmdur með launum 1935, að hann arfleiddi Háskólann að Herdísarvík.
Veðinu var aflétt í tæka tíð, er Hafnfirðingar höfðu greitt skuldina. Háskólinn fékk Herdísarvík, bókakost lítinn og eitthvert innbú, sem er virt í minningu snillings, þegar skáldið dó undir lágnættið á hjútrúardaginn sjálfan 12. janúar 1940. Dagur reiði, dagur æði, votta heilög völufræði, sagði eldra samtíma skáld.
Mest undraðist Sigurveig, þegar hún hafði séð, hvernig komið var, en vissi eins og Hafnfirðingar, að fjármál skáldins voru brenndar brýr að hrundum borgum, að Kristín Benediktsdóttir sagði á bakaleiðinnni út í Krýsuvík, að það væri með ólíkindum, að Einar skyldi láta halda sér í því fangelsi einmanaleika og afskekktrar veru sem Herdísarvík væri, – hann, sem gæti búið á fyrsta flokks hressingarhæli suður í Evrópu og haft einkaþjón.

Síðast, þegar fólkið fór, var Magnús rýmilegur um hestlánið
KrýsuvíkMagnús hafði ekki bændagistingu eða rak ferðamannaiðnað í Krýsuvík. Hann var maður síns tíma, ekki vorra þjóðlífsdaga. Að sögn Guðbjargar Flygenring, dóttur hans, kom hann fyrst 15 ára unglingur til Árna sýslumanns í Krýsuvík (1887), en varð þar ekki heimilisfastur, fyrr en undir aldamótin. Ýmist skráður vinnumaður eða síðar í húsmennsku. Bóndi í Krýsuvík er hann hins vegar ekki á manntali, en lögheimili í Hafnarfirði, er hann var kvæntur Þóru Þorvarðsdóttur, en hún og börn þeirra, meðan voru í bernsku, áttu aðeins sumardvöl í kirkjuhúsíbúðinni í Krýsuvík. Loftið, sem þú var einnig lagt yfir kórbitana, var rúmgott svefnpláss, nær 25 m2 og þrjúr úlnir upp í mæni, 1.86 m. Stigi til loftsins er í norðvestur horni kirkjunnar, lítill gluggi á stafni, enginn á kórgafli, sem miklu hefði þú munað. Magnús og Þóra voru gefin saman í þessari kirkju hinn 10. maí 1917, hann 45 ára, hún 12 árum yngri, og var hún frú Jófríðarstöðum í Hafnarfirði, hann Óttarsstöðum eins og fyrr sagði. Síra Árni Björnsson í Görðum gifti þau, en svaramenn voru Þorvarður bróðir Þóru, þá bóndi í Krýsuvík, og Böðvar bakari og nefndarmaður í Hafnarfirði Böðvarsson frá Svarðbæli og Melstað í Miðfirði, náfrændi síra Þórarins prófasts í Görðum, sem oftsinnis gaf kirkjunni í Krýsuvík svo hraklega einkunn á öldinni, sem leið.

Krýsuvík

Krýsuvík um 1950.

Þorvarður fór að Hvassahrauni 1918. Voru ábúendaskipti tíð í Krýsuvík eftir daga Árna sýslumanns 1898, en ótíð eftir lát hans fór fjölskyldan til Reykjavíkur og vinnufólkið tvístraðist, er dánarbúinu var slitið og síðasta og eina stórbúskapnum í Krýsuvík á nýöld var lokið.
Við upphaf 18. aldar voru 35-40 manns í Krýsuvík og fylgijörðum staðarins. Á aldamótum 1800 voru 11 á heimabólinu, 28 á hjáleigunum, kotamennimir, er svo voru kallaðir, og þeirra fólk, Suður- og Norðurkoti, Stóra og Litla Nýjabæ.
Aðeins eru 20 manns í sókninni árið 1823, og er það lágmark, en undir miðja öldina hefur fjölgað eins og alls staðar á landinu, og hafa þá bætzt við Vigdísarvellir og kotin Bali og Lækur og sóknarbúar 54. Voru bæði þau kot byggð 1869, en fáum árum fyrr skammtímabyggð í Snorrakoti og dá Hausi. Arnarfell, þar sem Beinteinn Stefúnsson kirkjusmiður bjó, var í eyði 1867.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – Bali. (Uppdráttur ÓSÁ)

Ívar Ívarsson og Guðný Bjarnadóttir voru síðustu búendur á Vigdísarvöllum, fóru þaðan 1905. Í Suðurkoti er síðast fólk á manntali
1903, Norðurkoti aldamótaárið. Í Litla Nýjabæ, en þar verður autt 1904, hafði Magnús Ólafsson síðar sjálfstæðar búnytjar um hríð. Eftir
1906 er föst búseta aðeins á 2 bæjum, kirkjustaðnum og Stóra Nýjabæ.

Leiguliðar Einars Benediktssonar
Meðal heimabænda á fyrsta fjórðungi aldarinnar, sem jafnframt var lokakaflinn í eiginlegri byggðarsögu höfuðbólsins, voru Árni Jónsson og Vilborg Guðmundsdóttir, og áttu þau 9 börn, en frá 1907-14 Jón Magnússon og Ingibjörg Sigurðardóttir. Þau fóru til Reykjavíkur með fjórum börnum sínum. Þorvarðs er áður getið, en tveimur árum eftir að hann fór burt, fluttu Ísólfur Bergsteinsson og Guðný Sigurðardóttir með 7 börn sín frá Krýsuvík austur að Óseyranesi. Synir þeirra, Guðmundur 23 ára bóndi og Bergsteinn 24 ára vinnumaður, urðu eftir í Krýsuvík, en þeir gáfust upp á næsta ári, 1921, og fóru austur að Lundi hjá Krossi í Landeyjum.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg.

Enn kom bóndi, sem ætlaði að freista þess að búa á hinni afskekktu beitarjörð, en hlaut frá að hverfa. Var það sigmaðurinn Marteinn Þorbjarnarson frá Þúfu, sem fór til Hafnarfjarðar 1925, en var mörg hin næstu árin á eggtíðinni í Krýsuvík og seig í bergið og seldi ritu- og svartfuglsegg. Var hann sjötti bóndinn, sem reyndi búskap í Krýsuvík á 25 ára bili, en hlaut að gefast upp.
Svili Magnúsar Ólafssonar innréttaði íbúðina í kirkjuhúsinu. Ástæður þess, hvernig fór um þessa mörgu bændur á lokaskeiði hinna gömlu búhátta, eru ljósar. Þær eru fyrst og fremst mannekla, skortur á tryggu og ódýru vinnuafli. Aðeins ein hjúleigan í byggð og nær engrar kvaðarvinnu notið. Hjálp var ekki einu sinni unnt að kaupa til að nytja Krýsuvíkurberg, manna bát eða bjarga fé undan illviðrum.

Krýsuvík

Krýsuvík 1936 – Ásgeir L. Jónsson.

Þá var hinn gamli staðarbær að hruni kominn vegna þess að honum var ekki haldið við, síðan um daga Árna sýslumanns fyrir aldamót. Það undanfæri, sem Magnúsi Ólafssyni gafst síðar, að komast undir þak kirkjunnar, var ekki innan seilingar, því að kirkjan var ekki afhelguð, fyrr en 1929. Sem hús var hún eins og vel viðuð og gamall sumarbústaður, alls ekki heilsárs sem kallað er, þegar slík orlofshús eru einangruð í hólf og gólf og mjög vel glerjuð. Það, sem forðaði þessu gamla guðshúsi frú flutningi norður fyrir Gestsstaðavatnið, þar sem nota mátti jarðhitann, var samgöngu- og tækjaleysið. Kirkjuhúsið stóð ekki undir vernd nokkurs manns, ráðs eða stjórnar. Það var eitt staðarhúsa jarðeigandans, veðsett eins og staðurinn allur með Stóra Nýjabæ. Hvorki komu hér eigandinn frú 1908 né meðeigandi hans og frú 1930, veðhafinn.

Auðir básar

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegur 1961.

Þegar aðalbólið með hinni síðustu og sjálfstæðu hjáleigu í Stóra Nýjabæ hafði verið tekið eignamámi 1937 og Krýsuvíkurvegurinn loks
náði suður fyrir Kleifarvatn 1945 og að austan úr Selvogi og hafizt var handa um stórfelldar framkvæmdir, sú enginn nokkurt gagn í gömlu trékirkjunni. Samstíga 1600 m2 gróðurhúsum til blóma- og tómataræktunar norðanvert Gestsstaðavatns, þurfti hús og híbýli fyrir garðyrkjustjórann og aðstoðarmann hans, ráðskonu, mötuneyti og starfsfólk.
Byggt var stórt þriggja íbúða hús, þar sem voru að auki margar vistarverur fyrir lausráðna starfskrafta. Var þeirri mannvirkjagerð lokið 1949 og stækkun gróðurhúsanna árið eftir. Ögn austar á háum melnum norðan við vatnið hafði verið byggt stórt og vandað íbúðarhús 1948 fyrir bústjórann á stærsta kúabúi landsins, sem hér skyldi verða.

Krýsuvík

Krýsuvík 1962- fjósið (HH).

Í fyrri grein var minnzt á 130 kúa fjósið og súrheysturnana, sem gnæfa yfir sprengigíginn Grænavatn. Sjálft stórfjósið, fleiri hús og herbergi fyrir fjósamenn og kaupafólk risu ekki. Kýr komu aldrei í hinn fyrsta og mikilláta áfanga mjólkurframleiðslunnar. Af 400 ha, sem átti að rækta og umbylta í töðuvöll voru aðeins 45 lagðir undir plóg og diskaherfi. Landinu var breytt og við þá eyðilegging var lítt snortinni gróðurvin milli Krýsuvíkurhrauns og Geitahlíðar, Ögmundarhrauns og Austurháls, núttúruperlu í dökkri umgerð, en við blik sunnan af hafi, umturnað í nafni stórrar landbúnaðarsveiflu vaxandi útgerðarbæjarfélags. Slíkt viðgengist varla nú, hálfri öld síðar.

Krýsuvík

Krýsuvík, Bústjórahúsið, síðar aðstaða Sveins Björnssonar.

Og þó, því að fátt bíður síns tíma og allt getur gerzt í mánaskini. Afskekkt veran í Krýsuvík gefur óverkum færi. Hitt var vel, úr því sem komið var, að Sveinn Björnsson fékk úkjósanlegt húsrými fyrir pensla sína og bauka, léreft og list. Enda kunni hann að meta töfra þessa einkennilega og hrjóstruga afkima á eyðilegri strönd Suðurkjálkans. Svo vel, að þegar hann dó í byrjun sumars 1997 var kistunni sökkt í mold í Krýsuvíkurkirkjugarði. Þó hafði ekki verið opnuð þar jörð í 8o ár.

Fullreyndin

Krýsuvík

Krýsuvík; Starfsmannahúsið (gult) og Bústjórahúsið (Sveinssafn).

Löngu síðar en búskapardraumarnir áttu að hafa rætzt, en sorta dregið fyrir hugljómun búauðgi sýnarinnar, miklum fjármunum kastað á glæ og stakri náttúruperlu splundrað í þungu höggi, virtist enn ekki fullreynt. Í nafni Kjalarnesprófastsdæmis að viðbættum Kópavogskaupstað, var hafizt handa 1967 við miklar húsbyggingar sunnan við Gestsstaðavatnið. Reis næsta langdregið, steinsteypt tveggja hæða skólahús. Varð því ekki né verður lokið á þessari öld, fjarri fer því, hvað þá sérstökum þjónustuhúsum þar við fyrir Vestmannaeyjar og aðra kaupstaði hins fjölmenna prófastsdæmis.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2021.

