Litla-Klöpp

Sesselja Guðmundsdóttir gerði sér ferð upp í ofanverða Hólmsheiði ofan Reykjavíkur, á slóðir fyrrum bústaðanna Litlu- og Stóru-Klöpp í landi Egilsdals (Vilborgarkots).

Klöpp

Litla- og Stóra-Klöpp; loftmynd.

Guðjón Jensson skrifaði umsögn um ferðina: „Mjög skemmtilegt að sjá en dapurlegt að flest allt er í mikillri niðurníðslu. Á þessum slóðum í Vilborgarkoti fæddist einn merkasti prentari og menningarfrömuður landsins Hallbjörn Halldórsson (1888-1959). Hann hafði mjög mikil áhrif á nóbelsskáldið okkar. – Nokkru innar er Elliðakot mjög áhugavert fyrir ýmsar sakir. Það varð stórbýli um miðja 19.öld en bæjarhúsin þar brunnu rétt fyrir miðja síðustu öld. Þar má m.a. sjá nokkuð óvenjulegt sem er mjög sjaldgæft orðið á Íslandi: Traðir en þær týndu mjög tölunni um nánast allt land eftir að landsmenn kynntust jarðýtunni.

Egilsdalur

Egilsdalur – Dalakofinn.

Þá voru jarðýturnar látnar hreinsa þessi aldagömlu mannvirki sem bændur og búalið reisti m.a. til að beina umferðinni frá túnum og slægjum. Líklega þekkja sumir traðirnar við Keldur á Rangárvöllum sem eru mjög vel varðveittar. Það var auðvitað áður en gaddavírinn kom til sögunnar um aldamótin 1900. Fram að því voru börn látin vaka yfir heimatúnum um nætur yfir sumartímann víðast hvar um land og áttu börnin að gæta þess að búsmalinn leitaði ekki í heimaslægjurnar. Með innflutningi gaddavírs gátu börnin á Íslandi fyrst sofið yfir nóttina í sveitum landsins. Þetta var löngu áður en farið var að huga að velferð barna. Þetta þótti sjálfsagt og má margt furðulegt reka sig í í gömlum heimildum.“

Heimild:
-Sesselja Guðmundsdóttir og Guðjón Jensson.

Dalakofinn

Dalakofinn.

Draugatjörn

Í tímaritinu Bergmál árið 1948 fjallar Magnús Gíslason um „Reimleika við Sæluhús“ og er þar átt við sæluhúsið við Draugatjörn undir Húsmúla, vestan Kolviðarhóls:

Draugatjörn

Draugatjörn – sæluhúsið.

„Áður en Kolviðarhóll var byggður og sæluhús þar, hafði Gísli Eyjólfsson, bóndi að Kröggólfsstöðum í Ölfusi, látið gera sæluhús á svo nefndum Húsmúla, vestan undir Hengli, skammt frá Kolviðarhóli.

Gísli var uppi um og fyrir miðja síðustu öld [1900]. Hafði hann á sinn kostnað látið gera sæluhús þetta; var það fremur lítið, en þó gátu nokkrir menn verið þar inni ásamt fáeinum hestum. — Annan sæluhúskofa hafði hann gert við Ölvesárósa, sem nú er aflagður.

Draugatjörn

Draugatjörn – sæluhústóftin.

Sæluhúsið á Húsmúlanum, kom oft í góðar þarfir fyrir menn, sem fóru yfir fjallið, einkum að vetrarlagi, því oft höfðu menn áður orðið úti á fjallveginum milli Mosfellssveitar og Ölfus, þegar óveður höfðu skollið á þá, eður annað orðið til farartálmunar.

En ekki hafði sæluhús þetta staðið lengi, þegar reimleiki nokkur fór að gjöra vart við sig þar í kring. Ónáðaði hann einkum þá, sem einir voru á ferð, og ætluðu sér að gista í sæluhúsinu. Var það einkum á þann hátt, að þeir heyrðu högg og bresti og sáu stundum reyk eður lítinn mann vera þar á gangi í kring. Sagt var að hann héldi sig einkum við smátjörn, sem var þar skammt frá, og sáu menn hann jafnvel vera að þvo sér í tjörninni.

Draugatjörn

Draugatjörn – sæluhústóftin.

Eitt sinn var vinnumaður, Beinteinn Vigfússon, er þá átti heima á Völlum í Ölfusi, á ferð þar um að vetrarlagi. Er hann kom upp á Bolavelli, var komið fram á nótt, snjór var yfir allt, gangfæri gott, veður hagstætt og óð tungl í skýjum. Samt hugði Beinteinn sér að gista í sæluhúsinu til næsta dags. Fór hann því þangað, og er hann hafði lokað dyrum, tók hann að hressa sig á nesti sínu, en í sömu svipan heyrir hann, að barið er að dyrum. Gengur hann þá til dyra og opnar hurðina, sem hann hafði lokið að sér og slegið dragbrand fyrir, að innanverðu. En er hann sér engan úti, lokar hann aftur hurðinni, og hyggur sig hafa misheyrt, fer hann svo aftur að hægindi sínu, en varla er hann setztur er hann heyrir annað högg ríða á hurðina, sýnu meira en hið fyrra.

Draugatjörn

Sæluhúsið við Draugatjörn.

Aftur gengur hann til dyra og opnar, og er hann sér engan úti, hyggur hann, að einhver kunni að gera það af glettum við sig, að hlaupa frá hurðinni, í hvarf við húsið. Gengur hann því í kringum það, en fær ekkert séð, gengur hann því inn og lokar að sér og gengur ennþá til sætis síns.

En þá er barið enn þá á hurðina, og er nú högg það svo mikið, að honum fannst liúsið skjálfa, og hundur, sem með honum var, tók til að ýlfra og leið auðsjáanlega illa. Beinteinn sér nú að ekki muni verði næðissamt fyrir sig í húsinu, um nóttina; tekur því saman dót sitt, bindur á sig poka sinn, er hann bar í varning þann, sem hann hafði verið sendur eftir. Yfirgefur hann nú sæluhúsið eftir að hafa gengið frá því og lokað dyrum.

Hellisskarð

Gengið um Hellisskarð.

Heldur hann þá svo sem leið lá, upp Hellisskarð. Veður var hið sama, og þar sem gangfæri var ágætt, gekk allt að óskum. Hundur hans fór á eftir honum, sá hafði „hringspora“ á fótum og var trú manna, að þeim hundum kæmist ekkert illt að. Er Beinteinn var kominn upp í mitt skarðið, verður honum litið aftur; sér hann þá hvar á eftir sér kemur dökkleit vofa, er helzt líktist slagkápu, er þanin væri út á krosspýtu. Vera þessi hoppaði áfram, en gekk ekki. Beinteinn fann ekki til neinnar hræðslu við þetta, sýndist vofan frekar skringileg, en til þess að óttast hana. Er hann leit á hana stanzaði hún. Reiddi hann þá upp staf sinn og ætlaði að slá til hennar; en hún hrökklaðist, líkt og af ótta, undan honum. Snéri hann þá baki við henni og hélt áfram leið sinni upp á brúnina á Hellisheiði. Þar leit hann í annað sinn aftur, en sá þá ekkert. En allt til þessa hafði hundur hans farið á eftir honum og þakkaði Beinteinn honum það, að sér varð ekki meint við, að vofan elti hann.

Hellisheiði

Hellisheiði – hellirinn á Hellisheiði; dágott varðað skjól.

Eftir það rann hundurinn á undan honum, allt til þess að heim var komið. En rétt áður en Beinteinn náði heim til sín, að Völlum, skall á bylur, er hélzt í þrjá daga, og taldi hann það hafa orðið sér til lífs, að hann hélt heim um nóttina; því svo var þá frost mikið og illt veður, að vart mundi hann hafa lífi haldið í sæluhúsinu, allan þann tíma.

Reimleikinn við sæluhúsið á Húsmúlanum hélzt nokkuð eftir þetta, en þau voru sögu endalok hans, að eitt sinn, sem oftar, var Grímur Þorleifsson, bóndi á Nesjavöllum í Grafningi, þar á ferð. (Hann var annáluð dýra- og fuglaskytta, og, fenginn til þess að vinna refagren um allar nálægar sveitir). Hugði hann sér þá, að gista í sæluhúsinu, eina nóttina, því dagur var að kveldi kominn. En er hann hafði lagt sig til hvílu, var farið að berja húsið að utan og einkum á dyrnar.

Draugatjörn

Sæluhúsið undir Húsmúla.

Grímur hafði heyrt talað um reimleika þann, er sagður var á sveimi þar við tjörnina og sæluhúsið. Hann hafði og heyrt, að stundum hefði heppnazt að afmá fylgjur og drauga með því að skjóta með silfri á óvætti slíka. Hugsar hann sé því að gera tilraun til þess að afmá reimleik þennan með þeim hætti, ef hann kæmi auga á hann. Sker hann í þeim tilgangi silfurhnapp af peysu, er hann var í, og hefur hann fyrir kúlu í byssu sína. Síðan gengur hann til dyra og opnar þær. Sýnist honum þá reykur, líkur hálfvöxnum manni, fyrir utan dyrnar. Skýtur hann á strók þennan, sem var ekki í meira en tveggja faðma færi frá honum. „Og var svo sem lambsherðablað félli í snjóinn“, sagði Grímur síðan er hann sagði söguna. Hvarf svipurinn við þetta, og reimleikans við sæluhúsið varð ekki vart eftir það.“

Heimild:
-Bergmál, 10. hefti, 01.10.1948, Reimleiki við Sæluhús, Magnús Gíslason, bls. 26-28.

Hellisheiði

Hellisheiðarvegur.

Hvítanes

Jörðin Hvítanes í Kjósarhreppi var hluti af landnámi Þóris Haustmyrkurs. Hér eru helstu heimildir um jörðina:

Hvítanes

Hvítanes – bæjarhúsin 2024. Gömlu bæjarhúsin h.m.

1585: Jörðin gefin í arf.
20 hdr. 1705: 20 hdr. JÁM III.
1705: „Túnum og úthögum spillir fjallsskriða. Engjar eru nær öngvar, því skriður hafa mestan part eyðilagt þær litlar sem voru.“ JÁM III.

Hvítanes

Hvítanes – túnakort 1917.

1840: „… þar er stór tún, rammþýft. Engi lítið grasgott og lítið land til veitar – ekki óhult fyrir aurskriðum á túnið.“
Túnakort 1917: „Mest alt túnið sléttað, smáblettir og jaðrar þýfðir. Tún telst 5,9 t. (Mikil útgræðsla). Kálgarðar 950 m2.“
Í bókinni Kjósarmenn eftir Harald Pétursson segir: ,,Jón Helgason og síðari kona hans Lára Þórhannesdóttir bjuggu í Hvítanesi 1933-1941, en hrökkluðust þaðan er jörðin var hernumin. Þar hefur ekki verið búið síðan.“
Í eyði frá um 1942, í Hvítanesi byggði herinn mikið af byggingum, herskálahverfi o.fl. og lagðist jörðin því í eyði.

Hvítanes

Hvítanes, braggahverfi, 2024.

