Dysjar

Við dysjar Krýsu og Herdísar við Herdísarvíkurgötuna undir Geithlíð, neðst í Kerlingadal,  er skilti með eftirfarandi upplýsingum:

Dysjar

Dysjar – skilti.

„Í þjóðsögum er talað um systurnar Herdísi og Krýsu sem bjuggu á bæjunum Herdísarvík og Krýsuvík. Þær áttu í illdeilum, m.a. um landamerki og veiðihlunnindi á svæðinu. Svo langt gengu þessi illindi að þær heittust við hvo aðra og lögðu á fiskveið sem áður hafði verið góð, hyrfi. Til átaka kom þeirra á milli sem enduðu með því að smali annarar lét lífið og þær báðar og samkvæmt þjóðsögunum er talið að þetta séu dyljar þeirra. Sagan er umvafin þjóðtrú og kyngimögnum sem og ýmsum ofurkröftum t.d. göldrum. Dysjar þeirra systra eru sunnan við götuna en smalinn í þeirri litlu norðan við.
Þessar dysjar eru friðlýstar minjar og gatan er friðuð og bannað að hreyfa við grjóti sem er í dysjunum.“

Dysjar

Dys Herdísar.

Krýsuvík

Í blaðinu Reykjanes árið 1944 er grein um „Ýmislegt frá Krýsuvík„. Fyrst segir frá Krýsuvík hinni fornu:

Ögmundarhraun„Svo er talið, að Ögmundarhraun hafi runnið (eða brunnið, eins og Snorri goði mundi hafa orðað það) um miðja 14. öld. Um stað þann, sem nú er kallaður Húshólmi og þar sem er miklu eldra hraun undir gróðrinum en Ögmundarhraun er, hefir hraunstraumurinn klofnað. Hefir önnur álman runnið fyrir vestan hólma þenna, en hin fyrir austan hann og báðar beint í sæ út. Þétt austan við vestari hrauntunguna eru bæjarrústir nokkrar og er auðsætt, að eitthvað af húsunum hefir orðið undir hraunstraumnum. Er og almennt álitið, að þarna hafi bærinn Krýsuvík upphaflega staðið; enda lítt hugsanlegt, að bænum hefði verið valið víkurnafnið, ef hann hefði frá öndverðu verið, þar sem hann nú er: nálega 5 km. frá sjó; enda ekki um neina vík, neinstaðar, að ræða.
ÖgmundarhraunBæjarrústir þessar eru og, enn þann dag i dag, jafnan nefndar gamla Krýsuvík, eða Krýsuvík hin forna. Suður og suðvestur af bæjarrústum þessum, verður lægð nokkur í hraunstrauminn og álíta sumir, að einmitt þar, hafi víkin sjálf verið, sú er bærinn dróg nafn sitt af — rétt vestan við Húshólmafjöruna.
Kirkjufiöt og Kirkjulágar heita og rétt hjá rústunum. Ráðleggja mætti þeim, sem skoða vildu tóptabrot þessi og vinna sér það á sem auðveldastann hátt: að fara í bifreið úr Grindavík austur fyrir Ögmundarhraun, (u.þ.b. 1 klst. akstur, eins og vegurinn er nú), ganga síðan suður með austur jaðri hraunsins, þar til komið er að stíg þeim, sein liggur yfir eystri hraunálmuna, út í Húshólma, því næst vestur yfir þverann Hólmann, þar til komið er að bæjarrústunum. Mun ganga þessi vara eina klukkustund, þótt ekki sé all rösklega farið.

Nýjaland við Kleifarvatn

Nýjaland

Nýjaland.

Svo sem mörgum er kunnugt, liggur Kleifarvatn í klauf þeirri, sem verður millum Sveifluháls og Vatnshlíðarinnar og þegar komið er sunnan að vatninu, virðist sem fjöll þessi nái saman, við norðurenda vatnsins. Hyggja því sumir, að vatnið dragi nafn sitt af klofa þessum. Um háttsemi þessa stóra stöðuvatns og misvöxt þess, hafa ýmsir mætir menn skrifað margt og mikið, nú á síðari árum og skal því ekki farið út í þá sálma hér; enda ekki leikmönnum hent, að leggja þar orð í belg.

Nýjaland

Nýjaland – loftmynd.

Sá hluti af Krýsuvíkurengjunum, sem lægst liggur og næst vatninu, að sunnan heitir Nýjaland (hið innra og fremra). Misvöxtur vatnsins veldur því, að engjasvæði þessi liggja oft svo árum skiptir, í senn, undir ágangi Kleifarvatns, en mjór malarhryggur, sem gengur til vesturs frá norðurenda Hvammhornsins skiptir Nýjalandinu í tvennt, hið innra og fremra og kallast tangi sá „Rif“. Vestan við Fremralandið og við vesturenda Rifsins, rennur lækur sá er nefnist Ós inn á Innralandið og í vatnið sjálft. Á Ósinn upptök sín að mestu á Vesturengjum, og í Seltúnshverunum, en smálindir koma þó í hann af Austurengi, úr Hvömmunum og Lambafellum.

Bleiksmýri

Arnarfellsvatn

Arnarfellsvatn.

Austur og suðaustur af Arnarfelli er mýrarfláki, stór nokkuð, sem kallast Bleiksmýri og var þar mikill áfangastaður á þeim tímum, sem þeir Árnesingar og Rangæingar fóru skreiðarferðir til verstöðvanna á Reykjanesskaga. Mátti einatt sjá marga tugi, eða jafnvel nokkur hundruð hesta á Bleiksmýri í einu og fjölda tjalda, þegar hæst stóðu lestaferðirnar. Mun og mörgum hestinum hafa þótt gott að koma á Bleiksmýri úr hagleysinu og vatnsskortinum á Reykjanesskaganum. Var og ekki óalgengt, að menn lægju þar einn og tvo daga til þess að hestar þeirra fengju sem hezta fylli sína, áður lengra væri haldið.

Fornagata

Fornagata í Selvogi.

Víða í hraununum á Reykjanesskaga, eins og reyndar víðar á landi hér getur að líta nokkuð djúpa götutroðninga í hraunhellunum, eftir margra alda umferð; má þar um segja: „Enn þá sjást í hellum hófaförin.“ í Ögmundarhrauni mynduðust holur með þröskuldum á milli og var hver hola um eitt fet í þvermál og hnédjúp hestum, og í rigningatíð stóðu holur þessar fullar af vatni.
Fyrir nokkurum áratugum var gerð vegabót nokkur í Ögmundarhrauni og holur þessar fylltar upp. Í gamalli og alþekktri vísu segir svo:

„Eru i hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar,
fákar meiða fæturna,
fyrir oss brjóta skeifurnar.“

Gullbringa

Gullbringa

Gullbringa.

Það mun mega teljast hæpið hvort örnefnið Gullbringa sé sýnt á alveg réttum stað á korti herforingjaráðsins, þar sem það er sett á hæð eina 308 metra háa, sunnarlega á Vatnshlíðinni. Þeir, sem kunnugir eru á þessum slóðum hafa jafnan kallað Gullbringu lyngbrekku þá, sem er vestan í Vatnshlíðinni og nær niður undir austurströnd Kleifarvatns. Ýmsir telja, að sýslan dragi nafn sitt af þessari brekku. Mætti í því sambandi benda á það, að ekki eru þeir allir fyrirferðarmiklir staðirnir á Íslandi, sem heilar sýslur draga nafn sitt af.

Eldborg og Geitahlíð

Stóra-Eldborg

Stóra Eldborg.

3 til 4 km. austur frá bænum í Krýsuvík er Eldborgin og svipar henni að mörgu leyti til nöfnu sinnar í Hnappadalssýslu, þeirrar, sem Henderson gerði víðfræga með teikningu sinni, fyrir rúmum fimm aldarfjórðungum og birt hefir verið i fjölmörgum ritum, bæði innlendum og útlendum.
Skarð það, er verður millum Eldborgar og Geitahlíðar heitir Deildarháls og liggur alfaravegurinn yfir hann. Hlíðar Eldborgar eru næstum þverhníptar og mun fástaðar fært upp á gígbarmana, nema af Deildarhálsi.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg og Geitahlíð.

Dr. Þorvaldur Thoroddsen telur gíginn í Eldborg vera 500 fet að ummáli að ofan, og 105 fet á dýpt, en hæð fellsins telur hann 172 fet; meinar hann þar efalaust hæð Eldborgarinnar yfir jafnlendið umhverfis hana, því að á korti herforingjaráðsins er hæð hennar yfir sjávarmál talin 180 metrar.
Barmar gígsins eru sumstaðar svo þunnir en þó heildsteyptir, að vel mætti sitja þar klofvega; — með annan fótinn innan gígsins en hinn utan hans. Gigbotninn er þakinn mosa og sömuleiðis skálin upp frá honum, eins langt uppeftir og slíkur gróður getur fengið nokkrafestu.

Æsubúðir

Æsubúðir.

Efst á Geitahlíð er og gígur mikill, en hann er eldri en síðasta jökulöld, eins og reyndar hlíðin öll er. Barma gígs þessa er hærra en aðra hluta Geitahlíðar og heita Æsubúðir. Niður af Æsubúðum, en sunnan í Geitahlíð verður hvammur sá er kallast Hvítskeggshvammur, eða Hvítskeifshvammur og er til prentuð þjóðsaga um þessi örnefni, en eigi er sú sögn all sennileg.
Skammt fyrir austan Deildarháls og hvamm þenna eru: Kerlingar. Sagan um Krís og Herdísi; heitingar þeirra og álög, er alþekkt úr þjóðsögunum. En á þeim timum, sem Þjóðleið var með Geitahlíð, voru þetta frægar Beinakerlingar, sem gáfu lítt eftir „Kerlingunni á Sandi“, né þeirri „á Kaldadal“.
Herdís stendur nær götunni og var því nafns hennar tíðar getið en hinnar, í vísum þeim, sem hagyrðingarnir létu þar eflir sig liggja í hrossleggjunum.

Bálkaheilir

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

Bálkahellir í Krýsuvíkurhrauni heitir svo sökum þess að þegar litið er inn í op hans sést bálkur með hvorum vegg, likt og er í tvístæðum peningshúsum. Opið á helli þessum er hált nokkuð og vítt, en lengra inn mun hann lítt, eða ekki kannaður.

Gvendarhellir

Gvendarhellir

Í Gvendarhelli.

Gvendarhellir er ekki all fjarri Bálkahelli og dregur hann nafn sitt af því, að bóndi nokkur í Krýsuvíkurhverfinu, Guðmundur að nafni, geymdi, (eða hýsti) fé sitt í helli þessum, þá er harðindi gengu og lá hann við í hellinum, þar til harðindunum létti.
Liklega hefir þetta verið á fyrra hluta 19. aldar. Hellir þessi er nokkuð víðáttumikill, en ekki hár.

Kerið á Keflavík

Keflavík

Geldingasteinn ofan Keflavíkur.

Á Keflavík, sem sumir kalla Kirkjufjöru, gengur blágrýtishamar í fjöru niður og er hann á kortinu talinn 46 m. hár og má sú hæð næstum teljast furðuleg í samanburði við mælinguna á fuglabjarginu, sem getið er um hér áður.
Uppi á hamri þessum er Kerið, eða op þess og nær það alla leið niður á móts við flæðarmál. Efst er Kerið vart meira en 3 til 4 metrar í þvermál, en smávíkkar eftir því sem neðar dregur og verður líklega hálfu víðara neðst en efst. Úr fjörunni liggur gangur eða gjögur eitt gegnum hamarinn og inn í Kerið sjálft og má þar komast í gegn og á botn þess.

Austurengjahver og Fúlipollur

Austurengjahver

Austurengjahver.

Leirhverinn mikli í Krýsuvík, sá er myndaðist við sprengjugosið, er þar varð haustið 1924, og sem olli landskjálftum nokkrum víða um Suðurland, eins og menn muna enn, er þar sem áður var vatnshver lítill og hét sá Austurengjahver; virðist svo, að leirhverinn megi og vel halda sama nafninu.
Fúlipollur er næstum á miðjum Vesturengjum og er hann eitthvert stærsta hverastæðið, sem til er í Krýsuvík; virðist ekki þurfa að velkja það lengi fvrir sér, að endur fyrir löngu hafi þarna orðið sprengjugos, líkt því, er varð þá er Austurengjahverinn endurmagnaðist, haustið 1924.

Fúlipollur

Fúlipollur.

Örsmá hveraaugu eru hér og hvar á botni Fúlapolls ennþá og brennisteinsvott má sjá þar nokkuð víða; en auðsætt er að hverinn er á hrörnunarskeiði. Ýms merki virðast og benda til þess, að Austurengjahverinn muni ekki heldur verða neinn Ókólnir.
Ekki skal hér neitt rætt um brennisteininn í Krýsuvík, né þann í Brennisteinsfjöllunum, enda eru Brennisteinsfjöllin austan sýslumarkanna og því í Herdísarvíkur landareign.