Hugmyndin um eigi smálegt afdrep fyrir böm, sem ættu óhægt heima, var múrað inni í öflugu steypuvirki. Annars konar starfsemi er hér rekin í óyndislegri einangruninni, sjálfsagt vel meint og nær vonandi árgangri hins góða markmiðs. Í húsinu er t.d. falleg heimiliskapella, sem vígð var fyrir tíu árum, enda æðispöl frá staðarkirkjunni. Hinn gífurlegi jarðhiti í Krýsuvík nýtist ekki til upphitunar, heldur verður að kynda með hráolíu. Gæti því virzt sanngirni, að setrinu hefði átt að velja hentari stað – með tilliti til aðkeyptrar þjónustu og samgangna, þó að 10 km af Krýsuvíkurveginum suður um Kapelluhraun séu bundnir tveggja akreina slitlagi og 7 km austur frá Krýsuvík að sveita- og sýslumörkum við Selvog og Ámesþing. Byggilegri stað og umfram allt hlýlegri, manneskjulegri. Austurháls, Gullbringa og Geitahlíð eru þögult og dimmleitt aðhald í landnámi Þóris haustmyrkurs, hraunin óyfirstíganleg hótun og úthafið ögrun við þann, sem kann að eiga lífslöngun og jarðneska von.
Sóknin litla á Suðurkjálkanum er falin geymd liðinna alda þjóðarsögu, sem ekki á endurtekningu, heldur er hulin regnsteypum af hafi og eldsumbrotum lands í sköpun.“

Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Heima er best, 5. tbl. 01.05.1999, Söguhvörf á Suðurkjálka. Ágúst Sigurðsson, blss. 188-191.

Krýsuvík

Krýsuvík; Hverafjall, Hveradalur og Baðstofa efst.

Krýsuvík

Árið 1999 skrifaði séra Ágúst Sigurðsson þrjár greinar í „Heima er bezt“ um „Suðurkjálkann“, þ.e. bæi og ábúendur í Krýsuvík og tengsl þeirra við Herdísarvík. Hér birtist önnur greinin af þremur:

Magnús Ólafsson

Magnús Ólafsson í Krýsuvík.

„Það var í heimskreppunni, svo að út í frá var það ekki fréttnæmt né undarlegt í augum heimamanna í Grindavíkurhreppi eða nærsveitarfólks austur í Selvogi, að Krýsuvík lagðist í eyði. Endanlega, að álitið var, og enginn á manntali, en þó var Magnús Ólafsson frá Óttarsstöðum í Garðahreppi viðbundinn í Krýsuvík 1933-1945, hafði komið þangað fyrir aldamót, unglingur og varð vinnumaður, síðar húsmaður.
Loks einbúi, nema sumartímann, þegar kona hans, Þóra Þorvarðardóttir frá Jófríðarstöðum, og börn voru hjá honum uppfrá“, eins og frú Guðbjörg Flygenring dóttir þeirra kallar það. Svo rækilega hreinsaði útsog tímans og breytinganna þetta byggðarlag að fólki og fénaði, að eftir stendur einn maður með sárafáar skepnur“, segir í Harðsporum Ólafs frá Herdísarvík.

Stóri Nýibær

Nýibær

Stóri-Nýibær í Krýsuvík.

Síðustu bændahjónin í Krýsuvík, sem búið höfðu í Stóra Nýjabæ í 38 ár, fluttu burt með 8 vöxnum börnum sínum, sem enn voru að heimilishúsi, 1933. Hjónin höfðu gifst í Krýsuvíkurkirkju 8. september 1895, hann 29 ára, í húsmennsku og til sjós, sem lengst af ævinnar, hún 18 ára heimasæta í Herdísarvík. Þetta voru Guðmundur Jónsson frá Hlíðarenda í Ölfusi og Kristín Bjarnadóttir, sem getið var í fyrra þætti.
Þessum hraustu, dugmiklu og vel gerðu hjónum varð 18 barna auðið. 4 voru fædd, þegar berdreyminn föðurinn í Stóra Nýjabæ dreymdi, að hann fyndi kolluhreiður úti við sjó. Í hreiðrinu voru 4 egg, en þegar hann tók af dúninum, sá hann 14 egg undir – og eitt brotið. Andvana drengur fæddist 1906. Öll hin heilbrigð og komust upp. Lifir nú Guðrún Elísabet ein, 78 ára.
Stóri-NýibærAllra veðra er von á hrjóstugri úthafsströnd og 4-5 tíma gangur vestur í Grindavík, þar sem ljósmóðirin átti heima. Of langt og áhættusamt var að vitja hennar, stundum árvisst, svo að Guðmundur lærði tökin, sem mjúkhendum eiginmanni og bónda eru lagin og kunnug, og tók hann sjálfur á móti flestum barnanna. Læknir kom ekki á heimilið í lækniserindum í öllum þeirra langa búskap í Stóra Nýjabæ. Svo hraust og heilbrigð var Kristín, 18 barna móðirin, og öll fjölskyldan.
Þau voru aldrei ein í Krýsuvíkurbyggðinni, þó að önnur útbýli færu í eyði á fyrstu árum aldarinnar, sem enn verður sagt, og tíð ábúendaskipti á höfuðbólinu, sem átti hraða hnignun, þegar sýslumannsfjölskyldan var farin. Mest var þó niðurhrapanin eftir 1908, þegar íslenska stórskóldið, löngum erlendis, og norskur auðmaður, félagi hans, höfðu keypt Krýsuvíkurtorfuna eins og hún lagði sig.

Krýsuvík

Krýsuvík um 1950.

Síðasti heimabóndinn, Marteinn Þorbjörnsson frá Þúfu í Ölfusi, fór til Hafnarfjarðar 1925 með fjölskyldu sinni. Enginn var í manntali á höfuðbólinu eftir það, eins og sagt verður frá og rakið í næsta þætti, að sögulokum í þessari afbyggð á Suðurkjálkanum. En Magnús Ólafsson, þó heimilisfastur í Hafnarfirði með konu sinni og börnum, var eini nágranni fólksins í Stóra Nýjabæ, uns þau létu undan síga fyrir heimskreppunni. Fóru þau til Hafnarfjarðar og dó Guðmundur þar 1940, Kristín á hásumri 2 árum síðar.

Stóri-Nýibær

Stóri-Nýibær í Krýsuvík.

Í minningarorðum eftir hana (Mbl. 24. júlí 1942) er ævistarf hennar í Stóra Nýjabæ kallað þrekvirki og hún sögð óvenjulega vel gefin til munns og handa, glöð í lund og bjartsýn, enda tekist að leysa af hendi þetta mikla hlutverk með þeirri sæmd, sem aðeins finnist fá dæmi til. Guðmundur var mjög vel vinnandi til sjós og lands, og bú þeirra var gott og aldrei skortur á hinu stóra heimili. Hann gerði út bát fyrstu 8 búskaparárin frá Herdísarvík og var formaður á, síðar sókti hann sjó utan úr Grindavík.

Krýsuvík

Í Krýsuvík 1887. Árni Gíslason lengst t.h.

Sýslumaðurinn Árni var fæddur í Vesturhópshólum 14. september 1820. Faðir hans, síra Gísli Gíslason var frá Enni, austanvert við ósa Blöndu, bóndaættar dugandi megns, fæddur í lok móðuharðinda. Þókti hann vel gáfaður og gerðist fróður með aldri, skáldmæltur, en flíkaði ekki, því að Ragnheiður kona hans, Vigfúsdóttir Þórarinssonar, var systir skáldsins Bjarna, síðast amtmanns á Möðruvöllum. Hún var talin gáfu- og mannkostakona. Þau skildu 1831 og var hiklaust sagt eftir það, að síra Gísli væri sérsinna og stórbrotinn í lund og hætti. Þeir, sem gerst þekktu, hugsuðu til skaphafnar Bjarna Thorarensens, sem var næsta stirðlyndur og lét hvergi undan. Maður Gyðingalögmálsins um auga fyrir auga í réttvísi lærdóms síns. Var Árni nokkuð með hinu þjóðkunna skáldi, frænda sínum, og mikla embættis- og valdsmanni á unglingsaldri. Saman voru þeir í Bessastaðaskóla Árni og Skúli bróðir hans, númsmenn miklir, en morgunsvæfir, segir Benedikt Gröndal, og söngmenn góðir. Röddina missti Árni í vonbrigðunum í búskap sínum í Krýsuvík, þú á sjötugsaldri.

Hvaleyri

Hvaleyri – uppdráttur ÓSÁ.

Gísli bróðir þeirra í Hólum á að hafa verið mjög latur piltur, en umsögn Gröndals getur verið svigurmæli. Hitt er alkunna, að æviganga Gísla var næsta örðug. Kornungur fékk hann þá ást á roskinni konu í sókn föður síns, Rósu Guðmundsdóttur skáldi á Vatnsenda, að hann kvæntist henni. Var Sigurður Breiðfjörð veisluskáldið í brúðkaupi þeirra undir Jökli. Áttu þau heima síðast, þegar Skáld-Rósa lifði, hann svo einn og sorgmæddur, ungur ekkjumaður, á Hvaleyrarholtinu við Hafnarfjörð.
Síra Skúli Gíslason prófastur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, gerði nafn sitt ódauðlegt í sögu íslenskra bókmennta, segir dr. Sigurður Nordal, með þjóðsögunum, er hann færði svo snilldarlega í stílinn fyrir Jón Árnason og prófessor Maurer, rúmar 60 sögur. En faðir þeirra bræðra lét lítið á hæfileikum sínum bera, segir gamli Gröndal á sinn bersögla, beiska hátt: „Það getur vel verið, að þetta sé hin réttasta aðferð hér, því að hér er aldrei til neins að skara fram úr, nema í skömmum og óknyttum, ef lög nú ekki til, því úgæti er einskis metið.“

Krýsuvík

Legsteinn Árna Gíslasonar að baki Krýsuvíkurkirkju.

Samt eru það sannindi, að Árni Gíslason var metinn að verðleikum sem yfirvald Skaftfellinga á löngum sýslumannsferli, 1850-1879, og virtur vel, er hann var ríkisbóndi á Kirkjubæjarklaustri, þar sem hann bjó svo stórt, að hann var um sinn fjárflestur bænda í landinu og galt hæsta lausafjártíund (sbr. Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis 1971).
Árni Gíslason var réttvís í sýslumannsembætti, en minnir þó lítið á Bjarna lagamann, frænda sinn, er hann lifði í anda Kristí miskunnar, ekki lögmálsréttlætis Hebreanna. Lögfræðin var hans góða fylgja í móðurætt, en hann var kynborinn bóndi í húnvetnsku föðurættina. Varð sú hneigð slík árátta, að leiddi hann til ófarnaðar skepnumissis og fjártaps.

Jónsbúð

Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði þar sem Magnús dvaldist við fjárgæslu.