„Kálgarður var austan við bæinn, en þegar byggt var, 1914, var gamli bærinn jafnaður við jörðu og gerður kálgarður þar; hann var þá vestan við bæinn. Snúrur voru framan við bæinn. Talið var vita á þurrk, þegar lét hátt í Glym í Botnsdal,“ segir í örnefnaskrá. Í bókinni Ljósmyndir segir um Hvítanes: „Bætti Sveinbjörn [Einarsson, kemur 1907, fer 1921] mikið túnið í Hvítanesi, byggði þar lítinn steinbæ í stað baðstofunnar gömlu og stendur hann enn að mestu.

Hvítanes

Hvítanes – minjar á bæjarhólnum 2020.

… Var jörðin Hvítanes mjög notaleg jörð, túnin stór og grasgefin, en engjar litlar. Hafði túnið verið stórbætt á liðnum áratugum, byggð heyhlaða, votheyshlaða og allgóð fénaðarhús. Allt þetta mátti heita í góðu lagi, er herstjórnin tók jörðina til sinna umráða [árið 1941].“ „Í Hvítanesbænum var aðsetur yfirmanna úr breska hernum. Einhverjar lítilsháttar breytingar gerður þeir á honum en í aðalatriðum og að ytra útliti hélt hann sinni upprunalegu mynd,“ segir í bók Óskars Þórðarssonar sem vann í Hvítanesi í upphafi stríðsáranna. Bæjarhóllinn í Hvítanesi er suðvestarlega á nesinu um 200 m norðan við Hvalfjarðarveg, um 3 km NNA við Reynivelli og um 2,5 km VNV við Fossá 356:001. Hvítanes hefur verið í eyði síðan herinn yfirgaf Ísland eftir seinni heimstyrjöldina.
Hvítanes er vel grasigróið, sérstaklega bæjarhóllinn, en brenninetlur eru búnar að breiða úr sér, sérstaklega á gömlum steingrunnum herskálanna. Landið hallar í um 5-20° til NNA.

Hvítanes

Hvítanes 1944.

Á austan- og norðaustanverðu nesinu er láglent við sjóinn en að norðvestan og vestan hækkar landið mjög til suðvesturs. Þverhnípt er niður í sjó um 180 m vestan við bæinn.
Sjálfur bæjarhóllinn í Hvítanesi virðist óraskaður af hernum, a.m.k. í kring um bæinn sjálfan. Hóllinn er ekki mjög skýr en hægt er að greina óljósa 0,5-1,5 m háa hæð í landinu þar sem bæjarhúsin standa, á svæði sem er um 70 x 50 m stórt og snýr ASA-VNV. Herinn nýtti húsin á hólnum og kann að hafa bætt og breytt húsum eitthvað. Þær leifar sem nú sjást eru steinveggir yngsta íbúðarhúss sem byggt var 1914. Veggirnir standa ennþá uppi illa farnir en þakið er horfið. Steypuklumpar sem liggja á víð og dreif inni og utan við íbúðarhúsið og gömlu útihúsin sýna að veggirnir eru smám saman að hrynja.

Hvítanes

Hvítanes 1945.

Leifar skorsteins liggja í grasinu um 4 m norðvestan við rústir íbúðarhússins. Lítil op í hleðslu íbúðarhússins, neðst við jörðu gefa vísbendinu um að hugsanlega hafi verið kjallari undir húsinu. Útlínur kálgarðs 008 sjást ennþá en engin greinileg ummerki eru sjáanleg um gamla bæinn sem þar stóð áður. Steypan sem notuð var í að reisa yngsta húsið er mjög gróf og samsett úr fjörumöl, sandi og sementi. Veggirnir eru um 20 cm á breidd og 1,5-3 m hæð. Yngstu útihúsin voru einnig steinsteypt. Grunnur íbúðarhúss er 8×8 m að stærð. Gengið hefur verið inn bæinn að norðvestan. Fast norðvestan við húsið norðaustan við innganginn glittir í lágar grjóthleðslur sem eru trúlega leifar lítils timburskúrs, 4×4 m að stærð, sem sýndur er á túnakorti.

Hvítanes

Hvítanes – leifar við gamla bæinn.

Yngstu útihúsin eru um 2 m ANA við íbúðarhúsið, þau eru þrískipt og um 12×12 m að stærð. Þau hafa verið byggð eftir 1917 því þau eru ekki sýnd á túnakorti Hvítaness. Útihúsin voru steypt upp að norðvestanverðri útihústóft 004 sem búið var að hlaða 1917 því hún er sýnd á túnakorti. Hægt var að ganga inn í útihúsin bæði að norðaustan og suðvestan. Bæjarhóllinn í Hvítanesi og minjarnar á honum voru hafðar með í herminjaskráningu þar sem herinn bjó þar og nýtti sér þau mannvirki sem þar voru.

Heimildir:
-Hernámið frá sjónarhóli fornleifafræðinnar – Skráning á minjum úr síðari heimstyrjöldinni í Hvítanesi í Hvalfirði, 2025.

Hvítanes

Hvítanes – herforingjaráðskort 1910.

FERLIR

FERLIR lagði spurningu fyrir alvitrugreindarforritin Gemini og Copitol í AI; „Hvað getur þú sagt mér um útlit www.ferlir.is að teknu tilliti til innihaldlýsingu vefsíðunnar?

FERLIR

FERLIR-logo skv. alvirtuveitunum.

Í fyrstu gerðist ekkert, en eftir nánari og þolinmóðari umleitan skýrðust útlínurnar, smám saman. Loks varð til meðfylgjandi merki í myndlíki.
Merkið átti að verða táknrænt fyrir áhuga FERLIRs á minjum, sögu og náttúru Reykjanesskagans.
Reynar hafði FERLIR notað annað logo á vafranum, þ.e. táknræna steinmynd með gleraugu prýðandi FERLIRshúfuna margfrægu, en við endurnýjun vefsíðunnar yfir í Windows 11  fyrr á árinu (2025) féll hún út, einhverra hluta vegna.
FERLIRshúfuna þá fyrrnefndu öðluðust einungis dyggustu þátttakendur gönguhópsins, eindregnir frumkvöðlar í aðdraganda vefsíðunnar. Húfurnar þær voru ekki einungis viðurkenningar fyrir eindregin áhuga á viðfangsefninu, heldur fól hver og ein og sér tiltekinn óupplýstan galdramátt.
Saga og öll fyrirhöfnin við endurnýjun og uppfærslu vefsíðunnar í gegnum tíðina er saga út af fyrir sig.
HÉR á eftir má sjá myndir allt frá upphafi FERLIRs, auk fyrrnefndrar steinkarlsmyndarinnar  ofanverðrar…

Selatangar

Selatngar – uppdráttur ÓSÁ.

FERLIR stóð upphaflega fyrir Erðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík. Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu frá hversdagsins önn, krefjandi rannsóknum og jafnvel kyrrsetu þeirra á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta í kringum sig – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta umhverfi; fyrrum landnámi Ingólfs. Upplifunina má m.a. sjá á vefsíðunni…
Árni Torfason setti upp fyrstu, einfalda, vefsíðu FERLIRs árið 2000 með styrk frá Rannsóknarsjóði Seðlabankans. Í styrknum fólst einungis beiðni um kaup á fartölvu. Vefsíðan varð því, með samþykki sjóðsins, í framhaldinu að raunveruleika. Hún var síðan endurnýjuð árið 2007 í Webman með stuðningi góðra aðila og síðan uppfærð í þessa WordPressútgáfu árið 2019 með styrk úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar með þessari uppfærslu veffyrirtækisins Premis. Mjög mikil vinna hefur bæði falist í innsetningu efnisins sem og endurgerð þess millum uppfærslna. Hið fátæklega er að vegna takmarkaðs fjárhags hefur ógjarnan tekist að halda í hala örþróunar tæknihamfara á einum tíma til annars.

Reykjanesskagi

Frá Reykjanesskaganum.

Um 4400 skipulegar vettvangsferðir liggja til grundvallar lýsingunum á vefsíðunni. Að baki þeim eru 4541 áhugaverð frásögn og 51.008 ljósmyndir og uppdrættir af minjum og minjasvæðum á Reykjanesskaganum.
Forsíðumynd vefsíðunnar er af minjasvæðinu í Lónakoti í Hraunum á björtum sumarrigningardegi.
Fyrir þá, sem vilja hafa samband, er bent á netfangið ferlir@ferlir.is.

Urriðakotsdalur

Gengið um Efri-Urriðakotsdal (þar sem nú er golfvöllur).

Hvammur

Hvammur í Kjósarhreppi var hluti af landnámi Þóris haustmyrkurs. Hér eru helstu heimildir um jörðina:

Hvammur

Hvammur – kort.

1686: 46 hdr., 160 ál, bændaeign, samkvæmt The Old Icelandic Land Registers, 134.
1695: 60 hrd, bændaeign, samkvæmt The Old Icelandic Land Registers, 134.
1712: 60 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
1847: 48 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 101. Í neðanmálsgrein segir: „Á.M. einn nefnir Naglastaðir, sem hjáleigu. 1802 segir, að hér sé æðarvarp og selveiði, og eigi jörðin skóg í Skorradal í Borgarfirði. Sýslumaður telur jörðina aðeins 40 h.“

Hvammur

Hvammur í Kjós.

Í Landnámu segir: „Hvamm-Þórir nam land á millum Laxár ok Forsár ok bjó í Hvammi. Hann deildi við Ref inn gamla um kú þá, er Brynja hét ok Brynjudalur er við kenndr; sú kvíga hafði horfit Þóri fyrir longu, en sú kvíga fannsk í Brynjudal, þar er Refr átti land, ok fjórir tigir nauta með henni, þeirra er oll voru frá henni komin ok höfðu gengit sjálfala úti; því kenndi hvor tveggja sér nautin. En Þórir fell fyrir Ref með átta manna, þá er þeir borðusk hjá hólnum þeim, er síðan eru kallaðir Þórishólar.“
Jarðarinnar er getið í Harðarsögu. Í Sturlungasögu er getið Jörundar hins mikla úr Hvammi en hann var með Þorleifi í Görðum í Bæjarbardaga 1237 og má ráða af samhengi að hann hafi verið fyrirliði manna úr Kjós og Hvalfirði.

Hvammur

Hvammur – Þórishólar.

Eftir bardagann var rænt í Saurbæ og Hvammi og bendir það til að búið í Hvammi hafi þá verið með hinum stærri í héraðinu.
Elsta heimild um kirkju í Hvammi er í Hítardalsbók frá 1397 átti kirkjan Hvammsey auk sex kúgilda. Kirkjan var hinsvegar vígð 1502 og er vígslumáldagi hennar frá því ári varðveittur. Þar kemur fram að kirkjan hefur eignast skógartungu í Skorradal. Í tilefni af vígslunni var leyfi gefið til að vígja saman hjón, skíra börn og leiða konur í kirkju eftir barnsburð. Þá vígði Stefán biskup sérstaklega líkneski Lúkasar guðspjallamanns og verndardýrlings kirkjunnar og gaf hverjum þeim 40 daga aflát sem bæri líkneskið í skrúðgöngum, sem voru hluti af helgihaldi í kaþólskum sið, eða gerði kirkjunni nokkuð gagn.

Hvammur

Hvammur og Hvammsvík – túnakort 1917.