Víti

Víti

Víti í Kálfadölum.

Þess hefir orðið vart, að sumir menn halda, að örnefnið Víti sé hver, en svo er eigi. Víti er hraunfoss, sem fallið hefir vestur af hálendisbrún þeirri, sem verður norður af Geitahlíð og er hraunfoss þessi sennilega á svipuðum aldri og Ögmundarhraun. Hann er nú storkinn fyrir löngu, og allur gróinn þykkum grámosa.

Eiríksvarða

Arnarfell

Arnarfell – Eiríksvarða.

Eiríksvarða á Arnarfelli er vel þekkt úr þjóðsögunum, sem segja að síra Eirikur Magnússon, hinn fjölkunnugi Vogsósaklerkur, hafi hlaðið hana og mælt svo um, að aldrei skyldu Tyrkir koma í Krýsuvík, meðan varðan væri uppistandandi. Nú er varðan hrunin. [Sú er reyndar ekki raunin.]

Jónsmessufönn
Vestan í Geitahlíð og skammt fyrir neðan fjallsbrúnina sjálfa leggur jafnan á vetrum þykk fönn, langa en ekki breiða. Er fönn þessi sjaldan horfin með öllu fyrr en um Jónsmessu, og dregur hún nafn sitt af þvi.

Herforingjakort

Herforingjarðaskort – Seltún í Krýsuvík og nágrenni 1910.

Krýsuvík hefir lengi verið talin einhver mesta útigöngujörð fyrir sauðfé á landi hér, einkum þó þeirra jarða, sem ekki hafa fjörubeit með, og ekki var það ótítt, að sumt féð þar lærði aldrei átið.
Vægar jarðhræringar eru ekki sjaldgæfar í Krýsuvíkurhverfinu og eru þær kallaðar hverakippir þar.
Mótak er þar sumstaðar í mýrunum, en ekki þykir mórinn þar góður til eldsneytis; er hann allmjög blandinn hveraleiri, svo að af sumum kögglunum leggur brennisteinslyktina, þegar þeim er brennt.
Fremur þykir vera þokusamt í Krýsuvík og lengi hefir því verið við brugðið, hversu myrk þokan geti orðið þar. Er það haft eftir manni nokkrum, að eitt sinn hafi hann verið á ferð um Sveifluháls í svo mildu myrkviðri, að hann
hefði séð þokuna sitja í ölnbogabótinni á sér. Rigningasamt í meira lagi þykir og vera þar, svo að einatt er þurrviðri í næstu byggðarlögum, þótt rigning sé í Krýsuvík.

Athugasemd
Hér er jafnan skrifað Krísuvík, en ekki Krýsuvík, og má vel vera, að „til þess komi ófræði vár“, því að eigi er mér kunnugt um, að til sé nein örugg skýring á því„ hvern veg bæjarnafnið er myndað, — eða afmyndað. —
Reykjavík, sumarið 1943.“ – S.

Heimild:
-Reykjanes, 1. tbl. 01.01.1944, Ýmislegt frá Krýsuvík, bls. 2-4.

Krýsuvík

Krýsuvík -örnefni; ÓSÁ.

Krýsuvík

Í blaðinu Reykjanes árið 1943 eru tvær greinar um „Landareign Krýsuvíkur„:

Dágon

Dágon á Selatöngum árið 2000.

„Grein þessi, um „Landareign Krýsuvíkur“, sem hér birtist, er ætlast til að sé Nr. 1. í greinaflokkinum um Krýsuvík, en greinin sem birtist í 6. tbl. Reykjaness verði Nr. 2. Í næsta blaði mun koma þriðja greinin undir fyrirsögninni „Ýmislegt frá Krýsuvík“.

Í embættisbókum Gullbringusýslu er landamerkjum Krýsuvíkur lýst þannig: „Maríukirlcja í Krýsuvík í Gullbringusýslu á samkvæmt máldögum og öðrum skilríkjum heimaland allt, jörðina Herdísarvík i Árnessýslu og ítök, er síðar greina.
Landamerki Krýsuvíkur eru:

Markhelluhóll

Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða.

1. Að vestan: Sjónhending úr Dagon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum í Trölladyngjufjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi, þaðan bein stefna í Markhelluhól, háan steindrang við Búðarvatnsstæði.
2. Að norðan: Úr Markhelluhól, sjónhending norðanvert við Fjallið Eina, í Melrakkagil (Markrakkagil) í Undirhlíðum og þaðan sama sjónhending að vestur-mörkum Herdísarvíkur, eða sýslumörkum Gullbringu- og Árnessýslu.
3. Að austan: Samþykt og þinglýst vesturmörk Herdísarvíkur, sjónhending úr Kóngsfelli, sem er lág, mosavaxin eldborg umhverfis djúpan gig, á hægri hönd við þjóðveginn, úr Selvogi til Hafnarfjarðar, örskammt frá veginum, í Seljabótarnef, klett við sjó fram.
4. Að sunnan: nær landið allt að sjó.“
Þessu næst eru talin ítök þau sem kirkjan á og loks: „itök sem aðrir eiga í landi kirkjunnar“. Í jarðabók sinni geta þeir Árni Magnússon og Páll Vidalín þess, að ágreiningur nokkur sé um landamerki milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála, en ekki skýra þeir neitt frá því, um hvað sá ágreiningur sé.
Báðar þessar jarðir eru þá (1703), í eigu dómkirkjunnar í Skálholti.

Dágon

Dágon á Selatöngum – í fjöruborðinu árið 1980.

Í máldögum og öðrum skjölum, sem rituð eru löngu fyrir daga þeirra Páls og Árna, er svo sagt, að hraundrangurinn, eða kletturinn Dagon (Raufarklettur) sé landamerki og þá auðvitað fjörumerki millum jarða þessara, en hitt mun lengi hafa orkað tvímælis hvor af tveim brimsorfnum hraundröngum sem standa í flæðarmáli á Selatöngum, sé Dagon (Raufarklettur). Og eigi eru enn full 50 ár liðin (árið 1897) síðan þras varð nokkurt og málaferli risu út af því, hvor þessara tveggja kletta væri Dagon. Um þelta mál sýndist sitt hverjum og mun svo enn vera. Vísast um þetta mál í sýslubækur Gullbringusýslu.

Selatangar

Selatangar – herforingjaráðkort 1910.

Á korti herforingjaráðsins danska er Dagon sýndur mjög greinilega, en hér kemur til greina, — eins og reyndar víða annars staðar, — hversu öruggar heimildir þeirra mælingamannanna hafi verið. Bilið millum hinna tveggja hraundranga, eða fjöruræma sú, sem deilurnar hafa verið um, mun eigi lengra en það, að meðal stóran hval getur fest þar.
Ummál Krýsuvíkurlandareignar er milli 60 og 70 km„ en flatarmálið eitthvað á þriðja hundrað ferkm. Er stórmikill hluti af þessu víða flæmi ýmist; ber og nakin fjöll með smáar og strjálar grasteygingar upp í ræturnar, eða þá víðáttumiklar hraunbreiður, þar sem sára lítinn gróður er að finna, annan en grámosa gnógann og svo lyng á stöku stað.

Krýsuvík

Krýsuvík – herforingjaráðskort 1910.

Aðal graslendið í landareigninni er í sjálfu Krýsuvíkurhverfinu og þar í nánd; má segja, að takmörk þessa svæðis séu: Ögmundarhraun að vestan, Sveifluháls að norðvestan, Kleifarvatn að norðan, gróðurlitlar hæðir og melásar að norðaustan og svo Geitahlíð, Eldborg og Krýsuvíkurhraun að austan, en bjargið og hafið að sunnan. Þessi óbrunna landspilda er nál. 6 km. breið syðst, eða sem svarar allri lengd Krýsuvíkurbergs, frá Ytri-Bergsenda til hins eystri — en mjókkar svo jafnt og þétt, allt norður að Kleifarvatni og verður þar ekki breiðari en suðurendi vatnsins, — 1 2 km. En frá bjargsbrún og inn að Kleifarvatni eru um 9 km. Á svæði þessu skiptast á tún (sem raunar mætti nú orðið frekar kalla gömul túnstæði), engi, hagmýrar og heiðlendi vaxið lyngi og litilsháttar kjarri, en víða er gróðurlendi þetta sundurslitið af gróðurlausum melum og grýttum flögum. Geta mætti þess til, að valllendið og mýrarnar á þessu svæði mundi vera um 10 ferkm.

Krýsuvík

Krýsuvík – túnakort 1918 lagt ofan á loftmynd. ÓSÁ

Ýms fell og hæðir risa upp úr sléttlendi þessu, svo sem Lambafellin bæði, sem aðskilja Vesturengi og Austurengi, Bæjarfellið, norðan við Krýsuvíkurbæinn og Arnarfell, suður af bænum; bæði þessi fell eru móbergsfjöll. Sunnar nokkru er hálsdrag eitt, er liggur austur af Fitatúninu; eru þar vestastir móbergstindarnir Strákar, þá Selalda, Selhóll og Trygghólar austastir. — Það er talinn hádegisstaður frá Krýsuvík, þar sem mætast rætur eystri Trygghólsins og jafnsléttan austur af honum. Suður af Selöldu og fremst á brún Krýsuvíkurbjargs er hæð sú er Skriða heitir. Mun þar vera hinn eini staður í berginu, sem nokkurs móbergs gætir, en vestanvert við hæð þessa er basaltlag eitt, eða fleiri, efst í bjargsbrúninni; skagar basaltið þar lengra fram en móbergið (af skiljanlegum ástæðum), svo að loftsig er alla leið niður í urðina, sem þar er neðan undir. Er þarna einn hinna fáu og fremur smáu staða á allri strandlengju Krýsuvíkur, sem vænta má, að nokkuð reki á fjörurnar.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg – Ræningjastígur.

Framan í Skriðunni er Ræningjastígur (hans er getið í Þjóðsögum J.Á. og e.t.v. víðar). Stígur þessi er gangur einn, sem myndast hefir í móberginu og liggur skáhalt ofan af bjargsbrún og niður í flæðarmál. Ræningjastígur hefir verið fær til skamms tíma, en nú er sagt, að svo mikið sé hrunið úr honurn á einum stað, að lítt muni hann fær eða ekki.

Utan þessa svæðis, sem hér er nefnt, má telja til gróðurlendis hina svonefndu Klofninga í Krýsuvíkurhrauni; þar er sauðfjárbeit góð. Þá er Fjárskjólshraun sunnan í Geitahlíð, austarlega, og hólmarnir tveir í ögmundarhrauni, þeir Húshólmi og Óbrennishólmi. Er á öllum þessum stöðum lynggróður mikill og dálítið kjarr, sprottið upp úr gömlum hraunum. Þá eru hjáleigurnar tvær, austan við Núphlíðarháls, Vigdísarvellir og Bali, með túnstæðum sínum og mýrarskikum í nágrenninu, og svo að lokum, „Dalirnir“ og valllendisflatirnar fyrir innan Kleifarvatn, ásamt grasbrekkum nokkrum, sem ganga þar upp í hlíðarnar.

Sævarströndin

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg.

Strandlengja landareignarinnar, frá Dagon á Selatöngum og austur í sýslumörk á Seljabót er 15—16 km. Frá Dagon og á austurjaðar Ögmundarhrauns eru 5—6 km., er það óslitin hraunbreiða allt í sæ fram, að undantekinni Húshólmafjöru, sem vart er lengri en 300—400 metrar.
Austan Ögmundarhrauns tekur við þverhnípt bjargið (Krýsuvikurberg) og er það talið þrítugt til fertugt að faðmatali. Ekki er ólíklegt, að þessi áætlun um hæð bjargsins sé nokkuð rífleg, því að á korti Herforingjaráðsins eru sýndar tvær hæðamælingar á bjargsbrúninni og er önnur 33 metrar, en hin 36. E.t.v. gæti það átt við hér, það sem Páll Ólafsson kvað forðum: „Þeir ljúga báði — held eg megi segja.“ Fyrir austan Eystri-Bergsenda tekur við Krýsuvíkurhraunið, allt austur á Seljabót, og þar fyrir austan Herdísarvíkurhraun, en þá er komið austur fyrir sýslumörk og skal því staðar numið í þá átt.

skarfur

Skarur neðan Krýsuvíkurbjargs.