Lét hann reka sitt fallega fé austan af Síðu og út í Krýsuvík, þar sem er óyndislegt mönnum og allri skepnu, sem vanist hafa tit muna sælla og betra. Strauk féð úr útigöngunni á harðasta tíma, sem mörg hin fyrstu árin voru í búskap Árna í Krýsuvík, og mun flest hafa farist í vötnunum.
Ef Ölfusárósar voru á ís, þá í Þjórsá…. Og það fann Árni Gíslason brátt, að Krýsuvíkurlandið var ofsetið og ofbeitt. Jörðin bar ekki þann stórbúskap, sem hann ætlaði, auk töluverðs hokurs kotamannanna. Allt á vogun útigangs, engin hús nema lambakofar. Gróðurland hinnar litlu sóknar á Suðurkjálkanum, milli Krýsuvíkurhrauns í austri og Ögmundarhrauns í vestri, frá úthafsströndinni og norður undir Kleifarvatn, hafði stórlega minnkað, farið aftur í kulda, áfoki og ofbeit, síðan hér var hin sæla mjólkursveit við upphaf 18. aldar. Ekki var unnt að verjast ágangi sauðfjár úr öðrum sveitum, fyrr en Hafnfirðingar girtu fyrir með 18 km langri varnargirðingu um miðja þessa öld.

Litlahraun

Litlahraun – beitarhús frá Krýsuvíkurbænum frá fyrri tíð.

Árni sýslumaður komst í varnarstöðu, einnig um Krýsuvíkurberg. Sjósjókn varð æ minni frá verstöðinni á Selatöngum, en róið nokkuð lengur frá Herdísarvík. Ella tók útgerð í hverfunum úti við Grindavík alfarið við.
Með Árna Gíslasyni og öldinni, sem leið, var lokið búskaparsögu Krýsuvíkur til lands og sjávar, sem staðið hafði við kyrr kjör, sem enst höfðu heimabónda og kotamönnum frá upphafi í Gömlu Krýsuvík. Heilli lengdargráðu austar voru lokin nú í nánd. Árni Gíslason dó 26. júní 1898, og er hinn eini legsteinn í kirkjugarðinum á leiði hans við suðausturhorn kirkjunnar. Síðastur var jarðsettur þar 1917, Páll Pálsson þurfamaður, fæddur í Hafnarfirði um 1850. Þaðan í frá enginn í 80 ár, sem enn verður fært í frásöguna.
Elín Árnadóttir frá Dyrhólum, ekkja Árna sýslumanns, bjó áfram fardagaárið og jafnframt henni Ragnheiður dóttir þeirra Árna og Pétur Fjeldsted Jónsson maður hennar, síðar verslunarstjóri í Reykjavík, en þangað fluttu þau hjónin og ekkjufrúin þegar 1899.

Herdísarvík

Herdísarvík um 1900.

Þórarinn smiður sonur Árna af fyrra hjónabandi hóf búskap í Herdísarvík 1895, þegar Sólveig Eyjólfsdóttir, ekkja Bjarna Hannessonar, hætti þar búskap, sem hún hafði stýrt af röggsemi í nær 7 ára ekkjudómi. Voru þau foreldrar Kristínar húsmóður í Stóra Nýjabæ, síðustu húsffeyju hins gamla sögutíma í Krýsuvíkursókn.
Þjóðkunnur var Skúli héraðslæknir í Skálholti, sonur Árna sýslumanns af síðara hjónabandi, dáinn nær níræður 1954, latínumaður mikill. Sonur hans var Sigurður magister og ritstjóri, sem m.a. samdi hina fyrri Hafnarfjarðar sögu, sem út kom 1933.

Sóknin fyrr á tíð

Krýsuvíkurtorfan

Krýsuvíkurtorfan – uppdráttur ÓSÁ.

Við allsherjar manntalið 1703 eru 6 hjáleigur í Krýsuvík og alls í þeim 23 sálir, 10 á heimabólinu. Í grannsveitinni að austan eru 12 jarðir og fjöldinn allur af hjáleigum. Flestar mjög lítil kot og graslaus að kalla, eins og úti í Grindavík, þar sem 4 hjáleigur voru á Stað, 3 á Húsatóftum, 10 í Járngerðarstaðahverfi, á Þókötlustöðum 5 og Hrauni 2.
Tíu árum síðar hefur fjölgað í Krýsuvík og eru 41 í sókninni. Eru þá nefndar hjáleigur staðarins í Nýjabæ og Litla Nýjabæ, Norður- og Suðurhjáleigu, Austur- og Vesturhúsum, en Gestsstaða getið, eyðibóls austan undir Móhálsum. Selstaða heimajarðarinnar er talin merkilega góð, önnur til fjalls, hin niður undir sjó.
Eins og gefur á að líta í ferðabók hafa kýrgrös sýnst góð í Krýsuvík, en í stórfjósið, sem er harðneskja fyrir mannsauganu norðan við sprengigíginn Grænavatn, komu að vísu aldrei þær mjólkurkýr, sem vænst var, um eða yfir 300, og áttu að sjá Hafnfirðingum fyrir hvítum mat.

Krýsuvík

Krýsuvík – túnakort 1918.

Í Jarðabókinni í byrjun 18. aldar eru taldar 20 kýr í Krýsuvík og hjáleigunum, auk annars nautpenings, en griðungurinn fóðrast á staðnum. Leigukúgildin eru 4 og er greitt af í smjörum. Ekki til eiganda jarðarinnar, Skálholtsdómkirkju, heldur af hálfu til þingaprestsins, kirkjuþjónsins. Hinn hálfan smjörtollinn fékk ábúandinn, Sigvaldi Bjarnason, fyrir að fóðra nautið og hafa tilsjón með hinum mikla kúabúskap landsetanna. Mjólkurmaturinn var veigamikill með fiskmetinu í sjávarsveit, en verstöðin við Selatanga hafði eflst. Ef ekki væri heilbrigði með fólkinu væri lítil eftirtekjan af Krýsuvíkureigninni.

Hraustur líkami, búhyggindi eins og um heimatekjur prestsins
KrýsuvíkHjátrúin launar í jörðum Selvogsþing voru fátækt brauð og afskekktur útnári, og svo drungalegt er þar í útsynningi og regnsteypum af hafi við brimseltusog, að hjátrú átti þar greiða aðkomu. Trúin á galdramátt síra Eiríks Magnússonar, sem varð sálnahirðir Krýsvíkinga löngu fyrir stóra manntalið og átti enn nokkur ár ólifuð, þegar bæði menn og kýr komust á skrár Jarðabókarinnar, var mjög meinlaus dægrastytting.
KrýsuvíkÞegar hugsað er til hinna ægilegu galdraofsókna samtímans og skelfilegu manndrápa í heitum eldslogunum, eru galdrar síra Eiríks aðeins sjónhverfing, dáleiðsla, sem hlaut ríkulega umbun í jörðum. Á Suðurlandi og út með sjó á Suðurkjálkanum á Reykjanesi voru menn ekki brenndir á bálköstum, þótt sýndi glettni, jafnvel sjálfum biskupinum. Og skemmtileg þversögn er það við hina sjúklegu hjátrú og sálsýki, sem einstakir menn gátu magnað í heilum byggðarlögum, að ekkja eins hins alvarlegasta og aðfinnslusamasta biskupsins í Skálholti á þessari síðustu öld stólsins, madama Guðrún Einarsdóttir, gaf hinu fátæka brauði, Strandar- og Krýsuvíkursóknum, þær eignir, sem um munaði: Strönd, Vindás og hálft Þorkelsgerði. Var það 18. september 1747.

Krýsuvík

Krýsuvík 1936 – Ásgeir L. Jónsson.

Með sérvisku sinni og hálfkæringi hafði síra Eiríkur í Vogsósum einstakt lag á að vekja athygli á eymdarkjörum þingaprestsins í Selvogi. En smjörskökurnar úr 2ja dómkirkjukúa mjólkinni í Krýsuvík reiddi hann heim eftir messu í þessari litlu sókn, þar sem smjör draup af strái í mýrlendinu milli hraunanna.
Hitt er meinleg rás viðburðanna, að allt, sem var til gangs og góða í kúasveitinni Krýsuvík á fyrri tíð, varð sú glýja í augum aldarfarsins, þegar sóknin var lögst í eyði, að ginnti út í eitthvert dýrasta og vitlausasta búskaparævintýri á landbúnaðarbyltingar tímanum. Skilur eftir djúpu skurðasárin í landinu, sem var mannlaust eyðipláss og saklaust, en freistaði að vísu, af því að í gamla daga var það vaxið svo góðu kýrgrasi, að haldið var, að allt þetta væri hér um bil gefins og gerðist fýrir sama og ekki neitt.

Krýsuvík

Krýsuvík 1909.

Listinn um eina mjólkurkú fyrir hverja tvo á fólkstalinu villti hrapallega sýn. En síra Eiríkur í Vogsósum er jafn sæll á svip í mynd sögulegrar geymdar, þegar hann sveiflar hægri löppinni yfir hnakkinn eftir messu og góðgerðir í Krýsuvík með þétta og fallega smjörbelgi yfrum hnakknefið og slær í heimfúsan hestinn. Langt var að sækja, því að útkirkjuvegurinn í Selvogsþingum er teygingasamur, þegar kvölda tekur og svört hraunin og dimm nóttin sameinast. Alfaraleiðin lá yfir að Geitahlíð og með henni hjá Eldborginni á Deildarháls, um Hvítskeggshvamm, þar sem síra Eiríkur safnaði galdragrösum sínum, og svo um Herdísarvíkurhraun.
Miklu austar miðju á þessari draugalegu, seinförnu reiðgötu er bærinn í Herdísarvík, umkringdur reginauðnum hrauns og úthafs. Á fyrri tíð var hér aðhlynnandi áningarstaður ríðandi manns, en oftast gangandi. Í síðustu byggðarsögu sat einsemdin um sálirnar á þessu afskekkta hrauns- og sjávarbóli og kvaldi í beyg þau, sem var hræðslugjarnt, og boðaði feigð, þegar hallaði út degi og jarðdimmt orðið undir skáldhimninum.“

Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Heima er best, 4. tbl. 01.04.1999, Útsog á Suðurkjálka, Ágúst Sigurðsson, bls. 140-143.
Krýsuvík

Krýsuvík

Árið 1999 skrifaði séra Ágúst Sigurðsson þrjár greinar í „Heima er bezt“ um „Suðurkjálkann„, þ.e. bæi og ábúendur í Krýsuvík og tengsl þeirra við Herdísarvík. Hér birtist fyrsta greinin af þremur:

Ágúst Sigurðsson

Ágúst Sigurðsson.

„Kirkja Vorrar frúar, sem bóndinn í Krýsuvík byggði, sennilega brátt eftir kristnilagatökuna, var nánast heimiliskapella.
Stóð svo lengur hér en víða annars staðar, af þeim landfræðilegu ástæðum, að nágrannabæir voru engir í hinu fjarskalega dreifbýli á hafnlausri strönd að útsænum, eyðimörk ógna og dýrðar milli Ölfusárósa og Reykjanestáar. Var þar austast landnám Þóris haustmyrkurs í Selvogi, en Krýsuvík óraleið utar. Óbrennishólmi, einn margra á Suðurkjálkanum, er upp frá Selatöngum í hrauninu, sem Jónas Hallgrímsson náttúrufræðingur giskaði á, að brunnið hafi 1340 og eytt bæinn. Eru þar nokkrar rústir og nefnd bæði Kirkjuflöt og Kirkjulág í Húshólma. Ekki er þar hraungrýti í hleðslu, en lábarðir fjörusteinar. Heimræði, samt hálftíma gangur sjávargatan, var við Selatanga. Ósennilegt annað, en að kotamenn hafi búið á hjáleigum umhverfis hinn fyrri Krýsuvíkurstað, eins og þann síðari, sem byggður var heilli lengdargráðu austar og miklu ofar frá sjó eins og dr. Bjarni Sæmundsson frá Járngerðarstöðum greinir í ritgerð um Krýsuvíkurbyggðina (Árb.F.Í. 1936). Og það er dr. Bjarni, sem ítrekað kallar ströndina utan frá sýslumörkum austan við Krýsuvíkurbjarg Suðurkjálkann.