Í máldaga frá 1570 er þess getið að jörðin var 60 hdr að dýrleika. Á seinni hluta 16. aldar bjó í Hvammi Hannes Ólafsson lögréttumaður (kemur við skjöl á árabilinu 1565-1590) og eftir hann sonur hans Jón, sem var líka lögréttumaður og hreppstjóri í Kjósarhreppi og stóð í margskyns málastappi á alþingi á árunum 1619-1662. Sonur Jóns hét Ólafur og mun hafa búið í Hvammi eftir föður sinn, en um 1700 höfðu börn Ólafs erft hann og jörðina og voru þá 5 systkin eigendur að Hvammi, en Hvammsvík var orðin sérstök eign sem gengið hafði úr ættinni fyrir miðja öldina þegar Ólafur Hannesson, bróðir Jóns lögréttumanns, seldi 12 hundraða erfðahlut sinn Brynjólfi biskupi í Skálholti.

Hvammur

Hvammur – bæjarhúsin og Stjórnstöð hersins á Hvammshól t.v.

Eitt systkinanna, Eyjólfur Ólafsson, sem var húsmaður á Akranesi, lýsti því með bréfi hinn 13. mars 1709 að hann ætti fimmtung í Hvammi sem væri alls 60 hundraða jörð. Eyjólfur segir að hann fái nú jarðarhluta sinn varla byggðan […] nema til hýsingar fátækra sveitarómaga og tíundargjalds þeim, sem búa á hinum hluta jarðarinnar. Eyjólfur getur um hálfkirkjuna og segir að Hvammsey, sem liggi undir kirkjuna, hafði áður verið slægjuland en að nú spretti lítið gras á henni „eða nær að segja ekkert“. Hann getur þess einnig að skógarítakið, sem kirkjunni er eignað, sé í Skógartungu í Vatnshornskógi í Skorradal.

Hvammur

Hvammur – Orrustuflöt fremst, Stjórnstöðin á Hvammshól t.v., Hvammur og Hvammsvík t.h.

1712 eru nefndir Naglastaðir, sem þá voru tóftir langt innan landamerkja, og tómthúsið Ásmundarstaðir, sem hafði verið í eyði í meira en tuttugu ár. Ekkert er vitað um byggð á Naglastöðum og eru tóftir þeirra ekki þekktar en Ásmundarstaðir hafa verið innantúns og mögulega orðið til um svipað leyti og Hvammsvík – JÁM VI. 1847 bjuggu þrír leiguliðar í Hvammi auk eins í Hvammsvík. Eftir 1780 átti Páll Jónsson, hospitalshaldari í Gufunesi með meiru, meirihluta jarðarinnar að því er virðist um alllangt skeið, en ekki er vitað til þess að hann hafi nokkurn tíma búið þar.
Kirkjan í Hvammi var tekin af með konungsbréfi 17. maí árið 1765 – Sveinn Nielsson: Prestatal og prófasta, 114. Skógurinn sem kirkjan átti í Skorradal mun þá hafa lagst undir jörðina en í jarðabók frá 1804 er getið um hann. 1840: “ […] þar er þýft og tyrjótt tún, arðlítið , mýrarengi víðslægt og landrými allgott og vetrarhagabeit.“

Heimildir:
-Hernámið frá sjónarhóli fornleifafræðinnar – Skráning á minjum úr síðari heimstyrjöldinni í Hvítanesi í Hvalfirði, 2025.
-Hvammur og Hvammsvík, Fornleifaskráning vegna breytinga á deiliskipulagi, 2020.

Hvammsvík

Hvammsvík – örnefni – ÓSÁ.

Kapelluhraun

Í Vikunni árið 1987 fjallar Unnur Úlfarsdóttir um „Útivistarparadísina Reykjanesskagann„:

Hraunhóll

Hraunhóll 2020- upptök Kapelluhrauns.

„Nú er sól farin að hækka á lofti og daginn tekið að lengja.
Í fögru vetrarveðri, eins og alltaf kemur af og til, nota margir tækifærið til útivistar. Oft hættir mönnum til að leita langt yfir skammt. Því er eflaust svo farið með marga íbúa höfuðborgarsvæðisins að þeir átta sig ekki á að við bæjardyrnar hafa þeir Reykjanesfólkvang, eitthvert skemmtilegasta útivistarsvæði landsins að margra mati. Reykjanesfólkvangur býður upp á ótal útivistarmöguleika. Þar er skíðaland Reykvíkinga í Bláfjöllum, gróðurvinin Heiðmörk, Kleifarvatn, Krýsuvíkin og jarðhitasvæðin, Kapelluhraunið og svo mætti lengi telja.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – námusvæðið sunnan Hafnarfjarðar.

Jarðfræðilega séð er Reykjanesskaginn yngsti hluti landsins, eldbrunninn og gróðurvana. Eldfjöll eru þar mörg og mismunandi, flest lág. Hér á síðunni birtum við myndir sem Helgi ljósmyndari tók á fögrum vetrardegi í Kapelluhrauni.
Í hrauninu rétt hjá álverinu i Straumsvík var mjög sérstakt eldvarp sem varð eyðileggingunni að bráð þegar álverið var byggt.“

Hraunin ofan Hafnarfjarðar eru djásn, sem því miður hefur verið spillt á margvíslegan hátt á síðustu árum.

Raiðimelur

Stóri-Rauðimelur neðan Almennings 2023.

Þrátt fyrir hina jarðfræðulegu „útivistarparadís“ Kapelluhrauns og nágrennis sem og þá mikilvægu ásýnd sem hún hefði getað skapað bæði núlifendum og komandi kynslóðum, að ekki sé talað um gestum þeirra, óröskuð, hefur þeim hluta Reykjanesskagans verið stórlega spillt með gegndarlausri efnistöku, að því virðist nánast umhugsunarlaust.

Heimild:
-Vikan, 4. tbl. 22.01.1987, Reykjanesfólkvangur, Útivistarparadís, Unnur Úlfarsdóttir, bls. 62.

Þorbjarnastaðarauðimelur

Í Þorbjarnastaða-Rauðamel ofan Straums. Útgrafin náma án nokkurs tillits til umhverfisins.

Bessastaðir

Eftirfarandi er fengið úr útvarpsþætti Tryggva Gíslasonar, lektors, árið 1968 um „Bessastaði á Álftanesi„:“

Tryggvi Gíslason

Tryggvi Gíslason.

„Bessastaðir eru í hinu forna landnámi Ingólfs Arnarsonar, sem var frægustur allra landnámsmanna, að því er Ari fróði segir, af því að hann kom að auðu landi og byggði það fyrstur. Úr hinu miklíi landnámi sínu, er náði, „milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá… og öll nes út,“ lét Ingólfur menn fá lönd. Einn hlaut Álftanes allt, frá Hraunsholtslæk, sem rennur úr Vífilsstaðavatni í Arnarnesvog, að Hvassahrauni, ofan Hafnarfjarðar.
Sá, sem nam Álftanes, hét Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs. Bær hans er sagður hafa heitið á Skúlastöðum, en það bæjarnafn er ekki lengur til í hinu forna Landnámi Ásbjarnar milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns, en í hrauninu undir Lönguhlíðum, suðaustan Hafnarfj arðar, heitir lítill grasgeiri Skúlatún og hraunið þar norður af Skúlatúnshraun, en óvíst er með öllu, að það eigi nokkuð skylt við hið forna bæjarheiti á Álftanesi, Skúlastaði.

Skílatún

Skúlatún norðanvert sunnan Helgafells.

En hvað sem því líður, hafa sumir fræðimenn talið, að á Bessastöðum hafi búið afkomendur Ásbjarnar landnámsmanns, frænda Ingólfs Arnarsonar, og sumir telja sennilegt, að Bessastaðir séu hinir fornu Skúlastaðir. Hefur þá Skúlastaðanafnið glatazt á einhvern hátt, svo sem er mannaskipti hafa orðið á jörðinni.
Engar spurnir fara af manni þeim, Bersa eða Bessa, sem Bessastaðir gætu heitið eftir. Í Landnámu eru nefndir sex menn með þessu nafni, en vitað er um 7 aðra bæi, sem kenndir hafa verið við Bersa, auk fjölmargra örnefna um allt land, sem draga nafn sitt af Bersa. Hitt kann að vekja nokkra athygli, að Bersi heitir hólmi í Bessastaðatjörn.

Bessastaðir

Bessastaðir 1789.

Það er ekki fyrr en á Sturlungaöld, að Bessastaðir fara að koma verulega við sögu. Þá eru þeir í eigu Snorra Sturlusonar, en ekki er ljóst, hvernig Snorri eignaðist þá, en hann var mjög auðugur og fjáraflamaður mikill og sótti oft fjármál sín af meira kappi en rétti.
Í Sturlungu er sagt frá fjárdráttarmáli einu árið 1215, er Snorri kom við og hafði mikla virðingu af; og hefur þess verið getið til, að þá hafi hann eignazt Bessastaði, en sennilegra mun, að Snorri hafi keypt Bessastaði, og benda ummæli ein í Sturlungu til þess. En er að Snorra þrengdi í Borgarfirði, leitaði hann sér hælis á Bessastöðum.

Bessastaðir

Bessastaðir 1722.

Eftir víg Snorra Sturlusonar 1241 tók Hákon gamli Noregskonungur undir sig Bessastaði, sem urðu síðan um margar aldir aðsetur norskra og síðan hins danska konungsvalds á íslandi. í bók sinni um Bessastaði, sem út kom 1947, segir Vilhjálmur Þ. Gíslason, fyrrum útvarpsstjóri, að það megi heita kaldhæðni örlaganna, að ein af höfuðeignum hins mesta höfðingja þjóðlegrar, íslenzkrarar menningar skyldi verða virki erlends konungsvalds.
Um 1340 verða Bessastaðir fastur aðsetursstaður umboðsmanna konungs og eins konar annar höfuðstaður landsins, miðstöð hins erlenda valds, en Þingvellir var hinn höfuðstaðiu- Íslands, enda þótt segja megi, að biskupsstólarnir væru það einnig.
Á fimmtándu öld koma Bessastaðir oft við sögu erlendra ævintýramanna og ránsmanna. Árið 1420 komu Englendingar til Bessastaða, tóku hirðstjórann höndum og drápu einn manna hans og særðu aðra.
SkansinnTveimur árum síðar, árið 1422, gengu Englendingar á land við Bessastaði, drápu menn og eyddu garðinn og 1425 komu enskir menn þar enn, tóku höndum hirðstjórana, sem þá voru tveir, þeir Hannes Pálsson og Balthazar, og höfðu með sér til Englands.
Í upphafi 16. aldar fóru Englendingar enn með yfirgangi og ránum um landið, og var jafnvel um það talað, að. þeir ætluðu að leggja Ísland undir sig. Árið 1512 drápu þeir hirðstjórann Svein Þorleifsson og ellefu menn hans. Þá tóku enskir menn kaupskip með allir áhöfn. Út af þessu varð mikil rekistefna og milliríkjamál, og upp úr þessu setti Danakonungur til hirðstjórnar á Íslandi alkunnan sjógarp, Sören Norby. Hann sat á Bessastöðum, og er sagt, að hann hafi fyrstur orðið til að sigla upp Seyluna, er síðan varð höfn Bessastaða.