Þar sem hraun þessi, Ögmundarhraun og Krýsuvíkurhraun, ganga fram á sævarströndina verða víðast hvar hamrar nokkrir, en þó ekki nægilega háir til þess, að bjargfugl geti haldist þar við um varptímann.
Þrátt fyrir þessa miklu strandlengju eru þó furðulega fáir staðir á henni, þar sem reka getur fest og munu rekasvæðin öll til samans vart nema meiru en einum km.að lengd. Af þessum stuttu fjörustúfum eru helztir: Selatangar, Húshólmi og Skriða, sem áður er nefnd, en þar er bjargsig allmikið og verður að hala upp í festum hvern þann hlut, sem þar rekur á fjöru og að nokkrum notum skal koma. Sama máli gegnir og um Bergsendana báða, þá sjaldan nokkuð slæðist þar á fjörurnar.

Keflavík

Í Keflavík 2020.

Í Keflavík eða Kirkjufjöru í Krýsuvíkurhrauni og eins á Miðrekunum, milli Selatanga og Húshóhna, er og lítilsháttar reki, en um illan veg er að sækja, ef afla skal fanga af öðrum hvorum þessara tveggja staða. Austarlega í Ögmundarhrauni verða tveir básar upp í hraunbrúnina, fram við sjóinn Rauðibás og Bolahás, en ekki er fjaran í hvorum þeirra nema fáeinir metrar.
Eitt er það um Krýsuvík, sem fástaðar mun vera til á Íslandi, en það er; að heiman frá höfuðbólinu og reyndar frá flestum öðrum bæjum í hverfinu, sést engin skák af landi, né fjall, svo að ekki sé það innan landareignarinnar, nema ef telja skyldi, að „þegar hann er óvenju austanhreinn“, þá sjást Vestmanneyjar hilla uppi. Er svo talið, að jafnan viti „Eyjahillingar“ á mjög mikla úrkomu. Dr. Bjarni Sæmundsson getur þess einnig í ritum sínum, að í Grindavík sé það trúa manna, að „Eyjahillingar“ boði hálfsmánaðar rigningu. Frá Krýsuvík eru rösklega tíu tigir km. sjónhending til Vestmanneyja, en nálega stórthundrað km. úr Grindavík. Eyjarnar eru að sjá frá Krýsuvík, sem sex misstórar þúfur, yzt við hafsbrún.“ – S.

Heimildir:
-Reykjanes, 8. tbl. 01.10.1943, Landareign Krýsuvíkur, bls. 5-6.
-Reykjanes, 9-10. tbl. 01.12.1943, Landareign Krýsuvíkur, bls. 5-6.

Krýsuvík

Krýsuvík – jarðbor HS-Orku í Krýsuvík undir Hettu árið 2025.  Baðstofa fjær.

 

Katlahraun

„Suðurhluti Reykjanesskaga er ekki í alfaraleið. Þjóðbrautin liggur tugi kílómetra frá, og því hefur svo verið lengi að fáir ferðamenn hafa lagt leið sína til þessa landshluta. Það verður að teljast miður, ef höfð er í huga sú merkilega en jafnframt hrikalega náttúrufegurð sem þar gefst að skoða.
Katlahraun-221Einhver sérstæðasti staður suðurstrandar Reykjanesskagans er án efa ögmundarhraun. Það liggur milli Grindavíkur og Krýsuvíkur — á láglendinu milli fjalls og fjöru — og þekur um sextán ferkílómetra í það heila. Í hrauninu er að finná marga sérkennilega staði. Einn þeirra er þar sem heitir í Katlahrauni. Hann er nánast inni í miðju ögmundarhrauni og er harla vandfundinn enda hafa fáir Íslendingar séð hann. Staðurinn er eiginleg sigdæld og markast af háum hraunveggjum allt í kring.
Þegar gengið er fram á brún sigdældarínnar er sem yfir víðfeðman íþróttaleikvang að líta, slík er lögun hennar. Niðri í þessari hraunborg er yfir illfært og gróft helluhraun aö fara, sem er víða sprungið, og því hættulegt yfirferðar en fjölbreytnin í landslaginu þarna er töfrandi og svo til endalaus. Háa hraunstapa er að finna niðri í dældinni svo og ýmsar aðrar sérstæðar hraunmyndanir, svo sem þar sem helluhraunið hefur brotnað í hluta og staflast upp í þyrpingar og myndað allskyns hella og skúmaskot.

Katlahraun

Fjárskjól í Katlahrauni.

Í veggjunum eða hraunfjöllunum sem afmarka sigdældina eru margir hellar, misstórir eins og gengur, en þeir stærstu eru allt að tíu metra langir og álíka háir. Litlir bergskútar eru um allt í veggjunum og á einum stað er eins og þeir myndi eins konar hillusamstæðu í hraunfjallinu. Á öðrum stað má skoða einhverja sérkennilegustu hraunmyndun sigdældarinnar. Þar jafnast lögun bergsins á við kirkjuhurð! „Ef huldufólk er á annað borð til, þá býr það þarna,“ lét einhver hafa eftir sér sem leið átti um. Þessi náttúrlega hurð sést á einni ljósmyndinni sem fylgir þessum texta og er rétt að geta að hún er um tveir metrar á hæð en breiddin um hálfur annar metri.
Í heild sinni minnir þessi hraunborg í Ögmundarhrauni — sigdældin og hraunveggirnir í kringum hana — mjög á Dimmuborgir í Mývatnssveit. Gróðurinn er þó ekki eins mikill og nyrðra en kynjamyndirnar og sérkennileg lögun hraunsins er allt eins mikil. Og fyrst minnst er á gróður þá er vert að geta þess að fyrir utan mosann vex í þessari hraunborg um eins metra hár burkni um hásumartímann, og segja þeir sem komið haf a á staðinn á þeim tíma að hvergi annars staðar í landinu hafi þeir séð svo merkilegt blómskrúð sem þennan burknagróður inni í stórbrotnu helluhrauninu.
Katlahraun-222Nafn sitt dregur ögmundarhraun af manni þeim sem fyrstur er álitinn hafa rutt vegslóða yfir þetta illfæra svæði. Er sagt frá því í heimildum f rá átjándu öld að ögmundur nokkur hafi rutt veg um hraunið og veríð myrtur að launum austan við það, þar sem dys hans sé. Á nítjándu öldinni voru svo skráðar ítarlegri sagnir um Ögmund þennan. Jón Vestmann prestur í Selvogi skráir sögu um Ögmund og ögmundarhraun tvisvar á fyrri hluta nítjándu aldar. Hjá honum er sagan lik um Ögmund, nema þar vinnur hann við vegagerðina gagngert til að fá dóttur bónda nokkurs í héraðinu sér til handa, en bóndi drepur hann sofandi áður en hann fær hennar. Brynjólfur frá Minna-Núpi skráði einnig sögu um Ögmund og þetta hraun sem við hann er kennt á síðari hluta nítjándu aldar. Þar er sagan svipuð hinum fyrri en vegurinn um Ögmundarhraun fær þessa einkunn:
Eru í hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar
fáka meiða fæturnar
og fyrir oss brjóta skeifurnar.

Katlahraun

Katlahraun.

Annars hefur mikið verið skrifað um Ögmundarhraun sem slikt. Einkum og sér i lagi hefur mikið verið fjallað um hugsanlegan aldur þess — og eru menn ekki á eitt sáttir um hvenær þetta hraun hafi flætt yfir. Þó er vitað með vissu að það hafi gerst eftir að landnám hófst. Er Ögmundarhraun samkvæmt því yngsta hraunið á Reykjanesskaga.
En hvenær í sögu Íslandsbyggðar hraunið rann eru menn ekki vissir um og um getgátur eru menn ekki sammála, sem fyrr segir. Hafa menn reyndar skipst í tvo nokkuð vel afmarkaða hópa í þessum efnum. Vill annar ætla að hraunið hafi runnið á fyrri hluta elleftu aldar, nánar tiltekið árið 1010, og byggir hann þá ágiskun sína á geislakolsaðferðinni svokölluðu, þar sem tekin eru sýni víða úr hrauninu og þau aldursgreind á rannsóknarstofu.

Katlahraun

Í Katlahrauni.

Hinn hópurinn rýnir fremur í ritheimildir en jarðsýni og telur þær gefa eðlilegri og raunhæfari vísbendingu um aldur hraunsins. Er bent á að ekki sé getið hraungosa á Reykjanesskaga í heimildum fyrr en komi fram á sexlándu öld. Um sama leyfa hafi kirkjustaðurinn Krísuvík verið lagður niður sem slíkur og telur hópurinn orsökina vera hraunrennslið. Af þessu, svo og mörgu öðru, megi draga þá ályktun að Ögmundarhraun hafi runnið seint á árabilinu 1558 til 1563.
Hvað sem aldri Ögmundarhrauns liður, þá er það að finna i öllu sinu veldi við suðurströnd Reykjanesskaga — og þeir sextán ferkílómetrar sem það þekur eru mikilfengleg náttúruundur sem hver maður hrífst af. -SER.

Heimild:
-DV, 11. júní 1983, bls. 16-17.

Katlahraun

Í Katlahrauni.

Krýsuvík

Í blaðinu Reykjanes birtist árið 1943 frásögn um „Hjáleigur Krýsuvíkur„:

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja á 18 öld – sett inn í ljósmynd frá árinu 2025.

„Þar sem nú er í ráði að sýslufélag vort eignist nokkurn hluta af Krýsuvíkurlandareign, sem afréttarland, virðist ekki úr vegi að blað vort flytji nokkurn fróðleik um þá víðlendu jarðeign. Höfum vér aflað oss nokkurra gagna um þetta mál hjá vel kunnugum manni, og munum síðar birta fleira, eftir ástæðum.
Krýsuvík, með hjáleigum sínum öllum, hefir um langan aldur verið sérstök kirkjusókn og mun kirkja jafnan hafa haldist þar frá ómunatíð, þar til nú fyrir fáeinum árum; nokkru fyrr en Hafnarfjarðarbær keypti Krýsuvíkurtorfuna, að kirkjan var lögð niður.

Stóri-Nýibær

Stóri-Nýibær um 1930.

Líklegt má telja, að það hafi gerst í kaþólskum sið, að Krýsuvíkurkirkja eignaðist jörðina Herdísarvík í Árnessýslu, en eftir að kirkjan í Krýsuvík var lögð niður, var ekkert því til fyrirstöðu, að jarðirnar yrðu aðskildar eignir; enda er og nú svo komið. Herdísarvík hefir jafnan talist til Selvogshrepps og fólk þaðan átt kirkjusókn að Strandarkirkju.
Sé Stóri-Nýjabær talinn tvíbýlisjörð, eins og oftast mun verið hafa, fram undir síðastliðin aldamót, og sé því ennfremur trúað, að nokkurn tíma hafi verið byggð á Kaldrana; verða hjáleigur Krýsuvíkur 14 að tölu, þær sem menn vita nú um, að byggðar hafi verið, og heita þær svo:
1. Stóri-Nýjabær (austurbærinn)
2. Stóri-Nýjahær (vesturhærinn)
3. Litli-Nýjahær,
4. Norðurkot,
5. Suðurkot,
6. Lækur,
7. Snorrakot,
8. Hnaus,
9. Arnarfell,
10. Fitar,
11. Geststaðir,
12. Vigdísarstaðir,
13. Bali,
14. Kaldrani?

Krýsuvík

Krýsuvík – Norðurkot.

Óvíst er og jafnvel ekki líklegt, að hjáleigur þessar hafi á nokkrum tíma verið allar í byggð, samtímis. Þeir Árni Magnússon og Páll lögmaður Vídalín nefna Norðurhjáleigu og Suðurhjáleigu og má telja vafalítið, að það séu sömu hjáleigurnar, sem nú kallast Norðurkot og Suðurkot. Einnig nefna þeir Austurhús og Vesturhús og er hugsanlegt, að Austurhús hafi verið þar, sem nú er Lækur, en engum getum skal að því leitt hér, hvar Vesturhús hafi verið.

Krýsuvík

Krýsuvíkurtorfan – kort (ÓSÁ).

Heimajörðin sjálf og allar hjáleigurnar, nema Vigdísarvellir og Bali, eru í daglegu tali kallað Krýsuvíkurhverfi, en þessar tvær hjáleigur eru suð-austan undir Núphlíðarhálsi, sem oft er nefndur Vesturháls, og skilur Sveifluháls þær frá Aðalhverfinu, en þar um slóðir er Sveifluháls einatt kallaður Austurháls, eða „Hálsinn“. Í Jarðabók sinni, telja þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín, að árið 1703 hafi 7 af hjáleigunum verið byggðar og er þá tvíbýli í Stóra-Nýjahæ. Þá geta þeir og þess, að Krýsuvíkin sé eign dómkirkjunnar í Skálholti og að kirkjan í Krýsuvík sé annexía frá Selvogsþingum; telja þeir, að 41 sála sé í söfnuðinum; en þess má geta hér, að um miðbik 19. aldar voru um 70 manns í Krýsuvíkursókn. Ef treysta má því að þeim Páli og Árna hafi verið rétt skýrt frá sauðfjáreign þeirra Krýsvíkinganna, þá hefir hún verið næsta lítilfjörleg, á slíkri afbragðs hagagöngujörð, hrossafjöldi er og mjög af skornum skammti, en mjólkurkýr telja þeir vera 22. Sem hlunnindi telja þeir: fuglatekju og eggver, einnig nefna þeir sölvafjöru og sé „sérhverjum hjáleigumanni takmarkað pláss til sölvatekju“. Þá geta þeir þess, að á Selatöngum sé útræði fyrir hverfisbúa, „en lending þar, þó merkilega slæm“.