Húshólmi

Húshólmi – forn skáli í Ögmundarhrauni.

Bændunum á hinum afskekkta bæ, fyrir og eftir eldgosið, hvort sem það varð 1340 eða fyrr, var ekki mögulegt að búa, síst við sjófang og fiskveiði nema gæti mannað a.m.k. einn sexæring. Þess vegna byggðust útkotin, hjáleigumar umhverfis aðalbólið staðarbóndans, lénsherrans.
Og heimiliskapellan varð sóknarkirkja hins háða hjáleigufólks. Öll útbýlin hafa staðið lægra en heimabærinn í fyrndinni, enda sér ekki urmul af þeim. Kotin sem falin undir hraunbreiðunni. Aðeins eru merki bæjarstæðis kirkjubóndans, jarðeigandans. Eru það ekki getgátur, en sýnileg mynd Krýsuvíkursóknar fram yfir síðustu aldamót.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – Bali. (Uppdráttur ÓSÁ)

Eru alls nafnkenndar 8 hjáleigur, Vigdísarvellir og Bali þar í. Þannig mynduðust sóknir að hinum fornu og í dreifðu kirkjusetrum í landsins afskaplegasta strálbýli.
Sjávargatan á nýja Krýsuvíkurstaðnum er nær 5 km löng, en hvergi lending nema við Selatanga suður undan Gömlu Krýsuvík. Eftir flutninginn hlaut landbúskapur að verða meiri, en verbúðir útfrá.
Að kirkjunni var löngum prestur, sennilega æði oft vikuprestur með ýmist Strönd í Selvogi eða Stað í Grindavík, þótt gríðarlega langt og torsótt sé á landi að fara til beggja átta, en ekki gert ráð fyrir sjóleiðinni á opinni úthafsströnd.

Eggert Vigfússon

Séra Eggert Vigfússon (1840-1908).

Hélzt svo til 1641, en síðan varð kirkjan í Krýsuvík annexía með Strandarkirkju í Selvogsþingum, unz síðasti presturinn í brauðinu dó 1908. Síra Eggert Sigfússon var að koma úr messuferð í Krýsuvík, þegar hann hneig niður við túnfótinn á prestsetrinu í Vogshúsum í hinu fábyggða og hrjóstmga kalli hrauns og sanda.
Var þingabrauðið mjög fátækt, samt allt að 12 bæja byggð, þegar flest var í Selvogi, en hjáleigur og þurrabúðir margar, fólk á bilinu 100-160 manns eftir árferði og landshögum. Úti í Krýsuvík 30-40 manns, um 80 þegar alflest var 1860.
Strandarkirkja hefur þá sérstöðu, að hún stendur á margra alda skeiði ein og sér, nokkuð frá sóknarbyggðinni. Dr. Kristján Eldjárn lýsti því svo (Tíðindi 1984), að Strandarkirkja standi ekki á hinum einmanalega stað af því, að hún hafi verið hrakin úr mannheimi eins og sumar aðrar kirkjur, ekki einu sinni úr kirkjugarðinum, heldur hafi náttúruöflin, uppblásturinn í Selvoginum hrakið mannfólkið burt af staðnum. Kirkjan ein stóðst raunina og þraukaði á sínum fornhelga grunni.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja fyrir 1810.

Kirkjuhúsið, sem eitt stendur á gömlum bæjarhóli hins nýrri landnámsstaðar í Krýsuvík, var reist 1857. Kirkjusmiðurinn var Beinteinn Stefánsson, frændi vor í Bergsætt. Krýsuvíkurbúendur voru þá Þórhalli Runólfsson, sem var fullmektugur við hina fýrstu kirkjuskoðun síra Páls Ólafssonar prófasts og Ísleifur Guðmundsson, sem flutst hafði austan úr Rangárþingi út í Krýsuvík. Fólk var fleira í Krýsuvík, þegar þetta var, en nokkru sinni fyrr eða síðar og guldust kirkjunni 12 ljóstollar. Á staðnum vom 19 manns í tvíbýli, en byggð á báðum kotunum, Suður- og Norður-, á Nýjabæ bæði Stóra- og Litla- (tvíbýli) Snorrakoti, Haus, Læk og Arnarfelli, á Vigdísarvöllum milli Núpshlíðar og Austurhálsa, og Bæli.

Krýsuvík

Krýsuvík 1900.

Kirkjan var byggð af altimbri eins og það var gjarna orðað, ef alls ekki var torfveggur að, ekki heldur að kórgafli neðanvert. Liðnir voru 2 vetur, frá því er kirkjan komst upp, þegar prófastur Kjalamesprófastsdæmis vísiteraði, en ytra byrði vantaði þó enn á þakið. Fékk kirkjuhaldarinn fyrirmæli um að leggja það strax og var það gert. Húsið er byggt á grjóthlöðnum grunni og yfir höfuð stæðilegt, segir síra Ólafur í kirkjuskoðunargerðinni.

Krýsuvíkurkirkja

Innansmíð Krýsurvíkurkirkju teiknað árið 1810 – Holland.

Að innanmáli er það 10 og 1/4 alin lengdar, 6 álna breitt, þ.e. nálega 25 m2. Undir bita 2 álnir 20 og 1/2 þumlungur, 1,75 m. Á kirkjugólfi eru 9 bekkir með bakslám, 27 sæti fullorðinna. Milli kórs og framkirkju skilrúm með pílárum. Þilset eru í kórnum að fyrri venju og hefur verið rúmt þar á húsbændum, sem eru 14 í sókninni, þegar kirkjan var byggð. Þórhalli staðarhaldari og síðan Jón sonur hans áttu sess og sæti við gaflþilið, sunnanvert við altarið, sem var hið sama og í fyrra kirkjuhúsi, predikunarstóllinn í milligerðinni hinn sami og fyrr, en gráður nýsmíði. Gamla hurðin með skrá og hjörum var „vond“, og hefur þurft um að bæta. 2 sexrúðugluggar á hvorri hlið, 4ra rúðu gluggi yfir dyrum.
Gripir og áhöld eru úr fyrri kirkju, silfurkaleikur með patínu, 2 altarisstjakar af tini, skírnarfatið leirskál, gömul sálmabók og Vajsenhúsbiblía. Klukka er ein og á rambhöldum og er hún hljómgóð.

Fáskrúðug kirkja og lítilfjörlegt altari
Þórarinn BöðvarssonSíra Ólafur Pálsson fór norður að Melstað 1871 og varð þá prófastur síra Þórarinn Böðvarsson í Görðum. Skiptir mjög um tón í úttektarlýsingum og var síra Þórarinn aðfinnslusamur í meira lagi. 1872 leggur hann fyrir Ingveldi Hannesdóttur, sem bjó
ekkjan það fardagaár á staðnum, að hún láti þegar í stað bika kirkjuna og 1874 þarf að bæta suðurhliðina hið bráðasta og leggja nýja ytri súð að sunnan. Þröskuld vantar, gráðurnar eru „lamaðar“, lausar, og altarið segir hann, að sé lítilfjörlegt. Þá verður að kaupa aðra klukku, svo að hægt sé að samhringja, en hún má þó vera lítil.
Ennfremur fullyrðir síra Þórarinn, að eigendur kirkjunnar hafi sýnt sig sljóa í að lagfæra og vill hann, að meðeigandi, sem búi á staðnum, taki til sín allar tekjur kirkjunnar og verji þeim til aðbóta.

Krýsuvík

Bæjardyrnar á gamla Krýsuvíkurbænum. Erlendur ferðamaður, Livingstone Leamonth, tók þessa mynd af sýslumannshjónunum, Ragnheiði dóttur þeirra og Pétri Fjeldsted Jónssyni, manni hennar og ungum syni.

– Á hásumri 4 árum síðar er prófastur enn á yfirreið og segir þá, að kirkjan sé að öllu fáskrúðug. Af þeim og fyrri um mælum síra Þórarins í Görðum mætti ólykta, að hann væri hinn mesti hákirkjumaður, skrúðafíkinn og skrautgjarn. Að vísu var embætti hans tekjuhátt og staðurinn í Görðum ríkur. Áður sat hann að auðlegðinni í Vatnsfirði, en fyrr aðstoðarprestur föður síns í velsældinni á Mel í Miðfirði. Og alþingismaður var hann í 25 ár. Andstæður ríkidæmis og þess, sem er óálitlegt eins og síra Þórarinn lýsir Krýsuvíkurkirkju, afhjúpa auðmýkingu mikillætis.
Er hér var komið, var Árni Gíslason sýslumaður á Kirkjubæjarklaustri, einn fjárríkasti bóndi á landinu og jafnvel tíundarhæstur á sinni tíð, orðinn eigandi meiri hlutans í Krýsuvík.

Kirkjubæjarklaustur

Árni sýslumaður bjó lengi stórbúi á Kirkjubæjarklaustri, áður en hnn fór búnaði sínum út í Krýsuvík.

Þykir nú prófasti bera vel í veiði og segir árið eftir að Árni lét af sýslumannsembætti og var kominn alfluttur út í Krýsuvík, að kirkjan hafi undanfarið verið miður vel um gengin og vanti nú, að hinn heiðraði kirkjueigandi sýni henni þann sóma, er þörf sé á. Háskuld kirkjunnar lækkaði um helming við jarðakaup sýslumanns 1. febrúar 1878 og varð þá 358 ríkisdalir. Þau hlýju orð setur hann aftan við í bréfabók prófasts, að kirkjusókn sé góð, og að ekki sé unnið á helgum dögum í sókninni. Sem raunar gat varla verið hætta á, þegar þjóðkunnugt yfirvald var setst að í hinni litlu sókn og var staðarhaldari og eigandi, en allir „kotamennirnir“ á hjáleigunum landsetar hans. Hitt er svo annað og er það Árna Gíslasyni að þakka að frumkvæði og framkvæmd, að 1882 er Krýsuvíkurkirkja gallalaust hús og þétt. Þar að auki hefur hafst upp á hinni týndu handbók kirkjunnar, útg. 1869.
KrýsuvíkÞetta var samt erfitt ár. Sumarið kom ekki 1882, hvergi á landinu, og mislingarnir fóru yfir, ógnleg fallsótt, því að þeir höfðu ekki gengið síðan 1846. Varð oft messufall og líkaði Árna Gíslasyni það illa, en hann var prestsonur og mjög trú- og kirkjurækinn. Fækkar sem vænta má í sókninni við þessi ókjör. Og það er ekkert fermingarbarn árið eftir. Eitt átti að ganga til spurninga og fermast 1885, en prófastur sagði, að barnið væri svo illa læst, að ekki gæti það fermst, fyrr en 18 ára.
KrýsuvíkSumarið 1886 gengur prófastur ríkt eftir, hver sé orsök messufalla, úr því að ekki sé nú helgidagavinnan: Það treystir sér enginn til að byrja sálmasönginn. Hinn siðferðisgóði þingaprestur, síra Eggert Sigfússon í Vogsósum hefur ef til vill verið ólagviss og ekki getað treyst því að finna rétta tóninn, en hann er þreyttur, þegar tekið er til eftir þriðja slátt klukkunnar einu. Útkirkjuvegurinn er firna langur og presturinn er uppgefinn og hás, jafnvel þótt færi úteftir á laugardaginn. Hann er kvíðinn og svo rámur, að hann verður að spara veika röddina til þess að geta flutt ræðuna. Dauðinn fór að honum, þegar hann var að koma úr einni messuferðinni utan úr Krýsuvík, kúgaþreyttur. Þriðja, þunga slag hjartans var endanlegt.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – legsteinn Árna Gíslasonar, sýslumanns.