Bessastaðir

Lágmynd á Bessastaðakirkju.

Sá maður, sem einna mestar sögur fara af á Bessastöðum um miðja 16. öld, er kóngsfógetinn Diðrik von Mynden. Hann hafði verið alllengi á Íslandi og var af þýzku bergi brotinn. Bróðir hans, Kort von Mynden, var lengi kaupmaður í Hafnarfirði, og hefur þess verið getið til, að Diðrik hafi komið hingað fyrst til kaupsýslu. Diðrik von Mynden var uppivöðslusamur og fór um með barsmíðum og gripdeildum, en tvær ferðir hans frá Bessastöðum eru sögulegastar, hin fyrri þegar hann ásamt Kláusi hirðstjóra var de Marvitzen tók Viðeyjarklaustur á hvítasunnu 1539, brutu þar upp hús og hirzlur, hröktu heimafólk nakið upp úr rúmum sínum, börðu menn og bundu, rændu og rupluðu. Hin förin var, er Diðrik fór við tíunda mann í öndverðum ágústmánuði 1539 austur yfir fjall til þess að taka klaustrin í Kirkjubæ og Þykkvabæ. Þetta var ekki fjölmennur flokkur, en þó lét Diðrik svo um mælt, að ekki mundi hann þurfa nema sjö menn til að leggja undir sig landið allt.
Þ

Bessastaðakirkja

Skjaldarmerki á turni Bessastaðakirkju?

etta fór þó á annan veg, því að í þessari ferð drápu Íslendingar Diðrik fógeta í Skálholti. Það var síðan á Bessastöðum, að þeir hittust seinast í maí 1541 forráðamenn hins nýja siðar og konungs, Gissur biskup Einarsson og Kristófer Hvítfeldur hirðstjóri. Þar munu þeir hafa ráðið þeim ráðum, er síðar komu fram, en 5. júní sigldi Hvítfeldur hirðstjóri frá Íslandi og hafði með sér fanginn Ögmund biskup Pálsson, er lézt í hafi.
Enn eru fleiri atburðir siðaskiptanna tengdir við Bessastaði eða Bessastaða menn. Haustið 1550 var helzt til forstöðu á Bessastöðum Kristján skrifari, eins og hann hefur verið nefndur, en Kristján var fógeti eða umboðsmaður höfuðsmannsins, Lauentiusar Múle. Kristján hafði áður verið bæjarstjórnarskrifari í Kaupmannahöfn, og af því mun viðurnefni hans dregið.
Þegar andstæðingar Jóns Arasonar höfðu sigrazt á honum, var fyrst gert ráð fyrir því, að hann og synir hans, Björn og Ari, skyldu geymdir í haldi og látnir bíða alþingisdóms samkvæmt lögum og landsrétti. Átti að skipta þeim á höfuðból sigurvegaranna, Bessastaði, Skálholt og Snóksdal, en þessi ráðagerð fórst fyrir, af því að Kristján skrifari treysti sér ekki til að halda neinn þeirra af ótta við fylgismenn þeirra meðal norðlenzkra útróðrarmanna um Suðurnes. Þá var afráðið, að öxin og jörðin geymdu þá bezt. Sent var eftir böðlinum til Bessastaða, og segi svo í gömlum þætti, að hann héti Jón Ólafsson, herfileg kind sunnlenzk, og hafði hann ekki réttað áður utan einn mann.

Garðaholt

Skotbyrgi á Garðaholti.

Segja má að á árunum 1551 til 1555 hafi Ísland verið hernumið land, en herforingjarnir höfðu aðsetur sitt á Bessastöðum.
Ýmsir valdamenn, er sátu á Bessastöðum á ofanverðri 16. öld, voru stjórnsamir, og var þar á ýmsa lund höfðingsskapur og stórmennskubragur. Meðal þessara manna var Páll Stígsson, sem var mikill fyrir sér og stjórnsamur höfðingi, trúmaður og framfaramaður á sína vísu, en siðavandur og harður, eins og stóridómur hans
frá 1564 sýnir. Páll Stígsson andaðist á Bessastöðum í maí 1566 og var jarðsettur fyrir framan altarið í Bessastaðakirkju, sem þá var. Sá steinn er enn í kirkjunni, og á honum er mynd af Páli í hertygjum og skjaldarmerki ætta hans í hornunum, og á steininum er Páll kallaður kóngsins af Danmörku befalingsmaður yfir Íslandi.

Bessastaðir

Bessastaðir – forneifar undir Bessastaðastofu.

Í upphafi 17. aldar sat á Bessastöðum Herluf Daa hirðstjóri, er var ævintýramaður, er hafði farið víða, verið í Hollandi og á Spáni og í hernaði á móti Tyrkjum. Hann stýrði herskipum og varð aðmíráll, en ævi sinni lauk hann í Kaupmannahöfn, fátækur maður og forsmáður.
Á eftir honum kom hér Friðrik Friis, mikilsháttar maður, er virðist hafa haft í hyggju ýmsar umbætur á landsmálum. En hann tók sótt í hafi á leið til Íslands og andaðist þremur nóttum eftir að hann steig á land á Bessastöðum, og var þar jarðsettur. Síðar létu ættingjar hans grafa hann upp og flytja til Danmerkur.
Árið 1627 komu til íslands sjóræningjar frá Alsír, er Íslendingar kölluðu Tyrki. Komu þeir að landi á Djúpavogi, í Grindavík og Vestmannaeyjum, drápu fólk og rændu. Eitt skipanna kom á Seyluna við Bessastaði og strandaði þar. íslendingar, sem þá voru á Bessastöðum, vildu leggja að skipinu og leysa úr haldi íslenzkt fólk, sem um borð
var, en höfuðsmaðurinn, Holger Rosenkranz, þorði ekki, og hlaut af mikið ámæli, en ræningjarnir sluppu.

Hendirk Bjelke

Hendirk Bjelke (1615-1683).

Um 1639 kom hingað til lands Henrik Bjælke og varð höfuðsmaður á Bessastöðum og lénsmaður. Hann eignaðist hér margar jarðir, varð vellríkur og lánaði konungi sínum fé. Árið 1662, í tíð Henriks Bjælkes, urðu hér á landi atburðir, sem lengi var minnzt. Það var í Kópavogi mánudaginn 28. júlí, að Bjælke höfuðsmaður tók hyllingareiða af fulltrúum landsmanna, sem þar rituðu undir hina nýju einveldisskuldbindingu til handa Friðriki konungi þriðja, arfakóngi íslendinga. Ætlunin hafði verið að taka hyllingareiða af mönnum á Bessastöðum, en höfuðsmaður tafðist á ferð sinni, og stefndi mönnum í Kópavog, en þar voru fyrir danskir hermenn. Eftir eiðtökuna hélt höfuðsmaður ágæta veizlu í stóru tjaldi, 9 faðma löngu.
Hafði hann þar hlj óðfæraslátt mikinn, og var leikið á trómetur, fíól og bumbu, og léku sex trómetarar. Þrjár fallbyssur voru í Kópavogi, og var skotið af þeim, en herskipið á Seylunni svaraði skotunum. Um nóttina var skotið flugeldum, en veizlan stóð lengi nætur.

Bessastaðir

Bessastaðakirkja 1834.

Síðast á 17. öld urðu breytingar á skipulagi landsstjórnar á Íslandi. 1683 var settur landfógeti og árið eftir, 1684 stiftamaður eða stiftbefalingsmaður og 1688 loks amtmaður. Hið gamla hirðstjóra- eða höfuðsmannsembætti var lagt niður, en landfógeti og amtmaður höfðu æðstu völd innan lands og sátu á Bessastöðum.
Fyrstur landfógeta var Kristófer Heidemann. Hann var á Bessastöðum 10 ár og lét reisa þar úr timbri framkirkjuna, sem áður hafði verið úr torfi. Þá gerði Heidemann út þilskip og hafði talsverðan bátaútveg, bæði fyrir sjálfan sig og konung.
Árið 1766 kom að Bessastöðum Magnús Gíslason, er orðið hafði amtmaður fyrstur íslenzkra manna. Magnús bjó að Leirá í Borgarfirði fyrstu embættisár sín, en á árunum 1760 til 1765 lét hann reisa Bessastaðastofu, sem enn stendur.

Skúli Magnússon

Skúli Magnússon.

Um miðja 18. öld voru á Bessastöðum Skúli fógeti og Bjarni landlæknir Pálsson, sem þar setti fyrstu lyfjabúð sína, 1760, áður en hann fluttist að Nesi við Seltjörn. Á Bessastöðum hófst einnig fyrsta íslenzka læknisfræðikennslan, er Bjarni Pálsson tók að kenna fyrsta íslenzka læknisefninu, Magnúsi Guðmundssyni, og hófst þessi kennsla haustið 1760.
Árið 1769 varð húsbóndi á Bessastöðum Ólafur amtmaður Stefánsson eða Stephensen, tengdasonur Magnúsar Gíslasonar. Óafur varð seinna stiftamtmaðin- og settist að í Viðey.
Þegar komið var undir lok 18. aldar og íslenzkur maður varð stiftamtmaður 1784, var orðin mikil röskun í þjóðfélaginu af hallærum og óáran og flutningur mikill á embættum og stofnunum. Stefnan var sú að safna miðstöð valds og mennta á einn stað. Bessastaðir urðu ekki fyrir valinu, heldur Reykjavík. Þar varð miðstöð nýs athafnalífs og menningar.
BessastaðirÁrið 1805 var latínuskóli þó fluttur frá Reykjavík að Bessastöðum, þar sem hann var um fjóra ártugi. Ekki er unnt að rekja hér sögu skólans, en við hann kenndi margt lærðust manna Íslands og þaðan komu margir þeir menn, er fremstir stóðu í menningar- og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á öndverðri 19. öld.
Þegar skólinn fluttist frá Bessastöðum til Reykjavíkur, 1846, bjó síðasti skólaráðsmaðurinn, Þorgrímur Tómasson, þar enn um skeið og hafði ábúð jarðarinnar. Sonur hans, Grímur Thomsen, er fæddur var á Bessastöðum 1820, skipti síðan á Belgsholti á Mýrum og Bessastöðum 1867, en þá hafði staðurinn verið í konungseign frá því 1241 -— eða 626 ár. Er Grímur Thomsen lézt 1896 seldi ekkja hans Landsbankanum Bessastaði. Var söluverð 12 þúsund krónur. Síðan keypti séra Jens Pálsson Bessastaði og átti tæpt ár, er hann seldi staðinn Skúla Thoroddsen, er lengi hafði búið á Ísafirði. Skúli fluttist að Bessastöðum árið 1901 og setti þar prentsmiðju. Þar gaf hann út blað sitt, Þjóðviljann, og allmargt bóka, einkum rímur, sem urðu vinsælar. Húsfreyjan Theodóra Thoroddsen, varð þjóðkunnur rithöfundur.
Um tíma átti Jón H. Þorbergsson á Laxamýri í Aðaldal Bessastaði, og á þeim árum var Einar H. Kvaran þar eitt sinn árlangt, og þar lauk hann við skáldverk sitt Sögur Rannveigar.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Árið 1927 keypti Björgúlfur Ólafsson læknir Bessastaði fyrir 120 þúsund krónur, og þar skrifaði hann bók sína frá Malajalöndum, um dvöl sína á Jövu og Borneó.