Selatangar

Selatangar – búðir Krýsuvíkurbænda.

En þrátt fyrir þessa „merkilega slæmu“ lendingu, mun þó útræði á Selatöngum hafa haldizt fram um 1870, a.m.k. alltaf öðru hvoru. Til er gömul þula, þar sem taldir eru með nöfnum vermenn á Selatöngum og er þetta upphaf: „Tuttugu og þrjá Jóna telja má“ o.s.frv. En endar svona: „Á Selatöngum sjóróðramenn, sjálfur guð annist þá“.
Á Selatöngum hafðist við um eitt skeið, hinn nafnkunni Tangadraugur (Tanga-Tumi), sem talinn var hversdagslega fremur meinlítill, en þá er á hann rann jötunmóður, gat hann orðið svo fyrirferðamikill, að hann „fyllti út í fjallaskörðin“, að því er Beinteini gamla í Arnarfelli sagðist frá: En hér mun nú vera komið út fyrir efnið.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg (-bjarg).

Ekki munu aðrar hjáleigur en þær sex, sem hér eru fyrst taldar, hafa átt rétt til fuglatekju í bjarginu, og þó aðeins í þeim hluta þess, sem kallaður er Kotaberg. Er það miðhluti bjargsins; austan heimabergsins en vestan Strandarhergs. Þó leyfðist hverri hjáleigu ekki, að taka fleiri egg en 150 og ekki að veiða meir en 300 fugla (svartfugl, álku og lunda). Ekki fylgdu heldur neinar engjar öðrum hjáleigum en þessum sex og hafði hver þeirra nokkrar skákir; ýmist á Vesturengjum eða Austurengjum. Á flestum þessara 6 býla mátti fóðra tvær kýr, hesta eftir þörfum og um sauðfjáreign, munu engin ákvæði hafa verið, né þótt þurfa.

Nýjaland

Nýjaland.

Þegar Nýjalöndin (hið innra og fremra) lágu ekki undir vatni, úr Kleifarvatni, áttu og þessar sex hjáleigur (en ekki aðrar) tilkall til heyskapar þar. Átti þar höfuðbólið helming, en hver hjáleiga einn tólfta liluta. Í góðu grasári, gat hver hjáleiga fengið í sinn hlut, af hvoru Nýjalandi um 50 hesthurði, af nautgæfu heyi.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – Bali. (Uppdráttur ÓSÁ)

Vigdísarvellir og Bali höfðu sínar eigin engjar og nærtækar, er og um nokkuð langan veg og einkar torsóttan að sækja, þaðan á Krýsuvíkurengjar.
Langt mun nú síðan Geststaðir voru hyggðir, en vel má það vera, að ábúandinn þar hafi átt útslægjur, hæði í Rauðhólsmýri og Hveradölum. Árni Magnússon getur þessarar hjáleigu í handriti þeirra Páls lögmanns, en lauslega nokkuð.
Snorrakot og Hnaus hafa verið smábýli ein, eða næstum því tómthús. Hið svokallaða Snorrakotstún, er aðeins horn af Norðurkotstúni og skilur túnin smálækur einn. Getur horn þetta vart gefið meira af sér en 3 til 4 töðukapla, þegar bezt lætur.

Krýsuvík

Bærinn Arnarfell í Krýsuvík.

Í Arnarfelli mun hafa verið búið fram um, eða fram yfir 1870, en túnið þar, var jafnan slegið, frá böfuðbólinu, fram undir 1890
og þá er túnið í rækt, var talið að það gæfi af sér eitt kýrfóður. Má og vel vera, að ábúandi Arnarfells hafi fengið leyfi til að heyja eitthvað á mýrum þeim, sem kringum fellið eru (Stekkjarmýri, Bleiksmýri og Kúabletti).

Fitjar

Fitjar – bæjartóftir.

Á Fitum voru nokkuð stæðilegar bæjartóptir fram yfir síðastliðin aldamót, þar var og safngryfja, sem óvíða sáust merki til, annarsstaðar í hverfinu. Túnstæði er nokkuð vítt á Fitum og útslægjur hefði mátt hafa þaðan; á Efri Fitum, á Lundatorfu, eða í Selbrekkum; eigi var og heldur langur heybandsvegur þaðan á Trygghólamýrina.“ – S.

Hafa ber í huga að hér að framan er hvorki getið um hjáleigurnar Garðshorn og Fell, né selstöðurnar frá Krýsuvíkurbæjunum.

Heimild:
-Reykjanes, 6. tbl. 01.08.1943, Hjáleigur Krýsuvíkur, bls. 3-4.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir.

Eldgos

Krýsuvíkureldar voru tímabil stöðugrar eldvirkni í sprungusveim sem kennt er við Krýsuvík á Reykjanesskaga. Eldarnir hófust um miðja 12. öld, líklega árið 1151 og benda ritaðar heimildir til þess að þeim hafi lokið árið 1188. Hraun sem runnu í Krýsuvíkureldum eru Ögmundarhraun, Mávahlíðahraun og Kapelluhraun.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun sunnanvert – kort.

Fjórir aðskildir hraunflákar mynduðust smám saman í Krýsuvíkureldunum þótt hraunið allt sé nú kennt við Ögmundarhraun.  Syðst er Ögmundarhraun sem nær frá Djúpavatni í Móhálsadal suður í sjó. Næst norðan við það er lítið hraun sem runnið hefur út á Lækjarvelli og er það langminnst þessara hrauna. Þriðja hraunið er við Mávahlíðar, norðaustur af Trölladyngju, og liggur til hliðar við megingossprunguna. Nyrst er svo Kapelluhraun sem runnið hefur frá Undirhlíðum til sjávar sem og Gvendarselshæðargígaröðin vestan Helgafells.
Hraunin eru dæmigerð fyrir apalhraunin sem koma upp í gliðnunarhrinum á Reykjanesskaga. Hraunin eru þunnfljótandi og gasrík og mynda oft þunnt frauðkennt helluhraun næst gígunum. Algeng þykkt slíkra hrauna er um einn metri á sléttu landi og eru hraunaðrarnir oft ekki nema um hálfur metri á hæð.

Sundhnúkagígaröðin

Eldgos á Sundhnúkagígaröðinni 16. júlí 2025.

Þegar hraunin hafa runnið nokkur hundruð metra frá gígunum hefur verulegur hluti gassins verið rokinn úr hraunkvikunni, þannig að hún verður seigari og hraunið þykknar og breytist smám saman í apalhraun sem verður þeim mun úfnara sem fjær dregur gígunum. Hæstu hraunjaðrar af þessari gerð á Reykjanesskaga eru 10-15 m.

Ögmundarhraun, þ.e. hraunið sem rann frá syðsta hluta gossprungunnar fyllti allan Móhálsadal sunnan Djúpavatns og rann í sjó fram á um 5 km breiðu belti. Hraunið fyllti allstóra vík sem að líkindum hefur verið hin forna Krýsuvík. Þessi hraunfláki er stærstur af þeim fjórum sem mynduðust í Krýsuvíkureldum. Hann gæti hafa myndast í tveimur gosum (en þó í sömu goshrinu).

Djúpavatnsgígar

Djúpavatnsgígar.

Sá hluti hraunsins sem kominn er frá gígunum við Djúpavatn hefur runnið til austurs og síðan til suðurs austan Traðarfjalla. Við suðurbrún Traðarfjalla leggst yfir það yngra hraun sem runnið hefur frá þeim hluta gígaraðarinnar sem liggur í skarðinu milli Traðarfjalla og Núpshlíðarháls. Hraunið er allúfið austan Traðarfjalla, enda hefur það runnið þar í nokkrum halla.
Syðri hluti hraunsins fyllir allan Móhálsadal sunnan Traðarfjalla. Þar er hraunið víðast slétt hellhraun en í dalnum ofanverðum er það að verulegu leyti horfið undir framburð lækja, sem er afar mikill á þessum slóðum. Móbergið í hálsunum í grennd er mikið ummyndað vegna jarðhita og því auðrofið. Jafnhliða ummynduninni þéttist bergið þannig að úrkoma hripar ekki beint niður, eins og víðast á Reykjanesskaga, heldur myndar læki sem renna á yfirborði. Þeir hverfa reyndar fljótlega niður í jörðina er þeir koma út fyrir ummyndaða svæðið. Af þessum sökum er ógerningur að segja til um þykkt hraunsins í dalnum.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – Tófubrunagígar.

Meginhraunið hefur komið upp í dalnum sunnanverðum. Þegar hraunið fellur suður úr dalnum breytist það að mestu í úfið apalhraun, enda búið að renna alllangan veg frá gígunum. Hraunið hefur síðan runnið allt til sjávar og fyllt hina fornu Krýsuvík. Ætla má að á flatlendi sé hraunið víðast um 5-10 m þykkt og miklu þykkara þar sem það náði út í sjó. Í Móhálsadal er það eflaust nokkru þynnra og vart meira en 3-4 m þykkt, en slík tala er þó ágiskun ein. Flatarmál hraunsins er um 18,6 km2 og ef gert er ráð fyrir 7 m meðalþykkt er rúmmálið um 0,13 km3.
Norður af Djúpavatni liggur ungleg gígaröð til norðausturs eftir Móhálsadal, í beinu framhaldi af gígum Krýsuvíkurelda.
Allt framangreint svæði er einstaklega áhugavert í jarðsögulegum tilgangi, ekki síst í ljósi þeirra atburða sem núverandi Grindvíkingar hafa þurft að horfa upp á tengda samfelldri goshrinu á Sundhnúkagígaröðinni ofan bæjarins á undanförnum árum.

Framangreindri umfjöllun fylgja myndir af einstökum gosstöðvum á  u.þ.b. 25 km langri sprungureininni er náði allt frá Höfða og Latfjalli í suðri að Helgafelli að vestanverðu í norðri – Sjá Myndir.
Reykjaneseldar

Sundhnúkagígaröðin

Í Vikunni árið 1964 er viðtal við Jón Jónsson, jarðfræðing, undir fyrirsögninni „Það má búast við gosi á Reykjanesi„:
Jón Jónsson„Reykjanesskagi er meir eldbrunninn en nokkur annar hluti þessa lands. Ég ætla að engin viti hversu margar eru þær eldstöðvar og því síður hversu mörg þau hraun eru, sem þar hafa brunnið frá því að jökla leysti af landinu. Um hraunflákana á þessu svæði fær maður nokkra hugmynd ef það er athugað að hægðarleikur er að ganga alla leið frá Þingvallavatni út á Reykjanestá án þess að stíga nokkurntíma af hrauni.
Fyrsta gos, sem sögur fara af á þessu svæði er það, sem átti sér stað árið 1000 og sem getið er um í Kristnisögu. Það gos var á Hellisheiði norð-austur og austur af Hveradölum og eru eldstöðarnar vel sýnilegar hverjum þeim, sem um Hellisheiði fer. Ekki fara sögur af fleiri gosum á austanverðum Reykjanesskaga. Þó hefur þar gosið síðar a.m.k. tvisvar sinnum, í Eldborg nyrðri og syðri, milli Lambafells og Bláhnjúks, því hraun frá þeim gosum hafa runnið út á hraunið frá 1000.

Hellisheiði

Gígarnir á Hellisheiði – upptök Kristnitökuhraunsins frá árinu 1000.

Í námunda við þær eldstöðvar hefur áður gosið oftar en einu sinni eftir ísöld, og þaðan er komið það hraun, sem næst hefur komizt höfuðborginni, en það er hraunið sem runnið hefur út í Elliðaárvog. Samkvæmt rannsóknum Þorleifs Einarssonar er þetta hraun komið úr stórum gíg er nefnist Leitin sunnan við Ólafsskarð austan undir Bláfjöllum. Yngri hraun þekja þetta að mestu vestur að Draugshlíðum, en þaðan er auðvelt að rekja það alla leið til sjávar. Þetta hraun hefur verið mjög þunnfljótandi og væntanlega runnið hratt. Það er helluhraun og myndar hvergi kraga það ég veit, en í því eru gervigígir á nokkrum stöðum og þekktastir þeirra eru Rauðhólar við Elliðavatn. Skammt ofan við brúna yfir Elliðaár á Suðurlandsvegi er mór undir hrauninu. Hann hefur verið aldursákvarðaður með C14 aðferð og reynzt vera 5300 + eða + 340 ára.