Árna sýslumanni var hælt fyrir góða söngrödd í Bessastaðaskóla, en nú gerist hann gamall fyrir aldur fram. Hann er 65 ára. Vonbrigðin í búskapnum í Krýsuvík, er hann hafði misst fjölda fjár og sá, að landið var ofbeitt, en rányrkja stunduð í Krýsuvíkurbergi, olli þeim kvíða, að röddin bilaði. Hún brast við andlegt álagið.
Messusöngurinn átti eftir að breytast síðar, því að 18 ára stúlka frá Herdísarvík, sem varð húsfreyja á Stóra Nýjabæ 1895 og bjó þar í 38 ár, var mjög músíkölsk og hafði fallega rödd. Það var Kristín Bjarnadóttir og lét hún ekki undir höfuð leggjast að sækja kirkju sína. Börn hennar mörg erfðu sönggáfuna með tóneyra móður sinnar, og sungu í fyllingu tímans í kirkjukórum norðanvert á Reykjanesskaganum.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja fyrrum – tilgáta.

1888 lætur Árni Gíslason vinna að hleðslu og aðbótum um kirkjugarðinn og þó nokkuð er aðhafst í viðhaldi kirkjuhússins flest árin, m.a. er þess getið 1890, að ákveðið hafi verið að stjóra allar trékirkjur niður með járnum, allajafna akkeriskeðjum, sem bundnar vom um stórgrýti í jörðu. Víða um land sér þessa dæmin og munu keðjurnar hafa forðað mörgu kirkjuhúsinu frá foki. Einna mest var aðhafst á síðasta sumri Árna, er hann lét járnklæða kirkjuþakið.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – keðjufestingar.

Hefur bárujárn síðan verið ysta byrði súðarinnar utan og 1901 voru svo veggir og gaflar járnklæddir. Enda þótt járnklæðning gömlu trékirknanna þyki nú ljót og hafi víða verið rifin af, er hitt ómótmælanlegt, að mikil vörn var í, ekki sízt í byggðum, sem eru svo opnar fyrir allri sunnanátt og stórrigningum af hafi sem Suðurkjálkinn. Fá ár eru síðan bárujárnið var rifið af Krýsuvíkurkirkju og húsið standklætt af nýju eins og sér á meðfylgjandi mynd, sem tekin var á veturnóttum 1998, nema þakið sem skiljanlegt er.
Síra Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur var prófastur í aldarlokin og kveður við mildari tón í skoðunargerðum hans í Krýsuvík. Einhver hin síðustu orð síra Þórarins í Görðum um kirkjuna eru, að hún sé óálitleg og skrautlaus, en síra Jóhann getur glaðst yfir bárujárnsþakinu og nýju lofti, sem lagt er á bitana í framkirkjunni alveg inn að kór, og hefur milliverkið þá verið tekið ofan og rifrildinu kastað á eldinn, þó að nægur væri nú rekinn á hinni afar löngu úthafsströnd staðarins. Hins er að gæta, að vegna þess hve lágt er undir lausholt og bita er loftið hin mesta skemmd á kirkjunni. Það gagn í, að fyrr og betur nýtur upphitunar um embætti, en hún var að sjálfsögðu aðeins frá fólkinu sjálfu, kirkjugestum, auk þess sem kirkjuloftin voru þurr og trygg geymsla staðarhaldarans.

Eldavél og íveruhús

Vogsósar

Vogsósar. Við þennan stein í túninu lagðist séra Eggert til hinsta svefns, aðfram kominn.

Þegar Selvogsþing voru lögð niður 1907, og komu lögin til framkvæmda við skyndilegan dauða síra Eggerts hinn 12. október árið eftir, voru alls 100 manns í prestkallinu, 18 í Krýsuvíkursókn. Þá var heimabóndi Jón Magnússon, kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir og áttu 3 ung börn og héldu vinnufólk, en Guðmundur Jónsson og Kristín Bjarnadóttir á Stóra-Nýjabæ, og voru þá fædd 9 af 18 börnum þeirra, en andvana sveinn 1906.
Jón heimabóndi og Guðmundur kotamaður, eins og hjáleigubændurnir voru nefndir, voru leiguliðar Einars Benediktssonar fv. sýslumanns Rangæinga og H. Th. Amemanns, sem var auðmaður í Osló. Keyptu þeir Krýsuvík með hjáleigunum, og Herdísarvík 1908, og voru kaupin innsigluð hinn 17. nóvember (skv. upplýsingum sýsluskrifstofunnar á Selfossi 25/2 1999).

Staður

Staður við Grindavík.

Eftir þetta var Krýsuvík útkirkjusókn frá Stað í Grindavík og þjónuðu síra Brynjólfur Gunnarsson og síðan nafni hans Magnússon þú rúma 2 áratugi, sem sóknin hélzt við. 1929 var hún sameinuð Grindavíkursókn og kirkjan í Krýsuvík „afhelguð“ sem kallað er.
Varð þess raunar skammt að bíða, að úþreifanlegt yrði, en Marteinn Þorbjamarson frú Þúfu í Ölfusi, sem bjó og útti lögheimili um sinn í Krýsuvík, en var lengi viðloða og lagði mikla stund á egg og fugl í Krýsuvíkurbjargi, fékk heimild til að innrétta íbúð í kirkjuhúsinu. Altari og predikunarstóll fóru í vörzlu Þjóðminjasafns. Skilveggur var settur um þvert og loft lagt á bita yfir kórnum. Þar, á kórgólfi kirkjunnar, var aðal vistarveran og eldavél komið fyrir með tilheyrandi reykhúfi. í „bæjardyrunum“ var töluvert rými að sunnanverðu í framkirkju, en á bakborða afþiljað búr og geymsla.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1953.

Í fyrstu ætlaði Marteinn íbúðina í kirkjunni aðeins til vor- og sumarnota, er hann stundaði bjargsigið, að því er frú Guðbjörg Flygenring í Hafnarfirði telur, en húsið var með öllu óeinangrað og gólfið lét brátt undan síga við þetta óvænta og annarlega álag. Svo fór þó, að Marteinn, sem m.a. var kunnur af bjargsigi, er hann sýndi á Alþingishátíðinni, lét Magnúsi Ólafssyni, svila sínum, kirkjuhúsíbúðina eftir og hafði Magnús þar að kalla ársvist fram til þess, er hann missti heilsuna og lamaðist af slagi 1945. Bar það að í kórkamersinu í kirkjunni. Svo vel vildi til, að kunnugir áttu erindi í Krýsuvík í þann dag. Var Magnús fluttur á kviktrjám út í Grindavík, en Krýsuvíkurvegurinn ekki fær eða til fulls á kominn. Um símasamband var ekki að ræða, er enginn átti lögheimili í Krýsuvík eftir 1933 og aðeins Magnús, sem hélzt þar við.

Ólafur Þorvaldsson

Ólafur Þorvaldsson.

Fornvinur hans, Ólafur Þorvaldsson þingvörður, og nágranni, þegar bjó í Herdísarvík, minntist Magnúsar í fallegri blaðagrein, þegar hann dó 1950 (Mbl. 21.okt.), og í bók Ólafs, Harðsporum, sem út kom 1951, er mikinn fróðleik að finna um lífið í Selvogi og á Suðurkjálkanum, einkum Herdísarvík og Krýsuvík. Og Árni Óla, blaðamaður og rithöfundur, skrifaði um bóndann í Krýsuvík og einbúann í vetur (Landið er fagurt og frítt, 1941). Ekki skal það endursagt, en vísað til eins og Harðsprora Ólafs í Herdísarvík.
Björn Jóhannesson Að hinu skal vikið, að kirkjan átti eftir að nú fyrri helgi einfaldleikans og vígslu 31. maí 1964. Átti Vestur-Húnvetningurinn Björn Jóhannesson f.v. forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, framkvæði að endurreisn hins aldna guðshúss, sem fór mjög hnignandi, einkum frá 1908, 10 árum eftir daga Árna sýslumanns, er annar fv. sýslumaður, stórskáldið, og hinn erlendi gróðamaður vora orðnir eigendur Krýsuvíkursóknar og alls ekki var framar sinnt um staðarbætur.
Hver leigubóndinn á fætur öðrum kom að hinu forsárlausa höfuðbóli. Allar hjúleigurnar voru farnar í eyði litlu fyrr, nema Stóri

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1964.

Nýibær, þar sem samfelld búskapartíð Guðmundar Jónssonar varði fram yfir kreppuárið mikla 1932.
Greiddi Björn allan kostnað af verkinu og fékk hann Sigurbent G. Gíslason trésmið til smíðanna eins og frá er sagt í Sögu Hafnarfjarðar 1908-1981. Var Sigurbent dóttursonur kirkjusmiðsins 1857, Beinteins Stefánssonar bónda í Arnarfelli.
Húsfriðunarnefnd og Jöfnunarsjóður kirkna komu löngu síðar til og er því enn meir vert um forgöngu Björns að endurreisn Krýsuvíkurkirkju. Biskup Íslands vígði hið litla guðshús, sem þú varð ekki einu sinni heimiliskapella, en stendur eitt og yfirgefið á fornum staðarhólnum, þar sem Krýsuvík var upp byggð, eftir að Ögmundarhraunið brann.

Herdíarvíkurgata

Herdísarvíkurgata.

Heilli lengdargráðu austar en landneminn reisti bæ sinn, samt óravegu vestur frá Selvogi, en viðlíka langt að Herdísarvík og út í Ísólfsskúla við Hraunsvík, margra tíma ganga, liggja gömlu göturnar stundarleið frá ströndinni, þar sem óhindrað Atlantshafið lemst við Suðurkjúlkans grjót og harða auðn.
Einnig í brimveiðistöðinni að Selatöngum. Þaðan var farið í síðasta róðurinn sumarið 1917. Þú var skáldjöfurinn, eigandi landsins frá sjávarmáli fyrir Húshólma og undir Krýsuvíkurbergi norður að Kleifarvatni, búsettur í London, en lifði í dýrlegum fagnaði á sólmánuði í Osló, þar sem meðeigandi Krýsuvíkur átti heima, fésýslumaðurinn Arnemann.“

Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Heima er best, 3. tbl. 01.03.1999, í Krýsuvík á Suðurkjálka, Ágúst Sigurðsson, bls. 95-99.

Krýsuvík

Krýsuvík – herforingjaráðskort 1910.

Skíðaskáli KR

Skíðadeild KR var stofnuð 1934. Tveimur árum eftir stofnunina var byggður skíðaskáli í Skálafelli.
Skíðaskáli KR í Skálafelli 1936-1955.Ekki var byggður annar skáli fyrir starfsemi félagsins fyrr en eftir seinna stríð, en sá var staðsettur í Hveradölum. Skálarnir brunnu hinsvegar báðir. Skálinn í Hveradölum fórst í bruna árið 1953 en skálinn í Skálafelli fórst einnig í bruna, tveimur árum síðar, eða árið 1955. Strax eftir brunann í Skálafelli var tekin ákvörðun um að endurbyggja skálann og hafa hann glæsilegari en áður. Þann 1. mars árið 1959 var nýr skáli vígður.
Fyrsti skáli KR í Skálafelli var 6×8 metrar að flatarmáli byggður 1936. Hann var síðan tvívegis stækkaður og varð 200 fermetrar að gólffleti (á 3 hæðum). Var bygging þess skála miklum erfiðleikum bundin, sem sjá má á því, að bera þurfti allt byggingarefnið 5 km. leið í nær 500 m. hæð upp í fellið. Sá skáli brann til ösku 1955.