1940 keypti Sigurður Jónasson lögfræðingur og fyrrum forstjóri Tóbakseinkasölu ríkisins Bessastaði, sem hann ætlaði til búrekstrar og verksmiðjurekstrar. Gerði hann miklar jarðabætur, og urðu Bessastaðir mikil bújörð í tíð hans.
Þegar ríkisstjóraembætti var stofnað árið 1940, var nokkur óvissa um það, hvar ríkisstjóri skyldi búa. Þá kom fram sú tillaga, að ríkisstjóri sæti að Bessastöðum. Hermann Jónasson forsætisráðherra spurðist þá fyrir um það hjá eigandanum, hvort hann vildi selja Bessastaði til þessara nota. Sigurður Jónasson bauðst þá til að afhenda ríkinu
Bessastaði að gjöf, og var því boði tekið.
Síðan 1944 hafa Bessastaðir á Álftanesi verið aðsetur forseta Íslands, herra Sveins Björnssonar og herra Ásgeirs Ásgeirssonar. Þangað hefur verið litið með virðingu og stolti.“

Aðalheimild:
-Vilhjálmur Þ. Gíslason: Bessastaðir, Reykjavík 1947.
-Bessastaðir á Álftanesi eftir Tryggva Gíslason, lektor. Útvarpsþáttur fluttur 30. júní 1968.

Bessastaðir

Bessastaðir 2024.

Reykjanesskagi

Þegar skoðað er jarðfræðikort ÍSOR, unnið af margfróðu fólki á löngum tíma, af Reykjanesskaga er áhugavert að skoða helstu hraunin ofan Hafnarfjarðar, sérstaklega í hinu sögulega samhengi þeirra. Hraununum eru gefin nafngiftirnar kap, gel, búr, se, óbr, skú, tv og stó. Þetta eru skammstafnir yfir „Kapelluhraun, „Geldingahraun“, Búrfellshraun“, Selhraun“, Óbrinnishólahraun“, „Skúlatúnshraun“, „Tvíbollahraun“, „Stórabollahraun“ og ekki síst meginhraunið „Hrútagjárdyngjuhraun. Hellnahraunin, eldra og yngra virðast vera samheiti yfir Stórabolla- og Tvíbollahraunin, sem runnu með u.þ.b. 1000 ára millibili.

Kapelluhraun

Kapelluhraun

Kapelluhraun – jarðfræðikort ÍSOR.

Kapelluhraun (syðsti hluti þess var jafnan nefnt Nýibruni en sá nyrsti Bruninn) er hraun á norðurhluta Reykjanesskaga sunnan Hafnarfjarðar hjá Straumsvík og er hluti af hraunum sem runnu árið 1151 í Krýsuvíkureldum. Kapelluhraun er úfið apalhraun og rann úr gossprungu sem var alls um 25 km löng. Sunnan á skaganum rann þá einnig Ögmundarhraun í sjó fram. Kapelluhraun rann aðallega frá gígum við Vatnsskarð sem nú heyra sögunni til vegna gjallvinnslu. Í sama gosi rann hraun frá röð minni gíga sem liggur meðfram Undirhlíðum og norður um Gvendarselshæð. Rann það m.a. niður í Kaldárbotna.

Kappella

Kapellan í Kapelluhrauni endurgerð.

Kapelluhraun er nefnt svo eftir lítilli tóft þar sem var kapella. Um miðja 20. öldina fannst þar lítið líkneski af heilagri Barböru en hún var sögð góð til áheita gegn eldsgangi hvers konar. Kapellan stóð í miðjum vegarslóða sem menn höfðu rutt gegnum hraunið en hann hefur nú verið eyðilagður með öllu að undanskildum tuttugu metra kafla við rústir kapellunnar. Kapellutóftin er á fornminjaskrá.

Geldingahraun

Jarðfræðikort

Geldingahraun – jarðfræðikort.

Um Hvassahraun segir í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar: „Þar upp af er stór hraunhóll sem heitir Haugrúst eða Hugarúst?? Þetta er stór hæð og hrjúft allt í kring og í hólnum er gjögur (jarðfall). Þar ofar tekur svo við Geldingahraun og þar vestan við horn þess hrauns er djúp gjá nefnd Svartagil. Samhliða Geldingahrauni, ofar og vestur og langt í austur, er svæði það sem nefnt er Mosar og í þeim miðjum nærri Afstapabruna er Bögguklettur, þetta eru einkennilegir hólar.
Geldingahraun sést sannanlega austan yngra Afstapahraunsins á nokkrum stöðum.

Afstapahraun

Jarðfræðikort

Afstapahraun – jarðfræðikort ÍSOR.

Afstapahraun (kallast einnig Hvassahraun) er apalhraun á Reykjanesskaga. Hraunið hefur runnið frá eldgígum sem eru vestan undir Trölladyngju og þaðan til norðurs alveg í sjó fram í Vatnsleysuvík á Vatnsleysuströnd. Við suðurenda hraunsins eru Höskuldarvellir, sem eru grasi gróið flatlendi, eitt hið stærsta á Reykjanesskaganum. Við norðurendann hefur verið brotið af hrauninu vegna lagningar Reykjanesbrautar, sem liggur þar á milli hrauns og sjávar. Heildarlengd hraunsins er um 10 kílómetrar. Samkvæmt rannsóknum er hraunið um 2000 ára gamalt, sem byggir á C-14 aldursgreiningum og gjóskutímatali.

Selhraun

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort – Selhraun.

Hraunafurð Geldingahrauns, sem er að mestu eldra hraun undir Sfstapahrauni, rann sem mjór taumur alla leið niður í Straumsvík. Selhraunið er augljóst vestan Kapelluhrauns, en er grafinn að hluta undir yngri hraunum (Kapelluhrauns) utan smáskækils sem stendur upp úr og nefnist nú Selhraun. Hluta Selhraunsins má enn sjá ofan Leynis austan Kapelluhrauns

Búrfellshraun
Búrfellshraun er samnefni yfir hraunasvæði sem teygir sig yfir stórt svæði í nálægð Hafnarfjarðar. Hraunin runnu fyrir um 8000 árum en þá varð eldgos sem myndaði eldborgina Búrfell sem rís fyrir sunnan Hafnarfjörð. Hraunin nefnast ólíkum nöfnum eftir staðsetningu þeirra eða útliti, t.d. Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Urriðakotshraun, Lækjarbotnahraun, Svínahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun, Gálgahraun og Balahraun.

Óbrennishólahraun

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort – Óbrinnishólahraun.

Kapellu- og Óbrinnishólahraun (-bruni) eru með þeim yngstu í Hafnarfirði og skilja sig frá öðrum, reyndar með ólíkum hætti því hið fyrrnefna er að miklum hluta úfið kargahraun en hið síðarnefnda slétt helluhraun næst upptökunum, bæði þó með samfelldri Stakurráðandi mosaþembu.
Óbrinnishólabruni á (skv. fyrri rannsóknum) að hafa runnið 190 f. Kr. og Kapelluhraun (Nýjahraun/Bruninn) árið 1151 e.Kr. Um 1340 ára aldursmunur mun því vera á hraununum, en þess virðist þó fljótt á litið ekki sjást glögg merki, hvorki gróðurlega né jarðfræðilega. Mun líklegra er að Óbrinnishólahraunið hafi runnið í sömu goshrinu og Bruninn og þá einungis skömmu áður á jarðfræðilegan mælikvarða (á innan við 300 ára tímabili).

Skúlatúnshraun

Litluborgir

Litluborgir í Skílatúnshrauni – gervigígur.

Skúlatún er óbrennishólmi í Skúlatúnshrauni (Stórabollahrauni) sem rann fyrir um 2000 árum. Sumir vilja ætla að þar megi sjá til fornra minja, en slíkt verður að telja mjög hæpið.
Nokkrir gervígígar í Skúlatúnshrauni sýna hvar ströndin hefur legið þegar fyrri hraun runnu út í sjó. Þessir gervigígar eru taldir myndaðir eftir ísöld og eldri en hraunin í kring, þar með talin Skúlatúnshraun og Tvíbollahraun.
Gervigígarnir eru til marks um að fyrir tíma Skúlatúnshrauns og Tvíbollahrauns hafa hraun runnið sömu leið til sjávar en þegar þeir myndast þeytast upp hraun og setlög.

Hellnahraun

Mannvirki í Eldra-Hellnahrauni.

Er þetta ástæðan fyrir því að í gervigígunum í Skúlatúnshrauni megi meðal annars finna skeljar í bland við klepra og gjall en skeljarnar hafa verið undan ströndinni sem hraunið rann yfir.

Skúlatúnshraun (Eldra Hellnahraun) og Tvíbollahraun (Yngra Hellnahraun) eru mjög lík í ásýndum og lengi hefur þótt erfitt að greina þau að. Skúlatúnshraunið, líkt og Tvíbollahraunið, hefur komið úr Brennisteinsfjallakerfinu og hefur það runnið svipaða leið til sjávar.

Tvíbollar

Tvíbollar.

Er hraunið komið suðaustan úr Stórabolla sem er, líkt og Tvíbollar, í Grindaskörðum. Breiddi hraunið mjög úr sér sunnan og austan við Helgafell og rann svo sömu leið og Tvíbollahraunið suður fyrir Helgafell, í norðvesturátt með Gvendarselshæð, vestur með Kaldárseli og til sjávar í Hraunavík. Er hraunið nú undir nýrri hraunum að miklu leyti en kemur fram á nokkrum stöðum, til dæmis við Hvaleyrarvatn, Ástjörn og við sjóinn vestan Hvaleyrarholts.

Stórabollahraun

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort – Stórabollahraun.

Stórabollahraun er talið vera um 2700 ára. Hraunið ber keim af dyngjugosi. Gígurinn, mjög stór, er utan í vestanverðu Kóngsfelli í norðanverðum Grindaskörðum ofan Hafnarfjarðar. Hraunið er undir Tvíbollahrauni, komið úr gígum skammt sunnar.

Tvíbollahraun
Tvíbollahraun og Hellnahraun yngra runnu úr Bollunum í Grindarskörðum um 950 e. Kr. Í hraununum norðvestan við Markraka eru Dauðadalahellar, fallegar og margflóknar hraunrásir. Þarna gætu hafa runnið fyrstu hraunin á Íslandi eftir að búseta hófst og hellar þess þá fyrstu hellar sem mynduðust hér á landi á sögulegum tíma.
Í hraununum eru allmargir hellar. Nú var ætlunin að skoða Elginn undir Miðbolla, Balahelli undir Markraka og kíkja niður í gat, sem FERLIR fann fyrir þremur árum, en þá vannst ekki tími til að kanna það nánar.
Eins og áður er getið varð eldgosið um það leyti er fyrstu landnámsmennirnir vour að setjast að hér á landi.

Tvíbollahraun

Hellisop Leiðarenda í Tvíbollahrauni, Helgafell fjær.