Eldborg

Eldborg (Drottning) og Stóra-Kóngsfell vestan við Bláfjöll.

Vestan við Bláfjöll eru allmargir gígir og sumir þeirra stórir. Meðal þeirra er sá sem gerður hefur verið hinn mesti ógnvaldur í Vikunni á undanförnum vikum. Frá eldstöðvum á þessum slóðum hafa hraun runnið norður á Sandskeið, milli Sandfells og Selfjalls og vestan við Selfjall, milli þess og Heiðmerkur. Á síðast nefnda svæðinu ber hraun þetta nafnið Hólmshraun. Þarna er þó um a.m.k. 5 mismunandi hraunstrauma að ræða, og verða þeir nefndir Hólmshraun I—V hér.

Hólmshraun

Hólmshraun – uppdráttur Jón Jónsson.

Hólmshraun I er þá þeirra elzt og V yngst. Ekki hafa þessi hraun ennþá verið rakin til einstakra eldstöðva, og er raunar óvisst hvort það er mögulegt, a.m.k. með öll þeirra. Af þessum slóðum hafa þau samt komið. Engar sagnir eru til um gos á þessum slóðum. Hólmshraun I hefur runnið út á Leitahraunið rétt austan við Gvendarbrunna og langleiðina yfir það þar skammt fyrir austan. Hólmshraun II hefur einnig runnið út á það austan við Lækjarbotna og myndar hina áberandi, háu hraunsbrún ofan við gamla Lögbergsbæinn aðeins norðan við Suðurlandsveginn. Af þessu er ljóst að Hólmshraunin öll eru yngri en Leitahraunið, en um aldur þess var áður getið.

Nesjahraun

Nesjahraun í Grafningi.

Samkvæmt því sem hér hefur verið sagt hafa orðið a.m.k. 9 eldgos á austanverðum Reykjanesskaga á síðastliðnum 5300 árum. Auk þess er Nesjahraun í Grafningi, en það er samkvæmt rannsóknum Kristjáns Sæmundssonar 1880 + eða + 65 ára, C14 aldursákvörðun. Þar með eru gosin orðin 10. Milli Selfjalls og Helgafells virðist ennfremur vera nokkuð á annan tug mismunandi hrauna, sem öll eru runnin eftir ísöld, eru þá ekki talin með áðurnefnd fimm Hólmshraun né heldur hraun það sem komið er úr Búrfellsgígnum, og sem nefnt er ýmsum nöfnum, svo sem Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun, Gálgahraun o.s.frv., en sem ég mun nefna Búrfellshraun. Á þessu hrauni stendur meginhluti Hafnarfjarðarbæjar. Ekki skal nú haldið lengra vestur skagann að sinni, en aðeins geta þess að fjöldi hrauna og eldstöðva eru þar, og hafa sumar þeirra verið virkar eftir að land byggðist.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – yfirlit.

Það er óhætt að slá því föstu, að alls engar líkur eru til þess að eldgosum sé að fullu og öllu hætt á Reykjanesi. Það verður þvert á móti að teljast í fyllsta máta líklegt að gos muni enn verða þar. Sé jafnframt litið á, hversu oft hefur gosið þar og hvað langt er liðið frá síðasta gosi, en það hefur líklega verið um 1340 [var reyndar 1151] er Ögmundarhraun brann, þá vaknar sú spurning hvort ekki muni nú líða að því að gos verði einhvers staðar á þessu svæði.
Vitanlega er þetta nokkuð sem enginn veit, ekki jarðfræðingar fremur öðrum. Það er þó ljóst að a.m.k. verulegur hluti þeirra mynda, sem — sumar í allsterkum litum hafa verið dregnar upp í undangengnum blöðum VIKUNNUR gætu áður en varir verið komnar í hinn kaldliamraða ramma veruleikans. Við höfum ekki leyfi til að haga okkur eins og við vitum ekki, að við byggjum eitt mesta eldfjallaland jarðarinnar. Það er skoðun mín að það sé í fyllsta máta tímabært að hiutaðeigandi geri sér nokkra grein fyrir því, hvað komið getur fyrir og hvernig við því skal bregðast. Sumt af því er svo augljóst að ástæðulaust er um það að fjölyrða. Ég á þar við truflanir á samgöngum og beina skaða á mannvirkjum.

Kaldá

Kaldárbotnar.

Því er ekki að neita að vatnsból Reykjavíkur og Hafnarfjarðar geta legið nokkuð illa til í þessu sambandi. Vatnsbóli Hafnarfjarðar í Kaldárbotnum hagar þannig til að vatnið kemur úr misgengissprungu, sem klýfur Kaldárhnjúk, Búrfell og myndar vesturhlið Helgadals. Svo sem 1—1,5 km. sunnan við Kaldárbotna hefur sama sprunga gosið hrauni. Það er að vísu lítið hraun, en hætt er við að gos á þessum stað eða með svipaða afstöðu til vatnsbóls ins gæti haft óheppileg áhrif á vatnið.
Þess skal getið að ólíklegt virðist að gos mundi hafa veruleg eða jafnvel nokkur áhrif á vatnsrennslið. Um Gvendarbrunna er svipað að segja. Vatnið kemur þar líka úr sprungum, sem a.m.k. tvö og líklega þrjú Hólmshraunanna hafa runnið yfir. Vatnið í Gvendarbrunnum kemur því ekki aðeins undan hrauninu í venjulegum skilningi heldur dýpra úr jörðu og af miklu stærra svæði.

Gvendarbrunnar

Gvendarbrunnar.

Því er ekki líklegt að gos hefði áhrif á rennslið, en kæmi enn eitt Hólmshraun, gæti það hæglega runnið y|ir vatnsból Reykjavíkurborgar. Bullaugu eru hins vegar ekki á sambærilegu hættusvæði. Vel gæti komið til mála að hægt væri að segja fyrir gos á því svæði, sem hér er um að ræða með því að fylgjast stöðugt með efnasamsetningu vatnsins. Þetta hafa Japanir gert, en á þessu sviði sem alltof mörgum öðrum fljótum við ennþá sofandi að feigðarósi.

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur og aðrar dyngjur Reykjanesskagans.

Eldstöðvarnar á Reykjanesi eru aðallega tvennskonar: dyngjur og gossprungur. Dyngjurnar eru eldri a.m.k. á vestanverðu nesinu. Frá þeim eru stærstu hraunin komin, og ná sum þeirra yfir mjög stór svæði. Sprungugosin virðast hins vegar flest hafa verið tiltölulega lítil og ekki hafa gert mikinn usla. Mörg þeirra hafa ekki verið öllu meiri en Öskjugosið síðasta og sum minni. Þau virðast einnig hafa verið samskonar, þ.e. hraungos með sáralitlu af ösku, og hafa yfirleitt ekki staðið lengi. Svo er að sjá sem þannig sé um Hólmshraunin. Nokkuð öðru máli gegnir um gosið í Búrfelli. Það hefur verið mikið gos, og er hraunið víða um og yfir 20 m þykkt.

Búrfell

Búrfell í Garðabæ.

Ekki verður séð að Búrfell hafi gosið nema einu sinni. Um aldur þess hrauns er ekki vitað, en líklegt virðist mér að það sé með eldri hraunum hér í grennd. Ekki er því að leyna að allófýsilegt væri að búa í Hafnarfirði ef Búrfell tæki að gjósa á ný, sérstaklega á þetta við um þann hluta bæjarins, sem stendur á hrauninu eða við rönd þess. Sama er að segja um Grindavík, ef eldstöðvarnar, sem þar eru næst færu aftur að láta til sín taka. Aðeins eru um 5 km. frá Búrfelli til Hafnarfjarðar og mun skemmra til Grindavíkur frá gígunum, sem þar eru næstir. Í þessu sambandi má benda á að hraunið frá Öskjugosinu síðasta mun hafa runnið um 11 km. á 2—2% sólarhringum. Hveragerði gæti verið hætta búin af gosum á Hellisheiði.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort ISOR.

Vera má að sumum lesenda finnist hér hafa verið málað svart, að ég sé hér að spá illu og jafnvel að hræða fólk að ástæðulausu. Því fer fjarri að það sé ætlun mín. Ég, sem allir aðrir vona að sjálfsögðu að þær byggðir sem um hefur verið rætt fái um alla framtíð að vaxa og dafna í friði. Hins vegar er í hæsta máta óheppilegt í þessu sem öðru að loka augunum fyrir staðreyndum.
Enginn veit hvar eða hvenær eldur kann næst að brjótast upp á Reykjanesskaga. Þeir sem nú byggja þessar slóðir sjá kannski ekkert af honum, kannski ekki heldur þeir næstu, en persónulega efast ég ekki um að, ef ekki við, þá muni einhver eða öllu heldur einhverjar komandi kynslóða verða að taka afstöðu til þess, hvað gera skuli er glóandi hraunflóð stefna að byggðu bóli — og þá væri gott að vera ekki alveg óviðbúinn.“ – Jón Jónsson.

Heimild:
-Vikan, 7. tbl. 13.02.1964, Það má búast við gosi á Reykjanesi, Jón Jónsson, bls. 20-21 og 30.
Drottning í Bláfjöllum

Víkingaskip

Í Samvinnunni 1951 fjallar Helgi P. Briem „Um nafngift Íslands – Hafði Hrafna-Flóki vetursetur í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi, en ekki í Vatnsfirði á Barðaströnd?„. Margir hafa talið Hrafna-Flóka haft vetursetu við Vatnsfjörð á Barðaströnd, en það er þó málum blandið sbr. eftirfarandi;

Helgi P. Briem

Helgi P. Briem (1902-1981).

„Marga hefur undrað á því, að Ísland skyldi fá svo kaldranalegt nafn. Hafa komið ýmsar tillögur um, að það fengi annað nafn. Er tillaga Einars skálds Benediktssonar merkust. Vill hann nefna landið Sóley og telur það þýðingu á elzta nafni þess: Tíli eða Thule, „því þar gerir sól sumarhvörf“. Vinsamlegir ferðamenn segja oft, að Ísland ætti að hafa nafnaskipti við Grænland.
Í strjálbýlu landi og lítt þekktu eru þau nöfn þó líklegust til langlífis, sem lýsa staðháttum, snjallyrði eins og Herðubreið, Dyrhólaey og Blanda eru á við landabréf. Þau segja ferðamanninum, hvar hann er staddur. Orðhagur maður er velgerðarmaður allra ferðamanna, og gat bjargað lífi þeirra, sem villtir voru. En hvergi er villugjarnara en á hafinu og torveldara að spyrja til vegar. Er því mikill vandi að gefa eyju nafn, svo að hún segi til sín við landtöku.
Ísland mun hafa fengið ýms nöfn, og er ekki ólíklegt, að hið írska nafn: I Brezil — Hamingjueyjarnar — eigi við Ísland, því að hvar væri þeirra ella að leita?

Íslandskort

Íslandskort 1528

Landnáma nefnir þrjú nöfn eldri en Ísland: Tíli, Garðarshólmi og Snæland. Garðarshólmi er svo fráleitt nafn, að það hvarflar að manni, að Garðar hafi naumast getað hugsað það sem nafn á landinu. Hins vegar eru fáar eyjar við landið, sem hægt væri að kalla hólma, nema þá Hrísey. Til þess að slíkt gæti staðizt yrði að telja Eyjafjörðinn árós, og má telja það í ríflegra lagi, þó að þeir Hrafna-Flóki hafi kallað Faxaós, sem við teljum nú réttar nefndan Faxaflóa.
Snæland er lítið betra, því mörg lönd eru snævi hulin að vetrarlagi og víða fellur snær mikill í fjöll. Hins vegar mun enginn landnámsmanna hafa séð fyrr land, þar sem fjöll voru hulin glampandi, fannhvítum ís að sumarlagi. Og hér voru ekki aðeins einstök fjöll með fönnum og sköflum, heldur voru víðáttumikil fjalllendi undir ís.

Vatnajökull

Vatnajökull.

Líklegast hafa landnámsmenn aldrei séð jökla fyrr en þeir komu til Íslands. Munu norskir jöklar ekki sjást frá sjó. Þeir nota heldur ekki norsku orðin fonn eða bræ, sem á íslenzku er breði og mjög sjaldgæft. Þeir virðast því hafa verið í nokkrum vandræðum með að gefa þessu nýja náttúrufyrirbrigði nafn, en ísrennslið úr fjöllunum fékk fljótt nafnið jökull. Það mun skylt orðinu jaki. Síðar mun nafnið jökull hafa færzt á allan hjálm fjallanna, enda þótt lítil hreyfing sé á ísbreiðunni.
Svo segir í Landnámu, að þeir Flóki „komu austan at Horni og sigldu fyrir sunnan landit“, enda munu flestir hafa komið þá leið. Það fyrsta, sem þeir sáu af landinu, hefur því verið Vatnajökull, mesti jökull, sem hvítir menn höfðu þá augum litið. Hann varpar glampa langt til hafs og var ótvíræð sönnun um það, að þeir væru komnir til landsins, sem þeir leituðu, en hvorki til Skotlands né Írlands.