Skílaskáli KREinar B. Pálsson prófessor er einn af fyrri tíma skíðafrömuðum þessa lands og líklega er þeirra manna lítt getið í umræðum um skíðaíþróttina hérlendis. Tiðindamaður Skíðablaðsins átti leið um vesturborgina nýverið og ræddi þá við þennan ágæta mann.
Árið 1935 reisti KR, eða félagar úr því félagi skála í 576 metra hæð í Skálafelli. Einar átti ekki þátt í þeirri byggingu, en hins vegar var skálinn stækkaður 1938 og þá var Einar með. Viðmælandi Skíðblaðsins segir svo frá: „Það var oft býsna gaman í skíðaferðum þarna uppi. Enginn var vegurinn og þurftum við að ganga að bílunum sem voru í um 5 km fjarlægð.
Þarna voru farnar ferðir um hverja helgi og í lok hverrar ferðar þurfti náttúrulega að taka til. Við vorum um 10 sem gerðum það og byrjuðum yfirleitt þegar þeir fyrstu lögðu af stað til bílanna.
Skíðaskáli KRSvo mikið þurftum við að flýta okkur, að þegar þeir síðustu úr aðalhópnum komu að bílunum var einmitt ætlast til, að við værum að koma að.“
Fyrsti skíðaskáli KR í Skálafelli var teiknaði árið 1936 af Gísla Halldórssyni, arkitekt og borgarfulltrúa (1914-2012).

Í hlíðum Skálafells er varða, hlaðin á leifum skíðaskálans. Á vörðunni er skjöldur er á er letrað „Hér stóð skáli Skíðadeildar KR; 1936-1955“. Við vörðuna má enn sjá leifar af skálanum.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Sk%C3%AD%C3%B0adeild_KR
-Fálkinn, 32. árg. 1959, Skíðaskáli KR, bls. 3.
-Morgunblaðið 01.11.1980, Skíðaíþróttin er fyrir alla, Einar B. Pálsson, bls. 14-15.

Skíðaskáli KR

Skíðaskáli KR. Minnismerki á grunni skálans 1936-1955.

Úlfarsfell

Í Dagur/Tíminn árið 1996 fjallar Freyja Jónsdóttir um bæinn „Úlfarsfell“ og nágrenni:

Úlfarsfell

Úlfarsfell er hæst 296 metrar yfir sjávarmáli.

„Þegar rætt er um fjallasýn frá höfuðborginni, er það oftast Akrafjall, Skarðsheiði og Esjan sem koma upp í hugann. En ein er sú náttúruperla rétt við bæjardyrnar hjá okkur Reykvíkingum, sem mætti gefa meiri gaum. Hér er átt við Úlfarsfellið, sem blasir við í austurátt. Þegar ekinn er Vesturlandsvegur í átt að Mosfellsbæ, liggur leiðin meðfram Úlfarsfelli og heitir Hamrahlíð þar sem farið er hjá. Þar var eitt sinn kotbýli, sem nefnt var eftir hlíðinni. Sjást enn leifar af bæjarrústum.
Norðan í Úlfarsfellinu eru Lágafellshamrar, þar fyrir neðan í hlíðinni voru beitarhús frá Lágafelli, sem nú er löngu aflögð en mótar enn fyrir rústum þeirra.
Á Úlfarsfelli nær gróður upp á hæsta koll, sem er 295 metra yfir sjávarmál.

Úlfarsfell

Úlfarsfell – útsýnispallur.

Af fellinu er afar fagurt útsýni og blasir við Faxaflói, Snæfellsnes, Reykjanesskaginn, Reykjavík, Mosfellsbær og Mosfellsdalur allt austur á Þingvöll. Fyrir norðan fellið er
þéttbýliskjarni Mosfellsbæjar. En fyrir sunnan er býlið Úlfarsfell, landnámsjörð úr landnámi Ingólfs Arnarsonar, sem stendur sunnanmegin í hlíðinni við rætur fjallsins. Ekki er vitað með vissu af hverju fjallið dregur nafn, en telja má víst að bæði bærinn, fellið og áin dragi nafn af því sama.

Úlfarsá

Úlfarsá – herforingjaráðskort.

Upptök Úlfarsár eru uppi í Seljadal, sem gengur inn í Mosfellsheiði, hún rennur niður með Þormóðsdal og Miðdal og síðan í Hafravatn. Úr Hafravatni rennur áin síðan á leið sinni til sjávar við túnfótinn á Úlfarsfelli, framhjá þar sem eyðibýlið Kálfakot var áður, ekki langt frá þeim slóðum sem býlið Úlfarsá er nú. Hún rennur síðan framhjá Lambhaga, eyðibýli sem nú sést ekkert eftir af, en var á svipuðum slóðum og gróðrarstöðin Fífilbrekka stendur nú.
Sjávarmegin við Vesturlandsveg er áin kölluð Korpa. Fleiri býli voru við Úlfarsfellið, sem nú eru löngu farin í eyði. Reykjakot var hjáleiga norðaustan við Úlfarsfellið.

Úlfarsfell

Úlfarsfell og nágrenni – herforingjaráðskort.

Um árið 1700 bjó þar Jón Rafnsson. Þrennt var í heimili og varð bóndinn að greiða afgjald af kotinu til kirkjueignar Suður-Reykja. Afbrýðismaður af þessari hjáleigu var maður að nafni Teitur Magnússon, sem bjó í sínum eigin bæ. Bæinn byggði Teitur með leyfi landsdrottna sinna og hafði grasnytjar á hjáleigunni. Samkvæmt kirkjubókum bjó í Reykjakoti árið 1835 Ólafur Vigfússon, 36 ára, talinn eigandi jarðarinnar. Einnig Guðrún Magnúsdóttir, 24 ára, kona hans og börn þeirra: Vigfús, 4 ára, og Valgerður, ársgömul. Þá er á heimilinu Guðrún Sveinbjörnsdóttir léttakerling. Um 1870 er farið að halda undan búskap í kotinu. Þá býr þar sonur Ólafs, Vigfús, og þiggur af sveit. Kona hans var Sigríður Narfadóttir frá Klausturhólum. Þau hjónin áttu fjögur börn: Þorbjörgu 14 ára, Ólöfu 11 ára, Narfa 8 ára og Magnús á fyrsta ári.

Úlfarsá

Úlfarsá og nágrenni – kort.

Árið 1890 eru aðrir ábúendur í Reykjakoti. Á þeim stað sem Reykjakot var eru nú húsin Akrar og Reykjahvoll. Stekkjarkot var önnur hjáleiga milli Úlfarsfells og Reykjakots. Þar bjó Þorkell Magnússon árið 1703.
Á bænum Úlfarsfelli hefur sama ættin búið frá aldamótum. En þá keyptu jörðina ung og dugmikil hjón, Skúli Guðmundsson, fæddur 18. mars 1870 og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir, fædd 2. nóvember 1873.
Skúli var lengi vegavinnuverkstjóri og vann við lagningu Vesturlandsvegar. Hann þótti dagfarsprúður maður og harðduglegur.
ÚlfarsáÁrið 1910 eru talin til heimilis á Úlfarsfelli hjónin Skúli og Guðbjörg ásamt börnum sínum, Haraldi sem síðar varð tollvörður í Reykjavík, Láru sem giftist séra Hálfdáni á Mosfelli, Kjartani, Guðmundi sem lést ungur úr spönsku veikinni og Grími, sem búið hefur á jörðinni frá 1960. Þá voru einnig á heimilinu Margrét Þorsteinsdóttir frá Reynivallastöðum í Kjós, Guðbjörg Þorkelsdóttir frá Garðastöðum í Gullbringusýslu, Ásdís Egilsdóttir frá Haukadal í Árnessýslu, og Gísli Magnússon. Allt var þetta fólk á besta aldri, nema Ásdís sem var gamalmenni.
Þegar ekið er frá Vesturlandsvegi sunnan Úlfarsfellsins er Leirtjörn á vinstri hönd, lítil pollur sem þornar upp í þurrkatíð. Nálægt tjörninni byggði Carlsen, sem gekk undir viðurnefninu minkabani, sér hús og skýli ásamt girðingu fyrir minkahundana. Flestir sem komnir eru um eða yfir miðjan aldur kannast við Carlsen, en hann vann þarft verk við útrýmingu minks á árunum 1950 til 1970.

Úlfarsá

Úlfarsfell 1996.

Upp frá Fellsmúla, næsta býli við bæinn Úlfarsfell, er Gildruás, klettahryggur í fellinu og er nafn hans dregið af gildru sem var hlaðin þar til að veiða tófur í. Mýrdalur heitir mýrardrag upp með ásnum, þar voru til margra ára beitarhús frá Úlfarsfelli. Niður á bökkum Úlfarsárinnar var fjárborg, hlaðin úr torfi. Fjárborgir voru nokkuð algengar á fyrstu tugum aldarinnar og voru gerðar til skjóls fyrir sauðfé. Í vondum veðrum sóttu hross í fjárborgir þar sem þær voru. Fjárborgir voru flestar hlaðnar í hring og þaklausar, ekki ósvipað og rétt.

Úlfarsfell

Fjárhús í Mýrdal á Úlfarsfelli.

Í hlíðinni fyrir ofan bæinn á Úlfarsfelli, þar sem nú er Skyggnir, jarðstöð Pósts og síma, voru til margra ára myndarleg fjárhús Úlfarsfellsbænda.
Stórihnjúkur heitir hæsti hnjúkur Úlfarsfells og er hægt að aka á jeppa upp á hann. Þegar Grímur Norðdahl, sem nú á jörðina Úlfarsfell, byrjaði þar búskap 1961, lét hann lengja vegarslóða, sem náði upp í miðjar hlíðar Úlfarsfells alla leið upp á Stórahnjúk.
Nokkrar góðar gönguleiðir eru upp fjallið og færar frísku fólki. Hægt væri að gera Úlfarsfell að mjög skemmtilegu útivistarsvæði með fremur litlum tilkostnaði. Veginn upp á fellið þarf að laga og koma upp útsýnisskífu á efsta hnjúk þess.“

Heimild:
-Dagur/Tíminn, 195. tbl. 12.10.1996, Úlfarsfell, Freyja Jónsdóttir, bls. 11.

Úlfarsá

Úlfarsá 1980 – tóftir gamla bæjarins nær.

Keflavík

Í Faxa árið 1996 skrifar Sturlaugur Björnsson „Um daginn og veginn“ í Keflavík fyrrum daga:

Sturlaugur Björnsson

Sturlaugur Björnsson (1927-2023).

„Vegurinn út í Leiru liggur í nokkurri lægð við gömlu bæjarmörkin, uppaf Grófinni, á hægri hönd er Klifið og skammt þaðan er gamli vegurinn, í famhaldi af Kirkjuveginum. Tvö vörðubrot eru hér, annað úr vörðu sem hefur verið við veginn og hitt úr stórri vörðu u.þ.b. 3 sinnum 3 m sem gæti hafa verið landamerki. Ólafur Sigurðson frá Túnbergi hefur hlaðið upp að nýju nokkrar af vörðunum við gamla veginn.
Hleðslur, vörður og vörðubrot eru víða á Suðurnesjum. Vörðurnar voru til að leiðbeina við troðninga og götur, eins og fram hefur komið. Aðrar sem siglingamerki svo sem Kalka sem var á Háaleiti, þetta nafn fékk varðan af því að hún var hvílkölkuð. Frá Háaleiti var svo víðsýnt að menn voru sendir þangað til að fylgjast með ferðum skipa. Sagt var að Háaleitið væri gamall sjávarkampur og að í honum hafi fundist skeljabrot. Háaleitið er horfið undir mannvirki á Keflavíkurflugvelli.