„Meginhraunflóðið var til norðurs, hraunelfan klofnaði um hæðina austan við Dauðadali. Mjó álma úr því rann milli hennar og Lönguhlíðar og breiddist nokkuð út þar vestur af, en meginhraunflóðið féll norður af Helgafelli og norður með því að suðvestan. Tvíbollahraun er allt að 18 ferkílómetrar að flatarmáli.“ Þó gæti hraunið verið eitthvað minna því rannsóknir hafa sýnt að hluti hraunsins er þakið landnámsöskulaginu svo það gæti verið svolítið eldra.
Dauðadalahellarnir eru í Stórabollahrauni, Þeir eru nokkrir, þ.á.m. Flóki. Leiðarendi, einn mest sótti ferðamannahellir á landinu, er einnig í Stórabollahrauni. Yfir honum hvílir Tvíbollahraunið. Á einum stað hefur það náð að þröngva sér inn í hellinn.
Upptök Tvíbollahrauns eru í framangreindum Tví-Bollum eða Mið-Bollum. Tví-Bollarnir þeir eru tveir samliggjandi gígar í brúnum Grindarskarða, í um 480 m hæð yfir sjó. Hraunið hefur fossað niður bratta hlíðina niður á láglendið en einnig runnið í lokuðum rásum. Hraunið flæmdist síðan til norðurs milli móbergshnúka og klapparholta allt niður undir Hvaleyrarholt við Hafnarfjörð.

Hrútagjárdyngjuhraun

Jarðfræðkort

Hrútagjárdyngjuhraun – jarðfræðikort ISOR.

Hrútagjárdyngja er um 4.500 ára hraundyngja sem þekur um 80-100 km² lands. Alls rúmir 3 rúmkílómetrar af hrauni. Dyngjan er með stórum toppgíg og skorin djúpum gjám sem kunna að vera merki um ris vegna kvikuinnskota. Hrútagjárdyngja er einn af stærstu hraunskjöldum á Reykjanesi. Í hrauninu er hægt að finna allmarga hraunhella, þ.á.m Steinbogahelli, Maístjörnuna og Híðið.
Eitt af stærstu hraununum í kringum Hafnarfjörð er komið úr Hrútagjárdyngju. Upptök þess eru nyrst í Móháls[a]dal. Á gígsvæðinu er allmikil gjá sem heitir Hrútagjá og við hana er dyngjan kennd. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og hefur myndað ströndina milli Vatnsleysuvíkur og Straumsvíkur. Í daglegu tali gengur stærsti hluti hraunsins undir nafninu Almenningur. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir 4000- 5000 árum.

Hrútagjá

Hrútagjárdyngja ofan Hafnarfjarðar.

Ljóst er þó, þegar gengið er um Dyngjuna og umhverfis hana, að hér hefur ekki verið um eina goshrinu að ræða heldur a.m.k. tvær eða fleiri. Nýjustu ummerkin sjást hvað best suðaustast í Hrútagjárdyngjunni. Þar er gígur og hrauntröð. Verksummerki eftir miðkaflan sjást hins vegar gleggst vestan við mikla hrauntjörn sunnanlega á dyngjusvæðinu og í hrauntröð út frá henni til norðurs. Þar hefur glóandi hraunkvikan leitað út úr gamla dyngjusvæðinu nyrst í henni og myndað ábreiðu næst dyngjunni.
Gamli gígurinn í Hrútagjárdyngju, sem gaf af sér hina miklu kviku, sést enn, en hefur nánast fyllst af nýrra hrauni.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Kapelluhraun
-https://nafnid.is/ornefni/650529
-https://is.wikipedia.org/wiki/Afstapahraun
-https://is.wikipedia.org/wiki/B%C3%BArfellshraun_vi%C3%B0_Hafnarfj%
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=61463
-https://ferlir.is/obrinnisholabruni/
-https://ratleikur.fjardarfrettir.is/25-daudadalir/
-https://ratleikur.fjardarfrettir.is/26-skulatun-skulatunshraun/
-https://ferlir.is/tvibollahraun-elgurinn-balahellir-daudadalahellar/
-https://ratleikur.fjardarfrettir.is/14-gjasel-hrutagjardyngjuhraun/

Kapelluhraun

Ferðast um hraunin ofan Hafnarfjarðar – teikning frá 19. öld.

Þorbjörn

Í Faxa árið 2021 er viðtal við Boga Adolfsson, formanns Björgunarsteintar Þorbjörns í Grindavík, undir yfirskriftinni „Ákváðum á fyrsta degi að við myndum aldrei ráða við þetta ein„:

Bogi Adolfsson

Bogi Adolfsson.

„Boga Adolfssyni formanni Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavik óraði ekki fyrir því í byrjun árs að árið 2021 yrði eins og það þróaðist. Engan veginn var hægt að sjá fyrir hvaða verkefni kæmu í fang björgunarsveitarfólks þegar eldgos hófst í Geldingadölum 19. mars enda segir Bogi í samtali við Svanhildi Eiríksdóttur að allar línulegar aðgerðaáætlanir hafi farið í vaskinn. Við tók spírallaga atburðarás.
„Það kom alltaf upp nýtt verkefni þegar einu var lokið. Við þurftum að gera gönguleið eða merkja gönguleið og það var ekki varanlegt nema í stutta stund. Þá þurfti að byrja upp á nýtt. Aðgerðaáætlunin gat því ekki verið línuleg, heldur hringur, því við þurftum að gera aftur og aftur það sama. Við gátum eiginlega ekki gert ráð fyrir neinu, verkefnin komu manni alltaf í opna skjöldu,“ segir Bogi.

Áttuðum okkur ekki á að gosið hefðiþetta aðdráttarafl
EldgosVerkefnin hafa verið umfangsmikil og krefjandi fyrir alla þá fjölmörgu viðbragðsaðila sem hafa komið að gosinu. Bogi segir aðstoð hafa borist víða að, frá fjörðum lengst í vestri og austri. Í Þorbirni eru sjálfboðaliðar í kringum 40. „Við settum bara niður vaktafyrirkomulag strax og menn skráðu sig niður á vaktir. Við ákváðum á fyrsta degi að við myndum aldrei ráða við þetta ein.“
Bogi segir tvo björgunarsveitarmenn hafa alla jafna séð um skipulagshliðina á verkefninu, aðrir voru á vettvangi og skiptu með sér verkum þar. Alltaf hafi einhver stigið inn í þegar á þurfti að halda. „Við vorum vel undirbúin fyrir eldgos eftir alla ólguna sem hafði verið á svæðinu, áttum mæla og grímur og annan búnað en við vorum ekki búin að undirbúa okkur undir allt þetta fólk.

Áttuðum okkur ekki á því að gosið myndi hafa þetta gríðarlega aðdráttarafl.
EldgosFyrstu dagarnir voru bara rugl. Við vorum fyrst og fremst að hugsa um hættuna sem vofði yfir vegna jarðhræringa og eldgoss, rýmingaráætlanir og annað slíkt,“ segir Bogi.
Stöðugur straumur fólk var upp að gosi og niður aftur og þegar mest var voru íbúar í Grindavík í hálfgerðri gíslingu í sínum heimabæ. Bílaröðin beggja vegna bæjarfélagsins var slík að heimamenn þurftu að fara fótgangandi allra sinna ferða. „Ég segi að þegar mest var hafi um 6000 manns farið um svæðið á dag. Mælar segja 3000 en þeir mældu bara einn þegar fólk gekk samhliða eða mættist svo ég tvöfalda allar tölur.“ Nú fara á milli 500 og 1000 manns daglega um svæðið sem vaktað er af tveimur til þremur landvörðum og einum sjúkraflutningamanni frá Brunavörnum Suðurnesja. Bogi áætlar að um 300.000 manns hafi farið um gossvæðið.

Hitti ekki fjölskylduna í þrjár vikur

Eldgos

Eldgos í Fagradalsfjalli.

Það muna allir hvernig fyrstu dagarnir í gostíðinni voru. Fólk var hvatt til að ganga frá Grindavíkurvegi yfir hraunið, en sú leið var ógreiðfær og mjög löng, þó hún liti út fyrir að vera stutt á yfirlitskorti, auk þess sem fólk þekkti hana ekki. Engin lýsing vará leiðinni og fólk oft vanbúið svo Verkefni björgunarsveitarfólks urðu ærin. Bogi var minntur á það snemma í ferlinu að hann hafði ekki hitt fjölskyldu sína í þrjár vikur, kom heim þegar allir voru sofnaðir og var farinn út að morgni meðan fólk var enn sofandi. Hann segir þó kostinn óneitanlega hafa verið þann að hafa getað sofið í eigin rúmi.

Bogi hefur verið formaður björgunarsveitarinnar í 19 ár og segir þetta mest krefjandi verkefnið sem hann hafi fengið í starfinu, þó vissulega megi hrósa happi yfir því að enginn lést í náttúruhamförunum. Hins vegar hafi þurft að bjarga mannslífum. Það komu slysatarnir, allt upp í tvo göngumenn á dag og nefnir Bogi sérstaklega Langahrygg þar sem aðstæður urðu eins og í glerhálku, sandur ofan á móbergi.

Geldingadalir

Geldingadalur; eldgos 2021; gönguleið.

Málin hafa hins vegar þróast þannig að úr hefur orðið mjög skemmtileg gönguleið og Reykjanesið hafi komist enn betur á kortið sem áhugavert útivistarsvæði.
Bogi sem starfar hjá Grindavíkurbæ og við sjúkraflutninga hefur fengið mikinn stuðning og skilning hjá vinnuveitendum sínum, þrátt fyrir að hafa verið nýbúinn að skipta um starf þegar gosið hófst. Öðruvísi sé ekki hægt að sinna svona sjálfboðaliðsstarfi á tímum sem þessum. Það sama gildir um vinnuveitendur annarra sjálfboðaliða
hjá Þorbirni, segir Bogi.

Allt verið rosalega magnað

Grindavík

Grindavík – eldgos er kann mögulega að rugla einhverja í rýminu…

Þó tímanir hafi oft og tíðum verið erfiðir og aðstæður krefjandi, segir Bogi mjög marga góða punkta hægt að taka úr ferlinu. „Allt sem maður hefur upplifað og tekið þátt í er rosalega magnað. Allt samstarf viðbragðsaðila, bæði hér og þeirra sem tóku þátt í þessu með okkur gekk svo rosalega vel. En maður sá líka einkennilegt háttarlag fólks sem fór upp að gosi þegar virknin var sem mest, áttaði sig ekki á aðstæðum. Sumir tóku jafnvel víðsjárverðar áhættu með börnin sín og um afdrif allra sem komu sér í hættu er ekki vitað.“
Miklar vangaveltur hafa verið uppi um hvort gosi sé lokið eða ekki og segir Bogi ekkert hægt að segja til um það. Klárlega sé virkni enn mikil, því hraunið fljóti um undir storknuðu hrauninu og allt sé að þykkna í Merardölum. Það sé því engin leið að segja til um framhaldið. „Menn hafa kastað því fram að dyngjugos geti varað allt upp í 120 ár. Það verður laglegt að þurfa að skipta út formanni vegna aldurs í miðju verkefni,“ segir Bogi og hlær.

Þorbjörn

Björgunarsveitin Þorbjörn – minnismerki.