Horn

Vestra-horn.

Horn var mikið kennileiti og gott. Það er tvöfalt: Eystra-Horn og Vestra-Horn. Bæði eru þau hrikaleg með hvössum tindum og ólík öðrum fjöllum, enda er í þeim gabbró og ekki lagskipt eins og blágrýtisfjöllin, sem mynduð eru af hraunum.
Fjörðurinn milli Horna hét að sjálfsögðu Hornafjörður, en það nafn átti sér örlög. Landnáma segir, að Garðar „kom at landi fyrir austan Horn, þar var þá höfn“. Þetta bendir til þess, að höfnin hafi þegar verið tekin af, er Landnáma var færð í letur rúmlega þremur öldum eftir að Garðar kom þangað. Eftir að höfnin spilltist gerði minna til um nafnið á firðinum, og þó að fjörðurinn segði svo greinilega til nafns, fluttist nafn hans vestur fyrir Skarðsfjörð, en sá upprunalegi Hornafjörður heitir nú Lón eða Lónsvík. Þórður biskup Þorláksson hefur auðsjáanlega verið í vandræðum með nafnið á Hornafirði, því hann kallar Vestra-Horn við Skarðsfjörð Eystra-Horn á korti því, sem við hann er kennt og merkt ártalinu 1668.

Hrafnaflóki

Hrafna-Flóki – leiðir að og frá Íslandi.

Leið Flóka er lýst svo: „En er þeir sigldu vestr um Reykjanes ok upp lauk firðinum, svo at þeir sá Snæfellsnes, þá ræddi Faxi um: Þetta mun vera mikit land, er vér höfum fundit. Hér eru vatnsföll stór. Síðan er þat kallaðr Faxaóss. Þeir Flóki sigldu vestr yfir Breiðafjörð og tóku þar land, sem heitir Vatnsfjörðr við Barðaströnd. Þá var fjörðrinn fullr af veiðiskap. Ok gáðu þeir eigi fyrir veiðum at fá heyjanna, ok dó allt kvikfé þeira um vetrinn. Vor var heldr kalt. Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt ok sá norðr yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum. Því kölluðu þeir landit Ísland, sem þat hefur síðan heitit.“
Hafa sagnfræðingar oft bætt við, að hann hafi kallað fjörðinn Ísafjörð, en ekki mun það sagt í neinu handriti Landnámu. Er þó enginn vafi á því, að nafnið er fornt.

Vatnsfjörður vestra

Vatnsfjörður á Barðaströnd – kort.

Í tveimur handritum Landnámu (Hauksbók og Melabók) er því bætt við: „Þar sér enn skálatopt þeirra inn frá Branslæk ok svá hrófit ok svá seyði þeira.“ Hér sýnist ekki geta verið vafi á, hvar Flóki hefur haft vetrarsetu.
Vatnsfjörður á Barðaströnd er vel þekktur. En auk þess er vísað á kuml, sem enn er við líði. Munu fáar þjóðir í heiminum geta vísað á rústir, sem hlaðnar voru af nafngreindum manni, áður en landið byggðist, og væri ástæða til þess að góðir fornfræðingar rannsökuðu það. Samt sem áður er frásögnin grunsamleg, fyrst og fremst vegna þess, að maður undrast, hvernig örnefni gætu lifað í mannlausu landi.
Þau, sem nefnd eru í sambandi við Flóka, eru þó svo skýr, að þar er ekki um að villast í byrjun: Horn, Reykjanes, Faxaós, Snæfellsnes. Enginn er í vafa um, hvað Reykjanesið muni heita, er hann siglir fyrir nesið.

Keflavík

Kort af Reykjanesskaga 1809.

Raunverulega er það aðeins hællinn á nesinu, sem heitir Reykjanes, en hinn miklu skagi hefur verið nefndur Reykjanesskagi í landafræðum, og er það nafn engum til sóma, en hér fer sem víðar, að menn gefa því nafn, sem menn sjá yfir, en gleyma að gefa stærri svæðum nafn.
Faxaós fylgir svo skemmtileg saga, að nafn Faxa hefur lifað í Faxaflóa, enda er hann afmarkaður af Reykjanesi og Snæfellsnesi. Það lýsir einnig nafni, því á öllu Íslandi er það eina fellið, sem sést frá sjó og er snævi hulið.
Þegar komið er norður yfir Breiðafjörð, verður hins vegar erfiðara að átta sig. Tangar á Vestfjörðum eru margir og firðir, og hver öðrum líkir. Þaulvanir skipstjórar þekkja firðina auðvitað, en fyrir þá, sem sjaldan fara um, mun erfitt að þekkja firðina án korts, og sérstaklega að lýsa þeim, svo að aðrir geti áttað sig eftir þeirri lýsingu.

Vatnsfjörður vestra

Vatnsfjörður við Barðaströnd.

Vatnsfirðir munu ekki vera nema tveir, en gætu verið fleiri og Vatnsdalir eru allmargir, og Vatnadalir. Af örnefnum Vestfjarða er þó eitt, sem ekki getur flutzt til: Ísafjörður. Er það eini fjörðurinn á Íslandi, sem skerst milli ísa, þ.e. jökla. Er Drangajökull á aðra hlið, en Gláma á hina.
Það- er einkennilegt, að höfundur Landnámu, sem flestir telja skráða á Vesturlandi, skuli tala um, að er þeir Flóki komu frá Faxaflóa, skuli þeir hafa siglt „vestr yfir Breiðafjörð ok tóku þar land, sem heitir Vatnsfjörður við Barðaströnd“, því sú leið er í norðaustur frá Öndverðarnesi. Hér er tekið einkennilega til orða, að tala um að sigla yfir fjörðinn, þegar siglt er inn í hann og tekið land heldur fyrir innan miðju Barðastrandarinnar.

Vatnsfjörður

Vatnsfirðir fyrir Vestan.

Höfundur Landnámu lýsir því, að um vorið gekk Flóki „upp á fjall eitt hátt ok sá norðr yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum; Því kölluðu þeir landit Ísland“. Hér er einnig einkennilega tekið til orða, því ekkert fjall er nærri Vatnsfirði, sem gæfi útsýn yfir Ísafjörð. Firðirnir eru skorur í hálendið, sem leyna sér þar til komið er að þeim. Jafnvel þó Flóki hefði gengið á Glámu, þar sem hún bar hæst, hefði hann naumast getað séð niður í Ísafjarðardjúp eða Ísafjörð. Hefur höfundurinn því hugsað sér, að fjallið hafi þurft að vera hátt. Er venjulega talið, að Flóki muni hafa gengið á Hornatær og séð niður í Arnarfjörð. Raunar er líklegra, að hann hafi getað séð niður í Trostansfjörð og út til Arnarfjarðar, og er sú átt frekar í vestur eða norðvestur. Hitt er þó harla ólíklegt, að Arnarfjörður eða Suðurfirðir hafi verið fullir af hafísum. Slíkt skeður víst mjög sjaldan og ber tvennt til: straumar liggja ekki, svo að þeir beri mikinn hafís inn í firðina fyrir sunnan Ísafjarðardjúp og eins er grunn út af þeim öllum, sem stöðvar stóra jaka, þó smærri jakar kunni að slæðast þangað.

Vatnsfjörður eystri

Vatnsfjörður í Ísafjarðardjúpi – kort.

Hins vegar er Ísafjarðardjúp berskjaldað í þessu tilliti, og þangað getur komið hafís og hefir gert iðulega.
Margt þetta bendir til þess, að þeir Flóki hafi farið eitthvað norðar en til Barðastrandarinnar og síðan upp á Hornatær. En það er landið sjálft, sem rökstyður það. Svo hagar til í Vatnsfirði, að þar er hafnleysa. Sýnist því undarlegt, ef Flóki hefur einmitt leitað þangað. Fjörðurinn er eins og axarfar inn í hálendið. Hlíðar eru brattar og undirlendi ekkert nema niður að stóru vatni, sem er talið mjög djúpt. Í því er nokkur silungur. Úr vatninu fellur elfur, sem heitir Vatnsdalsá. Er hún mikið vatnsfall og straumhörð. Hefur hún sorfið sig gegnum malarhjalla nokkra og niður í bergið, en fellur af stöllum og myndar smáfossa. Þessir malarhjallar eru eina undirlendið í dalnum, nema eyrar myndaðar af árframburði við norðurenda vatnsins.

Vatnsfjörður eystra

Vatnsfjörður í Djúpinu – kort.

Byggð mun aldrei hafa festst í dalnum til langframa. Þó eru rústir þar eftir fjögur kot. Nýtur dalurinn fjarvistar manna, því þar er fríður lurkskógur, mestmegnis birki, en einnig víðir og óvenjulega fögur reynitré. Í skóginum er smiðjutóft og aska og járngjall í jörðu. Segir Eggert Ólafsson, að þar muni Gestur hinn spaki Oddleifsson frá Haga hafa stundað rauðablástur og margir síðan.
Vegna þess, hve skip Flóka hefur verið lítið, mun hann ekki hafa getað flutt fullorðin dýr til Íslands. Hann hefur því þurft að hafa með sér ungviði til uppeldis en treysta algerlega á fisk og fugl fyrstu árin. Sýnist Vatnsfjörður ekki hafa þau skilyrði að bjóða, sem Flóka voru lífsnauðsynleg. Virðast margir staðir á landinu til stórra muna álitlegri. Finnig virðist það einkennilegt, að kvikfé þeirra dó allt um veturinn. Virðist það ólíklegt, ef fáein lömb og kálfar gátu enga snöp fundið í skóginum, sem var þar hátt upp í hlíðum, jafnvel þótt heyskapurinn hefði fanð út um þúfur.

Víkingar

Víkingaskip – knerrir í legu.

Skip sín geymdu fornmenn venjulega á landi. Voru þau dregin upp í læki, en síðan hlaðin stífla fyrir aftan þau. Er hækkaði í þessu lóni, var skipið dregið lengra upp í lækinn og stíflað aftur og haldið áfram, þangað til það var komið á þann stað, sem því var ætlaður staður. Var þá hlaðið hróf utan um það. Vegna þess hve sæbratt er í Vatnsfirði, virðist enginn ós þar hentugur til að draga skip á land.
Hleðslur þær, sem áður er getið um, eru ekki í þeim eiginlega Vatnsfirði, heldur skammt fyrir norðan Brjánslæk. Mótar þar fyrir nokkrum gömlum tóftum, sem kallaðar eru Flókatóptir. Mestar þeirra og greinilegastar eru tvær langtóftir sambyggðar. Er hin stærri talin hrófið, en sú skemmri skáli Flóka. Virðist það algerlega útilokað, að Flóki hefði getað komið skipi sínu upp í hrófið með skipsfólki sínu einu.

Flókatóftir

Flókatóftir? við Brjánslæk við Vatnsfjörð vestari.

Tóftirnar eru þó mjög fornlegar og gætu verið frá fyrstu árum Íslandsbyggðar, úr því munnmælasögur hafa myndazt um þær, er Landnáma er færð í letur.

Við vitum ekki mikið um skip þau, sem forfeður okkar notuðu til siglinga um hið úfna Norðuratlantshaf. Af hafskipum, sem geymzt hafa, eru þrjú merkust, því þau eru heillegust. Elzt þeirra er skip það, er fannst við Sutton Hoo skammt frá Woodbridge í Englandi. Það er talið vera sett á haug á árunum 650—670. Það var 27 metra langt og 4,3 metra breitt. Engan hafði það seglbúnað, en 38 ræðara.

Ásubergsskipið

Ásubergsskipið.

Oseberg skipið var 21,44 m. langt, en 5,10 m. breitt. Hæð um miðju var 1,60 m. og var 0,85 m. yfir vatnsborð og risti því 0,75 m. Það er talið byggt rétt eftir árið 800 sem skemmtiskip fyrir Ásu móður Hálfdánar svarta, en ekki til langferða.
Gökstad skipið var 23,33 m. stafna á milli, en 5,25 m. á breidd. Frá kili til borðstokks um mitt skipið var 1,95 m., en hæðin úr sjó 1,10 m., svo það risti 0,85 m. Til gamans hafa menn reiknað þvngd þess og var hún talin 20,2 smálestir, en burðarmagnið 31,78 smálestir. Talið er, að það sé byggt um miðja 9. öld eða um svipað leyti og Flóki fór til Íslands.
Bæði þessi skip höfðu seglbúnað og hafði Osebergskipið 15 árar, en Gökstadskipið 16 árar á borð (sextánsessa). Gökstadskipið var fullkomið bafskip. Var gerð nákvæm eftirlíking af því, og sigldu nokkrir vaskir, ungir Norðmenn því vestur yfir haf og upp Fljót beilags Lárentíusar og alla leið til Chicago árið 1892.