Hafliði Nikurlásson

Hafliði Nikurlásson (1879-1950).

Eftir að gamli vegurinn út á skagann var aflagður og nýr tekinn í gagnið var Hafliði Nikulásson, sem vakti nokkra athygli fyrir lágan vöxt og átti ungur heima í Garðinum (en hafði fluttst austur á firði), í heimsókn á bernskuheimili Bjarna Jónssonar, Kothúsum í Garði. Hafliði var spurður með hvaða bíl hann hefði komið. Hafliði sagðist hafa komið gangandi en séð bíla keyrandi upp í heiði!
Berghólsborg er áþekk Keflavíkurborg, en mun betur farin. Þær gætu verið óvenjulegar. Heillegar og hrundar fjárborgir eru hér víða, má nefna Árnaborg sem er í heiðinni milli Garðs og „Rockville.“

Fjárborgir
Keflavíkurborg er á hæð vinstra megin vegar þegar haldið er út úr bænum, norður af „nýju„ stóru grjótnámunni. Kellavíkurborg hefur verið hlaðinn úr grjóti, hún er hringlaga, innanmál hennar er u.þ.b. 8 m með um 6 m beinum vegg að sunnanverðu og út frá honum eru veggir sem mynda rými sent er u.þ.b. 3 sinnum 3 m að utanmáli, veggþykktin í sjálfri borginni er tæpur metri.

Keflavíkurborg

Keflavíkurborg.

Í miðri borginni er kassalaga hleðsla, (gæti verið garði, til að gefa á).
lnn milli Berghólanna er gróin rúst og sést hún frá þjóðveginum.

Hólmsberg
Hér er Hólmsberg. Til skamms tíma hefur Hólmsbergið verið nær ósnortið af mönnum. Keflavíkurbjarg og nokkuð land inná Bergið útundir Helguvík er friðlýst. Eftir friðlýsinguna er eins og menn hafi tapað áttum í umgengni þar.
Hlífa ætti viðkvæmri gróðurþekjunni sem hefur aðlagast seltu og næðingi og framræsla hélt ég að heyrði sögunni til, frá öllu jarðraski getur myndast rof. Það ber að vernda náttúru Bergsins sern er ákjósanlegt úlivistarsvæði.

Keflavíkurberg

Brunnur á Keflavíkurbergi.

Norður af byggðinni á Berginu er steyptur stöpull, þar rétt hjá, í sléttu klöppunum er „brunnurinn“ sérstök náttúrusmíð, rétthyrndur um það bil 70 sinnum 80 sm og aðeins um 30 sm djúpur. Reitt hjá honum er „pollur,, sem í voru hornsíli, þar er votlendisgróður og ber mest á fífu. Fyrsti ábúandi Bergsins Nikolai Elíasson nýtti vatnið hér til að brynna kúnum.
Upp af Stekkjarláginni er mishæð með sléttar klappir. Þær nota mávarnir og láta kuðunga (beitukóg) falla á þær, við það brotna þeir og fuglarnir ná í krabbana sem eru í kuðungunum. Ummerki þessa athæfis mávanna sjást víða á sléttum klöppum. Á umræddri hæð er vörðubrot.

Nónvarðan, sprenguefnageymslan og Háberg

Reykjanesbær

Nónvarða – Rótarýklúbbur Keflavíkur endurreisti vörðu þessa á holtinu ofan við götuna Nónvörðu árið 1973.
Holtið gekk ætíð undir nafninu Nónvarða og mundu menn vörðu er áður hafði staðið þarna. Varða sú var eyktamark frá Keflavíkurbæ og sýndi eyktamarkið nón, þ.e. um kl. 15:00. Eyktamark er fastur punktur í landslagi sem var til forna notaður sem viðmið við sólargang til að vita hvað tímanum líður. Til dæmis átti það við um fjallatoppa, hóla eða hæðir eða jafnvel hlaðnar vörður, sem sólina bar í séð frá ákveðnum bæ, á tilteknum tíma. Algengt var að slíkir staðir hétu eftir eyktamörkunum, svo sem eins og Nónvarða, Hádegishnúkur eða eitthvað slíkt.

Og nú hefur Sprengiefnageymslan, sem var á holtinu, rétt hjá Mánahestinum og gömlu grjótnámunni, verið endanlega eyðilögð. Á báðum stöðunum og Háabergi var tekið grjót í hleðslurnar sem settu svo mikinn svip á Keflavík forðum daga. Þar sjást ummerki þess hvernig grjótið var klofið með fleygum og síðan höggvið til. Þetta eru sögulegar menjar sem virðast eiga fáa málsvara, þær eru skildar eftir þegar tekið er til hendi í næsta umhverfi þeirra.

Myllubakkinn

Með ærnum kostnaði hefur verið sturtað grjóti og mold og síðan tyrft yfir Myllubakkann og umhverfi hans. Eftir það var Ægisgatan lögð og nýlega mátti lesa í Víkurfréttum. „Hleðslur fá nýtt hlutverk. Gamlar steinhleðslur við Hafnargötuna sem fyrir nokkru lentu undir mold og torfi fá nýtt hlutverk. Nú er unnið að því að grafa þær upp og síðan verða þær notaðar í gamla bænum í Keflavík. Mikið hagræði er í því að grafa hleðslumar upp í stað þess að höggva til nýtt grjót“.
Voru einhverjir að vakna?

Örnefni og ummerki sem bent geta til fyrri lifnaðarhátta – Rósaselvötn, Seltjörn og Snorrastaðatjarnir

Rósel

Róselsvötn – sel.

Rósel við Róselsvötn (Rósaselsvötn).

Rósaselsvötn, nafn þessara fallegu vatna gefur til kynna að þar hefur verið sel. Vestan við stærra vatnið eru rústir. Á sumrin var tekinn mór af stærra vatninu ef það þomaði upp. Mórinn þótti afar góður vegna þess hve mikið var af trjárótum og kvistum í honum, af því má ætla að hér hafi verið annað gróðurfar en nú er. Norðan við vötnin liggur troðningur milli Keflavíkur og Hvalsness, eftir honum var mórinn fluttur og einnig ís sem tekinn var af vötnunum á vetrum til frystingar á síld til beitu.
Við nyrstu Snorrastaðatjörnina eru rústir og einnig eru rústir við Seltjörn. Á þessum stöðum hefur verið nokkuð beitilandi og vatn til að brynna búsmala og halda mjólkurílátum hreinum.

Stekkir

Keflavík

Stekkur í Stekkjarlág undir Stekkjarhamri.

Stekkjarhamar og Stekkjarlág vísa til þess að þar hefur lömbum verið haldið frá ánum, á báðum stöðunum eru rústir. Í bakka „Kartöflugarðsins“, var einstígur sem kallaður var Lambastígur sem bent gæti til þess að eftir honum hafi lömbin verið rekin út í Stekkjarlág til yfirsetu. (Grasigróna brekkan sem lá upp Bergið gekk undir nafninu Kartöflugarðurinn, í bakka hennar, sem var framhald af Keflavíkurbjargi, var Lambastígurinn. Bakkanum hefur verið rutt niður).

Stekkjarkot

Stekkjarkot

Stekkjarkot – Víkingasafnið í bakgrunni.

Rétt utan við eystra túngarðshornið í Stekkjarkoti er jarðfastur steinn. Í honum eru meitlaför. Líklega er steininn fiskasteinn. (Steinn til að berja harðfisk á). Hans er ekki getið í kynningaritinu um Stekkjarkot.“

Heimild:
-Faxi, 2. tbl. 01.03.1996, Um daginn og veginn, Sturlaugur Björnsson, bls. 33-34.
Myllubakki.

Stóra-Eldborg

Í nágrenni Stóru Eldborgar undir Geitahlíð hefur verið komið fyrir fjórum skiltum. Það stærsta er við bílastæðið neðan við Eldborgina, annað minna er við bílastæðið nálægt Litlu Eldborg, þriðja við dysjar Krýsu og Herdísar neðst í Kerlingardal og það fjórða efst á Deildarhálsi við gömlu Herdísarvíkurgötuna.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg – skilti.

Skiltin fjögur virðast vera á vegum Umhverfisstofnunar (óskilgreind staðsetning stofnunar), Náttúruverndarstofnunar (staðsett á Hvolfsvelli) og Minjastofnununar (staðsett í Reykjavík).
Svo virðist sem framangreindar opinberar stofnanir hafi ekki haft samráð sín á millum við gerð skiltanna á þessu tiltölulega afmarkaða merkilega minja- og jarðsögusvæði; „Eldborganna undir Geitahlíð“. Bæði er um endurtekningar í textum að ræða sem og misvísanir, að ekki sé talað um prentvillurnar…
Af fenginni reynslu er það mín skoðun að Ríkið þarf að fækka stofnunum sínum eða sameina einhverjar, er ætlað er að hafa það að markmiði að vernda náttúru og umhverfi, um a.m.k. helming. Eins og staðan er í dag virðast þær stofnanir, sem ætlað er að gæta að hagsmunum minja, sögu og umhverfisins, ekki tala saman – sem er bara alls ekki nógu gott.

Litla-Eldborg

Litla Eldborg – skilti.

Stjörnugerði

Í Heiðmörk hefur verið komið fyrir hringalaga „Stjörnugerði“ gert úr „afskurði“ trjáræktar í skógrækt svæðisins.

Stjörnugerði

Stjörnugerðið – skilti.

Stjörnugerðið var opnað í Heiðmörk 21. okt. 2025. Stjörnugerðið á að vera griðarstaður myrkurs og þar á að vera gott að staldra við og glápa á stjörnurnar. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, kom að opnun gerðisins.

„Þetta er sett upp eins og skeifa og þetta er skjólveggur vegna þess að hér getur oft verið hvöss og nöpur norðanátt,“ segir Sævar og að þá verði auðveldara og betra að horfa til himins.

Hann segir að í gerðinu sé fólk komið frá mestu ljósmengun höfuðborgarsvæðisins og því sé þarna hægt að sjá vetrarbrautina, dauf stjörnuhröp og norðurljós.

Stjörnugerði

Stjörnugerðið.

„Þetta er eins gott og það verður fyrir stað sem er tiltölulega nálægt höfuðborginni,“ segir hann og að gerðið sé frábær staður til að sjá náttúruna sem birtist bara á næturnar.

„Þarna er skjólgott fyrir norðanáttinni sem stundum er nöpur og útsýni gott til suðurs þar sem reikistjörnur, tungl og ýmis önnur fyrirbæri eru jafnan hæst á lofti. Á svæðinu eru upplýsingaskilti um næturhiminninn, norðurljósin, tunglið og sólkerfið okkar. Svo er gerðið líka fínasti áningastaður eftir rölt upp á Búrfell.