Björgunarsveitinni hefur tekist að sinna öðrum útkallsverkefnum samhliða þessu mannfreka verkefni. Þó nokkuð hefur verið um bátaútköll og annars konar útköll á sama tíma sem þeim hefur tekist að sinna.
„Í raun voru menn fegnir að komast annað slagið í önnur verkefni og þeir voru fljótir að stökkva til þegar útköll komu. Eðli björgunarsveitarmannsins er þannig að hann sækir í verkefni, vill drífa hlutina áfram og þrífst á því að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi.“

Heimild:
-Faxi, 1. tbl. 01.12.2021, Ákváðum á fyrsta degi að við myndum aldrei ráða við þetta ein, viðtal við Boga Adolfsson, bls. 20-22.

Geldingadalir

Geldingadalir í Fagradalsfjalli – eldgos.

Ægir Sigurðsson

Í Faxa árið 2006 er grein undir fyrirsögninni „Er eitthvað að sjá á Reykjanesskaganum„. Þar segir í innngangi: „Mikill fjöldi fróðlegra erinda hefur verið flutt á fundum Lionsklúbbsins í Keflavík í gegnum tíðina. Meðal þeirra merkari er eftirfarandi erindi um jarðfræði Reykjanesskagans sem Ægir Sigurðsson, kennari í Keflavík, flutti á 49. starfsári klúbbsins.

Faxi

Faxi – forsíða 2006.

„Hér rísa vissulega ekki há fjöll þverbrött úr Ægisfaðmi, hér finnast ekki djúpir dalir og ekki liðast hér ár, bakkafullar af laxfiski, um grænar grundir. En skaginn okkar býr yfir öðrum töfrum sem allt of margir hafa látið fram hjá sér fara en eru þó að verða fleirum og fleirum ljósari.
Í þessum greinarstúfi ætla ég að benda á örfáar perlur sem hægt er að nálgast án mikillar fyrirhafnar í þeirri von að einhverjir Suðurnesjamenn geri sér grein fyrir að innan seilingar eigi þeir náttúru sem er einstök í sinni röð. Um seinni línuna í tilvitnuninni ræði ég ekki að sinni.
En hvað er það sem gerir Reykjanesið svona sérstætt? Hví hafa jafnt erlendir sem innlendir náttúrufræðingar skrifað aragrúa lærðra greina um náttúru þessa útskaga? Jú, hér hagar svo til að rannsaka má úthafshrygg á þurru landi sem óneitanlega er miklu þægilegra en á nokkur hundruð eöa þúsund faðma dýpi.

Flekakenningin

Flekaskil

Flekaskil jarðar.

Til að skýra þetta nánar skulum við aðeins líta á flekakenninguna sem er undirstaða nútíma jarðfræði. Kenningin gerir ráð fyrir að yfirborð jarðar skiptist upp í 7-8 stóra fleka og mun fleiri smærri. Flekarnir eru úr svonefndu berghveli eða stinnhvolfi sem gert er úr úthafs- eða meginlandsskorpu svo og efsta hluta möttulsins. Meginlandsskorpan er allt að 70 km þykk og aðallega gerð úr súrum bergtegundum en úthafsplatan er basísk og ekki nema 5-10 km að þykkt. Stóru flekamireru úrbáðum skorpugerðunum nema Kyrrahafsflekinn sem eingöngu er úr úthafsskorpu. Berghvelið sem er um 20 km þykkt undir úthöfunum og frá 100-150 km þykkt undir meginlöndunum, eftir hæð landsins, hvílir á deighvelinu sem nær niður á um 350 km dýpi. Eins og nafn hvelsins ber með sér er efni þess seigfljótandi enda nálægt bræðslumarki sínu.

Flekamót

Flekamót.

Neðan við deighvelið tekur við stinnara efni miðmöttulsins. Talið er að mikil varmamyndun vegna klofnunar geislavirkra efna í möttlinum komi á stað uppstreymi efnis eða svo nefndum möttulstrókum. Strókarnir koma af stað láréttri efnisfærslu út eftir deighvelinu og berghvelið berst rneð líkt og ísjakar á straumvatni. Smátt og smátt kólnar efnið aftur, sekkur og myndar þannig hringrás eða iðustraum. Yfir möttulstróknum kemur fram hryggur og út frá honum færast flekarnir til beggja handa á svonefndum flekaskilum. Flekarnir mætast þar sem efnið sígur aftur niður í möttulinn og nefnist það flekamót. Á mótum og skilum fleka á nær öll jarðvirkni sér stað. Á plötumótum eru átökin miklu meiri en á plötuskilum. Þar hlaðast upp há fjöll svo sem Himalajafjöllin, þar verða jarðskjálftar mun harðari og mannskæðari og gos eldfjallanna ofsafengnari.

Flekaskil

Flekaskil á Íslandi.

En þar sem við erum á plötuskilum læt ég þetta duga um mótin. Eftir úthöfunum endilöngum liggja 2000-4000 m háir fjallgarðar sem alls eru um 70.000 km að lengd. Víða hafa hryggirnir hliðrast þvert á lengdarás sinn um tugi eða hundruð kílómetra um svo nefnd brotabelti.
Tvenn brotabelti eru á eða við landið. Annað tengir saman gosbeltin á Reykjanesi og á Suðurlandi og þar eiga m.a. hinir illræmdu Suðurlandsskjálftar upptök sín. Hitt er fyrir Norðurlandi og tengir saman eystra gosbeltið í Axarfirði og Kolbeinseyjarhrygginn. A því urðu fyrir skömmu allsnarpar hræringar.
Hryggirnir, svo og hafsbotninn eru úr eðlissþyngri efnum en meginlöndin og standa því lægra en þau og eru því undir sjó. Undir hryggjunum kemur heitt möttulefnið upp og þeir standa því mun hærra en botninn umhverfis sem er úr kaldara efni. Ytir möttulstrókunum miðjum þar sem landris er mest bæði vegna hitaáhrifanna svo og mikillar efnisframleiðslu getur hafsbotninn risið úr sæ. Ísland er dæmi um slíkt.

Beykjaneshryggur

Flekaskil

Flekaskilin um Ísland.

Reykjaneshryggur er hluti af Atlantshafshryggnum sem liðast eftir hafinu endilöngu og skilur m.a. að Norður Ameríku og Evrasíuflekana. Reykjanesskaginn tekur síðan við af hryggjunum og markar þannig upphaf gosbeltisins sem nær þvert yfir landið. Reykjanesskaginn er því að klofna. Vestari hluti hans færist til norðvesturs að meðaltali um 1 cm/ári en eystri hluti hans til suðausturs með sama hraða. Jarðeldurinn fylltr síðan jafnóðum í rifuna á milli. Þessar hreyfingar verða í rykkjum og fylgja þeim eldgos líkt og í Kröflueldum þar sem land gliðnaði um 78 m á nokkrum árum.
Eldvirknin innan gosbeltanna er ekki samfelld heldur raða eldvörpin sér á afmörkuð svæði, gosreinar. Í miðju hverrar reinar er eldvirknin mest og þar myndast megineldstöðvar sem oft rísa nokkur hundruð metra yfir umhverfi sitt. Þar er að finna mun meiri breytileika í bergtegundum og gosmyndunum en utan þeirra og háhitasvæði tengist þeim flestum. Á Reykjanesskaganum hafa megineldstöðvar ekki náð að myndast enn nema í Hengilsreininni sem er elst. Reinarnar eru mismunandi að lengd, 20-50 km, og breiddin frá 5 og upp í 7 km og stefna þær NA SV.
Misgengin í hverri rein mynda grunna sigdali og gígarnir fylgja flestir miðju hverrar reinar. Einstaka hrauntaumar hafa þó runnið langt út fyrir sína heima rein.

Dyngja

Dyngjugos.

Fjölbreytileiki eldstöðva er mikill og á fáum stöðum er hægt að skoða allar helstu gerðir íslenskra eldstöðva á jafn litlu og aðgengilegu svæði. Dyngjur, litlar sem stórar, gígaraðir, stuttar og langar úr kleprum og gjalli í ýmsum hlutföllum, gígahópar (svæðisgos), stampar og eldborgir, sprengigígar og jafnvel myndanir sem líkjast sigkötlum. Í útjaðri svæðisins eru megineldstöðvar órofnar eins og Hengilssvæðið eða rofnar til róta líkt og Reykjavíkur, Kjalarnes og Stardalsstöðvarnar. Á utanverðum skaganum er aðeins að finna basalt en þar eru þó allar þrjár megin gerðirnar. Fjölbreytileiki hraunanna og hraunmyndanna er óþrjótandi. Hraunhólar með djúpum sprungum sem veita ýmsurn jurtum skjól svo sem blágresi og stóraburkna, hraunbólur, óbrinnishóla inn í miðju hraunhafinu, hrauntraðir með ýmsum myndunum, kargahraun þakið þykkri mosakápu, niðurföll, rásir, skúta og hella af mismunandi lengd og gerð.

Hellar

Raufarhólshellir

Í Raufarhólshelli.

Fjölmargir hellar eru á skaganum og aðeins hluti þeirra fundinn svo að fyrir þá sem vilja skríða um móður jörð og skoða innviði hennar er þetta kjörsvæði. Hellaauðug hraun eru oft aðeins steinsnar frá þjóðleiðum t.d. í Arnaseturshrauni við Grindavíkurveg og hinir rómuðu Bláfjallahellar í Strompahrauni þar sem þúsundir manna fara um á góðviðrisdögum. Konunginn sjálfan, hinn 1360 m langa Raufarhólshelli í Leitahrauni þekkja víst flestir. Ekki eru allir hellamir svo til láréttir heldur er einnig þó nokkuð um lóðrétta hella sem fiestir eru afgösunar pípur og þá oft tengdir gígunum. Dýpstur er hellirinn í Þríhnjúkum en þar þarf að síga um 110 m beint niður áður en fætur kenna gólfs og eftir það má enn fara neðar. Fer þá eflaust að styttast til þess höfðingja sem hinir ófrómu munu gista að lokinni jarðvistinni. Um þær myndanir sem hellarnir búa yfir, mætti hafa mörg orð, en þeirra á aðeins að njóta á staðnum, í því sérkennilega andrúmslofti sem þar ríkir og í hinni dularfullu birtu ljóskeranna. Sjálft hraunið og myndanir þess og litbrigði eru svo heimur út af fyrir sig.

Baðstofa

Baðstofa við Húsatóftir.

Djúpar gjár stundum með köldu tæru vatni og misgengisstallar af mismunandi stærðum og gerðum eru einnig skoðunarverðir staðir. Móbergið sem er mun linara en basaltið er tilvalið efni fyrir vatn og vind til að skera út ýmsar kynjamyndir. Og ekki má láta hjá líða að minnast á háhitasvæðin með öllum þeim furðum sem þar er að sjá og heyra að ógleymdri þeirri ilman sem fylgi skoðandanum langt út fyrir svæðið.

Grágrýti

Ef við lítum aðeins á jarðlagagerðina má skipta henni eftir myndunartíma í þrjá aðal flokka. Grágrýtishraunin frá síðustu hlýskeiðum, móbergs og bólstraberg frá síðustu jökulskeiðum og hraun runnin eftir ísöld.
Grágrýtishraunin runnu á hlýskeiðum ísaldar og jöklarnir hreinsuðu og skófu síðan allt gjall, hraunreipi og aðrar yfirborðsmyndanir af.

Grágrýti

Grágrýti.