Gauksstaðaskipið

Gauksstaðaskipið.

Skip Flóka hefur líkast til verið knörr og ekki stór. Það munu ekki hafa fundizt neinar leifar eftir knerri, sem hægt væri að nota til að gera sér grein fyrir byggingu þeirra og stærð eða stærðarhlutföllum. Lag norsku skipanna er svo fagurt, að menn skyldu ætla, að slík gagnsemis fegurð geti varla skapazt nema við vinnugleði margra kynslóða.
Þó bendir allt til þess, að ekki hafi verið gerð seglskip fyrr en á 8. öld. Til þess tíma voru skipin seglalaus, enda höfðu þau botnfjöl en ekki kjöl, en hún gat ekki borið upp mastur og það átak, er skipið skreið fullum seglum. Sumir halda því, að knerrir hafi haft þrjár árar hvoru megin við framstafn. En hvernig sem það hefur verið, hefur skip Flóka verið sterkara og viðameira en langskipið, þó það væri minna.
Kaupskipin voru kölluð knörr eða birðingur.

Knörr

Knörrinn Skuldelev I er stærsta skipið á Víkingaskipasafninu í Hróarskeldu. Það er yfir 16m langt og um 5m breitt með yfir 20 tonna lestarrými.

Knerrir voru víst lítið frábrugðnir langskipum, en smærri. Byrðingar voru styttri og breiðari og höfðu meira burðarmagn. Þeir voru því notaðir til strandsiglinga, enda þótt sögurnar minnist oft á, að þeir hafi komið til Íslands. Líklega hefur verið lítill munur á langskipum og öðrum skipum, því „þat var upphaf enna heiðnu laga, at menn skyldu eigi hafa höfuðskip í hafi, en ef þeir hefði, þá skyldu þeir af taka höfuð, áðr þeir kæmu í landsýn, ok sigla eigi at landi með gapandi höfðum eða gínandi trjónum, svá at landsvættir fælist við“, segir í Landnámu um Úlfljótslög.
Er hér greinilega landvarnarákvæði, því óspektarmenn, sem komu með ófriði til landsins, vildu að sjálfsögðu fæla landvætti, en um leið vöruðu þeir landsbúa við, að ills væri von af þeim, og að þar færu ekki menn, er virtu lög landsins.

Ormen Friske

Ormen Friske.

Flóki mun hafa komið á knerri til Íslands og ekki mjög stórum. Áhöfn á knerri mun venjulega hafa verið 15—30 manns í Íslandsferðum. Ekki eru nafngreindir nema 4 af skipsmönnum og Flóki sá fimmti, en þeir munu hafa verið fleiri.
Ormen Friske, hið sænska víkingaskip, sem fórst við Hélgoland árið 1949, var 24 m. langt, 5,5 m. breitt og risti 1 m. Það var talið hafa vegið 12 smálestir, að því er blöðin sögðu.
Virðist því fjarri sanni að hugsa sér, að knörr Flóka hafi vegið minna en 8 smálestir að þyngd og mun þó hafa verið meira. En hvernig hann ætti að geta komið svo þungu skipi í naustina með 15—30 mönnum, er ekki skiljanlegt.

Það má teljast líklegt, að Flóki hafi haft bát aftan í skipi sínu (eftirbát) eða innanborðs. Er þess sérstaklega getið um Garðar, að hann hafi skotið út báti. Mátti þá nota bátinn til fiskveiða, en leggja skipinu í skjól.

Íslendingur

Íslendingur í Víkingaheimum. Skipið er byggt á málum Ásubergsskipsins.

Það var þó hægara sagt en gert, að leggja skipi þarna við Vatnsfjörð, sem er hyldjúpur, því legufæri voru þá næsta ótrygg. Akkeri voru lítið betri en stjórar, og var reynt að nota trjástofn með mörgum greinum í hvirfingu, er mynduðu fleina þess. Var síðan bundið grjót við legginn. En ekki hrifu slík akkeri vel og voru varla notandi við millilandaskip nema stutta stund inni í víkum.
Hvað sem Flóki hugðist fyrir, varð hann að gæta skips síns, koma því á land og sjá um, að ekkert yrði að því, en það þýddi, að hann gat ekki notað það til róðra, enda hlaut það að vera óþjált til slíkra smáferða. Er jafnvel ólíklegt, að hann hafi notað eftirbátinn til fiskveiða, hafi hann verið til, því ekki mundi hann hafa tekið alla skipshöfnina, og þeir sem höfðu landlegur, þá getað aflað heyja.

Vatnsfjörður eystra

Vatnsfjörður í Djúpinu – tóftir.

Ber hér allt að sama brunni: Flóki hefur ekki haft vetursetu í Vatnsfirði á Barðaströnd. Það er auðvelt að rekja slóð hans fyrir Snœfellsjökul, en það gengi kraftaverki næst, ef hægt hefði verið að varðveita nákvœmlega ferðasögu hans við Vestfirði, því þar
er hver fjörðurinn öðrum líkur.
Liggur það því nærri að láta sér detta í hug að villt hafi verið á þessum tveim Vatnsfjörðum og skulu því hér athugaðir möguleikar á því, að Flóki hafi haft vetrarsetu að Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp.
Þar sem ekki virðist hafa verið samfelld byggð í Vatnsfirði á Barðaströnd, er Vatnsfjörður við Djúp landnámsjörð. Þar nam Snæbjörn, bróðir Helga magra land, en síðan hefur það verið höfuðból og prestssetur fram á þennan dag. Kannast allir Íslendingar við ábúendur Vatnsfjarðar, svo sem Þorbjörgu digru, dóttur Ólafs pá, Þorvald Snorrason, Vatnsfjarðar-Kristínu og Björn Jórsalafara.

Vatnsfjörður eystra

Á Vestfjarðarhálsi innst í Ísafjarðardjúpi.

Svo einkennilega vill til, að oft er getið um mikil vorharðindi einmitt í sambandi við Vatnsfjörð. „En brátt varð með harðindum til fengið búsins, sem lengi hafði siðr verit til í Vatnsfirði“, segir í Sturlungu, og enn segir: „Þar var hörð vist, því at vár var illt, en vetr allgóðr. Fjórtán hestar dóu í Æðey uppstigningardag, meðan menn váru at mat. Til landauðnar horfði í Ísafirði, áðr fiskr gekk upp á Kvíarmið.“
Fiskur hefur ætíð gengið langt inn á Djúpið, þó að áraskipti séu að því. Er þó lítill vafi, að hann hefur verið þar á landnámsöld. Vatnið, sem fjörðurinn dregur nafn af, er allmikið lón. Heitir það nú Sveinhúsavatn. Í það rennur á, er Þúfnaá heitir, en smálækir eru að auki, svo hafnarskilyrði sýnast í bezta lagi. Veiðiskapur er bæði í lóninu og ánni, en hlíðar grónar og voru þar miklir skógar áður, shr. frásögn í Grettlu um það, að Grettir leyndist í skóginum. Er þar sumarfagurt og álitlegt og ekki ósennilegt, að þeim, er siglir með Snæfjallaströnd, virðist naumast ástæða til að leita lengur, er honum býðst vetrarseta, þar sem skógur er og grösugt, fiskur bæði í sjó og vatni og fuglar, en að auki betri skilyrði til að koma skipi á land, en hann hafði séð ella við Vestfirði.

Íslandskort 1545

Íslandskort 1545.

Ekki er nokkur vafi á því, að Drangajökull hefur minnkað eins og aðrir jöklar á Íslandi. Á korti Bjarnar Gunnlaugssonar, er styðst við mælingar gerðar 1806—1809, virðist jökullinn ná suður undir Ingólfsfjörð og svipað virðist á korti eftir Knopf frá 1733. Örnefnin bera einnig vott um, að jökullinn hafi minnkað. Snæfjall, Snæfjallaheiði og Snæfjallaströnd eru nú ekki svo snævi þakin, að þessi nöfn geti talizt réttnefni. Suðurmörk Snæfjallastrandar er Kaldalón. Það er aðeins 1.5 km. breitt, en með snarbröttum hlíðum. Fyrir sunnan það er mikið fjall og hátt, er heitir Skjaldfannarfjall. Lýsir nafn þess betur fannhjálmi íslenzkra fjalla en nokkurt annað nafn, ef jöklarnir eru taldir rennslið frá fannbreiðunni. Þó er ekki ólíklegt, að fjallið hafi heitið Skjaldfönn áður eins og bærinn, sem stendur undir því, en nú, þegar sem enginn snjór er eftir í því, hafi hafi verið bætt við nafnið.

Kaldalón

Kaldalón – Drangjökull fjær.

Ef maður hugsar sér að fjallið hafi verið snævi þakið og Snæfjallaströndin öll, hlýtur jökullinn að hafa verið svo mikill, að skriðjökull hafi gengið niður í lónið og myndað jaka af jökulsporðinum í vorleysingum. Á uppdrætti Þórðar biskups Þorlákssonar frá 1668 er Drangajökull nefndur Lónjöklar og virðist þá sem hann hafi dregið nafn af Kaldalóni.
Hafi Flóki siglt inn Ísafjarðardjúpið, hefur hann hlotið að sjá Kaldalón, sem var ólíkt öllu, sem hann hafði séð áður. Þá hefur hann séð fjörð „fullan af hafísum“, og gat naumast lýst þeirri sýn á annan hátt, hvort sem jöklar voru þar á floti eða mynduðu jökulhamra. En Kaldalón er í hánorður frá Vatnsfirði.

Víkingaskip

Víkingaskip.

Á öllu Íslandi er naumast um að ræða nema Kaldalón og Leirufjörð, sem hefðu getað fyllzt af ís, svo að sá ís kæmi ekki af hafi, en um Leirufjörð er ekki að ræða í þessu sambandi. Virðist allt þetta styðja þá skoðun, að Hrafna-Flóki hafi komizt norður í Ísafjarðardjúp og haft vetrarsetu í Vatnsfirði. Þurfti hann þá ekki að ganga á hátt fjall til að sjá fjörðinn, eins og höfundur Landnámu varð að segja til að skýra það, hvernig hann gat séð fjörð fullan af hafísum. Hafi hann heyrt jöklabrak og dynki í vorIeysingum, er líklegt, að hann hafi gengið á næstu fjöll til að forvitnast um, hvaðan þau háreysti komu, og kemur allt þetta furðuvel heim við frásögn Landnámu, enda þótt fólk gæti ekki fest örnefni á réttan stað, þegar enginn var til að geyma þau eftir brottför þeirra.

Kaldalón

Kaldalón.

Bendir margt til þess, að frásögnin um Flóka hafi geymzt svo óbrengluð, að við getum bent á, að hann muni hafa gengið á Vatnsfjarðarháls og þar gefið landinu nafn. Hefur þá ekkert brenglazt í frásögninni í 350 ár, nema hvað höfundur Landnámu staðfærir Vatnsfjörð við Barðaströnd í stað Ísafjarðardjúps, en frásögnin öll getur staðizt og fær gildi þegar sá litli misskilningur hans er leiðréttur.

Vestfirðir

Frá innanverður Ísafjarðardjúpi.

Fornmenn létu sér nægja að gefa þeim stað nafn, sem þeir sáu, enda er hlutlaus hugsun nýtilkomin. Hefur Flóki því líklega ætlað að gefa vesturkjálkanum einum nafnið Ísland, enda átti hann honum grátt að gjalda. En þeir, sem komu til landsins „austan at Horni“ og sáu jökulglampann löngu áður en þeir sáu landið, færðu nafnið yfir á landið allt eins og nafnið á Reykjanesi var fært yfir á hinn stóra skaga.
Nafnið Ísland er því gott nafn og réttnefni á því eina landi í Norðurálfu, þar sem jöklar lýsa vegfarendum, og getum við verið ánægðir með það.
Ef Grænland hefði fundizt á undan Íslandi, hefði það sjálfsagt fengið nafn af jöklum sínum. Nú skipaðist ekki svo, þar sem landnemarnir komu að austan. Er Eiríkur rauði sigldi frá Íslandi og suður með Grænlandi, voru firðir þar ekki byggilegir.

Eystribyggð

Eystribyggð – byggðasvæði Eiríks rauða. Hann byggðis ér bú innst í Eiríksfirði.