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Á sama tíma staðfesti Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, að bærinn myndi gefa öllum leik- og grunnskólum bæjarins sólmyrkvagleraugu fyrir almyrkvann 12. ágúst 2026. Þau koma að sjálfsögðu frá solmyrkvagleraugu punktur is. Þar leggur Garðabær sín lóð á vogarskálarnar til fræðslu til almennings um almyrkvann enda er ágóði gleraugnasölunnar nýttur til þess.
Almar segir stjörnubjartar nætur fram undan og mælir með því að fólk fari í gerðið til að njóta þess. Nauðsynlegt sé að klæða sig vel.

Stjörnugerðið er við Heiðmerkuveginn að bílastæðinu í aðdraganda Búrfellsgjár í Garðabæ. Það er staðsett við bílastæði við Heiðmerkurveg sem tengist útivistarstíg að Búrfelli og Búrfellsgjá. Framan við gerðið er skilti. Á því má lesa eftirfarandi:

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

„Velkomin á griðarstað myrkurs við Búrfell í Garðabæ. Hér utan ljósmengunar þéttbýlisins eru góðar aðstæður til að skoða stjörnuhimininn og norðurljósin.
Frá Jörðinni er útsýnið út í alheiminn stórkostlegt. Á heiðskíru, tunglskinslausu kvöldi, fjarri rafslýsingu, sérðu tæplega 3000 stjörnur með berum augum. Allar tilheyra þær Vetrarbrautinni okkar sem liggur eins og ljósleit slæða þvert yfir himininn. Vetrarbrautin sést best á kvöldhimninum á haustin.

Hvað eru stjörnur og reikistjörnur?

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Stjörnurnar eru sólir í órafjarlægð. Þær eru svo langt í burtu að ljós er mörg ár að ferðast frá þeim til okkar. Skærasta stjarna himinsins, Sirius í Stórahundi, er 8,4 ljósár í burtu en Pálstajarnan í Litlabirni, sem er mun daufari, er 448 ljósár fjá jörðinni. Fjarlægustu stjörnurnar sem sjást með berum augum eru í ríflega 1000 ljósára fjarlægð. Með sjónauka séru miklu fjarlægari fyrirbæri.
Fyrr á tímum var samband okkar við stjörnurnar mun persónulegra en nú. Nótt eftir nótt horfðum við til himins og áttuðum okkur smám saman á gangi himintunglanna. Við spunnum sögur úr mynstrum sem við ímynduðum okkur og kölluðum stjörnumerki. Við sáum að sumar stjörnur birtust þegar náttúran var að breytast eftir árstíðum. Himininn var sem klukka, dagatal og kort.

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Við tókum líka eftir fimm hnöttum sem reikuðu um himininn. Þeir höfðu meiri þýðingu en aðrir svo við gáfum þeim nöfn guðanna okkar. Þessir hnettir eru reikistjörnurnar sem flakka um himininn og eru því aldrei á sama stað nema með löngu millibili. Þess vegan eru þær ekki sýndar á kortunum hér.

Njóttu myrkursins
Vonandi nýtur þú þess að horfa til heimins hér í myrkrinu. Gefðu þér tíma. Þú gætir nefnilega líka komið auga á loftsteinahrap, dansandi norðurljós og stöku gervitung á fleygiferð umhvergis plánetuna okkar. Á næturhimninum er ótalmargt að sjá. – Horfðu til himins.

Hvernig er best að skoða stjörnur og norðurljós?
Að skoða stjörnuhimininn er leikur einn!
Klæddu þig vel og gefðu þér tíma. Augun þurfa nefnilega að aðlagast myrkrinu. Þegar augun hafa vanist því sérðu himininn í allri sinni dýrð. Notaður rautt ljós ef þú getur því það truflar myrkrunaraðlögun augnanna minnst.
Prófaðu að beina handsjónauka eða stjörnusjónauka til himins. Hvað sérðu? Geimþokur, stjörnuþyrpingar og jafnvel fjarlægar vetrarbrautir blasa við.“

Inni í stjörnugerðinu eru fjögur skilti er lýsa m.a. sólkerfinu okkar, reikistjörnunum o.fl. Á skiltunum er t.d. eftirfarandi fróðleikur:

1. Tunglið

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Máninn eða Tunglið er næsti nágranni okkar í geimnum. Það er aðeins 384.000 km í burtu að meðaltali, stundum nær eða fjör. Tunglfarar ferðuðust þangað á þremur dögum en ef við gætum ekið þangað tæki ferðin næstum hálft ár.
Tunlið er tilkomumesti sýningagripur himins. Þar er ótalmargt að sjá með berum augum eða sjónaukum; gígar, fjöll, dalir og hraunbreiður. Í sjónauka lifnar yfirborð tunlsins við.

Vaxandi eða dvínandi

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Frá Jörðu breytist ásýnd tunglsins á hverjum degi. þá er sagt að tunglið sé ýmist vxndi eða minnkandi. En hvers vegan? Tunglið er hnöttótt eins og jörðin. Á öllum stundum lýsir sólin upp helming þess. Tunglið fer einn hring um Jörðina á tæpum mánuðu. Þar fer svo eftir því hvar tunglið er á sporbraut sinni hve stóran hluta af upplýstu hliðinni við sjáum.
Þegar tunglið er milli Jaðar og solar er sagt að það sé nýtt. Þá snýr næturhlið tunglsins að Jörðu. Smám saman fer tunglið vaxandi þegar að færist lengra frá sólinni á kvöldhimninum. Viku síðar er tunglið hálft. Þá sést helmingurinn af deginum á tunglinu og helmingurinn af nóttinni. Tveimur vikum eftir nýtt tungl er tunglið fullt. Þá er Jörðin milli tungls og solar. Öll daghlið tunglsins snýr að næturhlið Jarðar og lýsir nóttina okkar upp. Fullt tungl rís við sólsetur og sest við sólarupprás.

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Eftir að tunglið hefur verið fullt fer það minnkandi. Á tveimur vikum sjáum við hvernig tunglnóttin færist yfir þegar máninn nálgast sólina. Þá sjáum við tunglið á morgunhimninum.

Hvernig varð tunglið til?
Grjót sem tungfarar komu með til Jarðar bendir til þess að tunglið hafi orðið til eftir mestu hamfarir sem dunið hafa á Jörðinni til þess. Fyrir 4,5 milljörðum ára skall önnur reikistjarna á stærð við Mars á Jörðina. Við áreksturinn skvettist mikið efni út í geiminn sem hnoðaðist saman og myndaði á endanum tunglið. Sárið á Jörðinni er löngu horfið sökum flekahreyfinga og eldgosa nema Jörðin haltrar á göngu sinni um sólina. Möndulhallinn er afleiðing árekstursins og veldur því að við fáum vetur, sumar, vor og haust á Jörðinni.

2. Reikistjörurnar

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Þú átt heima á Jörðinni, reikistjhörnu sem egngur ásmat sjö öðrum og fylgitunglum þeirra umhverfis stjörnu. Sólkerfið er „hverfið okkar“ í vetrarbrautinni. Í sólkerfinu er líka aragrúi smátirna, halastjarna, loftsteina og sömuleiðis sólvindur og ryk.
Hægt er að sjá fimm reikistjörnur með berum augum; Merkúr, Venus, Mars, Jupiter og Satúrnus. Til að sjá ystu tvær, Uranus og Neptúnus, þarf stjörnusjónauka.

3. Stjörnuhimininn

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Vissir þú að himninum er skipt upp í 88 stjörnumerki? Af þeim sjást 56 að hluta ttil eða í heild frá Íslandi. Snúningur Jarðar um sólina og sjálfa sig hefur áhrif á ásýnd heiminsins. Á einni nóttu rísa stjörnumerki í austri og önnur setjast í vestry. Þegar þessii merki eru hæst á lofti í suðri er best að skoða fyrirbærin sem í þeim eru. Ferðalag Jarðar um sólu veldur því að hausthimininn á kvöldin er öðruvísi en himinn á vetrurna og vorin.

Norðurljósin

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Norðurljós eiga rætur að rekja til sólarinnar. Sólin sendir stöðugt frá sér straum rafhlaðinna agna sem kallast sólvindur. Sólvindurinn er fremur hvass en vindhraðinn er frá um 300 km á sekúndu upp í 3000 km á sekúndu í öflugustu stormunum. Sólvindurinn er því alla jafna tvo til þrjá daga að fjúka milli solar og jarðar.

4. Sólin og sólargangurinn
Sólin er stjarna eins og stjörurnar á himninum. Stjarna okkar er um 150 milljónir km frá Jörðinni, vegalengd sem ljós ferðast á aðeins um átta mínútum.

Tunglið

Tunglið – séð frá Stjörnugerðinu.

Stóra-Eldborg

Við bílastæði Stóru Eldborgar við gamla Herdísarvíkurveginn undir Geitahlíð er skilti með yfirskriftinni „Eldborgir undir Geitahlíð“ og eftirfarandi upplýsingum:

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg – skilti.

„Stóra og Litla Eldborg eru syðstu eldvörp á yfirborði í Brennisteinsfjallakerfinu. kerfið hefur verið virkast af eldstöðvakerfum Reykjaness á nútíma (síðustu 12.000 ár). Eldborgrinar eru myndarlegir gjallgígarr sem mynduðust í skammvinnum gosum á hringlaga gosopum eða stuttum sprungum. Þar gaus þunnfljótandi kviku með nokkurri kvikustrókavirkni.
Eldborgirnar ná eingöngu að myndast við hraungos og því er augljóst að jöklar voru ekki til staðar á Reykjanesi þegar eldsumbrotin urðu, en jöklar lágu síðast yfir Reykjanesi fyrir um 10.000 árum. Geitahlíð er aftur á móti móbergsstapi, myndaður við eldsumbrot undir jökli á jökulskeiði síðustu ísaldar. Stóra Eldborg og Litla Eldborg eru hluti af gígaröðum sem mynduðust með 1000 ára millibili. Stóra Eldborg er eldri og talin vera um 6000 ára og Litla Eldborg um 5000 ára.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg – skilti.

Svæðið var friðlýst sem náttúruvætti árið 1987 og eru eldborgirnar með fegurstu gíga Suðvestanlands. Stærð náttúruvættisins er 1200,5 hektarar.
Minjar eru á svæðinu og finnast hér þrjár dysjar. Talið er að tvær þeirra tilheyri systrunum Krýsu og Herdísi, en sú þriðja er nefnd smaladys.
Hér er einnig gömul þjóðleið, Herdísarvíkurgata.
Vinsamlegast gangið á skilgreindum stígum til að hlífa jarðmyndum og gróðri.
Náttúrvættið er í Reykjanesfólkvangi og hluti af Reykjanesjarðvangi.“

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg – skilti.

Litla-Eldborg

Við bílastæði nálægt Litlu Eldborg undir Geitahlíð, neðan gamla Herdísarvíkurvegarins er skilti. Á því eru eftirfarandi upplýsingar:

Litla-Eldborg

Litla Eldborg – skilti.

„Litla Eldborg var friðlýst sem náttúruvætti 1987. Hér er ekki bara einn gígur, heldur 350 m long röð gjall- og klepragíga sem nær upp að Geitahlíðum.
Talið er að gosið hafi verið fyrir um 5000 árum. Hraunið úr gígunum liggur ofan á hrauni Stóru Eldborgar og ran það m.a. í sjó fram og myndaði tanga.
Upp af ströndinni má sjá brúnir gamalla sjávarhamra sem hraunið ran fram af.
Stærsti gígur Litlu Eldborgar er nánast horfinn eftir alarnám vegan framkvæmda á 20. old, en efnistöku var hætt um 1990.“

Stóra-Eldborg

Litla-Eldborg og nágrenni: örnefni og minjar – loftmynd.