Ysti hluti skagans, Rosmhvalanes, sem er SV við miðju landrekssprungunnar, er hulið grágrýti og samkvæmt flekakenningunni ætti grágrýti af svipuðum aldri að finnast SA við hana. Það er t.d. að finna í Krýsuvík.
Við skulum líta aðeins nánar á grágrýtið á “Rostunganesinu” en á því eru helstu stórborgir Suðurnesja. Hraunin bera þess greinileg merki að þau eru runnin frá dyngjum. Þar sem sjór og/eða jöklar hafa rofið stalla í það má sjá að þau eru belgótt og smá eða grófkristölluð. Ef rýnt er í bergið má kenna að ljósu kornin í því eru plagíóklas (feldspat) og á einstaka stað má í ljósum og gropnum blettum sjá dökka, nokkuð stóra, ágít kristalla. Þar sem bergið er mishart, veðrast við vissar aðstæður mjög sérkennilegt „bollamunstur“ í það og prýða slíkir steinar margan verðlaunagarðinn í Keflavík. Skipta má grágrýtinu upp í þrjár syrpur: Háaleitis, Njarðvíkur og Vogastapagrágrýtið.

Vogastapagrágrýtið

Vogastapi

Vogastapi.

Talið er að Háleitis og Vogastapagrágrýtið hafi myndast á næst síðasta hlýskeiði fyrir um 200.000 árum en Njarðvíkurgrágrýtið á síðasta hlýskeiði og er þá um 100.000 ára. Talið er næsta víst að Háaleitið sé dyngjuhvirfill samnefnds hrauns en óvíst er um uppkomustað hinna og gætu þeir jafnvel verið horfnir í sæ. Þykkt hraunanna er allt að 90m. Vogagrágrýti hefur snarast til SA, inn að virka svæðinu, og má merkja það á misgengjum svo sem í Háabjalla og stöllunum sitt hvoru megin Seltjarnar.

Móbergs- og bólstramyndanir

Sveifluháls

Sveifluháls – móbergsmyndanir.

Móbergs- og bólstramyndanir eru flestar frá síðasta jökulskeiði sem hófst fyrir 70.000 árum. Dæmi er um myndanir frá eldri jökulskeiðum. Reynt verður að skýra lauslega frá því hvað á sér stað þegar jarðeldur kemur upp undir jökli eða vatni. Flestir hafa séð hvernig hraun renna frá eldvörpum t.d. Heklu og Kröflugosum. Ef bergkvika kemur upp undir jökli bræðir hún geil í jökulinn sem hálffyllist af vatni sem snöggkælir hana svo hún nær ekki að kristallast en splundrast í smá gleragnirsem nefnist aska. Margir hafa orðið fyrir því að snöggkæla heita glerhluti og þekkja þetta því af eigin skinni. Ef vatnsþrýstingurinn er nægur nær efnið ekki að splundrast en vegna mikillar kælingar myndar það hnykla eða kodda sem oft eru innan við metri á hvern kant. Nefnist bergið þá bólstraberg.

Fjallið eina

Fjallið eina – stapi í kollinn.

Ef gos stendur það lengi að bólstrabergið og gosaskan ná að hlaða upp gíg sem vatn kemst ekki í rennur hraun sem myndar hettu ofan á eldvarpinu. Nefnist það þá stapi.
Með tíð og tíma ummyndast og harðnar hin dökka aska og verður að brúnu mógleri sem límist saman og myndar móbergið. Vikur, gjall og hraunmolar smáir og stórir sem blandast öskunni gefur svo móberginu mismunandi ásýnd.

Þegar jökullinn hvarf af landinu stóðu eftir hlíðarbrött fjöll, mismunandi að hæð og gerð. Útlit og gerð þeirra fer eftir því hvenær gosinu lauk og hvort gosið hefur aðallega á einum stað eða á gossprungu.

Sveifluháls

Sveifluháls – móbergsfjallgarður.

Sem dæmi um móbergshryggi má nefna Sveiflu- og Núpshlíðarhálsa svo og fellin frá Valahnúk að Sýrfelli. Vegna athafna manna er unnt að skoða bólstrabergið í Stapafelli í mjög laglegu sniði, meira að segja, án þess að þurfa að yfirgefa hægindi mótorfáksins. í Súlunum, sem samfastar eru Stapafelli, má einnig greina gangana sem á sínum tíma veittu eldleðjunni upp í gíginn. Keili rer dæmi um stakstætt móbergsfjall og Fagradalsfjall er myndarlegasti stapinn á utanverðum skaganum.

Hraun

Helluhraun

Helluhraun.

Nútímahraun nefnast þau hraun sem upp hafa komið eftir að jökla leysti hér á skaganum líklega fyrir 12-13 þúsund árum. Venja er að skipta hraununum í tvo fiokka eftir uppruna og útliti: Dyngjuhraun sem eru dæmigerð helluhraun, úr þunnum hraunlögum, slétt, reipótt og með ávölum hraunhólum sem oft eru með alldjúpum sprungum í kollinum. Bergið er gráleitt og með brúnleita veðrunarkápu, oft grófkornótt og áberandi ólivín og/eða plagíóklas dílar eru algengir. Bergtegundin nefnist ólivínþóleiít og er einkennisberg hafsbotnsins. Hraunin dreifast gjarnan yfir stór svæði því kvikan er heit og þunnfljótandi þegar hún kemur upp.

Sandfellshæð

Sandfellshæð.

Á skaganum utanverðum eru þrjár stórar dyngjur. Sú ysta nefnist Sandfellshæð og þrátt fyrir að hraun hennar þeki uppundir 150 km2 og eru tæpir 6 km3 er gígur hennar aðeins 90 metrar yfir sjávarmáli. Þráinsskjöldur byggir síðan upp Vogaheiðina og er gígur hans rétt austan við Fagradalsfjall/Vatnsfell. Að stærð og aldri eru þessar dyngjur álíka og virðast hafa verið virkar við lægri sjávarstöðu líklega skömmu eftir að ísa leysti afsvæðinu. Ef þið hafið ekki tekið eftir þessu mikla eldfjalli, Þráinsskyldi, rennið þá augunum, frá Ströndinni og upp í vikið á milli Keilis og Vatnsfells næst þegar þið eigið leið um Stapann í átt til höfuðstaðarins. Þá blasir við eldstöð þar sem upp kom um 20 sinnum meira efni en í Heimaeyjargosinu. Þriðju dyngjuna er að finna uppundir Sveifluhálsi og er hún kennd við Hrútagjá en hraun hennar runnu til sjávar á milli Afstapahrauns og Straums. Dyngja þessi er mun minni en hinar tvær og einnig snöggtum yngri.

eiðin há

Efst í Heiðinni há.

Austar á skaganum eru fleiri dyngjur svo sem Selvogsheiði, Heiðin há og Leitin, en hraunin frá þeim runnu til sjávar bæði í Reykjavík og Þorlákshöfn.
Nokkrar minni dyngjur úr svo nefndu pikríti, er einnig að finna á Reykjanesi og má þar til nefna Háleyjarbungu út á Reykjanestá en hana prýðir formfagur gígketill. Pikrítið er bergtegund sem er talin vera komin svo til beint frá möttli. Það er grófkornótt og allt löðrandi í ólivíndílum sem stundum eru svolítið brúnleitir vegna ummyndunar í stað þess að vera ólivíngrænir. Pikrít hraunin eru talin vera elstu nútímahraunin á skaganum og hafa því runnið strax eftir ísaldarlok.

Sprungur

Hraunsprunga.

Sprunguhraun sem runnið hafa frá gossprungum og gígaröðum eru úr mun seigari kviku en dyngjuhraunin og mynda því þykk hraun með mikinn gjallkarga. Þau eru því úfin og ill yfirferðar og hraunjaðar þeirra hár og brattur. Nefnast slík hraun apalhraun. Frá einstaka eldvarpi geta þó báðar hraungerðirnar runnið í einu og sama gosinu. Apalhraunin renna gjarnan frá gosrásinni eftirhraunám sem nefnast hrauntraðir að gosi loknu en helluhraunin eftir rásum undir storknuðu yfirborðinu. Þau síðarnefndu eru því mun auðugri af hellum. Sprunguhraunin eru flest yngri en dyngjuhraunin og nokkur þeirra hafa runnið eftir að land var numið. Bergtegundin er þóleiít, algengasta bergtegund landsins, nema hér á nesinu þar sem um 18 % af yfirborðsberginu telst til þess en 78 % er ólivínþóleiít og 4% pikrít. Þóleiítið er mun dekkra en dyngjubasaltið og dul- eða fínkornótt og mun minna af dílum er í því en hinum tveim. Eldvörpin eru mjög fjölbreytt að gerð og lögun, en mun meira af lausum gosefnum koma upp í þeim en dyngjunum og heildar magn gosefna einstakra gosa er oftast langt innan við 1 km.

Jón Jónsson

Jón Jónsson; jarðfræðikort – Rjúpnadyngjuhraun og nágrenni.

Erfitt er að gera sér grein fyrir fjölda þeirra eldvarpa sem gosið hafa á nútíma en Jón Jónsson jarðfræðingur hefur kortlagt hraun frá meira en 150 uppkomustöðum en þeir hljóta að vera fleiri því einhverjir hafa lent undir yngri hraunum. Gosin verða í hrinum innan hverrar gosreinar. Glöggt dæmi um það er gos sem hófst út á Reykjanestá, líklega 1226, sem síðan breiddist norðaustur eftir skaganum allt til Arnarseturs sem er rétt austan Grindavíkurvegar.
Sömu sögu má segja þegar Ögmundarhraun rann líklega 1151. Á kortinu má einnig sjá þau 14 hraun sem upp hafa komið á sögulegum tíma. Athygli skal vakin á austasta hrauninu númer 14, en það telur Jón Jónsson vera Kristintökuhraun sem rann þegar við kristni var tekið af lýð árið 999.

Hvenær gýs næst?
Þó langt sé liðið, á tímakvarða manna, síðan síðast gaus á Reykjanesskaganum er hann langt frá því að vera dauður úr öllum eldæðum. Mun skemmra er síðan stór gos hafa orðið út á Reykjaneshrygg.

Stampahraunið

Stampahraunið – myndun Nýeyjar.

Árið 1783 hlóðst þar upp eyja sem fékk það frumlega nafn Nýey en hafið vann fljótt og vel á henni. Líkur hafa verið að því leiddar að gosið hafi út á hryggnum á síðustu öld og það oftar en einu sinni.
Þó eldgos séu mikil sjónarspil og valdi ekki alltaf miklu tjóni og geti jafnvel verið til bóta fyrir svæðið sem þau koma upp á t.d. með því að leggja til byggingarefni, veita skjól eða draga til sín ferðamenn æskir þeirra enginn.
Mannskepnan er ósköp smá og lítils megnug þegar eldgyðjan blæs í glæðursínar en eitt er víst að jarðeldur á eftir að koma upp hér á skaganum. Eina óvissan er hvar og hvenær.“ – Ægir Sigurðsson

Heimild:
-Faxi, 2. tbl. 01.04.2006, Er eitthvað að sjá á Reykjanesskaganum, Ægir Sigurðsson, bls. 44-47.

Eldgos

Eldgos á Reykjanesskaga 2023.