Er hann kom suður fyrir Hvarf, fann hann firði og dali með birkikjarri og grængresi. Nefndi hann það hérað sitt Grænland, „því at hann lét þat men mjök mundu fýsa þangat, ef landit héti vel“.
Það nafn færðist síðan yfir á hið mikla land, sem hann aldrei sá nema lítið af. Hins vegar virðist það hafa verið réttnefni vegna þess hve gróður þar stakk í stúf við gróðurleysi á öðrum stöðum landsins.
Ísland hefði því aldrei getað fengið nafnið Grænland, því það hefði ekkert gildi haft fyrir sæfarendur, er komu frá Norðurálfu, þar sem öll lönd eru græn. Það nafn er því óskiljanlegt nema fyrir þá, sem séð hafa Ísland og skilið nafngift þess.“ – Helgi P. Briem.

Heimild:
-Samvinnan, 10. tbl. 01.10.1951, Um nafngift Íslands – Hafði Hrafna-Flóki vetursetur í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi, en ekki á Barðaströnd?, Helgi Þ. Briem, bls. 4-6 og 26-28.

Vatnsfjörður

Í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp.

Straumssel

Í Fjallkonunni 1890 er m.a. fjallað um „Lax og selr„. Um selin segir:

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel.

„Selstöður eru, nú orðið, því nær ekkert notaðar hjá því sem var á fyrri öldum. Eins og enn er ástatt með jarðræktina hér á landi, má það óefað teljast afturför í landbúnaðinum, að hafa ekki í seli, þar sem svo stendur á, að gott er um selstöður enn heimaland rýrt. Fyrst er nú það, að málnytan verði meiri og betri í seljunum og skepnurnar þó oftast feitari og holdþéttari enn heima; og í öðru lagi „hvílast“ heimalöndin svo að beitin verði drýgri og betri á þeim haust og vetur; enn fjallabeitin, sem ekki næst í nema um miðhluta sumarsins, vinnst betur upp enn ella. Sauðum (gömlum) er nú víða farið svo að fækka, að það léttir mikið á afréttarlöndunum á sumrin, og er því fremur ástæða til að nota gæði þeirra sem mest má verða á annan hátt, þenna stutta tíma sem þau bjóðast.

Gjásel

Gjásel í Vogaheiði – samvinnuselstaða.

Líklega er það aðalástæðan fyrir mörgum, að nota ekki selstöður, að það sé of kostnaðarsamt með fólkshald, áhöld og hesta til selflutnings, fyrir ekki fleiri málnytupening enn á flestum búum er. Enn þessi ástæða hyrfi ef menn kæmu sér saman um félagsskap í þessu sem fleiru. Ef 3 bændur, sem eiga um 50 ær, legðu saman í sel, og legðu til einn mann hver (2 í selið, 1 til flutninga), og annan tilkostnað eins að hlutfalli, mundi það til lengdar verða miklu kostnaðarminna enn heimagæsla víðast hvar, því heima þyrftu þeir sinn smalann hver, auk allra annara tafa við málnytuhirðinguna, þó ekki væri búist við neinum mismun að öðru leyti. Selfólkið getur líka oft haft einhver smávegis aukastörf, ef tími er til, t.d. safnað fjallagrösum m.fl.

Snorrastaðasel

Snorrastaðasel við Háabjalla – kúasel.

Kýr ætti að hafa í seli eigi síðar enn ær. Í þéttbýlum sveitum eru kýr oft til mestu vandræða; þær vaða yfir tún, engjar og sáðgarða, og valda oft miklum usla og töfum. Eru því aldrei látnar í friði, enn hraktar með hundum milli bæjanna, til mikils hnekkis fyrir gagnsmunina af þeim. Þar sem svo á stendur, væri sjálfsagt betra að hafa þær í félagsskap í seli, að minsta kosti flestallar, þó haldið væri eftir heima einni eða svo á búi.
Þessi atriði eru þess verð, að þau séu athuguð.“

Í Frey 1962 er skrifað um „Mjólkurneyslu„: Íslendinga:
„Samhliða vexti þorpa, kauptúna og kaupstaða, hefur á dyrnar knúð þörfin á því að laga sig eftir aðstœðum og útvega mjólk til neyzlu, í líkum mæli og gerzt hefur um allar aldir Íslandsbyggðar, en allt frá landnámsöld til vorra daga hefur mjólkin verið snar þáttur í nœringu þjóðarinnar.

Skálafell

Skáli Ingólfs í Skálafelli, fornleif með vísan í Landnámu. Þarna ku Ingólfur hafa haft geldneyti í seli og ræktað korn á Gullakri.

Á fyrstu öldum byggðarinnar er líklegt, að kýrnar hafi verið aðal málnytupeningur og sagnir eru af því og ábyggilegar heimildir, að stórbú voru eigi fátíð og nautahjarðir stórar.
Síðar hefur sauðfé fjölgað og af selstöðum, þar sem kýr voru mjaltaðar, eru til margar sögur og ábyggilegar. Langt er síðan selstöður lögðust niður hér á landi, og aðeins eru nokkrir áratugir siðan fráfœrur lögðust niður, en með þeim hvarf neyzla sauðamjólkur með öllu, nema ef einhverjir neyta enn sauðaþykknis á haustnóttum.
Nú er það kúamjólkin, sem er eina nœring þjóðarinnar af mjólkurtagl. Þegar þjóðin bjó öll í sveitum var fyrirhafnarlitið að koma mjólkinni frá framleiðslustað til neyzlustaðar. Hvert heimili var hvort tveggja, nema þegar þurrabúðarfólk átti í hlut eða fátœklingar með eina kú, sem auðvitað var þá geld tíma úr árinu, en þeir, sem svo illa voru settir að eiga ekki mjólkandi kýr, voru upp á annarra náð komnir eða urðu að líða skort annars, einkum í harðindum. Kýrin var „fóstra mannkynsins“ og það er hún raunar að vissu marki þann dag í dag á okkar landi.“

Lesbók Morgunblaðsins 1951 rifjar upp konungsbréf frá árinu 1754 er kveður á um „Viðhald selja„:

Hlöðunessel

Hlöðunessel – frá fornu fari.

„Á 18. öld þegar einokun, fjárkúgun og ill stjórn hafði drepið allan dug úr Íslendingum og landið var auk þess í kaldakoli af harðindum og fjárfelli og fólkið hrundi niður úr hungri, hugkvæmdist dönsku stjórninni að bæta úr þessu. Var gefið út konungsbrjef 24. febr. 1754 er fyrirskipaði bændum að hafa í seli, að minsta kosti tveggja mánaði tíma, frá því er átta vikur væri af sumri til tvímánaðar. Lagaboð þetta varð auðvitað ekki að neinu gagni.“

Heimildir:
-Fjallkonan, 31. tbl. 14.10.1890, Lax og selr, bls. 122-123.
-Freyr, 5. tbl. 01.03.1962, Mjólkurneysla, bls. 5.
-Lesbók Morgunblaðsins, 39. tbl. 07.10.1951, Selstöður, bls. 452.

Förnugötur

Straumsselsstígur austari/Fornaselsstígur/Gjáselsstígur.

Rósel

Í Víkurfréttum 2018 er fjallað um „Þrjátíu ára skógrækt við Rósaselstjarnir“ ofan Keflavíkur. Auk þess sem „Rósaselstjarnir“ eru ranglega stafsettar, eiga að vera „Róselstjarnir„, er skógræktinni hrósað í hástert, þrátt fyrir eyðilegginguna á fornminjunum sem þar eru, og hvergi er minnst á, hvorki hina fornu „Hvalsnesgötu“ né á „Róselin“ tvö við vötnin. Selin frá Hólmi við þau nefndust Rósel.

Hvalsnesleið

Hvalsnesleið fyrir skógrækt.

„Í ár eru liðin þrjátíu ár síðan hafin var skógrækt við Rósaselstjarnir. Það er svæði sem er ofan byggðarinnar í Keflavík. Svæðið var innan sveitarfélagsmarka Sveitarfélagsins Garðs og tilheyrir nú sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. Svæðið hefur hins vegar í áratugi verið vinsælt útivistarsvæði hjá Keflvíkingum og verið leynd perla sem lengi var innan flugvallargirðingar. Fólk læddist yfir eða undir girðinguna til að fara á skauta á frosnum tjörnunum.

Árið 1988 hóf Rotaryklúbbur Keflavíkur að gróðursetja við Rósaselstjarnir. Þá var svæðið enn innan girðingar og vaktað af Varnarliðinu og því þurfti leyfi frá Varnarliðinu til að fara á svæðið til gróðursetningar.

Konráð Lúðvíksson

Konráð Lúðvíksson.

Konráð Lúðvíksson læknir hefur tekið þátt í gróðursetningunni í öll þessi ár, enda með græna fingur og áhugasamur um uppgræðslu á svæðinu. Í samtali við Víkurfréttir sagði Konráð að fyrsta verkið fyrir 30 árum hafi verið að fara með vörubíl í Heiðmörk ofan Reykjavíkur og sækja þangað lúpínu sem hafi verð sett niður við Rósaselstjarnir. Hún hafi verið grunnurinn að því sem þarna er í dag og myndað bæði jarðveg og skjól.
Rotarymenn úr Keflavík hafa árlega gróðursett 300 trjáplöntur á svæðinu og því hafa verið sett niður 9000 tré af klúbbnum þessa þrjá áratugi.
Fleiri hafa komið að gróðursetningu á svæðinu. Þannig hefur Oddfellowreglan komið að gróðursetningu við tjarnirnar, einnig Vímulaus æska og Lionessur. Þá er Fjölbrautaskóli Suðurnesja með svæði við tjarnirnar í fóstri og Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti, setti niður plöntur við Rósaselstjarnir og þar er lundur í hennar nafni.

Hvalsnesleiðin forna

Hvalsnesleiðin forna – með tilkomu skógræktarinnar.

Eftir að malbikaður göngu- og hjólreiðastígur var lagður frá Eyjabyggðinni í Keflavík og að Flugstöð Leifs Eiríkssonar er útivistarsvæðið við Rósaselstjarnir orðið mun aðgengilegra. Áður hafi þarna bara verið hálfgerður jeppaslóði en nú sé auðveldara að koma aðföngum að svæðinu og hugmyndir eru uppi um frekari uppbyggingu við tjarnirnar. Áhugi sé fyrir því að leggja stíg kringum tjarnirnar.
Eins og áður segir er svæðið innan sveitarfélagsmarka nýs sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis þó svo það liggi aðeins nokkuð hundruð metra frá efstu byggð í Keflavík.

Rósel

Rósel vestara við Róselstjarnir.

Konráð rifjar upp að þegar menn sýndu svæðinu fyrst áhuga til skógræktar fyrir 30 árum, þá hafi heyrst áhyggjuraddir utan úr Garði að þarna væru Keflvíkingar hugsanlega að sölsa undir sig þetta svæði. Konráð segir af og frá að Rósaselstjarnir séu einkamál Keflvíkinga, þetta sé áhugavert útivistarsvæði og náttúruperla fyrir alla. Rotaryfélagar hafi aðeins gert svæðið verðmætara sem útivistarsvæði með gróðursetningu síðustu þrjá áratugi.
Konráð segir að gróðursetningin á svæðinu hafi tekist vel. Þar eru hæstu tré í dag á sjötta metra og svæðið hafi tekið miklum framförum á síðustu árum með breyttu veðurfari og betri vaxtarskilyrðum. Fyrstu trjáplönturnar á svæðinu hafi verið Tröllavíðir en nú sé meiri fjölbreytni.

Rósel

Rósel 2020 – umlukið trjárækt.

Eins og kemur fram hér að framan þá eru Rotaryklúbbur Keflavíkur og Fjölbrautaskóli Suðurnesja einu aðilarnir sem séu að setja niður trjáplöntur við Rósaselstjarnir. Konráð hvetur fleiri aðila til að koma að verkefninu og taka svæði við tjarnirnar í fóstur ef svo má segja. Það sé skemmtileg dagstund að taka þátt í gróðursetningu og gera sér svo glaðan dag á eftir. Þannig hafi Rotaryfólk gefið sér góðan klukkutíma í að gróðursetja og svo var slegið upp grillveislu og fólk gerði sér glaðan dag.“

Þegar FERLIRsfélagar voru á göngu um Hvalsnesgötu ofan Keflavíkur árið 2015, austan Róselsvatna, vakti athygli þeirra fólk, sem var að planta trjám í þá fornu götu. Þegar það var spurt hverju gengdi svaraði það að þarna í gróningum væri svo gott skjól fyrir plönturnar.
Þegar því var bent á að „gróningarnir“ væru forn gata á milli Keflavíkur og Hvalsness og þar með taldir til fornleifa, virtist það koma af fjöllum – sem þó eru engin á Suðurnesjum.

Heimild:
-Víkurfréttir, 24. tbl. 14.06.2018, Þrjátíu ára skógrækt við Rósaselstjarnir – hæsta tré á sjötta metra, bls. 12.

Rósel

Róselsvötn.